Chelsea 0 Liverpool 2

Okkar menn heimsóttu Chelsea á Stamford Bridge í annað sinn á 9 dögum og þriðja sinn á árinu 2011, og rétt eins og í hinum tveimur leikjunum voru það okkar menn sem höfðu sigur, 2-0 í þetta sinn, og er Liverpool þar með komið í undanúrslit Deildarbikarsins!

King Kenny stillti upp sterku liði þrátt fyrir breytingar í dag. Glen Johnson og Daniel Agger voru skildir eftir heima og menn eins og Suarez, Kuyt, Downing og Skrtel vermdu bekkinn. Þetta lið byrjaði í kvöld:

Reina

Kelly – Carragher – Coates – Enrique

Henderson – Lucas – Spearing

Bellamy – Carroll – Maxi

Bekkur: Skrtel (inn f. Maxi), Flanagan, Adam (inn f. Lucas), Downing, Suarez, Kuyt (inn f. Bellamy).

Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en tíðindalítill. Í upphafi leiks fleygði David Luiz sér yfir Coates í teignum og reyndi að fiska víti en dómari leiksins spjaldaði hann. Á 20. mínútu fékk Alex líka spjald fyrir að handleika knöttinn innan teigs í skallaeinvígi við Carroll. Carroll tók vítið sjálfur og skaut fast á mitt markið en Turnbull í markinu varði. Frekar slöpp vítaspyrna og lyktaði af skorti á sjálfstrausti að mínu mati.

Annars einkenndist hálfleikurinn af miðjumoði. Okkar menn fannst mér sterkari á miðjunni en Chelsea-menn ógnuðu upp kantana en staðan í hálfleik var samt markalaus.

Okkar menn tóku smám saman yfirhöndina eftir hlé og á 57. mínútu kom fyrra markið, og það síst gegn gangi leiksins. Jordan Henderson átti frábæra stungusendingu innfyrir bakvörð Chelsea á Craig Bellamy sem lagði boltann fyrir á Maxi sem lagð’ann í markið. 1-0 og Maxi bara getur ekki hætt að skora! Geri fastlega ráð fyrir að Chelsea bjóði 25m+ í hann í janúar.

Fimm mínútum síðar gerði Bellamy út um leikinn. Þá tók hann aukaspyrnu frá vinstri kanti og inn á fjærhorn markteigsins þar sem Martin Kelly var ótrúlega einn og óvaldaður og skallaði auðveldlega í markið. Staðan orðin 2-0, fyrsta mark Kelly fyrir Liverpool staðreynd, og leikurinn nánast búinn.

Á 70. mínútu meiddist Lucas illa á hné og þurfti að fara útaf. Vonandi eru þetta ekki alvarleg meiðsli; Lucas hafði að venju verið yfirburðamaður á miðjunni og það sást eftir að hann hvarf hversu mikilvægur hann er því þá loks fóru Chelsea aðeins að pressa. Anelka slapp einn innfyrir en Reina stöðvaði hann og svo varði hann lausan skalla frá Torres og þar við sat. Okkar menn kláruðu þetta frekar auðveldlega og lönduðu 2-0 sigri sem var vel verðskuldaður.

MAÐUR LEIKSINS: Hann stóð í tárum í upphafi leiks er Gary Speed var hylltur og fékk svo útrás fyrir tilfinningarnar með tveimur stoðsendingum í leiknum. Craig Bellamy er minn maður leiksins. Hann er algjör asni á velli, en hann er asninn okkar og mikið djöfull er ég feginn að hann er kominn aftur heim.

Næst: Exeter úti. Brighton úti. Stoke úti. Chelsea úti, með tveggja sólarhringa „hvíld“ fyrir. Ég panta þetta Cardiff-lið í undanúrslitum, með seinni leikinn á Anfield, takk! Leyfum Manchester-liðunum að eiga hvort annað, við eigum skilið auðveldan drátt í svona eins og eitt skipti.

Frábært kvöld í alla staði! Liverpool er núna búið að vinna ÞRJÁ leiki á Stamford Bridge á árinu 2011! King Kenny bara tapar ekki fyrir Chelsea!

124 Comments

  1. Það sem skemmir fyrir þessum annars frábæra leik eru meiðsli Lucas , vonandi eru þau ekki alvarleg.
    Og hversu gaman er að vera Torres í dag, fer frá Liverpool til chelsea sem virðast ekki geta hætt að tapa fyrir Liverpool 🙂
    Svo verð ég að minnast á Coates, þvílikur leikmaður og á skilið maður leiksins ásam Lucas og Bellamy, annars er orðið frekar að sjá hverjir eru bestu mennirnir þegar að liðsheildin er svona góð.
     
    Og áður en að menn byrja að drulla yfir Carrol þá er ágætt að hugsa þetta þannig að við losnuðum við Torres + 5 millur og fengum Suarez, Carrol og Bellamy í staðinn.

    Alltaf jafn gaman að vinna Torres og félaga 🙂

  2. Mér fannst Kenny vera eitthvað svo sorgmæddur í lokin.

    Veit einhver hvað var að? 

    Menn leiksins Lucas, Coates og Kelly.

  3. Alltaf gaman að vinna Chelsea. Kenny er með tak á þeim
    Alltaf gaman að vinna Torres
    Djöfull er Lucas góður, misstum miðjuna eftir að hann fór meiddur út af. Djöfull er ég hræddur um að hann verður meiddur lengi. 

  4. 85 milljónir punda inná vellinum sem gerðu ekki neitt. (Carroll og Torres)
    Spurning hvort að seðlabúntin ein og sér myndu ekki gera meira gagn inná vellinum. 😀

    En frábær sigur og ég veðja á að við fáum Utd í 4-liða.

  5. ALLTAF er betra að vera moldríkur frábær sóknarmaður hjá besta félagsliði heims,með bestu stuðningsmenn heims, sem telja þig til dýrlings, heldur en ógeðslega, ógeðslega ríkur miðlungs sóknarmaður hjá miðlungs félagi, með aðdáendur sem “don´t give a damn.

    Sá hlýtur að naga handarbökin af sér á næstu vikum :-))))))  

    YNWA

  6. Bellamy, Maxi og Kelly eru að banka harkalega á dyrnar hjá aðalliðinu. Coates væri líka að því ef að Agger og Skrtel hefðu ekki verið nánast óaðfinnanlegir á tímabilinu, miðað við frammistöðuna hjá Coates í dag þurfa þeir að vera á tánum.

    Ætli hinum “svokölluðu spekingum” þyki enn vera heitt undir stjórastólnum hjá meistara KING KENNY 😉

  7. setjum trú á Carroll. Hann er augljóslega ekki í góðu líkamlegu formi. Mig grunar að hann verði orðinn klár í lok jan.

  8. Það var rosalega gaman að sjá hvernig Lucas, Maxi og Coates fögnuðu saman þegar Maxi skoraði, það virðist vera allveg massa góð stemmning í liðinu! 🙂 sem er frábært
     
    Coates lítur allveg hrikalega vel út og verð líka að segja að ég sé svona meistaratakta í honum Jordan inn á milli, held að sá drengur verði all svakalegur í framtíðinni, væri til i að sjá hann meira á miðjunni…

  9. Haltu bara umfjölluninni um leikinn svona eins og hún er. 

    Þessi broskall segir meira en 1000 orð! 

  10. Mér fannst Liverpool vera 12 gegn 10 allan leikinn þar sem Chelsea gat ekki rassgat.  Flottur sigur og ánægður með Bellamy.

  11. Frábær sigur og enn einn flottur leikur hjá okkar mönnum. Vonum bara að Lucas sé ekki mikið meiddur, væri það ekki aaaaalveg týpískt að missa hann út núna í nokkrar vikur!?

    Annars frábært rönn og ég hef fulla trú á King Kenny og því sem hann er að gera, núna sér maður liðið okkar berjast með Liverpoolhjartanu og það gefur alltaf extra! 

  12. Frábær frammistaða allra 14 leikmannanna sem komu nálægt þessum leik í kvöld – bara neita að trúa því að hér inn á þessa spjallsíðu læðist ein neikvæð rödd eftir svona leik.
     
    Í sumar héldu menn ekki vatni yfir Vilas Boas og hundfúlir með að ná ekki í “tröllið” Lukaku og voru enn að biðja um Júdas heim.
     
    Í dag er kóngurinn Kenny kominn miklu lengra með sitt lið í endurbyggingunni en Chelsea, þvílík ögun í leik liðsins okkar allar 90 plús mínúturnar, menn þarna inná eru að vinna hver fyrir annan og þrátt fyrir mótlæti á köflum halda menn sér áfram á plani.
    Ég brosi marga hringi eftir síðustu þrjá leiki þar sem liðið okkar hefur sýnt það að öll lið á öllum völlum skulu sko vara sig á okkur og öll mítan um að Suarez beri liðið uppi eða að þessi eða hinn geti ekki neitt getur ekki orðið frásögn morgundagsins.
     
    Varnarleikur liðsins er kominn á par við það sem við sáum hjá Mourinho-liði Chelsea, ekki ólíklegt að það sé vegna þess að höfuð þess leiks er nú að vinna á Anfield og það er hrein unun að sjá hversu vel liðið er að leysa pressuna þegar það fær hana á sig.  Boltinn tikkar á milli manna, við erum klárlega að sjá “pass and move” fótbolta Liverpool Football Club að koma aftur og variation í sóknarleiknum verður alltaf betri og betri.
     
    Stórkostlegt að öllu leyti í kvöld, kom mér á óvart að sjá hversu frábærlega liðið lék og nú er bara að vona að Lucas karlinn hafi ekki verið að slíta neitt í hnénu til að skemma fyrir okkur kvöldið!
     
    YOU SHOULD HAVE STAYED AT A BIG CLUB – JUDAS!!!!!!!!!!

  13. Torres minn, njóttu nú lífsins í stóra klúbbnum þínum, elsku drengurinn.

  14. Frábært, fanst bara flest allir góðir og frábær markvarsla hjá Reina, vörnin feikigóð en ég ætla ekki að drula yfir Carroll en ég vil fara að sjá eitthvað annað en að detta, sem gerðist ansi oft en vona bara að gaurinn fari MJÖG fljótlega í gang.

  15. Nr 6

    Líka gaman að mennirnir sem skoruðu mörkin og lögðu upp kostuðu samtals 0 milljón pund.

    Maxi, Bellamy og Kelly. 

  16. Er það ekki klárt mál að við eigum þá útileik á móti City í undanúrslitum ?

  17. Það er frábært að sjá liðið spila, þvílíkar framfarir á einu ári.  Var himnasending að fá King Kenny á ný, hefur umturnað öllu spili og sjálfstraustið í hópnum er mikið.  Maður sér það í hverjum einasta leikmanni.  Allir miklu öruggari á bolta og menn spila úr erfiðum aðstæðum, í stað þess að negla boltanum upp í stúku.  Virkilega gaman að sjá þetta.

    Einnig er Lucas orðinn mikilvægasti maður liðsins, var frábær í leiknum á móti City og átti miðjuna í kvöld. Vonum að meiðslin séu ekki alvarleg.  

    En frábært að horfa á liðið, svona á Liverpool að spila!! 

  18. Stoltur af því að vera stuðningsmaður Liverpool í kvöld – Coates, Enrique, Lucas, Bellamy og Spearing (er ég einn um að nefna hann?) áttu frábæran leik, stuðningsmenn sungu um gamlan everton mann og Torres gat ekki rassgat!
    Vona að Lucas sé ekki illa meiddur.
    Hvenær sæi maður svo marga yfirgefa Anfield tíu mínútum fyrir leikslok?

  19. Alveg er hún merkileg þörf manna til að dissa Andy Carroll korteri eftir að við vinnum fokking Chelsea á fokking Stamford Bridge.  Njótið sigursins!  Hættiði að pína ykkur á því að Carroll sé ekki að brillera hverja einustu mínútu í hverjum leik.  Þessi strákur er fæddur 1989!

    Við erum búnir að vinna á Stamford Bridge þrisvar á þessu ári!!!  Njótið þess!

    Annars frábær sigur.  Henderson (sem menn virðast vera hættir að dissa í bili) var frábær, Coates átti verulega góðan leik og Lucas (sem menn eru líka hættir að dissa eftir hvern leik) var enn einu sinni frábær.  En sammála Kristjáni um það að Bellamy var maður leiksins.  Hann er yndislegur!

    Ég er hamingjusamur í dag og þetta er frábært veganesti inní desember mánuð þar sem við tökum fullt hús stiga í deildinni! 

  20. Held að það sé alveg sama hverjum við mætum næst, held að hin liðinn vilji ekki mæta Liverpool djöööö lítum við vel út núna. En við skulum ekki gleyma okkur í gleðinni og vonandi kemur Kenny okkar mönnum niður á jörðina. Já og Henderson það er eitthvað við hann þótt að hann sé misjafn eitthvað, hann er bara svona með einhvern meistarastimpil á sér, ræð bara ekki við þetta.

  21. Ótrúlegt að hlusta á stuðningsmenn Chelsea baula á Lucas þegar hann er borinn af velli……magnað að hlusta á stuðningsmenn Liverpool syngja til heiðurs Gary Speed þegar Bellamy var skipt úttaf…lýsir þetta ekki mun á þessum hópum?

  22. Hrikalega er ég ánægður með þenna sigur. Það stóðu sig allir vel. Mér fannst Carroll mjög fínn þar sem hann vann flesta bolta inná miðjunni, hann var samt geldur sóknarlega en hann má taka margt gott úr þessum leik. Ég held að enginn eigi skilið gagnrýni eftir þennan leik. Gaman að sjá plastaðdáendur Chelsea fara á 80 mínútu á meðan okkar aðdáendur sungu og studdi lið sitt. Coates sýndi afhverju hann var keyptur, drengurinn át marga bolta sem komu inná teig. Hann þarf bara að venjast hraðanum sem er skiljanlegt.

    Phil Dowd fær hrós hjá mér fyrir fyrirmyndar dómgæslu. YNWA 

  23. JÁÁÁÁÁ !!!!!!!!! SNILLD

    Nú held ég að King geti bara ekki annað en látið Maxi og Bellamy ganga fyrir í liðið á undan Downing sem hefur ekkert getað og Henderson sem hefur verið alltof mikið upp og niður þó ágætur og efnilegur sé ! 

    Það er orðið fáranlega pirrandi að horfa á töfluna og sjá hvar Liverpool er. Miðað við styrk og spilamensku liðanan ættum við að vera í öðru sæti stigi á eftir City og stigi á undan Tottenham !! Það vantar einn klárara/potara í þetta lið  ekkert annað. Erum búnir að fá á okkur fæst mörk (með city) en höfum ekki skorað nema 17 á meðan city hefur skorað 43 sem er bara fáranlegt því liðið hefur verið að spila sóknarbolta !!

  24. Stórkostlegur sigur hjá okkar mönnum.

    Bellamy er algjörlega með’etta.

    er gífurlega spenntur fyrir þessari keppni

    en er það ekki týpískt að lenda gegn City á útivelli.

  25. Getur einhver frætt mig á hvaða lið við fáum í undanúrslitunum, og hvort við eigum seinni leikinn heima eða að heiman?

  26. Btw, ég vil Man utd eða City í undanúrslitum….engan heigulshátt og vonast eftir neðrideildar liðið. Spila við þá bestu og vinna þá!

  27. ástæðan fyrir að hnéið á lucas gaf sig var að hann gleymdi að taka Silva, Agüero og Nasri úr rassvasanum fyrir leikinn. Þó svo að hann sé supermann þá þolir einginn að vara með 5-6 manns í vasanum.

  28. “Ég panta þetta Cardiff-lið í undanúrslitum, með seinni leikinn á Anfield, takk!”

    Bíddu, var ekki búið að draga í undanúrslitin? Var ekki talað um það í einu af podcöstunum ykkar?
    Minnir meiraðsegja að ég hafi lesið það einhverstaðar líka. Er ég bara að ruglast?

  29. Hættum líka að velja liðið í næsta leik, get ekki séð hvern á að dæma útaf frá helginni heldur, staðreyndin er sú að við erum komin með 20 – 22ja manna frábæran leikmannahóp sem mun þurfa að róterast til vors.
     
    Bellamy mun varla spila tvo leiki á viku lengi vegna líkamans og það er bara allt í lagi!  Við erum með lið í að leysa ýmsan vanda og það er bara ljóst að við þurfum að venjast þeim veruleika að það er allt annað verkefni að velja í byrjunarlið Liverpool en það hefur verið á undanförnum árum.
     
    Á síðustu 270 mínútum höfum við séð fullt af leikmönnum sem skilja hugsanaganginn, eru með ögun í leikinn, með þá eiginleika sem þarf og tilbúnir að deyja fyrir klúbbinn sinn – enda augljóslega gaman í herbúðum þeirra.
    Næst er það bara Fulham og ég treysti þjálfurum liðsins fullkomlega til að nýta tímann fram á mánudagskvöld til að meta það rétt hverjir eiga að spila og hverjir ekki.  Enda mennirnir sem seldu rusl frá sér á 50 milljónir punda – sem í dag er fáránlegasta upphæð sem greidd hefur verið fyrir leikmann, nokkurs staðar, eftir leik kvöldsins er sá maður kominn með verra record en Shevchenko hjá Chelski.
     
    “Hey you London plastic fans – where are you going – we’ve still got 15 minutes to play”
     
    Og  takk Einar Örn fyrir að minna okkur á þá snilld að við vorum í kvöld að vinna þriðja sigurinn á Stamford Bridge á árinu 2011!!!!!

  30. Dalglish confirms Lucas has hurt his knee, extent not known, scan tomorrow. More than a gash.
     

  31. Enginn búinn að hrósa Carroll fyrir þátt sinn í öðru markinu ? Sýndist hann draga alveg heila 3 menn að sér í teignum sem skyldu Kelly síðan eftir á auðum sjó beint fyrir framan markið. Ekki í fyrsta sinn sem maður sér Carroll gera þetta !

  32. Við hljótum bara að verða búnir með saltið okkar, þetta fer allt í Chelsea… EEEEEnnn flottur sigur hjá okkar mönnum, og við erum að vinna leik þar sem Jay Spearing er að spila 90+ mín, rólegur… En þið vitið að við erum að fara að fá City í undarúrslitum, það er bara ekki annað hægt en að láta manjúre fá Cardiff, þó að þeir séu á góður rönni núna. Allaveganna þá er það Man City – Liverpool á City Ground og Manjúre- Cardiff í skítaholunni austan við Bítlaborgina. Tek veðmálum um það….

    YNWA 

  33. Það var víst búið að draga og við fengum Man City. Tveir leikir alltaf í undanúrslitum deildarbikarsins. Ég held að seinni leikurinn sé á útivelli.

  34. Getum við ekki bara mætt Chelsea á Brúnni svona allavega 1x í viku? Þetta virðist vera hálf partinn orðið “home away from home” fyrir okkur!

    Flottur sigur, flott frammistaða og flest allt jákvætt við þetta (fyrir utan auðvitað meiðslin hans Lucas). Leikmenn fá núna kærkomna og góða hvíld fram að leiknum gegn Fulham næsta mánudag. Mæta með þetta hugarfar í þann leik og vonandi fáum við svipuð úrslit þarna og í fyrra! 

  35. Framtíðin er björt með Coates, Kelly, Lucas og Henderson sem allir áttu stórleik í kvöld.  Vona svo sannarlega að Carroll fari að detta í gang, ég var einn af þeim sem ekki vildi sjá hann koma til Liverpool en auðvitað verður að gefa manninum séns. En hingað til hef ég ekki séð neitt til hans sem heillar mig og ég er skíthræddur í hverjum leik um að hann fjúki útaf fyrir klaufa heimsku klunnabrot. En mikið skal eg fagna því þegar hann dettur í gang.  Maður leiksins klárlega Bellamy sem hefur skiljanlega átt erfitt síðustu daga, mikið hlýtur að hafa verið gott að fá smá útrás og leggja upp sigurinn á útivelli gegn Chelsea.  Nú verðum við að leggjast á bæn um að Lucas hristi þetta af sér.

    Skál félagar

  36. Sennilega er nóg að mæta með Maxi og eitt stykki hægri bakvörð til að vinna á Brúnni

  37. #38
     
    samt stendur ekkert um það official Carling Cup síðunni að það sé búið að draga í þessa umferð

  38. Sælir félagar
    Til hamingju við öll.  Frábært á alla enda og kanta virðist mér.  Því miður sá ég ekki leikinn en mér skilst að allir hafi staðið sig vel nema einn.  Carra!  Coates virðist hafa verið einn í miðju varnarinnar og staðið sig vel.  Margir hafa verið að tala um það undafarna daga að tími Carra sé liðinn og hann komi ekki meira inn í þetta lið.  Hinsvegar vissi ég ekki að við hefðum leikið manni færri með Coates einan í hjarta varnarinnar.  En svona er maður vitlaus og fylgist illa með.
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA

  39. Og by the way, heyrði í lýsingunni í kvöld að það verður dregið í undanúrslitin eftir leik morgundagsins og undanúrslitin eru heima og heiman.  Ég vill fá United takk!
     
    Dalglish búinn að staðfesta það að meiðsli Lucasar voru þess eðlis að það þarfnast myndatöku á morgun.  Ekki gott, en svei mér ef ég bara er ekki til í að sjá Spearing karlinn bara reyna sig í fjarveru hans.  Átti afar góðan leik í kvöld fyrir minn smekk!
     
    Svo tafðist víst rútan til Liverpool, tók svo langan tíma að losa sig við laumufarþegann í farangursgeymslunni, menn voru hræddir um að ef hann kæmist með yrðum við að borga 50 milljónir til baka!!!

  40. Var kvíðinn fyrir þennan leik en þegar ég sá tifinningarnar sem voru að brjótast í BELLAMY vissi ég að þetta yrði í lagi.Fyrra markið HENDERSON BELLAMY MAXI þetta þarf ekki að vera flókið þrjár snertingar (ok bellamy snertann 2-3 áður en hann gaf boltann á maxi)en þvílík snilld.P.s CARROL fiskaði víti var óheppin að skora ekki.virðingavert hjá KENNY að skipta honum ekki út af drengurinn þarf tíma og smá sjálfstraust það kemur.Hugsum nú hlýtt til LEIVA og vonum að þetta verði ekki alvarlegt    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!

  41. Svo skulum við halda því til haga sem lýsandinn á Sky tjáði sig um á 75.mínútu þegar hann fullyrti það að Carra væri búinn að tala stanslaust við pjakkana sitt hvorum megin við sig, þá Coates og Kelly og það væri augljóst mál að þeir væru að læra af meistaranum.
     
    Carra var alveg jafn góður og Coates svo það sé á hreinu en það er ekki frétt fyrir neinn held ég að sá maður komi á Stamford Bridge og spili fullkominn leik.
     
    En ég vissi svo ekki af því að samkvæmt tölfræðinni þá líða ekki nema sjö leikir milli marka hjá þessum númer 9 hjá Chelsea.  Það er fínt.
     
    VILL EKKI SJÁ HANN Í LIVERPOOLBORG SEM FERÐAMANN HVAÐ ÞÁ ANNAÐ!

  42. já þetta er æðislegt hvað liðið virkaði þétt og flott…. það var haldið boltanum vel innan liðsins og lítið af töpuðum sendingum… gaman að sjá bellamy með stórleik og maxi poppaði upp og gerði nákvæmlega það sem hann gerir best,
    carroll átti ekkert svo rosalega slæman leik… hann vann vel til baka og vann boltann ábyggilega 2-3 með góðu hlaupi. hann var líka skapandi upp að vissu marki þó svo að mörkin hafi staðið á sér þá á hann klárlega framtíð í þessu liði alveg eins og henderson sem er með alveg magnaðan leikskilning og geðveikar sendingar, carragher hvarf eiginlega alveg við hliðina á coates sem var líka alveg frábær… 
    loksins loksins er komin ásættanleg breidd í liverpool
    n.b ég fékk gæsahúð þegar sungið var um gary speed… þvílíkt respect

  43. Það var búið að draga í næstu umferð eins og er gert í CL. Það er að tveir leikir voru dregnir saman og sigurvegarar þeirra mætast.

    Þá leit það svona út:

    Arsenal – Man City
    Chelsea – Liverpool

    Man Utd – Crystal Palace
    Cardiff – Blackburn

    Þ.e. við mætum City og sigurvegari leiksins á morgun mætir Cardiff.

    Þetta var rætt eftir dráttinn seinast þá voru menn að býsnast yfir heppni Man U 

  44. Hvernær er dregið í undanúrslit, veit það einhver ? 

    Vá hvað þessir menn í Liverpool búningnum fræga og góða voru alveg hreinlega sagt magnaðir 3 leikinn í röð  VÁ !

    Coates = snillingur
    Reina = gegjaður
    Carroll = góður, kluðraði víti en mér fannst hann eiga stærstann þátt í marki 2 hjá okkur dregur 3 menn að sér og svo bumm kelly með mark.
    Kelly = frábær
    Carra = rosa góður
    Lucas = Bestur og vonandi eru þessi meiðsli ekki alvarleg
    Enriuqe = mjög stöðugur og góður
    Bellamy = gegjaður
    Maxi = snilingur og hann er markamannskína 😀
    Henderson = mjög góður
    Spearing = mjög fínn og gerði ekki mistök fannst manni á miðjuni.

    Þetta var alveg rosalega gaman að fá að horfa á þetta lið okkar spila 3 heimsklassaleikinn í röð. ÞESSIR MENN, ÞESSI AÐSTOÐARÞJÁLFARI OG ÞESSI MANAGER !. HREINLEGA MAGNAÐ VÁ 😀

  45. Flottur leikur,  maður vonar að Lucas hafi ekki meiðst mikið.
    Mjög gaman að sjá hvað liðið er að spilast flott saman varla veikann hlekk að finna þrátt fyrir að margir voru hvíldir á hliðarlínunni..

    Greinilegt að það á að reyna að selja Maxi til Chelsea í janúar….!  Flott hjá honum að skora fyrsta markið, fékk góðan bónus upp í reikningnn á Górillunni fyrir það… 

  46. Ég var að elska hversu þéttir við vorum og pressuðum chelsea vel.   Einnig hvernig Kóngurinn hefur komið aftur með “pass and move” fóbolta í stað ” kick and run” eins og ónefndur maður vildi að við spiluðum…  Liverpool liðið er í dag orðið alvöru lið og vantar bara að taka á  ” littlu” liðunum betur og þá er allt hægt.

    YNWA 

  47. Hérna er þetta beint af official Carling Cup síðunni:
    DRAW DATES & ROUND DATES
    2011/12 CARLING CUP
    The DRAW DATES for the 2011/12 are:

    Round 1
    Released on 16th June 2011 (10am)

    Round 2
    Thursday 11th August 2011 following live TV game

    Round 3
    Saturday 27th August on Soccer Saturday

    Round 4
    Saturday 24th September on Soccer Saturday

    Round 5
    Saturday 29th October on Soccer Saturday

    Semi-Finals
    Wednesday 30th November following live TV game

    More draw dates available soon.
    The ROUND DATES for the 2011/12 Carling Cup are:

    Round 1
    w/c 8th August 2011

    Round 2
    w/c 22nd August 2011

    Round 3
    w/c 19th September 2011

    Round 4
    w/c 24th October 2011

    Round 5
    w/c 28th November 2011

    Semi Final 1
    w/c 9th January 2012

    Semi Final 2
    w/c 23rd January 2012

    Final
    Sunday 26th February 2012 (Wembley Stadium)

  48. #43 Sigkarl
    Carragher var ágætur í leiknum og hafði örugglega góð andleg áhrif á samherjana. Flott að geta verið með hann ferskann og óþreyttan. Coates var ekki einn í hafsentinum þó svo hann hafi verið frábær. King Kenny var maður leiksins, stemmingin er greinilega góð í liðinu og allir spila með hjartanu. Loksins erum vð að komnir með alvöru vinstri bakvörð. Enrique hefur verið frábær og átti góðan leik í kvöld, geislar af sjálfstrausti. Carroll var allt í lagi og hélt mönnum við efnið. Var skárri en Torres.

  49. Um leikinn:
    Frábær frammistaða. Tek undir hvert orð í leiksskýrslunni. Ef ég yrði að velja mann leiksins væri það Bellamy. En það gæti verið hver sem er.

    Um Carroll:
    Hann fiskaði víti í fyrri hálfleik og átti sennilega kröfu á öðru. Hann djöflaðist allan leikinn og var sennilega stærsta ástæða þess að Chelsea gat ómögulega fært sig mikið ofar á völlin. Í markinu sem Kelly skoraði voru ÞRÍR varnarmenn með augun á Carroll. Og í lok leiks vann hann í þrígang djúpt niður drap niður spil á Chelsea mönnum. Ef Suarez nokkur væri með þetta “record” væri allir að dásama hann sem heimsklaasa leikmann (sem hann vissulega er). 
    Ekki miskilja, Carroll á fullt fullt inni. En plís ekki taka af honum það sem Carroll þó á.

    Um Torres:
    Ég hef sjálfur aldrei dregið neitt af mér í misþroskuðum skotum á kallinn, en fer þetta ekki að verða gott? Er hann ekki búinn að taka út sína refsingu?
    Ég óska honum alls hins besta, hann vann gríðarlega vel fyrir okkur og skilaði þar að auki 30 milljónum punda í plús. 
    Reynum nú að vera MENN og hætta að sparka í fjölskyldumann sem liggur í jörðinni. 
    Torres á það inni hjá okkur.

    með kv frá akureyri   

  50. Ég segi bara eins og góðvinur minn hann Luis Suarez 🙂 “Ya estamos en semifinales de la Carling!!! Vamos Liverpool!!!”

  51. Frábær leikur og flestir með góðan leik.  Lucas, Enrique, Bellamy, Henderson, Coates, Kelly, Pepe, já bara allt liðið frábært.

    En á LFC TV var verið að sýna mörk Steven Gerrard með Liverpool og þvílík snilldarmörk sem hann hefur skorað fyrir okkur og krafturinn í honum; mikið væri gott að fá heilan Gerrard til baka með þann kraft sem hann býr yfir.  Það væri besta styrking sem við gætum fengið :). 

  52. Þetta er það sem við munum sjá meira og meira af á meðan Dalglish er stjóri, það er liðið mun spila sem ein heild… Og það er einfaldlega ekki rétt að vera velja einn umfram annan sm mann leiksins var bara frábær samvinna á alla kanta, og nú vonum við bara kað Lucas sé ekki mikið meiddur…. Og Maggi mikið er ég ekki sammála þér með Torres, ég vill sjá hann í Liverpool aftur, það getur komið fyrir alla að gera mistök og er nokkuð ó eðlilegt við það að honum langi heim aftur. Hann myndi öruglega falla inn í spilið hjá okkur þó að hann geri það ekki hjá Chelsea… Hanner púlari í röngu liði…

    Nú þurfum við bara að fá Man Utd og þá erum við öruggir í úrslit…. Vá það væri sætt að vinna þá íundanúrslitum…. Gaman að vera púlari í dag…

    Áfram Liverpool… YNWA…

  53. Ég er sammála öllu í þessari leikskýrslu nema einu ! Kristján atli skrifar ” Ég panta þetta Cardiff-lið í undanúrslitum, með seinni leikinn á Anfield, takk! Leyfum Manchester-liðunum að eiga hvort annað, við eigum skilið auðveldan drátt í svona eins og eitt skipti.”   Ertu ekki einhvað að ruglast ??

    Ég panta þetta Cardiff-lið í undanúrslitum, með seinni leikinn á Anfield, takk! Leyfum Manchester city og PALACE að eiga hvort annað, við eigum skilið auðveldan drátt í svona eins og eitt skipti. ?

  54. Mikið rosalega langar mig í þennan titil á Anfield! Alveg slétt sama hvort þetta sé “minnsti” bikarinn af þeim öllum en mikið sakna ég þess að sjá Liverpool landa titli og þetta er góð byrjun. Djöfull langar mig í hann!

  55. Þetta er rétt hjá Herði #49 minnir mig 

    Þannig við  ættum að mæta Shitty í Janúar.

  56. Gaman að sjá brjálaða Púllara á Stanford Bridge valta yfir stuðninsmenn þeirra bláu. Frábært. Kenny brosir og það er sjarmi yfir kallinum og greinilega frábær liðsandi.

    YNWA. 

  57. Ætli maður verði ekki að sjá síðustu mínúturnar af leiknum annað kvöld til að sjá dráttinn. Spái því að við fáum sjittí en vona að það verði Cardiff.

  58. http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=118103

     Aron Einar segir hér að þrjú erfið lið séu í pottinum en hann vonist til að hann lendi á móti united. Segir okkur það að annað hvort er Aron ekki með á nótunum eða þá að það verði dregið á morgun.

    Annars frábær leikur hjá okkar mönnum og yndislegt að sjá hvað er góður mórall. Vona svo sannarlega að Lucas verði ekki lengi frá, sá maður einfaldlega lætur allt líta svo auðveldlega út. Glæsilegt að sjá Bellamy heiðra góðvin sinn Gary Speed með þessari frábæru framistöðu og ég fékk hroll þegar Liverpool stuðningsmennirnir á brúnni sungu um þennan frábæra (fyrrum everton ) mann “There is only one Gary Speed” 

    YNWA 

  59. Magnað….. hreint út sagt magnað.  🙂   Mikið er yndislegt stundum að vera Púllari!   Vonandi er Lucas ekki alvarlega meiddur.  Hef haft mínar efasemdir um Carroll en af þessum leik að dæma þá er ég sannfærður um að eina sem þessi strákur þarf er að finna sjálftraustið sitt….   því þá góðan daginn allar vættir.. þá mega andstæðingar vorir vara sig!

    Sammála #56…  ég hef alveg átt minn skerf af yfirdrulli og eftirsjá í Torres (fæ alltaf vatn í munninn ef ég hugsa um hann og Suarez saman – en það var ekki í kortunum!!)    En nóg er nóg… Það hlakkar ekkert sérstaklega í mér að þetta frábæra talent sé að búinn að týna töfrum sínum í bili.  Takk Torres fyrir allar mögnuðu stundirnar.   Er ákaflega sáttur við að þú getur ekki blautan á móti okkur en þar fyrir utan þá óska ég þér alls hins besta!! 

    YNWA 

  60. King Kenny er algerlega með þetta, eftir leikinn spurður um stuðningsmennina sem komu á Stamford og hreinlega jörðuðu heimamenn….
    “The supporters have always have been and always will be an integral part of us. Everything you see on the pitch reflects how they feel.”For us, they will never ever be taken for granted. They always will be an integral part of anything we do or try to do. As long as everybody is as one unit then the club as a whole has a good chance. Once you start getting divisions in football clubs, you start getting problems – we haven’t got that.”
    Snillingur, respect!

  61. Það eru sumir hérna sem ættu að skammast sín
    fyrir þau orð sem einhverjirlétu falla um að hafa ekki trú á Liverpool
    fyrir leikinn eins og sást í kommentakerfinu í upphituninni.
     
    Nei nei en þetta lið getur unnið ALLA og jafnvel án leikmenn eins og
    Suarez, Gerrard og Agger.

    YNWA

  62. Yndislegur afmælisdagur að baki, hefði ekki getað beðið um mikið betri úrslit 🙂 leitt með Lucas samt.. En ég verð að skjóta skoðun minni á Andy nokkrum Carroll í þessum leik. Sá nokkra pósta hérna fyrir ofan þar sem menn voru að skjóta hann niður, já hann klúðraði víti en maður sá samt að hann lagði sig allan fram í þennan leik.. vann nokkrum sinnum til baka og eins og komið hefur fram þá átti hann stóran þátt í seinni markinu okkar. Ég er handviss um að hann eigi eftir að spila stórt hlutverk hjá okkur í náinni framtíð. Allir ungu leikmennirnir stóðu sig frábærlega í kvöld. Carroll, Coates, Henderson, Spearing og Kelly! Góðir tímar framundan YNWA

  63. # 56 “Reynum nú að vera MENN og hætta að sparka í fjölskyldumann sem liggur í jörðinni. 
    Torres á það inni hjá okkur.”
    Djöfull er ég sammála þér! Það er alveg pínlegt að sjá greyið kallinn. Er samt alveg viss um að hann á eftir að koma til , bara spurning hvar hann verður þá.
    Ég persónulega gæli enþá oft við þá hugmynd að fá hann “heim” aftur… væri ekkert smá framherjasafn sem við hefðum þá: Carrol, Suarez og Torres.
    Geri mér samt alveg grein fyrir því að þetta er fjarlægur draumur og að Torres á ekki afturkvæmt á Anfield.
    Væri samt magnað ef það kæmi síðan í ljós að þetta væri allt bara stórt plott þar sem Torres hafi tekið það á sig að losa um peninga fyrir sinn ástsæla klúbb, að fara yfir til lítils klúbbs að spila eins og hálfviti í tvö tímabil. 
    Ætli það sé ekki best að ég fari bara aftur að sofa. 🙂 

  64. Ég tek svo undir með #56 er ekki nóg komið af þessum spörkum í Torres, eru menn búnir að gleyma hvað drengurinn gerði fyrir Liverpool ??? Torres á skilið klapp á bakið en ekki spark í kviðinn

  65. Nú er í þremur síðustu leikjum búið að leggja Chelsea tvisvar og MC náði jafntefli, síðast tapaðist leikur 18. sept (fyrir utan vináttuleikinn gegn Rangers) og framundan er tiltölulega þægilegur desember (ef guð lofar). Ég sé því ekkert til fyrirstöðu að ná 15-18 stigum og verða á topp þrjú í deildinni um áramótin.
     
    Nú er kominn nýr dagur og ég er alveg jafn glaður og þegar ég sofnaði í gærkvöldi.

  66. Hverni er það á ekki að draga í dag í bikarnum, einhver sem veit kl. hvað það er….

    Væri alveg til í Cardiff eða bara taka Man Utd, strax og slátra þeim….

    Áfram LIVERPOOL… YNWA…     

  67. Ég er indælis maður að flestu leyti vona ég og ekki illa innrættur á neinn hátt.
     
    Hins vegar mun ég aldrei fyrirgefa Fernando Torres það sem hann gerði í janúar.  Mér er bara algerlega sama hvað Hicks og Gillett eða reginsauðurinn Purslow lofuðu honum í einhverri “bleikskýjahulu” með liðið nærri gjaldþrota.
     
    Maður sem segist ætla að “ferill hans eigi það skilið að leika með stórliði og því fari hann til Chelsea” og stuttu síðar tilkynnti hann það að “Liverpool er ekki minn klúbbur, heldur Atletico Madrid” – og að fylgjast með kóngnum Kenny Dalglish lýsa því yfir að Torres var ekki tilbúinn til að gefa LFC og nýjum eigendum séns fram á vorið eða hlusta á það sem þeir höfðu að segja og síðan alla lykilmenn félagsins leyfa okkur að heyra það að það besta fyrir liðið hafi verið að Torres færi bara sannfærði mig algerlega um það að þar fer karakter sem við munum ekki sakna.
     
    Þess utan hefur þessi ágæti leikmaður ekkert sýnt sem réttlætir það að koma aftur – værum við að ræða um framherja sem hefur gert 3 deildarmörk í 24 leikjum með toppliði sem skorar mikið af mörkum???  Sannleikurinn er líka sá að með örfáum undantekningum í fyrra átti hann ömurlega leiki, stanslaust vælandi og í sultufýlu sem maður var orðinn hundleiður á að verja.
     
    Mér sýnist leikmannahópurinn hafa mjög gaman saman og inn í hann vill ég fá öflugan framherja sem er tilbúinn að vaða eld og brennistein með félögum sínum fyrir þjálfarann og klúbbinn.  Soldado, Mario Gomez, þess vegna eltast við Ibrahimovic eða Adebayour.
     
    En ég hefði haldið fast í alla níðborðana um Júdas á Stamford Bridge í gær og sem sá indælismaður sem ég er halda fast í það að sá sem snýr svona baki við Liverpool Football Club á það eitt skilið að vera strokaður út úr sögubókunum!
     
    En dagurinn í dag er dásamlegur, ég hlakka mikið til að sjá hvern við fáum í undanúrslitum, ég vill frekar fá stærra lið en minna í undanúrslitum, því liðið okkar þarf bara virkilega að fá áfram verðug verkefni.

  68. Er einhver hérna svo barnalega vitlaus að halda það að við fáu ekki Man. Shity í næstu um ferð með seinni leikin á arabísku bensínstöðinni ( hvað sem þessi hola heitir ) sá hin sami er bara að blekkja sjálfan sig.
    Hitt man Shity liðið hefur ekki fengið slæman bikardrátt síðan á fyrrihluta síðustu aldar og það er ekkert að fara að breytast meðað rauðnefur eða handbendlar hans draga.

  69. Mikið er ég sammál Magga #79. Framkoma Torres gagnvart klúbbnum var og er bara brandari. Það eina sem ég þakka honum fyrir núna er að það komu 50 millur í kassann við söluna. En sem leikmaður er hann dauður fyrir mér og ég vill alls ekki sjá hann aftur á Anfield.

  70. Góð vísa frá spjallborðinu á lfc.tv
    We thought he was a loyal red Torres, Torres
    But Chelsea came and turned his head Torres, Torres
    He thought the blues were on the up
    But they want him for the Carling Cup
    Fernando Torres, you threw it all away.

  71. Alveg magnaður leikur hjá okkar mönnum, og það sem mest er um vert er að stemmingin í liðinu er allt allt önnur en maður hefur séð lengi. Lucas er við það að verða “legend” í sinni stöðu og sóknar menn annara liða farnir að fá martraðir eftir að hafa lent í honum. Ég tek undir það að Torres þarf ekki á okkar skítkasti að halda, Chelsea aðdáendur sjá um það. Hann sveik okkur, en…ég held að hann sé búinn að fatta það og líður vægast sagt ömurlega. Það sést langar leiðir. Hlakka til að horfa í desember á liðið sem við elskum, heyra í bestu stuðningsmönnum í heimi sem sungu á brúnni í gær, meðan aðrir læddust hnýpnir í burt.

    YNWA!

  72. Jæja, maður er enn í vímu síðan í gær! Frábær leikur í alla staði.

    Ég botna ekkert í þeim sem átta sig ekki á framlagi Carroll til leiksins í gær!! Ef við tökum sem dæmi, dúkkuna sem var frammi hjá þeim bláklæddu þá fór hún vart yfir miðju til þess að hjálpa til heldur var freðin uppá topp. Carroll var sívinnandi niður á miðju og nokkrum sinnum sá maður hann vera á kanntinum og þá með allavega 2 menn á sér en samt fá boltan og skila honum af sér.
    Carroll er alls ekki fullmótaður leikmaður en að fá 90+mínútur í gær gera honum bara gott, sömu sögu má segja um Spearing. Spearing stóð sig feiki vel í gær, hann var ekkert að flækja hlutina og sendi boltan (oftast) á næsta mann, svona líkt og Lucas kallinn.

    Ég vona innilega að Lucas sé ekki illa meiddur en er mjög hræddur um að liðband hafi farið hjá kallinum…það yrði svakalegt og þýðir nokkrir mánuðir frá. Ég skrifa uppá það að ef svo er, fær Spearing sénsinn sem DM en ef ekki á að spila með DM, Adam og Henderson á miðjuna takk!

    Maður leiksins í gær er ekkert svo auðvelt val, Bellamy var mjög góður en sömu sögu má segja um Coates…fjöldinn allur af boltum sem strákurinn tók í loftinu sem og á jörðinni. Ætlir maður velji samt sem áður ekki Bellamy kallinn ;).

    Flottur leikur þar sem KK hefur sýnt okkur að liðið á rétt á því að vera hærra í PL en það er núna og leikgleðin er til staðar. Æðislegt að sjá fangið hjá Lucas, Coates og Maxi, maður gat ekki annað en hlegið!

    Var sammála 56# með þetta Torres væl í mönnum þar til ég las það sem Maggi skrifar hér að ofan…til þess að eiga inni einhverja virðingu fyrrum félags láturu ekki eins og alger fáráður. 
    Ég og félagi minn tókum það saman í gær, í 24 leikjum með Chelse hefur dúkkan skorað 3 mörk (samkvæmt http://www2.premierleague.com/en-gb/players/profile.statistics.html/fernando-torres?tableView=PLAYER_STATS&clubId=4&playedAt=BOTH&timelineView=CUMMULATIVELY&toSeason=2011-2012 ), með Liverpool í 24 leikjum voru komin 16 mörk hjá henni, read and smile 😉 !!!

    YNWA – King Kenny we trust! 

  73. Í sambandi við Torres er gaman að minnast á að um daginn hétu flest veðmálafyrirtæki í Bretlandi því að endurgreiða töpuð veðmál þann daginn ef Torres myndi skora, haha

  74. Smá um Henderson:
    Hann er mjög vinnusamur og duglegur bæði til baka og pressa hátt upp á völlinn.
    Hann mikill íþróttamaður, fljótur, teknískur, hefur gott þol og sterkur miðað við aldur.
    Hann er algjör sigurvegari og hvetur meðspilarana áfram og er fyrstur til að fagna mörkum þegar aðrir skora.
    Hann hefur þann frábæra kost að dvelja ekki lengi á boltanum heldur láta boltann vinna fyrir sig. Mjög oft í fyrstu eða annari snertingu.
    Hann vill alltaf sækja þegar kostur er og hefur átt þátt í mörgum mörkum bæði hjá Liverpool og Sunderland.
    Og það mikilvægasta er að hann er frábær liðsmaður sem heill og jákvæður og vælir ekki þó á móti blási. Þetta er leikmaður sem lætur verkin tala inn á vellinum. Hann er akkúrat eins og hinn sanni Liverpool leikmaður á að vera.

    Það verður frábært að fylgjast með honum þroskast sem fótboltamaður næstu árin hjá Liverpool.

  75. 100% sammála Magga (79) með Torres. 100% sammála um að Bellamy hafi verið maður leiksins. 100% sammála um að gengi liðsins sé á flottri leið. 100% sammála því að Carroll átti góðan leik í gær. Ég er 100% stuðningsmaður Liverpool og eflaust eilítið meir.
    Áfram Liverpool!

  76. Verð að viðurkenna að ég finn til með Torres anga kallinum.  Drengurinn er ekki svipur hjá sjón og finnst mér þetta hálf sorglegt að horfa upp á.  Burt séð frá því hvernig hann skildi við okkar ástkæra lið, þá skilur maður ekki hvernig svona lagað getur gerst hjá eins frábærum leikmanni og Torres.  

    Ég veit ekki hvernig menn taka í þessa pælingu (grunar að hún falli í grýttan farveg), en ég segi það samt – Ég vil að KK kaupi hann, helst strax í janúar.  Það gera allir mistök á lífsleiðinni, og Torres er ekkert undanskilin með það.

    Við þurfum markaskorara, og Torres er það svo sannarlega þegar hann er í formi og líður vel.  Ef einhver gæti komið honum í gang er það Kóngurinn.  Torres fengi uppreisn æru og færi að raða inn mörkum fyrir okkur – einmitt það sem LFC þarf hvað mest á að halda þessa dagana.  Tölfræðin lýgur ekki, ég meina LFC hafa skorað 17 mörk það sem af er!!!  

    Ég er nokkuð viss um að  KK myndi hafa góð áhrif á Torres og ég veit að hann er vel fær um að koma honum í gang.  Held líka að leikmenn LFC jafnt sem stuðningsmenn myndu taka honum opnum örmum aftur.  Held að þetta myndi gera útslagið fyrir hann og við myndum sjá gamla góða Torres sem við öll elskuðum. 

    Mér myndi amk ekki leiðast að sjá þetta duo up front – Suarez & Torres.

     

  77. Ein spurning, ég spáði ekki í því í leiknum í gær en sýndist sjá það á mynd áðan, en var Reina fyrirliði í gær í stað Carragher?

  78. Neibb, Carra var fyrirliðinn í gær.
     
    Torres er ekki að byrja að vera lélegur í vetur.  Hann var ekki svipur hjá einum sjó, hvað þá sjón, síðasta vetur fyrir okkar.  Reyndar utan einhverra örfárra leikja.  Hann er að mínu viti gengisfallinn leikmaður, auðvitað væri fínt líka að reyna að finna leikmenn sem voru góðir einu sinni og kaupa með það að leiðarljósi að þeir verði vonandi betri.  Eða hvað?
     
    Er ekki bara gáfulegast að finna leikmenn sem hafa ekki svik í bakpokanum við félagið okkar, eru í dúndurformi og þurfa ekki einhverja yfirnáttúrulega andlega aðstoð til að spila fyrir Liverpool Football Club, sem er by the way stórlið sem mjög margir heimsklassaleikmenn munu horfa til á næstu vikum.  Og ég held einmitt að Dalglish hafi ekki nokkurn áhuga á að fá Torres aftur, það var m.a. Kenny sem vann með Torres hjá LFC, einnig áður en hann varð aðalliðsstjóri, og reyndi líka að sýna Torres fram á hvað lægi framundan. 
     
    Spænski fýlupokinn vildi fara til stórliðs og með ummælum sínum varð hann á svipstundu hataðasti maðurinn á Merseyside eins og vel heyrðist í gær, bíðum bara eftir viðtökunum þegar hann kemur á Anfield.  Sló meira að segja veðhlaupahrosseiganda út úr toppsætinu.
     
    Svo það síðasta sem ég vill heyra um er að nokkur manneskja með rautt blóð í æðum vilji skrifa upp á það að sá sem lítur stærra á sig en Liverpool FC sé valkostur fyrir klúbbinn okkar.  Leyfum honum bara að sitja í London að telja peninga, þó ég reyndar sé á því að hann verði farinn að spila á Ítalíu eða Spáni á árinu 2012…

  79. ‘Eg hef gaman af því að lesa þessi comment og sjá hvað menn horfa á fótbolta með mismunandi gleraugum. Lucas var maður leiksins. Bellamy, Coates og Enrique fylgdu fast á hæla hans, aðrir voru líka góðir. Vona svo sannarlega að Henderson eigi eftir að stinga uppí mig einhvern daginn með stórleik.

  80. Virkilega sammála þér Maggi með Torres. Ég hefði viljað sjá hann áfram í Liverpool síðasta vetur og verða vitni að KKD snúa ólukku hans við. Það var víst ekki uppá teningnum hjá honum og þá má hann bara eiga það við sjálfan sig. Eins og fór þá hef ég ekki minnsta áhuga á að fá hann tilbaka í Janúar eða seinna. Ég er miklu spenntari fyrir því að fá unga, gráðuga menn inn í liðið sem munu gefa allt í alla leiki fyrir klúbbinn og munu taka þátt í reisn Liverpool FC.

  81. Vó! 

    Hver hefur rétt á sinni skoðun en að lesa þetta hatur sem birtist út í einn fótboltamann er eitthvað sem er fjarri mínum raunveruleika. 

    Og að móðgast yfir því að Atletico Madrid verði alltaf klúbbur nr. 1 í hans huga? Það væri svona svipað eins og ég yrði brjálaður ef Phil Neville myndi voga sér að segja að Man Utd væri alltaf númer 1. 

    Mér finnst gaman að lesa þessa síðu og hef hlustað á tvö eða þrjú podcöst (sem ég hef mjög gaman að).

    Blóðhitinn finnst mér samt á mörkum þess að vera kjánalegur. Þegar talað er um andstæðingana þá eru þeir (hjá sumum þáttarstjórnendum, ekki öllum) sem eru þess verðir til að tala um nánast allir aumingjar og mannleysur. Akkúrat engin virðing, aðeins hatur. 

    Ég þoli ekki Liverpool FC og hef aldrei gert. Hins vegar eru fullt af fótboltamönnum í liðinu sem ég ber eða bar virðingu fyrir. Owen, Torres, Fowler, Hyypia, Suarez og svona mætti lengi telja.

    Pointless blaður I guess og auðvitað fylgist hver með boltanum á sínum forsendum. 

  82. Svo virðist sem ég sé sammála flestu ef ekki öllu sem nafni minn Maggi segir hér um LFC klúbbinn, leikina og fleira. Fleiri þurfa þau orð ekki að vera.

  83. Torres er bara búinn með sinn Liverpool ferill og hann kemur aldrei aftur, ég held að maður geti vel fullyrt það. Ég held að það sé ekkert sem hann gæti gert til að fá aftur virðingu stuðningsmanna Liverpool og ég held að það þyrfti að vera töluverð neyð hjá Liverpool ef það væri inni í myndinni að fá hann aftur til félagsins.

    Að spila fyrir félag eins og Liverpool á að vera forréttindi fyrir hvaða leikmann sem er í heiminum, þetta á að vera tækifæri lífs þíns og þú átt að berjast fyrir því að vera þarna. Um leið og þú ert farinn að beina huganum eitthvað annað þá ertu bara farinn og hefur ekkert erindi í þetta félag lengur. Liverpool gerði alltaf vel að mínu mati að koma honum í burtu og að fá 50 milljónir punda fyrir hann er ótrúlegur business fyrir félagið miðað við lægðina sem hann er í og meiðslasögu hans. Líklega lang besti díll sem Liverpool hefur gert í mörg, mörg ár.

    Kannski veit maður ekki alla söguna úr þessu máli eins og Torres vill meina en ég held að okkur sé bara öllum slétt sama um hana. Stuðningsmenn Liverpool geta held ég lang flestir ekki horft frá þeirri staðreynd að hann ákvað að fara út á fyrstu stoppustöð sem honum bauðst. Liverpool gat sannfært (ef þess þá þyrfti) leikmenn eins og Reina, Agger og eflaust einhverja fleiri sem vitað var að voru orðnir frekar órólegir í herbúðum Liverpool það ár, um að vera kyrrt hjá félaginu og gefa þessu séns. Af hverju var ekki hægt að sannfæra hann? Var þetta spurning um loforð sem voru svikin eða var hjartað á honum kannski bara ekkert á réttum stað lengur?

    Ég elskaði Torres svo mikið og held fast í þær góðu minningar sem hann skildi eftir sig og þau frábæru mörk sem hann skoraði fyrir félagið. Því miður vegur þetta ekki nógu þungt á móti þeim hætti sem hann yfirgaf félagið og mér finnst alveg ömurlegt að geta bara ekki með neinum hætti horft á hann sömu augum og maður gerði hér áður. Hann bara særði mig og líklega vel flesta stuðningsmenn félagsins of mikið. Ég vona svo innilega að hann læðist á kvöldin til að líta á gömlu Liverpool treyjuna sína, situr svo með hana á sturtubotninum og syrgir þessi stóru mistök sem hann gerði!

    Torres kom alltaf út sem algjör heiðursmaður bæði hjá Atletico Madrid og Liverpool. Hann elskaði að spila fyrir bæði félögin, tengdist stuðningsmönnum og sýndi oftar en ekki mikla tryggð – þar til í janúar 2011. Hann horfði framhjá tilboðum frá stórliðum út um allan heim til að vera í miðjuhnoðinu hjá Atletico Madrid en sagði að þegar Liverpool, eina félagið sem hann hefði getað hugsað sér að spila með að Atletico Madrid undanskildu, þá tók hann því og það var bara strax eins og hann hafi verið skapaður fyrir Liverpool.

    Maður fer svolítið að spyrja sig um það hvort Torres sé í raun og veru jafn mikill eiginhagsmunaseggur og hann er sagður vera eða hvort hann sé bara hálfgerður tækifærissinni. Kannski bara bæði. Fyrir tveimur árum síðan þá hefði ég aldrei búist við því en núna finnst mér það bara liggja augum uppi.

    Torres fær mikinn skít frá öllum síðan hann fór til Chelsea, ekki bara frá stuðningsmönnum Liverpool heldur frá allri blaðamannapressunni og stuðningsmönnum annara liða. Rættilega svo gætu einhverjir talið. Síðustu mánuði hans hjá Liverpool, þegar illa gekk, þá fór hann að hengja haus og það leyndi sér ekki á líkamstjáningum hans að hann var ósáttur, leið illa og leikur hans hrundi. Frá því hann byrjaði að spila með Chelsea þá hefur hann verið alveg eins og ég get vel trúað að hann hafi strax séð að hann var ekki að fara yfir í gott umhverfi. Mórallinn hjá Chelsea virðist vera rotinn, manni hefur heyrt að honum gangi illa að eiga í góðu sambandi við stuðningsmenn og leikmenn liðsins – það kannski skánaði þó eftir að Meireles og Juan Mata voru keyptir en alveg sama, hann virðist ekkert skána. Hann fór úr umhverfi þar sem hann virtist eiga marga félaga, bjó í borg sem honum sagðist líða vel í og var elskaður af stuðningsmönnum sem studdu hann í gegnum súrt og sætt – og að fara til Chelsea af öllum liðum gæti held ég bara ekki verið ólíkara en Liverpool. Ég hefði miklu frekar skilið þá ákvörðun hjá honum ef hann hefði viljað fara í Man Utd, Tottenham, Arsenal eða bara City en Chelsea bara skil ég ekki.

    Hann talar um að hafa ekki haft tíma til að bíða eftir því að Liverpool kæmist aftur að toppnum og ákvað að fara til Chelsea. Chelsea! Lið sem skiptir oftar um stjóra en Roman skiptir um nærföt, er þekkt fyrir gífurlega neikvætt player power og að því virðist mjög marga glory-hunting stuðningsmenn ef marka má leikinn í gær. Þeir hafa mjög gamalt lið þar sem lykilmenn eru ekki þeir sömu og þeir voru fyrir 2-3 árum síðan. Persónulega held ég að Liverpool verði áður Englandsmeistari áður en Chelsea verður það aftur. Chelsea virðast að mínu mati frekar vera á leið niður á meðan að Liverpool er á leið upp – þeir eru allavega ekki þetta “quick fix” lið sem Torres vildi.

    Ef við tölum um að Carroll virðist skorta sjálfstraust og það bitni á hans leik þá finnst mér Torres vera enn draktískara dæmi um slíkt. Pirraður Torres með lítið sjálfstraust getur bara ekki rassgat samanborið við Torres sem spilaði með bullandi sjálfstraust og miklu hjarta frá 2007-2010 var að mínu mati besti framherji í heiminum á þeim tíma! Liverpool og stuðningsmenn þess styðja Carroll í gegnum þetta en Chelsea og stuðningsmenn þess gera það ekki, það er bara þannig.

    Svo ég endi þetta röfl mitt um Torres þá langar mig að vitna í mynd sem ég sá af stuðningsmanni Chelsea einhvers staðar á netinu sem hafði með miklu stolti prentað á treyju sína; “Fuck your history – we’ve got Torres!” og þessu skartaði hann víst með stolti í deildarleik liðanna fyrr í mánuðinum. Þvílíkur sauður!

    Ég vona að Torres nái aldrei árangri með Chelsea og vil helst að hann komi ekki nálægt Liverpool aftur. Hann hefur brennt allar brýr að baki sér og sýpur af seiðið því grasið er ekki alltaf grænna hinu meginn við ánna. Takk Chelsea fyrir að halda uppi rekstri Liverpool þetta árið með því að kaupa tvo leikmenn sem komast ekki í lið þeirra fyrir meira en 60 milljónir punda og fjármagna þar með að mestu leyti lið Liverpool sem ég get vel séð enda fyrir ofan Chelsea í vetur.

    Gleymum Torres og glory-hunterum sem eingöngu hafa áhuga á Liverpool ef þeir komast í Meistaradeildina. Það er fullt af frábærum leikmönnum út í heimi sem dreyma um að spila fyrir Liverpool og gefa mikið fyrir þau forréttindi að gera það, einblínum á þá leikmenn. Mér er slétt sama þó við missum af einhverjum Hazard/Götze/Cavani nöfnum ef þeir hafa ekki áhuga á Liverpool ef þeir séu ekki í Meistaradeildinni. Þannig leikmenn vil ég helst ekki í Liverpool, ég vil að leikmenn spili fyrir Liverpool af réttum forsendum og gæjar eins og Torres sem gera það ekki vil ég ekki sjá hjá félaginu!

  84. Ég ætla að benda á það að þeir sem drulluðu yfir Carroll fyrir að hafa klúðrað vítinu… Þá spyr ég bara: Sá virkilega enginn Sunderland leikinn? Þar klúðraði Suarez víti, sem mögulega kostaði okkur 2 stig.. voru menn að missa sig yfir því ? Carroll klúðraði víti, en við komumst áfram, er það ekki rétt hjá mér ? JÚ ! Gefið þessum dreng séns… hann er bara 21 árs.. ekki 26 eins og Nabil El Zhar… Ætli Benitez finnist El Zhar ennþá efnilegur ?

  85. getur einhver útskýrt fyrir þessa setningu fyrir mér?   ” Næst: Exeter úti. Brighton úti. Stoke úti. Chelsea úti,   …”

    tilvísun í hvaða prógramm er þetta?  spyr sá sem ekki veit  😉 

  86. Spænski fýlupokinn vildi fara til stórliðs og með ummælum sínum varð hann á svipstundu hataðasti maðurinn á Merseyside eins og vel heyrðist í gær, bíðum bara eftir viðtökunum þegar hann kemur á Anfield.  Sló meira að segja veðhlaupahrosseiganda út úr toppsætinu.

    Ekki séns, hann kemst ekki með tærnar þar sem hinn hefur hælana hvað það varðar.  Torres greyið held ég að gráti sig í svefn á hverju kvöldi yfir þessari gölnu ákvörðun sinni.  Hann situr uppi með hana, við aftur á móti erum flest sátt við hana núna þegar horft er tilbaka.  Maður varð alveg brjálaður á sínum tíma og trúði bara ekki eigin augum þegar þetta var að ganga í gegn, en í dag er þetta bara í fínasta lagi.  Torres tíminn hjá Liverpool er liðinn, það er bara ósköp einfalt mál.  Nú fer hans value bara niður á við, kominn á prime time hvað varðar aldur sóknarmanna og ekki hjálpar frammistaða hans til.

    Við fengum 50 milljónir punda fyrir hann og fyrir það þakkar maður.  En það er algjört skítabragð í munni hvernig hann fór að þessu á sínum tíma, stillti öllum upp við vegg og svo ummæli hans strax á eftir.  Það hefur farið mest í pirrurnar á manni, en hann vekur ekki upp einhver haturs viðbrögð hjá mér lengur.  Frekar vorkenni honum að hafa tekið svona ranga ákvörðun, en inn við beinið hlakkað aðeins í manni við að sjá að hann hefur greinilega litla ánægju af því sem hann er að gera í dag og það er ekkert að ganga upp hjá honum.

    Veðhlaupahrossaeigandinn er svo allt önnur Elín og er flaggberi fyrir allt það sem er sjúkt og rangt við peninga og fótboltann í dag.  Torres er ekki einu sinni nálægt því í sömu deild og hann. 

  87. Hlynur #99, hann er að vísa í næsta leik, þ.e. hverja við fáum í Semi Finals, og telur upp leið okkar þangað.

  88. Ég held SSteinn @100 að maður með 175 þúsund pund á viku sé ekkert sérlega sorgmæddur, hann fór vegna peninga og hann er að fá allveg shit load af þeim fyrir að gera ekkert í vinnunni. Og veistu ég held að honum sé slétt sama hvort hann skori eða ekki, það er eins og neistinn sé farinn hjá honum
     

  89. Það er hægt að vinna bug á reiði. Reiði er ömurlega vond tilfinning og ég hvet alla til að leita lausna. Ég tek Torres til baka allan daginn fyrir allan peninginn. Þegar hann fór voru búnir að vera ömurlegir tímar hjá LFC og ENGINN sá fyrir sér þessar frábæru breytingar sem hafa orðið. Torres er með liverpool hjarta en var því miður þvingaður í burtu. Eftir 10 ár mun koma út ævisaga hans þar sem hann afhjúpar að hafa aldrei reynt á sig gegn LFC því liverpool hjartað hans sló fast og hratt. Í kjölfarið mun hann tapa skapabótamáli gegn Roman. Það sjá allir að hann er ennþá liverpool maður, sérstaklega þeir sem hafa horft á þessa þrjá leiki.
    En 9 mán = 3 mörk. Greyið kallinn.
    Reynum nú að sýna smá auðmýkt og þakklæti fyrir það sem hann gerði fyrir okkur. Yfirlýsingarnar hans eftir tranfer voru ekki æðislegar. Enda eitt erfiðasta verkefni í heimi fyrir nokkurn mann. Hvað geturu sagt til að móðga ekki bestu stuðningsmenn í heimi sem þú hefur tengst svo þéttum böndum, en á sama tíma verið skv sjálfum þér hvað varðar skiptin og reynt að öðlast náð fyrir nýjum stuðningsmönnum. Það er ekki eins og hann sé með einhvern PR fulltrúa sem gat aðstoðað hann, en jafnvel þó svo væri, yrði það ærið verkefni fyrir þann mann.
    Fyrir mér þá mun Torres NWA

  90. Þetta getur ekki verið gott 
     Empire of the Kop 
    Bad initial reports regarding Lucas’ injury, he fears it could be up to 6 months

  91. Björn nr. 104:

    Ég tek Torres til baka allan daginn fyrir allan peninginn. Þegar hann fór voru búnir að vera ömurlegir tímar hjá LFC og ENGINN sá fyrir sér þessar frábæru breytingar sem hafa orðið

    Ég er nú enginn Nostradamus en ég sá þetta fyrir um leið og Woy var látinn taka poka sinn og King Kenny ráðinn. Ekki geimvísindi á þeim tíma að sjá hvað var að fara að gerast.

  92. 104: “Torres er með liverpool hjarta”

    Ertu til í að rökstyðja þetta… þ.e.a.s. ef þú ert ekki að reyna að vera fyndinn

  93. Bjöggi: Þú ert enginn Nostradamus en þú sást samt svolítið sem Torres sá ekki. Þú sást fyrir að Suarez myndi brillera hjá þeim rauðu, þú sást fyrir þér að skyndilega myndi Lucas spila eins og Makalele leik eftir leik, þú sást líka fyrir þér að við myndum kaupa einhvern skemmtilegasta vinstri bakvörð í heimi sem myndi brillera. Ekki nóg með það heldur vissiru líka að þetta myndi allt smella um leið og Torres færi því Kenny Daglish var búinn að taka við. Á tímum Torres hjá liverpool var liðið “miðlungs” þegar hann og Gerrard voru ekki með, svo var greyið þvingað í burtu og fær allt þetta hatur. Þú ert mjög klár. Eftir á. En þetta með Liverpool hjarta Torres fær staðfestingu seinna. Í alvörunni sko. Sjáið til. þá get ég verið klár eftir á.

  94. Skelfilegt ef okkar besti leikmaður á tímabilinu er frá í 6 mánuði……! Ég vill meina að þegar Lucas spilar vel þá spilar Liverpool vel

  95. #108. Vertu ekki svona svakalega ferkantaður. Ég sagði aldrei að ég vissi að Dalglish myndi kaupa skemmtilegan left back og einhverja svona detail-a. En þeir sem hafa fylgst með fótbolta í meira en 2 ár vita samt alveg hver Kenny Dalglish er. Og með þessa eigendur á bak við sig þá á það ekki að koma neinum á óvart að sjá Liverpool þar sem það er í dag. Og það góða er það að ég tel að þeir eiga slatta inni ef eitthvað er.

  96. Mikið rosalega er ég ánægður með leikinn í gær! alltaf er það jafn gaman að fara á brúnna og vinna Chelsea
    Og MIKIÐ ROSALEGA er ég ánægður að sjá hvað honum Júdasi er að ganga “vel” í bláu 🙂 !
    Það er alveg gríðalega mikilvægt að hafa Bellamy í hóp… maður leiksins í gær að mínu mati!

    Y.N.W.A 

  97. @djphal á Twitter (MJÖG áreiðanlegur) segir að Lucas hafi farið í skanna og verði frá í 6-9 mánuði. Tímabilið nokkurn veginn búið hjá algjörum lykilmanni.

    Desember verður risavaxinn fyrir Jay nokkurn Spearing. Svo verður nánast örugglega verslað í janúar.

    Fokk.

  98. Það er skelfilegt að missa Lucas í svona langan tíma en vonandi munum við fá nýjan mann inn í janúar en þangað til verða aðrir stíga upp.

  99. Djöfull vona ég að þetta endi ekki illa með andlegu hlið Lucas. Maðurinn spilar nánast hvern einasta leik, allar 90 mínútnar í öllum keppnunum. Síðan búmm! mátt ekki snerta bolta í hálft ár. Eitt sem ég hugsaði fyrir leikinn á móti Chelsea var hvort að hann fá nú ekki smá hvíld hann Lucas. Neibb, þá hlaut að koma að því að álagið tók yfir hann.

  100. Þetta eru nú engin álagsmeiðsli hjá honum heldur slæmt samstuð og þó að hann sé orðinn einn helsti lykilmaður liðsins þá munu aðrir stíga upp og leysa málið.

  101. Ansi dýrt að nota Lucas í þessum leik í gær. Okkar langbesti leikmaður meiddur í 6 mánuði.

  102.  
    nú er búið að kalla jonjo heim úr láni… væri ekki betra að kalla aquilani heim úr láni ??

  103. #119 það er pottþétt ekki í lánsamningi Aquilani að við megum kalla hann til baka úr láni. 

    og ég held að liverpool og aquiliani sjálfum langi bara ekkert að koma til baka 

  104. Skulum sjá hvernig þetta fer með Lucas kallinn…..látum klúbbinn staðfesta þetta áður en við förum að afskrifa hann.

    En ef staðan er svona, að hann verði frá í ca 6 mánuði, þá mun Spearing þurfa að láta vaxa á sig stóran pung og girða sig vel, nóg verður að gera! Samt sem áður væri líka hægt að nota Fabio nokkurn Aurelio í þessa stöðu.

    En við skulum sjá!

    YNWA – King Kenny we trust! 

  105. Það sást strax í endursýningu að krossbandið gæti verið farið. Hvernig stöðu Lucas var í þegar hann fékk höggið og svo viðbrögð hans. Ef KD hefði getað séð endursýninguna strax hefði lucas aldrei reynt að fara aftur inná. Annars er þetta algjört högg fyrir LFC. Langbesti maður liðsins það sem af er tímabili. Og í raun eina staðan þar sem einn leikmaður hefur algjöra yfirburði framyfir aðra leikmenn liðsins sem spila sömu stöðu. En liðsheildin er sterk og maður kemur í manns stað.

  106. Er ekki Gerrard bara Ideal í miðju-sweeperinn?  Hann er aðeins hægari en mjög góður stoppari og getur sent vel frá sér.

Liðið gegn Chelsea komið

Kop.is Podcast #10