Liverpool 0 Swansea 0

John W. Henry var á vellinum í dag. Ég get upplýst hér og nú hvað hann hugsaði eftir þennan leik:

Þetta er ekki það sem við borguðum fyrir.

Liverpool er með betra lið en í fyrra, það er ekki spurning. Liðið er að bæta sig, það er verið að versla leikmenn og bæta gæðin í þessu liði, og King Kenny er á uppleið. Engu að síður verða þeir leikmenn sem spiluðu leikinn í dag að taka sjálfa sig í gegn og spyrja sig: getum við virkilega ekki betur?

Það sem af er tímabili hefur Luis Suarez átt eintóma stórleiki og knúið sóknarleik liðsins. Það er jákvætt, en hættan var alltaf sú að menn færu að reiða sig um of á hann. Það er því miður farið að gerast, og var hvergi augljósara en í dag. Suarez átti ekki góðan leik, en þá átti það heldur enginn annar. Allir aðrir gerðu sig seka um að bíða eftir að hann byggi eitthvað til úr engu, eins og svo oft áður. Sókn eftir sókn sá maður Suarez með kannski einn samherja, í baráttunni við teig Swansea-liðsins, og allir aðrir langt fyrir aftan. Að horfa. Bíða. Vona að hann gerði eitthvað.

Þetta er ekki það sem við borguðum fyrir.

Henry og eigendurnir borguðu háar upphæðir fyrir leikmenn í sumar. Leikmenn sem áttu að geta tekið af skarið, leikmenn sem áttu að skipta máli, leikmenn sem höfðu sögu af því að stíga upp og láta hlutina gerast fyrir sín lið. Andy Carroll, óstöðvandi hjá Newcastle. Charlie Adam, leiðtogi og prímusmótor Blackpool. Stewart Downing, leikmaður ársins hjá Aston Villa. Jordan Henderson, sem skapaði flest færi allra í Úrvalsdeildinni í fyrra. Jose Enrique, einn sókndjarfasta bakvörð deildarinnar. Hinum meginn annan af sókndjörfustu bakvörðunum, Glen Johnson.

Í dag steig enginn þeirra upp. Það gerði enginn þeirra það sem þeir voru keyptir til að gera. Þeir gerðu það sama og við hin heima í sófa: horfðu á Suarez og vonuðu að hann gerði hlutina. Í dag átti hann ekki góðan leik, og þess vegna skoraði Liverpool ekki.

Mér dettur ekki í hug að skamma Suarez. Það getur enginn átt stórleik í hverjum einasta leik og það hlaut að koma að því að hann yrði slakur í leik. Pepe Reina bjargaði okkur margoft hinum megin og sleppur einnig við skammir. Allir aðrir þurfa að minna sig á að þeir voru keyptir til Liverpool af því að þeir eiga að geta betur en þetta. Af því að þetta er Liverpool, þar sem ætlast er til að menn leiki til sigurs, þar sem ætlast er til að menn sýni grimmd og vilja til að láta hlutina gerast, þar sem ekki er ætlast til að þú felir þig og látir aðra leikmenn um skítverkin.

Kenny Dalglish þarf að líta í spegil líka. Hvernig í ósköpunum fengu Downing, Johnson og Adam (þrír verstu úr hópi margra slakra í dag) að klára þennan leik með Maxi og Martin Kelly á bekknum? NOTAÐU SKIPTINGARNAR ÞÍNAR, plís!

Liverpool er núna búið að tapa færri leikjum en Chelsea og Arsenal, og jafnmörgum og Tottenham. Samt eru þessi lið öll fyrir ofan okkur í töflunni. Af hverju? Af því að Liverpool er búið að spila 6 heimaleiki og gera í þeim 4 jafntefli. Af því að tvö lið nýliða hafa komið núna á Anfield, hvort á eftir öðru, og fengið að fara heim með stig í sarpinum.

Þetta gengur ekki lengur. Þetta lið á eftir að bæta sig næstu vikur og mánuði en við getum gert þá kröfu strax að menn fari að spila eins og knattspyrnumenn sem voru milljóna virði og keyptir til stórliðsins Liverpool, ekki eins og rándýrar klappstýrur fyrir Luis Suarez.

Ef þessir leikmenn stíga ekki upp verður lítið úr þessum vetri. Það er ekki nóg hjá Liverpool að tapa ekki. Það er ætlast til að menn sigri leiki, sérstaklega gegn nýliðum á Anfield. Það er það sem eigendurnir borguðu fyrir, og það er það sem við krefjumst.

Gleðilegt helvítis landsleikjahlé. Það verður dásamlegt að vera pirraður út í þetta lið næstu 15 dagana.

122 Comments

  1. Erum aldrei að fara að ná þessu 4. sæti og sumarkaupin eru að “floppa” alveg rosalega!

  2. Jæja, hver ætlar að vera fyrstur til að skrifa afsakanir um að við höfðum verið óheppnir … þetta sé allt á réttri leið … miklu fleiri stig en í fyrra … fullt af færum … allt þetta bullshit sem er skrifað leik eftir leik.

    Við slefuðum inn í CL með Gerrard, Alonso og Mascherano á miðjunni og Torres á toppi … við erum ekki að fara að koma okkur þangað inn með Adam – Lucas miðju og Carroll á toppi …

    Og áður en afsakanaflóðið og réttlætingarnar hefjast … munið þá að við vorum að tapa mjög verðmætum stigum … gegn SWANSEA á Anfield Road!    

  3. Við vorum ekki að spila vel fyrstu 80 mínuturnar. En það verður að segjast einsog er að þetta Liverpool lið er það óheppnasta sem ég man eftir. Kanski eru bara allir markmenn í PL heimsklassa þetta tímabil.
    Svo væri ég til í að láta færa slánna ca tommu ofar á anfield. 

  4. Ég er orðinn svoooooooooooooooooo þreyttur á að horfa á okkar ástkæra lið spila !!!
    hvað þarf Downing að gera til að vera tekinn útaf ? Því fær Maxi engin tækifæri ???
     
    Það þarf nýja kanntara í þetta lið, og striker sem getur skorað !!!
     
    Svei mér þá ef King kenny er maðurinn í þetta eða ekki ???

  5. Djöfull er þetta lið lélegt að nýta öll þessi andskotans færi og það er alveg fáranlegt að Kenny skuli ekki nota allar sínar skiptingar.
    Það þarf eitthvað virkilega mikið að gerast hjá okkur í janúar ef við eigum að eiga smá séns á þessu 4 sæti.
    Ömurlegur leikur í dag og svo eigum við chelsea og city í næstu leikjum.

  6. Óásættanlegt í alla staði, menn geta reynt að velta upp einhverjum björtum flötum að vild. en þetta er óásættanælegt með öllu. Að vinna ekki Swansea á Anfield með byrjunarlið sem slagar hátt í halla á ríkissjóði er óásættanlegt með öllu.

  7. EKKI BOÐLEGT!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  8. Keyptum þó góðan vinstri bakvörð í sumar. En Downing, úff, má ég biðja um að Joe Cole verði kallaður til baka án tafar?

  9. Nokkrir punktar:

    Vorm maður leiksins. Ekki það hafi reynt á hann neitt mikið fyrir utan síðustu 10 mín.

    Downing og Adam áttu virkilega slæman dag. 
    Bara ef Þessi barátta sem var síðustu 10 mín væru allann leikinn. Ef það kemur þá erum við í fínum málum. 
    Óskiljanlegt að King Kenny hafi ekki nýtt allar skiptingarnar í þessum leik. Skrítnar skiptingar bara yfir höfuð hjá honum.

    Virkilega sáttur við að halda hreinu. Þetta Swansea hefði hæglega geta skorað
     

  10. Liverpool þarf að drullast í að taka léttu liðin 3-0,4-0 lámark!!! Grátlegt í dag að taka ekki swansea 🙁 Fáum alveg færin til þessa ð skora nokkur mörk.

    YNWA

  11. Downing átti vissulega ekki sinn besta leik en hvaða leikmaður á vellinum átti góðan leik? Bendi á að allar sóknir Liverpool komu upp vinstra meginn, hægri kanturinn var algjörlega steingeldur í þessum leik.
    Liðið í heild var virkilega slakkt. Alveg klár á því ef að Carroll hefði sett boltan í fyrri hálfleik hefði eftirleikurinn verið auðveldari en ef því sem leið á þá jókst sjálfstraustið hjá Swansea og þeir lönduðu sigri og hefðu jafnvel getað tekið öll 3 stigin.
    Það er skelfilegt að horfa á eftir 6 töpuðum stigum gegn Utd., Norwich og Swansea. Það er óþolandi að markverðir andstæðinganna þurfa alltaf að eiga bestu leiki sína á ævinni á Anfield.
     
     

  12. það skín gjörsamlega í gegn algert andleysi og leiðinlegasta leikkerfi sögunnar orðið að veruleika á anfield. þetta fokking 442 kerfi er gjörsamlega að fara með mann…… og leikmennirinir…… sjitturinn hvað gjörsamlega allir eru að spila hörmulega!! þetta er orðið skammarlegt

  13. Fæst orð bera minnst ábyrgð, læt þar við sitja, þetta lá í loftinu frá upphafi, Svanirnir komu til að spila uppá jafntefli og Liverpool leyfði það.
     

  14. Pappakassi dagsins er…… Kenny Dalglish, Þessi frammistaða hans er farinn að minna á Hodgson því miður. Ekki gleyma því að maðurinn er ekki heilagur.

    Að sækja gegn nýliðum deildarinnar á 3-4 mönnum í 85 mínútur er ekki boðlegt, afhverju spilar liðið ekki á jafnmörgum sóknarspilandi mönnum og við gerðum í uppbótartíma?

    Afhverju gerir hann ekki allar breytingarnar, hvernig fékk Downing að klára þennan leik? Hvar var Maxi?

    Sanngjörn úrslit og í raun vorum við heppnir að tapa ekki leiknum, það hefði alveg getað farið verr.

    YNWA 

  15. smá ljós punktur er að Agger, Skrtel og Reina stóðu sig annars var liðið að skíta á sig. fact.

  16. Þetta var bara frekar dapur leikur. Menn lítið hreyfanlegir og buðu sig illa. Voru þungir og slappir fram á 85. mínútu flest allir. Þessi leikur á enga blóraböggla en ef Carroll hefði skorað í byrjun hefði þetta auðvitað farið allt öðruvísi. Downing var fínn í fyrri hálfleik, sem og Enrique en svo fjaraði undan þessu. Suarez virkaði þreyttur allan tímann og pressuvörnin var alls ekki að gera sig. Svei mér ef við þyrftum ekki að fá Rafa Benítez í þjálfaraliðið til að kenna liðinu að pressa eins og lið. Hefði viljað sjá Maxi inn á svona 65. mínútu fyrir Downing. Fínt að hafa innleitandi kantmann þarna megin líka þegar Enrique var alltaf uppi í óverlappi. En svona er þetta, hefði verið sáttur við 1-0 fyrir leik. Vantar stöðugleika og betri færanýtingu. Plúsinn er að hafa haldið hreinu annan leikinn í röð.

  17. Komnir á sama stað og í fyrra. Þakka þér kærlega Dalglish. Hvað varð um þetta helvítis pass and move system sem gerði okkur nánast óstöðvandi í fyrra. Hvernig væri að NOTA ALLAR skiptingarnar þegar menn eru ekki að standa sig? Ef þetta heldur svona áfram þá erum við heppnir á að komast í Euro Cup. En CL er draumur sem fjarar lengra út með hverjum leiknum og hverri lélegri frammistöðu sem þetta blessaða lið spilar. Jújú þið getið reynt að afsaka þetta eitthvað, en það þýðir ekki neitt. Þetta er orðið skelfilegt eina ferðina enn, spurning hvort að einhver bölvun hvíli yfir þessum klúbb. Hvað ég gæfi ekki til þess að geta farið að halda með öðru liði. Vonbrigði ár eftir ár er svo gott sem eina sem þessi klúbbur hefur gefið aðdáendum sínum undanfarin 20 ár. Jújú einn og einn bikar hafa slefast inn, en ekkert meir en það.

  18. Jæja ég ætla taka jákvæða punktinn úr þessu…. við töpuðum ekki leiknum þar sem swansea hefði alveg getað unnið og þá hefði ekki einu sinni verið sanngjarnt að segja að þeir hafi stolið sigrinum þar sem þeir voru bara sprækari en við.
     
    Jákvætt: Fengum ekki á okkur mark
    Neikvætt: skoruðum ekki, fengum færin, lélegir að slútta og svo var ormurinn frábær en hins vegar er ég orðinn þreyttur á að markmaður hins liðsins sé alltaf besti maður vallarins… það hlýtur að segja meira um slúttið hjá okkur heldur en hitt (skiljanlegt að eiga einn og einn leik þar sem markmaðurinn setur í lás en það á bara ekki að gerast í hverjum leik)
    Adam og lucas voru bara alveg hrikalegir í dag bæði í sókn og vörn, hef sjaldan séð jafn mikið pláss á miðjunni. Enrique átti nokkra góða spretti og jújú ég fyrirgef honum alveg þessa hrikalegu ákvörðun að skjóta þar sem hann hefur verið skástur okkar þetta tímabilið. Carroll ÁTTI að skora en sendingarnar sem hann fékk voru hrikalegar en drullist til að hætta tala um þennan verðmiða… sama hve mikið talað er um hann breytist hann ekki og hann hefur átt jákvæða leiki þegar liðið hefur verið að spila vel. Suarez átti skot á mark og framhjá og það breytist ekkert en var frekar daufur í þessum leik. Hendó og downing ætla ég ekki að ræða hér þar sem ég er svo pirraður.
     
    Næst á dagsskrá í landsleikjafríinu: SKOTÆFINGAR Í HEILA HELVÍTIS VIKU!!!!!

  19. Tek hatt minn ofan fyrir Swansea, áræðið og skemmtilegt lið. Með smá heppni þá hefðum við hirt stigin þrjú og á sama hátt með smá óheppni þá hefðum við tapað. Ég geri mér kanski raunhæfari væntingar fyrir Liverpool á þessu tímabili en flestir sem hér skrifa gera, og liðið er nokkurn veginn á pari hjá mér. Teljum stigin í vor og sjáum þá hvar við stöndum, í það minnsta erum við með betri leikmenn, betri stjóra og betri árangur en á sama tíma í fyrra. Hvað skiptingunum viðkemur þá eru þær í öruggum höndum KD, finnst fyndið þegar menn heimta alltaf að allar skiptingar séu notaðar. Hafa menn aldrei séð misheppnaðar skiptingar! KD getur ekki sleppt því að “save” og spilað leikinn upp á nýtt eins og við snillingarnir getum gert í CM eða FM.
    YNWA  

  20. Nr5. Ég bíð einmitt spenntur eftir afsökunum. Við vorum bara lélegir í dag, mér fannst Enrique reyndar sá eini sem vann fyrir kaupinu sínu. Miðjan er of hægt, kemur ekki eins mikið úr köntunum og færanýtingin er skelfileg. Einnig er Carroll ekki að éta þessa háu bolta sem koma inná teig.

  21. Hræðilegt hvernig Liverpool Football Club hefur farið með peningana sína undanfarin ár. Með réttum ákvörðunum á kaupum og sölum værum við líklega með lið í toppbaráttu. Enda búnir að eyða háum fjárhæðum. En þær fjárhæðir hafa farið í algjöra vitleysu í flestum tilvikum.

  22. Shit og ekkert annað um þetta að segja,  heppnir en ná þessu stigi, swansea betri allan leikinn, fyrir utan kanski uppbótartímann.  Valið á manni leiksins er á milli Reina fyrir að hafa mætt eða vallarstjórans fyrir að hafa línurnar svona beinar.  Allir aðrir hefðu betur mátt vera heima að spila Fifa

  23. # Mér fannst nú Carroll oft vera að gera vel úr háu boltunum sem hann fékk (var að koma þeim niður) en þá var hann alltaf aaaaaleinn.

  24. Ætla vera ósammála pistlahöfundi, fannst Suarez alls ekki slakur, ekki besti leikurinn hans, en samt sem áður ekki slakur, og Downing fannst mér mun betri en í síðustu leikum, og eiginlega bara prýðisgóður mestan hluta leiksins.
    Fyrri hálfleikur fannst mér ekkert frábær, en ef fyrri hálfleikur var slakur, guð minn almáttugur hvað var seinni hálfleikur þá! Sanngjarnt jafntefli staðreynd, og léilegasti leikur liðsins í langan tíma. 

  25. Er minnið mitt að klikka en höfum við ekki eiginlega alltaf verið slakar í síðarihálfleik

  26. Ég er byrjaður að halda að Kenny þori ekki að taka þessa dýru menn útaf sem voru keyptir í sumar (fyrir utan Carroll sem gjörsamlega týndist í seinni), Bellamy átti að vera löngu farinn inná! og hvað er það að spila Henderson alltaf á hægri ?! gaurinn er miðjumaður! hann hefði frekar átt að taka Adam utaf fyrir Bellamy. Adam gat ekki skít í þessum leik, slakasti maður leiksins án efa, maður leiksins; Reina.
    Ps. Sofnaði næstum því 2svar

  27. Af hverju virðast sumir topp spilarar verða að miðlungsleikmönnum við það eitt að fara til Liverpool? Nefni Downing og Carroll. Þrátt fyrir þett jafntefli erum við með miklu betra lið en í fyrra og það er fullt eftir af tímabilinu. Ég var að gæla við það eftir leikmannakaup sumarsins að það væri raunhæft að við gætum elt Man. Utd. og Chelzski. Það er náttúrulega af og frá núna en ég er áfram bjartsýnn þrátt fyrir hörmulega frammistöðu gegn miðlungsliðum á Mekka, Anfield, að við drullumst til að ná þessu 4 sæta í Meistaradeildina.

  28. Gefum Kenny tima, og liðinu.  Það er í lagi að byrja gagnrýnina upp úr áramótum, þegar myndin byrjar að skýrast.  Hins vegar má reka Dalglish í lok tímabilsins ef 4. sætið er ekki í höfn.  

    Þangað til er betra að gera jafntefli en tapa.   

  29. Leikskýrslan er algjörlega spot on og þá sérstaklega að eitthvað hafa innkaupin ekki skilað sér í raunverulegum gæðum enn sem komið er. Vissulega leikur liðið oft áferðafallegan fótbolta og skapar sér mörg færi en klárar ekki leiki. Liðið minnir á gaur á balli í flottum fötum sem missir það svo í lakið þegar á hólminn er komið.

    Það vantar punginn í þetta lið. Drápseðlið er í lágmarki og þar hlýtur Kenny að axla stærsta ábyrgð. Þessir menn voru keyptir vegna þess að þeir að þeir léku framúrskarandi undir öðrum stjórum. Kenny þarf að fara í alvarlega soulsearching og koma fram með svörin af hverju leikirnir enda oftar en ekki með skiptum hlut.

  30. maður er svo brjálaður yfir þessum leik að ég ætla að horfa á qpr og city bara til að sjá mörk í dag….
    næsti leikur 20/11 við chel$ky
    hvað þarf að gera þangað til? finna fu** sóknarleikinn sem var til staðar í vor þegar maður brosti út að eyrum og hlakkaði til næsta leik og sagði damm Kenny kallinn er bara ennþá með þetta, í staðinn fyrir að hugsa núna “djöfull vona ég að við töpum ekki eða gerum skíta jafntefli .
     

  31. Thad er mannlegt edli ad spila leikmønnum sem thu hefur keypt fyrir mikla peninga…Thu verdur ad  syna og sanna fyrir ther og ødrum ad thetta hafi verid god kaup…

  32. Þetta var okkar næst versti leikur í ár fannst mér og nokkrir lykilmenn afar slappir og ég var alls ekki ánægður með Dalglish í dag. 

    Varnarmenn og markmenn koma á pari frá þessu leik, Henderson var hræðilegur og kóngurinn gerði rétt í að taka hann út í hálfleik. Lucas átti óvenju dapran dag sem og Adam sem virkaði mjög hægur. Downing var fannst mér ágætur reyndar og flest allar okkar sóknir fóru upp vinstri vænginn. Suarez og Carroll voru síðan báðir alveg týndir í leiknum og það er áhyggjuefni ef liðið dettur svona niður þegar Suarez á off dag. Carroll fannst mér ekkert geta í leiknum og dauðafærið sem endaði í þverslánni súmmaði upp undanfarnar vikur og þetta tímabil hjá okkar mönnum.

    Það er samt skrítið að þessi spilamennska hafi ekki öskrað á þrjár skiptingar og það er til lítils að vera með stærri og sterkari hóp heldur en lið eins og Swansea ef það er síðan ekkert notað þegar á hólminn er komið. Bellamy kom allt of seint inná fyrir Carroll og lífgaði upp á leikinn.

    Swansea menn voru reyndar mjög góðir og þetta er flott lið sem hefði unnið í dag með smá heppni.

    Á móti áttum við auðvitað færi eins og vanalega til að vinna tvo leiki en það er orðið ótrúlegt hvað við þurfum mikið til að skora þessi mörk okkar. Vondur leikur, ömurleg úrslit og enn á ný tvö töpuð stig.

    Næstu tveir deildarleikir verða afar mikilvægir og erfiðir.  

  33. Swansea léku mjög vel, sið skulum ekki taka það af þeim.
    Hins vegar vantaði mikið upp á í spilamennsku heimamanna, einu sinni sem oftar gegn smáliðum stjórnuðu þeir leiknum í fyrri hálfleik og áttu fín færi sem fóru í súginn. Swansea var síðan hleypt inn í leikinn í seinni hálfleik og maður var farinn að naga neglur eins og áhorfendur á vellinum. Af einhverjum ástæðum týndist miðja okkar manna stærstan hluta seinni hálfleiks og Swansea menn “löbbuðu” oft á tíðum í gegnum hana eins og að drekka vatn og við tóku miðverðir sem ekki áttu góðan dag heldur.
    Reina var bestur okkar manna en markvörðurinn hinum megin maður leiksins, bakverðirnir Enrique og Johnson voru ágætir og einna mesta ógnin fram á við. Suarez langt frá sínu besta en átti þó hættulegar rispur eins og venjulega. Carroll klúðraði dauðafæri í fyrri hálfleik en var langt frá því að vera slakastur okkar manna í dag.
    Þá kemur að kannski mikilvægasta þættinum í þessu, skiptingum KD og maður er farinn að spyrja sig hvort hann hafi erft eitthvað af meintu “pungleysi” Benitez í þeim efnum. Bellamy kemur inn a.m.k. tíu mínútum of seint og það fyrir Carroll, sem að mínu mati var mikilvægt að halda inni á til þess að skapa ógn í teginum í föstum leikatriðum til dæmis. Í staðinn hefði ég viljað sjá Lucas, Downing eða Adam skipt út af til þess að auka sóknarþungann í stað þess að skipta sóknarmanni út fyrir annan sóknarmann. Maxi hefði líka getað komið inn eins og menn nefna að ofan og stórfurðulegt að KD nýti ekki allar skiptingarnar í ljósi spilamennskunnar í dag.

  34. Úfff…..  fyrsti leikurinn sem ég missi af í langan tíma!   Mikið er ég guðslifandi feginn!

  35. Andy Carroll.. 35m.. þvílíkur brandari!

    Munurinn á okkur og alvöru topp liðum: Okkur virðist vera fyrimunað að klára þessa “minni leiki”. Ég heyrði að United hafi verið mjög lélegir áðan á móti Sunderland, en þeir klára þessa leiki. “3 points, next game please”.

    GAH. ég er pirraður. 

  36. Hvað er í gangi??
    Liverpool stjórnaði fyrri hálfleiknum frá byrjun til enda, Swansea fékk að dútla aðeins með boltanum á sínum vallarhelming, en þegar komið var yfir miðju var keyrt á þá. Aðeins gefið eftir á köflum í seinni hálfleik en þetta virkaði alltaf eins og þetta væri að detta inn. Sláarskotið hjá Carroll í leiknum er 11. skot í tréverkið í jafnmörgum leikjum, og svona er þetta búið að vera í allt haust. Ég er 100% ósammála þeim sem segja að sumarkaupin séu bara “flopp”. Vinstri vængurinn hjá okkur lítur skuggalega vel út, þegar allt er eðlilegt, miðjan hefur alla burði til að láta hvaða andstæðinga sem er líta illa út og vörnin nokkuð solid eins og er. Ég er farinn að halda að leikskipulagið henti ekki þessu liði. Það virðist vera, að það sé bannað að koma í sókn öðruvísi en upp kantana og allt stutta spilið hálf-vandræðalegt. Lausir menn eiga erfitt með að finna sér staðsetningar þegar við höldum boltanum, til að ná góðu flæði á boltann og oftar en ekki eru öll overlaps illa tímasett eða ekki tekið eftir þeim.
    Þetta hlýtur að fara að detta í gang….

  37. Sá bara seinni hálfleik og þá hélt bara áfram sama og við höfum séð í öllum heimaleikjunum nema Bolton.
     
    Óstöðugur sóknarleikur þar sem færin voru illa nýtt, og í raun vorum við jafnvel heppnir að hafa Reina í standi í markinu.  Ég sagði í podcastinu og stend við það að Swansea City er alvöru lið og svei mér ef bara við vanmátum þá ekki, fannst beinlínis hlægilegt að heyra menn spá 6-0.  Það er einhver FM eða FIFA 12 draumur.  En auðvitað eigum við að sigra.
     
    Ég ætla sko ekki að draga einn út annan en Reina og hafsentaparið sem menn sem geta glaðir labbað útaf með sína frammistöðu, enginn annar var að bera af, en enginn afberandi slakur.  Þeir sem bíða eftir afsökunum fá þær ekki frá mér.  Ekki frekar en ég taki undir það hlægilega bull að liðið sé svipað og í fyrra.   Farið bara á netið og finnið Blackpool (H), Wolves (H) og Everton (Ú), þar sem við kannski fengum samanlagt 5 færi í þeim leikjum og komið svo aftur.
     
    En auðvitað er HRYLLILEGT að vera búin að tapa 8 stigum á Anfield og það verður bara að segjast held ég að við erum að fá á okkur sálfræðilegan múr þar, lið eru ekkert að koma neitt skelkuð til Liverpool og því miður vantar okkur, eins og Kristján segir, að menn stígi þar upp og klári.
     
    Ég hef áður sagt og segi enn að okkur vantar 1 heimsklassa sóknarmann inn í liðið okkar og annan öflugan vængmann sem tekur menn á og þá getum við gert okkur vonir um að keppa um sæti nr. 1 í stað sætis nr. 4.  En í fyrra elskurnar var ég í alvörunni hræddur um að við yrðum fyrir neðan sæti nr. 12.
     
    Svo fyrir þá sem telja Dalglish ekki vera heilagan, þá ætla ég að mótmæla því.  Hann er heilagur, meiri Liverpool FC maður en allir aðrir í veröldinni og enginn mun eiga erfiðar með svefn en hann.  En hins vegar má gagnrýna heilaga menn og að sjálfsögðu ætla ég að taka undir þá gagnrýni að hann er ekki að ná að nýta skiptingar sínar í leikjum, enn einn heimaleikinn tekur hann ekki allar skiptingarnar og það er óskiljanlegt í dag.
     
    Landsleikjahléið og svo tveir leikir sem geta heldur betur kippt okkur niður á jörðina og aftar í röðina um topp 4 sæti, en líka á hinn bóginn komið okkur á góðar slóðir.  Eftir leiki dagsins hefur Arsenal náð okkur að stigum.  Það er mjög, mjög, mjög pirrandi í ofanálag!

  38. Ég gagnrýndi Liverpoolliðið eftir WBA leikinn þar sem ég hafði áhyggjur ef lélegum sóknarleik og fékk skít og skammir fyrir. Nú segi ég það sama og þá; sóknarleikur liðsins í heild er mjög slakur. Þar að auki er ekki boðlegt að vera með nánast eintóma varnarsinnaða miðjumenn á heimavelli gegn Swansea með menn eins og Kuyt og Bellamy á bekknum. Ég sagði það síðast og segi það enn, þetta lið er ekki nógu gott til þess að ná 4. sæti í deildinni og mögulega ekki 6.sæti heldur. Ég verð að gagnrýna KK fyrir 80m punda warchestið sem hann fékk til að styrkja liðið í sumar, Adam, Carrol, Downing og Henderson eru ekki að styrkja liðið en Enrique gerir það að einhverju leyti.

  39. hversu pirrandi getur einn leikur verið vá!!

    þetta er eins og leikurinn gegn norwich erum miklu meira með boltan eigum miklu fleiri skot en sammt vill boltinn bara ekki fara inn og en og aftur á markvörðurinn þeirra tvær frábærar markvörslur í lokin. Ég verð sammt að hrósa okkar frábæra markmanni Jose Reina útaf því að Swansea hefði vel geta farðið inní hálfleikinn með 1 mark hefði Reina ekki varið á meistarlegan hátt frá Graham í lok fyrri háfleiks svo var hann einnig vel staðsettur þegar hann varði frá Dyer. Það sem pirraði mig mest við þennan leik var það hvað miðjan var sköpunarlaus og mér finnst vanta alvöru leiðtoga inná hana sem stýrir spilinu og Adam fannst mér allavega ekki gera það í dag en því miður virðist Gerrard ekki geta hrist þessi meiðsli sem eru að hrjá hann aftur og aftur og hlaupin hjá mönnum án bolta var ekki nóg og góð og við náðum ekki að láta boltan ganga hratt nema svona fyrstu 20 mínúturnar. Andy Carroll hefði náttúrulega átt að skora eftir frábæra sendingu frá Downing en annars fanns mér Andy gera það sem hann gerir best sem er að vinna skalleinvíginn og var með mjög góð flikk á nærstöngini og það er ekki honum að kenna að liðfélagarnir hans fara ekki á þessi hættusvæði inní teignum sem að mér fanns lika mjög pirrandi því að menn ættu að vita það að Carroll ætti að vinna 9 af 10 skalleinvígjum á móti litlu liði Swansea. Suarez er einhvernveiginn alltaf hættulegasti maður liðsinns þótt hann hafi ekki átt sinn besta leik í dag og það seigir bara svo mikið um þennan mann. Næstu tveir leikir verða mjög erfiðir Chelsea á brúnni og Man City á Anfield og mikið vona ég að við vinnum þá báða því að við verðum að fá eins mörg stig og við getum útaf því að barráttan um 4 sætið er mjög erfið og erum núna búnir að tapa 4 stigum á móti nýliðum í úrvaldeildinni sem er óásættanlegt.

    En At the end of a storm is a golden sky

    Y.N.W.A.

     

  40. Það eru þessi og sambærileg úrslit sem munu kosta okkur CL sætið í vor, punktur.
    Reina hélt hreinu en virkaði oft á tíðum stressaður.
    Suarez enn einu sinni maður leiksins þrátt fyrir sinn lélegasta leik í langan tíma.
    Hversu oft ætlar Downing að dúndra uppí stúku?
    Af hverju fær Maxi ekki sénsinn, var hann ekki sjóðandi heitur frá Janúar til Maí í vor?
     
    Þegar feitletruð upphrópunarmerki frá meistara Magga Ólafs ná að komast í gulan glugga er eitthvað alvarlegt að hjá Liverpool !

  41. Spurning að fá Rafa inn sem sérlegan aðstoðarmann ?? ráðleggingar um tactic og annað ?

  42. Var í afmæli, bölvandi yfir að missa af leiknum, en kem svo heim og sé þetta.  Enn eitt helvítis jafnteflið og það á Anfield.  Mikið er gott að hafa ekki séð þennan leik.

  43. Dalglish er bara að stilla fáránlega upp.  4 4 2 með Adam á miðjunni er  í raun kjánalegt leikkerfi – horfið á það hvað miðjusvæðið er oft galopið í leikjum Liverpool.  Það gengur einfaldlega ekki.  

    Reyndar var kerfið í fyrri hálfleik eiginlega 4 4 2 með engum hægri kantmanni því Henderson var mættur hvað eftir annað inn á miðjuna.  Afar undarleg holning á liðinu.

    Hvað varð um liðið sem var að spila frábæran sóknarbolta í lok síðasta tímabils?  Af hverju þurfti eiginlega að splúndra því sóknarskipulagi fyrir gamaldags 4 4 2 með “alvöru” kantara, “Hollywood” sendingarmanni á miðjunni og turni inni í teig? 

    Liðið er vissulega að spila betur en undir stjórn Hodgson, en sá kafli í sögu Liverpool á aldrei að vera viðmiðið.

  44. Ef Tottenham vinnur báða leikina sem þeir eiga inni þá verðum við 6 stigum frá CL sæti og ef City vinnur QPR 12 stigum frá 1.sæti, það eru bara 11 umferðir búnar!!! Þetta er einfaldlega ekki boðlegt. Vissulega bombaði Carroll í slána á fyrstu mínútum leiksins áðan og ef sá bolti hefði verið inni þá hefði leikurinn örugglega endað 5 – 0, EN það gerðist ekki. Vandamálið er að gæðin í fyrstu 11 eru ekki nógu góð og bekkurinn alls ekki nógu sterkur. Okkur vantar sárlega fyrirliðann í liðið til að fá kraftinn og ógnina af miðjunni. Miðjan okkar er hreint út sagt hörmuleg fram á við. Henderson engan veginn búinn að sanna sig, Downing sem byrjaði að krafti með okkur er kominn í allsvakalega lægð, Adam er því miður ekki playmaker sem á heima í liði eins og Liverpool. Þarf ekki að tala um Carroll sem ætti að selja í janúar meðan hægt er að koma honum í verð. Vonandi verðum við ekki meira 8-10 stigum á eftir 4.sæti í janúar og getum þá verslað 2-3 menn sem geta ógnað og jafnvel skorað einhver mörk. Mikið svakalega getur þetta verið pirrandi…F”$#

  45. Eina ástæðan fyrir því að eitthvað gékk vinstra megin var ekki downing að þakka það var allt Enrique.

  46. Þetta er ekki ásættanlegt  fyrir Liverpool FC.

    Eru menn loksins farnir að skilja hvað ég á við með gagnrýni minni á Lucas Leiva? Drengurinn er bara eins og löturhægur batti á miðjunni, stjórnar engu og hræðir engan. Of passívur, ekki með snert af leiðtogahæfileikum og bætir ekki leikmennina í kringum sig. Þetta smitar síðan útfrá sér yfir allt liðið og enginn þorir að taka af skarið í svona heimaleikjum. Okkur sárvantar hraða tekníska leikmenn á miðjuna sem hugsa eins og SIGURVEGARAR. Menn með hreðjar sem höndla mikla ábyrgð og eru virkilega nákvæmir og consistent. ekki smástraka sem gera sitt allra besta og eiga einstaka stórleiki og hverfa þegar vantar herslumuninn á jafntefli og sigri. Þegar menn hafa ekki svona leiðtogatýpu í liðinu þá eiga nýir leikmenn eins og Carroll, Downing, Adam alltaf mjög erfitt að aðlagast pressunni og spila langt frá sínu besta því agann og sigurhugsunina skortir.
    Við verðum aldrei í neinni toppbaráttu með Lucas og þeytispjaldið Gerrard á miðjunni. Mark my words, þetta er bara þannig. Tími til að menn virkilega vakni og átti sig á að vandinn liggur dýpra en í leikmannakaupum. Hjarta og raunverulegur drifkraftur liðsins var bara rifið út þegar Alonso og Mascherano fóru.

    Dalglish er síðan hugsanlega að taka Diego Maradona/M.Schumacher comeback á þetta. Virkilega gaman að þessum macho anda í kringum þá kappa en það er stundum eins og hann sé jafn frosinn og þrjóskur á hliðarlínunni eins og sá argentíski með landsliðið á HM síðast. Bara þorir ekki að skipta inná, maður spyr sig hvort hann hafi verið of lengi frá og hafi ekkert plan B. Íþróttin er bara gjörbreytt frá því fyrir 15-20 árum. Þú verður að vera svo miklu miklu skipulagðari og taktískari en þá.

    Hef áður rakið hérna hvað ég tel Dalglish hafa gert svakalega mikil mistök með að selja Meireles og algerlega brjóta upp þessa samvinnu milli hans, Suarez, Kuyt og Maxi í fyrra. Sem og hvað hann notar Bellamy glæpsamlega lítið þegar hann nær frábærlega vel saman við Suarez. Það lið hefði pakkað þessu Norwich liði með stórsigri.
    Eitt gerir mig líka mjög hugsi yfir ástandinu. Dalglish var með fyrirfram afsakanir að Norwich væru vel spilandi svo stuðningsmenn þyrftu að vera þolinmóðir að brjóta þá niður. Hann hefur líka sagt opinberlega að hann viti ekki hver besta staða Henderson sé. Er það bara ég eða hljómar þetta ekki nákvæmlega eins og afsakanafræðingurinn Roy Hodgson í fyrra?

    Ég vona svo innilega frá mínum dýpstu hjartarótum að Dalglish sé ennþá með þetta enda er Alex Ferguson logandi skíthræddur við hann. Það væru alger unun fyrir lífstíð að sjá Ferguson og Man Utd yfirtekið á ný með Liverpool “back for good on their fucking perch.”

    Spurning já að fá Rafa Benitez inní þjálfarateymið í einhverri mynd. Benitez veit uppá hár hvernig á ná því allra besta úr mörgum af þessum leikmönnum og gæti hjálpað til með varnarleikinn og kennt liðinu að pressa almennilega. Ég spyr mig enn hvernig árangri Benitez hefði náð ef hann hefur ómælt fjármagn á milli handanna og frábæran leikmannahóp.
    Óraunhæft já en er það ekki í öllum epískum ævintýrum að góður gæjarnir þurfa að grafa gamlar stríðsaxir, nota samtakamáttinn og ólíklegustu hetjur stíga upp á ný til að sigra ljóta vonda kallinn?

    Áfram Liverpool. 

  47. Þetta lið er ekki neitt án Suarez. Þess vegna þurfum við fleiri leikmenn í hans klassa.
    Hann spilaði ekki vel í dag og þess vegna unnum við ekki. Maðurinn er allt í öllu í þessu liði.

  48. Maður er svo pirraður að það er ekki eðlilegt. Fólk búið að segja hérna það sem segja þarf. Sammála ýmsu, ósammála öðru. Sammála einhverjum hérna um hversu illa hefur verið farið með peninga. Augljóslega hefur liðið borgað allt of mikið fyrir suma en skulum allavegann bíða eitt tímabil áður en menn fá lokadóm.
     
    Tók eftir að það eru háværar kröfur um 1 heimsklassa striker og 1 heimsklassa kantara. Fyrir mér er það ekki stöður sem er forgangur. Enn og aftur kom það í ljós hversu mikil þörf er á einhverjum playmaker, einhvern sem tengir miðju við sókn og getur búið eitthvað til. Maður er orðinn eins og biluð plata að röfla þetta en það er bara svo óþolandi að hafa horft uppá 2 heimsklassa miðjumenn far frá klúbbnum og hafa svo annan sem er búinn að vera meiddur í 7 mánuði tæpa. Ætla ekkert að þykjast vera einhver besserwisser en án djóks þá vissi ég á 20.min hvernig framhaldið að leiknum yrði og myndi enda 0-0.
     
    Liðið sem slíkt er fínt þegar það er á útivelli. Þá sækja andstæðingarnir meira og liðið getur nýtt sér skyndisóknir og já, bara þegar það þarf ekki að stjórna leikjum. En á heimavelli er liðið í ruglinu. 6 leikir og 4 jafntefli!!! Ég á ekki til orð. Og þrjú af þessum liðum eru Sunderland, Norwich og Swansea. Ætla ekkert að fara kenna einhverjum um þessi úrslit en mesta ábyrgðin liggur hjá KD, ekki spurning. Hann þarf að endurskipuleggja hvernig liðið tæklar heimaleikina. Miðað við það sem er liðið af þessari leiktíð er nokkuð líklegt að liðið nær ekki topp 4, nema eitthvað stórkostleg gerist. Núna er kominn tími á að henda Downing á bekkinn og nú sjá menn að Henderson er enginn kantari. Í janúar þarf liðið að fjárfesta, alveg sama hvað þarf til, eigendur hafa sýnt að þeir eru með fjármagn, í heimsklassa miðjumann sem hefur þann stimpil á sér sem leikmaður að vera playmaker og getur klárað 90 min., annað en Adam, guð minn góður hvað hann týnist alltaf akkúrat á 60.min.
     
     

  49. Held að menn verði bara að fara að opna augun og átta sig á því að það hefur einfaldlega verið verslað illa inn leikmenn.  Af þessum leikmönnum sem hafa komið inn undanfarið eru ekki margir að standa sig.  Og ég verð bara að segja það að það er hálffyndið að menn hafi geta réttlætt söluna á Meireles, Jú við keyptum kannski leikmann ársins hjá Aston Villa en við seldum líka leikmann ársins hjá Liverpool.
    Það virðist orðið eitthvað svo mikið Liverpool way að vera tveggja manna lið, það hefur verið þannig allt frá því að Houllier stjórnaði.  Nú er Gerrard búin að vera mikið meiddur og þá vandast málið .það er hreinlega engin annar til að stíga upp.  Ég myndi ekki bjóða í það ef við misstum Suarez í meiðsli líka. 

  50. “Eru menn loksins farnir að skilja hvað ég á við með gagnrýni minni á Lucas Leiva? “

    Nei, ég skil ekki neitt í þeirri gagnrýni þinni  – Lucas Leiva er langt frá því að vera vandamálið hjá Liverpool.

  51. Hef ekki lesið ummæli en djöfull var Liv, slappir, ömurlegir á heimavelli, það þarf eitthvað að gerast, menn mega ekki slappa af þegar að Suarez fær boltann og að hann gangi frá mótherjum. Mjög ósáttur með spilamnnsku liðs míns.

  52. úff þetta var ekkert sérstakt. er að hugsa um að gefa leikmönnum bara einkunn,
    Reina: 8 lék nánast óaðfinnanlega en má hugsanlega stjórna vörninni betur.
    Glen Johnson. 3 þetta er einhver daprasti bakvörður sem við höfum átt í áratug. Finnan var mun stöðugri og Arbeloa er mun sterkari bæði varnarlega og sóknarlega. Menn löbbuðu framhjá honum aftur og aftur og framá við var hann með slæmar sendingar og fyrirgjafirnar voru nánas ekki til hjá honum.
    Skrtel. 7 átti ágætan leik og virðist geta spilað sómasamlega með öllum nema Carra.
    Agger 7. átti ágætan leik líka og ég held að þetta séu okkar sterkustu miðverðir í dag.
    Jose 8. einn okkar besti maður í dag. Hann var stöðugt ógnandi framávið og honum tókst yfirleitt að stoppa hættulegasta mann S í dag, þrátt fyrir að vera bara einn á öllum kanntinum.
    Henderson 3. Ég hef ennþá fulla trú á þessum leikmanni en hann verður að fá að spila sína stöðu sem er á miðri miðjuni í stöðunni sem að Adams er að spila. Hann er enginn vængmaður og týnist algjörlega þar.
    Lukas 6. Fínn leikur hjá honum en kannski er hann ónauðsynlegur í svona leiki, hans styrkleiki er að brjóta niður sóknir andstæðinganna og þess á ekki að þurfa gegn smáliði á Anfield. við eigum að geta leyft okkur að vera með tvo skapandi miðjumenn í leikjum sem að andstæðingurin liggur í vörn og treystir á skyndisóknir.
    Adam. 1 þetta er einhver daprasti miðjumaður sem að ég hef séð í búningi Liverpool í áraraðir og er þó um nokkra dapra að ræða. Hann á tvær flottar sendingar í nánast hverjum leik, EN í dag td átti hann 5 misheppnuð horn 1 afspyrnu slaka aukaspyrnu, braut tvisvar heimskulega af sér og minnsta kosti 6 mjög slakar sendingar sem voru annað hvort útaf eða beint á mótherja, það eina sem segja má honum til varnar er að hlaupin í kringum hann voru ekki til staðar í dag. varnarlega held ég að ég geti ekki dæmt hann þar sem að ég sá hann aldrei vinna varnarvinnu.
    Downing. 2 klassískt dæmi um mann sem að lítur ágætlega út í miðlungsliði sem að treystir eingöngu á skyndisóknir upp kantana og regnhlífarbolta inní þar sem að eru 25 prósent líkur á að stór sóknarmaður eða klaufskur varnarmaður slysi boltanum inn. en á móti skipulögðum varnarleik þar sem þarf að sýna áræðni og hugmyndaflug er hann algjörlega vængstýfður. varnarlega er hann ekki til.
    Suarez 6 ekki einn af hans bestu leikjum, en honum er svo sannarlega vorkun það er lítil hreyfing í kringum hann, sendingar eru ónákvæmar en hann hefði getað gert betur í eitt eða tvö skipti. en það er útilokað að vera í topp fjórum með bara einn góðan sóknarmann.
    Carroll. 4 hann er að reyna sitt besta en það er bara ekkert sérstaklega gott. Hann átti hálft gott tímabil í fyrra en þá var hann í þvi hlutverki að vera stóri sóknarmaðurinn sem að mætti inní teig í skyndisóknum og skoraði töluvert þannig af því að Newcastle var með frambærilega kantmenn og gat leyft sér að liggja í vörn og treysta á skyndisóknir. Liverpool er ekki þannig lið, við erum stórlið sem að á að sækja á andstæðingana og vera skapandi og teygja á vörnum andstæðinganna og ég hlusta ekki á raus um að við séum ekki stórlið, við erum kannski í lægð en við erum stórlið með mikla hefð fyrir flottum bolta og eigum að gera kröfu á flottan bolta. Ég er enn að vona að Carroll komi til og ef við kaupum kanntmann sem að getur eitthvað á hann alveg möguleika.
    Þjálfarinn. 4 Hann er goðsögn það er enginn spurning um það en gallin við goðsagnir er að þær gerðu hluti í gamla daga. Ég hef reyndar enn trú á honum en hann verður að sýna meiri pung og taka þessar sultur útaf þegar þær geta ekki neitt. Maxi inn fyrir Downing hefði verið borðleggjandi í dag. maxi er frábær í stuttu spili við Suarez eins og sást glögglega í fyrra. Taka skoska undrið af miðjunni og setja Henderson þar. Henderson er miðjumaður og við eigum að leyfa honum að þroskast þar í staðinn fyrir að hafa mann sem að er í besta falli meðalskussi. skiptingin með Bellamy var góð það kom mikil kraftur inn með honum og sama er að segja um Kuyt en hann tók bara vitlausan mann útaf.
     
    kv Berger

  53. Skammarlegt, langt í frá að vera boðlegt. Enn og aftur eru leikmenn og þjálfarateymi sér og klúbbnum til skammar. En, leikmenn eru bara ekki betri en þetta. Þjálfarateymið er bara ekki betra en þetta. Það þýðir ekki endalust að tala um óheppni eða að makmenn á móti okkur eigi alltaf stórleiki, þetta er rök sem ganga ekki upp. Menn eru bara ekki betri en þetta í að klára færin sín, lekmenn eru bara ekki betri en þetta í að búa til færi og það er hægt að skora hjá hvaða markmanni sem er ef menn vanda sig. Vantar öll gæði í þetta lið, Agger stendur upp úr þessu liði en sjáið til að hann verður tekinn út þegar Carra kemur aftur. Þjálfarinn þurrausinn öllum hugmyndum um breytingar, skiptir helst ekki og þegar hann gerir það skiptir hann illa og seint. Eitt helsat vandamálið í mínum huga núna er þetta rosalega bil sem er á milli sóknarmanna og miðjumanna. Enginn pressa frá miðjunni og miðjumenn andstæðinga fá alltaf fullt af tíma til að snúa sér við og spila boltanum, alltaf. Það þýðir ekki að hafa Adam og Lucas saman á miðjunni,þeir liggja báðir allt of aftarlega. Hvers vegna ekki að leyfa Henderson að spila sína stöðu á miðjunni með Lucas? Veit ekki betur en að hann hafi staðið sig mjög vel þegar hann fær að spila þá stöðu.  Svo vantar allar fyrirgjafir af köntunum ef menn ætla að spila með Carroll í liðinu. Vantar bara öll gæði og hvernig stendur á því að þeir geta aldrei neitt í seinni hálfleik?Eru menn virkilega ekki í formi, á maður virkilega að horfa upp á það að atvinnumenn í knattspyrnu séu ekki í formi til að klára heilan leik.
    COMMON,þetta er einfaldlega ekki boðlegt og þeir sem enn geta haldið í einhverja bjartsýni verða að fara að koma sér niður á jörðina. Það eru alla vega 6 lið í deildinni núna sem eru betri en við í dag. Það segir mér það enginn að Newcastle séu með betri leikmenn en við erum en sjáið hvað þeir eru að gera. Skammarlegt og ég á bara ekki orð yfir frammistöðu liðsins á heimavelli. 

  54. Þrátt fyrir alla Pollý-Önnu pistlana á þessari síðu frá upphafi tímabils getum við ekki rassgat!

    Stundum hef ég á tilfinningunni á þeir sem skrifa pistla hér og leikskýsrslur haldi að þeirra hlutverk sé að sinna einhverri sálfræði gagnvart stuðningsmönnum. Halda því stöðugt fram að Adam og Henderson séu í raun góðir leikmenn, að Meireles sé alls ekki betri en Adam o.s.frv. (Ég er reyndar ekki að tala um leikskýrslu dagsins. Menn hafa aðeins komið til okkar hinna í þessum pistli)

    Og reyna að síðan að bera allt saman við liðið undir stjórn Woy gamla! Það er í raun ekki hægt að líta illa út í þeim samanburði. En það bara blasir við öllum sem horfa á liðið að þessir leikmenn sem keyptir voru í sumar hafa alls ekki bætt liðið. Maxi, Meireles og Kuyt hefðu ÖRUGGLEGA skilað jafnmörgum stigum í hús og Downing, Adam og Henderson hafa gert. Við hefðum þá getað notað ca 40 MILLJÓNiR punda í aðra leikmenn. Djöfull er maður pirraður!

    Við erum ljósárum á eftir Tottenham FFS! Við verðum í baráttu um fimmta sætið. Eigum ekki séns á 4. sæti nema Dalglish kyngi stoltinu og hendi þessu drasli sem hann keypti í sumar útaf.

  55. Hefði ekki verið fínt aðvera með eitt stykki Mireles á miðjunni í dag,

    Er ég einn um það að vilja frekar SPEARING inn á miðjuna heldur en að stilla upp ADAM OG LUCAS það er by far eins slakasta miðja deildarinnar;(

    í fyrra vorum við með Maxi á kantinum og Spearing á miðjunni í lok tímabils, akkuru ekki að prófa það aftur þegar Adam og Downing eru að spila eins og AfturKreistingar

  56. Nenni ekki að lesa hvað menn hafi að segja um sína menn en ég er drullu fúll með frammistaða mína manna.

  57. Jæja, miðað við kommentin þá býst maður jafnvel við loftsteini á jörðina í kvöld líka.
    Auðvitað hundfúlt að gera öll þessi fjandans jafntefli á heimavelli en að mínu mati var Swansealiðið bara hrikalega gott fótboltalið sem á pottþétt eftir að hirða ófá stig af efri liðunum.
    Við gátum alveg tapað þessum leik en markverðir liðanna voru frábærir og við getum svo sannarlega þakkað okkar stórkostlega markmanni fyrir stigið.
    King Kenny með Liverpool-hjartað mun bíta í skjaldarrendur og við munum áfram sjá góðan stíganda.

    ps. töupuðum ekki 1-6 í dag eins og sumir um daginn!
     

  58. Í fyrsta lagi þá varð ég fyrir miklum vonbrigðum met mitt lið í dag.  Hef samt ekki miklar áhyggjur. Vantaði allan ákafa og karakter í liðið. Í öðru lagi þá er þetta Swansea lið ótrúlega vel spilandi lið og ótrúlega solid á boltann.  Liverpool mæti alveg læra af þeim.

  59. Algjörlega sammála skýrslunni, vond frammistaða en sem betur fer höfum við 27 leiki til að vinna upp þessi 3 stig sem eru í 4. sætið.  Fokk hvað það þarf samt mikið að lagast til að það gerist en þetta er maraþon, nóg eftir.

    Þetta Swansea lið er helvíti flott, spila mjög skemmtilegann bolta og vilja spila boltanum og þannig á fótbolti að vera spilaður… 

  60. Verðum að spila 4-2-3-1 með þetta lið…. Verðum að fá mann til að tengja saman miðju og sókn !!!!!!!!

  61. Jæja krakkar. Ég vona að þið eigið ykkur önnur áhugamál. Réttast að sinna þeim frekar. Og fjölskyldunni.

  62. Sælir félagar
     
    Algjörlega sammála leikskýrslunni.  Reina og Suarez þeir einu sem ekki þurfa að skammast sín eftir þennan leik.  Og þá er KD ekki undanskilinn.  Þetta er fótboltalið, ellefu manna lið.  Að nánast standa hreifingarlaus upp á endann og bíða eftir að Suarez vinni fyrir liðið leikinn er ekki boðlegt.  Þetta er lið og á að spila sem lið.  Ekkert fótboltalið vinnur leiki ef það er eins manns lið.  Hinir 10 verða að gera svo vel að skila sínu.  Og ef þeir gera það ekki á að skipta þeim útaf. 
     
    Ég viðurkenni að það var erfitt fyrir KD að skipta því hann þurfti í raun að skipta nánast öllu helvítis liðinu útaf til að bæta leik liðsins.  En þar sem það var ekki hægt átti hann að nýta þær skiptingar sem hann hafði til boða og skipta einhverjum af þessum pappakössum útaf.  er þar nánast enginn undanskilinn nema Reina, Suares Skerti og Agger.  Allir aðrir áttu bekkjarsetu skilda.  Ég er brjálaður út í KD og liðið fyrir það virðingarleysi og skítbuxahátt sem þeir sýndu í dag – öllum sem styðja þetta lið og hafa stutt það í áranna rás.  Þetta var einfaldlega ekki boðlegt.
     
    Það er nú þannig
     
    YNWA

  63. Djöfull held ég að Enrique sé farinn að sjá eftir því að hafa valið að fara frá hinu vel spilandi Newcastle liði og komið í hið vonlausa, andlausa, huglausa og síðast en ekki síst bugaða Liverpool liði það skín svo í gegn hjá þessu liði að það þolir ekkert mótlæti um leið og nokkur færi klikka þá fara allir í panic og hætta að trúa á verkefnið. Það vantar allt sjálfstraust í þetta lið.
    Við augljóslega þurfum leikmenn sem eru sigurvegarar, menn sem kunna ekkert annað en að vinna.

  64. er undirforul arodursherferd ferguson gegn suarez ad virka og hafa ahrif a frammistodu meistarans?

    eg er enn bjartsynn a fjorda saetid

    vaeri gaman ad sja bellamy meira. sa maxi um daginn a moti rangers og hann stod ekki uppur en ma gefa honum meiri sens

    kop.is vinsamlegast eydid ollum ummaelum fra manu folki hedan alltaf, thetta er bara ekki bodlegt eda videigandi

    ynwa 

  65. Síðustu þrír leikir í deildinni áttu að vera gefin 9 stig.  
    Þetta er ekki vanvirðing við stuðningsmenn Norwich, WBA eða Swansea, nei þetta er einfaldlega krafa mín til liðsins.  Niðurstaðan eru einn sigur og tvö jafntefli.  Fjögur töpuð stig. 
    Mörg færi en léleg nýting.  Held að allir þessir leikir gefi okkur nýtingarhlutfall upp á 25% skota á mark sem hittu markið.  Það er allt of lélegt.  Og af held ég um 60 skotum á mark gefur það okkur 4 mörk og þar af eitt úr víti.   Þetta er ekki nógu gott !!!! 

    Næstu leikir liðsins eru við Man City og Chelsea.  Með þessari frammistöðu skítttöpum við fyrir þeim.  Það er ekkert ofboðslega flókið.   Og ef það rætist þá verður enginn meistaradeild næsta vetur.  Það er klárt. 

    Að mínu viti er vandamálið einhæft spil okkar manna og einfaldlega léleg frammistaða, það eru held ég allir sammála um.   Kenny breytir ekki neinu í leikjum og er dottinn í sama skiptikerfi og Roy Hodgeson, þ.e.a.s. hann skiptir inn á í nýjar stöður, kantur fyrir kant, senter fyrir senter.
    Það er líka jafn mikið honum að kenna eins og leikmönnunum hvernig fór.  Eiginlega meira honum. Kannski er kominn síðasti söludagur á hann …. veit ég ekki, en hann þyrfti að kaupa sér nýja leikkerfabók. 

    Ég kannski hætti svo að röfla og fæ mér bara annan G og T.  
     

  66. Það á að reka Kenny Dalglish strax, helvítis rugl að ráða hann… hann hefur ekki hugmynd um hvað nútíma knattspyrna snýst um.. enda var hann ráðinn vegna pressu frá heimskum aðdáendum, sama ruglið í kringum liðið það á að láta Carragher fara strax og líka Gerrard og byggja upp nýtt lið!!! Tími þessara manna er liðinn!!!  
     

  67. við síðasta komment vil ég eingöngu segja: jájá Kenny Dalglish er augljóslega óhæfur.
    að alvöru málum.
    Það sem mér fannst sérstaklega óskiljanlegt, er það að í hvert skipti sem sendir voru krossar á fjær þá vann Carrol alltaf boltann og skallaði hann út í teiginn.
    Adam, Suarez, Downing og Henderson voru bara alls ekki nógu grimmir, það var aldrei neinn inni í boxinu til þess að dúndra þessu inn.
    Lampard hefði sett svona 3.

  68. Áður en menn ganga of langt vil ég benda á að Charlie Adam er kominn með 4 stoðsendingar og 2 mörk skoruð í 11 deildarleikjum. Hann á sem sagt beinan þátt í helmingi deildarmarka liðsins á tímabilinu sem að er mjög góður árangur fyrir central miðjumann. Hann á vissulega sínar slæmu hliðar en rólegir á að kalla hann versta miðjumann sögunnar og annað. Hann er bara að skila nákvæmlega því sem að búist var við af honum.

  69. Ég ætla ekki að eyða púðri í að vera taka einhverja einstaka leikmenn fyrir og rakka niður. Liðið í heild spilaði illa í dag og vonlaust að taka einstaka leikmenn fyrir. Ég hef hins vegar fylgst með Liverpool í um 30 ár. Ég verð að játa að ég man ekki eftir annarri eins óheppni og þeirri sem hefur fylgt liðinu og á þessari leiktíð. Ég hef oft sagt að hver er sinnar gæfu smiður en þegar maður horfir á leiki liðsins nú í vetur þá er ég farinn að hallast að því að það er eitthvað meira í gangi en það núna í vetur.  

    Það er athyglisvert að Liverpool hefur átt 10 skot í tréverkið á þessari leiktíð. Það þarf enginn að segja mér að munurinn á stönginn inn eða stönginn út felst ekki í hæfni, heldur smá heppni sem veltur á millimetrum. 

    Annað athyglisvert er að í þeim leikjum sem Liverpool hefur verið að tapa stigum þá hafa markverðir andstæðingana oftar en ekki verið valdir menn leiksins. Í dag átti Michel Worm besta leik ævi sinnar, líkt og John Ruddy hjá Norwich tveimur helgum áður. Þar á undan átti De Gea einn sinn besta leik þegar hann bjargaði Utd. Þannig í síðustu þremur heimaleikjum Liverpool þá hafa markverðir andstæðinganna verið valdnir menn leiksins.            

    Ég ætla ekki að fara verja spilamennsku liðsins í dag en ég held að það sé ekki hægt að líta framhjá þeirri óheppni sem hefur fylgt liðinu á þessari leiktíð þegar frammistaða liðsins er dæmd. Að auki mætti nefna ýmsa vafasama dóma í byrjun tímabilsins sem voru ekki að falla með liðinu.  Ég er á því að það búi mun meira í liðinu og liðið verður að fara hrökkva í gang ef það ætlar sér ekki að missa af fjórða sætinu. Það er hins vegar ljóst að 4 töpuð stig á heimavelli gegn nýliðum í deildinni er óafsakanlegt og gæti reynst dýrkeypt þegar uppi er staðið.   

  70. Rosalega er það slæmt að vera orðin svo gamall að geta ekki tekið þátt í spilinu en kannski ekki vegna þess að í dag eru menn að hugsa eingöngu um launun sín en sumir eru ekki að gera það og þá segi ég að Suarez er ekki einn af þeim en mér liggur sá grunur að aðrir séu að gera það. Er bara rosalega ósáttur með mína menn að láta swansea spila betur en við á heimavelli,,, djö maður … er KD ekki að gera góða hluti eða hvað, maður fer að efast. DJÖFULSINS á heimavelli.

  71. Roy Hodgson var með 15 stig eftir 11 leiki,  Daglish er með 19 stig…. roy hogdson skilaði gróða í kassan í leikmanna glugganum,   daglish eyddi og eyddi og eyddi,  og í dag voru hans menn,  downing,  hendo og adam, alveg skelfilega lélegir……á  daglish ekki frekar skilið gagrýni heldur en Roy Hodgson?

  72. Sl. sumar fannst reyndar bjartsýnin keyra fram úr hófi, þá sérstaklega á þessari síðu. Fagnaðarlætin út af 20 milljón punda kantaranum Downing, voru meiri en fárið í kring um Joe Cole í fyrra, og sumir virtust sannfærðir um að við værum að fá mann í sama gæðaflokki og Iniesta. Oft var þessi leikmannagluggi nefndur töfraglugginn en stundum líka galdraglugginn, og kannski skiljanlega þar sem loksins var keypt fyrir minna en selt var. Heildareyðsla var 30 milljón pund, en á móti var launakostnaður lækkaður verulega. Markmiðið var sett á 4. sætið. The Liverpool way.

    Þegar öllu er hvolft á botninn er staðan þannig í dag að byrjunarliðið hefur styrskt um einn vinstri bakvörð. Vissulega hafa bæst við efnilegir leikmenn eins og Coates og Henderson sem vafalítið eiga eftir að styrkja liðið um ókomna framtíð.

    Downing og Henderson hafa litlu sem engu bætt við það sem Joe Cole og Maxi skildu eftir sig í fyrra og að fá Adam inn fyrir Meireles getur ekki talist styrking.

    Ég spái því hins vegar að liðinu takist með herkjum að landa þessu blessaða fjórða sæti.

  73. hjalti björn,  áður en þú ferð að flytja einnhverjar staðreyndir…..vertu þá með þær á hreinu….adam er ekki með 4 stoðsendingar í deildini…hann er komin með 2 stoðsendingar

  74. Vissulega flækir það málin að blórabögglarnir Roy Hodgson, Poulsen og Konchesky séu farnir. Ég hef tvisvar gagnrýnt Henderson og Downing, og það nokkuð kurteisislega eftir jafnteflis og tapleik og þeim kommentum var umsvifalaust eytt (líklega) af þeim sem í fyrra útötuðu hvað mest þessa þrjá sem ég nefndi fyrst.

    Engu að síður er ég feginn að Roy, Poulsen og Konchesky eru farnir…

  75. Það er hressandi að hugsa til þess að Liverpool eyddi 75 milljónum punda í Carroll, Henderson og Downing þegar Man City eyðir 85 milljónum í Dzeko, Aguero og Silva. Er þetta sambærilegt?
    Ég verð alltaf jafn hissa á hvað liðið mitt veldur mér trekk í trekk vonbrigðum og “næsta-tímabils” syndrómið fer að láta á sér kræla, en þetta fylgir því víst að vera Púlari. Mikið erum við geðgott fólk að ganga hreinlega ekki af göflunum og/eða leggjast í eilíft þunglyndi yfir þessum ósköpum.
    Miðað við hvernig þetta tímabil er að þróast tel ég ekki raunhæft að stefna á 4. sætið en vona þó og trúi því að okkar menn geti tekið annan af ensku bikurunum. Þá bíða okkar reyndar herfileg Europa League fimmtudagskvöld tímabilið eftir þetta en einhvers konar sigurtilfinning gæti um leið síast í undirmeðvitund leikmanna, sem getur ekki verið annað en jákvætt!

  76. 79. Atli: http://www.premierleague.com/page/Statistics/0,,12306,00.html 

    Það eru ekki nema þrír leikmenn í deildinni með fleiri stoðsendingar en Adam, hann er að fá mjög óvægna gagnrýni hérna. Hann er búinn að eiga beinan þátt (mark eða stoðsendingu) í jafnmörgum mörkum og Suárez. Varnarlega er hann slakur, ég er sammála því, en það er bara steypa að halda því fram að hann sé ekki að skila neinu sóknarlega.

    Að því sögðu er hinsvegar rétt að hann átti vondan dag í dag.

  77. Aftur gerir Liverpool sig að fífli á heimavelli… er búinn að missa alla trú á dalglish bara því miður var ekkert að gerast og hann hefði mátt setja bellamy fyrr inn á en ekki fyrir sóknarmann og hvað þarf downing að gera til að vera tekin útaf?! sóknarleikurinn alveg roslaega illa skipulagður og sóttum á allt of fáum mönnum, með þessari spilamennsku getum við gleymt þessu 4. sæti

  78. Atli áður en þú húðskammar menn að vera ekki með staðreynir á hreinu líttu í eigin barm.

    Adam er víst með 4 stoðsendingar í deildinni Sunderland, Bolton, Wolves og Man U 

  79. Ég er bjartsýnn, ekki að eðlisfari, það er meðvitað. Við erum ósigraðir í 8 leikjum í PL og Carling Cup. Fyrir ári var Roy Hodgson stjóri, ég að reyna að réttlæta það og United á toppnum. Lífið er ekki alsæmt.
     

  80. Ég er alveg búinn að sætta mig við að Liverpool er bara miðlungslið en lið stórleikjanna.

  81. Leikskýrslan endar “Gleðilegt helvítis landsleikjahlé. Það verður dásamlegt að vera pirraður út í þetta lið næstu 15 dagana.”  Held að það verði frekar 15 ár… var það árið 89 eða 90 sem að Thomas skoraði annað mark Arsenal sem að trygði þeim titilinn… þetta er nú bara búið að vera skelfilegt hjá okkur síðan og held að það se ekkert að breytast næstu 15 árinn………………………………….!!!!!!!

  82. Ok ok nýr dagur og ég er orðinn rólegur. En hvað er að gerast hjá liv, við erum með einn besta framherja á englandi og meðspilarar hans frjósa þegar að hann fær boltann, svo er drullu fúlt að hlusta á menn segja að þeir nenni ekki að horfa á liðið gera jafntefli 4 sinnum í fokking röð og fara burtu af pöbbnum vegna þess að liðið er með allt niðrum sig. Ég segi það sama þetta er drullu lélegt hjá K D pælið í því hvernig við værum af að við séum að spila á fleiri vígstöðum, þá værum við með ekkert niðrum oss vegna þess að við værum búnir að skíta allt niður, bara þoli þetta ekki lengur. Varð að fá smá útrás. 🙂

  83. Fyrir mig er vandamálið ekki að LFC hafi ekki nógu góða leikmenn. Stórgóðir og/eða efnilegir leikmenn verða ekki að “pappakössum” við það eitt að spila með LFC. Vandamálið felst í að Dalglish og þjálfarateymið hefur ekki náð utan um þetta verkefni enn sem komið er.

    Ég tel samt allar líkur á að svo verði. Líkt og ég sagði með leikmennirna hér að framan verður ekki frábær framkvæmdastjóri að saltstólpa við það eitt að þjálfa LFC. Vera má að Kenny sé enn að ná áttum eftir langt hlé frá störfum sem er í rauninni fullkomlega eðlilegt og var pottþétt inni í jöfnunni þegar hann var ráðinn.

    Draumabyrjunin í fyrra gaf raunar fyrirheit um að Kenny væri tilbúinn í starfið en veruleikinn hefur síðan reynst vera annar og við blasir að kóngurinn þarf lengri tíma. Þá þurfum við einfaldlega að sætta okkur við það. Komast niður á jörðina og kyngja því að liðið er ekki enn tilbúið til stærri afreka.

    Vandamálið felst í að Kenny virðist ekki ná að kveikja eldmóð í leikmönnum eða sjálfum sér. Það vantar alla ákefð og drápseðli sem skýrir að hluta til hvað liðið nýtir illa sín færi. Sá QPR spila við City í gær og þar sá maður það sem LFC vantar í dag. QPR menn seldu sig dýrt, Warnock brjálaður í stutterma skyrtu á hliðarlínunni og City þurfti virkilega að hafa fyrir hlutunum. 

    Á hinn bóginn sér maður að stressið er farið að hafa slæm áhrif á kónginn þar sem hann stendur með krosslagða arma og þungur á brún á hliðarlínunni í dúnúlpunni sinni. Hlutirnir eru ekki að falla með okkur og nú fær Kenny tíma til að ráða ráðum sínum og finna svörin. Enginn er meiri sigurvegari en Kenny og fáránlegt að afskrifa annan eins snilling þótt hann stríði við mótlæti.

    Á meðan ættu menn aðeins að spara gífuryrðin og skituna yfir Kenny og leikmennina. Vandamál eru til að leysa þau ekki til að panikera. Ef menn þurfa virkilega að drulla yfir einhvern væri þá ekki betra að láta andstæðingana heyra það? Finnst mönnum t.d. í lagi þau samanteknu ráð leikmanna, þjálfara og fjölmiðla að koma stimpla Suarez svindlara til þess eins að taka bitið úr okkar beittasta vopni? Hið sama er í rauninni í gangi gegn Carroll sem fær að heyra það eftir hvern leik hvað hann sé lélegur miðað við að vera dýrasti breski leikmaðurinn ever!

    Það er hálf sorglegt að heyra stuðningsmenn LFC ganga í þennan kór hælbíta og niðurrifsdólga.

  84. Hannes Daði á hvaða tölfræði ertu þú að horfa….. Fantasy tölfræðina….. þó Charlie Adam hafi fiskað aukaspyrnuna sem Gerrard skoraði úr þá er það ekki stoðsending í raunveruleikanum…. Held að þú sért best geymdur í Fantasy Football eða FM2012

  85. ATHYGLISVERT….

    Við eyddum hvað 35 í carrol, 25 í suarez, 20 í downing, 20 í henderson, 5 í enrique, 7 í adam

    Jafnt og 112 milljónir punda

    Við vorum með 15 stig á þessum tíma í fyrra en aðeins með 4 stigum meira nú 19 eftir alla þessa eyðslu, er að reyna hljóma jákvæðurv en þetta finnst manni ekki nógu góð bæting.

    En seldum reyndar: Torres 50, Babel 8, Mireiles 12, Konchesky 1,5, Poulsen 2?,Ngog 4
    samtals : 77,5 þannig að eyðslan er í rauninni ekki nema 34,5

    Smá tölfræði 🙂

  86. hjalti björn….þetta er bara bull,  hann átti stoðsendingu á móti bolton og sunderland.,….hvar voru hinar tvær?

  87. hannes daði,  ég tek undir þetta með nonna….og hann átti heldur ekki stoðsendingu á móti wolves….það var sjálfsmark…..þó svo að adam hafi átt skot sem stefndi að horn fánanum sem fór svo í varnarmann,  þá á hann ekki stoðsendinguna…..

  88. Mér finnst að menn ættu að spá aðeins í þessi orð Herra Liverpool:

     ?”If you can’t support us when we lose or draw, don’t support us when we win.” 
    -Bill Shankly

  89. alltof neikvaed skyrsla og umraeda her, haettid thessu vaeli og slakid a. vid erum med 1.73 stig ad medaltali a leik… gagnrynum ad leiktid lokinni ef thorf er a!

  90. Vægast sagt sorgleg niðurstaða og tvö töpum stig. Áður en að við hengjum okkur, þá skulum við ekki gleyma því að liðið hefur nú spilað 8 leiki í röð í öllum keppnum án þess að tapa leik. Á þessu tímabili höfum við fengið á okkur eingöngu 5 mörk. Liðið er nefnilega ekki að spila mjög illa. Vissulega var gríðarlega slæmt að tapa 4 stigum gegn Norwich og Swansea á Anfield. Það er nánast óafsakanlegt. Sóknarleikurinn er ekki nógu góður og hugmyndasnauður. 

    Varðandi einstaka leikmenn sem menn eru að taka fyrir þá held ég að Adam og Downing fái hér ansi óvæga gagnrýni. Það er greinilegt að Dalglish vill ekki setja of mikla pressu á einstaka leikmenn, sérstaklega Carrol. Hann virðist eiga í erfiðleikum með pressuna. Ég held það geri honum bara gott að verma bekkinn. Held það sé ekki ólíklegt að þegar Gerrard kemur aftur að Suarez spili þá sem fremsti maður með Gerrard rétt fyrir aftan. Þá getum við komið með Carrol inn á af bekknum.

    Núna er Gerrard er meiddur og við verðum að sætta okkur við að hans hlutverk í liðinu fer minnkandi. Sama er að segja um Carragher. Þessi leikmenn eru ekki bara komnir á fertugsaldurinn heldur eru þeir orðnir mjög slitnir eftir griðarlegt álag á löngum ferli. Málið er að þessir tveir leikmenn eru gríðarlega drífandi leikmenn, en það vantar algjörlega í þetta lið þegar þá vantar. Það vantar leiðtoga og það vantar þennan drifkraft. Alltof margir leikmenn sem eru í þessu liði virðast fljóta í gegnum leiki og taka ekki af skarið, hvorki innan vallar sem utan. Það vantar í suma leikmenn þetta extra, sem hefur t.d. skilað Man Utd öllum þessum helvítis titlum. Þeir virðast alltaf hafa þetta extra til að klára leiki sem þeir eiga hreinlega ekkert skilið að vinna. Þetta hefur Luis Suarez hinsvegar, hann hefur þetta drápseðli en hann getur ekki alltaf spilað vel. Gott dæmi um þetta var Everton leikurinn, við áttum ekkert að skilið að vinna þann leik 2-0, en Suarez var með þetta extra. Það er nefnilega góður punktur sem menn hafa bent á að liðið er að stóla of mikið á Suarez, líkt og var með Torres.

  91. Menn eru uppfullir af því að KD sé mikill sigurvegari. Hann tók við sigurmaskínu þegar hann byrjaði með LFC á sínum tíma, hann vann jú 3 deildartitla. Hann skilaði af sér of gömlu liði sem GS þurfti að byrja á að endurnýja. ( með lélegum árangri). Hann gerði Blackburn að meisturum 1 sinni. Skeit hins vegar algjörlega uppá bak með Newcastel og líka með Celtic.

  92. Alltaf sama sagan ár eftir ár. Stuðningsmenn liðsins fara inn í tímabilið með von um að liðið geti gert góða hluti. En svo endar þetta alltaf í eintómum vonbrigðum þegar liðið stendur ekki undir væntingum.

    Afhverju þurfum við alltaf að pressa á liðin þegar það eru 5 mínútur eftir. Við höfðum heilar 90 mínútur til að klára þetta lið og að skora ekki einu sinni mark á heimavelli er sorglegt.

    Menn verða að fara að gyrða sig í brók. Megum alls ekki missa af þessu 4. sæti og ef við ætlum ekki að lenda í vítahring næstu árin og dragast lengra á eftir stórliðunum. Þá verðum við að kaupa rétt í janúar!

  93. Hver gat Stewart Downing klára 90 mínútum í þessum leik? Kom nákvæmlega ekkert út úr honum. Carroll klúðrar algjöru dauðafæri. Ef þú ert framherji í ensku úrvalsdeildinni þá áttu að hafa hæfileikana í að klárasvona færi. Hvað er Kenny að segja við Maxi, Downing er með lélegri mönnum á vellinum en þú ert ekki nógu góður til að koma inná. Maxi skorar 10 mörk á síðasta tímabil en fær bara að spila í deildarbikarnum á þessu tímabili. Fer að efast um þessi kaup á Downing, Liverpool vildi Young en keypti manninn á hinum kantinum hjá Villa. Ef Carrol fer ekki að stíga upp að geta eithvað, þá má byrja að leita að framherja sem getur klárað færi. Sjáið Swansea (84 mín) Liverpool tapar boltanum á miðjunni og þeir hafa hinn fljóta Nathan Dyer sem gefur fyrir og skallað út á Graham sem klúðrar dauðafæri. Getur Carrol ekki gert þetta? Ég bara spyr. Óþolandi að horfa á lið gera jafntelfi á móti liðinum sem koma upp á heimavelli. 

  94. þið ágætu kop.is menn sjáið kannski núna að gagnrýnin sem við sem erum staddir á jörðinni höfum verið að reyna að koma með á fullkomlega rétt á sér. en þetta er allt í lagi, ashley young er lélegri en stewart downing, raul meireles hefur ekkert að gera í þessu liði,  og við erum bara óheppnir ennþá. er það ekki rétt ? 

  95. En að einu öðru, er ég sá eini sem sé hrikalega eftir því að við höfum aldrei fengið Scott Parker til okkar? 

  96. Adam kostaði ca 1/4 af verði Carroll. Henderson og Downing voru rúmlega 2x dýrari en Adam. Allt tal um að Charlie Adam séu vonbrigði eru útí hött. Tölfræðin sýnir það. Hins vegar eru hinir þrír klárlega vonbrigði. Downing sérstaklega. Maður gerði ráð fyrir að hann mætti fullmótaður á þeim aldri sem hann á að vera að toppa. Hans frammistaða er langt frá því. Henderson og Carroll fá meiri þolinmæði. Hins vegar þarf þetta lið að fara að sýna eitthvað gegn ,,lakari” liðunum. Hvort sem það sé vanmati eða bara almennu andleysi um að kenna er ljóst að þetta þarf að breytast, og það fljótt.

  97. Nú getum við séð muninn á okkur og Tottenham. Fulham búnir að vera miklu betri en Tottenham í leiknum. Staðan er 2-0 fyrir Tottenham.

    Hversu mörg skot hefur Tottenham átt? Tvö.

  98. Við þurfum bara að sætta okkur við að vera ekki lengur í Topp 4. Nú er tími uppbyggingar.
     
    Man City, Arsenal, Chelsea, Man United og Spurs eru öll töluvert sterkari en við. Ég sé ekki fram á CL á næstu leiktíð 🙁

  99. Þetta Tottenham lið sem allir eru búnir að vera að hefja upp til skýjanna áttu ekki breik í Fulham í dag. Ótrúlegt að þeir hafi unnið þennan leik.

  100. Við spilum við Fulham í byrjun des á Craven Cottage.  Ég er strax farinn að sjá það fyrir mér hvernig þetta fer, þeir skora eftir eitt eða tvö færi og við eigum urmul færa en komum boltanum ekki í markið.  Tottenham sigra þarna í dag hinsvegar… horfði ekki á leikinn en sé á Soccernet að Fulham voru óheppnir að jafna ekki rétt í lokin.  Skv. tölfræðinni eiga Tottenham 5 skot á markið og skora 3, shit hvað við þurfum á svona tölfræði að halda !

  101. Auglýsi eftir þjálfara með PUNG! Á heimavelli á móti Norwich og Swansea spilaru sóknarbolta!

    Orðið verulega þreytt og ég get varla meir…

     

  102. Deildin er ekki hálfnuð, nóg eftir. Tökum púlsinn um miðjan janúar. Þá ættu línur að fara að skýrast.

    Áfram Liverpool. 

  103. hoddij (#102) segir:

    þið ágætu kop.is menn sjáið kannski núna að gagnrýnin sem við sem erum staddir á jörðinni höfum verið að reyna að koma með á fullkomlega rétt á sér. en þetta er allt í lagi, ashley young er lélegri en stewart downing, raul meireles hefur ekkert að gera í þessu liði,  og við erum bara óheppnir ennþá. er það ekki rétt ?

    Svona ummæli fara rosalega í taugarnar á mér. ALLT sem þú sakar okkur hér um er rangt!

    • Downing vs Young: þegar við ræddum þá fyrst í Kop.is Podcasti #1 í maí vorum við sammála um að þeir væru báðir frábærir leikmenn. Ég sagði orðrétt að Young væri nr. 1 á mínum óskalista í sumar en ég væri líka til í Downing. Maggi var hrifnari af Downing, hinir þrír hlutlausir. Þannig að það að við séum einhverjir Downing-dýrkendur er einfaldlega kolröng ásökun!
    • Meireles: Í Kop.is Podcasti #5 í byrjun september (og í greinum hér og þar á síðunni) vorum við ALLIR sammála um að Meireles væri virkilega góður leikmaður sem eftirsjá væri af en að við skildum að hann skyldi fara fram á sölu fyrst hann fékk ekki að vera fyrsti valkostur. Dalglish velur að nota Adam, Lucas, Gerrard og Henderson fram yfir hann, ekki við. Þetta eru allt gæðaleikmenn og þótt Adam og Henderson eigi stöku sinnum dapra leiki er ekki þar með sagt að það þurfi alltaf að væla yfir brottför Meireles, hvað þá að saka okkur um að vera einhverja Meireles-hatara, sem er helber lygi. Meireles var ekki fullkominn og átti slaka leiki líka í fyrra, sem og Mascherano og Alonso þar áður, og Hamann, og Sissoko, og Murphy, og Redknapp, og svo endalaust framvegis. Hættu að ljúga einhverju Meireles-hatri uppá okkur.
    • Væntingarnar í vetur: rétt fyrir upphaf tímabilsins framkvæmdum við könnun hér á síðunni. Á annað þúsund manns kusu og yfirgnæfandi meirihluti var sammála um að barátta um 4. sætið væri raunhæft takmark. Í ummælunum við færsluna geturðu séð mig og hina Kop.is-pennana lýsa því hátt og snjallt yfir að við teljum baráttu um 4. sætið vera raunhæft markmið. Það var ekki nokkur maður að ljúga því að sér að þetta lið væri fullkomið og myndi berjast um titil í vetur.

    Hættu svo þessum djöfulsins lygum. Við sem skrifum á þessa síðu höfum aldrei sagt að Downing væri betri en Young, við sögðumst aldrei nokkurn tímann vera fegnir að losna við Meireles og við sögðum aldrei að þetta lið væri gallalaust og myndi leiða deildina í vetur. Þvert á móti höfum við frá upphafi varað við að þetta lið þyrfti tíma til að bæta sig og það er að sannast í dag.

    Ef þú lýgur einu sinni enn upp á okkur svona til að láta þig og/eða aðra líta betur út banna ég þig. Ef þú ætlar að tjá þig hér inni er það lágmarkskurteisi að þú segir satt.

  104. Þumall upp hjá þér Kristján.

     

    Hika ekki við að gangast við því að hafa talið Downing í sumar henta betur okkar liði en Young og það getur bara vel verið að það hafi verið rangt mat hjá mér, en það byggði ég á frábærri frammistöðu hans í fyrra, sem m.a. skilaði honum leikmanni ársins hjá liðinu sem innihélt þá báða.

     

    Ég hlýt nú að mega hafa þá skoðun held ég, sem svo kannski verður röng.  En ég er fullkomlega jafn sammála Kristjáni í hans punktum í ummælum #111.  Ótrúlega þreytt ósannindi um okkar skoðanir hér á stundum, meira en ýkjur!

  105.  “Svakalega eru þið alltaf mikil fórnalömb. Ég skoðaði þessa síðu fyrst fyrir nokkrum mánuðum og það er alltaf stanslaus þrá til þess að hafa rétt fyrir sér og skjóta niður þá  sem eru ósammála. Síðan sjálf er vel uppsett, greinarnar eru oftast góðar og allavega rökstuddar þó að maður sé ekki alltaf sammála en mér finnst ég vera endalaust að lesa eintómar hótanir um hitt og þetta frá stjórnendunum. Alveg magnað. Þetta er svolítið klíku fílingur í þessu öllusaman. ”

    Klapp klapp klapp …..

    Þessar skoðanir sem ég nefni eru skoðanir sem einhver af ykkur hefur í öllum tilfellum, hef séð downing tekinn yfir young og downing er varinn hérna hægri vinstri, meireles sagður ónauðsynlegur , og heill pistill um “óheppni” hvar er lygin ? Þið eruð bara að horfa á aðra leiki og annað lið en mjög margir stuðningsmenn , því miður . 

  106. Nefndu dæmi. Einhver dæmi. Þú segir að við höfum þessar skoðanir, veist það greinilega betur en við sjálfir, þannig að komdu með dæmi.

    Ég hóta eins og mér sýnist. Ég á þessa síðu og þú ert að koma hér inn og ljúga upp á okkur. Það gerir mig ekki að fórnarlambi. Það gerir mig pirraðan. Og ég mun banna þig ef þú kemur ekki með vísanir á pistla eða ummæli frá okkur sem styðja mál þitt.

    Rökstyddu mál þitt. Núna strax. Sýndu okkur hvar ég eða hinir pennar Kop.is skrifuðum eitthvað af því sem þú segir okkur hafa skrifað.

    Ég veit þú munt ekki gera það, því þetta er ekki til. Þú finnur þessi orð ekki.

  107. drengur, ssteinn hefur sagt að meireles hafi mátt fara hans vegna, maggi sagði að young væri síðri kostur en downing, og þið hafið held ég 99% allir varið downing fram í rauðan dauðan, og síðan skrifaði einar örn pistil um “óheppni” ég er ekki að saka ykkur um að hafa spáð liðinu 4 sætinu í deildinni, en þið hafið varið óverjandi frammistöður að mínu mati … en allir óskum við liðinu þess sama, að ganga vel, sumir okkar eru pirraðir og krefjast meira, mér hefur fundist þið of oft reyna að réttlæta hluti sem hefur verið erfitt að réttlæta

  108. Það sást vel í þessum leik hve mikið Liverpool saknar Steven Gerrard

  109. Ég er samt ekki að reyna að búa til persónulegt stríð á milli mín og ykkar, ber td mikla virðingu fyrir steina, þótt ég sé ekki sammála öllum hans skoðunum. En þið hljótið að geta tekið gagnrýni , eins og hrósi , hef hrósað ykkur oft áður fyrir vel unnin störf. Frábær síða þótt ég sé lang langt frá því að vera sammála ykkur. Velkomið að gagnrýna mig á síðunni sem ég skrifa inná ef þú vilt það 🙂 

  110. Bara skjóta svona aðeins inn.. Young hefur ekki gert blautann skít núna í töluverðan tíma.. eða bara svona síðan að hann tók tryllinginn gegn Arsenal.

  111. @ólinn: Neinei, Ashley Young hefur ekkert getað. Bara með 3 mörk og 6 assists í 10 leikjum, djöfull hefur hann ekki gert blautann skít, hahahaha. Það er betra að skoða tölfræði áður en maður kemur með svona heimskulegt komment 😉 Ashley Young er búinn að vera stórkostlegur.

  112. Er nýkominn norður eftir frábæra helgi í Liverpool – já, ég fór í jómfrúarferð á Anfield, sá þennan leik og var í móki alla helgina. Ekki endilega eftir neyslu bjórs á Park … bara út af því að ég var á Anfield!!! tók helling af myndum, upplifði svo mikla gleði – jú, úrslitin gífurleg vonbrigði, en maður fær ekki allt. Ég trúi á topp 4 hjá okkur í vor. Hef ekki gefið upp von.
    Mæli með að sem flestir reyni að upplifa stemningu eins og sú sem er á Park fyrir leik… ótrúlega æðisleg helgi!
    Áfram Liverpool!
    (We’ll be coming, we’ll be coming, we’ll be coming down the road. When you hear the voice of the Bill Shankly boys, we’ll be coming down the road…)

  113. Dassi. #119. Talandi um að skoða tölfræði: Young hefur skorað 2 mörk og átt 6 stoðsendingar í deildinni. Þar af eru bæði mörkin og helmingur stoðsendinga í umræddum tryllingsleik.
     
    Fullyrðing ólans er sú að AY hafi ekki getað blautan síðan 28. ágúst. Staðreyndin er sú að í þeim fimm leikjum sem hann hefur leikið síðan þá er stoðsending á móti Chelsea það eina sem hann getur verið stoltur af ef eingöngu er miðað við statistík um mörk og stoðsendingar. Leikmenn sem hafa átt fleiri stoðsendingar síðan daginn örlagaríka eru til dæmis Micah Richards, Raúl Meireles, Clint Dempsey, Alex Song, Royston Drenthe, Chris Eagles, Chris Brunt, Charlie Adam og Bobby Zamora. (Þess ber að geta að þetta er byggt á fantasy-statistík sem telur líka sem stoðsendingu þegar brotið er á manninum og vítið eða aukaspyrnan fer í netið.) Leikmenn sem hafa skorað fleiri mörk en Young síðan þennan merka dag eru jafnmargir og eyjarnar í Breiðafirði.
     
    Ashley Young var eitthvað meira en stórkostlegur 28. ágúst en síðan þá er „stórkostlegur“ því miður of sterkt orð.

  114. Sé að nafni minn er alveg með þetta… Að segja að Young sé ekki búinn að geta neitt er í besta falli heimskulegt. ég vildi alltaf fá Young þegar okkur bauðst að kaupa hann. Hann hefur verið ansi sprækur á vinstri væng Man Utd það sem af er tímabili. Til að rökstyðja mál mitt hefur United liðið spilað mjööög illa í meiðslum hans! Það þarf ekki kjarneðlisfræðing til þess að sjá að Liverpool hefði frekar átt að negla Young frekar en Downing. Hef alltaf fundist Downing verra ofmetinn leikmaður þó hann eigi jú sína spretti.

Liðið gegn Swansea

Opinn þráður