Liverpool 1 – Sunderland 1

Niðurstaðan í fyrsta leik þessa tímabils er mikil vonbrigði. Liverpool liðið lék frábærlega í fyrri hálfleik og ömurlega í þeim seinni og niðurstaðan var 1-1 jafntefli á Anfield.

Dalglish stillti þessu upp svona:

Reina

Flanagan – Carra – Agger – Enrique

Lucas- Adam
Henderson – Suarez – Downing
Carroll

Á bekknum: Doni, Meireles, Kuyt, Spearing, Ngog, Kelly, Robinson

Liverpool liðið byrjaði frábærlega. Allan fyrri hálfleik var bara eitt lið á vellinum. Liverpool var með boltann 57% og hefði auðveldlega geta verið 3 eða 4-0 yfir í hálfleik.

Strax á fimmtu mínútu náði Luis Suarez að næla í boltann frá Kieran Richardson (sem var að hreinsa boltann á miðjulínunni). Suarez keyrði í átt að markinu, var á leiðinni framhjá markverði Sunderland þegar að Richardson klippti hann niður. Phil Dowd, afleitur dómari dagsins, dæmdi strax vítaspyrnu, en gaf Richardson bara gult spjald. Það fannst mér að mörgu leyti furðulegt – Dowd virtist gefa í skyn að Suarez væri á leið frá markinu, en það var bara vegna þess að Suarez var að sóla markvörðinn. Það má vel vera að þetta sé samkvæmt regubókinni, en mér fannst þetta furðulegur dómur. Allavegana Suarez tók sjálfur vítið og skaut boltanum lengst uppí stúku.

Aðeins nokkrum mínútum síðar var Luis Suarez búinn að bæta fyrir sig. Charlie Adam tók aukaspyrnu frá hægri kantinum, gaf gríðarlega hættalega sendingu fyrir, sem að Suarez nikkaði aðeins í og í markið. 1-0 – glæsileg samvinna hjá Adam og Suarez.

Á 20 mínútu náði svo Andy Carroll að skora, en það mark var dæmt af vegna þess að Carroll andaði á litla bróðir Rio Ferdinand, sem að fleygði sér í jörðina og aukaspyrna dæmd á Carroll. Varnarmenn munu eflaust reyna þetta oft í vetur og Carroll verður að passa sig á því að fá ekki dæmdar of margar aukaspyrnur á sig. Að mínu mati var þetta algjört bull.

Liverpool menn héldu svo áfram að sækja. Charlie Adam átti gott langskot og Stewart Downing var næstum því búinn að skora stórkostlegt mark þegar hann tók boltann frá eigin vallarhelming, keyrði upp og átti þrumuskot í slána. Staðan í hálfleik var því 1-0 fyrir Liverpool. Ég var smá órólegur yfir því að við næðum bara að skora eitt mark, en mér datt ekki annað í hug en að Liverpool myndi klára þennan leik – þvílíkir voru yfirburðirnir.


Seinni hálfleikurinn var hins vegar hörmung frá fyrstu sekúndu. Liverpool liðið hætti að spila og miðjan hjá okkur virtist algjörlega hverfa í baráttunni við Sunderland menn, sem spiluðu miklu betur. Liverpool missti boltann trekk í trekk og Phil Dowd gerði svo leikinn nánast óbærilega leiðinlegan með því að flauta endalaust á aukaspyrnur.

Það var bara spurning hvenær þetta myndi leiða til slæmra hluta og það kom loks á 57. mínútu þegar að það kom hár bolti fyrir mark Liverpool. Flanagan (sem átti mjög slæman dag) virtist enga hugmynd hafa um að Sebastian Larsson væri þar á markteignum. Larsson tók boltann á lofti og skoraði framhjá Reina.

Þarna var hins vegar nóg eftir af leiknum og ég hélt að Liverpool myndu nú vakna við þetta. Dalglish gerði nokkrar breytingar. Kuyt kom inná fyrir Henderson og svo Mereiles inn fyrir Suarez (sem hvarf í seinni hálfleik). En þær skiptingar breyttu engi. Miðjan var ekki til staðar og sóknirnar urðu afskaplega kraftlausar og okkar menn ógnuðu aldrei marki Sunderland að viti. Mikil vonbrigði eftir frábæran fyrri hálfleik.

Maður leiksins: Það er hálf erfitt að velja einhvern í dag. Að mínu mati var enginn sem stóð uppúr allan leikinn – menn voru góðir í mesta lagi í 30-40 mínútur. Í vörninni komst Enrique nokkuð skammlaust frá sínu, en Flanagan átti verulega slæman leik og auk þess að eiga stóran hlut í Sunderland markinu gaf hann boltann nokkrum sinnum á glórulausan hátt frá sér. Á miðjunni var Lucas að mínu mati mjög slappur. Adam var betri og aukaspyrnan hans gaf okkur markið, en þeir virtust ekki ná nægilega vel saman þegar að leið á leikinn. Henderson og Downing áttu ágætis spretti í fyrri hálfleik, en hurfu í þeim seinni. Frammi var svo Suarez frábær til að byrja með en sprakk. Carroll gerði að mínu mati sæmilega úr því sem hann fékk, sem var ekki nógu mikið.


Fyrsti leikur tímabilsins búinn og niðurstaðan mikil vonbrigði. Við vorum ekki að fara að vinna titilinn í hálfleik og slæmur seinni hálfleikur þýðir ekki að við verðum í botnbaráttu. Þessi leikur sýnir að þetta lið þarf einhvern tíma til að spila sig saman. Það voru fjórir nýliðar í liðinu í dag (Enrique, Henderson, Adam og Downing) auk Suarez og Carroll, sem komu um áramótin og Flanagan. Liðið spilaði á tímum frábærlega, en það gat ekki aðlagast þegar að Sunderland byrjuðu að taka almennilega á móti þeim og það var einsog pressan dytti algjörlega niður í seinni hálfleik.

Ég sagði fyrir mót að við þyrftum 4 stig úr fyrstu 2 leikjunum til þess að ég yrði verulega sáttur við byrjunina. Það byrjar ekki vel. Menn hafa eina viku til þess að fara yfir þetta og mæta svo á Emirates í næstu viku og bæta upp fyrir þessa hörmung í seinni hálfleiknum.

110 Comments

  1. Held að þetta séu reyndar ágæt úrslit. Sýnir mönnum að þetta tímabil er sýnd veiði en ekki gefin, að það þarf að berjast fyrir því að sigra, og það í 90 mínútur. 

  2. Slappt. Fyrri hálfleikurinn frábær en liðið bara fjaraði út í seinni hálfleik. Hvað gerðist? Er fitnessið ekki betra en þetta, eða er sjálfstraust liðsins það brothætt að um leið og það kemur slæmur 5-mínútna kafli eins og í upphafi seinni hálfleiks, þá bara fari allt í panikk? Mig grunar að það sé hluti af báðu.

    Það þýðir ekkert að afskrifa neinn mann eða neitt í þessu liði út af slæmum seinni hálfleik. Hefðum átt að vera manni fleiri og meira en 1-0 yfir í hálfleik en svona er þetta bara stundum (og oftast hjá okkur Púllurum).

    Besti maður okkar í dag Suarez í fyrri hálfleik. Flanagan tekur á sig sökina af jöfnunarmarkinu en Henderson, Lucas og Carroll voru líka frekar slappir í dag.

    Arsenal eftir viku. Það verður fróðlegt að sjá hverju King Kenny breytir fyrir þann leik.

  3. Flanagan var of mikil byrði í þessum leik, varnarleikurinn í markinu og allt þar á eftir hörmulegt.

  4. Einnig: verðum við ekki að bauna aðeins á Dalglish fyrir að velja Flanno fram yfir Kelly í hægri bakvörðinn í dag? Flanno er yngri og óreyndari og kostaði okkur jöfnunarmarkið. Dalglish verður að taka ábyrgð á því.

  5. Arghhh maður..

    Þetta er það sem maður óttaðist í hálfleik í stöðunni 1-0.

    En það er klárt að ef 4 sætið á að nást verða þessir leikir að vera kláraðir.  

    Staðan á liv er þannig núna að mínu viti að þeir eru góðir á köflum, ekkert meira. 

  6. Væri flott að fá öskufljótann hægri kanntmann / sóknarmann áður en glugginn lokar. Suarez var orðinn þreyttur, hefði verið gaman að sjá Aquilani inná í seinni hálfleik.

  7. No Dowd gerði klárlega mörg mistök í dómgæslu í þessum leik, en það er ekki hægt að kenna honum um andlausa Liverpool spilara í seinni hálfleik.

  8. Hvað gerðist eftir 30 mín leik ?!?!!?

    Það var vandræðalegt að horfa á Flanagan í þessum leik.

  9. Ætla að taka út pirringinn áður en ég horfi á Þórsarana.
    FÁRÁNLEG ákvörðun stjórans að setja John Flanagan inn í hægri bakvörð í dag.  Það er hreint lögreglumál eins og hann hefur spilað undirbúningstímabilið, að Kelly sé á bekknum var ekki rétt ákvörðun.
    Svo vill ég fá útskýringu á vítaskyttu liðsins, neita að trúa að það hafi verið fyrirfram ákveðið.
    En við áttum ekki meira skilið en eitt stig út úr þessum leik.  Ömurlegur seinni hálfleikur kostaði sigurinn.
    Við munum ekkert tapa titlum eða evrópusætum þó við vinnum ekki S’land heima en ég leyfi mér að vera svakalega pirraður að ná ekki ekki að byggja á frábærum fyrri hálfleik.  Áttum að vera minnst 2-0 yfir í hálfleik en í lokin vorum við heppnir að ná bara stiginu, ekki síst þar sem Flanagan strákanginn var bara ekki með frá mínútu 50.
    En hins vegar er ljóst að þeir leikmenn sem við keyptum í sumar munu nýtast okkur, og mikið svakalega var ég glaður að sjá Enrique mæta í sinn fyrsta leik með kassann frammi og til í að spila eins og maður.  Velkominn José.
    Þá er það bara Gunners úti eftir viku!

  10. Hrikalega aumingjalegur seinni hálfleikur, þegar það voru 20 mín eftir voru menn hættir að bjóða sig, Carra var farinn að dúndra tuðrunni eitthvað fram og þetta var allt voðalega hugmyndasnautt.  Ótrúlegt að það haif verið sama lið inná í fyrri og seinni hálfleik, ég eiginlega trúi því ekki!  Við töpuðum klárlega á því að nýta ekki eitthvað af þessum færum okkar í fyrri hálfleik.  Sunderland komu inn með það í seinni hálfleikinn að þeir þyrftu bara að koma inn einu marki til að ná í jafnteflið og virtust miklu ákveðnari í því heldur en Liverpool nokkurn tíman að bæta við.  Phil Dowd síðan drap seinni hálfleikinn líka rosalega mikið niður með því að vera að flauta í gríð og erg, gaf mönnum voðalega lítil færi á því að ná upp spili. 

  11. Fyrir næsta leik þurfa nokkrar breytingar að verða.

    1. Kelly í hægri bakvörð
    2. Downing þarf að vera á vinstri kantinum.

    3. Menn þurfa að geta spilað 90 mín á sama tempoi.

    En þetta var nú bara fyrsti leikur og það eru 37 leikir eftir og nóg af stigum í pottinum. Koma svo Liverpool menn við skulum ekki missa okkur í fýlunni alveg strax.

  12. Þetta var sjokkerandi lélegt. Þvílík spilamennska. Við náum náðum varla boltanum af Sunderland, á Anfield! (fokking Sunderland!!)  Þvílíkur helvítis aumingjaskapur! Það var átakanlegt að horfa á uppá þennan viðbjóð.

  13. Góður fyrri hálfleikur, en það var eins og liðið hætti eftir jöfnunarmarkið og pirringurinn tæki öll völd. Menn hættu að spila stutt og fóru að dæla löngum boltum fram á við. Ekki nógu gott.  En til að missa okkur ekki í neikvæðni voru ljósir punktar í þessu líka. Downing, Enrique og Adam voru allir fínir og styrkja þetta lið án vafa. En ég sakna samt Gerrards, hann hefði klárað þetta með 30 metra neglu á 91.min.

  14. Flanagan í hægri var bara mistök! Kelly er betri og á að vera þarna. Enrique var að spila fyrsta leik og þorði ekki að gera mistök, sem þýddi að hann þorði ekki að hjálpa sókninni.

    Vörnin spilað yfir miðjuna í seinni hálfleik og það hjálpar ekki Carroll! Kraftinn vantaði á miðjuna en þeir fengu allt of fá tækifæri að taka þátt í sóknarleiknum. Henderson var yfirburða slakur, Kuyt hamaðist eins og hann gat en þarf að fá heilan leik.

    Nú er Arsenal leikurinn skyndilega orðinn must win ef við ætlum ekki að byrja tímabilið með 1 stig eftir 2 umferðir!  

  15. ætli þetta sé ekki bara eitt annað rússíbanatímabilið…. djöfull er maður pirraður

  16. Sammála, þetta var hryllilega lélegt og bara skammarlegt að Sunderland sé að yfirspila okkur á Anfield, við eigum að stýra svona leikjum.

  17. Síðustu 20 mínúturnar sýndu nákvæmlega hversu hættulegt það er að vera með stóran framherja.  Engin hugmyndavinna á miðjunni heldur bara dúndrað hátt upp völlinn og vonað hið besta.  Carrol hafði engan til að “flikka” á þegar að Suarez var farinn og fannst mér frammistaða liðsins heilt yfir í seinni hálfleik bara mjög sorgleg.  Okkur vantar ennþá matchwinner sem kemur af bekknum.  Meireles sýndi ekki neitt og Kuyt er bara vinnuhestur en ekki matchwinner.
    Flanagan var því miður arfaslakur í dag og einnig fannst mér miðjan okkar bara alls ekkert spes.  Ekki sú byrjun sem maður var að vonast eftir því miður

  18. Hvað er að frétta! En þegar Einar Örn gerir leikskýslu þá eru slæm úrslit? Allavega eins asnalegt og þetta hljómar held ég að það sé fótur í þessu hjá mér. Ef þetta er satt gerðu þá bara upphitun Einar minn.
     
     

  19. Mér persónulega fannst Charlie Adam ekki geta skít, fyrir utan aukaspyrnuna sem gaf markið.   Downing byrjaði vel en fjaraði svo út í seinni, Hendo komst aldrei í takt við leikinn, Enrique fannst mér gefa alltof mikið af fallhlífarboltum þegar hann gat komið boltanum í fætur á næsta manni, fínn að öðru leyti.

    Um leið og LFC ætlar að fara að dæla háum boltum á Carroll fer allt í rugl og það sýndi sig í dag. 

  20. Menn hengja Flanagan og tala um að það sé lögreglumál að hann hafi verið í liðinu á kostnað Kelly. Maður hlær nú bara af svona rugli. Getur ekki bara verið að Flanagan sé einfaldlega betri en Kelly, þó hann hafi ekki átt góðan dag í dag. Strákurinn er ungur og mun læra af þessu. Hann á að halda sæti sínu í næsta leik, ekki spurning af mínu mati.
    Ef þetta hefði verið öfugt, Kelly hefði spilað og gert þessi mistök þá hefðu menn vælt um afhverju Flanagan var ekki í liðinu því hann hafði staðið sig svo vel í fyrra…það er aldrei hægt að gera sumum til geðs, virðast væla og skæla yfir öllu! 

  21. Skil ekki að Flanagan hafi verið í hægri bak en ekki kelly og ótrúlegt að Aqua hafi ekki verið á bekknum…

  22. Mitt mat:

    Einhvern vegin fannst mér Suarez ekki alveg tilbúinn í þennan leik.
    Of mörgum skotum var hleypt að marki Liverpool, bæði í fyrri og seinni hálfleik. Aðkomulið á ekki að komast upp með það að fá að skjóta 15 sinnum að marki Liverpool.
    Flanagan var ekki að gera sig. En skrifum þetta á reynsluleysi.
    Adams átti að taka vítið. Eins og Maggi bendir á, þetta á að vera lögreglurannsókn.
    Fyrri hálfleikur fínn.
    Allt of mikil örvænting greip sig eftir jöfnunarmarkið og a.m.k. 35 mínútur eftir.
    Það vantar þriðja framherjann.
    Jose Enrique var frábær í þessum leik.
    37 leikir eftir.

  23. Ótrúlega þreytt þetta “ungurdæmi” … ef þú ert nógu góður til að spila fyir LFC, þá á aldur ekki að skipta máli. Mun verða dýrkeypt ef liðið ætlar að fara fórna stigum í deildinni fyrir uppeldisstarf.

  24. @24 Skýrslur frá mér á þessu ári.

    Sunderland (jafntefli), Tottenham heima (tap), Fulham (2-5 sigur), Birmingham (5-0 sigur), Chelsea (1-0 sigur), Stoke (2-0 sigur), Man U (1-0 tap).

    64% vinningshlutfall.  Ég tek þetta jafntefli ekki á mig.

  25. Frábær fyrri hálfleikur, þar sem liðið var að sækja hratt og boltinn var að ganga vel. Nýju leikmennirnir blómstruðu algjörlega. Hefði sláarskotið hjá Downing endað í netinu þá hefðum við verið að fagna þremur stigum í dag.
    En það má aldrei slaka á á móti liðum Steve Bruce. Ég veit ekki hve mörg stig þessi maður hefur sótt á Anfield með liðum sínum. Allavega virðist hann vita nákvæmlega hvernig á að spila á móti Liverpool. Sunderland spottaði greinilega veikleikann í vörninni hjá Liverpool og Flanagan var bráðin. Stráklingurinn gleymdi sér algjörlega í markinu sem Sunderland skoraði og missti greinilega sjálfstraustið við það. Missti boltann nokkrum sinnum auðveldlega og var rétt búinn að kosta Liverpool stigið þegar hann missti boltann í restina á leiknum og Sunderland náði góðu breiki á vörnina. Kelly hefði klárlega verið betri kostur í þessa stöðu í dag. Vil samt taka fram að ég er ekki að úthrópa Flanagan, hann er ungur og þarf að gera sín mistök en í dag þá voru þau dýrkeypt.

    Það voru nokkrir veikleikar sem komu fram í þessum leik. Liðið er gríðarlega háð Suarez og um leið og það var farið að draga af honum þá var datt sóknarleikurinn niður.  Hægri kanturinn var lamaður í leiknum. Henderson er ekki kantmaður að upplagi og hann fékk litla sem enga aðstoð frá Flanagan í bankverðinum. Sjálfstraustið í liðinu er viðkvæmt og varnarleikur liðsins er óöruggur. Eftir að markið koma þá hættu menn að þora að halda boltanum og undantekningalaust var boltanum dælt upp á Carroll sem mátti sín lítils einn gegn tveimur miðvörðum. 

    Ég hefði gjarnan viljað sjá Aquilani í hóp í dag. Strákurinn skoraði í landsleik um helgina og er greinilega með sjálfstraust í lagi. Það vantaði klárlega skapandi miðjumann í seinni hálfleiknum í dag og ég held að hann hefði verið góður kostur á bekknum miða við aðra sem voru þar í dag.

    Næsti leikur verður gegn Arsenal og það verður gaman að sjá hvernig liðið bregst við. Liðið byrjaði alveg eins í fyrra þ.e. 1-1 jafntefli heima og þá var næsti leikur úti gegn sterkur liði Man City. Þar féll liðið á prófinu og ýmsir veikleikar komu þar uppá yfirborðið. Nú er bara að vona að liðið vinni heimavinnu sína betur í þetta skiptið og rúlli upp prófinu.

  26. Er ég sá eini sem að er ósammála ákvörðun aðstoðardómarans að dæma aukaspyrnu á Carroll þegar hann skoraði ?
    fannst þetta mjög lítil snerting.

    En við áttum ekki skilið meira úr þessum leik meðað við seinni hálfleikinn, gjörsamlega skitu uppá bak.
    Fannst að Dalglish hefði mátt skipta Suárez útaf fyrr og fyrir einhvern annan en Meireles því að hann sást ekki í þessum leik… Kannski aðþví hann var settur á kanntinn sem að menn virðast ekki fatta að sé staða sem hann er góður í.

    Einkunnir.

    Pepe Reina: 8/10 
    John Flanagan: 5/10
    Jamie Carragher: 8/10
    Daniel Agger: 9/10
    José Enrique: 8/10
    Lucas Leiva: 6/10 
    Charlie Adam: 7/10
    Stewart Downing: 8/10
    Jordan Henderson: 6/10
    Luis Suárez: 7/10
    Andy Carroll: 7/10

    Varamenn:
    Raúl Meireles: 6/10 
    Dirk Kuyt: 6/10

    Það eru enn 37 leikir eftir og 111 stig í boði. 😉

    Það er nú þannig.

    YNWA. 

  27. þarf ekki að kaupa klassa striker með carrol og suarez sem sagt 3ja striker þetta rugl með háa bolta endalaust inná carrol gengur ekki greinilega ekki upp og ngog er bara ekki nógu góður. eða hvað?

  28. Kormákur, mér finnst þú full graður í einkunnagjöfinni. Dragðu a.m.k. tvo frá hverjum leikmanni.

  29. Algerlega ósammála því að Carroll hafi ekki spilað vel, að sjálfsögðu átti markið hans í fyrri að standa og í síðari hálfleik var hann sá eini sem ógnaði. 
    Lucas var hins vegar ekki í góðu standi og í raun held ég að liðið hafi þurft á honum að halda ferskum í síðari hálfleik.  En við vorum að spila fyrsta alvöru leikinn með nærri nýtt lið og viðbúið að þeir þurfi meiri tíma saman, við skulum ekki missa okkur of mikið í neikvæðnina.
    Við gátum þarna séð mikið af fínum hlutum í gangi og á mörgu hægt að byggja.  Jafn mikið og þeir hljóta að fara yfir síðari hálfleikinn og hvað misfórst þar…

  30. Ömurlegt að ná ekki að vinna svona leik eftir að hafa klúðrað víti og átt flott skot í slá.
    Fannst ekkert gerast á hægri vængnum og það er nokkuð ljóst að við þurfum alvöru leikmann í þá stöðu sem getur tekið menn á. Hvar ertu Joe Cole?

  31. Fín úrslit miðað við slakan seinni hálfleik.

    Menn komnir niður á jörðina eftir spenninginn fyrir fyrsta leik.
    Tökum bara fallbyssurnar í næsta leik og erum þá á pari.

    Þrennt gagnrýnisvert, (fyrir utan flautuleikarann) Flannó á þekju, Meireles hefði getað sleppt því að koma inná og kýlingarnar eftir jöfnunarmarkið gjörsamlega vonlausar. Vonandi fær Aquilani að vera í hópnum næst á kostnað Meireles.

    En þetta slípast allt saman.

  32. Ég kenni KD alfarið um þennan leik, afhverju?

    – Hann nýtti Pre-seasonið ekki vel
    – Léleg skipting
    – Hvorugur Maxi né Aquilani voru á bekknum,, hann hefði geta sett Maxi inn fyrir Suarez.
    – Afhverju byrjaði Flanagan en ekki Kelly?
    – Það var einsog að Enrique mætti ekki sækja, alltof passívur.

  33. Carroll á 7 tilraunir að marki í dag, fyrir utan mark sem átti að standa.  Engin ástæða til að kvarta yfir því held ég.
     
    Svo langar mig til að rökstyðja það út af hverju Kelly átti að byrja, því ég er ekki að “drulla yfir” Flanagan.  John Flanagan er búinn að eiga mjög erfitt sumar, verið slakur í þeim leikjum sem hann hefur spilað.  Í síðustu 2 æfingaleikjunum kom Kelly inn í liðið og lék mjög vel sem hægri bakvörður, sérstaklega gegn Valencia um síðustu helgi í vörn sem hélt hreinu.
    Í gær var væntanlega ákveðið að skipta um bakvörðinn vinstra megin í því liði, því Aurelio var ekki einu sinni í hóp.  Þá tel ég það vænlegra að halda hinum þremur í liðinu.  Að auki er um fyrsta leik í móti að ræða, með gríðarlegum væntingum og ég tel að Kelly hafi meira í þannig aðstæður að gera.
     
    Ekkert yfirdrull frá mér á Flanagan sem ég tel mikið efni, en í dag fannst mér Kelly eiga að vera inná, sagði það í gær og tel mig hafa rök fyrir því núna.
    En er algerlega sammála því að við eigum ekkert að missa okkur í pirring, hvað þá að telja Arsenal “must win” – leik.  Bara langt frá því…

    Og by the way, flott skýrsla Einar, svo sammála henni…

  34. Flanagan og Lucas voru til háborinnar skammar í dag, hef aldrei séð annað eins. Sömuleiðis hvern andskotann var Downing að gera hægra megin, fyrirgjafirnar hans þaðan voru bara eitthvað helvítis djók, mér var allavega ekki skemmt. Sárt að tapa leik sem hefði átt að vinnast auðveldlega.

  35. Jæja Liverpoolmenn, Ég hef sagt það áður og segi það enn að meðan við erum með Lucas á miðjunni munum við ekki ná neinum framförum. Við erum á heimavelli og sköpuðum ekki neitt. Hvers vegna er ekki pláss fyrir skapandi miðjumann eins og Aguilani. Það er víst einn maður sem ræður uppstyllingu liðsins og við getum verðið ósammála henni.

  36. Reina 8 flottur ekkert hægt að setja út á hann og lítið að gera
    Enrique 8 var okkar besti maður í þessum leik
    Agger 7 var flottur en leiðinlegt að sjá þessar löngu sendingar alltaf úr vörninni
    Carrager 7 var flottur en leiðinlegt að sjá þessar löngu sendingar alltaf úr vörninni
    Flannagan 2  átti markið og maður skilur ekki afhverju Kelly byrjaði ekki inná
    Lucas 6 var ágætur ekki meira en það
    Adam 7 flottur fyrsti leikur og létt boltan ganga vel en virkaði þreyttir síðust 10 mín
    Downing 7 frábær í fyrihálfleik en var lítið með í þeim síðari
    Henderson 3 lélegur leikur hjá honum. Var að vinna vel en hann var ekki að heilla
    Suarez 7 flott mark, skoraði en klúðraði víti. Var allveg búinn á því eftir 60 mín
    Carraol 7 var að gera flotta hluti framan af og spurning hvort að markið hans átti að standa.

    Jæja tímabilið byrjar og þótt að það byrjaði ekki eins og maður var að vonast eftir þá var gaman að sjá liðið í fyrihálfleik og vona ég að við sjáum meira af því heldur en það sem við sáum í þeim síðari.

    p.s skil ekki afhverjur Kelly og Kuyt byrjuðu ekki(fyrir Henderson og Flannagan) og afhverju vorum við ekki með meiri sóknarþunga á bekknum(Maxi, Aqulaini eða Joe Cole).

  37. Despite only completing his move from Newcastle 24 hours earlier, Enrique started after Fabio Aurelio picked up a knock in training

     

    Leikskýrsla úr Echo.  Maðurinn hlýtur að vera heimsmeistari…

     

  38. Á maður að taka Pollýönnuna á þetta eða vera fúll? Frábær fyrri hálfleikur og ömurlegur seinni hálfleikur … og svo Arsenal á Emirates eftir viku… ég er ekkert bjartsýnn þannig séð fyrir Arsenal leikinn en ég sé okkur alveg geta unnið þá. Ef það gengur eftir, þá eru fjögur stig í húsi og fýla dagsins gleymd. En … ég ætla að reyna að bömmerast ekki alltof mikið yfir úrslitum dagsins, ákvarðanir voru teknar og við ósammála sumum þeirra. Eftir viku verð ég tilbúinn til að bölva kannski úrslitum dagsins í dag meir…
    áfram Liverpool alltaf!

  39. Ég hefði viljað sjá Aquilani, hann hefði getað gert betur en Henderson.

  40. Við förum allavega inn í Arsenal leikinn niðri á jörðinni þó að jaftefli hafi verið slæmt þá vorum við heppnir að tapa þessu ekki í lokin. Menn þurfa að vera grimmir allan leikinn frá fyrstu mínútu þangað til að leiknum er flautað af. Ekki gefa neitt eftir í 90 mínútur. 

  41. Sáttur við fyrri hálf leik nema Vítaspyrnu frá Suarez en sá seinni hörmung, eins gott að fá 1 stig “#$”!¨$%%$#” 

  42. Flanno gaf nákvæmlega eins mark (sem Downing skoraði) í síðasta deildarleik, gegn Aston Villa. Hann virðist ekki alveg vera tilbúinn í þetta, sem er skiljanlegt miðað við aldur. Kelly hlýtur samt að hafa verið eitthvað slappur. Hann er augljóslega færari leikmaður eins og staðan er í dag.

    Ekki alveg nógu góður leikur. Þó ekkert allt of slæm úrslit, menn eru ennþá óvanir því að spila saman (Enrique fékk bara eina æfingu!). Það ætti að skána þegar líður á. 

  43. Úff, þetta var lélegt.  Sagði við félaga minn þegar Downing skaut í slánna að þessi leikur myndi pottþétt enda í einhverju rugli; Steve Bruce, klúðrað víti, ekki rautt, sláarskot, þessi leikur átti bara að pirra mann.  Annars skil ég ekki hvað gerðist í hálfleik.  Mér fannst við spila fínan bolta í fyrri hálfleik, sérstaklega miðað við fyrsta leik.  Svo kom bara allt annað lið til leiks í þeim seinni og þeir gátu ekki neitt, ekkert spil byggt upp og endalausar langar sendingar sem gengu ekkert.  Ætla ekkert að byrja að vera svartsýnn fyrir tímabilið út af einum leik, sérstaklega þeim fyrsta.  Vonandi kikkar liði inn sem fyrst svo að við getum fengið að vera í top 4 baráttunni allt tímabilið og endað það sáttir.  Held reyndar að stærstu mistök tímabilsins sem er að byrja núna séu að hafa ekki nýtt þessa æfingaleiki í eitthvað annað en djók.  Fannst menn ekkert vera að ná rosalega vel saman.  Aumingja Flannagan átti skelfilegan leik, hefði bara þurft að fylgjast með manninum og þá hefði markið ekki komið.  Varnarvinnan fyrir sendinguna reyndar skelfileg líka, þrír á manni með boltann og enginn að passa þann sem átti stoðsendinguna.  Eflaust hægt að taka einn mann fyrir; Dómarann eða Flanagan t.d. og kenna honum um þetta en málið er að við vorum með þennan leik í höndunum og klúðruðum þessu.  Sýnir manni bara það að 1-0 er ekki neitt, áttum að pressa stýft í fyrri hálfleik og skora meira og svo hefði ekki verið verra ef liðið hefði mætt á völlinn í seinni hálfleik.

  44. Þetta var fínt, þetta var nú bara fyrsti leikur og allir nýju leikmennirnir að leika sinn fyrsta alvöru leik fyrir félagið, jújú Flani á slæman dag en kom on skulum ekki drulla í buxurnar yfir einum leik og hvað þá fyrsta leik tímabilsins. Ég ætla allavega ekki að hengja haus og vera fúll yfir þessu jafntefli.

    Fowler heim! 

  45. Ási#40
    Downing spilaði meira og minna hægra meginn hjá Villa í fyrra og stóð sig frábærlega og einnig átti hann sprett leiksins þega hann sólaði framhjá nokkrum leikmönnum S´land og skaut í slánna. En ég kenni hálfpartinn Kenny um þessi 2 töpuð stig í dag enda var enginn á bekknum sem gat komi inná og breytt einhverju. Hvar voru Cole, Maxi og Aquilani ?
    N’Gog Spearing og Robinson voru ekki að fara að koma inná og breyta einhverju. Og af hverju var Adam ekki látin taka þetta víti þar sem hann er sú vítaskytta sem sem var inná vellinum sem er með hvað bestu nýtinguna.
    En núna þarf bara að girða upp buxurnar og klára Arsenal í næsta leik.

  46. Djöfullinn ég sem var með Suarez og Gervinho í Fantacy liðinu mínu og Suarez klúðrar víti og Gervinho fær rautt. Þetta byrjar ekki vel …

  47. #26 ég vill heyra rök fyrir því afhverju Flanagan á að halda sæti sínu í næsta leik á kostnað Kelly! Kelly er líka ungur leikmaður sem er að læra en það sem af er þá er hann einfaldlega þroskaðri leikmaður og mun frekar til í þessa deild en Flanagan, enda Flanagan ungur og heljar efni.  ég tel bara Kelly betri bakvörð í augnablikinu!

  48. Mér finnst að það ætti að lána Flangan en halda Kelly, Einfaldlega útaf þeirri ástæðu að Flanagan þarf að fá meiri reynslu en Kelly getur leyst af bæði sem bakvörður og miðvörður og því ætti hann að vera backup fyrir Johnson.
    En af þessum leik mátti greinilega sjá að það þarf að slípa þennan hóp betur saman.
    Enrique búinn að mæta á eina æfingu með liðinu, Downing, Adam, Henderson eru að spila sinn fyrsta leik með Suarez og Carrol sem eru einnig nýjir leikmenn þannig séð. Vonandi nær Kenny að slípa liðið meira saman sem fyrsta og ná í 3 stig á móti Arsenal.

  49. Rólegir, Flangan var lélegur í dag en ansi góður á síðustu leiktíð. Ekki missa ykkur í þessa neikvæðni eftir einn
    leik, ótrúlegt að hlusta á þetta væl í mörgum hérna..

  50. Liverpool kannski of stór biti fyrir hinn unga Flanagan? Fannst hann ekki vera að höndla þetta..
     

  51. Ef leikmenn væru afskrifaðir eftir einn leik þá væru allir fótboltamenn heimsins atvinnulausir. En having said that, þá var Flanagan vissulega slappur og eftir að hyggja hefði verið betra að setja Kelly í bakvörðinn.
    En í guðs bænum verum nú bjartsýnir, það mun koma nóg af augnablikum þar sem kvóti bölmóðsins mun ganga kaupum og sölum á þessu spjalli, en ekki strax. Liðið getur spilað frábærlega (sáum það í fyrri hálfleik) og Sunderland eru jú alvörulið (var þeim ekki einmitt spáð 7. sæti á þessari síðu).
    Hversu oft á síðustu leiktíð missti Manchester unna leiki niður í jafntefli (snemma á tímabilinu). Og hvar enduðu þeir?

  52. Nokkrir punktar:

    Flanagan var augljóslega ekki að höndla þetta og það gæti ekki verið eðlilegra – gæinn er 18 ára gamall og jú, aldur skiptir máli. Það er alltaf mikil pressa og eftirvænting þegar tímabilið er að byrja og Flanagan á að vera gera eitthvað allt annað en að þurfa að díla við slíkt. Maður gefur sér það að sniðugast væri að byrja með drenginn á bekknum fyrstu leikina og leyfa honum með tímanum að detta inn í byrjunarliðið – algjörlega laus við alla pressu og væntingar. Nákvæmlega það sama og hann gerði síðastliðið tímabil.

    Suarez var frábær í fyrri hálfleik. Frábær. Vann víti þar sem Richardson átti að fá rautt spjald fyrir brot (hann er að ræna augljósu marktækifæri, sama þrátt fyrir að Suarez stefndi til hægri), skoraði og var síógnandi. Hins vegar velti ég því fyrir mér af hverju hann var ekki kippt af velli umsvifalaust í hálfleik. Hann er aðeins búinn að æfa í viku og fengið lítið sumarfrí eftir erfitt sumar og er ekki í 90 mínútna formi. Það eykur bara meiðslahættu að vera með þreyttan leikmenn, nýbyrjaðan að æfa og við eigum menn á bekknum sem geta leyst hann af hólmi og gert það vel.

    Rétt að lokum, mikið er það unaðslegt að sjá örvfættan kantara í Liverpool treyju geta eitthvað! Downing var virkilega flottur í fyrri hálfleik og sýndi ótrúlega hæfileika í sláarskotinu. Hlakka til að sjá hann í vetur.

    Þrjú stig í hús gegn Arsenal í næstu viku sem voru eins og hauslausar hænur versus Newcastle í dag.
     

  53. Sæl öll.
     
    Ekki alveg sá árangur sem við öll vonuðumst eftir en það eru 37 leikir eftir og vonandi slípast liðið saman og fara að taka á andstæðingunum.
    Ég fór á Górilluna og það er súper flottur staður, nóg af skjám og nóg af stuðningsmönnum. EN það var þar einn starfsmaður kokkur eða aðstoðarkokkur sem mætti á heimavöll Liverpool í jakka merktum Manchester United og hann fagnaði ógurlega þegar Sunderland skoraði.Mér persónulega finnst að þegar hann mætir í vinnu til að elda fyrir Liverpool  stuðnigsmenn eða einhverja aðra stuðiningsmenn þá eigi hann að skilja merkta bolinn eftir heima og ekki að fagna með hinum..það eru jú við sem borgum launina hans og hann getur alveg sýnt okkur smá virðingu. Ekki dytti mér í hug að fara á Glaumbar og servera þar á barnum í Liverpool bol til þess ber ég of mikla virðingu fyrir stuðningsmönnum annarra liða.
    En Górillan er komin til að vera og það var frábært að vera þarna í góðu yfirlæti og finna samhuginn.
    Áfram Liverpool
    YNWA

  54. Sigríður; Aðstoðarkokkurinn er vinur minn, elskar að pirra poolara, helvítis fáviti 🙂

  55. Ef gaurinn elskar að pirra Púlara þá ætla ég nú bara að sleppa því að mæta á Górilluna – vont PR fyrir þennan stað …

  56. Strákar þýðir ekki að hengja Flanagan jújú vissulega klikkaði dekninginn hjá honum en common gæjin er 18ára gamall átti 6 klassa leiki í fyrra þá var hann í Guðatölu hérna en einn slappur leikur þá á bara að hengja hann (EKKI FER) sæi ykkur sem eruð að skíta hann út hvað mest leysa hægri bakvarðar stöðuna betur 18ára fyrir framan 50.000 þúsund tryllta stuðningsmenn… En augljóslega á að lána hann og leifa honum að gera byrjanda feila annarstaðar en hann á eftir að vera geggjaður eftir 2-3 ár
     
    Y.N.W.A

  57. Þetta var svart og hvítt í dag. Fyrri hálfleikur hefði átt að gera út um leikinn en þar sem við gerðum það ekki að þá hefðum við AUÐVELDLEGA geta tapað leiknum í þeim síðari. Það situr ekkert eftir hjá manni eftir þennan leik nema hvað að liðið er með marga leikmenn sem eru að venjast hverjir öðrum og það tekur tíma, eins og Mark Lawrenson réttilega hefur bent á. 
    Mér fannst Flanaghan vera lélegasti maður vallarins en hann spilaði á sama level og Titus Bramble í dag. Hvað um það. Liðið var arfa slakt og var heppið að fá stig í dag.
    Það sem situr samt eftir leikinn í dag að mínu mati eru allar háloftaspyrnurnar sem við notuðum í dag til að koma Carroll inn í leikinn. Það á ekki að breyta leikstíl LFC yfir í Stoke City bara til að koma Carroll inn í leik liðsins, sérstaklega þar sem við erum mun betri þegar við spilum boltanum léttleikandi á milli manna niðri á jörðinni. Þetta verður lagað.
    Svo spurning að fara að athuga með þessar reglur í fótboltanum. Þegar hægt er að túlka þær á marga vegu og þannig á þetta ekki að vera. Richardson hefði átt að fá rautt spjald í dag sama þótt Suarez hafi verið á leið til hægri frá markinu. Ég meina, hann þarf að fara í kringum markvörðinn fjandinn hafi það!

  58. Fyrri hálleikur var frábær hjá Liverpool og ótrúlegt að það skyldi koma eitt mark. Þetta var auðvitað rautt spjald og svo var löglegt mark dæmt af Carrol vegna klaufalegrar snertingar. Slárskot og allt í gangi. Ég var mjög ánægður í hálfleik. Nýju mennirnir voru að gera fína hluti og Suarez og Carrol að gera flotta hluti. Downing átti flotta spretti og traustur vintri bakvörður sem hefði reyndar mátt koma meira með í sóknina. Var reyndar svektur yfir að Adams skyldi ekki taka vítið því hann er sterk vítaskytta (eins og reyndar Kuyt og Gerrard sem voru ekki inn á vellinum). Seinni hálfleikur var ekki góður en Sunderland var ekki að gera neitt sérstakt. Þeir vörðust betur og náðu að halda sínu en voru ekkert að skapa neitt. Það vantað hungrið í okkar menn að klára dæmið, spilið datt niður og menn virtust svolítið búnir á því. Liverpool þurfti eitt mark til að klára þetta því það hefur viljað brenna við að missa inn niður leiki með svona klaufaskap í vörninni.  Þetta lið sem kom út í fyrri hálfleik er líklegt til alls oggaman að horfa á. Þrátt fyrir að ég sé drullu fúll yfir að tapa tveimur stigum þá var þetta alls ekki svona arfaslakur leikur eins og margir eru að halda fram hér á síðunni.  

  59. #64 – Lúlli.
    “Löglegt mark dæmt af vegna klaufalegrar snertingar” = Brot og því í raun ekki löglegt mark. Carroll er greinilega með aðra höndina aftan í varnarmanninum og það er sama hversu mikið hann ýtir ´bakið á honum að þetta lítur alltaf illa út.
    Svo hefur það verið góð og gild regla að sá sem fiskar vítið tekur aldrei vítið. Ég myndi halda mig við þá reglu nema þá að allt liðið væri fullt af Titus Bramble-um.

  60. Þetta með Górilluna finnst mér ömurlegt að heyra.  Ef STARFSMAÐUR gerir í því að pirra stuðningsmenn liðs sem er með sinn heimavöll á staðnum þá er það óásættanlegt að mínu mati.  Ég þyrfti persónulega bara einu sinni að sjá svoleiðis framkomu til að gefast upp á svona stað.  Það er eitt ef gestur gerir svona en annað ef það er starfsmaður.  Ljótt að heyra.  Annars með leikinn, þá var ég mjög hissa á því að sjá bæði Flanagan og Henderson í byrjunarliði.  Mér hefði fundist tilefni í fyrsta leik sumars, heimaleik, að stilla upp sterkasta liði sem var í boði.  Þetta var ekki það sterkasta að mínu mati.  Ég bjóst t.d. við því að Kuyt yrði 100% í liðinu í dag.  Fyrri hálfleikur var fínn og mér fannst að þegar vítið var dæmt þá átti að gefa Richardson rautt.  Come on, hann er að fara framhjá markverðinum og verið að ræna hann algeru dauðafæri!  Þó svo að boltanum hafi verið spilað frá markinu að þá var hann alltaf, ALLTAF, að fara að ná skotinu.  Margt fínt í gangi en í seinni hálfleik var bara eins og menn hefðu ekki form í að spila á PL tempói (fáir leikir á sterkasta liðinu á undirbúningstímabilinu?).  Mjög þungir fætur hjá of mörgum leikmönnum.  Það á hins vegar eftir að lagst á næstu 2-3 vikunum og þá förum við að sjá meira af Liverpool pressubolta og háu tempói.  Smá vonbrigði í dag en ég er samt bjartsýnn á þetta season.

  61. eikifr#65
    Að snerta mann jafngildir ekki broti, ekki eins og þetta sé leikur án snertinga. 100% löglegt mark og í raun ótrúlegt að Dowd hafi dæmt á þetta

  62. Í tilefni þess að við erum komin með Kenny og Clarke við stjórn Liverpool þá mun ég gefa frammistöðu liðsins í öllum leikjum vetrarins einkunn í Youtube myndböndum með hljómsveitinni KC & the Sunshine Band.
    Þar sem Steve Bruce er Boogie Man Liverpool, fallega ljótt örverpi Alex Ferguson sem virðist nær alltaf takast að koma á Anfield og grísa á 1 stig þá kemur bara þetta lag til greina. 
    http://www.youtube.com/watch?v=_Ee3C2m3OXE

  63. Mikil vonbrigði að ná ekki 3 stigum úr þessum leik. Mér fannst einkennilegt að Kelly hafi ekki byrjað fyrir Flanagan og eins að Kuyt væri ekki inni í stað Henderson. Átti heldur ekki von á Enrique í byrjunarliðinu en á því var auðfundin skýring. Þessar kýlingar í seinni hálfleik voru hrikalega pirrandi. Endalaust háir boltar fram á Carroll. Ef þetta lið ætlar sér eitthvað í vetur verður þessu að linna. Mér líst mjög vel á Downing. Hafði mínar efasemdir um hann en held að hann eigi eftir að nýtast okkur vel. Henderson tel ég hins vegar ekki tilbúinn í byrjunarliðið. Hann þarf tíma. Vonandi verður þessi leikur til þess að minna okkar menn á hversu hörð barátta þetta verður og þeir mæti dýrvitlausir í Arsenal leikinn. 

  64. Nr 1. Flanagan er hvergi nærri nógu góður til að vera í first11 (Kelly hefði alltaf átt að byrja)
    Nr 2. Hvers vegna erum við að kaupa Charlie Adam ef Suarez á að taka vítin? (Sýndist Adam ekki vera í neinum vandræðum í fyrra með vítin á Anfield)
    Nr 3. Af hverju er Henderson að spila á hægri kanti en ekki Kuyt? – Henderson er enginn helvítis kantari…
    Nr 4. Lucas, Henderson og Carroll voru rubbish í dag.
     
    Ef við getum ekki drullast til að vinna eins slöpp lið og Sunderland (ekki reyna að segja að Sunderland sé gott lið, spiluðu illa í dag og misstu 6 leikmenn og fengu 8 í staðinn) þá er alveg hægt að gleyma þessari meistaradeild.

  65. Kemur mér á óvart að menn eins og Maggi (guli) eru að reyna að rökstyðja það að Kelly hafi átt að byrja í stað Flanakan í dag ! Það er ósköp auðvelt að vera þjálfari 3 flokks Hattar og níða skóinn af Kenny sjálfunm Daglish á einhverri bloggsíðu útí ballarhafi !

    Ég er ansi hræddur um það að Kenny og Clark hafi vitað hvað þeir voru að gera í dag, eða hvað !

  66. Halló!!!! eru menn búnir að gleyma síðasta tímabili.
    deildarmeistaratitlinum er ekki tapað á einum leik. og ef menn verða komnir í gott form eftir 2-3 vikur þá verður bara gaman.

    ég er ansi hræddur um að ef við hefðum skorað 2 í viðbót í fyrri hálfleik (Sem bara átti að gerast) þá væri söngurinn annar hér.
    og ég fer ekki ofan af því að flautukonsert phil dowd hafi hægt á okkar leik og eyðilagt allt miðjuspil.
    Menn máttu ekki detta um sjálfa sig þá var flautað.

     

  67. @SB

    Uuuu Kenny og Clark virtust ekki vita það.. Þetta var vanmat að láta einhvern krakka byrja sem að klúðraði 2 stigum… Síðan getur Carra ekkert í fótbolta skil ekk hvað sumir eru lengi að fatta það en þeir félagar Kenny og Clark þora ekki að hafa hann á bekknum…. þetta lítur bara ekkert betur út núna heldu enn fyrir ári!!  Borga allan þennan pening fyrir Henderson og vera svo mað Carra og einhvern krakka í vörninni !!! Hefði verið nær að kaupa miðvörð og vonandi verður það gert og þá verðum við með Aggger og annan alvöru leikmann í hjarta varnarinnar… í staðin fyrir þetta fífl hann Carra sem að á bara að vera á bekknum.

  68. AndriFreyr, að kalla Carra fífl … ja, þar fórstu með það. Nú verð ég bara að gefa þér….sleikibrjóstsykur og senda þig inn að sofa, enda ertu greinilega bara 5 ára krakkaskratti sem veist ekki betur!

  69. Jæja poolarar
    Það tók ekki langan tíma að brjóta miður þessa bylgju væntinga sem að maður hefur séð fljóta hér yfir.
    Ég verð að segja að þetta er nákvæmlega það sem að ég bjóst við af liverpool miðað við það sem að ég hef séð af þeim á undirbúningstímabilinu! Hvaða þjálfari spilar varla með sína sterkustu 11 leikmenn í æfingaleikjunum? Enginn nema KD.
     
    Ég bjóst nú reyndar við því að það yrði lengra þangað til að þið mynduð fara að drulla yfir ykkar lið, það gerist vanalega í janúar en ef að þetta er the things to come þá segji ég bara, leitt fyrir ykkur,
     

  70. Það tók ekki langan tíma fyrir stuðningsmann annars liðs að koma hingað eftir tapleik og koma með eitthvað yfirlætislegt “told you so”, flottur.

  71. Henderson átti ekki góðan leik og það hjálpaði Flannagan ekki neitt.  Hefði verið betra fyrir hann að hafa Kuyt fyrir framan sig.  Kuyt er duglegri að vinna tilbaka og hjálpa vörnini.
    Bjóst líka við að sjá Kelly í hægri bakverði í dag.
    Ég bjóst líka við sóknarsinnaðri menn á bekknum í dag.
    Maybe next time!

  72. Gaman að sjá byrjunarliðið í þessum leik, nánast allt nýjir leikmenn. Bömmer að ná ekki að vinna leikinn, en samt fyrirgefanlegt í fyrsta leik. Það væri slappt ef liðið spilaði svona í 10-unda leik.

  73. Ég varð pirraður eftir leikinn í gær en ekki svona brjálaður eins og sumir eru.
    AndriFreyr sýnir það að hann hefur ekki þroskan í að skrifa inná þessa síðu með því að drulla yfir Carra, sem klárlega átti nokkrar hreinsanir sem hefðu orðið að marki…..

    Hvernig væri nú að slaka aðeins á?? Hvernig var seinasta leiktíð?? Manni finnst eins og himin og jörð hafi verið að farast með þessum úrslitum og við jöfum bara tapað deildinni og öllu sem í boði var, það er ekki málið.

    Eins og þið vitið þá átti Sunderland að missa mann af velli, Adam átti að skora úr vítinu, Kuyt átti að byrja fyrir Henderson, Flanagan gerði mistök en hver hefur ekki gert þau??

    Ekki oft áður sem manni finnst menn reiðir hérna inná vegna þess að við gerðum jafntefli. Hugsum um næsta leik sem er á móti Arsenal því þessi er búinn…….ooooooooooog slaaaaaaka, okey?

    YNWA – King Kennu we trust! 

  74. Sælir félagar
     
    Ég ákvað að koma ekki hér inn eftir leikinn í gær.  Maður verður að fara að hætta að koma hér inn eftir leik sem farið hefur illa og ausa sér yfir stjóra og leikmenn.  Auðvitað var þessi leikur vonbrigði.  Hægt er að taka einstaka leikmenn og slátra þeim o.s.frv.  Það þjónar ekki tilgangi.
     
    Tölfræðin yfir leiki LFC og Sunderland er ekki sérlega góð.  LFC hefur unnið eitthvað yfir 60 leiki, Sunderland  vel yfir 40 og svo 30 jafntefli í gegnum tíðina.  Svo það er því ekkert nýtt að við eigum í vandræðum með þetta lið.  Það er oft þannig að stóru liðin eiga í vandræðum með eitt og eitt af “minni” liðunum.  Það er oft erfitt að finna skýringar á því en svona er þetta stundum.  Það er auðvitað hundleiðinlegt en samt er eins og ekkert rökrænt sé á bak við það.  Það er bara svona.
     
    Það er hægt að taka fyrir hvern leikmann fyrir sig og velta sér upp úr mistökum hans en til hvers?  Það er ábyggilega enginn svekktari yfir jöfnunarmarkinu en Flannagan.  Suarez er örugglega óánægðastur allra yfir vítinu og svo má áfram telja.  Málið er það að þessi leikur kemur stjóranum og leikmönnum niður á jörðina og menn fara að vinna með hina góðu og slæmu hluti sem komu fram í leiknum.  Síðan fara menn í næsta leik með innistæðu í reynslubankanum og herfræði sem miðast við hópinn og andstæðinginn.  Gefum liðinu og okkur séns, enn eru yfir 100 stig í pottinum og allt getur gerst í fótbolta eins og við vitum.
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA

  75. Góður Sigkarl, en ef menn mega ekki koma inn á bloggsíðu Liverpool til að tjá tilfinningar sínar um Liverpool, bæði góðar og slæmar þá veit ég ekki hvar menn ættu að gera það. Hitt er annað mál að hér sem og annarstaðar verða menn að kunna sig og passa að vera ekki með dónaskap og meiðandi ummæli um hvorn annan, ég er sekur þar stundum eins og aðrir hér. En þegar maður nær að anda djúpt og jafnvel sofa eins og yfir eina nótt þá sér maður hlutina skýrar eins og þú hefur augljóslega gert Sigkarl og er það af hinu góða.
    Núna er ég eiginlega búinn að tala í kross 🙂 …en maður verður hálf tvisted að halda með Liverpool. Allt of miklar væntingar alltaf hreint þó að maður reyni að berja þær niður og þar af leiðandi verða vonbrigðin svo svakalega mikil.
    Núna í ár hafa væntingarnar aldrei verið meiri, allavega hjá mér, og því þegar liðið glutrar unnum leik niður í jafntefli og nokkur mörg EF þetta og EF hitt hefði gerst eru til staðar…þá er það rosalega sárt.
    En ég segi bara eins og minn uppáhalds commentari hér…
    Það er nú þannig…. 😉

  76. Flanagan stóð sig vel á síðasta tímabili en hann var ekki góður í dag. Hann gerði grundvallarmistök þegar hann horfði á boltann í markinu og gleymdi manninum. Hann lærir af þessu.

    Enrique fannst mér frekar lélegur. Var of langt frá mönnum og gaf óþarfa hornspyrnur. Auðvitað átti hann ekki að spila leikinn, kom barea inn vegna meiðsla Aurelio, en kannski hefði Dalglish átt að geyma hann og nota Robinson vinstra megin. Hann gerði það undir lokin á síðasta tímabili. Enrique var búinn að mæta á eina æfingu! Lýst samt vel á hann.
    Adam var flottur framan af, en hann var orðinn dauðþreyttur undir lokin. Sást langar leiðir.

    Suarez var ekki alveg tilbúinn fannst mér, fínt mark samt, en af hverju tók Adam ekki vítið??!
    Það er að mörgu leiti ágætt að lækka rostann í mörgum Púllurum sem héldu að Meistaradeildarsæti væri bara “nánast öruggt mál”. Hver einasti leikur er erfiður, heima og úti, en vonbrigðin að vinna ekki þennan leik eru samt svakaleg.

    Vonandi kaupir Arsenal engann fyrir næstu helgi og við getum pakkað þeim saman þar.

  77. SigKarl segir allt sem segja þarf. Óþarfi að missa sig í þunglyndi út af þessum leik. Voru menn ekki annars að spá Sunderland 6. sæti hér í deildinni fyrr í vikunni? Það er allur veturinn framundan og allt opið enn. Við munum bæði tapa fleiri stigum sem og hala slatta inn. Hef ekki miklar áhyggjur.

  78. Einnig varðandi Arsenal þá verða þeir veikari þar sem nýji maðurinn fékk rautt í gær og verður því ekki með þeim næstu helgi á móti okkur. Og ef hvorki Nasri né Fabregas verða heldur ekki með þá gætum við séð fram á áhugaverðan leik þar sem sigur gæti verið í spilunum hjá okkur. En Wenger er snillingur og gæti vel náð að blása mönnum kapp í kinn og hugsanlega stíga aðrir bara upp.

    Ég vil sem sagt fara að gleyma þessum leik okkar á móti sundboltaliðinu og snúa mér að næsta verkefni

  79. Eitt orð – svekktur. Eftir fínan fyrr hálfleik og möguleika á að klára leikinn þar er ekki annað hægt en að vera svekktur.
    Það var samt margt gott í leiknum og jakvætt fyrir tímabilið. Við vildum 4 stig úr fyrst 2 leikjunum og það er enn hægt. Nú er bara að fókusera á sigur á Emirates um næstu helgi……þá brosum við að nýju.

  80. Flanagan var eini maðurinn í sem gat byrjað leikinn í hægri bak því Kelly og Johnson eru meiddir.  

    Set samt spurningarmerki við það að hafa hafa nýjan leikmann fyrir framan svo reynslulítin leikmann og Flanagan er.  Hefði frekar átt að byrja með Kuyt því hann er svo duglegur til baka.  

    Annars skiptir þetta ekki máli því við erum að spila saman þessum nýju leikmönnum og að auki er Sundarland sýnd veiði en ekki gefin.  Það er ekkert frítt í þessu.

  81. Eina sem stendur á milli Englandsmeistaratitils Liverpool er dómararnir. 

  82. Sá ekki leikinn í gær, var að spila golf í hávaðaroki á Leirunni og ætla þess vegna ekki að ræða leikinn.
    1-1 í hálfleik hjá WBA og Man Utd
    Skál fyrir De Gea 🙂

  83. ótrúlegur flautukonsert hjá dómaranum í leiknum.   sleppti augljósasta rauða spjaldi allra tíma, dæmdi fullkomlega löglegt mark af Carroll….og svo átti Larson að fá rautt líka!  Hann fór inn í mannskarann eftir að hann skoraði, þar átti hann að fá gult og svo fékk hann gult á 78 mínútu.  það átti að vera hans seinna gula spjald!!  

    dómaravitleysingurinn kostaði okkur leikinn!!! 

  84. Ég ætla að taka fyrri hálfleikinn og njóta þess að hafa horft á hann,því þar var maður að sjá hvernig þetta lið á eftir að spila í vetur þegar menn eru komnir í sitt besta form og búnir að spila nokkra leiki saman.Mér fannst líka gaman að sjá uppstillinguna hjá KK og sjá hvernig bolta hann ætlar að bjóða uppá í vetur þannig að það eru bara bjartir tímar framundan……..  held ég að minnsta kosti 😉 

  85. Það má selja Lucas Leifa. Ef menn ætla að selja miðjumann sem er í ítalska landsliðinu er eitthvað bogið við hlutina. Ef við töpum stigum á heimavelli á móti annars flokks liðum er ljóst að við stefnum í miðjumoð. Dalglish þarf að keyra næstu leiki upp af krafti. 

  86. Vonbrigði í gær. En
     
    Liverpool er ofar í töflunni en Lundúnarisarnir Arsenal og Chelsea, í 4.-7. sæti. Sem er sirka meistaradeildarsæti.

  87. Ég var fyrir vonbrigðum með okkar menn í gær og er á því að við hefðum átt að vinna þennan leik.
    En þetta var fyrsti leikur tímabilsins og ég veit ekki hvort þessir nýju menn okkar hafi verið búnir ná saman? en þetta er ekki heimsendir og ég vona bara að þetta hafi náð mönnum niður á jörðina. Nú er bara að hysja upp brækurnar og vinna Arsenal á næstu helgi.
    ÁFRAM LIVERPOOL 

  88. Erum í fjórða sæti strákar. Arsenal gerði jafntefli. Chelsea gerði jafntefli. Það eru þrjú lið búinn að vinna leik. Þrjú tapa, restin jafntefli og tvo ekki búinn að spila. Eru menn ekki bara slakir eða? enginn heimsendir að gera jafntefli.
    Hamar í Hveragerði tapaði fyrsta leik í 2. deildinni nú í sumar. Núna er liðið í 2. sæti og á leiðinni upp.
    Verðum aðeins að slaka á. 
    Það er bara fínt að vinna ekki fyrsta leik. Þá eru menn ekki að ofmetnast neitt. Finnst bara frekar asnalegt af mönnum að láta svona. Hengja Flanagan og alla aðra menn.
    SLÖKUM BARA Á 

    -YNWA-

  89. #94 – Lucas Leiva er í brasilíska landsliðinu??

    Ég sá bara seinni hlutann af þessum leik og það var vægast sagt átakanlegt, var alveg eins og liðið hefði sprungið bara í hálfleik.. Hvað varðar Flanagan þá voru þetta já.. sveitt mistök.. en strákurinn er samt fokking góður, man ekki betur en að hann hafi komið frekar sterkur inn á síðasta tímabili beint inní leik gegn Man City og étið balotelli og fleiri stórstjörnur í þeim leik, en notabene þá var að mig minnir Kuyt fyrir framan hann og hjálpaði mun meira en Hendó.

    Öll “stóru” liðin voru í bölvuðu ströggli um helgina, United voru t.d bara fokking fáránlega heppnir að hafa verið að hirða 3 stig af WBA eftir ekta sjálfsmark á seinustu 10 mínútum.. 

     

  90. Kenny gerði mistök í gær og verður að taka þetta jafntefli á sig,,,,

  91. ÞAð vantar mannætuna okkar Martin Skritel í hafsentin, þeir eru allir drullu hræddir við hann og dómarinn þorir varla að spjalda hann fyrir oft á tíðum glórulausar tæklingar….
    Það sem mér sýnist er að við vinnum Arsenal í næsta leik og þá getur tímabil Liverpool hafist fyrir alvöru enn jafntefli í gær er bara sama og tap. erum á heimavelli og þetta á vera völlur sem fá lið koma og taka stig..

    Sé Andy Carroll skora um næstu helgi það er enginn spurning áfram LFC 😉

  92. Ég var vonsvikinn að Kelly hafi ekki byrjað í hægri bak, þar sem hann er einfaldlega mun betri, og Aquilani hafi ekki verið á miðjunni, fyrst að Meireles var á bekknum. Lucas hafði spilað 45 mín. í pre-season og fáránleg ákvörðun að láta hann byrja. Þetta var alltof djarft hjá Kenny að byrja í 4-4-2 með svona marga nýja leikmenn. Mér leist ekkert á uppstillinguna þegar ég sá hana. Henderson er ungur og efnilegur en hann á ekkert með að byrja inná í staðinn fyrir Kuyt.
    Ég hefði viljað sjá Spearing og Adam á miðjunni með Aquilani fyrir framan þá. Svo var þetta orðið bara einhver kick-and-run bolti á löngum köflum seinni hálfleiks og maður hugsaði með sjálfum sér hvort þetta sé í alvörunni það sem við eigum von á frá Kenny. Skil heldur ekki að hafa Cole og Maxi í hópnum. Cole búinn að vera sprækur i pre-season og Maxi á slilið a.m.k. sæti á bekknum.
    Hefðum klárlega unnið þennan leik auðveldlega ef lið hefði verið svona:-):
                 Reina
    Kelly Carragher Agger Enrique
          Spearing  Adam
                   Aquilani
    Kuyt                      Downing
                 Suarez
     

  93. Við þurfum víst ekki að hafa miklar áhyfgjur af Fabregas næstu helgi 🙂  Arsenal var að staðfesta að tilboði hafi verið tekið frá barcelona

  94. Klárlega það sem vantaði í Barcelona, einn heimsklassa miðjumaður. Núna fer kannski að vera að hægt að horfa á þetta Barcelona lið 🙂

  95. #93 Pétur 8: “Mér fannst líka gaman að sjá uppstillinguna hjá KK og sjá hvernig bolta hann ætlar að bjóða uppá í vetur”


    Ertu þá að meina þetta háloftakjaftæði sem Liverpool spilar þegar Carroll er inná?


    Frábært að kaupa eimtóma tjalla sem kunna ekkert nema negla boltanum beint upp í loftið…

  96. Jææja, ég ætla ekkert að vera að gagngrýna einn né neinn en vitiði eitthvað hvernig leikurinn hefði farið ef við höfðum spilað með Kelly og Kuyt í stað Flanagan og Henderson? Kanski hefðum við bara tapað leiknum, hver veit? Ekki ég allavega, það sem eg hinsvegar veit er að Kenny veit hvað hann er að gera, og það er alltaf hægt að gagngrýna hluti ef þeir gengu ekki eins og maður býst við. Samt er ég sammála því að Adam átti að taka þetta víti, ekki Suarez, en það var bara af því að mér finnst maður eigi ekki að taka víti sem maður fiskar sjálfur:)

  97. Þetta er kannski ekki tímabært núna, en mér finnst að menn mættu fara varlega í að lýsa yfir sigri gegn Arsenal um næstu helgi, jafnvel þó svo þeir verði hugsanlega hálf vængbrotnir. Ég held að það sé fátt verra fyrir lið en að hafa innanborðs mann sem er “mentally” búinn að skipta um lið, og ekki má gleyma því að það munu 11 Arsenal menn byrja inná, alveg eins og í öðrum leikjum.

    Hins vegar er engin ástæða til að hræðast þá. Bara óþarfi að ofmetnast. 

  98. Ég missti því miður nánast af leiknum vegna vinnu, þó svo að ég vinn á staðnum þar sem Liverpool menn horfa á leiki hér á Höfn, en brjálað að gera svo maður sá lítið.

    Eina sem ég hef að segja, þó svo að ég viti að Kenny veit betur en ég, finnst samt klárlega að Kelly hefði frekar átt að vera í byrjunar liði (enda frábær síðasta vetur) og svo auðvitað átti Kuyt að vera í byrjunar liðinu. Fannst líka skrítið að Aquilani fékk ekki einu sinni að vera á bekknum þar sem hann sýndi sig vel í æfingarleikjum, hélt nú að Meireles hefði verði búinn að vera meiddur og því baust ég frekar við Aquaman á bekknum.

    En mér finnst þetta enginn heimsendir, áttum auðvitað að klára þetta í fyrrihálf leik, en menn læra vonandi af þessu og muna að leikirnir eru í 90min. Margir nýjir menn og menn að slípa sig saman svo að missum okkur ekki alveg strax. Sannið til í næstu leikjum verður þetta bara betra!

    YNWA! 

  99. Ég er bara 100% á því að Kenny og Clark völdu besta liðið sem var í boði í þennan leik. það er búið að koma fram áður að Kelly var aðeins meiddur og ég gef mér það að honum hafi litist vel á það sem hann hefur séð til Henderson á æfingum, hann hefur eitthvað umfram kátinn sem við höfum ekki hugmynd um. voða auðvelt alltaf að sitja hér og röfla um að hinn og þessi hefði átt að vera í liðinu en ég er algjörlega á því að Kenny er ekkert heimskur þegar kemur að fótboltauppstillingum og hann hefur pottþétt haft góða ástæðu fyrir því að setja liðið upp eins og hann gerði og ef við vissum þær forsendur þá hefðum við örugglega verið honum sammála. Slaka bara á strákar, við stefnum “bara” á 4. sætið í ár og þetta lið hefur það sem til þarf til þess og ég hef fulla trú á að Kenny nái að laða það besta úr þessum bætta mannskap eins og hann náði að kreista blóð úr steini eða nánast þegar hann lét liðið spila hátt yfir getu á seinni helming síðasta tímabils.

    Ég fer allavega ekkert að örvænta fyrr en liðið verður í 16. sæti eftir 2-3 mánuði. Þá höfum við rétt á að gagnrýna, ekki þegar við erum í 4. sæti eftir 1 leik!!!  

Liðið gegn Sunderland – Suarez byrjar!

Þolinmæði