Liverpool – Newcastle 3-0

Leikur dagsins var settur á nokkuð furðulegan tíma í dag eða klukkan 11:00 að íslenskum tíma og mig grunar að þeir hafi bara ekkert verið að hugsa út í okkur hérna á klakanum þegar þessi leiktími var valinn.

King Kenny var engu að síður alveg með þetta allt á hreinu og lét eftirfarandi hóp hefja leik í dag:

Reina

Flanagan – Carragher – Skrtel – Johnson

Meireles – Spearing – Lucas – Maxi

Suarez – Kuyt

BEKKUR: Gulacsi, Kyrgiakos, Robinson, Shelvey, Cole, Ngog, Carroll.

Ein breyting frá síðasta leik, Glen Johnson kom aftur inn í vinstri bakvörðinn fyrir Jack Robinson. Eins kom Andy Carroll á bekkinn hjá Liverpool í dag og fékk Arsenal lagið frá stuðningsmönnum Newcastle er hann hitaði upp.

Liverpool var öllu sterkari til að byrja með án þess þó að skapa sér mörk marktækifæri sem tekur því að tala um. Ekki fyrr en eftir 10.mínútna leik er Maxi Rodriguez tók upp á því að skora sitt fjórða mark í 2 leikjum er hann náði skoti a la Frank Lampard í Danny Simpson varnarmann Newcastle og þaðan framhjá Krul í markinu. Aðdragandi marksins var góð fyrirgjöf frá Flanagan af hægri vængnum sem Williamson skallaði út og beint á Maxi sem lúrði inni í teignum.

Liverpool gerði ekki mikið meira það sem eftir lifði af fyrri hálfleik. Newcastle var öllu sterkari aðilin síðustu 20 mínútur fyrri hálfleiks og fengu mjög mikið af föstum leikatriðum sem reyndar lítið varð úr. Gutierrez er liklega erfiðasta verkefni sem Flanagan hefur glímt við í efstu deild hingað til en stóð sig ágætlega og var óheppinn að fá mjög soft gult spjald. Staðan 1-0 í hálfleik.

Flanagan skipti við Johnson í upphafi seinni hálfleiks og riðluðu með því leikplani Newcastle illa því Gutierrez átti ekkert í Johnson.

Gestirnir fengu þó fyrsta færi seinni hálfleiks strax á fyrstu mínútu er Joey Barton fékk gott skotfæri inni í teig eftir sendingu frá Nolan en skot hans fór framhjá. Hinumegin fékk Suarez gott færi sem hafnaði í varnarmann og þaðan rétt framhjá! Mjög nálægt því að skora annað “Lampard style” mark fyrir Liverpool.

Þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik hófst frábær kafli hjá okkar mönnum. Fyrst átti Maxi sendingu eða skot utan af vinstri kanti og var mjög óheppinn að bæta ekki við öðru marki sínu þar sem boltinn hafnaði ofan á þverslánni án þess að Tim Krul hefði grænan grun um hvað væri í gangi.

Nokkrum mínútum seinna fékk Luis Suarez sendingu frá Reina yfir sig og Williamson náði boltanum og ætlaði að láta hann fara aftur fyrir endamörk. Hann misreiknaði þó mjög illa hvað Suarez er fljótur enda náði Urúgvæmaðurinn að hlaupa í sveig framhjá Williamson og taka af honum boltann. Loksins þegar Villi áttaði sig var hann orðinn og seinn og fámlaði höndunum í Suarez og ætlaði líklega að draga hann til sín eða eitthvað álíka gáfulegt og það má ekki inni í teig. Hörmulegur varnarleikur hjá Williamson en algjörlega æðislegt að sjá Suarez.

Það er heldur ekki gott að gefa svona víti gegn liði sem hefur Dirk Kuyt til að taka vítin því sá hollenski klikkar ekki á þannig færum. 2-0.

Strax eftir markið var Dirk Kuyt rétt búinn að bæta þriðja markinu við eftir sendingu frá Suarez en skalli hans fór rétt framhjá.

Það kom þó ekki að sök og þeir fóstbræður tóku upp þráðinn að nýju á 65.mínútu og Luis Suarez undirstrikaði endanlega hvað hann er æðislegur og kláraði þennan leik. Sá átti svo sannarlega skilið að skora. 3-0.


Aðdragandi marksins var sá að hann tók léttan þríhyrning við Kuyt inni í teig. Kuyt gerði vel og náði að moka boltanum í autt svæði á vítateig Newcastle og beint í hlaupalínu Suarez sem gat ekki annað en klárað dæmið. Það er ekki hægt að tala alltaf um slæman varnarleik, þetta var bara góður sóknarleikur.

Á 66.mínútu kom síðan Andy Carroll inná fyrir Maxi Rodriguez til að fullkomna daginn fyrir stuðningsmenn Newcastle sem sungu Arsenal lagið aftur og flögguðu bol sem á stóð „Not worthy“ til heiðurs Carroll. Skil þá sæmilega, hann er Torres fyrir þeim og rúmlega það enda uppalinn leikmaður.

Leiknum lauk eiginlega með þriðja markinu og okkar menn fóru bara í reitarbolta það sem eftir lifði leiks og leyfðu Newcastle einstaka sinnum að vera með. Shelvey kom inná fyrir Flanagan og fór bara aftur í vinstri bakvörðinn eins og hann gerði í síðasta leik. Joe Cole fékk síðan síðustu 10.minúturnar og kom inná fyrir Luis Suarez sem var vel fagnað er hann yfirgaf völlinn.

Upphitun fyrir þennan leik endaði ég svona:

“3-0 eftir erfiðan fyrri hálfleik. Kuyt með tvö og Suarez eitt + stoðsendingu.”

Boy o boy var ég nálægt því að hafa þetta 100% rétt! Fyrirsjáanlegur skyldusigur og mikið rosalega er gaman að sjá gamla góða Liverpool vera að koma smátt og smátt til baka.

Maður leiksins: Erfitt að segja enda flestir að spila vel. Gef þó Kuyt og Suarez þetta þar sem þeir á endanum afgreiddu þennan leik en treysti á að þeir gefi öllum samherjum sínum sopa af kampavíninu.

108 Comments

  1. Það er sko alveg hægt að venjast þessu, leik eftir leik stendur maður upp frá sjónvarpinu sæll og glaður með liðið sitt:)

    Og hvað er málið með Suarez og endalínuna?
    Hversu oft er bann búinn að fífla andstæðinginn við endalínuna sem endar með markfæri eða marki:)
    Þvílíkur snillingur.

    Og enn einn leikinn heldur meistari Reina markinu hreinu, og búningnum líka í þessum leik.

    Bara gaman:)

  2. auðvita vinnur liverpool þennan leik fucking Real Madrid eyðilagði lengjuna mína hefði unnið 100.000kr ef þeir hefu unnið zaragoza á heimavelli talandi um það að fótbolti í dag er fixaður.

  3. Hæ fimmta sæti langt síðan við höfum sést. 🙂

    Flottur leikur og ég verð nú að hrósa Skrtel, hann er að batna drengurinn.

  4. Sælir félagar

    Frábær sigur í efiðum leik þar sem  Newcastle barðist en mátti sín lítils.  Surez magnaður og svo Lucas sem var ei9ns og kóngur á miðjunni, bestu menn leiksins.  Jonas alltaf ógnandi þar til Glenn færði sig yfir og jarðai hann.  Spearing og Kátur mjög góðir og vörnin undir stjórn Carra steig ekki nfeilspor.  Sir Kenny er auðvitað snillingur sem á að ráða til lífstíðar ef hann vill það.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  5. Er ekki frá því að Lukas hafi fílað sig eins og Messi á miðjunni.. ótrúlega rólegur á boltanum og síndi fína takta með boltan!

  6. Ég veit ekki hvað það er en ég elska mest þegar Suarez skorar! Auðvitað skiptir mestu máli að mörkin komi en ekki frá hverjum endilega. En það er bara eitthvað svo skemmtilegt að sjá Suarez skora :):):)

    Djöfulsins snilld! Núna verður Kenny ráðinn á langtímasamning, réttir menn verða seldir og réttir menn verða keyptir. Titilbarátta er handan við hornið :):):)

  7. 8 mörk í tveimur leikjum!!!!!!
    6 sigrar af seinustu 8 leikjum

    sir king kenny dalglish….. kominn á sinn stað og er pottþétt ekki að fara neitt…..

    maxi fattaði allt í einu að hann kann fótbolta
    akademían er að verða frjósamari en kanínur á lóðaríi

    djöfull er gaman að vera poolari í dag

    YNWA!!!!!!!!!!!!!!!!!

  8. það verður erfitt fyrir Gerrard að komast aftur í þetta lið.
    og SúareZ má alveg vera eigingjarn ef þetta er það sem kemu útur því

  9. þetta blessaða 5. sæti ætlar þá ekkert  að vera fjarlægur draumur mikið lengur.  Var eins og flesir nánast búinn að gefa það frá mér

  10. Sælir aftur félagar
     
    Bið afsökunar á innsláttarvillum í fyrra kommenti mínu.  Ástæðan: ótrúleg hamingja með okkar frábær lið.
     
    Það er nú þannig
     
    YNWA

  11. Æjjh hvað er nú gaman að fylgjast með okkar mönnum þegar þeir sína að þeir geta þetta alveg! Og helv*ti eru Kuyt og Suarez að fýla að spila saman. Suarez er náttúrlega, já eins og hann sagði í útsendingunni Galdramaður. Gerrard þarf nú að sýna sig á næstu leiktíð ef hann ætlar að ná að komast í liðið með þessu áframhaldi! Sem er náttúrlega bara gott að fá smá samkeppni..

    Að lokum Langtíma samning við King Kenny!

  12. Besta afmælisgjöf sem ég hef fengið í lengri tíma. Eitt sem gæti toppað þetta væri t.d. að King Kenny myndi skrifa undir lágmark 5 ára samning í kvöld!

  13. Loksins þegar Villi áttaði sig var hann orðinn og seinn og fámlaði höndunum í Suarez og ætlaði líklega að draga hann til sín eða eitthvað álíka gáfulegt og það má ekki inni í teig.

    Nei, enda var brotið fyrir utan teig. En flottur leikur annars, sérstaklega eftir að Johnson og Flanagan skiptu um stöðu.


  14. Loksins þegar Villi áttaði sig var hann orðinn og seinn og fámlaði höndunum í Suarez og ætlaði líklega að draga hann til sín eða eitthvað álíka gáfulegt og það má ekki inni í teig.

    Nei, enda var brotið fyrir utan teig. En flottur leikur annars, sérstaklega eftir að Johnson og Flanagan skiptu um stöðu.
     

  15. Nei, enda var brotið fyrir utan teig.

    Ég get svo svarið fyrir það mér sýndist hann alveg örugglega dæma víti þarna!

  16. Já þetta var skemmtilegt svona í morgunsárið. Og ekki er dagurinn að versna þegar Ramsey er búinn að skora fyrir Arsenal. 

    En leikurinn var nú ekkert sérstakur hjá okkar mönnum framan af leik. Menn eru þó greinilega með sjálfstraustið í lagi og það virðist margt falla með okkur. Markið var þannig séð grís, en byggist samt á því að það er fjöldi manna sem tekur þátt í sóknarleik liðsins. Það voru þrír sem stóðu upp úr í dag, Suarez, Kuyt og Lucas. Lucas hlýtur að vera farinn að stinga upp í alla gagnrýnendur sína. Hann étur upp hverja miðjuna á fætur annarri. Vörnin stóð sóknarlotur og föst leikatriði Newcastle auðveldlega af sér enda eru Newcastle menn ekki með sérstaka sentera sem þarf að hafa áhyggjur af. Seinni hálfleikurinn var algjör snilld og það er rétt sem Babu segir í skýrslunni, það er ekki hægt að skrifa öll mörk Liverpool á slakan varnarleik andstæðinganna. Kuyt og Suarez rifu einfaldlega vörnina í tætlur og Coloccini og Williamson gátu lítið annað en horft á.

    Suarez og Kuyt eru einfaldlega í frábærum gír og Meireles líka. Þeir spila frábæran sóknarleik leik eftir leik, eru endalaus ógnun fyrir varnarmennina og láta þá aldrei í friði. Ég held svei mér þá að fyrsta snertingin hjá Kuyt hafi batnað síðan Dalglish tók við liðinu. Hann er allavega óþreytandi í að finna menn og setja þá í færi.

    Tottenham má svo sannarlega fara að vara sig með sitt frábæra tímabil. Við erum mættir og hættum ekki fyrr en feita konan syngur.

  17. Fulham verða erfiðir næstu helgi.. Þeir eru á hörku flugi einnig 🙂

  18. Síðustu 4 leikir:

    Liverpool 3-0 Manchester City
    Arsenal 1-1 Liverpool 
    Liverpool 5-0 Birmingham 
    Liverpool 3-0 Newcastle

    Markatala 12-1! Og þetta eina mark kom úr víti!
    Næsta tímabil verður eintóm hamingja ef KK verður við stjórn.

  19. Klassa úrslit so-far um helgina; frábær Liverpool sigur í dag og flottir sigrar hjá Arsenal og Chelsea.

    Svo er bara að styðja West Ham á móti Man City, þvílíkur klassi ef Man City myndi nú tapa þeim leik :).

  20. Nr. 28 

    Hlustaðir þú t.a.m. á lýsinguna með þessu myndbroti? Suarez var kominn framhjá honum og kominn inn í teig þegar hann féll niður. Hann á ekkert að hagnast á því að hafa byrjað að brjóta fyrir utan teig. En ég skal taka undir að þetta er tæpara en mér fannst við fyrstu sýn.

  21. Hvar getur maður séð í hvaða sæti LFC hefur endað í deildinni undanfarna áratugi?

  22. Það má ekki vanmeta þátt Spearing í þessum leik.  Hann og Lucas eru að ná einstaklega vel saman í því að brjóta niður sóknir andstæðinganna og mig langar hrikalega mikið að sjá þá spila fyrir aftan Gerrard á næsta ári.

  23. Hvaða rugl er þetta í mönnum að segja að þetta hafi ekki verið víti. Það skiptir engu máli hvar brotið byrjar. Reglurnar eru þannig að ef brot heldur áfram inn í vítateigin að þá á að vera dæmt víti.

  24. Jæja ég held að City hafi endanlega gert út um vonir bjartsýnustu manna að meistardeildarbolti væri séns á næsta tímabili! Evrópudeildin var það heillin…. eða engin evrópa!

  25. Er bara æðislegt að vinna aftur og aftur og Suarsz Bara Bara Bara æðislegur. Carroll verður að fara að vera léttleikandi spilari en ÆÐISLEGT að taka þetta jess jess. 😉

  26. Vill e-r vera svo elskulegur að henda inn link af viðtölum við Kenny eftir leik og fleiri sem talað var við.. ?

    Það er unun að sjá hvað Kóngurinn segir um frammistöðu Liverpool í svona leikjum.

  27. Tel algerlega öruggt að Liverpool endi í 5 sæti. Miðað við frammistöðuna eftir að Kenny Dalglish tók við, værum við þægilega í efst sæti. Þetta er ekki bara spurning um bestu leikmennina, heldur kraft og heppni. Napóleon, var á stöðugu útkikki eftir heppnum hershöfðingjum og sagði réttilega: “Heppni er hæfileiki”.

  28. Vel gert Liverpool og vel gert Arsenal 🙂

    Og vel gert Chelsea í gær og vel gert Torres að skora ekki aftur

  29. Ótrúlega svekkjandi að hafa ekki rekið Hodgson fyrr. Við gætum verið í baráttunni um Meistaradeildarsætið ef við hefðum ekki þrjóskast svona með að reka hann.

    En glæsilegur sigur í dag og þvílíkt umbreyting eftir að Kóngurinn tók við.

  30. Skemmtilegt að skoða muninn á Liverpool undir Hodgson og Dalglish. Undir Hodgson var liðið með 1,25 stig að meðaltali í leik en eftir að Dalglish tók við hefur meðaltalið hækkað uppí slétt 2 stig að meðaltali á leik. Það merkilega er að þetta meðaltal er einmitt það sama og Chelsea er með í öðru sæti núna. Væri markatalan afturreiknuð á svipaðan hátt værum við með 42 mörk í plús, eða það besta í deildinni og Reina búinn að halda hreinu 16 sinnum. Þetta er að sjálfsögðu engin vísindaleg rannsókn, en er samt bara alveg ógeðslega drulluhvetjandi. 🙂

    Vona að Dalglish nái svo að rjúfa þriggja-stiga-múrinn-per-leik á næstu leiktíð, þá eru allir vegir færir!

  31. Frábær leikur og við erum lang best spilandi lið Englands þessa dagana og hér eru skemmtilegar staðreyndir. Liverpool hefur skorað 30 mörk og aðeins fengið á sig 9 mörk í deildinni síðan Kóngurinn tók við. 30-9!!!!!!!!!!!!! elska það!!!

  32. #48 Til þess að ná að “rjúfa” þriggja-stiga-múrinn-per-leik þarf að fá meira en 3 stig í allavega einum af þessum 38 leikjum á hverri leiktíð, og 3 stig úr öllum hinum, sem er ekki mögulegt skv. núgildandi reglum…
     
    Pool ftw

  33. Svona fyrir þá sem að misstu af leiknum eða missa stundum af leikjum þá bendi ég mönnum á að tékka á þessari síðu.
    http://liverpoolfcclips.blogspot.com/
     
    Ég dett stundum inná þessa síðu og næ í highlights eða jafnvel heilu leikina.
    Missti af leiknum í dag og er að sækja þetta, flottur kostur fyrir þá sem að vilja horfa á leiki þrátt fyrir að vita úrslit.

  34. Viljum við fara í Evrópudeildina?
    Hefur enginn tekið eftir því hvað árangurinn okkar í deildinni hefur bæst mikið eftir að við duttum út úr henni.
    Fannst bara einsog að menn hefðu engan áhuga á að spila í þeirri keppni.

    Er ekki málið að einbeita sér bara að deildinni á næstu leiktíð og prufa sem flesta unga stráka í Evrópudeildinni?

  35. Fékk ferð á Liverpool-Tottenham 15.maí í fermingjargjöf !!!!!!!
     
    Þetta er ferðaplanið hjá mér og pabba 😀
     
    Fös. 13. maí.
    08:00. Flug FI436 til Manchester.
    11:35. Lendi í Manchester. Gisti svo á Novotel í miðbæ Manchester.
    16:00. Túr um Old Trafford, komið við í United megastore og verslað.
     
    Lau. 14. maí.
    09:00. Búðarráp í downtown Manchester.
    13:00. Horfa á Blackburn-Man.Utd á Pub.
    17:00. Fer í lest til Liverpool.
    18:00. Mættur í Liverpool-borg.
    19:00. Út að borða á Albert Dock.
     
    Sun. 15. maí.
    10:00. Liverpool One Superstore.
    12:30. Mættur í pre-game stemmingu í kringum Anfield.
    16:00. Liverpool-Tottenham.
    18:00. Fagnað sigri frameftir kvöldi.
     
    Mán. 16. maí.
    08:00. Rúta til Manchester
    15:40. Lentur í KEF
     
    Amen.

    p.s. pabbi er united maður þess vegna förum við á old trafford og í Man.Utd búðir og fleira 🙂 en það skemmir ekkert að fara á Old Trafford að skoða og fá að sitja í sama sæti og Ferguson gerir í öllum heimaleikjum 😉

  36. Þetta var frábær leikur hjá okkar mönnum og fjörið heldur áfram hjá Liverpool undir stjórn Kenny Dalglish.
    Með hverjum deginum sem líður án þess að það sé samið við Kenny þá aukast áhyggjur mínar. Af hverju er ekki búið að ganga frá þessu? Sumir segja að það sé verið að bíða fram á sumar. Af hverju í ósköpunum ætti það að vera betra eða skynsamlegra heldur en að klára þessi mál bara núna strax!

  37. Kormákur: Settu tyggjó klessu eða eitthvað í sætið sem ferguson situr alltaf í

  38. suarezlfc7

    takk kærlega 🙂 en nei, ég veit ekki hvar við sitjum. Fáum miðana úti þannig það er bara surprise !

    maður krossleggur fingur á kop-stúku sæti 😉 hehe.

  39. Kormákur … skellið ykkur á Jamie Carragher’s Café Sport Express, hann er bara þarna við Albert Dock. Þetta er veitingastaðurinn sem Carra á.

    En ef þið viljið geggjaða steik, farið þá á steikhús sem heitir “Meat”.  Er í c.a 10 mín göngufæri frá Albert Dock.  Argentískur staður með geggjaðar steikur. 

    Hehe, bara smá hugmyndir.

  40. Carra á líka annan og betri stað sem heitir að mig minnir 23 eða eitthvað slíkt. Það er eitthvað númer allavega.

    En til hamingju með að vera komin í fullorðinna tölu Kormákur og skemmtu þér vel á leiknum, báðum!

  41. Kormákur. Staðurinn hans Carra er flottur, fór þangað í haust. Fór líka á Brasílískan stað sem einhver leigubílstjóri mælti með. Hann heitir Viva Brazil og er á 34 Castle Street. Fór þangað í sömu ferð og þá borgaði ég ekki mikið en gat borðar alveg ógerðslega mikið af allskyns kjötréttum sem þjónarnir koma með á teini og skera á diskinn fyrir þig (Mæli þá ekki með kjúklingahjörtunum 🙂 ) og svo er hlaðborð með grænmeti og öllu sem þarf að fylgja með 🙂 Ég var a.m.k. hrifinn af staðnum.

    Góða skemmtun og til hamingju með frábæra fermingargjöf!

    Áfram Liverpool

  42. Magnaður sigur og Liverpool komið í bílstjórasætið gegn Tottenham. Sigur Man City í dag hefur væntanlega dregið vígtennurnar úr  Tottenham, þannig að það kæmi mér ekki á óvart að þeir væru einfaldlega sprungnir. Nú þarf Liverpool einfaldlega að vinna þá þrjá leiki sem þeir eiga eftir. Það verður svakaleg rimma á Anfield þegar Tottenham mætir þangað en það má þó ekki vanmeta Fulham og Aston Villa. Allt verða þetta geysilega erfiðir leikir og ekkert má útaf bregða. Það skemmtilega við þetta er að fyrir nokkrum mánuðum hélt maður að tímabilið væri búið en nú á liðið möguleika að ná Evrópusæti og komast upp fyrir lið sem hefur verið hæpað upp af fjölmiðlum, “sérfræðingum” og framkvæmdastjóra þess.

    Það grátlega við þetta allt saman er að horfa í stigin gegn liðinum á botninum sem hafa farið í súginn. Það er nákvæmlega ekkert hægt að setja útá stigafjöldan sem liðið hefur náð gegn topp fjögur liðinum en stigin sem hafa tapast gegn Blackpool, Wolves, Wigan, West Ham, WBA og þessum liðum eru ansi dýrkeypt í dag. Hvað hefði gert hefði Dalglish komið inn fyrir jólatörnina? eða hefði verið ráðinn í upphafi leiktíðar?. Ég er nokkuð viss um að liðið væri að kljást við Manchester United og Chelsea um PL titilinn frekar en Tottenham um 5. sætið.

    Nóg af “What if” Manni ber hins vegar að vera þakklátur fyrir það sem liðið hefur afrekað síðan að kóngurinn snéri aftur….hvað hefði t.d. gerst ef að kóngurinn hefði ekki snúið aftur?? Hvar væri liðið þá? Það er allavega ljóst að kóngurinn hefur sameinað félagið og stuðningsmennina á ný og þá er ekki að spyrja að árangrinum. Amk kosti gerir maður allt til þess að missa ekki af leik sem er annað en var undir stjórn Hodgson.
    0

  43. Flott frammistaða í alla staði, gott að sjá drengina tilbúna að takast á við þá pressu að þurfa að vinna leik itl að komast í fimmta sætið.
     
    Sem er auðvitað fáránlega góð staða miðað við það sem á undan er gengið í vetur!
     
    Sammála skýrslunni að öðru leyti, gaman að sjá José Enrique, hann er bara ágætis kostur í okkar lið held ég.  Fúlt að sjá Newcastlemenn baula á Carroll, virðist bara orðin óskráð regla, óháð kringumstæðum þess hvernig leikmennirnir kvöddu og hvers vegna!
     

  44. Vill Wesley Sneijder, Sergio Aguero , Ashley Young Og Eden Hazard.Svo vaeri fínt að fá Hyppiiaa aftur.

  45. “Sammála skýrslunni að öðru leyti, gaman að sjá José Enrique, hann er bara ágætis kostur í okkar lið held ég. ”
     
    Þið eruð ekkert skárri en City sykurpabbastrákarnir.

  46. Kuyt, Suarez, Maxi og Meireles….þetta eru menn sem skjóta mönnum skelk í bringu!
     

  47. 66 NUFC: Jú við erum skárri, við vinnum fyrir okkar pening, notum ekki olíuna til að borga allt og alla sem við viljum sama hvað verðið er. Þeir keyptu sig inn í baráttuna, ekki við 😉

  48. Þessi NUFC gæji bitur því besti leikmaðurinn þeirra fór í gott lið. Svona er að vera lélegt lið með góða leikmenn því maður missir þá einhverntíma.

  49. Nr. 33

    Tók skjáskot af þessu sem sýnir þetta betur.

    Í fyrsta lagi, þegar brotið byrjar, þá er Suarez ekki einu sinni inni á vellinum. Í öðru lagi, þegar Suarez lætur sig falla, og snertingin er engin, þá er hann utan teigs. M.ö.o. þá byrjar brotið ekki fyrir utan teig, og heldur áfram inni í teig.

    Skjáskotið: http://img405.imageshack.us/img405/2900/viti.png

    Ef þetta hefði verið challengeað í NFL, þá hefði vítið ekki verið dæmt að mínum dómi 🙂

  50. NUFC #66.

    Er þetta ekki sami aðili og kom hérna með tárin í augunum eftir að við keyptum Carroll. Sagði að við værum á pari við Chelsea & City í eyðslu (Sýnist hann vera að benda á það sama hér). En lét sig svo hverfa þegar honum var bent á að LFC hafi komið út í mínus í 5 leikmannagluggum í röð.

    Alveg klárt að þetta helst í hendur, snjórinn og koma jólasveinanna.

  51. #71 þetta er það sem er skemmtilegt við fótboltann,
    Dómarinn þarf að taka ákvörðun á sekúndubrotum en þú getur dæmt þetta eftir að hafa margskoðað sjónvarpsupptökur.

  52. @71
    og ef þú skoðar þett þá sérðu að varnarmaðurinn, boltinn, og allur suarez nema tærnar á hægri löpp eru fyrir innan teig. Skiptir ekki máli þó að brotið á sér stað aftan endalínu

  53. Like á #73. Þó að LBJ sé langt frá því að vera minn uppáhalds körfuboltamaður eftir að hann dissaði mína menn í Knicks í sumar (önnur umræða) þá finnst mér þetta samt gaman að sjá. 

    Lebron er náttúrlega þekktur fyrir að vera tækifærissinni le extraordinaire og það er því ánægjulegt að hann sé að sjá hverslags bandwagon LFC er að verða. Hann að svo stökkvi upp á hann er enn meira hrós fyrir okkar ástkæra knattspyrnufélag.

    Ekkert nema like á þetta.

  54. verð að tækla aðeins þessa vítaspyrnuumræðu… brotið byrjar jú utan teigs, en suarez ætlar að standa þetta af sér og halda áfram og ná færinu, en þegar að snertingin er orðin mikil þá að sjálfsögðu fer hann niður og þá er hann í teignum, varnarmaðurinn á EKKI að hagnast fyrir brotið og það að suarez hafi ætlað að standa þetta af sér og halda áfram.. einfalt mál

  55. Að öðru en Sami Hyypia hefur víst lagt skóna á hilluna. Vill sjá hann í þjálfarateymi hjá Liverpool. Hann getur vel miðlað reynslu sinni til yngri komandi kynslóða hjá Liverpool.

  56. Mér fannst svo sem leikurinn í gær ekkert sérstakur, skiluðum fínu dagsverki en vorum fannst mér bara í 2-3 gír allan tíman. Flott 3 stig samt sem áður og gaman að sjá Suarez og Kuyt halda áfram að spila afar vel.

    Núna er 5 sætið bara i okkar höndum sem er auðvitað ótrúlegt að vera búnir að koma okkur í þá stöðu en snilldin ein samt sem áður.

    Núna bíður maður bara spenntur eftir að leikmannaþreifingar fari á fullt og hef ég bara aldrei verið jafn soenntur og núna fyrir sumrinu

  57. Sammála #79. Myndi vilja sjá Liverpool bjóða Hyppia að flytja heim sem fyrst og starfa hjá félaginu.

  58. Sami er algjör toppmaður, og var frábær leikmaður. Hann kemur vonandi til Liverpool eftir nokkur ár sem þjálfari. Hann er að fara að ná sér í þjálfararéttindi, svo fer hann að vinna sem þjálfari hjá Leverkusen og finnska landsliðinu. Hann og Carra verða flottir saman eftir nokkur ár.

  59. djöfull er samt Dirk Kuyt ennþá ógeðslega lélegur! Óþolandi að hann sé alltaf í liðinu.

  60. Já Björn. 12 mörk og 8 assists er alveg óþolandi lélegt. Það er alveg hreint ótrúlegt að þessi maður skuli vera í liðinu miðað við þessi skítastöts. 

  61. kormákur… Djövull ertu heppin… eða við… ég fekk líka ferð á Anfield í fermingar-gjöf! eini munurin er að ég fer á United leikin á næsta ári! og…. gamli og ég erum ekkjert að fara að fjakkast á gamla klósetinu, gamli Liverpool/alvöru maður! 😀

  62. djövull er Kátur eitthvað fokking kaldur þegar hann á taka vítaspyrnur!!

  63. Var nógu heppinn af hafa fengið að sjá þennan geðveika leik 🙂 Takk fyrir mig

  64. Ritskoðað.
    Vanhugsað grín Kalli og ekki við hæfi hér sem annarsstaðar. -EMK

  65. Fyndið hvernig margir íslendingar rífast, fara á svo látt plan og segja hluti sem eru svo barnalegir og mjög heimskulegir… T.d Kalli að fara blanda fötluðu fólki inn í umræðu sem kemur þessu ekkert við, þar sem ég hef talsvert umgengst fatlaða, get ég sagt án þess að hika að mikið að fötluðu fólki er mikið greindara en fólk sem er á að teljast full heilbrigð.
    Vissulega er ég mjög ósammála honum (Björn) um kyut en reynum að halda þessari síðu í þeim stall sem hún á að vera….

  66. Mér fanst glenn johnsson koma hrikalega góður inn eftir meiðsli í gær.Einsog hann hafi verið hræddur um að flanno væri að fara tka stöðu hans.

  67. Er enginn að kveikja á því að Björn Björnson # 84 sé að skrifa þetta sem kaldhæðni?
    Ég tek því a.m.k. svoleiðis.

  68. Hérna sést þetta á svörtu og hvítu.

    Liverpool undir stjórn Hodgson: http://img808.imageshack.us/img808/3733/royk.png

    Liverpool undir stjórn Kenny: http://img845.imageshack.us/img845/1165/daldlish.png 

    Ég man þá tíma þegar Hodgson vældi og vældi um handónýtan leikmannahóp og já auðvitað voru annsi margir orðnir sammála því. Við erum ekki með hóp í titilbaráttu en það er greinilega hægt að ná einhverju út úr þessum pappakössum 🙂

    King Kenny húrra húrra

  69. Ég er reyndar sammála Bjössa.
    Mér finnst knattspyrna vera hin mesta skemmtun en Kyut hefur sárasjaldan sínt þau tilþrif sem ég vil sjá á vellinum. Klaufi með boltann og margar sóknir fjara út eftir að Kyut hefur tekið eina af sínum frábæru mótökum á knöttinn. Finnst hann bara efni í vinnuþjark fyrir framan vörn.
    En það er nú bara mín skoðun og ég held bara kjafti meðan kúturinnn leggur sig svona fram á vellinum.

  70. Það er nú ekki hægt að neita því að Kuyt hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga undir stjórn Dalglish og Clarke ásamt nokkrum öðrum leikmönnum. Svo er hann komin með samherja í sóknina sem finnur hann mun betur en fyrri samherji gerði á sínum tíma. Það er einn megin munurinn á velgengni Kuyt eftir áramót. Torres var auðvitað frábær leikmaður fyrir Liverpool og skorað mörg mörk en þegar þú dregur saman allt þá sést það greinilega að Kuyt virkar mun betur með Suarez en Torres. Suarez er mun duglegri leikmaður en Torres að hlaupa og berjast um boltana og það hjálpar Kuyt að koma sér í færi. 

    Nú er ég engin sérfræðingur en ég segi bara frá eins og ég sé það!

  71. 98; Torres var líka mikill einspilari, ef maður fer yfir nokkur mörk hjá honum þá er þetta mikið solo-play, sem gerir hann mjög flottan leikmann en ekki mikinn team-player. Aðalega samstarf hans við Gerrard sem gerði hann líka svo frábæran, smellpössuðu saman. Þangað til núna þegar allir varnarmennirnir í deildinni eru bunir að lesa Torres, þá getur hann ekki neitt. Suarez er allt öðruvísi leikmaður, mikið meiri fjölbreytni í honum og getur nánast allt, nema verjast auðvitað en hinir 10 eru til þess 🙂

  72. Kuyt gerir margt fyrir spilið sem bætir upp fyrir skort á tækni, ekki bara öll vinnan hans. Hann á mikið af góðum sendingum og er með virkilega góðan fótboltaheila.

  73. Já mikið rétt fyrir utan það kannski að ég er ekki sammála því að Suarez geti ekki varist. Mér hefur einmitt þótt hann mjög duglegur að sækja sér boltan hátt uppi og pressa varnarmennina hjá andstæðingum. Það hefur þá einmitt þess vegna losað Kuyt pínu undan varnarskildunni og leyft honum að vera aðeins framar á vellinum einnig!

  74. Ég veit að það er að bera í bakkafullan lækinn að mæra þessa síðu og þá sem skrifa á hana en ég verð samt að gera það. Ég lít hér inn oft á dag bæði til að lesa þær umræður sem eru í gangi hverju sinni og jafnframt með þeirri von um að eitthvað nýtt sé komið inn. Nú iða ég í sæti mínu í bið minni eftir nýju efni.

    Ekki misskilja mig samt á þann veg að ég sé að heimta nýtt efni, það er alls ekki þannig. Þetta er bloggsíða sem er haldið út af áhugamönnum og því er það skiljanlegt það séu ekki nýjar greinar á hverjum degi, Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta, fyrir utan það að ég er að taka mér pásu frá B.A. skrifum í smá stund, er sú að ég vildi bara þakka fyrir mig. Síðan hefur átt sinn þátt í að geðheilsan hefur haldist í lagi á þessu versta tímabili sem Liverpool hefur átt síðan ég man eftir mér.

    Áfram Liverpool og Kop.is!

  75. Nr. 97

    Þetta er hugsanlega vitlausasta tímasetning ever til að fara út í Kuyt umræðuna! Ég verð mjög seint talinn hans mesti aðdándi, sérstaklega þegar hann hefur verið að spila í röngum stöðum. En eins og hann er að spila núna sé ég ekki marga leikmenn í heiminum sem ég myndi frekar vilja hafa. Með góða menn í kringum sig fær hann meiri tíma/pláss og þá skilar þessi þrotlausa vinna hans sér sem og þessi baráttuvilji sem ekki einu sinni Carragher nær að toppa. Hann er að skila mjög miklu þessa dagana sem sóknarmaður/vængframherji og er á sama tíma frábær sem fremsti varnarmaður og skapar með því pressu ofar á vellinum sem skilar sér oft í hættulegum sóknum.

  76. Var á leiknum með drengina mína tvo og bróður undir styrkri ferðastjórn Mumma sem klikkaði ekki frekar en fyrri daginn.
    Maður sér leikmenn og leikina í allt öðru ljósi þegar maður er á vellinum heldur en í sjónvarpinu og eins og Suarez, Kuyt og Johnson voru svakalega góðir í þessum leik þá verð ég að segja að sá sem mér fannst standa upp úr var Lucas, kannski vegna þess að ég hef ekki haft mikið álit á honum hingað til en í þessum leik sá ég hann í allt öðru ljósi og mér fannst hann spila rosalega vel. Var úti um allan völl, vinnandi bolta ot sparkandi í menn og yfirvegaður og góður á boltann með góðar sendingar. Kannski er óslípaði demanturinn fólginn í þessum ljóshærða Brasílíumanni?

  77. Luis Suarez með 3 mörk og hvorki meira né minna en 6 stoðsendingar í leikjunum sínum 10. Þetta kalla ég góða aðlögunarhæfni 🙂

Liðið komið – Glen Johnson byrjar:

Deildarstaða sl. tvö ár