Arsenal – Liverpool 1-1

Liverpool hefur oft sýnt það áður og undirstrikaði í dag að leikurinn er aldrei búinn fyrir dómarinn flautar af. Jafntefli í hrikalega erfiðum leik fyrir okkar menn þar sem þrír lykilmenn þurftu að yfirgefa völlinn í stað unglinga og hreint út sagt ótrúlegur Fergie tími í restina sem var að mestu tilkominn var vegna meiðsla Jamie Carragher.

King (sem er æðra en Sir) Kenny Dalglish stillti upp sama byrjunarliði í dag og hann gerði á mánudaginn er við snýttum Man City. Ekki margt við það að athuga en það vakti óneitanlega athygli að með því var Aurelio tvisvar í byrjunarliði Liverpool í röð sem hefur líklega aldrei gerst áður og eins þá var hinn 18 ára Flanagan ennþá á sínum stað í hægri bakverðinum.

Liðið var semsagt svona:

Reina

Flanagan – Skrtel – Carragher – Aurelio

Lucas – Meireles – Spearing

Kuyt – Carroll – Suarez

Bekkur: Gulacsi, Cole, Kyrgiakos, Shelvey, Ngog, Maxi, Robinson

Fyrri hálfleikur byrjaði ágætlega hjá okkar mönnum og gaf fyrirheit um að Arsenal yrði í basli með Andy Carroll í loftinu. Hvorugt lið náði þó að ógna neitt alvarlega fyrr en Koscielny skallaði í þverslánna á Liverpool markinu eftir kortersleik eftir slæmt úthlaup hjá Reina og takmarkaða dekkningu hjá Carragher.

Fimm mínútum seinna var komið að föstum liðum eins og venjulega er Aurelio haltraði útaf og mjög líklega í síðasta skipti sem leikmaður Liverpool. Fyrir hann kom arftaki hans hinn 17 ára Jack Robinson og það merkilega við innkomu hans var að Aurelio er svo gott sem þegar gleymdur.

Reyndar skipti Arsenal um gír seinustu 20.mínútur hálfleiksins og sýndi hvað eftir annað hæfni sína í reitarbolta en voru þó ekkert að ógna marki okkar manna neitt gríðarlega. Þeir reyndu mikið að fara upp kantana og oft á tíðum var maður með hjartað í buxunum yfir viðureign Walcott og Aurelio/Robinson en eins og áður segir þá hvarf það stress smátt og smátt og á endanum var Walcott bara tekinn útaf. Hneigðu þig Jack Robinson.

Annars var fátt markvert annað að frétta úr fyrri hálfleik, Spearing hefði alveg getað fengið víti er hann var felldur inni í teig Arsenal og þeir vildu á móti fá víti hinumegin þegar skotið var í hendina á Dirk Kuyt. Eins skoraði Van Persie frábært mark en var dæmdur rangstæður.

Okkar menn voru fegnir að komast með 0-0 í hálfleik og náðu aðeins að endurskipuleggja leik sinn í upphafi seinni hálfleiks. Arsenal var þó meira með boltann og héldu honum gríðarlega vel en sköpuðu sér ekki svo ýkja mikið og Flanagan og Robinson gerðu nákvæmlega ekkert af sér í að verjast þeim líkt og þeir hefðu ekki gert annað undanfarin ár en að spila í EPL.

Suarez átti reyndar besta færið í upphafi seinni hálfleiks er hann slapp laus fyrir framan vítateig Arsenal eftir gott samspil við Dirk Kuyt en skot hans var varið af guðmávitahvaðhannheitir í marki Arsenal. Stuttu seinna lenti Andy Carroll mjög illa og missteig sig að því er mér sýndist áður en ég leit undan. Hann þurfti að yfirgefa völlinn í smá tíma og var augljóslega ekki í 100% standi þegar hann kom inná aftur.

Tæplega fimm mínútum eftir að Carroll lá á vellinum lenti Carragher í samstuði og steinlá eftir. Afar óvenjulegt og óþægilegt að sjá Carra liggja svona eftir og þurfa súrefni en hann fór útaf eftir þó nokkra stund á vellinum og Kyrgiakos kom inná hans stað sem þýddi að vörnin hjá okkur var Flanagan – Skrtel – Kyrgiakos og Robinson…á Emirates. (Carragher var sestur upp inni í búningsklefa eftir leik og var farinn að rífa kjaft).

Arsenal hélt áfram að halda boltanum og stuttu eftir að Carragher fór útaf var Carroll skipt útaf fyrir Shelvey. Suarez sem átti einn sinn daprasta dag í dag í búningi Liverpool fékk fínt færi á 75.míns sem markmaður Arsenal varði vel. Tíu mínútum seinna átti Van Persie besta færi leiksins þegar hann slapp í gegn inni í teig okkar manna en Reina varði glæsilega. (ATH: Suarez var ekkert að taka neinn Torres hjá CFC leik samt)

Þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma átti Suarez síðan besta færi okkar manna eftir enn einn samleikinn við Kuyt en skaut bæði yfir og framhjá og meiddi líklega stuðningsmann Arsenal aftast í stúkunni fyrir aftan markið og truflaði hann við lestur góðrar bókar sem ég ímynda mér að heimamenn geri á Emirates.

Uppbótartíminn var síðan þannig í þessum leik að það hefði allt eins verið hægt að sleppa fyrstu 90.mínútum leiksins. Þegar uppbótartíminn var að renna út datt Van Persie Fabregas í teignum eftir snertingu frá aumingja Jay Spearing sem hafði verið mjög góður í leiknum og víti dæmt. Robin Van Persie skilaði henni af öryggi í netið og sendi Reina í rangt horn og allt leit út fyrir viðbjóðslegan sigur Arsenal eftir frábæra baráttu Liverpool sem þurfti að takast á við mörg áföll í þessum leik og rugla leikskipulaginu ítrekað.

Lucas Leiva sem var gríðarlega öflugur að vanda í þessum leik var ekkert búinn að tapa þessum leik og brunaði upp og fékk dæmda aukaspyrnu á vítateigslínu Arsenal og það var mjög nálægt því að vera víti í það skiptið.

Suarez tók aukaspyrnuna og hún fór í vegginn og þaðan til Lucas sem náði boltanum niður vinstramegin við mark Arsenal rétt áður en uppáhaldsleikmaður minn í Arsenal, Eboue ruddi hann niður. Víti.

Dirk Kuyt klikkar ekki á vítum og skilaði þessu inn í síðustu spyrnu leiksins. Niðurstaðan 1-1 í erfiðum leik sem lofar ágætu fyrir okkar menn enda margir ungir leikmann inná í dag sem stóðu sig vel.

Robinson var gríðarlega flottur eftir að hann kom inná og Flanagan hefur verið frábær í báðum leikjunum sem hann hefur spilað og nokkuð ljóst að þeir eru alveg með pung í að spila á þessu leveli. Spearing er að stinga upp í fjölmarga stuðningsmenn þessa dagana með öflugum leik og svo var gaman að sjá Jonjo Shelvey koma aftur inn í liðið og merkilegt að hann er valinn á tímapunkti sem þessum með menn eins og Cole og Maxi á bekknum og Jovanovic og Poulsen í stúkunni.

Verst er að við eyðilögðum líklega titilvonir Arsenal í dag en þeir voru svosem alveg búnir að klára það sjálfir fyrir leik. Gaman samt að sjá hvað Wenger tók þessu fagmannlega eftir leik og verðskuldaði alveg örugglega “PISS OFF” frá Dalglish sem fer ekki að hlusta á væl í blessuðum frakkanum eftir leik. Rangur maður til að rífa kjaft við Mr. Wenger.

Núna er bara að vona að Carroll og Carragher séu ekki mikið meiddir sem og auðvitað Aurelio þó ég bindi nákvæmlega engar vonir við hann.

107 Comments

  1. Mariner er maður leiksins !
    Þvílíkur “snillingur”. Vítið sem LFC fékk er svo mikil sárabót fyrir …..

  2. HVAÐA RUGL VAR NÚ ÞETTA EIGINLEGA?

    ágætt stig sosum…er það ekki?

  3. Neitaði Wenger að taka í spaðann á King Kenny eftir leikinn? Ég gat ekki séð betur.

  4. Daníel…það verður aldrei neitt eins og 1989 og sérstaklega ekki þetta í dag….allt annað dæmi

  5. #6
    Þegar þeir voru að mætast þá sagði Wenger eitthvað sem heyrðist ekki, en það sem Kenny sagði sem svar heyrðist mér vera: “Piss off!”

    🙂

  6. Ég veit, þetta var auðvitað ekki eins. En drama á síðustu mínútu. Minnti mig á síðustu mínúturnar þá.

    Svo er spurning hvort Liverpool hafi þarna verið að tryggja United 19. titilinn? Vonum ekki.

  7. vonandi er carra ekki kjálkabrotinn……
    þetta voru bara sanngjörn úrslit held ég…. gaman að sjá shelvey koma inná og´ég er ekki frá því að miðjan hafi aðeins tekið við sér eftir það… gaman að sjá ungu strákana stíga upp og eiga bara skínandi leik…. flannagan flottur, robinson með frábæra innkomu, litli reiði naggurinn hann spearing átti ágætan leik fyrir utan brotiið og svo shelvey….. bjartir tíma barasta held ég

  8. Doddijr….algjörlega 100% sammála hverju orði hjá þér !!!
    En Carra virtist vera í lagi, hann kom og tók á móti strákunum þegar þeir gengu af velli

  9. It aint over till the fat lady sings. Sanngjarnt stig Liverpool. Wenger ætti að bíða með að grenja þangað til hann kemur heim til sín, ekki var þetta Daglish að kenna hvernig fór. Meira fíflið sem hann er. Ég vona bara að Carra og Carrol séu í lagi, þýðir ekkert að vona með greyjið hann Aurelio 😉 Hann er done.

  10. Þetta var miklu, miklu, MIKLU skemmtilegra svona heldur en ef þetta hefði endað markalaust!

    Margt jákvætt í þessum dramatíska leik þótt lítið hafi verið um marktækifærin. Flanagan stóð sig aftur mjög vel og Robinson sömuleiðis líka eftir að hann kom inná. Ég taldi nákvæmlega ein mistök hjá hvorum þeirra og þau voru léttvæg, annars voru þeir bara flottir. Fínt að fá Shelvey inn eftir meiðslapásu, Spearing stóð sig aftur vel (og miðjan öll í seinni háflleiknum) á meðan það verður að teljast jákvætt að Carroll og Carra eru ekki alvarlega meiddir miðað við hvað maður óttaðist fyrst.

    Já, og Arsenal mun pottþétt bjóða í Pepe Reina eftir þennan leik. Frábær markvörður, jeminn eini. Vonandi hefur hann bara vit á að segja nei við þá.

    Móment leiksins var svo klárlega í leikslok þegar Wenger ætlaði að fara að væla yfir vítinu þegar Eboue ýtti KLÁRLEGA á bakið á Lucas, fór yfir til Kenny Dalglish til að væla og King Kenny sagði honum einfaldlega að “PISS OFF!” Snillingur.

    Fínn dagur, og verði ykkur að góðu Utd-menn.

  11. Ég bind miklar vonir við Shelvey en mér fannst hann nú gera lítið af viti í þessum leik. En aftur á móti fannst mér Spearing, sem hefur oft verið gagnríndur hérna, eiga mjög góðan leik. Heppnir að vera ekki undir í hálfleik en vörnin stóð sig mjög vel þrátt fyrir mikil skakkaföll og 17 og 18 ára bakverði. Sanngjörn úrslit í lokin fannst mér.

    YNWA

  12. Hætti að horfa þegar Arsenal fékk dæmt víti. Það er náttúrlega aumingjaskapur.

  13. Ég var svo pirraður eftir Van Persie markið að ég skipti um stöð. Svo kem ég hingað korteri seinna og hélt að Babú hefði gert vitleysu í fyrirsögninni. 🙂

  14. Ég hef aldrei séð annað eins í úrvalsdeildinni.

    Flannó og Robbó voru frábærir í dag en man of the match = LUCAS FOKKING LEIVA!
    Ótrúlegur leikmaður þessi Brassi og á hann hrós skilið!

  15. Sammála Nikodemus fannst Shelvey ekki gera mikið fyrir okkur. Frekar að hann stoppaði mögulega hraðar sóknir en annars var þetta flottur seinni hálfleikur þar sem LFC átti ekki síðri færi en Arsenal. Frábært að sjá bakverðina okkar og vonandi eru komnir framtíðar menn þarna í þessar stöður.

  16. Af okkar mönnum þá verð ég að segja hreint út að mér fannst Meireles slakastur. Ég held að meðan Gerrard er meiddur er algjörlega nauðsynlegt að Meireles rísi upp og haldi áfram á þeirri braut sem hann var á í jan-feb. Það koma ágætir sprettir hjá honum en það er ekki nóg 1-2 skipti í leik. Hann er alveg efni í leiðtoga og það hefði hjálpað bæði Carroll og Suarez að fá meira af vinstri kantinum.

    Svo er það frekar fúlt ef Carroll á að fá sömu meðferð hjá dómurunum og Crouch fékk. Sem sagt: ef Carroll snertir bolta þá flauta.

    Annars eru skilaboðin í skiptingum Daglish merkileg: Kuyt settur á toppinn og Shevley á miðjuna. Cole og Maxi ættu að hafa samband við umbana sína ASAP. Cole í KR?

  17. Þvílíkt drama í lokin eftir hálf leiðinlegan leik að okkar hálfu.
    Englandsmeistaratitillinn kominn til Manchester.

  18. glatað að carra og carroll hafi meiðst , fannst þetta vera frekar daufur leikur hja lfc og bara heppni að fá ekki á okkur mark i fyrri halfleik, þurfum annan striker ef svona skyldi gerast , var ekki vongoður a að goggi eða shelvey myndu klára þennan leik, en kuyt er enn og aftur að bjarga a okkur rassgatinu

  19. Ég hef núna áttað mig á því að Jack Wilshere er þvílikt ofmetinn leikmaður.

  20. Í alvöru Wenger er svo mikill eðal vælukjói !! Get vel skilið að það sé ekki gaman að fá á sig mark á 101 mínútu en óvirðingin sem hann sýndi í garð King Kenny og að væla yfir því að það hafi ekki átt að vera 8 mínútur í uppbótartíma! Skil ekki hvernig hann fær það út? Fjórar skiptingar, meiðsli hjá Carra sem tóku um 5 mínútur og Carroll sem tók um 2 mínútur.

    Annars er ég virkilega stoltur af þessu jafntefli þar sem liðið sýndi það að það gefst aldrei upp! Ungu strákarnir stigu vel upp og stóðu sig með prýði !!

  21. Eitt gott frá Arsenal félaga mínum:
     
    Don’t blame it on Szczesny, 
    don’t blame it on the referee, 
    don’t blame it on the injuries, 
    blame it on Eboue

  22. Þetta var sætt stig og eins og Kristján segir þá var þetta mun skemmtilegra svona en að gera 0-0 jafntefli. Mér fannst reyndar Suarez vera slakur í þessum leik svona miðað við hvað hann hefur verið að gera en hann hefur líka verið það góður að það er ekki hægt að ætlast til að hann sé frábær í öllum leikjum. Fannst þessir ungu strákar koma vel frá þessum leik og nú getur Arsenal hætt að tala um að þeir séu alltaf með svo ungt lið meiri en helmingurinn af Liverpool leikmönnum í þessum leik voru undir 24 ára.

    Annars gaman að sjá að Wenger er byrjaður að væla og þá yfir tímanum að þetta hefðu bara átt að vera 8 mín en hann hefur ekki séð Ferguson með skiltið sitt upp í stúku ” play until we score”

  23. Veit ekki hvað skal segja eftir svona leik. Frábær uppbótartími og okkar menn stigu upp í seinni hálfleik eftir skelfilegan fyrri hálfleik. Vörnin stóð þó ansi vel og Flanagan og Robinson voru ansi öflugir þrátt fyrir nokkur mistök hjá Flanagan í seinni hálfleik. Veit ekki yfir hverju Wenger var að væla, bæði vítin voru hárrétt og dómarinn hefði eins getað sett brotið á Lucas inn í teig.
    Samt er ýmislegt sem þarf að bæta í þessu liði. Spearing og Lucas koma ekki til með að bera uppi miðjuna gegn sterkum liðum. Held að þriggja manna miðja sé nauðsynleg og Meireles var ekki í miklum takti við leikinn úti vinstra megin. Í svona leikjum þarf að spila 4-3-3 eða 4-5-1, með Carroll einan á toppnum og Suarez vinstra megin. Fannst ógnunin í liðinu mun meiri þegar Suarez dró sig út í kant og Meireles kom inn á miðjuna.
    En gott stig, mun betri frammistaða en í síðustu útileikjum.

  24. Fabregas var samt ekkert að skora úr þessari vítaspyrnu heldur var það Van Persie !

  25. Þeir sem að segja að Shelvey hafi komið með einhvern frískleika þarna inn hafa verið að horfa á Stoke rúlla yfir Bolton
    Hann var alveg hrikalega slappur, vantar allan hraða í hann, ekki með nákvæmar sendingar og var svo í því að stoppa hraðaupphlaupin okkar…

  26. og viðbót við #35:
    Fabregas var tekinn niður í teignum. Þessu var svissað í skýrslunni, hvort sem það er gert viljandi eða ekki.

  27. Gaman að fá smá dramatík í þetta í uppbótartíma og ekki skemmir vælið fyrir í arsenal mönnum á facebook!!!
    Annars gaman að sjá kjúklingana koma inn í bakverðina og skila sínu jafn vel og þeir gerðu. Flanagan flottur, það eru ekki allir sem geta státað sig af því að hafa sent Carragher í jörðina með hálskraga og súrefni, það þarf nagla til þess! Vonandi að þeir haldi þessu áfram út leiktíðina og jafnvel að við fáum að sjá fleiri unga og spennandi leikmenn í síðustu leikjunum.

  28. Þetta er ein verst skrifaða skýrlsa sem ég hef lesið.  Vítið var dæmt á brot á Fabregas, frekar vægt að mínu mati og V.Persie skoraði út vítinu.  Á hvað eru menn að horfa eiginlega þegar svona er rita ?
    Eins fannst mér of lítið að bæta 8 mín við, meiðsli Carroll+Carragher að viðbættum 5 skiptingum.  En ef að bætt er við 8 mín, á þá ekki að flauta af eftir þær ?
     

  29. 36… ég var að horfa á leikinn og ég er bara hjartanlega ósammála þér!!!
    shelvey kom á miðjuna og var góður í að stoppa sóknir og dekkningu sem gerði það að verkum að meireles kom inná miðjuna og suarez fór á kantinn og arsenal menn áttu bara í mesta basli með seinustu mínúturnar….. það er ekki alltaf einstaklingsframtakið sem skiptir mestu það er líka leikskipulagið!!!

  30. Haukur #40:
    Þú verður að átta þig á því að það er bætt við að lágmarki átta mínútum.
    Ef það er töf í þessum uppbótartíma (t.d. ef það er dæmt víti og tími fer í að taka spyrnuna, fagna skoruðu marki og hefja leik aftur) þá þarf að bæta við meiri tíma.

  31. #40 – Nei ekkert endilega, þetta er bara lágmarks uppbótartími. Leikurinn getur alveg eins tafist í uppbótartíma eins og í venjulegum leiktíma!

  32. Gott stig hjá okkar mönnum en aðeins of mikið drama á loka mín fyrir minn smekk 😉
    Ungu strákarnir okkar eru að koma sterkir inn á lokaspretti mótsins og það er bara frábært veganesti fyrir liðið
    inn í sumarið að vita af svona framtíðarmönnum að koma upp úr unglingastarfinu.
     
    Shelvey átti ekki góðan dag fannst mér, hann var á hælunum allann tímann sem hann spilaði og átti varla
    sendingu sem heppnaðist að auki, en hann á vonandi eftir að hrista þetta af sér og standa sig síðar meir.
     
    Sir King Kenny er alveg stórkostlegur karakter verð ég að segja, þvílíkur unaður sem það er að horfa á þennan mann
    á hliðarlínunni eða bara hvar sem er, tók einhver eftir því hvernig hann lét við Robinson þegar Arelio meiddist?
    Hann stríddi honum og gantaðist við hann rétt áður en hann skokkaði inná völlinn, eflaust til að ná úr honum stressi
    ef einhvert var 🙂
    Eins eins og mér fannst fyndið að sjá hvernig Kenny tæklaði hinn sívælandi Wenger þá er ég nú annsi hræddur um að
    kallinn verði settur í bann fyrir orðavalið.
    “piss off” og svo “fuck off” í beinu framhaldi á meðan að Wayne nokkur Rooney
    situr af sér tveggja leikja bann fyrir svipaðan munnsöfnuð getur bara ekki farið óskoðað af
    Enska knattspyrnusambandinu.
     
    Eitt að lokum sem kemur leiknum ekkert við.
    Á síðunni er komið upp nýtt texta box fyrir kommentin (Firefox) sem er ekki að gera sig verð ég að segja.
    En eflaust er þetta í vinnslu ; )
     
     

  33. og viðbót við #35:
    Fabregas var tekinn niður í teignum. Þessu var svissað í skýrslunni, hvort sem það er gert viljandi eða ekki.

     

    Thanks, veit ekki hvernig ég svissaði þessu! Búinn að laga þetta í skýrslunni.

  34. Bakvarðar vandamálin okkar eru svo gott sem leyst. Robinson og Flanagan eru framtíðar leikmenn. Mikið er gaman að geta orðið vitni af því þegar að svona margir,ungir,efnilegir og uppaldir leikmenn koma í gegnum akademíuna. Mikil framför.

  35. Leiðinlegt fyrir Spearing að gefa þetta víti, hann var búinn að vera virkilega fínn í leiknum. Eins voru Flanegan og Robinson mjög góðir og hægri bakvarðastaðan er augljóslega í góðum málum hjá okkur. Mér finnst okkur bara vanta einn vinstri bakvörð og Robinson er frábært cover fyrir slíkan, á meðan hann þroskast sem leikmaður. Maður leiksins að mínu mati var Lucas. Vonandi eru Carra og Carroll ekki mikið meiddir.

  36. @40 Þegar bætt er við 8 mínútum þá þýðir það að viðbættur tími er á milli 8:00 og 8:59. Svo geta náttúrulega bæst við auka mínútur eins og gerðist í fyrra vítinu.

  37. Takk poolarar núna eru manutd orðnir sigursælasta lið á englandi og ekkert eftir fyrir ykkur manutd forever

  38. 49# Er það ekki í anda Man utd stuðningmanna að koma með svona yfirlýsingar, undir dulnefni.

  39. Arsenal var meira með boltan en ég tók eftir því að þeir áttu bara 6 marktilraunir í fyrrihálfleik enda voru þeir bara að klappa boltanum eins og þeir gera vanarlega. (ættu kannski frekar að klappa apanum, örugglega árangursríkara.)
    fannst líka flott þeger King Kenny kallaði Flanagan til sín þergar Carra meiddist til að stappa í hann stálinu og taka af allan vafa um að hann ætti einhvern þátt í meiðslunum

  40. mér er líka alveg sama þótt Manchester United komist í eitt ár uppfyrir okkur í titlum, þeir eiga eftir sína lægð á meðan við erum að koma uppúr henni.
    Við náum 10 titlum á þá á næstu 15 árum. :o)

  41. Ég vil byrja með að þakka fyrir góð stig tekin af Arsenal. Langt síðan ég hef haldið með Liverpool í leik, nei reyndar ekki.
    Ég studdi liðið gegn Man City fyrr í vikunni. 

    Mér sýnist Liverpool liðið vera mun betur uppsett en það hefur verið undanfarin ár.
    Það að geta spilað á framherja sem þarf ekki að gefa boltann beint aftur til að geta komið sér í stöðu hefur aukið ógnunina frá liðinu.
    Hins vegar verður að stöðva Carragher og staðgengil hans Kyrkjukór frá því að miða á loftskip þegar þeir gefa framá við.
    Við sjáumst í toppbaráttunni á næsta ári. Mun skemmtilegra að hafa Liverpool þar heldur en City. 

  42. /* Style Definitions */
    table.MsoNormalTable
    {mso-style-name:”Table Normal”;
    mso-tstyle-rowband-size:0;
    mso-tstyle-colband-size:0;
    mso-style-noshow:yes;
    mso-style-priority:99;
    mso-style-parent:””;
    mso-padding-alt:0cm 5.4pt 0cm 5.4pt;
    mso-para-margin-top:0cm;
    mso-para-margin-right:0cm;
    mso-para-margin-bottom:10.0pt;
    mso-para-margin-left:0cm;
    line-height:115%;
    mso-pagination:widow-orphan;
    font-size:11.0pt;
    font-family:”Calibri”,”sans-serif”;
    mso-ascii-font-family:Calibri;
    mso-ascii-theme-font:minor-latin;
    mso-hansi-font-family:Calibri;
    mso-hansi-theme-font:minor-latin;
    mso-bidi-font-family:”Times New Roman”;
    mso-bidi-theme-font:minor-bidi;
    mso-fareast-language:EN-US;}

    Munurinn á árangri Liverpool og Manchester United er einkum sá að LFC náðum titlum vegna þess að við vorum bestir. Manchester United nær árangri vegna þess að aðrir eru verri.

  43. málið er það að dómarinn var að vinna með Ars en hann varð að dæma víti þegar að Lukas var strauaður niður. Það er bara þannig.

  44. #57

    Munurinn á árangri Liverpool og Manchester United er einkum sá að LFC náðum titlum vegna þess að við vorum bestir. Manchester United nær árangri vegna þess að aðrir eru verri.

    Þessi setning er aðeins meira en legendary.

  45. tveir LANG bestu leikmenn liðsins í dag LUCAS LEIVA og MARTIN SKRTL !! eiga mikið hrós skilið! Lucas alltaf duglegur og ákveðin og svo Skrtl með einn af sýnum bestu leikjum fyrir liðið! hjálpaði bakvörðunum mikið og öruggur á boltan !

  46. Búinn að sjá þetta atvik aftur og aftur.  Wenger gengur í áttina að King Kenny og veifar til hans með þá meiningu að vítaspyrnudómurinn hafi verið bull.  Kenny svarar þessu nákvæmlega svona “What? It’s was a penalty.  It was a penalty.  Ooo piss off.  Fuck off”.  Nákvæmlega það eina rétta til að segja við þennan endalausa vælukjóa Arsene Wenger.  Hvað átti KK að gera í þessari stöðu, var það honum að kenna að dómarinn dæmdi víti á Arsenal?

    Má vel vera að KK fari í bann vegna þessa en kúl standarinn var hækkaður þarna um nokkra metra :0)

  47. Hæpið að King Keni fari í bann. Rooney talaði af ásettu ráði beint í myndavélina meðan Dalglish er að svara Wenger og ekkert að hugsa um myndavélina

  48. Wenger er ógeðslega leiðinlegur kall, það verður bara að segjast eins og er, munurinn á honum og King Kenny er mikill, Wenger er alltaf í fýlu á meðan King Kenny er alltaf brosandi og að fíflast, ég einfaldlega elska Sir Kenny Dalglish..

    Það er gaman að sjá LFC loksins spila almennilegan varnarleik gegn góðu liði, það gerðist líka á brúnni, greinilega að Kenny er að gera frábæra hluti…

  49. Stundum þarf bara að segja hlutina umbúðalaust. Þetta var mjög kjarnyrt og gott hjá King Kenny.

  50. Sanngjarnt jafntefli í þessum leik.
    Liverpool þarf ekkert að örvænta með þessa tvo ungu bakverði !
    En hvað sjá menn við Shelvey ?    Jú, það er ekkert hár á höfði, en hvað er það meira ?
     
     

  51. Það skemmtilegasta við þetta stig í dag eru líklega viðbrögð Wenger, gerir þetta sætara fyrir vikið – maðurinn kann bara ekki að tapa. Ekki í fyrsta sinn sem hann hagar sér eins og smákrakki og eflaust ekki það síðasta.

    En er Wenger að grínast með viðbótartímann ? Átti bara að flauta leikinn af þegar þeir voru komnir með stigin þrjú. Þetta er lágmarks viðbótartími, sem gerir það 8:00-8:59 að því gefnu að engar viðbótatafir verði eftir venjulegu 90 mínúturnar. Ofan á þetta bætist vítaspyrnudómurinn sjálfur, fagnið hans RVP, aukaspyrnudómurinn og vítið sem var 10 sec síðar. Þá tel ég ekki upp venjulegar tafir á þeim 7 mínútum sem liðu fram að fyrri vítaspyrnudómnum.

    Hvað vítaspyrnudóminn varðar þá ætti Wenger að horfa sér nær. Það er ekki LFC, KD eða einhverjum öðrum en Eboue að kenna hvernig fór. Þetta var þvílíkt heimskulegt brot sem ekki einu sinni Balotelli myndi gerast sekur um – jafnvel þó honum væri að leiðast inná vellinum (sbr pílukasts afsökun hans sælla minninga).

    Maðurinn hefur ekki unnið neitt nema Emeridge bikarinn síðan fyrir daga Rafa samt kann maðurinn ekki að taka ósigri. Allir eru á móti honum og hans liði, liðið hans er það eina sem reynir að spila knattspyrnu …. fjandakornið, maðurinn reyndi meira að segja að halda því fram að þeir hefðu átt skilið að fara áfram í CL í einvíginu gegn Barca þrátt fyrir að hafa sett vafasamt met, þ.e. áttu ekki skot á markið í 94 mínútur.

  52. Var að horfa á leikin á Abu Dabi sport og eftir leikin var viðtal við fræga kappa bæði frá Liverpool og Arsenal.. allir eru sammála á sama máli að sú lengd sem sett er á í viðbótartíma sé lámarkslengd… aðrar tafir geta spilað inní eins og t.d. þegar Van Persi fagnaðir með því að fara úr treyjunni… það fer tími í að bóka þetta  og það var gamall varnarjaxl frá Arsenal sem sagði að þetta hefði verið rétt ákvörðun hjá dómaranum….
    Og svo er alveg drep leiðinlegt hvað allir eru vondir við  Arsenal… Wenger er alltaf að væla og skæla…um að fá ekki þetta og hitt…. hvenær ætla þessir menn að fatta það eftir öll þessi ár í boltanum að leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar af…
    Liverpool stóð sig vel í dag og það er bara gaman að sjá hvað ungu mennirnir eru að koma sterkir inn, bara bjart framundan… Áfram Liverpool…YNWA…

  53. BBC: How‘s Carra? He seemed to be out for the count [s.s rotaður]
    Kenny: He looks that way normally when he’s walking about…

  54. Frábært að sækja stigið á svona dramatískan hátt í lokin. En framkoma Dalglish & Wenger var til háborinnar.
    Ætli F.A. sekti Dalglish fyrir ummæli sín. Verða þeir ekki að vera samkvæmir sjálfum sér?

  55. Frábært að sækja stigið á svona dramatískan hátt í lokin. En framkoma Dalglish & Wenger var til háborinnar skammar.
    Ætli F.A. sekti Dalglish fyrir ummæli sín. Verða þeir ekki að vera samkvæmir sjálfum sér?

  56. 62 Babu. jújú klárlega var reina mjög góður og kemur þarna í þriðja hjá sætið. Hann varði virkilega vel fra Persie og svo skotið frá Walchott en annars ekkert neit mikið af rosalega hættulegum færum hann var virkilega góður en spilamennska Lucas og Skrtl urðu til þess að það var ekki enn meira að gera hjá honum!

    Enn með refsingu á á Sir King er ég ekki sammála!! Það er mikill munur á þessu og hjá Rooney! Rooney fer upp að myndavelinni og seigir öllum sem eru að horfa útum allan heim “piss off/fuck off” beinir því beint að mér, ykkur og fullt af börnum! en Dalglish var bara að seigja þetta við Wenger og ekki honum að kenna að þeir seu að eltast við að ná því á tape-i !

  57. Áhugaverð staðreynd: Lehman er fimm árum eldri en Robinson og Flanagan samanlagt

  58. Var að horfa á restina af leiknum núna þar sem ég missti af síðasta korterinu og þar sem ég vissi hvað myndi gerast ákvað ég að taka tíman að ganni í uppbótar timanum það er að mig minnir rétt komið fram yfir 95mín  þegar vítið er dæmt á Lfc það tekur tæpar þrjár mínútur þangað til boltinn fer í leik þannig að 98+3 eru 101 (skildi wenger vita þetta?) það er leikið í rúma mín, þá er aukaspyrna það tekur tæpar 2 mín frá því að það er dæmt þangað til hún er tekin, þannig að mínu mati hefði dómarinn getað látið taka miðjuna og spilað alltað mín í viðbót.
    Annars þoli ég ekki fullorðnamenn sem grenja eins og smástrákar en ef einhver þekkir “the crying game” þá er það franska skoffínið

  59. Vá marr, gefið Shelvey break, gæjinn er 19 ára og var að stíga uppúr löngum meiðslum… Þetta er upcoming star og öfugt við marga reyndari fastamenn í liðinu með mikla hæfileika!

    http://www.youtube.com/watch?v=D2eWX2pOxGU&feature=related

    Annars bara frábært að sjá hvernig bakvarðamálin líta út, og er sammála #47 einn vinstribakvörð í viðbót og allt í góðum málum þar. Jafnvel fá Insua heim aftur og einbeita sér að því að styrkja aðrar stöður á vellinum t.d. einn sterkan miðvörð, einn sterkan miðjumann, !!!tvo hraða og tekníska kantara!!! og einn framherja þá er þetta farið að líta vel út 😎

  60. 1 -1 á Emerates er glæsilegur árangur hjá mínu liði á þessu stigi. Ég sá ekki betur en að við ættum 3 – 4 dauðafæri sem Suares hefði átt að nýta betur en hann gerði. Arsenal spilaði sinn bolta fram og til baka en komst ekkert áfram enda miðja, vörn og markvörður Liverpool frábær.
    Vinnusemin og skipulag Liverpool er orðið þannig eftir að KK tók við að unnun er á að horfa. Það vita allir að þegar menn eins og SG, Agger detta út þá er bekkurinn þunnur hjá okkur enn sem komið er en það breytist í sumar. Venger þarf að skoða eigin hugmyndir um “Total Footbol” og rifja upp að það þarf að brjóta upp varnir og skora til að vinna leik og ef þú getur ekki gert það á móti unglingaliði Liverpool þá eru það Liverpool sem á hrósið skilið.
    Nú eru komin í hús 10 stig af 12 mögulegum í síðustu leikjum á móti 4rum af efstu liðunum eigum við ekki að hafa það 13 af 15 mögulegum eftir Tottenham og gera okkur klára fyrir næsta seson 🙂 YNWA

  61. Bara frábært. Liðið var allt frábært (fyrir utan Jonjo, greinlega ekki í leikformi), en  mitt sérstaka hrós fær Skrtel, hélt vörninni saman og steig ekki feilspor.  Viðurkenni alveg að ég vildi hann burt en hann hefur í síðustu leikjum stigið upp og í dag var hann frábær, gjörsamlega!  Hattur tekinn ofan og orð étin mr, Skrtel, frá mér til þín.

  62. Sælir félagar
    Sá ekki leikinn en sýnist að niðustaðan hafi verið sanngjörn.  Það er vel af sér vikið að fara á heimavöll
    Arsenal og og ná í stig.  Enn lendum við í því að lykilmenn (Carra Caroll) þurfa að fara útaf meiddir. Þrát fyrir
    það halda menn haus og ungliðar sýna hvað í þeim býr.  Nútíðin er ef til vill ekki sú bjartasta en framtíðin er
    endalaus gleði.  Fyrir það fyrsta sjáum við muninn á stjórunum, annar snillingur sem á að aðla en hinn
    ótrúlegur vælukjói sem versnar með aldrinum meðan hinn bara batnar eins og gott rauðvín. Einnig er
    djúpur brunnur ungra leikmanna sem eiga eftir að verða hluti þess liðs sem mun raða inn titlum undir stjórn
    Sir Kenny.
    Hvað breytingar á innviðum kommentakerfisins varðar þá mætti það vera betra. Textinn hverfur alltaf hægra
    meginn svo maður veit ekkert hvað er að gerast og verður að “entera” til að vita það.  Letrið er smátt og þó
    hægt sé “feitletra” þá kunni ég betur við það sem áður var.  Auðvitað mun þetta verða lagað í framtíðinni
    það efast ég ekki um.
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA

  63. Clark greinilega tekið varnarleikinn í gegn.
    Djö hlakkar manni til næsta season fyrst kallinn nær þessum árangri með “varaliðinu” okkar.
    En getur e-r snilli fundið út stöðuna í deild eftir að Daglish tók við??
    er agjör auli að finna svoleis

  64. arseblog

    Are people really suggesting Dalglish was out of order saying “piss off”?! It’s football, not the fucking ballet.

    Amen

  65. Staðan í deild eftir að Dalglish tók við Liverpool:
    Leikir:       Stig:    Mörk:F / A
    Chelsea         11           26           22 / 7
    ManU            12           25           27 / 13
    Liverpool       13           24           22 / 12
    Arsenal         11           22            21 / 9
    Everton         12           22            24 / 16
    Aston Villa     12           19           19 / 16
    Tottenham    10           17           13 / 11
    West Brom    12           17           21 / 23
    Fulham         11           16           14 / 11
    Birmingham  12            16           13 / 18
    Man City       10           14            17 / 14
    Bolton          10           13            12 / 14
    Wigan          12           13            14 / 20
    West Ham    11           12            17 / 20
    Wolves         11           11            15 / 22
    Newcastle      11           11            14 / 16
    Stoke           11           11             13 / 16
    Blackpool      14           8              20 / 37
    Blackburn     11            7              19 / 19
    Sunderland   11            5              10 / 23
     

  66. Það þarf nú meira til en taka við liverpool í Win-win stöðu og koma á réttan kjöl til að dást aða kk ekki sé ég en skemtmun í boltanum eða geggjaðan árangur. Eftir fokkið frá Hodgson hefði mörgæs unnið hug og hjörtu púllara og spurning hvort KK flýi aftur af hólmi þegar pressa og kröfur um annað en að halda liðinu í deildinni koma frá eigendum og áhangendum.  Wenger er auðvitað búinn að umbreyta Arsena í role model vel stætt og eitt best spilandi lið sem unun er að horfa á en hafa klikkað á úrslita-augnablikum í vetur og eiga skilið 2-4 sætið.  En meistardeild með MC eða Totturum ætti freka að vera ykkur áhyggjuefni. Ég trúi að leiðir liverpool og Arsenal séu að skilja og ekki að Arsenal sé á neinni niðurleið.
    kv jakob arsenalmaður sem þolir vælið í Wenger því hann er frábær stjóri

  67. Já Wenger er svo sannarlega góður að finna ódýra unga leikmenn og lætur liðið spila skemmtilegan en árangurslausan fótbolta. Eru ekki kominn einhver 6 ár síðan að seinasti titill skilaði sér til nallanna ?

    Og ekki veit ég hvað fær þig til að halda að King Kenny muni flýja eitthvað, hann er kominn til þess að vekja þennan sofandi risa og byggja upp stórveldi og koma með titla aftur á Anfield.
    Og miðið við spilamennskuna í gær þar sem að þið voruð á heimavelli og við með 2 17 ára gutta í vörn og marga meidda þá hef ég ekki áhyggjur af þessum litu nöllurum.

  68. Sigkarl. slökktu á vafranum þínum og ræstu hann svo aftur, þá ætti málið að vera leyst 😉

  69. Menn hljóta bara að vera að grínast þegar það er talað um að Daglish eigi að fara í bann. Hann er ekki að tjá sig við myndavélar (þó mér finnist bannið hjá Rooney líka bull) heldur að tala við annan mann og segir honum að drulla sér í burtu.
     
    Jakop Yfirmaður þú ættir nú að kynna þér aðeins betur sögu Kenny Daglish áður en þú ferð að bulla um að hann flýi af hólmi þegar einhver pressa er kominn á hann. Hann flúði ekki frá Liverpool heldur hætt eftir að hafa þurft að ganga í gegnum eitt erfiðasta tímabili í sögu Liverpool eftir Hillsborough slisið. Þú mátt alveg síðan koma með dæmi þar sem hann hefur flúið að hólmi eftir kröfu frá eigendum.
     
    Kenny Daglish hefur t.d oftar unnið deildina en Wenger(3) Daglish (4). Eini bikarinn sem Wenger hefur unnið oftar er FA cup.
    Wenger er vissulega góður í því að finna leikmenn sem kosta ekki mikið en hann hefur ekki unnið neitt síðan 2005  sem er verra heldur en árangur Liverpool.
    Og svona til gamans þá var meðalaldurinn í liði Liverpool töluvert lægri en meðalaldur Arsenal í þessum leik.

  70. Auðunn G:
    Og svona til gamans þá var meðalaldurinn í liði Liverpool töluvert lægri en meðalaldur Arsenal í þessum leik.

     
    Þú hefur greinilega ekki unnið heimavinnuna vel, meðalaldur byrjunarliðs Arsenal: 23,63 ár. Meðaladur byrjunarliðs Liverpool: 26 ár.
    Ef maður tekur varamennina með þá er meðaldur Arsenal 23,93 ár og Liverpool 25,21 ár.
    Ekki það að þetta skipti einhverju höfuðmáli en það frekar glatað að menn séu að slá um sig með einhverju svona bulli.

  71. Ég biðst velvirðingar á þessum mistökum. Var ekki búinn að reikna þetta nógu vel og gleymd t.d að taka markmennina með í reikninginn.

  72. Gefum okkur að þessar tölur séu réttar þeas að meðalaldur liverpool liðsins hafi verið slétt 26 ár. Hvernig getur aldur liverpool liðsins bara lækkað um 0.8 ár þegar Robinson kemur inn í staðinn fyrir Aurelio. Aurelio er 32 ára en Robinson, hvað 17. Það eru 15 ár.

    Jonjo kemur inn fyrir Carroll og þar munir væntanlega 5 árum. 19 og 24.

    Loks kemur Kyri inn fyrir Carra en carra er árinu eldri en hann.

    Samanlagt gera þetta 21 ár sem við deilum væntanlega niður á 11 leikmenn sem gerir rétt tæplega tvö ár. Við erum því væntanlega með lið inná í lokin sem er 24.1 árs svona hér um bil ?

    Er ég nokkuð að rugla hérna ?

  73. Athugaði að ég sagði að ef maður tekur varamennina með, ég reiknaði þá meðalaldur allra sem tóku þátt í leiknum.

  74. OK. en ef maður lítur á liðið sem var inná vellinum þegar flautað var til leiksloka þá vorum við væntanlega með yngra lið en Arsenal sem mér þykir býsna merkilegt.

  75. Væri kanski gott að setja upp Exel töflu hér svo menn getir reiknað meðalaldurinn… smá grín… Það sem skiptir mestu máli er að við náðum í eitt stig á erfiðum útivelli, ungu strákarnir eru að stnada sig vel… Daglish er að gera góða hluti með þetta lið… og við eigum bara eftir að verða berti og betri og það er bara gaman að horfa á liðið spila… Áfram Liverpool, YNWA…

  76. Arsenal

    liverpool

    Nafn
    aldur

    Nafn
    aldur

    szczesny
    20

    Reina
    28

    eboue
    27

    Flanagan
    18

    Koscielny
    25

    Skrtel
    26

    Djourou
    24

    Kuyt
    30

    Clichy
    25

    Spearing
    22

    Fabregas
    23

    Lucas
    24

    Nasri
    23

    Meireles
    28

    van Persie
    27

    Suarez
    24

    Song
    23

    Kyrgiakos
    31

    Arshavin
    29

    Shelvey
    19

    Bendtner
    23

    Robinson
    17

    meðal
    24,45455

    meðal
    24,27273

    Liverpool var með yngra lið á vellinum þegar flautað var til leiksloka.

    Tölurnar eru fengnar af Teamtalk.com

  77. þetta var í fallegri töflu í comment glugganum hjá mér
    meðalaldur liverpool leikmanna 24,27
    meðalaldur arsenal leikmanna 24,45

  78. Já ok gengur  EPL útá að vera yngstur í leikslok .  Þvílík vitleysa er þá kominn sigurgrundvöllur fyrir okkur saman  í einhverju. Hér er þó jákvætt að Carra hefur ótrúlega flottan fyrirliðasjarma og ég viðurkenni alltaf að þetta vantar í Arsenal , fyriliða með sál fyrir klúbbinn og virðingu fyrir starfi annarrra.  Carragher er mega flottur.

Byrjunarliðið gegn Arsenal

Breyting á ummælakerfi