Liverpool – Sparta Prag 1-0

Verkefni kvöldsins var Sparta Prag á Anfield eftir eitt leiðinlegasta 0-0 jafntefli sögunnar í síðustu viku.

Dalglish stillti liðinu svona upp:

Reina

Kelly – Agger – Kyrgiakos – Wilson

Lucas – Poulsen
Kuyt -Meireles – Cole
Ngog

Bekkur: Gulacsi, Pacheco, Jovanovic, Maxi, Carragher, Spearing, Skrtel.

Nokkrir leikmenn þarna að fá tækifæri til að sýna sig fyrir stjóranum eins og Poulsen sem var á miðjunni með Lucas, Joe Cole sem var á kanntinum og N´Gog sem fékk aftur tækifæri upp á topp vegna manneklu meðal sóknarmanna. Enginn þeirra greip þetta tækifæri.

Það er óhætt að segja að okkar menn hafi ekki verið að vinna neina yfirvinnu í bragðdaufum fyrri hálfleikinum sem var þó bæting frá fyrri leik liðanna. Ekki að það sé eitthvað hrós. Reyndar var alveg spurning um víti eftir rúmlega mínútu þegar varnarmaður Sparta fékk boltann óvart í höndina en það varð þó ekki.

Okkar menn voru mun meira með boltann allann hálfleikinn þó Sparta ætti inn á milli sæmilegar skyndisóknir. Kyrgiakos átti fínan skalla að marki eftir horn sem Blazek varði vel í markinu hjá gestunum. Fimm mínútum síðar átti Meireles gott skot rétt yfir eftir fínan sprett og fyrirgjöf frá Kelly sem var okkar langbesti leikmaður í fyrri hálfleik. Versti leikmaður vallarins David N´Gog fékk síðan besta færi hálfleiksins er hann kom sér loksins í góða stöðu og var einn á auðum sjó er Kuyt sendi boltann á hann inni í teignum. N´Gog sem var afar dapur skaut beint á markmanninn sem var síðan á undan hikandi Joe Cole í frákastið.

Lucas kláraði síðan hálfleikinn með ágætu skoti rétt framhjá markinu en það væri einmitt gaman að sjá tölfræði yfir það hvað hann hefur oft hitt á markið úr langskotum.

Hundleiðinlegur fyrri hálfleikur og Dalglish greinilega ósáttur og gerði breytingar strax….tók okkar besta mann, Martin Kelly (pottþétt meiddur), af velli og bætti einum miðverðinum enn inná, Jamie Carragher.

Seinni hálfleikinn hóf N´Gog með látum og undirstrikaði tvisvar hversu slappur hann hafði verið í fyrri hálfleiknum. Í seinna tilvikinu lagði Kuyt boltann fyrir hann en hann nánast hljóp framhjá honum. Ég biðlaði til æðri máttarvalda nákvæmlega þá, það var á tali.

Á 65.mínútu linaði Dalglish síðan þjáningar heimsbyggðarinnar og tók Poulsen af velli, blessaður maðurinn átti afleitan dag á miðjunni og átti fleiri misheppnaðar sendingar í fyrri hálfleik heldur en heppnaðar og var ekkert að bæta sig neitt umtalsvert í seinni hálfleik. Inná fyrir hann kom Jay Spearing sem greinilega er ennþá alveg í plönum Dalglish og var a.m.k. mun skárri en daninn.

Það sem gerðist næstu 30.mínútur leiksins hefur með öllu yfirgefið mig (fór að hugsa um skútu). Man að Kyrgiakos fór útaf til að fá plástur eftir samstuð við Repka sem fór að rífast við The Kop. Plástur á Kyrgiakosísku er auðvitað mun stærra mál heldur en hjá okkur hinum. Á meðan verið var að vefja Hercules þá meiddist Agger og fór útaf fyrir Skrtel fljótlega eftir að Grikkinn kom inná.

Meðan maður var ennþá að undra sig á því að N´Gog væri ennþá inná vellinum og að það hefði bara verið ein sóknarskipting í leiknum þá fengum við hornspyrnu sem okkar hættulegasti leikmaður Dirk Kuyt afgreiddi glæsilega í netið. 1-0 eftir hundrasjötíuogfimm mjög langar markalausar mínútur gegn Sparta Prag.

Þetta var meira hjúkkit heldur en fagn en sigur er sigur þó nokkuð ósannfærandi og leiðinlegur hafi hann verið.

Tek þó ekkert af N´Gog sem náði að klúðra dauða dauðafæri í uppbótartíma er hann nánast tæklaði Joe Cole sem var líka í færi.

Job done, Pólland eða Portúgal næst

Amen.

86 Comments

  1. Ertu að grínast Ngog, Wilson að spila sinn annan leik og bara klassa góður… Í svona leik er það liðið sem stendur upp úr baraátta og aftur barátta á móti frekar grófum mótherja…

  2. mér fannst þetta með betri leikjum Cole með LFC þó hann var greinilega búinn á því í restina en leikurinn var ömurlegur ekki mikil útflutningsvara.

  3. Ekki sammála gagnrýni þinni á Joe Cole fannst hann vera mjög góður í þessum leik.

  4. Það segir nú allt um leikinn að Babu var búinn að skrifa leikskýrsluna áður en flautað var af 🙂

  5. Meiddist Kelly eða hvað? Mér fannst hann bera af í fyrri hálfleik og er svo kippt út af.

  6. David N’nog mun ekki spila aftur í byrjunarliðinu, því Andy Carroll mun taka stöðu hans í þessari deild. Ég held Gummi Ben. hafi komist tvisvar ágætlega að orði í lýsingunni hvað N’Gog varðar: “Þessi drengur er ekki fædd markamaskína,” og “N’Gog væri farinn útaf ef það væri einhver á bekknum.”
    Í Christian Poulsen nenni ég ekki einu sinni að eyða orðum. Annars ekki sammála leiksskýrsluhöfundi, mér fannst menn spila af sinni getu, N’Gog rústaði sóknarleiknum með því að taka stanslaust vitlausar ákvarðanir, hann gat aldrei haldið boltanum og hvað þá komið honum frá sér.
    Það er alveg ljóst að það þarf að auka breiddina í þessu liði, við erum með flotta ellefu fyrstu en síðan zero. Ég er ekki sammála skýrsluhöfundi með JOe Cole, hann reyndi og barðist og virtist vera farinn að finna sig undir rest, hefði skorað úr fyrra skotinu sínu ef (og þið vitið hvaða nafn kemur næst) N’Gog hefði ekki tekið boltann af honum.
    Þetta var erfiður leikur þar sem andstæðingarnir voru skynsamir í leikbrotum, héldu tempóinu á sínu “leveli” og Liverpool má raunar bara vera sátt við sitt miðað við manneklu.

  7. Cole verður aldrei stjarna innan um meðalsóknarmenn. Með góðum sóknarmönnum er hann virkilega hættulegur, ég er því ekki tilbúinn að afskrifa hann og hlakka til að sjá hann í liði þar sem carroll og suares eru með honum. Cole fannst mér betri í dag en oft áður, einkum í seinni hluta seinni hálfleiks og hann hefði skorað ef Ngog hefði ekki á glæpsamlegan hátt rænt af honum marki í uppbótartímanum.

    Ngog var alveg arfaslakur í dag og ásamt Poulsen hlýtur að teljast til (ó)manns leiksins. Gummi Ben tönglaðist á því með þá tvo að það nægði ekki að vera ungur ef þú ert laus við hæfileika. Ngog er ekki laus við hæfileika en hann virðist engan veginn vera að sýna sitt besta sem efsti maður uppi á topp. Vera kann að þetta sé leikkerfið og aldur hans en svona frammistaða gengur ekki sem fremsti sóknarmaður Liverpool. Honum gekk talsvert betur undir stjórn Hodgson og einn af fáum sem mögulega sýndi betri spilamennsku undir hans stjórn. Ég held því að hann verði látinn fara í sumar fyrir ágætis pening og sé þar með þakkað fyrir hans framlag. WBA verða kaupendur.

    Annars frekar leiðinlegur leikur að horfa á, úrslitin ánægjuleg og þar með ætla ég að hætta að hugsa um þennan leik og hlakka frekar til leiksins á móti West Ham.

  8. Joe Cole er að stiga upp úr meiðslum og er að spila sínar fyrstu 90 mín í langan tíma, sýndi oft á tíðum fína takta, og ég er ekki samála því að hann hafi verið lélegur, við vorum að spila á móti liði sem er með fanta góða vörn fær ekki mikið af mörkum á sig, þannig að sigur í svona baráttu leik er bara gott… Ef einhver leikmaður var lélegir en annar þá var það Poulsen og ég legg til að við gefum hann til góðgerðarmála… og það strax… Við erum komnir áfram og það er það sem Daglish mun telja númer eitt annað mun hann ekki ræða svo mikið….

  9. Ég held að Kelly sé minn uppáhalds. Mikill hvalreki þar á ferð næstu tíu ár.
    Joe Cole fannst mér fínn en það hentar honum að hafa meira af hæfileikum í kringum sig (hóst).
    Nú veit Ngog að hann fer í sumar.

    Hefði verið mikið turnoff fyrir King Kenny að mæta aftur í evrópuboltan með LFC eftir 20 ára pásu og skottast jafn hratt út.

  10. Jamm það var gaman að sjá að Joe Cole virðist eitthvað vera að koma til en djöfuul var að sjá hvað hann var gjörsamnlega búin á því þarna eftir sprettin í lokin hann var eins og stóreykingarmaður eftir maraþon en það væri fínt að fá hann í form svona í lok leiktíðar og hann hafði örugglega gott af þessum 90 mínútum en það sást langar leiðir að hann hefur ekki spilað 90 mín í svona c.10 ár

  11. Góður sigur. Vá hvað mig hlakkar til að sjá Liverpool með Gerrard, Carroll og Suarez í byrjunarliðinu. Munar um minna.

  12. Sælir félagar

    Ég er að mestu sammála leikskýrslu Babu en þó fannst mér Cole vera að koma til. Hann barðist allann tímann og var gjörsamlega sprunginn þegar hann fékk færið einn á móti markmanni, að vísu undir pressu en hefði klárað það færi minna þreyttur og í betri leikæfingu.

    N’Gog er kapítuli útaf fyrir sig. Háðsglosa Kobba#1 er góð en í alvöru, maðurinn stendur langt niður úr öllu sem ofan jarðar er. Þvílíkt og slíkt!

    Annars góður sigur þó langsóttur hafi verið. Það er skelfilegt að vera framherjalausir í þessarri keppni og ég hlakka til að sjá Carrol þar í stað neðanjarðarmannsins N’Gog.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  13. Ég fattaði nú ekki fyrr en ég las þetta yfir aftur að ég hefði verið að gagnrýna Joe Cole svona mikið!

    Breytir því þó ekkert að mér fannst hann ekkert grípa tækifærið neitt æðilega vel neitt þó hann hafi verið mikið betri en þeir bræður Poulsen og N´Gog.

    Reyndar var enginn eitthvað að bera af í þessum leik.

    En þeir sem ég tók fram í upphafi skýrslunnar, Poulsen, Cole og N´Gog eru að fá þarna tækifæri hjá Dalglish sem þá hefur vantað og maður virðir aðeins við þá að vera ekki alveg 100% match fit.

    Ég sé samt ekki að Poulsen verði mikið fleiri mánuði leikmaður Liverpool, hann er langt frá því að vera nálægt því að vera nógu góður og er einfaldlega fyrir mönnum eins og Spearing, Shelvey og Pacheco.

    N´Gog er núna að spila þriðja leikinn í röð og ef hann er ekki betri en þetta gegn ekki sterkari andstæðingum en Sparta Prag þegar hann fær sénsinn þá sé ég hann ekki einu sinni fá séns í Chapinonship deildinni. Þessi leikur var samt extra ömurlegur hjá honum.

    Joe Cole þarf síðan að fá leiki, það er ljóst. Þetta er greinilega mjög góður leikmaður en það er löngu orðið þreytt afsökun að hann sé að stíga upp úr meiðslum. Hann hefur verið að því sl. 5 ár.

  14. Sammála nr: 12…. Kelly er framtíðar leikmaður og það verður erfitt að velta honum ur sessi…
    en getur einhver sagt mér afhverju honum var skip út… var að mínu mati að standa sig fanta vel…

  15. Magnað atvik undir lokin þegar Joe Cole var búinn að koma sér í færi og var við það að setjann með hægri fæti, nei nei þá kom Ngog og tók færið af honum með verri fætinum sínum, ef að hann hefur einhvern verri fót, sennilega jafn slakir þessir fætur á Ngog, shit hvað maðurinn er slakur

  16. dirk kyut er lelegur eigum ad selja hann.poulsen var okkar besti madur

  17. Bar í ganni saman hópana hjá Liverpool og City í kvöld. Okkar hópur kostaði 53.3m punda samkv LFC History en hópurinn hjá City 242,9m punda ! Segir meira en mörg…….

  18. Joe Cole leit bara fantavel út, hann þarf bara að koma sér í form aftur og David N´Gog myndi varla fá spila tíma í blue sqaure north á meðan við svona frammistöðu ! virkilega svekkjandi að sjá Aggerinn haltra útaf… klárlega skemmtilegasti miðvörðurinn okkar, ef ekki sá besti !

  19. Erum við þá að fara að mæta sigurvegaranum úr viðureign Braga – Lech Poznan í næstu umferð ?

  20. Poulsen var að vinna mjög vel. Hann vann óeigingjarna vinnu og stoppaði oft sóknir andstæðingana. Látið manninn í friði þó hann sé danskur.

  21. Babu, miðað við það sem Dalglish hefur sagt þá á Joe Cole inni nokkra leiki. Hann þarf að komast í leikform og verði ekki dæmdur af þessum leikjum á móti Sparta. Joe Cole er einfaldlega þannig gæðaleikmaður að hann þarf ekkert brjálæðislega mikið að “sanna” sig eins og til að mynda N’Gog, sem ég fullyrði að fer í sömu grúppu og Voronin (man einhver eftir þeirri umræðu þegar Voronin og Torres voru sagðir eitt hættulegasta sóknarparið á Bretlandi?). Dalglish sagði síðast í dag að Cole þyrfti bara að komast í leikform og þá væru þeir “geim” því hæfileikar glötuðust ekki.

  22. Hvað var norðlendingurinn að reykja ?

    Pacheco hlýtur að vera ansi lélegur víst hann fær ekki mínútur í fjarveru Carrol & Suarez. Ég hef nokkrum sinnum sagt að ég væri til í að halda N´gog hjá LFC en þá sem þriðji kostur … eftir síðustu tvo leiki þá vil ég fá einhverja stráka úr vara- og unglingaliðinu á bekkinn frekar en greyjið N´gog. Maðurinn er einfaldlega ekki af því kaliberi sem við viljum sjá hjá LFC, ekki einu sinni á bekkinn.

    Miðjan hjá okkur hlýtur að vera eitt af forgangsatriðunum í sumar – bölva því hvað eftir annað að hafa ekki náð að klára Adam dæmið í janúar.

    En guð sé lof að þetta er líklega síðasti leikurinn sem N´gog byrjar í þesari keppni – Carroll ætti að vera orðin klár fyrir 16 liða úrslitin.

    Kyrgiakos blæddi meira en flestir aukaleikararnir í Gladiator gerðu hérna um árið. Það eina sem vantaði uppá var að brjóta nefið.

    Annars fannst mér Cole líklega einn af okkar bestu mönnum, ekki margir sem spiluðu vel heilt yfir. Kelly er að verða hörkuleikmaður, er virkilega fljótur þegar hann er kominn af stað og með fína krossa.

    Nú er bara að fá Gerrard til baka, Suarez inn í stað N´gog, Carroll á bekkinn og sækja 3 stig í leiknum gegn West Ham um helgina. YNWA

  23. Slök framistaða en sigur engu að síður og þetta ætti að batna til muna þegar Gerrard kemur til baka og Carroll er á toppnum í staðinn fyrir Ngog.

    Afhverju er Suarez hinsvegar ekki gjaldgengur í þessari keppni? Ef að Torres getur spilað fyrir Chelsea í CL!

    ps.
    Myndin af Caragher í skýrslunni er mynd ársins, ég sprakk úr hlátri þegar ég sá hana 🙂

  24. Nokkrir punktar sem standa upp úr annars arfaslökum leik:

    Kyrgiakos var blóðgaður tvisvar í framan, það hefur bara verið hressandi og hann var ennþá meiri töffari með rautt ennisband.

    Kelly átti stórkostlegan fyrri hálfleik.

    Ngog verður seldur í sumar, þetta er líklega versta frammistaða framherja hjá Liverpool í mörg ár. Hann lofaði góðu í fyrstu leikjum tímabilsins en hefur hrapað niður í ekki neitt, hann veit auðsýnilega manna best sjálfur að hann hefur ekkert í Suarez og Caroll að gera.

    Cole var með skárra móti en var greinilega búinn á því í lokin

    Enn og aftur tek ég ofan fyrir markaskoraranum hr. Harðfylgi, ég bara skil ekki hvernig menn geta endalaust drullað yfir hann, í mínum huga er hann á leið með að komast í flokk innfæddra með Carragher og Gerrard – með Liverpool hjarta og sál. Hverjum er ekki sama þótt maðurinn sé ekkert tæknitröll, hann er gaur sem reynir alltaf og það skilar sér ýmist með stoðsendingum eða mörkum eins og í kvöld. Ekki gleyma því að sigurmark hans þýðir að við liðið þurfti ekki að spila þrjátíu mínútur til viðbótar í kvöld, vító tekur líka sinn toll og næsti leikur eftir þrjá daga. Það er á kvöldi sem þessu sem ég er ánægður með nafnið á heimiliskettinum – Kuytur.

    Og ég er virkilega farinn að hlakka til sunnudagsins, Suarez, Carrol, Gerrard …

  25. Nr. 25

    Sammála þér að öllu leyti þarna og leikurinn í dag dró ekkert úr því.

    En ef það fer ekki að koma að þessum 10-15 leikjum hjá Cole án þess að meiðast þarf að senda hann til Gala fljótlega eins og við gerðum við upprunalegu útgáfuna af Kewell.

  26. Ég héllt að Stallone væri að koma inná þegar Kyrgiakos kom aftur inná? fokking vígalegur RAMBO!!! vil sjá hann taka upp svona band alltaf!

  27. ég fagna nú bara sigri liðsins og er alveg sama þó leikurinn hafi verið leiðinlegur.

  28. Kelly maður leiksins alveg 100% djöfull er drengurinn að standa sig! Fannst það eiginlega eina sem var gott við þennan leik fyrir utan auðvitað að vinna leikinn. Reyndar líka sáttur með að Wilson fékk aftur séns, enda stóð hann sig bara fínt í báðum leikjum.

    Ruslafata leiksins fer til Ngog og Poulsen í öðru sæti þar. Þessir menn verða bara að fjúka í sumar..

    Eitt annað sem mér fannst leiðinlegt, með að Pacheco sé ekkert að fá séns hjá King Kenny. Hefði viljað að hann fengi nokkrar min allavega.. Meiðsli varnamanna okkar komu kannski í veg fyrir það, en samt hann er ekki búinn að spila min undir stjórn King Kenny.

    Eeeen sigur er sigur! Hverjir eru þetta annars sem við gætum spilað á móti næst?

  29. Meireles klárlega maður leiksins! og Ngog vá hvað hann er lélegur! þvílík dauðafæri sem hann fékk!

  30. Ngog ja hérna hér er hægt að selj´ann, verður ekki bara að gef´ann, múhahahahahah, en hverjum er hægt að gera svo slæmann grykk?

  31. Braga (frá portúgal) er 2-0 yfir á heimavelli eftir að fyrri leikurinn endaði 0-0 í póllandi! þannig að það lítur allt út fyrir að við förum til portúgal næst! 10 mín eftir af leiknum.

  32. Common Dabbi, Meireles gat ekki blautan frekar en nokkur á miðjunni eða fyrir framan hana. Kelly var maður alls leiksins þó svo hann hafi bara spilað 45 mín. í öðru sæti var Agger. Allir hinir ættu að fara á sendingar og móttöku námskeið í 14 mánuði hjá Barcelona skólanum. Ngog hefur aldrei getað neitt, hefur aldrei getað tekið á móti bolta og gæti ekki þvælt stöðumæli.
    Svo þurfa allir þessir kallar að fara að taka lýsið sitt og Dalglish þarf að fara að gera sér grein fyrir því hverjir eru nógu góðir fyrir PL, hverjir eiga skilið að vera í byrjunarliði og hverjir ættu bara að spila Fifa 2011 heima hjá sér.

  33. kiddi k, Dalglish er að nota þá leikmenn sem hann hefur. Það er augljóslega ekki úr auðugum garði að gresja. Þessi leikur hefði tapast undir stjórn Hodgsons.

  34. Jesús seljid N gog núna hann gat ekki rass og pulsan líka, sammàla ad Cole verdur betri tegar hann fær Carrol og Suarez til ad vinna med ,annars vantar allan sóknarleik . get ekki bedid ad fà nylidana til leiks.

  35. reyndar endaði fyrri leikurinn 1-0 fyrir lech poznan en seinni endaði 2-0 fyrir Braga þannig að það er Braga

  36. Með þáttöku sinni í leik kvöldsins náði Carra þeim einstaka árangri að verða leikjahæðstur Breta í Evrópukeppni.

    Carra hefur þá spilað 137 Evrópuleiki, sem er einum leik fleira en Ryan Giggs 🙂

    Til lukku með það elsku Carragher 🙂

  37. Babu, klárlega…. maður krossar bara fingur og vonar að Cole haldi sér heilum út þetta tímabil því þá höfum fengið “nýjan” mann. Ég held að það leiki enginn vafi á því að kerfið sem Dalglish spilar henti Cole mun betur og mann dreymir um að sjá hann og Gerrard, Meireles, Suarez og Carroll saman.
    Stóri munurinn á Carroll og t.a.m N’Gog er að Carroll getur tekið á móti boltanum, beðið með hann þar til miðjan færir sig ofar og skilað honum á réttan stað, það gat N’Gog aldrei í þessum tveimur leikjum en, eins og grátlegt og það kann að hljóma, til þess var hann í liðinu.
    Ég er jafnframt sammála því sem einhverjir hérna höfðu á orði að það þarf að styrkja miðjusvæðið með góðum miðjumönnum. Lucas er að verða frábær “stopper”, er farinn að læra að brjóta upp sóknir andstæðinga en láta minna fyrir sér fara í mikilvægum sendingum, eins og Mascherano gerði hvað best. En við þurfum meiri “sköpun” inná miðsvæðis og svei mér þá ef eitt af stærstu klúðrum Hodgson hafi ekki hreinlega verið að senda ítalaskrattann burt og treysta á Poulsen (minnir óneitanleg á þegar Houllier sendi Anelka burt og bauð uppá El hadji Diouf).

  38. Hlakka til næstu skýrslu og hyggst telja Bragabrandarana hjá Babú. Skora á hann að setja 13 Bragabrandara í skýrsluna.

  39. Þar sem ég er alnafni Braga Brynjars mun ég láta sem allir þessir brandarar séu miðaðir á mig!

    En að frekar daufum leik sem þó hafði nokkur góð færi að bjóða, Mereiles með bombu í fyrsta hátt yfir, skalli Herkúlesar sem markmaður Sparta varði mesistaralega, óteljandi klúður N’gogs og síðast en ekki síst skalla meistara Kuyts.

    Ngog þarf að bola úr liðinu hið snarasta. Ég hef engan áhuga á að láta hann spila til að halda einhverju verðgildi því hans framlag er ekki neitt, eða eiginlega mínus því hann rústar marktækifærum annarra, t.d hjá Cole… Hins vegar fannst mér Kuyt gera allt sem hann gat til að gefa N’gog tækifæri til að skora og vinna sig inn í leikinn, greinilegt að hópurinn er að reyna að hjálpa hvor öðrum, en frakkinn klúðraði hverju einasta tækifæri. Á meðan Carroll og Suarez geta ekki spilað á Kuyt að vera toppurinn okkar, shit eða bara Jovanovic!

    … Allavega ekki N’gog sem ekkert getur

  40. Núna fer þessi Evrópudeild að verða athyglisverð. Lið eftir í pottinum sem hafa held ég öll sömun verið viðloðandi meistaradeildina flest tímabil. Þannig að styrkleikinn hefur jukist til muna !

    Góður sigur og frábær byrjun hjá Dalglish í Evrópu. Það þarf að leiðrétta Trausta two times hér að ofan að þetta er náttla engin 20 ára endurkoma hjá Dalglish í evrópukeppni sem stjóri Liverpool, þetta er frumraun hans !

    YNWA

  41. Hrikalega leiðinlegur leikur, sá reyndar bara seinnihálfleik en djöfull var hann leiðinlegur.

    Ég skil gagnrýni á N’gog í þessum tvem leikjum, en við verðum aðeins að skoða lengra aftur í tímann. Í byrjun tímabils skoraði hann grimmt, úr allskonar færum. Ef við lítum aðeins á mennina sem eiga að fæða hann, þá vorum við með þreyttann Cole sem hefur ekki spilað lengi, Kuyt sem er tæknilega þroskaheftur og með lélegar fyrirgjafir (dæmi: komst framhjá bakverðinum með sinni harðfylgi, er alls ekki að gera lítið úr því, var aleinn og nægur tími fyrir góða sendingu fyrir þar sem N’gog, sem er sterkur skallamaður, og Cole voru mættir. Boltinn fór útaf hinummeginn!!) og síðan var miðjan hrikaleg, með tvo leikmenn sem hafa ekkert auga fyrir spili, en eru duglegir einsog flestir hérna á spjallinu fýla meira en hæfileika. Svo þreyttur Meireles sem hefur spilað alla þessa 8 leiki ef mér skjátlast ekki.

    Við skulum aðeins bíða með að hengja manninn, tveir leikir slakir, allt liðið að spila illa og hann Aleinn uppá topp með ekkert backup. Fékk boltann oft í lappir og skilaði honum fínt frá sér, en svo kom ekkert, engar stungur, ekki neitt. Bara háir boltar úr vörninni. Fyrir utan það að allir leikmenn fá sitt “down” tímabil, Gerrard(í fyrra), Torres(í haust), Reina(í byrjun tímabils) og Meireles hafa allir átt þannig. Gat Torres eitthvað í haust þegar við vorum að spila kick’n run ala Hodgson? Nei, ekki blautann.

    Síðan er einn punktur sem mig langar að benda á eftir litríka Lucas umræðu um daginn. Mig langaði að sjá mann sem hefur eitthvað annað en að vera duglegur inná miðjunni. Menn tala um að Lucas sé holding og það sé hans hlutverk að stoppa sóknir. Gott og vel, hann gerir það ágætlega, en allt annað er ömurlegt frá greyinu. Hver man eftir skoti sem hitti á markið frá honum? En málið er að það virðast allir fýla Agger hérna inni. Það sem ég er að benda á er að Agger er góður í löppunum, hann er eini miðvörðurinn sem kemur boltanum í lappir á mönnum í stað þess að negla fram, og hann góður varnarmaður. Afhverju í andskotanum getum við ekki fengið þannig holding-midfielder? Sem getur bæði spilað boltanum, fínt touch og er góður tæklari/stoppari.

    Annars lofar framhaldið góðu, hlakka til að sjá Suarez – Carroll – Cole framlínu með Meireles og Gerrard fyrir aftan þá. N’gog er fínn uppá breidd.

  42. Ég var eiginlega farinn að vorkenna N’gog undir lokin, þetta var svo ámátlegt og aumkunarvert hjá honum, blessuðum drengnum. Af hverju honum var ekki kippt af velli og Pacheco leyft að sandkassast aðeins frammi með Kuyt er eitthvað sem ég fæ aldrei skilið. Ég er ansi hræddur um að Liverpool þurfi að borga með honum í sumar til að losna við hann.

  43. N´gogg var klárlega besti maður Sparta í leiknum. Bjargaði t.d. stórkostlega þegar Cole var kominn 1 á móti markmanni.

  44. @HJBrynjólfsson #49

    Það má gagnrýna Kuyt fyrir margt, en lélegar sendingar er ekki eitt af því! Ég man eftir þessari fyrirgjöf sem þú vísar í og hún var vond, enda ekki við að búast að allar fyrirgjafir séu góðar, sama hvort þú heitir Ronaldo eða Brynjólfsson.

    Kuyt hefur átt fjölmargar frábærar fyrirgjafir, jafnvel í fyrstu snertingu, hér eru nokkur dæmi sem ég mundi eftir í flýti.

    http://www.youtube.com/watch?v=CUH5Fv3CZhA&feature=related – Benfica

    http://www.youtube.com/watch?v=QjP8c3HCM3o – Man Utd, er á 4:16

    http://www.youtube.com/watch?v=2noklcKwdJA&feature=related – Suarez 5:12, eftir fína sendingu frá Kuyt…

    Annars skaltu bara horfa á þetta vídjó: http://vodpod.com/watch/3645859-dirk-kuyt-goals-assists – mæli sérstaklega með 1:08…

    Þú hefur auðvitað rétt á þinni skoðun kallinn minn, sama hve asnaleg mér gæti þótt hún vera. En í mínum bókum er það bjánalegt að hrauna yfir Kuyt (sem btw, skoraði sigurmarkið og bjó til flest öll færin sem Ngog klúðraði í kvöld) á sama tíma og hanskinn er tekinn upp fyrir frakkann “unga”. Talandi um að líta aðeins aftur í tímann þá hefur Hollendingurinn gert þúsundfalt meira fyrir okkur en frakkinn er líklegur til að gera nokkurn tímann. Svo er ekki heldur samansem merki á milli þess að vera hávaxinn og að vera góður skallamaður, Ngog á oft í stökustu vandræðum með að skalla bolta niður fyrir þessa 4 metra sem maðurinn er…. hinsvegar skoraði Kuyt með skalla… eins og hann hefur oft gert, án þess að vera risi.

    Sorry með mig, Þetta Kuyt hatur er mér einfaldlega óskiljanlegt, sérstaklega þegar maðurinn var okkar hetja!

  45. Hundleiðinlegur leikur Joe Cole að gera fína hluti þarna og svo David Ngog að drulla upp á bak og stela svo upplagðu skotfæri sem J Cole var búinn að koma sér í ég giska að Ngog verði seldur i sumar enda bara ekkert að standa sig i framlínuni flott að sjá lucas að hann er buinn að eiga 3 langskotið sitt a markið a leiktíðinni færist nær og nær hja honum greinilega verið að æfa sig á Melwood næst ma hann æfa sig i löngum sendingum

  46. En Repka vs. the Kop, ha? Án efa hápunktur leiksins (að markinu frátöldu).

  47. Poulsen – N’gog….ætla að gráta mig í svefn! Hvað eru þeir að gera á Anfield?

  48. Kiddi K hvað meinaru hann var með magnaðar sendingar allan leikinn vantaði bara men til að taka við þeim

  49. Dagur að líka Ngog við Henry er sorglegt, þar ekkert að tala meir um það…..

    Sammála mörgum hérna að Cole hafi verðið fínn, klártmál að hann getur hjálpað Liverpool að brjóta varnir niður. Hann þarf bara að koma sér í betra form og fá fleiri mín. Hef trú að hann komi sterkur inn ef hann meiðist ekki.

    Enn kemur Pacheco ekkert inná, væri til að sjá kauða spreyta sig en vissulega treysti ég Kenny 110prósent. Hann spilar þegar hann er tilbúinn, hann kjötar sig upp í sumar og kemur sterkur inn næsta tímabil.

  50. Það má nú líka alveg minnast á að það var var uppselt á Anfield fyrir leikinn…….smá fréttir þar á ferð

  51. Tek það nú ekki af Ngog að hann var duglegur að koma sér í færi eins og oft áður, en honum er gersamlega fyrirmunað að skora og ef hann skorar eru það frekar tilgangslaus mörk. # markið á lokamínútu í 3-1 sigri eða eina markið í 3 1 tapi. Ekkert við svona menn að gera

  52. Það var fyrir öllu að komast áfram,mér fannst cole fínn og á eftir að reynast okkur góður á lokasprettinum svo framarlega sem hann verður heill heilsu og ég held að öllum sé ljóst að Ngog og Poulesn eiga einga framtíð hjá Liverpool.

  53. Það jákvæðasta við þennan leik er að maður getur farið að hlakka til pistils Babu um næstu andstæðinga, Braga.

  54. Ég er nú engan veginn tilbúinn að hengja N’Gog fyrir sína frammistöðu undanfarið.
    Þessi strákur þarf að fá að spila reglulega og þar sem að við myndum ekki fá mikla peninga fyrir hann þá vonast ég til að hann verði frekar lánaður næsta tímabil til annars liðs í Úrvalsdeildinni og þá er ég viss um að við myndum sjá miklu betri leikmann.

  55. Það er bara þvílík byrjun á deginum að koma hérna inn og lesa hvað menn hafa að segja… einhvern vegin kemur manni í gott skap…. að lesa mismunandi sýnir manna á hlutina…. held að þetta sé ein besta síðan sem finnst á vefnum…

    Mig langar aðeins að tala um Ngog, hér eru menn búnir að hrauna yir hann eins og hann geti ekki neitt og sé bara arfa slakur sama hvað. Ég ætla ekki að þræta fyrir það að síðustu leikir hafa ekki verið neitt spes hjá honum. Hér eru menn að tala um að hann geti ekki tekið á móti boltanum og þar fram eftir götonum… Ég er ekki sammála þessu og held að hann sé með betri mönnum að taka á móti bolta, sjáum til að mynda Kuyt, hversu oft skeður það að hann fær sendingu og þegar hann reinir að stoppa boltan þá hrekkur hann of langt frá honum “mjög oft”. Ngog þarf að vera grimmari á boltan það er alveg á hreinu, en að segja að hann geti ekkert er bara ekki rétt að mínu mati… Ngog er að mér finst flinkur leikmaður en eins og ég segi þá vantar hann meira sjálfstraust og meiri grimd… Hann skoraði mörk í byrjun tímabilsins og þá voru allir ánægðir eins og gefur að skilja, en sjaið hvað stjórin gerir, hann talar sýna menn upp eins og góðri stjórar gera…. Hafa menn svo mykið verið að tala um frammistöðu Kuyt í fyrri leiknum við Spörtu Prag, maðurinn hreinlega gerði upp á bak hann var svo lélegur… en lítið fór fyrir þeirri umræðu… afhverju ? Þetta eru bara mínar hugrenningar, held að við þurfum stundum að horfa á heildar myndina…. Joe Cole er búinn að ver mikið meiddur og samt er búið að tala um að hann hfai floppað hjá LFC…. Og enn og aftur kemur stjórinn og segir mönnum að vera rólegir… maðurinn er að stíga upp úr meiðslum og verður varla dæmdur af einum leik… hann var alveg búinn á því í þessum leik og það var aldrey hugmyndin að spila honum allan leikinn samkvæmt því sem Daglish segir, en meiðsli manna í leiknum urðu til þess að svo þurfti að vera. Hann (Joe Cole) sýndi í þessum leik að hann kann alveg að spila fótbolta og hann verður bara góður kostur fyrir okkur þegar Gerrard, Merieles, Carrol, Suarez eru allir farnir að spila saman… þá held ég að við verðum bara mjög skæðir fram á við….

    Það væri hægt að halda áfram endalaust og þilja upp hvað sé gott og slæmt en sjáum björtu hliðarnar, við erum á réttri leið undir stjórn Daglish, Steve Clark, Sammy Lee og co… Heilt yfir eru umræður hér alveg mjög góðra og eins og ég sagði fyrr þá er þetta ein besta síðan sem maður kemur inn á (allavega er hún upphafssíða hjá mér) pennarnir sem skrifa hér eru mjög góðri og þeir eiga bestu þakkir fyrir.

    Nú er West Ham á sunnudaginn og þann leik verðum við að vinna og þá er sjálfstraustið í botni fyrir leikin á móti fucking (afsakið orðbragðið) Man Utd… og það leik verðum við að vinna og þá verða all flestir okkar menn vonandi orðnir heilir og við óstöðvandi… Jæja félaga ég vona bara að þið egið góðan dag og sama hvað á dinur…. ÁFRAM LIVERPOOL,… YNWA..

  56. Mér fannst við leyfa þeim alltof mikið að vera með bolta og ekki pressa þá nógu hátt. Ngog var ekki í gír í kvöld og vonanaðist maður að honum yrði skipt útaf en meiðsla vandræðin í vörninni virtust vera helsta áhyggjumál Kóngsins.

    Varðandi Cole vaknaði hann aðeins þegar voru 10 mínótur eftir en sást eiginlega ekkert af viti þar áður.

    Dirk Kuyt maðurleiksins fyrir að koma tuðrunni í netið, enda var skálað fyrir honum á mínu heimili í gær fyrir þetta mark.

  57. Ósammála að þetta hafi verið bragðdaufur leikur, sérstaklega fyrri hálfleikurinn sem mér fannst vera bráðfjörugur. Það voru strax komin fleiri færi í þessum leik eftir 5 mín heldur en eftir 90 mín útí Tékklandi ! Annars fannst mér Ngog alveg hræðilegur og undra ég mig á því að Pacecho hafi ekki fengið að koma inná í stað hans. Það segir líka sitthvað um sóknartilburði okkar að það hafi mest allt fallið niður í sóknarleiknum hjá okkur þegar hægri bakvörður okkar var tekin útaf í hálfleik. Er hann meiddur ? Ég hélt kannski að Kenny hafði tekið Kelly útaf til að hvíla hann fyrir West Ham, Kelly var örugglega búinn að keyra sig út þessar 45 mín sem hann spilaði. En við erum komnir áfram ! Vonandi förum við alla leið í úrslitaleikinn !

    YNWA

  58. Þetta var svakalega erfið fæðing en hafðist sem betur fer. Martin Kelly var frábær í fyrri hálfleik. Veit einhver af hverju hann var tekinn útaf í hálfleik? Stórfurðulegt, hann hlýtur að hafa verið meiddur. Ég tók reyndar ekki eftir því að hann hefði meiðst í fyrri hálfeik og hef ekki lesið neitt um meiðsli hjá honum.

    Dirk Kuyt var Dirk Kuyt. Frekar hæfileikalaus fótboltamaður sem kemst áfram á því að vera með baráttuanda og gott þol. Hann skoraði samt markið sem kom okkur áfram. Vel gert hjá honum.

    Gaman að sjá Joe Cole spila. Vona að hann verði áfram í byrjunarliðinu. Joe Cole í formi yrði himnasending fyrir Liverpool. Poulsen var slakur og Lucas sást ekki. NGog var duglegur að koma sér í færi en nýtingin var hrikaleg. Vörnin stóð sig vel og flott að Wilson fái tækifæri. Það fór samt í taugarnar á mér hvað hann var alltaf að dæla löngum boltum fram. Þessar sendingar tókust aldrei hjá honum og svo er þetta einfaldlega hundleiðinlegur fótbolti. Ég mæli með að Wilson fari að æfa með Daniel Agger á næstunni. Daninn gæti kent honum ýmislegt. Veit einhver annars hvað kom fyrir Agger? Er hann mikið meiddur?

  59. Sælir aftur félagr
    Gengi Liverpool síðan Daglish tók við hefur verið með þvílíkum ágætum að maður er farin að brosa og hlakka til leikja liðsins, eitthvað sem var ekki til staðar þegar RH var að stjórna, enda vað það eiginlega óstjórn frekar en hitt. En það sem mig langaði að segja er að við sem hér komum inn og segjum okkar skoðanir á liðinu sem við allir elskum og daum er bara frábær vetvangur sem ber að þakka óegingjörnu starfi þeirra sem þessum vef halda úti. Það kostar peninga í daga að gera hlutina sama hversu lítið það er, ef ekki eru til peniga þá verður ekkert til svo einfalt er það… Einhvern tíman var að mig minnir (leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál) að forsvrsmenn þessa vefs óskuðu eftir aðstoð frá okkur sem komurm hér inn reglulga og setjum fram skoðanir okkar á málefnum Liverpool Football Club. Á þeim tíma lagði ég EKKI neit í púkið, hvers vegn veit ég ekki en alla vega þá hef ég verið að velta þessu fyrir mér, ég kem hér inn og ætlast til þess að hér sé síða sem ég get sagt mitt álit á ýmsu er varðar Liverpool og því sem klúbbnum tengist. Það er meira en að segja það að halda þessu úti og einhvervegi er ég að vakna til lífsins með að það væri kanski rétt að leggja eitthvað af mörkum til að létta undir með þeim sem halda þessum vef úti, ég ætla ekki að hugsa þá hugsun til enda ef þessi vefur væri ekki til… það væri eins og að missa barnið sitt, það er einfaldlega að manni fist maður vera orðin hluti af samfélagi sem er til þess fallið að létta manni lundina frá degi til dags, stundum eru hér jákvæðar fréttir og stundu neikvæðar svona eins og gengur og gerist í lífinu…

    En eins og ég sagði áður þá tók ég EKKI þátt í því að leggja þeim sem halda þessum vef út neina aðstoð til hand svo þetta sé möguleg. Og gleimurm því ekki að þeir sem skrifa hér inn eru að gera það fyrir það eitt að elska þetta félag, fyrir það hafið þið mínar bestu þakkir og ég veit að það eru fleirri sem eru sama sinnis. Ég vill leggja þessum vef til fé svo hægt sé að halda honum úti og það er von mín að hann verði hér um ókomna tíð. Máltakð segir margt smátt gerir eitt stórt, (sé bara nóg af því)… Ef við sem komum hér inn leggjum allir í púkk 500 kr. t.d. á mánuði eða annan hvern mánuð… erð það bara til þess fallið að gott verður betra. Þessi upphæð ætti ekki að vera til þess fallina að valda neinum það miklum erfileikum (að ég vona allavega). Ég geri mér fulla grein fyrir að það er misjöfn fjárhagsstaða hjá hverjum og einum og er þetta bara tillaga sem ég vona að þið takð allir/öll vel i, Það væri svo í höndum þeirra sem halda úti vefnum að sjá um að setja upp upplýsingar á vefnum til að gera okkur kleift að koma þessu framlagi til skila. Til að setja þetta af stað þá (þegr og ef upplýsingar um t.d. inlagsreikning yrður settar upp á vefnum) þá ætla ég að styrkaj vefin um 10.000 kr í fyrstu atrennu (bara framlag sem mig langra að gefa) og svo 5oo kr. mánaðarlega. Ég vill taka það fram að ég veit ekki hvort að aðrir lögðu vefnum til stuðning á sínum tíma en hvað sem því líður þá er það (að mér finnst) bara sjálfsagt mál að við leggjum öll okkar lóð á vogaskálarnar. Uppskeran verður sem fyrr segir betri vefur (ég er ekki að setja út á þenna vef, þvert á móti) og bara betra umhverfi fyrir okku að hittast á og betra og ánægulegra umhverfi fyrir pennana sem mata okkur af fróðleik og upplýsingum frá degi til dags…

    Og eins og segir YNWA, látum þá sem halda þessum vef uti ekki ganga eina, þá eum við ekki að vinna í anda LIVERPOOL FOOTBALL CLUB…

    Livið heil og eigið góðan dag…

  60. Ég er sammála valla hér að ofan. Ef það er eitthvað sem þarf að leggja til þá er það ekkert mál. Margt smátt gerir eitt stórt. Það allavega hlýtur að vera einhver kostnaður við að halda úti þessari frábæru síðu. 1000 kall á mann er ekki stór peningur fyrir þessa frábæru síðu sem dæmi og ef að allir þeir sem að koma inn á þessa síðu og njóta hennar leggja það í púkk þá er ábyggilega hægt að ná sæmilegri upphæð. Þannig að ef ykkur félagar vantar pening fyrir rekstri þá count me in !

  61. Virðingarvert hjá þér Valli, og ég mun glaður vera með ef þörf verður á styrkjum til að halda síðunni gangandi, enda er síðan stór hluti af minni daglegu netskoðun og algerlega ómissandi sem slík.

    Persónulega man ég ekki eftir að beðið hafi verið um hjálp frá okkur notendum síðunnar en mig minnir að auglýsingar efst á síðunni séu einmitt til þess fallnar að auðvelda reksturinn.

    Það væri gaman að heyra frá Kristjáni eða Einari varðandi þetta.

  62. Ánægður með þig Valli 🙂

    En meðan ég tek fram að KAR og EÖE svara algjörlega fyrir síðuna þá tek ég undir með Hafliða, ég man ekki eftir að það hafi verið fjáröflun hérna til styrkar síðunni og held að við séum ekkert að kvarta. Líklega bara minna þvingað svona í sjálfboðavinnu og meðan flestir reyna að halda umræðunni á sæmilegu plani ætti ekki að vera þörf á þessu.

    Besta síðan tengd Liverpool, The Tomkins Times er með þetta fyrirkomulag reyndar og hefur það hjálpað honum og síðunni mikið, bæði fjárhagslega (enda lesendahópurinn stór) og eins til að losna við svona verstu knee-jerk eiturpésana sem gera lítið annað en rífa góða og málefnalega umræðu niður. En við erum nú að ég held langt frá því ennþá og lifum ekki á okkar skrifum líkt og Tomkins. En þetta ætti kannski að útskýra smá afhverju það er stundum sett stopp á einhverja sem hafa lítið uppbyggilegt til málana að leggja og/eða eru allajafna með tóm leiðindi.

  63. Sælir félagr Hfliði og Babu
    Ástæða þess að ég setti þetta inn eru bara hugrenningr mínar, eins og ég tók fram þá var ég ekki viss hvort þetta var raunin að á einhverjum tímapunkti hafi verið leitað lit þeirra sem skrifa hér inn á síðuna reglulega. Var bara eitthvað að skoða gamlar færslur hérna og þetta kom upp í hugan. Ef ekki er þörf á þessu er það bara hið besta mál, ekki vað það ætlun mín að setja pressu á þá penna sem setja pistla inn hérna, alls ekki… En sé þörf á þessu finst mér bara gott að geta rétt hjálparhönd…

    Ég ætla nú ekki að bera saman þessa síðu og The Tomkins Times, þessi er mikklu betri 🙂 Nei smá grín báðar alveg mjög góðar síður og ég ætla nú ekki að fara að taka upp á því að gera upp á milli barnanna minn, það væri ekki sangjarnt… Ég er bara ánægður með þessa síðu og það sem þið sem tengist síðuni eruð að gera hér, einu orði sagt frábært framlag… og þið eigið bestu þakki skyldar fyiri. Eins og ég sagði þá voru þetta bara mínar vangaveltur…. Eigið góðan dag…

  64. Sem fyrrum penna hér og dyggum lesenda er það mér bæði ljúft og skylt að láta einhverja upphæð af hendi rakna til síðunnar og þeirra sem að henni standa.

    Hvernig væri að birta bara kostnað síðunnar, til dæmis hýsingu og annað, og safna upp í það? Til dæmis fyrir eitt ár í einu?

    Svo væri etv hægt að safna aðeins meira saman til að pennarnir geti hist og fengið sér einn kaldan saman 🙂

  65. Krakkar!

    Taplaus í 8 leikjum? Eigum við ekki bara að eta, drekka og vera glöð? Hodgeson var mun nærri að láta okkur vera sigurlaus í 8 leikjum (tókst honum það kannski – sá tími var svo mikið áfalll ég þarf að fara til dáleiðara til að fá hann fram í minnið). Eigum við ekki bara að vera sátt við þetta.

    Núna erum við allaveganna ekki að tapa leikjunum þar sem að við spilum ömurlega í. Manchester United er búið að púlla þetta allt seasonið, og hvar eru þeir staddir? Nákvæmlega!

    Ég tek að ofan fyrir N’gog samt, það hlýtur að vera erfitt að vera svona fatlaður og hætta samt ekki.

    Vonum bara að helgin bjóði uppá meiri og betri skemmtun en undanfarnir fimmtudagar

    Lifið Heil!

  66. Mikið er ég sammála Valla um að við reynum að aðstoða við að halda þessari síðu gangandi.
    Góð skrif og lífleg umræða í kring um liðið okkar sem virðist vera á góðu skriði undir stjórn vinar míns KK skipta mig máli og ég er tilbúin að leggja eitthvað til við að taka þátt í kostnaði við þetta.
    Ekki vera feimnir við að láta heyra frá ykkur strákar.
    Þið eruð ekki einir á ferð

  67. Sælir strákar.

    Getur einhver sagt mér afhverju í ósköpunum Tottenham er ALLTAF á eftir sömu leikmönnum og Liverpool um leið og eitthvað kvissast út hjá Liverpool ?? Ég veit að það er enginn fótur fyrir mestu af þessu en þetta er bara meir en furðulegt. Mætti halda að Tottenham sé enn að nýta sér starfskrafta Comolli án þess að greiða honum !

    http://mbl.is/sport/enski/2011/02/25/redknapp_med_augastad_a_bojan/

  68. Já nákvæmlega Haukur Logi… Ég og strákurinn minn vorum að pæla í þessu um daginn…

    Sumir eru bara minna sjálfstæðir heldur en aðrir og apa því bara allt upp eftir öðrum… Væri kanski ráð að fara að pæla í einhverjum lélegum og láta þá stela þeim frá okkur…. svo þeir seu ekki að þvælast svona fyrir okkur í CL baráttunni…

  69. – Getur einhver sagt mér afhverju í ósköpunum Tottenham er ALLTAF á eftir sömu leikmönnum og Liverpool

    Þetta er nú ekki flókið, Spurs reyndi að kaupa alla leikmenn í heiminum í janúar! Ætla greinilega að halda því áfram í sumar.

    Munurinn á liðunum er hinsvegar sá að það vilja alls ekki allir fara til Spurs, jafnvel þó þeir séu í CL núna.

  70. Góður Babu….Spurs verða aldrei neitt í líkingu við Liverpool…Never ever….
    Og það sem meira er að þeir verða ekki í CL á næsta ári, við tökum fjórða sætið og Chelsea og Spurs verða eftir, leiðinlegt fyrir Torres þar sem hann tók skref upp á við á ferlinum… 🙂

  71. Góðan daginn.
    Ég og félagi minn sem er líka Liverpool fan, lentum í smá rökræðum um hvor var i betra færi þegar Goggi stal boltanum af Cole. vitið þið um eitthvað klipp sem það er hægt að sjá þetta aftur.

  72. Það sem mér fannst standa uppúr fyrir utan markið í þessum leik var hve vel og innlega Gerrard fagnaði markinu….Mikið var gaman að sjá hann lifa sig svona inní leikinn og vonast eftir sigri. Mér finnst þetta vottur af Dalglish innspýtingu…. YNWA

  73. Ég þakka Valla og öðrum fyrir hlýleg ummæli í garð síðunnar. Það veitir fátt okkur Einari Erni jafn mikla ánægju og að sjá hversu mjög lesendur kunna að meta síðuna og þá vinnu sem fer í hana.

    Hvað framlög til síðunnar varðar þökkum við áhugann og munum eflaust skoða það nánar. Það kostar eitthvað smávegis í hýsingu og lén á ári að halda síðunni úti og við náum því svo sem til baka með örlítilli auglýsingasölu en öll önnur vinna er sjálfboðavinna og hefur verið í sjö ár núna. Ef það er hins vegar vilji einhverra að borga til baka, án þess að við gerum nokkra kröfu um slíkt af lesendum, þá er spurning hvort við prófum að setja upp eitthvað einfalt þar sem menn geta gefið frjáls framlög ef þeir vilja.

    Við Einar Örn munum eflaust ræða þetta og látum svo vita ef við ákveðum að prófa að þiggja frjáls framlög.

    Þakka aftur góð orð í okkar garð. Þau eru mikils metin.

Liðið gegn Sparta

Tölvupóstur, Twitter og frjáls framlög (UPPFÆRT)