Liverpool 2 – Everton 2

Það er nú bara þannig að það er svo misjafnlega skemmtilegt að skrifa leikskýrslur, en það er einn af toppunum auðvitað að fá heimaleikinn gegn Everton.

Eftir þessar 90 mínútur er maður samt alveg á sveiflunni, er að velta skýrslunni verulega fyrir mér og hendi mér því bara af stað.

Byrjum á liðinu sem kom okkur mörgum á óvart:

Reina

Kelly – Skrtel – Agger – Johnson

Spearing – Lucas
Kuyt – Meireles – Maxi
Torres

**Bekkur:** Gulacsi, Kyrgiakos, Cole, Aurelio, Shelvey, Pacheco, Babel.

Jovanovic átti við meiðsli að stríða en Poulsen og Konchesky voru teknir alveg út úr hópnum, Maxi kom inn og stóra fréttin var auðvitað sú að Jay Spearing lék í byrjunarliði í fyrsta sinn í deildarleik á Anfield. Ég held að við höfum fá spáð því. Mér fannst þetta blanda af þeirri hugmyndafræði að rótera lítið til að ná meiri stöðugleika en líka að fá inn meira Scouse-hjarta.

YNWA hljómaði á fullum styrk fyrir leik og í kjölfarið fylgdu að mínu mati langbestu 45 mínútur vetrarins. Aggressívur fótbolti um allan völl, spilað eftir jörðinni og fullt af færum. Torres skaut í stöng eftir frábæra vinnu og Howard varði vel áður en ísinn var loksins brotinn. Glen Johnson, sem átti flottan leik í vinstri bak í dag, sendi þá á fjærstöng þar sem Kuyt skallaði en Howard varði til Hollendingsins sem átti gott skot sem Howard varði aftur og nú út í teig þar sem Raul Meireles1-0 og liðið í blússandi gír.

Sem hélt áfram fram að hálfleik. Við vorum að sjá lið sem var óhrætt við að sækja á Evrtonlið sem virtist lítið ráða við verkefnið og afskaplega þakklátt þegar lokaflaut fyrri hálfleiksins barst þeim til eyrna.

En svo snerist heimurinn á hvolf. Agger kom ekki inn á völlinn eftir hlé og ég sagði sessunautnum mínum að nú gætum við séð aðra útgáfu af fótboltaleik. En mig óraði ekki fyrir því að Everton hefði jafnað eftir 40 sekúndur. Everton fékk horn sem átti reyndar sennilega ekki að vera, og enn einu sinni í vetur klikkaði vörn okkar í föstum leikatriðum ILLILEGA. Skrtel vissi ekkert hvað hann átti að gera með sinn mann, enginn var á fjærsvæðinu, Reina var í bullinu og Distin skallaði í gegnum klof Reina, aleinn og án okkar manns í nálægð. 1-1 og ég heimta það að þjálfarateymið fari að skoða hvernig við verjumst föstum leikatriðum. Mikið var gert úr veikleikum “zonal marking” en það er undantekningalítið mikil hætta á ferðum þegar við verjumst núna. Hryllilegt.

Ekki dugði þetta til að hrista upp í okkur og Everton tóku öll völd á vellinum um stund. Martin Kelly hafði átt frábæran fyrri hálfleik en lenti á 52.mínútu í vandræðum sem bæði Lucas og Kyrgiakos hugðust hjálpa honum við með þeim afleiðingum að Jermaine Beckford fékk að vera einn inn í teignum, fékk sendingu í gegnum þá félagana sem hann afgreiddi örugglega í netið. Staðan orðin 1-2 og leikurinn kominn á haus!

Lítið gekk upp hjá okkur og ég var skíthræddur að horfa upp á liðið okkar tapa boltanum trekk í trekk og sjá sjálfstraust þeirra bláu aukast.

En á 68.mínútu fengum við víti þegar Tim Howard braut klaufalega á Maxi innan teigs. Góður dómari leiksins leyfði Skrtel að fá séns á að skora en dæmdi svo þegar Slóvakinn hreinsaði upp í Kop. Á punktinn fór Dirk Kuyt sem skorar ALLTAF gegn Everton og honum urðu engin mistök á, sendi Howard í vitlaust horn og staðan orðin jöfn, 2-2.

Þær 20 mínútur sem lifðu af leiknum voru fullar af látum og djöflagangi en minna um skapandi fótbolta. Við þó komnir aftur í gang og virtumst líklegir til að ná færum en gestirnir alltaf hættulegir í föstu leikatriðunum. Að lokum fór það svo að úrslitin stóðu óhreyfð og fyrsta stig Kenny komið í hús.

Fyrri hálfleikur dagsins var frábær og hvernig stóð á því að við vorum bara 1-0 yfir eftir þær 45 mínútur. Lucas og Spearing unnu vel saman og Meireles skapaði mikið. Torres sívinnandi og Maxi og Kuyt duglegir. Agger stjórnaði spilinu vel úr vörninni og allt var rósrautt og fínt. Hins vegar breyttist eitthvað í hálfleik. Agger er auðvitað langbesti varnarmaðurinn okkar og eini hafsentinn sem kann að spila með jörðinni en um leið og við fengum á okkur fyrra markið fór sjálfstraustið úr liðinu og þeir sem léku vel í fyrri hálfleik misstu móðinn um stund. Þegar staðan var svo aftur orðin jöfn var betra flæði í gangi þó við næðum aldrei upp sömu pressu og í fyrri hlutanum.

Úrslitin hjá Kenny lagast enn ekki nægilega mikið en þetta var í heildina fín frammistaða. Vandinn er að við þurfum að halda einbeitingu í fleiri mínútur en við gerum nú til að landa fyrsta sigrinum. Það og betri varnarleik.

Ég segi það enn og aftur að Skrtel á ekki að spila fyrir liðið okkar og ég neita að trúa öðru en að við verðum búin að fá nýjan hafsent í næsta leik. Einhvern öflugan varnarmann sem getur spilað á jörðinni. Það er möst núna! Bakverðirnir voru báðir fínir og tilraunin með Spearing virkaði ágætlega, hann er allavega betri en Poulsen. Meireles var sprækur og Maxi, Kuyt og Torres á réttri leið. Ég auglýsi þó eftir betri frammistöðu Reina, fyrra markið átti hann allavega að hluta, við þurfum hann í toppgírnum.

Mjög erfitt að velja mann leiksins, þetta var team effort en að lokum ætla ég að sætta mig við Raul Meireles fyrst og fremst fyrir frábæran fyrri hálfleik. Var eilítið svekktur að sjá hann tekinn útaf, en það var þó verulega farið að draga af honum og Shelvey kom fínt inn.

Framundan er vika í viðbót á æfingasvæðinu og svo útileikur gegn Úlfunum. Vonandi bætist í leikmannahópinn í þessari viku og æfingarnar verði árangursríkar.

Við þurfum að fara að fá sigur

90 Comments

  1. Miklivægt stig fyrir komandi botn baráttu er ég hræddur um. Enn eitt helv svekkelsið 🙁

  2. Þetta var djöfulsins skita, það þarf að fara back to basics í varnarleiknum á æfingum.

  3. Ég er farinn að hallast að því að það sé mikilvægara að kaupa miðvörð frekar en framherja eða kantmenn

  4. Hvernig gátum við verið svona góðir í fyrri hálfleik og svon lélegir í þeim seinni? Algjörlega fáránlegt. Það góða er að Torres virðist vera kominn á fullt aftur og Johnson var alveg að fúnkera í vinstri bak. Kelly hélt áfram að vera mjög góður og Skrtel var áfram alveg svakalega slakur. Hundsvekkjandi að fá bara eitt stig en það eru klár batamerki á leik liðsins.

  5. Það vantar svo miklu meiri tækni í þetta lið, og svakalega fannst manni vörnin meira treystandi á siðasta tímabili/fyrir það, ekki sjón að sjá þetta í dag. Fannst oft þegar sókn var að byggjast þá endaði sóknin á gæja sem vissi ekkert hvað á að gera og þrumaði honum framm.

  6. Skrtel og Soto mega drulla sér í burtu og það helst í dag. Þetta eru lélegustu varnarmenn í Enskum fótbolta í dag og þá tel ég allar deildir með.
    Þetta er veikleiki Liverpool.

  7. Ætli maður verði ekki bara að líta á björtu hliðarnar og taka það góða úr leiknum. Eins sáum við að þegar Agger fór útaf varð strax meiri hætta fyrir framan okkar mark, þurfum klárlega einn miðvörð í viðbót asap.

  8. Helvítis Skrtel átti þessi bæði mörk og ekki í fyrsta skipti á þessu tímabili sem hann er gjörsamlega að tapa leikjum fyrir LFC. Hvenær á að fara að drullast til að selja þennann vitleysing ?!

  9. Framfarir?

    Þvílilt magn af lélegum sendingum og lélegri ákvarðanatöku. Ef við tökum manchesterleikinn frá sem var ágætur þá eru ekki miklar framfarir í leikjunum á móti Blackpool og everton, eitt ömurlegt stig.

  10. Er þetta ekki orðið gott með þennann Skertl, mér sýnist hann eiga þátt í allavega einu marki sem við fáum á okkur í hverjum einasta leik,BURTU MEÐ HANN!!!!!! En þetta lið er því miður bara lélegt og taflan lýgur engu með það og ef Henry sem var á leiknum á einhvern pening þá hlýtur hann að vera að leggja þá inn á reikninginn hans Daglish núna til þess að hann geti farið og keypt eins og hálft lið á morgun.

  11. Fúlt að tapa tveimur stigum því að við áttum svo sannarlega skilið að vinna eftir góðan fyrri hálfleik. Vissulega þarf að spila 90 mínúturnar allar vel en mér finnst liðið vera að sýna framfarir með beittari leik og baráttu. Einungis ömurlegar ákvarðanir dómara og varnarleikur varð okkur að falli.

    Ég er sannfærður um 3 stig í næsta leik gegn Úlfunum.

  12. Martin Skrtel ætti að sjá sóma sinn í að rifta samningi sínum við félagið. Hvílík byrði sem hann er.
    Hann lítur alltaf út eins og hann sé að fara klúðra eitthverju..

    Þessi leikur sýnir líka bara í hnotskurn hversu mikilvægur Daniel Agger er. Að hugsa til þess að ef Roy hefði verið hérna út janúar þá hefði hann verið seldur. Mér er illt við tilhugsunina.

  13. Hefðum slátrað þessu ef við værum ekki með hafsenda sem kunna ekki að dekka.. Gríðalega svekkjandi eftir alveg frábærann fyrrihálfleik. Ég er nú ekki sammála þeim sem segja ekki batamerki á liði okkar, fyrir utan slappann varnaleik í seinnihálfleik þá vorum við að spila mikið betur en venjulega á þessari leiktíð.

  14. Ásmundur 11

    Ekki sammála með Soto.

    Hann er backcup og fínn sem slíkur. Hann er t.d. langbesti skallamaðurinn okkar.

    Hans galli er náttúrulega hversu hægur hann er. En sem 3-4 miðvörður þá má hann vera.

    Skrtel hinsvegar veit aldrei hvort hann er að koma eða fara, er aldrei í stöðu, vinnur ekki einn einasta skallabolta og gleymir alltaf mönnum í dekkningum.

    Og þetta er sá miðvörður sem er búinn að spila flesta leiki í vetur.

  15. Mættum tíu mínútum of seint til leiks í seinni og það kostaði okkur dýrt. Ánægður með að menn gáfust aldrei upp og reyndu þar til lokaflautið kom. Varnarleikur liðsins er samt töluvert áhyggjuefni, alveg hreint magnað að sjá fullorðna karlmenn verða að taugaveikluðum sauðahóp í hvert sinn sem andstæðingurinn kemst nálægt vítateig þeirra. Ekki frá því að það fari um mann nettur AULAHROLLUR í hvert skipti sem mótherjar okkar komast fram yfir miðju.

    Spilamennska liðsins finnst mér á miklum batavegi og styttist í að hlutirnir fara að falla með okkur.

  16. Ég HATA everton!!

    Frábær fyrri hálfleikur en að missa Agger út en ekki Skítel skipti sköpum,mikið verður gott að fá Carra aftur.

    Áttum skilið að vinna en föst leikatriði kostuðu okkur þetta í dag.
    Fáránlegt að elta ekki boltann sem var að fara í horn og breyta í innkast-menn eiga aldrei að treysta á dómarann sem var annars ágætur.

    þegar varnarlínan fer að virka og kaosið verður ekki svona mikið þar þá kemur þetta óheppni að klára þetta ekki í fyrri Kuyt skaut yfir úr dauðafæri pg sömuleiðis Maxi

  17. Eigendurnir verða að splæsa í a.m.k. eitt stykki varnarmann í janúarglugganum. Glen á heima á kantinum ekki í vörn!

  18. Er það vegna þess að Hodgson er farinn, að menn vilja núna fókusera á jákvæða punkta? Sæmilegur fyrri hálfleikur vissulega, en það var Tom Howard sem reddaði okkur stigi. Allt viðirst í óvissu með leikmannakaup og vonbrigðin aukast og aukast. Jafntefli á heimavelli gegn Everton eru ömurleg úrslit.

  19. Ég sagði það í hálfleik að það ætti eftir að reynast liðinu dýrkeypt að hafa ekki nýtt færin í hálfleik og það kom á daginn.

    Hins vegar það sem stendur uppúr þessum leik er það sama og í síðasta leik. Það er FORGANGSATRIÐI að finna eftirmann Hyypia í miðvörðinn. Það kemst aldrei stöðugleiki á leik liðsins ef það nær aldrei að halda hreinu og þarf að vera rótera varnaleiknum í hverjum einasta leik. Hvorki Agger, Carra, Skrtel og Kyrgiagos eru ekki leiðtogar til þess að stjórna varnarleiknum. Það er hrikalega erfitt að ná einhverri sigurhrinu þegar liðið er að fá á sig 1-2 mörk í hverjum einasta leik. Nú er rúm vika í leik og vonast til þess að Dalglish sjái þessi veikleika, því þeir eru mjög áberandi. Skrtel er búinn að eiga stóran þátt í fjölmörgum mörkum sem liðið hefur fengið á sig í vetur. Það er alveg klárt að það væri búið að taka hann útúr hvaða liði sem er í úrvalsdeildinni fyrir sambærilega frammistöðu.

    Það sem var jákvætt í þessum leik var fyrri hálfleikurinn, þar sem mér fannst liðið spila góðan fótbolta. Það var dásamlegt að fylgjast með Dalglish fagna fyrsta markinu. Fagnaði meira en Benitez gerði samanlagt allan sinn tíma hjá Liverpool. Því miður náði liðið ekki öðru markinu heldur hleypti Everton inní leikinn með tveimur skelfilegum varnarmistökum. Liverpool datt niður á það plan sem Everton fýlar sig best í, það er fastur fótbolti og mikið um líkamleg návígi. Þar er styrkleiki Everton klárlega meiri enda helmingur liðsins vaxnir eins og skoskir rugby leikmenn.

    Þegar uppi er staðið er jafntefli hundsvekkjandi niðurstaða. Því miður er líkamlegt úthald leikmanna ekki betra en það að Liverpool náði ekki að pressa almennilega á andstæðingana þegar þeir þurftu að sækja. Illa gekk að halda boltanum innan liðsins enda leikmenn ekki með þol til þess að hlaupa í auðu svæðin.

    Nú kemur vika sem ég myndi gjarnan vilja sjá tvö ný andlit koma á Anfield. Ég sá að Henry var á leiknum með beibinu sínu, vonandi að hann og Dalglish setjist nú niður í kvöld og Skotinn helli nú allhressilega í hann og fái hann til þess að taka upp veskið.

  20. @nietzsche: Já ég held að það sé alveg rétt hjá þér. Flest okkar reynum að fókusa á jákvæða punkta núna þar sem það var alveg klárt mál að Hodgson var aldrei að fara að ná einu eða neinu út úr þessum hóp. KD er þó allavega líklegur til að gera betur vegna þess að maðurinn er sigurvegari sem veit hvað þarf til að ná árangri. Meðalmennskan hentar Roy Hodgson betur og ekki hægt að segja annað en að hann hafi á sínum langa ferli náð sínum markmiðum.

    Hinsvegar má öllum vera ljóst að Roy var ekki eina vandamálið en með hann við stjórnvölinn hefðu hin vandamálin bara aukist. Dalglish bíða stór og mikil verkefni sem verða ekki leyst á einni nóttu. En allir stuðningsmenn liðsins standa þó að baki hans og óska honum alls hins besta. Það er allavega góð byrjun.

  21. Vorum heppnir að fá annað stigið. Fyrri hálfleikur frábær eins og seinni hálfleikur var lélegur. Vörnin er alveg skelfilega léleg það munar um baráttu andan frá Karra. Sjaldgæft að sjá dæmt víti á svona saklaust brot.
    En áfram Kenny og mínir menn!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  22. Klárlega framfarir, baráttan allsráðandi, áttum fyrri hálfleik með húð og hári og yfirleitt sterkari aðilinn í seinni hálfleik að mínu mati. Everton voru með eindæmum heppnir og fengu sérstakar dómaraákvarðanir til hjálpar. Fengu gefins hornspyrnu sem ekki var hornspyrna og hún gaf þeim mark. Fengu síðan að klára sókn sína þrátt fyrir augljóst brot á Kelly sem orsakaði seinna markið (dómarinn dæmdi aukaspyrnu á nákvæmlega sama brot milli sömu aðila 15 min seinna).

    Heilt yfir fannst mér dómarinn slakur á alltof mörgum sviðum og samræmi lítið. Að enginn Everton maður hafi fengið að sjá gult spjald í þessum leik er ótrúlegt.

    Heilt yfir er ég vonsvikinn með úrslitinn en ánægður með baráttuna og miklar framfarir í spilamennsku liðsins.

    Mér fannst spilamennskan góð í erfiðum leik

  23. Mér finnst nú heldur betur vera kviknað ljós á hægri kantinum, frá endalínu til endalínu. Martin Kelly, anyone ?

  24. Það var Everton sem var heppið að ná jafntefli úr þessum leik og því miður erum við að fá á okkur dóma sem koma í bakið á okkur. Fyrra mark bláu kom eftir hornspyrnu sem augljóslega var aldrei horn. En liðið er allt annað að sjá og nú kemur þetta hægt og bítandi. Kuyt maður leiksins hjá okkur að mínu mati.

  25. var þetta ekki höfuðmeisli sem kelly fékk á sig í 2 markinu ? ju það held ég og þá á að stoppa leikin strax og 1 mark þeirra átti ekki að vera gillt því þeir áttu ekki að fá hornspyrnu þannig að Everton menn gerðu bara jafntefli því dómarinn gerði mistök alveg eins og í man utd leiknum um daginn þannig liverpool vinnur ekki leik þegar dómarinn er heimskur helv… fokking fo..
    hefðum unnið þennan leik með öðrum dómara 2-0 en djöfullinn hafi það.

  26. Enarei; Mikið er ég sammála hvað varðar Hyypia,hann hefði aldrei átt að fara frá okkur.
    Benitez hefði átt að bjóða honum almennilegan samning og nota hann meira og svo beint inn í þjálfaraliðið okkar. Leverkusen varð ansi ríkt að fá hann.

    Ég veit að benitez reyndi að bjóða honum í þjálfaraliðið en of seint.

    Þetta eru tvenn af verstu mistökum Benitez að mínu mati;að láta Sami fara og Alonso málið

  27. Vantar klárlega alvöru miðvörð í þetta lið því varnarleikurinn var tæpur. Þá verður að fá einhvern inn á miðjuna sem getur unnið einhverja skallabolta þar og aðstoðað við dekkningar í föstum leikatriðum því þar er liðið mjög veikt. Enda þegar maður horfir á liðið þá er það frekar lágvaxið og fáir alvöru skallamenn í því.

    Hinsvegar má ekki gleyma því að liðið var mjög beitt í fyrri hálfleik og átti að gera út um þetta þá. Ef liðið heldur áfram svona þá er bara spurning hvenær liðið fer að taka inn stig.

    1. Get ekki verið samála þér með carra hann er líka mjög hægur og ræður ekki lengur við enska boltann farinn að halda við þurfum nýja vörn eins og hún leggur sig nema kannski agger hann er skástur:/
  28. Bjössi #34: Hyypia vildi fá að spila meira en hægt var að ábyrgjast og því kaus hann að fara. Það var sterkur vilji hjá Liverpool að hafa hann áfram.

  29. Hvað með að breyta aðeins til og hrósa Glen Johnson. Hann var að spila sinn annan leik í nýrri stöðu og leit bara frekar vel út..

    Annars kemur þetta allt með kalda vatninu. Sérstaklega ef hópurinn verður styrktur eitthvað núna í janúar. Með tímanum verða góðir hálfleikir að góðum leikjum og góðir leikir vonandi að góðum leiktíðum.

    Og nú hlýtur Danny Wilson að fara að fá séns, maður trúir ekki öðru.

  30. Ég skil ekki alveg þessa neikvæðni. Við hvað eru menn nákvæmlega að miða? Liverpool árið 2009 kannski? Miðað við hvernig tímabilið hefur spilast hingað til þá var þessi fyrri hálfleikur það besta, sem ég hef séð til þessa liðs sóknarlega á þessu tímabili.

    Svo kemur 10 mínútuna kafli í byrjun seinni hálfleiks, þar sem að allt klikkar, og menn eiga í vandræðum með að ná sér í gang eftir það. Mér fannst það að vissu leyti skiljanlegt.

    Það er vissulega fúlt að Dalglish sé með 1 jafntefli og tvö töp eftir þessa fyrstu 3 leiki, en þetta er ljósárum betra en sú spilamennska, sem við sáum undir stjórn Hodgson.

  31. Menn mættu ekki af sama krafti í seinni hálfleikinn og það er ástæðan fyrir að við unnum leikinn.
    Verðum að fá miðvörð, vængmann og framherja í þetta lið.

    Vörnin hefur verið hreinlega skelfing og það þarf nauðsynlega að fá einhvern í framlínuna til að létta smá undir Fernando Torres. Vængmann hefur okkur vantað síðan Steve McManaman fór til Real Madrid á þar síðasta áratug!

  32. Dalglish on two Everton goals:”The first one should have been a goal-kick and the second should have been a free-kick.”

    “Really pleased with the way we played. Credit to players to way they’ve adjusted. We approach things differently from Roy.

    Um Agger: “Hasn’t been well and hasn’t eaten much for last couple of days. For him to get through Wednesday game was fantastic.”

  33. Jimmy Rice, blaðamaður Twitt-aði þessu:

    I just asked Dalglish about Agger’s sickness. He said: “I knew he was sick because I went to the toilet after him.” – SNILLINGUR.

    Gott að sjá kónginn halda áfram að verja leikmennina sína. Glaður að sjá það!

  34. Er enginn á því að Glen Johnson hefði átt að ná boltanum í jöfnunarmarkinu?

  35. Sælir heiðursmenn,

    Það eru að verða þáttaskil hjá LFC þessa daganna. Það er alveg klárt í mínum huga að King Kenny er að taka liðið áfram úr bakkgírnum hans Hodgson. Maður sér svo mikinn mun á því sem var í gangi í lok desember og svo í þessum leik í dag. Líka í síðasta leik en ekki eins mikið. Það er tvennt sem þarf aðallega að “laga” ef það má orða það svo að mínu mati:

    1) Varnarvinna. Tek heilshugar undir með Magga um að það þarf að bæta alla varnarvinnu og dekkningu og ég held að þegar Carra er ekki að öskra á menn í boxinu séu menn bara ekki að tala saman. Hef tekið eftir því í undanförnum leikjum að mótherjarnir virðast koma með háa sendingu á fjær oftar en einu sinni sem hefur skapað mjög mikinn usla.
    Ég er ekki alveg á því að það sé bráð nauðsynlegt að kaupa hafsent en það er mjög mikil spurning hvern þá. Ekki einn enn Soto gaurinn.

    2) Sóknarfærslur. Í leiknum í dag var Torres að koma allt of langt aftur í varnarvinnu, jafnvel alveg niður að okkar eigin vítateig til að ná boltanum. Það er þá ansi löng leið fyrir hann að hlaupa í hraðupphlaupi. Hann á ekki í þessu kerfi að þurfa að koma svona langt aftur að sækja boltann, hann á að geta verið í kringum miðjuhringinn til að ná að sprengja upp og fá háa bolta inn á miðjan vallarhluta andstæðinganna og ná valdi á honum. Þegar hann gerði það í dag var hann iðulega kominn of langt til hliðanna og hafði litla hjálp við að klára færin.

    Vitanlega er ég ekki sáttur með jafntefli á heimavelli en liðið kom til baka og jafnaði leikinn. Það er merki um karakter og þeir áttu alveg sjensa í lokinn til að klára þetta. Ég er mjög ánægður að King Kenny er að gefa kjúllunum meiri sjensa því þeir verða ekki alvöru hanar ef þeir fá ekki alvöru sjensa.

  36. Sami Hyypia er einn allra besti miðvörður í sögu liðsins og sárt að missa hann þar sem ég held að áhrif hans utan vallar hafi verið álíka mikil góð og innanvallar. Að því sögðu þá má ekki gleyma því að kappinn tók aðeins þátt í 16 deildarleikjum tímabilið 2008-2009 þar sem liðið náði 86 stigum. Það voru því aðrir sem drógu varnar-vagninn það tímabil; Carra sem lék alla leikina, Agger með 18 og hinn alræmdi Skrtel sem í þá daga leit út fyrir að vera sæmilegasti varnarmaður sem tók þátt í 21 deildarleik. Hvað kom svo fyrir þessa varnarfélaga okkar eftir það er erfitt að segja en hvað sem það er þá þarf frammistaðan að skána eða þeim verður bara skipt út á næstunni.

  37. Þegar Neverton var komið í 2-1 þá fóru kröfuharðir stuðningsmenn okkar liðs farnir að syngja ”Sacked in the morning” sem mér finnst frekar gróft, og það þetta snemma, og þennan hóp !

  38. Flott skýrsla eins og vanalega.

    Jafn svekkjandi og þessi úrslit eru nú þá eru mjög greinilega batamerki á liðinu. Ég er mjög ánægður með sénsana sem ungu leikmennirnir okkar eru að fá hjá KD, plús auðvitað það að þeir eru að standa sig vel.

    Kelly á hægri bak stöðuna, um það þarf ekkert að ræða og Spearing stóð sig alveg ágætlega þrátt fyrir að virka smá stressaður í byrjun, Shelvey kom sterkur inn og er klárlega framtíðarmaður að mínu mati. Ég hef mikinn áhuga á að Danny Wilson komi inní miðvörðin með Agger í næsta leik að því gefnu að báðir hafi heilsu til.

    En það sem stendur úppúr eftir daginn eru þessar fyrstu 45 mín þar sem í fyrsta skipti í mjöööög langan tíma var gaman að horfa á Liverpool spila fótbolta.

  39. Baddi. ertu viss um að þetta hafi ekki verið Everton menn sem sungu þetta?

  40. BTW, er það svo glórulaust að gefa Danny Wilson tækifæri í liðinu? Hann hefur spilað fyrir Skotland og ég get ekki séð hvernig hann getur verið miklu verri en Skrtel.

  41. Heilt yfir skemmtilegur leikur.

    Og enn einu sinni er það dómara skandall sem rænir United 3.stigum 🙂

  42. MW, hverjum á þessari síðu er ekki drullusama um Man utd??? Mikil batamerki á liðinu og finnst mér kóngurinn vera að vinna þrekvirki í sambandi við spilastíl og hugarfar. Auðvitað er maður svekktur með aðeins eitt stig en batamerkin eru svo öskrandi á mann að maður getur ekki annað en brosað 🙂

  43. Þetta er allt að koma….

    Maður dagsins…. King Kenny fyrir fögn að hætti húsins… fyrir að henda kjúllunum í djúpu laugina… fyrir kommentið um veikindi Aggers…… 🙂 Og síðast en ekki síst… fyrir að hafa eistu til að spila sóknarbolta.
    Tær snillingur…. 🙂

    YNWA

  44. Sælir.

    Vond úrslit en ekki er allt alslæmt.

    Ég myndi segja að við séum komnir með hægroi bakvörð fyrir næstu 10 árin. Hvernig er það annars? er Kelly ekki að upplagi miðvörður? En ég er að verða rosalega hrifinn af þessum strák.
    Miðvörð, miðvörð miðvörð!!!!!!!! Ef ekki verður búið að ganga frá miðverði í næsta leik er ekki spurning um að fara að nota Wilson. Ég get ekki meira af Skrelti….
    Flott skýrsla Maggi. Hjartanlega sammála um föstu leikatriðin. Er ekki hægt að hringja í Rafa og biðja hann um smá refresh á svæðisdekkningunni?

    En innkaupalistinn hlýtur að vera augljós. Nýjan miðvörð, vinstri bakvörð, vinstri kant, hægri kant og helst tvo sóknarmenn. Fyrir utan að láta Howard brjóta á sér var lítið í gangi hjá Maxi í dag, og Kuyt minnti mig á afhverju ég elska hann jafn heitt og ég geri. Þessum frammistöðum er bara farið að fækka fullmikið. Það er spurning hvort ekki sé tími á að gera Kuyt að super-sub.

    Annars er ég alltaf að komast meir og meir á þá skoðun að það hafi jafnvel verið meiri missir af Arbeloa heldur en Alonso. Eru einhverjir sammála mér um það?

    YNWA frá Selfossi 🙂

  45. Það er fyrst og fremst eitt stórt krabbamein í Liverpool-liðinu og það heitir Martin Skrtel. Varnarleikurinn er mjög slakur og áður en Kyrgiakos kom inn á tók Fellaini einhver þrjú skallaeinvígi á móti honum. Svo fer Kyrgiakos í hálfleik á Fellaini og Skrtel á Distin sem skorar í fyrsta fasta leikatriði hálfleiksins. Í öðru markinu er hann stiginn illa út af Anichebe sýndist mér sem sendi á Beckford.

    Að öðru leyti var liðið í lagi, Spearing fór reyndar illa með nokkra sénsa á skyndisóknum og Torres spilaði hreint ekki vel. Torres nær ekki að halda bolta nógu vel og því kemst liðið ekki hratt fram á völlinn. Kuyt var einn besti maður liðsins, er algjörlega ómetanlegur í svona leikjum. Vonandi að hann sé að ná sér á strik. Lucas og Meireles eru ágætir til framtíðar í þessu liði, rétt eins og Kelly, Johnson, Torres og Reina. Aðrir mega vera bekkjarfélagar og nauðsynlegt er að styrkja hópinn verulega sem fyrst. Held að Dalglish sé að meta 20 manna hópinn sinn, sjá hvar hann þarf að auka breiddina og hvar hann þarf að fá toppklassa leikmenn inn. Líklega þarf eina 5-6 toppklassaleikmenn til að liðið verði samkeppnisfært á toppnum.

  46. Meiri missir af Arbeloa? Uuuu, nei. Það sem vantar svo Johnson fúnkeri almennilega er leikmaður eins og Javier Mascherano, einhvern sem getur coverað fyrir hann því Johnson er auðvitað mjög sókndjarfur.

  47. Svo 100% sammála þér Einar Örn í kommenti #39!!

    En held að það sé búið að sýna sig og sanna á þessu tímabili er númer 1,2 og 3 að kaupa nýjann alvuru miðvörð í janúar glugganum! Best væri að kaupa 2 (1 world class og annan svona sem er töluvert betri en Skrtel) og þá auðvitað selja Skrtel. Svo er hægt að huga að kaupum á frammherja og/eða kantmönnum..

  48. Dalglish sagði að ef að Kelly haldi áfram að spila eins og hann gerir þá geti Johnson verið í vandræðum.
    If Martin keeps playing like that, Glen could have a problem – though I’m sure he’s happy to play left-back.

    Af þessu má lesa að Kelly sé orðinn hægri bakvörður númer eitt.

  49. 100 % sammála Halldór Bragi, Macherano var gríðarlega góður í að koma með hjálparvörn fyrir bakverðina okkar og það er hlutur sem að maður hefur saknað í vetur að sjá djúpu miðjumennina okkar hjálpa bakvörðunum betur.

  50. Another player set to get a chance in the coming months is Danny Wilson, who is still waiting for a Premier League start since his move from Glasgow Rangers this summer.

    “I’ve not seen Danny play yet for us since I came in, so he might get a wee run out,” said Dalglish. “He’s been fantastic in training.”

    Tekið af official síðunni.
    Yrði mjög gaman að sjá þessa vörn:
    Kelly-Wilson-Agger-Aurelio/Johnson

  51. Gummi Halldóra nr.45

    Bara benda þér á það að flestir af þessum 16 leikjum áttu sér stað fyrir áramót þegar Hyypia var reglulega í byrjunarliðinu vegna þess að Skrtel var meiddur. Þegar Hyypia fór út úr byrjunarliðinu fyrir Skrtel um áramótin þá hófst jafntefla hrinan mikla og ef ég man rétt þá vorum við að leka 1-2 mörkum í leik. Við vorum í fyrsta sæti með smá forskot þegar að Skrtel kom inn aftur :/

  52. Eg skil ekki alveg af hverju Maggi og fleiri gagnrýna bara Skrtel en ekki Kyrgiakos, varnarmistökin byrjuðu þegar Kyrgiakos kom inná og þótt Skrtel hafi verið tapur þá var Kyrgiakos engu skárri og hefur verið mjög dapur í síðustu leikjum.

  53. Mjög ánægður með að Agger sé veikur en ekki meiddur! Vona innilega að Wilson fái sénsinn við hans hlið í næstu leikjum og Kenny fái pening til að taka jafnvel inn einn til viðbótar. Vona að okkar 4 á næsta ári verði Agger, Wilson, Carra + 1 nýr! Og Hyypia í þjálfaraliðið!

  54. Kelly-Willson-Agger-Johnson og svo Carra á bekknum getur ekki klikkað. Willson var að spila í meistardeildinni í fyrra með Rangers og stóð sig mjög vel. Hann þarf bara leiki og þá erum við í góðum málum.

    Það er eitt sem ég vil að tekið verði á í dómgæslunni og það er þegar leikmenn hoppa Al la Rio Ferdinand upp í skallabolta. Ég verð brjálaður þegar ég sé þetta, leikmenn með fótinn allt of hátt og með sólann langt á undan sér og sparka í mótherjan. Bera því svo við að þeir séu bara að hoppa upp í boltann. Þetta er gjörsamlega óþolandi og er stór hættulegt. Svo þessir svokölluðu fótboltamenn hjá Everton beita þessu þá eru þeir sömu réttdræpir í mínum augum. Rugby leikmaðurinn Anicebe gerði þetta trekk í trekk við Kelly sem var á tímabili orðinn draghalltur. Tölvur eru ekki neinir sérstakir vinir mínir en þeir sem vita um hvað ég er að tala ættu kanski að leita fyrir mig af video til að undirstrika það sem ég er að segja. Nýlegt dæmi er Ferdinand vs. Sagna nú í desember.

    Það er góður stígandi í opnum leik hjá Liverpool og nú þarf að fara skoða föst leikatriði.

    Torres er sko heldur betur að vakna, þvílík breyting á einum manni á tíu dögum!!!

  55. ef wilson fær ekki sénsin í næstu leikjum fyrir skrtel er hann bara einfaldlega lélegur,það er nefnilega ekki hægt að bjóða manni meira af þessari varnarvinnu hjá þessum pappakassa! annars er þetta lið okkar því miður ekki sterkara en 8-12 sæti! því miður er þessi mannskabur bara ekki betri en það og það þarf að kaupa frekar marga leikmenn ef menn ætla að komast í þetta meistaradeildarsæti hvað þá að taka titilinn! og er ég ansi hræddur um að margir biðji um sölu í sumar ef ekkert almennilegt verði gert í leikmannamálum og skil ég þá vel ef menn vilja vinna titla og vera í meistaradeild! eru svosem ekkert margir sem maður er nokkuð sama um að fari en við fáum held ég ekkert almennilegt fyrir þá í staðinn. en annars fín úrslit ekki við meiru að búast frá þessum mannskab!

  56. Excusé moi!

    Hvaða stærðfræði er notuð til að fá það út að Pepe Reina hafi átt sök á jöfnunarmarkinu?

    Maðurinn átti ekki séns á að taka þennan bolta þar sem a.m.k. fjórir leikmenn voru á milli hans og bolta.

    Jújú, vissulega ekki fallegir tilburðir þegar hann reyndi að taka Gumma Hrafnkels á þetta en setur ekki sökina á hann, aldrei. Sá ekki betur en Skrtel hafi bara verið í rulginu og misst af minnum sínum.

  57. Jay Spearing er fáranlega lélegur í fótbolta og ef að hann er framtíðin á miðjunni þá erum við fucked…skulum aðeins anda þegar við förum að halda því fram að Poulsen sé verri en Spearing…annars sé ég örliltlar framfarir hjá liðinu en djöfull verður þetta erfitt hjá okkur með alla þessa farþega í liðinu…ef ég ætti að stilla upp liði þá mundio ég taka Reina,Kelly,Meireles og Lucas..hina myndi ég bara ekki velja…af því að þeir eru farþegar…

  58. Batamerki á liðinu. Það er barátta, pressa og það sem meira er Torres virðist vera farinn að hafa gaman af fótbolta á nýjan leik.

    Vandamál liðsins er klárleg vörnin. Maður er bara skíthræddur þegar andstæðingurinn kemst yfir miðju. Liðið þarf klárleg að losa sig við Skrtel. Hef áður bent á að ég vilji sjá vörnin skipaða á eftirfarandi hátt: Kelly-Agger-Wilson-Aurelio. Trúi ekki að ástandið versni með þessari uppstillingu. Verðum klárlega að kaupa heimsklassa varnarmann og sóknarmann. En nú er vika í næsta leik og þá er bara að sjá hvort KD geti ekki galdrað eitthvað fram fyrir liðið.

  59. Sælir drengir

    Fyrir það fyrsta þá var þetta aldrei horn í fyrra marki Everton. Ég veit það þar sem ég sat í dag í Paddington stúkunni og þetta var beint fyrir framan nefið á mér. Hinsvegar skil ég ekki afhverju Kuyt tók ekki bara boltann í stað þess að láta hann fara út af, hann hafði allan tíman í heiminum og enginn að sækja að honum ! Ég sá ekki almennilega varnarmistök Skertl en það kemur ekkert á óvart að hann hafi átt sök á báðum mörkum ! En annars fannst mér þessi leikur hjá okkar mönnum alveg mjög góður að mörgu leiti. Miklu betri holning á liðinu og menn farnir að spila meir fyrir hvorn annan. Menn voru meira óheppnir í dag frekar en eitthvað annað. Svo auðvitað kom smá einbeitingarleysi sem örsakaði þessi 2 mörk. Það þarf greinilega að vinna á því. Varðandi hver söng sacked in the morning þá get ég staðfest það að þar voru að verki stuðningsmannahópur Everton, svona hafi einhver verið í vafa 🙂

    YNWA !

  60. Aðal ástæðan fyrir því að við misstum þenna leik niður er Skrtel. Liðið var gott í fyrri hálfleik, Agger gefur vörninni mikið öryggi og uppspilið svo miklu betra. En lið með lítið sjálfstraust má ekki við miklu og þegar Skrtel tínir manninum sínum í horninu (eins og vanalega) og litla liðið jafnar þá byrjar skjálftinn. Út með þennan mann strax, það er ekkert flóknara. Annars allt önnur holling á liðinu, barátta og vilji. Torres allur að koma til, touchið komið aftur og sjálfstraustið. Hefði reyndar viljað Maxi útaf líka til að fríska uppá sóknarleikinn. En það þarf að laga varnarleikinn, í fyrsta lagi henda Skrtel og fara aftur í svæðisvörn í föstum leikatriðum, a.s.a.p. Einnig finnst mér þolið ekki nógu gott, en ætla að kenna Hodgson um það.

  61. Hey!

    Það er komið nóg af afsökunum hjá okkur stuðningsmönnum, leikmönnum og þjálfaraliðinu. Horn eða ekki horn? Hverjum er ekki drullusama, við getum búist við því að fá á okkur nokkur horn í hverjum leik og við eigum bara að fucking verjast þeim.

    Dómarar tapa afar sjaldan fótboltaleikjum, það eru liðin sem gera það og menn skapa sína eigin lukku.

    Einhver talaði um hér að ofan að Torres ætti að vera við miðjuboga á vallarhelmingi andstæðinganna að taka á móti háum boltum. Bíddu hver gaf Roy Hodgson notandanafn á kop.is? Hvernig væri að spila bara helvítis boltanum með jörðinni eins og Liverpool á að gera liða best.

    Einhver sagði að jafntefli gegn Everton á heimavelli væru ömurleg úrslit. Ég er nú ekki sammála því. Það eru fjórir leikir á hverri leiktíð sem geta farið hvernig sem er: Liverpool – Everton, Liverpool – Man. Utd., Everton – Liverpool og Man. Utd. – Liverpool.

    Svona fór í dag. Hættum að væla yfir því og einbeitum okkur að næsta leik.

    YNWA

  62. Skrtel er ömurlegur leikmaður, hann hefur bara ágætis hraða, og þá er það upptalið…
    Hann er búinn að gefa svona 8 mörk í vetur, svipað og Johnson…

    Mér fannst Kuyt frábær í dag og það á að vera nóg að skora 2 mörk á heimavelli til þess að vinna leik, vörnin okkar er helv drasl, nema Kelly

  63. Ég er að lesa víða að Suarez fari í læknisskoðun á morgun.

    • Ég er að lesa víða að Suarez fari í læknisskoðun á morgun.

    Er hann eitthvað veikur? 🙂

  64. og ekki seigja daily mail eða sun eða Caucht off side eða einhvað bull

  65. mér finnst eins og sumir hérna vilji bara sjá titilinn á þessari leiktíð bara við það eitt að KD er kominn.

    það tekur smá tíma að stoppa lest sem er í bakkgír og fá hana til að fara áfram og hvað þá í 5. gír.

    gefið honum tíma þetta tímabil er ónýtt við höldum okkur uppi og verðum meistarar 2011-2012

    YNWA!!!!

  66. já horfði á leikinn, er ánægður um framför í spilamennsku. mikil hreyfing án bolta og að við séum að spila boltanum niðri en einhvern veginnn falla hlutirnir ekki með okkur þessa stundina. Torres að finna hamingjuna aftur og farinn að líkjast sjálfum sér.
    Hlakka til að fara sjá Danny Wilson í hafsent, Skertel er eins og leikmaður í utan deild á íslandi. Einhvern veginn er oftast honum að kenna ef við fáum á okkur mörk. Það er erfitt að vinna leiki ef við fáum á okkur 2 mörk í leik.
    Eitt er samt hvort sem það verður í janúar eða í sumar, þarf fljótan kanntleikmann með fótbolta heila. Eins og Babel er fyrir mér með hæfileika og hraðan en ákvarðataka hans er mjög slæm sem verður honum að falli.
    King kenny er á réttri leið en góðir hlutir gerast hægt, hlakka að sjá liðið í næstu leikjum.

  67. Goodbye!! im going to AJAX suarez to liverpool<— babels private message
    Bara orðrómur á twitter en vona að þetta sé satt þó að það sé leiðinlegt að Babel hafi aldrei náð að skína…..

  68. @ 67…

    Já mikil vinátta og búið að semja um jafntefli fyrir 3 vikum síðan…

    Þessir tveir eru hinsvegar að sækja um hlutverk í næstu KLOVN mynd 🙂

    Snilld

  69. Jæja piltar !!! Þá er maður búinn að róa sig niður eftir leikinn í gær. Ég eins og svo margir aðrir hérna á Kop-inu stóð í þeirri meiningu að Liverpool myndi landa þremur stigum í gær á móti Everton en svo fór ekki. Hinsvegar þá ætla ég ekki að vera of neikvæður í mínu svari en vil samt að það komi skýrt fram að Martin Skrtel er arfaslakur varnarmaður og er ég sammála mörgum hérna inni að það getur bara ekki verið verra að leyfa Wilson að spila því hann lofar svo sannarlega góðu.

    Það eru 4 menn sem eru menn leiksins að mínu mati. Kuyt var sívinnandi, gafst aldrei upp og gerði sitt besta til að næla í öll þrjú stigin. Torres fannst mér flottur og þeir sem gagnrýna hann hérna inni eru í ruglinu því sjálfstraustið hjá honum er á uppleið. Ég meina sáuð þið ekki þegar hann tók Distin öxl í öxl og svo þegar hann fíflaði gæjann í vítateignum ?? Jay Spearing kom mér svakalega á óvart og er alveg með hjartað á réttum stað og hann var eiginlega sá eini (kannski fyrir utan Martin Kelly) sem að fór í tæklingar af einhverju viti. Hann er VÍST betri kostur en Poulsen. Svo er það Meireles sem var ógnandi fram á við, skoraði gott mark og er flottur fótboltamaður.

    Okkur vantar varnarmann, kantmann, sóknarmann, vinstri bakvörð.

    Over and out.

Byrjunarliðið komið

Opin umræða – Leikmannakaup?