Liverpool 0 Utrecht 0

**Byrjunarlið:** Jones, Kelly, Skrtel, Wilson, Aurelio, Cole, Poulsen, Shelvey, Jovanovic, Babel, Eccleston.

**Skiptingar:** Kuyt, Pacheco og Kyrgiakos inn fyrir Skrtel, Eccleston og Jovanovic.

**Umsögn:** Þetta var leiðinlegasti fótboltaleikur sem ég hef séð. Liverpool hefur oft leikið verr, en sennilega aldrei verið jafn leiðinlegt.

**Meginmál:** Þar með lýkur einum leiðinlegasta Evrópuriðli allra tíma. Í þessum riðli voru leiknir tólf leikir; átta þeirra enduðu með jafntefli, fjórir með sigri/tapi. Liverpool átti tvo af sigurleikjunum, fjóra af jafnteflisleikjunum, engan af tapleikjunum, og vinna því riðilinn. Fyrsta sæti í riðlinum, nota ungu strákana helling í þessum leikjum, tapa ekki leik, allt jákvætt. Spilamennska liðsins í þessum leikjum og sérstaklega í kvöld, drepleiðinleg.

**Maður leiksins:** Fabio Aurelio. Og Gummi Ben fyrir að segja ekki upp störfum undir lok leiksins. Hann var farinn að örvænta en hélt þetta út að lokum. Kudos, Gummi.

**Niðurlag:** Joe Cole, Christian Poulsen og Ryan Babel voru ekki menn leiksins. Látum það nægja.

**Næst:** Fulham á laugardaginn. Þeir hafa sett met í deildinni með tíu jafnteflum í fyrstu sautján deildarleikjum sínum. Ég veit hvernig ég spái þeim leik.

44 Comments

  1. jæja JOB WELL DONE!!! við kláruðum efstir í riðlinum þetta árið og fengum fínan æfingarleik fyrir “vara liðið okkar” sem er mjög mikilvægt miðað við að þetta er eini sénsin fyrir margan leikmannin að fá að spila leik á þessu sísonni hjá Hodgson ..
    það segir meira en þúsund orð að evrópukeppnin er að verða síðasta ljósið þetta tímabilið .. svo “dræm” er sigurgangan okkar í deildin.. Engott að vera kominn áfram og löndum þessari dollu í ár og gerum þetta tímabil bærilegra hjá okkur 😉

  2. Ég myndi nú ekki ganga svo langt að segja það, Steini B, Poulsen var á vellinum líka!

  3. Verð að ykkur sem halda úti þessari síðu kærlega fyrir umfjöllunina, eins erfitt og það er að fylgjast með Liverpool í dag þá er alltaf jafn gaman að skoða þessa síðu. Takk.

  4. Þetta er þriðji 0-0 leikurinn af 6 leikjum í þessum riðli hjá Liverpool, það er ansi magnaður árangur.
    Ég er vissulega ánægður með byrjunarliðið enda hef ég alltaf viljað sjá þessa ungu stráka fá sín tækifæri en come on, er engin í þessu liði sem getur sent 5- 10 metra sendingar svo þær rati á liðsfélaga.
    Ég held að það þurfi alvarlega að fara að breyta æfingunum hjá Hodgson og félögum því þetta er klárlega ekki að virka, það hefur sést vel í vetur.
    Hodgson brjálaður á hliðarlínunni en gerir samt engar róttækar breytingar og færir liðið ekki einu sinni framar á völlinn enda vorum við að spila við stórveldið Utrecht og það á heimavelli og kannski enginn ástæða að taka neinar áhættur á að skora kannski mark eða mörk.

    Mér finnst bara eins og menn viti ekkert hvað þeir eigi að gera á vellinum né hvert þeirra hlutverk sé.
    Hver er taktikin hjá Hodgson.

  5. Another 45 minutes of world class, stunning, never seen before tactics by Roy Hodgson.

  6. djöfull er þetta “varalið” óspennandi, það er ekkert að gerast þarna og ekkert sem lýtur spennandi út í þessum hóp leikmanna

  7. vááá hvað ég er fegin að þessir 2 drepleiðinlegu klukkutímar eru liðnir og kannski hægt að fara gera eitthvað af viti

  8. Það er nú ekki sanngjarnt að segja að Joe Cole sé lélegasti leikmaður í sögu Liverpool en hannn berst klárlega um titilinn mesta vonbrigðið.

  9. Ansi margir með brauðfætur. Löngun getur vont versnað. Frítt á völlinn fyrir börn og þau ættu að fá endurgreitt.

  10. “Umsögn: Þetta var leiðinlegasti fótboltaleikur sem ég hef séð. Liverpool hefur oft leikið verr, en sennilega aldrei verið jafn leiðinlegt. “; Ég er ekki frá því að ég sé buinn að sjá þessa setningu (eða mjög líka) eftir nokkuð marga leiki, fer þessi martröð aldrei að enda?

  11. já….ég veit ekki….grunar að ég fái ansi marga þumla niður núna…..
    mér fannst lélegustu menn vallarins þeir reynslumestu…… poulsen þarf ekki að hafa mörg orð um(glataður), cole var klárlega ekki að standast væntingar, aurelio einsog hauslaus hæna en átti eina góða fyrirgjöf, jovanovic spilaði ekki vel en átti eitt sláarskot, skrtel afrekaði að næstum því lenda í vandræðum með eina af sínum skógarferðum í fyrri hálfleik(FYRIRLIÐI)………… EN!!!

    mér fannst kelly spila skuggalega vel, wilson var klárlega ljósi punkturinn í leiknum og ekki einusinni orðinn 19 ára(nagli og framtíðar CARRAGHER ,skoraði næstum því), eccelstone fékk spiltíma sem er mjög jákvætt, babel hefur átt betri daga en var samt ekki hörmulegur, og pacheco kom inn og þó hann breytti ekki leiknum bar hann samt vott um þvílíkann baráttuanda sem ég kann þvílíkt að meta þar….. hann reyndi einsog hann gat að breyta gangi leiksins og þó það hafi ekki virkað sýnir manni að hann vill standa sig vel sem segir manni að hann verður bara betri…………

    en maður leiksins að mínu mati er shelvey….. kannski að margir séu ósammála mér en hann var klárlega allt í sóknaruppbyggingu liðsins og stjórnaði miðjunni að mestu leyti með smá oggu pínu hjálp frá cole….nema í fyrri hálfleik þegar danska pulsan var að reyna byggja upp sóknir en gerði það sem hann er bestur í…. að drulla uppá bak…… held að ítalarnir séu að fara með gullnu ruslafötuna international og beint í trophy skápinn hjá poulsen!!!!

    en leiðinlegur leikur þar sem eina jákvæða var að horfa uppá ungu strákana undir pressu sem þeir á endanum stóðust þótt mörkin hafi láta standa á sér…… ég er stoltur af þeim!!!!!!
    YNWA

  12. Ég horfði ekki á þennan leik, sem betur fer.
    Miðað við commentin hérna þá hljóta menn að fara átta sig á því að það er hrein og klár tímaeyðsla að horfa á Liverpool leiki í dag, þetta lið er bara drasl og það er engin leikmaður að spila skapandi og skemmtilegan bolta í þessu liði.

    Vonandi eyðum við 100 – 150 milljónum í leikmenn í janúar og tökum feitan Man City/Chelsea á þetta og fáum fyrir vikið eitthvað sem gleður hugan.

  13. Það voru ca 10 mín liðnar af leiknum þá stein sofnaði ég,misti ég af einhverju? svona miðað við viðbrögðin hér,þá held ég ekki.

  14. Sé mikið eftir að hafa eytt augun í þessa hörmung, en hugga mig við að ég sá bara seinni hálfleikinn. NÚNA ættu eigendurnir að taka eigendur Blackburn sér til fyrirmyndar og reka RH, þessi spilamennska er engum bjóðandi!

  15. Hahaha, þessi skýrsla var það eina hressa við þennan leik. Europa League er bara ekki það sama og að spila í CL; lélega spilamennska okkar á sér hliðstæðu í ennþá lélegri mótherjum svo úr verður alveg drepleiðinlegur fótbolti – í fyrra töpuðum við allavega svona leikjum!

  16. Ég held að ég eigi eftir að fá mikið af þumlum niður fyrir að segja þetta en mér sýnist sem svo að þegar svar byrjar á þeirri ágiskun að umrætt svar fái mikið af þumlum niður þá mun umrætt svar yfirlett enda með heilum helling af uppvísandi þumlum.

    PS: Hvernig er hægt að gera svona langa skýrslu um 90 mínútna langan viðburð um ekki NEITT?

  17. Fékk KAR til að taka skýrslu fyrir mig… held ég skuldi honum tvö verkefni í staðin!

  18. hahaha, ég hló þegar ég las þetta….Og ef þessi síða væri ekki til, þá væri maður búinn að gefast upp á þessu, en það er bara eitthvað svo gott að geta komið hér inná og lesið pistla og comment eftir lang bestu liverpool aðdáendur! YNWA

    og fyrir þá sem misstu af leiknum, horfið á þetta, þetta er skemmtilegra : http://www.youtube.com/watch?v=_JtZtgv7uwI

  19. Svo virðist sem Roy Hodgson sé að byggja upp efnilegt lið með sinn leikstíl.

  20. Guðbjörn #18 Ég líka 😀 En já þessar örfáu mínútur sem ég sá voru allavega leiðinlegar.

  21. http://www.youtube.com/watch?v=ivAdiaMpdmI

    Eina sem shelvey vantar í dag er “STJÓRI” sem trúir á hann og hann verður að þessum manni.

    Hogdson greyið myndi fá hjartaáfall ef þessi unglingur væri í hans liði….. þess vegna er hann ekki rétti maðurinn fyrir LIVERPOOL!!!

    Þið sem hatið Benitez……þið verðið bara að fyrirgefa en maðurinn hefur auga fyrir hæfileikum!!

  22. Doddijr #27, af hverju undirstrikar Gerrard auga Benitez (að þínu mati) fyrir hæfileikum? Liverpool þarf ekki að kaupa miðvörð í janúar nema þá kanski selja Skrtel og fá annann í staðinn. Wilson þarf bara “mínútur” til að taka næstu skref upp á við, að mínu viti ágætis efni þar á ferð. Ef að Kelly getur leyst stöðu vinstri bakvarðar álíka vel og hægri þá á að “keyra á ” þeim varnarmönnum sem fyrir eru hjá klúbbnum.
    Í augnablikinu man ég eftir 2 leikjum þar sem Babel spilaði á hægri kanti og átti hann fyrirgjöf í báðum þeim leikjum sem gáfu mark. Það er full reynt með drenginn að nota hann vinstra meginn og að mínu viti er hann ekki góður með bakið í markið, á því sviði er t.d. Cole betri. Því finnst mér að það ætti að gera honum ljóst að nú spili hann fyrir framtíð sinni hjá klúbbnum og muni gera það á hægri kanti. Ef ekki verði breyting til batnaðar á þessu tímabili hjá honum verði hann seldur í sumar.
    Já…… leikurinn í kvöld alveg drep leiðinlegur og ég bara skil alls ekki hvert Hodgson er að fara með þetta lið. Ok allt í lagi liðið bakkar allt niður á eigin vallarhelming nema kanski ca. 10 min í hverjum leik og þá er reynd einhverskonar pressa á allt of fáum mönnum. Blackburn leikurinn er hugsanlega undantekning á þessu en þá var fín, há pressa frá fyrstu mínútu. En aftur að Liverpool á eigin vallarhelmingi, þá bara viðrist eins og leikmenn breytist í keilur. Leikmenn eru allir í einhverjum 3-5 metra dekkningum og andstæðingurinn fær allan heimsins tíma til að athafna sig. Það er ekki fyrr en andstæðingurinn er kominn á síðasta þriðjunginn að hjálparpressa berst. Svo er nú bara fyndið að sjá tvo fremstu menn hlaupa á milli miðvarða og upp að bakvörðum þegar Liverpool verst. Þeir eyða allri orkunni í að verjast!! Þegar Liverpool svo fær boltann er sóknarleikurinn svo hræðilega illa skipulagður (t.d. nánast bara einn Liverpool maður uppi í varnarlínu andstæðinganna) að hægt er að sjá langt fram í tímann hvað framundan er. Leikmaður með bolta hefur í flestum tilfellum einn góðan sendingamöguleika vegna þess að allir samherjar eru staðnir, engin hreyfing. Það er hægt að telja miklu fleir atriði upp í leikskipulagi Liverpool sem betur má fara. Mér finnst það bara svo dapurt að gagnrýna liðið mitt svona. Ég get ekki horft upp á þetta mikið lengur og segji enn og aftur, ég trúi því ekki að Hodgson fái að stýra innkaupum í Janúar. Maðurinn verður að fara.

  23. Horfði á 5 mín í seinni hálfleik og það var nóg fyrir mig. Fann minna fyrir því að dröslast bændagöngu með alla innkaupapokana fyrir konuna í Mallinu

  24. Sæll ÞHS.
    Það sem ég vildi meina er að Benitez uppgvötaði klárlega ekki Gerrard heldur Shelvey

    Og undirbúningurinn af því að fá hann til Liverpool var víst svolítið strangur af því er vinur minn sem býr í London sagði mér(kjaftasögur:))

    og þeir börðust við t.d tottenham og arsenal að fá hann eftir því sem hann sagði….
    að gefnu máli vitum við báðir að Benitez uppgvötaði EKKI Gerrard heldur var hann leikmaður sem var að springa út vegna þess að stjórarnir sem hann spilaði undir( phil thompsom og gerrard houllier) sem báru það traust til hans að stjórna miðjunni sem að mínu mati er það mikilvægasta hlutverk spilandi liðs(playmaker) þegar hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Liverpool var hann 18 ára og ekki uppá marga fiska…… en hann er heldur ekkert eðlilegur og þess vegna er hann eitt af aðalsmerkjum LIVERPOOL…… hann á sér engan líkan,

    en undirlagið í póstinum mínum er það að ég hef séð mikið talað um akademíuna hjá Liverpool sem er ósanngjarnt og að mínu mati var þessi leikur í kvöld fyrsta skrefið í að gera menn einsog shelvey stórstjörnur….
    og ég skal vera fyrsti maður til að éta þessi stóru orð ofan í mig ef það reynist ekki rétt…..

  25. Það er meira niðurdrepandi að lesa þetta spjall eftir leiki en að horfa á Liverpool spila “fótbolta” um þessar mundir.

  26. Það er valkvætt StjániBlái – íttu á rauða “X” efst uppí hægra horninu á vafranum sem þú notast við.

  27. doddijr – hvernig færðu það út að það eina sem Shevley vanti er stjóri sem geri hann að næsta S.Gerrard, nota bene einn af all time great í sögu LFC. Það er akkurat ekkert sem Shevley hefur sýnt sem gefur vísbendingu um að hann geti orðið einn sá fremsti í heiminum. Það sem Shevley hefur sýnt er að hann er efnilegur – bilið á milli þess að vera efnilegur og góður (hvað þá heimsklassa) er GRÍÐARLEGA mikið, það er langt því frá að það sé eitthvað samasemmerki þar á milli. (strákurinn hefur potential og þarf tækifæri til að þróa þá hæfileika, aðeins þannig getum við séð hve langt hann getur náð – er annars undir honum sjálfum komið. Vera með hausinn í lagi, leggja hart að sér og nýta sín tækifæri).

    Annars er ég sammála þér með Rafa og hans auga fyrir hæfileikum. Hann gerði vissulega slæm kaup á sínum tíma, en Garcia, Xabi, Agger, Reina og Torres svo að nokkrir séu nefndir eru algjörlega top klass leikmenn.

  28. Var neyddur í að skrifa á jólakortin í gær á meðan leik stóð og var frekar ósáttur við það. En eftir á að hyggja þá held ég að tímanum mínum hafi verið vel varið. Slapp við að horfa leikinn.
    En þrátt fyrir að hafa ekki séð leikinn þá er ég mjög ánægður með þau tækifæri sem unglingarnir fá að sýna sig í alvöru leikjum.

  29. Það er spurning hvort NESV hafi ekki gert mistök með því að bjóð börnum á þennan leik. Því miðað við það sem menn segja hér þá eru nú ekki miklar líkur á því að þau vilji koma aftur til að horfa á svona “skemmtun”.
    Sá ekki leikinn og áhuginn var svo mikill að ég athugað ekki einu sinni úrslitin fyrr en í morgun get ekki sagt að þetta hafi komið mér á óvart.

  30. Ég horfði á síðari hálfleik í gær og þrátt fyrir að þetta væri ekki tilþrifamikill leikur þá var ég bara nokkuð sáttur.

    Efstir í riðlinum og plús að ungu strákarnir eru að ná sér í gríðarlega reynslu á vellinum. Kannski voru þeir ekki spennandi á að líta en þetta er ungviðurinn okkar og hann þarf reynslu og leikur í UEFA Cup gegn karlmönnum gefur mun meiri reynslu en varaliðsleikir gegn 16-20 ára guttum.

    Ég og flestir hérna erum ekkert að missa okkur af gleði yfir Roy en fyrir mína parta þá fær hann stóran plús í kladdan frá mér fyrir að gefa öllum þessum drengjum séns, eitthvað sem hefur verið ábótavant hjá klúbbnum í háa herrans tíð.
    Það er kannski einhver von að einhverjir af þessum drengjum komist í aðalliðið í framtíðinni fyrst að þeir eru að fá sénsinn í UEFA Cup.

    Þannig að ég tek það jákvæða úr þessum leik og er bara sáttur þrátt fyrir að sjálfur leikurinn hafi kannski ekki verið neitt augnayndi á að horfa.

    • Það er spurning hvort NESV hafi ekki gert mistök með því að bjóð börnum á þennan leik.

    Vá var ég að hugsa þetta líka! Það er boðið upp á svo hundleiðinlegan bolta að það er næstum neikvætt að fá börn á völlinn. Enda náðist ekki einu sinni að fylla Anfield þrátt fyrir að þeir bóksftalega gæfu miða á leikinn.

    Jákvætt svosem að vinna riðilinn og nota ungu pjakkana en það er ekkert minna en lámarkskrafa til Liverpool meðan það er í þessari blessuðu deild.

  31. “Það er valkvætt StjániBlái – íttu á rauða “X” efst uppí hægra horninu á vafranum sem þú notast við”

    Já já og það er líka valkvætt að horfa á leiki með Liverpool þrátt fyrir ömurlegheitin !! Margir sem horfa á leikina bara til að geta komið svo hingað inn og rekið við yfir liðið, þjálfarann osfr En þetta gerum við nú samt einhverra hluta vegna.

    Mér finnst mjög gaman að lesa þetta spjall en mér finnst full mikil neikvæðni í gangi.

    Eins og Júlíus bendir á þá var liðið fullt af alskonar mönnum sem hafa annaðhvort verið meiddir, komast ekki í aðalliðið eða eru mjög svo ungir. Flott að láta þessa stráka spila eins mikið og hægt er.

    Ég sá reyndar bara síðasta hálftímann af þessum leik og ég verð að segja að ég hef því miður séð liverpool liðið spila mun leiðinlegri bolta en þetta á þessari leiktíð.

  32. Varðandi Cole kallinn. Var að horfa á rýniþátt um leikinn í gær á Five. Þar var Cole aðeins tekinn fyrir og spáð í stöðurnar sem hann hljóp/kom sér í eða hljóp ekki í. Í hvert sinn sem sótt var upp vinstri kant þá fór Aurelio upp og Cole sat eftir. Þeir á Five voru, og ég er nokkuð á því líka, að Cole hafi hreinlega verið sagt að sitja eftir.

    Ástæðan. Það getur varla verið, sókn eftir sókn að sami leikmaður klikki á hlaupum trekk í trekk, komi sér ekki í ákjósalega stöður sóknarlega. Undir lok leiksins þá var farið að losna aðeins um hann og var hann ögn sprækari þá.

  33. Svo við tökum eitthvað jákvætt úr leik gærdagsins, þá er ég ennþá á lífi og held með Liverpool.

  34. Hélt að Liverpool gæti ekki spilað svona leiðinlegan bolta. Er sóknarleikurinn alveg farinn eftir að Roy tók við. Þvílík leiðindi!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Liðið gegn Utrecht

NESV og hugsjónirnar