Newcastle 3 – Liverpool 1

Jæja.

Ætla alveg að viðurkenna það að mig langaði mest að segja bara no comment, svo svekktur var ég, en here goes.

Fyrst byrjunarliðið sem var það sama og síðast utan þess að Torres kom inn fyrir Babel og því útlitið þetta:

Reina

Johnson – Kyrgiakos – Skrtel – Konchesky

Kuyt – Lucas – Meireles – Maxi

Torres – N’gog

Bekkurinn: Jones, Kelly, Aurelio, Poulsen, Cole, Babel og Jovanovic.

Fyrri hálfleikur var dapur. Mjög dapur. Newcastle skoraði rangstöðumark þegar Skrtel var látinn dekka Carroll og réð ekkert við það, eina sem við gerðum var skot Meireles sem hrökk af okkar manni og Enrique bjargaði á línu. Hálfleiksstaða 1-0 fyrir heimamenn.

Í upphafi seinni hálfleiks kom lífsmark í Liverpool, jöfnuðum 1-1 með góðu skoti frá Dirk Kuyt og síðan átti Torres að koma okkur yfir rétt á eftir en klúðraði dauðafæri. En eftir að majónesstjórinn hjá Newcastle ákvað að breyta um brag og fá hraðskreiðan gaur með Carroll og byrja að dúndra aftur upp í loft féllum við í sömu gildruna og áður síðustu 30 mínútur á útivöllum nú í vetur. Bara leggjast aftar og láta bombardera okkur.

Sem er ekki gáfulegt þegar varnarliðið okkar lekur mörkum. Mark nr. 2 kom upp úr því að LUCAS VAR LÁTINN sjá um Carroll og í framhaldinu kiksaði lélegasti varnarmaður í okkar sögu síðan Torben Piechnik fór heim til Danmerkur og hleypti ógeðinu í Newcastleliðinu í dauðafæri sem hann nýtti. Í uppbótartíma ákvað svo Lucas að leyfa Carroll að skora þriðja markið, því okkur líður svo vel með mínusmarkatölu.

Mér fannst þessi frammistaða léleg og ömurleg síðasta hálftímann. Allan tímann féllum við í gildruna og spiluðum háloftafótbolta án þess að ráða nokkuð við það. Við vorum meira með boltann og áttum fleiri skot en sú tölfræði segir ekkert. Þetta var enn einn óásættanlegi útileikur félagsins okkar, það er ekki einu sinni nóg að horfa bara á ömurlegan árangur Hodgson eða benda á bara deildarleiki, þetta var eins hjá félaginu á síðustu leiktíð og klárlega orðið sálrænt.

En jafn glaður og ég var með Hodgson á mánudaginn var ég ósáttur í dag. Uppleggið í leiknum var örugglega að falla aðeins frá hápressunni og það leyfði Newcastle að bombardera okkur og nýta sína styrkleika. Að mínu mati var morgunljóst að við áttum að skipta N’Gog út í hálfleik fyrir Cole og fara að hápressa. En það var ekki gert.

Svo skiptingarnar. Biðum með þær þrátt fyrir að ljóst væri frá 60.mínútu að við værum að missa tökin og Joe Cole var látinn hita upp frá 30.mínútu en kom aldrei inná.

Frammistaða allra leikmanna var undir pari og ég geri engum þann greiða að velja hann mann leiksins. Mér fannst Kyrgiakos vera að berjast og Meireles skástur með boltann, Kuyt gerði gott mark en allir voru að leika undir getu, þessir þrír líka!

Veturinn varð aftur dimmur í dag og sennilega er þetta bara rússibaninn mikli.

En mikið djö**** tekur hann á!!!

92 Comments

  1. No comment, svona frammistaða verðskuldar ekki að um hana sé rætt.

  2. Ég færðist yfir úr grúppunni ´´gefa Hodgson séns fram yfir áramót´´ yfir í grúppuna ´´reka hann strax´´ á einu augabragði ! Þvílík frammistaða og mér fannst allan leikinn eins og leikmenn Newcastle væru fleiri inn á vellinum en Liverpool leikmenn !! Þetta er hreint með ólíkindum hvernig Liverpool fer frá því að vera að spila eins og sannir meistarar á Anfield yfir að vera eins og miðlungs fyrstudeildarlið á útivelli og það á innan við viku !! Djöfull er ég pirraður !

  3. Þegar Roy var kannaður sem kandídat í þetta starf af stjórn Liverpool, skoðuðu þeir ekkert útivallaárangur hans í gegnum tíðina. Hann hefur unnið 13 eða 14 útileiki í deild síðan 1985.

  4. Við erum 10 stigum á eftir Man.City. Ekki einu sinni í Europa league sæti og bara 6 sigrar í 17 deildarleikjum. Mér finnst það óskiljanlegt að það sé ekki búið að reka Hodgson.

  5. Ég held ég taki SStein á þetta og sleppi því að tjá mig um þennan leik hér þar til á morgun í það fyrsta. Jólagjöfin í ár er samt klárlega nýr stjóri hjá LFC og það er það eina sem ég vill heyra frá eigendunum er þeir mæta á LFCTV á mánudaginn. Þetta er ekki hægt lengur.

  6. þeir litu út einsog það hafi verið fyrirfram ákveðið að tapa þessum leik……

    held að þetta sé klárlega með lélegustu frammistöðu sem ég hef séð í vetur…..
    skítsama þótt það vanti carra og gerrard þá átti þetta lið klárlega að hafa pung í að klára þennan leik
    það þarf einhver að segja hogdson að það er ekki bara nóg að vinna einstaka sinnum á heimavelli!!!!

  7. Þessi þjálfari á að segja af sér,hann er með allt loðrétt niðrum sig sem stórkostlega glatað

  8. Það er stutt í kúkinn maður!

    Martin Skrtel sannaði það enn og aftur að hann er langt frá þvi að vera í úrvalsdeildarklassa, þvílikur sauður!

    Og hinir tíu lítt skárri..

  9. var farinn að hafa smá trú á Hodgson en síðan kom í ljós að hann getur ekki unnið lið á útivelli !?

  10. Reka Hodgson og sparka Skirtle með honum líka. Með ólíkyndum hvernig einn leikmaður getur verið svona lélegur. Svo væri nú ráð að setja Torres á bekkinn, gaurinn er bara ekki að standa undir eigin nafni. Hann hefði kanski gott af því að sitja á bekknum í nokkra leiki.

  11. Sleppiði bara leikskýrslu….enginn að fara að lesa þennan horbjóð!!!

  12. Þetta er ekki hægt lengur,

    ég var kominn með smá samviskubit yfir andúð minni á manninum.

    EKKI LENGUR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  13. Á meðan hann er við störf þá væri bara best að gefa útileikina og spila bara heima, við töpum 3-0 við það að gefa en leikmenn geta þó verið að gera eitthvað annað á meðan og komið sprækir í heimaleikina, ég held að Roy Hodgson hafi kannski unnið 3 af síðustu 70 útileikjum útileikjum sem þjálfari, er ekki komið nóg ?

    Svo má alveg gefa Skrtel og Konshesky í mæðrastyrksnefnd, þvílikir leikmenn, úfffff

  14. Ég er eiginlega kominn á þá skoðun að við þurfum nauðsynlega að kaupa nýjan framtíðar miðvörð.
    Við erum með nógu marga en þeir eru bara allir hand fyrir utan Carra (sem er 32) og Agger (sem er allaf meiddur).
    Skrtl var í gjörsamlega skelfilegur í þessum leik… JESUS

  15. Ég geft upp er hættur að gera sjálfum mér þetta. Ætla að eyða mínum tíma í eitthvað annað en fylgjast með þessu, eg bara get ekki gert konu minni og börnum þetta lengur.Héðan í frá fær UFC gog STRIKE FORCE allan minn áhuga og tíma. Andskotan heitast helvíti ég trúi þessu ekki.

  16. Thetta er skelfilegt. Hvernig voga their ser ad gera manni thetta svona i tynnkunni!

    8 stig i CL sæti, 6 stig i fallsæti. :o(

    Nyr madur i brunni er efst a oskalistanum minum thessi jolin.

    YNWA.

  17. Þetta er það legasta sem ég hef séð til liverpool, hvað er verið að gera við torres þarna er hann bara þarna vegna nafnis hann getur ekki blautan hann heldur ekki bolta né tekur á máti bolta hann er einog einn sem heitir drobga burt með svona sultur.

  18. Já, jólaskapið … er það ekki eitthvað sem á að koma þessa dagana?

    Skrtel að kvitta undir brottför. Ekki á vetur setjandi. Torres er eins og gangbrautarvörður. Kannski nýr spænskumælandi þjálfari geti hrist upp í honum. Mereles var góður, sáttur við hann. Kyrki veit hvað það er að vera í Liverpool treyjunni þó hann sé ekki sá flinkasti. Hann reynir aðeins meira en hann getur og kemur stundum okkur og sjálfum sér á óvart. Meira en aðrir í liðinu.
    Hugsið ykkur, markið sem við skoruðum fengum við innpakkað með slaufu.
    En fangarnir í röndóttu búningunum tóku þetta ósmurt.

  19. Býst við nokkrum þumlum niður við þessa færslu, en það verður að hafa það! Mér finnst hjartað í Torres ekki vera að slá í takti með liðinu lengur, hann virkar afskaplega áhugalaus. Svei mér þá ef það væri ekki bara best að selj’ann og nota gróðann í að kaupa 2-3 klassaleikmenn sem myndu fórna sér fyrir liðið. Það gerir Torres ekki því miður ekki lengur, eins leiðinlegt það er að segja það!

  20. Tek undir með ykkur. Tókuð þið eftir því, að þegar Newcastle komst yfir 2-1, héldu þeir áfram að sækja !
    Má það ??

  21. 19

    við eigum wilson sem er með áskrift í landsliðinu og ayala sem er á láni…. klárlega að leyfa þeim að komast að

  22. Þetta gamla fífl er bara einn stór brandari. Vonandi að jólakötturinn éti hann og nokkra leikmenn.
    Að hafa 16% vinningshlutfall á útivelli á ferilskránni ætti að fæla heimskustu menn í að ráða svona afglapa, en nei RH er einn besti stjóri Englands. Það væri búið að stjaksetja flesta stjóra með ríkisfang utan UK, og þá sérstaklega af stjórum frá Englandi sem keppast við að mæra hvern annan eins og verstu íslensku alþingismenn.

  23. Hvenær ætla menn að sannfærast um að reka Hodgson? Tvær greinar um eigendurnar og þjálfarann hafa birst hér nýlega skrifaðar eins af kvennmönnum á túr. Með þeim greinum var reynt að réttlæta eitthvað út og suður, alveg hægri, vinstri. Reynt að spá í tölfræði en skautað fram hjá þeirri staðreynd að Roy tappar nánast alltaf á útivelli nema í afdalasveitinni Nordinglenne. Þangað hefur Liverpool ekkert að gera.

    • “Býst við nokkrum þumlum niður við þessa færslu, en það verður að hafa það! Mér finnst hjartað í Torres ekki vera að slá í takti með liðinu lengur, hann virkar afskaplega áhugalaus. Svei mér þá ef það væri ekki bara best að selj’ann og nota gróðann í að kaupa 2-3 klassaleikmenn sem myndu fórna sér fyrir liðið. Það gerir Torres ekki því miður ekki lengur, eins leiðinlegt það er að segja það!”

    Strákar. Maðurinn var að eignast barn fyrir 5 dögum. Give a guy a break…

  24. nr.31

    það er leiðinlegt að segja það en þetta er ekki fyrsti leikurinn sem hann hefur engan áhuga á að vera á vellinum

  25. Eins og staðan er í dag erum við með meðalgóðann þjálfara hjá meðalgóðu liði :-/ Því miður. Losa sig við þennan miðlungs RH.

  26. Í 9 leikjum á útivelli er buið að vinna 1(Bolton), gera 2 jafntefli og tapa 6.. á þeim tíma er búið að skora 6 mörk og fá 16 á sig

    Ég skrifa fyrstu tvö mörkin á skallabræðurna í varnarlínunni, Konchesky á sem bakvörður og með 10 ára reynslu að vita að hann á að ELTA kantmanninn inn í teig þegar hann kemur á straujinu

  27. 28 – Jabb held að þetta séu efnilegir strákar en wilson er samt en þá 18 ára, þegar hann verður 21 verður carra lílklega orðinn varaskeifa enda 35. Þ.a.l. held ég að það sé ekki annað hægt en að fá einn alvöru miðvörð t.d. Showcross sem er 22, því það er algjör skilyrði að selja Skrtl bara upp á “prinsippið” og líka Aggar sökum þess að hann bara alltaf meiddur. Stóran hluta þess leiks var liðið að spila vel en vörnin okkar réð bara ekkert við þetta.

  28. Give guy a what now? Laun t.d þú hlýtur að vera djóka eitthvað.
    Burt með Hodgson strax þetta er ekki ásættanlegt

  29. og já til viðbótar þá held ég að total recordið hans síðustu 5 ár sé 5 sigrar á útivelli í 45 leikjum, stjóri Blackpool er kominn með 4(þar af einn ógleymanlegur)

    hvaða efni voru menn að taka inn þegar þessi valkostur var valinn bestur

  30. Nú er kraftafótboltinn farinn að koma í ljós því of margir leikmenn Liverpool gera töluvert af því að þruma boltanum fram í stað þess að spila honum eins og við gerðum þó áður. Skrtel, Konchesky, Kyrgiakos beita þessu óspart og þó að baráttan sé oft til fyrirmyndar er skipulag og samvinna ekki í lagi. Því miður hef ég ekki trú á að Hodgeson geri stóra hluti með liðið þó hann vinni einn og einn leik. Hann þarf að hverfa sem fyrst.

  31. Liverpool er steingelt sóknarlega og áhugi Torres endurspeyglar áherslu Hodgson á sóknarleik á æfingum. Hvaða “klassaleikmenn sem tilbúnir eru að fórna sér fyrir Liverpool” ertu #26 tilbúinn að skipta á Torres. Það á ekki undir nokkrum kringumstæðum að selja Torres. Það á að kaupa fleiri sóknarmenn, skipta um stjóra og skipuleggja sóknarleikinn. Það er pínlegt að horfa á sóknir liðsins. Liverpool er með fullt af mjög góðum leikmönnum og ef að það væri alvöru stjóri í brúnni þá væri staðan allt önnur.

  32. bjössi 37
    ég er klárlega sammála þér að losna við skrtl….. hann er að alveg ótrúlega mistækur……
    herkúles er að standa sig upp að vissu leyti….. en er klárlega ekki sá hraðasti í liðinu…..
    carragher…… já þegar carra er allur verður hann grafinn á hliðarlínunni svo mikið er eitt víst
    gæti verið gaman að sjá shawcross í rauðri treyju neita því ekki

  33. Þetta spaugstofu grín með Roy er orðið svo ógeðslega þreytt , hvað í andskotanum þarf að gerast til að maðurinn verði tekinn af dagskrá ! Roy R.IP !!!!!!!!!!!!!!!!

  34. NESV seigast ætla að byggja upp stórveldið LIVERPOOL að nýju ! þurfa þeir ekki að fara að byrja á því eða?? Og byrjar maður ekki á byrjuninni með því að ráða framtíðar stjóra ! leikmannaglugginn þarf ekki að vera opinn til að skipta um þjálfara !

  35. Eg veit ad thetta er pirrandi andskoti en ef madur lytur hlutlaust a LFC lidid i dag sem an efa var thad sterkasta sem var i bodi tha koma thessi urslit ekkert serstaklega a ovart.
    Skodum lidid :
    Reina – Heimsklassa markvørdur , einn af 5 bestu i dag

    G.Johnson – Agætur soknarlega en half vonlaus varnarlega

    Kyrgiakos – Nokkud godur og hefur komid a ovart , væri thridi kostur i lidi i topp barattu

    Skrtel – Æ Æ , myndi ørugglega soma ser vel….deild nedar

    Konchesky – Fær 4 af 10 møgulegum , a best heima i Charlton

    Kuyt – Duglegur en tæknin er ekkert ad thvælast fyrir honum , a bekknum i topp lidi

    Lucas – Efnilegur , fær 5 af 10

    Meireles – Eg er hrifin af honum , tharf lengri adløgun ad enska boltanum

    Maxi – Var godur…fyrir 6 arum , alls ekki i LFC klassa

    Torres – Einn af 5 bestu i heiminum en ahuginn farinn og liklega best ad selja kappann.

    Ngog – Efnilegur og verdur godur en a ad vera a bekknum i topplidi allajafna.

    Nidurstadan : Vørnin arfasløk , midjan an Gerrard i studi er undir medallagi og soknin ekki ad skila miklu. Er i raun von a betri arangri med thetta lid ????

  36. Hvað er með Torres, hann er ekki að klára færin sín, slæmt að horfa uppá dauða færi en þau eru ekki kláruð trekk í trekk, BORING??? Þetta fær mann nánast að horfa á gamla leiki með liv.

  37. Ég setti á mína facbook síðu fyrir hálftíma síðan….Roy Hodgson hættur með Liverpool ( STAÐFEST )…..það er eins gott að þetta gangi eftir

  38. Tekið af Twitter: Hodgson bara unnið einn af síðustu 27 útileikjum í úrvalsdeildinni. Síðast vorum við með svona fáa útisigra á þessu stigi tímabilsins árið 1962. Og Hodgson segir í viðtali að Newcastle séu svo erfiðir heim að sækja – (höfðu unnið 2, gert 3 jafntefli og tapað 3 fyrir leikinn í dag). Nei, Roy. ÞAÐ ERU ÖLL LIÐ ERFIÐ FYRIR ÞIG HEIM AÐ SÆKJA.

  39. 46 MW ef við gefum Hodgson það að hann hafi verið að taka við og gefum honum fyrstu leikina þar sem liðið var ekki að spila vel en síðasta svona mánuðinn eftir að hann er búinn að púsla þessu saman ef svo má seigja þá getur þetta lið allavega rasskellt chelsea á heimavelli. farið mjög auðveldlega með aston villa á heimavelli og þeir munu klárlega klára lang flesta þessa heimaleiki á næstu mánuðum þá já þá finnst mer þessi mannskapur eiga að geta gert betur undir nýjum stjóra !!!!!

  40. Rekum Roy áður en skaðinn er skeður og við erum komnir í 3 deild..

    Eigum þetta ekki skilið

  41. @ 50 Loki

    Ja RH er vissulega hluti af vandamalinu og ja ørugglega myndi SAF na betri arangri med thetta lid…Ekki spurning. En SAF myndi ekki skila thessu lidi i topp barattu…Thad er eg viss um.

  42. nr 31 Hvern andskotann er Torres að gera þá í byrjunarliðinu ef hann núbúinn að gjóta!? Afhverju var verið að breyta liðinu frá síðasta leik? Og hvað eru menn að æsa sig yfir þessum árangri? Hodgson er aumingi á útivelli og það er ekki að fara að breytast. Sá ekki leikinn…. sem betur fer.

  43. 19 – Get alls ekki tekið undir það að Carra eigi heima í LFC. Það stinga hann allir af sem vilja, og hann vinnur ekki einn skallabolta! Hvað ætlarðu að gera við þannig miðvörð?

  44. Reka Hodson strax. Nenni ekki að tala meira um það. Ég vill frekar tala um eitthvað skemmtilegra.

    En djöfull er Carrol góður og drengurinn er bara 21. Væri draumur af fá hann í liverpool.

  45. Vill einhver vinsamlegast biðja kuyt og ngog um að hætta að reyna að vera netta með hælspyrnum og öðru eins krúsídúllum??

  46. Málunum er reddað. Ég fór niður á BSÍ áðan og pantaði 3 rútumiða fyrir Hodgson, Konchesky og Poulsen. Brottfaratími er eftir leik Liverpool vs Fulham. Þeir verða eflaust slegnir yfir því að fá að ferðast í sömu rútu sem keyrir leikmenn Fulham aftur til Lundúna.

  47. Fyrsta mark Newcastle var ekki rangstöðumark en annars var þetta ekki nógu gott. Burt með RH. Gefonum uppsagnarbréf í skóinn í fyrramálið væri sterkt.

  48. Mér sýndist Nolan vera hárfínt fyrir innan, ekki að það breyti nokkru. Newcastle var miklu betra og átti sigurinn fyllilega skilið. Við fengum samt sem áður mörg tækifæri til að skora og ég er alveg hættur að veðja á Torres einn á móti markmanni, maðurinn sem mér fannst ekki geta klúðrað slíku færi…. Hodgson og Skrtel burt strax

  49. Mér finnst fáránlegt að vera að tala um að selja Torres. Jú hann hefur greinilega ekki trú á því sem liðið er að gera – en hver hefur það??? Torres fagnaði heimsmeistaratitli í sumar með Liverpool trefil um hálsinn. Hann elskar klúbbinn! En það er bara eitthvað sem fær hann ekki til að hafa trú á verkefninu. En halda menn að við fáum heimsklassamenn til liðsins í dag? Að við getum selt Torres og notað peninginn til að kaupa frábæra leikmenn sem fylli hans skarð? Auðvitað ekki – við erum um miðja deild í jólavertíðinni, erum ekki á leiðinni í CL og það er ekkert sem bendir til að liðið sé á réttri leið. Við þurfum að bæta við liðið en það er lykilatriði að halda okkar bestu mönnum.

  50. Ætla yfirmenn knattspyrnumála á Anfield að halda áfram að senda út þau skilaboð að það sé allt í lagi að sigursælasta lið í sögu enskrar knattspyrnu sé einungis miðlungs lið í deildinni og tapi og tapi og tapi????Það er einungis einn maður sem er ábyrgur fyrir boltanum sem liðið spilar því það eru landsliðsmenn í flestum stöðum þarna og árangurinn er algerlega hryllilegur. Tímabilið hálfnað og liðið er með markatölu í mínus og nær varla að skora 1 mark að meðaltali í leik!!! Ég fer prívat og persónulega út og sparka Roy af stólnum ef hann verður ekki búinn að fá reisupassann á mánudag-þrið. Versta sem hefur komið fyrir Liverpool er þessi maður

  51. @55:
    “Get alls ekki tekið undir það að Carra eigi heima í LFC. Það stinga hann allir af sem vilja, og hann vinnur ekki einn skallabolta! Hvað ætlarðu að gera við þannig miðvörð?”

    Er að einhverju leiti sammála þér og hversu sorgleg staðreynd er það?
    Ég var ekki að segja að mér þætti Carra frábær miðvörður. Þó erfitt sé að líta framhjá því hversu stóran “andlegan” part hann spilar í þessu liði.
    En ja, punkturinn var að við þyrftum nýjan miðvörð út af því að, þrátt fyrir að við eigum marga miðverði þá eru þeir flestir vandræðalegt en satt: “glataðir”(skrel), “að verða of gamlir”(carra og kyri) eða “efnilegir” (wilson og kanski Ayala)

  52. Ætli það sé ekki betra að fjárfesta sér í Football manager 2011 og sjá sjálfur um að stýra Liverpool? Myndi pottþétt gefa miklu meiri ánægju OG betri fjárfesting heldur en að kaupa td áskrift að Stöð 2 sport!

  53. Torres mátti vera á bekknum ad minu mati! gat ekkert í bala, væri gott ad sjá ngog og babel i frammlinuni eda babel og cole! bara ekki torres nuna undanfarna daga! láta torres spila med varalidinu i smá tima! hann gefur okkur ekki mork nu til dags

  54. Þessi leikur i kvöld sló stemmarann fyrir jólunum niður til helvítis því á jólunum hlakkar mig ekki til þess að opna pakka heldur til þess að horfa á knattspyrnu, sá fram á að séns væri að ná runni núna og vinna alla leiki í mánuðinum en frammistaðan í kvöld sannaði það endanlega að liðið ætlar ekki að rífa sig ofar en þetta sirka 10 sæti. Þetta var vendipunkturinn finnst mér, fullkomin séns á að liðið næði að rífa sig þessvegna uppí topp 4 fyrir mánaðarmótin en NEI liðið ætlar sér að vera þarna og eins og staðan er í dag eru meiri lýkur á að liðið sogist enn neðar í töflunni heldur en að blanda sér í baráttu um topp 4 því miður.

    ÞAÐ gengur ekki að vinna bara á heimavelli.

    Verð líka að viðurkenna það að ég er farin að efast um metnað nýju eigendanna ef þeir ætla að láta okkur þola þetta ástand lengur en fram á mánudag, botna bara ekkert í þessu helvítis fokking fokki, ÞEIR LOFUÐU að hlusta á aðdáendur, KOMMON þeir gáfu eitt FOKKING loforð og geta ekki einu sinni staðið við það. AF HVERJU ER EKKI MAÐURINN LÁTIN FARA.

    Djöfull er ég viðbjóðlega brjálaður yfir þessu í kvöld og já til hvers var Torres inná vellinun í kvöld? fannst eins og hann hefði verið fúll þegar hann fékk þessa frábæru sendingu inn fyrir frá Meireles og gat komið okkur yfir, bara æji var ekki að nenna þessu ætlaði að fela mig en best að skjóta tuðrunni bara i markmanninn og vonast svo til þess að leikmenn finni mig ekki meira i kveld. Með ólíkindum að maðurinn hafi fengið að spila allar mínúturnar í kvöld því hann augljóslega vildi alls ekki vera inná vellinu og hefði Brad Jones varamarkvörður aldrei skilað minna en hann þótt hann hefði verið fremstur í þessu leik.

    og eins og ég skrifaði í hálfleik þá er Skrtel bara retard, hann getur ekki sent boltann á samherja og hvað er hann alltaf að gera með lappirnar fyrir ofan hausinn á sér? algjör hörmung þessi leikmaður.

  55. 66 þú hlýtur að vera að grínast ?

    Fá enn einn varnarsinnaðan þjálfarann í viðbót?????????

    Nei takk

  56. Sorglegt alveg, ég á bara ekki orð.

    3 leikir eftir í des, 2 heimaleikir gegn Fulham og Wolves og útileikur gegn Blackpool á milli heimaleikjanna. Þetta gæti þá þýtt 6 stig mögulega þar sem okkur virðist vera alveg lífsins ómögulegt að vinna útileik með þetta fífl við stjórnvölinn, mögulega minna vegna þess að “litlu liðin” koma algerlega óhrædd á Anfield og ætla sé stig í það minnsta.

    Það er af sem áður var.

    Þó svo að færa megi rök fyrir því að Hodgeson hafi stillt upp okkar sterkasta liði í dag þá er það deginum ljósara að maðurinn er fullkomlega out of place sem þjálfari Liverpool. Mig hryllir óendanlega við þeirri tilhugsun að hann fái einhverju ráðið um það hverjir verða keyptir til liðsins, hann verður að fara og örfá góð úrslit breyta engu með það, burtu með hann strax áður en skaðinn verður of mikill.

    Áskrifitnni af Stöð2 Sport2 verður sagt upp áður en mánuðurinn er liðinn, ég læt ekki bjóða mér þennan viðbjóð lengur, síðasta eitt og hálft tímabil hafa verið þau ömurlegustu sem ég man eftir síðar Souness hafði örlög Liverpool í hendi sér, tóm djöfulsisns leiðindi.

    Burt með Roy Hodgeson, fyrr verður engin uppbygging á Anfield!

  57. 46 segir Reina – Heimsklassa markvørdur , einn af 5 bestu i dag

    Þessu get ég ekki verið sammála. Vissulega er hann heimsklassa markmaður, en staðreyndin í dag er sú að hann fékk 3 skot á sig og þau fóru öll inn. Það er einfaldlega ekki nóg til að teljast einn af 5 bestu, ekki einusinni þegar liðið spilar jafn illa og í dag. Vissulega var ekkert af mörkunum skyldumarkvarsla, en heimsklassa markmenn verða að taka meira en bara skyldumarkvörslur.

  58. 68: Varnarsinnaða? maðurinn reif Aston Villa úppur meðalmennskuni og keypti leikmenn einsog A. young og byggði flott lið, sem var rétt á eftir okkur á síðasta tímabili, maðurinn VINNUR leiki á útivelli, og hefur unnið titla í þokkabót! annað en Hodgson. Besti þjálfarinn á lausu og allt er skárra en RH.

  59. Sé reyndar núna að #46 var að tala um heilt yfir. Reina verður amk að spila betur en á þessu tímabili til að teljast til topp 5 í heiminum. Hinsvegar er hann klárlega ekki hlutur sem við þurfum að hafa áhyggjur af í þessu blessaða liði okkar.

    Þar byrjum við á Roy Hodgson, erfiðum útivelli????? hefur maðurinn skoðað árangur Liverpool á þessum velli síðustu 10-20 árin? Ég man nú bara varla eftir tapi þarna og oft voru þeir með mikið sterkara lið en í dag.

  60. Hvað er að ykkur. Það er alveg ljóst að leikmannahópurinn er ekki nógu sterkur. T.d. hvar var vængspilið í dag. Það koma engin sending þar í gegn. Ég vorkenni Torres að vera í okkar liði. Þið sem eruð vinir Lucasar sáuð í dag að hann er ekki maður til að vera í þessu liði. eitt með hann er að hann tapar öllum skallaboltum á miðjunni.

  61. 70

    • , en heimsklassa markmenn verða að taka meira en bara skyldumarkvörslur.

    Excuse me, but do we even live on the same planet ??

    Er Reina ekki löngu orðinn frægur fyrir að verja margt annað en skyldu markvörslur ?

    Er komið eitthvað nýtt dóp á markaðinn vinur, sem þú ert að reykja og ég kannast ekki við ? Það hlýtur að vera eitthvað svakalegt stöff sem fær menn til að hugsa svona…

    Að öllu gamni slepptu, þá hefur Pepe Reina sannað það svona álíka oft og bjórdósir heimsins eru margar, að hann er topp markmaður, á heimsmælikvarða, sem við erum heppnir með að hafa í okkar liði…

    Og fjandinn hirði svo þessi úrlsit og stjórann okkar með…

    Insjallah…

    Carl Berg

  62. 70 – Hvernig í ósköpunum geturu sagt að Reina sé ekki heimsklassamarkvörður??? Tvö mistök (if im not mistaken) á þessu tímabili og mjööög fá síðan hann kom til okkar. Einn af svona þremur mönnum sem enn getur borið höfuðið hátt ef litið er til þessa tímabils (hann, Meireles og Kelly held ég bara). Okkar besti, öruggasti og stabílasti markvörður í langan tíma. Ok, búinn að fá slatta af mörkum á sig á þessu tímabili en hann er líka oft á tíðum með skelfilega vörn fyrir framan sig og með stjóra sem spilar taktík sem bíður upp á mörk(okkar megin já) o.s.frv.

    Endilega þumlið þetta upp eða niður eftir skoðunum 😛

  63. ekki vera að pirra ykkur á koenti 70, maðurinn hlytur að vera að grínast.

    Reina er svo klárlega langbesti leikmaður Liverpool liðsins í dag og þá má Gerrard alveg vera talinn með. Mér finnst hann besti markvörður í heimi sem er kanski pínu ósanngjarnt en topp 2 er þá sanngjarnt, hann og Casillas þeir 2 held ég bara. Margir United menn hafa viðurkennt við mig að Reina sé í heimsklassa og þá er mikið sagt.

  64. Sá ekki þennan leik sem betur fer, gott jólahlaðborð varð frekar fyrir valinu, var búin að spá 2-0. RH á kannski eftir að ná 1-2 útisigrum á þessu tímabili, það er að segja ef hann klárar það.

    Það sem er magnað er það að við vorum að spila við lið sem var að koma uppúr champship deildinni og er um miðja deild sem ætti að vera allt í lagi árangur, nei heyrðu! bíddu aðeins.
    Þeir eru komnir uppí 8. sæti með 22 stig, sætinu fyrir ofan okkur og þeir voru að reka stjóran sinn.

    Hvað þarf að gerast til að RH verði REKINN?

    Allir sigrar RH í vetur hafa verið grís og ekkert annað og það er bara brandari að þessi pappakassi skuli vera stjóri STÓRLIÐS Liverpool, það má segja að liðið sé búið að vera í downward spiral undanfarin ár.

    Fyrst ákveða menn að það sé sniðugt að selja blóðsjúgandi könum liðið og svo þegar það er búið að berja blóðsugurnar af og á að fara koma lífi aftur í klúbbinn þá ráða menn vanhæfan stjóra til að rífa klúbbin upp. Þetta dæmi á ALDREI eftir að ganga upp og þú þarft ekki að vera Stephen Hawking til að sjá það.

    Það er hund helvíti leiðinlegt að vera Liverpool stuðningsmaður í dag.

  65. Fyrir menn sem eru að hrauna yfir Torres þá er ég sammála því að hausinn virðist ekki vera á réttum stað þessa dagana en að selja hann er glórulaust.

    Við vitum að við fáum ekki betri framherja en hann til Liverpool.

    Ég er bara alls ekki hissa að hann sé áhugalaus spilandi fyrir þessa raggeit sem Roy Hodgson er. Torres elskar Liverpool eins og hver annar stuðningsmaður og stuðningsmennirnir eru að verða áhugalausir og þunglyndir með gang mála. Þannig að það er ekkert skrítið að hann missi dampinn eins og aðrir.

    Það sjá allir (nema NESV) að klúbburinn er á stöðugri niðurleið með Roy Hodgson við stjórnvölinn og það er niðurdrepandi.

    Ætla því að bíða með að hengja hann eða heimta að hann verði seldur þar til við erum lausir við andlitsnuddandi vanvitann sem er að stjórna þessu liði og nýr þjálfari er ráðinn.

    Ps. Hvernig fá Konchesky og Skrtel borgað fyrir það að æfa og spila fótbolta???

  66. Það eru greinilega fleiri en ég sem eiga í erfiðleikum með lestur hérna. # 75,76 og 77 tilheyra þeim hópi greinilega.

    Enda stendur í kommenti 73 að ummælin í 70 voru byggð á mislestri á #46 (guði sé lof fyrir endurheimt númeranna) þar sem ég hélt að hann hefði verið að hrósa Reina fyrir leikinn í dag sem hann á ekkert hrós skilið fyrir.

  67. Ókei nú erum við búnir að keppa á móti öllum þeim liðum sem komu upp búnir að vinna einn og tapa tveim. Af þessum leikjum var þessi sá eini sem var á útivelli en við rétt mörðum sigur á West brom heima og töpuðum fyrir Blackpool.

    Ég er orðinn ótrúlega pirraður á því að eina ástæðan fyrir því að við séum um miðja deild sé að við klúðrum alltaf á móti litlu liðunum sem hin stóru liðin vinna alltaf.

    Ef við tökum dæmi um hvaða lið hafa komið upp á undarförnum árum og eru enn í deildinni þá eru það Stoke, Wolves og Birmingham en í ár töpuðum við 2-0 á móti Stoke og gerðum 0-0 á óti Birmingham enn við erum ekki búnir að keppa við úlfana.

    Og þetta er bara það sem er að Liverpool í dag. Eigum oft klassa leiki á móti liðum eins og Chelsea og áttum skilið meira en tapa á móti united en svo þegar það er búið gerum við jafntefli á móti Wigan og töpum á móti Stoke.

    Og á meðan þetta er ennþá svona þá eigum við ekki séns í að enda ofar en lið eins og Tottenham og City þó ég vilja meina að við séum ekki með mikið lakara byrjunarlið þó svo að við höfum ekki mikla breidd.

    Það sem verður núna að gerast er að í Jan kaupum við klassa striker og allavega einn góðan kantmann. Réttum úr kútnum eftir jól náum 4 sætinu sem við erum ekki ýkja langt frá þrátt fyrir slakt tímabil og svo tímbilið 2011-12 verðum við Englandsmeistarar.

  68. 80 Ég get fullvissað þig um að ég las bæði kommentin þín og skyldi hvert einasta orð meira að segja. Þar sagðiru að Reina þyrfti að gera betur en á þessu tímabili til að flokkast sem einn af 5 bestu í heiminum og eins og ég sagði í mínu kommenti þá hefur hann spilað vel miðað við vörnina sem hann hefur haft fyrir framan sig. Ég man allavega ekki eftir neinu nema þessum tveimur mistökum hans á móti Arsenal og Steaua en ef það er eitthvað að fara fram hjá mér þá máttu endilega láta mig. Ég tek líka fram að ég er alls ekki að segja að hann hafi átt góðan leik í gær svo það sé alveg á hreinu.

  69. Það er voða erfitt að ætla að spila varnarbolta með einni af lélegustu vörnum deildarinnar.

  70. Sælir félagar

    Ég hefi engu við eftirfarandi að bæta sem er komment frá Loka#58

    “Málunum er reddað. Ég fór niður á BSÍ áðan og pantaði 3 rútumiða fyrir Hodgson, Konchesky og Poulsen. Brottfaratími er eftir leik Liverpool vs Fulham. Þeir verða eflaust slegnir yfir því að fá að ferðast í sömu rútu sem keyrir leikmenn Fulham aftur til Lundúna.”

    Ég er með æluna í kokinu og þakka ofangreindum leikmönnum hans það ásamt Uglunni sjálfri. Annar þeirra þarf ekki einu sinni að spila til að valda mér klígju.

    Það er nú þannig

    YNWA

  71. jæja. Þá reiðirykið mitt aðeins sjatnað……

    Vandamálin eru gríðarleg.

    Í gær taldi ég tvær sóknir sem urðu til eftir að Ngog/Torres fengu boltan í fætur með bak í varnarmann. Það breytti því samt ekki að það var reynt trekk í trekk. Færsla liðsins frá miðju til sóknar var ekki til.

    Nákvæmlega ekkert kom út úr “kantmönnunum” Nema auðvitað þegar þeir leystu inn á miðju. Allir nema RH sjá að það er vegna þess að Maxi og Kuyt eru ekki kantmenn.

    Skrtl tókst að láta Ranger líta út eins og Drogba. Það er út af fyrir sig töluvert afrek.

    Hversu oft var sett pressa á miðvarðapar NUFC? svar: einu sinni. Það var “kantmaðurinn” Kuyt, og mikið rétt, það skilaði marki.

    Það er ekki til hreinræktaður kantmaður í liðinu!!! hvers vegna er þá verið að spila 4-4-2??? Myndi t.a.m. einhver stjóri spila 3-5-2 með einungis tveimur miðvörðum?

    Torres og Ngog eru ekki kraftframherjar!!! samt er endilega verið að gefa á þá með bak í markið, ef það er ekki nóg þá færir liðið sig ekkert upp þegar þeir eru komnir með boltann!!!!

    Það er verið að reyna að leika sér í playmo með legoköllum!

    Að lokum ef einhver þarna úti er að lesa, vinsamlegast skilaðu þessu til Roy Hodgsons frá mér…

    Ég eyði mestum hluta frítímans míns í Liverpool, ég hef gert mér ferð til Liverpool til að horfa á liðið, Ég kaupi allann varning sem ég get með Liverpool, Ég á flestar treyjur síðustu ára. Auk töluverðra fjárútláta í sjónvarpsáskrift. Þessi frammistaða í gær hefur farið langt með að eyðileggja helgina mína t.a.m.

    Kæri hr. Roy. Villtu fokkings andskotans til að sýna mér þá virðingu sem ég á skilið!!!!!!!!!!!!!!!!!

  72. Daníel 82, ég segi “Vissulega er hann heimsklassa markmaður” og þú segist skilja hvert einasta orð, en samt segiru “Hvernig í ósköpunum geturu sagt að Reina sé ekki heimsklassamarkvörður???”.

  73. Vil pota í síðuhaldara og benda þeim á að menn voru skammaðir og jafn vel sparkað af síðunni í fyrra fyrir mun vægari skot á Rafa Benitez en það sem Roy Hodgson er kallaður í þessum þræði, hvar er samræmið? Meira að segja síðuhaldarar hafa fallið í þessa gryfju(hræsni?) að kalla Roy nöfnum, sömu menn og rifust og skömmuðust þegar Rafa var kallaður feitur spænskur barþjónn eða annað álíka saklaust.

    Held að menn ættu aðeins og þroskast og hætta þessum uppnefnum á stjóran okkar, þetta er okkur ekki til framdráttar. Vissulega er hann ekki að gera góða hluti og vissulega vill stór meiri hluti okkar(allir?) að hann fari, en að kalla hann öllum illum nöfnum eða uppnefnum lýsir frekar þeim er skrifar en Roy Hodgson.

  74. 87 haha jæja ég er greinilega ekki eins fær í lestri og ég hélt því einhvern veginn fór þetta fram hjá mér en ég ætla samt sem áður að fela mig bak við það að þú talaðir í alveg svakalegum mótsögnum þarna.

  75. Nýr söngur hljómaði á Saint James Park í gær þegar að Liverpool steinlá fyrir Newcastle. Í stað þess að syngja “You’ll Never Walk Alone” á hefðbundinn hátt þá sungu þeir YNWA eða “You’ll Never Win Away” sem er klárt skot á ÖMURLEGAN þjálfara Liverpool og árangur hans á útivelli. Koma þessum manni burt frá klúbbnum og það STRAX !!! Taka Skrtel og Konciesky með því þeir voru með öllu slökustu menn vallarins í gær. Reyndar var Torres álíka slakur en ég vil ekki að hann verði seldur. Það er eins gott að við fáum Miðvörð, vinstri bak og framherja í janúar. Myndi ekki gráta ef kantmaður kæmi með.

  76. samála múmer 90 en þykir samt ólíklegt að það verði keyptur vinsri bakvörður þó það þurfi eða hann verður allavega ekki keyptur á meðan roy er stjóri því hann er með uppáhaldið sitt í þeirri stöu paul konschesky

  77. Nú verða liðsmenn að fara að íhuga sinn gang!!!!!!!!!!!!!!!

Byrjunarliðið í dag

Plan B?