Stoke 2 Liverpool 0

Liverpool tapaði í kvöld fyrir Stoke City, 2-0 á Britannia Stadium í ensku Úrvalsdeildinni. Liðið er því núna í 11. sæti eftir 13 umferðir, hefur unnið aðeins fjóra af þessum þrettán leikjum en tapað fimm og markatalan er í -4. Ef ykkur varð ekki of óglatt við að lesa þessar tvær setningar getið þið klárað að lesa leikskýrsluna, annars myndi ég ráðleggja ykkur að gera eitthvað annað en að lesa áfram.

Liðið sem hóf leikinn leit svona út:

Reina
Carra – Kyrgiakos – Skrtel – Konchesky
Meireles – Gerrard – Lucas – Maxi
Kuyt

Torres

BEKKUR: Jones, Kelly, Jovanovic, Shelvey, Poulsen, Ngog (inn f. Meireles) og Babel (inn f. Maxi).

Við getum verið sammála um að þetta lið er með talsvert meiri hæfileika en lið Stoke City í dag. Með fullri virðingu fyrir þeim.

Til að byrja með verðum við að hrósa Stoke City. Þeir spila einsleita, leiðinlega og þunglamalega knattspyrnu en það sem þeir gera gera þeir mjög vel. Það er klikkuð stemning á heimavelli þeirra sem mér skilst að sé háværasti völlur Englands í desibelum talið, þeir eru með ákveðin vopn – innköstin hjá Delap, föst leikatriði, líkamlegur styrkur og mikil grimmd/barátta – sem þeir nýta ákaflega vel. Þeir eru duglegir að meiða andstæðingana óvart, alls konar svona óvart olnbogaskot eða óvart traðk á fótum sem bæði pirra andstæðingana og eyðileggja einbeitningu þeirra.

Allt þetta gera Stoke-menn gríðarlega vel og þetta þýðir að toppliðin verða alltaf að vera sérstaklega vel undirbúin fyrir heimsókn á Britannia Stadium ef ekki á að fara illa. Á þessu tímabili hafa Man Utd og Tottenham náð að mæta þangað vel undirbúin og sigra á þessum velli, og West Ham náðu jafntefli þar. Hina fjóra heimaleiki sína hafa þeir unnið. Fjórir sigrar í sjö heimaleikjum og tvö töp þýða að þetta er erfitt lið heim að sækja en betri liðin eiga að geta farið þangað og sótt eitt eða fleiri stig með réttum undirbúningi.

Því miður var Liverpool-liðið í dag ekki nálægt því að vera rétt undirbúið. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum var ákveðið að okkar menn ætluðu í dag að reyna að yfirStoke-a Stoke því liðið varðist aftarlega, beitti háum boltum á framherjann og lagði mikla áherslu á föst leikatriði. Því miður er ekkert lið betra en Stoke í þessum atriðum, hvað þá á þeirra heimavelli, og þar að auki höfðu þeir annað stórt atriði umfram okkar menn í þessum leik: grimmdina, baráttuna, hungrið.

Það er einfaldlega eitthvað meira að en taktíkin hjá Liverpool. Það eitt og sér að sjá liðið hanga í vörn gegn liðum eins og Stoke, Wigan, Blackpool, Bolton, Sunderland og svo endalaust framvegis er ömurlegt út af fyrir sig en í síðustu tveimur leikjum höfum við líka séð algjöran skort á hungri og baráttugleði. Menn voru varla að reyna, Stoke-liðið var svo miklu grimmara og svo langt á undan í alla bolta að það var lyginni líkast.

Það er alveg sama hvað menn segja í viðtölum milli leikja, eða hversu skært menn brosa á risavöxnum skopparaboltum á æfingum fyrir ljósmyndara. Inná vellinum lýgur knattspyrnumaðurinn aldrei og þetta Liverpool-lið er í dag ekki að reyna. Ekki fyrir hvor aðra, ekki fyrir aðdáendur, ekki fyrir sjálfa sig og alveg örugglega ekki fyrir þjálfarann sinn.

Það er eitthvað mikið að.

Fjórir sigrar í röð lyftu brúnum manna og sumir leyfðu sér að vona að liðið væri jafnvel búið að snúa hlutunum varanlega sér í hag. Ef við skoðum þessa fjóra sigra er hins vegar auðvelt að sjá hversu miklir draumórar það eru:

  • Sannfærandi sigur gegn Blackburn sem voru án beggja miðvarða sinna.
  • Heppnissigur gegn Bolton þar sem jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit og þeir hæglega getað unnið.
  • Evrópusigur gegn Napoli þar sem fyrirliðinn breytti tapi í sigur með einstaklingsframtaki í seinni hálfleik.
  • Stemningssigur gegn Chelsea þar sem liðið var frábært í fyrri hálfleik og varðist vel í seinni hálfleik.

Allt í allt þá hefur liðið spilað pressubolta í þrjá hálfleika gegn Blackburn og Chelsea og svo síðasta hálftímann eða svo gegn Napoli. Napoli-pressan var af illri nauðsyn, liðið var að tapa, en fyrir utan hina þrjá hálfleikana hefur liðið nánast alltaf legið í vörn og spilað löngum boltum fram.

Þrettán leikir. Fjórir sigrar, fimm töp, markatala í mínus. Ellefta sæti. Þetta væri ágætt gengi ef við værum að tala um minna lið. Eitthvað lið eins og, til dæmis, Fulham. En við erum ekki að tala um Fulham. Við erum að tala um Liverpool og það er sama hvað menn segja um fyrri stjóra eða fyrri eigendur, Liverpool er í dag með betra lið en svo að vera í ellefta sæti með markatölu í mínus eftir þrettán leiki.

Það er of margt að. Og hvert einasta atriði sem vantar upp á bendir í sömu átt: á manninn sem ég hef forðast að nefna með nafni í þessari leikskýrslu.

Það er kominn tími á breytingar.

MAÐUR LEIKSINS: Eiður Smári.

126 Comments

  1. Reka Hodgson… þarf ekki að ráða annan í staðin, erum líklega betur settir þjálfaralausir… Sammy Lee getur haldið mönnum við efnið.

    Það er bara ekkert jákvætt við fótboltan sem Liverpool er að spila þessa daganna.

  2. Það er augljóst að liðið er ekki í formi. Spilaði 1 leik fyrir 6 dögum þar sem þeir gáfu allt, og hafa ekki náð að hlaða rafhlöðurnar síðan.

    Láta þá hlaupa heim.

  3. Held að Delap hafi verið meira handklæðið en Liverpool með boltann.

  4. Djöfull er þetta óþolandi….. Maðan maður neyðist til að horfa á man.utd. spila ömurlega í 75 mín… vera þá 2-0 undir og jafna á 4 mín. kafla….. Þá er þetta krónískt svona okkar megin… djö.fokkingshitfokk

  5. Sælir félagar

    Ég hætti að horfa á leikinn þegar rúmar 70 mín voru eftir. Guði sé lof að ég missti af þessarri hýðingu á RH og leikstíl hans. Mín vegna má hann fara lóðbeint til helv… og það sem fyrst. Ömurleikinn sem hann býður uppá með Fulh… nei fyrirgefið Liverpool liðið er með þeim hætti að hann er ekki maneskjum bjóðandi hvað þá öðrum saklausum dýrategundum.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  6. Maður getur samt alltaf verið fullviss um það að sjá flottan og skemmtilegan fótbolta þegar maður horfir á liverpool leiki

  7. Held það sé deginum ljósar að nýji gaurinn, Comolli eða hvað hann nú heitir er á fullu að leita af nýjum stjóra. Getur ekki verið hrifinn af þessu og þessari spilamennsku.

    Vinnum Chelsea glæsilega en fáum svo eitt stig á móti Wigan og Stoke !!!

  8. Sorglegur og sögulegur ósigur. Jæja John W.Henry og Tom Werner enough is enough. Þetta gengur ekki lengur með “caretaker”stjórann. Maðurinn ræður ekki við verkefnið, augljóst. Síðan eru nokkrir leikmenn sem þurfa að horfa á sig í spegil. Torres var hroðalegur. Kuyt skelfilegur. Konchesky brandari, Maxi useless, Carra er ekki bakvörður. Enginn hraði í liðinu, núll. Gerrard var að reyna aðrir höfðu lítinn áhuga. Babel og Ngog komu inn á og voru að reyna. Þessi hræðslubolti “caretaker” stjórans virkar ekki hjá Liverpool. Afhverju eru menn hræddir að spila fótboltaleik. Það á að vera gaman. Síðan legg ég það til að Stoke sæki um í NFL deildinni þar eiga þeir heima.

  9. JESUS CHRIST !!!

    Mér er farið að langa að taka við af Roy Hodgson, ég er viss um að ég gæti peppað menn betur upp en þetta gamalmenni sem má ekki æsa sig því þá fengi hann hjartaáfall. Hvað ætli hann segi við menn í klefanum í hálfleik þegar liðið er að tapa 1-0 í hálfleik við STOKE(ok stoke er ekki lélegasta lið í heimi en SAMT) ? ef ég væri við stjórn þá myndi ég segja liðsmönnum þetta…. “DRULLIST TIL AÐ KOMA ANDSKOTANS BOLTANUM Í HELVÍTIS MARKIÐ ANNARS…. &/(#)&$(/&#=/$=$=#()=$#/#=($/&%())=ö=ö)()&/&%&%$&%$(“

    Djöfull er ég ógeðslega reiður !!!!!!!!!!!!

  10. Sko, ég á ársgamlan son sem ég ætlaði að heilaþvo og gera að Liverpoolmanni, en eftir að hafa séð þetta lið spila í vetur þá er spurning hvort ég yrði ekki kærður fyrir mannvonsku. Burt með Roy.

  11. Torres er með verri boltatækni en Rory Delap. Þá er mikið sagt, legg til að sá maður verði bannaður í ensku úrvalsdeildinni. Óhollt fyrir augun að sjá aðalvopn þessa liðs sé að nota hendurnar, sáuði einu sinni þá er ég viss um að hann ætlaði að skora sjálfur úr innkastinu.

  12. Lélegustu leikmenn liverpool voru Skrtel og Carra. Ég var við það að æla þegar ég sá Carragher dúndra boltanum fram í fimmtugasta skiptið í þessum leik!

  13. Er í Noregi a sömu nettengingu og 4 aðrar íbúðir ( mesti brandari í heimi ) sá nánast ekkert af þessum leik, nokkrar sek hér og þar, sá svo á íslenska textavarpinu 1-0 fyrir stoke áðan og fattaði þetta, ég er einfaldlega búin að fá nóg af því að láta ríða mér í rassgatið, jújú unnum 3 leiki í röð um daginn, af þeim spilaði liðið 1 hálfleik vel af 6 sem var að sjálfsögðu fyrri hálfleikurinn gegn Chelsea en erum svo sannarlega dottnir niður í sama andleysið og verið hefur í ALLAN ALLAN ALLAN vetur…

    Auðvitað þegjum við þegar liðið er að hirða 3 stig eins og menn gerðu þrisvar í röð um daginn, það þarf ekki að þýða það að mér eða öðrum hafi fundist spilamennska liðsins stórkostleg, ég persónulega var sáttur við 3 stig og enn sáttari að sjá það að Gerrard og Torres væru að detta í gírinn og vildi því ekki segja mikið en eftir að hafa séð Wigan leikinn og sem betur fer bara glefsur af hörmungunum í kveld þá var það hrein og klár blekking að halda það að liðið væri að detta í einhvern gír.

    Eigendamálin eru komin á hreint svo ekki afsaka menn sig með því eins og Gerrard og fleiri hafa sagt, allt er jákvætt hjá klúbbnum, en hvað er AÐ? ég þoli ekki Hodgson og er ekki viss um að hans sé sökin ég er meira HANDVISS á því. Menn eru látnir spila útúr stöðum alveg vinstri hægri, upp og niður og út og suður og hafa svo EKKERT leyfi til að pressa nema þarna um daginn í 2-3 leiki, Hodgson sá svo að sér og vildi halda sig við sína gömlu góðu 35 ára leikskipulagsaðferð, af hverju sér hann ekki að þetta dæmi að liggja til baka og sparka háum boltum á Torres er ekki að virka? hefði verið hægt að keyra yfir Wigan á miðikudag en nei leggjumst til baka með 0-1 forystu og látum þá keyra yfir okkur,uppskeran ósanngjarnt 1-1 jafntefli og þá er ég að meina ósanngjarnt fyrir Wigan.

    Það var alveg ljóst að leikurinn í kvöld yrði erfiðari en Wigan leikurinn en alltaf gerir maður sér von um sigur og reiknar með sigri okkar liðs er jú Liverpool sem er sigursælasta lið Englands og eitt sigursælasta lið Evrópu. Var kannski of mikið til ætlast að reikna með sigri gegn Stoke??? það er spurningin, er Liverpool í dag ekki bara orðið lið sem á heima í 5-8 ef ekki 7-10 sæti í úrvalsdeildinni og við Liverpool aðdáendur þurfum að sætta okkur við þá niðurstöðu? Ég er þrjóskur andskoti, elska Liverpool jafn mikið og konuna og barnið mitt og sætti mig ekki við þá niðurstöðu en ég spyr ykkur er þetta ekki bara staðreynd???

    Núna er málið fyrir okkar nyju eigendur að taka málin í sínar hendur, reka Hodgson, ráða nýjan hæfan þjálfara, ef hann ekki finnst utan klúbbsins ráða þá kónginn Dalglish til þess að taka við skútunni út tímabilið og finna þá hæfasta þjálfara sem völ er á, kaupa svo 2-3 góða leikmenn í Janúar til þess allavega að róa okkar helstu stjörnur og okkur stuðningsmennina og sýna það um leið að þeir séu verðugir eigendur eins af stærstu knattspyrnuklúbbum sögunnar.

    En bara eitt í einu og byrjum á því að reka Hodgson.

    You’ll Never Walk Alone…

  14. Algjörlega kominn með ógeð. Eigum ekki séns gegn slöku liði sem er þó með eitthvað basic gameplan, eitthvað sem Roy veit ekki hvað er.
    Hvað er eiginlega í gangi þegar hann segir að hann hafi 35 ára reynslu og þurfi ekkert að hrufla við sinni aðferðafræði, svo einhverjum leikjum síðar er liðið farið að spila á allt annan hátt og farið að pressa hátt uppi eins og gert var undir stjórn Rafa. Nú eru væntanlega allir leikmenn dauðþreyttir eftir alla þessa pressu og ekkert rotation á leikmönnum. Carra farinn að ráða ferðinni þrumandi boltum út í loftið um leið og hann skipar öllum í kringum sig hvað þeir eigi að gera, yfirleitt að fá einhverja til að bakka. Heppilegt að fá framlengingu á samningi svona korteri fyrir eigendaskipti. Algjör steypa.

  15. Vil sjá fréttatilkynningu í kvöld þess efnis að RH hafi verið rekinn!

  16. Við töpuðum gegn griðarlega sterku liði á erfiðum útivelli. Segir allt þegar heimsklassa leikmaður einsog Eiður kemst ekki í liðið. NOT!

  17. eina sem ég get tekið jákvætt úr þessum leik er að ég varð nógu pirraður til þess að fara út og moka bílinn minn úr skaflinum!

  18. Félagar, við töpuðum fyrir liði, þar sem helsta múf aðal gaursins er að þurrka boltanum með handklæði….

  19. Það var ekki allt slæmt við þennan leik. t.d. fékk Lucas rautt, sem eru mjög góðar fréttir fyrir næstu leiki.

  20. Ísak says:
    12.11.2010 at 17:12

    “Það er ekki mikil bjartsýni á mínum bæ.

    Þetta verður gríðarlega erfitt prógram og miðað við skelfilegan árangur okkar á útivöllum undanfarna mánuði og taktíska hugsun RH þá held ég að við komum til með að liggja aftarlega á vellinum og bjóða Stoke í heim(stór)sókn og reyna að finna Torres einan á toppnum sem kann ekki góðri lukku að stýra og Stoke tuddast yfir okkur 2-0.”

    Þetta sagði ég fyrir leikinn og ég er fyrir löngu hættur að pirra mig á stöðunni.
    Vonbrigðin eru jú einhver, þetta Stoke lið á að vera miðlungslið og ef að við erum að tapa fyrir þessum miðlungsliðum trekk í trekk í trekk í trekk þá getum við bara ekki verið neitt meira en miðlungslið!

    Hodgson er svo klárlega úti að skíta í brunagaddi og dagar hans hjá klúbbnum hljóta að vera taldir ef að þetta lagast ekki hið snarasta, og þá er ég að tala um að úr næstu 21 stigi mögulega þá þarf hann að skila 19 í hús, ef ekki þá verður að reka hann.
    Það kæmi mér að vísu ekkert á óvart ef að hann yrði rekinn fyrir næsta leik.

  21. Þessi leikur var á við Hostel 2!

    Hvað voru sendnir margir boltar á Reina í kvöld?
    Á hann að stjórna miðjuspilinu??
    Djók hvað gulu kortin rötuðu okkar meigin í kvöld? Þegar menn voru klipptir niður hinu megin,
    play on!

    Ef ég sé aðrar myndir af Melwood þar sem menn eru með Yoga bolta á gleðigasi Gubba ég!!
    Kannsi er það málið Roy Yogoagúru hefur ekki rassgat vit á fótbolta!

    Roy burt!!!

  22. “The last time Stoke beat Liverpool, Apple released their first Macintosh computer. That was a long time ago.”

  23. Gaman að lesa commetin hérna voðalega er menn reiðir…þetta er jú bara einu sinni fótbolti….YNWA

  24. Algjörlega punglaust lið, og hlægilegur þjálfari. Það þarf að fleygja megninu af liðinu í ruslið, og byrja frá grunni með lið sem byggir á liðsheildinni en ekki einstaklingsframtakinu.

  25. Er eitthvað gott við það að poulsen komi inn í liðið fyrir Lucas?

  26. Ég hef ALDREI á þeim 20 árum séð eins lélégt Liverpool lið eins og ég er búinn að vera vitni af á seinustu mánuði ! Roy Hodgson hlýýýýýýtur bara að sjá það að hann er ekki að ná því út úr leikmönnum sem við vitum öll að býr miklu meira í ! Annað eins andleysi finnst ekki í heiminum eins og leikmenn voru að sýna í dag. Ég veit ekki hvað ég að skrifa meira er svo FOOOOKKKKINNNGGG reiður og pirraður ! Burt með ROY HODGSON ! Burt með Poulsen og Konchensky og fleiri leikmenn og inn með metnað ! Metnaður er eitthvað hugtak sem er Roy Hodgson fjarri lagi. Efa að hann hafi yfir höfuð heyrt minnst á það !

  27. Næst þegar liverpool á leik er ég að spá í að hafa beina útsendingu á netinu þar sem ég mun brenna kerti í 90 mínútur, öllum velkomið að kíkja

  28. Eins og svo oft áður þá sannaðist það að Liverpool getur ekki tekið 3 stig þegar Man td. tapar stigum í sömu umferð

  29. Ég trúi ekki öðru en Roy og Sammy Lee verði látnir fara núna. Ömurlegur fótbolti sem liðið er að spila.

  30. Always look on the bright side of death: Hringekjan á RÚV er leiðinlegra á að horfa en leik með Liverpool.

  31. Aston Villa er einu stigi fyrir ofan okkur. Tottenham þremur. Deildin er jöfn í ár og það eru allir að vinna alla. Það eru þrettán umferðir búnar af 38 (ekki nema 25 leikir eftir) – og miðað við hvað fótboltinn er fljótur að breytast, held ég að allir ættu að geta andað með nefinu. Við gætum verið komnir í topp fjóra áður en menn vita af.

  32. Velkomnir nidur a jørdina aftur. Chelski er eina lidid sem getur bokad sigur i svona leikjum , eda thvi sem næst. Øll ønnur lid eru ad strøggla. Thu getur verid thokkalega bjartsynn a heimasigur gegn svona lidi en a uti velli tha er theea bara X og 2 sem eru i bodi.

  33. Enginn ljós punktur við fótboltann í dag og við verðum hreinlega að fá nýjann mann í brúnna sem allra allra fyrst. Allir leikmenn okkar voru hrein hörmung að horfa uppá og er ég orðinn bróðir mínum draugfúll fyrir að hafa látið mig hafa áhuga á fótbolta aftur.

  34. Það skammast einginn út í leikmenn liðsins…
    Þvílíkar pissudúkkur í dag. Þetta er okkar sterkasta lið og við gjörsamlega skjálfum af hræðslu á móti Stoke. Ég ætla ad gerast svo djarfur og kenna leikmönnum um þetta tap. Nýr stjóri, nýtt leikskipulag, sömu vandamál. Kannski eru þarna leikmenn sem skemma út frá sér sem eiga hlut að máli???

  35. Ef fréttin um að það sé búið a reka RH í kvöld eða á morgun verð ég mjög sár.. Hörmulegt ástand og sást á síðustu 2 leikjum að þeir bara nenna þessu ekki og berjast EKKERT inná vellinum. Réttast væri að reka þá alla nema kannski 3-4 leikmenn, en allavega þjálfarnn (og konskítí og pulsuna auðvitað með)

  36. jæja nú er komið nóg af þessari vittleysu… burt með Roy og inn með King Kenny…

  37. Heyrði tölfræði um að á síðustu 6.árum í ensku deildinni hefur Roy stýrt liðum sínum í 87.útileikjum og unnið 13 af þeim. Ég vil endurtaka þetta, 13.útisigrar á 6.árum.
    Það eru sirka tveir útisigrar á tímabili, hvernig fékk þessi maður þetta starf?
    Ég vill hann burt.

  38. Þetta var ÖÖÖÖÖÖMUUUUUUUUUURRRRRRRRRRLEEEEEEEEEEEEEEKT!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  39. Roy leggur upp með 8-1-1 og Jamie Carragher sem playmaker. Skjótið mig!

  40. Þetta gengur einfaldlega ekki lengur, það eina sem Roy Hodgeson hefur tekist að gera með sóma er að lækka eftirvæntingarnar hjá manni.

    Næsti leikur er heimaleikur gegn West Ham og 3 stig algerlega ófrávíkjanleg krafa, svo er það útileikur gegn Tottenham og ef svo fer sem horfir þá eru engin stig í boði þar.

    Er þetta ekki bara spurning um að stuðningsmenn taki “burt með Hicks og Gillette” taktíkina á þetta og dæli “burt með Roy Hodgeson” póstum á John Henry?

  41. Þetta segir Roy: “The way we finished the game we finished strongly…” Klárlega besti framkvæmdasjórinn í bransanum. Því miður er hann ekki að vinna fyrir okkur!!

  42. Man einhver eftir því að hafa heyrt talað um að Benitez kynni ekkert á enska boltann? Vegna þess eins að við urðum aldrei meistarar í hans stjórnartíð. Hef ekki heyrt einn fjölmiðil tala um að þetta sé vandamálið hjá Hodgson þrátt fyrir mun betri árangur hans í Evrópudeildinni en þeirri ensku.

  43. Var verulega fúll yfir því að fjölskyldan í Reykjavíkinni breytti plönum dagsins og ég missti af leiknum, en er bara glaður núna.

    Ég reyndi eins og ég gat að vera glaður eftir Chelsea leikinn.

    En þessi vika hefur leitt það algerlega í ljós að Roy Hodgson lærði ekki nokkurn skapaðan hlut á ömurlegum leikjum gegn United, City og Everton.

    Hann einfaldlega er ekki rétti maðurinn til að stjórna Liverpool. Það þarf að binda endi á þennan ömurleika strax. Get lofað ykkur því að Henry og Comolli verða varir við stuðningsmenn félagsins þessa dagana og munu átta sig fljótlega. Það er á hreinu!

  44. Það er nánast eins og sigurleikurinn gegn Chelsea hafi verið eins og botn/miðlungslið að landa e-h surprise sigri, sem er ekki e-h sem stórlið eins og Liverpool á að sætta sig við. Þannig erum við allavega að spila. Stoke er hundleiðinlegt lið sem reynir ekki að spila fótbolta og við féllum bara í þeirra gildru.

    Stjórinn er að færa leikmenn niður á þetta plan. Þessir leikmenn eru góðir það vita allir sem hafa vit á fótbolta (fyrir utan nokkra, Poulsen, Konchesky, leikmenn sem Roy keypti.) Það er ekki tilviljun að 15 leikmenn Liverpool tóku þátt í HM í Suður Afríku. Til dæmis átti Jovanovic stórleik með Serbíu á móti Þýskalandi þar sem hann skoraði sigurmarkið, þetta er bara eitt dæmi af mörgum. Roy er bara ekki að fá neitt út úr þessum leikmönnum og það er vandamál sem er hægt að kenna stjóranum um.

    Deildin er að verða sterkari og sterkari og sýnir stigataflan það réttilega. Það er alveg morgunljóst að til þess að geta keppt um titilinn verðum við að vera með gífurlega sterkan 18-20 manna leikmannahóp með leikmönnum sem geta stigið upp þegar aðrir eru off. Það er ekki hægt að ætlast til þess að Torres og Gerrard eigi 38-50 stórleiki á tímabili. Við verðum að hafa nokkra aðra “game-winnera” í liðinu til þess að geta keppt um top 4.

  45. ROY HODGSON, þú hefur endanlega náð að EYÐILEGGJA lið þetta lið heitir LIVERPOOL! sem er að breytast frá risa klúbb Í MAURA KLÚBB við töpuðum á móti stoke city og BLACKPOOL og fleiri smá klúbbum en tek það fram að stoke eru ekki léttir á útivelli en LIVERPOOL er ekkert mauralið og við eigum að vinna svona leiki svo eru miklu fleiri dverga klúbbar sem við höfum gert jafntefli við eða tapað á móti! og þessi ummæli hanns eftir leikina gera mann vandræðalegann við hliðina á man u mönnum! Jesús ég er alveg brjálaður! þessi maður á heima í þriðju deild. Hann er að komast meðal þeirra verstu þjálfara sem Liverpool hefur ráðið. Þessi leiktíð hefur verið hörmungur við Liverpool menn lúta höfðinu eftir nánast hvern einasta leik þessi maður roy hodgson þarf að fara það verður bara allt brjálað. Ég hef oft verndað hann hodgson en það þarf mikið að gerast til að ég geri að aftur ég er bara svo rosalega reiður núna og langaði bara aðeins að tjá mig um þetta. En ég var að skoða forbes og er John henry ekki bara fátækur (í svona fótbolta meiningu ég meina getur hann keypt einhver stór nöfn?????)

  46. Styttra á botninn stigalega séð en í toppbaráttunna eftir að einn-þriðji er búinn að tímabilinu. Bara rugl.

  47. Ég hef aldrei áður sofnað yfir fótbolta leik, en mér tókst það nú. Þvílík hörmung að sjá þetta lið í dag gegn mjög varnarlega skipuðu liði Stoke. Þeir hanga á boltanum of mikið og spila með boltann í vörninni eins og maður sé í FIFA 11. Og hvað er málið með að nota Carragher sem playmaker í hægri bak?? Roy stundum bara skil ég þig ekki. Það er líka annað að, við spilum boltanum alltof oft til baka þegar við komumst nálægt markinu. BARA LÁTA VAÐA.

    Vonum að Janúar verði góður mánuður og nýir leikmenn komi til bjargar. Roy fær 1 sjéns (veit að flestum finnst að það ætti að reka hann strax) í viðbót hjá mér . Ef við vinnum ekki West Ham og Tottenham þá er bara skylda að hringja í 112 og biðja um eitt stykki Kenny Dalglish

    Y.N.W.A

  48. Aron þetta er ekki bara Henry það eru 16 aðrir moldríkir dúddar á bak við þetta

  49. Samkvæmt Mail Online þá munu fulltrúar Glen Johnson fara á fund við Commoli og biðja um sölu.
    Vegna ,, total breakdown in the relation with the manager and boring tactics”

    Einungis sá fyrsti af mörgum ef að Roy verður ekki látin fara. MITT MAT

  50. Gott fyrir þá sem ekki sáu leikinn að lesa þetta til að vita hvað gekk á…
    Allt í lagi að skrifa eitthvað úr leiknum, allavega að við höfum þá ekki átt færi og afhverju við fengum mörkin á okkur…
    ég sá ekki leikinn þannig að þið skoðið þetta þið sem skrifið hér leikskýrslurnar…

  51. Straight up einn rosalegast leikur sem ég hef upplifað! Mig langaði að klóra úr mér augun í leikslok. Þetta er verra en blæðandi gillinæð….

    En svona grínlaust….?

    Það styttist í að maður geti farið niður á Eiríksgötu á geðsvið Landspítalans og fengið greiningu á klínísku þunglyndi!!! Næsta stopp: PROZAC

  52. @ B.Bragason

    Þetta er einmitt það sem hefur farið mest í taugarnar á mér við Roy. Í stað þess að verja leikmenn sína þegar við á(það má gagnrýna liðið í heild efir leiki eins og í dag og á móti Everton t.d.) þá tekur hann alltaf einstaka menn og drullar yfir þá(sbr. Shelvey, Kelly, Spearing um daginn “this is just what we have”. Ég gæti haldið áfram í allt kvöld að þylja upp fáránleg komment hans í viðtölum sem virðast bara vera gerð til þess að eyðileggja stemninguna í liðinu, ef hún er einhver á annað borð!

    Hins vegar er annað atriði búið að taka fram úr þessu á “atriði sem pirra mig” listanum undanfarið. Það er þessi ömurlega spilamennska og undirlægjuháttur sem liðið sýnir undir stjórn Roy. Hvernig getur Liverpool með alla þessa leikmenn sem eru fínir í fótbolta farið til Brittannia og nánast verið lagstir í nauðvörn á leiðinni í rútunni? Hvernig geta menn ætlast til að fá eitthvað út úr leikjum svoleiðis?

    Ég er búinn að missa alla trú, alla von og alla þolinmæði fyrir Hodgson. Héðan í frá snúast dagar mínir um að telja mínúturnar þangað til ég les hér á Kop.is að það sé búið að senda hann aftur til Fulham!

    Kv. Bjöddn

  53. Í fréttum er það helst:
    Hodgson hefur enn ekki verið rekinn.
    Beðið er eftir nýjum og jákvæðari fréttum.
    Hringdi í Kenny. Hann er vongóður.

  54. Fowler Minn…
    Að hofa á Liverpool spila þessa dagana eldir sál mína um 70 ár.
    Ég hef haldið í ströngu við þetta ástkæra Liverpool lið í meira enn 12 ár og hef aldrei upplifað jafn mikið andleysi og metnaðarleysi..
    Held að það sé kominn tími á að henry og co fari að gera e-ð að viti.

  55. Jónas (#58) segir:

    „Einungis sá fyrsti af mörgum ef að Roy verður ekki látin fara.“

    Daniel Agger. Dani Pacheco. Pepe Reina. Fernando Torres. Nú Glen Johnson og eflaust fljótlega David Ngog (ef hann fær ekki að byrja leiki bráðum) og Raul Meireles (ef hann fær ekki að spila sína bestu stöðu) líka.

    Johnson er langt frá því fyrsti leikmaðurinn sem verður pirraður út í Hodgson. Hann verður engan veginn sá síðasti ef þessu lýkur ekki bráðum.

    Atli Kristinss (#60) – skýrslan var skrifuð í pirringi nokkrum tímum eftir leik og ég reyndi frekar að tjá hvernig mér líður með að horfa á liðið þessa dagana. Það er hægt að finna mörkin alls staðar og ef þú ætlar að kvarta þó við lýsum ekki hverju einasta marki geturðu frekar auðveldlega stofnað þína eigin síðu einhvers staðar og gert þetta almennilega.

    /pirringur.

  56. Kenny Daglish með Liverpool frá 30 Maí 1985 til 22 Febrúar 1991: (leikir 297) (sigrar 180) (jafntefli 76) (töp 41) Sigurprósenta 60.61%

    slef

  57. 70 Það eru 25 ár síðan. Það er varla sambærilegt. Þetta eru allt aðrir tímar.

    Ef það er satt sem kemur fram með ósætti Glen Johnson þá finnst mér líklegt að hann sé að segja þetta ef hann er ekki einn leikmannanna um þessa skoðun. Því er líklegt að aðrir gætu fylgt honum með sambærilegar tilkynningar, hræddastur er ég um Torres og Reina.

    60 er að biðja um frekari lýsingar á leiknum. Það er nú ekki beint auðvelt að reyna að skrifa um þennan leik. Þetta var hörmung frá upphafi til enda, svo mikil að ég gat á löngum köflum ekki fengið mig til þess að horfa. En ég verð þó að segja að ég dáist að þessu Stoke liði. Þeir spila góða útfærslu af ekta gamaldags breskum stórkallabolta. Þeir eru gríðarleg vinnusamir, sterkir líkamlega, pressa út um allan völl og sterkir í föstum leikatriðum.

  58. Hversu blindur er hægt að vera, stór spurning? Það er ótrúlegt að Roy Hodgson skuli ekki enn vera búinn að sjá að sókn er besta vörnin. Ég hélt að allir vissu þetta, þetta á nú við í öllum keppnisíþróttum heims. Ég trúi þessu ekki! Maður er farinn að pæla í samsæriskenningum á milli Hodgson og vina sinna (Fergie og Moyes).

  59. Hvað er Hodgson eiginlega búinn að slá mörg “neikvæð” met síðan hann tók við liðinu?

  60. Vona svo innilega að menn hafi vit á því að reka manninn sem fyrst.
    Hversu slæmt er það þegar maður veit það fyrirfram að liðið sitt muni ekki skora a.m.k. eitt mark gegn Stoke… ég endurtek STOKE!

  61. Burtu með Roy og það strax. Eða eru menn kannski að bíða eftir því að hann slái öll slæm met sem möguleg eru?
    Hann er allavega á góðri leið með það.

    Útlitið var svart á síðustu leiktíð. En hversu slæmt er það þá núna.
    Á tveimur árum erum við komnir úr því að rústa Real Madrid á heimavelli í Meistaradeild og keppa um Deildartitil.. yfir í það að láta lið einsog Wigan og Stoke að yfirspila okkur.
    Djöfull er það glatað… manni langar til að gráta!

  62. Endurtek fyrri orð mín.

    Er þetta Roy Hodgson grín ekki að verða búið??

    Væri frekar til í Souness en þetta helvíti.

    Versti framkvæmdastjóri í sögu félagsins og það er staðreynd.

  63. Kæri herra Hodgson
    Nú er mál að linni. Þú VERÐUR að fara að horfast í augu við það að þetta gengur ekki lengur.
    Ok, þú segir að kerfið þitt hafi virkað í 35 ár og því sé engin ástæða til að breyta til. Það er hárrétta hjá þér, þetta kerfi virkar frábærlega til að ná innan við 50% vinningshlutfalli eins og hefur sýnt sig síðustu 20 ár hjá þér. Staðreyndin er nefnilega sú að þetta kerfi þitt er löngu úrelt og fyrirsjáanlegt.
    Og metnaðarleysið er hreint átakanlegt. Þú ferð í hvern einasta útileik til að reyna að hanga á einu stigi, sama hvort leikið er gegn Scum eða Stoke.
    Þú ert svo augljóslega ekki starfi þínu vaxinn að það er nánast hlægilegt.
    Ég sá einhvers staðar að þú værir kallaður “the nice guy” í fótboltaheiminum. Nú er tími kominn til að sanna það.
    Be a nice guy. Get out of our club.

  64. Best að ég lýsi leiknum fyrir #60
    Við byrjuðum leikinn með fáa í sínum stöðum, Carra var ekki í sinni stöðu, Gerrard var ekki í sinni stöðu, Mereiles var ekki í sinni stöðu, Maxi var ekki í sinni stöðu, Kuyt var í sinni stöðu en hefur ekki spilað hana í langan tíma. Í vinstri bakverðinum vorum við með miðlungs leikmann sem sagði í viðtali um daginn að eftir að hann kom til Liverpool þarf hann að spila betur en hann kann? í miðverðinum vorum við með hávaxinn og húðflúraðan skallapoppara, sem kann að hoppa en kann hvorki að skalla né sparka og frammi vorum við með mann sem hugsaði allan tímann, (andskotinn, ég fæ aldrei helgarfrí í þessari vinnu…)
    Þannig hófst leikurinn.
    Svo var ljóst frá byrjun að skipun dagsins var; verið staðir! Því hvorki Lucas né Gerrard máttu hlaupa úr sinni stöðu sem gerði það að verkum að þeir buðu sig aldrei fram og máttu aldrei nálgast teiginn.
    Sem kantlausu liði nægir Stoke að setja alla pressu á miðjuna og stoppa allt kreatívitet þar, en það svo sem skipti litlu máli því leikstíll Liverpool, var Reina, Carra, Reina, Carra, há sending að teig mótherja á engann leikmann og eða hreinsa í innkast (sem er 3falt hættulegra en aukaspyrna fyrir utan teig eða horn í tilfelli Stoke)
    Það gerði það að verkum að það fóru samtals 5 mínútur í að taka innkast sem er nægur tími til að kæla alla LIverpool mennina á kaldasta heimavelli í ensku deildinni. Lucas spilaði sinn venulega stíl, átti öruggar sendingar aftur á Reina eða varnarmennina, bara svona til að hífa upp fallegu statistíkina um heppnaðar sendingar (tilbaka). Mereiles var allan tíman að hugsa hvernig maður spilar þessa kant stöðu og var alveg að komast að því þegar Hodgson brá á það ráð að taka Kuyt úr sinni stöðu, (sem var nýbúinn að skapa eina færi leiksins), setja staurinn inn á (sem hefur ekki enn lært að taka á móti bolta og tók síðast mann á þegar hann spilaði góðgerðaleik gegn 11 hornfánum.)
    Jú Roy Hodgson gerði eins og svo oft áður, nánast allt vitlaust í dag, nema hvað að hann skipti Babel inn á fyrir Maxi, sem var besta skiptingin en 20 mínútum of sein.
    1. niðustaðan er sú að Kick and hope er ekki að virka og hefur ekki virkað í 20 ár í þessari deild.
    2. niðurstaða, Sammy Lee á að vera löngu farinn úr þessu þjálfarateymi og Roy Hodgson þarf að rjúka fyrir tveimur mánuðum.
    3. niðurstaða, það er búið að eyðileggja Babel sem sóknarmann, Kuyt sem sóknarmann, það á að eyðileggja Jovanovics sem sóknarmann og Mereiles sem djúpan miðjumann, allt út af því að við höfum ekki kantmenn og nýjustu yfirlýsingar Hodgson segja að fyrst þurfi hann nýjan sóknarmann og svo nýjan varnarmann í Janúar. SÉR ENGINN HEILVITA MAÐUR AÐ KANTLEYSI OKKAR TAKMARKAR SÓKNARLEIK OKKAR UM 40%, og Lucas takmarkar það um 30%.
    4. niðurstaða, Pacehco er ekki með því það á að eyðileggja hann sem playmaker og gera hann að…. dadadada…. jú KANTMANNI.
    Ég vona að þú hafir lesið þetta Atli Kristins og takk fyrir gott hljóð.
    Kennedy (fyrrum leikmaður, fyrrum besta liðs í heimi)

  65. flott skýrsla, bara 1 atriði sem ég er ósammála þér…. þú segir eftir að þú sýndir byrjunarliðið “við getum verið sammála um að þetta er töluvert betra lið en hjá þeim”
    þarna er ég algerlega ósammála
    konchesky, skrtel,carra=mjög lélegir leikmenn
    lucas lélegur
    meireless lélegur
    maxi lélegur
    … allir þessir eru á Stoke level eða verri
    ef Skrtel fer ekki að fara úr byrjunarliðinu, þá er Hodgeson ekki að horfa á leikina… hann ætti að fá á sig 1-2 víti í hverjum leik, tapar öllum einvígum uppi ofl, ofl,
    carra og konchesky bakverðir !!!!!!!!!!
    meireless og maxi vængir!!!!!!!!!
    Lucas miðjumaður!!!!!!!!

  66. HÖRMUNG þetta er eins og var hjá RB, þokkalegir á móti stóru liðunum en drula svo uppá bak á móti þessum svo kölluðu litlu liðum og fyrst að RB var látinn fara þá er sko kominn tími fyrir löngu síðan að RH fari en hann er enn hjá Liv, en verður að fara NÚNA STRAXXXXXXX. Svo verða leikmenn að fara að girða sig en ekki vera með allt niður á hælunum, helv,,,fokking fokk.

  67. Sá ekki sjálfur leikinn en las þetta á skysport.com:

    Man of the match: Despite being on the losing side, Martin Skrtel kept Liverpool in the game with some excellent defending throughout.

  68. Hei þið þarna á Kop.is. Nú sárnar mér við ykkur! Ég er búinn að vera í þessum bransa í 35 ár og það þarf enginn að kenna mér neitt. Ég náði frábærum árangri með Halmstad og þegar ég þjálfaði FC Copenhagen var smurbrauðstegund nefnd í höfuðið á mér. Lifrakæfa, kjötbolla og beikon á hveitibrauði var það og kallaðist – Dumme, dummere, dummest sem ég veit raunar ekki hvað þýðir en þetta kölluðu danirnir mig og er ég þakklátur fyrir það.

    Það eru augljós batamerki á liðinu. Núna tókst til dæmis í fyrsta sinn að sparka yfir 50 háloftaboltum fram völlinn sem er tvímælalaust besti árangur LFC hingað til. Þessi taktí reyndist mér t.d. vel þegar ég þjálfaði finnska landsliðið og Bristol City sællar minningar. Menn þurfa að leggja sig aðeins meira fram um peysutog og aftanítæklingar en að öðru leyti er ég ánægður með frammistöðu liðsins. Sáuð þið t.d. Carrager? – það er sko maður sem fer eftir mínum tilmælum.

    Að vísu hefði verið betra að vinna leikinn en Stoke er stórkostlegt knattspyrnulið og núna er ég kominn með skýra mynd af hvernig ég þróa leikstíl LFC áfram. Strákarnir hafa verið duglegir að sparka langt og hlaupa en núna verður tekið til við að æfa innköst á Melwood. Samleikur og sóknarbolti er á undanhaldi eins og allir vita og ég var sérstaklega ánægður að sjá að menn er ekki eitthvað að dúlla með boltann heldur eru ófeimnir við að sparka í tuðruna. Að vísu mætti boltinn stundum rata á samherja en það verður ekki bæði sleppt og haldið.

    Ég hef nú í fáum orðum reynt að útskýra að þessi gagnrýni á mín störf fyrir LFC sem heyrist hér á síðunni er óréttmæt. Við erum í 11 sæti og ekki einu sinni í fallbaráttu 16 stig í 13 leikjum gera rúmt stig á leik er ekkert til að kvarta yfir. Þess vegna sárnar mér að þið skulið vera að atast í mér. Þið eruð alveg jafn vanþakklát fyrir mitt góða starf og leikmennirnir. Nú síðast var Glen Johnson að kalla mig leiðinlegan og hugmyndasnauðan þjálfara. Hann getur bara sjálfur verið leiðinlegur.

    Mitt starf er rétt að byrja. Ég hef að vísu ekki hugmynd um hvað ég er að gera en leikurinn við Stoke var mér samt mikill innblástur. Við Tony Pulis fengum okkur í tána eftir leikinn og hann gaf mér góð tipp um hvernig á að kjöta strákana aðeins. Fá smá massa þannig að þeir geti tekið almennilega á andstæðingnum og sparkað enn lengra.

    Vona að þetta skýri mína hlið.

    Ykkar vinur Roy.

  69. Ég hef ekki séð leiðinlegri fótbolta hjá neinu liði í mörg mörg ár. Vil meina að það sé heppni að Liverpool sé með 16 stig í deildinni. Miðað við spilamennsku eiga þeir heima í fallsætunum og það má líka lesa úr markatölunni. 13 mörk skoruð í 13 leikjum. Menn hafa augljóslega ekkert gaman að því að spila í þessu systemi Hodgsons sem er algerlega grátlegt. Ég er ánægður fótboltans vegna að þetta virkar ekki en brjálaður sem stuðningsmaður Liverpool. Liverpool er yfirspilað af liðum eins og Everton, Stoke og Wigan og nýir eigendur Liverpool hljóta eftir þessa tvo síðustu leiki að hugsa með sér hvort þetta sé system sem þeir vilja sjá á komandi árum. Roy! Farðu! En hann vill ekki fara því þá missir hann uppsagnarbónusinn-Rafahistory repeating.

  70. Næ því ekki alveg af hverju sumir eru að drulla yfir Sammy Lee. Það þarf enginn að segja mér að þetta sé sá fótbolti sem hann vill spila þó hann neyðist til að fara eftir uppleggi Hodgesons. Hodgeson ætti að sjá sóma sinn í að hverfa á braut strax áður en hann nær að skemma ennþá meira en nú er. Þessi leikstíll er alger viðbjóður.

  71. Þegar dóttir mín kom í heiminn 27. maí 2010 fékk hún að gjöf gullfallegan liverpool galla frá afa sínum. Hún mun ekki klæðast þessum búningi á næstunni því Liverpool eru ekki þess verðugir. Þegar liði fer að spila fótbolta þá kannski verður hægt að taka fram búninginn.

    Annað… mikið svakalega hlýtur að vera leiðinlegt að vera miðjumaður hjá Liverpool þessa dagana.. úffff.. eina sem þeir gera er að horfa á boltan fljúga yfir þá…
    eníveis… Ég vona að Reina , Torres og Gerrard séu þolinmóðir menn og geri sér grein fyrir að eigendur og aðdáendur munu ekki láta þetta halda svona áfram í langan tíma….. Eitthvað hlýtur að gerast á næstunni sem kemur þessu í lag.

  72. Mannfjandinn er að breyta okkar liði í Wimbledon, skiptir út og frystir þá sem vilja spila boltanum með jörðinni fyrir trukka. Aqualani – Poulsen, Insua-Konchelsky, Agger-Skrölti Babel fær lítið að spila, Pacheco er týndur, Milan J fær ekkert. Reina fær enskan þjálfara, Johnson fær ekki að spila sinn leik sem hefur gert hann að bakverði nr 1 hjá enska, Torres að verða brjálaður og með hálsríg dag eftir dag. Og fyrir utan þetta þá spilar hann mönnum ut úr stöðum trekk í trekk, talar með raasgatinu, hefur ekkert plan B, (og ömurlegt plan A!). Við höfum spilað við Stoke, Wigan, Everton, Blackpool, Sunderland & Birmingham og fengið heil 3 stig,,, 3 STIG!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Hann verður að fara áður en leikmenn (leikmenn með tækni) biðja allir um sölu!

  73. Þetta er búið að vera svo ömurlegt undanfarið að ég get sætt mig við það að Liverpool fari í alvöru uppbyggingarstarfsemi. Ég er búinn að gefast upp á þessari lotu sem byrjaði ca. þegar við unnum CL 2005 og endaði, að því er virðist, með 2. sætinu 2009.

    Og hvernig væri nú að fara að kaupa kantmenn, ha?! það er svo augljóst vandamál að menn eru hættir að kvarta yfir því.

  74. Maður getur nú treyst á eitt í þessari eymd allri; pistlarnir hjá Kristjáni klikka aldrei.

  75. Ég held við ættum frekar að vera að ræða hver mun taka við Hodgson. ‘Eg er 100% viss um að hinir nýju eigendur með Comolli í fararbroddi séu á fullu að leita af nýjum stjóra ef þeir eru bara ekki búnir að því. Þetta tekur tíma og menn vilja varla tjalda aftur til einnar nætur í þessu. Ásamt brotthvarfi Hodgson held ég að Sammy Lee og þjálfarteymi hans verði einnig fórnað.

    Hodgson kom inn á sínum tíma þegar allt var óljóst með framtíð klúbbsins og fáir höfðu áhuga á að taka við klúbbnum. Nú er öldin önnur og uppbygging fyrir framtíðina að hefjast. Það er deginum ljósara að Hodgson er enginn maður í það verkefni og ég hef akkúrat enga trú á því að hinir nýju eigendur ætla að hleypa Hodgson á leikmanna markaðinn í Janúar.

    Það kæmi mér jafnvel ekki á óvart að þeir væru búnir að finna manninn en hann sé starfandi þjálfari í dag og taki ekki við fyrr en næsta sumar. Comolli mun þá stjórna kaupum í janúar jafnvel með nýjan stjóra í huga/samstarfi.

    Kannski er þetta óskhyggja frekar en eitthvað annað en engu að síður er það ljóst að það er verið að leita að nýjum framtíðarstjóra Liverpool fc as we speak.

  76. Sá á Twitter að það er eitthvað verið að tala um hvað Carra sagði, gerði eða gaf í skin í eða eftir leikinn í gær…. Snýst eitthvað um Rafa. Getur einhver sagt mér hvað það er?

  77. Torres meiddur á ökkla en verður samt með Spáni á móti Portúgal…….. æla

  78. Það er bara eitt lélegra en Roy Hodgson og það eru kommentin hérna. Hvernig væri að díla við leikinn af einhverri skynsemi en ekki vera með 84 stykki af “burtu með Roy” yfirlýsingum.

    Það voru nokkur atriði sem gerðu það að verkum að Liverpool tapaði í gær gegn Stoke:

    • Vörnin var pressuð út um allan völl. Hún er ekki fær um að spil boltanum sómasamlega frá sér. Varnaruppstillingin var sett upp til að díla við föstu leikatriði Stoke, ekki til að koma boltanum í spil. Stoke þrýsti þannig á vörnina að boltinn endaði yfirleitt hjá Carragher sem dúndraði honum beint á Shawcross sem fór skilaði honum framar á völlinn þar sem Stoke reyndi að fiski innkast.

    • Mikill skortur á hreyfanleika hjá miðjumönnunum. Þeir voru pressaðir hátt sem þýðir að það skapaðist pláss fyrir aftan þá, á milli miðju og varnar hjá Stoke. Okkar mönnum tókst engan veginn að nýta þetta pláss því að sendingargeta varnarmanna er hlægileg.

    • Leikmenn að spila út úr stöðum. Þessi uppstilling dugði til að vinna Chelsea, hvers vegna hefði hún ekki átt að virka gegn Stoke? Jú, munurinn var sá að Carragher var hægri bakvörður, Meireles var á hægri kantinum (sem hann kann ekki að spila) og boltanum var beint þangað, þar sem ekkert spil náðist. Meireles þarf að vera inni á miðri miðjunni með Lucas, Kuyt á kantinum sínum og Gerrard framar með Torres. Það er ekkert sem segir að sú uppstilling hefði EKKI unnið Chelsea. Ef liðið hefði getað linkað miðju og vörn saman með Meireles og miðju og sóknarspil saman, þar sem Meirels getur dreift spilinu, þá hefði Stoke þurft að bakka með pressuna og Liverpool hefði náð mun betri tökum á leiknum.

    • Dómgæslan var okkur mjög erfið. Pulis hafði hamrað á því að þeir hefðu tapað einhverjum 12 stigum út af dómgæslu og það virtist hafa áhrif á “Headlines Halsey”. Hann dæmdi ekki á bakhrindingar, gaf ekki spjöld fyrir olnbogaskot, leyfði alls kyns brot inni í teig (Skrtel meðtalin) og spjaldaði Lucas fyrir tvöfaldan leikaraskap Stókara. Þeir fengu að vera með leikaraskap. Alveg ótrúlega leiðinlegt lið þar sem öll verstu gildi fótboltans eru höfð í hávegum.

    • Roy Hodgson og úrræðaleysi hans. Hef grun um að hann horfi á aðra leiki en aðdáendur félagsins. Hann virðist lesa leikina hreinlega illa og getur ekki brugðist við því sem er ekki að ganga.

    • Lítill hópur. Hodgson kvartaði yfir því að hópurinn væri of stór, í honum væru leikmenn sem væru ofaukið. Þetta er bull. Liðið getur ekki spilað þrjá leiki á mjög háu tempói á 9 dögum nánast óbreytt. Þeir sem hafa spilað fótbolta vita þetta, það tekur tíma fyrir vöðvana að jafna sig, sérstaklega þegar flestir leikmenn liðsins eru í kringum þrítugt.

    Over and out.

  79. Sælir félagar

    Það verður að segjast að framganga og staða liðsins okkar er hörmuleg. Ég fyrir mína parta skrifa það á stjórann RH. Það er að vísu rétt að sumir leikmenn liðsins hafa ekki staðið undir vþví að hafa þau gæði sem leikmenn Liverpool verða að hafa. En þrátt fyrir það eiga að vera þau gæði í liðinu að staðan á að vera önnur en hún er.

    Í framhaldi af þessu vil ég segja að mér finnst gagnrýni á menn eins og Lucas og Carra í síðasta leik ósanngjörn. Í þeirri aðstöðu sem skapaðist á vellinum var lítið annað að gera en sparka boltanum fram til að létta pressunni af vörn og miðju liðsins. Þegar stjórinn leggur upp með 10 manna vörn og einn frammi er ekki mikið annað að gera. Lucas var kominn í þá stöðu að vera hreinn varnarmaður en ekki varnartengiliður. Miðjan var semsagt nánast komin inn í teig til að verjast. Þar af leiðir að ekki var nein miðja til að spila á og byggja upp sóknir. Því var það svo að leikmenn (ekki bara Carra og Lucas) þrumuðu boltanum fram. Enda lítið annað að gera í því ömurlega uppleggi sem RH var með í þessum leik.

    Stuðningsmenn Liverpool voru farnir að syngja söngva og biðja um Kenny Dalglish. RH kvartaði undan því. Honum væri nær að líta í eigin barm en að kvarta undan svo augljósri andstöðu við hann og meðferð hans á liðinu.

    Nýir eigendur hafa lýst því yfir að þeir muni taka tillit til óska stuðningsmanna í stjórn og skipulagi liðsins. Því liðið er ekkert án stuðningmenn þess heima og annarstaðar. Augljóst er að stuðningsmenn vilja RH burtu. Vonandi taka eigendur og stjórn klúbbsins tillit til þess.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  80. Er netið bilað? Af hverju er ekki komin tilkynning að búið sé að reka Hodgson? Hvernig getur það verið að þessi fáviti getur haldið áfram að stjórna Liverpool. Mér finnst ekkert skrítið að allir leikmennirnir vilja fara frá Liverpool nema þá kannski Konchesky og Paulsen, ég mundi ekki vilja spila fyrir lið sem spilar lélegri fótbolta en Stoke og Blackpool ef ég væri Torres, Reina eða Gerrard.

  81. Einmitt Kobbi, miklu betra að leggja áherslu á leikmenn eins og Poulsen. Hljómar eins og lélegt grín, en Roy Hodgson virðist því miður vera á þeirri skoðun.

  82. Strákar sjáiði þetta ekki? Við kvörtuðum fáranlega mikið undan róteringum Benitez, og nuna erum við með stjóra sem róterar ekki neitt og það gengur ekki neitt, karma has hit us!

  83. Hvað á þetta að ganga mikið lengur. maður skammast sín að þurfa að horfa á þessa hörmung. Roy ætti að sjá sóma sinn í að hætta óumbeðinn. Hann höndar þetta ekki og veit ekkert hvað hann er að gera.

    Burt með hann, Sammy getur klárað þetta með Kenny the King!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  84. Eina huggunin í stöðunni er sú að þessi eigendur eru engir vitleysingar, einhvernvegin hefur maður fulla trú á að þeir ætli sér að fá inn stjóra út frá sínum forsendum. Helsta svekkelsið er að Kenny sé ekki nú þegar tekinn við í millitíðinni og þessir orðrómar um player power, lesist: Carra & friends með fullmikil áhrif á það sem var að gerast innan klúbbsins meðan Purslow var við völd, er vægast sagt niðurdrepandi.

  85. Svo náttúrulega verður að fara skoða unglingastarf Liverpool síðustu 5-7 árin. Hvað hefur verið hægt að nota af þeim leikmönnum sem félagið hefur fjárfest í fyrir tugmilljónir punda?? Getur einhver hér nefnt leikmann sem hefur gagnast aðalliðinu?? Hvurs lags starf hefur verið unnið þarna eiginlega?? Þar að auki eru náttúrlega leikmenn þarna í kringum aðalliðið sem þarf að losna við og fá eina 6-7 nýja leikmenn í janúar. Nefni ég þar menn eins og Lucas Leiva, Paul Konchesky, Christian Poulsen, Nabil El-Zhar, jay Spearing, Maxi Rodriguez, Milan jovanovic og Martin Skrtel. Þarna er hugsanlega hægt að losa um 15-20M punda. Henda þeim af launaskrá og versla inn fyrir þessa peninga + 20-30M punda í viðbót. Þannig mætti fá til félagsins 3-5 klassaleikmenn í staðinn fyrir rusl. Má nefna sóknarmenn eins og Edin Dzeko, Nilmar, Neymar og Sergio Aguero, vængmenn eins og jesus Navas, Ibrahim Afellay, Lukas Podolski og varnarmenn eins og Per Mertesacker til að vinna einhverja skallabolta í vítateignum.

  86. Ég er sem betur fer hættur að vera svona hrikalega pirraður yfir þessu. Þetta venst eins og allt annað.
    Hvernig getum við búist við einhverju af liði sem inniheldur “leikmenn” eins og Lucas, Poulsen, Konchesky, Maxi, Jovanovic og fleiri…?
    Ég hreinlega vil ekki vita hvað við erum búnir að eyða miklum peningum í þessa pappakassa.
    Ég get lofað ykkur því að önnur lið í deildinni myndu ekki taka við þessum mönnum þó þau fengu þá frítt.
    Mér þykir leitt að segja það, því hann er flottur karakter, en Carra er bara fyrir löngu síðan orðinn útbrunninn og hann er í hreinskilni sagt skelfilegur þarna aftast. Og hvað þá sem bakvörður.
    Skrtel hefur tekið miklum afturförum og hann lítur hræðilega út á vellinum, satt best að segja skil ég nánast aldrei ákvarðanir hans.
    Ég er á þeirri skoðun að við þurfum að losna við alla þessa menn sem ég hef nefnt hér að ofan, þó að ég viti að enginn vilji þá. En er ekki hægt að finna eitthvað gott job handa Carra bara? Getur verið liðstjóri hjá varaliðinu eða eitthvað…
    Við erum án Glen Johnson og ekki hjálpar það okkur. Hann er að mínu mati flottur sóknarbakvörður en hann er ekki í hópi bestu varnarmanna deildarinnar.
    Joe Cole hefur ekki verið að finna sig en maður veit ekki hvort maður á að vera svekktur með hann eða hreinlega vorkenna honum, með þessa þvottapoka í kring um sig.
    Shelvey…er þessi maður eitthvað grín?
    Við erum bara með svo miklu færri góða leikmenn heldur en liðin sem við viljum bera okkur saman við. Þessi lið hafa í raun allt fram yfir okkur í dag. Þau hafa t.d. meiri breidd og alvöru stjóra.
    Reina, Gerrard, Cole, Meireles, Torres og Johnson eru einu mennirnir sem mér finnst eiga eitthvað erindi í Liverpool liðið. Það má hugsanlega bæta Kuytaranum þarna við. Hann er vissulega einhver duglegasti andskoti deildarinnar og hjálpar liðinu oft og tíðum mikið, en er pláss fyrir mann í Liverpool með ekki meiri knattspyrnuhæfaleika en þetta? Ég átta mig ekki alveg á því sjálfur. Ég set Meireles í þennan flokk því ég hef trú á honum og ég held að í sterkara liði væri þetta klassaleikmaður. Og eins og staðan er í dag verður Kyrgiakos vinur minn að teljast lykilmaður. Hann er okkar langhættulegasti sóknarmaður. Ég held að það væri fínt að hafa hann sem eins konar Heskey þarna frammi bara…
    En ég spyr aftur, getum við gert meiri kröfur til þessa liðs?

  87. RH verður að segja af sér eða vera rekinn, hann getur ekki peppað menn upp, og fattar ekki að hann er að þjálfa LIVERPOOL, og þar viljum við bara sigur, núna loksins er Gerard eins og við þekkjum hann og Fleiri liðið okkar er ekki eins lélegt og HANN lætur okkur spila, það er ódýrasta leiðin að láta hann fara, og láta Kenny klára tímabilið og ná 4sætinu, við erum að glutra tækifærinu frá okkur. kveðja frá Grænlandi.

  88. Ég veit ekki með ykkur,en mér finnst eins og Poulsen & Hodgson hljómi eins og einhver ótrúlega léleg ástar-hryllingssaga með Agöthju Christie.Á

  89. Var að lesa af spjallsíðu að einhver er með heimildir fyrir því (gaf ekki upp hvar hann hefði þær heimildir) að Hodgson verður rekin á morgun og búið sé að ráða nýjan mann í staðin fyrir hann. Og nýji maðurinn sé að öllum líkindum Martin O’Neill. En af enskum spjallsíðum þá eru flestir ekki ánægðir með O’Neill til Liverpool. Mér fannst hann alltaf standa sig vel hjá þeim félögum sem hann hefur verið með. Reyndar hefur hann aldrei verið með eins stórt félag og Liverpool. Hvað segið þið? erum við bara að fara úr öskunni í eldin með að fá O’Neill? Ef satt reynist!!!

  90. Vil ekki M. O’neill, hann er jú baráttu jaxl en spilar hundleiðinlegan varnarbolta.
    King kenny þangað til að einhver snillinn er fundinn. Nú ef kóngurinn brillerar svo þá heldur hann bara áfram með liðið.

    En Roy verður að fara og það strax!

  91. Svo má til gamans geta þess að Sunderland eru 0-2 yfir gegn Chelsea á Brúnni 🙂

    Hversu rugluð er þessi úrvalsdeild eiginlega?

  92. Mér finnst nú Roy ekki alveg sá eini sem á sök á slöku gengi að undanförnu.
    Margir leikmenn léku langt undir getu í gær og ættu hreinlega að skammast sín fyrir framferði sitt á vellinum.

    Heilt yfir þá er mikið að og ég held að það leysist ekki með nýjum stjóra því miður. Hluti af vandamálinu leysist en gæði sumra leikmanna batna ekki við nýjan þjálfara ! Það er ljóst.

    Spái köldum vetri.

  93. Já þessi deild er í raun í rugli.

    Nú eru Chelsea að tapa 2 0 fyrir Sunderland og það á heimavelli ! Eru reyndar með vel vængbrotið lið í dag. ManU eru búnir að vera drullu heppnir í síðustu tveim leikjum sínum og áttu í raun alls ekki skilið þetta jafntefli við Villa í gær. Hef aldrei séð þá eins lélega verð ég að segja.

    Arsenal vann Everton 2 – 1 sem er mjög góður útisigur. Tottenham eru 3 stigum á undan okkur og millarnir í City aðeins 6. Það eru 3 stig í fallsæti og 3 stig í 5 sætið.

    Vona bara að þetta haldist svona opið í vetur, gerir þetta miklu skemmtilegra. Þá eigum við séns á að vera þarna í kringum 4-6 sæti og ég tala nú ekki um ef Hodgson fer.

    PS: Martin O´neill er flottur stjóri og hefur allstaðar gert frábæra hluti en ég held samt að hann sé nú ekki maðurinn sem okkur vantar núna. Finnst það svoldið vera að fara úr öskunni í eldinn.

  94. Fyrirgefið mér hvernig er hægt að fara úr ösku í eld þegar við erum í svo miklum eld að liverpool liðið er að spila sinn versta fótbolta í 7-10ár?. Vissulega er Martin O’Nell ekki besti kosturinn í stöðunni en hann er klárlega betri stjóri en Hodson. Held að ef liverpool fær nýja þjálfara þá getum við ekki farið úr ösku í einhvern eld. Hodson hlýtur að vera botninn sem hægt er að ná.
    Ég græt allavega ekki að fá O’nell í stað Hodson, en vissulega vildi ég betri þjálfara.

    Ég var einn að þeim sem vildi losna við Benitez og skammast mín alltaf meira og meira fyrir það. En þá er hægt að segja að liverpool fóru úr öskunni yfir í eldin að skipta út Benitez og fá Hodson.

    Eru liverpool menn ekki sammála að botninum sé náð og nýr þjálfari getur bara gert betur en Hodson.

  95. 112

    7-10 ár? þú getur nú margfaldað þessa tölu eitthvað óli minn.

    En mér líst ekki nógu vel á Martin O´Neal. Hann er skárri en RH en það er ekki erfitt. Ekki bara fá einhvern til þess að fá einhvern eins og virðist hafa verið gert með að fá RH upprunalega.

    Fá einhvern alvöru manager

  96. það var bara HEIMSKULEGT! að ráða ekki kenny daglish, einn af bestu þjáfurum sem hafa verið hjá liverpool…… sennilega einn af bestu þjálfurum í heimi hann vann marga titla sem þjálfari og sem leikmaður hjá liverpool hann hefur alveg svakalega reynslu en samt er hann ekki einu sinni í þjálfara teyminu . hérna er einn góður punktur sem er MJÖG áhugaverður

    “Liverpool manager Roy Hodgson has had six seasons in English football in the last 15 years. In all of that time though he has a quite incredible statistic of racking up only 13 away wins”

    þetta er alveg skelfilegt .. bíðið þig þangað til þig sjáið win ratio hanns….

  97. Það er að koma í ljós að þetta Chelsea lið sem við unnum á Anfield er í gríðarlegri lægð. Þessi sigur okkar virðist því hafa gefið miklar falsvonir enda er nú búið að yfirspila okkar af Wigan og Stoke. Það er því ljóst að RH verður að fara tafarlaust.

  98. HODGSON ÚT STRAX!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  99. @ 95

    Ekki það að ég sé að verja sekkinn hann Roy… því ég vil hann burt ekki seinna en í gær!… en menn sem eru að tala um hvað Aquilani sé að brillera með Juventus… þeir verða að athuga að hann er að spila á Ítalíu… Ítalski er boltinn er spilaður í slow motion… ekki gleyma því…

    Vil þó taka fram að ég var mjög hrifinn af Aquilani í þau fáu skipti sem ég sá hann spila fyrir Liverpool.

  100. @95
    Aquilani minnir alveg rosalega á Alonso í þessu videoi, en Roma minna líka rosalega á Liverpool þarna, það er nákvæmlega engin pressa á boltamanninn. En það er alveg augljóst að Aquilani er betri margir af þeim mönnum sem klæðast Liverpool treyjunni þessa dagana.

  101. Sammála með RH, burt STRAX. Vonandi að slúðrið sé rétt og að hann hætti á morgun.

    Mér líst hins vegar ekki vel á Martin ONeil, frekar Dalglish sem skammtímalausn. Til framtíðar, D Deschamps, Guus Hidding eða einhver reyndur evrópustjóri – sem spilar meiri sóknarbolta.

    Og þetta:

    http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1329589/Liverpool-boss-Roy-Hodgson-apologises-Glen-Johnson-blasting-par-performances.html

    ég minntist á comment RH um GJ um daginn og leist illa á. Nú er hann að afsaka það comment – rétt eins og hann afsakaði comment sín um Benitez !

    Þessi maður…., er bara ekki hægt. Burt á morgun og ekki síðar.

  102. Moli minn ég sagði ekki að ég hefði séð hann sýna eitthvað. Hins vegar finnst mér hann fínn á boltann með ágætis sköpunargáfu. Hann er a.m.k. í mikið hærri klassa en frændurnir Lucas og Poulsen. Það er eins og þeir hafi aldrei æft fótbolta.

    Vissulega hefur Meireles ekki verið að spila neina glansleiki en það er barátta í honum og mér finnst eins og vanti bara herslumuninn upp á að hann meiki það. Það er svona munurinn á honum og Lucasi og Poulsen vegna þess að maður veit að maður á ekki von á neinu frá þeim, maður veit að þeir geta ekki skít í fótbolta.

    Held að hann þurfi bara nokkra leiki í viðbót til að verða flottur í þessu liði.

  103. Mereiles hefur eins og margir aðrir verið arfaslakur með Liverpool, en menn tala ekki um það vegna þess að hann á að vera góður. Í raun hefur hann samt sem áður ekki sýnt okkur krónu meira en Jovanovics sem er out in the cold. Mereiles er náttúrulega að spila stöðu sem er bara engan veginn hans staða en þó hann sé á vitlausum stað á vellinum þá ætti það ekki að hafa áhrif á sendingargetu hans sem hefur verið mjög slök síðan hann kom til LFC.
    Það þarf að setja spurningarmerki við ansi margt hjá Liverpool, t.d. hraða, ég held í raun og veru að við séum hægasta liðið í deildinni og í raun eigum við bara 2 hraða menn, Babel og serbneska snákinn. En Sammy Lee hefur sagt Hodgson svo oft að hraði sé ekki það sem Liverpool þarf að best er að nota hvorugan. Einnig þarf að setja spurningarmerki við líkamlegan styrk Liverpool manna en þeir virðast ekki vera að höndla maður á mann kontakt eins og knattspyrnu mönnum sæmir. Svo þarf að setja spurningarmerki við hreyfanleika og hlaup. á móti Stoke var t.d. aðeins einn maður sem hljóp í holu og bað um stungu og það var Babel. Allir aðrir voru staðir.

  104. Mig langaði bara að segja að þetta eru að verða fyndnustu blogg sem ég hef lesið! Ég er United maður og er byrjað að leiðast örlítið þessi lægð sem Liverpool er í, þar sem að maður vill (tala bara fyrir sjálfan mig) að erkifjendurnir séu líka í toppbaráttunni.
    “Því miður var Liverpool-liðið í dag ekki nálægt því að vera rétt undirbúið. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum var ákveðið að okkar menn ætluðu í dag að reyna að yfirStoke-a Stoke því liðið varðist aftarlega, beitti háum boltum á framherjann og lagði mikla áherslu á föst leikatriði.”
    HAHAHA

Liðið gegn Stoke:

Fyrsta Pub-quiz Kop.is lokið