Liverpool 2 – Blackburn 1

Jæja, þetta var allt annað. Okkar menn tóku í dag á móti Blackburn Rovers í miklum fallslag og höfðu **2-1 sigur** eftir mjög góða frammistöðu.

Roy Hodgson stillti upp eftirfarandi liði í dag:

Reina

Carra – Kyrgiakos – Skrtel – Konchesky

Lucas – Meireles
Maxi – Gerrard – Cole
Torres

**BEKKUR:** Jones, Kelly, Poulsen, Shelvey (inn f. Meireles), Babel, Jovanovic, Ngog (inn f. Cole).

Fyrri hálfleikur byrjaði vel. Liðið virtist vel stemmt í þennan leik, pressaði gestina stíft út um allan völl og lék flottan bolta allt frá byrjun. Um miðjan fyrri hálfleik datt tölfræðin upp á skjáinn, þá var staðan orðin 6-1 fyrir Liverpool í hornspyrnum og liðið búið að vera með boltann 72% tímans. Blackburn-menn vissu varla hvaðan á sig stóð veðrið og átti varla markskot í fyrri hálfleik. Okkar menn pressuðu og stjórnuðu leiknum af miklu öryggi.

Það eina sem vantaði voru marktækifærin. Torres og Maxi splúndruðu vörn gestanna eftir um kortér, Maxi gaf svo fyrir á Cole en Robinson varði gott skot hans og svo þurfti Meireles að teygja sig í frákastið og setti það rétt framhjá fyrir opnu marki. Þá átti Kyrgiakos góðan skalla eftir hornspyrnu Gerrard en Robinson varði aftur vel. Cole átti líka skalla seint í fyrri hálfleik en hann náði ekki alveg að markinu. Þrátt fyrir alla yfirburðina á vellinum voru færin ekki fleiri og staðan 0-0 í hálfleik.

Okkar menn komust svo yfir strax í upphafi seinni hálfleiks. Gerrard tók enn eina hornspyrnuna og **Kyrgiakos** reis upp einn og óvaldaður í teignum og skallaði boltann í markið. 1-0. Adam var þó ekki lengi í paradís því nokkrum mínútum síðar lét Skrtel plata sig illa vinstra megin, Benjani lagði boltann fyrir á vin okkar Diouf sem skaut að marki, Konchesky bjargaði á marklínu en það heppnaðist ekki betur en svo að hann skaut í **Carragher** og inn. Enn eitt sjálfsmarkið hjá varnartröllinu.

Fimm mínútum síðar komust okkar menn svo aftur yfir. Meireles og Cole léku upp vinstri vænginn, Cole lagði boltann fyrir hægri fótinn og gaf frábæra sendingu inn á fjærstöngina þar sem **Torres** mætti fyrstur manna og skaut boltanum í netið. Staðan 2-1 og það reyndust lokatölur leiksins. Okkar menn héldu áfram að pressa og stýrðu leiknum nær allan tímann en voru þó aðeins stressaðir á síðasta kortérinu og gáfu miðjuna aðeins eftir, en Blackburn-menn náðu ekki að skapa sér nein færi úr því og því fór sem fór.

**MAÐUR LEIKSINS:** Það eru margir tilnefndir í dag. Liðið lék mjög vel í heild sinni og nærri því allir leikmennirnir í fantaformi. Skrtel var aðeins óöruggur í seinni hálfleik eftir að Benjani kom inná og sótti á hann og það sást að Torres vantar ennþá smá snerpu, þótt hann hafi gert vel í markinu. Aðrir voru frábærir í dag. Ég gæti sennilega útnefnt alla miðjuna hjá okkur því þeir Lucas, Meireles og Gerrard voru allir frábærir og ég sé ekki hvernig Poulsen á að komast inn í liðið þegar þeir spila svona vel. Þá var Maxi Rodriguez frábær á hægri kantinum í dag og sást klárlega hvað hann og Joe Cole eru miklu hættulegri þegar þeir fá að spila framar á vellinum og pressa andstæðingana.

Minn maður leiksins er þó klárlega Grikkinn öflugi, **Kyrgiakos**. Hann steig ekki feilspor í vörninni, leiddi baráttu sinna manna út um víðan völl og var einn hættulegasti maður liðsins auk þess að skora öflugt mark, annar deildarleikurinn í röð sem hann skorar. Ég sé hreinlega ekki hvernig hægt er að taka hann út úr liðinu fyrir Glen Johnson ef hann heldur áfram að spila svona.

Að lokum er ekki hægt annað en að hrósa Roy Hodgson. Hann hefur verið gagnrýndur svo mikið undanfarið að ég hef aldrei séð annað eins hjá knattspyrnustjóra Liverpool. Liðið hefur líka verið að leika fáránlega neikvæðan og hugmyndasnauðan bolta undir hans stjórn og þau þrjú skipti sem þeir hafa komist yfir á Anfield í vetur (gegn Arsenal, Northampton og Sunderland) hefur liðið lagst aftur í varnarmúrinn um leið og þeir komast yfir.

Það gerðist þó ekki í dag. Hodgson virtist hafa (loksins) áttað sig á því hvað þarf til að vinna leiki á Anfield og hann tók handbremsuna af liðinu. Menn pressuðu út um allan völl, keyrðu á Blackburn-liðið og gáfu ekki tommu eftir. Ég tók sérstaklega eftir því hvað þetta skilaði ótrúlega mörgum unnum boltum á vallarhelmingi gestanna en slíkt hefur varla sést hingað til undir stjórn Hodgson.

Vonandi er þetta það sem koma skal. Eftir sigurinn í dag er liðið enn í fallsæti en nær pakkanum fyrir ofan og sigur í næsta leik gæti hleypt liðinu upp í miðja deild. Sá leikur er á útivelli gegn Bolton og Hodgson þarf að sýna það að hann hafi trú á liðinu sínu með því að láta það leika jafn grimman bolta í þeim leik. Vonandi sá hann muninn á leikaðferðum í dag og dettur ekki í það að liggja í vörn í þeim leik. En í dag hrósum við Hodgson fyrir að gera hlutina hárrétt og vonandi geta Liverpool-stuðningsmenn andað aðeins léttar næstu dagana. Þetta var miklu betra og ef liðið heldur áfram að leika svona undir stjórn Hodgson mun sigurleikjunum eflaust halda áfram að fjölga.

146 Comments

  1. Það er gott að vinna en nú er maður smeykur um að hann fái 10 leiki í viðbót.

  2. Ég verð að hrósa þessu liði sem kom á völlinn í Liverpool búningnum í dag því þetta lið hef ég ekki séð síðan á seinasta tímabili og svo sannarlega kominn tíma á að við fengjum að sjá baráttu og pressu frá þessum mönnum.
    Og ætli það verði ekki að hrósa Hodgson líka fyrir að breyta sínu leikskipulagi og láta liðið pressa ofarlega.
    Ég er þvílikt sáttur núna við þennan seinnihálfleik en get ekki dæmt þann fyrri því ég sá hann ekki en það er allt annað að sjá liðið í svona hápressu.

    3 fáranlega mikilvæg stig í hús og ég vel tröllið Soto sem mann seinnihálfleiksins.

  3. Sá örla fyrir sjálfstrausti hjá leikmönnum, og á kafla mjög góðu spili í seinni hálfleik. Frammistaða Robinson kom í veg fyrir stærri sigur. Vantar aðeins meira drápseðli til þess að klára svona leiki. En góð 3 stig. Næsta leik, held að Roy fái nokkra leiki í viðbót, því miður.

  4. Liðið spilaði af eðlilegri getu í dag. Það var allt annað að sjá til liðsins í 70 mínútur af leiknum. Pressað hátt, boltinn unninn ofarlega og mistök þvinguð fram hjá Blackburn. Þetta leit út eins og Hodgson hafði tekið beislin af sínum mönnum. Lucas og Meireles mjög fínir á miðjunni, Gerrard, Cole og Maxi fínir þar fyrir framan en Torres nokkuð frá sínu besta þrátt fyrir gott mark.

    Það er þó enn nokkuð í land, varnarleikurinn (Skrtel) var mjög óöruggur þegar á reyndi. Kyrgiakos var maður leiksins og ótrúlegt að hann skyldi ekki fá víti í dag.

    Hodgson má alveg fá nokkra leiki í viðbót ef liðið heldur svipuðum dampi og nær að vinna nokkra leiki í röð. Stöðugleika verður að ná og Roy er ennþá á skilorði.

  5. Flottur sigur, eiginlega ótrúlegt að leikurinn hafi einungis unnist með einu marki eins og hann spilaðist. Allir leikmenn áttu góðan dag meira að segja Maxi var ógnandi allan tímann. Vonandi að þessi leikur færi liðinu sjálfstraust í næsta leik sem verður erfiður útileikur gegn Bolton.

    Ég er ekki frá því að live flutningur á You’ll never walk alone rétt áður en flautað var til leiks hafi gert gæfumunin og virkað mun betur á leikmenn en hvatningarræða stjórans. Maður fékk gæsahúð alla leið.

  6. Frábært að sjá pressuna, Liverpool átti þennan leik frá a-ö. Kyrgiakos maður leiksins fyrir mitt leyti en flestir leikmenn greinilega búnir að skipta upp um einn gír. Pínu glatað að setja Shelvey inn á þegar mínúta var eftir af venjulegum leiktíma.

  7. Ég vil sjá Skrtel samt á bekkinn í næsta leik, mér finnst þessi maður vera hrikalega slappur og það mætti alveg upgrate hann og fá Hangeland eða einhver álika í janúar.
    En ég er svo ánægður að fá 3 stig í dag að ég ætla bara að njóta þeirra án þess að vera með einhver leiðindi í dag.

  8. Fínn leikur og segi sama og aðrir hér að ofan kyrgiakos maður leiksins. Það er líka gott að sjá að hann gefur Shelvey smá tíma. En svo bara auka hann meira og meira í næstu leikjum.

  9. Flottur leikur enda var það góð tilbreyting og löngu tímabær. Maður leiksins= Kyrgiakos a.k.a markamaskínan, a.k.a netmöskvasegullinn, a.k.a gooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooaal!!
    Gerrard í öðru og Meireles í þriðja. Eina sem skiptir er 3 stig from now on. Allt annað er óásætttanlegt. Kisskiss!!

  10. 13

    Við erum með upgrate á Skrtel hjá Liverpool, og það heitir Agger!!!

  11. EF Hodgson ætlar að spila svona bolta áfram má hann klára tímabilið. Gríski Guðinn er maður helgarinnar, einnig frábær Maxi kom mér á óvart. Joe Cole sást ekki mikið EN átti sendinguna á Torres sem var frábær.

  12. Lucas var frabaer i thessum leik. Hann og Meireles virdast virka mjog vel saman a midjunni. Vonandi gefur thetta mark Torres sjalfstraust fyrir naestu leiki.

  13. Það er alveg klárt mál að þessir leikmenn eru mun betri í að vera að pressa hátt á vellinum og setja hitt liðið vandræði þannig en ekki liggja til baka og verjast.
    Vonandi að Hodgson átti sig á þessu og haldi þessu áfram því þetta var allt allt annað lið heldur en sést hefur áður hjá honum.
    Menn og Cole, Maxi, Gerrard og Meirales virka allir frábærlega í svona taktík.
    Ég ætla samt ekki að missa mig í bjartsýni útaf einum leik.

  14. Glen Johnson fer ekkert í liðið fyrir Kyrgiakos, hann er fyrstur á blað í vörninni núna. Sammála Ásmundi, það er óþarfi að missa sig þrátt fyrir þennan sigur, Blackburn spiluðu mjög illa í dag enda vantaði helsta vopnið þeirra, Samba.

  15. Skrtel þarf að fara á bekkinn því miður. Gríski guðinn var frábær í dag en jeg veit ekki hvað gerist gegn fljótari framherjum. Vörnin okkar gæti verið mikið sterkari. Konchesky er ekki frábær en Aurelio er það. Carra er gamall. Agger á að vera þungamiðjan og leader í þessari vörn og svo þarf Glen nokkur að ná pari í getu.

    Annars er það svo miklu betra að fagna sigri heldur en að gráta tap eða jafntefli. Þetta er svo gott fyrir hjartað. Það fer svo illa í þynnkuna að tapa stigum á heimavelli en það er ekkert mál að vera þunnur eftir svona leik.

  16. Þó að það hafi unnist góður sigur í dag og batamerki sést á liðinu að er það ekki nóg fyrir mig til að vilja RH áfram. Það að vera í fallsæti eftir 7 umferðir finnst mér ekki ásættanlegur árangur. Burt með kallinn og það fyrr en síðar.

  17. Klárlega góður sigur og já það má hrósa hodgson rétt eins og að gagnrýna hann. Valdi greinilega rétta leikaðferð í dag og menn hafa verið að segja hér að ofan að vonandi hefur hann séð að þetta er rétta aðferðin fyrir Liverpool. Aðferð sem að fær kannski hjartsláttinn til að slá aðeins hraðar en varnartaktík en engu að síður áhrifameiri í níu af hverjum tíu tilvikum ! Maður leiksins er klárlega Notorious Sotorious !!

    Ég get lært undir próf á morgun mun glaðari og áhugasamari eftir þennan sigur :=) YNWA

  18. Þá er bara að vona að rumor LFC Globe í seinustu viku um stjóraskipti eftir Blackburn leikinn sé sannur.

  19. Hvort finnst ykkur skipta meira máli að sjá Liverpool fá 3 stig í hverjum leik hér eftir eða
    láta kallinn í brúnni taka pokann sinn…?????

    Y N W A

  20. 27, fyndið komment. Þrjú stig í hverjum leik og við værum efstir með 27 stig og Roy væri í guðatölu. En veruleikinn er annar. Roy has 2 go!

  21. Get ekki séð að einhverjir hérna séu að ” missa sig ” yfir þessum leik, en það er algerlega nauðsynlegt að geta glaðst yfir því sem vel er gert.

    Loksins loksins 3 stig og gríðarleg batamerki á leik liðsins.

  22. Kyrgiakos er grískur guð. Og hvað annað sem má segja um Konchelsky, og þó hann hafi verið óheppinn í dag, þá kann ég vel við þennan kæk hjá honum að bjarga á marklínu.

  23. Flottur leikur.
    Sammála flestum hérna um að það sé ekkert þar með sagt að Hodgeson sé búinn að tryggja sitt sæti með spilamennskunni í dag, en það verður samt ekki af honum tekið að þetta var prýðilegur leikur og ef þetta er það sem koma skal þá er ég sáttur.

    Ég er samt en þá alveg ótrúlega skeptískur á Konchesky ég vona að ég sé ekki að taka of stórt upp í mig þegar ég segi að maðurinn er gjörsamlega ekki að gera sig. Gefur boltan oftar en ekki frá sér alveg fáranlega og neglir honum í burtu þegar það er pressað á liðið í staðinn fyrir að reyna að halda boltanum innan liðsins.
    Skrtel er líka mjög tæpur oft og ég held að það sé töluvert betra að vera með agger eða carra þarna í staðinn fyrir hann.

    Annars flottur leikur, Lucas/meireles var bara mjög flott kombo og maxi góður.

  24. Maður lifandi – þetta var annað mál!!!

    Fyrst ætla ég að gleðja sjálfan mig að hafa valið 100% rétt lið í upphituninni. Ég held að ég hafi lesið Roy rétt að hann skildi Lucas, Meireles og Gerrard eftir saman til að láta þá fara vel yfir sín mál, og það sást í dag. Allir þrír léku afskaplega vel og þegar við verðum búnir að fá almennilega fljúgandi ógnandi kantmenn er ég bara á því að við höfum á töluverðu að byggja. Lucas vann marga bolta framan við vörnina okkar og mér fannst hann leika feykivel á milli mínútu 70 og 85 þegar Blackburn náði mestri pressu, hann losaði um pressuna og lokaði vel á langskotin þeirra. Meireles er náttúrulega bara fótboltamaður með mörg vopn og þvílíkur munur að sjá Gerrard á þokkalegu róli milli miðju og sóknar. Maxi og Cole voru fínir en ég vill enn fá öflugri menn á kantana okkar. Torres kláraði sitt færi vel og er auðvitað óumdeildur í dag!

    Vörnin fór vel út úr leiknum utan Skrtel sem lék illa, ömurlegur í markinu sem við fengum á okkur og var beinlínis í ruglinu þegar hann negldi krefjandi 60 metra sendingu heim á Reina þegar hann hafði nógan tíma til að gera það vel.

    Ég treysti því að Mark Duffield haldi sínu sæti í þessu liði! Frábært mark og ef það hefði verið almennilegur dómari í þessum leik hefðum við fengið 2 víti þegar brotið var á honum í set-piece atriðunum okkar. Frábær frammistaða og sannarlega maður leiksins. Kyrgiakos og Carra næst með Johnson/Kelly hægra megin takk!

    Svo ætla ég að taka undir hrós KAR á Hodgson, þó ég sé enn ekki á því að hann sé rétti maðurinn í djobbið, nema hann læri nú hratt. Það var augljóst að mikil pressa var á karli í dag og honum er létt í kvöld, það er á tæru. Mér fannst stígandi í leik liðsins í Napólí og frá fyrstu mínútu í dag sástu lið sem var ákveðið og óhrætt. Sanngjörn úrslit í þessum leik hefði verið þriggja marka sigur, en Robinson bjargaði því. Ég pirraði mig á því að hann skipti ekki vel þreyttum Cole og Maxi fyrr útaf en þetta var flott frammistaða og nú hefur hann unnið sér inn nokkra daga og pottþétt næsta leik, á Reebok Stadium.

    En hann verður að skilja að hann er alls ekki öruggur í sessi og verður að sýna aðra svona frammistöðu um næstu helgi. Þá fyrst er hægt að velta honum fyrir sér sem framtíðarkosti!!!

    En mikið ofboðslega er manni létt, ekki minna glaður að þessi úrslit gáfu mér 7 stig í Virkis-leiknum í Snæfellsbæ, sem er enn meiri bónus!!!

  25. Frábær leikur í dag og fannst mér sérstaklega gaman að sjá að leikmenn sem eru ekki taldir burðarstólpar liðsins stóðu sig frábærlega!! Kyrgiakos, Lucas og Maxi fannst mér vera að spila allir mjög vel. Lucas var þó ekki með einhverjar lykilsendingar en hann barðist fyrir liðið að mikilli hörku! Gerrad virðist vera finna sitt gamla form, Torres loksins skorar, Meireles óheppinn að koma honum ekki inn og ég hef trú að þetta komi hjá Cole fljótlega!
    Mjög margt jákvætt við þennan leik og í fyrsta skiptið í langan tíma finnst mér Hodgson eiga rétt á því að segja þá setningu!

    En spurningin er varðandi Hodgson og þennan leik. Er Hodgson að átta sig á því að Liverpool hafi burði til að pressa flest öll liðin í deildinni og vinna leikina?
    Eða vorum við að sjá Hodgson taka áhættu því það er búið að stilla honum upp við vegg? Megum við því búast við því að þegar hlutir fara ganga vel aftur að hann dragi liðið aftur í varnarsinnaða liðið sem hefur verið á vellinum síðustu leiki?

    Ég ætla vona það fyrra!

    Til hamingju með þrjú stig og fínan leik!

    YNWA!

  26. Loksins fengum við sigur eg hreinlega mann ekki eftir siðasta sigurleik nuna bara 10 sigrar i röð og við erum back in it YNWA

  27. Það er næstum að maður hljómar neikvæður að segja þetta en loksins sáum við eðlilegan leik hjá Liverpool, m.ö.o. við fengum að sjá Liverpool aftur í dag. Þetta var fínn leikur og góður sigur og okkar langbesti leikur í ár.

    Það þarf engin kjarnorkuvísindi til að sjá hvað breyttist í þessum leik miðað við aðra, það var sú staðreynd að LOKSINS LOKSINS sat liðið ekki í sínum vítateig og beið eftir að andstæðingarnir myndu skjóta sig í kaf. Liðið getur pressað og fúnkerar mikið betur þegar það pressar. Hin ástæðan fyrir mun betri leik liðsins hlítur að vera sú að Poulsen kom hvergi nærri vellinum í dag. Sá maður er svo átakanlega lélegur að hann hefur bókstaflega eyðilagt meira fyrir leik liðsins heldur en ekki.

    Svo má reyndar ekki gleyma að taka inn í að þetta Blackburn lið var með öllu vonlaust í dag, en þú auðvitað spilar ekki betur en andstæðingurinn leyfir.

    Snemma leiks sagði ég að vonandi myndum við horfa til þessa leiks eftir 1-2 ár og hlæja að því að einu sinni var staðan svo slæm að við vorum með Carragher og Konchensky í bakvörðunum og ég vill meina að við spiluðum vel og unnum góðan sigur þrátt fyrir að hafa verið með þá þarna, ekki með mikilli hjáp frá þeim. Carragher svosem reyndi og reyndi og var duglegur að koma upp og allt það og kom þannig séð ágætlega frá leiknum, en maðurinn er enginn bakvörður og alvöru bakvörður hefði að öllum líkindum skapað Blackburn mikið meiri vandræði.

    Að sama skapi er Skrtel ekkert að heilla mig og ætti ekki að vera áskrifandi að byrjunarliðinu. Kyrgiakos var hisvegar frábær í leiknum og okkar besti maður bæði í vörn og sókn. Hann átti að fá 2 víti, annað alveg fáránlega greinilegt, skoraði gott mark og átti 1-2 færi í viðbót sem sköpuðu hættu. Hann er oft okkar besti maður gegn liðum sem bjóða ekki upp á betri sóknarleik en þetta.

    Miðjan hjá okkur naut þess í botn að vera án Poulsen og spilaði ljómandi vel, Lucas var frábær í leiknum og stjórnaði umferðinni, Gerrard var að spila sinn besta leik í ár og baráttan skein af honum og Meireles mun skora í svona leikjum haldi hann áfram að bomba svona á markið. Loksins var hann á miðjunni og þar á hann svo sannarlega heima.

    Maxi blessaður sýndi það um leið og hann er á kanntinum í liði sem spilar meira á vallarhelmingi andstæðinganna heldur en sínum eigin að þetta er hörkufínn leikmaður og það er ljóst að það sem af er ári hefur hann verið hrikalega illa nýttur. Hann var flottur í dag og má sannarlega sýna meira af þessu sama. Hinumegin var Cole ágætur og átti stoðsendinguna í markinu sem er mjög gott mál. Hann er samt ekki kominn í fullt form eða með 100% sjálfstraust og skiptingin á honum var alveg skiljandleg þó ég botni ekkert í því að setja N´Gog inná fyrir hann á þessum tímapunkti, meikaði lítið sens taktískt.

    Torres kláraði svo leikinn fyrir okkur og á meðan hann gerir það er mér slétt sama hvort hann spilar vel eða illa. Hann fékk mun meira að sjá boltann í þessum leik heldur en áður og það er galdurinn. Ég gef skít í það að formleysi hafi verið það eina sem er að hrjá hann í ár, liðið hefur ekkert komið boltanum í grend við hann og á meðan staðan er þannig skorar hann ekki, simples.

    Flottur sigur loksins hjá okkar mönnum og smá uppreisn æru kannski fyrir Roy Hodgson sem réð sér varla fyrir kæti í viðtali eftir leikinn og staðfesti m.a. þar að hann sér aðra leiki en flestir aðrir og í þeim er LFC t.d. mun betra en af er látið, líka sko liðið sem við höfum séð hingaðtil í vetur.

    Það breytir því þó ekki að hann þarf að fara… hann þarf svvvvooo að fara frá Liverpool.

  28. Þegar kommentin eru ekki orðin fleiri en 35, einum og hálfum tíma eftir leik þá hlýtur það að vera til marks um að menn séu sáttir við liðið.

    Kyrgiagos klárlega maður leiksins, er orðinn einn af okkar hættulegustu fram á við

  29. Frábært að horfa uppá svona spilamennsku, loksins!

    Menn leiksins Kyrgiakos, Gerrard, Meireles og Maxi (hver hefði trúað því að hann yrði einhvertíman maður leiksins). Eini svona veikibletturinn fannst mér Skrtel og vona ég innlega að Agger fái að koma í hans stað í næsta leik.

    Meira svona þetta var gaman!

  30. Og svo má ekki gleyma þætti Poulsen, hann var frábær í leiknum og hélt sig víðs fjarri.

  31. Sælir félagar

    Sammála flestu sem hér hefur verið sagt nema gagnrýni á Carra sem er að leysa stöðu sem er óleyst í dag. Jafnvel þí BJ sé heill. Amk. eins og hann hefur spilað í haust. RH setti smá bremsu á skriðsitt fram af brúninni en hann á langt í land með að stoppa sig áður en hann hrapar framaf.

    En sem sagt góður sigur og fín 3 stig.

    Það er nú þannig

    YNWA

  32. Gerry Marsden maður leiksins ásamt hellenska hálftröllinu.

    KAR vísaði í grein í vikunni sem sýndi muninn á pressunni undir Benitez og Hodgson. Í seinasta sigurleik í deildinni á móti WBA fengum við 7 horn í öllum leiknum en 15 núna. Pressan er málið, það er líka fátt sem peppar lið jafn vel upp í leik og að vinna boltann hátt uppi á vellinum. OSSOKOMASO!

    ps. Meireles á eftir að skora nokkur rosaleg fyrir Liverpool, djöfull fíla ég gaurinn.

  33. Hodgson fékk gálgafrest í dag. Grunar að leikmennirnar hafi tekið málin í sínar eigin hendur og ákveðið að sæka framarlega á vellinum. Sammála Babu. Hodgson verður samt að fara!

  34. Kyrgiagos gefur okkur ótrúlega mikið í þessum hornum, báðum megin, það gerir reyndar Agger líka. Vil fá að sjá þá tvo félaga saman í næsta leik. Fannst Carra standa sig mun betur í bakverðinum í dag en í síðasta leik. Meireles er flottur náungi, berst eins og ljón, rífur kjaft og hefur gott auga fyrir spili.

    Tek hinsvegar undir með Bjössa nr 32. Konchscky fannst mér ekki að vera að gera sig. Panikaði of oft, ekki nógu rólegur á boltanum og á það til að dúndra honum uppí loftið þegar samherji stendur við hliðina á honum í rólegheitunum.

    Annars bara til hamingju, þetta lið getur þetta og gott ef ekki að það séu bara 3 stig í 7 sætið !!

  35. Þetta er nokkuð áhugaverð mynd

    Þarna má m.a. sjá Tom Werner stjórnarformann NESV með Martin Broughton ásamt þeim 2 geri ég ráð fyrir sem setjast í stjórn klúbbsins (annar þeirra nýbúinn að prumpa). Fyrir aftan þá má sjá Christian Purslow með Brian Barwick sem talið er að gæti jafnvel tekið við stafi Purslow (gamla starf Parry) eða allavega á einhvern hátt tekið þátt í NESV ævintýrinu. Að lokum get ég ekki séð annað en að David Moores sé þarna fyrir aftan þá.

  36. Gaman að sjá það að hérna séu ennþá til menn sem hafa tröllatrú á Hodgson. Vorum að spila leik á heimavelli við lið sem hafði unnið einn leik í deildinni til þessa. Held að Blakcburn sé eitt af þremur lélegestu liðum deildarinnar.

    Liðið sýndi í dag að það getur spilað fótbolta gegn lélegum liðum. Við þurfum mann í brúnna sem getur unnið stóru liðin líka, það er Hodgson ekki að fara að gera.

  37. Ég ætla nú ekki að gefa Hodgson of mikið credit fyrir að ná sigri gegn einu lélegasta liði deildarinnar.

  38. Mér finnst þessi neikvæðni út í Konchesky óþörf. Vissulega voru sendingarnar ekki sérlega fínpússaðar,,, en varnarlega séð var hann góður og áttu leikmenn Blackburn enga möguleika gegn honum og það kom mér nokkuð á óvart hversu miklum hraða hann býr yfir.

  39. Ti hamingju með sigurinn LFC menn nær og fjær…Sigurinn hefði auðveldlega getað verið mun stærri….S.Gerrard fór fyrir sínum mönnum með mikilli baráttu…..Er RH búin að tryggja sig í sessi næstu mánuðina ?????

  40. Rafnar Orri Gunnarsson skrifar:

    “Roy Hodgson, stjóri Liverpool, var ánægður með sigurinn gegn Stoke en liðið náði að rífa sig upp úr botnsætinu eftir, 2-1, sigur í dag.”
    Vá hvað þeir eru vel að sér og áhugasamir á Vísir.is. Það er bara allt rangt í þessari stuttu setningu.

  41. Maður leiksins: Steven Gerrard
    Ég hef ekki séð hann spila svona vel í 2 ár. Hann var á fullu, það var kraftur í honum og spilið gekk vel í gegnum hann.
    Ég veit að Gríska goðið var gott en bensínið í liðinu er Gerrard og hann kom öllum í gang.

  42. Fyndið ! ! ! ég fæ þumla niður fyrir að spyrja ykkur hvort ykkur finnist mikilvægara að liðið sem við allir höldum með gangi vel og fáum 3 stig í leik HÉR EFTIR… nota bene… HÉR EFTIR eru ekki 28 stig
    🙂 eða láta einhvern kall fara í taugarnar á okkur….
    Hann fer í taugarnar á mér og spilar leiðinlegan bolta og allt það, en EF það myndi skila okkur 3 stigum í leik, þá væri mér svo sem alveg sama. Mori spilaði leiðinlegan bolta og gerði Chel$ki að meisturum, og ég er ekki að líkja Roy við Mora…

  43. Sigur er siur en einn sigur er langt frá því að sannfæra mig, væri sanngjarnt að segja við Hodgson að ef hann tekur 3 stig í hverjum leik næsti 10 leikina fái hann sénsinn fram á vorið en ef svo mikið sem eitt stig tapast næstu tíu leikina þá viti hann hvar útgöngudyrnar eru…

    Ef liðið tæki nú uppá því að vinn 6-7 leiki í röð núna gæti ég trúað því að við værum komnir vel inní baráttuna en þótt við höfum sigrað Backburn í dag og spilað á köflum ágætlega þá er ég alls ekki búin að sja liðið fara á Reebok og taka 3 stig og hvað þá 3 stig gegn Chelsea þará eftir.

  44. Vissulega góður sigur í dag en með þessu hefur Hodgson ekki keypt sér neinn frest að mínu mati. Ástæðan er einföld; eftir 9 umferðir er Liverpool í 18.sæti, 9 stig og sigrar gegn WBA og Blackburn. Nógu gott? Nei fjandakornið!!

  45. Áfram Liverpool. Ákvað að horfa á þetta og fannst þetta mjög jákvæður leikur.

    (Ætla ekki að koma með fleiri jákvæða spádóma varðandi framhaldið – enda fæ ég bara þumal niður fyrir þá).

  46. Er Kyrgiagos hinn nýji Hyypia? Kemur aldrei í staðinn en hann lítur vel út.
    Torres á ekki skilið neitt niðrandi því það sást í þessum leik hverjum það er að kenna að hann er ekki að skora, Hodgson. Leið og Roy lætur þá sækja þá skorar Torres.
    Greinilegt að sóknaræfingin sem Hodgson sendi Gerrard,Torres,Meireles á þegar Napoli leikurinn var hefur skilað sér, hann hefði samt líka átt að senda Cole með þeim.

  47. Mikið var ánægjulegt að geta notið þess að horfa á 90 mínútur af Liverpool fótbolta. Ég var búinn að gleyma því hvað það getur verið skemmtilegt.

    Eini gallinn við daginn í dag var að við náðum ekki að skora fleiri mörk. Það sem gladdi mig sérstaklega mikið var að sjá miðju, sem virkaði hjá liðinu. Lucas – Mereiles – Gerrard er klárlega okkar sterkasta miðja.

  48. Ég biðst hér með afsökunar á mjög njarðarlegum brandara í hálfleik á pöbbnum. Það fyrsta sem mér datt í hug var “talk about restarting the computer”. Það var bara allt annað að sjá liðið.

    Svo vil ég líka segja að Soto er Liverpool leikmaður. Þið vitið hvað ég meina.

  49. Þetta er bara byrjunin á glæstum ferli Roy vinar okkar Hodgson. Sé fyrir mér að hann verði maðurinn sem reisir liðið við eftir að vísu frekar slappa byrjun. Sé jafnvel fyrir mér að reist verði stytta af kallinum í Liverpool.

  50. Hérna má sjá viðtalið við Hodgson eftir leikinn.
    http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/9122546.stm
    En já þetta var ótrúlegur léttir að loksins ná sigri og loksins náði Torres að skora mark og það hefur örugglega tekið mikið á hann að hafa ekki skorað í 2 mánuði enda held ég að hann hafi aldrei lent í svona markaþurrð en vonandi er henni lokið með þessum leik og hann fari nú að drita inn mörkunum því þá förum við að klifra upp töfluna. Það eru ekki nema 8 stig í 2 sætið og ef að liðið myndi nú komast á smá skrið þá tekur ætti nú ekki að taka langan tíma að komast allavega í 4 sætið.
    Þetta lið á svo ótrúlega mikið inni og þegar að þetta smellur saman hvort sem það verður undir stjórn Hodgson eða einhvers annars þá verður loksins skemmtilegt að fylgjast aftur með liðinu.
    Mér finnst þessi hópur bara alls ekki slæmur og ætti léttilega að ná að berjast um þetta 3-4 sæti þegar það kemur uppúr þessum djúpa öldudal.

  51. Fengið af Twitter (http://twitter.com/#!/SiClancy): “Rumours doing the rounds that the players demanded a meeting with Roy yesterday and requested a change of direction tactically. Makes sense”

    Öllu jákvæðari uppreisnartaktík hjá leikmönnum en að neita að spila (ef satt er).

  52. Það sem skiptir mestu máli er að í fyrsta sinn í langan tíma var gaman að horfa á liðið spila. Ég skemmti mér í dag!

  53. Staða Roy Hodgson er mjög líklega tryggð með þessum sigri. Reyndar fannst mér lið Blackburn afspyrnuslakt.

  54. Ég er ekki hámenntaður knattspyrnustjóri, en mér hefur fundist hápressuvörnin alltaf virkað langbest. En það er bara svo sjaldan sem hún hefur sést. Með þennan mannskap á hún alltaf að vera notuð en ekki bara í 2-0 stöðu sbr. everton og scum.utd. Benitez vissi af henni og rúllaði upp scum.utd or Real madrid 4-1 bara með því að kæfa spil andstæðingana áður en það kæmi of nálægt okkar marki. Ég er ánægður með að Royson hafi áttað sig á því að það er ekki góð uppskrift að sigri að sitja og leyfa andstæðingunum að koma á sig, þó svo að liðið hafi farið í þann pakka eftir seinna markið í dag… vildi sjá þá halda áfram og valta yfir slakt Blackburn liðið.
    En ánægðu engu að síður og vona bara að við fáum framhald á þessu.

  55. Burt séð frá því hvernig Hodgson er að standa sig með liðið þá er hann bara búinn að skjóta sig svo í fótinn í viðtölum að ég á aldrei eftir að geta sætt mig almennilega við hann. Hann er einfaldlega ekki með rétt hugarfar.

  56. Ef að það er eitthvað til í þessu Twitter kjaftæði um að leikmenn hafi heimtað breytingu á taktík sanni að Roy er svo langt frá því að vera rétti stjórinn fyrir LFC. Hugmyndasnauður og úreltur stjóri.

    Ég er búinn að bölva Maxi mikið undanfarið. Er manngreyið ekki í alltof varnarsinnuðu hlutverki? Kannski heldur maður að allt sé að fara að gerast núna hjá okkur. Kannski ætti maður að róa sig eftir sigurinn(Fallbaráttusigur!!!!!!!)

    Allavega gott að sjá menn með lífsmarki inná vellinum 🙂

  57. SHIT pælið í því ef Sami Hyipia væri ennþá hjá okkur og hann og Kyrgiagos væru saman inná þá væru hornspyrnur bara eins og víti fyrir okkur ef ekki bara hættulegri !!!!!!!!!

  58. FR’ABÆR SIGUR:

    BURT MEÐ HOGDSON STRAX!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  59. Hyypia og Kyrgiakos væru án efa flottir saman í sókninni en veit ekki alveg hvernig þeir myndu funkera saman í miðverðinum. Það sem vantar hins vegar klárlega hjá Liverpool er leiðtogi í vörnina en frá því að Hyypia yfirgaf leiksviðið þá hefur varnarleikur liðsins veikst til muna. Það sést best á framistöðu Carragher sem datt niður um einn eða tvo klassa við brotthvarf Hyypia.

    Annars var þetta fínn leikur í dag og í fyrsta sinn í marga mánuði sem ég hefði gaman af því að horfa á leik liðsins. Ef þetta er það sem koma skal þá verð ég ánægður. Hodgson létti aðeins á pressunni með þessum sigri en leikurinn á móti Bolton verður stórt próf fyrir hann. Mun hann leggja leikinn upp með svipuðum hætti þ.e. með hápressu eða mun hann detta í gamla farið vegna þess eins að liðið er að spila á útivelli og smella dönsku pulsunni á miðjuna??
    Nú ætti Hodgson að grípa tækifærið og blása til sóknar, hann hefur nákvæmlega engu að tapa. Það hefur sýnt sig að það hentar Liverpool ekki að liggja aftarlega heldur spilar liðið best þegar það pressar andstæðinginn hátt. Þannig nýtast Cole, Gerrard og Torres best. Meira að segja að Maxi datt í gang.

    • Það sem vantar hins vegar klárlega hjá Liverpool er leiðtogi í vörnina en frá því að Hyypia yfirgaf leiksviðið þá hefur varnarleikur liðsins veikst til muna. Það sést best á framistöðu Carragher sem datt niður um einn eða tvo klassa við brotthvarf Hyypia.

    Amen, það hefur ekki nærri því tekist að fylla skarð Sami Hyypia í vörninni og það ætti að vera mjög fljótlega á dagskrá að reyna að finna nýjan miðvörð til að spila við hliðina á Agger í vörninni. Skrtel er ekki sá maður og Carragher er ekkert að fara mynda neitt miðvarðarpar hjá Liverpool mikið lengur en þetta tímabil. Hann hefur líka sárlega saknað Hyypia. Við vorum í basli með þessa stöðu í áratug áður en Sami Hyypia kom til liðsins og ég vona að það sé ekki svo langt í næsta miðvarðarpar hjá okkur.

  60. Góður sigur hjá okkar mönnum, algjör óþarfi að leyfa B´burn að komast inn í leikinn með “sjokkerandi” varnarmennsku. Carra var á jogginu með Diouf, spáði ekkert í því hvað hann var að gera og gleymdi sér í að horfa á manninn með boltann á meðan Skrtel var að hugsa um eitthvað allt allt allt annað. Ég vil ekki vera of neikvæður stuttu eftir fínan leik því held ég að ég segji ekki fleiri orð um hann blessaða Skrtel okkar, sendingin hans aftur á Reina stuttu seinna er lýsandi fyrir leik hans undanfarin misseri.

    Loksins loksins vorum við að pressa, loksins loksins sóttum við til sigurs. Hefðum átt skilið að vinna mun stærra en raun bar vitni.

    Ég verð ALDREI þreyttur á að vinna kærustuna hans Sir Alex Fergusons, Big Sam.

    YNWA

  61. Æi hvað ég vona að þetta sé byrjunin á góðu tímabili okkar manna.

    When you walk through a storm. hold your head up high. And don’t be afraid of the dark. At the end of a storm is a golden sky…

    Stefnan er sett hátt… ætla samt ekki að vera of bjartsýnn 😀

  62. Þar sem það er í tízku að vilja Hodgson burt þá ætla ég að lýsa yfir stuðningi við hann. Erfið byrjun, en hann snýr þessu við sjáiði bara til…

  63. Flottur leikur í dag. Var sérstaklega ánægður með miðjuna okkar. Þessi sigur getur vonandi kveikt í liðinu.

    En munum að þótt liðið sé í fallsæti eftir leiki helgarinnar þá eru aðeins 3 stig í sjöunda sætið í deildinni.

  64. Flott að einhverjir hafa trú á kallinum eftir sigur á mjög svo slöku Blackburn liði, sem að spilaði þennan líka flotta wOY-bolta.

    Ég er ekki alveg jafn bjartsýnn og þú og treysti honum enganvegin til að stjórna þessum klúbb.

  65. Frábær leikur og allt annað að sjá til liðsins þó enn meigi gera betur. Ef við spilum svona næstu vikurnar færumst við hratt upp töfluna þó að við getum sennilega gleymt okkar markmiðum fyrir tímabilið. Tel samt klárlega að Hodgson kallinn þurfi að fara sem fyrst. Maðurinn segir í bbc viðtalinu að fyrir leikinn hafi liðið aðeins tekið 8 stig úr 6 leikjum… en eins og við vitum var þetta öfugt, 6 stig eftir 8 leiki.

  66. strákar og stelpur, comon 2tveir sigrar í röð og við erum í 4sæti, slakið aðeins á.

  67. að láta liðið bakka svona mikið eftir 15min. er alveg óþolandi, við áttum allan leikinn enn bökkuðum, hvað er í gangi , það er bara Hodgson , reyna að hafa öruggan sigur . Hann er vonlaus þjálfari. og basta.

  68. Gaui Berta, liðið fór nú ekki að draga sig aftar á völlinn í gær fyrr en það voru svona 20 mínútur eftir. Ég held að það hafi einfaldlega verið út af líkamsástandi – það er nær ómögulegt að halda uppi svona brjálaðri pressu í 90 mínútur. Liðið pressaði Blackburn-liðið stórkostlega vel í 65-70 mínútur í gær, duttu svo aðeins aftar á völlinn og lokuðu dæminu. Það er í góðu lagi mín vegna.

    Annars er ansi sterkur orðrómur í gangi um að ákveðnir leikmenn aðalliðsins hafi fundað með Roy Hodgson fyrir helgina og beðið hann um tækifæri til að sýna honum að pressuboltinn geti virkað. Slúðrið segir að það sé að frumkvæði leikmannanna sem liðið spilaði svona í gær, ekki vegna Hodgson. Þetta er auðvitað bara slúður og svona 95% líkur á að það sé kjaftæði, en hvort sem Hodgson átti hugmyndina að pressuboltanum eða ekki ætla ég að vona að hann hafi séð svart á hvítu í gær að þetta virkar og hann verður að halda þessu áfram ef hann ætlar að fara að vinna leiki reglulega með þessu liði.

  69. Það eru margir sem segja þennan sigur á lélegu liði ekkert marktækann en það er eimmitt búið að vera vandamálið hjá Liv, í mörg ár, tapa eða jafntefli við litlu liðin en staðið sig ágætlega við þau stóru. Svo að ég er ágætlega hress með sigurinn í gær. Þegar að við lentum í 2 sæti á næstsíðustu leiktíð þá var Liv einmitt að strögla með litlu liðin og við mistum af 1 sætinu og hvað er m u að gera á móti Stoke er það ekki lítið lið. Ef R H heldur svona áfram með liðið að láta það pressa og gera eins og í gær þá má hann vera áfram. Koma SVO LIVERPOOL.

  70. Hodson er samt aldrei maðurinn til að taka okkur upp að næsta skrefi… allt annað en 4 sæti er ósættanlegur árangur í ár hjá liverpool. Ég veit að þetta verður erfitt en þetta er alls ekki einhver fjarlægður draumur. Ef allir leikmenn liverpool leggja sig 110prósent í hvern einasta leik er allt hægt. En það þarf mann í brunna með pung, hefði vilja hann segja eftir leikinn ,,jú ánægður með 3stig en við verðum að nýta færin betur, ef við ætlum okkur eitthvað í vetur og vörnin verður að laga svona aula mistök.,, Það má ekki gleyma því þótt okkar menn spiluðu vel var þetta blackburn á heimavelli og við vinnum með einu marki. Hodson er fínn karl en bara þetta starf er honum bara ofvaxið. Vill sjá þjálfara sem þorir að láta menn heyra það ef menn eru að spila undir pari.

    Hodson burt og Van Gaal, Hiddink eða jafnvel Martin o’nell(hef miklar mætur á honum ólík mörgum og ég bakka ekkert með það) í staðinn

  71. Misvísandi fréttir að utan í dag. Þessi frétt: http://www.nesn.com/2010/10/roy-hodgson-given-60-million-war-chest-ashley-young-diego-forlan-on-radar.html er á heimasíðu NESN.com þar sem segir að Hodgson fái 30 milljónir til að eyða í janúar og aðrar 30 í sumar. Svo sjást tweet um að King Kenny muni sjá um að njósna um leikmenn til að versla í janúar. Næstu dagar verða jafnvel enn erfiðari en eigendaskiptin.

    P.s. Hrós á ykkur aðstandendur Kop.is fyrir að standa vaktina eins og þið hafið gert undanfarnar vikur, mánuði og ár. Hef unnið markvisst að því að láta fótboltann ekki hafa jafnmikil áhrif á sálarlífið og fyrri ár og hefur þessi síða heldur betur reynst ágætlega sem áfallahjálp síðustu vikur 🙂

  72. Eg er reyndar anaegdur ef Kongurinn er ad njosna um leikmenn fyrir okkur. Hann hefur mjog gott auga fyrir talent, og aetti ad geta hjalpad mikid til vid ad velja retta menn i rettar stodur ef hann faer einhverju radid.

  73. Hodgson hefur beðið stuðningsmenn Liverpool FC afsökunar á því að liðið hafi sýn af sér sóknarleik í gær:

    “I apologize to all the fans for yesterday’s performance. It was not my idea of a football match and the players did not play like I told them to. Way too many times we we’re attacking and rushing forward. Please accept my sincere apology, this wont happen again”

    Hann var þó greinilega sáttur við stigin 3, enda aðeins stefnt á 1 stig fyrir leik, enda um leik að ræða á erfiðum heimavelli.

    “Good points on a difficult homeground” (copyright, BB King)

  74. seigiði mér var kenny ekki eitthvað slæmur í því að kaupa leykmenn ???
    fynnst eins og ég hafi lesið það eitthverstaðar
    ég var bara ekki byrjaður að horfa á fótbolta þegar han var stjóri

  75. Dabbi held að þú þurfir nú aðeins að uppfæra kunnáttu þína varðandi sögu Liverpool. Kenny var einn af farsælustu þjálfurum Liverpool og hann keypti marga leikmenn sem eru enn í dag í hávegum hafðir. Sem dæmi John Barnes, Peter Beardsley, John Aldridge, Steve Staunton svona til að nefna nokkra, Hann keypti líka Rush aftur til baka fyrir met verð.

    En ég get ómögulega skilið menn sem óska þess að Liverpool tapi til að Hodgson verði látin fara. Ég held með Liverpool og vonast því alltaf eftir því að þeir vinni. Ef Hodgson nær að gera Liverpool að meisturum þá er það bara frábært. Ekki það að ég vilji ekki fá hann burt mér finnst bara svo fáránlegt að óska þess að liðið mans tapi bara af því að manni er ílla við þjálfaran.

    Sá ekki leikinn en rosalega ánægulegt að ná loksins að vinna leik.

  76. Maður er orðinn drulluþreyttur á þessu endarlausa væli um að reka Hodgson,hann er okkar stjóri og maður verður bara að sætta sig við hvort manni líkar það eða ekki…og annað…Carragher er búinn að gera 7 sjálfsmörk á sýnum ferli,og er í 2 sæti yfir flest skoruð sjálfsmörk…mér finnst nú einum of mikið hjá Herra Liverpool 🙂

  77. Auðunn, ég man ekki eftir að hafa séð marga vonast til þess að Liverpool myndi tapa en það voru aftur á móti nokkrir sem höfðu ekki trú á því að liðið gæti unnið.
    Ég held að allir hérna vilji nú fyrst og fremst sjá árangur hjá liðinu hver svo sem stjórnar því.

  78. Sælir félagar.

    Vil byrja á að hrósa ykkur fyrir góða síðu en ég er tíður gestur hér þrátt fyrir að vera stuðningsmaður erkifjenda ykkar í Manchester United. Ástæðan fyrir því að ég kem oft hingað er sú að hér fer fram þroskuð og skemmtileg umræða um fótbolta. Vildi svo sannarlega að sambærileg íslensk síða vær til fyrir okkur United menn.

    En ég ætlaði að forvitnast um eitt mál. Ég er að fara á leik Man Utd-Man Shitty helgina 11-14 febrúar og ætlaði að sjá Liverpool-Wigan í sömu ferð. Hvernig er best að nálgast miða á þann leik?

    Bestu kv,

  79. 90: Auðun G

    Takk fyrir þetta !
    ég veit nú samt ýmislegt meðan við að ég hef bara fyglst með Liverpool 3 tímabil þó að ég hafi haldið með þeim síðan að ég fæddist.
    Mér bara mynti að þið hefðuð verið að tala um hérna um daginn að Kenny Daglish hefði verið slæmur í inkaupum og þersvegna spurði ég. leiðinlegt að fá þumla niður bara fyrir að spurja að eitthverju sem maður veit ekki

  80. Ef að NESV menn ætla ekki að setja meira en 60 mills í kaup í heildina á næsta ári er ég ekkert voða bjartsýnn, held því miður að við þurfum talsvert meirs til þess að geta keypt eina 5-6 klassa leikmenn sem okkur vantar…

    • En ég ætlaði að forvitnast um eitt mál. Ég er að fara á leik Manchester United-Man Shitty helgina 11-14 febrúar og ætlaði að sjá Liverpool-Wigan í sömu ferð. Hvernig er best að nálgast miða á þann leik?

    Er ekki sérfróður í þessu en þú getur fengið miða hjá ferðaskrifstofum hér á landi, sjá t.d auglýsingu hér á síðunni. En það er alls ekki gefið og oft bundið við að taka hótel líka.
    En eins og gengið hefur verið núna upp á síðkastið yrði ég ekki hissa ef hægt verður að kaupa miða á vellinum eða með að hringja í ticket office þegar sala á miðum fyrir þennan leik opnar.

    • Ef að NESV menn ætla ekki að setja meira en 60 mills í kaup í heildina á næsta ári er ég ekkert voða bjartsýnn

    Jahh það er skömminni skárra heldur en að koma út í plús sl. 3-4 glugga!! Annars myndi ég taka öllum svona fréttum með miklum fyrirvara.

  81. Ásmundur ég sá alla vega tvo vonanst eftir tapi í umræðum hér á kop.is fyrir Blackburn leikinn og var að vitna í það.

  82. Mancunian (#93) – getur tékkað á Travel2Football.is sem eru auglýsendur hjá okkur. Sérð link á síðuna þeirra efst til hægri á Kop.is.

  83. @ 93.

    Þú getur tékkað á spjallborði liverpool.is. Sett inn fyrirspurn og beðið um að menn sendi þér póst á tiltekið e-mail. Stundum sem menn eiga miða hér á landi en komast ekki út. Svo tek ég undir orð Babu með ferðaskrifstofunar hérna heima, t.d. Vita travel, keypti einu sinni miða hjá þeim.

  84. Umræðan um Dalglish og slæm kaup eiga alveg einhvern rétt á sér.

    Undir lok ferils hans hjá LFC átti hann sérkennilegan kafla þar sem hann keypti snillinga eins og David Speedie, Jimmy Carter, Mark Kennedy og síðan þegar hann var með Newcastle keypti hann Jon Dahl Tomasson, John Barnes og Ian Rush, nokkuð sem gladdi norðausturmenn lítið.

    Svo auðvitað er hann ekki augljóslega tilbúinn til að verða besti stjóri í heimi, en hann er augljós kostur til að koma að málum félagsins vegna fyrri árangurs hjá LFC, þó 20 ár séu síðan. Það er einfaldlega enginn augljós kandídat annar til !!!

  85. Babú það er sko hárrétt hjá þér að 60 milljónir punda eru mun betra en að koma út í plús en eins og verð á leikmönnum eru þessa dagana eru 30 milljónir í hvorum glugga engin rosa peningur ef við miðum við það að Liverpool vanti ja hugsanlega 2 sóknarmenn, hugsanlega 2 kantmenn og klárlega klassa vinstri bakvörð. Ef eitthvað er til í slúðri um Young og Forlan þá væru 30-40 mills farnar þar og engin svaka afgangur eftir til þess að spreða. Vona þó að kallinn fengi líka peninga fyrir sölur og hann ætti þá líklega einar 20 milljónir í viðbót með sölu á Aquilani og Babel en mér finnst þurfa hærri upphæð en þessar 60 milljónir, það er kannski bara mitt mat en stend þó við það.

    Ef þessir menn eru komnir til þess að vinna þá einfaldlega kostar það peninga og þeir verða fljótir að komast að þeirri staðreynd.

  86. Viðar Skjóldal… 30-40 mills fyrir Forlan og Young ?

    Forlan er 31 ára , Young á 18 mánuði eftir af samningi sínum og hefur slitið samningaviðræðum við AV. Að borga slíkar upphæðir fyrir þessa tvo leikmenn færu í sögubækurnar fyrir einstaklega léleg viðskipti m.tt verðs.

    30mp fyrir sölur eru bara ekkert svo slæmt, það er ekki eitt lið í EPL utan City og Chelsea sem hafa eitt slíkum fjáhæðum í einum leikmannaglugga (nettó) síðustu 2-4 glugga.

    Ég held að við getum ekki búist við að NESV sé að fara dæla peningum í félagið eins og engin sé morgundagurinn. Þeir gera sér vonandi grein fyrir að það þarf að styrkja liðið í mörgum stöðum á vellinum, en ég stór efast um að þeir séu að fara að henda 40mp+ í hverjum glugga.

  87. @ #93: Ég er að fara á Liverpool Vs chelsea núna 6.nóv, en ferðin er í rauninni bara á manutd vs Wolves sem er daginn áður. En já við töluðum bara við þá hjá ferðaskrifstofunni sem er með þessa ferð til að geta fengið miða á Liverpool leikinn líka. Förum semsagt á wolves leikinn á old trafford 5.nov og svo daginn eftir förum við bara með lest yfir til Liverpool á þann leik og til baka eftir leikinn á hótelið sem gist er á í manchester borg. Ferða skrifstofan er Vita ( http://www.vita.is )

  88. Já maður verður líka að treysta því að tekjur af sölu leikmanna renni óskiptar í sjóð til leikmannakaupa. Ef svo er held ég að það sé óþarfi að panikera yfir því hvort Fernando Torres veri eða fari fyrir sirka 60 milljónir punda.

    Sala á Aquilani og Babel gæti gefið okkur 20m til viðbótar. Auk þess gætum við losað okkur við Poulsen og ef einhver hefur áhuga á að borga 17m punda fyrir Glenn Johnson, þá ætti umsvifalaust að taka því.

    Svo það ætti að vera til peningur til að kaupa nokkuð öfluga leikmenn í janúar.

  89. Ég var einn þeirra sem óskaði eftir tapi í gær í upphitun. Auðvitað vonaðist ég svo eftir almennilegum leik þegar ég horfði á leikinn og fagnaði mörkunum enda orðið sjaldgæft að geta það. Ef Hodgson getur komið liðinu upp á lagið með að spila svona og vinna fullt af leikjum þá verð ég ánægður og hætti við að vilja láta reka hann. Hins vegar hef ég ekki mikla trú á því að það gerist og því fyrr sem hann fer því betra. Því væru nokkrir sigrar á næstunni einungis til að hægja á því að liðið gæti farið að spyrna sér í botninn og þar af leiðandi þurfum við töp til að hann fari. Við getum orðað þetta þannig að ef hann vinnur 3 leiki og fær tímabilið í kjölfarið og næði síðan 12. sæti væri mun betra ef hann tapaði þessum þremur, yrði rekinn strax og nýr þjálfari næði 7. sæti.

  90. það á ekki að vona eftir tapi sama hver stjórnar liðinu……hodgson er ekki rétti maðurinn…. ok… menn í stjórninni hljóta að sjá það hvort það borgi sig að gambla með viðtöl við nýja stjóra og leggja allt í rúst einsog gerðist með benitez.
    stjórnin hlýtur að vera búin að tala við hodgson og setja honum markmið sem hann VERÐUR að ná……… annars verður að athuga að það verður ekki auðvelt að fá klassa manager ef stjórnin rústar sýnu orðspori á fyrsta mánuði……

    YNWA

  91. Ég hef enga trú áað Woy fái pening til að kaupa leikmenn í janúar.

    ÞAÐ VERÐUR LÖNGU BÚIÐ AÐ REKA HANN ……..

    Þetta eru bisnesskallar og ég trúi því bara ekki að þeir séu tilbúnir að kasta 30.milljónum út um gluggan.

  92. Red till end, not Red till dead, because even after I’m dead, I’ll still be Red.
    áfram Liverpool

  93. Ekki svo slæmt:

    £60Million to spend + sales of players would give us a healthy amount !!
    Sell:
    Aquilani £15m, Babel £8m, Lucas £8m, Agger £8m, Ngog £6m, Poulson £5m, Aurelio £3m El Zhar £1m = £114m

    Buy: Bent £15m, Ashley Young £15m, Mata or Turan £15m, Pavlychenko £10m, Diarra £10m, Coentra £10m, Gary Cahill £10m, Peinaar £4m, Defour £8m, Micah Richards £8m, Phil Jones £5m = £110m

    GK =Reina/ Brad Jones
    RB = Johnson/ Kelly
    LB = Coentrao/ Konchesky
    CB = Carragher/ Cahill/ Kryiakos/ Darby/ Skrtel/ Richards
    RW = Pienaar/ Young/ Kuyt
    LW = Mata or Turan/ Jovanavic/ Cole
    CM = Gerrard/ Spearing/ Meireles/ Diarra/ Defour/
    ST = Torres/ Bent/ Pavlychenko/ Pacheco

    reply.Özil ™ Mon, 10/25/2010 – 17:47. IN:
    Manager: Guus Hiddink or Frank Rijkaard or Kenny Daglish or Martin O’Neill
    LB: Fábio Coentrão or Marcell Jansen or Royston Drenthe
    CB: Gary Cahill or Philippe Mexes
    Wing: Marko Marin or Ashley Young or Juan Mata or Eljero Elia or Ibrahim Affelay or Edin Hazard or Arda Turan or Dimitri Payet
    FW: Fernando Llorente, Mario Gómez, Loic Remy, Luis Suárez, Klaas Jan Huntelaar, Romelu Lukaku or Edin Dzeko or Neymar
    OUT:
    Roy Hodgson
    Fabio Aurelio
    Lucas
    Christian Poulsen
    Milan Jovanovic
    Alberto Aquilani
    Ryan Babel

  94. Ashley Young fer líklega á 15-20 millur, Diego Forlan er 31 árs, sé ekki af hverju Liverpool ætti að vera að eltast við sóknarmann sem á ekkert eftir nema að dala héðan í frá. Líst vel á að fá Young inn og gott mál að punga út kannski 15 mills fyrir hann. Ef það væri hægt að finna decent vinstri bakvörð að auki í janúar glugganum gætum við horft á góða tíma eftir áramót.

  95. ég væri til skoða Fernando Llorente sem backup fyrir Torrres enda svipaðir leikmenn og gegna svipað stöðu spænska liðinu.

  96. Alveg sammala Babu. Um leid og midjan og kantarnir byrja ad pressa hatt og senda decent bolta inn i teig tha litur Torres ut eins og hann a ad ser ad vera. Thad er buid ad fara mikid i taugarnar a mer hversu mikid hann hefur verid gagnryndur, thvi thad er augljost ef madur hefur horft a leiki lidsins i vetur ad thad hefur verid gridarlegt bil a milli annara lidsmann og Torresar. Thad er enginn striker i heiminum sem getur skorad eitthvad med tha thjonustu sem hann hefur fengid i vetur.

    En vonandi lagast thetta nuna ef lidid fer ad pressa hatt og spila soknarbolta.

  97. Skemmtilegt að ræða um möguleg leikmannakaup, skárra en að missa sig yfir stjóranum. Það er auðvitað lítið að marka slúðrið um hverjir séu á leiðinni en sá á fótbolta.net að Schweinsteiger væri orðaður við ManU á meðan Pienaar var orðaður við Liverpool… ekki beint spennandi. Er líka að fíla að Marko Mirin hafi verið orðaður við okkur, stórkostlegur v-kanntmaður þar á ferðinni, 21 árs og verður súperstjarna í réttu liði – ég myndi a.m.k. kaupa hlutabréf í honum ef það væri í boði… Hann er akkúrat leikmaður sem okkur vantar.

  98. Væri vel til í það að fá Afellay, grunar að þegar þessi drengur er kominn til stærra liðs eigi hann eftir að verða þekkt nafn í boltanum og treyjurnar eigi eftir að fjúka út.

  99. Ég væri til í einhverjar a þessum leikmönnum: Xabi Alonso (Spánn), Daniel Alves (Brasilía), Iker Casillas (Spánn), Cristiano Ronaldo (Portúgal), Didier Drogba (Fílabeinsströndin), (Úrúgvæ), Asamoah Gyan (Ghana), Andres Iniesta (Spánn), Julio Cesar (Brasilía), Miroslav Klose (Þýskaland), Philipp Lahm (Þýskaland), Maicon (Brasilía), Lionel Messi (Argentína), Thomas Muller (Þýskaland), Mesut Ozil (Þýskaland), Carles Puyol (Spánn), Arjen Robben (Holland), Bastian Schweinsteiger (Þýskaland), Wesley Sneijder (Holland), David Villa (Spánn), Xavi (Spánn).

    Ef Hodgson kaupir ekki einn af þessum leikmönnum þá á að reka hann.

  100. CM pælingar geta samt verið skemmtilegar. Það er auðvita ekki raunhæft að selja 8 leikmenn og kaupa 11, en það getur verið gaman að velta því fyrir sér hvað NESV ætlar sér í Janúar eða næsta sumar.

    Ég er ekki sammála að það þurfi að selja þorra leikmanna eins og mér finnst á mörgum stuðningsmönnum. Ég vil þó sjá einhverja leikmenn í burtu á borð við:
    Poulsen: Er of gamall og á nákvæmlega enga framtíð hjá liðinu.
    Babel: Var alltaf leikmaður sem ég var viss um að yrði mikilvægur partur af liðinu en hefur nýtt tækifærin illa. Einnig finnst mér að hann hefði átt skilið að fá meiri séns en þetta fór því miður svona. Fá pening fyrir hann meðan við getum.
    Skrtle/Agger: Við höfum bara pláss fyrir annan þeirra í liðinu finnst mér. Kyrgi hefur stolið sæti þeirra að mínu mati. Hvorn við seljum er mats atriði og tel ég að Hodgson velji að selja Agger. Ég er þó ekki sammála honum þar!
    Degen: Hefur ekki fengið mörg tækifæri og hefur að mínu mati staðið sig ágætlega. Hann er þó ekki í þeim klassa sem Liverpool á að vera og finnst mér því fínt að fá einhverja summu fyrir hann sem fyrst.

    Ég er á þeirri skoðun að við séum með fínustu miðju, hún þarf bara að fá smá tíma til að slípast saman. Gerrard, Cole, Meireles, Aquilani og Lucas. Ég er og hef verið stuðningsmaður Aquilani síðan hann kom. Mér fannst hann sína fína takta og vil ekki sjá hann fara. Ég vil ekki annað Keane dæmi þar sem við ætlum að vera það óþolinmóðir að við gefum leikmanni ekki einu sinni heilt tímabil til að sanna sig. Við verðum að muna að Aquilani varð varla leikfær fyrr en seinni part tímabils.

    Ég vil hinsvegar öflugari kantmenn. Ég vil kantmenn sem hafa sprengikraft, tækni og eru flljótir. Alltaf verið hrifin af Arshavin hjá Arsenal og Valencia hjá United. Við vitum alveg hvernig Arshavin hefur farið með Liverpool og Valencia spilaði vel í leiknum gegn Liverpool á Old Trafford á síðasta tímabili. Hann fór því miður oft mjög illa með bakvörð okkar.
    Hvaða leikmaður gæti komið hér er ekki gott að segja. Ég heillast af Juan Mata til dæmis.

    Við þurfum betri sóknarmann sem backup fyrir Torres. Það má þó ekki taka það af Ngog að honum hefur farið gífurlega fram sem leikmanni en persónulega er hann ekki þessi match winner sem Torres er. Ég sé ekki Ngog skora yfir 20 mörk þó svo að hann væri okkar fyrsti striker.
    Hvaða leikmaður gæti komið inn er ekki gott að segja. Hægt að horfa til margra á borð við Edin Dzeko, Luis Suarez, Lisandro Lopez og lengi mætti telja.

    Ég segi það þó enn og aftur! Ég vil ekki marga leikmenn sem kostar 7-8 milljónir punda og enda svo sem Poulsen! Ég vil leikmenn sem geta e-ð! Þó að við kaupum frekar 2 leikmenn fyrir 25-30 í stað 7 leikmanna sem kostar 25-30! Eyðum pening í menn á borð við Torres! Ég skal fórna Poulsen, Jovanovic, Lucas, Degen og Babel fyrir Torres þótt að summan á þessum leikmönnum hafi kostað okkur meiri en Torres!

  101. Sérstaklega skemmtileg Cm pælingin í #111 þar sem gert er ráð fyrir að við getum selt Fabio Aurelio á 3 milljónir punda.

  102. Er eitthvað til í slúðrinu ??? Er Reina að reyna að komast til United ???

  103. reina er núbúinn að skrifa undir 6 ára samning við liverpool og eitthvað segir mér að flestir forráðamenn liverpool myndu dauðir liggja en að selja einn besta markvörð í heim frá sér til erkifjendanna……. því miður og ver fyrir ykkur MW

  104. “er Reina að reyna” hljómar skemmtilega sem orðaleikur en ekkert meira en það.

    Auðvitað á maður aldrei að segja aldrei, en hann má aldrei fara frá Liverpool og allra síst til Man Utd, sorrý MW : )

  105. LOL…já ég er því miður sammála…ansi litlar líkur á þeim viðskiptum…..Samt alltaf gaman hvað gulu pressunni dettur í hug…..

    En hvort viljið þið selja mér Torres eða Reina ????

  106. Af öllu slúðri sem ég hef lesið um ævina held ég að þetta sé það allra fáránlegasta sem þessir blaðamenn hafa búið til.

  107. Mér skilst á pressunni að Utd vanti miðjumann, þar getum við hjálpað ykkur! Hvernig hljómar “reynslubolti úr stærstu deildum evrópu” “fastamaður í landsliði sínu” “sítt hár og ennisband”
    þetta er blanda sem getur hreinlega ekki klikkað og þið fáið hann á gjafaprís! Christian Poulsen til Man Utd. (Staðfest)

    • En hvort viljið þið selja mér Torres eða Reina ????

    Hvorugan, Reina er í raun litlu minna vinsæll heldur en Torres og NESV gæti ekki gert mikið heimskulegri viðskipti en að selja þessa menn til United.

  108. Woy vill örugglega samt halda því opnu að selja Reina til Manchester United…

  109. Þótt Roy Hodgson kunni ekki að svara spurningum um toppleikmenn LFC til Man Utd ættu menn að hafa þetta á hreinu: Heinze hafði áhuga á að komast til Liverpool en þeir seldu hann frekar ódýrar til Spánar en að leyfa honum að koma hingað. Damien Duff hafði áhuga á að koma til Liverpool en Chelsea tóku frekar ódýrara tilboði frá Newcastle en að hleypa honum hingað.

    TOPPLIÐIN SELJA EKKI BESTU LEIKMENN SÍNA TIL ERKIFJENDANNA.

    Það skiptir engu máli hvað Reina vill. Ef hann myndi einhvern tímann heimta að fara frá Liverpool yrði hann seldur til Spánar. Hann fær ekki undir neinum kringumstæðum að fara til Man Utd eða Arsenal eða annarra erkifjenda Liverpool.

    Allt tal um slíkt er bara slúður, bara gula pressan að reyna að auka aðsókn á vefsíður sínar og selja blaðaeintök. Þetta mun aldrei gerast. Hvort sem það er Lampard til Arsenal, Rooney til Chelsea, Reina/Torres til Man Utd eða Fabregas til Liverpool … gleymið því. Mun. Aldrei. Gerast.

  110. Best að bæta því við áður en einhver reynir að halda því fram, að einmitt þess vegna keypti ég aldrei slúðrið um Rooney til Man City. Ef hann hefði gert alvöru úr því að fara frá Man Utd hefði Ferguson aldrei samþykkt hann til City, frekar selt hann á ódýrari díl til Spánar. Alveg sama hvað City buðu hátt, hann hefði aldrei sagt já við því.

  111. Er ekki um að gera að skella inn einni grein um allt slúðrið?

  112. Kristján.

    En með þetta Rooney dæmi, vöru menn ekki að tala um að Rooney hefði geta keypt upp samninginn sinn (talað um 5m punda) og þá hefði Ferguson ekkert geta komið í veg fyrir það að hann færi til City.

    Er ég kannski eitthvað að misskilja þetta.

    En auðvitað samt sammála um það að toppliðin eru aldrei að fara selja leikmenn til erkifjendanna, ef þau geta með einhverju móti komið í veg fyrir það þá gera þau það.

    • Er ekki um að gera að skella inn einni grein um allt slúðrið?

    Nenni lítið að taka mark á slúðrinu sem er í gangi í dag. Skellti því inn opnum þræði og set það í þínar (og annara) hendur að benda á helsta slúðrið. Sniðugt, þannig þarf ég nánast ekkert að gera 🙂

  113. Freysi (#140) – Ef Rooney hefði getað keypt upp samninginn sinn hefði vel getað verið að hann hefði farið til Man City. Ég var hins vegar bara að segja að eins lengi og Man Utd gætu ráðið því myndu þeir aldrei leyfa honum að fara þangað.

  114. Freysi, Rooney hefði bara getað keypt upp samning sinn næsta vor, það eru slatti margir mánuðir í það og væntanlega hefðu þeir selt hann strax í janúar, eða sett hann í djúpfrysti.

  115. Hvernig er með þessi uppkaup á samningi? Er einhver með þær reglur á hreinu og hefur einhver high-profile leikmaður nýtt sér þetta?

  116. Minnir að þetta sé þannig að ef þú ert kominn meira en 3 ár inn í samninginn þinn við félagið (ef þú ert yngri en 28 ára þegar þú skrifar undir), þá getur þú rift samninginum og það eina sem þú þarft að gera er að borga félaginu þínu sem samsvarar launum þínum (sem samningurinn kveður upp á) út samningstímann. Ef þú ert orðinn 28 ára eða eldri, þá styttist þetta í 2 ár inn í samningstímann. Svo verður þú að ég held að láta vita í tíma, þ.e. áður en tímabilið klárast (man ekki hversu löngu áður).

Blackburn í dag – liðið komið

Opinn þráður – slúður?