Liverpool 4 – Steua 1

Eins og menn gátu lesið í athugasemd minni við upphitun Steina var ég ekkert yfir mig spenntur yfir Europa League þetta árið og var því frekar rólegur þegar ég settist niður í kvöld til að fylgjast með fyrsta leiknum í riðlakeppni hennar.

Ég held bara svei mér að eftir kvöldið sé áhuginn töluvert meiri.

Dembum okkur af stað og byrjum á byrjunarliði RH:

Reina

Kelly – Kyrgiakos – Agger – Konchesky

Maxi – Spearing – Meireles – Babel
Cole
N´Gog

**BEKKUR:** Jones, Johnson, Lucas, Carragher, Pacheco, Shelvey, Eccleston.

Enn og aftur lak rétt lið á netið daginn fyrir leik, nokkuð sem pirrar mig talsvert, en skipti þó ekki öllu máli í kvöld. Í liðinu var verið að spila nýjum Púlurum í takt við búninginn (Meireles – Konchesky – Cole), leyfa yngri mönnum (Spearing – Kelly – N’Gog) og “squad-players” (Kyrgiakos – Babel – Maxi) að minna á sig. Reina fyrirliðinn og Agger þeir einu sem mikla reynslu höfðu í liðinu.

Fjörið byrjaði eftir 27 sekúndur þegar varnarmaður gestanna gerði sig sekan um mistök sem hleyptu Joe Cole einum í gegn. Hann kláraði það með miklum stæl, setti boltann stöngin inn í fjærhorn og þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af fyrsta marki sínu fyrir Liverpool Football Club. Það er komið og staðan strax orðin 1-0. Fljótasta Evrópumark í sögu klúbbsins, svona fyrir þá sem vilja halda utan um slíka tölfræði!

Stuttu seinna fékk Kyrgiakos skallafæri upp úr horni og Spearing átti hörkuskot, manni sýndist leikurinn bara að verða slátrun. En á 13.mínútu urðu mistök á miðjunni til þess að Steua vann boltann tiltölulega hátt á vellinum, Spearing náði ekki að loka á sendingu innfyrir þar sem Tanase stakk varnarmennina af og setti hann snyrtilega yfir Reina. Þar með orðið 1-1.

Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks voru gestirnir á köflum sprækari. Playmakerinn þeirra, Bogdan Stancu, var allt í öllu á vellinum en þeir náðu þó ekki að skapa almennileg færi. Ekkert frekar en við sem vorum frekar ragir og jafnt í hálfleik.

Það var alveg ljóst strax í byrjun seinni hálfleiks að stjórinn vildi fá liðið ofar á völlinn og í pressu. Við sóttum af krafti, unnum boltann framarlega og sjálfstraustið jókst.

Við brutum svo ísinn á 54.mínútu. Maxi tók horn frá hægri og smápeðið Sotiris Kyrgiakos var rifinn niður (eða…..) í teignum. Þvílíkt sem það munar nú að hafa “Duffieldinn” inná í hornum og aukaspyrnum – töluvert meiri ógnun en Carragher vinur minn! Dómarinn benti á punktinn, þangað mætti ekki Cole, heldur David N´Gog sem var ansi svalur á punktinum þar sem hann setti markmanninn í rangt horn og kom okkur í 2-1.

Nú hikuðu menn ekki og héldu áfram. Raul Mereiles komst stöðugt meir inn í leikinn, Cole var á fullri ferð um allan völl og bakverðirnir overlöppuðu kantmennina hægri vinstri. Þó gekk illa að skora og það var ekki fyrr en brasilíski snillingurinn Lucas Leiva, þá nýkominn inná sem varamaður fyrir ansi dapran Ryan Babel, klíndi boltann óverjandi í markið af 25 metrum á 81.mínútu og tók gamalkunnugt Luis Garcia style fagn og saug þumalinn. Staðan orðin 3-1 og game over.

Samt ekki alveg því David N’Gogsetti mark sitt nr. 6 í vetur í uppbótartímanum með neglu úr teignum eftir klafs. Öruggur 4-1 sigur staðreynd og rúmlega 25 þúsund áhorfendur fóru flestir glaðir heim.

Þessi leikur nýttist klúbbnum vel held ég. Konchesky og Meireles kláruðu 90 mínútur og það skiptir máli. Konchesky er ekki áberandi en gerir fá mistök og það sást greinilega að Meireles er flinkur fótboltamaður sem á alla möguleika á að bæta liðið okkar töluvert. Þess utan sýndi Kyrgiakos klárlega að hann nýtist okkur í vetur – ekki síst með ógnun í set-piece atriðum og mun fá mínútur og Maxi átti skástu frammistöðu sína í langan tíma. Vonandi bara heldur hann áfram að batna.

Ég var ánægður með Martin Kelly í bakverðinum, framtíðarleikmaður þar á ferð, en Jay Spearing sannfærði mig ekki þó hann hafi bætt sig þegar á leikinn leið. N’Gog sýndi enn að hann er góður að klára færi en er enn slakur að halda boltanum og spila sína menn uppi. Ég var þó afar glaður þegar ég sá að Hodgson hætti við að skipta honum útaf og gaf honum fleiri mínútur á kostnað vonbrigða kvöldsins, Ryan Babel.

Ég ætla að leyfa mér að pirra mig á Babel karlanganum sem var að mínu mati slakasti leikmaður liðsins í kvöld. Hann komst aldrei framhjá bakverðinum sínum, var slakur í pressunni og skilaði litlu sem engu sóknarlega. Ég sé ekki að hann verði áfram í okkar frábæra liði mikið lengur og mér finnst beinlínis út í hött að biðja um að hann fái að spila eitthvað í næsta leik. Menn eiga ekki að fá að spila í treyjunni heilögu sem spila ekki betur en þetta og tilgangslaust að “spila honum í form” takk!

Skiptingarnar fannst mér koma alltof seint og bara hægt að dæma Lucas, sem kom sterkt inná og setti flott mark sem gladdi góðvin hans Steven Gerrard mikið í stúkunni. Vel gert hjá Brassanum sem örugglega verður gagnrýndur samt, þó ekki væri nema bara fyrir brosið og fagnið!

Pacheco og Eccleston komu áræðnir inná en fengu fáranlega lítinn tíma í þessum leik til að sýna sig.

Að lokum val á manni leiksins. Þar ákvað ég að velja Joe Cole sem sýndi svakalega yfirferð, skoraði mark og var mikil ógn allan tímann. Mikið vona ég að hann haldi áfram að skína! Meireles varð í öðru sæti og ég er mjög spenntur að sjá hann í framhaldinu…

Europa League verður vonandi vettvangur fleiri svona leikja þar sem við fáum að sjá aðra leikmenn en oftast spreyta sig.

Næst er það OT á sunnudaginn kl. 12:00. Það er ekki raunhæft að biðja um sigur en mikið langar mig samt!

61 Comments

  1. Við eigum alltaf að biðja um sigur á United að halda öðru fram er vitleysa! Skiptir aldrei máli í þessum leikjum hvernig liðin hafa verið að spila þeir virðast alltaf geta fallið hvoru megin. Fyrir utan það að United eru ekki búnir að vera sýni neitt. Ég ætlast allavega til þess af mínu liði að við förum á OT á sunnudaginn og kafsiglum þessa gammlingja! YNWA

  2. Ég er nú ekki alveg sammala þér með Babel, fannst hann ágætur í þessum leik, sýndi meiri baráttu en oft áður og ágætis spretti af og til. Hins vegar fannst mér Maxi ekki góður í þessum leik, ekki frekar en á móti Birmingham. Annars er ég mjög spenntur Meireles !!

    En skemmtilegur leikur engu að síður og vonandi að við slátrum Manchester United á sunnudaginn sem btw voru mjög daprir á þriðjudag og reyndar um helgina líka.

  3. ósammála gagnrýninni á babel, mér fannst hann pressa mjög vel í leiknum og valda oft usla í vörn andstæðinganna með styrk og hraða og ég er á því að hann eigi að fá fleiri leiki. samkvæmt mínum bókum var samt kelly maður leiksins, gríðarlega efnilegur leikmaður þar á ferð.

  4. Þó ég sé mikill stuðningsmaður Lucasar þá fannst mér skiptingin Babel/Lucas fáránleg. Sem betur fer er ég ekki þjálfari LFC!

  5. Mér fannst liðið miklu líflegra en í síðasta leik á móti Birmingham. Mér fannst menn vera að reyna og oft á tíðum komu góðar syrpur af hnitmiðuðum sendingum og skemmtilegum tilþrifum. Á tíma hélt ég að það væri dagskipun að þriðja hver sending yrði að vera hælsending slík voru tilþrifin.

    Dæmigerður Babel í kvöld og ég held því til streitu að við eigum aldrei eftir að fá neitt meira útúr þessum dreng. Ég held hreinlega að hann hafi ekki hausinn í að verða topp fótboltamaður. Hann er greinilega mjög tænilega flinkur en hann er á stundum latur, heldur ekki stöðu og hann tapar boltanum allt of oft.

    En sennilega besti hálfleikur undir stjórn Hodgson hingað til og það án stóru stjarnanna ! Næst er það svo bara litla liðið frá Mancester sem ætti ekki að vera mikil fyrirstaða fyrir hið stórkostlega Liverpool lið ; )

  6. Flottur leikur hjá okkar mönnum enn bar þess eilítið merki sérstaklega í fyrri hálfleik að nýir menn voru að spila sem og ungir inná milli. Enn þeim óx heldur betur ásmegin í seinni hálfleik og gjörsamlega höfðu tögl og haldir á leiknum og var ég best að seigja kominn samt með eilitlar áhyggjur að við myndum ekki ná 3 markinu og drepa niður leikinn sem svo alltof oft brást síðasta season þar sem við stjórnuðum leikjum enn mistum þá niður í tap eða jafntefli, það voru óþarfa áhyggjur.
    Joe Cole var rafmagnaður í þessum leik og á hann eftir að verða drjúgur í vetur.
    Ég var samt mest spenntur að sjá Meireles og þarna fer fanta góður leikmaður á ferð, duglegur að bjóða sig og það myndast spil í kringum hann og þegar hann er kominn í takt við liðið þá er ég viss um að hann verður mjög spennandi leikmaður fyrir LFC.
    Babel klárlega vonbrigði kvöldsins ekki í fyrsta skipti og alveg með ólíkindum að hann sé ekki að nota sénsana sína betur. Þessi drengur er ekki í lagi andlega það er einsog það vanti alla einbeitningu og áræðni til að standa sig.
    Svo er það bara Trafford á sunnudaginn. Koma svo 🙂

  7. Afleit skýrsla.
    Babel er náttúrulega ekki kantmaður frekar en Ngog er framherji og því ómögulegt að dæma hann útfrá því hvernig hann spilar þessa stöðu, hann var hinsvegar að taka menn á og koma bolta fyrir. Annað en frændi hans Maxi sem því miður hefur ekki hraða eða kænsku til að spila kantmann. Cole minnti mig örlítið á Kuyt í þessum leik. Var út um allt en ekkert að gerast.
    Sú staðreynd að láta Spearing sinna leikstjórnanda hlutverki á miðjunni gerði það að verkum að við vorum að fá lítið út úr miðjunni og spilið byrjaði ekki fyrr en Mereiles kom framar líkt og gerðist í Birmingham leiknum. Nauðsyn þess að hafa sóknarþenkjandi leikstjórnanda sýndi sig i enn eitt skiptið. Menn skulu samt ekki dæma leikinn út frá markastöðunni í lok leiks því Ngog var langt frá því að vera maðurinn sem átti að skora 2 í þessum leik. Vítaspyrnan var góð en hitt markið gerði hann eftir mistök frá sjálfum sér. Restin af leiknum gerði hann bara það sama og venjulega. Spilaði sig rangstæðan, átti slæma fyrstu snertingu og kom sér ekki í færi. Ég kýs Reina mann leiksins líkt og síðasta eitt og hálft árið og Spearing fær hrós fyrir að standast pressuna sem leikstjornandi þó svo að hann hafi ekki sinnt þeirri ábyrgð fyllilega. Kelly var að spila sinn slakasta leik hingað til eftir ansi góða frammistöðu á þeim stutta spilatíma sem hann hefur fengið. Pacheco þarf hinsvegar að fá meiri spilatíma og við verðum að hætta að halda upp á menn eins og Lucas og Ngog. Sammy Lee er að vísu búinn að eyða gífurlegum tíma í að gera þá að knattspyrnumönnum en hann bara verður að játa sig sigraðan. Þeir eru ekki Liverpool menn.
    ég mun væntanlega fá 300 thumbs down þar sem ég er að gagnrýna mennina sem skoruðu en sem áhorfandi verð ég að líta á allan leikinn en ekki bara mörkin.

  8. Ég gleymdi að minnast á að Kyrgiakos átti að fá gult fyrir leikaraskap þegar við fengum víti.

  9. Kennedy – þegar ég verð þunglyndur, má ég fá þig sem sálfræðinginn minn?

  10. Kennedy þú ert svo tæpur og ættir ekki að fá að kalla þig Kennedy 🙁

  11. Nei látið ekki svona strákar, ég kem með jákvæðu hlutina ef Utd. leikurinn spilast gáfulega.

  12. Hvaða leik varst þú að horfa á Maggi ? 😉 Oftast er ég nú sammála þínum pælingum, en common, Babel lélegastur… Sástu ekki Maxi ? Babel átti góða spretti og var skeinuhættur mest allan leikinn… En leikskilningur hans er ekki á top leveli, því miður.. Vantar að sjá þessar loka ( úrslita ) sendingar sem hann fær oft tækifæri til…. Annars fyndið að ég og sessunautar mínir á Kónginum, Grafarholti púuðum allir og blótuðum þegar Lucas kom inná, en þurftum að éta það aldeilis oní okkur stuttu seinna. Frábært mark hjá vonandi frábærum leikmanni 🙂 Vona bara að þetta mark gefi Lucas meira sjálfstraust í sóknarleiknum…..

    Hefði einnig vilja sjá Pacheco fá fleiri mín. Ef ekki núna hvenær þá ? Hvíla þennan Maxi, hann hefur ekkert að gera í deild þeirra bestu ! Fabregas og Rooney fengu sénsinn snemma, Pacheco á það skilið !

    Áfram LFC !!!

  13. Ágætis leikur hjá mörgum af okkar mönnu í kvöld en eftir að sjá liðið sem Hodgson stillti upp í kvöld þá held ég að liðið gegn Man Utd sé nokkurnveginn klárt bara.

    Reina
    Johnson-Carra-Skrtel-Konshesky
    Cole-Lucas-Poulsen-Jovanovich
    Gerrard-Torres

    Þar sem Meireles spilar helling í þessum á leik á kostnað Poulsen og Lucas er mjög líklegt að þeir 2 sem arfaslakir hafa verið í síðustu 2 deildarleikjum fái að spila eina ferðina enn saman á sunnudaginn, held svo að Joe Cole verði settur á vænginn og Gerrard fyrir aftan Torres, Skrtel fær svo að spila áfram með Carra á kostnað Aggers. Ef þetta reynist rétt hjá mér þá verður sókt á sirka 4 mönnum á sunnudag sem er bara alls ekki nógu gott. Væri strax sáttari við þetta ef Gerrard yrði settur á miðjuna í stað Poulsen og N Gog hreinlega settur fram með Torres. En þetta eru bara getgátur og það sem ég tel líklega niðurstöðu fyrir sunnudaginn.

    Mjög svekkjandi að Pacheco fékk ekki meira en 5-6 mín í kvöld, hefði engu máli breytt þó hann hefði fengið allan seinni hálfleikinn því ekki var Maxi vinur okkar að gera mikið frekar en fyrri daginn en sigurinn flottur hjá strákunum í kvöld.

    Sama hvernig liðið verður svo á sunnudaginn þá óskar maður eftir betri spilamennsku heldur en liðið hefur sýnt í deildarleikjunum hingað til og væri óskandi ef Steven nokkur Gerrard færi að minna á sig…

  14. Verð að vera sammála Boga með hann Maxi, hann sást ekki í 93 mín á sunnudag og einnig arfaslakur í kvöld, hann hefur enganveginn smollið inní þetta lið okkar frá því hann kom í janúar þó svo sumir vilji meina annað. Ég man ekki eftir einum góðum spretti frá þessum dreng frá því hann kom, held að menn séu sumir að sjá ofsjónir af því hann kemst í argentínska landsliðið en fyrir Liverpool hefur hann ekkert gert af viti ennþá.

    Veit reyndar ekki hvor var slakari hann eða Babel í kvöld en það breytir engu, voru báðir mjög slakir.

  15. Góð leikskýrsla þótt ég sé ekki sammála með Babel…

    svo er bara að berjarst á sunnudaginn!! það verður spennandi að fá Cole og Meireles inn í aðalliðið og gætu þeir verið algjör vendipunktur í sóknarleik liðsins… en eins gott að einginn af okkar 11 fyrstu meiðist eða fái leikbönn í vetur!

  16. Flottur seinni hálfleikur hjá Liverpool. Ánægður með Martin Kelly og Jay Spearing var mjög góður að mínu mati. N’Gog er einfaldlega stormsenter!

  17. haha ég hló upphátt þegar ég las kommentið hjá Kennedy. Mjög auðvelt að sjá bara neikvæða hluti í leik liðsins ef þú leggur þig svona hart fram við það. Ég er ekki að segja að N´Gog sé heimsklassa framherji, enþá, en ég minnist þess að menn töluðu um hvað Nistelroy var góður af því hann gat verið þannig að hann sást ekki í 89 mínótur í leik en náði samt að gera útaf við leikinn, sama hefur verið sagt um Torres. Ég fíla N´Gog. Hann á bara eftir að verða betri.

  18. lukas er betri að sækja heldur enn að verjast og hann gæti alveg orðið ágætur amc

  19. Böddi kommon. Maðurinn er búinn að skora 2 mörk í tæplega 90 leikjum. Engu að síður gott mark í dag og það fékk mig til að brosa hvað hann var sjálfur himin lifandi með það.

  20. Fáránlegt að sjá að menn eru fljótir að dæma Babel mann sem hefur aldrei á sínum tíma hjá liverpool fengið 3 leiki í röð í byrjunarliði.
    Og þessir sömu menn að lofsama menn eins og Maxi og Lucas sem hafa fengið að spila alltof marga leiki í röð fyrir Liverpool og ekkert sýnt.
    En annars flottur leikur og góður sigur þó fyrri hálfleikur hafi verið frekar ömurlegur að hálfu liverpool.
    Ef Liverpool byrjar með Poulsen og Lucas á miðjunni á móti united þá brjálast ég og þá held ég að vinningslíkur dvíni um svona 80% því miður.

  21. Flottur sigur í kvöld þó að smá pirringur hafi verið kominn í mann eftir að gestirnir komust inní leikinn.
    Joe Cole átti fínan leik eins og Ngog. Ég nenni ekki að fara að tína til það sem var neikvætt í kvöld en ég verð að segja eitt, ég er ekki að fatta þá sem eru að röfla yfir Ngog þessa dagana, hann raðar inn mörkum og þegar upp er staðið er það nákvæmlega það sem hann á að gera. Þarna erum við með 21 árs gamlann strák sem klárar færin sín og er auk þess príðis skallamaður, en það er bara ekki nóg fyrir suma aðdáendur.

    Þessi leikur dugar ekki til þess að ég sé orðinn spenntur fyrir Evrópudeildinni, en fjandinn hafi það ég ætla ekki að standa í því að rífa niður liðið þegar það er að gera vel.

    YNWA!

  22. Þetta var gaman! Mikið var gott að sjá svona mörg mörk í einum leik, held að þetta verði gott boost fyrir okkur í leikinn á old teamford! Og sérstaklega þegar þeim þarna gömlu er ekkert að ganga alltof vel..

    Cole klárlega maður leiksins, hann var gjörsamlega útum allt! Gaman að fylgjast með honum. Líka gaman að sjá Meireles sem á klárlega eftir að vera góður fyrir okkur(tala nú ekki um frábært skot frá honum). Er samt ekki sammála með gagnrýnina á Babel, okei hann var enginn superstar, en fannst hann reyna meira og með skárstu leikjunum hans í mjöög langann tíma. Rétt samt að taka hann útaf, hefði samt viljað fá Pacheco fyrr inn.

  23. Ég sá ekki leikinn en ég verð að segja varðandi N’Gog að þegar framherji setur tvö mörk þá hlýtur að vera erfitt að gagnrýna hann. Mér er alveg sama þó að hann standi og bori í nefið allan leikinn, ef að framherji skýtur upp kollinum á réttri stundu og setur mark þá hefur hann skilað sínu verki. Ég vil engan vinnuhest eða hvað það nú er sem menn eru alltaf að röfla um sem framherja, ég vil bara að hann skori mörk. Punktur og basta.

  24. Veit ekki hvað sumir hérna eru að tala um þegar þeir segja að Cole hafi verið eins og Kuyt?
    Er það jákvætt eða neikvætt? Mér finnst Kuyt oftast nær frábær í sínum kanínuleik og elta hvern einasta helvítis bolta og reynir alltaf að koma honum fyrir markið ef það er hægt. Joe Cole fannst mér setja mjög gott spil og á leik okkar í kvöld , hann var útum allt og var að berjast um hvern einasta bolta, fékk gult spjald reyndar sem var mjög skrítinn dómur.

    Babel- menn að segja að hann sé lélegur? Settu Carrager í hægri vinnstri kannt og sjáðu hvað hann er góður. = Babel er Striker eða þá í holunni… Annars fannst mér Babel vera þokkalegur í þessum leik miða við leikreynsluna sem greyið maðurinn hefur ( Getur ekki peppað mikið uppá egóið hjá þér að spila alltaf 5-15 min í öðrum hverjum leik.

    Maður leiksins að MÍNU mati var Roy Hodgson, fyrir það eitt að þora! Þora að leyfa kjúklingum að spila. Það er einhvað sem Rafa nokkur Benitez hefði ALDREI þorað, hann hefði látið Torres og Gerrard spila þennan leik aðeins útaf því að hann væri hræddur um að tapa…

    😀 You’ll Never Walk Alone!!

  25. Góður sigur. Flottur leikur heilt yfir. 4 mörk, sem gerist ekki oft. Lofar góðu upp á breiddina. En….ég þoli ekki þegar þjálfarar skipta svona SEINT inn á !! Það voru engir aular á bekknum. YNWA

  26. Frábær sigur vonum bara að þessi sigurgleði smitist yfir á man u leikinn!!!

    Go Liverpool!!!

  27. Vanalega hefur mér fundist Babel fínn og Maxi hörmung en í þessum leik þá fannst mér Maxi bara mjög góður. Ég miða það við hvernig Maxi hefur verið að spila undanfarið (nánast frá því hann kom). Varðandi Babel og að hann fá aldrei að sanna sig í meira en 2 leikjum í röð, þá finnst mér hann alltaf bara spila miklu mun betur þegar honum er skipt inn á (með því hugarfari þjálfarans að breyta gangi leiksins). Þegar hann byrjar inn á þá finnst mér hann sjaldnar gefa sig 100%, t.d. í kvöld. Þetta var frábær sigur og það jákvæða var Meireles,Cole, léttleikandi knattspyrna með skemmtilega mikið af hælsendingum og BRILLIANT skiptingar (og ekki skiptingar, Ngog). Mér fannst líka gaman að sjá liðsandann, allir að peppa hvorn annan og pressuöskrið hans RH eftir 2. markið (mætti vera meira af þeim). Mér fannst samt að Ecclestone og Pacheco hefðu mátt koma fyrr inn. Hodgson var greinilega sammála Magga með Maxi og ég líka því hann fékk heiðurskiptingu í lokinn. Það fékk hins vegar Babel ekki.

  28. Já góðan daginn öll!

    Gaman að sjá ólík skoðanaskipti eftir leik gærdagsins og ljóst að ólíkt höfum við séð út úr leiknum!

    Mér fannst þetta SKÁSTI leikur Maxi í langan tíma, hann átti eina og eina fína sendingu og samstarf hans við Kelly var gott, hann leysti inn og Kelly overlappaði frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu því Maxi var alltaf tilbúinn að hjálpa honum varnarlega eða styðja við hlaupið bakvarðarins. Bauð sig stutt og vildi boltann. Hann var enginn snillingur í gær en það skásta lengi voru orðin sem ég notaði og stend við.

    Svo varðandi Babel sem á víst ekki að vera kantmaður heldur senter eða í holunni. Ryan Babel er með gríðarlega slaka móttöku og fyrstu snertingu á boltann. Hann setur hausinn ansi oft niður og hleypur bara beint án þess að líta til hliðanna eða koma öðrum inn i sinn leik. Mér er fullkomlega óskiljanlegt að nokkrum detti í hug að skyndilega verði þessi leikmaður nú 24ra ára allt annað en sá kantstriker sem hann alltaf hefur reynt að vera hjá ÖLLUM sínum liðum og hjá ÖLLUM sínum þjálfurum. Í gær átti hann í það heila tvo góða krossa (annan meira að segja frá hægri), tapaði mörgum boltum og náði lítilli sem engri tengingu við samherja sína, frekar en svo oft áður. Ég man aldrei eftir því að hann hafi komist framhjá varnarmanni.

    Í gær var svo ungur senter að spila sem skoraði tvö mörk og heldur áfram bara nokkru góðum markaskorunarárangri í vetur þó hann hafi ekki brillerað í leiknum. En það er bara til marks um öflugan striker, spila ekki vel og skora tvö er bara flott. Það er full ástæða til að halda áfram að leyfa honum að fá mínútur á meðan svoleiðis er!

    Svo að það er ekki nokkur ástæða til að ýta Babel fram fyrir N’Gog í strikernum. Hodgson er búinn að lýsa því að hann ætlaði að leyfa Babel að fá síðustu 10 í senternum til að prófa og það er bara allt í góðu að reyna að fá eitthvað út úr þessum dreng sem var dýrasti leikmaður Liverpool í gær en sýndi það ekki því miður að mínu viti. Hann er í dag fjarlægur “prófunarmöguleiki” í senter en ætti að fá möguleika í sinni kantstrikerstöðu á næstunni. Ef hann gerir ekki betur en í gær þurfum við miklu betri leikmann. Miklu betri, því kantspil liðsins í gær var borið upp af bakvörðunum.

    Og Maxi er ekki nógu góður heldur en var þó SKÁRRI í gær þar sem hann náði betri samhljóm við liðið sitt.

    En það er þægilegt að vakna upp eftir svo fínan sigurleik og maður leyfir sér að hlakka aðeins til sunnudagsins. Í fyrsta sinn í haust finnst mér ég sjá liðið vera að þróast í jákvæða átt, sem er góð tilfinning.

    Vonum að liðið eigi toppleik á sunnudaginn og hirði þrjú skemmtileg stig!

  29. er ég ekki að fara með rétt um að Lucas spilaði framarlega á miðjunni í Brasilíu og fékk verðlaun þegar hann var í þessari stöðu?

    En ég verð að vera sammála mönnum hér að Babel var bara fínn í þessum leik. Það var kraftur í honum og ákveðni. Ngog getur klárað leiki og er komin með sjálfstraust sem gerir ekkert annað en að hjálpa honum.

    Svo er það bara sunnudagurinn ég vil sjá liðið svona.

                    Reina,
    

    Johnson,Carra,Agger,Konchesky.
    Mereiles, Gerrard.
    Maxi,Cole,Babel
    Torres

  30. æji kom eitthvað svakalega ílla út hjá mér en þið fattið hvað ég er að tala um.

  31. Slappur fyrri hálfleikur en fínn síðari hálfleikur. Babel heldur áfram að eiga slaka leiki þegar hann fær sénsinn. Eina sem ég hefði viljað sjá Hodgson gera öðruvísi var að setja Pacheco fyrr inn á, gefa honum ca. 20-30 mínútur, eða jafnvel láta hann bara byrja á kostnað Maxi.

  32. Jay Spearing er kannski ekki besti fótboltamaðurinn í þessu liði, en mikið er nú óskaplega vinalegt að heyra svona hressan heimamenn tala “Scouse” í viðtölum.

    http://www.telegraph.co.uk/sport/sportvideo/footballvideo/8008091/Liverpool-4-Steaua-Bucharest-1-Jay-Spearing-looking-to-become-regular.html

    Viðurkenni alveg að mig langar mikið til að hann standi upp og verði leikmaður í hæsta gæðaflokki. Allt sem maður les um hann er að þetta sé mikill gæðakarakter sem myndi ganga veröldina á enda fyrir klúbbinn.

    Og þetta tungumál er beinlínis æsandi fallegt!!!

  33. Flottur sigur en ég sá ekki leikinn. Menn virðast ekki sammála með Jay Spearing, hér er hann ekkert spes en á Liv,klubburinn.is er hann valinn maður leiksins en sitt sýnist hverjum. Koma svo á sunnudag kæru liverpool leikmenn.

  34. Held að það sé alveg ljóst að Babel sé ekkert að fara að spila á sunnudaginn. Jovanovic verður á vinstri kanntinum, kuyt hefði verið á hinum kanntinum en þar sem hann er meiddur ætli Maxi fái þá bara tækifærið.
    Gerrard og Poulsen/Lucas á miðjunni, Cole og Torres frammi. Er nokkuð viss um þetta. Trúi ekki að kallinn fari að nota Lucas og Poulsen saman á miðjunni, það væri skelfilegt.

    Þetta verður ansi strembið á móti ManU en það yrði glæsilegt að ná jafntefli á Old Trafford. (Gleymdi gamli rauðnefur að biðja um fyrri leik þessara liða á Anfield eins og vanalega ? )

    En það verður gott að klára þessa törn, Arsenal, ManU, City og Birmingham úti og bara bjart frammundann og kannski hægt að hala inn eitthvað af stigum á næstunni.

  35. Þessi “skásíska” er algerlega æðisleg. Spearing lætur Carra og Gerrard nánast líta út fyrir að tala Oxford ensku 🙂

  36. Kannski svolítið off-topic en þegar ég fer að pæla í leikmönnum Liverpool vs. Manchester þá lítur þetta svona út (fyrir aftan dæmi ég hvor mér finnst betri, gæti samt orðið smá hlutdrægt):
    Ég er að miða við að uppstilling hjá Liverpool sé (af því Man Utd. spilar 4-3-3:
    Reina
    G. Johnson – Carragher – Skrtel – Konchesky
    Poulsen – Gerrard – Lucas
    Cole – Torres – Jovanovic

    Reina – Van der Sar, Reina vinnur þennan slag allan daginn
    Glen Johnson – Gary Neville, persónulega finnst mér Johnson vera miklu betri (samt ekki miðað við frammistöðu hans í síðasta leik), verð samt að gefa Johnson þetta
    Carragher – Rio Ferdinand/J. Evans, þetta finnst mér vera frekar jöfn barátta þannig ég ætla að dæma þetta steindautt jafntefli.
    Skrtel – Vidic, Vidic vinnur þetta allan daginn
    Konchesky – Evra, Evra vinnur þetta
    Poulsen – O’Shea, þetta finnst mér Poulsen taka (ekki samt bestu leikmenn í heimi hérna)
    Gerrard – Scholes, Gerrard tekur þetta
    Lucas – Fletcher, Fletcher tekur þetta (ekki heldur bestu leikmenn í heimi hérna)
    J. Cole – Berbatov, mér finnst J. Cole taka þetta
    Torres – Rooney, þetta er mjög erfitt val og ég get eiginlega ekki valið þar sem báðir þessir leikmenn eiga sína FRÁBÆRU leiki og síðan eiga þeir sína lélegu leiki. Ég verð að dæma þetta jafntefli
    Jovanovic – Nani, Nani tekur þetta

    Og til að taka þetta saman þá (að mínu mati) er staðan 6-5 fyrir Liverpool miðað við þessi tvo byrjunarlið. Ég veit samt ekki hvort ég er að fara fram úr mér með þessum samanburði en þetta er allavega mat mitt á þessu. Ég get ekki skilið afhverju við getum ekki farið fram á sigur hjá Liverpool í þessum leik með þessi tvö byrjunarlið. Ég ætla að gerast svo djarfur og segja að Liverpool taki Manchester United 2-1 eða 3-1, þar sem Manchester kemst yfir. En það er samt alveg á hreinu að leikmenn okkar verða að mætta í þennan leik dýrvitlausir og sýna hvað við getum ef við ætlum okkur sigur.

  37. Reina vs Van der Saar = Reina.
    Johnson vs Neville = Johnson.
    Carra vs Ferdinand = Ferdinand.
    Agger vs Vidic = Vidic.
    Konchesky vs Evra = Evra.
    Maxi vs Nani = Nani.
    Gerrard vs Scholes = Gerrard.
    Mereiles vs Fletcher = Fletcher.
    Jovanovic vs Park = Park.
    J.Cole vs Rooney =Rooney.
    Torres vs Berbatov = Torres.
    Staðan hérna er semsagt 7-4 fyrir Manchester United. Hægt að setja þetta upp á mismunandi hátt. Til dæmis myndi Cole vinna Park eða Nani en ekki Rooney ( Cole myndi samt vinna Rooney ef það væri keppni í skírlífi )

  38. Loftur
    ( Cole myndi samt vinna Rooney ef það væri keppni í skírlífi )

    Nei ég er ekki svo viss um það, Rooney á eftir að þurfa að sofa í gestaherberginu í bráð þannig ég er hræddur um að hann vinni þessa keppni einnig

  39. Maggi segir:
    “Ryan Babel er með gríðarlega slaka móttöku og fyrstu snertingu á boltann. Hann setur hausinn ansi oft niður og hleypur bara beint án þess að líta til hliðanna eða koma öðrum inn i sinn leik […]tapaði mörgum boltum og náði lítilli sem engri tengingu við samherja sína, frekar en svo oft áður. “

    Ég er algjörlega sammála þessu. Það er eins og Babel sé fyrirmunað að nota höfuðið/heilabúið. Það er ekki nóg að geta hlaupið. Hann kemur boltanum sjaldnast á samherja og (sorrí) hefur ekki góða boltatækni eða sendingagetu. Liðið varð mun hættulegra eftir að hann fór út af.

    Og svo segi ég bara, Go Hodgson ! Nota kjúklingana !

  40. Ég var einmitt mjög sammála ensku lýsendunum í útsendingunni sem ég horfði á þegar þeir voru að tala um Ryan Babel, þó að þú sért ekki að spila þína uppáhaldsstöðu þá ertu samt ennþá knattspyrnumaður. Þegar þú stígur yfir línuna inn á völlinn þá ertu kominn með tækifæri til að sýna þig og sanna. Ryan Babel var svo laaaangt frá því að nota tækifærið í gær.

  41. Gott að gefa sem flesstum leikmönnum tækifæri á að spila.
    Góður leikur og sigur!!!!!!!!!!!!!!!

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  42. Aldrei á ævinni lesið annað eins bull og með Ryan Babel. Hann var virkilega sprækur og sérstaklega í ljósi þess hversu lelegu leikformi hann er í. Hann sýndi oft á tíðum frábærar rispur sem er miklu meira en við getum sagt um Jovanovic og Kuyt. Babel er okkar lang besti kantmaður þrátt fyrir að vera framherji. Hann er samt auðvitað ekki í neinu leikformi en Babel í leikformi er mjög góður leikmaður. Svo líka er hugafarið hans orðið mjög gott eftir að hann var að væla um að komast frá okkur fyrir 2 seasonum. Hann er ekki búinn að tala um annað en að komast í liðið bara með því að leggja hart á sig og að liverpool stuðningsmenn séu ekkert nema bestu stuðningsmenn heims. Mér fannst hann einnig sýna mikla baráttu í þessum leik og vilja til að vinna, óhræddur. Hann fær fáránlega lítinn séns og það verður alltaf fáránlegra og fáránlegra því við erum ekkert með frábæra kantmenn.

    Annars er ég sammála að meireles sýndi að þar höfum við fjárfest í góðum leikmanni sem getur gert vel fyrir liðið og að Joe Cole hafi verið maður leiksins. Vonandi skorar hann lika á moti ManUtd og vonandi spilum við með gerrard og meireles saman fyrir aftan hann í þeim leik!

  43. Liðið fínt í heild sinni í gær.

    Verð samt að segja að mér fannst Jay Spearing vera afburða maður í gær, og þá sérstaklega í fyrrihálfleik.
    Hann var með þetta Macherano mentality þegar það kom að tæklingum og vinnslu á miðjunni, en hann er með MIKLU betri sendingargetu en Mach.
    MJÖG ánægður með Jay í þessum leik.
    Vonandi er hann tilbúinn til þess að stíga upp á þessu tímabili og vera solid fyrir liðið.

    YNWA

  44. Já, verð að taka algjörlega undir með Magga hérna, sér í lagi varðandi Babel karl angann. Segið þið mér eitt, af hverju er alltaf verið að klifa á því að hans besta staða sé “Striker eða þá í holunni”? Eins og Maggi segir réttilega hérna í kommenti að ofan, þá hefur Babel ALLANN sinn feril verið þarna vinstra megin og þá oftast í leikkerfinu 4-3-3 eða 4-2-3-1. Hann spilaði þarna vinstra megin með Ajax, og varð til þess að við keyptum hann, hann hefur spilað þessa stöðu með Hollandi, og hann hefur spilað þessa sömu stöðu hjá Liverpool. Hjá Ajax og Hollandi hefur hann líka spilað sem kantmaður í 4-4-2 kerfi. Hvar menn finna það út að hann sé striker, eða “í holunni” er mér bara fyrirmunað að skilja, sorry. Er það bara út af því að hann hefur sagt að honum LANGI helst að spila þar?

  45. RH ætlaði að láta Babel spila sem striker síðasta korterið. Þar sem hann var farinn að fá smá krampa þá var hann tekinn út í staðinn fyrir Ngog. [viðtal við RH, hægt að nálgast í tengli við komment #38]

    Greinilegt að RH vill gefa Babel tækifæri á að vera uppi hvort sem menn skilja það eða ekki 🙂

  46. Ég er einn af þeim sem hef haft trú á Babel og fannst Benitez alltaf vondi kallinn í samskiptum þeirra.

    Í dag er að renna upp fyrir mér að Babel er e.t.v. ekki eins efnilegur/góður og menn vilja vera láta. Helsta vandamál hans er hversu hrikalega óstöðugur hann er. Vissulega geta menn deilt um að hann hafi aldrei fengið tækifæri til þess en ég tel samt að hann væri orðinn fastamaður ef hann myndi sýna að hann hefði það sem þyrfti. Það hefur sýnt sig að menn geta verið ótrúlega hæfileikaríkir, teknískir, góðir skotmenn o.s.frv. en því miður dugar það ekki til þess að komast á næsta level, einfaldlega vegna þess að hausinn er ekki í lagi.
    Því miður sýnist Babel ekki hafa það sem þarf til þess að meika það all the way. Hann er og verður fínn squad leikmaður en fastamaður verður hann líklega aldrei úr þessu hjá Liverpool.

  47. 45

    Rólegur félagi. Þú segir Reina > VDS og Gerrard > Scholes. Eru Reina og Gerrard búnir að vera svona svakalega góðir upp á síðustu misseri ? Ertu nú alveg viss um það ?

  48. Ég sá nú bara 30 síðustu mínúturnar, sem voru ansi hressandi eftir tap KR-inga í gær. Ég held að menn megi nú ekkert missa legvatnið yfir þessum leik. Andstæðingurinn var líklega með því slakara sem við eigum eftir að sjá í vetur og það má gera ráð fyrir því að bæði Utrecht og Napoli verði fyrir ofan Steua.

    Það breytir því ekki að nokkrir leikmenn spjöruðu sig í vel og það er alveg sjálfsagt að tala um það sem vel er gert. Meireles, Cole og N´Gog verða okkur mikil styrking í vetur frá því í fyrra. N’Gog hefur bætt sig mikið og er orðinn mjög deadly í teignum, einnar snertingar striker þótt hann sé ekki enn orðinn senter sem tekur menn á og tekur þátt í spili.

    Meireles og Cole eru einfaldlega gæðaleikmenn sem verða að spila flesta leiki liðsins. Ég verð mjög ósáttur við Hodgson ef þeir verða ekki báðir í byrjunarliðinu á sunnudaginn þótt ég geri ekki sérstaklega ráð fyrir því.

    Vandamálin, eins og margir hafa komið inn á, eru helst kantarnir núna. Maxi nær sér ekki á strik þessar vikurnar og Babel verður bráðum búinn með alla sénsa. Ég meina, af hverju fær gaurinn krampa og þarf skiptingu á 70. mínútu? Það er ekki eins og hann sé í hlaupadjobbunum á miðjunni. Hann er að renna út á tíma og Hodgson hefur kannski 2-3 aðra leiki til að spila honum í Europa League og hann þarf einfaldlega að spila betur til að sanna eitthvað fyrir Hodgson.

    Vörnin þurfti lítið að gera en hún er reyndar líka ágætis áhyggjuefni.

  49. Babel fór útaf á 79.mín skv Player Statistics á LFC.tv, ekki þeirri 70.mín eins og getið var hér að ofan.

    Babel hefur spilað 18mín í deildinni sem skiptimaður í tveimur leikjum. Kemur inn sem varamaður á móti City á 78.mín og á móti WBA á 89.mín, bæði skiptin fyrir Torres. Í Europa League hefur hann spilað 79mín. Þetta gera samtals 97.mín.

    Ég er á því að hann þarf leikæfingu, hef alltaf verið að biða eftir því að hann fari að blómstra. Aldrei fundist hann fengið þá leiki sem hann á skilið. Í deildinni í fyrra fékk hann mjög fáa heila leiki, yfirleitt verið notaður sem skiptimaður, hvort það sé þá útaf eða inná.

    Twitter@@RyanBabel -> Not satisfied yet .. But I’m getting there ..

  50. ég skil ekki þetta með babel mér fannst hann mjög góður í gær…maxi hinsvegar er alveg sorglegor

  51. Mer fannst Babel syna goda barattu, kom vel aftur og var spraekur. Maxi var hins vegar frekar slakur, man ekki eftir einum krossi fra honum allan leikinn fyrir utan hornspyrnur. Hann a klarlega ad fara ad hugsa sinn gang. Skodid recordid hans a Spani, skorar reglulega fyrir sin lid en hja LFC er hann sjaldan liklegur. Personulega finnst mer hann ekki spila eins og kantmadur heldur frekar midjumadur eins og med Argentinu. Spearing og Konchesky voru einnig ekkert til ad hropa hurra fyrir.

  52. Hendi fram sleggju, Jay Spearing er eitt það slakasta sem Liverpool Akademían hefur getið af sér. Sjaldan verið jafn pirraður á einum leikmanni.

    Lucas má svo eiga það að hann er mun betri en margir halda. Fannst þegar hann kom inná koma með ró í spilið á miðjunni og virkaði 10x betri leikmaður en Spearing (ekki erfitt).

    Vonbrigði leiksins voru samt Raul Meireles. Fannst hann einhvern veginn aldrei komast í takt við leikinn. Fannst mjög skrýtið að Spearing var fenginn til þess að sækja og fá boltann á miðjunni í staðinn fyrir Raul sem er mun öruggari á boltann. Væri til í að sjá Raul-Lucas miðju á móti Man Utd.

    Ngog sýndi að hann er búinn að bæta sig um amk einn klassa frá síðasta ári, virkar beittur og það er ekki að skemma fyrir honum líkamlegi styrkurinn sem hann hefur augljóslega unnið í í sumar.

  53. Eg hef akkurat ekkert gott um Babel ad segja en Ngog er aftur a moti godur framherji ef vid gefum honum tækifæri til ad syna sig. Afhverju i andskotanum var reynt ad kaupa Carlton Cole tegar vid erum med eins leikmann i Ngog!! Enn og aftur er lidid ad syna thorfina fyrir alvoru kantmenn en vid vorum skarri en gegn Bham med Cole stjornandi gangi leiksins. Eg legg til ad Babel verdi seldur i januar og Ashley Young verdi keyptur asamt Agbonlahor.

Byrjunarliðið komið

Man U á sunnudaginn