Liverpool 1 – Trabzonspor 0

Evrópudeildarleikur á Anfield, sem mér fannst nú bara líta út lengstum eins og æfingaleikur þar sem ýmislegt var prófað!

Byrjum á byrjunarliðinur

Reina

Kelly – Carragher – Kyrgiakos – Aurelio

Maxi – Lucas – Poulsen – Jovanovic
Joe Cole
Babel

Bekkur: Cavalieri, Torres, Wilson, Ngog, Spearing, Skrtel, Pacheco.

Semsagt, fyrstu mínútur Aurelio, Poulsen og Babel, Maxi í fyrsta sinn í byrjunarliði. Gerrard, Kuyt og Skrtel bara fjarlægðir úr hóp og enn sáum við ekki Aquilani.

Fyrri hálfleikinn ætla ég að fá að afgreiða snöggt. Varið var frá Kyrgiakos eftir horn á 4.mínútu og síðan í uppbótartíma kom eina markverða þess hálfleiks. Liverpool vann boltann við miðju, hann barst á Joe Cole sem var fljótur að sjá flott hlaup hjá Ryan Babel sem slapp í gegn og setti boltann fallega í fjærhornið frá vítateigslínu. Vel afgreitt hjá Babel-num sem að öðru leyti hafði lítið sýnt.

Babel fagnað

1-0 í hálfleik eftir ansi bragðdaufar 45 mínútur.

Í hálfleik komu fyrstu merki þess að leikurinn væri líka hlaupaæfing. Babel fór útaf og Torres kom inn, ljóst að fyrirfram hefur þetta verið ákveðið, ansi sérkennilegt annars að skutla Babel útaf eftir að hafa skorað.

Fyrstu 15 mínútur seinni hálfleiksins voru langbesti kafli leiksins hjá okkar drengjum, vel var varið frá Torres í horn á fyrstu mínútunni og uppúr horninu skallaði Lucas framhjá úr sannkölluðu dauðafæri. Við áttum að fá víti eftir 50 mínútur en fengum svo víti eftir 52 mínútur. Joe Cole birtist óvænt með boltann (hélt að vítaröin væri Gerrard, Kuyt, Torres) og tók arfaslakt víti sem reyndar markmaðurinn varði létt á kolólöglegan hátt, hafði tekið minnst þrjú skref af línunni áður!

Áfram héldum við að spjara okkur fínt, Jovanovic var sprækur og hann og Torres tvinnuðu Serbann í gegn en áfram varði tyrkneski markmaðurinn vel. Stuttu seinna fengu Tyrkirnir sittt eina færi, en Reina varði vel einn á einn í horn.

Þaðan frá hægðist á leiknum á ný, dæmt var mark af nýliðanum Poulsen á 73.mínútu vegna brots á markmanni Tyrkjanna, sem mér fannst nú ekki merkilegt brot að dæma á!

Maxi kom útaf og N’Gog inná, Cole settur á hægri kantinn og við spiluðum 442 í kortér. Hreinlega ekkert merkilegt nóteraði ég hjá mér eftir mínútu 77 og leikurinn endaði því 1-0, sem ætti að vera nóg gegn þessu liði, en er alls ekki öruggt á nokkurn hátt.

Hodgson hafði lýst því í dag að deildin hefði forgang framyfir Evrópudeildina og sýndi það með liðsvalinu. Þarna voru á ferð leikmenn sem sjaldan höfðu spilað saman og í lok leiks fattaði maður að þeir voru látnir klára 90 mínútur í mörgum tilvikum.

Vörnin skilaði ágætlega varnarhlutverkinu, Kyrgiakos virðist hafa lést í sumar og átti fína innkomu, virkilega hættulegur í set-piece og ætti að fá mínútur í vetur. Hins vegar voru bakverðirnir geldir framávið í kvöld og það fannst mér fúlt gegn svo veiku liði. Á miðjunni voru Lucas og Poulsen í töluverðum vanda, enda að spila saman í fyrsta skiptið. Mér fannst ferill þeirra vísa sitt í hvora átt. Poulsen byrjaði veikt og styrktist þegar leið á leikinn, Lucas byrjaði fínt en fjaraði út.

Trílógían þar framan við átti ágætt kvöld. Ég var hrifinn af Jovanovic, hann er gríðarlega duglegur og hraður með fínt “touch”, hefði átt skilið að skora og ég hefði viljað sjá hann taka vítið fyrst Torres vildi það ekki, er búinn að vera vítaskytta í mörg ár. Maxi var sprækur og hefði átt að fá víti, Joe Cole átti stoðsendingu en var að mínu mati að reyna aðeins “of mikið”. Vona að fyrirfram hafi verið ákveðið að hann væri vítaskytta en ég hafði á tilfinningunni að hann hafi ætlað að kvitta fyrir rauða spjaldið með að skora úr víti fyrir framan The Kop. Það tókst ekki, en hann lék vel að öðru leyti.

Babel var slakur en skoraði fínt mark, Torres dró menn inní leikinn og gerði margt vel, en ég viðurkenni að ég vonast eftir því að sjá hraðann hans aukast verulega, núna eins og í Arsenal-leiknum voru varnarmennirnir að ná að hafa í sprettina hans og það líst mér ekki á. Vona að líkaminn sé bara að púslast saman í rólegheitum.

Semsagt, vinnusigur sem átti að vinnast með meira en einu marki. Vonandi dugar það, en eitthvað segir mér að Europa League sé MJÖG aftarlega í goggunarröðinni í vetur, deildin efst og ferð á Wembley í öðru sæti er mín tilfinning. Kannski skjátlast mér!

Mann leiksins er afar erfitt að velja í kvöld, en ég vel Milan Jovanovic með Joe Cole í öðru sæti.

Næst er það trilljónalið Manchester City á útivelli næstkomandi mánudagskveld. Það verður alvöru!

33 Comments

  1. Var verið að sýna leik frá síðustu leiktíð? Þetta minnti óneitanlega á vandræðin sem við vorum í þá með litlu liðin. Fínt að vinna en samt frekar slappt.

  2. Sælir félagar

    Frekar slakt nema fyrstu 25 í seinni hálfleik. Og seinustu 20 mín leiksins hrein hörmung. Frammistaða flestra ásættanleg nema Lucas Leiva. Sendingar hans og annað dapurt. Vonandi verður stillt upp besta byrjunarliði í seinni leiknum því tyrkirnir sýndu að þeir geta verið hættulegir og heimavöllur þeirra er algjör vítisgryfja.

    Það er nú þannig

    YNWA

  3. Skipti öllu að halda hreinu. Hef trú á að liðið setji mark á útivelli sem ætti að duga til að fara áfram. Eins og hvernig liðsuppstillingin var í þessum leik þá kom spilamennskan mér ekki óvart. Poulsen og Lucas eru engan veginn að funkera saman á miðjunni. Kom nákvæmlega ekkert frá þeim sóknarlega. Bakverðirnir voru frekar passívir og voru ekki mikið að aðstoða kantmennina sem gerði það að verkum að lítið kom út úr þeim síðarnefndu.

    Erfiður leikur í Tyrklandi bíður og verður fróðlegt að sjá hvernig það lið sem fer í þann leik mun líta út. Verð að játa að ég yrði fljótur að jafna mig þó að liðið myndi detta út. Ekki það að ég líti á þessa keppni sem einhverja aukakeppni og styð það liðið eigi að stefna að sigri öllum keppni. En það breytir ekki þeirri staðreynd að þessi keppni tekur ekki minni toll en CL hvað varðar álag á leikmannahóp. Margir leikir á fimmtudögum gera það að verkum að Liverpool mun meira og minna alltaf leika á sunnudögum eða á mánudögum fyrir áramót. Margir Tottenham aðdáendur sem halda því fram að það hafi bjargað þeim að ná CL sæti í fyrra að hafa ekki verið í þessari keppni í fyrra.

  4. mer fannst þetta rosalegur fulham bollti í kvöld og fyrri half á móti arsenal og það á anfield en hann þarf klárlega meiri tíma með þennan mannskap. hann róterar liðinu mikið, ábyggilega líka til að koma mönnum í leikform. maður fær ekki að sjá alminnilega hvernig liðið verður fyrr en eftir mánuð. fínt að halda hreinu en maður hefði klárlega viljað fá mark númer 2 í kvöld

  5. Þessi leikur var ekki nálægt því eins góður og upphitun Babú og það er augljóst að liðið er ekki komið í leikæfingu.

    Fyrir mér lítur þetta út eins og Hodgson viti nákvæmlega hvað hann er að gera. Hann er að koma þeim mönnum sem hann ætlar að nota af einhverju viti í leikæfingu og liðið verður 100% tilbúið eftir 2-3 vikur. Ég velti þó fyrir mér hver örlög Aquilani eru að verða. Hann er ekki á sjúkralistanum, er það?

    Leikurinn fer ekki í sögubækurnar en okkar menn voru mun betri og ættu þessvegna ekki að eiga í miklum vandræðum í Tyrklandi.

  6. horfði ekki á þennan leik sem betur fer greinilega , en mig langar mikið að vita hvað er málið með aquilani á hann enga framtíð á anfield ??? og ef svo er á þá miðjan okkar að vera gerrard, lucas og poulsen !!! ef við gefum okkur það að masch sé að fara sem þykir líklegra en ekki .

  7. Aquilani á að vera með einhverja erfða “stomach bug” og missti af leiknum í dag vegna þess. Þetta er í 3 eða 4 skiptið sem slíkt hendir hann.

  8. Sá svona um 30min í seinni hálfleik og miða við það og lýsingar hér fyrir ofan þá er ég orðinn MJÖG svo spenntur fyrir að horfa meira á Milan Jovanovic í Liverpool treyju!
    Hann var líka flottur í Arsenal leiknum svo að ég held að hann eigi eftir að vera góður fyrir okkur á þessu tímabili.

    En sammála miða við það sem ég sá af leiknum þá fannst mér ég vera að horfa á æfingarleik, en er nú ekkert hræddur við það þó við séum bara með 1-0 forustu og eigum eftir útileikinn.

  9. ER Fish & CHips fara illa með Aquilani að hann fái næstum alltaf mataeitur eða getur hann bara borða Pizza og Pasta

  10. Hérna er viðtal við Hodgson eftir leikinn

    ” Liverpool boss Roy Hodgson has confirmed that he is considering the possibility of sending Alberto Aquilani out on loan in an effort to help him regain first-team football.

    The Italian midfielder has endured an injury-stricken campaign last year after joining the Merseyside club last summer and has not enjoyed a regular run in the team.

    Speaking after Liverpool’s 1-0 win against Trabzonspor in the Europa League Hodgson confirmed: “At the moment we are considering loaning him to an Italian club.

    “I didn’t want to use him tonight in case the loan goes through because for Aquilani it’s very important this year that he plays regular football, every week as the number one man on the team sheet.

    “I can’t promise him that here so if a loan move to Italy could help him in that respect it might be good for all parties. It would certainly be what he needs, it would certainly protect the value of the player and when he does return to Liverpool no doubt we will see the Aquilani that we signed before he came here injured last year.”

    Fyrirgefiði félagar en eru menn búnir að tapa sér á Anfield? Var virkilega verið að kaupa dönsku skinkuna í staðinn fyrir Aquilani? Eru miðjumenn Liverpool FC Lucas og Poulsen? Erum við að missa Mascherano og Aquilani og sitjum uppi með Lucas Leiva og Poulsen? Nei nú eru menn orðnir gufuruglaðir. Þetta forkastanlegt rugl. Aquilani er stútfullur af hæfileikum. Svona fótboltamenn vil ég hafa í Liverpool. Hann á að fá tækifæri til að sanna sig. Ég neita að trúa því að Christian Poulsen og Lucas Leiva sé miðjuparið sem boðið verður uppá í vetur. l

  11. já og svo voru menn að hafa áhyggjur af framherja málum !!!! ég get ekki hugsað mér heilt tímabil í toppbaráttu með þá lucas og poulsen saman á miðjuni , að vísu finnst mér þessi frétt með aquilani ýta undir að masch sé mögulega ekki að fara neitt sem væru yndisleg tíðindi .

  12. Halli,

    Aquilani & Poulsen eru gjörólíkir miðjumenn, sá fyrrnefndi myndi aldrei fara 100% í tæklingarnar eins og Poulsen. Það er því ekki séns að Poulsen sé að koma í staðinn fyrir Aquilani.

    En Poulsen er hinsvegar Plan B ef sú staða kemur upp þann 31. ágúst að Barca eða einhver annar klúbbur borgar uppsett verð fyrir Mascherano.

    Ég held að það sé nokkuð augljóst útfrá viðtölum við Roy að miðjuparið í vetur verði Gerrard & Poulsen þeas ef Masch fer. Ef ekki, þá verður það Gerrard & Masch. Poulsel & Lucas þá backup. Cole á að spila í holunni bakvið Torres í vetur.

  13. Ég er ekki að skilja þetta með að lána Aquilani,hver á þá að leysa Gerrard af ef hann meiðist eða á að hvíla hann?
    Hvaða leikmaður getur sjórnað miðjuna þá?

  14. Hver veit nema Hleb komi þá frá Barca? Annars erum við með Pacheco og fullt af kostum fyrir aftan Torres. Fínt að lána Aquilani, hann þarf að spila til að ná sér 100%. Verður etv eins og nýr leikmaður í janúar.

  15. Leiðinlegt að sjá Jovanovic dífa svona eins og kelling, vona svo sannarlega að það sé meira í hann spunnið en það því hann verður tekinn af lífi ef hann skutlar sér svona niður í deildinni án nokkurrar snertingar. Virkar duglegur og ákveðinn. Ekkert tæknitröll en svona mini Kyut.

  16. Ég skil ekki af hverju félag eins og Liverpool sem á enga peninga til þess að kaupa menn ætla svo að lána burt frábæran miðjumann og kaupa sennilega ekkert í staðinn.
    Þó að það sé ekki hægt að lofa honum að spila 90 min í hverri viku þá fær hann samt helling af spilatíma því að það er vitað mál að Gerrard og Cole munu meiðast í vetur og hann gæti leyst þá af velli.

  17. Mér fannst Kelly alveg átakanlega slakur missti boltann of oft og gegn betra liði þá er það ekki gott mál því Carra var alltaf að tína upp eftir hann á hægri kantinum.

  18. Er ekki að skilja þetta. Eigum ótrúlega skapandi miðjumann í Aquilani og nota hann ekki. Hvað er í gangi hjá þessum klúbbi. Sama sultan og á síðasta tímabili?

  19. Reina – bætti alveg upp fyrir Arsenal leikinn og er besti GK í deildinni, enginn vafi
    Kyrgiakos – Spilaði vel. Finnst stundum vanta aðeins stærri eistu í punginn á honum – alltof mjúkur. En leggur sig ávallt eins mikið framm og hann kann og getur.
    Carragher – herforingi. Ég held að það sé krúsíal að hafa hann við hliðina á Kelly sem lengst því þá fær Kelly tækifæri til að komast inn.
    Kelly – spilaði ekki nógu vel en þó margt jákvætt í hans leik. Ég held að honum líði vel með Carra við hliðina á sér (eins og sást, Carra að redda honum oft). Hann á eftir að vera lykilleikmaður í framtíðinni.
    Aurelio – Átti engan stórleik eiginlega bara hálf ósýnilegur – fínar aukaspyrnur og alls ekkert mikið meira en það.
    Maxi – ég bara auglýsi hér með eftir honum – sást mesta lagi tvisvar gera eitthvað af viti.
    Leiva – fyrst ég nefndi auglýsingu þá væri kannski fínt að smella í eina smáauglýsingu með mynd af Lucas Leiva og selja hann, hvað er að frétta. Ég held að það sé kominn tími til að hætta að vera lítill strákur og fara að vera karlmaður og taka smá ábyrgð og berjast fyrir fjandans félagið sitt, rosalega er ég orðinn þreyttur á svona frammistöðu. Hann er búinn að fá nóg af tækifærum til að sanna sig, núna er bara kominn tími til að drullast til að berjast eða fara.
    Poulsen – Mér fannst hann líta bara nokkuð vel út, týpískur RH leikmaður. Varnarlega fannst mér hann ekkert ósvipaður Masch og sóknarlega fannst mér hann fínn. Held þetta hafi alls ekki verið slæm kaup. Ég held að hann eigi eftir að vera fínn ef Masch fer og hann og Gerrard verða á miðjunni. Aqua er pottþétt að fara í lán – sem ég skil ekki.
    Jovanovich – var gríðarlega duglegur og er með svipaða vinnusemi og Kuyt og hann er að aðlagast vel með hverjum leik. Ég held að hann sé svolítið starstruck að fá allt í einu að spila með Liverpool. Ég hélt hann ætlaði að framkvæma Kamakachi þegar hann klúðraði. En ég held honum vanti smá meira sjálfstraust og þá á hann eftir að vera mjög góður.
    Cole – Hvar byrjar maður. Hann var hakkaður í spað í fjölmiðlum fyrir að klúðra en ekkert minnst á að hann lagði upp markið, sem mér finnst eiginlega skipta meira máli. Fyrir utan það að þetta var kolólöglegt víti. Cole er undir svakalegri smásjá í UK og það fer svakalega í taugarnar á mér hvað fjölmiðlar bíða eftir klúðri til þess að hakka hann í sig. Hann er búinn að spila vel en mér finnst eins og fjölmiðlar séu að bíða eftir því að hann labbi á vatni eða breyti vatni í vín. Vona að hann láti þetta ekki hafa áhrif á sig því mér finnst hann vera að skila sínu. Mér hlakkar til að sjá hann, Gerrard og Torres í 100% formi saman.

    Babel – gaman að sjá hann skora og koma sterkan til baka en Váááááá hvað okkur vantar hreinræktaðan STRIKER til að leysa Torres af.
    El Nino – Leit mun betur út en í síðasta leik og virðist vera á réttri leið að komast í form með hverjum leik. Sást rosalega vel þegar hann kom inn á hvað Ngog á langt í land þó Ngog sé mikið potential.
    Hodgson – leit út eins og Rafa á bekknum, vantaði bara að pússa gleraugun. Hefði alveg mátt standa aðeins upp og öskra á leikmennina og hann hefði alveg mátt fagna markinu. Mér finnst vanta leikgleðina í liðið og mér finnst allir vera að einblína á ef einhver geri mistök. Allir eitthvað svo mikið að sanna sig í staðinn fyrir að spila sem lið. Finnst líka alveg sorglegt hvað liðið er háð Gerrard og ég held að það sé aðallega andlega sem liðið er háð honum. Sást best þegar hann fór útaf á móti Robocopski og Aqua kom inn á. En ég er ánægður með markt hjá RH, t.d. varnarlega en mórallinn þarf að komast á jákvæðra plan og það þarf að vera leikgleði og gaman að spila fyrir mesta stórveldi Bretlandseyja.
    YNWA

  20. Ítalinn kom sá og sigraði alls ekki síðasta tímabil. Eins og ég skil orð Hodgeson þá þarf hann greinilega að bæta sjálfsímyndina greinilega og það er mat hans að Ítalinn hafi getuna. Hodgeson getur klárlega ekki lofað honum byrjunarliðsstöðu.
    M.ö.o. lánaður og seldur til að minimiza tapið af þessu algjöra blönderi sem Rafa skildi eftir sig.
    Í versta falli endar hann eins og Igor Biskan.

  21. Allsekki gott hjá Liv, vonandi er þetta ekki það sem verður í vetur, NÝTA FÆRINN plís.

  22. Já, skelfilegur leikur, vægast sagt. Ekki margir ljósir punktar sem hægt er að tala um. Algjörlega sammála Magga með mann leiksins, Milan var lang bestur (en þurfti nú kannski ekki mikið til). Á eftir honum fannst mér Cole og Lucas eiga hvað bestu frammistöðurnar. Ég hreinlega get engan veginn skilið matið hjá t.d. Óla Val hér að ofan. Talar um skelfilegan leik hjá Lucas og fínan leik hjá Poulsen. Í mínum huga var sá síðarnefndi einn sá allra slakasti á vellinum í gær, en eins og KAR segir hér að ofan, þá dæmir maður hann ekki eftir sinn fyrsta leik. En að tala um góðan leik hjá honum finnst mér persónulega vera fjarstæða. Lucas var á fullu allan leikinn, mikil yfirferð og gott hlaup hans skilaði víti (sem Joe því miður klúðraði). En Lucas er gott skotmark eins og ávallt, hann mun halda áfram að fá hana yfir sig, burt séð frá því hvernig hann spilar.

    Bakverðirnir báðir voru ákaflega daprir. Það reyndi lítið á Carra og Hercules og Reina solid í þau fáu skipti sem eitthvað reyndi á hann. Maxi var mjög slakur og er ég búinn að fara yfir hina miðjumennina. Frammi var Babel svo fáránlega lélegur, fyrir utan markið, þar sem hann kláraði færið alveg hreint frábærlega. Mér fannst hlaupin hans í kvöld út úr korti oft á tíðum og hann hélt bolta engan veginn. Í mínum huga er hann bara ekki þessi striker sem menn hafa oft verið að halda fram að hann sé. Maður sá þegar Ngog og Torres voru komnir inná hvað þeir geta haldið bolta betur, tekið á móti honum, og komið með hlaup til að opna svæði. Þetta tókst sérstaklega vel fyrstu 20 mínúturnar í seinni hálfleik.

    En Poulsen og Lucas saman á miðjunni er bara nákvæmlega sama uppstilling og að setja Masch og Lucas saman þar eins og alltof oft var raunin á síðasta tímabili. Mér fannst Cole einnig vera nokkuð sprækur í gær.

    Ég hef fulla trú á því að við setjum útivallarmark í Tyrklandi, það er mikill getumunur á þessum liðum, þrátt fyrir að hafa hvílt marga lykilmenn í gærkvöldi. Ég svo bara skil engan veginn þetta dæmi með Aquilani, þessi leikur í gær var svo gott dæmi um leik þar sem hann hefði átt að spila inni á miðjunni með Lucas eða Poulsen að það hálfa væri c.a. helmingi meira en nóg. Við erum ekki með það mikla breidd að við höfum efni á að lána þann dreng í eitt tímabil, ég bara er ekki að skilja RH varðandi þetta. En þetta er nú efni í sér pistil.

  23. Aquilani æltlar að verða eitt mesta flopp allra tíma sem Liverpool hefur gert á leikmannamarkaðnum. Persónulega myndi ég vilja selja hann frekar en að lána hann út, geri mér þó engan veginn grein fyrir hvað hægt er að fá fyrir hann en greinilegt er að hann hefur hríðfallið í verði. Það var vitað að Benitez tók gríðarlega áhættu að kaupa þennan meiðslahrjáða leikmann fyrir peningana sem komu inn fyrir Alonso.

    Ég er ekki endilega að sjá að Lucas og Poulsen verði miðjupar nr. 1, heldur verður Gerrard færður niður á miðjuna með Polusen og Lucas til skiptis. Svo er spurning hvort ekki verði keyptur nýr miðjumaður fyrir peningana sem koma inn fyrir Mascherano ef hann fer.

    10 dagar eftir af leikmannamarkaðnum, það verður spennandi að sjá hvað gerist á næstu dögum.

  24. Svona fyrst að Hodgson sér ekki fram á að geta notað Aquilani þá er það auðvitað mun skynsamara að lána hann heldur en að selja kannski á 6-8 millur.
    Hann gæti átt frábært tímabil á Ítaliu og þá hækkar hann auðvitað í verði, en ég vona að hann verði ekki lánaður lengur en til áramóta og kæmi þá aftur.

  25. Ég er frkear mikið á móti því að losa okkur við Aquliani nema það sé verið að taka inn annan mann í stað hans !!
    Gerrard er nú ekki maður sem spilar heilt tímabil og þá er fínt að kalla Aquliani inn og eins núna þegar Cole er að fara í bann, er þá ekki kjörið að setja Aquliani i holuna fyrir aftan strikerinn ??

  26. Það var auðvitað verkefni númer 1 hjá LFC að fá ekki á sig mark og það tókst þökk sé Pepe Reina. Leikur LFC var alls ekki sannfærandi en þeir voru óheppnir að skora ekki fleiri mörk.
    Undir öllum eðlilegum kringumstæðum eru þessi úrslit ekkert vandamál fyrir LFC því það er nánast víst að þeir skora á útivelli gegn þessu köppum , en fótbolti er skemmtilegur því maður veit svo sem aldrei hvað getur gerst.
    Ég skil ekki hvers vegna LFC hefur ekki not fyrir Aquilani ??? Hann er skapandi með góða sendingargetu sem er eitthvað sem mér hefur fundist vanta lengi hjá LFC. Hann hefur verið vaxandi í þeim leikjum sem hann hefur spilað…En hvað veit ég…United bullan 🙂

  27. Ég held að sjálfstraustið hjá Aqualani sé alveg í molum, ber fyrir sig einhver magakveisu núna og í fyrra þá voru allir að leita að einhverjum meiðslum sem hann var að kvarta yfir en læknaliðið fann aldrei neitt.
    Ég er samt ekkert spenntur fyrir því að missa hann á láni en maðurinn þarf nauðsynlega á spilatíma að halda, byggja upp leikæfingu og sjálfstraust áður en honum er treystandi fyrir að fara að spila einhverja stóra rullu í þessu liði þannig ég held að það sé ekkert versta hugmynd í heimi að lána hann fram í janúar.
    Með leikinn í gær, þá fannst mér hann ekkert spes.
    Hinsvegar þá voru miklar breytingar á liðinu frá því í seinasta leik sem var kanski ágætt til að koma öllu liðinu í leikform og augljóst að hvíla á menn fyrir Man. city…. sem er bara jákvætt.

  28. Sælir,

    Varðandi AA, þá gengur sú saga að hugarfarið sé langt langt frá því að vera rétt hjá þeim leikmanni. Hann er að segja sig frá leikjum sjálfur í trekk og trekk – í fyrra var það útaf öklanum og veikindum, þrátt fyrir að læknar liðsins sögðu að öklinn væri í lagi (m.v. yfirlýsingar Rafa). Og nú virðist sama saga vera uppi – hann fær í magann korteri fyrir tímabilið og segir sig úr hópnum fyrir leikinn gegn Arsenal (Skv. Elisha Scott). Ef þið berið þetta saman við Aggar, maðurinn sem var með heilahristing og heimtaði að fara inná aftur, litli postulínsstrákurinn frá Ítalíu er íllt í mallakútnum (ekki í fyrsta sinn) og segist ekki getað spilað. Blóð, sviti og tár…. já eða ekki, bara tár.

  29. Sammála mönnum með flest hér að ofan. Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir Poulsen og fannst hann bara koma ok frá sínum fyrsta leik. Ef vel er að gáð þá var Poulsen rangstæður þegar að hann skorar markið og gaman væri að vita hvort dómarinn dæmdi brot eða rangstöðu???
    Verum nú róleg og gefum þessu smá séns, það er nú engu smá Grettistaki sem þarf að lyfta með þetta blessaða lið og það tekur tíma. Eins og danir segja, ro pá 🙂

    Með vinsemd og virðingu/ 3XG

  30. Aquilani að fara? Hann verður nú að fá séns á að sanna sig drengurinn.

Byrjunarliðið komið

Opinn þráður: Kuyt og Aquilani á förum?