Liverpool 3 – West Ham 0

Okkar menn unnu í kvöld einn auðveldasta sigur tímabilsins á heimavelli gegn West Ham.

Rafa stillti upp eftirfarandi liði í kvöld:

Reina

Johnson – Carra – Kyrgiakos – Agger

Maxi – Gerrard – Lucas – Benayoun

Kuyt – Ngog

**BEKKUR:** Cavalieri, Ayala, Degen (inn f. Benayoun), El Zhar, Mascherano (inn f. Gerrard), Aquilani, Babel (inn f. Ngog).

Þrátt fyrir öruggan sigur var þetta frekar tíðindalaus leikur. Okkar menn stjórnuðu spilinu frá upphafi og létu boltann ganga í sókninni í rólegheitum án mikilla ama frá West Ham-mönnum. Það má segja að liðið hafi unnið þennan leik í hlutlausa gírnum og maður fékk ekki beint á tilfinninguna að West Ham væri í bullandi fallbaráttu, slíkt var baráttuleysið hjá þeim. Engu að síður var þetta ágætis frammistaða hjá okkar mönnum.

Mörkin voru eftir bókinni. Maxi eða Johnson sendi fyrirgjöf frá hægri inní teiginn um miðjan fyrri hálfleik og þar setti **Benayoun** naflann í boltann og þaðan fór hann í stöng og inn. Undir lok hálfleiksins kom svo önnur fyrirgjöf frá Maxi, frá hægri, beint á **Ngog** sem skaut framhjá Green í markinu. Eftir um klukkutíma leik skoraði svo Green sjálfsmark eftir flott stórutásupot frá **Kyrgiakos** og þar við sat.

Eins og ég sagði, mjög auðveldur sigur í dag og ekki erfitt að sjá af hverju þetta West Ham-lið er í vandræðum. Það má samt ekki taka það af okkar mönnum að þeir skiluðu heimavinnunni sinni í kvöld, skoruðu þrjú og héldu hreinu. Job done.

**MAÐUR LEIKSINS:** Það átti enginn stórleik svo sem en mér fannst Gerrard, Johnson, Kuyt og Kyrgiakos rétt stinga höfðinu upp fyrir aðra leikmenn í frammistöðu. Minn maður leiksins í kvöld er **Glen Johnson** því mér fannst flestar sóknir liðsins byrja á upphlaupum hans upp hægri vænginn.

Næst er það Atletico Madrid á Spáni eftir fjóra daga en mér skilst að okkar menn hafi reimað á sig gönguskóna og gengið af stað í suðurátt strax í kvöld. Vonandi hefur ferðalag vikunnar ekki áhrif á þann leik, við fengum allavega ágætis, afslappaðan og þægilegan undirbúning fyrir þann leik í kvöld.

48 Comments

  1. Áreynslulítið svo sannarlega!

    Í hnotskurn tímabilið. Þurfum að breyta leikkerfi vegna meiðsla Torres. Annar aðalhafsenterinn okkar í vinstri bakverði því báðir vinstri meiddir. Verið að reyna að setja upp leik í evrópukeppni byggt á því að halda boltanum í drep og sækja hratt.

    En fínt að fá stigin og vonandi að við kreistum þau fleiri fyrir lok tímabils.

  2. Nú má hætta að gjósa svo okkar menn komist með flugi til Madrid.

    Mjög auðveldur sigur. Aðalmálið nú, er að ná góðum úrslitum í Mardid.

    YNWA.

  3. ja svei sláandi að sjá liverpool er í 3 sæti yfir fæst mörk fengin á sig , og það segir okkur hvað ?? jújú gelding fram á við hefur drepið okkur þetta tímabilið . það er samt með ólíkindum að liðið eigi ennþá fræðilegan séns á meistaradeildarsæti, ég held að næsta umferð verði nokkuð fróðleg þar sem að bæði man c og tottenham eiga gríðarlega erfiða leiki og ættu samkvæmt öllu að tapa þeim leikjum 🙂 þá gæti hugsanlega reynsla farið að segja til sín og ég get ekki sagt að tottenham og man c séu á háum stalli þar , þannig að ég ætla að bíða þangað til eftir næstu umferð með að dæma 4 sætið úr söguni . Og munum svo fellow liverpool menn að liðið okkar er ólíkindatól sem getur gert ótrúlegustu hluti þegar maður á síst von á því .

  4. æiii þetta er svo sorglegt allt saman varðandi liverpool þessa leiktíð ég sem var svo spenntur fyrir þessari leiktíð og var byrjaður að ýminda mér gerrard lyftandi dolluni í mai.Ég nenti ekki einu sinni að horfa á leikinn áðan mér hreinlega gat ekki verið meira sama ég er samt ánægður með sigur en samt var mér alveg sama og það hefði ekki breitt neinu hefðu við tapað.Og satt að segja þá vill eg að liverpool tapi fyrir chelsea á heimavelli svo scum vinni ekki deildina svo mikil vonbrigði er þessi leiktíð

    Vonandi gerist eitthvað kraftarerk í sumar

  5. sammála Elíasi ég nennti ekki að horfa á leikinn áðan enda víst leiðinlegur.Ég vona bara að menn missi sig ekki hér í gleðilátum yfir að afa unnið west ham þá er nú fokið í flest skjól. Vonbrigði þetta lið og ég vona að það verði breyting á þjálfaramálum í vor og að keyptir verða menn sem sæma Liverpool.

  6. Sannfærandi sigur gegn algerlega vonlausum Hömrunum, þeir fara niður með svona andleysi það er klárt og verðskuldað.

    Eina sem svekkir mig eftir þennan leik er það að Soto fái ekki 3 markið skráð á sig, hann átti fínan leik og hefði átt að setja 2 í leiknum, mér er alveg fyrirmunað að botna þessa sjálfsmarka skráningar í boltanum 😕

    Ef þetta var sjálfsmark hjá Green þá má skrá c.a. 30-40% af mörkum sem skoruð eru sem sjálfsmark á markmennina sem fá þau á sig þar sem þeir eiga oft síðustu snertingu áður en boltinn endar í markinu 🙄

    En góð 3 stig.

  7. Já endilega AA, pössum okkur á því að gleðjast ekki yfir 3-0 sigri á West Ham.

    Sad.

  8. Job done. Lítið meira hægt að segja….

    Þetta West Ham lið er eitthvað það skelfilegasta sem ég hef bara séð í háa herrans!!!!

    Hins vegar var ég ekki búinn að átta mig á því að við værum í þriðja sætinu yfir fæst mörk fenginn á okkur. Það er klárlega eitthvað til að byggja á.

  9. Hafliði, málið er að þegar markmaðurinn á síðustu snertinguna á boltann þá hefði boltinn legið í netinu, þeas að þótt markmaðurinn hefði ekki snert boltann neitt þá hefði verið mark. Í tilfelli Soto í kvöld var annað uppi á teningnum. Því ef Green hefði ekki staðið þarna hefði boltinn ekki endað í netinu og því réttilega sjálfsmark.

    Í kvöld gerðist undur og stórmerki, í fyrsta sinn í 14 ár að ég gleymdi Liverpool leik. Það segir allt sem segja þarf um þetta tímabil. Kannski ásamt því að þetta eru ummæli númer 9 eftir sigurleik þegar einungis 3 leikir eru eftir af tímabilinu.

  10. @ Elías og AA

    Ef mér langar að lesa eitthvað eftir menn sem “nenna” ekki að horfa á Liverpool leiki. Þá fer ég ég á manutd.is eða arsenal.is. Endilega skellið ykkur þangað og taliði þar um að þið nennið ekki að horfa á Liverpool eða ryksuga eða whatsoever.

  11. Ég gleðst yfir sigri að sjálfsögðu, en menn verða nú á næstu leiktíð að fara að vanda sendingar og að taka á móti bolta, það þarf að laga hjá flestum, þetta hvortveggja hefur verið arfa slakt í vetur. En vonandi lagast það með nýjum þjálfara.

  12. 13 comment tæpum tveimur tímum eftir skýrslugerð , eitthvað segir mér að ég væri að skrifa nr 113 ef niðurstaðan hefði verið jafntefli eða tap.

    En hvað um það. Skyldusigur og lítil sem engin samkeppni. Sé ekki annað en að þetta WH lið falli ef það getur ekki mótiverað sig gegn vængbrotnu og sjálfstraust-lausu Liverpool liði, og þeir í bullandi fallbaráttu. En ég græt það ekki, þessi 3 stig telja jafn mikið og öll önnur, öruggur sigur sem var aldrei í hættu, undan litlu að kvarta.

    YNWA.

  13. Ég man nú hvernig Tottenham klúðraði fjórða sætinu til óvina sinna í Arsenal fyrir fáum árum. Við megum ekki gefast upp fyrr en þetta er tölfræðilega ómögulegt. Auðvitað er þetta ólíklegt og maður er ekkert sérlega æstur þótt bilið hafi minnkað. En sigurinn var góður og það er sumt allt í lagi hjá þessu liði þótt margt þurfi að laga.

    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  14. Nú sá ég ekki leikinn.

    Voru Kuyt og N´Gog tveir upp á topp eða hvað? Ef svo er þá er ég virkilega ánægður með Benitez, finnst að það mætti vera þannig mun oftar..

  15. Það sem stendur uppúr þessum leik var að sjá hversu sorglega slakir West Ham menn voru. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir West Ham, fundist þeir spila skemmtilega knattspyrnu og þeir hafa alið af sér frábæra knattspyrnumenn sbr. Ferdinand, Lampard, Joe Cole, Defoe, Carrick o.fl. Þá má ekki gleyma frábærum tíma með snillingnum Di Canio sem lék með liðiunu um tíma.

    Líkt og hjá Liverpool þá má álykta að það er eitthvað mikið að hjá liðinu. Það á ekki að þurfa mikið til að peppa menn þegar þeir eru að berjast fyrir lífi sínu í úrvalsdeild. Ég efast ekki að allt ruglið í kringum eigendur félagsins hafi einhver áhrif þar á og e.t.v. nær stjórinn ekki til leikmanna. Kannski hafa þeir “gott” af því að falla líkt og Newcastle í fyrra til þess að endurnýja liðið og endurskipuleggja sig.

    Það má líka hrósa West Ham og e.t.v. var það tæknilega rangt hjá þeim að spila með tvo sentara í kvöld, en ólíkt flestum liðum þá mættu þeir ekki með 10 menn inní eigin vítateig og freistuðu þess að ná einu stigi.

    Hvað lið Liverpool varðar þá var þetta góður sigur. Flestir léku vel en maður hefði viljað sjá meira killer eðli í liðinu til þess að valta yfir West Ham í þessu ástandi sem þeir voru í. Menn voru eflaust að spara sig fyrir Madrid enda ekki óeðlilegt þar sem að þar liggur eini möguleikinn á einhverjum titli. Eitt sem maður myndi vilja sjá á þessum tíma þegar liðið er með öruggan sigur og lítið eftir þ.e. að sjá unga stráka úr unglingastarfinu koma inn á og spreyta sig. Maður spyr sig er enginn ungur leikmaður að koma upp sem næsta vonarstjarna næstu árin??…Man eftir því þegar Gerrard, Carra, (Owen), Macca og Redknapp voru að koma upp, þá gaf það manni a.m.k. von um að það væri björt framtíð til að byggja á og maður gat státað sig á þvi. Því miður eru menn eins og Ngog, El Zhar og Kelly ekki beint að vekja sömu tilfinningar.

    Alla vega stórleikur á fimmtudag og ég hef fulla trú á einu góðu útivallarmarki frá Kuyt.

  16. Greinilegt að menn hafa meira gaman af tapleikjum í ljósi commentfjölda hér á síðunni. Mér fannst þetta vera flottur leikur. Spilið gekk hratt fyrir sig þar sem við stjórnuðum leiknum, annað en á móti Fulham sem náðu að stýra hraðanum þrátt fyrir að við vorum miklu meira með boltann. Við sýndum að við eigum heima í toppbaráttunni í þessari deild en ekki í einhverju miðjumoði eins og raun ber vitni. Við erum a.m.k. með liðið í það, okkur vantar bara að allt í kringum liðið sé í jafnvægi. Flottur sigur, job done, eins og menn segja. Þá er það bara að fara til Madrid og vinna þar!

  17. Flottur leikur hjá Liverpool. Nú verðum við að klára þetta tímabil með stæl og vinna rest. Þrír mjög erfiðir leikir eftir. Tveir gegn liðum í fallsæti á útivelli sem eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og svo gegn Chelsea á Anfield sem eru náttúrulega í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn.

  18. Góður sigur og 4. sætið ekki úr sögunni.

    Annars finnst mér mjög áleitin sú spurning hvað Liverpool gerir á móti Chelsea. Ef leikurinn skiptir ekki máli fyrir Liverpool og sigur fleytir ManUtd í átt að titli númer 19, hvað gerum við þá?

  19. Þetta var fínn sigur, þó að ég hafi ekkert verið neitt tryllt spenntur yfir leiknum. Það sem kom mér á óvart var hversu ótrúlega andlaust þetta West Ham lið var. Liverpool liðið fór aldrei úr fyrsta gírnum og það var meira en nóg gegn West Ham.

    Fínt fyrir Ngog að skora þetta góða mark.

    Hvað er samt málið með West Ham aðdáendur að púa á Yossi. Hvernig er hægt að púa á þann dreng? Hann fagnaði ekki einu sinni markinu sínu gegn þeim.

  20. Lalli (22). Ertu ad gefa i skyn ad vid ættum ad “leyfa” Chelsea ad vinna okkur ? A Anfield ? Er ekki allt i lagi ?

    Tott eg hati United innilega, kemur tetta ekki til mala. Teir hefdu bara getad drullast til ad vera bunir ad klara tetta fyrr, t.d. med sigri a Tottenham.

  21. Ástæðan fyrir því að kommennt eru fleiri þegar að Liv tapar eða gerir jafntefli er vegna þess að þá fara menn hér að munnhöggvast (rífast) og 4-6 menn blogga 5-6 sinnum. Eins og ég sagði hér ofar þá gleðst ég yfir sigri, þótt mökin hafi ekki verið hnitmiðuð, en voru hálf partinn tilviljunarkennd, en sama mörk eru mörk, nema þórsmörk. 😉 Svo barasta að taka leikina sem eftir eru og vona að liðin sem ógna Liv, misstígi sig.

    • Alveg 37 þúsund hræður sem mættu á Anfield. Lægsta í 5 ár.

    Stemmingin var alveg bless á leiknum mestan part leiksins, en gæti þetta nú ekki að einhverju leiti verið út af þvi að ALLAR flugvélar eru stopp þessa dagana í Englandi!?

  22. Nýjustu fréttir: Vísindamenn við Oxford háskóla í London hafa komist að þeirri niðurstöðu að askan yfir Bretlandi sé ekki úr eldgosinu í Eyjafallajökli heldur var ræstitæknirinn á Anfield að dusta rykið af bikarskápnum.

  23. Verðum nú að geta tekið gríni 🙂

    Fullmikil aska eftir 4 ára þurrk þó.

  24. Já það ríkti eitthvað andleysi yfir Anfield í gærkvöldi. Mér fannst hvorki leikmenn né stuðningsmenn félagsins eitthvað vel stemndir í gær en kannski er það bara ég. Ánægður að fá 3 mörk og að halda hreinu. Er ennþá sannfærður um að N’gog á að vera þriðji eða fjórði sentera kostur hjá okkur þó svo að hann hafi skorað mark.

    West Ham liðið………..úúúfff hvað er hægt að segja um þá ??? Carlton Cole ætti að forða sér þaðan sem allra fyrst. Hann er sá eini sem getur eitthvað í þessu liði því miður. Kaupa Cole.

    • Verðum nú að geta tekið gríni

    Flestir sem kom með þetta grín eru nú ansi hressilega að skjóta sig í fótinn af augljósum ástæðum enda þarf engan smá skáp til að þyrla upp svona miklu ryki 😉

  25. Már nr 25.

    þetta er náttúrulega bara snilldar stafsetningarvilla!!!-)

    þótt mökin hafi ekki verið hnitmiðuð, en voru hálf partinn tilviljunarkennd

  26. Fínn sigur,áreynslulaust. Annars fannst mér Agger standa sig mjög vel í v.bak. Mætti nota hann þar oftar þrátt fyrir að Insua sé heill heilsu. Insua er ekki með mjög góðan leikskilning, tapar boltanum á hættulegum stöðum, skilur oft eftir opin svæði(ansi oft í vetur sem Liverpool hefur fengið á sig mörk af hægri kantinum) og brýtur oft klaufalega af sér(sparkaði niður Benficamann í vítateignum í fyrri leiknum). Einnig fannst mér Lucas standa sig vel með Gerrard á miðjunni, hann er allur að koma til.

    Semsagt, forgangsatriði að kaupa vinstri bakvörð. Aurelio var náttúrulega fyrsti kostur en meiðslin gera það að verkum að hann er ekki option. Insua er í besta falli varaskeifa.

  27. “Semsagt, forgangsatriði að kaupa vinstri bakvörð”

    Finnst þér það virkilega?
    Hvað um framherja?

  28. Jú, það þarf einnig að styrkja framlínuna. Það ætti flestum að vera ljóst. En ég var bara að tala um þessa ákveðna stöðu, v.bak, og færa rök fyrir því hversvegna það er forgangsatriði að styrkja hana.

  29. Er algerlega ósammála þér Einar.

    Agger leysti stöðuna ágætlega í gær en við söknum hans mikið úr miðverðinum, Carra og Mark Duffield (Kyrgiakos) fínir varnarlega en við þurfum flinkari hafsenta. Hann vantar líka töluvert upp á hraðann til að overlappa og í gær kom nánast öll hættan okkar upp hægra megin. Agger á að vera hafsent okkar nr. 1, frá þessum vetri og ég treysti því að við þurfum ekki að nota hann annað leiktímabil í þessari stöðu.

    Emiliano Insua er nýorðin 21s árs og hann er á sínu fyrsta ári í aðalliðinu. Í dag er hann með næstflestar stoðsendingar (5) ásamt Benayoun á eftir Gerrard. Í leikjum eins og í gær söknum við hans mikið vegna sóknarhæfileika hans, en auðvitað þarf hann að fá reynslu varnarlega.

    Mér finnst alveg með ólíkindum að sjá umfjöllun okkar um þennan strák, sem Argentínumenn telja framtíðarbakvörð sinn. Ef ég ber okkur og spjall okkar t.d. saman við umræðu Scum-ara um Fabio erum við töluvert neikvæðari um okkar mann, sem mér er fyrirmunað að skilja. Drengurinn er að leika sitt fyrsta heila tímabil og hefur einfaldlega þurft að spila alltof mikið, ungir menn á fyrsta ári verða ekki stabílir einn, tveir og í gær!

    Við þurfum að kaupa alvöru vinstri bakvörð, sérstaklega góðan varnarmann, til að vera með Insua. Öll alvöru fótboltalið hafa tvo menn góða um eina stöðu, við höfum ekki verið svoleiðis undirbúnir í veturinn og sitjum uppi með það.

  30. Insua hefur gert mistök eins og margir aðrir leikmenn í vetur en heilt yfir finnst mér hann hafa staðið sig. Frábært að eiga sókndjarfan, teknískan og útsjónarsaman bakvörð sem ég er viss um að eigi eftir að bæta sig varnarlega. Insua er ekki orsök okkar slaka gengis og ég tel hann geta verið mikilvægan framtíðarleikmann.

  31. Já Magnús, ég er sammála þér að mestu leyti. Ég var annars ekkert að segja að Agger ætti alltaf að spila í vinstri bak, í neyð þá getur hann leyst þessa stöðu af og skilað henni skammarlaust frá sér. Sóknarþunginn verður ekki mikill þá en varnarleikurinn er solid. Insua er full sókndjarfur, finnst mér, miðað við hvað hann er ótraustur í vörninni. En hann er ungur og á eflaust eftir að bæta sig í framtíðinni. Ein af fjölmörgum ástæðum fyrir slæmu gengi á þessu keppnistímabili, miðað við tímabilið þar á undan, er sú að Liverpool hefur ekki haft 2 menn sem hægt er að rótera í þessarri stöðu (v.bak.). Aurelio stóð sig mjög vel þá og síðan fékk Insua einnig sénsinn þar á milli.

  32. He he já Ólafur Ingi alveg rétt, óþarfi hjá mér að segja hlutina tvisvar, en kanski gott fyrir leikmenn að heyra það oftar en einu sinni, og ég hef það á tilfinningunni að íslensku leikmenn Liv, lesi KOP.IS.

  33. Það var fínt að vinna þennan leik, og alltaf ánægjulegt að fá þrjú stig.

    Ég ætla svo sem ekkert að fara neitt að rífast um Insua, og hvað þá skíta neitt yfir hann, en ég get ekki tekið undir margt af því sem þú ert að segja Maggi.. því miður.

    Í fyrsta lagi þá spilaði Insua sinn fyrsta leik með aðalliðinu tímabilið 2006/7 , tímabilið 2007/8 spilaði hann einnig með aðalliðinu, og í fyrra spilaði hann 14 leiki, þannig að hann er nú að spila á sínu fjórða tímabili með aðalliðinu, þó svo að hann hafi ekki spilað eins mikið og hann er að gera núna. Þannig að hann er ekkert á sínu fyrsta tímabili með aðalliðinu .

    Í öðru lagi, þá kemur það málinu ekkert við hvort Argentínumenn telja hann vera framtíðar bakvörð sinn eða ekki. Það gæti þess vegna sagt miklu meira um hvernig þeir eru stæðir í bakvarðarmálum en um viðkomandi bakvörð.

    Í þriðja lagi, og það sem mestu máli skiptir, er að bakvörður er alltaf í eðli sínu varnarmaður. Það sem helst takmarkar Insua sem fótboltamann finnst mér einmitt vera að hann er ekki nægilega sterkur varnarlega. Hann spilar mikið með höndunum, þegar menn ætla að taka hann á, og gefur talsvert af aukaspyrnum af þeim sökum. Veit ekki hvort það eru líkamsburðirnir sem gera það að verkum, en undantekningarlaust þá þarf hann að nota hendurnar til að ná manninum sem er að reyna að taka hann á. Mér finnst hann bara þurfa að vera miklu sterkari varnarlega, og mér er einnig nokk sama þó menn grafi upp þá tölfræði að hann sé búinn að eiga 5 stoðsendingar í vetur, það vantar enn talsvert uppá hann sóknarlega líka. Vinstri kanturinn okkar er búinn að vera alveg út úr kú í allan vetur, og því ekkert óeðlilegt að það sé þó hann sem eigi þessar fimm stoðsendingar, en ekki maðurinn fyrir framan hann.

    Ég hef ekkert á móti Insua, og vinstri bakverðir eru bara vandfundnir í dag. En það verður nú bara samt að viðurkennast að það eru nokkrir hlutir sem takmarka þennan leikmann, og ég var alltaf miklu hrifnari af Aurelio í þessari stöðu.
    En ég tek þó undir það, að Insua er búinn að þurfa að spila miklu meira í vetur en hann hefði átt að þurfa að gera, og kanski spilar það eitthvað inní hjá honum… en það skal enginn segja mér, að hann taki ekki þessu tækifæri fagnandi 😉

    Insjallah…Carl Berg

  34. Insjallah – Carl Berg. Mér heyrist þú nú vera að bjóða upp á ágætis rifrildi um Insúa, sem by the way var ekki með í dag;) Skemmtilegt að fara þá að ræða hann.
    Eníhú, ég er með ykkur báðum og Einari líka í liði. Hann er hugsanlega eitthvað ofmetinn hjá okkur því hann er ekki sterkur varnarlega. Það er Glen Johnson ekki heldur. Insúa er hins vegar hinn ágætasti sóknarlega, á oft ágæta krossa. 21 árs leikmaður er ungur og óreyndur og hann hefur spilað of mikið á þessu tímabili. Yfirleitt verða varnarmenn betri með aldrinum – blómstra seinna en t.d. sóknarmenn og ég hef ekki miklar áhyggjur af framtíðarvarnarlínu Liverpool með Insúa, Agger, Skrtel (ef hann verður ekki eins og í vetur) og Johnson sem byrjunarmenn næstu árin. Ég er viss um að Benítez hefði viljað hvíla hann meira og láta Aurelio taka töluvert meira af leikjum en hann hefur gert en við vitum hvernig það hefur allt farið. Það er ekki þar með sagt að það þurfi ekki að kaupa vinstri bakvörð, jú, þess þarf. Er ekki Aurelio á förum í sumar?
    Hvort sá bakvörður verði hugsaður sem byrjunarliðsmaður eða til að berjast við Insúa um stöðuna þarf fjármagnið að ráða en það er óvarlegt að ætla Agger – sem ætti að vera fyrsti haffsentinn okkar – um að vera back up og þurfa því stöðugt að riðla varnarlínunni ef Insúa meiðist.

    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  35. Make no mistake Ívar, að í fyrsta lagi þá er ég ekkert að fara að rífast um, eða við neinn, og í öðru lagi, þá treysti ég bæði Magga og mörgum öðrum til að ræða þetta á málefnanlegan hátt, án þess að úr verði rifrildi. Nema Babú auðvitað.. hann þarf alltaf að haga sér eins og fífl 😉

    En annars er svo sem ekki mikið hægt að ræða þennan leik, þó svo að hann hafi unnist sannfærandi, og því alveg eins gott að spjalla aðeins um vinstri bakvörðin okkar, enda enginn með einhvern rekum Rafa grátkór eða Lucas tuð… Það eru líklega flestir búnir að fá nóg af slíku í bili.

    Ég hrósa Insua oft og iðulega enda fínn leikmaður. En eins og ég benti á að ofan, þá eru nokkrir hlutir sem takmarka hann, og ég væri til í að sjá þessa stöðu styrkta sem fyrst. Þó ég geri mér fulla grein fyrir því að slíkt verður erfitt á næstunni.

    Insjallah…

    Carl Berg

  36. Ég tók einmitt eftir þessu með Gerrard, ég get ekki túlkað þetta öðruvísi en svo að hann ætli að taka þátt í því stóra verkefni sem er framundan

  37. Var það einhverntíman í stöðunni að Gerrard væri á leiðinni burt? Það hefur allavega alveg farið framhjá mér!

  38. Nei, alls ekki svo ég viti en það var í umræðunni hér að e.t.v. væri það best fyrir klúbbinn að hann færi.

  39. Mér fannst þetta mjög tíðindalítill leikur og sérstaklega lítil spenna hjá West Ham miðað við stöðu þeirra í deildinni.

    Skrifast eitthvað af því hvað voru fáir á leiknum á flugleysið? Heyrðist virkilega meira í West Ham áhangendum í gær?

    Green hlýtur að vera einn lélegasti markmaður deildarinnar. Hann er í harðri baráttu við Kirkland um hvor er lélegasti enski markvörðurinn.

    Ég er ekki mesti Kuyt aðdáandinn og ég gær prófaði ég loka augunum í 5 sekúndur í hvert skipti sem Kuyt fékk boltann og í svona 90% tilvika var Liverpool ekki með boltann þegar ég opnaði augun aftur.

    Annars fannst mér Gerrard góður í gær og botninn datt alveg úr leiknum þegar hann fór útaf. Það er líka eitthvað heillandi við Kyrgiakos. Ekki taglið samt.

  40. svekkjandi… búið að opna flugvelli í Bretlandi og liðið hefði því sennilega getað flogið í kvöld frekar en að fara í þetta tímafreka ferðalag sem þeir fóru í í dag

Liðið komið

Atlético Madrid á Vicente Calderón