Birmingham – Liverpool – 1-1

Verkefni dagsins var erfiður útileikur gegn sterku liði Birmingham, einn erfiðasti útileikur sem eftir er í ár. Til að leysa þetta verkefni var kallað eftirfarandi leikmenn til:

Byrjunarlið:

Reina

Johnson – Carragher – Kyrgiakos – Insua

Lucas – Gerrard
Rodriguez – Kuyt – Benayoun
Torres

Bekkur: Cavalieri, Agger, Aquilani, Babel, Ngog, Degen, Mascherano.

Mascherano, Agger og Babel fengu hvíld og það sást á leik liðsins í fyrri hálfleik sem var alveg einstaklega rólegur, hvort sem ég horfði á hann með rússneskum eða portúgölskum lýsendum (sem voru þó öllu sprækari). Það vantaði ekki að Liverpool var með boltann nánast allann fyrri hálfleikinn og komst svo sem stundum næstum því í færi, en þessi þriggja manna sókndjarfa miðja var alveg afskaplega hæg og hugmyndasnauð, eitthvað sem við höfum fengið að sjá of oft í vetur og það bara gengur ekki gegn þéttu liði Birmingham. Ég man ekki eftir því að við næðum einu sinni að fara upp kantinn í fyrri hálfleik og ekki voru samherjar Torres mikið að finna hann í lappir, ef þeir þó gerðu það var hann jafn harðan sparkaður niður eins og virðist bara vera fullkomlega löglegt í Englandi.

Helsta hættan sem ég man eftir úr fyrri hálfleiknum var að Gerrard reyndi nokkrar langar sendingar á vin sinn frá Spáni sem hann náði ekki að koma fyrir sig og síðan áttum við eina mjög góða skyndisókn sem úr varð langbesta færi fyrri hálfleiks. Reina náði boltanum eftir sókn þeirra bláu, kastaði strax á Kuyt sem fann Benayoun óvaldaðan á miðjum vallarhelmingi Birmingham, hann sendi út á kantinn á Torres sem kom strax með boltann fyrir á Maxi sem var einn á móti markmanni en skotið var vel varið af Joe Hart í markinu. Eftir þetta hrökk smá líf í Birmingham menn og þeir áttu nokkur hálffæri.

Besti leikmaður fyrri hálfleiks var líklega bara Rauði Herinn sem hljómaði hátt og snjallt allann tímann á meðan aðeins einu sinni heyrðist í stuðningsmönnum heimamanna. En þeir tóku Arsenal lagið í smá stund eftir eitt skiptið sem Torres var sparkaður niður og héldu síðan áfram að “syngja” þennan slagara í hvert skipti sem Torres fékk boltann.

Seinni hálfleikur byrjaði hinsvegar með látum, Liverpool fékk hornspyrnu á hættulegum stað sem fyrirliðinn okkar tók, sú spyrna var ekki betri en svo að Birmingham skallaði út. Þar var Glen Johnson óvaldaður og virtist ætla hlaða í skot, hann tók annaðhvort þetta skelfilega skot eða átti þessa fínu sendingu aftur á Gerrard, boltinn fór allavega á Gerrard sem sólaði einn og smellti boltanum síðan í fjærhornið, 0-1 Liverpool og Gerrard virkaði alls ekkert ósáttur með þetta mark.

Adam var þó ekki lengi í paradís, nánast upp úr þurru jafnaði Birmingham á steinsofandi vörn og hikandi markmann Liverpool. McFadden var með boltann á hægri kannti, sneri sér við og sá gott hlaup frá Liam Ridgewell á fjærstöng. McFadden kom með sendingu fyrir á Ridgewell sem virkaði rangstæður, hann fékk boltann þar sem Reina hikaði og fór ekki í úthlaup á boltann og eftirleikurinn því auðveldur, 1-1 og það afar svekkjandi svo ekki sé talað um dæmigert fyrir þetta tímabil.

Fyrsta skipting leiksins kom síðan á 62.mín og hún var allavega við fyrstu sýn með öllu gjörsamlega óskiljanleg, N´Gog kom inná fyrir Torres sem virkaði bæði hissa og ekki rassgat meiddur.

N´Gog var reyndar nokkuð líflegur þegar hann kom inná og var rétt búinn að skalla í netið mjög stuttu seinna. Strax í kjölfarið kom DAUÐAFÆRÐI hjá Birmingham, Ridgewell kom með sendingu fyrir á Bowyer sem hitti ekki boltann fyrir opnu marki.

Á 70.mín var loksins komið að fyrstu skiptingunni á þessum þremur sóknarmiðjumönnum okkar, Babel kom inn fyrir Benayoun og jók við það hraðan á sóknarleik liðsins um 50%.

Á 72.mín var Bowyer eitthvað að gaufa með boltann við vítateig Birmingham, Kuyt vann af honum boltann, sendi á Maxi sem kom honum á N´Gog sem var í fínni stöðu en fast skot hans af markteig fór rétt framhjá, tvö hættuleg færi hjá N´Gog eftir að hann kom inná.

Þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fór Dirk Kuyt síðan loksins útaf vellinum og inná í hans stað kom síðasta skipting okkar Alberto Aquilani. Stuttu seinna kom gott færi sem Babel og N´Gog sköpuðu fyrir Maxi, en skot hans fór í Ridgewell. Joe Hart var búinn að fleygja sér og hefði ekki átt séns í þennan bolta. Þrem mínútum fyrir leikslok fékk Rodriguez síðan ennþá betra færi en hann skaut hátt yfir af markteig.

Þetta var dæigert fyrir þennan seinni hálfleik og við náðum ekki að breyta þessu ömurlega jafntefli í sigur og með svona frammistöðu og úrslitum er Liverpool ekki að fara hafa betur í baráttunni við stóra liðið frá Manchester um 4.sætið.

Mjög svekkjandi úrslit enda Liverpool mun betra en Birmingham í þessum leik, það sem helst fór í taugarnar á undirrituðum í þessum leik var þessi steingelda þriggjamanna sóknarlína fyrir aftan Torres í dag, meðal svisslendingur hefði boðið upp á fleiri hugmyndir heldur en þessir þrír gerðu mest allann leikinn. Skiptinguna á Torres skil ég ekki ennþá því Torres er hættulegri en allir aðrir hjá klúbbnum jafnvel þó hann sé bara á 50% styrk.

Þessi leikur gegn Birmingham var erfið prófraun sem við þurftum að standast og ég bara get ekki sagt að þetta jafntefli séu góð úrslit.

Babú

94 Comments

  1. Jæja Benitez aðdáendur, getið þið útskýrt hvað skiptingin á Torres átti að þýða………mér er algerlega hulið hverju hún átti að þjóna. Mér rennur í grun að við hefðum unnið þennan leik ef Torres hefði verið inná til að nýta þessi færi sem Ngog klikkaði á, 3 talsins.

  2. Benitez er búinn að tapa þessu liði. Þegar bestu leikmenn liðsins hafa ekki skilning á því hvað maðurinn er að gera þegar við erum í miðjum leik þá getur hann ekki verið rétti maðurinn í starfið.

    Og ef að afsökuninn er að hvíla hann fyrir leikinn á fimmtudaginn þá vil ég láta reka hann STRAX!!! Mun mikilvægara að ná 4.sætinu heldur en evrópudeild.

  3. Eins og einhver sagði þá eru margir snillingar misskildir. Ekki síst leiðtogar. Var ekki Jesú krossfestur á páskum?

  4. Miðað við svipinn á Gerrard og Torres þá getur maður verið nokkuð öruggur um að þeir séu ekki sáttir við þessu ömurlegur og huglausu skiptingu.
    Benitez má fara til fjandans fyrir mér.

  5. Sælir félagar

    Oft hefur maður verið furðu lostinn á gerðum RB í skiptingum og öðru slíku í gegnum tíðina. En í þessum leik lýsti hann því yfir að hann væri búinn að gefast upp á 4. sætinu. Líkamstjáning og svipbrigði fyrirliðans og Torresar þegar honum var skipt útaf sögðu allt sem segja þarf um þessar aðgerðir RB.

    Ég er hneykslaður, sár og uppgefinn á þessu. Ekkert getur skýrt þessa ákvörðun nema það sem Gunnar Ingi kallar svo oft. RB skortir pung. Hvort hann er með rifu í klofinu veit ég ekki en það að gefa leikinn og ætla sér bara að hanga á jafntefli segir allt sem segja þarf.

    Frammistaða Benayouns og Johnsons var kapítuli útaf fyrir sig og ef RB hefði ætlað sér að vinna þennan leik hefði hann skipt Benna útaf í hálfleik og sagt Johnson að vinna meira upp kantinn. Hann var hvort sem er lítið að gera í vörninni nema gefa þetta eina mark.

    Það er nú þannig

    YNWA

  6. Torres var gjörsamlega uppgefinn. Hann hljóp hægar en Carr á tímabili.

    Skiptingarnar hans Rafa sköpuðu þau færi sem við þó fengum. Í alvöru, skoðið tölfræðina fyrir skiptingarnar og svo eftir skiptingarnar áður en þið úthrópið Rafa sem ASNA og RÆFIL

    Maxi, Babel og N’Gog fengu allir dauðafæri í dag. Sumir hverjir fengu þau fleiri en eitt. Og auðvitað áttu þeir að klára þau. Þeir voru óheppnir að gera það ekki – þeir heðfu líklega klárað þau í 7 af hverjum 10 skiptum. Torres hefði líklega klárað þau í 9 af hverjum 10 skiptum. En eins og Torres var að spila í dag, þá hefði hann aldrei komið sér í þessi færi

  7. Það þarf ekkert að skrifa skýrslu um þennan helvítís leik, þetta var ömurlegt frá upphafi til enda og það er bara einn maður sem ber ábyrgð á því..Rafa Benitez. Þetta var spilað upp í hendurnar á Birmingham, með tvo hafsenta sem geta ekkert annað en að þruma boltanum langt og Lucas og Gerrard saman á miðjunni. Ég hef hingað til varið Lucas en hann á ekki að vera aðalmaðurinn á miðjunni í svona leikjum. Babel er í banni á fimmtudaginn og því óskiljanlegt að hann hafi ekki byrjað þennan leik. Það var svo greinilegt strax í byrjun í hvað stemmdi, það var akkúrat engin pressa sett á Birmingham og engin ákefð í leik Liverpool, það er Rafa sem leggur línurnar og hann á sökina á þessu. Að taka Torres útaf í stöðunni 1 – 1 sýnir svo að hann er alveg búinn að tapa því. Það er greinilegt að áherslan er á að komast áfram í B-keppni Evrópu, þvílíkur helvítis skandall.

    Ég vill Rafa í burtu strax og ef ég væri Torres eða Gerrard myndi ég ekki einu sinni hleypa honum upp í liðsrútuna. Eftir svona skandal getur hann bara tekið lestina til baka.

  8. Og viðbrögð Gerrards þýða bara eitt í lauslegri þýðingu: Lið með metnað, komið og bjargið mér!

  9. Og ég neyðist til að fara í mat hjá Tengdó eftir að hafa horft á þetta helvíti?! Ekki nóg með það að eyða tveimur tímum í að horfa á pirrandi pungleysi Liverpool þá er tengdó hörmungar kokkur sem eldaði spes svínakjöt bara fyrir mig.

    Eins og það sé ekki nógu ömurlegt að maður þurfi að jappla á þeim bitra raunveruleika að Liverpool verði ekki í meistaradeildinni á næsta ári.

  10. Það var vitað mál að þetta yrði erfiður leikur, Birmingham eru mjög erfiðir heim að sækja. Ég er ánægður með baráttuna sem liðið sýndi á lokakaflanum og með smá heppni (og sérstaklega með Torres inná) þá hefðum við unnið leikinn. Nenni ekki að ræða þennan leik frekar, sanngjörn úrslit að mínu mati en hundfúllt að taka samt ekki 3 stig.

    Nú verð ég að segja nokkur orð um stjórann okkar.

    Þessi skipting hjá honum, að taka Torres útaf þegar 25 mín eru eftir af leik sem stendur 1-1 er algerlega fáránleg, að taka mann sem er nánast 100% öruggt að skori er stjórnunarlegt sjálfsmorð!
    Það sem er þó sorglegra en skiptingin sjálf er sú staðreynd að hann var búinn að ákveða að spila Torres í 65 mín löngu fyrir leik! Og til hvers?
    Jú til að hvíla hann fyrir heimaleik gegn Benfica eftir 4 daga, 4 fokking daga! Að mínu mati undirstrika viðbrögð þeirra Torres og Gerrard algerlega hversu fáránleg þessi skipting var.
    Hefur Rafael Benitez ekki áhuga á því að vera í CL á næsta ári?

    Ég á bara ekki orð.

  11. Jæja drengir….
    Þessi leikur gerði útslagið með 4 sætið … við erum út úr þeirri mynd ! og RB má fara, og ef ekki það má reka hann núna !
    Við þurfum líka að losna við eignarhaldsaðila liðsins, og fá e-h sem hafa pening og vilja til að keppa við “stóru” liðin. RB er liðin tíð, tími kominn á að stokka upp og henda leikmönnum eins og N’Gog, Benayon, Kuyt, Riera, og jafnvel fleirum t.d fyrirliðanum sem mér finnnst ofmetinn og megi selja ef hann vill fara, og alminnileg upphæð fæst!
    .. Óskalistinn minn er að minnstakosti : David Villa, David Silva, Arda Turan, og Milan Jovanovic .. hið minnsta … og ég væri til í að sjá Jose M taka við liðinu ..

  12. Jose mourinho er alveg skælbrosandi yfir þessari himnasendingu sem rafa sendi honum í dag , ekki nóg með að hann var að færa honum gerrard á silfurfati þá fylgir væntanlega eitt stykki torres með í kaupunum . ef ég væri að stýra einhverju liði í dag þá myndi ég faxa tilboð í þá báða strax í dag .

  13. Það er eins og Rafa vilji verða rekinn og ætli að skilja eftir sig sviðna jörð.

  14. Alveg sammála að þetta var mjög skritin skipting, en liðið fannst mér vera að skapa sér mun meira af færum eftir skiptingarnar heldur en fyrir, Ngog var að búa til hætuleg færi sem er meira en Torres gerði. Verð örugglega kallaður ýmislegt fyrir þetta en persónulega fannst mér þetta tap skrifast á mjög lélega nýtingu á færum, sem er leikmönnum að kenna en ekki Benitez.

  15. Fyrir það fyrsta þá var það með ævintýralegum ólíkindum að láta ekki Ryan Babel, sem er búinn að vera góðu formi undanfarið, byrja inná gegn 100 ára fitubollunni Carr. Hann hefði tætt hann í sig. Babel var líka óþreyttur og í banni í næsta leik þannig að það var ekki verið að hvíla hann. Getur einhver útskýrt þetta?

    Varðandi skiptinguna á Torres, hver ætli rökin hjá manninum hafi verið? Heldur hann því fram að sigurlíkurnar myndu aukast með því að hafa ekki sjóðheitan besti framherja í heimi inni á vellinum? Er B-evrópukeppni mikilvægari en að komast inn í meistaradeildina. Getur það virkilega verið? Þessi eina skipting var heimskulegri en allt það vitlausa sem Gerard Houllier gerði allan sinn feril hjá félaginu.

  16. Klinsman, þú segir að sæmilegur stjóri með mannskap hefði rústað þessum leik….. Semsagt Fergusons, Wenger og Ancelotti eru ekki sæmilegir þjálfarar? Veit að þessi úrslit eru hrikalega svekkjandi, en öndum aðeins og hugsum áður en við tökum eitthvað reiðiskast á bloggsíðum, ótrulegt hvað sumir eru að missa út úr sér hérna…..

  17. þarf liðið ekki að borga honum skaðabætur ef að hann verður látinn fara …. held að það sé bara planið hjá honum að klúðra öllu og labba svo bara í burt með 15 millz

  18. Eftir þennan leik verðum við að vona að við vinnum alla leiki okkar,(Aðeins Chelsea eftir af liðunum sem eru í topp 8 ) og vona að Man City tapi meira en 7 stigum Tottenham tapi meira en 6 stigum og að Aston Villa tapi meira en 2 stigum.

  19. Stuðningsmenn annara liða hlæja og segja,” vonandi verður Benitez þarna þangað til hann drepst” . Þetta er bara djók. Þessi maður verður að fara.

  20. Til að eiga séns á 4 sætinu þarf kjark og það þarf að spila sóknarbolta. Og…nota þá leikmenn sem eru líklegastir til að skora! Er einhver sem getur sagt mér núna hvers vegna maður ætti að hafa trú á að Rafa geti landað 4 sætinu í ár, eins og hann lofaði.

  21. @19. Ég man nú ekki eftir Birmingham-ManUtd en mér finnst ólíklegt að Rauðnefur tæki Rooney útaf í stöðunni 1 – 1 og 25 min eftir. Það skiptir akkúrat engu máli hvort að Torres er þreyttur eða þungur, hann er alltaf líklegastur til þess að skora.

    Það er alveg rétt að Birmingham er ekkert lélegt lið en þessi frammistaða hjá Rafa sýndi svo greinilega hvaða keppni er númer 1 hjá honum og mér finnst það einfaldlega ekki boðlegt.

  22. Ég viðurkenni að ég var hissa að sjá Torres tekinn útaf en hver segir að við hefðum unnið leikinn með hann inná ? Við hefðum allt eins getað tapað honum því ekki vorum við að gera mikið með Torres inná og ég var ánægður með Ngog þessar 25 mínútur sem hann fékk og það var bara óheppni að hann eða Maxi skoruðu ekki sigurmarkið.

  23. Er á ritstjórnarvakt hér í dag og er nú þegar búinn að klippa af ansi marga dónapósta.

    Það hefur verið margrætt hér að það er ekki liðið að kalla menn ónefnum eða vera með skítkast þrátt fyrir slæmt gengi og við höfðum nýlega látið vita að við ætluðum að vera harðari en áður í því að forða þessari síðu frá því að vera útrás fyrir dónaskap og niðurbrot á Liverpool FC og þeim sem þar starfa.

    Menn hljóta að geta ventlað reiði sína, sem er skiljanleg, án þess að nota dónaskap!!!

  24. Ég er nú svolítið hissa á því að komment # 6 fái að standa 😉
    Annars lýsa kommentin best þeim sem þau rita.

  25. Fyrst, af hverju koma nær 100 komment í hvert skipti sem okkur gengur ílla en þegar við vinnum leiki þá ná þau varla 70????? Hafa þeir sem koma hingað inn og garga “Rafa burt” ekki pung til að taka þátt í umræðu eftir góða sigurleiki?

    Ég held að Yossi hafi byrjað vegna þess að hann hefur verið meiddur og hefur þar af leiðandi ekkert spilað, þess vegna spilaði hann ca. 70 mínútur. Innkoma Babel gerði liðinu mjög gott og því tel ég ekki hægt að segja að þessi taktík hafi ekki gengið eftir.

    Lucas og Gerrard á miðjunni, ég er ekki viss hvort við höfum grætt á því að hafa þá þarna saman eða ekki. mér fannst Gerrard t.d. vinna vel en samt fannst mér það vanta eitthvað uppá hjá honum sé mið tekið af því að hann er kallaður Captain Fantastic. Lucas stóð sig ágætlega, sinnti varnarskyldum sínum vel og spilaði boltanum vel frá sér.

    Maxi átti stórgóðan leik en guð minn góður hvað ég öskraði á skjáinn þegar hann klikkaði úr dauðafærinu. Erfitt færi en maðurinn er að fá miljónir á viku fyrir þetta og finnst mér hann eigi að setja þessa tuðru í netið.

    Soto og Carra stóðu vaktina vel.

    Johnson og Insúa… báðir áttu góðan leik þegar komið var yfir miðju en þegar þeir komu nær vítateig okkar fannst mér þeir hefðu átt að gera betur. Markið sem við fengum er hægt að setja á Johnson og marktækifæri Bowyer er hægt að setja á Insúa (hann var kominn allaleiðina yfir á hægri kantinn).

    Reina átti skítsæmilegan dag, dreifði boltanum vel EEEEEEENN, mér fannst hann hafa átt að vera kominn í betri stöðu í markinu.

    Torres og skiptingin?!?!?!?! Það er spurning hvað Benitez vildi fá með skiptingunni en ég held að hún hafi ekki verið svo misheppnuð. Ngog komst strax í gott færi og átti svo annað hálfdauðafæri stuttu seinna, en því miður fór boltinn ekki inn. Ef ég lít til þess að Torres var farinn að draga sig fullvel útá kantana og hvernig Ngog spilaði (mun meira í og við teiginn) held ég að skiptingin hafi ekki verið svo vitlaus en það er alltaf lotterí að taka útaf langlíklegasta markaskorarann sama þótt hann hafi átt ekki svo góðann leik.

    Aquilani kom of seint inn tel ég. Ég held að hann sé leikmaður sem þarf allavega 10 mínútur til að komast inn í leikinn og vegna þess að hann kom of seint inn hafði hann ekki tíma til að gera eitthvað af viti. Bölvuð óheppni samt að hann skuli hafa verið fyrir skotinu hjá Maxi en svona er þetta bara því miður.

    Ég held að við séum því miður dottnir úr keppninni um fjórða sætið, en ef ég á að vera sanngjarn þá eigum við það í raun ekki skilið enda höfum við ekki spilað nægilega vel.

  26. Vandinn við okkur Liverpool menn er að við gerum ráð fyrir sigri í hverjum leik. Við ætlumst til að sigra. Við erum keppnismenn og höldum með sigursælu liði aftur í aldir. Þess vegna erum við frekar óvanir ósigrum og þolum þá ekki. Við hötum ósigur. Við gerum kröfur. Við gefum engan afslátt. Við erum líka óvanir kjarklausum þjálfurum og viljum bara bola og punga. Sumir kalla það djörfung og dug. Þannig er fótboltinn. Hann krefst hörku og snerpu. En síðustu 10 ár hafa verið frekar bola- og punglaus. Það hefur verið okkar hlutskipti of lengi. En vonandi vænkast hagur með sumarsól, nýjum eigendum og nýjum stjóra. Ef við ætlum að taka þátt í alvöru keppni þá þurfum við að hegða okkur í samræmi við það. Það þurfa allir að skilja. Með öðrum orðum: Live or let die. Hvort á það að vera?

  27. ÓHJ. Maður bara tekur ekki MATCH WINNER útaf þegar þú VERÐUR að vinna leikinn! Sama hversu vondan dag svona maður á og hversu lítið hann hafði fengið af færum og verið í boltanum yfir höfuð þá þarf svona maður bara eitt færi til að klára leiki.

    Það er allavega mín skoðun

  28. 27 Muller, ef þú setur fram skoðun þína með sóðakjafti og leiðindum máttu það ekki en ef þú ert kurteis og sýnir virðingu þá held ég að það sé ekki neitt því til fyrirstöðu að skoðun þín fái að standa.

  29. Er ekki leyfilegt að segja sína skoðun hér? ef ekki er þetta marklaus síða!!!!

  30. Þar með er undirskrifaður búinn að miss trúnna á Benites, skrifa þetta tap á steingelt byrjunarlið.

  31. Versta og leiðinlegasta leiktíð ever Eg svo sannarlega vona að Rafa segi af sér um leið og síðasti leikurinn á leiktíðinni endar.Skiptir engu hvort við vinnum euro cup og náum 4 sæti undir stjór benitez verður liverpool alltaf einu skrefi á eftir hinum topp liðum í Evrópu.Ég nenni ekki að horfa meira á ensku deildina er gjörsamlega búin að æla öllu þvi sem ég get ælt ég mun fylgjast með Euro cup og að sjálfsögðu styð ég LFC til sigurs.En í sumar þá þarf stórar breitingar og við skulum vona að það komi þjálfari sem nær að sannfæra torres og gerrard að fara ekki.Benitez er búin á því ég er á þeirri skoðun að hann er að láta reka sig til að fá þessar 15M fra Könunum kannski það sé að hann vill ekki vinna fyrir þá og er að stefna af því að selja liðið á miklu minni money en það kostar.Láta þá finna aðeins fyrir þvi ég myndi lika halda að liverpool myndi fara í miklu meiri money ef við værum í CL

  32. OK, sjálfsagt að gæta einhvers hófs í orðbragði en samt… við megum heldur ekki láta eins og við séum að tala um heilagan mann eða mömmu einhvers þegar við ræðum um Benites.

  33. Þegar Torres spilar illa er fínt að segja honum að hundskast útaf! Ég viðurkenni samt að ég hefði frekar hent Kuyt útaf fyrir Ngog sem var drullusprækur, Aquilani átti að koma fyrir Lucas og Babel fyrir Benna. Þessar skiptingar áttu að koma um leið og Birmingham jafnaði.
    Mér fannst Ngog betri en Torres í leiknum, eins fáránlega og þessi setning hljómar…

    Steven Gerrard var að mínu mati gjörsamlega vonlaus fyrir utan markið sem hann gerði vel. Hann hætti að spila um leið og Torres fór útaf, drap spilið með lélegum sendingum sem oft rötuðu á óvininn.

    Skil ekkert í dekkingu Maxi í markinu því Kuyt var kominn á vinstri væng eftir hlaup minnir mig og þá hlutverk Benna eða Maxi að skipta yfir. Maxi er síðan í teignum og enginn fylgir hlaupi Ridgewell sem ég er handviss um að hafi verið kolrangstæður.

    Lélegt lið Liverpool klúðraði öllum færum og átti ekki rassgat skilið úr þessum leik.

    RB fær falleiknunn hjá mér fyrir uppstillingu og skiptingar og er sammála því að ef maðurinn er að hugsa um Benfica leikinn er hann að taka stórt feilspor. Ég væri til í að vera fluga á vegg í klefanum eftir leik.

  34. Klinsmann

    • Er ekki leyfilegt að segja sína skoðun hér? ef ekki er þetta marklaus síða!!!!

    Sjáðu Nr. 24.

    Þetta eru ekki flókin fyrirmæli!

  35. Afhverju í ósköpunum voru ekki Aquilani og Babel í byrjunarliðinu í staðinn fyrir Kuyt og Lucas

  36. Snýst ekkert um mömmu Benitez.

    Orðbragðið er það sem við horfum á, en ekki skoðunin. Menn eru jafnvel farnir að leggjast svo langt að kalla stjórann þeim nöfnum sem einungis aðdáendur Scum og varaliðsins í Liverpoolborg gera!

    Það verður ekki liðið á stuðningssíðu eins og þessari!

  37. Enn og aftur klórar maður sér í hausnum yfir Benitez…Hví þarf að flækja hlutina svona..Liðið spilar tvo sína bestu leiki á móti Portsmouth og Sunderland..Einhver hefðu hugsað sem svo að þarna væri komin blandan sem liðið þurfti..Nei þá þarf að fara flækja hlutina…Af hverju ekki að stilla upp sama liði og byrjaði á móti Portsmouth?..Ok þetta var útivöllur.en síðast þegar ég vissi, spila áhorfendur ekki inn á vellinum..Það eru bara 22 inná vellinum eins og heimaleikjunum…
    Ferlega hlýtur Benitez að kvíða fyrir Benfica leiknum….Hann þarf að stilla liðinu upp til þess að vinna…

  38. Benites var ánægður með frammistöðu liðsins og sagði að Torres hefði verið búin á því.þetta lýsir hans ranghugmyndum um þennan leik en samt má EKKI gagnrýna hann hér

  39. það virðist vera erfitt fyrir stjórnendur þessarar síðu að viðurkenna það að benites er búinn að vera og var það áður en þessi leiktíð byrjaði, en þeir virðast enn rembast eins og rjúpan við staurinn við að verja þennan mann og nú með því að banna mönnum að tala illa um hann ?? nú bara spyr ég og vonast til þess að fá svör frá ykkur stjórnendur hvernig er hægt að tala vel um mann sem búinn er að koma liðinu okkar í skítinn ????

  40. Ummæli nr. 40 eru hlægileg, sýnist 90% ummæla hér gagnrýna Rafa og þau standast skoðun.

    Að sjálfsögðu hafa menn rétt á að gagnrýna Benitez í dag og það gerði Babu í skýrslunni og ég hef nú þegar gert það í kommenti. Vandinn er að sumir nota þannig málfar að það er síðunni til vansa og svoleiðis póstar verða ekki liðnir.

    Bara stofna sína síðu eða að fá útrás á Facebook fyrir svoleiðis. Verður ekki á kop.is.

  41. boggi tona.

    Sjáðu svar mitt, það er líka til þín. Við bara sjáum ekki þörf á því að kalla manninn þeim nöfnum sem sumir hér velja. Ótrúlegt að menn velji sér bloggsíðu stjórnað af öðrum til að fá slíka útrás og reikna bara með að slíkt verði bara hafið upp til skýjanna!!!

    Reglurnar hér eru skýrar og við ætlum að framfylgja því!!!

  42. @BoggiTona. Það er enginn að banna mönnum að gagnrýna Benitez. Það er hins vegar þannig að sumir sem koma hingað til að gagnrýna hann virðast ekki hafa vitsmuni til að gera það, heldur spúa bara illa stafsettum fúkyrðum og viðbjóði yfir hann og aðra. Það er ólíðandi. Ég er auðvitað reiður yfir því hvernig Benitez og liðið stóð sig í dag, en ég held þó allavega ró minni og þegar ég hef tíma og nennu þá kannski skrifa ég hvað mér finnst um leikinn.

  43. Benitez on the game: “It was a great performance, we had a great chance in the first-half and in the second-half you can see at the end we have a lot of chances. It was a silly goal, when you concede, it is not the best but in this way it’s the worst. The reaction of the team was good, we were attacking and creating a lot of chances. We are disappointed because it was a good performance.”

    Liverpool boss Rafa Benitez on the decision to take off Torres: “He was exhausted, we played 60 minutes with 10 players the other day. Ngog was good for us because he was a pair of fresh legs. His movement was good for the team.”

    En og aftur finnst manni eins og maður sé ekki að horfa sama leik og herra Benitez!!!! Vantar klárlega allavega 5 nýja leikmenn eins og herra uppgefinn ( Torres ) benti á fyrr í vetur!!!!!

  44. Sammála Stjána hér.

    Vandinn er auðvitað að ungir menn eins og Lucas, Insua og N’Gog þurfa að leika alltof stór hlutverk vegna þess að við höfum ekki getað keypt gæðaleikmenn.

    Chelsea vann 7-1 með Drogba á bekknum og United 4-0 með Rooney á bekknum. Allir þessir þrír ungu menn eru þrælefnilegir og N’Gog kom sér í góð færi, fleiri en Nando gerði í dag.

    En það vantar heimsklassaleikmenn í Liverpool, sérstaklega í stöðurnar aftan við Torres…

  45. 40 og 41 er ykkur algerlega sammála, mér finnst að við verðum að geta sagt okkar skoðun á íslensku án þess að verða strikaðir út.Varðandi leikinn þá hljóta allir alvöru púlarar að vera búnir að sjá að þessi maður hentar ekki LIVERPOOL(passa málfarið) og er kominn tími á nýjan mann í brúnna

  46. Er sammála flestu sem hér hefur verið sagt. Þessi umdeilda skipting er að mínu mati röng. Ekki röng fyrir það að Ngog hafi ekki átt að koma inn á og hafi ekki staðið sig vel (sem hann gerði), heldur röng fyrir það að Torres átti ekki að fara út af. Við ÞURFTUM að skora, jafntefli skilar okkur litlu sem engu. Ég hefði því viljað varnarmann út og Ngog inn með Torres í stöðu þar sem þurftum að skora og þurftum að vinna og ég held að það hljóti að vera hægt að fullyrða það að slík skipting hefði verið eitthvað sem maður myndi ætla að þjálfari liðs sem nauðsynlega þarf að vinna leikinn myndi gera. Sæi t.d. Ferguson varla taka Shrek útaf og setja búlgarann inn á í sömu stöðu og við vorum í í dag.

    Ég veit ekki með ykkur en ég sé ekki oft skiptingar hjá öðrum stjórum toppliðanna sem virka algjörlega á skjön við leikinn og gjörsamlega óskiljanlegar. Eina tilvikið sem ég man eftir var í undanúrslitum meistaradeildarinnar þegar Morinho tók út sóknarmann og setti Ronald Huth inn á lokamínútunum þegar þeir þurftu að skora mark. Kannski er það bara ég en mér finnst ég alltof oft vera að pirra mig á þessum hlutum með RB. Þetta fær mig jafnan til að efast um hvort RB sé einfaldlega maðurinn í þetta djobb. Það verður fróðlegt hvað gerist í sumar.

  47. Póstar #47 og #48 eru t.d. góð dæmi um vel máli farnar athugasemdir sem lýsa nákvæmlega sömu skoðun og sumir skítkastpóstarnir, og eiga að sjálfsögðu að standa óáreittir….

  48. Ég missti andlitið þegar Torres var tekinn útaf. Hverjum dettur í hug að taka sína stærstu stjörnu útaf en ætla samt að vinna leikinn? Ásakanir um kjarkleysi Rafa, eða skort á tilteknum karlmansslíkamsparti, hljóta að dvína því það þarf gríðarlega sterk bein til að framkvæma svona skiptingu. Eða vera alger vanviti í knattspyrnufræðum en árangur Rafa talar sínu máli (Valencia, Istanbul …).

    En hvað gerðist eftir skiptinguna? Allt í einu fengum við færi og fórum að sækja meira. Ef menn skoða þetta hlutlaust var liðið mun beittara með Ngog inná. Menn verða því að leita annað til að finna skýringar á sigurleysinu.

    Það mætti spyrja af hverja Babel byrjaði ekki inná, af hverju kom Aqualani ekki fyrr inná o.s.fr. Að mínu viti vantaði einhven neista í liðið í fyrri hálfleik en síðan fengum við færin án þess að nýta þau. Þetta bara datt ekki með okkur í dag.

    En hvað um það. Úr því sem komið er verðum við að vinna Evrópudeildina. Ég myndi a.m.k. ávallt vilja skipta meistaradeildarsæti út fyrir þann bikar. Bikar er bikar og fótbolti snýst að miklu leyti um hver getur talið flestu titlana.

    YNWA

  49. Sælir félagar

    Ég er sammála ritstjóranum(?veit ekki hvort þetta er rétt orðalag?) um að menn eigi að halda sig innan siðferðismarka í orðavali. Ég er líka sammála Hafliða um komment nr. 6 😉

    Hitt er ljóst að skiptingar RB voru í besta falli sérkennilegar. Einnig er einkennilegt að Babel byrjaði ekki þennan leik. Það er líka athyglivert að RB skuli ekki leggja upp með að vinna þennan leik, þ.e. leggja allt í sölurnar fyrir vinning og setja leikmönnum það fyrir að skora bara fleiri en andstæðingurinn.

    Hvað sem Evrópudeildinni líður þá er meistaradeildin meira virði en hún bæði peningalega og líka sálrænt. Leikmenn vilja frekar leika í meistaradeild en Evrópudeild og það er skiljnalegt. Þar spila öll bestu lið Evrópu og allir bestu leikmenn álfunnar.

    Það er að fara level neðar að spila í Evrópudeildinni og við viljum ekki vera á level 2 því við teljum að við séum lið fyrir level 1. Það er því krafa um að RB leggi upp með það að vinna alla leiki og leggi það á leikmenn sem til þess þarf. Og leikmenn verða að standa undir því fyrir það “skítakaup” sem þeir hafa.

    Uppleggið í leiknum fannst mér vera; “ekki tapa leiknum og reynið að vinna hann ef tækifæri gefst en jafntefli er ásættanlegt”. Í þeirri stöðu sem við vorum í fyrir leikinn er þetta ekki ásættanlegt upplegg.

    Það er nú þannig

    YNWA

  50. He he Sigkarl, eins og staðan er núna þá er komment # 6 í lagi hvað mig varðar, ja svona ef frá er talið þessi lína hér “Hvort hann er með rifu í klofinu veit ég ekki” 😉

    Varðandi það þegar kommentum er eytt þá finnst mér algerlega nauðsynlegt að setja inn skilaboð um að kommenti hafi verið eytt til að röð kommenta riðlist ekki, menn vitna í hin og þessi komment til að undirstrika eitthvað í umræðunni og skyndilegt hvarf komments ruglar slíku.

    Bara vinsamleg ábending frá mér 😉

  51. Var að hlusta á viðtalið við Rafa á BBC. Hannbyrjar á að segja þetta hafa verið “great performance…”. Þetta er algert metnaðarleysi sem ber að gagnrýna. Þessi frammistaða í leiknum og lengst af tímabilsins er ekki samboðin þessu liði og Rafa ber fyrst og fremst ábyrgð á því.

  52. Þetta var mikið svekkjandi og mikið hélt ég að okkar menn kæmu meira hungraðir til leiks, getur einhver sagt mér hvað við ætlum að hafa Kuyt lengi í liðinu hann bara kann ekki undirstöðu atriði knatspyrunnar… Þessi leikur var hreinasta hörmung að mér finnst… engin áhugi hjá leikmönnum sem er skiljanlegt þegar stjórinn er ekki lengur með áhuga, sem hann síndi svo rækilega þegar hann skipti Torres útaf… Nú verður maður bara að vona að við vinnum Evrópu bikarinn og svo í sumar að við fúm nýja eigendur og nýjna stjóra Morinio….

  53. Það eina sem hægt er að hugga sig við í dag er að maður er ekki Leedsari!

  54. Ég styð Benitez 100%. Ég man eftir færunum sem Torres klúðraði gegn United. Rétt ákvörðun að skipta út Torres fyrir frakkann unga.

    Munaði litlu að þetta hefði gengið upp.

    Vantar samt betri backup framherja fyrir Torres.

  55. hæ Hafliði.

    Point taken, er í fyrsta sinn á alvöru ritstjóravakt og fattaði ekki að ég gæti sett umrædda setningu inn í stað þess að eyða póstum eins og þeim sem var nr. 6.

    En er glaður að sjá að mér sýnist við hafa náð bara fínum árangri í að beina réttlátri reiði í málefnalegar átttir.

    Meira svoleiðis!!!

  56. Viðbrögð Gerards við skiptinguni á Torres segja allt sem segja þarf um ástandið í hópnum. Hr Benitez er í algjöru tjóni. Ein af aðalástæðunum fyrir mörkum sem við fáum á okkur er slakur vinstri bakvörður það kemur nánast mark þar í gengn í hverjum einasta leik sem við fáum á okkur mörk í, Andstæðingarnir fá að gefa boltann fyrir án erfiðleika alltof oft. Insúa er okkar mesti veikleiki. Svo er týpískt fyrir Benitez að frysta menn ef þeir eru að detta í gang eins og Babel í dag og ítalann.

  57. Hef misst af tveim síðustu leikjum. Hallast að því að ég hafi verið heppinn! Ég sveiflast bara svo hræðilega með mínu heittelskaða liði að það er stundum blessun að missa af leikjum þessa leiktíðina!

    Sá í fréttum áðan höfuðklórið hjá Gerrard. Það segir meira en nokkur orð um ástandið í búningsklefanum. Rafa minn er búin að missa tökin á hópnum. Það er fráleitt að þurfa að horfa upp á fyrirliðann sýna svona látbragð við ráðstöfunum þjálfarans. Menn hafa verið settir á bekkinn fyrir minni sakir. Hér þarf að hrista all rækilega upp í hlutunum. Það er eiginlega deginum ljósara!!

    YNWA..

  58. 56Zero
    þann 04.04.2010 kl. 18:20

    Ég styð Benitez 100%. Ég man eftir færunum sem Torres klúðraði gegn United. Rétt ákvörðun að skipta út Torres fyrir frakkann unga.
    Munaði litlu að þetta hefði gengið upp.
    Vantar samt betri backup framherja fyrir Torres.

    Eina sem mér dettur í hug svona í fljótu bragði sem svar við svona ummælum er það, að það er gott að benites er greinilega ekki sá allra ruglaðasti þegar kemur að tjáningum á netmiðlum þó þetta sé vissulega svipuð öfugmæli og koma oft frá honum.

  59. Maggi, það verður þá það sama yfir alla að ganga. Skoðaðu upphitunarpistil SSteins frá því um daginn og segðu mér að þar sé ekkert skítkast.

    En að leiknum þá var þetta sorglegt frá a-ö. Flæðið er svo hægt og sóknaruppbyggingin er kjánalega léleg. Mér finnst oft eins og Rafa treysti á einstaklingsframtak fremur en góðan og vel skipulagðan sóknarleik. Í fyrra klúðraði Benitez deildinni í janúar, áttaði sig á því og fór út all out attack síðustu mánuðina og við unnum hvern leikin á fætur öðrum sannfærandi. Þó við vorum aldrei líklegir til að taka deildina þá stóðum við okkur gríðarlega vel frá febrúar og út tímabilið eftir að Rafa tók handbremsuna af liðinu. Núna hefur Rafa tekið handbremsuna af í nokkrum leikjum og viti menn, við höfum spilað vel og unnið. Afhverju gerir hann það ekki í öllum leikjum? Það vantar allan pung í þennan mann og hann verður annað hvort að finna punginn STRAX eða víkja strax.

  60. Jæja, það hefði betur átt að skipta stjóranum bara útaf á 62 min. Enda gjörsamlega steingeldur þarna á línunni. Og Agger á bekknum, er það ekki bara afþví hann skoraði í síðasta leik. Ætli hann fái nokkuð að spila meira á tímabilinu.

  61. ég var brjálaður þegar að hann tók torres útaf!! en á þessum 25 min sem ngog spilaði var hann miklu miklu betri en torres allan leikin.. torres gat ekki skít og var augljóslega þreyttur eftir að hafa verið einn frammi einum færri í 60 mín á móti benfica fyrir 3 dögum..

    hefði samt frekar viljað sjá ngog koma inn fyrir kuyt og hafa þá tvo þarna frammi því miðverðir birmingham gátu spilað tveir á á einn frmherja okkar í þessum leik.. ngog hefði átt að koma inn fyrir kuyt, babel inn fyrir benna og mscherano inn fyrir lucas og gerrard miklu framar á miðjuna !! þannig hefðum við líklegast klárað þennan leik því birmingham voru slakir í restina

  62. Þetta er nokkuð einfallt, menn geta reynt að fegra það eins og þeir vilja…

    Ef tveir lang lang lang bestu leikmenn liðsins hrista & klóra sér í hausnum útaf ákvörðunum þínum þá ertu í vandræðum.

    Ég er ekki frá því en að þetta hafi verið kornið sem fyllti mælinn, og þurfti mikið til. Þetta var must win leikur og þá tekuru ekki langlíklegasta leikmanninn til þess að vinna leikinn fyrir okkur – sama hve lélegur hann hefur verið, þetta er match winner, þeir eru ekki margir í okkar liði. Hver man ekki eftir Aston Villa leiknum, Torres sást ekki í 91 min, þá kom hann og kláraði leikinn fyrir okkur eins og honum er einum lagið.

    Ég bara á ekki orð….

  63. Jæa maggi fyrst tu ert a vaktini ta eru tvær spurningar sem eg vil að þu svarir. nr.1 ert tu stuðingsmaður benna. nr2. villtu lata reka benna. eg vil fa svar sem er ja eða nei.

  64. 66 (benni18), hann Maggi er oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sinnum búinn að svara þessari spurningu hérna á þessari síðu. Hann styður ekki Benitez heldur styður hann LIVERPOOL sem er að ég hélt ástæðan fyrir því að allir heimsækja þessa síðu, til að fá fréttir af leikmönnum, lesa áhugaverða pistla, flottar upphitanir og leikskýrslur. Persónulega finnst mér þessi síða alveg frábær og styð ég það heilshugar að ritstýra ummælum hérna inni þar sem sumir eiga það til að detta í ofmikinn sandkassaleik, koma með óviðeigandi persónulýsingar og orð um hina og þessa (sérstaklega Benitez).

    Ég skal viðurkenna það að ég hef alltaf verið stuðningsmaður Benitez og þá lít ég til þeirra hluta og afreka sem hann hefur náð með klúbbinn okkar ástkæra. Hinsvegar er margt meira sem spilar inní þessa leiktíð heldur en bara vafasamar skiptingar Benitez og liðsval hans. Það hafa ótrúlegustu hlutir gerst á þessari leiktíð, hlutir sem að bestu handritshöfundar gætu varla sett saman á blað. Alveg lyginni líkast. Benitez er hinsvegar að sigla í strand með þetta lið og það er ekki honum að kenna alfarið að mínu mati. Ef að við værum með peninga inni í klúbbnum og við værum með betri mannskap þá væru úrslitin að detta okkar megin í þessum leikkerfum sem maðurinn spilar, ég er handviss um það. Þó svo að hann keypti þessa leikmenn, það er annar kapituli útaf fyrir sig.

    Að leiknum. Ég skil alveg hvers vegna menn eru brjálaðir hérna inni útaf Torres skiptingunni. Ég sjálfur var alveg bandbrjálaður þegar ég sá þetta því alveg saman hversu slakur hann er búinn að vera þá er hann alltaf líklegur til að skora mark, það er staðreynd. Hinsvegar þá stóð N’gog sig prýðilega og ef hann væri aðeins betri hefði hann klárað þennan leik fyrir okkur. Eins og staðan er í dag þá er hann bara ekki nógu góður sem aðalliðsmaður Liverpool, hann á að vera 3 eða 4 striker so sorry.

    Maxi var maður leiksins að mínu mati. Fannst varla stíga feilspor þó svo að ég hefði viljað sjá boltann í netinu frá honum.

    Þetta er mjög erfiður útivöllur. Man Utd, Chelsea og Arseanl eru öll búin að tapa stigum þarna. Mark my words þetta stig sem við fengum í dag á eftir að skila okkur fjórða sætinu í lokin :0)

  65. 67. Ég vildi óska þess að ég gæti trúað því eins og þú að þetta stig sem við “náðum” í dag muni skila okkur 4 sætinu. Því miður þá gerist það ekki. Það eru tveir held ég á jörðinni sem trúa því, þú og Benitez. Ég held að hann trúi jafnvel að við náum 4 sætinu eftir að við tölfræðlega getum það ekki lengur. Svo veruleikafyrrtur er kallinn.

  66. Maður að austan var eg að tala við þig……. NEI eg vil skir svor fra þer MAGGI

  67. Ánægður með Magga á ritstjóravaktinni, einmitt ástæðan fyrir því að maður nennir ekki að lesa spjallvefi eins liverpool.is eru ómálefnaleg og cheap komment sem fá að standa þar. Kannski hefur það skánað þar en það var ástæðan fyrir að ég hætti að lesa vefinn á sínum tíma og hef varla farið þar inn í mörg ár.

    En að leiknum í dag þá var ég alveg jafn hissa og allir aðrir sem horfðu á þennan leik þegar Benitez tók Torres útaf. Þó svo að Torres hafi verið þreyttur þá er það bara staðreynd að þreyttur Torres er 100 sinnum betri senter en óþreyttur Ngog, Kuyt eða hvað þeir heita. Vissulega komst Ngog í færi en hann gerði lítið annað en að klúðra þeim og það er til lítils að hrósa mönnum fyrir það. Allir vita að Torres þarf ekki nema eitt eða tvö færi til þess að klára leiki. Ég man leikinn á móti Aston Villa í sömu borg í dag og komið var fram yfir 90 mín. Það þarf engin að segja mér Torres hafi verið eitthvað verið eitthvað ferskari þar en í dag, en Villa gerði EIN mistök og það var nóg til þess að Torres kláraði dæmið……….Ekki ósvipað færi og Ngog fékk undir lokin í dag. Það er ástæða fyrir því að það sé verðmunur á Bens og Trabant!!!

    Tek undir það hér að ofan, myndi Ferguson einhverntímann skipta Rooney útaf í sömu stöðu? Eða myndi Ancelotti taka Lampard útaf í sömu stöðu? Eða myndi Wenger taka Fabregas útaf í sömu stöðu….Ég efast stórlega um það….þú tekur ekki Match Winnera útaf í svona stöðu….það er að segja ef þú vilt vinna leikinn.

    Ég held að viðbrögð leikmanna við þessari skiptingu í dag segja allt um andrúmsloftið á Anfield þessa daganna og Benitez er kominn á leiðarenda með liðið (reyndar töluvert síðan). Ég var á því að Benitez hefði átt að fara í janúar og nýr maður hefði átt að fá tækifæri til þess að móta liðið restina af tímabilinu til þess að koma tilbúið í það næsta. Annars eru eigendur liðsins ólíkindatól og það kæmi manni ekkert á óvart að Benitez yrði áfram með liðið, þó svo að manni hrylli við þeirri tilhugsun.

  68. ManCity á 6 leiki eftir og hefur efni á að tapa tveimur þeirra. Það verður að segjast eins og er að þetta lítur ekkert sérstaklega vel út.
    Svo er alltaf frekar skondið að sjá hérna ummæli eftir hvern einasta leik: “Jæja, við vinnum rest og vonum að þetta og hitt gerist”. Liverpool var aldrei að fara að vinna síðustu tíu leikina og er sennilega ekki að fara að vinna síðustu fimm leikina.

  69. eg bið eftir svari Magnus Þor Jonsson . Þögn er það sama og samþykkja .er Það ekki rett????? eg lyð það ekki að menn geti komið her upp og sagt að þeir ritstyri þessari siðu og falið sig bakvið STORAN STEIN

  70. Skal alveg svara þessu einu sinni enn.

    Vandamál LFC er ekki Rafael Benitez heldur það að hann hefur aldrei fengið þá peninga sem þarf til að fjárfesta í alvöru hóp. Chelsea og United hafa unnið titilinn undanfarin ár vegna þess að stjórarnir hafa fengið að versla þá menn sem þá vantaði.

    Rafael Benitez er þrjóskur stjóri og hann gerir feila. Mér fannst hann gera rangt í dag með að taka Torres útaf, en er reyndar núna sammála mörgum hér að N’Gog spilaði betur þann hálftíma sem hann fékk en Torres hafði gert fram að því.

    En það er svo langt frá því að ég telji Benitez stærsta vanda LFC. Það verður heldur ekki flaggað neitt í hálfa stöng á mínu heimili ef hann verður látinn fara. Vandinn er að við þurfum að fá 4 – 5 heimsklassaleikmenn inn í liðið og þá er hægt að gera kröfur.

    Menn verða svo bara að hugsa sjálfir hvort það er sanngjarnt að fá annan stjóra og leyfa honum að versla eins og vindurinn meðan að Benitez hefur þurft að lifa við það í 5 ár að selja áður en hann getur keypt.

    Ég sé ennþá engan í heiminum sem gerir betur með þær upphæðir sem hafa verið lagðar til leikmannakaupa og ef að menn halda að t.d. Mourinho kæmi á Anfield til að vinna við þessar aðstæður eru menn að vaða heilu reykbólstrana.

    Svo svar mitt er, eins og vel kom fram í nr. 67 tel ég Liverpool Football Club ekki vera Benitez Soccer Players og því styð ég heilshugar alla þá sem klæðast treyjunni eða vinna fyrir félagið. Jafnvel þó ég sé á stundum ósáttur við frammistöður þeirra eða vinnuframlag í einstökum leikjum.

  71. En ef þú vilt bara eins atkvæðis svör benni18:

    1. Nei, styð ekki einstaklinga og því ekki Benitez.
    2. Nei, í augnablikinu sé ég ekki neitt betra í spilunum en að halda Benitez.

    Með kveðju frá Magnúsi Þór Jónssyni til þín benni18 (eða er það ekki þitt rétta, fulla nafn?)

  72. Það er eitthvað bogið við þetta hjá sky, skiptin á 64 min og Gerrard að hrista haus á 66 min ? tók það gerrard 2 min að klóra sér í hausnum 🙂

  73. Maggi minn eg vara að leita svara undir dulnefni (benni 18) sem visar i 18 meistart. okkar kv sigurjon pals. en hvað sem þvi lyður þa naum við ekki þvi að vera i 4 sæti . og tað er ekki HÆGT að verja það? og hvað er hægt að gera??? Ekki fara verja benna EINUSINNI ENN. Það hljota að vera lausnir. Reka benna ? Eg vil að þessir sem raða yfir þessari siðu geti sagt okkur unbuðarlaust skoðunar synar. eg vil fa goð svör. Takk fyrir mig

  74. Maggi, ekki hefur Rafa farið vel með þessa peninga sem hann hefur þó notað undanfarin ár, alltof of mörg slök kaup. Og ekki er hægt að réttlæta lélegt gengi Liverpool með því að aumingja Rafa hafi alltaf þurft að selja. Hann þurfti t.d. ekki að selja Alonso, hann rak hann í burtu frá félaginu með sínu fyrirmyndar ,,man management”. Hann þurfti heldur ekki að kaupa Aquilani eða Keane eða Dossena eða fleiri snillinga sem voru sko alls ekkert ódýrir. Ég ætla reyndar ekki að afskrifa Ítalann strax en að nota allan þennan pening í meiddann mann var ótrúlegt rugl, miðað við hvað hópurinn er þunnur. Vil svo bara minna á að Rafa á þetta lið allt saman, einu mennirnir frá Houllier tímanum eru Carra og Gerrard. Rafa hefur fallið á prófinu og það eina sem heldur honum á Anfield er þrjóska hans og sú skelfilega staðreynd að fara núna eftir fjögur titlalaus ár og engann CL bolta næsta ár mun brennimerkja hann sem looser. Hann vill það auðvitað ekki og því hangir hann í jobbinu fram í rauðan dauðann…þetta er mín kenning. Og nú spyr ég, er hann að hugsa um eigin hag eða hag okkar ástkæra klúbbs?

  75. 75# Ég hefði fengið það úr hlátri í skírninni—————- “og hvað á barnið að heita?”————“Benniátján”————————————–“Í nafni guðs föðurs, sonar og heilags anda skíru ég þig Benniátján”

  76. Ég skil ekki þá sem eru að tala um að við höfum fengið svo mörg færi eftir að Torres fór út af, að við höfum bara verið óheppnir, að allt sé þess vegna í himnalagi, og að Rafa sé meiri háttar stjóri þrátt fyrir allt. Ef titlar væru gefnir fyrir það að stuðningsmenn teldu að liðið sitt ÆTTI að vinna alla leiki en væri bara ÓHEPPIÐ, þá væru öll lið á Englandi Englandsmeistarar. Leikir vinnast á mörkum. Þeir sem klára færin vinna leiki. Ekki þeir sem koma sér í færi og skíta svo í brækurnar. Hver er “match winner”? Torres!!! Hverjir komu inn á? Trúðar. Varamennirnir með svo mikinn kúk í stuttbuxunum að ég var hissa á að þær færu ekki niður á ökkla. Ngog klúðrar þremur færum, Aquilani ver skot frá samherja og joggar svo nett um völlinn í upphitunarham það sem eftir lifir, og Babel reynir að gera allt sjálfur í vonlausum stöðum. Færi telja ekki. Mörk telja. Hvernig fór leikurinn? 1-1, og stjórinn bara sáttur. Segir meira en mörg orð.

  77. Meistari Pálsson! (benni18)

    Gott að fá nafnið þitt, ekki nokkur spurning með það! Og hefur mín svör afdráttarlaus vinur minn….

    diddinn. Áður höfum við rætt um kaupin og sölurnar. Keane keypti Rafa ekki, hann vildi Barry en Rick Parry ákvað að kaupa Keane, auðvitað sætti Rafa sig við það, en hann var ekki fyrsti kostur, enda seldi hann Keane áður en hann hrundi enn meir í verði.

    Xabi Alonso var efnilegur Baski þegar Benitez keypti hann til Liverpool og bjó til úr honum leikmann sem Real vildu fá. Xabi var í fimm ár í Liverpoolborg og vildi heim til Spánar. Menn sem ég hef rætt við úti töldu ljóst fyrir tveim árum að Xabi myndi ekki stoppa lengi í Englandi, því konan hans fílaði alls ekki borgina og var meira og minna á Spáni. Enda hafði Xabi átt FERLEGA slök tímabil þau tvö áður en Rafa samþykkti tilboð frá Juventus sem hefði þýtt að við hefðum keypt Barry.

    Dossena var við kaupin ítalski landsliðsbakvörðurinn vinstra megin og fékkst á 7 milljónir punda. Gekk ekki og var því seldur á 4 milljónir.

    Þeir leikmenn sem ég vill fá? Í dag….

    Di Maria frá Benfica (30 milljónir hugsa ég)
    David Villa frá Valencia (40 milljónir hugsa ég)
    Ashley Young frá Aston Villa (25 milljónir hugsa ég)

    Þessir þrír ganga beint inn í byrjunarlið. Gott væri að finna solid vinstri bakvörð, eins og Rafa vildi fá þegar hann hafði gengið frá Gabriel Heinze, en vitiði, ég bara veit ekki um neinn vinstri bakvörð sem einhver séns er á að við fáum, þ.e. sem getur eitthvað!

    Til að auka breiddina þurfum við líka þessa þrjá….

    Jovanovic sem backup fyrir Torres (held að Rafa sé búinn að tryggja það)
    Scott Parker frá West Ham (8 milljónir hugsa ég)
    Joe Mattock frá W.B.A. (5 milljónir hugsa ég)

    Með því að henda um 100 milljónum í liðið okkar gerbreytist ástandið og við getum horft fram á við.

    En eins og mál standa núna, eru ca. 0 pund í kassanum til leikmannakaupa sýnist manni og hvaða bull er að reikna með því að með svoleiðis ástandi getum við orðið samkeppnisfærir???

  78. Það jákvæða við þennan leik er að tímabilið styttist um einn leik og örlög “Spánsku veikinnar” ræðst í sumar. Vonandi yfirgefur hún Scouser svæðið og fer yfir til Madrid því þetta er orðið nóg. Augun í mér þola ekki meira.

  79. Skoðið t.d. lið ManUtd á laugardaginn þegar það tapaði fyrir Chelsea. Eru svona miklu fleiri heimsklassamenn þarna á ferðinni? Lítum á málið.
    Van Der Sar, Ferdinand, Vidic, Evra, Neville, Giggs, Scholes, Fletcher, Perk, Berbatov.
    Giggs, Scholes, Neville: Gamlir og varla skugginn af sjálfum sér lengur.
    Ferdinand, Vidic, Evra: Varnarmenn sem eru bara svipaðir og það sem Liverpool hefur.
    Park, Fletcher: Park er á við Kuyt. Fletcher er maður sem var baulað á fyrir nokkrum misserum en Ferguson hefur gert ágætir baráttuhund úr.
    Berbatov: Kostaði morðfjár en getur ekkert nema á móti Bolton og Blackburn.
    Þarna vantar svo auðvitað Rooney. En Liverpool hefur t.d. Gerrard og Torres. Samt er ManUtd að berjast um titilinn en Liverpool er tjah…. Þetta að það vanti 5 heimsklassamenn heldur bara ekki vatni. Því miður þá er Benitez kominn á endastöð með þetta lið. Það er enginn eldmóður, enginn kraftur, enginn sigurvilji. Ég mun sakna karlangans þegar hann fer, manni þykir vænt um þá sem tengjast þessu félagi og aldrei mun ég gleyma honum. En núna er bara veru hans að ljúka.

  80. Vissulega eru aðstæður hjá Liverpool FC ekki þær bestu þegar kemur að leikmannakaupum…. En það má nú ekki ýkja þetta um of. Án þess að fara í enn eitt Net-kaup samantektina þá má benda á það að Liverpool keypti tvo 20m punda leikmenn fyrir þetta tímabil (AA háð ýmsum skilyrðum). Eitthvað sem fer í top 3 yfir dýrustu leikmenn Liverpool FC frá upphafi.

    Það er svo á ábyrgð stjórnenda liðsins hvort að þau kaup:

    a) Heppnist

    b) Séu í samræmi við veikleika liðsins.

    Engin að segja að Rafa hafi fengið nóg af aurum til að sinna sinni vinnu eða neitt í þá áttina. Það verður samt að slaka aðeins á að mála ástandið dekkra en það er. Hvað með Utd þá ? Seldu tvo heimsklassaleikmenn (20 marka menn per season) og bæta litlu við í staðinn, að margra sögn vegna peningaleysis.

  81. Jæja, ákvað að ná mér eftir þessa óskiljanlegu ákvörðun hjá RB með Torres. Annað sem fór illa í mig var uppstillingin á liðinu, strax eftir að Babel og AA komu inná þá komu fyrirgjafir og bolta dælt inn í boxið sem Torres hefði viljað fá og sá hefði nýtt sér það, er 100% viss. RB er eins og ég hef sagt áður, ÞRJÓSKUPÚKI sem er ekki eins góður þjálfari og af er látið. Menn spil ekki fótbollta eftir bókinni og bestu mennirnir eru notaðir í upphafs leik, held að rb (fær ekki stóra stafi hjá mér lengur) eigi að henda bókinni sinni og leifa aðstoðarþjálfaranum að sjá um leikinna sem eru eftir, hann má taka sumarfrý snemma í ár ásamt Lucas ……

  82. Torres hleypur útaf á 64.mín, Gerrard hristir hausinn 66.mín
    Það tók Torres ekki 2 mínútur að hlaupa útaf. Var ekki aukaspyrnan dæmd á Gerrard strax eftir skiptinguna… Gæti hann verið að klóra sér yfir þvi?

    Annars er sorglegt að sjá muninn á gagnrýni fjölmiðla á Benítez og Ferguson. Það var rætt hér hér inni fyrir viku síðan þegar Ferguson kom með virkilega lélega skiptingu í Munchen sem mér þykir líkleg til að hafa kostað þá leikinn. Ekki hefur heyrst múkk í neinum fjölmiðil um Rauðnef en Ngog fyrir Torres skiptingin er allt í einu versta skipting fótboltans. Alveg sama þó Ngog hafi verið líflegri.

  83. Gukha #90, Gerrard klórar sér í hausnum á 64. mínútu, endursýning klórsins var á 66. mínútu.

    Gerrard hristi hausinn nákvæmlega þegar Torres var að hlaupa útaf vellinum.

  84. Það átti aldrei að gera langtíma samning við kallinn. ég hef marg oft sagt að Benni væri ekki rétti maðurinnn og það er því miður að koma heldur betur í ljós. hann er búinn að skemma meira en gera gott. Vonandi hefur hann vit á því að koma sér burt!!!!!!!!!!!!!!!!

  85. Til að byrja með þá held ég að menn ættu að kynna sér http://en.wikipedia.org/wiki/Dunning%E2%80%93Kruger_effect og íhuga hvort það eigi við þá.

    Margir hér og annarstaðar virðast á því að tilvera FT á vellinum, óháð því hvernig hann spili, sé til þess að auka líkur á því að við skorum. Nú rekur mig minni til þess þegar Sveinn-Jörundur Eiríksson valdi að taka með á eitt stórmótið fyrirliða sinn Davíð B sem nýstiginn var upp úr meiðslum. Davíð þessi var á þeim tíma talinn einn besti leikmaður veraldar og þótti mönnum því ekkert athugavert við þetta. Þegar á hólminn var hinsvegar komið þá stóð liðið sig illa og þótti Davíð vera sérlega slakur. Eftir þetta þótti fjölmiðlum og hjörð þeirri sem þá lesa það klárt og augljóst að Davíð var ekki í leikformi og hefði ekki átt að spila!

    Einnig nefna menn hér leikinn við Villa sem sönnun þess að FT, óháð öllu, sér trygging fyrir mörkum. Gegn þessu langar mig að nefna fimm daga gamalt dæmi um hið gagnstæða, þar sem FT nær uppgefinn skaut framhjá marki í dauðafæri. Og þetta er ekkert einsdæmi, sjá til dæmis hvernig hann klúðraði færum gegn Manure, og gegn Fiorentina(ef minnið svíkur mig ekki) þar sem hann skaut beint í markmanninn í dauðafæri.

    Annað, ef satt er sem haldið er hér fram, Stefán Geirharð hafi í forundran brugðist við skiptingunni á þann hátt sem gæfi til kynna að hann væri ósammála henni, þá er við því einungis eitt að gera. Hvað haldið þið að myndi gerast ef þið bæruð fingur að gagnauga og snæruð honum þar í hring, í þann mund sem yfirmaður ykkar væri að sinna sínu starfi? Ég er þess nokkuð viss um að starfsferill ykkar yrði ekki langur á viðkomandi stað. Það sama á við hér.

  86. ég er óhemju sammála varmenni í #93. hef litlu við það að bæta en smyr samt örstuttum kommentum á þetta.

    • menn tala um að rafa skorti pung og þessi skipting sýni það svart á hvítu. að mínu mati sýnir þetta hið gagnstæða, þ.e. að hreðjarnar á honum eru úr stáli. að taka torres út af í jöfnum leik er stór og erfið ákvörðun. einhver punglaus meðaljón tekur ekki svona ákvörðun. hvort að ákvörðunin hafi verið rétt eða röng er hins vegar annað mál. torres var óhemjuólíklegur í þessum leik á meðan n’gog sýndi sparihliðarnar og hefði að ósekju mátt klára eitt af þessum þremur færum sem hann fékk. torres er hins vegar matchwinner og á í raun alltaf að vera á vellinum.

    • menn virðast lítið fjalla um karaktersleysi kafteinsins okkar sem náði nýjum hæðum í þessari umdeildu skiptingu. að hann skuli voga sér að hrista hausinn og andvarpa er ótrúlegt. þessi stórfenglegi fótboltamaður virðist hafa glatað þeim karakter og hreðjum sem hann hefur haft undanfarin ár. ekki bara það að hann hafi gefið skít í ákvörðun rafa heldur gaf hann n’gog hreinlega fingurinn. ég held að hann ætti að líta í eigin barm og hætta þessu endalausa væli. miðað við formið á honum í vetur gæti maður haldið að hann vilji klára seasonið meiðslalaus, fara á HM og standa sig vel og enda svo í öðru liði næsta vetur. að mínu mati væri það ekkert hræðileg niðurstaða. ég er því miður kominn með leiða á honum. sorglegt en satt.

Liðið gegn Birmingham

Lífið eftir Benítez