Benfica 2 – Liverpool 1

Í kvöld, á skírdag, spilaði Liverpool gegn Benfica á Estádio da Luz í Evrópudeildinni og fyrir leikinn þá skal ég viðurkenna að ég var meira með hugann við leikinn gegn Birmingham á Páskasunnudaginn en þennan leik. Fyrir leikinn hefði ég sætt mig við 1-2 tap svo framarlega ef enginn myndi meiðast ergo ég er sáttur. En áður en við förum út í leikinn þá skulum við fara yfir basicið, byrjunarliðið:

Reina

Johnson – Carra – Agger – Insua

Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres

Bekkur: Cavalieri, Benayoun, Kyrgiakos, Ngog, Plessis, El Zhar, Pacheco.

Liverpool byrjaði leikinn vel og voru ekki liðnar nema 9. mínútur þegar danska dýnamítið skoraði með glæsilegri hælspyrnu 1-0 fyrir okkur og þetta leit vel út. Ég var frekar sáttur við þetta upphaf og sá fyrir mér í nokkuð klassískan 1-0 útisigur í Evrópu. Þetta breyttist allt saman snögglega þegar Torres er felldur aftan frá af Lusiao fyrirliða Benfica. Hollendingurinn ungi, Ryan Babel, ákvað að skipta sér full mikið af málunum og endaði með því að fá reisupassann. Mér fannst hann ekki eiga skilið að vera rekinn út af en samt fáránlegt hjá honum að tuða svona mikið yfir þessu, niðurstaða: klukkustund eftir af leiknum, við erum 10 inná og samt 1-0 yfir. Það var klárt mál að okkar hlutskipti væri að verjast og heimaliðsins að sækja.

Við vörðumst vel og vorum áfram ógnandi fram á við með Torres fremstan í flokki. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir okkur.

Í seinni hálfleik fékk Benfica vítaspyrnu á 59 mín. og skoraði Cordoza örugglega úr henni. Líklegast var þetta réttdæmt víti og ekkert um það að raula né tauta. 1-1 og hálftími til leiksloka en langar 30 mínútur. Við sóttum samt ávallt og vorum ekkert að pakka í vörn sem var vel gert en hins vegar er næstum ógerningur að spila einum færri svona lengi án þess að mistök eigi sér stað, spurningin er frekar hvort andstæðingurinn nái að nýta sér þau. Á 79 mín. var skotið í höndina á Carra (eða hann varði A La Henchoz) og vítaspyrna dæmt aftur þar sem Cordoza skoraði örugglega aftur, 1-2 og ca. 10 mínútur eftir. Torres fékk algjört dauðafæri til að jafna leikinn en geigaði. Leikurinn endaði með sigri heimamanna en þrátt fyrir allt er þetta alls ekki alslæm staða til að fara með á Anfield eftir viku.

Það sem pirrar mig mikið er dómgæsla Svíans í leiknum og eru hérna nokkur atriði:

– Rauða spjaldið sem Babel fékk. Var það sanngjarnt?
– Fékk Lusiao tvisvar sinnum gula spjaldið?
– Vítaspyrnudómarnir? Líklegast pirrar það mig alltaf þegar víti er dæmt á LFC.
– Gula spjaldið sem Insúa fékk, rugl!
– Sænski dómarinn, úff! (EÖE er kominn með eineltisverkefni!)

Heilt yfir þá er þetta alls ekki neinn dauðadómur og ég er 100% viss um að við munum vinna Benfica heima eftir viku og þar með komnir áfram í undanúrslit Evrópubikarsins.

Já og maður leiksins: Daniel Agger fyrir flott mark.

78 Comments

  1. Verum sanngjarnir, við getum ekki ætlast til þess að okkar ástkæra lið vinni með 10 leikmenn á móti 16 á útivelli.

  2. Það var frábær barátta í liðinu og miðað við dómgæslu er 2-1 alls ekki slæm úrslit. Þetta segi ég þrátt fyrir að vera fæddur svartsýnismaður og anti-pollýana!

  3. Hefði ekki komið á óvart þó einn af flugeldunum hefðu skorað mark, þvílíkt ógeð.. ógeðslegir dómarar. Legg til að vélmenni leysi þessa dómara af hólmi og menn sem ekki geta dæmt betur en þetta séu notaðir sem varahlutir.

  4. Ég skil ekki dómara þessa leiks. Torres er sparkaður niður um allan völl og menn bara komast upp með það, en Babel gerir sig sekan um kjánaskap, Luisao tryllist og sleppur við rautt. Áhersluatriðin eru að verja hina leiknu fyrir fautagangi og það vorum við ekki að sjá í kvöld.

    En Benfica er alvöru fótboltalið, er yfirburðalið í portúgölsku deildinni og það að útiloka þá frá færi úr opnum leik var góð frammistaða. Vissulega vill ég sjá hvers vegna mark Torres var dæmt af og seinna vítið vill ég sjá hvort er eðlilegt. En liðið barðist að mínu mati verulega vel og er inni í þessari keppni ennþá og það var ekki sjálfkrafa klárt eftir brottvísun Babel.

    Ég er svo líka sannfærður um að Torres mun kvitta fyrir það að klúðra dauðafærinu þarna í seinni leiknum á Anfield.

    En ég ítreka áhyggjur mínar af dómgæslu þessa vetrar. Það er skelfilegt að sjá varnarsleða bara sparka menn niður hægri vinstri og komast upp með það. Ég held að það sé lítil tilviljun að margir sóknarþenkjandi menn hafa verið að meiðast um Evrópu undanfarið og það er m.a. vegna þess að dómarar fylgja ekki fyrrgreindum áherslum!!!

  5. Ótrúlega pirrandi leikur. Við vorum að spila vel í upphafi og manni leið eins og á góðu evrópukvöldi fyrir 1-2 seasonum síðan. Svo var rauða spjaldið vendipunkturinn og eins og allt þetta season þá datt allt á móti okkur. Tvö víti, rautt spjald og torres var sparkaður niður ca. 50 sinnum og oft ekkert dæmt. Aftur, ótrlúlega pirrandi leikur.

  6. Er mjög ánægður með spilamennsku liðsins manni færri i 60 min a erfiðum heimavelli gegn toppliði Portúgals þar sem mörkin 2 komu úr vitum, og ekkert ,,færi´´ skapaðist.

    58′ Cardozo to take… drilled in left-footed and it beats Reina but off the post! The rebound is hacked clear but a penalty! Aimar goes down, Insua kicked him in the calf!

    57′ Cardozo goes down on the edge of the box, a free-kick and Agger is furious, he is sure he got the ball and you know what, he did…

    sá reyndar ekki hvort Aimar var rangstæður í fyrra markinu, en Agger var brjálaður út í aukaspyrnuna…

    Fáránlegt að þeir hafi ekki misst menn útaf líka, síbrotið aftanfrá á Torres og var í raun rétt að taka hann útaf enda farinn að finna fyrir eymslum og greinilega orðinn pirraður á þessari meðferð

  7. Sælir félagar

    Maður fer að skilja Svíahatur margra eftir að hafa horft á dómara þessa leiks. Það er áhyggjuefni eins og Maggi bendir á hvernig dómgæsla er orðin – og hefur verið undanfarið. Að einhver sænskur hálfviti sem hefur dómgæslu að tómstundagamni skuli vera látinn dæma svona leiki er með’ fádæmum.

    Það er nú þannig

    YNWA

  8. Svo er ljóst að dómarinn átti að grípa til aðgerða við þriðja flugeld á völlinn.

    Klárt mál!

  9. Það er greinilega ekki sama rangstöðuregla í Svíþjóð og annarsstaðar, því Kuyt tæplega rangstæður og hefur ekki áhrif á leikinn verður til þess að gott mark Torres er dæmt af á meðan Aimar kolrangur fær víti

  10. Dómararnir voru skíthræddir, það er nokkuð ljóst, skíthræddir við portúgölsku aðdáendurna og flugeldanna. Þess vegna voru þeir ekki sjálfum sér samkvæmir í dómgæslunni. Það á auðvitað að flauta leiki af þegar það er verið að henda kínverjum inná völlinn þannig að það sést á honum eftir þá.

    Hins vegar gerði Liverpool það besta sem þeir gátu eftir að hafa misst mann útaf (ég vil meina sanngjarnt, hönd í andlit er rautt spjald). Við munum bara taka þessar skinkur heima á Anfield og sýna þeim hvar Gerrard keypti ölið og hlustaði á Phil Collins.

  11. Sammála Magga, óþarfa neikvæðni.

    Ósammála Magga aftur á móti með að Benfica skuli ekki hafa fengið eitt einasta færi úr opnu spili. Núna hlýtur þú að vera að grínast Maggi?

    Cardozo 2-3 skipti í fyrri hálfleik í góðum sénsum. Agger rétt missir af boltanum og Cardozo skóflar honum yfir. Skalli yfir markið í úrvalsfæri einnig. Di Maria með gott skot sem Reina ver mjög vel og Glen Johnson hreinsar. Þeir fengu alveg sína sénsa í þessum leik Maggi minn:)

    En 2-1 eru alls ekki vond úrslit, langt í frá.

    Dómgæslan auðvitað sér kapítúli út af fyrir sig. Aftur á móti ósammála Sigkarli varðandi það að það sé vont að Svíi dæmi leikinn. Hann var mjög slakur en þjóðerni skiptir engu máli. Anders Frisk og Peter Fröjdfeldt voru dómarar í hæsta gæðaflokki og komu þeir báðir frá Svíþjóð. Tómstundargaman segir þú, dómarar eru ekki atvinnumenn í öllum deildum heims, ekki einu sinni á Ítalíu. Geta manna skiptir máli, ekki þjóðerni.

  12. Þetta var heilt yfir fínn leikur hjá okkur og góð barátta en bara pirrandi að horfa uppá Babel haga sér svona, algjörlega tilgangslaust. Having said that… þá var þessi Svíafreðýsa óþolandi.

  13. ef hönd í andlit er rautt spjald þá eiga að vera ca. 8-10 rauð í hverjum leik. Dómarar eiga ekki bara að gefa rautt þegar þeim hentar.

  14. Er ekki málið að óska þess að við fáum sömu dómara, það virðist vera auðvellt að hafa áhrif á þá.

  15. Tökum þetta á Anfield 3-0 án Babel og Insua, Atl. Madr. verður engin fyrirstaða í undanúrslitum og svo vinnum við Fulham í úrslitunum.

    Ef maður lítur kalt á þessi atriði sem brenna helst á mönnum þá var rauða spjaldið fyrst og fremst barnaskapur Babels en markið sem dæmt var af okkur hefði átt að standa – þetta er samt bara mitt mat.

    Þetta með flugeldana má hins vegar ekki viðgangast og kannski hefði átt að flauta leikinn af.

  16. Ég held að regurnar í fótbolta séu farnar að líkjast reglum í handbolta æ meira. Flest vafaatriði eru orðið opin fyrir túlkun. Dæmi: bolti í hönd, hönd í bolta. Rangstaða. Hefur maðurinn áhrif á leikinn eða ekki? Rauð spjöld og gul spjöld eru gefin eftir hentisemi (Spjaldið á Insúa vs. brot Luiz á Torres). Þá er það rétt að Torres var dúndraður niður allan leikinn og Javi Garcia var ótrúlegur ruddi í leiknum, slapp algjörlega. Brot út um allan völl látin óátalin og hönd í fés er rautt. Hvar er skynsemin í þessu?

    Leikurinn var annars nokkuð góður hjá okkar mönnum fram að rauða spjaldinu. Héldu bolta vel en varnarleikurinn var samt tæpur. Benfica fengu allt of mikið af opnunum og hálffærum og ótrúlegt hvernig Cardozo fékk trekk í trekk frían skalla. Hefði haldið að Agger ætti að líma sig á hann í hornum.

    Angel Di María er síðan náungi sem þarf að skoða vandlega að kaupa. Flinkur, með frábærar sendingar og mjög ógnandi skot. Allavega átti vörnin okkar í miklum vandræðum með hann.

    Ef allt verður eðlilegt í seinni leiknum þá eigum við að klára þetta lið, engin spurning. Fá tvö mörk í þetta snemma og málið dautt.

    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  17. ég veit það allaveganna að ég er ekki að fara að fá mér Volvo… : )

  18. Það er eitt sem alveg gleymist í þessari umræðu og það er hvernig menn voru að standa sig. Hvað fannst ykkur um vin okkar Lucas í þessum leik. Það var ekki minnst á hann í lýsngu svo tugi mínúta af leiknum.

  19. Kannski var þetta kjánalegt hjá Babel en finnst ykkur ekkert skrítið að það meigi sparka Torres niður alveg hægri vinstri en maður setur sko ekki hendur fyrir munn andstæðingsins, það skal refsað fyrir með rauðu spjaldi! Skil ekki þessa línu…

  20. Ágætis leikskýrsla, en ertu ekki að gleyma að minnast á markið hans Torres sem var dæmt af?

  21. Skil ekki þetta væl yfir dómgæslunni….. dómarinn var lélegur og það hallaði á bæði lið….. klárlega hefði Liverpool geta fengið vítaspyrnu á sig þegar Carra ákvað að tækla mann í öxlina….. þegar gengið var inní Torres…. stundum dæmt vít stundum ekki, Insua hefði klárlega geta fengið sitt seinna gula spjald þegar hann fékk vítaspyrnuna á sig…… Kannski upplagt fyrir Benna að banna Insua að vera inní teig þegar Liverpool verst…Liverpool fengi allavega færri vítaspyrnur á sig þegar Insua er ekki inní teig

  22. Stærsta ástæðan fyrir því að mönnum þykir væntanlega slæmt að FIMM svíar dæmi þetta er sú að þeirra deild er nýhafin eftir margra mánaða hlé. Ekki myndi ég kæra mig að fá Kristinn Jakobs og hans félaga á Liverpool leik að vori. Það er munur á hönd í andlit eða að slá, hönd í andlit er varla meira en gult spjald, að slá er að sjálfsögðu rautt, sló Babel þennan portugala? Eini sem sló þar var portugalinn sem sló í hendina á Babel.

    Og hvernig í óskupunum tókst dómaranum að veifa gula spjaldinu í tvígang þarna, því hann veifaði því strax fyrir þetta brot, hverjum var hann að gefa gult í seinna skiptið?

  23. Vítaspyrnudómarnir voru bara réttir. Það er nákvæmlega ekkert athugavert við þá. Auk þess hefðum við átt að fá á okkur víti þegar Carragher karatesparkaði í gæjann inn í teig.
    Gula spjaldið á Insua fannst mér furðulegt.
    Benfica menn fengu að sparka mjög mikið í okkar menn, voru einstaklega duglegir við að sparka aftan í lappirnar á Torres.
    Ég veit ekki með rauða spjaldið á Babel. Brotið hjá Luisiao var ljótt og verðskuldaði fyllilega gula spjaldið sem hann líka fékk. Hversvegna Babel fór að rífa sig skil ég ekki. En þar að auki þá hefur almennt legið bann við því að leikmenn setji hendur sínar vísvitandi í andlit annars leikmanns, er það ekki rétt hjá mér? Og þá er kannski ekki spurning um nákvæmlega hvort snertingin var þung eða létt, mjúk eða hörð. Þetta er hostile snerting engu að síður. Að því sögðu þá finnst mér að sjálfsögðu harkalegt að reka manninn útaf fyrir þetta, sérstaklega í samhengi við brotið hjá Luisiao og hans hegðun í kjölfarið. En ef þetta er prinsipp issue, þá skil ég það og sé ekki að það sé ástæða til að kvarta mikið yfir því.

    Annars fannst mér ýmislegt jákvætt við leikinn í kvöld. Fram að rauða spjaldinu fannst mér við spila oft ágætis bolta og eftir spjaldið var fín barátta hjá liðinu. En Benfica voru bara drullufínir í þessum leik og ég veit ekki með ykkur, en mér fannst þeir komast í slatta af færum, þó þau væru vissulega misgóð. En þetta er allavega ekki heimsendir, við skoruðum mark á útivelli og það getur hjálpað mikið til.

  24. Og já, ég er sammála dómaranum varðandi rangstöðuna hjá Kuyt. Hann hefur augljóslega áhrif á leikinn og því er eðlilegt að dæma rangstöðu.

  25. Pétur F: Ég tók bara ekki nægilega vel eftir því til að geta sagt til um það.

  26. Varðandi Babel og hendina þá vil ég minna menn á að Babel fékk takkaför á hausinn snemma í fyrri hálfleik eftir að leikmaður Benfica hoppaði upp og fór í boltann og hausinn á Babel. Dómarinn dæmdi ekki neitt á það. Ef þetta tvennt er lagt saman vil ég spyrja, hvort er hættulegra og hvort ætti frekar að vera rautt spjald?!!!!

  27. Þetta er náttúrulega galið hjá Babel. Lætur eins og óþekkur krakki. Hann fer með hendurnar tvisvar í andlitið á Lusaio og dómarinn þarf virkilega að ganga á milli. Við vorum að mínu mati að fara að klára þennan leik 2 eða 3 núll. Ég vona bara að við fáum eitthvað fyrir hann í sumar. Vil alls ekki hafa svona hálfvita í liðinu mínu.

  28. Ég hélt að Aimar hefði verið rangstæður í fyrsta markinu en þetta myndband tekur af þann vafa. Hins vegar er Benfica leikmaður fyrir innan Liverpool vörnina þegar spyrnan er tekin og á sömu forsendum og markið var dæmt af Torres þá hefði sænska kjötbollan á línunni átt að veifa rangstöðu. http://www.101greatgoals.com/videodisplay/5232418/
    Þá má aðeins setja út á vítin, hvers vegna komast Benfica leikmennirnir upp með það að vera komnir vel inní teig þegar spyrnan er tekin?. Skv. reglum þá hefði átt að endurtaka bæði vítin.

    Ágætur leikur hjá Liverpool og ekkert við liðið að sakast. Það lenti í óþarflega miklu mótlæti í leiknum og gerði það best í stöðunni. Torres var nálægt því að ræna sigrinum í lokin en hann á eftir að klára dæmið á Anfield. Það er bara vonandi að fáum almennilegan dómara í seinni leiknum sem fellur ekki fyrir suðrænum leiktilburðum.

  29. Ætla alls ekki að skammast of mikið í Babel. Það sáu allir að Luisao fór til að meiða Torres, það er svo einfalt! Hann brást við með því að verja félaga sinn og það er ekki til nokkus að láta eins og það sé eðlilegt að Babel hætti keppni þarna en ekki Luisao, hann fékk gult strax fyrir brotið og við skulum ekki gleyma því að hann fór í Babel og átti auðvitað að fá rautt þá, hið minnsta annað gult!

    En þetta eru ekki slæm úrslit gegn liði sem ekki hefur tapað knattspyrnuleik síðan í október og á velli sem var argandi geggjaður! Það er enn ýmislegt eftir í þessari viðureign!

  30. Í fyrra marki Benfica hrökk boltinn til Aimar af hnénu á Mascherano. Hvernig það getur talist rangstæða er mér óskiljanlegt. (Veit ekki hvern fjandann Insúa var að hugsa að bomba af fullum krafti í kálfann á Aimar inná markteig) + Babel sannaði með sínum skrípalátum af hverju hann er ekki fastur byrjunarliðsmaður hjá Liverpool, þvílík tröllheimska að bregðast liðsfélögum sínum svona þegar við vorum 1-0 yfir og Luisao við það að missa stjórn á sér. Bestu fótboltamenn heims spila yfirvegað með hausnum, Babel bara hefur ekki heilabú til að matcha hæfileikana og mun líklega aldrei ná á neitt hærra level. + Carragher var hægfara klaufi að fá þetta víti á sig + við vorum stálheppnir að Benfica nýttu sín föstu leikatriði ekki betur enda oft einir og galopnir inní teignum = Við sköpuðum okkar þetta tap að mörgu leyti sjálfir.

    Að þessu sögðu er þetta andskotans dómaraskoffín best geymt á sænskum leðurhommaklúbbi í hlébarðaþveng með þvottaklemmur á geirvörtunum, lyktandi af Old Spice og samviskubiti.

    Benfica fengu að dúndra okkar menn endalaust aftanfrá yfirleitt án svo mikils sem tiltals eða spjalds og dómararnir tóku fullkomlega löglegt mark af Liverpool. Höfðu litla sem enga stjórn á leiknum og réðu ekkert við hraðann í honum vanir sínum Saab-hraða úr sænsku deildinni og IKEA-innsæi. Hvað í andskotanum er UEFA að setja heiladauða sænska skriffinnskudjákna á jafn hraðan og tilfinningalega hlaðinn leik og þennan?

    Hvernig væri annars að kaupa Di Maria á vinstri kantinn (vorum fullkomlega ekkert að ráða við hann lengst af) og Cardozo frammi? Shit, hvað við yrðum óstöðvandi sóknarlið með þessa leikmenn innanborðs, Torres og Gerrard í toppformi, alvöru vinstri bakvörð og þjálfara sem þorði að spila sóknarbolta. 🙂

    Maður er bjartsýnn fyrir seinni leikinn enda teknísk lið eins og Benfica oft mun hægari og varkárri á útivöllum, verjast á þrengra svæði og vængmennirnir fá ekki þjónustu. Þá dettur takturinn úr þeirra leik og reynir meira á þeirra mistæku miðverði. Torres sýndi það í þessum leik að þeir ráða lítið við hraðabreytingarnar hans og Gerrard ætti að geta fengið fín skotfæri sé hann duglegur taka run að boxinu. Við verðum bara að passa okkur á klaufabrotum kringum okkar vítateig, láta þá ekki komast upp með að hægja á leiknum með leikaraskap og stoppa Benfica í að komast á bakvið bakverðina okkar, Glen Johnson verður bara að eiga toppleik og skila sér vel aftur. Vonandi að Aurelio verði leikfær. Veit einhver stöðuna á honum? Þá hlýtur bara Aquilani að spila, Ítölum gengur alltaf vel gegn Portúgölum og hann hefur nákvæmnina í sendingum og agann sem brýtur svona teknísk lið niður. AA verður að stjórna miðjuspilinu svo Torres og vinstri kantmaður okkar komist sem oftast 1 á 1. Við þurfum að vera hæfilega physical í þeirra vítateig, ýta miðvörðunum útúr stöðum og vera mjög duglegir að vinna seinni boltana og detta í overlap. Pressa og possession hátt á vellinum er mjög mikilvæg gegn þessu Benfica liði, megum ekki leyfa þessu hraða miðjuspili þeirra að myndast.

    Ef við vinnum þessa rimmu við Benfica þá er leiðin að sigri í þessum Evrópubikar algerlega greið enda kann Benitez mönnum betur að spila gegn spænskum liðum og Fulham er engin fyrirstaða. Eina sem gæti fellt okkur væri stórleikur frá Nistelrooy og öguð þýsk varnarkennsla frá Hamburg. Fyrst er þó að klára þetta Benfica lið og hefna fyrir þetta pirrandi tap 2006.

    Burt með Benitez. Áfram Liverpool.

  31. Bill Hicks, Macherano skiptir engu máli ef Aimar er rangur þegar skotið úr aukaspyrnunni kemur. M.v. dómgæsluna þegar Torres markið var tekið af okkur þá hefði slíkt hið sama átt að gilda þarna.

  32. Ég er búinn að sjá að Jón hefur ekki vit á fótbolta ef hann var ánægður með Lucas. Gerið mér þann greiða að skoða splamennsku hans. Hvað er hann oft í boltanum og hvaða úrslita sendingu á hann. Skoðið einnig hraða hans miðað við háklassa miðjumenn sem við erum að eiga við. Ef þessi maður verður í liðinu er voðinn vís.

  33. Pétur #33. Sjá hér.
    http://www.101greatgoals.com/videodisplay/5232418/

    Pablo Aimar er lægst til hægri í mynd, hleypur þaðan frammhjá varnarveggnum inní teig og er ekki rangstæður þegar skotið kemur né í skotlínunni.

    Annars sést þarna vel hversu víðáttuvitlaust þetta spark Insúa er. Hvað var hann eiginlega að hugsa? Mér finnst stundum vanta allt malt í þennan unga efnilega dreng, hann er eins og Lucas Leiva alltof oft einu skrefi á eftir í öllum návígjum. Getur ekki einhver íslenskur Liverpool aðdáandi komið til þeirra nokkrum flöskum af Þorskalýsi þegar þeir eiga leið hjá Anfield?
    Það ku bæta sjónina. Styrkja einbeitingu, liðamótin og jafnvægið.

    Burt með…..æi þið þekki þetta.

  34. 34 JOL, frá því að Babel fer útaf þá þurftum við að reiða okkur á enn meiri varnarvinnu en eðlilegt er enda vorum vin einum færri. Lucas sinnti þeirri vinnu mjög vel og að mínu mati átti hann stórgóðan leik þar sem hann vann að því að loka á skotfæri sem og að hjálpa til við sendingar frá hægri. Að segja að miðjumenn Benfica séu háklassa miðjumenn…af hverju eru þessir sömu leikmenn ekki að spila í stærstu deildum evrópu? Jú, þeir eru ekki háklassa miðjumenn. Miðjumenn Benfica eru jú hraðir en þeir áttu ekki roð í Lucas og Masch enda telst mér til að þeirra eina hlutverk í leiknum var að koma boltanum á kantana. Ergo, Lucas átti góðan leik.

  35. Lucas var ekki settur inn á til að eiga úrslitasendingu eða vera playmaker, hann er settur inn á til að við stjórnum betur miðjunni, hægum á sóknarleik þeirra og bjóðum ekki upp á of mikið af skyndisóknum á okkur og annað eins. Sem hann yfirleit nákvæmlega gerir, eini gallinn er að hann virðist ekki hafa ennþá hafa gert sér grein fyrir því að hann á bara að hægja á sóknarleik hins liðisins en ekki okkar líka 😛

    Finnst Lucas vera nokkuð góður í einmitt akkúrat þessu og ekkert að því að spila honum með Masch á mjög erfiðum útivelli. Spilaði bara ágætlega í kvöld. Stöðugur leikmaður sem maður getur treyst að gerir ekkert minna en hann á að gera, þó yfirleitt ekkert meira heldur.

  36. en liverpool vinnur næsta leik því liverpool er með torres sem er einn besti framherji í heiminum og betra lið en þeit eru lika góðir en ekki eins góðir því Jose Reina er einn besti markmaður í heimi en ég held með liverpool því þeir eru bestir og bara áfram liverpol::;;D

  37. Kom mér hreinlega á óvart hversu öflugt lið Benfica er. Til dæmis miklu sterkara lið en Porto sem Arsenal spilaði við nýlega. Ég held að síðari leikurinn verði svakalega erfiður en jafnframt virkilega skemmtilegur. Það má vel hafa gaman að þessari keppni!

  38. Svíar eru í einu orði sagt ömurlegir. Ég hef ferðast víða og aldrei hef ég hitt ömurlegra pakka en svía. Svo þarf maður horfa á þá eyðileggja fótboltaleik.

  39. váááá eru menn hérna að grínast ? ég get alveg oft skilið böggið á lucas, sérstaklega á heimavelli. en að vera að kvarta yfir að hann hafi verið inná vellinum í þessum leik og að hann hafi ekki sest í leiknum er bara bull. hvað átti benitez að taka hann útaf?? og gera hvað ? við vorum einum færri í rúman klukkutíma ! og ég er pottþéttur á því að hann hafi valla mátt snúa sér í áttina að marki andstæðingsins eftir að babel fékk þetta fáranlega rauða spjald. Lucas hjálpaði vörninni vel í þessum leik og bara ekkert úta hann að setja.

    ég er oft sammála því að hann sé ekki nógu hæfileikaríkur til að spila með liverpool en að vera að commenta um ágæti hans í þessum leik miðað við hvernig þessi leikur var er bara bull ! eins og þessi comment hafi verið skrifuð áður en leikurinn byrjaði

  40. Fokking lélegt hjá Carra að henda sér fyrir boltann með hendurnar úti í loftið. Maður með alla þessa reynslu. Er ekkert viss um að við séum að fara að vinna þetta lið og komast áfram.

  41. Ég vona að menn dæmi mig ekki vegna skoðuna minna um daginn enda tel ég það algjörlega óskyllt mál.

    Sparkið í Babel var klárlega brot og ekkert annað, þekki ekki reglurnar nógu vel til að dæma hvort gult eða rautt sé réttlætanlegt en allavega gult.

    Rauða spjaldi á Babel var hinsvegar réttlætanlegt einfaldlega vegna þess að það er ólöglegt að ýta í andlit andstæðings þó laust sé, og hann gerði það fyrir framan dómarann. Þó finnst mér að dómarinn hafi átt að meta aðstæður þar sem rifrildi átti sér stað, en Babel var aftur á móti ekki hluti af upprunalegu brotinu og þar af leiðandi óviðkomandi.

    Kuyt var rangstæður þar sem hann hafði áhrif á markmann þegar hann ákvað að slá boltann en ekki grípa hann.

    Bæði vítin voru fullkomlega lögleg og ekki hægt að mótmæla þeim.

    Dómarinn var í heild að mínu mati 60/40 með Benfica en það sem skipti máli að mínu mati var að það sannaðist einu sinni enn að þegar Torres fer í fýlu þá er hann ekki eins góður og hann getur verið.

    Eflaust er ég að gleyma einhverjum atriðum en þetta er það sem ég man akkúrat núna.

    ps: vá hvað De Maria er góður!!!!!!!

  42. fyrir hvað fékk Reina spjald ?

    En annars sagði ég í stöðunni 1-0 við félaga minn að L´pool myndi ekkert fá úr þessum leik, Það væri augljóst að dómarinn væri eitthvað tengdur mafíunni.

  43. 44 sjúddirarirei, þú mátt vel hafa þína skoðun og það er flott mál að þú setjir hana hér inn. Aftur á móti verður þú að átta þig á því að sumir eru ekki sammála þér og þeir ýta væntanlega á “þumall niður”. Þetta er ekki spurning um skerðingu á málfrelsi heldur hvort fólk sé sammála þér eða ekki. Auk þess er vert að muna það að kop.is er bloggsíða, ekki fréttasíða.

  44. Allveg merkilegt hve Benfica menn komust oft upp með að sparka Torres niður án þess að fá áminningar.

  45. Það er talað um það að arsinikk sé í fínum málum ,en ég held að LIVERPOOL sé í flottum málum. Tökum þetta heima 3 – 0 og þá verður AA kominn í gang, nenni ekki að tjá mig um leikinn en svíar eru og verða alltaf svíar.

  46. Rauða spjaldið er einfaldlega rétt. Hvað er Babel eiginlega að hugsa? Hann var ekki tæklaður og hann er ekki fyrirliði, ergo none of his business. Þvílíkt reynsluleysi og heimska þar sem hann ekki hefði liðið á löngu og Luisao hefði verið fokinn útaf. Bæði brotin eru svo klárlega víti og Liverpool líka heppnir með að markið hjá Agger hafi fengið að standa þar sem að Kuyt var rangstæður og stóð fyrir markverðinum og hefur þar með áhrif á leikinn þannig að það atriði er alveg vert að skoða líka.

    Annars eru þetta langt í frá verstu úrslitin, Torres skorar alltaf á Anfield og það breytist ekkert eftir viku og þá verður vonandi ekki hið víðfræga Lucas-Masch samstarf til staðar. Þar ekki það að maður sé að leggja Lucas beint í einelti en hann er að skila nákvæmlega sama starfi og Mascherano. Til hvers að hafa tvo leikmenn sem spila algjörlega eins inn á á sama tíma? Svo er auðvitað Masch svona tíu sinnum betri svo að það er augljóst hvor ætti að vera í liðinu. Þetta er það sem mér finnst mest pirrandi, sást sérstaklega í seinni hálfleik, Torres og svo Ngog sækja boltann og reyna að keyra að markinu en eru fljótlega stöðvaðir þar sem að þeir eru algjörlega einir og enginn stuðningur kemur a miðjunni. Torres er góður en hann er líka mannlegur og sólar ekkert bara alltaf í gegnum varnirnar einn. Þarna erum við klárlega að sóa hæfileikum hans og fleiri í liðinu með varnarsinnuðu upplagi. Hvað var svona rangt við það í gær að einfaldlega bara halda áfram að sækja eftir fyrsta markið ? Hvað er að því að hafa Stevie á miðjunni, maðurinn getur hlaupið í fleiri daga og skilar sér alltaf til baka.

    Ég er bara á því að lið eins og Liverpool með Torres og Gerrard og fleiri innanborðs eigi að koma með leikinn til andstæðingsins og lemja á honum, rétt eins og Sunderland leikurinn sýndi. Með tvo leikmenn sem eru þetta mikið góðir í liðinu eru sigurlíkurnar alltaf yfirgnæfandi.

  47. Er sammála Bill Hicks með Di Maria. SVAKALEGA langar mig í þennan leikmann, hann er auðvitað vælukjói og með Ronaldo takt þegar ýtt er við honum en hraðinn á boltann og þessi svakalegi vinstri fótur væri alveg passlegt á diskinn minn!

    Benfica er með flott, vel þjálfað lið. Aðeins tapað þremur leikjum í öllum keppnum vetrarins, síðast í október! Núna búnir að skora 61 mark í 25 deildarleikjum og komnir í 22 mörk í 10 Europa League leikjum. Nýbúnir að stúta Porto 3-0 í úrslitum portúgalska Carlsbergbikarsins (deildarbikar). Megum ekki gleyma því að þeir gerðu 1-1 jafntefli á heimavelli við Marseille í síðustu umferð en unnu seinni leikinn í Frakklandi 1-2. Sóknarmaðurinn Cardozo með Aimar, Di Maria og Garcia fyrir aftan sig geta skorað hvar sem er, nú þegar búnir að koma til Liverpool og vinna 1-2, að vísu gegn smáliði Everton. Saviola meira að segja meiddur og ljóst að þessi sóknarlína er frábær, sennilega sterkari í heildina en okkar.

    En ef að Anfield verður pakkaður og LFC í standi komumst við áfram. En við þurfum virkilega að hafa fyrir því að komast áfram, ég held mig enn við spána, spáði 1-2 tapi í Portúgal og 2-0 sigri á Anfield.

  48. Ég verð bara að viðra þá skoðun mín að Gerrard hafi bara verið hreint fínn í þessum leik… og mikið hefur okkur vantað mannnin með hugan við leikinn… orðnir allt of margir leikir í vetur þar sem manni hefur langað að skipta gamla útaf í hálfleik…

    en nú hrekkur gamli í gang.. 😉

  49. Það er nokkur atriði sem standa uppúr eftir leikinn.
    Það má vissulega færa rök fyrir að Kuyt hafi verið rangstæður í markinu hjá Torres. Hins vegar var mark Benifca ógilt á sömu forsendum þar sem að Benfica leikmaður er einn fyrir innan vörn Liverpool þegar skotið kemur úr aukaspyrnunni. Þetta má sjá þegar ýtt er á pásu þegar skotið er á linknum hér fyrir neðan.

    http://www.101greatgoals.com/videodisplay/5232418/

    Rauða spjaldið var verðskuldað en Benfica maðurinn átti að fljúga sömu leið. Það er merkilegt að sjá gulu spjöldin sem Liverpool fékk en svo komust Benfica mennirnir upp með brjóta ítrekað á leikmönnum Liverpool aftanfrá.
    Ég fer ekki af því að Liverpool hefði klárað þetta einvígi í gær ef liðið hefði fengið réttláta meðferð hjá sænsku kjötbollunum. Liðið virkaði vel fyrstu 3 30 mín og stjórnuðu leiknum. Nú er bara að ná að rífa sig upp og klára Birmingham á sunnudag.

  50. @42 Viktor EB

    þetta er ekkert persónulegt, en hefurðu prófað að fara í tæklingu með hendurnar samsíða líkamanum… það er ekki hægt. þú verður að nota hendurnar til að halda jafnvægi, en ég er samt drullu svekktur að hafa fengið þessa vítaspyrnu á okkur.
    Og annað, ég sá einhverstaðar með þessa línu dómara að þeir skipta sér ekki af leiknum nema þegar skorað er mark…. fannst eins og Kiddi Jakobs dómari hafi einhvern tímann sagt það, að þeir eru bara notaðir sem aðstoð við að skera úr um hvort boltinn hafi farið yfir línuna eður ei. En hann var greinilega að gefa bendingar um að boltinn hafi farið í hendina á Carra, leiðréttið mig ef ég er að fara með rangt mál.

    Kristján V

  51. Vá vælið yfir dómurunum. Ekkert að þeim, vítin bæði hárrétt og áttu að fá þriðja vítið meira að segja. Kjánaskapur hjá Babel þó svo Lusio hefði líka átt að fá sitt annað gula spjald þá og útaf. Insúa er svo mikill kjáni að gult spjald var alls ekki vitlaust.

    Svo hefði Torres geta komið okkur yfir í 1-2 en ekki jafnað eins og stendur í skýrslunni.

  52. 53 daggliss . Ekki vera svona barnalegur , auðvitað voru þetta fáránlegir dómarar það vita það allir !! þetta er svo mikill hroki hjá þér að segja að þeir áttu að fá víti osfrv. það er enginn nema dómarinn sem tekur þá ákvörðun ekki þú kúturinn minn , og í þessu tilfelli var dómarinn bara ekki samvaxinn starfi sínu . EINFALT .

  53. Vill bara taka undir með Magga og fleirri mönnum hér að það sem gerði út af við þennan leik var dómgæslan, og ég er mikð sammála Magga að Torres vað sparkaur niður hvað eftir annað en ekkert dæmt… Það sem mér finnst ótrúlegast er að það er Svíi að dæma, hann dæmir í sænsku deildinni og á hvaða plani er sú deild, og í annan stað þá vorum fimm dómarar á vellinum + aukadómari á hliðarlínunni…. hvernig er komið fyrir fótboltanum ef þetta margir dómarar geta ekki haft tök á einum leik… Og þetta rauða spjald er bara dapurt fyrir þennan dómara… Það sem mér fanst einkennast strax í birjun leiks er að dómarinn tók eingar ákvarðannir sjálfur hann fór ávlalt eftir aðstoðradómara…. En svona er þetta þó sárt sé… við verðum bara að bíða eftir seinni leiknum…. árfam Liverpool…

  54. strákar ef þið hælið Lucas og Insúa, þá gubba ég……… þeir kæmust ekki í Tranmere liðið…….. og svo er Benitez sennilega að reyna að eyðileggja 3. besta menninn okkar , Benna jón…..burt með Benitez , algjör krafa
    af hverju í helv. var hann ekki með sama lið og á móti Sunderland, og Benni Jón fyrir Maxi??????, en við verðum að fá vinstri bakvörð,og masch og Lucas mega aldrei spila saman á miðjunni
    og strákar, Benifica var klassa betri en við í gær, bara spurning hvenær við fengjum mörk á okkur
    getur einhver tekið saman verðmiðan á byrjunarliðunum
    Liverpool?
    benifca?

  55. @52 Kristján None taken 😉
    Mér finnst bara að Carra hefði átt að henda sér niður, hann er kominn að endalínu! Þ.a.l. ætti hann að geta reynt að blokkera boltann betur en að henda sér í jörðina.

    http://www.101greatgoals.com/videodisplay/5232546/

    Carra er bara ekki sami leikmaðurinn og hann var. Er farinn að gera fleiri og fleiri klaufamistök sem ætti ekki að sjást hjá manni með alla þessa reynslu. Yfirvegun eykst greinilega ekki með aldrinum hjá Carra :/ sbr Hyypia.

  56. Kristján V: Ég ætla að leiðrétta þig eins og þú baðst um.

    Endalínudómararnir eru ekki eingöngu upp á puntið og til að skera úr hvort að boltinn hafi farið inn eður ei. Það er lítið gagn í því. Aðstoðardómarar eru í lang bestu aðstöðunni til að úrskurða um slíkt. Hlutverk endalínudómarar er að aðstoða dómarann í mikilvægum ákvörðunum eins og í hornum og aukaspyrnum. Koma í veg fyrir peysutog í föstu leikatriðum sem hefur verið ansi mikið af. Einnig að aðstoða dómarann í stórum ákvörðunum eins og í gær. Pjúra víti þegar Carra fær boltann í hendina. Aftur á móti sagði Kristinn einhvern tímann að hans endalínudómarar sýndu ekki neinar bendingar, en þessi gerði það. Þeir eru með búnað sem gerir þeim kleift að ræða saman og það hafa þeir gert í gær í þessum vítaspyrnudómum.

  57. Vá hvað maður hefur upplifað mikið bullshit á þessari leiktíð, hef varla orku til að tjá mig um þetta rugl lengur…

  58. @57 sammála þér Viktor EB 🙂
    @58 Villi …. Takk fyrir þetta, mig minnti einmitt að Kiddi hafi talað um þetta einhvern tímann.

    Kristján V

  59. Hvernig líst mönnum á Jovanovic? Ánægður með hvað maðurinn er graður í að komast til Liverpool.

  60. Mér er skítsama hverjir eru í liði benfica. Við eigum að slátra þessu liði á Anfield. Skiptir engu hvað margar maríur eru í hinu liðinu. Spilum okkar leik, og rúllum yfir þá á Anfield.

  61. Það sést vel í endursýningu í fyrra marki Benfica að um leið og boltanum er spyrnt er sóknarmaður Benfica vel fyrir innan vörn Liverpool og því hefði markið ekki átt að standa á sömu forsendum og mark Torres var dæmt af.

  62. Stefnir allt í ágætis fótboltadag í dag! Vonandi heldur þetta svona áfram, Darren Bent að gera góða hluti 🙂

  63. Mike Dean og félagar fóru á kostum í morgun 😀 Eftir gloríurnar sem hann gerði í leik Burnley og Blackburn um síðustu helgi, hvernig datt F.A. það í hug að leyfa þessum manni að valhoppa um á Old Trafford þessa helgina. Línuvörðurinn lét sitt ekki eftir liggja hahaha. Úff.

    http://img51.imageshack.us/img51/5250/disgrace.jpg

  64. Talandi um leikinn í morgun þá var mike dean fínn að mestu leyti í þessum leik.
    Leyfði leiknum að fljóta lengst af og þessar vítaspyrnur sem man utd vildi fá voru ekki víti að mínu mati.
    Meira að segja Heimir Guðjónsson þjálfari FH var sammála mér.
    Mark drogba átti ekki að standa, klárlega rángstaða.
    Mark man utd átti heldur ekki að standa þar sem boltinn fór í hönd marcheda á leið í netið.
    En línuverðinum í marki drogba gef ég falleinkun.

  65. ég er fyrst núna að ná mér á þessum helvíti dómaraskandall..

    Þetta Benfica lið er flott mannað. Cardozo, Aimar, Saviola, Di Maria og fleiri góðir.

    Það verður gaman að fyljgast með seinni leiknum á Anfield.

Liðið gegn Benfica

Birmingham City á St. Andrews