Lille 1 – Liverpool 0

Jæja, okkur menn fóru til Frakklands í kvöld og töpuðu þar fyrir Lille.

Rafa stillti þessu svona upp í byrjun.

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Insúa

Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres

Á bekknum: Cavalieri, Aquilani, Riera, Kyrgiakos, Ngog, El Zhar, Kelly.

Riera kom inná fyrir Babel, Kuyt fór útaf fyrir El Zhar

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn. Lille var betra liðið til að byrja með og voru meira með boltann án þess þó að skapa mikil færi. Þeirra besti maður var Eden Hazard, 18 ára gamall Belgi sem lék á hægri kantinum. Þeagr leið á fyrri hálfleikinn fór þó Liverpool að stjórna leiknum meira og voru betra liðið í seinni partinum af hálfleiknum. Ryan Babel fékk m.a. upplagt færi, sem var ekki langt frá því að vera jafngott og færið hans Lisandro í gær, en hann náði ekki að skora.

Í seinni hálfleik var þetta svipað – liðin voru jöfn. Á 84. mínútu náði Lille að skora og það var þeirra besti maður, Hazard. Markið var þó ferlega klúðurslegt (einsog flest á þessu tímabili) því hann tók aukaspyrnu af kantinum og gaf sendingu fyrir markið, sem enginn náði að skalla og boltinn fór því framhjá Reina í markið. Skelfilegt mark.

Eftir það voru Lille óheppnir að skora ekki aftur og Liverpool fengu tækifæri til að jafna, en þeim tókst það ekki.

Ég nenni svo sem ekki að greina þetta neitt frekar. Við hefðum alveg getað unnið þennan leik, en einsog alltaf í vetur ef það er ekki einskær aumingjaskapur hjá okkur þá eru það aulamörk eða einhver annar kjánaháttur sem veldur tapi. Sjálfstraustið hjá þessu liði virðist vera í algjörum mínus.

Núna hafa okkar menn eitt tækifæri í viðbót til að bjarga því sem er eftir af andlitinu þegar að Lille mætir á Anfield eftir **eina viku**. Getum við klárað þetta Lille lið á Anfield? **JÁ, klárlega** – við eigum að geta unnið hvaða lið sem er á Anfield! En ég myndi svo sem ekki veðja háum upphæðum á að það takist. Erum við dottnir útúr þessari keppni? Nei, langt því frá.

**YNWA**

89 Comments

  1. Af hverju kemur það manni ekki á óvart að þetta tapaðist ?
    Maður er orðinn vanari að tapa heldur en að sigra, ef LFC sigrar þá virðist það koma manni á óvart og það gengur ekki lengur.
    Ég trúi ekki að nokkur maður nema kannski stjórnendur þessarar síðu taki upp hanskann fyrir Benitez. Alveg með ólíkindum hvað þessi maður fær að skemma liðið meira og meira með hverjum leiknum.

  2. glatað marr nennir ekki að eyða tima i þetta kjaftæði sjaumst a næsta timabilli over and out :/

  3. Það var lagið, Ásmundur!

    Eigum við ekki að fá að heyra frá öllum sem vilja Rafa í burtu? Tölum ekki um leikinn – nöldrum bara í allt kvöld um að Rafa verði að fara. Höldum svo áfram að gera það næstu 3 mánuði við hverja einustu færslu á þessari síðu (Rafa verður ALDREI rekinn fyrr en í fyrsta lagi í sumar) svo að við gerum þessa síðu örugglega algerlega óbærilega leiðinlega fyrir alla þá sem nenna ekki að lesa 100 komment á dag um það að Rafa þurfi að hætta með Liverpool.

  4. Jæja ekki allir í boltanum bara. 🙂
    Svei mér þá, ég farinn að vona pínu að Rafa haldi áfram út áratuginn með Liverpool.

    Langar að vita hversu djúp kanínuholan virkilega er.

  5. Svona , svona…þetta var ekki svo slæmt. Poolarar rúllar yfir þetta lið í seinni leiknum. Ég vona að andstæðingarnir í næstu umferð verði HSV , það gætu orðið spennandi leikir..

  6. haha vissuð þið að kuyt og gerrard fá sko borgað fyrir að spila fyrir liverpool? alveg satt sko! eeeen lille fekk nú bara 1 færi í þessum leik þarna rétt eftir markið. annars voru þeir ekkert nema sprækir, get ekki seð að liverpool eigi ekki að klára þetta á anfield nema kannski að þeir pakki inni í teig og það takist. en við eigum nú alltaf að klára þetta lið heima !

  7. Held það væri betra að við spiluðum 10 en að vera 11 og með Kuyt í liðinu.

  8. Neikvætt við þennan leik: við töpuðum, það er point numero uno. Einnig vorum við herfilega slakir frá ca 55 mín allt þar til feita konan söng í þessum leik. Það var of mikil varfærni í leik liðsins og það féll of mikið til baka og var því miður engin tengin við sóknarmenn liðsins. Það því miður er ekki hægt að gera (falla langt aftur) nema vera með góðann sendingarmann sem spilar aftarlega á vellinum og það höfum við því miður ekki. Leikmenn liðsins fóru því miður í smá sandkassaleik og vældu yfir nærri því öllu á tímabili og fannst mér það kristallast í því þegar Torres fékk gula spjaldið, gæjinn sem hann “braut” stóð ekki í sína brauðfætur en samt, og það þegar Carra tók Torres á beinið og rak hann í burtu fannst mér sýna þá baráttu og þann anda sem liðið þarf að hafa (að berjast og láta dómarana ekki bögga sig).

    Jákvætt við þennan leik: Well, Glen Johnson spilaði allan leikinn og stóð sig ágætlega. Fyrri hálfleikur var vel spilaður og vorum við mun líklegri til að skora. Albert Riera virðist vera að koma til og vonast ég eftir því að hann fái meiri spiltíma á næstunni. Babel fékk tækifærið sem byrjunarliðsmaður og stóð sig með ágætum, vann vel til baka (ekki allir sammála um að hann eigi að gera það en Benitez vill það og hann gerði það vel) og átti lipra takta með Torres fyrir framan markið…því miður klikkaði hann en honum til varnar þá er Landreau enginn aukvissi. Lucas átti góðan leik, skilaði því sem hann átti að skila og átti þátt í allavegna tveimur sóknum liðsins í fyrri hálfleik sem því miður klúðruðust við markið. Hmmmm, meira jákvætt, well, við fengum á okkur eingöngu eitt mark og það var algjört kúkamark. Reina reiknar auðvitað með að Lille leikmaðurinn nái boltanum og er með góða staðsettningu til að ná þeim bolta en því miður þá lak tuðran inn í markið.

    Yfir allt þá get ég ekki verið ósáttur við úrslitin. Lille er ekkert stórveldi í evrópska boltanum en þeir eru skeinuhættir og gera vel það sem þeir gera. Við komum okkur í færi, meira að segja góð færi en því miður klúðruðum við þeim. Ég var einnig ánægður með að sjá El Zhar fá nokkrar mínútur. Þetta er gæji sem hefur verið meira og minna meiddur fyrir áramót og er loksins núna að komast af stað aftur. Hann hefur sama attitude og Pacheco þegar hann hefur komið inná í fyrri leikjum liðsins, sækja sækja sækja og sýna andstæðingnum enga virðingu og hamra á þeim þegar færi gefst.

  9. Sælir
    En Einar Örn, það hlýtur að mega gagnrýna aðeins hérna á þessari annars ágætis síðu ykkar.
    Það sem ég bara ekki skil er að af hverju í ósköpunum gerir þessi maður aldrei skiptingar í hálfleik?
    Er kallinn alveg blindur
    Kuyt, Lucas????
    skil hann reyndar alveg með Insua því við eigum engan annan þar, og þó ef það væri bara ekki betra að vera 10 inná.

  10. hvernig getið þið’ sagt að lille hafi ekki spilað vel ha bíddu liðið var allan tímann með boltann og éf liv fékk hann þá gerðu þeir sér lítið fyrir og tóku hann af þeim

  11. @Leifi….

    Það er svo merkilegt með alla stjóra að skipta aldrei í hálfleik þegar menn eru búnir að vera ömurleigir í 45 min.

  12. Leiðinlegt að koma heim og sjá að við hefðum tapað… fór fyrst inn á ESPN til að sjá hvernig tölfræðin var og sá hvaðan markið kom… og ég átti ekki til orð… svo fór ég inn á http://www.101greatgoals.com/videodisplay/5019470/
    og horfði á þetta mark og mig langaði að fara að gráta…

    vá hvað maður getur pirrað sig þegar liðið gerir svona mistök.. ætla svo sem ekki að dæma neinn frir þetta.. það sést alveg hver átti að taka boltan…

    en jæja tökum þetta heima í næstu viku…

    1. mars 2009 -> Liverpool 4-0 Real Madrid
    2. mars 2010 -> Lille 1-0 Liverpool
      dæs
  13. Svo sem ágætur leikur framan af og sanngjart ef liverpool hefði verið yfir í hálfleik miðað við færi. En Babel og Torres nýttu ekki þessi færi, markvörður lille varði í bæði skipti mjög vel.
    Babel vantar bara aðeins meiri spilatíma og þá eykst sjálstraust um leið en hann virðist bara ekki fá þennan spilatíma undir stjórn Benitez.

    Enn eitt skil ég ekki þetta er annar leikurinn í röð sem kuyt og Lucas gera ekkert og eru bara algjörir farþegar í þessu liði af hverju breytir maðurinn ekki um taktík og setur kannski Aquilani og Riera fyrr inn á og sleppir því að taka Babel út af eina mannin sem var búin að koma sér í færi.
    En í staðinn spilar kuyt í 87 min og Lucas allan tímann?

    Ég er ekki að reyna láta umræðuna bara snúast í kringum Benitez,Kuyt og Lucas þetta er bara svona sem ég sé þetta og er örugglega ekki einn um það.

  14. Hvernig væri nú bara ekki að bjóða dágóða summu í Eden Hazard. Þessi drengur er frábær og á eftir að verða stórkostlegur.

  15. Það hljóta að vera til menn í varaliðinu sem geta sótt hraðar en FC elliheimilið Grund sem spilaði í kvöld. Andstæðingar Liverpool geta án undantekningar sótt að vild, vitandi að LFC hefur aðeins einn frammi og engan til að koma boltanum hratt á Torres/Gerrard. Taktískur ósigur í kvöld sem endranær.

  16. Það var svo sem fátt sem kom manni á óvart í þessum leik nema kannski hversu pirraðir leikmenn Liverpool voru með Torres fremstan í flokki. Maður skilur kannski að það er erfitt að sýna leikgleði þegar illa gengur og erfitt að ná upp stemmningu, en andskotinn hafi það að það getur varla verið kvöð að spila í Liverpool búningnum. Oft á tíðum líta leikmenn út eins og þreyttir og pirraðir ríkisstarfsmenn á mánudagsmorgni, sem hafa verið í sama starfinu í rúmlega 40 ár eru farnir að bíða eftir ellilífeyrnum. Klúbburinn getur þakkað fyrir það að hann á dyggustu og bestu stuðningsmenn í heimi því hvernig er hægt að ætlast til þess að fólk hafi gaman að því að mæta á leiki og horfa á leiki með liðinu þegar leikmenn hafa enga ánægju af því sem þeir eru að gera. Þetta Show sem liðið hefur verið að bjóða uppá á undanförnu rifjar upp vonbrigðin þegar ég fór í dýragarð á Spáni sem barn og öll dýrin voru sofandi eða lágu eins og slytti í hitanum meðan við vorum þar.

    Spilamennskan beint framhald af leiknum á móti Wigan og ekkert sem bendir til þess að það verði eitthvað turning point á þessu tímabili. Alltaf hélt maður að liðið væri að hrökkva í gang, eftir sigra gegn Everton, Man Utd og í janúar,,,,,. Vissulega hefur liðið alltaf tekið slæma kafla á undanförnum árum en þetta tímabilið hefur liðið aldrei hrokkið í gang.

    Verð að játa að ég var pirraðari og svekktari eftir tapið á móti Wigan, sjálfsagt vegna þess að það var sárt að sjá Liverpool vera yfirspilað af Wigan af öllum liðum. Einnig spilar kannski inní að liðið fær annan leik á Anfield að klára þetta Lille lið.

  17. Sælir En Einar Örn, það hlýtur að mega gagnrýna aðeins hérna á þessari annars ágætis síðu ykkar. Það sem ég bara ekki skil er að af hverju í ósköpunum gerir þessi maður aldrei skiptingar í hálfleik?

    Það má vel gagnrýna – en þegar menn nota þessa síðu til að blása fyrir einhverjar frústrasjónir útí Rafa við hverja einustu færslu þá verður það óþolandi.

    Það sem ég bara ekki skil er að af hverju í ósköpunum gerir þessi maður aldrei skiptingar í hálfleik?

    Hvaða þjálfarar skipta í hálfleik – fyrir utan Mourinho í nokkur skipti þegar hann var með menn einsog Robben og Cole á bekknum? Og af hverju átti Rafa að gera það í kvöld? Við vorum í fínum málum í hálfleik. Það að gera skiptingu þá hefði ekki meikað neitt sense.

    Skiptingar Rafa fara oft óendanlega í taugarnar á mér, en það að hann skipti ekki oftar í hálfleik fellur ekki undir þann flokk.

    hvernig getið þið’ sagt að lille hafi ekki spilað vel ha bíddu liðið var allan tímann með boltann og éf liv fékk hann þá gerðu þeir sér lítið fyrir og tóku hann af þeim

    Lille var ekkert allan tímann með boltann. Þeir voru jú talsvert meira með hann en Liverpool en þeir voru á sínum heimavelli og náðu ekkert að skapa hættulegt fyrr en þeir skoruðu markið.

  18. Hvar endar þetta eiginlega?? Þegar stjórinn hefur ekki kjark í að setja menn sem spila illa á bekkinn þá veit það alls ekki á gott.
    Burt með Benitez!!!

  19. Skelfilega hættuleg úrslit upp á seinni leikinn að gera. Getur Liverpool unnið með tveggja marka mun á Anfield? Já á venjulegu tímabili en þetta er ekki eitt slíkt.

  20. Þegar maður hefur ekkert nice að segja um menn(Benitez) þá er betra að sleppa því að segja eitthvað…þannig að ég ætla taka þann pólinn og segja ekki skoðun mína á hvernig Rafa höndlaði þennan leik!

  21. Þegar maður hefur ekkert nice að segja um menn(Benitez) þá er betra að sleppa því að segja eitthvað…þannig að ég ætla taka þann pólinn og segja ekki skoðun mína á hvernig Rafa höndlaði þennan leik!

    Nei, hvernig væri að tala um hvernig að LIÐIÐ spilaði þennan leik í stað þess að tala bara um þjálfarann? Þetta er jú leikskýrsla sem fjallar um það hvernig 11 menn spiluðu leikinn, ekki bara um það hvaða hræðilegu áhrif maðurinn á hliðarlínunni hefur á allt og alla.

    Jæja, ég er hættur þessu í kvöld.

  22. lille spilaði vel lesið ensku pressuna og verið ekki að draga úr þessu liði sem var bara feiki gott

  23. Og af hverju átti Rafa að gera það í kvöld? Við vorum í fínum málum í hálfleik. Það að gera skiptingu þá hefði ekki meikað neitt sense.

    Sorry Einar, Ég hef bara ekki verið að horfa á sama leik og þú

  24. Sorry Einar, var búinn að gleyma að það má ekki gagnrýna stjórann því þú, Rafael Benitez aðdáandinn, ferð þá í fílu.

    Það er Rafa sem stjórnar og hann nær ekki að hrista þetta andleysi úr mönnum, því er hann eðlilega gagnrýndur…plús auvðitað margar fáránlegar ákvarðanir. Þá er ég ekki endilega að tala um í kvöld heldur bara almennt.

    …ætla halda mig við fyrri ákvörðun að tala ekki um hvernig Rafa setti þetta upp og hvernig hann stýrði þessu….þó Einar reyni eins og rjúpan við staurinn að koma talinu í sandkassann þá skulum við hinir nú reyna vera betri en svo.

  25. Það er auðvitað mjög rangt við það sem að Benitez er að gera, þeir leikmenn sem hafa verið að spila illa undanfarið og þeir eru margir, þeir fá bara að spila aftur í næsta leik og svo aftur þrátt fyrir að vera búinr að skíta í buxurnar leik eftir leik.
    Benitez er ENNÞÁ að rembast við að það spila þeim Lucas og Masch saman þrátt fyrir að það hafi ekki gengið í ALLAN vetur fyrir utan united leikinn.
    Það verður að breyta miðjunni í liðinu og við eigum í það klassa leikmann að nafni Alberto Aquilani sem Benitez keypti btw á 20 miljónir punda og hvað , hann notar hann ekki af því að miðjan hefur virkað svo vel í vetur að hans mati. Hann segist allavega ekki vilja nota Aquilani þegar svona mikið liggur undir, hvað er að ????
    Í næsta leik við ég sjá Kuyt, Lucas eða Mascherano á bekknum og gefa Aquilani, Babel og jafnvel Pascheco og Riera tækifæri.

  26. Benitez eða ekki Benitez. Ég heimta bara að fá að vita hvað varð um leikmennina sem spiluðu á síðasta tímabili. Ég veit að þeir eru inná vellinum, en HVAR ERU ÞEIR????

    Þetta er orðið verulega þreytt. Ég hef enga ánægju lengur af því að horfa á þetta lið.

  27. Gunnar Ingi – það er sjálfsagt að gagnrýna Benítez. Hann hefur staðið sig illa í vetur … en það hafa FLEIRI EN BARA RAFA staðið sig illa. Endilega gagnrýnið hann en þú ert einn af þeim sem kemur hér inn og lætur eins og tap eins og í kvöld sé BARA honum að kenna.

    Það er honum að kenna. En það er líka leikmönnunum sem misstu taktinn í kvöld að kenna. Það er líka eigendunum, aðdáendunum, fokking grasinu og strandboltum, að kenna. Ekki bara Rafa. Hann á að gera miklu betur sem stjóri en hann hefur sýnt í vetur en menn koma hér inn eftir hvert einasta tapaða stig og láta eins og brottrekstur hans sé lausnin á öllu saman. Það gæti verið jákvætt skref en það þarf margt meira að breytast en bara það að skipta um stjóra ef Liverpool á að verða í fremstu röð á ný.

    Þreytt umræða. Reka Rafa, reka Rafa, reka Rafa en minnast ekkert á klúður Reina í markinu eða lélega frammistöðu meirihluta leikmanna inná vellinum í kvöld. Bara reka Rafa.

    Ég er farinn í bíó, og mér sýnist Einar Örn vera farinn að gera eitthvað annað líka. Gólfið er ykkar.

  28. veit einhver hvað er í gangi meðal liðsmanna þvílíkur pirringur og leiðindi í þeim og Torres ekki barnanna bestur með það en ma má víst ekki segja svona en beneties er búinn að tala við þá um það en ekkert virðist breytast veit einhver hvað er í gangi

  29. Mér fannst þessi leikur flottur að mörgu leiti, sérstaklega fannst mér samvinna Babel og Torres í færinu hans Babel vera ótrúlega smekkleg.

    Skringilegt fannst mér að Aquilani, sem mér fannst vera langbestur okkar manna eftir að hann kom inná á móti Wigan hafi ekki komið inn á.

    Völlurinn var ömurlegur, og fáránlegt að UEFA leyfi þetta.

    Kuyt slappur, ásamt Gerrard. En Masch og Lucas gerðu báðir það sem þeir gera vel. Mér fannst annars ótrúlega leiðinleg dómgæsla í þessum leik og það var flautað á allt. Man eftir nokkrum atvikum þar sem Masch vann boltann frábærlega en slappur dómari leiksins dæmdi.

    Annars frekar hress leikur og ég var nú bara ansi sáttur við hr. Benitez í dag.

    Takk

  30. Mér finnst þetta frábært hjá Benitez:
    “The attitude of the players was fantastic. We were talking about not letting the fans down in terms of team effort and I think we did this.

    Já herra Benitez, ég er viss um að þú og liðið þitt gerðu aðdáendurna virkilega ánægða í kvöld með því að tapa bara 1-0 á móti stórliði Lille enda vorðuð þið örugglega þreyttir efir erfitt tap á móti stórliði Wigan um daginn.
    Eftir þetta kvöld þá gerðuð þið mig að virkilega stoltum LFC aðdáanda

  31. Hryllilegar umræður í gangi hér og skil ég afar vel hvað Einar Örn er að tala um. Hins vegar er það þjálfarinn sem stjórnar þessu liði sem er svo ógeðslega lélegt þessa dagana að ég hef sjaldan verið jafn lítið spenntur fyrir leikjum. Ég hreinlega veit ekki hvar þetta endar.
    Ég veit svo eiginlega ekki hvað á að ræða um þennan leik. Þetta var bara nákvæmt framhald á hryllingnum sem við höfum horft upp á svo oft í vetur og rætt fram og til baka. Er eitthvað betra að ræða það enn á ný en að ræða Rafa Benitez áfram? Það væri kannski eðlilegast að menn myndu bara sitja á sér og sleppa þá að kommenta en líklega koma þessi komment að hluta til þar sem þau losa um ákveðinn pirring úr kerfinu.
    Núna er allavega lokaséns að snúa þessu við. Taka Portsmouth á mánudaginn í gegn og slá svo Lille út úr þessari keppni.

  32. Í fyrsta lagi Kristján, þá er ég bara algjörlega ósammála þér að Reina hafi átt markið. Það er algjör dauðasynd hjá varnarmanni að láta svona bolta fara framhjá sér og ég hefði orðið brjálaður ef ég hefði verið Reina útí mína varnarmenn.

    Þó auðvitað sé þetta af miklu leiti rétt hjá þér(strandboltinn er þó kjánaleg afsökun því við spiluðum ömurlega í þeim leik og áttum EKKERT skilið þar og ég get ekki séð hvernigt það er eigendunum að kenna þegar við spilum ömurlega í öllum leikjum og líka gegn liðum sem hafa úr miklu minni pening að moða en við) þá er það samt þannig að það er Rafa sem stýrir, það er Rafa sem á að hrista upp í hlutunum ef þeir ganga ekki og það er Rafa sem á að passa að hausinn á mönnum sé í lagi. Það er ekkert annað en eðlilegt að Rafa beri höfuð ábyrgð. Á sama tíma og ég er sammála þér að eingöngu “rekum Rafa” umræða er leiðigjörn til lengdar þá trúi ég ekki öðru en að þú skiljir menn vel að láta þetta fara í taugarnar á sér og eru á þessari skoðun.

  33. Já það er leiðinlegt að heyra sama sönginn varðandi þjálfarann, en það getur varla nokkur heilvita maður haldið því fram að Rafa hafi ekki fengið vel feitan séns hjá stuðningsmönnum Liverpool.

    Varðandi þessa Rafa umræðu og Lucas/Kuyt umræðu. Lucas og Kuyt eru góðir knattspyrnumenn á sinn hátt. En þeir eru settir í liðið af þjálfaranum og hann biður þá um að leysa ákveðin verkefni. Ég trúi því ekki að Lucas hafi verið keyptur til að leysa sama hlutverk og Kaka hjá Real Madrid og ef Benitez ætlast til af Kuyt að sýna sínar bestu hliðar úti á kanti endalaust þá munu menn að sjálfsögðu verða fyrir vonbrigðum. Þótt ég held að báðir gætu gert enn betur hef ég ekki enn efast um getu né vilja þessarra leikmanna og heldur ekki Babel ef út í það er farið.

    Rafa hins vegar velur liðið, þjálfar, mótiverar og leggur línuna. Og ef hann og málsverjendur hans ætla endalaust að skýla sér bakvið lélega eigendur og lítinn pening, þá spyr ég hvers á þjálfari á borð við David Moyes að gjalda?

    Mín skoðun eftir að hafa fylgst með Liverpool síðan að Kenny Dalglish var ennþá að spila fótbolta er að þetta lið hans Rafa er langsamlegasta leiðinlegasta, mest niðurdrepandi fótboltalið sem hefur komið frá Anfield Road síðan byrjað var að senda leiki út í litasjónvarpi. Meira að segja Houllier spilaði stundum með Owen og Heskey saman og setti Gary Mac á miðjuna, en þessi 9-0-1 (í besta lagi stundum 8-1-1 þegar Gerrard skokkar fram) uppstilling gegn Wigan og Lille er algjörlega til skammar! Að bíða þar til á 87 mín með að skipta útaf og gefa einhverjum ungum og gröðum sóknarmanni færi á að láta ljós sitt skína gegn LILLE!!!!! er svo laust við hugrekki og áræðni að manni blöskrar.

    Ég tek undir með Sigga í póstinum á undan að ég skil ekki það að KAR hafi séð eitthvað gott og fínt hjá Liverpool í kvöld. Og lýsi furðu minni á svipuðum skrifum í Wigan leiknum. Hvað átti Liverpool mörg almennileg færi í þessum leikjum? Þessir tveir leikir súmmera upp fótboltalið sem er komið á endastöð, sama hvað það afrekaði fyrir ári. KAR, gefðu mér smá af því sem þú ert að drekka með leikjunum því minn Carlsberg er ekki að virka á sama hátt og ég meina þetta í fullri vinsemd því auðvitað vilja allir góðir menn geta séð ljósið hjá liðinu sínu.

    Rafa er einfaldlega dead man walking. Það er svo spurning hvort menn vilji hafa svoleiðis mann við stjórnvölinn á fótboltaliðinu sínu.

  34. Auðvitað eru það jafn leikmenn sem þjálfari sem bera ábyrgð á ömurlegu gengi okkar manna. En liður í því að vera framkvæmdastjóri klúbbsinns er að motivera leikmenn. Það getur Benitez ekki lengur. Því þarf hann að víkja, ef ekki til annars en bara að vekja aðra leikmenn fyrir þessa síðustu leik sem við eigum eftir á tímabilinu. Þegar tímabilinu svo loksinns lýkur þá má senda yfir helming af hópnum á suðurpólinn mín vegna.

    Og Einar , ég veit að þetta á að vera comment um 11 leikmenn og leikinn sem var spilaður, en ég skil menn nú ansi vel að nenna ekki að tala um okkar leiki lengur og skil ennþá betur að menn pústi aðeins út..

  35. Bíðum nú við…hér vilja menn kenna eigendum um gengi liðsins? Í Manchesterborg er annar hver maður að ráðast á ameríska eigendur Man. Utd….þeir eru nú ekkert að gera upp á bak á vellinum þess vegna.

  36. Já sæll, þetta var 15. tapleikurinn á tímabilinu… ekki furða að menn séu skapvondir!

  37. Man utd efir 2 vikur trafford úfff hve stórt mun liverpool tapa þar ef þeir halda áfram að spila eins og hauslausar hænur ég er satt að segja hættur að nenna þessu rugli lengur.Ég var svo gáfaður að segja upp áskriftinni minni á enska boltanum ég horfi ekki á annnan liverpool leik sem benitez stýrir þessi þjálfari veit ekki shit um neitt og stillir um sömu lelegu leikmönnum aftur og aftur skiptir engu hve lelegir þeir eru bunir að vera í leikjum á undan.Hann kaupir leikmenn og frystir þá og stillir upp sömu leiðinlega kerfi leik eftir leik skiptir engu þótt chester væri á anfield samt myndi hann stilla upp 6-5-1 eða álika jafn leiðinlegt
    .Þið meigið skemmta ykkur yfir liverpool leikjum þessa leiktíð en ég er kominn með nóg af þessu rugli við sjáumst næstu leiktíð

  38. Eru þetta bara 15 tapleikir Daði? Mér líður eins og þeir séu allavega 30 ;p

    En hey, það má ekki gagnrýna Rafa, hann er að gera gott mót :p

  39. Benítez;

    ,,The attitude of the players was fantastic. We were talking about not letting the fans down in terms of team effort and I think we did this.”

    ,,But the main thing was the team and the players played at the level you expect of them.”

  40. Getur einhver hérna sagt mér af hverju Rafa var að kaupa Aquilani? Það var greinilega ekki til að láta hann spila fótbolta allavega… Ég tek eigendurna í sátt ef þeir skila honum til Roma og fá endurgreitt og nota peninginn til að borga upp samninginn hans Rafa og flugmiða handa honum til Spánar. Okkur vantar stjóra sem er með kúlurnar á réttum stað og þorir að taka sénsa, þorir að gera skiptingar og þorir að henda mönnum sem eru að spila illa á tréverkið!

  41. “Del Piero is now walking beautifully down the touchline and might go for a groin stretch in about 30 seconds!”

    Hápunktur kvöldsins 🙂

  42. Ef það er ekki ástæða til að vera fúll útí stjórann núna þá veit ég ekki hvað. Auðvitað eru leikmenn að klikka gríðarlega og ættu að skammast sín og gefa launin sín til líknamála þennan mánuðinn. En það er stjórinn sem ber ábyrgð á þessum leikmanna hópi sem við erum með í dag, það er stjórinn sem ber ábyrgð á leikkerfinu sem við erum að spila, það er stjórinn sem ber ábyrgð formi leikmanna, það er stjórinn sem ber ábyrgð á því að módivera menn fyrir leiki, það er stjórinn sem ber ábyrgð á sínum leikmannakaupum og númer eitt þá er það stjórinn sem þarf að axla þá ábyrgð. Þú rekur ekki hálft liðið og heldur stjóranum!!!

    Það eru ekki til peningar til eins né neins og þá finnst mér helvíti hart að sjá 20 milljón punda mann sitja á bekknum þegar miðjan okkar er nánast sú lélegasta í úrvalsdeildinni og okkar stærsti veikleiki. Annað hvort keypti hann rangan mann eða hann er að stilla liðinu vitlaust upp. Hvernig á ítalinn okkar að komast í leikform ef hann fær ekki að spila??? Væri ekki fínt að skella honum þá í varaliðið til að flýta fyrir innkomu hans í aðallliðið. Þetta er bara vandræðalegt.
    Ég get skilið að á síðasta tímabili hafi menn varið Rafa og jafnvel fram að áramótum. Þá vorum við að gera góða hluti og menn pirruðu sig yfir helvítis jafnteflunum og óheppninni þegar við áttum 20 og fleiri skot að marki. Nú eigum við trekk í trekk leiki þar sem við eigum varla skot á rammann og sköpum okkur ekki færi. Höfum tapað 18 leikjum sem af er. Mér er í raun fyrirmunað að menn hreinlega geti andað með nefinu og blásið á gagnrýnisraddir á karlinn. Eru það ekki orðnir öfgar í hina áttinu og alveg jafn mikil þráhyggja og hinn hópurinn sem hefur vælt í 2 ár??

    Mér dettur bara í hug eitt máltæki sem á vel við í dag “eftir höfðinu dansa limirnir”

    Góðar stundir gott fólk.

  43. Einhverstaðar stendur: “No Guts No Glory”

    …ætli Rafa viti af þessu máltæki?

  44. Það er nátturulega bara þannig að mascherano er heill þá á Lucas að vera á bekknum. Þeir eru nánast fyrir hvor öðrum og hvorugur sækir svo heitið geti og algjör óþarfi að hafa tvo leikmenn sem gera lítið annað með boltann en að senda til baka á varnarmennina. þeir virðast líka spila betur þegar vantar hinn.

  45. Nú er ég United maður og fæ aðallega Liverpool í gegnum Babú og endalaust kvartið hans. En þar sem ég hef óeðlilega gaman af fótbolta þá horfi ég oftast á Liverpool leiki þegar þeir rekast ekki á við United. Það sem ég er búinn að vera að spá í dágóðan tíma en hef varla þorað að minnast á við Babú því hann er svo fljótur upp og mikill skapofsamaður það er að Liverpool VERÐUR að selja Gerrard. Hann er minnir mig meira og meira á Keane síðasta árið hjá United. Frústrasjónin út í þá leikmenn sem ekki eru á sama leveli og hann er búin að yfirtaka leikinn hjá honum og nærvera hans í raun orðin að kúgandi faktor í leik United. Það sama virðist vera upp á teningunum hjá Liverpool. Gerrard er orðin það rosalega mikið icon að hann kæfir leikmennina í kringum sig auk þess að hann virðist ekki getað motiverað sig.

    Annars finnst mér alveg merkilega mikil neikvæðni hjá þeim sem eru að kommenta hérna. Væri fínt fyrir nokkra af þessum dómadagsspámönnum að rifja það upp að at the end of the storm there´s a golden sky. Það eru ekki nema fimm ár síðan að allir voru á því að Sir Alex væri kominn á endastöð með United, bikaralausir, duttu út úr riðlakeppninni í CL og komust ekki einu sinni í Uefa keppnina.

  46. Nenni ekki að taka þátt í þessari “umræðu” sem hér fer fram, vil þess í stað vitna í mann nokkurn sem sagði:

    Winning an argument on the Internet is like winning a contest at the Special Olympics you may have won but who did you beat?

  47. Vá, ferskur andblær frá Máser.

    Öll eigum við United-vini og þeir eru, eins og aðrir, misjafnir. En Babú kann að velja þá.

  48. Mér finnst ömurlegt að horfa upp á Eddie Izzard gera Gerrard að grínkalli. Ömurlegra er þó að horfa á enn einn tapleikinn hjá Liverpool.

  49. já þetta er akkurat sem við þurfum,,,,vorkunsemi frá man united mönnum,,,heimur versnandi fer

  50. 49 Hafliði

    Winning an argument on the Internet is like winning a contest at the Special Olympics you may have won but who did you beat?

    Já, þú hefur nú samt tekið hressilega á því í þessu hingað til. Skrýtið ef þú lítur á þessi skoðanaskipti hérna sem samkeppni sem þarf að vinna.

  51. Sá ekki leikinn (heppinn) nenni ekki að horfa á þetta lengur, tilviljunnarkendar sendingar sem eru oftast máttlitlar, spil fram og til baka ekketr sem gleður augað. RB verður að fá einhverja PEST svo að annar geti stjórnað liðinu sem eftir lifir að þessu tímabili. Það virðist vera einhver doði yfir liðinu, og ég held að menn séu leiðir á stjóranum, alveg eins og við þolum stundum ekki verkstjórann okkar og erum þá ekki eins sperrtir þann daginn, góðar stundir.

  52. Athyglisverður punktur hjá Máser varðandi Stevie G. Nú er öllum ljóst sem fylgst hafa með liðinu í vetur að það virðist ekki alveg vera allt í lagi hjá fyrirliðanum okkar. Ég held að hann sé búinn að missa trúna á þetta lið Benitez og geti ómögulega leynt þeim vonbrigðum sínum. Fyrir vikið er hann að eiga sitt allra lélegasta tímabil frá upphafi.

    Nú held ég að ansi margt gæti breyst í sumar; nýr knattspyrnustjóri gæti verið ráðinn, Liverpool kemst kannski ekki einu sinni í UEFA keppnina, nýir eigendur gætu komið að liðinu, Torres gæti verið seldur fyrir metfé og Steven Gerrard gæti vel verið seldur. Hvort að það sé ekki eitthvað sem bæði hann og Liverpool þurfa á að halda skal ég ekki fullyrða en þetta vil ég ekki útiloka.

  53. maður sér vel núna hvað þessi Krísufundur hjá þeim gerði vel eftir tapið á móti Wigan, þetta er i firsta skipti á ævinni minni sem ég hef sofnað yfir liverpool leik ég er oftast gargandi eins og vileysingur en núna sofnaði ég og ég held að það sé lika það að maður bjóst ekki við neinnu af þessu liði mér finnst nánast allir liverpool leikmenn vera svo skeflileg lélegir nema þá kannski Reina og macca aðrir eru ekki einu sinni að reyna og Gerrard er búinn að vera alveg fáranlega lélegur núna. það er gaman að sjá hvernig að bregst við þegar að Liverpool fær á sig mark eða þegar að hann var captain með Englandi þá var hann að peppa alla upp og var að rifa alla almennilega upp en ekki þegar hann spilar með liverpool, þetta gerði hann alltaf i fyrra en það virðist bara sem að hann sé kominn með nóg af þessu, eða sýnir það allavegna inná vellinum. BURTU MEÐ RAFA ÞÓ FYRR HEFÐI VERIÐ

  54. En það er einn punktur sem Máser kemur ekki inn á að Benitez er engin Ferguson svo einfalt er það.

  55. hvaða hvaða hvaða tuð tuð tuð…..

    Benitez er ekki að fara rassgat !! þá verður alltof langt í titilinn ! hann skiptir út köntörum í sumar fær ínn tvo nýja fljóta tekníska leikmenn einn til tvo sentera með torres og tekur þessa fokking deild á næsta ári !! alveg satt !

    öll lið taka drullu flop inná milli. united tók lelegt titlalaust ár enduðu í 4 sæti í riðlinum í CL. bayern missti af CL. AC milan missti úr í CL. Juve dæmt niður um deild. barca tók einhverja skitu.

    liðið stóð sig vel í fyrra vantaði herslumun á titli. misstum lykil menn og fengum nýja inn kannski ekki alveg réttu mennina eða nógu marga. en það eru nú þessir fokking kanar sem eru mest fyrir mer en ekki rafa.

    hann nær góðum kaupum í sumar og tekur deildina á næsta ári ég lofa !!!! það er bara bjart fram undan og ekkert rassashit sko ! YNWA !

  56. Lóki það er búið að vera titlalaust ár frá 2006 þetta er ekkert eitt tímabil.

    Það getur vel verið að hann nái mjög góðum kaupum í sumar en síðan er stóra spurningin hvort hann treystir þeim mönnum sem hann kaupir til að spila hvað veit maður?

  57. Jæja, þetta voru ekki alveg úrslitin sem sem maður hafði vonast eftir en þetta er langt frá því að vera búið. Það er kanski ekki mikil ástæða til bjartsýni en ég er samt sem áður bara nokkuð bjartur á seinni leikinn.
    Eftir Wigan leikinn og gagnrýni Rafa átti maður von á liðinu í öðrum og hærri gír í dag en svo var því miður ekki raunin. Rafa tók þá ákvörðun að lemja hausnum áfram í steininn og spila Lucas og Masch saman á miðjunni, kuyt á kantinum og lagði upp með að heilla stuðningsmennina með frábæru “work rate”. Ofan á þetta bættist að Gerrard ákvað á mæta ekki til leiks og það munar um minna. Eins og staðan er búin að vera á liðinu á þessu tímabili má alveg færa rök fyrir því að það sé skynsamlegt að breyta taktíkinni ekki mikið, menn öðlast ekki endilega sjálfstraust við það að breyta um leikkerfi og það má lítið út af bregða til þess að missa leiki út úr höndunum þegar ástandið á liðinu er svona slakt. Það hefði heldur ekkert verið slæmt að fara með jafntefli úr þessum leik en…við vorum að spila við Lille, vorum í raun aldrei líklegir til þess að vinna þennan leik og það fer í taugarnar á mér. Eins og tímabilið hefur þróast hefði ég frekar viljað sjá Rafa taka áhættu, spila sóknarbolta , pressa hátt á vellinum og þannig sýna að hann hafi pung til þess að taka áhættu. Sýna að liðið getur spilað betri bolta en gönguboltann undanfarið. Það fer líka í taugarnar á mér að þeir menn sem ættu að drífa þetta lið áfram eru með hausinn uppi í rassgatinu, í dag er akkúrat enginn maður í liðinu sem virðist geta drifið félagan áfram og það finnst mér dauðasynd hjá leikmönnum eins og Carra, Gerrard, Masch og Reina og Torres pirraða. Þessir menn verða að átta sig á að þeir bera gríðarlega ábyrgð og það er ekki eingöngu ábyrgð Rafa að draga vagninn. Menn verða að stíga upp fyrir pirringin og sýna sitt rétta andlit þegar þjálfarinn er ráðþrota. Menn geta drullað yfir Lucas og Insua en þeir eru bara guttar a sínu fyrsta ári sem aðalliðsmenn og það er ekki hægt að ætlast til að þeir spili betur en liðið í kringum þá.

  58. Hey, Það þarf greinilega að fara ritskoða málfar manna hérna á síðunni. Ekki vera svona neikvæðir, verum jákvæðir. Enda ekki annað hægt eftir svona skemmtun á Fimtudagskvöldi. Gjörsamlega bjargaði deginum. Annars bara frábær frammistaða, allt frá hægri kanti og alla leiðina út fyrir hliðarlínu. Ég væri bara mest til í að sjá Benitez og Kuyt fá lífstíðar samning hjá félaginu eftir frammistöðu vikunnar.

  59. Svona til að koma með jákvætt innlegg eftir þennan leik, þá vil ég leggja til að Benitez bendi leikmönnum á eitt gott trikk sem þeir geta eflaust nýtt sér. Það er að sparka boltanum (ekki of fast þó) þannig að hann lendi fyrir fótum samherja. Mig minnir að það kallist “sending” í fótboltafræðunum.

  60. Það sem mér finnst vanta í Liverpool liðið í dag er liðsheild, eru menn virkilega tilbúnir til að fórna sér fyrir liðið. Það gengur mjög illa að skora, afhverju er það? Liðið er ekki að sækja sem ein liðsheild, láta boltann rúlla. Besta sókn Liverpool í þessum leik var einmitt þegar Torres og Babel lögðu niður skrautfjaðrirnar og tóku einfalt þríhyrningsspil sem er ein árangursríkasta tæknin til að opna vörn andstæðinganna.

    Leikur liðsins einkennist að mestu leyti af áhugaleysi og pirringi sem er eitthvað sem ég vil ekki sjá í mínu liði. Á sínum tíma sagði Benítez að enginn ætti öruggt sæti í byrjunarliðinu, menn verði að vinna fyrir því. Ég veit ekki alveg með Gerrard og Kuyt en ég get ekki séð betur en að þeir séu með ársmiða.

    Og svo er það hann Aquilani, ætlar Benítez bara að geyma hann í kæliskápnum með Babel og agúrkunum. Aquilani var sólargeislinn gegn Wigan þær 20 mín sem hann fékk þar og Benítez hrósaði honum í hástert fyrir ákvafann og viljann til að hjálpa Liverpool í baráttunni fyrir lífi sínu. En auðvitað var honum hent aftur inn í kæliskápinn, sá að það væri nú betra að hafa tvo tómata á miðjunni með Mascherano. Margir hafa sagt að Liverpool sakni Alonso, en málið er að við höfum leikmann sem getur tekið við keflinu og það er Aquilani en Benítez talar um að það sé of mikið í húfi? Hefur hann eitthvað að tapa? Miðjuspilið getur nú ekki versnað, það er nú þegar búið að valta nógu mikið yfir tómatana.

    Maður drullaði hægri vinstri yfir N’gog en nú skil ég vel í hvaða stöðu hann var, því það gengur ekkert betur hjá Torres en honum að vera einn á móti 2-4 varnarmönnum. Framherjinn verður að fá mun meiri aðstoð og ég nefni þá Pacheco til sögunnar, Benítez sagði eftir markið sem hann lagði upp gegn Unirea að hann væri nálægt byrjunarliðssæti… Hann hefur ekki verið á bekknum síðan?!?!?!

    Það þarf að stokka upp í þessu liði og láta menn byrja inn á sem eru tilbúnir til að verjast og sækja sem ein liðsheild.

  61. Hey, Það þarf greinilega að fara ritskoða málfar manna hérna á síðunni. Ekki vera svona neikvæðir, verum jákvæðir

    Sko, þetta getur ekki verið svona flókið.

    Það má gagnrýna hvað sem er hérna á þessari síðu. Það hefur alltaf mátt, hvort sem það er Riise, Josemi, Sissoko, Keane, Lucas, Kuyt eða Benitez. En það að hver einasta færsla sé full af kommentum einsog “BEnites burt” bætir einfaldlega nákvæmlega engu við umræðuna.

    Þetta er svona svipað og á eyjan.is þar sem við hverja einustu frétt af viðskiptum þá eru fyrstu 10 komment: “Landráðamenn” og “Glæpamenn, stingum þeim öllum inn” – engin umræða um efni fréttarinnar, heldur notar fólk hverja einustu frétt til að koma því á framfæri hvað það er reitt yfir einhverju sem því finnst vera óréttlæti. Ég skil alveg að þetta fólk sé reitt, en ég nenni ekki að lesa það við hverja einustu frétt. Komment eiga að bæta einhverju við, ekki bara að vera einhver öskurkeppni þar sem að allir koma því á framfæri hvernig þeim líði.

    Alveg einsog með ykkur sem að þolið ekki Rafa – ég skil alveg að þið séuð reiðir – ég er að horfa á þessu sömu leiki og þið þurfið ekki að halda að ég halli mér aftur í stólnum eftir leiki einsog gegn Wigan og segi “djöfulsins samba bolti var þetta”. Ég skil ykkur, en ég nenni bara ekki að lesa ykkar 2 línu skoðanir við hverja einustu fokking færslu á þessari síðu.

  62. Tekið af Twitter:

    @optajoe: 43 – Steven Gerrard completed just 43% of his 30 passes against Lille tonight.

    Alveg magnað.

  63. Fór í bíó. Svaf vel í nótt. Vaknaði í morgun … enn með óbragð í kjaftinum.

    Þessi Gerrard-tölfræði sem þú bendir á Einar Örn er alveg mögnuð. Ég veit að meiðsli hafa truflað tímabilið hjá honum í vetur en þetta hlýtur samt að skrifast sem lélegasta tímabil ferilsins hjá Steven Gerrard. Hann er búinn að vera skelfilegur í undanförnum leikjum og hreinlega ekki nógu góður í allan vetur.

    Það eru svo sem fleiri.

    Ég er að spá í að hnoða saman í eins og einn pistil um þetta allt saman. Svona fyrst okkar menn eru ekki að spila um helgina. Verð að koma einhverju frá mér, verð að „æla á lyklaborðið“ eins og allir alvöru bloggarar segja stundum.

  64. Rafael Benítez: Mér fannst að við hafa bætt okkur frá síðasta leik og leikmennirnir brugðust vel við. Ég er vonsvikinn með úrslitin en mjög ánægður með hvað leikmennirnir lögðu hart að sér. Ég hef trú á því að við getum unnið alla á góðum degi á Anfield. þetta segir kallinn eftir leikinní gær.
    Bætt okkur frá síðasta leik???? er annað hægt.
    Ánægður með hvað leikmennirnir lögðu hart að sér. Eftir kommentum að dæma þá lögðu margi ekki hart að sér.
    Hef trú á því osf, það vantar bara að RB segi, verðum að taka næsta leik fyrir.
    Ég er farinn að halda að kallin sé á lyfjum.

  65. Hvað ætli Liverpool menn geri á æfingum ? Það er öruggt að þeir hlaupa örugglega mikið og svo er sennilega farið í það að lyfta og taka á í gyminu, og svo er kannski farið á völlinn og allir standa saman í teignum og negla boltanum fram völlin eins langt og hægt er. En það er öruggt að þessir menn eru ekki að æfa knattspyrnu það er alveg ljóst, þessir menn virðast ekki geta sent einfaldar sendingar á milli mann og virka allt allt of þungir á vellinum og hafa ekki hugmynd um það hvernig á að byggja upp skemmtilegar og árangursríkar sóknir.
    Svo kemst ég ekki að neinni niðurstöðu um það af hverju leikmaður sem getur gert þetta er geymdur ALLA leik á bekknum, Aquilani er flottur leikmaður sem getur sent góðar sendingar og gert hlutina á einfaldan hátt en Benitez virðist ekki treysta honum og ég bara skil það ekki.
    Ég held að Benitez sé búin að missa búningsklefann og menn komnir með nóg af honum og spurning hvort að vandræðapésinn Pennant hafi ekki bara haft rétt fyrir sér með Benitez eftir allt saman.

  66. 100% sammála Ásmundi: Veit um ísl, landliðsþjálfara sem gerði allt þveröfugt við það sem aðstoðamenn sögðu honum að gera, honum var bent á það að nota varnarmann sem hafði verið útií kuldanum hjá þjálfara sem hann tók við af (vegna einkamála), en hann hlustaði ekki á það, en í næsta leik notaði hann varnarmanin vegna þess að enginn var að segja honum að nota hann. Semsagt ég átti þssa hugmynd ekki aðstoðarmenn, svona held að RB sé, vilji öllu ráða, og trúið mér það eru margir svona….

  67. Ásmundur (#73) segir:

    „Hvað ætli Liverpool menn geri á æfingum ? Það er öruggt að þeir hlaupa örugglega mikið og svo er sennilega farið í það að lyfta og taka á í gyminu, og svo er kannski farið á völlinn og allir standa saman í teignum og negla boltanum fram völlin eins langt og hægt er.“

    Hefurðu farið á Liverpool-leik? Andstæðingarnir eru alltaf á undan út á völl að hita. Liverpool-menn taka sér minni tíma og hita nær allan tímann með boltann við tærnar. Þegar Rafa kom breytti hann bæði æfingaprógramminu og upphitunum f. leiki á þá leið að menn æfa eins mikið með boltann við lappirnar og hægt er. Í stað þess að vera endalaust að hlaupa.

    Eða heldurðu kannski að Kuyt sé bara á hlaupabrettinu og í lyftingasalnum á meðan Nasri, Fabregas og co. hjá Arsenal geri ekkert nema spila reitabolta og skallatennis? Heldurðu að heimurinn sé svona svart/hvítur?

    Liðið er að spila illa. Leikmenn eru ekki að standa undir álaginu, mórallinn er lélegur, sjálfstraustið ekkert og hópurinn er hreinlega ekki eins góður og við viljum. Rafa ber mikla ábyrgð á þessu öllu saman og einhverra hluta vegna er það sem hann reynir til að snúa genginu við í vetur einfaldlega ekki að virka.

    En það er samt óþarfi að láta eins og hann sé Kölski sjálfur eða hafi fengið þjálfaraleyfið sitt á botninum í Cheerios-pakka. Svona ummæli eru bara ekki gáfuleg og ef þú ætlar að gagnrýna Rafa myndi ég frekar vilja sjá þig gera það gáfulega en að reyna að mála skrattann á vegginn.

  68. Sælir drengir

    Það sem mér hefur fundist einkenna leik liðsins í vetur frá day one er áhugaleysi og pirringur og lykilmenn að klikka..
    Lykilmenn er ekki að stíga upp og alltof margir aukaleikarar sem ekki geta stigið upp.. Það gengur ekki að hafa lið sem er með sæmilega vörn og góða sókn.. það verður að vera miðja og þar hefur allt klikkað í vetur.. Lucas er EKKI maðurinn sem lið á stærð við Liverpool á að vera með til að dreifa spilinu.Þetta segi ég að sé stærsta vandamálið hjá Liverpool í dag. Nú segi ég Lucas því að hlutverk Mascherano er maður sem á að verjast en ekki senda boltann fram sem hann hefur því miður lent alltof mikið í í vetur þar sem Lucas er ekki að skila því. Aquliani var keyptur í þessa stöðu í haust til að taka þetta hlutverk af sér en því miður þá er Rafa að spara hann fyrir eitthvað annað.. Láta drenginn spila nokkra leiki.
    Mikið hefur verið rætt um Gerrard síðustu daga og pirring hans, hvernig væri ef drengurinn færi að hætta þessu væli og fara spila fótbolta?? Skil vel pirring Torres þar sem hann er látinn hanga einn frammi og fær enga þjónustu!!

    Eigendur Liverpool og RAFA… Viljið þið gera annað hvort í sumar, kaupa menn sem eru lykilmenn, ekki aukaleikarar 2 kanntara, sóknarmann og vinstri bakvörð eða Drulla ykkur í burtu áður en þið endanlega eyðiðleggið félagið okkar!!!

  69. Tottenham
    Villa
    Chelsea
    Sunderland
    Lyon
    Arsenal
    Fulham
    Fiorentina
    Arsenal
    Portsmouth
    Reading
    Arsenal
    Wigan
    Lille

    14 tapleikir og það er nóg eftir, þetta er ótrúlegt !

  70. Frábært veður í gær.

    Ef ykkur líður illa yfir úrslitunum, ímyndið ykkur hvernig það lítur að vera fyrir leikmennina. Allavega get ég ekki ímyndað að þeim líði vel með allt niðrum sig.

    • Sjá ekifjenduna í kringum sig styrkjast.
    • fjölmiðlana rífa þá í sig leik eftir leik.
    • heyra af fjármáls vesseni Tom & Jerry
    • Rafa tengdur við Real
    • Sala á Gerrard og Torres
    • osfrv.

    Við eigum seinni leikinn eftir. Vona barnatennurnar fari að detta úr þeim og það komi vígtennur í staðinn.

    YNWA

  71. Kristján Atli (#74) segir:

    En það er samt óþarfi að láta eins og hann sé Kölski sjálfur eða hafi fengið þjálfaraleyfið sitt á botninum í Cheerios-pakka. Svona ummæli eru bara ekki gáfuleg og ef þú ætlar að gagnrýna Rafa myndi ég frekar vilja sjá þig gera það gáfulega en að reyna að mála skrattann á vegginn.

    Nú er ég sem sagt ekki gáfaður af því að ég er að gagngrína Benitez og mér finnst skrýtið að þessir leikmenn hjá Liverpool kunni varla að fara með bolta ? Nei þú ert sennilega sá eini gáfaði hérna inn Kristján.

  72. Framherji: þú segir að leikmönnum líði illa, og það skal ég taka undir eftir 1 slæman leik eða svo, en trekk í trekk sem þeir spila illa það er engin vorkun, vegna þess að þeir eru ekki að bæta sig, ég held svei mér þá að þeir skoði ekki leikina eftirá, ÞAÐ ER ENGIN FRAMFÖR HJ’A liv.

  73. Ásmundur (#79) ég sagði ekki að þú værir ekki gáfaður heldur að ummæli þín væru ekki gáfuleg. Ekki láta eins og það sé ekki munur þar á, og ekki snúa út úr, og endilega hættu nú einu sinni að mála skrattann á vegginn. Ég er ekki að kalla þig bjána heldur gagnrýna ummæli þín.

  74. ÉG er aðeins að velta fyrir mér hvað George Gillett og Tom Hicks eru að hugsa. Það er alveg ljóst að Liverpool liðið er hrunið. Erfitt að horfast í augun við það en það er að engu síður staðreynd. Liverpool liðið hrundi eiginlega fyrir löngu og ég þori að fullyrða að ef þetta hefði gerst hjá eitt af stærri liðum í úrvalsdeildinni þá hefði stjórinn verið látinn hætta fyrir löngu.

    EN George Gillett og Tom Hicks hafa lofað nýjum leikvangi, meiri pening til leikmannakaupa en svikið allt. Það hefur komið illa við Bentítez sem hefur líka brugðist með liðið. Þessir menn hafa enga sýn á hvernig evrópsk knattspyrna virkar enda hafa þeir átt einhver hafnarboltalið í Bandaríkjunum. Þeir hafa rifist eins og hundur og köttur, ætluðu að díla við Klinsmann við að taka við LFC undir borðið en enda svo að láta Rafa fá 5 ára samning.

    MAÐUR skilur ekki hvað þeir eru að hugsa! Eru þeir að berja hausinn í steininn og vona að hlutirnir lagist? Hafa þeir ekki efni á að breyta um stjórastöðu og ef þeir hafa ekki efni á því afhverju selja þeir ekki klúbbinn? Væntanlega vilja þeir ekki selja klúbbinn nema að græða á því og verð sem þeir hafa sett á LFC er alveg út í Hróa. Þannig að nú sitja þeir uppi með skuldsettan klúbb sem er að minnka í verðmæti vegna slakans árangurs og mikið tekjutap er yfirgnæfandi ef liðið tryggir sig ekki í CL.

    ÞESSIR menn verða að taka af skarið. Það þýðir ekki að stinga hausnum í sandinn endalaust. Þeir verða að ákveða hvort þeir ætli að reka Rafa eða halda í hann. Þeir verða að ákveða hvort þeir ætla að selja klúbbinn eða halda áfram að keyra niður markaðsverðið á honum. Þeir verða að ákveða hvort það sé framtíð fyrir Liverpool FC með byggingu nýs leikvangs og kaup á fleiri góðum leikmönnum.

    HVAÐ SEM ÞÚ GERIR EKKI GERA EKKI NEITT.

  75. Sælir félagar

    Ég sá ekki leikinn í gær (guði og þeim frændum öllum sé lof fyrir það) en mér skilst á því sem hér hefur komið fram að hann hafi ekki verið góður. Hjá okkar mönnum að segja.

    Það er okkur öllum ljóst að það er eitthvað mikið að. Það er líka ljóst að Rafa er ekki að höndla ástandið. Það er líka ljóst að fyrirliðinn okkar er ekki að höndla ástandið. Það er þar af leiðandi morgunljóst að leikmenn höndla ekki ástandið og nánast hver einasti leikmaður er að leika undir getu. Og sumir langt undir henni.

    Stöðugur pirringur og skortur á leikgleði lykilmanna er skemmandi fyrir liðið. Óbreyttir liðsmenn sem ekki hafa völd (?) í liðinu geta litlu þar um breytt.

    Hvað er til ráða og hverjir eiga að taka á málinu og knýja fram breytingar til hins betra. Að mínu mati eru það stjórnendur liðsins og þá fyrst og fremst Rafa. Þar kemur svo fyrirliðinn næstur á eftir. Ef það er hlutverk einhverra að mótívera liðið þá er það þeirra. Rafa virðist ekki hafa það í sér að rífa menn upp á rassgatinu og fá þá til að leggja sig alla fram. Hann virðist enn einusinni vera búinn að tapa klefanum. Fyrirliðinn??? hvað fer fram í hausnum á honum er spurning dagsins. Alla vega virðist hann ekki vinna með stjóranum. Samvinna þessarra tveggja manna virðist ekki vera til staðar og mótíveringin þar með ekki heldur. Hverju er um að kenna? Ég veit það ekki en svona virðist mér ástandið vera.

    Þessir tveir menn verða að gjöra svo vel að vinna samhent að breytingum. Þeir verða að vinna með liðinu og þeir verða að hafa kjark og þor til að gera breytingar í uppstillingu, taktík og skiptingum. Þetta verður að gera með leikmannahópnum, það verður að kalla alla til ábyrgðar. Og svo verður stjóri, fyrirliði og leikmenn að taka höndum saman og berjast SAMAN til síðasta manns. Þó ekki sé nema til að bjarga andlitinu og svara kröfum stuðningmanna um árangur.

    Kröfurnar um að reka Rafa eru bull. Það leysir engan vanda þessa tímabils. Það vita líka allir sem það vilja vita að Rafa fer ekki fyrr en í fyrsta lagi í sumar. Ábendingar MU mannsins hér fyrir ofan eru líka holl lesning.

    Því segi ég þetta að við reynum að ræða málin af skynsemi og leita lausna. Það eru nefnilega engin vandamál til, aðeins verkefni sem þarf að leysa af hendi. Þar eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Við skulum vona að þeir sem eiga að leysa þessi verkefni af hendi taki sér tak og vinni sína vinnu. Hyggjum svo að árangri næsta vetrar 😉 en látum ekki tilfallandi stöðu keyra okkur ofan í kanínuholur eða aðrar dimmar og kaldar grafir.

    Það er nú þannig

    YNWA

  76. Missti af leiknum, sem betur fer.

    Var bara núna að lesa síðuna og athugasemdir, sem betur fer.

    Ef það er eitthvað sem dregur mann meira niður en leikur liðsins er jarðskjálftinn sem fram fer orðið í athugasemdum við allar fréttir og er alveg að smita mig af varanlegri bloggælupest.

    Þetta er svo löngu hætt að snúast um fótbolta.

    Góður SigKarl….

  77. Já, ef allir væru nú jafn frábærir og þú Maggi og gætu talað um fótbolta af jafn mikilli list og þú.

    Ég ætla að snúa þessu við og segja að þessi jákvæðna Rafa ást hefur ekkert með fótbolta að gera. Ef ég ætti þessa síðu myndi ég vinsamlegast biðja ykkur um að hætta þessu. Hér inni ættu menn að vera raunsægjir og ræða stöðuna og málin eins og þau eru…ekki útfrá halelújá altarinu sínu!

  78. …og til að fyrirbyggja misskylning og leiðindi þá er þetta einungis létt skot og sagt í meira gríni en alvöru. Vona að Maggi og aðrir sem við haleúja altarið sitja(sko, þarna kom grínskotið aftur:p ) taki þetta ekki of inná sig 🙂

    Neikvæðir, jákvæðir, raunsægir eða hvað, bottom-line er að við erum allir Liverpool aðdáendur og styðjum liðið okkar fram í rauðan dauðan þó við séum ekki sammála með einstaka atriði er snerta klúbbinn 🙂

  79. Ég er hjartanlega sammála þér Maggi og hjartanlega sammála síðuhöldurum um að þetta er óþolandi. Áður las ég flest ef ekki öll komment við nánast allar færslur á síðunni. Þá var þetta lítið lesin síðan sem skar sig frá liverpool.is þar sem meðalaldur virtist vera eldri og lesendur þroskaðri. Þessi síða hefur svo fest sig í sessi sem besta knattspyrnusíða landsins og með auknum vinsældum eru góð ummæli við færslur komin í mikinn minnihluta og gáfuleg umræða verður í flestum tilvikum undir.

    Sjáum t.d. ummæli Ásmundar #79, hvar líta má barnalega tilraun til að misskilja ummæli Kristjáns og gera úr þeim mál. Þetta virðist vera árátta margra anti rafa manna, að finna sér “óvini” í röðum þeirra sem eru ekki eins afdráttarlausir í sínum skoðunum. Ástæðan er ekki alveg augljós en á sér líklega skýringu í því sem ég hef nefnt hé að ofan.

Liðið gegn Lille – Babel og Johnson byrja

Lausnin á slæmu gengi fundin