Wolves 0 – Liverpool 0

Ég sagði víst í leikskýrslunni eftir Stoke leikinn að ég ætlaði að taka mér frí frá Liverpool áhorfi. Svo þegar ég kíkti á byrjunarliðið í dag þá komst ég að því að ég átti að taka skýrslu – og varð því að klúðra þessari slöppu tilraun minni til þess að forðast Liverpool áhorf. Ég get ekki séð að ég hafi grætt mikið á því.

Þegar ég sat uppí sófa og kíkti á tölvupóstinn minn í tíunda skipti yfir leiknum þá fór ég að velta því fyrir mér hvernig að hlutlausum aðdáendum líði að horfa á Liverpool. Þá er ég ekki að tala um Man U aðdáendur eða aðra sem að gleðjast yfir óförum okkar. Heldur þær óheppnu sálir, sem að settust fyrir framan sjónvarpið í kvöld af því að þetta var eini fótboltinn í gangi. Fyrst að mér fannst þetta svona leiðinlegt, hvernig leið þeim?

Þessi leikur var einsog Stoke leikurinn hreint lygilega leiðinlegur. Sambland af furðulegri uppstillingu (Rafa, meiddur Gerrard er VERRI en enginn Gerrard) og ólýsanlega slöppum leik okkar manna. Allir sem einn þá voru þeir slappir (já, nema kannski Reina).

Rafa stillti þessu svona upp.

Reina

Carragher – Skrtel – Kyrgiakos – Insua

Lucas – Mascherano
Rodriguez – Gerrard – Riera
Kuyt

Bekkur: Cavalieri, Aquilani, Babel, Ngog, Degen, Darby, Pacheco.

Ngog kom inná fyrir Riera. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá fengu hinir 10 leikmennirnir að spila þessar rúmlega 90 mínútur. Nú myndi ég frekar vilja ræða Icesave heldur en Ryan Babel og það hvort að Rafa Benitez sé góður þjálfari, en ég mun seint skilja af hverju Rafa skipti bara einum leikmanni inná í kvöld. Ég bara hreinlega skil það ekki. Hvað var það við leik okkar manna sem sannfærði Benitez um að best væri að halda liðinu óbreyttu allan tímann? Ég sá það ekki.

Ég veit ekki hvað á að segja um leikinn. Ég er að skrifa þessa leikskýrslu á meðan hann er enn í gangi (núna er mínúta 91), sem segir margt um skemmtanagildið. Nennir virkilega einhver að lesa skýrslu eftir svona leiki? Var ekki nóg að þjást í 90 mínútur? Liverpool var arfaslakt og Wolves átti sigur skilið því þeir áttu mun hættulegri færi í leiknum (Liverpool átti nánast engin færi).

Maður leiksins: Reina. Hann er sá eini, sem getur borið höfuð hátt. Hinir voru afleitir og fyrir svona frammistöðu munu þeir uppskera spil í Evrópudeildinni næsta vetur á meðan að nýríkir Man City menn munu sennilega taka sæti okkar í Meistaradeildinni. Þannig er nú það.

108 Comments

  1. Riera var skárstur í fyrri hálfleik, og Ngog var sá eini sem gat nokkuð er hann kom inn.. Ég hugsa að þetta hafi verið leiðinlegasti leikur sem ég hef nokkurntíma séð. Án allra ýkja eða gríns.

  2. afhverju notaði maðurinn eina skiptingu á liði sem gat ekki spilað fótbolta. aquilani er eini miðjumaðurinn ásamt gerrard sem getur ógnað fram á við og getur skapað spil með fleyri en 2 sendingum og hann fékk ekki einu sinni að koma inná… voðalega svekkjandi að sjá þetta lið taka boltann og bomba honuim fram í hvert einasta skipti sem boltinn vinnst.. það er engin hreyfing hjá mönnum án boltans og ég er bara kominn með upp í kok á þessu ógeði

  3. Námsefnið sem ég gluggaði í yfir leiknum var áhugaverðara en öll þau skipti sem Liverpool sótti.

  4. Mikil var sú skita.
    Hræðilegur leikur frá upphafi til enda, N’Gog eini ljósi punkturinn í leiknum. Hvernig Doyle fór að því að vinna öll skallaeinvígi á móti hærri leikmönnum okkar skil ég bara ekki, og hvað var Gerrard að gera inná í þessum leik? Sendingageta okkar manna var fullkomlega ónýt allann leikinn.

    Ég á bara ekki orð, þvílík leiðindi 🙁

  5. Þetta er allt í lagi, Ferguson þurfti sjö ár til að vinna með United…og..og…Arsene Wenger er ofmetinn!

  6. ég næ ekki uppí það heldur, alltsvo þetta með ínnáskiptingarnar… eða vöntun á þeim. Ég ætla ekki út í þann drullupoll að tala um hvort Rafa eigi að fara eða vera. En eitt verður maður að setja spurningamerki við. Þessar blessuðu innáskiptingar. Hvað ætli maðurinn sé að hugsa, eða alltsvo ekki hugsa. Þetta er eins og fara í viltu vinna milljón og detta út á 3 spurningu og nota ekki hjálparmiðlana.

    er kolringlaður yfir þessu, og frekar fúll yfir að ná ekki í sigur og á sama tíma hrósa ég úlfunum fyrir mikla baráttu.

  7. Ótrúlegt að ég skuli hafa frestað lærdóm um tvo tíma og þetta var allt og sumt sem þeir buðu upp á.
    Sem betur fer er EM þessa dagana og Ísland er að standa sig vel enn sem komið er, það bjargar því sem bjarga verður af ánægju minni af íþróttum í sjónvarpi.
    Ef þetta heldur svona áfram þá endar það með því að ég fer að horfa á “Hand-egg” ofurskálina, og var ég búinn að heita mér því að aldrei horfa á þann viðburð.

  8. Eitt lélegasta spilandi lið í deildinni…ég meina,hvaða skilaboð fá þessir ungu menn eiginlega áður en farið er inn á völlinn…maður spyr sig…

  9. Leiðinlegasta fótboltalið sem sögur fara af…
    Jesús hvað spænska veikin er að drepa klúbbinn.
    piss off Rafa.

  10. Helvítis ríðandi ríð!

    Afhverju ekki Aquilani fyrir Lucas.

    Babel fyrir Kuyt / Lucas / Maxi / Gerrard.

    Fyrst að ekki var hægt að skipta Babel og Aquaman inn á þá var allavega hægt að setja Degen fyrir Carra!

    Hvað er að Liverpool mönnum að sætta sig við jafntefli á móti Wolves.

    Búnar tvær mínútur af Tottenham Fulham og Tottenham er búið að skapa fleiri færi en LFC á móti Wolves.

    !”#$%!#”$%!”#%!”%&#!$&”$#%&”#$&”#$%”!#”$%!”#$!”#$!”#$!”#$”$”Q#$!”#$!”#$!”#$”#¨%$¨”#%

  11. Það er eftir svona leiki sem maður spyr sjálfan sig af hverju maður er að standa í þessu. Djöfulsins jarðarfararbolti. Það fyrirfinnst ekki sá maður í heiminum sem skilur af hverju Rafa breytir ekki liðinu þegar ekkert er að ganga upp.

  12. Þetta tap skrifast því miður algjörlega á Benitez í kvöld! Ekki nema allir varamennirnir hafa verið meiddir þá bara skil ég ekki neitt í þessum leik og hugmyndaleysinu sem ver í gangi. Það sást snemma í fyrri hálfleik að þetta lið var ekki að fara gera rassgat í bala og það hélst þannig út leikinn.

    Miðverðirnir voru mikið í kýlingum á varnarmenn Wolves Ef þeir sendu á miðjuna þá gerðu Lucas og Mascherano lítið sem ekkert við hann og þeir áttu í bullandi basli allann leikinn með miðjumenn Wolves sem ég man ekki einu sinni hvað heita. Hræðilegir í leiknum.
    Insúa var skítsæmilegur en Carragher hinumegin sannaði enn og aftur að hann er enginn bakvöður og hvað þá í leik gegn fokkings Wolves. Gerrard var hreinlega hörmulegur í leiknum og ég skil bara ekki afhverju í fjandanum hann kláraði hann meðan við höfum Aquilani á bekknum sem var flottur í síðasta leik, Gerrard er ekki 100% match fit og það duldist engum í dag. Riera var síðan sæmilegur á kantinum en greinilega þreyttur þegar hann fór útaf. Maxi hreinlega hvarf í seinni hálfleik og var ekki að sýna mjög mikið, kannski skiljanlega að vissu leiti með þessa drumba í kringum sig.

    Kuyt gat síðan ekki blautan skít einn upp á toppi, hljóp og hljóp og ekkert gerðist. Þetta lið ÖSKARÐI á hraða allann leikinn og það var alveg hraði á bekknum!

    Hvað Babel gerði af sér skil ég ekki og því síður afhverju ekki var talið gáfulegt að prufa Aquilani í kvöld! Pacheco hefði verið gáfulegri en flestir.

    Hrikaleg vonbrigði og einn mest pirrandi leikur sem ég man eftir að hafa horft á… og af nægu er að taka.

  13. Vá hvað þetta var leiðinlegt. Ég var með lokuð augun nánast allann seinni hálfleikinn, og ég var ekki sofandi! Mér leið bara betur með augun lokuð heldur en að horfa uppá þetta.

    N´Gog var ljósi punkturinn í þessum leik, hann átti virkilega góða innkomu og hefði ég (klisja ég veit) viljað sjá Babel þarna inná því það vantaði augljóslega hraða í sóknarleikinn.

    Af hverju Aquilani kom ekki inná er mér algjörlega hulinn ráðgáta, var hann of góður í síðasta leik til að fá séns í þessum? Er Rafa að halda honum á jörðinni? Ég ætla ekki einu sinni að reyna að botna í þessu og af hverju aðeins ein skipting var notuð þegar liðið var gjörsamlega gelt allann tímann.

  14. Enn og aftur kemur berlega í ljós hve hrikalega hægir allt of margir leikmenn Liverpool eru. Lítið mál fyrir spræka Wolvesara að hirða alla frákastsbolta og dúndra fram. Wolves er lítið knattspyrnulið en mikið íþróttalið og því algjör hörmung að hafa ekki getað unnið!!!!!!!!!! Maxi fékk ágæta innsýn í ensku úrvalsdildina í þessum leik:-)

  15. ömurlegt lið… það var svo leiðinlegt að horfa á þetta… þeir geta bara ekki neitt enginn áhugi fyrir þessu… Tottenham að vinna 2-0 þannig sigur gegn þeim í síðasta leik er ekkert að gera það gott þegar við töpum svo stigi í næsta leik og þeir vinna…. við endum í svona 6 sæti ef við verðum heppnir… Gerrard var svo lélegur í dag og þessi nýji Argentínu maður hann á bara að vera á bekknum hjá AM… hann ætti ekki einu sinni að fá að vera á bekknum hjá okkur… hvað er málið með nýja manninum okkar sem við kepptum meiddan í sumar afhverju í andskotan er hann ekki notaður þegar hann er heill… eða er hann kannski bara meiddur eða treystir Rafa honum ekki í þennan leik af því að Úlfarinir spila fast!!!!!

  16. Legg til að Liverpool-liðið horfi á Grey´s Anatomy seríurnar allar – aftur. Þeir þora ekki að horfa á Dexter.

  17. Hvaða leik voruð þið eiginlega að horfa á ? Margt jákvætt í spili okkar sem skilaði okkur síðan kærkomnu stigi !

  18. Sælir félagar.

    Ég er bara með eina spurningu. Af hverju þarf Liverpool alltaf að leika eins og liðið sem það spilar á móti? Okkar menn duttu í það að spila nákvæmlega sama drulluboltann og andstæðingarnir. Af hverju????? Og þátt Rafa í leiknum nenni ég ekki einu sinni að ræða. Leikskýrslan segir allt sem segja þarf um það.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  19. Ótrúlegt metnaðarleysi. RB var búinn að segja að þetta yrði baráttuleikur og að menn þyrftu að sýna hörku en maður vissi bara ekki að myndi segja mönnum að sleppa öllu spili. Og Gerrard! Hvað á maður að segja. Tók flest horn og aukaspyrnur án nokkurar ógnunar, var seinn í bolta og átti dabrar sendingar.
    Ein skipting notuð. Ótrúlegt. RB hlýtur að sjá að nú þarf hann að skipta Lúkas eða Masc út fyrir aquilani í næsta leik. Reyndar líklegt að hann byrji þannig í næsta leik, enda telur hann í lagi að reyna að spila fótbolta þegar við erum á heimavelli.

  20. Ég verð að segja að þetta er einn leiðinlegasti leikur sem ég hef séð með liverpool hvað voru menn eiginlega að gera þarna inn á hvar var baráttan sem var til staðar í síðasta leik.

    Ég hefði viljað halda liðinu óbreyttu frá því á móti totth, og hafa Gerrard til taks ef þyrfti á að halda annars var Gerrard alveg arfaslakur eins og flestir í liðinu og var farin að heimta skiptingu á honum á 60 min.

    Það er mjög erfitt að skilja það að Rafa hafi notað aðeins eina skiptingu því liðið var bara ÖMURLEGT í einu orði sagt. Af hverju setti hann ekki Agiulani og Babel inn á setti bara ágreining sinn við Babel til hliðar og reyndi að vinna leikinn. Ef hann vill ekki nota Babel af hverju er hann þá á bekknum.

    Ég vona eiginlega að Juventus losi okkur undan þessari krísu sem snýst í kringum Rafa og reyni að fá hann til sín. Því ömurlegri fótbolta ef ég aldrei séð Liverpool spila og mér finnst spilamennska liðsins bara versna.

  21. er kominn með byrjunarliðið: 4-3-3
    markmaður: reina
    Hægri bakvörður: Glen
    miðverðir: Carra Og kyrgiakos
    vinstri bakvörður: AGGER/fabio
    miðjumenn:Mascherano(fyrir aftan) og fyrir framan gerrard og Aquilani
    hægri kanntur: Kuyt
    frammi: torres
    vinstri kanntur: riera

  22. Ég tek undir að þetta var leiðinlegasti leikur sem ég hef séð Liverpool spila. Við spiluðum aldrei boltanum einfalt, heldur dúndruðum bara fram. Skorti alla sköpunargáfu, skorti hraða fram á við, og skorti allan baráttuanda.

    Gerrard var lélegur, og hefði aldrei átt að spila allan leikinn. Ég skil ekki af hverju við notum ekki bekkinn þegar liðið er í svona miklu rugli.

  23. Þetta er bara ekki boðlegt og hefur ekki verið það í allan vetur og það kæmi mér ekki á óvart að Rafa segði af sér fljótlega og flytji sig til Juventus. Ég er sammála þeim sem skrifa þetta jafntefli á Rafa og það er ótrúlegt að maðurinn bregðist ekki við þegar það blasir við öllum sem vilja sjá að það var útilokað að Liverpool myndi skora í kvöld. Þessi leikur var spilaður upp í hendurnar á Úlfunum og ég stend við það sem ég sagði eftir leikinn við Stoke…Rafa ræður einfaldlega ekki við “smáliðin” í deildinni og það verður honum/Liverpool að falli þegar uppi er staðið.

  24. Ég er United maður og gleðst ekki yfir gengi Liverpool þessa dagana , þeim má ganga alveg ágætlega svo lengi sem mínir enn eru aðeins ofar á töflunni. Flestir mínir vinnufélagar og vinir eru Poolara og þó maður brosi stundum þá reynir maður að muna að maður sjálfur hefur engan ofboðslega húmor fyrir háðsglósum þegar Liverpool er að vinna mína menn ( sem hefur verið allof oft upp á síðkastið ). Annars sá ég bara síðustu 35 min ( EM truflaði ) og ég verð að segja að þær mínútur voru ansi daprar svo ekki meira sé sagt , man varla eftir færi. Svo þótti það tíðindum sæta ef annað liðið gat haldið boltanum meir en 4 sendingar innan liðs…Var fyrri hálfleikurinn betri ?????
    Arsenal spilar besta boltann í dag og ef einhver annar en United tekur dolluna vona ég að Arsenal geri það ( Þetta er setning sem ég hélt að mundi aldrei koma frá mér …en maður þroskast )…
    Þó er aldrei að vita hvað United gerir þegar vörnin verður komin í lag !!!

  25. Einar Örn :

    Víst að mér fannst þetta svona leiðinlegt, hvernig leið þeim?

    Er þér alvara með þessa setningu?

    ‘Víst að’ ??? Hvað þýðir þetta? Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þú skrifar þetta. Gerðu það fyrir mig að skrifa þetta rétt næst, þetta sker rosalega í augun.

  26. var að hlusta á viðtalið við Benitez þá var það að við fengum nokkra sénsa og allt það sama og hann sagði eftir leikinn við stoke ég er að horfa á Liverpooltv þeir gera bara grín af þessu hvað Benitez er að gera og hvað þeir eru að gera með þennan blessaða leikmenn þeir eru að segja að hann berjist en það er lika ekki neitt meira en það og svo fatta þeir ekki hvering hann getur stillt þessu svona upp og lika með þessar innáskiptingar burtu með Rafa þetta er ekki hægt lengur liðið getur ekki orðið lélegra en þetta það er bara alveg á hreinu ef það er hægt þá erum við i svakalega djúpum skít

  27. það eina jákvæða í dag er það að leikurinn er búinn þvílíkt hörmung. verst að það er bara slúður að Juve vilji spænska snillinginn sem sá ekki ástæðu til þess að bregðast við lélegum leik liðsins í kvöld. Stórt ARG

  28. ísland – rússland var meira spennandi og ég hætti að horfa á þann leik þegar það voru 20 mínútur eftir.

  29. Þvílíkt metnaðarleysi aumigjaskapur og hugmyndasnauð í einu liði, vona að juve reddi okkur.

  30. Ég verð allavega að skrifa þetta jafntefli bæði á leikmenn liðsins og einnig Benitez. Leikmennirnir voru vægast sagt ömurlegir í dag sem svo oft áður.

    Reina: stóð sig vel og gerði allt rétt.

    Carragher: Hvað er hann að gera í þessari stöðu þegar við eru með Degen heilan á bekknum ? algjörlega óskiljanlegt, hann var vonlaus í dag og dúndraði boltanum bara fram.

    Insua: Guð minn góður hvað þessi drengur er lélegur fótboltamaður, Hann lofaði svo sannarlega góðu en í dag hefur honum farið hrikalega aftur enda kemur ekkert frá þessum strák.

    Kyrkiakos: Stóð sig svo sem ekkert illa í leiknum, hans hlutverk er jú að passa það að hitt liðið skori ekki og það tókst í kvöld.

    Skrtel: Á ekki bara að selja þennan mann strax og fá einhvern Enskan nagla í staðinn ? Það er ekki nóg að líta út fyrir að vera harður þú verður líka að bíta aðeins frá þér en ekki bara negla boltanum fram í 90 mín um leið og þú færð boltann.

    Lucas og Mascherano: Það er eki þeim að kenna að þeir séu ekki sókndjarfari en þetta og þeirr hlutverk sem leikmanna er að verjast enda er það þeirra styrkleiki. Það er ekki styrkleiki þeirra að bera boltann upp og stjórna spilinu, til þess er Aquilani en það er ekki þeim að kenna að Benitez velur þá báa til þess að verjast, Benitez veit jú vel hver styrkleikur þeirra er.

    Riera: Hann er nýkominn úr löngum meiðslum og stóð sig virkilega vel í seinasta leik og gæti verið að hann hafi einfaldlega ekki verið tilbúin líkamlega i þennan leik.

    Maxi: Komst aldrei í takt við leikinn en ég hef trú á því að hann verði okkur góður þegar líða tekur á mótið.

    Gerrard: Hrikalega lélgur í kvöld og hvers vegna var honum spilað í kvöld ? Má ekki bara geyma hann á bekknum þannig að hann fái nú kannski að sjá það að hann verði nú að vinna sér inn sæti í liðinu en ekki koma sem hálfur maður inná völlinn.

    Kuyt: Það er ekki nóg að hlaupa 10-15 km í hverjum leik það verður líka að kunna eitthvað fyrir sér í fótbolta og stoppa ekki allar sóknir sem Liverpool fara í.

    N’Gog: kom sterkur inn í kvöld og ég hefði viljað sjá hann koma miklu fyrr inná völlinn og spila með einhverjum frammi.

    Benitez: ( FALLEINKUNN Í KVÖLD )

  31. Hér koma menn í röðum og eru voðalega hissa á skiptingunum sem voru bara í sama stíl og alla þessa leiktíð = litu út fyrir að vera fyrirfram skrifaðar í blokkina hjá benites. ég var persónulega ekkert hissa hvorki á liðskipan eða skiptingum, Aquilani er ekki fyrsti maðurinn sem spilar góðan leik fyrir Liverpool og fær í verðlaun sæti á varamanna bekknum í næsta leik.
    En það sem ég tók eftir í þessum leik fyrir utan það sem virðist vera normal er að um leið og Gerrard kemur inn í liðið þá er eins og allir aðrir í liðinu eigi að senda á hann og það þó svo einhver annar sé í mun betri stöðu til að taka við boltanum.
    Ég hefði viljað sjá Gerrard á miðjunni með Mascherano og halda Aquilani fyrir aftan Kuyt. en það eru bara mínir draumar svo hefði mátt skipta í 4-4-2 og setja Babel og Ngog inn þegar ca 20-25 min voru eftir en það eru líka bara mínir draumar.

  32. Það mætti halda að varamenn liðsins í kvöld hafi fjölmennt á dóttur Rafa eða eitthvað. Þetta var með öllu óskiljanlegt hvernig hann fékk út að liðið sem var inná hafi verið að spila það vel að þeeeir fengu að spila allan tímann nenni ekki að segja meir um þetta grín 😀

  33. Ég lýsi hér með eftir Benitez aðdáendum sem og Lucas aðdáendum og einnig væri gaman að heyra í Insua aðdáendum. Það er ekkert nýtt að gerast þarna, liðið er búið að spila svona í 4 ár og öll hin liðin í deildinni eru búin að læra það tvisvar hvernig fótbolta Liverpool spilar. Árið í fyrra byggðist á lygi því að 85% marka okkar voru víti eða eftir aukaspyrnu. Almennt spil og sóknarleikur hefur ekki virkað í 4 ár, þó svo að Torres og Gerrard hafi átt sína spretti í öðrum hverjum leik í fyrra. Þetta er ekki boðlegt neinum í heiminum lengur, þetta er eins og að grafa Jesú upp og klæða hann í G-streng og láta hann rappa. Slík er meðferðin hjá Benites á Liverpool.

  34. ef liðinn sem eiga leiki á okkur vinna sína leiki erum við komnir aftur i sæti 7-8 það hlýtur að verða að fara að gera eitthvað þetta er bara rugl lélegt og hann Benitez ber mjög mikla ábyrð á þessu jafntefli með þessari uppstillingu og þessum skiptingum svo ruglar hann alltaf bara i sýnum viðtölum talar eins og hann sé eitthvað vængefinn en honum þótti þetta nú samt vera gott stig hvernig sem hann fær það út

  35. Ég skal taka það að mér að finna einhverja jákvæða punkta. Sá síðasta hálftímann og sá þar að liðið var gjörsamlega steingelt fram á við ekki nokkur skapaður hlutur að gerast þar. En vörnin virðist vera kominn í góðan gír 4 clean sheet í síðustu 5 deildarleikjum hlýtur að vera ljós punktur. Að mínu mati var það einnig jákvætt að Gerrard gat spilað heilan leik og það bætir bara leikformið hjá honum. Ef að hann fer að spila eins og hann á að sér í þeim 15 deildarleikjum sem eftir eru hlýtur Liverpool að vinna fleiri leiki.Varðandi hin liðin sem eru í baráttunni um 4. sætið þá Tottenham er bara 3 stigum á undan okkur. Villa spilar á morgun á móti Arsenal og ég reikna með því að þeir tapi stigi eða stigum þar. Manchester City á 2 leiki til góða vill minna á að þó að lið eigi 2 leiki inni eru það ekki örugg 6 stig. Liverpool liðið er á hægri uppleið með 11 stig af síðustu 15 og hefur ekki tapað í síðustu 5 deildarleikjum. Næstu 2 leikir eru heimaleikir á móti Bolton og Everton og ég tel að við eigum fína möguleika á þvi að taka 6 stig í þeim 2 leikjum.

  36. Asked why Alberto Aquilani was an unused substitute after starting in the win over Spurs, Benitez added: “The team was doing well. Today the decision was to play Gerrard or him. Gerrard has the power and can go forward and change games. He can support the striker in a different way.

    “During the game it was very physical and the ball was always in the air. It would have been difficult to bring on a player for 15-20 minutes and keep the ball on the ground. We preferred to continue with the players we had because we were defending well and were a threat on the counter attack”.

    þetta er það sem rafa hefur að segja um ónotaðar skiptingar’

    hvernig er hægt að vera svona fullur af skít?
    frábært að geta varist vel á móti wolves….
    maður skilur hvorki upp né niður í hvernig hann getur sagt þetta

  37. Nonni #29 þetta komment var leiðinlegra en leikurinn. her gleðjumst við, tuðum eða vælum yfir gengi Liverpool! væla um þetta annarstaðar

  38. Jæja, ég á bara ekki orð. Það er einmitt svona sem kallinn í brúnni brýtur niður sjálfstraust leikmanna. Að nota ekki einu sinni Aquilani í þessum leik eftir að hann stóð sig mjög vel í síðasta leik, er bara undarlegt, svo vægt sé til orða tekið.

    Í fyrsta sinn á ævinni hætti ég að horfa á LFC leik, bara útaf því það var gjörsamlega ógeðslega leiðinlegt og neyðarlegt að sjá hvað liðið var slappt.

    Ég hafði ekki áhuga á að horfa meira, entist þó í rúmar 75 mínútur, og mér líður eins og ég sé með timburmenni eftir að hafa horft é þessa hörmung. ÞVÍ MIÐUR. Djöfulsins drasl

  39. Sá tennis á Eurosport2 áðan…. vá ég hélt að það væri verið að endurtaka Liverpool leikinn frá því í kvöld, en svo var víst ekki, þetta var Tennis…

  40. Þessi leikur sló fyrri met hjá þessu liði í skítalykt…Og eftir ég sé þetta viðtal við Rafa, þá get ég bara sagt eitt….Þessi maður er bilaður og þetta er hrein móðgun við aðdáendur liðsins…Að vera sáttur við þennan leik er bara bilun og hann hlýtur að halda að aðdáendur liðsins séu hálfvitar

  41. Þvílíkur annar eins niðurgangur hér á ferð í kveld! Maður beið með andann á lofti í 90 mínútur eftir að menn sem eru með fleiri milljónir í árslaun fyrir að vinna vinnuna sína, vinni vinnuna sína!

    1. Hvern fjandann gekk stjóranum til að skipta ekki meira en einum manni þegar það var deginum ljósara að liðið sem var spilandi væri ekki líklegt til afreka!

    2. Eftir að hafa horft á Carragher í bakverði í síðustu leikjum langar mig helst að taka skammbyssu, beina henni að gagnauganu og taka fast í gikkinn frekar en að endurtaka þann hrotta! Einungis það að hafa Carragher í bakverði er efniviður í hágæða hryllingsmynd!

    3. Kuyt frammi og Lucas-Masch miðjan hefur aldrei verið góður kostur og verður aldrei! Maður myndi ætla það að stjórinn hefði það innsæi til að bera eða hreinlega skynsemi til að bregðast við vandanum á ögurstundu en ekki bólar á því.

    —- Eitt enn! #29 Nonni!!! Hafa menn ekkert betra að gera en að prófarkalesa athugasemdirnar sem menn sem eru misgóðir í stafsetningu setja hérna inn! Það hlýtur að vera einstök gúrkutíð hjá þeim sem eyða tíma og andlegri orku í að pirra sig á öðrum sem eru ekki eins góðir í stafsetningu og þeir sjálfir!

    Bitte.

  42. 29 Hvernig dettur þér í hug að dissa stjórnendur síðunar, eftir þennan hræðilega leiðinlega leik? eftirgremja?

    Þessi vörn hjá Wolves öskraði á hraða, einsog einn sagði.

  43. Sá ekki leikinn í kvöld….. (Yeaaaa…. veiiiiiiiiiiiii) Sé á skýrlsu og kommentum að ég get kópí peistað kommentið mitt frá Stoke leiknum. Finn til með ykkur kæru félagar sem tóku þá áhættu að horfa á leikinn í kvöld.
    Rafa er greinilega bara kominn með krónískan niðurgang í þessari Ensku deild. Hann getur ekki hætt að gera upp á bak.

    YNWA

  44. Þetta var alveg fáránlega dapur leikur. Aldrei annað en 0-0 í kortunum, en Wolves þó nærri því að skora ef eitthvað er.

    Ég hafði ekkert út á byrjunarliðið að setja fyrir leik. Sterkt byrjunarlið, þótt ég hefði áhyggjur af því að Gerrard væri mögulega ekki í neinu standi til að spila. Það reyndist réttur grunur, hann var ekki með í kvöld.

    Stundum gerist það bara að liðið sem er inná vellinum nær engri tengingu eða spili saman. Kemur fyrir öll lið. Þá er það hins vegar undir þjálfaranum komið að gera breytingar, nota skiptingarnar sínar, til að lífga upp á þetta. Ngog fékk rétt rúmlega tuttugu mínútur en hann olli svo miklum usla á þeim tíma að ég hugsa að við hefðum unnið leikinn ef hann hefði fengið svona kortér í viðbót.

    Byrjunarliðið var einfaldlega ekki með á nótunum í kvöld og því er alveg óverjandi að Aquilani, Degen, Pacheco og Babel hafi ekki a.m.k. fengið séns til að lífga upp á þetta. Ef allar skiptingarnar hefðu verið klúður hefði það ekki mögulega getað orðið verra en það sem fyrir var inná vellinum.

    Fáránlegt hjá Rafa.

  45. Heppnasti núlifandi Íslendingurinn er #49 Jón H. Eiríksson…. ég dauð öfunda þig maður…. ( að hafa ekki séð leikinn ) ekki svo mikið augnarkonfekt

  46. Gott:

    Við fengum stig á útivelli…

    Það var bara eitt lið á vellinum, sem hafði minnstan áhuga á því að vinna þennan leik. Að fara á útivöll þar sem heimaliðið pakkar öllu liðinu í vörn er töluvert meir en að segja það.

    Vörnin hélt mjög vel. Það virðist vera búið að stoppa í götinn. öll fuck-up eru horfinn.

    Ljómandi fín innkoma Ngog.

    Vont:

    Við fengum eitt stig á móti wolves

    Þessum leik tókst hið ómugulega, að vera leiðinlegri en halda/reka Rafa umræðan.

    Afhverju? Afhverju? Afhverju? Er verið að spila Gerrard þegar hann er ekki í neinu formi? Ég bara skil þetta ekki! Hann á tæp fimm ár eftir af samningnum sínum! Ég elska, dýrka og dái StevieG en þetta er svo mikil botnlaus vitleysa. EÖE orðar þetta mjög vel í skýrslunni ” meiddur Gerrard er VERRI en enginn Gerrard”. Ég er mjög sammála þeirri nálgun sem Rafa tekur á Aquilani, en hann mætti einnig gera hið sama þegar kemur að Gerrard og Torres.

    Síðast en alls ekki síst.

    Það allra versta við þetta kvöld er Málfarið hans EÖE!!! “Víst að mér fannst þetta svona leiðinlegt, hvernig leið þeim?” Þessi setning er mesti glæpur sem hefur verið framin gagnvart mannkyni síðan Mickey Thomas skoraði sigurmarkið á Anfield forðum daga. Það ætti að skylda EÖE til að ganga í Macdonalds UTD treyju merkta Neville Neville í heila viku fyrir þessi afglöp.

    Þú bara hlýtur að hafa verið að grínast nonni#29. Það er ekki annað hægt. Það er eitt að vilja að talað/skrifað sé gott og fallegt mál. En come the fuck on!!!

  47. Svo gleymdi ég einu…

    Ég skammaðist út í Arnar Björnson eftir Spurs leikinn hérna í athugasemdunum. Í kvöld var hann bara þrælgóður. Þumall upp fyrir honum

  48. Asked why Alberto Aquilani was an unused substitute after starting in the win over Spurs, Benitez added: “The team was doing well. Today the decision was to play Gerrard or him. Gerrard has the power and can go forward and change games. He can support the striker in a different way.”

  49. “Þegar ég sat uppí sófa og kíkti á tölvupóstinn minn í tíunda skipti yfir leiknum þá fór ég að velta því fyrir mér hvernig að hlutlausum aðdáendum líði að horfa á Liverpool.”

    Ég held með Leeds United og þessa dagana kveikja leikir Liverpool álíka mikið í mér og leikir með liðum á borð við Fulham, Aston Villa og kannski Everton.

    Kærar kveðjur, Kalli

    p.s. þessi “víst að” í stað “fyrst að” málfarsvilla er einfaldlega viðbjóður og allt í lagi að benda á hana og drepa í fæðingu.

  50. Sammála Góa 42 varðandi Aquilani. Leikmaðurinn er að vinna í sínu leikformi og sjálfstrausti en er settur á bekkinn eftir að hafa spilað góðan leik á móti Tottenham fyrir 6 dögum síðan. Hann var ekki keyptur hélt ég til að vera rotation player. Ef Aquilani er fit þá hann alltaf að spila finnst mér. Maðurinn kostaði nú 20 mills! Masch og Lucas eiga ekki að spila saman. Benitez spilar allt of varnarsinnaðan bolta, meira segja á móti botnliðunum. Drepleiðinlegt að horfa upp á þetta.
    Benitez er bara stórfurðulegur að mörgu leyti. Það er ekki hægt að skilja þessar liðsuppstillingar og innáskiptingar eða skortur á þeim. Hann er ekki nógu klár í að byggja upp sjálfstraust í mönnum. Hann brýtur þá oft á tíðum algjörlega niður! Það hafa alltof margir góðir leikmenn farið frá liðinu undanfarin ár sem hafa ekki staðið sig nógu vel. Það er ekki bara leikmönnunum að kenna….Benitez á stóran þátt í þessu. Sem dæmi má nefna, Keane og Crouch. Babel virðist svo vera á leiðinni annað.
    Babel er kannski soldið vitlaus en ég held að ef hann fái byrjunarstöðu í öðru liði, þá eigi hann eftir að blómstra.
    Vááá hvað ég er kominn með nóg af Benitez.

  51. Þessi leikur var svona textbook how NOT to play football.
    Jú ok, völlurinn hjá Úlfunum er til háborinar skammar og mér finnst það vera lágmarkskrafa að það sé hægt að spila bolta í EPL, FA á að fá byssuleyfi á svona skíta klúbba sem að skussa vellina sína í tætlur.
    Boltinn var kannski 13mín á grasinu í kvöld en ca 54mín í loftinu.
    Það sást bersýnilega að þessi völlur er ekki í neinu standi til að vera í einhverju dribble eða krúsídúllum þannig að allir leikmenn sem að hafa fínt touch og góða tækni þeir eru tilgangslausir með öllu. Kuyt hefur örugglega fílað sig fínt í þessum leik, ég hefði frekar verið til í að sjá liðin spila með rugbybolta í kvöld og fá smá alvöru action í þetta.

    En að eina og yfirgefna ljósa punktinum í kvöld.
    Rafael Benitez á aldrei eftir að gera þetta lið að enskum deildarmeisturum, hann kvittað fyrir það í kvöld. Mér finnst þetta vera hrikalega ljós punktur því nú getur maður hætt að vonast eftir góðum árangri og jafnvel titli á meðan hann stýrir þessari skútu, hann er einfaldlega allt of varkár stjóri í öllum sínu aðgerðum, það hefur margoft verið sagt að Rafa hafi engan pung, ég ætla að bæta um betur og segja að hann sé með vagínu. Það eitt að vera spila við lið sem er að ströggla í fall báráttu og er með markatöluna 17-38(9-17 á heimavelli) og setja ekki meiri sóknarþunga í liðið og gjörsamlega valta yfir þetta slappa lið Úlfana er ekkert annað en major aumingjaháttur og hroki.
    Hann er með Babel og Aquilani á bekknum en notar þá ekkert í kvöld, stórfurðulegt! Ég er ekki frá því að Pacheco og Aquilani hefðu verið 16sinnum betri kostur fyrir þennan leik heldur en varnartröllin Lucas og Mascherano voru í kvöld.
    Ég ritskoðaði leik Lucas aðeins í kvöld og fylgdist bara með honum, stóran hluta úr seinni hálfleik og hann þvældist stundum bara fyrir og var oft hrikalega illa staðsettur þegar við vorum að sækja. Hann átti virkilega slappan dag, eins og reyndar allt liðið. Það eru nokkrir leikmenn sem að þurfa virkilega að fara þrykkja í rassgatið á sér og sýna okkur stuðningsmönnunum afhverju við viljum horfa á þá spila bolta.
    Leikur liðsins hefur verið tilviljanakenndur allt of lengi og það er hending að liðið skorar mark eftir fallegan samleik eða nokkrar stuttar og snöggar sendingar, flest öll mörk liðsins koma eftir fum og fát eða skot í vindi, samanber fyrsta markið sem Kuyt skoraði í síðasta leik gegn Tottenham.
    http://videos.sapo.pt/pfMb7V5B5OBzFW8CIvNU
    Rafa ætti að hætta að senda skátana sína til að finna leikmenn, fá þá frekar til að brjótast inná æfingarsvæðið hjá Barca og stela æfingarprogramminu þeirra.

    Þið megið hafa það eftir mér að ég skal éta úldin hund ef að Rafa vinnur einhverntíman ensku deildin.

  52. Þetta gengur ekki lengur ég skil Rafa að stilla svona upp og ég kenni honum ekki um þetta eru bara virkilega lelegir leikmenn sem spila fyrir LFC hefði hann stillt upp öðrvisi þá hefðum við öruuglega tapað leiknum.Það er eitthvað rosalega mikið að bak við tjöldinn hugsið aðeins einu kaupinn okkar eru rodriguez og hann kostaði ekki neitt það segir sitt budgetið sem Rafa hefur.Mér finnst það sem Rafa segir eftir leiki er að setja pressuna á sig til að halda henni frá leikmönnunum þvi hann sér alveg hvað er í gangi varðandi stjórnina og leikmennina.Ég styð Rafa 100% og hef alltaf fílað hann sem þjalfara ég bara sé hvað er í gangi hjá LFC það er Bandarískur Anti kristur að störfum í gangi þar sem er að eyðileggja okkar ástkæra Félag

  53. Ég er að spá í að taka frekar umræðu um þessa hvimleiðu málfarsvillu Einars Arnars, þess annars afburða ritfæra manns, en þennan leiðinlega leik.
    Tek undir með öllum sem hafa tjáð sig hér að ofan; það ætti að vera refsing við notkun “víst að” í rituðu eða töluðu máli. Maður sér helst fyrir sér að einhver vinsæll áhrifaríkur einstaklingur með slæma heyrn hafi byrjað á því að heyra “fyrst að” vitlaust og þaðan hafi þessi fáránleiki smitast með Smáskilaboðum og Facebook færslum alltof víða.

    Einar og Kristján eru þeir einu sem maður myndi nenna að benda á þetta af pennum síðunnar sem flestir eru ritfærir en þeir, finnst mér, bera af og geri ég ráð fyrir því að Einar taki þessum ábendingum vel og hætti þessari vitleysu.

  54. Elías ætlar þú að kenna bandaríkjamönnunm um þetta það er þvílikt rugl og hvað með það að hann fái bara að fá 1 mann við erum að keppa á móti wolves þannig að það á ekki að skipta máli hvað við fáum marga leikmenn, Wolves er lélegasta liðið i enskuúrvalsdeildinni og það að eiga ekki 1 færi i þessum leik og sækja aldrei á fleiri en 3 mönnum og það var algjört max, Benitez klúðraði þessum leik big time og svo leikmennirnir en hann á mjög mikið i þessu jafntefli, þannig að ekki kenna könunum um þetta þó að þeir séu ekki þeir bestu

  55. Þetta er kop.is ekki barnaland.is hvað eru menn að gráta einhverjar málfarsvillur eða stafsetningarvillur? Ég kem hingað því ég vil lesa um fótbolta en ekki eitthvað helvítis væl um málfar 😉 Fyrir ykkur hina vil ég benda á http://www.barnaland.is og http://www.er.is 🙂

  56. Að horfa á grýlukerti bráðna er skemmtilegra heldur en að horfa á Liverpool leik.

  57. Taktíkst hefur Benitez alltaf miklar ágyggjur af andstæðingunum þegar andstæðingarnir eiga að hafa áhyggjur að mæta Liverpool

  58. Mér finnst einsog ég hafi séð þennan leik í kvöld áður hjá mínu liði. Við höldum +60% possession en gerum ekki neitt skapandi eða ógnandi með boltann. Bæði leikmenn inná vellinum og á bekknum eiga að heita heimsklassaleikmenn, en einhverra hluta vegna ná þeir ekki að brjóta niður lið Wolves – ég persónulega vil kenna varfærnislegri uppstillingu þar um og gríðarlegri þrjósku stjórans okkar í að hrista ekki uppí liðinu því við hefðum ekki skorað mark þó við hefðum spilað í 2 tíma í viðbót.

    1. Menn eru búnir að leysa þetta kerfi hans Rafa fyrir lifandis löngu
    2. Lucas og Mascherano saman á miðjunni er ekki að ganga, sérstaklega ekki gegn liðum sem skora að meðaltali <1 mark í leik
    3. Liverpool er að spila hundleiðinlegan fótbolta
    4. Nonni #29, þú ert einn sá hressasti í bransanum

    Efasemdir mínar um Rafn Beinteins jukust í kvöld – hversu marga svona leiki sættum við okkur við í viðbót?

  59. Skil vel að menn hérna inni séu ósáttir með Benitez eftir leikinn í kvöld, og margir reyndar búnir að vera það mun lengur en það. Það eitt og sér á alveg rétt á sér að vissu leyti. Það er bara annað í þessu dæmi, og það eru LEIKMENNIRNIR sjálfir sem spila leikinn hverju sinni! Hvað í ósköpunum er í gangi í toppstykkinu hjá þessum mönnum þegar inn á völlinn er komið í svona leik? Ég bara spyr. Auðvitað stillir Rafa upp liðinu og allt það, hann gerði það líka í síðasta leik og þá voru menn nú bara nokkuð sáttir þó það hafi kannski ekki verið einhver topp leikur hjá liðinu. En jesús minn eini hvað þetta var mikill viðbjóður að horfa á þetta! Tók enginn eftir því hvað Úlfarnir voru gjörsamlega með alla yfirburði þegar kom að greddu og áræðni? Háir boltar allann leikinn (sem var vitað fyrirfram að yrði) og heimaliðið vann c.a. 80% af öllum návígum hvort sem það var í loftinu eða einhvers staðar annars staðar. Ég er orðin svo þreyttur á þessari rússíbanareið í vetur að ég er gjörsamlega pleeeeeeee… Veit ekki einu sinni hvernig ég get orðað það. Það eru bara allt of margir leikmenn sem eru svo gjörsamlega að skíta upp á bak trekk í trekk að þetta er hætt að vera fyndið lengur.. En ég nenni ekki að pirra mig á þessu meira og er mér bara orðið nokkuð sama hvernig þetta endar í ár. Kannski er bara best fyrir klúbbinn að ná ekki 4. sætinu í ár, eða hvað? Sjáum bara hvað gerist, en ég er amk ekki eins bjartsýnn á framhaldið og ég var fyrir leikinn í kvöld.

    YNWA

  60. ég kýs að tjá mig sem minnst eftir svona drepleiðinlega leiki, en Pálmi #57 Þumall upp fyrir þér!

  61. Ég fór á mynd með Hugh Grant kl 20 í gær, slíkur er áhugi minn á liðinu mínu þessa dagana, held ég horfi ekki á leik fyrr en Benitez axli þann svarta.

  62. Hvenær verður botninum náð, ég bara spyr? Þarf RB að vita hvernig botninn lítur út eða sá´ann hann í gær? Þetta fer að vera þvermóðska í RB með þessar skiptingar…..

  63. Þvílík vonbrigði og leiðindi. Reyndar var aðeins eitt lið að reyna að vinna leikinn, en það var bara svo getulaust að þetta varð útkoman. Með meiri baráttu unnu svo úlfarnir alla 50/50 baráttuboltana og sérstaklega þá sem Carragher karlinn bombaði út úr vörninni. Honum virðist vera lífsins ómögulegt að spila boltanum úr vörninni, það þarf alltaf að dúndra blöðrunni fram yfir miðju.
    Að spila svo með 2 varnarsinnaða miðjumenn og einn “sóknarmann” á móti einu lélegasta liði deildarinnar er svo ritgerðarefni út af fyrir sig.

  64. Það er bara eitt sem ég vildi bæta við varðandi leik liðsins og það er varðandi Skrtel. Þegar að Agger er með sóknarmann fyrir framan sig þá lítur hann vel út – er rólegur og klárar oftast manninn.

    Skrtel virðist hins vegra lenda í vandræðum í hvert einasta skipti sem hann er með sóknarmann á sér. Það virðist ekkert vera auðvelt fyrir hann og hann lítur alltaf út einsog hann sé drullustressaður. Doyle leit út einsog einhver snillingur á móti honum.

    Við náðum að halda hreinu en það var eingöngu vegna þess að þetta var lélegasta sóknarlið deildarinnar.

    Já, og þessi dreifing á “spili” frá Carragher er um það bil að gera mig geðsjúkan. Degen getur bara ekki verið verr í bakverðinum en Carra. Það er ekki hægt. Setjum Carra og Grikkjann í miðvörð og Degen í bakvörð í næsta leik. Ég meika ekki þessa háu bolta frá Carra lengur.

    Æji sjitt fokk hvað þetta var leiðinlegt og dapurt.

  65. Menn að lýsa hér eftir Rafa mönnum – láta eins og það hlakkar í þeim því þeirra málstaður styrkist…. Hvaða kjaftæði er það ? Rafa menn eða ekki þá var þessi leikur hörmung, ég efast um að þeir sem enn hafa trú á Rafa fari í felur, þeir hverfa ekki jafnhratt og hinir hrægammarnir hafa birst á síðustu vikum – aldrei commentað eins mikið á þessari síðu eins og s.l. 3 mánuði, hafa menn bara skoðanir á hlutunum þegar þeir eru ekki að ganga sem skyldi ?

    Ég styð fyrst og fremst Liverpool FC – ef menn ætla að fara að persónugera þetta þá eru þeir á villigötum. Menn þurfa að fjarlægja hausnum úr rassgatinu á sér og fara að átta sig á því að þegar Liverpool leikur tapast þá styrkist ekki málstaður neins sem ber hag Liverpool fyrir brjósti. Engin er stærri en liðið, þannig er það bara – og við styðjum allir þetta eina lið, þessi hópaskipting er því hlægileg í besta falli.

    Ég styð Rafa ekki í neinni blindi – mín þolinmæði á sér takmörk eins og annara hérna. Og ég get sagt af fullri hreinskilni að ég man ekki eftir jafn lélegum og leiðinlegum leik eins og þessum í gær – í alvöru talað, hvað í andskotanum var þetta ??

    Í síðustu viku sagði ég að Rafa hafði unnið taktískan sigur – ef það var sigur þá var þetta niðurlæging. Þetta var Wolves og þeir létu okkur líta út sem lélega liðið….

  66. Ég ætlaði að skrifa eitthvað jákvætt hér um leikinn en ég var búinn að smella á “Skrá Ummæli” áður en mér datt eitthvað í hug.

  67. 54 Sigurjón, Arnar B var EKKI góður í gærkvöldi. Það eina sem hann hafði fram að færa í leiknum var að Wolves voru bara búnir að skora 17 mörk í deild þetta tímabilið. Það endurtók hann svona ca. 10 sinnum á meðan leik stóð og var orðið gríðarlega þreytt strax í annað skiptið. Ennþá verri punktur var að einhver óþekktur varamaður hjá Wolves sem kom inná í lok leiksins ætti móður sem hafði spilað blak. Semsagt, frekar þreytt og leiðinlegt.

  68. Tökum Bolton um helgina! Koma svo! Held að Rafa komi fáránlega mikið á óvart og setji Babel, N’Gog og Aquilani í byrjunarliðið og við fáum að sjá hraðan og skemmtilegan sóknarbolta! 🙂

  69. Það er alveg ljóst eftir þennan leik í gær, og jafnvel fyrr, að sú hugmyndafræði sem RB stendur fyrir er komin í þrot. Í vor er tími til að skipta um mann í brúnni. Nú verðum við hinsvegar að vona að RB hlusti á gagnrýni sem hann er að fá á sig og liðið og taki nýja stefnu.
    Af ummælum RB fyrir leikinn mátti ráða að hann myndi leggja áherslu á mæta úlfunum með sömu meðölum og þeir sjálfir beita, krafti og hörku. Við höfum séð þetta í mörgum öðrum leikjum. Mér finnst eðlilegt að spila taktískt á móti “stóru” liðunum, en á móti þeim minni ættum við að spila “okkar” bolta. En hver er sá bolti sem Liverpool spilar? Ég átta mig ekki alveg á því hver hann er, þó ég sjái fyrir mér hver hann ætti að vera. Líklega er sjálfstraustið svo neðarlega í RB og liðinu að það besta sem RB getur lagt til er að aðlaga sig að leikstíl mótherjans hverju sinni.

  70. Þetta lið er skelfilega, skelfilega,skelfilega lélegt og á því ber þjálfarinn alla ábyrgð. Ef leikmenn geta spilað hörmulega í 6 mánuði en samt alltaf verið í liðinu og spilað 90 mín er ekki von á góðu.
    Þetta er einfaldlega komið gott hjá Benitez, allur metnaður farinn og með ólíkindum að lesa það að hann hafi talið liðið vera að spila vel. Þetta var hörmulegt eins og það er meira og minna búið að vera frá því í júlí, hörmulegt og til háborinnar skammar.

  71. Mick McCarthy, ekki hafði ég nú mikið álit á þessum manni fyrir, en boy ó boy, þvílíkur asni sem þessi maður er. Nokkrum mínútum eftir að Liverpool sendi boltan útaf til að stoppa leikinn vegna meiðsla leikmanns Wolves trompast fíflið á hliðarlínunni þegar leikmaður hans gerir slíkt hið sama þegar leikmaður Liverpool liggur meiddur!

    Þvílíkt gerpi.

  72. Í greininni sem Hjalti vísar í hér að ofan segir Guillem Balague m.a.:

    “As I was saying here on the website last week, Rafa`s management style requires an injection of fresh blood to maintain forward momentum and the strategy this summer will be focused upon shaking things up by bringing in new faces on the playing side to re-invigorate the dressing room.”

    Greinin sem Balague vísar í er hérna. Í þeirri grein útskýrir hann þetta aðeins nánar:

    “Many are blaming Benitez’ personality for the team’s demise and I have always had the impression that for his methods to succeed he must constantly recycle new blood through the squad, even replacing key players with new ones eager to respond to him. [..] Is a cumulative effect at such a lack of diplomacy behind the team’s gradual failure to respond?”

    Ég er nokkuð sammála þessari greiningu Balague á aðferðum Rafa og þróun liðsins. Hann heldur því fram að þjálfarastíll Benítez sé þannig gerður að hann þrífist best þegar það er endurnýjun í gangi hjá liðinu, þegar hann er að fá inn nýja menn sem eru æstir í að sanna sig fyrir honum. Þegar litið er til síðustu fimm ára má alveg færa rök fyrir þessu – fyrstu fimm árin er liðið í stöðugri endurnýjun leikmannahóps og tekur framför ár frá ári. Í fyrrasumar hins vegar staðnaði endurnýjunin aðeins (bara Glen Johnson kom inn, Aquilani meiddur) og þá um leið virtist framför liðsins á vellinum snarstöðvast.

    Það er því athyglisvert að velta því fyrir sér hvaða 5-6 leikmenn Rafa er að tala um að fari í sumar. Erum við kannski að tala um menn eins og Aurelio (samningslaus), Skrtel (slappt tímabil), Riera (vonbrigði með meiðsli), El Zhar (samningslaus held ég), Degen (vonbrigði + meiðsli), og svo jafnvel stóra brottför í Javier Mascherano? Þetta myndi í fyrsta lagi skapa mikið launapláss fyrir nýja leikmenn og svo væri bara að sjá hvort eigendurnir standa við stóru orðin um að leikmannahópurinn verði styrktur verulega í sumar í stað þess að gera það núna. Ég trúi þeim orðum þegar ég sé það gerast, ekki fyrr.

    Allt er þetta þó sennilega háð því að liðið komist í Meistaradeildina. Tímabilið hefur verið slappt en tapið gegn Reading (og pirringur útaf jafnteflum við Stoke og Wolves) hefur eiginlega hulið þá staðreynd að liðið er að bæta sig (lítillega) í deildinni. Tökum síðustu deildarleiki. Síðan liðið tapaði á útivelli gegn Portsmouth 19. desember hefur það leikið fimm deildarleiki. Þrír þeirra hafa unnist (Wolves heima, Aston Villa úti, Tottenham heima) og tveir hafa endað jafnt (Stoke og nú Wolves úti). Við getum sagt að það hafi verið heppni að vinna Aston Villa úti og óheppni/klúður að missa sigurleik gegn Stoke niður í jafntefli.

    Eftir stendur að liðið okkar er í fyrsta sinn í vetur ósigrað í fimm deildarleikjum, hefur unnið þrjá þeirra og haldið hreinu í fjórum af þessum fimm leikjum. Það er ekkert svo slæmur árangur og vel hægt að byggja á því.

    Ég er ekkert að reyna að draga hulu yfir það sem slæmt er. Leikurinn í gær var skelfilega dapur og það er margt sem Rafa verður að laga og það strax ef liðið á yfirhöfuð að eiga séns á 4. sætinu í vor en náist það er ég spenntur að sjá hvað Rafa ætlar sér með leikmannahópinn í sumar.

    Það eru teikn á lofti. Vonum að liðið geti skrölt inn í Meistaradeildarsætin á næstu vikum svo við fáum að sjá hvort heimildir Balague eru réttar.

  73. Ég hef áhyggjur af nánast öllu í kringum liðið…

    Ég var að vonast til þess að menn myndu vera hreinskilnir eftir leik í viðtölum.

    Rafa segir : “I think it (the draw) is positive – we kept a clean sheet and you can see the team was working very hard and everybody is working for everyone.”
    Og sorglegasta setning sem ég hef lesið á ævinni:
    “We had two or three situations around the box.” Ekki einu sinni færi, heldur situations …

    Gerrard fer svo alveg með það þegar hann segir að í þessu tilfelli sé um að ræða 1 stig í hús í stað 2 tapaðra.

    Hvað er í gangi þarna ? Þegar um er að ræða Wolves sem andstæðinga og ekki vinnst sigur, þá er ALLTAF um töpuð stig að ræða! ALLTAF!

  74. Í gær gerði ég það sem ég hef aldrei gert áður ég slökkti á Liverpool leik og fór að horfa á stöð 2 bara í staðin. Þessi fyrri hálfleikur sem ég sá fékk mig til þess að langa frekar að borða DOVE sápustykki. Þvílík ands**** leiðindi geta það verið að horfa á Liverpool spila Rafa er einn sá þverasti kall fauskur sem sögur fara af.

    Ég gjörsamlega er farinn að hata þetta gerpi og þessi ummæli hans í gær að við höfum verið að verjast vel og því hafi hann ekki skipt inná. COME ON YOU WANKER við vorum að spila á móti liði sem er búið að skora 17 mörk í allan vetur og fávitinn hafði ekki pung til þess að reyna að vinna fokking leikinn. Það sást alveg í fyrri hálfleik að við vorum ekki að fara að skora með þetta lið inná það sáu það allir sem horfðu á leikinn en fíflið sá það einungis að Wolfs voru ekki heldur að fara skora og fílflið var ánægt.

    Djöfull verður þessum pósti eytt út en ég varð að fá að blása pínu.

  75. Ég horfði á leikinn í hálftíma og gafst þá upp. Eftir korter hélt ég að Stöð2sport2 (alltaf svo þægilegt nafn NOT) hefðu ruglast og sett í endursýningu leik Vals og Fylkis í Pepsi deildinni síðasta sumar, svona á búningum að dæma. En þá rifjaðist upp fyrir mér að sá leikur var bara fínn og gæðin líka mun betri.

    But well YNWA!!!

  76. segi það satt er ekki lengur að horfa á liverpool leiki þvílík hörmung og geta varið þetta eins og þjálfari og nokkrir leikmenn gera er mér óskiljanlegt

  77. Ég hef reynt að syðja við Benitez en það er svo erfitt þegar hann gerir svona lagað eins og í gær. Aquilani sem átti frábæran leik á móti Tottenham fær ekki EINA mín í þessum leik því að Benitez var sáttur hann var SÁTTUR (hvað meinar hann ). Af hverju heldur hann áfram að spila hinum hæga Kuyt einum frammi þegar að þessir njólar í vörninni gera ekkert annað en að dúndra boltanum fram völlinn. Mér fannst liðið spila ömurlega í gær en Benitez gerði heldur ekkert til þess að breyta þessu. 2 ónotaðir varamenn í leik sem við sköpuðum ekkert.
    Er Benitez búin að gefast upp ?

  78. Í flestum hópíþróttum eru menn teknir útaf ef þeir eru að spila illa. Byrja jafnvel ekki inná í næsta leik. Það eru skilaboð um að viðkomandi leikmaður þurfi að taka sig á. Þurfi að hysja upp um sig buxurnar. Hjá Liverpool er allt önnur hugmyndafræði í gangi. Menn geta spilað 10 lélega leiki í röð, jafnvel heilt tímabil ,án þess að vera settir á bekkinn. Heldur þetta mönnum á tánnum ef þeir geta hjakkað í sama farinu ,leik eftir leik ,án þess að vera refsað fyrir með bekkjarsetu?
    Svar óskast;

  79. Þetta var átakanlegt… ég var mjög spenntur að sjá liðið spila eftir þetta stutta hlé… ég hef haldið með Liverpool í um 24 ár og held ég hafi aldrei séð jafn hrikalega leiðinlegan leik… það var akkúrat ekkert í gangi hjá liðinu.
    Gerrard hefði líklega komið að betri notum hefði hann komið inná sem varamaður. Hann virkaði bara aldrei í takti við leikinn. Mig var farið að hlakka til að sjá Maxi spila gegn (að því er ég hélt) slöku Wolves liði. En eina sem maður sá til hans var þegar hann var að skalla boltann í einhverjum skallatennis á kantinum. Ég man ekki eftir því að hann hafi fengið boltann í fæturnar og hlýtur hann að vera kominn með mar á heila eftir þennan leik í gær…
    Og talandi um mar á heila þá held ég að Rafa Benitez hljóti að vera orðinn eitthvað skaddaður á heila þegar hann segir að það hafi gengið vel þegar staðan er 0-0 á móti Wolves.. Eins finnst mér magnað að ekki skuli vera hægt að nota eitthvað af þessum ungu og efnilegu leikmönnum okkar þegar lykilmenn eru meiddir… líkt og öll önnur lið í úrvalsdeildinni gera. Læt þetta duga í bili… hef ekki skrifað áður en maður verður einhvern veginn að losa um þessa gremju sem er búin að vera að byggjast upp hjá manni síðustu mánuðina… AMEN

  80. Ákvað af einhverjum ástæðum að vera ekki að lesa neitt á síðunni í gær, það er orðið fyrirsjáanlegt hvert umræðan fer og hver hún er. Rafa.

    Jæja.

    Ég styð alveg þá hugmynd að Aquilani hefði átt að fá mínútur þarna í gær, en var reyndar alltaf handviss að Gerrard myndi verða látinn spila, ekki síst til að halda rythma í hans leik. Ég vildi líka alveg fá Aquilani inná til að prófa að breyta leiknum síðustu 20 mínútur en mest sammála er ég honum SigKarli. Við leikum í vetur mikið í átt við mótherjana okkar.

    Wolves stillti upp í gær 5-4-1 frá fyrstu mínútu og sóttu aldrei á fleiri en þremur plús einum. Semsagt minnst sex leikmenn í vörn allan tímann. Þeir hafa fundið sitt Stoke-afbrigði sem er að drepa niður tempó leiksins með að senda boltinn aftur á markmanninn sem að gefur sér góðan tíma áður en hann neglir 70 metra sendingu inn í teig. Kyrgiakos sýndi FRÁBÆRAN leik að mínu mati í gær og skallaði á bilinu 20 og 30 bolta frá. Innkoma hans í vörnina hefur öllu breytt og ég treysti því að hann fái að halda sæti sínu þegar Agger og Johnson eru komnir inn. Skrtel átti erfitt. Carragher lenti á móti eina sóknarmanni Úlfanna auk Doyle, man ekki hvað sá hét, öskufljótur en með enga tækni. Þess vegna var Carragher inná í bakverði en ekki Degen, sem hefði minna ráðið við þennan dreng. Ég er líka sannfærður um að ein ástæða valsins á Carra hafi verið að þannig átti Maxi að fá meira frjálsræði í sínum fyrsta leik.

    Menn hér drulla yfir Insua. Hinn nýji Lucas á leiðinni? Ég skil ekki svona ummæli. Ég sá Úlfana ALDREI komast almennilega framhjá honum og minnst þrisvar í leiknum var það hann sem hreinsaði á fjarsvæðinu, nokkuð sem hann hefur átt í vandræðum með í vetur. Hér er talað eins og Úlfarnir hafi vaðið í færum og Reina hafi verið maður leiksins. Er alls ekki sammála því. Hann þurfti að verja einu sinni og gerði það vel, en að mínu mati var varnarleikurinn að gera sig hjá liðinu, reyndar fyrst og fremst auðvitað útaf gríska marskálknum sem er að leika frábærlega!

    Að mínu mati var það fall okkar í gær að fara í skotgrafirnar gegn Úlfunum, sem leika ömurlega baráttuknattspyrnu. Ég hugsa að boltinn hafi verið í loftinu 30% tímans og því miður náðum við ekki að sækja í kringum þann tíma sem hann var á gólfinu.

    Liðinu bráðvantar framherja sem getur haldið bolta með bakið í markið og/eða snúið á vörnina sjálfur. Dirk Kuyt er ekki slíkur senter og í alltof mörgum tilvikum tapaðist boltinn beint í lappir Úlfa, sem þá sendu á markmanninn sinn og háloftin urðu fyrir valinu.

    Ég hafði ekki væntingar á knattspyrnu í þessum leik, bendi fólki hér á að kíkja á fleiri leiki Úlfanna á Molineux í vetur og sjá hverjum gengur að spila fótbolta þarna. Ég vonaði að við næðum að kreista fram mark í þessum leik sem tókst því miður ekki. Að mínu mati er stærsta ástæða þess hversu erfitt við eigum þessa dagana að alltof stór hluti þeirra leikmanna sem eru vinir boltans eru fjarverandi. Í gær hefði verið flott að hafa Agger til að bera upp boltann, Johnson til að sækja á móti varnarmönnum Úlfanna og Torres til að “usla” varnarmennina. Benayoun svo komið inná sem trompið.

    Varamenn þessara manna eru ekki tæknitröll og því fór þessi leikur eins og hann fór. Því miður í háloftabolta og leiðindi sem við náðum ekki að sigra.

    Það þarf striker sem heldur bolta fyrir janúarlok. Það er bara svo einfalt, lykilatriði til að liðið virki. Innkoma N’Gog, sem er skárri í fótinn en Kuyt, sýndi mér það allavega.

    Mér finnst líka allt annað að vera kominn með Riera og Maxi í þetta lið, þar eru komnir knattspyrnumenn sem eiga möguleika á að breyta leikjum, Maxi hafði mjög gott af því að fá þarna 90 mínútur í skítakulda á lélegum velli gegn grófu liði sem dúndrar. Welcome to England.

    Við löbbum bara áfram, það er hörkuerfitt í kringum liðið núna og ég allavega sé ekki nokkra ástæðu til að fara að reikna með silkifótbolta og sýndarmennsku. Liðið okkar þarf að hafa gríðarlega mikið fyrir hverju marki sem er skorað og hverju varnaratviki sem þarf að klára, hvað þá að fá stig, 1 eða 3.

  81. Við getum nú varla farið að kenna Wolves um hve leiðinlegur þessi leikur var, þeir áttu öll færi leiksins, við vorum einfaldlega skelfilega lélegir, óhugmyndasnauðir og hægir í öllum okkar aðgerðum.

    Ef þeir spila með amk 6 manns í vörn allan tímann þá hljóta tveir varnartengiliðir að vera óþarfi á miðjunni – við skorum ekki heldur 3 gegn 6 frammá við, því við vorum einnig með 6-7 leikmenn fyrir aftan boltann.

    Að mínu mati vinnur maður ekki lið eins og Wolves með því að fara á sama plan og þeir, maður spilar á veikleika þeirra – sem ætti að vera sá að við erum mun betur spilandi lið en þeir og hefðum átt að sækja á þá. Jafntefli í þeirri stöðu sem við erum í núna (City getur farið 6 stigum uppfyrir okkur) jafngildir tapi. Við einfaldlega verðum að sækja til sigurs, jafntefli gegn Wolves eru ekki góð úrslit, mér er alveg sama þó við höldum hreinu – það er krafa gegn liði sem hefur skorað 17 mörk, ekki árangur sem ber að hrósa.

  82. Þetta er ekki manni bjóðandi lengur ég vill að það ?e einhver agi í þessu liði ef leikmenn spila illa þá verða þeir bara teknir úr byrjunarliðinu ekki bara eiga fast sæti.Hvernig haldið þið að það sé fyrir þessa menn sem fá ekki að spila nema 10 mín á leiktíð af því þjálfarinn velur alltaf sömu og sömu mennina í byrjunarliðið.Ég veit ekki um ykkur en ef ég væri einn af þessum mönnum þá myndi eg ekki mæta á æfingu og gefa mig 100% fram því ég myndi ekki sjá tilganginn í því,ég skora 4 mörk á æfingu en samt er dirk kuyt valinn fremsti maður en og aftur.Það er ekkert sem drífur leikmenn LFC áfram það er enginn samkeppni um sæti í byrjunarliðinu þetta er bara sjálfshagður hlutur fyrir suma menn þarna sem fá að spila aftur og aftur og aftur þó þeir sucki leik eftir leik.Ég einfaldlega skil ekki þetta rugl Meiri segja Kevin Doyle hja wolves yrði settur á bekkinn ef hann væri buinn að spila jafn illa og sumir hja LFC þessa leiktíð og við erum að tala um fokking wolves !!!!!!!!.En liverpol er eina liðið í Ensku deildinni sem verðlaunar lélegri framistöðu og situr fólk út í kuldan þegar það nær góðri frammistöðu.Muniði þegar Babel skoraði þetta Magnaða Mark á móti Lyon en samt er hann settur á bekkin í næsta leik ??????.Þegar robbie keane skoraði 2 á móti west brown en samt er hann settur á bekkinn í næsta leik. ALLTAF ER HANN FOKKING DIRK KUYT VALINN Î LIÐIÐ OG ÞAÐ ER AÐ GERA MIG FOKKING GEÐVEIKAN HANN ER BÚINN AÐ SKORA SVONA 5 MÖRK Á LEIKTÍÐINNI OG HANN ER OKKAR FOKKING FREMSTI MAÐUR !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  83. DJÖFULSINS FROÐA.
    Þökk sé þessu Rafa drasli þá er þolinmæði mín fyrir Liverpool á þrotum og sömuleiðis áhuginn. Er ég sá eini sem vill sjá afleiðingar fyrir leik liðsins í gær? Það hefði verið ásættanlegt ef við hefðum verið klaufar og klúðrar nokkrum færum en við áttum varla skot á fokking markið. Við gerðum jafntefli því við vorum of miklir andskotans aumingjar til að fá fleiri en 2 leikmenn til að sækja. Ég sá að í einni fyrirgjöfinni í leiknum var David N´gog einn á móti SJÖ varnarmönnum Wolves. Er Rafa að biðja leikmennina um að fara svona varlega til að tryggja “gott útivallarstig”? Svo talar Rafa um að leikurinn þróaðist erfiðlega því að boltinn var mikið á lofti í leiknum. Bíddu var það ekki útaf HELVÍTIS VARNARMÖNNUM OKKAR? Hvert skipti sem boltinn kom á vörninni dúndruðu þeir honum einhvert út í rassgat og þá átti einhver hálofta fótboltasýnining sér stað. Er þetta virkilega ásættanlegt að stjórinn segist vera sáttur við EITT FOKKING stig gegn Wolves? Hann reyndi ekki einu sinni að vinna þennan leik og nennti ekki að vinna vinnuna sína, hann hefur ábyggilega ekki nennt að tala við fjórða dómarann um að skipta tveimur varamönnum inn. Afhverju kom Aquilani ekki inná eftir góðan leik síðast? Er taktíkin hans Rafa byggð á því að kæfa menn sem sýna viðunandi frammistöður? Afhverju þarf Rafa alltaf að spila á sama leveli og andstæðingurinn, hvað gerist ef Liverpool spilar á móti liði sem samanstendur af 11 offitusjúklingum? Mun Kuyt hlaupa minna þá til að hlýða skipunum Benitez um að spila á sama leveli og andstæðingurinn? Afhverju spilaði Gerrard allan leikinn? Vill Rafa að hann meiðist svo við eigum nákvæmlega enga möguleika á 4. sætinu? Veit að þessar “samsæriskenningar” hljóma fáranlega en í mínum huga er ekkert annað í stöðunni sem meikar sens.

    Til að toppa þetta allt þá þarf maður að lesa fréttir um að Yossi Benayoun sé að fara til fokking Moskvu. Hvað getur hann fengið leikmann á 7 millur sem er pottþétt betri en Youssi? FOKKING HVERGI!
    Það er bara ein lausn kæru stuðningsmenn! Það þarf einn maður að yfirgefa skútuna og það strax. Það er ekki hægt að kenna könunum um leikinn gegn Wolves heldur einungis aumingjaskap og hugleysi Rafa.

    Þið kæru síðuhaldarar talið um að ef stjóri kemur til liðsins þá muni Liverpool fara aftur til ársins 2004, til þess tíma þegar Houllier hætti. Hvernig fáið þið það út ef ég mætti spyrja? Núna er Ancelotti nýr hjá Chelsea og Mancini nýr hjá Man City og eru liðin undir stjórn þeirra að taka afturförum? Ég held að það sé ekki nokkur mögulegur stjóri sem gæti staðið sig verr en Rafa hefur gert á þessu tímabili (jú kannski Souness og Gaui Þórðars). Til hvers í andskotanum þarf maður að elska þetta enska Liverpool lið svona mikið. Fjandinn hafi það.

    Þið megið endilega putta þetta comment eins niður og þið viljið, en hvernig væri nú ef við Liverpool aðdáendur myndum taka hausinn út úr rassgatinu og hætta að réttlæta veru Rafa hjá liðinu. Eftir leikinn gegn Tottenham þá fylltist maður von en eftir þennan leik breyttist þessi tilgangslausa von í svo mikla reiði að ég ætla að öskra núna! #Q(=#(%”%”!
    YNWA.

  84. Það sem pennanat sagði um Rafa að hann gerir góða leikmenna lélega er byrjað að meika sens fyrir mér þessa daga spáið í því hann frystir alla leikmenn sem standa sigvel.(Bara sorry kallinn minn þú spilaðir of vel í síðustu viku og skoraðir 3 mörk á móti Real madrid en Dirk Kuyt byrjar þennan leik) GGGGGGUUUUUUBBBBBBBB yfir þessum aumingjaskap ég er orðinn hundfúll yfir þessu kjaftæði og þessum stanslausa hausverki sem LFC býður upp á

    HELVÎTIS FOKKING FOKKK !!!!!!!!!!!!!!!

  85. Alltaf og hjá flestum liðum er sá maður sem er að koma eftir meiðsli eða veikindi látinn vera á bekknum og kemur svo inná EF þess þarf. En í gær var Gerrard inná allan tíman og gerði ekki neitt af viti, hann drífur ekki að boxinu með þessar hornspyrnur sínar, aukaspyrnur sem voru frekar góðar eru nú grút máttlausar og gefa manni litla von um að lendi í netinu. Var Aquilani hálf meiddur í gær eða afhverju var hann ekki með, og ef Gerrard varð að vera inná vegna þess að hann er kóngurinn, hvers vegna var þá Lúkas ekki á bekknum (maður sem hefur verið notaður vegna meiðsla í miðjumönnum en nú eru bæði G&A betri en hann) Hversvegna hversvegna hversvegna, er von að menn spyrji þegar að RB gerir allsekki það sem allir vilji að hann gjöri. Og eins og var bent á í leikskýrslu, þá notar RB ekki allar skiptingarnar sínar, hversvegna í andssss ekki fokking fokk.

  86. PS næstu 3 lið fyrir neðan okkur geta hæglega farið fram úr okkur með því að vinna leikina sína, djö djö …

  87. Eitthvað þykir mér hljóðið vera að breytast í þér Eyþór 😉
    En í sambandi við það sem Kristján setur inn no 81, þá verð ég að setja spurningarmerki við það því samkvæmt því sem sá sem allt þykist vita guillem balague þá þarf að aðlaga Liverpool að þörfum benites með því að skipta reglulega út leikmönnum fyrir nýja leikmenn og þá líka LYKILMÖNNUM liðsins ?? og ástæðan jú nýir menn hlusta betur og vilja sanna sig fyrir benites !! þannig að ástæðan fyrir því að sumir menn fá ekki að spila og sanna sig á meðan aðrir fá alltaf að spila er sú að kannski sjá allir leikmenn það eftir einhvern tíma að aðferðafræði benites er bara ekki að virka og sumir þeirra tjá sig um það en aðrir ekki og að sjálfsögðu eru þeir sem tjá sig þar með búnir að segja sitt síðasta hjá Liverpool og eru seldir jafnvel með þónokkru tapi bara af því þeir eru farnir að sjá að benites er ekki með það sem til þarf.

    benites er búinn að eyða ótrúlegum fjárhæðum í menn síðan hann kom og sjálfsagt búinn að rúlla einum 4-5 byrjunarliðum í gegn en ekkert gengur og það versta er að hann er enn hjá klúbbnum vegna þess að hann vann jú meistaradeildina á fyrsta tímabilinu en hversu marga menn í því liði fékk benites til Liverpool ?? og annað þetta lið var nógu gott til að vinna meistaradeildina en samt losaði hann sig við flesta úr þessu liði af því hann þurfti að byggja upp vinningslið og nú geta menn séð hvernig það gengur hjá honum og ef það verður gert eins með þessum aðferðum sem talað er um þá verður þetta aldrei vinningslið því miður alla vega ekki undir hans stjórn.

  88. Sælir félagar

    Ég er svo sammála því sem Maggi segir að ég nenni ekki að gera atuhasemdir við það. Það væri þá helst málfarsvilla í upphafi einnar málsgreinar hans en þar sem annar maður er tekinn við þeirri deild sé ég ekki ástæðu til þess. Gott komment Maggi og þú heldur þig við jörðina sem er betra en fara með himinskautum í bölvi og djöfulskap sem okkur mörgum hættir svi til. En samt – þessi leikur var afar dapur.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  89. Einar Örn það er rétt Skrtl var ekki góður, en talandi um Dole þá er hann bara fanta góður og allt of góður til að vera í þessu Wolves liði…. við gætum vel notað hann…

  90. Ekki hætta að leiðrétta mig meistari !!! 🙂

    En auðvitað er ég sammála því að skemmtanagildi leiksins í gær var -3,5!!!

  91. Þessi hroki hjá Magga og fleirum í garð hinna ýmsu andstæðinga er mjög sorglegur:

    Wolves stillti upp í gær 5-4-1 frá fyrstu mínútu og sóttu aldrei á fleiri en þremur plús einum. Semsagt minnst sex leikmenn í vörn allan tímann. Þeir hafa fundið sitt Stoke-afbrigði sem er að drepa niður tempó leiksins með að senda boltinn aftur á markmanninn sem að gefur sér góðan tíma áður en hann neglir 70 metra sendingu inn í teig. […] Að mínu mati var það fall okkar í gær að fara í skotgrafirnar gegn Úlfunum, sem leika ömurlega baráttuknattspyrnu.

    Þetta hljómar bara ískyggilega nálægt lýsingu á leikstíl Liverpool. Af hverju ætti Liverpool-mönnum ekki að vera drullusama um hvernig Wolves eða Stoke spila? Það er upp á Liverpool komið að spila betur en svoleiðis lið og vinna þau, þau hafa enga skyldu til að reyna að spila sambabolta og leyfa andstæðingnum að vinna. Man Utd og Chelsea virðast ekki lenda svona reglulega í vandræðum með þessi litlu lið. Í stað þess að lítillækka andstæðinginn þá ættu menn kannski aðeins að þroskast og viðurkenna að þeir sjálfir eru ekki að standa sig nógu vel.

  92. Við getum alfarið kennt RB um liðsstillingu og efalaust um æfingaprógram, en svo er það annað mál sem við verðum að horfa á, og það er spilamenska leikmanna sem voru að spila í gær. Sendingar eru svo óvissar og kraftlitlar að þær ná ekki til næsta manns hvað þá næst næsta, svo er eins og að sé óvild á milli manna (ég gef ekki á þig eða þú ert ekki vinur minn) Sendingar á koldekkaðann mann meðan að maður á kantnum er frýr og allir á pöbbnum öskra gefðu á kantinn, og svo þessar þrumur eitthvað fram sem ekki skila neinu nema svekkelsi hjá stuðningsmönnum. Mæli með því að Carr, Lukas og Kuyt verði á bekknum í næsta leik eða bara á æfingasvæðinu.

  93. Já Boggi Tona, þú vannst mig yfir með þinni einstöku röksemdafærslu….

    En að öllu gríni slepptu – við hverju bjóstu ? Þó svo að ég sé ekki i caps-lock hópnum “REKA RAFA” þá er ég samt stuðningsmaður LFC, og þessi frammistaða var til skammar, engin ástæða til að fara í felur með það. Það er ekki nokkur leið til að fegra þetta.

    Annars er ég sammála Kjartani í nr # 102 – skil ekki hvað er verið að setja út á leikssíl Wolves þegar við vorum klárlega slakari aðilinn og áttum varla eitt stig skilið úr leiknum. Í þau 20 ár sem ég hef verið stuðningsmaður þá held ég að þessi leikur í gær sé sá slakasti, og eins og var komist að orði hér að ofan – úr mörgum slökum leikjum er að velja.

  94. Gott ef þessi leikur staðfesti ekki bara fullkomlega allt sem ég skrifaði í Wenger-þræðinum.

    1. Löturhægt og einstaklegt fyrirsjáanlegt spil Liverpool.
    2. Mjög sérviskulegar liðsuppstillingar.
    3. Hreinlega mindblowing innáskiptingar / skortur á þeim.
    4. Ungu strákarnir Leiva og Insúa bara langtífrá tilbúnir í byrjunarlið.
    5. Benitez á enn í stökustu vandræðum með hröð og líkamlega sterk lið og fullkomlega ráðalaus.
    6. Alger skortur á tækni og þor að taka menn á.
    7. Hræðsla við að taka boltann niður og spila honum, jafnvel gegn botnliðum. Náum oft varla nema 2-3 sendingum.
    8. Hreint óþolandi hræðsla í liðinu við alla andstæðinga. Látum lið draga okkur niður á sitt plan, bíðum átekta og gefum öllum andstæðingum sjálfstraust með að leyfa þeim að spila sig inní leikinn.
    9. Bombanir fram hjá varnarmönnum sem ráða ekki við hraða sóknarmenn og engin miðjumaður sem er nógu snöggur á bjóða sig.
    10. Benitez hefur greinilega ekki pung til að taka snöggar erfiðar ákvarðanir og breyta gangi leikja sem ganga illa.
    11. Enn og aftur er mönnum spilað útúr stöðum sem hentar þeim mjög illa (Kuyt og Carragher)
    12. Enn og aftur er mönnum refsað fyrir góða frammistöðu í síðasta leik og settir á bekkinn.
      O.s.frv.

    Mér sýnist líka augljóst að Benitez er búinn að tapa búningaklefanum og Gerrard farinn að stjórna því hvenær og hvar hann spilar. Ætli hann sé ekki að reyna spila sig í form fyrir HM í sumar.
    Þessi 2 ónotuðu skiptingar og kjaftæðis komment Rafa eftir leik eru svo bara sér kapítuli útaf fyrir sig. Það er eins og þjálfarinn sé að reyna ögra aðdáendum Liverpool og stjórninni til að reka sig líkt og Bernd Schuster gerði hjá Real Madrid og fá feitan launapakka í skilnaðargjöf.

    Það versta af öllu er að þetta getur enn versnað þó menn trúi því vart núna. Ég mun alltaf vera ótrúlega stoltur af því að vera áhangandi Liverpool en maður fer að bíta í koddann bráðum ef þessi sirkus og niðurlæging heldur áfram mikið lengur. Þetta er að verða ógeðfellt BDSM masorkista-klám að halda með Liverpool. Þvílík þjáning sem þessi leikur var í gær. 🙁

    Burt með Benitez. Áfram Liverpool.

  95. Skelfilegt. Maður er hættur að pirra sig á því að tapa eða gera jafntefli á móti lélegum liðum og það hefur ekki gerst síðan ég byrjaði að halda með liðinu. Hörmung að sjá þetta lið:(

  96. Þar sem ég er United maður þá vonast ég alltaf eftir því að United vinni og Liverpool tapi. Geri ráð fyri því að menn séu á gagnstæðri skoðun, en vonast eftir málefnanlegum umræðum

    Fyrir leikinn vonaðist ég eftir því að Wolfes myndu hirða stig af Liverpool, en eftir leikinn er maður hálffúll yfir jafntefli, nú er ég ekki búinn að lesa fyrri pósta hérna og vona að menn geri grein fyrir því, en mér fannst Wolfes eiga skilið að fá meira en eitt stig úr leiknum. Þeir áttu betri færi sem þeir hefðu auðvitað átt að nýta en Liverpool var bara ekki að heilla mig. Ef Wolfes hefðu skorað í fyrri hálfleik eins og þeri voru ekki langt frá því að gera, þá hefðum við horft uppá allt annan seinni hálfleik, og Liverpool hefði jafnvel getað jafnað og komist yfir. En þar sem ég horfi á leiki til þess að sjá skemmtilegan fótbolta og jafnvel óvænt úrslit ef því ber að skipta en meira að segja ég varð fyrir vonbrigðum með þennan leik. Ég bjóst ekki við flugeldasýningu en ég bjóst við að Liverpool myndi sýna að þeir séu komnir til að berjast fyri meistaradeildarsæti en þeir voru langt frá því. Vona að menn taki þessu ekki þannig að ég sé að gera grín að Liverpool enda er þetta ekki meint þannig.

  97. Þú segist ekki hafa lesið umfjöllunina að ofan – en er það ekki betra áður en menn blanda sér inní hana ?

    Það er ekki einn maður sem telur Liverpool hafa átt skilið meira úr þessum leik – ef eitthvað er telja umræðumenn hér að ofan að Liverpool meigi teljast heppið með eitt stig. Er engin að fara í felur með það.

    Og ég er sammála þér með Utd og þeirra leiki, þeir eru það lið sem horfi hvað mest á á eftir Liverpool – og styð andstæðinga þeirra til dáða undantekningalaust. Þetta er bara hluti af rígnum sem þarna ríkir – en samt sem áður tel ég mig vera nokkuð vel til þess fallinn að geta talað hlutlaus um það, fannst t.a.m. leikurinn í gær gegn City mjög góður, ef Scholes, Rooney og Carrick hefðu nýtt færi sín þá hefði verið um niðurlægingu að ræða – yfirburðirnir (f utan fyrstu 20) voru algjörir og eru verðskuldað komnir í úrslit.

Liðið gegn Wolves

Er Benayoun á förum til Moskvu?