Stoke 1 Liverpool 1

Af hverju er maður að þessu?

Af hverju eyði ég laugardeginum í labbi um Stokkhólm í leiðinlegu veðri til að finna fótboltapöbb sem sýnir Stoke-Liverpool? Af hverju situr maður þarna í 90 mínútur og öskrar á liðið sitt? Lætur allt fara í taugarnar á sér, gleðst í fimm mínútur yfir marki og missir sig yfir jöfnunarmarki andstæðinganna?

Af hverju lætur maður þetta lið fara svona í taugarnar á sér? Það er ekkert sem ég segi að ég eigi að halda með Liverpool. Þetta er eitthvað fótboltalið í borg, sem ég hef verið í í svona 10 daga af minni ævi. Samt læt ég þetta lið hafa meiri áhrif á skap mitt en nokkuð annað. Ég er nánast aldrei í vondu skapi…nema þegar að Liverpool gengur illa. Ég reiðist nánast aldrei, nema svona tvisvar í hverjum einasta Liverpool leik.

Þetta tímabil er búið að vera svo ömurlegt að maður spyr sig af hverju maður stendur í þessu. Hverju breytir það fyrir Liverpool þótt ég sleppi því einfaldlega að horfa á næsta leik hér á pöbb í Stokkhólmi? Nákvæmlega engu. Eru þeir líklegri til að spila betur eða verr ef ég mæti ekki? Nei, skiptir engu máli.

En ég veit að ef að ég fer á pöbbinn þá á það eftir að hafa slæm áhrif á mig. Ég mun koma út í brjáluðu skapi með hausverk af pirringi og þarf að eyða næstu klukkutímum bara að ná mér upp svo að einhver leikur við Stoke skemmi ekki fyrir mér allan daginn.

Ég er því hættur, farinn í frí. Ég ætla að taka mér mánaðarlangt frí frá Liverpool. Ég bara get ekki staðið í því að láta þetta lið hafa svona áhrif á mig. Ég get ekki látið þetta ömurlega tímabil skemma fyrir mér daginn og vikuna. Ég er Liverpool aðdáandi af því að það hefur fært mér ómælda gleði í gegnum tíðina. En þetta tímabil er einfaldlega ekki hægt.

Ég skrifaði við færslu í vikunni eftirfarandi komment, sem á vel við og má núna uppfæra eftir þennan leik:

Liverpool hefur leikið 38 leiki á þessu tímabili (með undirbúningstímabili).

Ég held að ég geti í raun sagt að ég hafi bara haft virkilega gaman af því að horfa á þrjá þeirra: Burnley, Man U og Hull (ég missti af fyrri leiknum gegn Stoke).

3 leikir af 38.

Það eru semsagt 7,8% líkur á því þegar ég sest fyrir framan sjónvarpið að horfa á Liverpool leik að ég muni njóta þess. Samt tekst mér alltaf að gleyma þessum líkum fyrir hvern leik og er mættur fullur bjartsýni fyrir framan sjónvarpið.

En núna er þetta komið fínt. Ég ætla að taka mér frí frá Liverpool.


Já, og svona smá leikskýrsla í endann. Ömurlegur leikur. Ömurlegt Liverpool lið. Ömurlega leiðinlegt Stoke lið. Ömurlegur dómari. Heppnismark hjá Liverpool, heppnismark hjá Stoke á síðustu mínútunum (einsog alltaf). Kyrgiakos án efa maður leiksins. Maxi Rodriguez spilaði sinn fyrsta leik fyrir Liverpool.

185 Comments

  1. Það verður bara að að vera svo…

    Þá nennir maður ekki að lesa meira.

  2. Rafa burt og það strax…. maðurinn er komin á endastöð og þegar maður er komin á endastöð þá þarf að snúa við og það er hann ekki að gera og þess vegna þarf hann að víkja og það strax…

  3. Djöfull er ömurlegt að elska þetta félag svona mikið.

    Núna má Rafa taka pokann sinn. Metnaðarleysið er að ganga frá honum og er algjörlega ekkert sem hann getur gert sem bætir þetta tímabil upp. Eigendur smeigendur, hann er bara ekki starfi sínu vaxinn.

  4. Vonbrigði, en algjörlega í takti við byrjunarliðið. Ótrúlegt reyndar að spila í nærri 100 mínútur og ná ekki að fá eina bévítans hornspyrnu, segir ýmislegt um sóknarleikinn, eða öllu heldur vöntun á honum.

  5. Burt með Rafa NÚNA! Hann er einhver allra mesti ræfill í sögu Liverpool FC. Kom þetta ykkur á óvart. Öll vörnin var taugaveiklaðri í lokin en litla stelpan sem var að fela sig fyrir geimverunum í Aliens. Svo að taka eina sóknarleikmanninn í liðinu fyrir varnarmann. Var hann að biðja um þetta jöfnunarmark. ÞEim var leyft að taka fyrirgjafir allst staðar og fengu að ráðast á markið í korter. Þetta er ekki eðlilegt.
    Þessi stjóri er til skammar fyrir Liverpool, leikmennina, söguna og stuðningsmennina. Burt núna Rafa. Sjáðu sómann þinn og segðu upp. Juve má hirða þig frítt.
    DJÖFULL!

  6. Held að það sé nú ekki hægt að kvarta yfir peningaleysi í svona leikjum. Við vorum með varamann sem er ekki langt frá því að vera dýrari en allt lið andstæðinganna. Þetta er orðið mjög mjög þreytandi þetta ástand.

    Efast um að liðinu hafi tekist að ná 5 sendingum á milli sín í röð og hvað er andskotans málið með að geta ekki haldið einbeitingu út allan helvítis leikinn, Jesús !

  7. Í fyrra voru það við sem vorum alltaf að skora á síðustu mínútunum en í ár fáum við endalaust af mörkum á okkur á lokamínútunum! Helvítis helvíti!! Eins og það er ljúft að sigra leiki á síðustu andartökum leikja þá gerir það mann virkilega dapran að fá á sig mörk svona í restina eins og er búið að gerast of oft í vetur!

  8. Ég vil nú líka kenna þessum kerlingum sem spiluðu leikinn um þetta jafntefli!!!! Við skulum ekki gleyma þeim.

    Það sem pirrar mig mest að nánast öll lið sem við höfum spilað við undanfarna mánuði SÆKJA HRAÐAR EN VIÐ. Hvernig stendur á því??? Við erum að tala um lið eins og Reading og Stoke.

  9. sárt… við áttum aldrei að leggjast í vörn í stöðunni 0-1 gáfum stoke frábæran möguleika á að gera það sem þeir gera best…

    vonbrigði hvað eftir annað

    Reina maður leiksins

    YNWA

  10. YES!!! 1 mikilvægt stig í baráttunni um 7-8 sætið. Síðustu 10 mínúturnar reyndu hirðfíflin hans benitez ekki einu sinni að fara yfir miðju og átt því ekkert meira skilið en 1 stig.

  11. er ekki best að henda þessu liði og stokka upp fyrir eitthvað nýtt og nýjan þjálfara fyrst af öllu

  12. Stoke er ekki djók. Liverpool er djók og Rafa hann er mesta djókið

  13. Við töpum meira á því að reka hann ekki !!!

    “On the long run” missum við stuðningsmenn eða réttarasagt eignumst við ekki nýja…

    Hvaða krakki velur Liverpool sem sitt uppáhaldslið núna þessa dagana ?

    Rafa burt og Kenny Dalglish inn !

    Áfram LFC !!!!!!!!!!!!

  14. Hvað er hægt að segja eftir enn einn hörmuleikinn hjá þessu blessaða liði. Svo sem ekki hægt að búast við miklu þegar stillt er upp átta manna varnarlínu gegn liði eins og Stoke. Maður fer að óttast botnbaráttuslagi í vor því það er augljóslega engin hætta á því að við náum fjórða sætinu eða Evrópusæti yfir höfuð. Reina að mínu mati yfirburðamaður í dag, sem segir allt um leikinn.
    YNWA

  15. Mér fannst baráttan í þessum leik fín og mun betri en í undanförnum leikjum. Það er alveg ljóst að leikmenn verða að vera líkamlega sterkir til að spila við Stoke og það skiptir mun meira máli en gæði leikmanna. Það var ljóst eftir síðasta leik að framlínan okkar fór á einu bretti og valmöguleikar engir. Ngog er ekki enn orðinn nógu líkamlega sterkur til að spila á móti ´,,Rugby” leikmönnum og því átti hann aldrei séns í þessum leik. Mér hefur t.d. aldrei fundist Robert Huth vera knattspyrnumaður! Leikmennirnir á bekknum eru allir ,,léttir” leikmenn en í heildina vantar allan hraða í liðið. Það er að mínu viti mesti vandinn í dag, það virðast allir leikmenn stinga Liverpoolleikmennina af og það er verulegt áhyggjuefni. Hvaða aðra möguleika Rafa átti í uppstillingu kem ég ekki auga á. Nú er mánuður án lykilleikmanna framundan, engir peningar til og áhyggjur mínar aukast stöðugt.

  16. Jæja, ætli sé þá ekki kominn tími á að láta krossfesta sig.

    Ég er ekki sammála því að þessi leikur hafi verið hörmungin ein. Það var stillt upp liði til að verjast háloftafótbolta Stoke City og þó vissulega hefði verið gaman að hafa fleiri sóknarmenn í hópnum fannst mér alveg þangað til Huth skoraði bara liðið vera með þetta.

    Hins vegar er alveg ljóst að það er komið á sál leikmanna og liðsins alls þessi vandræði í lok leikja, hvað ætli við séum búin að fá á okkur mörg mörk frá 85. mínútu og þar til flautað er af.

    Hins vegar man ég ALDREI eftir tímabili þar sem við höfum lent í eins miklu mótlæti, dagurinn í dag klárlega enn einu sinni. Ég veit maður skapar sér sína heppni, en fáránleikinn að fá ekki víti í fyrri hálfleik og svo stöngin út hjá Kuyt í lokin bætist bara á listann.

    Ég taldi okkur ekki muna ráða við uppsetningu leikja Stoke City. Rafa kom öllum á óvart og var nálægt því að landa sigri, svo ég hef oft verið reiðari við hann en núna.

    Svo bara vona ég það að frammistaða Sotiris Kyrgiakos leyfi honum fleiri mínútur. Þetta er þvílíkur nagli sem nýtist okkur töluvert betur en margir aðrir í treyjunni.

    Kannski ræst þessi skoðun mín af því að væntingarnar voru litlar, en ég er ekki arfabrjálaður í dag.

  17. Benitez er búinn með kvótann. Stuðningsmenn Liverpool standa ekki lengur við bakið á honum, vilja hann burt. Hann er algjörlega úti á þekju í liðsuppstillingum og innáskiptingum, hefur engann pung, engan metnað og skortir gjörsamlega allt hugmyndaflug. Leikmennirnir virðasta hafa glatað allri trú á stjóranum, maður les það einfaldlega úr andlitum þeirra á vellinu… engin leikgleði, engin barátta, bara vonleysi. Maðurinn er á góðri leið með að eyðileggja Liverpool. Ef hann fær að halda áfram þá mun það taka langan tíma að byggja liðið upp aftur. Það stefnir allt í hörkukeppni við Birmingham og Fulham og jafnvel Stoke og Sunderland um 7unda sætið. Hvað halda menn að gerist ef við endum í 7unda sæti? Verður Gerrard áfram? Hvað með Torres og Reina?

    Benitez verður að fara. Mér er sama þótt menn tali um að lykilmenn hafi verið að klikka og meiðsli hafi sett strik í reikninginn. Hvað á þá að gera? Losa okkur við alla lykilleikmennina sem ekki hafa staðið sig sem skildi? Ekki er hægt að reka eigendur liðsins þó maður geti vonað að þeir selji klúbbinn. Benitez verður að fara, fyrr verður ekki hægt að byggja upp til framtíðar í Liverpool. Því fyrr sem hann fer, því betra.

  18. Þetta var hrikalega svekkjandi, í svona 20. sinn á tímabilinu. Það er hins vegar engin leið að segja að þetta hafi verið óheppni.

    Ég sá engan veginn hvaðan mörkin ættu að koma fyrir leik, hélt við myndum gera vel að ná markalausu jafntefli. En eftir að Kyrgiakos náði að hnoða einum inn var maður farinn að leyfa sér að vona … auðvitað átti maður að vita betur.

    Á 89. mínútu er maður að hrósa Rafa fyrir að hafa stillt upp líkamlega sterku liði sem gat, þó ekki væri annað, keppt við Stoke í skallaboltunum og líkamlegu baráttunni á miðjunni. Þetta var ekki fallegt og ekkert sérstaklega gott, en við virtumst ætla að ná að gera það sem þurfti.

    Hins vegar, eftir markið, gerðist það sama og alltaf; við duttum allt of neðarlega, stressaðir að halda boltanum og virtumst ætla að bíða eftir að leikurinn yrði flautaður af. Vantar sjálfstraust til að halda áfram að pressa þá úti á velli, leggjumst í staðinn í skotgrafirnar.

    Virtumst þó ætla að sleppa með það, þangað til á 90. mínútu. Þeir fá horn, boltinn kemur fyrir á fjær og þá röltir Carra í burtu frá sínu svæði á fjærstönginni. Boltinn kemur AÐ SJÁLFSÖGÐU beint inn á það svæði og Huth er einn og skorar. Carra sinnti ekki sínu í svæðisvörninni.

    Þetta var ekkert fallegur leikur og maður hrósar Rafa svo sem ekki fyrir þetta en að segja að þetta sé allt honum að kenna er fáránlegt. Carra á að vita betur en þetta, og hann er ekki sá fyrsti sem gerir svona mikil kæruleysismistök í svæðisvörninni í vetur. Liðið skorti sjálfstraust til að klára leikinn, Carra átti sök á jöfnunarmarkinu og Kuyt átti að fokking skora undir lokin.

    Helvítis tímabil, bara, en menn verða aðeins að róa Rafa-árásirnar í kjölfar þessa leiks. Liðið getur miklu betur og hann ber ábyrgð á því, en jöfnunarmarkið er ekki honum að kenna heldur (enn og aftur) lykilmönnum sem bregðast okkur og honum.

  19. Maður spyr sig líka hvenar ætlar maðurinn að læra ? Eina leiðin til að vinna lið eins og Stoke sem vinna og vinna og vinna og eru líkamlega sterk er að keyra á þau frá fyrstu mínútu. Sérstaklega skrýtið líka í dag að spila ekki svoleiðis þegar fyrri leikurinn var spilaður á þann hátt og viti menn, hann fór jú 4-0 fyrir okkar mönnum. Hvað hélt Rafa eiginlega að yrði öðruvísi í dag ? Að Stoke myndi bara mæta og spila léttleikandi sambabolta og fínerí ?

    Það er hugsunarhátturinn sem fer mest í taugarnar á mér. Það að mæta með fokking 8 varnarmenn gegn Stoke þýðir bara að þú viljir jafntefli og átt þar með ekkert betra skilið. Maður sér United liðið vera hrjáð meiðslum (meira segja sérstaklega í vörninni) en samt mæta þeir með 7-8 leikmenn sem geta sótt af einhverju viti. Það fer rosalega í mig að Liverpool þurfi alltaf að leggja upp með að þukla á andstæðingnum til að vita hvað skal gera næst. Af hverju ekki bara að senda mennina út og láta þá gera það sem þeir hafa verið að gera allt sitt líf? SPILA FÓTBOLTA og njóta þess. Þegar liðið spilar svona leiðinlega er það nema von að leikmennirnir nenni þessu varla, ég myndi ekki spila með þessu liði í milljón ár …

  20. Já, og svo ætla ég að taka undir með Magga í því að Kyrgiakos hlýtur að fá að spila áfram eftir þennan leik. Hann var langbesti maður okkar í dag og talsvert öruggari í öllum sínum aðgerðum en Carra/Agger/Skrtel hafa verið undanfarið.

  21. … og Kristján þessi 2 töpuðu stig voru Rafa að kenna, Liverpool á einfaldlega ekki að þurfa að vera í nauðvörn gegn Stoke á síðustu 10 mínútunum. Þá á leikurinn bara að vera búinn 2 eða 3 – 0 og það er ekkert flóknara en það.

    Rafa lagði upp með að ná 0-0 jafntefli og fékk nákvæmlega það sem hann átti skilið.

  22. Ég er búinn að kvíða þessum degi lengi: að segja að mér sé orðið sama hver á klúbbinn, hver stýrir honum og hverjir spila. Eins og ástatt er núna skiptir það engu. Þetta er búið spil. Hörðustu stuðningsmenn eru búnir að fá nóg. Ég sem ætlaði að fara á Anfield kringum páska með börnin tvö. Það verður ekki af því. Það er ljóst að Torres og Gerrard fara í sumar.

  23. Mig langar að slá bara á létta strengi hérna og vera nokkuð sáttur við úrslitin… búinn að lesa hérna inni svo miklar dómsdagspár að ég var farinn að trúa því að leikurinn færi 2 til 3 núll fyrir Stok!!! en ekki ætla ég að segja að leikurinn væri skemtilegur áhorfs.. svo lang frá því en jafntefli ágætis úrslit á leiðilegum leik sérstaklega þegar mið er tekið af því að við áttum að fá klárar 2 vítaspyrnur í leiknum!!! og ef mig minnir rétt þá var jafntefli á þessum leik í fyrra líka þegar liðið var á flugi!!

    hlakka mikið til að sjá til Maxi í framtíðinni … verður góð viðbót við hópinn 🙂 YNWA

  24. jahh miðað við taktík Rafa, þá fer Kyrgiakos beinustu leið á bekkinn eða jafn vel lengra, svona kónar sem þykjast vera eitthvað þó þeir skori eiga ekkert betra skilið.

  25. Sælir félagar

    Ég missti af leiknum og vil því endilega fá skýrslu. Af kommentum að dæma þá var þetta sama hörmungin áfram og Rafa með píku en ekki pung. Mér sýnist að stjórn Rafa sé orðin eitthvað sem kalla má sorgleg og við syrgjendur.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  26. Ég hefði hvort sem er verið sáttur með jafntefli fyrir frama ég var 100% viss um að liverpool myndi tapa þessum leik hvort sem er mér en ég skil ekki þennan bolta hja liverpool það er ekki nein einasta ógnun fram á við.Það er ekkert sem gefur manni von um að við munum skora þegar við erum í vítateig andstæðingins.Og loksins skorum við úr föstu leikatriði en það skiptir engu nuna þvi það mann hvort sem enginn eftir þessum glataða leik.Líka það sem böggar mig er að við fáum ekkert horn né færi í heilar 90 mín það er ekkert sem er að gerast hja liverpool öll ógnin kemur hja andstæðingunm þegar liverpool er að spila. Og lika hvernig fór dirk kuyt að klúðra þessu færi á loka mín er hann að grinast með þetta hve mikilvægt það hefði verið fyrir liverpool hefði hann skorað ekki bara stigin heldur sjalfstraustið en i staðinn labba leikmenn liverpool half gratandi ut af.En hvernig get eg kennt kuyt um þetta hann nátturlega er ekki buinn að skjota á mark síðustu 290mín svo hann er nátturlega í engri æfingu að klára færinn sín.Ég er byrjaður að hálf vorkenna sjalfum mer að vera poolari það er rosalega erfitt að þurfa að horfa upp á þetta hrun og ég get ekki biðið eftir næstu leiktíð ekki það að við verðum eitthvað betri eg þarf bara eitt sumar að hvila mig á þessu rugli því eg meika þetta vonleysi ekki lengur skemmtið ykkur í kvöld félagar ég skal drekka fyrir okkur alla

  27. Þó einhverjum finnst ósanngjarnt að benda á Rafael varðandi þetta jöfnuarmark Stoke (því vissulega skrifast það fyrst og fremst á Carragher), þá var þetta mark líkt svo mörgum öðrum sem Liverpool fær á sig á þessari leiktíð. Eftir fast leikatriði er einn leikmaður andstæðingana frír í tegnum og hann skorar. Þetta er sífellt að endurtaka sig og hef ég ekki komið auga á það sé verið að reyna stoppa þennan leka.

  28. Ef Barcelona væri að skíta á sig á þessu tímabili. Væru dottnir út úr Meistaradeildinni, bikarkeppninni og í 7unda sæti í deildinni. Ef Xavi, Puyol, Messi, Zlatan og Iniesta væru að spila langt undir getu og liðið í raun allt að skíta upp á bak. Ef liðið fengi á sig endalaust af mörkum á síðustu 10 mínutum leikja sinna og skorti alla leikgleði, hugmyndaflug og metnað.

    Ætli menn myndu þá segja að það væri ekki Guardiola að kenna, hann hefði jú staðið sig svo vel með liðið á síðasta ári? Það væru lykilmenn sem væru að bregðast og engin lausn í því að reka þjálfarann. Ætli menn myndu tala um óheppni? Ætli menn myndu bara halda áfram að vona að liðið myndi grísast til að ná fjórða sætinu í deildinni og kannski vinna UEFA Cup?

    Bara pæling.

  29. Ég myndi segja að Benítez beri 100% ábyrgð á þessu jafntefli (sem er = tap). Hann ber ábyrgð á því að stilla upp liði sem getur ekki látið boltann ganga á milli sín.

    Hann ber ábyrgð á því að stilla upp senterum sem geta ekki haldið boltanum.

    Hann ber ábyrgð á því að hafa keypt Kuyt sem getur ekki klárað dauðafæri.

    Hann ber ábyrgð á því formi sem liðið er í, að það geti ekki klárað 98 mínútur.

    Hann ber ábyrgð á því að stilla upp svæðisvörn sem jafnvel reyndustu varnarmenn ráða illa við að spila.

    Núna er léttleikandi Chelsea-lið í sjónvarpinu. Þeir geisla af sjálfstrausti og spila einfaldan og flottan fótbolta. Eru 3-0 yfir eftir 22 mínútur gegn Sunderlandliði sem okkur tókst ekki að skora gegn.

    Undir stjórn Benítez verður engin framför frá því sem nú er orðið. Jú, eflaust nær hann að rétta aðeins úr kútnum fyrir vorið, annað væri beinlínis óeðlilegt. En nýr stjóri er nú nauðsyn því hann er bara búinn að tapa þessu.

  30. Sælir aftur

    Það er greinilegt að Rafa hefur stillt upp liði til jafnteflis og það er sá viðsnúningur sem hann er búinn að lofa, ég veit ekki hvað lengi??? Hvenær ætlar hann að hafa þrek til að senda menn inná völlinn til að vinna leiki hvað sem það kostar???? Það er eins og ég segi hér að ofan hann er með . . . . en ekki pung þessi maður. Ég vil freka sjá liðið mitt tapa öðrum hverju leik 4 – 3 en horfa endalaust uppá þessa hörmung sem greinileg hefur verið í þessum leik eins og öllum öðrum á undan. Nú er þolin mæði mín endan leg þrotin. Burt með Rafael Benitez og það strax.

    Það er nú þannig

    YNWA

  31. Ég sá nú reyndar bara seinni hálfleik og fannst Pepe Reina vera yfirburðarmaður í okkar liði, greip vel inní og tók flestar fyrirgjafir. Spilamennskan var átakanlega slök, það var varla að 2-3 sendingar náðu saman. Síðustu 15 mínúturnar náði Stoke síðan að fylgja sínu gameplani, þ.e. fá horn og innköst til að skapa hættu sem endaði með marki. Algjör byrjendamistök að hlaupa af stönginni (hver sem átti að vera þar) þegar ekki er búið að hreinsa frá.

    Sanngjarnt jafntefli tveggja arfaslakra knattspyrnuliða. Diðrik Kát hefði getað stolið þessu í lokin með skalla af stuttu færi en því miður staðfestist það endanlega að lukkudísirnar eru í órafjarlægð frá Liverpool FC þessa stundina.

  32. Aðeins varðandi hörðustu stuðningsmenn og að hætta.

    Þeir sem studdu LFC á Brittania í dag urðu liði sínu enn einu sinni til mikils sóma, þvílíkur hávaði í awayend, sérstaklega í byrjun. Ég er ekki tilbúinn að trúa því að við séum þær persónur að stíga frá félaginu núna. Ég allavega verð mættur á miðvikudaginn gegn Tottenham og berst áfram.

    SigKarl. Leikskýrslan finnst mér geta verið ca. svona.

    Týpískur Stoke – leikur. Allur í háloftunum og þeir tóku 30 – 45 sekúndur í öll leikatriði á okkar vallarhelmingi, innköst og aukaspyrnur. Taktíkin var klárlega að þétta liðið og halda hreinu, nýta föst leikatriði til að skora.

    Stoke leikir á Brittania eiga sjaldnast mikið sameiginlegt við fótbolta og leikurinn í dag var þar engin undantekning. Ég held satt að segja að utan við mörkin hafi tvö færið verið í það heila, enda leikurinn meira og minna stopp.

    Mér fannst full ástæða til að hrósa Kyrgiakos, Insua og Reina fyrir fantaframmistöðu varnarlega og Carra lék vel í bakverðinum og gerði svo mistök í marki Stoke eins og KAR talar um.

    Lucas, Masch og Aurelio fannst mér bara vera sjálfum sér líkir, lokuðu svæðunum vel en sköpuðu lítið sóknarlega. Eins og við máttum reikna með. Degen er klárlega betri kantmaður en bakvörður, eilítil ógnun kom stöku sinnum frá honum.

    N´Gog og Kuyt réðu ekki við þá bolta sem þeim bárust og Kuyt klikkaði þegar hann átti að verða hetja.

    Svo ætla ég að vera sammála lýsandanum á BBC þegar hann sagði að “worst refereeing decision of the season” kom í fyrri hálfleik þegar Degen og Lucas léku saman og Lucas var hreinsaður niður. 113% vítaspyrna en Lucas fékk gult hjá slakast dómara PL, Lee Mason. Og eru þar margir kallaðir til.

    Ef við hefðum unnið þennan leik 0-1 eða 1-2 hefði ég opnað rauðvínsflösku í kvöld því ég taldi liðið okkar eiga erfitt gegn Stoke í því meiðslastandi sem við erum í. Þess vegna er ég kannski ekki albrjálaður eftir jafntefli. En auðvitað er ömurlegt að fá á sig enn eitt markið í lokin!

    Stoke er hið nýja Wimbledonlið og við sem munum eftir gullöldinni rifjum upp hvernig okkur gekk gegn þeim.

    Svo ég verð bara mættur tilbúinn á miðvikudagskvöld gegn Spurs. Maxi jafnvel kominn í eitthvað stand þá og ég er sannfærður um að þar verður stemming á pöllum og á velli!

  33. Þetta var ekki góður leikur hjá okkar mönnum, það verður að viðurkennast. Einnig er erfitt að finna jákvæða punkta í leik okkar manna, en ég ætla samt að ríða á vaðið:

    1) Kyrgiakos stóð sig eins og hetja í vörninni og er að mínu mati orðinn 3. valkostur í miðvarðarstöðuna.

    2) Reina verður að teljast einn allra besti markvörður í heimi.

    3) Maxi Rodriguez kom inná í sínum fyrsta leik fyrir Liverpool.

    4) Enginn meiddist(svo ég viti til).

    Hinsvegar er það annar hlutur sem mig langar að nefna. Ég var að tala við félaga mína, sem eru nokkuð eldri en ég, um knattspyrnu. Þeir eru harðir Valsarar og hafa verið lengi og voru að hlægja að einum sem við þekkjum sem hafði aldrei upplifað það að liðið hans hafi orðið Íslandsmeistari fyrr en KR(Hann er einn allra harðasti KR-ingur sem fyrirfinnst) varð Íslandsmeistari hér um árið. Þegar KR varð Íslandsmeistari grét hann af gleði, grét eins og ungabarn. Við það að heyra þetta fór ég að velta fyrir mér hvernig ég mun koma til með að haga mér þegar Liverpool hampar Englandsmeistaratitlinum. Ég mun eflaust koma til með að haga mér líkt og hann, þ.e. gráta. Maður er búinn að horfa á Liverpool leiki í 15 ár(frá því að ég var u.þ.b. 9 ára) og aldrei séð það hampa Englandsmeistaratitlinum.

    Eftir að hafa sagt þetta er aðeins eitt(ein allra mesta Liverpool klisjan) sem kemur upp í huga mér: “At the end of a storm is a golden sky”.

  34. Fyndið að mönnum finnst rétt að stilla upp 10 varnarmönnum til að stoppa STOKE…í stað þess að stilla upp léttleikandi og vel sóknarþenkjandi liði til að yfirspila þennan stórkallabolta sem Stoke bíður uppá. Ég veit hvort ég myndi vilja sjá hjá liðinu mínu en það eru mér greinilega ekki allir sammála…

  35. Maggi þú ert minn maður.

    Ætli það verði ekki bara við tveir að fylgjast með Liverpool í Championship að ári.

    Engin kaldhæðni. Mikið rosalega getur manni þótt vænt um eitt stykki fótboltafélag á svona stundu.

    YNWA

  36. Djöfulsins dramadrottningar alltaf hérna.

    Hættið þá að horfa á og halda með Liverpool. Good riddance.

  37. Ég þoli ekki þetta lengur ég er búinn að gefast upp. Menn meiga reyna að segja mig ekki stuðningsmann en ég bara get ekki boðið fjölskyldu minni uppá þetta vera snar vitlaus og óviðræðuhæfur eftir hvern Liverpool leik. Ég horfi ekki á fleiri Liverpool leiki í bráð og reyni að lesa sem allra minnst um þetta aumingja lið.

  38. Svo hefði dómari með minnsta vit á knattspyrnulögunum dæmt víti í lokinn þegar Lucas lenti á rugby æfingu, en í stað þess að nýta hagnaðarregluna lét Hr. Mason sem hann hafi ekkert séð. Þar hefði ég viljað sjá Lucas missa sig.

  39. Vil bara biðja menn eins og hann Didda í ummælum #20 að drullast til að tala fyrir sjálfan sig, því hann hefur ekkert leyfi til að tala fyrir hönd stuðningsmanna Liverpool FC. Eins pirraður eins og maður er, þá er óþolandi að sjá svona ummæli. Það er sjálfstæð hugsun hjá hverjum stuðningsmanni fyrir sig, menn eiga að fá að hafa hana.

  40. Ívar Örn, ber Benitez ábyrgð á því að Mason gaf Lucas gult í staðinn fyrir víti? Ber hann ábyrgð á því að hann gaf Stoke hornspyrnu í stað þess að gefa okkur markspyrnu? Face it, við erum ekki að fá mikla hjálp frá þeim svartklæddu þessa daga.

    Ber hann ábyrgð á því að Torres, Gerrard, Benayoun, Johnson og Agger séu allir meiddir og Riera og Aquilani séu tæpir?

    Það er ekkert sjálfstraust í liðinu eftir gengið undanfarið og því var það hárrétt ákvörðun að fara með varkáru hugarfari í þennan leik á útivelli gegn líkamlega sterkasta liðinu í deildinni, sérstaklega þegar maður hugsar til þess hvaða leikmenn vantar. Það munaði grátlega litlu að þetta gekk upp í dag.

    Það hefði verið fullkominn turning point ef skallinn hjá Kuyt hefði farið inn. Leikmenn hefðu e.t.v. fyllt sjálfstrausti á ný, en í staðinn endaði hann í stönginni og við erum ennþá svekktari fyrir vikið. Þessi bolti hefði legið í netinu í fyrra.

    Það er munurinn. Það dettur bara akkúrat EKKERT með okkur á þessu tímabili. En liðið var að spila fínan bolta í dag, sérstaklega fram að 85. mínútu. Þetta er allt að koma.

  41. Maður gefst ekki upp.

    Einhver góður maður sagði einu sinni “Þú getur alltaf skipt um kærustur en þú skiptir ekki um fótboltalið.”
    Ekki það að það bannar pásur frá liðunum sínum.

  42. Sælir félagar….

    Þetta var slappt, því verður ekki neitað.. tímabilið hefur verið slakkt, því verður ekki neitað…. ég hef ekki séð það slappara lengi.

    En mig langar að velta þeirr spurningu upp, hvort ég sé sá eini hérna á klakanum sem vill ekki að Rafa verði rekinn á þessum tímapunkti ?

    Ekki að það komi þessum leik neitt við…

    Insjallah… Carl Berg

  43. Ég sá nú ekki betur en að Kyrgiakos hafa hlaupið frá svæðinu sem Huth nýtti sér. Degen, Aurelio, Ngog og Lucas eru EKKI líkamlega sterkir. Þessi uppstilling hjá Rafa var eingöngu gerð til að reyna halda hreinu og pota inn einu. Eina ástæðan að Kyrgiakos lítur sæmilega út eftir leikinn er að Stoke spilar mikið með háa bolta fram og ef að miðvörður ræður ekki við skallabolta skal hann snúa sér að öðru. Liverpool var í ruglinu í dag spilaði samskonar bolta og Stoke nema hvað að það var vitað fyrirfram að Ngog mundi ekki ráða við svoleiðis verkefni. Það er langt frá því að eina leiðin að mæta Stoke sé með “líkamlega sterku liði”. Spila í fáum snertingum og skipta um kant með langri sendingu, þ.e. að reyna að teygja á andstæðningnum. Þetta hefur Liverpool lítið reynt því það er MJÖG hægur leikmaður á hægri vængnum og oftar en ekki réttfættur maður á þeim vinstri. Þetta lið er allt….allt…allt of fyrirsjáanlegt í sínum sóknaraðgerðum.

  44. “En liðið var að spila fínan bolta í dag, sérstaklega fram að 85. mínútu. Þetta er allt að koma.”
    Eru menn að grínast, við erum að tala um Liverpool fc. ekki eitthvað udandeildarlið. Þetta var döpur frammistaða svo ég taki vægt til orða. Hvað áttum við eitt alvöru marktækifæri fyrir utan heppnismarkið okkar.

  45. N’gog er einfaldlega ekki í Liverpool klassa, hann getur ekki tekið við bolta með mann í bakinu og haldið honum (boltanum).

  46. Menn hljóta að vera að grínast þegar þeir tala um að stilla upp sóknarliði!

    Hverjir voru til möguleikarnir í það?

    Ekki enn byrja að væla um hæfileika- og hauslausan Ryan Babel. Gerrard, Torres og Benayoun meiddir, Aquilani spilaði 120 mínútur á miðvikudaginn. Riera í fyrsta sinn í hóp í tvo mánuði og Maxi náði einni æfingu, ef hann þá náði henni.

    Það var auðvitað mjög spennandi að sjá hvernig átti að stilla þessu liði upp og það var ansi stutt frá því að ganga upp.

    Ég viðurkenni alveg að ég hefði viljað sjá Pacheco í byrjunarliðini í 4-2-3-1 en sennilega ætlar Rafa að spila 4-4-2 þegar Torres er í burtu og var að fara í gegnum það í dag.

    Ef Riera er heill þá vona ég að við sjáum Aurelio detta oní bakvörðinn í stað Insua og sama vörn. Masch, Aquilani, Riera og Maxi á miðjunni. Varðandi sentera veit ég ekki hver á að vera með N’Gog…

    Hins vegar er ljóst að margir hér eru að tengja þennan leik þeim síðustu og auðvitað er skiljanloegt að menn pirri sig á því, en ég ætla að fá að halda áfram þeirri skoðun að barátta og grimmd dagsins gefi manni smá von um að menn í kringum liðið séu að sparka í rassinn hver á öðrum.

  47. @ SSteinn nr. 43.

    Er ekki í lagi að segja “Stuðningsmenn Liverpool standa ekki lengur við bakið á honum, vilja hann burt.”? Það er á kristaltæru að lang stærstur meirihluti stuðningsmanna LFC vill Rafa burt. Þarf hver einasti stuðningsmaður Liverpool í heiminum að vilja Rafa burt til þess að hægt sé að segja að stuðningsmenn Liverpool vilji fá nýjan stjóra? Það er nóg að lesa Liverpool bloggsíður og Liverpool facebooksíður til þess að sjá að lang stærstur hluti stuðningsmanna stendur ekki lengur við bakið á Benitez. Það er staðreynd.

    Og annað. Ef maður vill stjórann burt, er maður þá minni stuðningsmaður Liverpool fyrir vikið? Eru það bestu stuðningsmennirnir sem vilja stjórann áfram hvað sem á dynur? Ég hef aldrei sagt að ég muni hætta að halda með Liverpool eða hætta að horfa á Liverpool eins og svo margir aðrir. Það mun ég aldrei gera. En ég vil Rafa burt (eins og meirihluti stuðningsmanna Liverpool), einfaldlega af því að ég tel að það sé Liverpool fyrir bestu.

  48. Diddi minn.

    Er ekki bara nóg að þú segir “Ég vill Rafa burt”.

    Talaðu fyrir sjálfan þig en ekki aðra, sé ekki að verið sé að biðja um annað. Svo væri fínt ef menn hættu að búa til ímyndir um “meiri” og “minni” stuðningsmenn.

    Maður styður lið, ekki leikmenn eða framkvæmdastjóra. Allavega ég.

  49. Hvernig vildi fólk fá að sjá þetta lið? fólk kvartar undan því að aquilini sé ekki að henda sér í tæklingar og það vill hafa hann í byrjunarliðinu á mesta baráttuvelli og ó-fótboltavelli evrópu? í dag voru 4 byrjunarliðsmenn inná, 1 out of position útaf meiðslum.. ekki bjuggusti við 9-0 flugeldasýningu?

    ég er kominn með upp í kok af lélegri spilamennsku Liverpool og að reka Rafa gæti verið lausn, en það hlýtur að skrifast á leikmennina hversu lélegir þeir eru að klára leikina, það er ekki Rafa sem er í vörninni á 89 min…… hvað varð um liverpool sem gat varist stórsóknum hvaða liðs… maður er alltaf drullu stressaður fyrir öll horn, allar aukaspyrnur og innköst…

    plús það .. fólk sem segir josé mourinho inn.. mig grunar að hann sé ekkert sérstaklega hrifinn af því, ekki gleyma því að hann er með starf þar sem hann fær nokkurnveginn unlimited budget, en hjá LFC virðast menn þurfa að koma út á sléttu, plús vandræðin sem hafa verið í gangi bak við tjöldin, held að LFC sé ekki alveg mest spennandi

  50. Það er ekki hægt að reka kallhelvítið og hans aðstoðarmannaher. Myndi kostar slíkar upphæðir að það tekur því ekki að ræða það. Ef það verður áframhald á þessu út tímabilið hlýtur maðurinn hins vegar að sjá sóma sinn í því að semja um einhver starfslok.
    Og í guðanna bænum ekki byrja með að enginn geti tekið við liðinu. Enginn vildi til dæmis sjá Mancini. Mér sýnist hann hins vegar hafa allt sem þarf í þetta, á auðvitað eftir að reyna meira á hann. Hann hefur viðhorf sigurvegara, talar ensku, lætur verkin tala, sýnir tilfinningar og virðist bara vera mjög “solid” knattspyrnustjóri.

  51. Maður bara spyr? Hversvegna eru 6 varnamenn inná, þar af 2 í sókn á köntunum og nb, 2 varnasinnaðir miðjumenn??? Vá Vá, Af hverju er AA (ítalinn) á bekknum? og af hverju er Maxi R ekki settur strx inná? og af hverju fær Lukas að vera svona lengi inná með gult spjald og er manna líklegastur að brjóta á andstæðingum, ekki segja að AA sé tæpur eða smá meiddur ( þá eru þetta verstu kaup síðan einhver fór að kaupa), En svarið er, RB er barasta ekki betri en þetta og hann er ekki að hlusta á meðhálpara sína hann tautar eitthvað á línuni og engin hlustar, (sem sást í leiknum sem sjónvarpsmenn sýndu.) Nýjann stjóra NÚNA

  52. Kári: Kallinn hlýtur að mega fara án þess að aðstoðarmenn fari líka, þeir hljóta að mega vera áfram eins og leikmenn, ekki fer allt Liv liðið ef kallinn fer.

  53. Væri gaman ef að Diddi gæti sett inn link sem staðfestir það að meirihluti stuðningsmanna Liverpool vilji Rafa í burtu.

    Vissi hreinlega ekki að það væri búið að gera opinbera skoðunarkönnun.

    Nú var sungið hástöfum nafnið hans Rafa á leiknum í dag af stuðningsmönnum Liverpool en það hefur sennilega verið sú ótrúlega tilviljun að það hafa einungis verið þeir örfáu sem vilja hafa Rafa áfram sem voru staddir þar þar sem að það er klárt að flestir stuðningsmenn Liverpool vilja Rafa í burtu. Allavega segir Diddi það.

  54. Allt þetta ræðst í Tottenham leiknum á miðvikudag þarsem það er nauðsynlegt að vinna leikinn ef Liverpool tapar eða gert jafntefli getum sagt bæ við 4.sæti

  55. Hlutirnir eru ekkert að detta með okkur en hver er sinnar gæfu smiður. Skallin í stöngina var ekki óheppni heldur aulaskapur í Kuyt að setja ekki boltann á rammann.

    Það að spila með 8 varnarmenn er ekki boðlegt. Ég get ekki séð hvaða tilgangi tittirnir Degen og Aurilio eiga gagnast í háloftabolta Stoke. Tel þá frekar að Kuyt og Babel hefðu nýst betur á köntunum þar sem þeir eru báðir sterkari skallamenn en bakverðirnir tveir. Það hefði átt að duga að vera með sömu varnarlínu og tvo varnarmiðjumenn til þess að loka á háloftabolta Stoke.

    Hvað er síðan málið með Ngog……Þeir sem hafa haldið því að þessi leikmaður sé betri en Michael Owen ættu að snúa sér að því að fylgjast með annari íþrótt en fótbolta. Þvílíka sultan. Hann er ekki fljótur, heldur bolta ekki vel og vonlaus batti. Þá var honum pakkað saman í hverju einasta skallageinvíki. Þá getur hann ekki skotið skammlaust á markið. Nú er hann búinn að fá að byrja tvo leiki í röð og ég held að það sé hægt að telja bæði skiptin þegar hann fékk boltan.

    Held að Benitez mætti bæta Kuyt, Lucas, Ngog, Degen og Aurilio á sölulistan með Babel, gera almennilega síðbúna jólahreingerningu.

    Tek undir orð Einars að það eru verulegar litlar líkur á að maður hittir á skemmtilegan Liverpool leik, innan við 10% líkur. Liðið er í stórum vantæðum að halda bolta innan liðsins, liðið nær varla þremur sendingum á milli samherja áður en það er búið að tapa boltanum. Skemmtanagildið er vægast sagt hörmung enda hvernig eiga áhorfendur að geta haft gaman að því að horfa á liðið þegar leikmenn hafa ekkert gaman að því sem þeir eru að gera.

  56. @ Maggi nr. 55.

    Hvað meinarðu? Er allt í einu orðið eitthvað að því að tala um skoðanir fjöldans? Má ég segja að meirihluti Íslendinga sé á móti Icesave? Eða er eingöngu leyfilegt að segja að ÉG sé með eða á móti því? Rosalega yrðu þjóðfélagsumræðurnar þá skemmtilegar ef þetta væri meginreglan. Eða sögubækurnar.

    En ef ég vísa í einhverjar skoðanakannanir máli mínu til stuðnings? T.d. http://lfcglobe.com/poll-are-you-happy-with-rafa-benitez-at-liverpool/. Þarna eru 51% stuðningsmanna óánægðir með Benitez, 27% sáttir. Eða þessa… http://forums.pesfan.com/poll.php?s=e08129b36efa8572f811e4bd8889244d&do=showresults&pollid=13783. Þarna kemur fram að rúm 50% vilja að hann verði rekinn en rúm 36% ekki. Og þetta er fyrir leikinn í dag.

    Ég var heldur ekki að búa til ímyndir um “meiri” og “minni” stuðningsmenn. Ég var einmitt að setja út á slíkan málflutning. Af því að ég vil Rafa burt þá fæ ég reglulega skot um að ég sé neikvæðnispúki og ekki alvöru stuðningsmaður. Það er óþolandi.

  57. @ Helgi nr. 60.

    Prófaðu að lesa hátt í 2000 athugasemdir meðlima Liverpool FC síðunnar á facebook. Prófaðu að telja hversu margir þar eru stuðningsmenn Benitez og hversu margir vilja hann burt.

    Endilega bentu mér á nýlega skoðanakönnun sem sýnir stuðning við Benitez. Eða viltu bara að aðrir bendi á heimildir en þegar þeir gera það þá þarf þú ekki að svara.

  58. Það eina sem Benitez er að hugsa um núna er: afhverju í andskotanum setti ég sóknarþenkjandi mann inná í stað varnarmanns, verð að vera með lágmark 8 varnarmenn inn á í einu, helvítis klúður hjá mér!!!

  59. Diddi, þetta eru beitt rök hjá þér. Skoðanakannanir á LFC-Globe (hvað sem það er), á spjallborði fyrir PES spilara og athugasemdir á Facebook.

    Ég er ekki að segja að það sé ekki gríðarlegur fjöldi sem vill skipta um þjálfara en að slengja því fram að meirihluti sé á móti Rafa alveg einsog það sé alþekkt staðreynd er einfaldlega bull.

  60. Hjartanlega sammála Magga í ummælum 19 og 35.

    Það var einfaldlega vitað mál, og hefði ekki átt að koma nokkrum manni á óvart að leikurinn í dag yrði gífurlega erfiður.

    Menn geta grínast með að Stók sé djók og bent á verðmiðann á liðunum, en staðreyndin er einfaldlega sú að Tony Pulis er búinn að búa til lið sem virkilega erfitt er heim að sækja. Þrátt fyrir að þeir beiti óhefðbundnum aðferðum eru þeir virkilega sterkir varnarlega og virkilega sterkir sóknarlega.

    Með Gerrard, Torres, Benayoun og Johnson meidda – okkar fjóra hættulegustu menn leyfi ég mér að segja – átti öllum að vera ljóst að þetta yrði allt annar fótboltaleikur en leikurinn á Anfield í haust sem við unnum 4-0.

    Hefði Rafa átt að nota þá teknísku menn sem í boðu voru til að klára þetta lið? Aquilani, Maxi Rodrigues og Pacheco og láta þá sikksakka framhjá staurunum í Stók liðinu? Ég leyfi mér að fullyrða það að þeim hefði verið slátrað í leiknum í dag gegn þessu liði.

    Sé einhver á þeirri skoðun að rétta leiðin til að sigra þetta Stók lið á Britannia sé sú að spila dúkkulísufótbolta bendi ég viðkomandi aðilum á að sjá leik Stók og Arsenal frá 1. nóvember í fyrra. Arsenal liðið, sem er þúsund sinnum teknískara og betur spilandi en Liverpool átti einfaldlega ekki breik. Svo ef menn halda að Babel, Pacheco, Aquilani og Maxi Rodriguez hefðu átt séns í þetta Stoke lið, eru þeir einfaldlega á villigötum.

    Þannig að það var vitað mál að eina skynsemin væri fólgin í því að láta hart mæta hörðu. Núlla út þeirra styrkleika, velja líkamlega sterkustu mennina sem í boði voru, sitja Grikkjann í teiginn – sterka vörn, sleppa pressuvörninni og miðjuspilinu og reyna frekar að sækja hratt á þá þegar færi gáfust – auk þesss að treysta á föst leikatriði.

    Niðurstaða? Leikplanið okkar gekk upp þangað til á 90. mínútu. Og þó maðurinn hafi nú verið farinn að máta stigin þrjú við töfluna hefði maður alveg sætt sig við 1 stig úr þessum leik fyrirfram.

    1. janúar í fyrra vorum við í 1. sæti í ensku deildinni og með sjálfstraustið í botni. Við kepptum á móti Stoke á Britannia Stadium (með menn eins og Gerrard, Benayoun og Torres, Riera og Babel á vellinum) en náðum samt ekki að skora mark.

    Í dag, náðum við þó allaveganna að skora.

    Við þá sem vilja Rafa Benitez burrrt, vil ég segja að þið hafið fullt af fínum rökum sem þið getið fært fyrir máli ykkar. En leikurinn í dag er ekki þar á meðal. Veljið bardagana betur!

  61. Alveg sammála Einari, það heyrist nú alltaf meira í þeim sem eru á móti hlutunum en með. Engu að síður fjölgar þeim stöðugt sem vilja losna við Rafa.

  62. Diddi minn.

    Ég er ekkert að fara að þverskallast heldur bara að reyna að benda þér á hvað SSteinn er að segja og vera sammála Steina.

    Ég veit að þú vilt Rafa burt. Mér finnst það í fínu lagi hjá þér að vilja það.

    Þegar þú ferð að leita þér stuðnings hjá öðrum færðu auðvitað viðbrögð frá þeim sem pirra sig á að vera vísað til sem “meirihluta”.

    Ég hef reyndar áður rætt um það að bráðum á að hugsa það að búa til varanlegan þráð sem heitir Rafa. Þar mega menn fara inn og úthúða honum eða hrósa.

    Ég er að fá alveg nóg að sjá ALLA þræði á kop.is snúast um Rafael Benitez. Ekkert annað virðist vera uppi á borðum fólks en Spánverjinn. Meira að segja sleppur Ryan Babel með sinn barnaskap og heigulshátt á netinu og einhverjir vilja hafa hann í liðinu!

    Rafael Benitez er eitt umræðuefni og liðið annað. Í dag fannst mér hann hugsa útfyrir kassann og nærri því ná ótrúlegum þremur stigum miðað við skjálftaástand félagsins, sem ég vona að sé uppblásið í blöðum.

    Því ef menn sýna ekki kjark og dug í þessum aðstæðum og sparka í sig vilja til að halda áfram er bara ekki útilokað að framtíð félagsins sé í húfi. Og eins og t.d. Leeds er það félagið sem situr uppi með það þegar ónýtir eigendur (þar Ridsdale) ná ekki utan um félögin sín og ýta á paniktakkana.

    Tottenham næst, farið að trúa !!!!

  63. Kristinn, var leikjaplanið það að passa að Stoke fengi ekki eitt einasta horn eða innkast á okkar helming, skapa ekki eitt einasta færi og ná síðan að skora eitt algert heppnismark úr föstu leikatriði?

  64. @ Einar Örn nr. 66.

    Fyrirgefðu Einar. Ég var ekki mikið að leita á netinu. Þetta voru fyrstu tvær kannanir sem ég fann.

    Hér er skoðanakönnun frá kopworld.net. Varla er hægt að segja að það sé ömurleg síða (http://kopworld.net/lfc-discussion/should-rafa-be-sacked/915/). Þarna eru rúm 65% fylgjandi því að reka Rafa, sirka 27% á móti.

    Ég er ekkert að segja að allir vilji Rafa burt. Rakst líka á skoðanakönnun á thisisanfield.com sem sýndi lítinn meirihluta vilja hann áfram. En það var fyrir leikina við Reading og Stoke. Ég var bara að halda því fram að meirihluti stuðningsmanna Liverpool teldi hagsmunum félagsins best borgið með því að losna við Rafa. Ég held því fram að það sé staðreynd og enginn hefur getað sýnt fram á annað. Mjög asnalegt að vera gagnrýndur fyrir að halda þessu fram og að segja að ég megi eingöngu segja hvað mér finnst en ekki benda á óánægju stuðningsmanna almennt.

  65. @ Maggi nr. 69.

    Ok, við erum þá sammála um flest, a.m.k. sammála um að vera ósammála.

    Ég get tekið undir flest af því sem þú segir en get ekki verið sammála því að Rafa sé eitt umræðuefni en liðið annað. Tel að þetta tvennt sé samtvinnað og það hafi ekkert upp á sig að ræða um árangur liðsins (eða skort á honum) án þess að tala um Rafa.

  66. Í guðanna bænum Diddi, KopWorld pollið er með heil 26 atkvæði á bakvið niðurstöðuna! Já, tuttugu og sex stk. Gjörsamlega ómarktækt.

  67. Mér finnst athyglisvert hér hvað menn spá lítið í dómara leiksins Lee Mason sem gaf Lucas fáránlegt gult spjald í atviki sem var ekkert annað en víti ásamt því að vera með lítið sem ekkert samræmi í dómgæslunni allann leikinn.

    Þetta er dómari sem er búinn að gefa 4 rauð spjöld í vetur, þrjú þeirra á leikmenn Liverpool (Carra, Degen & Mascherano).

    Og það er alveg á tæru að hann var langt frá því að vera með eitthvað jafnræði í dómgæslunni. Ítrekað komst Higgenbotham upp með að strauja niður Degen án þess að fá eitt einasta gult spjald.

    Og til að kóróna þetta þá er Lucas víst kominn í eins leiks bann útaf þessu bull spjaldi.

  68. Meirhluta heimsbyggðarinnar finnst málatilbúnaður Didda fáránlegur vs. mér finnst málatilbúnaður Didda fáránlegur. Einhver munur á þessu tvennu Diddi? Heldur betur. Vísar hér hægri vinstri í einhverjar síður se fæstir hafa séð eða heyrt af áður, en svo í eina sem er mjög stór og vinsæl Liverpool síða sem heldur fram hinu gagnstæða. Á maður að áætla út frá því sem maður þekkir og koma með einhverjar heimskulega fullyrðingar útfrá því? Ég þekki til dæmis ansi marga í innsta hring The Kop, sem mæta á alla leiki, heima og úti, og í þeim hópi er ekki EINN sem ég þekki sem vill Rafa út. Af hverju í andskotanum getur þú bara ekki talað fyrir þína hönd og sleppt því að tjá þig fyrir hönd annarra? Skammastu þin fyrir þína skoðun?

    Þú varst sá eini sem fórst í tippakeppni um það hver sé “meiri” eða “minni” stuðningsmaður. Hef ekki séð eitt orð í þá veru hérna fyrr en þú fórst að tjá þig um það. Eina sem sett var útá við þig var að þú talaðir almennt um stuðningsmenn Liverpool FC og fyrir hönd þeirra, án þess að hafa nokkuð umboð til þess. Tjáðu endilega þínar skoðanir, en slepptu því að leggja öðrum orð í munn.

  69. Diddi.

    Eigum við bara þá ekki að hætta að rífast um þetta, Stoke-leikurinn er að baki og Tottenham er næsti leikur, þá treysti ég því að við öll munum styðja Liverpool football club til sigurs.

    Þá leikmenn sem stjórinn notar og allt þjálfarateymið.

    Held að okkar hópur, Poolara, ætti kannski að lesa líka áskoranir sem stundum er beint að íslenskum alþingismönnum. Hættum að rífa hvert annað niður og velta upp smámunum. Sameinast um að bakka upp stóra atriðið.

    Allir hér vilja vinna Europa League og lenda í topp 4. Enginn svo meir en leikmennirnir og þjálfarateymið.

    Ef eitthvað slíkt vafðist fyrir okkur heyrðum við greinilega í “traveling army” í dag og sáum leikmennina eftir leik, sem og að við erum búin að heyra viðtöl við Kuyt og Rafa.

    Það er allavega mín sýn á þetta. Skoðanakannanir á netinu munu ALDREI skipta máli varðandi rekstur fyrirtækis eins og Liverpool og því um að gera að einbeita sér að því að styðja liðið sitt í gegnum allt!

  70. jæja drengir !!! Þetta var því miður ekki nógu gott. Hef lesið bæði með og móti rökin á síðunni í dag og ég er svona beggja blands með þetta. Auðvitað var maður ekki sáttur með jöfnunarmarkið svona seint í leiknum en einhvern veginn var maður ekkert hissa. Kannski það besta við daginn í dag var að Tottenham gerði líka jafntefli. Vonandi verður lafði lukka með okkur í liði á miðvikudaginn. Lucas verður allavega í banni þannig að við fáum Aquilandi og Masch saman á miðjuna. Gefa Pacheco sénsinn að mínu mati.

  71. Mummi, svo er líka ljóst að vel var hægt að dæma víti á augljóst brot á Lucas sem verður til þess að Kuyt fær skallafærið. Klárt víti þar á ferð og að lokum græddi varnarmaðurinn á því broti.

    Einmitt það sem ég er að reyna að benda á, fólk verður svo upptekið af því að einblína á Rafa að ALLAR umræður snúast um hann. Ég skil ekki hvers vegna allt verður vitlaust í dag t.d. – svo augljóst að ef að United hefði verið þarna þá hefði ÖLL umræða snúist um störf dómarans.

    En því miður snúast allar fyrirsagnir um Rafael Benitez. Engu máli virðist skipta hvað yfirmenn félagsins eða leikmenn segja.

    Ég hef ofboðslega gaman af að lesa og skrifa um Liverpool en tel ALLAR röksemdir með og á móti honum gatútslitnar LANGAR SVO AÐ TALA UM AÐRA ÞÆTTI KLÚBBSINS.

    T.d. flotta frammistöðu Kyrgiakos og þeirri staðreynd að Carragher og Degen sýndust bara ná ágætlega saman hægra megin. Eða því að N’Gog virðist eiga erfitt með bakið í markið og að Aurelio hafi leikið vel.

    En nei. Rafa og skoðanir á að reka hann eða halda.

    Version 311.12, hluti B.

    Mér finnst það ömurlegt, viðurkenni það bara! Og þeir sem segja liðið aldrei hafa verið neðar muna ekki 5 ár aftur í tímann, ekki 10 ár og hvað þá 15 ár. Þeir muna þá bara eftir tímanum hjá Rafa!

  72. Vinur minn sagði fyrir rúmu ári að sennilega væru ein stærstu mistök Benitez að hafa ekki keypt/haldið Anelka á sínum tíma. Eftir að hafa fylgst með honum í Sunderland-leiknum get ég varla verið annað en sammála. Við gætum þokkalega notast við hann núna.

  73. Vinur minn sagði fyrir rúmu ári að sennilega væru ein stærstu mistök Benitez að hafa ekki keypt/haldið Anelka á sínum tíma

    Vinur þinn hefur ekki gott minni.

  74. Mótlætið heldur áfram. Kom mér á óvart hversu marga skallabolta Stoke var að vinna í okkar teig og það kostaði okkur að lokum 2stig. Svo finnst mér það vera löngu, löngu, löngu fullreynt að hafa Carra í bakverðinum.

    Lucas (og fleiri leikmenn) virðist skorta sjálftraust en hann átti að sjálfsögðu að fá víti. Fáranlegur dómur. Ekki í fyrsta skipti sem þetta fellur öfugu megin í vetur (væl væl). Eftir stendur að Stoke fékk 300 hornspyrnur en Liverpool enga. Fáranlegt og segir allt um sóknarleik okkar manna í þessum leik.

    Ég gat ekki betur séð en að Rafa hafi sagt liðinu að bakka eftir að við komumst yfir. Það finnst mér vera fullreynd herkænska í vetur einsog oft hefur verið bent á, þá er það ekki orðið fyndið lengur hversu mörg mörk eru að koma á lokamínútum. Urrrrrrrrrrrr… óþolandi.

    Annars er Rafa kominn á endastöð og ég held að enginn viti það betur en hann! (Ekki laust við að ég finni til með Karlinum!) En staðan er þessi að Liverpool FC hefur ekki efni á að kaupa upp samninginn hans. Hvað á hann að gera? Segja upp og gefa eftir samninginn sinn? Hann er líka samningsbundinn. Fáranleg staða.

    En þar sem ég er haldinn sjálfspíningarhvöt (Nauðsynlegur eiginleiki fyrir stuðningsfólk í íþróttum!) á háu stigi og er einnig ódrepandi bjartsýnismaður (Það getur kallast afneitun á fræðimáli!) þá verð ég mættur fyrir framan skjáinn sem endra nær þegar okkar menn taka Tottenham í nefið!

    YNWA

  75. Langar að benda mönnum á hlut úr viðtali við Rafa:

    Benitez reserved particular praise though for the Liverpool fans who chanted his name during the game, despite the side’s disastrous campaign so far.

    He said, “The fans are amazing…If I stay it will be because of the fans.”

    Tek Diddann á þetta, meirihluti allra Liverpoolstuðningsmanna á vellinum vilja halda Rafa.

    Setningin “if I stay” vísar örugglega til ástandsins í klúbbnum almennt….

  76. Ef einhver hefði sagt við mig fyrir leik, með þessa uppstillingu á þessum velli að við myndum fá jafntefli, væri ég sáttur. Og ég er sáttur.
    Ég er ósáttur við dekkingu í föstu leikatriði í lokin sem rænir okkur sigrinum og dómarahelvítishálvitanum sem rændi okkur víti.

    Næsti leikur verður svo næsti leikur. Það er ljóst að hópurinn er skel þunnur og má ekki við svona meiðslasyrpu eins og er í gangi. Rafa öfunda ég ekki en hann valdi þó þetta lið og á þessa leikmenn nær alla með húð og hári.

    Snúum svo okkur að næsta leik: Spurs.
    Heimurinn ferst ekki í kvöld.

  77. Ég er hjartanlega sammála Kristni nr 67. Þetta er ekki léttur völlur að heimsækja og líkamlega sterkir “fótbolta” menn hjá Stoke. Held að Aqualini ofl hefðu ekki átt breik þarna. Tók eftir því að Mascherano er mun framsæknari en Lucas, átti nokkrar góðar langar sendingar yfir á vinstri kanntinn, annað en Lucas gerir. Vona að okkar miðja í framtíðinni verði Aqua og Mascherano. Svekkjandi að klára þetta ekki í dag, stutt í 4 sætið. Spái því að við tökum Tottenham á miðvikudaginn !

    En Tottenham var að gera jafntefli við Hull á heimavelli, ekki glæsilegur árangur það. Já og vængbrotið lið Chelsea sem átti að eiga erfitt í Janúar skoraði ekki nema 7 mörk í dag á móti Sunderland, já sæll !

  78. vá hvað chelsea sakna drogba, kalou, essien og mikael…

    vildi að við værum að skeina svona 2 deildarliðum eins og Stoke þegar það vantar mænuna í okkar lið eins og chelsea 🙁

  79. Ok í fyrsta lagi þá er fyrsta setningin þín algjörlega fáránleg. Meirihluti heimsbyggðarinnar veit ekkert um skoðanir mínar eða hefur skoðun á skoðunum mínum. Stuðningsmenn Liverpool hafa hins vegar lang flestir skoðun á því hvort Rafa eigi að vera áfram eða fara. Það er fáránlegt að bara þetta saman. Ef þú hefðir sagt “meirihluta lesenda kop.is finnst málatilbúnaður Didda fáránlegur” þá hefði þetta meikað sens. Hvað í ósköpunum er að því að segja að meirihluti stuðningsmanna Liverpool vilji Rafa burt. Má ég ekki segja að meirihluti íslendinga kjósi lýðræði í stað einveldis? Má ég ekki segja að meirihluti sjómanna sé mótfallinn því að afnema sjómannaafsláttinn? Má ég ekki segja að meirihluti stuðningsmanna Everton sé illa við Liverpool? Voðalega væri frábært að búa í heimi þar sem allar setningar byrja á “mér finnst” eða “ég held”.

    Í öðru lagi segir þú: “Vísar hér hægri vinstri í einhverjar síður se fæstir hafa séð eða heyrt af áður.” Bíddu, ertu ekki að halda fram skoðunum annarra þarna. Áttirðu ekki við að ÞÚ hafir ekki séð eða heyrt af þeim áður. Hvernig veistu nema flestir hafi séð eða heyrt af þeim áður? Og hvað með það, það er ekki eins og ég hafi lagst í einhverja brjálaða heimildaöflun fyrir þetta komment. Google-aði bara “rafa +poll” og vísaði í fyrstu skoðanakannannir sem ég sá. Ekki hefur þú eða aðrir bent á nokkuð sem bendir til þess að meirihluti sé fyrir stuðningi við Benitez… nema kannski frásagnir af vinum þínum í Liverpool. Sjálfur þekki ég ekki einn einasta stuðningsmann Liverpool sem vill Benitez áfram (sumir vilja hann burtu strax, aðrir í lok tímabilsins).

    Í þriðja lagi segir þú: “Skammastu þin fyrir þína skoðun?” Ég held að þessi ummæli þín dæmi sig sjálf.

    Í fjórða lagi þá varst það þú sem skrifaðir fyrst hugtökin “meiri” eða “minni” stuðningsmaður. Það sem ég sagði í upphafi var að það væri óþolandi að vera álitinn neikvæður eða ekki sannur stuðningsmaður Liverpool ef ég vill Rafa burt. Það er líka óþolandi að mega ekki vera á þessari skoðun (má það greinilega ekki þín vegna) án þess að fá á mig þennan stimpil. Er það virkilega svo að bestu stuðningsmenn í heimi eru þeir sem mæta á spjallborðið leik eftir leik og tala um að vera bjartsýnir og skrifa YNWA, sama hvað á dynur. Er það allt sem þarf til að vera frábær stuðningsmaður.

    Þetta eru MÍNAR skoðanir. Ég hef fullan rétt á þeim þó að þér finnist að ég eigi að skammast mín fyrir þær. Ég ætla að halda áfram að styðja Liverpool, horfa á Liverpool leiki og ala son minn upp sem stuðningsmann Liverpool en það breytir því ekki að ég vil Rafa burt eins og flestir aðrir stuðningsmenn Liverpool.

    Og nú nenni ég ekki að ræða þetta frekar. Hef annað og betra að gera.

  80. Liverpool aðdáendur. Ég skrifaði hérna inn fyrir rúmum mánuði síðan um stöðu liðs ykkar og þjálfara. Ég hélt því þar fram að á þeim tíma skilaði það nákvæmlega engu að reka þjálfarann og gæti í raun leitt meiri hörmungar yfir liðið en það hafði þolað síðustu mánuði. Ég hélt því fram að betri tíð væri að vænta þó hún myndi vissulega taka tíma. Aquilani er þekkt meiðslakind sem þarf að passa til að byrja með og mér sýnist benítez gera það býsna vel. Ég hef persónulega séð þennan dreng spila í tvígang með Roma og leist gríðarvel á. Ef hann nær sér vel af meiðslum þá trúi ég að þar séuð þið komnir með mann sem jafnast á við Alonso þó að um ólíkan spilara sé að ræða. Þið fenguð Maxi Rodriguez til ykkar í gær nánast og ef hann asnast til að spila eins og hann á að geta er þar um að ræða byrjunarliðsmann af háum kaliber.

    Spænski vandinn: stór hluti leikmanna Liverpool er núna spænskur eða frá Suður-Ameríku. Benítez fékk þá alla til liðsins. Ég vil ekki halda því fram að þeir muni allir hlaupa í burtu ef hann verður rekinn en það mun tvímælalaust hafa áhrif og tenging þeirra við LFC minnkar talsvert og tryggð í samræmi við það.

    Gerrard: heldur hann áfram með nýjum stjóra og engum peningum liðsins? Er þolinmæði Gerrards þannig gerð að þola nýtt skeið með nýjum stjóra sem hefur takmörkuð fjárráð og það sem lítur út núna, án þess að spila í meistaradeildinni á næsta tímabili?

    Ég hef fulla trú á því að takist Benítez að vinna tvo leiki í röð á næstu vikum þá nái hann að koma liðinu í gang aftur. Fáir Liverpool aðdáendur eru jafnbjartsýnir á gengi Liverpool og ég en ég man eftir svipuðum tímabilum með mínu liði United þar sem ekkert gekk upp að manni fannst en samt þegar tímabilinu lauk og maður leit yfir árangurinn þá gat maður verið harla ánægður.

    Leiðinlegt: Það er hins vegar ömurlegt að halda með liði sem spilar neikvæðan og leiðinlegan bolta. Mér finnst á ummælum manna hérna að það sé stór ástæða þess að menn vilji Benítez út.

    Það skil ég vel.

  81. Liverpool þarf að fá striker ekki seinna en í gær. Það var baráttuandi í liðinu í dag sem hefur skort. En ég kalla eftir meiri leikgleði. Ég held að Rafa hafa ekki neinu að tapa að smella Pacheco inn gegn Spurs og vera með Riera og Maxi á vængjunum.

  82. það er glæsilegt að ef maður skrifar hérna inn staðreynd um liverpool og Benitez og maður vonar að Kristinn svari mann þá henda þér bara greinni út eru þið svona svakalega sáttir með þetta sem að Benitez er að gera að maður má ekki segja neitt á móti honum eða eitthvað það sem að einhvejrum að þeim sem stjórnar hérna eru ekki sáttur mig
    finnst skritið að hann hafi ekki bara fengið að svara þessu spurningu

  83. Sammála Herði Magg. Ngog var átakanlega slakur í dag. Hann hefur verið góður á tíðum í vetur, en ég sé ekki alveg að við séum að fara að gera einhverja stórkostlega hluti með hann þarna sem aðalmann frammi.

  84. Sammála Hödda Magg.

    Algerlega, Maxi og Riera munu valda bakvörðum Spurs áhyggjum og Pacheco má fá séns, þá sennilega með duglegum Kuyt í 4-4-2.

  85. Almar, ef þú skrifar komment án þess að vera með skítkast útí leikmenn, þjálfara eða fólk sem skrifar á þessa síðu – þá fær það að standa. Annars ekki. Þetta er ekki svo flókið.

    Og ef þú heldur virkilega að við séum að eyða út kommentum bara ef að þau halla á Rafa Benitez, þá ertu á miklum villigötum.

  86. Kirgyakos var ekkert sérstakur, það var hann sem af klaufaskap gaf Stoke endalausar hornspyrnur í lokin útaf því hvað hann er hægur og var að missa mann og bolta frá sér.

    Það er sorglegra en tárum taki hvað Liverpool er orðið hrikalega hægt fótboltalið. Æfingarnar hjá Benitez síðasta sumar sem áttu að lyfta Liverpool úr öðru í 1.sæti virðast greinilega hafa samanstaðið af reitabolta, bekkpressu og vídeófundum þar sem taktík var rædd í drep og spilaðar upptökur af gömlum leikjum AC Milan 1990 og Ajax 1995.

    Allavega ljóst að sprettir, sóknarleikur, móttaka á bolta og föst leikatriði voru ekkert æfð.
    Annar stór þáttur í hruni liðsins er skortur á sjálfstrausti og skortur á kunnáttu í að skýla boltanum og stíga andstæðinga út. Við erum að tapa c.a. 80% allra návígja útum allan völl.

    Stór þáttur í hræðilegu sjálfstrausti liðsins nú er hvað Lucas Leiva spilaði stórt hlutverk í liðinu framan af vetri. Ekki? ÓJÚ.
    Það er einfaldlega hrikalegt fyrir topplið að vera með farþega eins og hann á miðjunni sem er alltaf 1 skrefi á eftir atburðarásinni, bregst bara við en stjórnar aldrei. Mann sem tapar ÖLLUM návígjum sem hann fer í og fær ALDREI dæmt neitt með sér. Í dag átti hann að fá 2 vítaspyrnur en ef jafnvel lélegir dómarar hlægja að honum, hvernig eiga samherjar að gera það þegar leikmenn Stoke komast upp með að ýta honum í jörðina bara með einni hendi leik eftir leik án þess að sé dæmt? Hann er eins og kvenmaður inná vellinum og það er hrikalegt fyrir lið í svona líkamlegri karlmennskudeild að þurfa hafa stöðugar áhyggjur af 1 “manni”. Getið rétt ímyndað ykkur hvað það gerir fyrir sjálfstraust andstæðinga að vita að þeir geti alltaf ráðskast með 1 leikmann Liverpool og lokað mjög auðveldlega á hann. Bara dobbla á Gerrard og láta Lucas dúlla sér með boltann þangað til hann gefur afturábak. Hringir þetta einhverjum bjöllum?

    Annað sem verður að ræða eru þessar endalausu sendingar tilbaka þegar við vinnum boltann og svo er bombað langt fram. Það gerðist aftur og aftur í seinni hálfleik í stöðunni 0-1 að Stoke töpuðu boltanum í sókninni og brunuðu í vörn. Í þau fáu skipti sem leikmenn Liverpool þorðu að halda boltanum voru oft 2-3 menn okkar gapandi fríir á miðjunni og ekki 1 leikmaður Stoke í mynd. Það er akkúrat þarna sem Liverpool á séns á að halda boltanum og stjórna leiknum, róa spilið og þreyta andstæðinginn, éta upp klukkuna, láta þá koma hlaupandi útúr varnarpakkanum og keyra svo á þá. ÞAÐ VAR ALDREI REYNT, EKKI EINU SINNI.
    Þetta er klárlega Rafa Benitez og lélegri skipulagningu að kenna. Allar skyndisóknir Liverpool í dag treysta á langann bolta fram sem sóknarmaður sem droppar tilbaka og dregur í sig varnarmenn á að skalla til hliðanna (jafnvel Torres hefur verið notaður í þetta) . Skítalið eins og Stoke eru farin að lesa okkur eins og opna bók og bruna í vörn þegar háu boltarnir koma og vinna boltann strax og keyra strax í sókn. Liverpool nær aldrei að anda og eru alltaf taugaveiklaðir leyfandi andstæðingunum algerlega að stjórna tempói leiksins.

    Fyrirsjáanleiki Liverpool og hræðsla við að halda boltanum í hnotskurn.
    Það er nokk sama hversu tekníska og hraða leikmenn við fáum í janúarglugganum, spil Liverpool mun ekki breytast mikið til vors vegna þrjósku viss manns.
    Ég held að við eigum ennþá séns á 4.sæti en þá hreinlega verðum við að vinna báða heimaleikina gegn Tottenham og Man City. Þau lið eiga klárlega eftir að tapa stigum á lokasprettinum en ég hræddur að Liverpool renni út á tíma því það eru aðeins 38 leikir í deildinni. Gott þó að Tottenham gerði jafntefli áðan en ég hef mun meiri áhyggjur af Man City.

    Benitez fær að stjórna þessum brunarústum og skipulagsklúðri sínu til vors en hann fer í sumar, það er vitað. Hefur bara ekki pung í þetta og það vita Texas-Cowbojarnir á toppnum. Auðvitað ætti samt að ráða Guus Hiddink til 2 ára, strax í dag.

    • Og nú nenni ég ekki að ræða þetta frekar.

    Langbesta komment þitt til þessa.

    Þessi setning mín í byrjun er alveg jafn fáránleg og þín, þú veist nefninlega akkúrat ekkert um það hvort meirihluti stuðningsmanna Liverpool FC vill þetta eða hitt. Þú vísar í síðu og netkönnun þar sem 26 manns voru búnir að greiða atkvæði, það var “beisíklí” mitt point með kommentinu um þessar síður, ekki beint að bakka upp alhæfingar um stuðningsmenn Liverpool FC eða hvað? Ja ég tek persónulega meira mark á þessum Kopites sem fara á alla leiki, heldur en þá sem virðast hópast í kringum þig. En það er bara mín ákvörðun, en þú getur haldið áfram að alhæfa út frá vinahópnum þínum.

    Ég sagði aldrei að þú þyrftir að skammast þín fyrir þínar skoðanir, enn og aftur leggur þú mönnum orð í munn. Ég varpaði fram spurningu, en ég er hreinlega farinn að stórlega efast um að þú getir lesið ritað mál, allavega bendir síðasta færsla til þess.

    En ég vona að þú bara standir við orðin sem ég kvótaði í þarna í byrjun.

  87. sælir drengir . ég náði ekki að horfa á þennan leik þar sem að ég var sofandi (sem betur fer greinilega) en mig langar að vita hvort að maxi hafi gert eitthvað af viti í þessum leik ??

  88. Þið takið þessu allt of persónulega.
    Lífið er ekki fótbolti ….

  89. Ég skil “leikskýrslu” einars vel í dag. Ég hef ekki misst úr liverpoolleik í mörg ár. Ég missti viljandi af þessum leik eftir að ég sá byrjunarliðið í morgun. Það var hægt að sjá það fyrirfram að liverpool væri ekkert að fara gera í þessum leik nema besta falli hanga inni leiknum með einhverjum tilviljanakenndum sóknartilburðum sem mögulega gætu skilað þeim einu marki.

    Þetta er ekki hægt lengur, við hljótum að vera búin að ná algjörum botni í lélegri spilamennsku liðs sem hefur okkar mannskap innanborðs. Menn (og stjóri) þurfa bara að fara hætta að gera sína hluti langt undir getu. Það er einfaldlega málið. Auðvitað hefðum við gott af því að styrkja ákveðnar stöður en kommon, þessi hópur eins og hann er á bara einfaldlega að gera miklu miklu betur og ætti ekki að eiga í miklum vandræðum með það. Djöfull kalla ég hátt eftir að fá að sjá einhverja frammistöðu leikmanna(og stjóra) sem samræmist Liverpool og öllu því sem það stendur fyrir.

  90. Fyndið að lesa hér að Ngog hafi verið góður á tíðum í vetur…maðurinn er búin að skora einhver 5 mörk og er það ekki fótboltahæfileikum að þakka….mikill metnaður í gangi hérna…líka gaman að sjá þessa sömu grenja hérna þegar einhver nefnir “Benitez burt”…ég meina,við föllum niður um deild ef stjórnendur þessarar síðu fá því ráðið hver stjórnar þessu liði:)
    Annars bara átakanlegt að horfa á þetta lið,hef staðið með þeim í 25 ár og mun gera áfram…en við erum samt sem áður orðnir eitt lélegasta spilandi liðið í deildinni,spáið í það…og hverjum eigum við að kenna um það??? Ég tel það alveg skothellt að stærstur hluti áhangenda Liverpool kennir Benitez um það…Maggi og fleiri gera það hinsvegar ekki að ég tel…fyndið…

  91. Lucas fer ekki í bann, maður þarf víst 10 gul til að fara í bann þegar tímabilið er meira en hálfnað. Las það á RAWK.

  92. Ég verð nú að segja að mér þykir ansi miklar dramadrottningar að væla yfir einu kommenti sem skrifað er í hita leiksins þar sem einn aðili notar orðið ALLIR stuðningsmenn Liverpool. Ég las þetta og tók ekkert eftir þessu í fyrstu fyrr en þetta misbauð einum aðila svo mikið að hann heimtaði að þetta yrði tekið tilbaka, þar sem þetta orðalag hafði eyðilegt daginn fyrir honum 🙂

    Þetta minnir óneitanlega á ódauðlega setningu “Þú ert ekki þjóðin….!!”

    Aðalatriðið er að það eru skiptar skoðanir á Benitez og um það eru allir sammála. Ég persónulega tel að hann sé kominn á endastöð og rétti tíminn til að skipta um stjóra er núna þar sem að nýr stjóri gæti nýtt tímann núna til að koma áherslum sínum í gegn fram að nýju tímabili.
    Ég virði hins vegar skoðanir þeirra sem vilja Benitez áfram og tel mig ekki hafa rétt á að leiðrétta þeirra skoðanir eða líta niður til þeirra.

  93. Ég er líklega hér í miklum minnihluta… en ég var bara þokkalega ánægður með leikinn og frammistöðuna. Menn gengu til vallar með leikplan sem var grátlega nálægt því að ganga upp.

    Eitt fer mikið í taugarnar á mér, það er það hve ferkantaðar hugmyndir margir hér hafa um fótbolta. Hlutir eins og ap leikmenn A&B séu varnarmenn og séu að leika úr stöðu, ergo liðið er varnarsinnað. Og er þessu haldið fram án nokkurs tillits til þess hvaða “skill-set” viðkomandi leikmenn búa yfir og hvernig það nýtist í þeirri stöðu sem þeir spila.

    Leikmenn Stók, eins og sást berlega í þessum leik, eru ekkert hræddir við að spila með takkana á undan sér, og hika ekki við að ryðja mönnum úr vegi sér leyfi dómarinn þeim að komast upp með það. Því er það glapræði eitt að henda óhörðnuðum unglingum inn í leikinn og ætlast til að þeir standist það. Þess utan er það einnig glapræði að henda inn í leik frá byrjun manni sem hefur varla spilað leik síðan snemma vetrar og kom til borgarinnar einungis örfáum dögum áður. Þess má einnig geta að einn vinstri kantmaðurinn er meiddur, annar rétt byrjaður að æfa eftir meiðsli og hinn þriðji hefur málað sig út í horn og er kominn með aðra löppina til Sunderland. Á hinum kantinum er ástandið lítið skárra þar sem einn valkosturinn var, eins og áður var nefnt, nýkominn til liðsins, annar er meiddur og hinn þriðji var færður í aðra stöðu.

    Ngog til málsbóta vil ég nefna það Stókurum, eins og áður var sagt, leyfðist að ryðja honum úr vegi og átti hann því hægt um vik.

    Og að lokum, ef einungis til að tryggja það að ég fái sem flesta niðurþumla, þá vil ég segja það að þið sem sjáið ekki hæfileika Lúkasar eruð auðrúa hurðarhúnar og ekki orð um það meir.

    PS: Smá gagnslaus “Trivia” …
    Vissuð þið að það lið í EPL sem fær á sig fæst mörk eftir föst leikatriði (heyrði töluna 0 um daginn) spilar einnig svæðisvörn?

  94. Sælir félagar

    Mér er óskiljanlegt hvernig síðustjórnendur bregðast við því sem Diddi er að segja. Hann styður mál sitt rökum og skoðanakönnunum og dregur ályktanir út frá því. Menn geta líka skoðað kommentin á þessari síðu og séð að mikill meirihluti þeirra sem tjá sig um málið á annað borð (og það gera flestir) vilja Rafa burtu. Diddi dregur þá ályktun af því að meirihluti stuðningmanna Liverpool vilji hann burtu. Það er ekkert og ég endurtek ekkert athugavert við þá skoðun hans. Og hann á fullan rétt á henni. Hitt er líka annað að síðuhaldara eig líka rétt á því að drag skoðun hans í efa. En ég verð að segja að mér finnst rök hans haldbetri en síðuhaldara. Sem eru þó ansi seigir í rökræðunni og hafa oftar en einu sinni snúið mér í ýmsum deilumálum. 😉

    Hitt er annað að ég er einn af þessum vitleysingum, masókistum og óbilandi bjartsýnismönnum sem horfi á hvern einasta leik með liðinu mínu ástkæru. Og ég er innst inni alltaf viss um að það vinni leikinn. Því miður verð ég ansi oft fyrir vonbrigðum. Eins og í dag (þó ég sæi ekki leikinn). Ég hefði hundrað prósent horft á hann ef ég hefði haft til þess aðstæður. En því miður – sem betur fer, ef til vill. En ég mun horfa á leikinn á móti Tottenham og ég mun vera viss um innst inni að sá leikur vinnst af okkar mönnum. Og ég mun halda í þá von uns feita konan syngur. Eins og alltaf.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  95. Það voru 4 bakverðir í byrjunarliðinu. Sæll.
    Langamma mín gæti stillt upp gáfulegra liði.

  96. Bara svo það sé á hreinu, þá er ég ekki síðuhaldari eða stjórnandi síðunnar, ég skrifa hér inn upphitanir og pistla og óþarfi að stimpla þá Einar Örn og Kristján Atla fyrir eitthvað sem ég er að ræpa á lyklaborðið.

  97. 52 Maggi Er ég að skilja þig rétt að þú myndir setja Kuyt út úr liðinu?

    Ekki veit ég hvað Rafa segði ef hann heyrði í þér. Annars fannst mér leikurinn í dag eðlilegt framhald undanfarinnar frammistöðu liðsin okkar. Einhverjir voru að hrósa Degen en þó að hann væri einn af frískari leikmönnum okkar í dag hlýtur hann að vera fyrir neðan Liverpool klassann, alla vega einsog ég sé það. Lucas stóð sig ekkert illa en hann er alltaf í vandræðum þegar hann á að gera eitthvað meira en að hirða lausa bolta, aðstoða vörnina eða hjálpa til við að dekka. Lengi getur vont versnað en nú hlýtur þetta að fara að koma hjá okkur

  98. “Benítez: Leikmenn mínir voru frábærir”!!!!

    Gjörsamlega óþolandi þegar Rafa kemur með svona steypu eftir svona crap leiki!! Í guðanna bænum láttu menn vita að þeir hafi verið að skíta upp á bak!

  99. Einar, miðað við þau rök að eyða út ummælum Almars þá mæli ég með því að þú eyðir líka út ummælum Magga þar sem hann kallar Ryan Babel heilalausan. Þetta sæmir ekki liverpool aðdáanda að úthúða eigin leikmanni svona.

  100. Ég veit ekki um ykkur, en ég legg til söfnun fyrir Hr Benitez.
    Hvað á að safna fyrir kallinn? Gleraugu legg ég til, ég á nokkur sem ég nota ekki lengur(fór í aðgerð). Á gleraugu v -5,4-h 5,9 og v- 6,5- h 6,9 (það sterk ef maður snýr gsm á hvolf heldur maður allt sé í góðu , ef maður er ekki með gleraug *-)

    Heimild: Sky

    lau 16.jan 2010 17:27 Magnús Már Einarsson, maggi@fotbolti.net
    Rafa Benitez: Leikmennirnir voru frábærir

    Mynd: NordicPhotos

    Rafa Benitez, stjóri Liverpool, var ánægður með karakter sinna manna í 1-1 jafnteflinu gegn Stoke í dag.

    ,,Þetta var erfiður leikur og við sýndum mikinn karakter. Leikmennirnir voru frábærir og það sást að stuðningsmennirnir voru ánægðir með þeirra frammistöðu.”

    ,,Tvö eða þrjú atvik hefðu getað breytt öllu, 27 þúsund manns á vellinum sáu atvikin en þrír aðilar ekki,” sagði Benitez og átti þar við atriði í leiknum þar sem að Liverpool vildi fá vítaspyrnu.

    ,,Ég ætla ekki að tala um þessi atvik. Þetta var svo augljóst. Mér fannst við fá færi í mjög erfiðum leik gegn mjög erfiðu liði. Þetta er ekki auðvelt, þeir eru sterkir líkamlega.”

    ,,Fimm lykilmenn okkar voru ekki hér og ég er ánægður með hugarfarið og karakterinn hjá leikmönnum okkar. Allir eru mjög vonsviknir því að við vorum nálægt þessu en þú verður að hrósa liðinu fyrir frammistöðuna.”

  101. En hvað er gaman að lesa þessi ummæli hjá ssteini og didda,eins og smástrákar í sandkassa.
    Ég get ekki beðið eftir að þetta tímabili ljúki,ég er farinn að telja niður,stjórnendur þessara síðu mættu setja niðurteljara flipa á þessa síðu og telja niður.

  102. Mér finnst umræðan hér ósköp skiljanleg – skiptar skoðanir og ég sé ekki að hinn eða þessi sé minni stuðningsmaður fyrir vikið.

    Sjálfur á ég ósköp erfitt með að brosa ekki vegna ógangna liðsins míns í vetur. Ekki vegna þess að ég gleðst yfir því heldur vegna þess að þetta er svo ótrúlegt! Svipað og þegar maður horfir á svo ótrúlega lélega kvikmynd að maður hefur lúmskt gaman af því (Plan 9 from outer space, anyone? 🙂 )

    Ég er harður Púllari og mun alltaf vera það. Klúbburinn er í lægð, liðið er í lægð og þjálfarinn á erfitt. VIÐ MUNUM VINNA OKKUR ÚT ÚR ÞESSU!!! Eins og einhver sagði: trúið! — En kannski gerist það ekki þetta tímabil, en við komum STERKIR TIL BAKA!!!!

    Ég leyfi mér alla vega að efa það að þjálfari og liðsmenn séu að leika sér að því að spila illa eða að gengið sé algjörlega skapað vegna sjálfspíningarhvatar. Er einhver hér sem vill halda því fram að liðsmaður eða hluti af þjálfarateyminu líði vel vegna ófaranna?

    Ég trúi því að við munum enda ofar í deildinni en í því sæti sem við erum núna. Æ, fyrirgefiði, ég meinti: meirihluti stuðningsmanna Liverpool trúir því að við munum lenda ofar í deildinni. (þetta er ekki skot á neinn, þetta er bara húmor – er þ’aggi???)

    “Always look on the bright side of life” …. áfram Liverpool!

  103. Sælir félagar

    Ég kallaði eftir því í gær að menn stigu upp og sönnuðu tilverurétt sinn í LFC. Einnig varði ég Ngog. Ég spáði sigri og það öruggum.

    Augljóslega verð ég að éta eitthvað til baka. En ekki endilega allt þó…

    Ngog klárlega stóðst ekki lokaprófið. Hræddur við boltann. Og var allt of oft að reyna hluti sem hann ræður ekki við. Má ég panta stóran og sterkan trukk þarna fram. Er Heskey ennþá á lausu? eða jafnvel Nistelroy. (Ég veit að þetta er alger U-beygja frá því í gær, mínar skoðanir á Ngog voru bara teknar í karphúsið í dag)

    Eina “feilið” í vörninni í dag var dekkninginn hjá Carragher í markinu. Sá sem einu sinni hét “guðmávitahvaðhannheitirpopulus” en heitir í dag Kyrgiakos var einfaldlega maður leikins. Sá aldeilis steig upp og sýndi úr hverju hann er gerður. Ef menn ætla í eitthvað Carragher raus. Þá var hann að spila stöðu sem hann hatar að spila, og gerði það bara býsna vel. Engum líður verr yfir markinu en honum sjálfum.

    Heilt yfir fannst mér bara LFC gera nokkuð vel í þessum leik, sérstaklega ef við tökum andlega þáttinn með í reikninginn. Má maður segja að maður sé sáttur við leikinn en ekki úrslitinn? Rétt er að geta þess að mér er gjörsamlega sama hvort LFC spili “skemmtilegan” eða “leiðinlegan” bolta (Hvað svo sem í ósköpunum það þýðir”) Ég vil bara sigra og titla!!!

    Mason er svo annaðhvort með eitthvað horn í síðu LFC, eða hreinlega lélegur dómari! Menn hjá FA hljóta að fara yfir þessi mál!

    En leiðinn er farinn að síga upp á við. Það er klárt mál!

    Það sagt…

    Ég tek algerlega undir með Magga! Ég hvorki vil né nenni að ræða Benitez lengur. Það eitt að umræðan snúist ekki um algert getuleysi Paul Mason, heldur um RB er síðasti dropinn í glasið mitt. Það eitt að RB segi “If I stay!!!” er nóg fyrir mig. Hann hefur greinilega allt um þessi mál að segja og “that’s final” Ég ætla að standa við bakið á honum og sveitinni hans, að því örlitla marki sem ég get.

    Ég er með tvær tillögur til þeirra sem hér leggja orð í belg.

    • Mánaðarfrí frá öllu tali um framtíð Benitez

    • Hætta með öllu að tala um alvöru eða ekki alvöru stuðningsmenn Plíííííís

    Að lokum…

    þessi umræða um meiri eða minni hluta LFC aðdáenda sem vilja RB burt hérna í dag er tja… kjánaleg. Að þetta skuli hafa verið meir en 2 athugasemdir er tja… kjánalegt. En það er kannski bara ég 😉

    Er það ekki annars þannig Sigkarl 🙂 🙂 🙂

  104. Sko, bara af því að ég bað til Mourinho um hjálp eftir tapið á móti (Skíta)Reading langar mig að segja eitt. Ef að Liverpool skiptir um stjóra, hljóta þá ekki að vera meiri líkur á því að “stóru kanónurnar” verði áfram ef ráðinn verður maður eins og hann. En ég er líka tilbúinn að gefa Benitez séns við betri aðstæður, t.d. ef að nýjir fjárfestar koma til klúbbsins. Þetta tímabil er að verða eins og tímabilið 2004/05 nema að þá unnum við CL. Við enduðum þá leiktíð í 5. sæti með 58 stig. Fyrsta Liverpool treyjan mín, leiktíðin 1983/84 og merkt Crown Paints, fær mig alltaf til að brosa. Þegar ég valdi að halda með Liverpool 1980 var það ekki einusinni út af þessum fagra rauða lit. Mamma og Pabbi áttu svart/hvítt sjónvarp. Þeir voru bara bestir, ekkert flókið…………bara bestir. Vá hvað það voru góðir tímar. Ég ætla að fara og grafa upp þessa flík, ramma hana inn, horfa á hana og brosa.

  105. Hvernig er það, geta síðuhaldarar ekki sett nafn Rafa Benitez á bannlista þannig að það komi bara stjörnur eða eitthvað álika? 😛

  106. Það að menn skuli vera ánægðir með spilamennsku liðsins sýnir hvað best þær ógöngur sem liðið er komið í. Auðvitað ber Rafa ekki ábyrgð á öllu sem gerist og blablabla en staðan sem liðið er komið í er ömurleg. Hún er ömurleg, sama hvað hver segir. Spilamennska liðsins er ömurleg, það er nánast sama hverjir spila inná. Og það gildir um allt helvítis tímabilið.

    Og hvað er hægt að gera í vandanum? Láta Dirk Kuyt spila og spila og spila og spila þrátt fyrir að ekkert komi út úr honum. Halda áfram að stilla Lucas og Mascherano upp á miðjunni þegar það er vitað að þeir geta ekki stýrt spilinu. Halda áfram að spila svæðisvörn þegar við fáum á okkur mörk úr föstum leikatriðum leik eftir leik? Þótt svæðisvörn hafi virkað á köflum síðustu tímabil þá hefur hún ekki virkað á þessu tímabili.

    En nei, Rafa Benítez heldur áfram að hjakka í sama farinu, bryddar ekki upp á nýjungum, hressir ekki upp á liðið með ungum, ferskum leikmönnum, hann reynir ekki taktískar breytingar, hann lætur menn vera áfram áskrifendur að sæti í liðinu þrátt fyrir að spila endalaust illa. Þetta er bara orðið nóg, ég er hættur að vilja gefa framkvæmdastjóranum séns. Ég skrifa þetta á hann. Ég vil ekki sjá það að menn séu sáttir við svona spilamennsku.

  107. Hugsa sér hvað 3cm til vinstri á 95. mínútu hefðu breytt miklu fyrir geðheilsu okkar hérna.

    Hundfúll yfir því að fá bara eitt stig og á erfitt með að finna jákvæða punkta, held að það eina sé nýfundin spádómsgáfa mín:
    Kyrgiakos mun festa sig í sessi sem Alpha-Taglið í liðinu eftir brottför Voronin og hræða boltann í netið.

  108. Sá ekki leikinn í dag og miðað við lýsingar manna var hann á svipuðu róli og Reading leikurinn. Staðreyndin er sú að þrátt fyrir ömurlega spilamennsku erum við ekki búnir að missa liðin sem keppa um 4 sæti langt á undan okkur. Tottenham gerði einnig jafntefli í dag. Manchester city litu ekki vel út á móti Everton og töpuðu þar dýrmætum stigum. Það er alveg fræðilegur möguleiki að liðið fari að spila betur eða að eitthvað fari að detta fyrir okkur(hversu margir leikir hafa tapast eða endað í jafntefli á 88-94 min?). Að endingu vil ég benda á menninna sem eru meiddir Torres, Gerrard, Benayoun, Agger, Johnsson. Þessi listi er ekkert slor. Væri liðið ekki líklegra til að gera góða hluti ef að allir þessir væru heilir og í formi. Er það Rafa að kenna að þeir séu allir meiddir?

  109. Fróðlegt að lesa í gegnum kommentin hérna eftir tapleiki, það er greinilegt að menn hafa mikið LFC hjarta því að það er útilokað að menn yrðu svona pirraðir ef þetta skipti þá engu máli. Ég get vel skilið pirringinn og lái þeim sem vilja reka Rafa ekki en þegar uppi er staðið segir það alls ekkert (reka/halda Rafa) um hversu miklir stuðningsmenn LFC eru. Ég ætla því að leyfa mér að halda því fram að þeir sem hafa fyrir því að kommenta hérna séu allir gallharðir stuðningsmenn og því komið nóg af því að saka menn um að vera ekki alvöru stuðningsmenn þó að menn hafi misjafnar skoðanir.

    En þá að leiknum sem var nákvæmlega eins og við var að búast. Svona eru leikir Stoke, þetta er lið sem hefur mjög takmarkaða getu knattspyrnulega séð og því varð ég fyrir vonbrigðum með Rafa og það ekki í fyrsta skiptið í vetur. Vonbrigði mín hafa ekkert með liðsuppstillinguna að gera enda ekki margir möguleikar í stöðunni heldur frekar hvernig hann leggur leikinn upp og það skiptir í raun engu máli að það hafi verið fjórir bakverðir í byrjunarliðinu. Frá fyrstu mínútu var ljóst að markmiðið var að halda hreinu og vonast eftir einu marki og mér finnst sorglegt að horfa upp á Stoke fá að stjórna leiknum og spila nákvæmlega þann bolta sem þeir vilja. Þegar þú spilar við lið s eins og Stoke viltu alls ekki að baráttan fari fram á þínum vallarhelmingi, það er mikið betra að pressa svona lið hærra á vellinum og neyða þá í löngu boltana, það er ekki eins og þeir séu með öskufljóta framherja eða einhver tæknitröll á köntunum. Hversu sorglegt er það að sjá Liverpool mæta á Britania og mæta Stoke við miðlínu?? Hversu sorglegt er að sjá að þegar Carrager þrumar boltanum fram er enginn nema Ngog til þess að fara upp í boltann? Það er náttúrlega ömurlegt að sjá Carra þruma öllum boltum á nákvæmlega sama staðinn (upp við teigin fjær…eftir tvíhopp rétt á undan) en það er ennþá verra að sjá að liðið veit ekkert hvernig það á að hreyfa sig þegar þetta gerist. Hvernig stendur á því að svæðið í kringum senterinn er ekki fyllt og pressa sett á vörn og miðju Stoke? Hversu sorglegt er það að sjá 1 – 2 Liverpool menn i teignum þegar við loksins náum fyrirgjöfum? Ég gæti talið upp fleiri atriði en ég hreinlega nenni því ekki en þetta eru allt atriði sem Rafa ber ábyrgð á og mér finnst alltaf vera að koma betur og betur í ljós að hann á ekkert svar við liðum eins og Stoke og þau eru nú nokkur i EPL og þetta er jafnframt ástæðan fyrir því að ég hef ekki nokkra trú á því að Liverpool eigi nokkurntímann eftir að verða meistari undir stjórn Rafa.

    Ég ætla þó að taka undir með Magga og fleirum að ég hætti ekkert að fylgjast með Liverpool þó að illa gangi og ég trúi því ekki að menn snúi baki við liðinu þó að þeir séu ósáttir við Rafa eða einstaka leikmenn, þetta er einfaldlega partur ef leiknum og ég trúi því statt og stöðugt að við eigum eftir að ná þeim 19. Það verður ekki í ár en ég mun fylgjst með hverjum einasta leik þangað til og eftir að það gerist;)

  110. Ég vil bara koma því á framfæri að þó að það séu mjög margir á þessari síðu sem kommenta um að það eigi að reka Rafa þá eru mjög margir sem lesa þessa síðu og kommenta ekki. Mjög margir sem vilja ekki reka Rafa, og einnig mjög margir sem kommenta ekki og vilja reka Rafa.
    Bara þannig að menn sem eru að staðhæfa um að allir Liverpool aðdáendur vilji láta reka Rafa því að meirihluti kommenta hérna segja það, er nokkuð viss um að menn sem vilja láta reka Rafa eru örugglega mun meira til í að kommenta hérna og láta skoðun sína í ljós heldur en þeir sem styðja Rafa.

  111. Eins og ég hef marg oft sagt hérna inná þá værum við í 1. sæti ef að leikurinn væri 2x40mín… það vantar oft ( mjög oft ) einbeitingu okkar manna síðustu 10 mín í leiknum. Það fer allt í panic þegar leikurinn er að verða búinn og við að verja 1-0 forskot… slæmt

  112. Ef menn átta sig ekki á því þá er Liverpool og rafa benites tveir mjög svo ólíkir hlutir þannig að það kemur stuðningi við Liverpool ekkert við þó meirihluti stuðningsmanna Liverpool vilji láta reka benites og já Steini það er bara þannig að meirihluti stuðningsmanna vilja losna við hann strax eða strax eftir þessa leiktíð. Hef ég eitthvað til að rökstyðja þetta já það getur vel verið en hefur þú eitthvað sem segir að það sé rangt ??

  113. ég meina,við föllum niður um deild ef stjórnendur þessarar síðu fá því ráðið hver stjórnar þessu liði:)

    Spilamennskan. Og hverjum eigum við að kenna um það??? Ég tel það alveg skothellt að stærstur hluti áhangenda Liverpool kennir Benitez um það…Maggi og fleiri gera það hinsvegar ekki að ég tel…fyndið…

    Svo að ég svari. JGS, þú ert ömurlegur:) Mér finnst þurfa að skoða allt sem er í gangi í félaginu og finnst vitlaust, eins og mörgum, að halda að einn maður sé ástæða vandræða vetursins og alls ekki í dag. JGS og fleiri gera það hinsvegar ekki að ég tel…fyndið…..

    Sennilega er ég gamaldags, en ég hef aldrei fílað broskalla eða djók í svona umræðu. Hún æsir mig ekki upp, en finnst hún ekki til neins góðs.

    Svo ætla ég að fá að kópíera orð SSteins. Þó að ég fái að skrifa hér pistla og gera athugasemdir á ekki að gera stjórnendum síðunnar, Kristjáni og Einari Erni upp mínar skoðanir! Það má alveg hrauna mig hér ef einhverjum líður vel með það, en leyfið þeim stjórnendum að sleppa við að svara fyrir mig.

    Svo ætla ég að fara að sofa og vakna í fyrramálið og sjá hvort Rafa hættir hjá félaginu fljótlega, ég held að það sé raunhæfari kostur en hitt. Hann hefur haldið áfram nú í nokkur ár vegna stuðningsmannana þrátt fyrir ófagmennsku og losaragang í kringum félagið. Ef hann hættir þá verð ég að bakka upp nýjan mann og vonast eftir því að við fáum réttan mann. Kannski Roman leyfi Guus vini sínum að stjórna LFC, en hann ræður því víst. Mourinho þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því hann vill ekki stjórna LFC nema að nýir fjársterkir eigendur taki við.

    En ég hef miklar áhyggjur af félaginu mínu og þær ná langt út fyrir Rafael Benitez. Þeir aðilar sem standa nálægt félaginu úti og þekkja til þess þar hafa sagt mér um sinn að Rafa hafi náð að halda félaginu saman nú um töluvert skeið og þess vegna var nafnið hans sungið á vellinum í dag og þess vegna á hann meiri stuðning í borginni en á netinu og um víða veröld.

    Eins og það er meiri stuðningur við KR í vesturbænum en hjá KR-ingum á Húsavík….

    En sjáum til.

  114. Þetta er ótrúlegt og þetta er erfitt, lang erfiðasta tímabil sem að ég hef upplifað sem stuðningsmaður Liverpool. Kannski er þetta svona erfitt að því að fallið er svo hátt, þannig að skellurinn er enn meiri. Væntingarnar voru svo miklar, enn og aftur átti þetta að vera okkar ár og sannfæringin var extra mikil í þetta skiptið því það var eins og allir vita ótrúlegt að vinna ekki þennan blessaða PL titil í fyrra!

    Varðandi leikinn í dag þá ætla ég að taka smá F******N (þann sem við nefnum ekki á nafn) á þetta og kvarta yfir dómara sem einfaldlega virðist hafa eitthvað mjög mikið á móti Liverpool, Lee Mason! Hvað er málið með þann mann? Að dæma ekki vítaspyrnu þegar að Lucas var klipptur niður af 110.kg eðal Stók nautgrip sem ber nafnið Higginbotham er ekki einusinni fyndið. Menn voru að tala um að heilladísirnar væru ekki á bandi Liverpool, samanber stangarskot Káts, en Liverpool hefur einstaka sinnum verið með heppnina á sínu bandi, samanber lokamínúturnar í leiknum á móti Villa . Það dylst þó engum að óheppnin er með okkur í liði. Liverpool þarf miklu meira en heilladísir, þeir þurfa heilagan Patrek með alla sýna álfa, lukkutröll og lukkudísir ásamt ristasprautu af sjálfstrausti. Held að efnið heiti HN2N1 á fagmálinu 😉

    Ætla ekki að fara út í smáatriði varðandi uppstillingu á liðinu, trúi því statt og stöðugt að Benitez elski þetta félag jafn mikið og ég út frá því stilli hann upp
    sterkasta möglega liðinu sem hann hefur. Það ætti jú engin að þekkja liðið betur en hann og hans þjálfaralið.

    Er búinn að vera reglulegur gestur á pöbbinn Park fyrir utan Anfield síðstliðin 6 ár, þegar ég segi reglulegur þá meina ég einu sinni til þrisvar sinnum á tímabili. Þar vita menn í hvernig ástandi liðið var þegar að Rafa tók við því og þeir vita líka að form er tímabundið en klassi er varanlegur. Þessi lægð hefur vissulega varað allt of lengi, en margt hefur spilað þar inn í og það er of langt að telja það allt upp. Rafa á að sjálfsögðu sinn hlut í því. En ég vil benda á að í hvert einasta skipti þegar að ég fer á Park fyrir leik og næst verður það fyrir leik Liverpool vs Everton eftir 3 vikur og þá er þetta alltaf sungið hástöfum: http://www.youtube.com/watch?v=Ddj6gl03SEs þetta er fyrir leik Lvp og Barca í CL og ég var á staðnum. Vissuega er evrópukvöldin sérstök en þessir menn styðja Rafa af öllum mætti og það geri ég líka. Tel enga lausn fólgna í því að reka Rafa, það er bara of áhættusamt út frá svo mörgum þáttum.

    Þetta er Liverpool gott fólk, LIVERPOOL!!! Liverpool er miklu meira en fótboltaklúbbur, svo stórt fyrirbæri að ekki er hægt að lýsa því og Liverpool mun koma sterkara til baka eftir svona hörmungar.

    Eins og svo góður maður sagði….From Shankly to Rafa we´ve followed our team, Rome to Istanbul we´ve all lived the dream. Our journey is long our goal steys the same, to keep for our children the famous red name. Wherever we are wherever we stay, be sure that the Kopites will seize the day. For this is our destiny, our passion and pride. Liverpool football club; the worlds greatest side!

  115. Takk fyrir þetta Stjáni I!!!!

    Nú ætla ég að logga mig útaf tölvunni og láta gott heita. Þú komst nákvæmlega með það sem ég þurfti að lesa. Gríðarlega stór þumall frá mér!

  116. Jæja..Leiðilegur leikur , flestir sammála um það ! Stoke hefur ekki verið þekkt fyrir nein skemmtiatriði á vellinum en þeir spila dæmigerðan enska neðrideildarbolta kick , run and hope for the best. Verst hvað þetta er áhrifaríkt. Jafntefli voru annars sanngjörn úrslit þó Kuyt hafi verið ansi ólánssamur á síðustu mínútunni. Eftir að hafa hlustð á viðtalið við R**a þá verður maður að vorkenna kallinum , gjörsamlega komin upp við vegg og veit ekkert í sinn haus. Pressan á honum hlýtur að vera orðin óbærileg.
    Gengur bara betur næst….eða þar næst !

  117. Einu sinni var talað um Liverpool væri liðið sem skemmti áhorfendum !
    Hvað hefur Liverpool liðið í dag skemmt ykkur oft á þessari leiktíð ?

    Leikuinn í dag við Stoke var lélegasti fótboltaleikur og leiðinlegasti sem ég hef séð á þessari leiktíð !
    Hver ber ábyrgð á því að Liverpool liðið er að leika svona hörmulega ?
    Jú, Rafa ber ábyrgð og leikmennirnir !
    Þar ekki að hreinsa til hjá báðum aðilum ?

  118. Sælir félagar

    Ég vil byrja á að biðja SÍÐUHALDARA þessarar síðu afsökunar á klíningi mínum á þá. Nákvæmara hefði verið að sega pistlaskrifarar eða eitthvað slíkt. Einar er síðuhaldari en hinir ekki (Maggi og Steini) en hann er líka pistlaskrifari svo það hefði verið nákvæmara. Ég bið sem sagt afsökunar á þessum hörmulegu mistökum mínum og vona að þau holundarsár sem þau ollu grói fyrr en síðar.

    Og svo svona serstaklega til Magga 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 En svo öllu sé til skila haldið þá er broskall í stóra þumlinum hans hér fyrir ofan.

    Hitt er rétt að það er ekki bara Rafa sem ber ábyrgð á ástandinu og auðvitað er svona ástand ekki einfalt og auðleyst. Það er samt þannig að þegar ekki fiskast þá þýðir lítið að reka kokkinn. Það þýðir heldur ekki að róa alltaf á sömu bleyðuna ef enginn fiskur er þar. Og ef kallinn heldur samt áfram að róa á þessa bleyðu þrátt fyrir að ekki sé þar uggi þá verður einfaldlega að skipta um kall í brúnni.

    Það getur vel verið að ekki sé til peningur fyrir nýjum veiðarfærum, að vélin sé ólánsrokkur og útgerðarmaðurinn alltaf fullur og standi sig ekki í rekstrinum. “Það er samt ekki orsökin fyrir því að kallandskotinn rær alltaf á sömu helvítis bleyðuna og fær ekki bei”. (Síðast setningin er svona sjómannamál sem menn notuðu fyrir margt löngu þegar ég var til sjós og stundum með köllum sem fengu ekki bein úr sjó. En sem betur fer var ég líka með hinum 😉 (þetta er fyrir Magga))

    Það er alveg klárt að leysir ekki allan vanda að Rafa fari. En eins og ég sé þetta þá er hann og stjórn hans á liðinu, upplegg leikja, skiptingar og nýting mannskaparins einn höfuðvand Liverpool í dag. Ég get ekki sagt að ég þekki til innviða stuðningsmannhóps Liverpool eins og einstak menn sem hér tjá sig. Það getur vel verið að einhverjir þeirra telji að Rafa hafi haldið klúbbnum saman og hann væri annars hruninn???? Ef svo er þá er Rafa orðin sú stærð í klúbbnum að er beinlínis líftaug hans. Þá er sá einn kostur að láta manninn vera hvað sem tautar. Þá er Rafa í raun orðin stærri en klúbburinn.

    Og ég sem hélt og hefi alltaf haldið að enginn einn maður yrði stærri en klúbburinn. Sv getur skýrum skjöplast.

    Það er nú þannig.

    YNWA 😉

  119. Stjáni I: Þetta er indælis lesning og maður getur ekki annað en fyllst ákveðnu stolti við að lesa þetta og finnast maður vera partur af þessum klúbbi. Ég hef nokkrum sinnum farið á Park líka og þar er um að ræða fólk, rétt eins og okkur sem eru að tjá sig hérna. Fólk sem hefur ekkert endilega meira vit á fótbolta heldur en við og er sama múgæsingafólkið og við hin.

    Ég hitti einu sinni Evertonmann frá Merseyside og spjallaði við hann þrjú kvöld á hótelbar á Kúbu. Við ræddum mikið um boltann, hann hafði ágætis vit á fótbolta og eitt var það sem sló mig svolítið. Hann sagði að hrokinn í okkur Liverpoolaðdáendum væri slíkur að við teldum okkur eiga “god given right to trophies”. Og ég svaraði játandi. Og mér fannst ekkert athugavert við það fyrr en ég fór að hugsa málið. Við eigum ekkert tilkall til titla. Við þurfum að vinna fyrir þeim, eins og Shankly og Paisley gerðu á sínum tíma. Joe Fagan og Kenny Dalglish héldu síðan kyndlinum á lofti og eftir 8. og 9. áratuginn þá var þetta hálfpartinn orðið sjálfsagt mál – god given right to trophies. Liverpool var orðið eitt sigursælasta félagslið heims. Sennilega næst sigursælast á eftir Real Madrid.

    Síðustu 20 ár hefur leiðin legið niður á við, með nokkrum glæsilegum sigrum þó, sem hafa haldið okkur stuðningsmönnum við efnið. Það sem pointið er í þessu hjá mér er að kannski er þetta að verða búið hjá félaginu. Kannski erum við á leiðinni í sögubækurnar og vinnum ekki titla næstu árin og áratugina. Hugsanlega er það ekki Benítez að kenna, kannski heldur hann félaginu saman, eins og Sigkarl segir. Við hérna á klakanum vitum ekki frekar en kopítarnir á Park hvað gerist bak við tjöldin og við hvaða aðstæður Rafa Benítez vinnur. Hvað hann þarf að kljást við. Við vitum heldur ekki hvort þetta sé eitt allsherjarklúður sem hægt er að rekja til hans.

    Hitt er þó alveg ljóst að síendurtekin mistök hans við liðsuppstillingu og fleira sem óþarfi er að telja upp auka pressuna á hann frá stuðningsmönnum. Og ég ætla ekki að vitna í skoðanakannanir þegar ég segi að stuðningsmannhópurinn sé klofinn í þrennt, vilja Rafa áfram, vilja hann burt og þeir sem eru óákveðnir. Úrslitin tala og þegar þau nást ekki þá þarf allavega að koma hreint fram við stuðningsmenn og biðja þá að minnka væntingarnar og segja aðeins frá því sem við er að etja. Við erum endalaust í guessing game hérna, rétt eins og aðrir Púllarar út um allan heim. Og getum eflaust aldrei komist að því hvað nákvæmlega er að hjá klúbbnum.

    En mikið andskoti fer þetta ástand í taugarnar á manni.

  120. Nú skulum við hugsa um stund eins og eigendur fótboltafélags. Hvað á að gera ef leikurinn á móti Tottenham tapast?

  121. Við myndum að sjálfsögðu endurnýja samninginn við stjórann og hækka launin hans um ca helming + klausu um 50 milljón punda bónus greiðslu ef hann gæti mögulega klárað 3 tímabil í röð án þess að vinna svo mikið sem einn einasta bikar.

  122. Var að rekast á ansi athyglisverða grein í Daily Telegraph eftir Duncan White.
    Mæli sterklega með því að hver einasti stuðningsmaður Liverpool lesi þessa grein! Ef þú nennir ekki að lesa nema eina grein á ári – lestu þá þessa! Sannkölluð skyldulesning fyrir hvern einasta Poolara.

    http://www.telegraph.co.uk/sport/football/leagues/premierleague/liverpool/7004917/Rafa-Benitez-deserves-the-chance-to-overachieve-with-Liverpool-again.html

    Sýnishorn:
    “Take this rather imperfect analogy: Benítez as a Formula 1 driver. He comes in and starts driving for a team that has a resonant name, a history full of great deeds, fresh memories of famous victories. The problem is, the car isn’t good enough. The owner’s not putting the money in, the marketing guys can’t get the lucrative sponsorship deals and the engineers are complacent.

    Still, Benítez drives out of his skin. Race after race, he squeezes every last bit of juice out of this failing car and delivers some famous victories. Then, bang, he loses it. Perhaps it was the persistent technical disasters, that prompted it, but suddenly he is suffused with self doubt: he can’t pick the racing line, he breaks too early or too late. He’s struggling just to finish, let alone compete.

    Now what do you do? Fire the driver? The car is still worse than its rivals – worse and getting worse. For one bad season in which he has failed to overachieve again? You need a special combination of ambition and patience to succeed driving in this team – a combination that is rare enough. “

  123. Kristinn (#137) – góð grein sem þú vísar í. Hún færir sterk rök fyrir því að Benítez fái að vera áfram og minnir okkur á að hann hefur verið að yfir-afreka síðustu árin. Miðað við tölfræðina er jú 5.-6. sætið raunsær árangur, þótt við séum vön því undir stjórn Benítez að enda ofar en það.

    Miðað við launakostnað ætti deildartaflan að líta svona út:

    1-2 sæti: Chelsea
    1-2 sæti: Man City
    3 sæti: Man Utd
    4 sæti: Tottenham
    5-6 sæti: Arsenal
    5-6 sæti: Liverpool
    7 sæti: Aston Villa
    8 sæti: Sunderland

    City kannski eru undanþegnir því að eiga að vera alveg efst því þeir eru að innleiða breytingarnar sem hafa kostað þá svona mikið. Önnur lið þarna virðast vera nokkuð á pari, nema við sem erum 1-2 sætum neðar og Arsenal sem eru 2-3 sætum ofar en launakostnaðurinn gefur til kynna.

    Ég veit það ekki, ég sveiflast til og frá í þessu máli. Daginn eftir Reading-leikinn skrifaði ég pistil þar sem ég sagði að þótt ég vildi ekki endilega reka Rafa strax væri ég nánast kominn á þá skoðun að ég myndi ekki gráta það ef það gerðist. Ég settist niður til að horfa á Stoke-leikinn í gær með því hugarfari en það breyttist yfir þeim leik, eins lélegur og hann var. Eftir leik fann ég að ég var farinn að verja Rafa aftur, fannst algjörlega ósanngjarnt hjá mönnum að ætla að kenna honum um að hafa ekki unnið þann leik þegar lykilmenn brugðust honum í uppbótartíma.

    Svo les maður góða grein og finnst aftur að Rafa þurfi að fara.

    Ég veit það ekki. Þetta eru skrýtnir tímar fyrir Liverpool-stuðningsmenn. 😉

    Ég mæli með annarri góðri grein: Brian Reade í The Mirror í gær:

    The usual young suspects like Lucas, Insua and Ngog, are singled out as evidence that this Liverpool side isn’t up to it. But what about the senior players? What about the likes of, say, Gerrard, Agger and Kuyt?

    Internationals with 165 caps between them, who, in the two games against Reading were shadows of their former selves? Last summer, all three were awarded bumper pay rises, which, along with Torres’s, took a huge chunk out of the manager’s transfer budget.

    What have they done since to merit such lavish bounty? Why does their defeatist body language suggest they believe they deserve better? It seems the more you pay the modern player the more he believes he’s special and should be surrounded by players more worthy of his talent.

    Those three aren’t alone. Other internationals are regularly going missing in action. In short, too many senior players have decided to hide. Because they can. Because they know the owners, manager and young scapegoats like Lucas, will take the blame. And all they will get is pity.

    Þarna finnst mér hann hitta naglann á höfuðið. Eitt af því versta sem hefur gerst í vetur er að lykilmenn í liðinu hafa algjörlega brugðist skyldum sínum. Carra, Agger, Skrtel, Mascherano, Aurelio, Riera (fyrir meiðsli), Gerrard, Kuyt. Þessir leikmenn eiga að vera mænan í liðinu okkar, mænan sem leikmenn eins og hinir nýju Aquilani og Johnson og hinir ungu Insúa, Lucas og Ngog geta fylkt sér í kringum.

    Þessir leikmenn hafa einfaldlega brugðist, á einum eða öðrum tímapunkti í vetur. Þeir einu í mænu liðsins sem ég tel ekki til þarna eru Reina, sem hefur verið frábær og gert slæmt skárra á mörgum stundum, og Torres sem hefur skorað ótrúlega mikið miðað við meiðslavandræðin í vetur. Kannski getum við gefið Gerrard 50% afslátt af sinni ábyrgð þar sem hann hefur átt við meiðslavandræði líka, en hin fimmtíu prósentin af honum og hundrað prósent þeirra hinna ætti að skammast sín.

    Það er margt annað að, og það er alveg hægt að skeggræða hvort Ngog, Lucas, Insúa eða hinir kjúllarnir séu nógu góðir til að vera til lengri tíma í liðinu hjá okkur. En við verðum þá fyrst að ræða eldri og reyndari mennina, leiðtogana sem eiga að stýra liðinu inná vellinum.

    Í dag, sólarhring tæpum eftir leik, myndi ég segja að Kyrgiakos, Reina og Lucas hafi verið okkar bestu menn gegn Stoke. Mér dettur ekki í hug að telja Carra og Kuyt, sem klikkuðu báðir á ögurstundu í uppbótartíma, þar með, og því síður Aurelio eða Mascherano sem voru báðir slakir í gær. Insúa og Ngog voru slakir líka en mér finnst ósanngjarnt að ætla að tína þá sérstaklega út (eða Lucas, hvað það varðar) þegar lykilmenn í kringum þá eru einfaldlega í felum, eins og Brian Reade segir. Og svo dirfast sumir þessara leikmanna að hengja haus þegar illa gengur, eins og það sé einhverjum öðrum en þeim að kenna?

    Þetta var samt skárra í gær en gegn Reading. Vonandi heldur sú kúrfa áfram upp á við gegn Tottenham á miðvikudag. Ég er bjartsýnn, ekki síst vegna þess að ég veit að Einar Örn ætlar ekki að horfa. 🙂

  124. 137 og 138 – mjög góðar greinar báðar tvær, og ég held að þetta sé punkturinn Kristján Atli, menn eru tilbúnir að kenna Babel og Lucas um flest það sem fer illa inná vellinum – en ábyrgðin er ekki síður hjá okkar eldri og reyndari mönnum.

    Ég held að ég geti fullyrt það að ég hef sjaldan ef nokkurn tíman séð Gerrard eins andlausan og lélegan eins og s.l. 4-6 vikur. Hakan niðrí bringu þegar hlutnirnir ganga ekki upp og leiðtogahæfileikarnir eru akkurat engir. Svo ég segji það í tíunda skiptið, á erfiðum tímum standa sterkir menn upp og taka á skarið, í Liverpool liðinu virðist engin sterkur maður vera. Þeir eru brotnir andlega og eru farnir að gleyma sér í volæðinu og vorkenna sjálfum sér.

    Það er auðvelt að kenna stjóranum um – en hvenær þurfa leikmenn að taka einhverja ábyrgð ? Bera þeir enga ábyrgð á tapi gegn lang lélegasta liði deildarinnar (portsmouth) og yfirspilun gegn liði í botnbaráttu fyrstu deildar ? Auðvitað er það stór hluti af starfi framkv.stjóra að sjá til þess að menn séu “up for it” – mótivera leikmenn og velja rétta liðið hverju sinni. En mér er alveg sama, lið fullt af landsliðsmönnum – menn með gríðarlega mikla reynslu í enska boltanum, evrópu – og heimsmeistaramótum sem og Champions League eiga ekki að vera teknir í kennslustund í knattspyrnufræðunum leik eftir leik gegn liðum eins og Reading, Pompey, Fulham, Sunderland og jafnvel Aston Villa og Fiorentina. Að misstíga sig stökum sinnum er óhjákvæmilegt, en þegar þessi hörmung er búin að ganga yfir í meira en 2-3 leiki í röð (hvað þá hálft tímabil) þá er tími til þess að menn líti í eigin barm, allir sem einn.

  125. Stjáni I. Takk fyrir góðan pistil og áhugaverðan. Ég ætla samt að gagnrýna eitt. Nú hef ég, eins og þú, verið tíður gestur á Anfield og Park undanfarin ár, ég hef farið á einhverja 30 leiki síðasta áratuginn, og þekki orðið mjög marga þarna, marga í þessum svokallaða innsta hring. Þar finnst mér menn skerast í tvennt með Rafa, alveg eins og hérna. Það er þó eitt sem þeir hafa sem við getum ekki haft, og það er stuðningur við liðið skilirðislaust á leikdag. Eins og þetta video þitt sýnir syngja menn söngva og annað til heiðurs liðinu, leikmönnum og stjóra…þessu tek ég þátt í þegar ég er úti enda er þetta hluti af því að styðja liðið. Þegar leikurinn er búinn er ekki þar með sagt að allir þeir sem sungu séu 100% á bakvið Rafa eins og einhverjir virðast halda. Ég vil Rafa burt og tel hann mikið krabbamein á liðinu en ég tek þó þátt í söngvum til hans fyrir og á leikjum einfaldlega vegna þess að við stuðningsmenn reynum eins og við getum að hvetja liðið okkar fyrir og á leikjum. Mér þætti þó virkilega áhugavert að sjá hvað stjóri eins og Hidding myndi ná úr þessum hóp sem Rafa nær engu útúr.

    Maggi talar um að stuðningsmenn Liverpool hafi sungið nafn Rafa á Stoke leiknum(eða var það Reading?) og það sé skýrt merki um stuðning við hann. RANGT. Þetta er skýrt merki um stuðning við liðið og menn eru að reyna hjálpa því. Hvað með púið á Anfield eftir Reading leikinn Maggi, er það skýrt dæmi um að stuðningsmenn Liverpool séu komnir með nóg af Rafa?

    Bottom line, þá held ég að það sé óhætt að segja að allir stuðnignsmenn Liverpool skerast í 3 flokka. Með Rafa, á móti Rafa og óákveðnir. Ég held að allir hafi eitthvað til síns máls. En eitt eiga allri þessir stuðningsmenn þó sameiginlegt, þeir vilja sjá hag Liverpool sem mestan.

  126. Við getum alltaf horft á tölfræði og launakostnað osf, eins og svo oft hefur verið gert. Td við eigum að vinna þennan leik vegna að við höfum skorað fleiri mörk en þeir osf, eða þeir hafa ekki unnið á Anfild síðan xxxxx en þetta segir voðalega oft ekki það sem menn halda. Hversu oft erum við að horfa uppá jafntefli eða tap við lið sem er neðat á töfluni. Ég held að flestallir púllarar hafi reiknað með því að AA & MR mundu byrja leikinn. Annað: Ekki er verið að taka menn út af, sem eru með gult spjald og menn sem eru að gera sára lítið og ekkert kemur úr, td Kuyt ,Nogo,Aurelio og eftirvill fl, Fyrr en á 70 mín ég endurtek 70 mín. Þetta skrifast alfarið á RB (Ragga Bjarna hehe) ásamt því að vera með 8 stk varnasinnaða menn sem hægja á leiknum og eru fyrirsjáanlegir í flestum aðgerðum,,, RB er alls ekki að gera það sem flestallir aðdáendur liðsins vilja sjá, það er sóknar og skemtilegan bolta. PS Af hverju er Kuyt alltaf inná ??? ég skil að Reina sé alltaf með, en Kuyt???? Jæja er ekki kominn tími á Kallinn. ;-(

  127. Nafni minn hér að ofan hefur lög að mæla og ég er sammála honum. Menn eins og SSteinn ættu að hlusta vel á svona menn sem vita hvað þeir eru að segja.

  128. Ívar Örn, SSteinn og Maggi ég þakka fyrir hrósið, þetta var ekki hugsað sem einhverskonar pepp pistill heldur kom þetta bara út úr mér þegar að ég ákvað að tjá mig á þessu spjallborði og ég hef einusinni áður tjáð mig hérna inni en les þó síðuna mjög reglulega.

    Ég vil nú segja að ég var ekki að segja að fólkið á Park, hinir sönnu Kopites sem fara á alla leiki hafa meira vita á fótbolta en við sem fylgjumst með úr fjarlægð. En þetta fólk er í á staðnum og andar að sér því andrúmslofti sem er í gangi hverju sinni. Þau eru að ég tel aðeins betur til þess fallin að meta hvernig ástandið er á liðinu og þjálfaranum, það er jú allt annað að vera á staðnum en að horfa á þetta í sjónvarpinu. Vil líka ítreka að þetta er bara mín skoðun.

    Fyrir mitt leyti þá er það alveg á hreinu að ég sem Liverpool stuðningsmaður mun ekki leyfa mér að hugsa eins og þú gerir og ég ætla rétta að vona að enginn leikmaður Liverpool eða þjálfari láti sér detta þetta í hug þá erum við komin á endastöð. Þú talar um að kannski sé þetta að verða búið hjá félaginu og að kannski sé Liverpool á leiðinni í sögubækurnar og vinni ekki titla næstu árin og áratugina? Mig langar að benda á eina staðreynd sem að ég veit að þú ert meðvitaður um. Liverpool er í sögubókunum og á virkilega stórann kafla í þeim út af þeim afrekum sem félagið hefur afrekað. Sumir vilja meina að Liverpool hafi ekkert gert síðustu árin og menn kalla jafnvel Liverpool TV history channel. Ef að við miðum við síðustu tíu ár þá hefur liðið unnið 10 titla, vissulega misstóra en 10 eru þeir engu að síður. Menn mega ekki vanmeta bikaranna það er bara svoleiðis. Það vantar þó þann sem Liverpool hefur beðið lengst eftir og ég vil meina að biðin eftir honum styttist, eins og ég segi þá vil ég ekki fara niður þann veg að Liverpool vinni ekki titla næstu árin eða áratugina þá get ég alveg eins hætt þessu.

    Það ætla ég hinsvegar ekki að gera og ég veit að það gera fæstir, maður stendur og fellur með sínu liði þó að einstaka aumingjar geri það ekki og stökkvi frá borði þá er það ekki mælikvarðinn á hinn sanna poolara. Liverpool mun koma til baka það er mín skoðun og svo ég haldi áfram að vitna í hina sönnu Kopites þá er þetta þeirra hugarfar og við sem sitjum fullir af vonleysi eða bara fullir heima í stofunni megum alveg hafa þetta í huga….Players come and go,injured or not. The important thing is that Liverpool Football Club will endure and outlive any crisis os short term slump; for we are Liverpool!!

  129. Benitez er bara búinn það á að reka hann strax!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!En annars var þetta leiðinlegur leikur að mínu mati.

  130. Sælir félagar

    Góð umræða núna í síðustu kommentum.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  131. Ég verð að taka undir með Stjána I og Magga varðandi dómara leiksins Lee Mason það er augljóslega eitthvað við Liverpool sem angrar hann. Þessi dómari er búinn að dæma 3 leiki hjá liverpool í deildinni og í ÖLLUM þeim hefur dómgæsla hans ráðið úrslitum. Þrjú rauð spjöld, þau einu sem leikmenn Liverpool hafa fengið í vetur. Og í gær sleppti hann augljósri vítaspyrnu þegar Lucas var feldur inn í teig, einnig hefði verið hægt að dæma víti fyrir rugby tæklinguna á Lucas í lok leiks.

    Varðandi leikinn í gær þá mætti halda miðað við skrif margra að Liverpool hafi verið jafn lélegir og á móti Reading en því fer fjærri, enda sá ég báða leikina. Það er ótrúlegt að hlusta á nokkra aðila hér á þessu spjalli talandi um leikinn í gær án þess að hafa horft á hann, þið takið þetta til ykkar sem eigið. Í gær mætti Liverpool á Rugby völl Stoke tilbúnir að mæta þeim stál í stál. Það gekk næstum því upp en því miður eins og svo oft í vetur voru lokamínútur leiksins okkur í hóhag. Engu að síður voru menn að berjast sem lið og allir gáfu allt í þessa baráttu.

    Stoke spilar ekki hefbundinn fótbolta heldur gengur þeirra leikur út á innköst og föst leikatriði. Þeir eru góðir í því og þess vegna alveg eðlilegt að allt kapp sé lagt á þessi atriði. En fyrir vikið verða leikir á heimavelli þeirra hundleiðinlegir áhorfs og úrslit leikja yfirleitt þeim í hag.

    Haukur Snær kemur inn á góðan punkt, að þrátt fyrir afleitt gengi erum við samt eingöngu 4 stigum frá 4. sætinu. Ef peningar finnast í janúar til kaupa á góðum sóknarmanni þá hef ég þá trú að Liverpool nái þessu 4. sæti.

    Krizzi

  132. Það er alveg rétt að það er ekki hægt að skella skuldinni á einn aðila og einhverja nokkra einstaklinga. Ég er algjörlega ósammála í pistlinum sem Stjáni I vísar í að nokkrir eldri leikmenn hafa ákveðið að fela sig. Það þarf enginn að segja mér að Gerrard, Kuyt, Carra og reyndari leikmenn liðsins hafa ákveðið að halda aftur að sér. Þetta eru atvinnumenn og leggja sig 100%, líkt og aðrir leikmenn og framkvæmdastjórinn.

    Málið er að það eru allir að reyna sitt besta en því miður er það ekki að skila liðinu neinu um þessar mundir. Vandamálið er að allir einstaklingarnir eru að bregðast sem lið og á því eru margar skýringar eins og sjálfstraust, leikgleði o.s.frv.

    Því held ég að vandamálið sé einfaldlega það stórtækt að það þurfi að gera róttækar breytingar. Vissulega ber Benitez ábyrgð á liðsuppstillingum sem hafa á tíðum verið furðulegar, en oft hefur hann stillt upp liði sem er firnasterkt en leikmenn hafa algjörlega brugðist. Það er vissulega að kenna Benitez um hve leiðinlega og ofrumlega knattspyrnu liðið leikur en það er ekki hægt að kenna honum um, þegar leikmenn eru að klúðra dauðafærum, bera ekki ábyrgð á sínum mönnum í varnaleiknum o.s.frv.

    Ég tek undir það að þó að menn syngi Benitez söngva að þá er það ekki endilega stuðningur við hann persónulega heldur liðið. Þegar menn syngja lofsöngva um Kuyt eða Lucas þýðir það ekki að maður sé einlægur aðdáandi þeirra heldur er maður einfaldlega að styðja og bakka upp hlekk í keðjunni.

  133. Ég er sammála þeim sem hér að ofan sem benda á þátt lykilleikmanna í gengi liðsins í vetur. Hvar eru leiðtogahæfileikar fyrirliðans og varafyrirliðans? Eini “senior” leikmaður liðsins sem ekki hefur hengt haus, og staðið sig virkilega vel í vetur er Reina. Mér finnst að hann ætti að vera gerður að fyrirliða.

  134. Aron Einar á leið til Burnley á 950.000 pund!!!!
    Fá hann til Liverpool ASAP……..
    Hann er góður tæklari og betri enn Lúxus Leiva

  135. “I keep in touch with a lot of people close to the club and many think the time has come for a new manager”. Ex LFC player Danny Murphy. Since everyone he played with at the club has gone bar Gerrard and Carra, he must (surely) be referring to them, or some long-serving backroom staff members.

    Þetta stangast algjörlega á við það sem SSteinn segir hér ofar í kommentum:
    “Ég þekki til dæmis ansi marga í innsta hring The Kop, sem mæta á alla leiki, heima og úti, og í þeim hópi er ekki EINN sem ég þekki sem vill Rafa út.”

    SSteinn er greinilega mjög vel tengdur! HAHAHAHAHAHAHAA!

  136. Lestu aftur það sem þú komst með Gunnar Aron, ef þetta er ekki augljósar skáldskapur eða besta falli slakar getgátur þá veit ég ekki hvað.
    Jáááá, gæti verið Carra eða Gerrard… tjah eða bara einhver sem er að vinna hjá liverpool… eða kannski gaurinn í pulsuvagninum rétt hjá anfield?

  137. Það er kvótið sem skiptir máli Reynir, hitt eru bara vangaveltur.

  138. Nokuð góður pistill Einar, bara leiðinlegt hvað þú ert pirraður og ekki gott að þú sért komin í þessar sálar kreppu og það allt bara vegna Liverpool… Ég hef verið í Stokhólmi og eftir því sem ég best veit þá eru þeir með fullt af sálfræðingum sem taka að sér einstaklinga sem af einhvejum ástæðum láta ýmsa hluti stjórna skapgerð sinni á einn eða annan hátt… ættir kanski að skoða það… :))

    Ég er og verð alla tiíð stuðningsmaður Liverpool, en come on það er líf eftir leik með Liverpool…. Leikmenn segja stundum, við tökum einn leik fyrir í einu og því skildum við stuðningsmenn ekki gera það líka…. við fengum eitt stig á móti Stoke sem er betra en ekkert stig…. það sem skiptir mestu máli er að vera jákvæður og útiloka það neikvæða… því hvort sem okkur líkar það betur eða ekki þá eigum við mannfólkið það til að láta neikvæðnina stjórna okkur frá degi til dags ef hún er svona ríkjandi… Hugsa meira jákvætt heldur en neikvætt… og allir verða sáttir…

  139. Danny Murphy var einn af fyrstu mönnunum sem Rafa seldi til að geta keypt Luis García og Xabi Alonso í staðinn. Við verðum því að gera ráð fyrir að hann sé frekar bitur út í Rafa og þess vegna er engin leið að ætla að taka hann trúanlegan þegar hann tjáir sig um Rafa og “innherjaupplýsingar”. Kannski er hann að segja satt, kannski er hann bara að nota tækifærið og skjóta á manninn sem seldi hann.

    Það er nú þannig, eins og gáfaðir menn segja. 🙂

  140. Murphy gagnrýnir sölurnar á Bellamy og Crouch en nefnir ekki að fjárhagsstaða klúbbsins gerði þær nauðsynlegar eins og áður hefur komið fram. Útlegging blaðamannsins er hins vegar gullkornið: ,,Danny Murphy feels Liverpool have gone backwards under Rafa Benitez since he left the club in 2004″.

  141. Hahaha mér fannst þetta bara skondið. Sumir virðast bara hafa svo mikið af “inside” upplýsingum að þeim finnst eins og það séu rök.

    Bottom line hjá mér. Rafa verður örugglega(því miður) hjá klúbbnum þangað til í sumar því að það er svo mikið vesen að reka hann með allt sitt staff á miðju tímabili. Þangað til verðum við bara að horfa uppá þessa hörmung.

  142. Það hefði ekki verið neitt mál fyrir Rafa að halda annað hvort Crouch eða Bellamy áfram, hann hefði þá bara sleppt því að kaupa einhvern annan í staðinn og sleppt því að borga laun t.d. Voronin o.f.l. sem sem hann notar aldrei. Þetta er lélegasta afsökun sem maður heyrir þessa dagana og aðrir stuðningsmenn hlæja að þessu! Þeir bara pössuðu ekki í leikskipulag og plön Rafa, ekki frekar en Robbie Keane. Að allir aðrir klúbbar í Premiership geti haft á sýnum snærum marga strikera en við bara einn er bara grín! Ngog er ekki klár í starfið en er efnilegur, Babel er kantari skv. Rafa og sömuleiðis Kuyt. Punkturinn er: Af hverju þarf Rafa að hafa ótal marga Varnar- og miðjumenn (og þar af marga í hlutverki backu-up leikmanna) en aðeins 1 striker? Er þetta gáfulegt???

    Varðandi Danny Murphy, þá hefur hann ekki verið þekktur fyrir að dissa Rafa eða Liverpool síðan hann fór, síður en svo. Hann virðist vera að tala frá hjartanu….og það er rétt hjá honum, liðið sem hann var í og lenti í öðru sæti var að standa sig mun betur en nokkurt lið sem Rafa er ábyrgur fyrir og SuperDan vann helling af dollum með Liverpool. Er því skrítið að Murphy segi þetta, við höfum ekki unnið titil í 4 ár! Hvað segir það um þetta ,,lið” í dag og færni þess sem og hæfileika þeirra sem eru í brúnni og stýra málum? Uss…maður verður þunglyndur á að horfa uppá þessa brotlendingu…ég held við þurfum nýja áhöfn til að koma okkur á flug…því miður.

  143. Peter Crouch hafnaði nýjum samningi hjá Liverpool þar sem hann fékk ekki að spila eins mikið og hann vildi því að leikmaður að nafni Fernando Torres var að spila mínúturnar hans ásamt öðrum leikmanni að nafni Steven Gerrard.

    Hefði einhver hérna viljað sjá Crouch fá þessar mínútur í staðinn á þeim tíma?

  144. Algerlega hárrétt hjá Helga, Crouch var boðinn nýr samningur, en hann vildi spila og því fór sem fór.

    Fótboltaheimurinn hló að Rafa Benitez þegar hann lagði traust sitt á Crouch, en sannleikurinn er auðvitað sá að besti tími á ferli þess leikmanns hingað til var hjá Liverpool. Enginn stjóri annar hefði haldið trausti við hann eftir byrjunina en Rafa. Menn gleyma því ansi oft.

    Bellamy er “heitur” karakter sem náði ekki vinsældum í leikmannahópi LFC, Riise atvikið var auðvitað hápunkturinn en margt annað gekk á. Hann var líka töluvert meiddur og þegar West Ham bauð í hann 7.5 milljónir punda var það einfaldlega of hátt verð til að segja nei.

    Ekki dettur mér í hug að láta eins og það tengist vanda okkar í dag!

    Svo ummæli Danny Murphy, ef rétt er eftir honum haft, að liðið sé komið afturábak frá 2004 er hann að vaða svo mikinn reyk að það þarf að kalla út slökkviliðið. Leiktímabilið 2003 / 2004 var allt komið út um allt, skulum ekki gleyma því að Owen og Gerrard höfðu gefist upp á liðinu vegna ástandsins, þó Rafa hafi talað Captain Fantastic til.

    Varaliðið ónýtt og unglingaþjálfararnir töluðu ekki við aðalliðsfólkið.

    Danny Murphy er þarna að skjóta sig í löppina gagnvart mér, finnst þetta útspil hans hreint ömurlegt og til þess eins fallið að svara fyrir sig eftir að hann var ekki í plönum Rafa. Reyndar bauð Rafa honum að vera áfram, en samþykkti tilboð Charlton. Honum var ekki ýtt út, en Rafa var tilbúinn að láta hann velja.

  145. Það væri gaman að hafa séð rafa beyta rotation aðferðinni sem ferguson notar og leyfa þannig leikmönnum að spreyta sig, hann hefði t.d. getað notað crouch og torres saman í leikjum sem að macherano væri ekki þurfandi ( leikjum á móti varnarsinnuðum liðum) og svo ef að fernando meiðist þá er hann allavega með crouch eða keane eða bellamy sem hann lét alla fara í staðinn fyrir torres

  146. Mér finnst skrýtið að áætla stöðu liða eftir launakostnaði. West Ham borgaði há laun þegar Eggert Magnússon tók við en þeir borguðu miðlungsmönnum alltof há laun. Við eigum að berjast um titilinn burt séð frá launakostnaði.

    Við erum farnir að líta á okkur sem miðlungsklúbb og farin að nálgast Birmingham. Við eigum að hugsa stórt.

  147. Nú veit ég ekki hvort það hafi komið hérna farm eitthvað um þetta mál, en það eru margir fjölmiðlar sem halda því fram að Gerrard muni fara í sumar og eru Inter, Real og Milan nefnd þar til sögunnar. Ef þetta er eitthvað bull ætti þá fyrirliðin ekki að koma fram og segja að þetta sé kjaftæði ?

  148. Sælir félagar

    Er ekki kominn tími á nýjan þráð. Hvernig er veðrið á Englandi? Hvernig er verðið á Englandi? er hvorutveggja gott?

    YNWA

  149. Danny Murphy er þarna að skjóta sig í löppina gagnvart mér,

    Hann hlýtur að vera miður sín yfir því!

    finnst þetta útspil hans hreint ömurlegt og til þess eins fallið að svara fyrir sig eftir að hann var ekki í plönum Rafa.

    Þvílík klókindi hjá Danny Murphy! Hann hatar Benítez svo mikið og langar svo mikið að koma höggi á hann að hann bíður eftir rétta tækifærinu, í tæp sex ár reyndar, og þá lætur hann til skarar skríða! Aldeilis blóðheitur leikmaður þar á ferð!

  150. Mér finnst nú það þjálfara að kenna að vinna ekki Stoke útaf því vantar Gerrard og Torres meðan chelsea burstaði Sunderland 7-2 án Drogba og Essien, John obi Mikel sem eru í Afríku Keppninni.

  151. Mér finnst ansi magnað að við séum ekki nema 4 stigum frá CL sætinu m.v. frammistöðu liðsins. Sýnir kannski hvað keppinautar okkar um þetta dýrmæta sæti hafa einnig verið í mikilli lægð undanfarið. En ég bara neita að trúa öðru en Rafa sé að ná í einhvern framherja. Það liggur algjörlega ljóst fyrir að N’Gog er ekki að fara að leysa þessa stöðu í fjarveru Torres. Strákurinn er alveg efnilegur og ágætis backup leikmaður en guð minn góður að fara að nota hann sem 1.senter í nokkrar vikur er útilokað. Við bara verðum að fá einhvern nýjan sóknarmann inn og það sem allra fyrst. Að mínu mati á það að vera algjört forgangsmál.

  152. Kjartan í 170.

    Ekki reikna ég með því að hann Danny Murphy missi svefn yfir því að ég sé ósáttur við hans ummæli og ekkert hef ég sagt til að láta menn halda að svo sé.

    Hann hefur hins vegar verið einn af mínum uppáhaldsleikmönnum með LFC í gegnum tíðina og ég er afar ósáttur með að hann hafi valið að sparka í liggjandi lið. Það snýst ekki um neitt annað en mína skoðun á því að menn verði nú meir en nokkru sinni áður að bera höfuðið hátt.

    Ég stend við þá skoðun áfram, en það er þitt að meta að hann sé svona blóðheitur Kjartan minn – ég held að það snúist ekki um það, heldur einfaldlega það að hann er á þeim vagni sem vill losna við Rafa og hann fær að viðra þá skoðun sína. Þá það.

    Skrýtið að ég sé ekki marga hér tala um orð Peter Beardsley um að Rafa hafi náð ótrúlegum árangri í uppbyggingu LFC undanfarin ár og það væri fásinna að láta hann fara.

    En hann allavega er á þeirri skoðun. 1-1 í fyrrum leikmönnum liðsins í blöðunum í dag.

  153. Þurfum nýjan þráð á síðuna. Fáum frekar “sögusagnir” og/eða “slúður” um að Babel sé að fara, nýr framherji sé að koma til liðsins eða eitthvað í þá veruna

  154. Finnst þér, Maggi, að Murphy sé að sparka í liggjandi lið eingöngu með því að segja sína skoðun? Má bara segja fallega hluti um Liverpool þegar gengur illa? Hann er spurður og hann svarar eins og honum finnst. Átti hann að ljúga? Hann er ekki í Sjálfstæðisflokknum. Hann er með skoðun og segir það sem honum finnst eins og allir ættu að fá að gera.

  155. Ég nenni nú ekki að tjá mig lengur um Liverpool, tekur sig ekki enda hef ég ekkert gáfulegt fram að færa lengur. En mig langar að vita er þetta ekki bara met í ummælum á þessari síðu við eina færslu ??

  156. Nr. 160, að segja að Crouch og Bellamy hefðu átt að vera áfram er einfaldlega ekki rétt, hvorugur var sáttur við að vera varamaður ef ske kynni að Torres myndi meiðast! Þeir vildu báðir glaðir fara og því ekki annað í spilunum en að leyfa þeim að fara.

  157. Ég kaupi það ekki alveg sem sumir eru að segja að liðið hafi verið að leika yfir getu á síðasta tímabili. Mér finnst það varla ganga upp.

  158. Rétta svarið við því sem D. Murphy er að segja er að segja honum að hætta bulla!

    Fulham er rétt fyrir neðan Liverpool og er að reyna að koma á sundrung innan Liverpool. Við stuðningsmennirnir megum ekki láta plata okkur og snúast gegn Benitez.

    Menn eiga að trúa á málstaðinn, ef ekki þá get þeir bara verið úti.

  159. Ég myndi ekki segja að liðið hafi leikið e-ð yfir getu á síðustu leiktíð. Liðið spilaði oft illa í fyrra en var samt að ná stigi eða stigum, e-ð sem gerist ekki núna þar sem að standardinn “að spila illa” er orðið svo rosalega lélegt. Hlutitrnir féllu meira með okkur en á móti í fyrra sbr það að Liverpool spilaði hluta úr ca 9 leikjum manni fleirri. Þess utan lagði Reina upp nokkur mörk í fyrra sem er ekki að gerast núna enda á ekki að vera flókið að verjast útspörkum. Meiðsli lykilmann hafa sett strik í reikninginn, þó svo að L´pool hafi ekki lennt verr í því en önnur lið þá hefur liðið ekki hóp, leikaðferð eða styrk til að hafa e-ð til að spila uppá.

  160. 179 Nákvæmlega! Rafa er með þetta fáranlega kerfi og aðferðafræði sem býður eingöngu uppá að hafa einn alvöru striker. Topp strikerar sætta sig ekki við að sitja og horfa á tuðruna úr fjarlægð og þess vegna vilja þeir ekki vera hjá Liverpool. Þetta er aðalástæðan fyrir því að við höfum bara einn topp sóknarmann. Ástæðan er ekki sú að við höfum ekki efni á að hafa tvo topp sóknarmenn á launaskrá, eins og margir vilja meina. Ég var m.a. að reyna að benda á þetta. Þess vegna segi ég að aðferðir Rafa að þessu leyti eru all verulega súrar og eru að kosta okkur svakalega mikið í baráttunni, sérstaklega þegar Torres er frá.

    • Þetta stangast algjörlega á við það sem SSteinn segir hér ofar í kommentum: “Ég þekki til dæmis ansi marga í innsta hring The Kop, sem mæta á alla leiki, heima og úti, og í þeim hópi er ekki EINN sem ég þekki sem vill Rafa út.”

      SSteinn er greinilega mjög vel tengdur! HAHAHAHAHAHAHAA!

    Hefur það ekki komið nokkuð oft bersýnilega í ljós að SSteinn er bara þræl vel tengdur þessum hópi úti?
    Þarna úti eru, að því er virðist menn sem trúa á það að styðja liðið bæði í blíðu og stríðu! Með því er átt við að styðja það bæði þegar vel gengur og líka þegar illa gengur, jafnvel ennþá meira þá.

    Benitez er ekkert stærri en klúbburinn og félagið myndi alveg halda áfram hvort sem hann færi eða verður áfram, en ég er ekki viss um að það séu margir sem hefðu þó náð því úr liðinu miðað við vinnuumhverfið hjá manninum undanfarin tímabil og árangurinn hefur verið nokkuð góður miðað við samkeppni. Þegar ég segi nokkuð góður þá er ég að meina sá besti, langbesti, síðan Dalglish hætti hjá klúbbnum.

    Standardinn bara getur ekki verið alveg sá sami og þegar Liverpool vann titilinn annaðhvert ár og því verðum við að horfast í augu við það að tveir úrslitaleikir í meistaradeild, bikarúrslit í bæði dildarbikar og FA bikar ásamt 86 stigum og svekkjandi öðru sæti í deild í fyrra er góður árangur. Nettó eyðslan undanfarna leikmannaglugga hefur verið svo gott sem engin og þ.a.l. virðumst við vera að dragast aftur úr (allavega miðað við árið í ár). Liðin sem við höfum verið að keppa við voru góð fyrir og hafa ekki verið að veikja sig mikið!

    En þetta er engu að síður í fyrsta skipti sem liðið undir stjórn Benitez lendir í svona hrikalegri krísu þar sem það bara gengur EKKERT upp og fellur ekki nokkur skapaður hlutur með okkur, svo mikið að við fáum ólögleg mörk á okkur sem dæmd eru mörk þar sem dómarinn kunni ekki reglurnar. Svona gerist, en ég hef fulla trú á því að þessu sé hægt að snúa við. Ég hef ekki tölfræði um það en ég efa það einhvernvegin að skammtímalausnin að reka stjórann um leið og illa gengur í smá tíma sé ekkert svo svakalega góð. Ekki nema þú sért með lið eins og Real Madríd sem getur bara keypt nýtt lið kviss bamm búmm og ráðið nýjan stjóra sem hefur verið að gera það gott í rúmlega tímabil einhversstaðar annarsstaðar. Jafnvel það gengur ekkert svo frábærlega hjá Madríd, hvorki Real né A. Madríd sem einnig skiptir alltaf um þjálfara á nokkra mánaða fresti.

    Ferguson hefur gengið í gegnum tímabil sem hann hefur ekki unnið neitt, þó hann sé vissulega alltaf með liðið í toppbaráttunni, en hann fær alltaf að kaupa það dýrasta sem er á markaðnum og borgar þau laun sem þarf að borga. Wenger hefur einnig lent í krísum hjá Arsenal og átti t.d. á einhvern hátt svipað tímabil í fyrra og Benitez í ár. Hann er kominn aftur núna með lið sem virkar bara gríðarlega öflugt.

    Samanburður við þá tvo er kannski ekki málið en ég held að Liverpool ætti að þrauka þetta með Benitez og styrkja hann síðan almennilega fyrir næsta tímabil. Kaupa Barry-ana og þessa fyrsta kost leikmenn sem við höfum svo oft klúðrað þó nánast ekkert hafi vantað uppá.

    Ef ég man rétt þá lenti Valencia, sem er nú töluvert minna lið en Real og Barca í tímabili undir stjórn Rafa þar sem þeir voru 17-18 stigum á eftir meisturunum eftir að hafa unnið titilinn árið áður og lentu í fimmta sæti… en þeir komu alveg jafn mikið til baka árið eftir og unnu mótið þá örugglega og tóku UEFA CUp í kaupæti.

    Það er ekki þar með sagt að þetta gerist svona hjá Liverpool líka, þó maður voni það, en kallinn er alls ekki búinn að “missa það” og með þessu er ég að benda á að hann hefur þó allavega komið til baka frá svona tímabili áður. Hell það er rétt hálft ár síðan Liverpool spilaði einhvern skemmtilegasta bolta sem ég man eftir hjá klúbbnum og snýtti liðum eins og Villa, Real og United… í sömu vikunni. “Form is Temporary, Class is Permanent” á ágætlega við um það sem ég er að meina.

    Ef við hefðum verið að kaupa Diouf, Cheyrou og Diao í staðin fyrir Anelka í sumar (þið skilið hvað ég meina) þá væri afstaða mín kannski öðruvísi, en við fengum ekki einu sinni pening til að versla þessa kalla, bara bakvörð fyrir bakvörð og miðjumann fyrir miðjumann. Svona hefur það verið í nokkra leikmennaglugga og þar er um að kenna aðal vandamáli Liverpool, eigendunum.

    “at the end of the storm there´s a golden sky” og allir hinir frasarnir!
    YNWA

  161. það er orðið tímabært að sumir taki blöðkurnar frá augunum

Liðið gegn Stoke

Ýmsar fréttir