Liverpool 2 – Birmingham 2

Fyrir það fyrsta, bið fólk velvirðingar á því hvað síðan er hæg. Álagið strax eftir leiki er alltaf gríðarlegt og það gerist æ oftar að hún hrynji strax eftir leiki. Við erum búnir að láta hýsingaraðilann vita af þessu.

Liverpool spilaði við Birmingham í kvöld á Anfield.

Birmingham, lið í 15.sæti fyrir leikinn. Þeir mættu í dag á Anfield og náðu á einhvern óskiljanlegan hátt að skora tvö mörk og gera jafntefli við okkar menn.

Liðið var svona:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Insua

Mascherano – Lucas
Benayoun – Kuyt – Riera

Ngog

Á bekknum eru: Cavalieri, Aquilani, Gerrard, Kyrgiakos, Babel, Spreaing, Darby.

Ég veit ekki nákvæmlega af hverju við unnum ekki þennan leik í kvöld. Við vorum betra liðið í 90 mínútur. Í raun var bara eitt lið á vellinum – ég held að við höfum verið með í kringum 70% posession. En mér er bara nákvæmlega sama. Við unnum ekki Birmingham á Anfield.

Liverpool komst yfir í byrjun leiksins þegar að Ngog skoraði verulega flott mark. Liðið fékk svo endalaust af tækifærum til að bæta við mörkum, en menn gerðu sig seka um ótrúleg klúður fyrir framan mark Birmingham.

Og því var okkur refsað. Auðvitað. Gaur sem heitir fokking Chuchu skoraði eftir aukaspyrnu (surprise!). Stuttu fyrir hálfleik komst svo Birmingham yfir þegar að Cameron Jerome skoraði besta mark sem hann mun skora á ævinni af 30 metra færi þar sem að Pepe Reina var staðsettur of framarlega.

1-2 í hálfleik.

Í seinni hálfleik var þetta það sama. Liverpool átti leikinn. Á 70. mínútu fengum við víti þegar að David Ngog lét sig detta innan vítateigs Birmingham. Bulldómur, en Gerrard skoraði úr vítinu.

Þá hélt ég að þetta væri komið og liðið myndi klára leikinn, en svo fór ekki.

**Maður leiksins**: Reina átti annað markið og Skrtel var afleitur (hann gaf boltann allavegana þrisvar til mótherjanna). Agger og Insúa voru sæmilegir.

Á miðjunni fannst mér Lucas vera sterkur, sérstaklega í seinni hálfleik. Riera var ógnandi í fyrri hálfleik en fór svo útaf meiddur. Dirk Kuyt var afleitur og Benayoun líka. Það er hræðilegt þegar að miklu, miklu meiri ógnun kemur af hægri bakverðinum en af hægri kantinum. Eftir að Riera fór útaf þá var hreinlega einsog vinstri kanturinn væri ekki til – allar okkar sóknir voru hægra megin. Frammi var David Ngog svo mjög fínn.

Maður leiksins var þó **Glen Johnson**. Hann var klárlega okkar mest ógnandi maður í leiknum.


Hér með mun ég, Einar Örn Einarsson, afskrifa möguleika okkar á því að vinna enska titilinn á þessu tímabili. Í dag er 9.nóvember og þetta tímabil er einfaldlega búið að vera ömurlegt frá A-Ö. Megi þetta andskotans helvítis drasl tímabil hoppa uppí rassgatið á sér.

Það eru núna tvær vikur í næsta leik, sem verður gegn Manchester City á Anfield – baráttan um fjórða sætið er hafin.

Það er á svona kvöldum sem ég vildi óska þess að aðaláhugamálið mitt væri ballett.

128 Comments

  1. Þrátt fyrir að hafa verið að reyna og allt það og við jafnvel á köflum að spila mjög vel, þá er ekkert sem réttlætir það að Rafa verði áfram með þetta lið. Það er liggur við brottrekstrarsök að gera jafntefli við Birmingham á Anfield, hvað þá efitir þessa hrinu sem við höfum undanfarið verið í. King Kenny takk til loka þessa leiktíðar !!!!!

  2. Guð minn góður 🙁
    Lengi getur vont versnað. Það má öllum vera ljóst að það er eitthvað mikið að innan klúbbsins. Eru leikmenn búnir að missa trú á stjóranum? Everton og Man.City í deildinni í næstu leikjum, úffffff þetta lítur ekki vel út.

  3. Sælir félagar

    Nú er ég búinn að fá nóg. Það er engin, ég endurtek ENGIN afsökun til fyrir að vinna ekki þennan leik. Getuleysi liðsins frá aftasta manni til hins fremsta bjó þetta tap til.

    Enn og aftur koma skiptingar nRB manni í gott skap. Að skipta ítalanum inná þega 10 mínútur eru eftir, manni sem ekkert hefur leikið með liðinu, var auðvitað skipting ársins. Að skipta Babel inná fyrir Leiva, sem getur ekki skorað mark, sem getur ekki skotið á markið ef hann er í færi, sem fær niðurgang ef hann sé möguleika á því að skora, þegar 70 mín (ath. skiptimínúta RB sama hver staðan er nema menn meiðist og hann neyðist til að setja mann inná því reglurnar segja að eigi að 11 mans í liðinu) var auðvitað dásamlegt.

    Ég endur tek að ég er búinn að fá nóg af þessu og þessu verður að linna. Það er sama hvað verður gert allt er betra en þetta.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  4. Ég á ekki til orð yfir þessu liði okkar,en Glenn Jhonsson er frábær!!
    En ég skammaðist mín þegar Ngog tók dýfuna,en hann var samt góður í þessum leik,en um restina af liðinu ætla ég ekki að hafa nein orð .
    En hvað á Rafa að fá langan tíma ? Ef hann væri stjóri í einhverju öðru ensku liði væri búið að reka hann núna,það er næsta víst!!

  5. Sælir aftur félagar

    Ég kem aftur bara til að þakka eöe fyrir skýrsluna. Annað sem ég vil segja um þennan leik ,stöðu liðsins, leikmenn og stjóra og ég hefi ekki sagt nú þegar er ekki prenthæft. Því mun ég ekki tjá mig meira um þetta helvíti alltsaman.

    Bless

  6. Skemmtileg tölfræði á 78. mínútu á ESPN.

    Passes completed: 487 Liverpool v Birmingham 92.
    Corners: 10 Liverpool v Birmingham 1.
    Goal attempts: 10 Liverpool v Birmingham 2.
    Goals: 2 Liverpool v Birmingham 2.

    Óþolandi.

  7. Góð skýrsla Einar. Sem betur fer er komið landsleikjahlé sem ég vona að verði nýtt af einhverju viti é sem annars hata landsleikjahlé.

  8. Mér fannst liðið spila vel, sumir leikmenn náttúrulega miss vel. Við máttum helst ekki fá á okkur mark gengn liði sem spilar með rúmlega hálft liðið sitt inní sínum teig. Við fengum á okkur 2, og þess vegna var þetta erfitt, þar fyrir utan missum við 2 útaf meidda. Þetta var ótrúlegt, því lík óheppni sem eltir þetta lið. Við fengum á okkur 2 skot á markið og 2 mörk. Hvað er í gangi?

  9. Ég sé ekki lausn í því að reka Rafa í nóvember, fyrir utan það að þegar lið nær 35(7) skotum að marki gegn 5(2), 11 horn gegn 1 og er með boltann 78% leiktímans (skv. Soccernet.com) þá er það mannskapurinn á vellinum sem á að klára en ekki stjórinn.

    Glen Johnson maður leiksins – engin spurning

  10. Klúbburinn á ekki fyrir því að reka Rafa og því tómt mál að tala um. Nú fer þetta að batna.

  11. Já okei ekki reka Rafa, höfum hann bara áfram, vinnum enga titla, töpum fyrir lélegur liðunum og þá eru allir stuðningsmenn livepool sáttir. Þetta er F*n dæmigert fyrir Liverpool, kröfurnar okkar eru svo lágar að því það er svo langt síðan við unnum titil að við getum alveg eins kallað okkur stoke eða fulham. Skömmustulegt !!! ekkert annað, að sjálfsögðu lendir ábyrgðin á manninum sem að stjórnar liðinu ef mennirnir á vellinum drulla á sig er það AÐ SJÁLFSGÖÐU hans ábyrgð menn geta ekkert bara horft í kringum sig og horft á óheppni og aftur óheppni. Það fer að kallast masókismi að halda með Liverpool, því miður…

  12. Núna skoraði Babel í seinasta leik, af hverju þá ekki að leyfa manninum að byrja inná í kvöld ? Riera var að skríða saman og auðvitað fór hann meiddur af vellinum. Babel átti að byrja og Riera þá kannski að koma inná í seinnihálfleik.

    Bestu menn kvöldsins
    1. Johnson var geggjaður
    2. Lucas stóða vaktina vel í miðjunni
    3. N’Gog var mjög góður frammi og á ALLTAF að vera á undan Voronin í röðinni.

    Verstu menn kvöldsins
    1. Kuyt var ömurlegur
    2. Reina varði ekki kúk
    3. Yossi var slappur

  13. Eyða,

    ég ritskoða mig sjálfur. þetta er eins og Thule auglýsingarnar um árið… þær voru síðan bannaðar en þá kom næsta auglýsing, sömu leikarar en með límt fyrir munninn. Þeir sögðu ekki neitt en allir vissu hvað þeir meintu.

    sælir

  14. Hvenær skoraði liverpool síðast úr hornspyrnu ég bara spyr?

    Burt með Sudoku sérfræðinginn

  15. Já.

    Í kvöld ætla ég ekki að verja innáskiptingar Benitez. Dettur það ekki í hug, það var fáránlegt að setja Lucas og Masch saman inn á miðjuna og það að geyma Aquilani þar til á 84.mínútu var í það besta fáránlegt. En ég held að það hafi verið hans þrjóska.

    Eins og ákvörðun hans að sitja til baka á hægu tempói eftir að við skoruðum (mér fannst það greinilega uppsett), þar var komin sú bóla Benitez sem ég HATA HJÁ HONUM. Það vantar uppá kjark hans, og það í slíkum aðstæðum og nú geysa á Anfield finnst mér óverjanlegt!

    Ég veit samt að það þýðir ekki að ætla að reikna með að Rafa verði rekinn, enda hef ég áður lýst því að slíkt tel ég ekki vera á dagskrá á Anfield. Bara alls ekki.

    Ég ætla svo að fá að blása tvo trompeta út af umræðunni um einstaka leikmenn. Lucas lék í kvöld minnst átta sinnum betur en Mascherano sem var ömurlegur lengstum að mínu viti. Drap niður allt tempó og að mínu viti er hann eina vonin að við fáum að styrkja liðið okkar í janúar. Ef EITTHVERT lið vill borga 20 millur, þá bara takk.

    Hinn trompetinn snýst um Kyrgiakos, sem er að leika miklu betur í 93% atriða leiksins en Martin Skrtel sem er algerlega farinn. Vissulega á Kyrgiakos erfitt gegn fljótum mönnum og þarf að bregðast við því með því að liggja djúpt. En hann GETUR SENT BOLTANN og ER ÓGNANDI Í SET PIECE ATRIÐUM.

    Í kvöld fengum við 11 hornspyrnur og Skrtel var inni í markteig í þeim eiginlega öllum en vissi ekki hvort hann var að koma eða fara. Hann á líka ömurlegar sendingar, ein þeirra leiðir til seinna marks Birmingham og svo tapar hann skallaeinvígi í fyrra marki þeirra.

    N’Gog og Johnson það jákvæðasta í kvöld, ætla ekki einu sinni að pirra mig á vítinu þess unga, hann var allavega að leggja allt sitt í þetta.

    Hins vegar er þessi meiðslasaga og stanslausu róteringar vegna þeirra og leikbanna ekki að leika þetta lið vel. Riera og Benayoun núna. Ljóst að aftanítognanir þýða 3 – 5 vikur frá.

    Og þá kemur vandinn sem ræddur hefur verið undanfarna daga. Okkur vantar GÆÐALEIKMENN sem kosta 10 millur plús. Auðvitað átti Aquilani að koma inn fyrr en það er hárrétt í leikskýrslu Einars að kantarnir okkar voru algerlega andvana allan þennan leik, þegar við bætist að Insua er hundstressaður í gengi liðsins þarf mikið að koma til svo að einhver sköpun verði.

    Við þurfum fljótan vængmann á báða kanta í leik gegn svona liði. Riera var fínn fram að meiðslum en við brotthvarf hans fór sú ógn og þar með varð allt erfitt.

    Svo að það að borga stórar upphæðir hjá þessu liði okkar þarf að tengjast leikmannakaupum, ekki brottför einhverra annarra.

    Erfitt…..

  16. Minnti mig á liðið frá því á síðustu leiktíð þar sem við stjórnuðum leiknum, fengum nóg af færum og spiluðum vel en samt endar þetta í jafntefli. Þegar þessi jafntefli áttu sér stað á síðustu leiktíð var enginn samt sem áður að hugleiða að reka Benitez. Ég veit að það eru töp en ekki jafntefli sem hafa komið á undan þessum leik en hinsvegar fannst mér ég sjá framför í leik liðsins að undanskildum sama skelfilega varnarleik og þá sérstaklega í fasta leikatriðinu.

  17. ég er á því að Dirk nokkur Kyut þurfi einna helst af öllum að fara í aðgerð sem fyrst til þess að láta snúa fótunum FRAM!!!!!!!Djöfull er hann búinn að vera lélegur það sem af er.Ógeðslega klaufskur líka.Sáuð þið einhverntímann í seinni hálfleik þegar hann fékk langa sendingu sem hann ætlaði að taka á kassann sem hann og gerði,en boltinn fór beint þaðan og í gegnum KLOFIÐ Á HONUM!!!!!! Ömurlegt

  18. Ekki er liv beisið þessa dagana, geta bara ekki skorað þegar TORRES er ekki með, það er ekki nóg að vera meira með boltann, það þarf að skora og það geta liv leikmenn alls ekki, sum skotin fóru í innkast sem áttu að fara á ramann það er eitthvað stórkostlegt að hjá liðinu,,,menn verða að fara að girða sig í nýja brók eða bara að æfa sig betur…….þetta er óþolandi hvernig er komið fyrir liðinu, og þessir gömlu Liv menn sem eru að aðstoða Rafa eru ekki að gera mikið#”%$#”##$ helv…..

  19. Sammála með mann leiksins, gott að fá Johnson inn aftur. Ngog var svo með betri mönnum í dag en djöfull hrapaði hann hjá mér í áliti með þessari dýfu. Svona vil ég ekki sjá í Liverpool og hann ætti að skammast sín. Kæmi mér ekki á óvart að hann fái bann fyrir þetta rugl.

    Eigum við ekki bara eftir að klúðra einum bikar?

    prump

  20. Djöfull var Johnson góður. Mögnuð tilþrif hjá honum hvað eftir annað. Birmingham lék sama leik og Liverpool gerði oft á fyrstu árum Benitez, pakkaði í vörn og vonuðust til að lauma úr marki úr skyndisókn eða föstu leikatriði. Það gekk eftir.
    Besta svarið við slíkri taktík er að spila stífan sóknarleik með fljótum mönnum sem geta tekið andstæðingana á. Johnson var nærri búinn að leysa málið upp á sitt einsdæmi í þeim anda. En Kuyt (shit hvað hann var slakur), Lucas og Mascherano og jafnvel Riera eru ekki beint að rífa sig frá mönnum eða skora með langskotum. Fyrir vikið kemur ekki á óvart þó að við höfum haft boltann mikið að við höfum ekki skorað fleiri mörk. Og að leika með 2 varnarsinnaða miðjumenn á heimavelli móti liði sem fer ekki fram fyrir vítateigsbogann getur ekki verið gáfulegt.

    Guði sé lof fyrir landsleikjahlé. Við erum með ansi öflug lið þegar allir eru heilir og vonandi ná lykilmenn okkar að sleikja sárin núna. Svo verður Benitez að hætta að para Lucas(sem var prýðilegur í dag) og Mascherano á heimavelli og gefa Kuyt langt frí.

    Svo í lokin sendir maður samúðarkveðjur til Babel og vonandi að hann losni frá klúbbnum sem fyrst. Voronin, Ngog, afleitur Kuyt, hálfmeiddir Riera og Gerrard eru teknir fram yfir kappann. Benitez hefur enga trú á honum, með réttu eða röngu en það er ekki gaman að sjá mann með bullandi potential koðna niður. E.t.v. hefur hann ekki hausinn í þetta en það hlýtur að vera best fyrir alla að hann fái að finna sér nýtt félag.

  21. neðar verður varla komist. birmingham mun aldrei vinna liverpool nema með heppni og það tókst næstum því. það hinsvegar verður að segjast að það er eitthvað að hjá LFC. mórallinn er greinilega eitthvað í molum. við verðum að
    vona að eitthvað vit fari að koma í þetta. ég set stórt spurningamerki við öll
    þessi meiðsli endalaust. það er rannsóknarefni hvað meiðsli setja mikið mark á liðið…tímabil eftir tímabil.

  22. Kuyt, Mascherano, Skrtel,

    Þessum mönnum vil ég gefa góða hvíld frá byrjunarliðinu.

    Meira ætla ég ekki að skrifa að sinni. Get ómögulega verið málefnalegur eins og mér líður núna.

  23. Martin Skrtel og Insua voru lélegustu menn vallarins í dag. Þetta er samt með ólíkindum hvað liðinu gengur illa um þessar mundir. Liðið spilaði á köflum mjög vel í dag en svo þess á milli vorum við arfaslakir. Þetta hæga uppspil er líka að drepa mig. Hversu oft sjáið þið 7-8 sendingar á milli miðvarða í röð hjá Chelsea, Arsenal eða Man Utd ?? Þið sjáið það aldrei en samt virðist Liverpool vera Evrópumeistarar í að láta boltann fljóta á milli öftustu manna og að senda aftur á markmanninn sinn. Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að við erum ekki með nógu sterka miðjumenn. Við erum ekki með miðjumenn sem eru nógu sóknarlega góðir. Ég meina sjáið þið Lucas fyrir framan opnu marki, hann gæti ekki skorað þótt að lífið hans lægi við því. Maðurinn er gjörsamlega SÓKNARHEFTUR. Þegar að annar hvor miðjumannanna okkar var með boltann gerðist ekki neitt. Þeir eru ekki með úrslitasendingar og hugsa of mikið um varnarleikinn, senda boltann of mikið til baka sem drepur allan möguleika á hröðu uppspili hjá okkur.

    N’gog var flottur í kvöld, gerði það sem framherji á að gera, skoraði mark og tók svo ömurlega dýfu (ég mun fyrirgefa honum það). Glen Johnson var hinsvegar maður leiksins að mínu mati og er það gjörsamlega frábært að fá hann til baka því þar erum við komnir með aukamann sóknarlega séð. Það að hinir gátu ekki fylgt honum eftir og gert eitthvað af viti er mér óskiljanlegt. Ég er kominn á það stig að gjörsamlega þola ekki Martin Skrtel eftir leik kvöldsins. Þvílíkur dragbýtur og tréhestur sem þessi svokallaði miðvörður er. Hann er með lélega sendingagetu og svo getur hann ekki eins sinni skallað boltann í kjörstöðu fyrir miðvörð (sér boltann allan tímann og lætur einhver ræfil rústa sér). Insua er ekki nógu góður til að vera í Liverpool því miður. Hann er slakur varnarlega séð og alls ekki nógu góður sóknarlega. Þegar að Riera fór af velli þá var það ljóst að þáttöku Insua var lokið líka. Hann var fínn í fyrra þegar að hann þurfti að liggja til baka og verja bakvarðarstöðuna en þegar hann á að vera sækja líka þá er það honum bara ofviða.

    Ó guð hvað ég sakna Sami Hyypia. Hann hefði bæði étið boltann þegar að Lyon skoraði og einnig hefði hann skallað boltann í innkast í jöfnunarmarkinu hjá B’Ham.

    Alltof margið farþegar í þessu liði.

  24. Eina sem ég hef um málið að segja er Benitez burt og það helst í gær! Lucas og Kuyt mega líka fara, annars er ég bara sáttur með liðið, hvernig er hægt að segja að Lucas hafi verið góður í dag? Maðurinn fékk örugglega besta færi helgarinnar og hefði geta klárað leikinn fyrir okkur en NEI hann skítur einu versta skoti knattspyrnusögunnar að markinu (og það varla dreif að markinu) og það var ekki annað hægt en að vorkenna karl greyinu.
    En lengi lifi Liverpool !

  25. Var Skrtel góður, hann er afleitur knattspyrnumaður og gjörsamlega snauður af öllum hæfileikum sem nútíma knattspyrnumaður þarf að hafa. Hef verið að átta mig á þessi í síðustu leikjum en í kvöld varð mælirinn fullur. Væri skárra að hafa Kyrkiakos frekar en slóvakíska skrímslið.

    Reina átti seinna markið skuldlaust ásamt reyndar Skrtel og Mascherano sem voru báðir lélegir í dag. Kuyt er greinilega með M12 áskrift að byrjunarliðinu og að hafa Lucas og Masc saman á miðjunni heima gegn Birmingham er í versta falli skömmustulegt.

    Að við þurfum á ógeðisleikaraskap að halda til að ná jafntefli gegn helvítis fokking Birmingham er ógeðsleg hneysa og nú vil ég heyra raddir þess efnis að allt annað en 5 leikja sigurganga þýðir uppsön hjá Rfa Bente. Þetta er orðið gjörsamlega óafsakanlegt. Þessi innáskiptingapólitík hans er orðinn svo hálvitaleg og þetta er EKKERT annað en einhver helvítis þrjóska í kallinum að vilja ekki breyta um leikkerfi þegar planið hans gengur ekki upp.
    Rafa burt, Skrtel á sölulista, Kuyt á bekkinn og Torres af sjúkralistanum.

  26. Tvennt sem ég er alveg gaga yfir núna

    1) Kuyt er einn af sterkari mönnum liðsins, en síðustu vikurnar hefur honum tekist að vera áberandi lélegu í annars hræðilegu ástandi. Sú staðreynd að hann skuli vera með áskrift af byrjunarliðssæti þegar hann leikur jafn illa og raun ber vitni er skrítin í besta falli.

    2) Skrtel, ég hef sagt það frá því í fyrra – hann er ekkert spes leikmaður. Menn virðast vera uppteknari af “bútser” looki hans en getu, að vera með bad-ass look kemur manni afskaplega takmarkað í bestu deild í heimi. Ef þú getur ekki losað boltan betur en Carra, og tekur honum ekki fram á öðrum sviðum, þá áttu sæti í Liverpool FC ekki skilið.

    Ég er ekki með neinar töfralausnir frekar en aðrir. Það virðist ekki skipta máli hvort við séum betri eða slakari aðilinn í leikjum, við virðumst ekki geta sigrað. Baráttan um 4 sætið er hafin, City 21 nov er næsta viðfangsefni. Held ég hafi aldrei verið jafn feginn að fá landsleikjahlé. Þá kanski getur maður leyft sér að brosa þegar maður losnar við þennan leik(i) úr kerfinu.

    Guð blessi Liverpool FC

  27. Það þarf breytingu áður en leikmenn missa alla trú ! Kenny Dalglish er maðurinn !!! Annars heldur þetta rugl áfram !!!!!!!!

    P.S. Bíð eftir áliti frá bloggurum þessarar ágætu síðu um að hafa tvö miðjumenn sem geta ómögulega skotið að marki þ.e. L & M , ekki eru þeir að koma í veg fyrir mörk……………….

    Áfram Liverpool !!!

  28. Manni langar mest til að reita af sér allt hár og bölva öllum ljótum orðum sem til eru í orðabókinni. En ég hugsa að Einar og félagar myndu bara þurrka út mitt comment þannig að ég ætla að reyna að halda mig á mottunni.

    Mikið óskaplega andskoti er það bagalegt hvernig sumum leikmönnum Liverpool FC er fyrirmunað að nýta marktækifærin sín. Mikið hrikalega afskaplega eru varnarmenn okkar allt í einu orðnir alveg daprir. Martin Skertl er bara eins og byrjandi í fótbolta. Mascherano hefur engan áhuga á að spila fyrir Liverpool lengur eftir allt sem fyrir hann var gert á sínum tíma og honum bjargað frá West Ham. Dirk Kuyt hefur gleymt grundvallar atriðum knattspyrnunar og listinn er ekki tæmandi með hvað menn eru daprir ! Svo er það okkar ástsæli stjóri. Hann er ekki að gera réttu hlutina klárlega. Hvað við hann á að gera veit ég ekki. Mér finnst allavega að eitt þurfi að bæta, það er að menn fari að tala minna og afreka meira. Leikmenn og stjori hafa lofsungið sjáfa sig svo mikið en þegar kemur að því að skila því inn á völlinn þá gerist ekkert, menn eru bara daprir og ég er eiginlega bara sár !

  29. Lucas var góður í dag. Hann vann boltann hvað eftir annað, kom honum vel frá sér og bjó þannig til skyndisóknir. Get ekki verið sammála mönnum sem eru að hrauna yfir hann í kvöld. Hann var allavega mun betri en Mascherano, Kyut, Skrtel, Benayoun, Insua…

    Leikurinn í kvöld klúðrast út af slökum varnarleik í föstu leikatriði, einu sinni inn. Í fyrsta lagi atti fyrri skallaboltinn að vinnast og í öðru lagi áttu miðverðinir að koma tuðrunni í burtu í framhaldinu. En í staðinn horfa þeir á hvern annan og biðja um rangstæðu.

    Tvö mörk eiga að vera nóg a moti þessu B´ham liði.

  30. ég held að Glen Johnson sjái eftir því að hafa farið frá Pompey

  31. framhald

    P.Ss. hver er þá tilgangurinn að vera með tvö varnarsinnaða miðjumenn ?

    Dauði og Djöfull………… en

    Áfram Liverpool !!!

  32. Og eitt enn. Það er löngu búið að lofa Masch að fara til Barcelona. pottþétt næsta sumar.

  33. Svo ég svari þér Bogi.

    Er viss um að hugsun Rafa var að verja hundslaka vörn sem lekur mörkum og treysta á að Riera og Benayoun myndu skapa nóg til að vinna leikinn svoleiðis.

    Það er vitlaust upplegg að mínu mati, ekki síst þegar Mascherano er jafn slakur og hann hefur verið í vetur. Mér finnst Lucas leika mun betur og er að leggja sig fram, nokkuð sem mér finnst sá minni ekki gera.

    En að sjálfsögðu átti Aquilani að byrja þennan leik og Gerrard að leysa hann af!

  34. En pælið í því að við erum að tala um einn sigurleik í níu leikjum. Það er slæmur árángur fyrir Stoke, Hull og alla meira að segja ! Ég mæli með breytingum takk fyrir !

  35. Ef ég væri Benitez myndi ég sjá sóma minn og segja starfi mínu lausu en þar sem hann er þrjóskari en 5 ára frænka mín þá erum við fastir með hann for life! Alveg sama hvaða við erum betri og áttu færi og jadí jadí jadí þá telur það ekkert. Scum, Chel$ky og Arsenal gætu ekki unnið bara 1 leik af 9 þó þeir myndu reyna það!

  36. Nákvæmlega Maggi. Lucas var miklu betri í dag og virðist hafa meiri áhuga, því hjarta Masch virðist liggja á Spáni og þá hjá Barcelona og er ég alveg pottþétt viss um að hann fari þangað að ári eða fyrr……..
    Og núna er ég tilbúinn að sjá Eccleston, Pacheco, Amoo og fleiri sem eru að gera það gott með varaliðinu í hópnum til að lífga upp á tilveruna……

    Áfram Liverpool !!!

  37. Það er aðeins einn maður sökudólgurinn fyrir þessu gengi okkar á þessu tímabili og það er maðurinn á hliðarlínunni. Held að menn séu bara hættir að hafa gaman af því að spila fótbolta, enda hefur Benitez ekkert gaman af því, og það er greinilega að smita út frá sér. En ég get svo ekki verið málefnalegur í kvöld þannig að ég er hættur að commenta.

  38. “Á miðjunni fannst mér Lucas vera sterkur, sérstaklega í seinni hálfleik.”

    WTF!!!!!????????

  39. Hvernig er það væri ekki betra að henda Gerarrd og Torres í að gerð strax og þá báðir frá í 2 mánuði heldur en að nota þá einn og einn hálleik á nokkra vikna fresti og svo enda þeir sennilega báðir í aðgerð hvort eðer. Enn eina ferðina getum við ekki klárað Birmigham í deildarleik, hefðum sennilega ekki gert það í kvöld þó leikurinn hefði verið 300 mín, vantaði Torresinn til að klára þetta.

    Er ekki aðdáandi Ngog en mér fannst hann ekki láta sig detta heldur þvert á móti reyna að hoppa uppúr tæklingunni.

    Verður svo að fara að banna bæði Masc og Lucas að skjóta á markið því það er alltaf eitthvað allt annað en á markrammann og mótherjinn komin með boltann.

    2 ljósir punktar í kvöld Johnson frábær og Ngog þokkalega líflegur

  40. Verð að skjóta einu inn í viðbót. Bara það að maðurinn geti ekki fagnað þegar liðið hans skorar er nóg til að hann eigi að fara! Come on, FAGNAÐU! Vertu ekki alltaf í fýlu, það myndi kannski boosta liðið eitthvað

  41. Sammála Dassa að vissu leiti. Nefnið einn annan þjálfara sem fagnar ekki mörkum, sem btw smitar út frá sé til leikmanna………….

  42. Eitt sem ég er að velta fyrir mér. Hversu mörg mörk ætli við séum búnir að fá á okkur í vetur þar sem menn hreinlega virðast ekki geta hreinsað boltann frá marki. Ítrekað þurfum við að horfa á daprar tilraunir til að hreinsa sem enda hvergi annars staðar en á kollinum eða í löppunum á andstæðingi og oftast innan teigs.

    Þarna sést best skarðið sem Hyypia skilur eftir sig.

  43. Mér finnst Benitez vera góður stjóri en tel að hann komist alls ekki lengra með þetta lið. Hann er því miður nýbúinn að skrifa undir langan samning við félagið og því verður erfitt að reka hann, sérstaklega ef fjárhagur klúbbsins er í jafn slæmum málum og menn segja….

    …þess vegna er það einlæg ósk mín að Benitez sjái sóma sinn í því að segja starfi sínu lausu.

    Allt tal um óheppni, vonda kana og sjúkralista er hlægilegt þegar horft er til þesss að við höfum 1 sigur úr síðustu 9 leikjum okkar.

  44. haha það er allt vitlaust af því að N’gog fiskaði þessa vítaspyrnu. þvílíkt verið að gera mál úr þessu.
    djöfull væri gaman að sjá jafn mikið mál úppúr öllum dýfunum hjá drogba eða ronaldo.

  45. Hvað eru menn að bulla um dýfu hjá Ngog? Það þarf ekki að sparka mann niður til að það sé víti. Hvað átti Ngog að gera. Hoppa yfir hann, reyna að standa í lappirnar í ómögulegri stöðu? Eða átti hann að standa í lappirnar og láta Carsley taka þær undan sér? Þetta var púra víti þrátt fyrir að Carsley hafi ekki náð honum. Hann fór ekki nálægt boltanum og renndi sér á milli lappa Ngog.
    Annars fannst mér persónulega þetta lið sem við sáum í dag mun líkara því liði sem var að spila sem Liverpool á síðustu leiktíð. Menn voru almennt að leggja sig fram og reyndu að vinna leikinn. Ef menn spila með þessari ákefð áfram þá fer gengið að batna. Ef við hefðum verið á góðu rönni og spilað sama leik hefðu menn hálfpartinn hlegið og velt því fyrir sér hvernig í ósköpunum þetta gerðist.

  46. Er það kannski að koma í ljós núna að Benítez getur ekki náð árangri án Pako?

  47. Skottilraunir: 35 -7

    Possession: 78-22

    Getum sjálfum okkur um kennt, áttum að klára þetta í stöðunni 1-0. Hvað varð um vörnina hjá okkur? Við erum búnir að státa af einni bestu vörn á Englandi síðan á tímum Henchoz og Hyypia, en vörnin þessa dagana er hvorki fugl né fiskur.

    Og enn og aftur, váááá, hvað leikurinn lokaðist mikið þegar Benayoun fór á kantinn í stað Riera. Hann er enginn kantmaður. Hann leitar allt of mikið inn á völlinn.

  48. Gaman að þessu….

    “It [football] reminds me of a game I used to play when I was about 12 or 13. It was a military game called ‘Strategy’ You had 40 pieces – a general, lieutenants, surgeons, bombs – and you had to capture the other person’s flag. One time I lost so I spent all night thinking about the game and the strategy. Once I understood all the rules and the strategies I didn’t lose again.”
    Benítez in March 2005

    “As a squad we are beginning to realise and notice that his ideas are coming together and coming to fruition. He’s playing a style which he wants and playing that style with players he wants in that group. It’s important those two things come together. We are now seeing a Liverpool through the eyes of Rafa Benitez.”
    Morientes on Rafa Benítez’ Liverpool in Dec 2005

    “Rafa Benitez reminds me of Shanks. He understands the game, how to get the best from individuals, how to change a game with substitutions and his tactics are sound. He has gradually built a squad that looks far stronger than last season, combining class, pace, excellent movement and strength in depth.”
    Tommy Smith on Rafa in the summer of 2006

    “My first fortnight at the club was inhumane. Rafa Benítez criticised everything I did, from the way I did some basketball practice to how I played my football. But now I am grateful to him for filling me in on how the team works.”
    According to Alvaro Arbeloa his first two weeks at Liverpool were no picnic

  49. Tölfræði vinnur ekki leiki.. leikmenn hafa bara ekki orðið trú á því að þeir geti skorað og það er aðeins einum manni að kenna! menn voru að reyna skot úr gjörsamlega vonlausum stöðum megnið af leiknum, en það eru nokkrir ljósir punktar úr þessum leik og nokkuð margir neikvæðir. þeir eiga 5 skot og skora úr 2, úff það segir manni bara að sjálfstraustið er gjörsamlega í molum, ásamt því að eiga 35 sko og ekki nema 7 á markið. Hvert stefnir þetta lið?

  50. Væri góð tilbreyting að sjá Benitez sýna tilfinningar sínar á hliðarlínunni, fagna mörkum og því sem vel er gert í stað þess að garga stanslausar skipanir. Leikmenn virðast ekki vita hvort þeir eru að koma eða fara, ætla ekki endilega að segja það sé út af þessum stanslausu skipunum. En þetta virkar á mann sem þetta sé eins og tölvuleikur hjá karlinum. Annað sem er áberandi og það er ef planið í leiknum hjá hr. Benitez er ekki að ganga upp að þá er karlinn hálf ráðalaus, vantar allt plan b þegar leikurinn þróast út fyrir A4 blaðið hjá honum.

  51. um daginn var southgate rekinn frá Mboro eftir 3 tapleiki í röð(4.sæti)
    þar eru greinilega kröfur.
    Insúa greyið tekur bara afturförum, út með hann.
    Skretill, af hverju er hann í hópnum, tapar flestum návígjum og er kominn með carragher sendingar upp völlin endalaust.
    Þessir 2 miðjumenn frá suður ameríku (trúi varla að þeir séu báðir þaðan) geta spilað vel… en alls ekki saman, það er eins og coke með kókosbollu.
    riera var með einu ógnina vinstra megin og svo er skelfing að eina ógnin eftir að hann fór sé frá hægri bakverði. Enda hef ég alltaf sagt og segi enn að víðavangshlauparinn Kyut er drasl, hann er bara fyrir.
    Og gvöð hvað ég er þreyttur á benites viku eftir viku. fyrir leik: we have to be careful, he has some problems (aqualini spilaði fyrir 2 vikum og hættu að sparann) og svo eftir leik: we deserved to win, we played better and created lots of chances… en þeð gefur engin stig samt :/
    Úff… farinn í landsleikjafrí að slaka

  52. Jei! Aldrei dauður tími í musteri múgæsingsins! Hér kippast hnén til allra átta. Menn keppast hér við jórtra á ruglinu sem varpað er fram í æsifréttasneplum útlandsins án nokkurs vottar af gagnrýninni hugsun.

    Gott dæmi er það hvernig menn úthúða Javier eftir hvern einasta leik, og þá oftast er það án þess að nokkur rök séu fyrir því lögð. Hann langar jú ekki að vera í klúbbnum og spilar því illa. Bull og kjaftæði! T.a.m. þá vann hann allar þær tíu tæklingar sem fór í í leiknum (leikmenn Birmingham 17 tæklingar í það heila) og kláraði 97% af sínum 76 sendingum á samherja (leikmenn Birmingham náðu 77 hepnuðum sendingum sín á milli allan leikinn).

    Annað dæmi er það hvernig menn reyna að kenna Reina um seinna markið! Hann var staðsettur þar sem búast mátti við þegar við erum með boltan, það er við vítateigslínuna. Þegar við svo missum boltann þá er hann strax kominn inn í teiginn, en samt þannig að hann geti komið út til að ná í lausa bolta fyrir utan teigin. Svo þegar skotið kemur þá er hann búinn að hörfa inn að markteignum en boltinn rétt flýgur yfir fingurgómana á honum og undir þverslánna. Ekkert við því að gera. Hinsvegar er má setja spurningarmerki við sendingu Skrtel sem var hvergi nálægt því að rata á rauða treyju.

    “En að sjálfsögðu átti Aquilani að byrja þennan leik og Gerrard að leysa hann af!” – Maðurinn er nýstiginn uppúr veikindum, hvað veist þú um líkamlegt atgerfi hans? Gæti það hugsast að þeir sem eyða með honum lungann úr vikunni gætu mögulega vitað meir um þetta en þú/þið? Skoðanir byggðar á ófullkomnum gögnum eru nær undantekningarlaust rangar.

    “P.Ss. hver er þá tilgangurinn að vera með tvö varnarsinnaða miðjumenn ?” – Að vinna boltann? Þegar menn eru fullfærir um að koma boltanum skammarlaust frá sér þá sé ég ekki hvernig það á að skipta máli. Hinsvegar þá gera þeir okkur það mögulegt að halda uppi há-pressu og vinna boltann framarlega á vellinum.

    “Maðurinn fékk örugglega besta færi helgarinnar og hefði geta klárað leikinn fyrir okkur en NEI hann skítur einu versta skoti knattspyrnusögunnar að markinu (og það varla dreif að markinu)” – Sumum er það gefið að geta spyrnt boltanum vel með báðum fótum, öðrum ekki. Má kanski nefna það að í síðasta leik gegn Lyon þá í álíka góðu færi þá spyrnti Torres boltanum með veikari fætinum beint í fangið á markmanninum.

    “Ég veit samt að það þýðir ekki að ætla að reikna með að Rafa verði rekinn, enda hef ég áður lýst því að slíkt tel ég ekki vera á dagskrá á Anfield. Bara alls ekki.” – Fyrir ekki meir en hérumbil ári þá var þessi sami grátkórinn kveðinn í fjölmiðlum og var honum þá beint að Wenger.

    “Man einhver eftir síðasta hornspyrnumarki liverpool?” – Á þess að þurfa að hugsa mig lengi um þá var eitt slíkt skorað gegn West Ham (eða var það mögulega Aston Villa)

  53. jábbs þannig fór það kæru fellow poolarar .. ég horfði á þennan leik með semi eftirvæntingu , bjóst við að þetta yrði nú léttur heimasigur þar sem að aquilani fengi að spreyta sig og jafnvel skora , ég var ekkert að stressa mig á uppstillinguni á liðinu mér var eiginlega alveg sama .

    svo byjar leikurinn og allt gekk eins og ég hafði ímyndað mér liverpool átti leikinn og gott betur en það , komnir í 1 núll og ekkert sem benti til annars en að nokkur mörk myndu koma í kjölfarið .

    en þá dundu ósköpin yfir já nebblega boltinn fór yfir miðju og inná okkar vallarhelming , og það er nú bara þannig þessa daganna þegar skrtl er í vörninni þá kallast það að fara yfir miðjuna okkar vera dauðafæri!! sem reyndist rétt tveir litlir sambó strákar sem höfðu ekki orðið þess heiðurs aðnjótandi að skora mark á þessu tímabili ákváðu að splæsa sitthvoru markinu um leið og þeir snertu boltann í fyrsta sinn í leiknum !!!.

    eftir þessa skemmtilegu rispu frá þeim þá var vitað að liverpool myndi aldrei vinna þennan leik og jú vitiði afhverju ????? af því að þetta var ekki í handritinu hans hr benitez þannig að plan a var farið og plan b ekki til frekar en fyrri daginn !!

    nú slást menn um að telja upp öll færin sem við fengum og hvað við áttum að skora mörg mörk og hvað við vorum mikið með boltann og birham átti fá skot á markið , en við vitum það allir og höfum alltaf vitað að það eru mörkin sem telja ekki færin !!!

    það sem vantar í þetta lið er auðvitað margt , en það sem mér sýnist vera aðalvandamálið er að það vantar algjörlega alla leikgleði og ástríðu í menn . og þar sem sprelligosinn benitez er ekki að kveikja á mönnum þá verð ég bara að spyrja mig hvort að hann eigi bara hreinlega ekki að víkja og leyfa einhverjum sem hefur ennþá gaman af því að þjálfa fótboltalið taka við af sér ??? . ég hef lengi verið á báðum áttum með hann benna en þetta er að verða komið gott hann er engan veginn að ná til leikmanna það er klárt .

    eins mikið og ég elska þennan klúbb og hef alltaf gert þá finnst mér algjörlega sorglegt að sjá hvernig er komið fyrir því núna … NÚ ER KOMINN TÍMI Á BREYTINGAR !!!!!!

  54. Úff. Lánleysið, óheppnin, slöpp vörn og miðja…allt heldur þetta áfram. Það segir kannski sitt að besti sóknarmaður Liverpool á þessu tímabili er hægri bakvörðurinn. Ég held samt sem áður að eina lausnin á þessum mikla vanda sem hrjáir okkur sé að láta þessa gaura halda áfram að spila leiki. Mascherano fer vonandi bráðum að fá Aquilani með sér svo að hann verði ekki svona hræðilega áberandi í sóknarleiknum, Kuyt fer vonandi bráðum að finna svampinn sem hann hefur alltaf notað á ristina til að geta tekið við boltanum og vonandi fara Gerrard og Torres bráðum að jafna sig. Agger og Carragher þurfa núna að ná 5-6 leikjum saman og helst Aurelio með þeim. Benítez þarf lífsnauðsynlega að reyna að fá varnarmennina til að hætta að leka svona skelfilegum mörkum í hverjum einasta helvítis leik. Undir venjulegum kringumstæðum ættu 2 mörk að duga gegn Birmingham.

    Eins og ég hef sagt áður, þetta er farið að minna óþægilega á taphrinu Houllier áður en hann fór…Því lengra, því líkara og þeim mun meira styttist í veru Benítez hjá liðinu.

  55. Ótrúlegir þessir menn sem vilja losna við Mascherano. Ég held að þegar menn eru að bera saman Lucas og Mascherano að þá gleyma menn því að munurinn á þessum tveimur mönnum er sá að Lucas hefur aldrei sannað sig sem leikmaður en Mascherano hefur margsannað sig, bæði með Liverpool og með Argentinu, var frábær á síðasta HM. Það þýðir ekkert að halda því fram að Mascherano sé bara allt í einu orðinn þvilíkt lélegur leikmaður sem að Liverpool geti á engan hátt notað. Mascherano er bara leikmaður sem þrífst á því að hafa góða leikmenn í kringum sig, þegar hann þarf bara að vinna sína vinnu og þarf ekkert að hafa miklar áhyggjur af uppspili liðsins. Var t.d frábær þegar hann hafði Alonso sér við hlið. Lucas hefur aldrei náð að sanna sig, skiptir þá engu máli hvort hann spilaði með Alonso, Mascherano eða sjálfum Gerrard. Þegar Lucas dettur loksins út úr liðinu að þá verður það 2 fyrir 1, Aquilani og nýr Mascherano.

  56. djöfull gæti ég ekki verið meira sammála þér Kobbih !! tek hattinn ofan fyrir þér…

  57. Helvitins fokking fokk það a ekki að ganga hja okkar mönnum getum ekki unnið leik hvað er malið fynnst lucas hræðilegur leikmaður getur bara ekki skorað mark fekk dauðafæri i fyrihalfleik sem hann atti að skora ur burt með þetta brassa rusl eg meina gaurinn er brassi og hann getur ekki skorað wtf!!! annars vorum við heppnir að fa eitthvað ut ur þessum leik jonson var frábær atti storleik og gaman að sja hann i liðinu aftur sömuleiðis var ánæjulegt að sjá SG koma inn i liðið.kuyt,lucas,skertel mega allir fara a sölulista sem fyrst alveg komin með nog af þessu bulli vona bara að þessir kanabjanar fari nu að eyða sma pennig i januar alveg komin timi a það koma svo liverpool, man city næst stórleikur ja eg held að við vinnum eg meina þeir eru fra Manchester 🙂

  58. Jæja, guð sé lof að það eru tvær vikur í næsta leik..:-(

    YNWA

  59. Ef það er ekki Kyrgiakos þá er það Skrtel og ef ekki hann þá er það Insua. En ég skil vel menn sem gagnrýna Kuyt og Lucas. ég meina Kuyt átti að kallast fyriliði liðsins og yfirleitt bera þeir höfuð og herðar yfir menn en Neibb því miður varð hann enn eina ferðina gjörsamlega út að skíta. og er ekki búin að geta blautan allt tímabilið, en samt sem áður fær hann að njóta þann heiður að bera fyriliðabandið. E-h sem skilur þá ákvörðun hjá Benitez? Lucas klúðraði nátturlega færi ársins. og Þessir menn hafa fengið alveg nóg af spil tíma þetta ár, Skrtel er til að mynda nýstiginn uppúr meiðslum. man bara í fyrra hvað allir voru ánægðir með hann og Insua. það er ekki að ástæðu lausu afhverju hann er kominn í Argentínska landsliðið. Og að gagnrýna Masch er nátturlega bara fyndið, lesiðið kommentið hjá kobbah, það er einsog talað útfrá mínu hjarta. málið er bara að Benitez er komin á leiðarenda með liðið hvort sem ykkur líkar það betur eða verr.

  60. Flott seinna markið hjá B-ham.

    Ég vil biðja aðdáendur Livpool afsökunar á slæmu gengi Liverpool. Ég jinxaði þetta með því að segja að þetta tímabil yrði frábært.

    Ég hef ákveðið að hætta að halda með Liverpool og er farinn að halda með Chelsea og Man utd. Þetta eru tvö bestu liðin í heimi.

  61. Þarf ekkert að ræða þennan leik í öreindir, það var augljóst að vörnin er mjög saky, og þó svo að Glen Johnson sé frábær fram á við þá er hann ekki að skila því sem Arbeola gerði í vörnininni svo mikið er ljóst. Held að þetta hafi verið síðasta halmsrá senoir Benitz hjá liverpool, ef hann er ekki rekin núna þá er það útaf því að klúbburinn er í tómu tjóni fjárhagslega, úff. Held að við ættum núna að taka bara gamlan gaur á þetta eins og Dalglish og sjá hvort eðlilega framkoma með kannski með smá væntumþykju og fögnuði væri ekki málið.

  62. eg tapadi à lengjunni liverpool var sidasti leikurinn minn var kominn med 3 adra leiki inn.eg var svo öruggur med thennan leik ad eg var thegar byrjadur ad spa hvad eg a ad gera med peninginn en Nei !.Eg vill Benitez burt eg er gjörsamlega kominn med oged a thessu spili hja okkur boltinn er alltaf sendur til baka og svo einhverjar 7-8 sendingar milli midverdina.Vid erum Liverpool thad er svo mikid hjarta og stolt ad halda med Lfc og mer finnst thad gratlegt thegar thjalfarinn hefur ekki hjarta til ad fagna eda brosa fyrir sitt lid RB a ad vikja sem fyrst

  63. já segið mér einhver af hverju er boltinn alltaf sendur til baka til baka og helst á Reina þvílíkt lið sem Liverpool er orðið best að hætta að fylgjast með þessum niðurrifsbolta sem þeir spila. Burtu með Rafa inn með Jose

  64. æi…oh
    andsk…. sko…. djö… ooooooooh….
    hvað á maður að segja??? 🙁

  65. Vá. Góður nætursvefn og ég er enn hálf orðlaus yfir þessu öllu saman. Ætla þó að reyna að koma nokkrum punktum frá mér, fyrst ég er búinn að þrauka nóttina án þess að koma hér inn í pirringskasti og segja eitthvað sem ég meina ekki.

    01: Sóknin okkar var betri í gær en í langan tíma. Yossi og Kuyt voru reyndar ekki góðir fannst mér og Mascherano og Lucas týndust á tímabili en þó sóttum við án afláts og skoruðum tvö mörk. Það er ekki beint slæm niðurstaða, þótt vafalítið hefðum við viljað skora meira. Munaði miklu um að Ngog var frískur á toppnum og Johnson var í fantaformi á kantinum. Gerði meira en báðir vængmennirnir og hinn bakvörðurinn til samans.

    02: Mörkin sem við fengum á okkur voru svo svart og hvítt að það er ekki fyndið. Fyrsta markið er aulaskapur frá A til Ö – Johnson eltir hreyfingu sóknarmanna um leið og McFadden tekur spyrnuna og fer aðeins frá sínu svæði, sem gefur Birmingham-manninum þar færi á að vinna skallabolta #1, Skrtel er svo ekki nógu aggressífur og tapar skallabolta #2 og auðvitað dettur sá bolti beint fyrir fæturna á Benítez. Enn eitt markið úr föstum leikatriðum.

    Seinna markið var hins vegar bara klassi hjá Jerome og ekkert sem okkar menn gátu gert – Skrtel sendir boltann fram og hann kemur strax aftur til baka, lendir á miðsvæðinu þar sem Jerome nær að skýla honum frá Mascherano og lætur vaða af löngu færi. Pepe nær að koma sér í stöðu fyrir skotið en boltinn fer í boga yfir hann, óverjandi. Engum að kenna. Bara okkar heppni þessa dagana.

    Það sagði einhver í ummælunum við byrjunarliðið í gær að þetta lið okkar þessa dagana væri haldið þeim frábærlega ömurlega hæfileika að láta ÖLL lið líta vel út. Þannig var það enn og aftur í gær. Birmingham-liðið var búið að skora níu mörk fyrir þennan leik. NÍU MÖRK, og þeir skoruðu tvö gegn okkur. Eitt aulalegt en svo eitt sem leit út eins og Zlatan eða Ronaldo hefðu skorað það, ekki Cameron fucking Jerome. Þessi mörk eru týpísk fyrir ástandið í dag – heppnin er engan veginn með okkur en um leið erum við einnig okkar verstu óvinir.

    03: Meiðsli. Ætlar þetta engan enda að taka? Rafa segir að Yossi og Riera séu mögulega með rifna lærvöðva. Sömu meiðslin með nokkurra mínútna millibili. Þetta er alveg ótrúlegt, en um leið hlýtur að koma að því að gagnrýnir menn horfi á sitt eigið þjálfunarprógramm. Er verið að þjálfa leikmennina rétt, eru sjúkraþjálfararnir að vinna nógu góða vinnu, þegar við lendum í svona ótrúlegum meiðslavandræðum? Auðvitað er mikið af þessu óheppni og/eða slæm tímasetning en menn geta ekki bara borið því við sig og horft ekkert í eigin barm. Rafa bara hlýtur að vera að skoða þessi mál og sjá hvort hann geti prófað að breyta til, hvort það skili árangri.

    04: Rafa. Ó, Rafa, Rafa, Rafa. Ég sagði fyrir nokkrum vikum að ég vildi sjá hann breyta aðeins um taktík á meðan liðið væri að spila illa, laga taktíkina að styrk leikmannanna sem hann hefur úr að moða á meðan lykilmenn eru í meiðslum. Þessar breytingar komu aldrei, hann heldur áfram að láta Lucas spila framar á vellinum en hann er vanur (farið að minna mig á Momo Sissoko sem leið aldrei vel svona framarlega á vellinum heldur en Rafa neitaði að nota hann aftar), hann setur Ngog í liðið í gær en lætur hann vera úti hægra megin lengst af á meðan Kuyt er í miðjunni, og svo virðist Yossi ekkert vita hvaða stöðu hann á að spila.

    Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur; á meðan við erum ekki með neinn vængmann (Riera kom og fór jafnharðan í gær) eigum við að stilla upp demantamiðju.

    Svo eru það innáskiptingarnar. Sér kapítuli og eins og pabbi minn sagði við mig yfir leiknum í gær eru þær algjörlega akkilesarhæll Benítez sem stjóra. Hann neyðist til að setja Gerrard fyrr inn vegna meiðsla Riera en bíður svo alveg þangað til á 75. mínútu með að gera aðra breytingu, þrátt fyrir að Benayoun, Kuyt, Insúa, Lucas og Mascherano hafi verið að skila litlu sem engu sóknarlega allan seinni hálfleikinn. Hann hefði getað verið löngu búinn að fórna Yossi eða Kuyt fyrir Babel (sem hefði átt að byrja að mínu mati eftir markið í Lyon – fínt að brjóta manninn niður aftur), hann hefði líka getað verið löngu búinn að fórna öðrum varnartengiliðnum (þið vitið, af því að það voru TVEIR slíkir inná) fyrir Aquilani.

    En nei. Babel fékk kortér, Aquilani fékk átta mínútur. Því fór sem fór.

    Benítez hefur margt með sér og auðvitað styðjum við hann flest enn, aðallega af því að menn átta sig á að staðan er ekki að öllu leyti honum að kenna og að það eru varla betri menn á lausu í dag. En hann ber mikla ábyrgð líka, þrátt fyrir allt, og í gær klúðraði hann liðsuppstillingunni.

    Ég hefði viljað sjá þetta lið:

    Reina
    Johnson – Skrtel – Agger – Insúa
    Mascherano
    Lucas – Benayoun
    Kuyt
    Ngog – Babel

    Það segja örugglega einhverjir að það sé auðvelt að vera vitur eftir á, en ég er búinn að vera að hrópa á þetta leikkerfi í margar vikur núna. Og Babel átti klárlega að byrja þennan leik eftir markið í Lyon.

    Og ekki segja mér að það sé engin breidd í þessu liði. Demantamiðja er sett upp þannig að liðið geti haldið boltanum innan sinna raða, sett upp þannig að við yfirmönnum andstæðinginn upp miðsvæðið, og sett upp þannig að vörnin hafi öllum stundum verndun á meðan bakverðirnir bomba linnulaust upp kantinn.

    Þetta leikkerfi svínvirkar. Spyrjið bara Chelsea og Ancelotti. Haldið þið að það sé tilviljun hvað Ashley Cole hefur verið góður í vetur? Ímyndið ykkur Johnson fá svona frjálsa rullu, vitandi það að Lucas og/eða Mascherano vernda svæðið hans og að hann er samt með Benayoun og einn annan miðjumann sér til aðstoðar. Og með TVO FRAMHERJA til að krossa á.

    Þegar Rafa kom til Liverpool var það nefnt sem hans helsti kostur hvað hann væri sveigjanlegur í taktík. Menn vissu ekkert hvernig átti að spila gegn Valencia (og Liverpool, til að byrja með) af því að menn vissu ekkert hvernig liðið myndi stilla upp frá leik til leiks. Í dag er öldin önnur – Rafa þykist vera búinn að finna „sitt kerfi“ og stillir liðinu alltaf upp eins. Það eina sem breytist eru leikmennirnir sem spila hlutverkin, taktíkin er alltaf sú sama. Þetta veldur því að m.a.s. lið eins og Birmingham og Fulham (með fullri virðingu) eru búin að læra á okkur. Stjórar eins og McLeish eru ekki endilega stjórar í hæsta gæðaflokki en þeir geta unnið með sín lið vikuna fyrir leik gegn Liverpool vitandi nákvæmlega hvernig taktík þeir munu mæta.

    05: Það besta sem Rafa gerði í gær var að hafa Voronin ekki einu sinni á bekknum.

    06: Það hefur margt gengið á hjá þessu liði (og klúbbnum) í haust. Minnst af því er Rafa að kenna, en hann verður að bera ábyrgð. Hann ber ábyrgð á íhaldssemi í taktík þegar núverandi leikaðferð er klárlega ekki að ganga. Hann ber ábyrgð á íhaldssömum innáskiptingum, nú sem fyrr. Hann ber ábyrgð á því að ná ekki að rífa liðið upp úr þessari lægð. Hann ber ábyrgð á því að leikmaður eins og Voronin fái yfir höfuð að klæðast rauðri treyju. Hann ber ábyrgð, og ef þetta lagast ekki fljótlega verða eigendurnir einfaldlega neyddir til aðgerða. Jafnvel við sem styðjum Rafa og sjáum að þetta er alls ekki sjálfskapað víti hjá honum hljótum að viðurkenna að ef hlutirnir batna ekki verður hann að bera ábyrgð, hvort sem það er eitthvað betra þarna úti eða ekki.

    Þannig að ég ætla að endingu að koma með eftirfarandi spá: þótt það sé mér, mörgum stuðningsmönnum og sennilega eigendunum þvert um geð, þá er Rafa í hættu. Ef hann dettur út úr riðlakeppninni, og ef hann nær ekki allavega fjórum stigum af sex mögulegum í næstu tveimur deildarleikjum (Man City heima, Everton úti) – er ég nánast handviss um að Hicks & Gillett munu láta hann fara um næstu mánaðarmót.

    Ég vona að það gerist ekki. Ég vona að liðið detti í gírinn strax í næsta leik og Rafa geti haldið áfram sinni góðu vinnu sem hefur skilað mikilli framför síðustu fimm árin. En ef hlutirnir lagast ekki mun það gerast að menn geta ekki setið aðgerðarlausir lengur. Ég veit það, þið vitið það, og trúið mér, Rafa veit það.

  66. My Kop pledge
    Always support the team, no matter how bad they are playing.

    If the team is doing badly, cheer even louder as they need your support more.

    If a player is struggling, sing his name louder and more often as he needs it..YNWA !

  67. Eru menn ennþá á því að Rafa sé að gera góða hluti og sé rétti maðurinn í þetta starf? 10. nóv og deildarkeppnin búin, dottnir úr deildarbikar, dettum út úr Meistaradeildinni í næstu umferð. Glæsilegt.

  68. Þessi leikur var bara nákvæmlega eins og svo margir leikir í fyrra, miðjan okkar og sókn skortir bara hugmyndir til að klára. Það eru öll liðin í deildinni löngu búin að sjá í gegnum spilið okkar. Ef þið munið hvernig við enduðum tímabilið í fyrra þá vorum við að klára alla leiki annaðhvort á vítaspyrnu eða föstu leikatriði úr aukaspyrnu. Ef að við fáum nóg af þannig þá ættu hlutirnir að ganga upp hjá okkur, en miðjulega, sóknarlega og kantlega þá eru alltaf sömu hlutirnir í gangi sem leiða ekki til þess sem við þurfum. Johnson steig náttúrulega upp í gær og var að skapa hættu en við það stóð. Vissulega héldum við boltanum nánast allan tímann og það var líka planið hjá Birmingham að leyfa okkur að þvælast þetta fram og tilbaka en þeir vissu alveg hvernig ætti að stoppa okkur. Og ef við viljum klára leikinn fyrir utan teig með því að skora þá þarf algjörlega að skipta um menn inni á vellinum. Eini maðurinn sem kann að skora fyrir utan teig er Gerrard. Lucas á alltaf lömuð skot, yfirleitt ekki á ramman. Samt man ég bara eftir 4 skotum frá honum á tímabilinu. Mascherano getur ekki komið bolta frá sér lengra en 10 metra, hvort sem það er skot eða sending. Yossi er ekki góður skotmaður af færi, ekki Kuyt og bara nákvæmlega enginn. Málið er hinsvegar að miðað við hvernig Birmingham spilaði vörnina í gær þá var þetta akkúrat sem við þurftum. Því að ekki tókst okkur að spila okkur í gegnum þessa mjög þéttu vörn.

  69. Glen Johnson var góður í kvöld, en ef að Gerrald hefði skorað mark og fiskað víti þá hefði hann verið maður leiksins í kvöld Ngog maður leiksins bjargaði stigi með glæsilegu einstaklings framtaki.

  70. Þetta ætlar að verða ömurlegasta tímabil Liverpool sem ég hef upplifað og er ég búinn að fylgja þessum klúbbi síðan þeir spiluðu sinn fyrsta Evrópuleik á Íslandi gegn KR. það er svo slæmt að ég er að hugsa um að loka Stöð 2 Sport til að þurfa ekki að fara í vont skap leik eftir leik. Hvað veldur þessu ömurlega gengi liðsins. Ég hef lengi sagt það að Rafa Benitez nái ekki lengra með liðið. En margir sögðu að ég væri með hann í einelti. En mín skoðun er að koma í ljós. Hann hefur ráðið leikmannakaupum, sem að mínu viti eru slæm. Einnig má ekki gleyma bandaríkjamönnunum sem eiga liðið núna. Þeir ættu fyrir löngu að vera búnir að losa sig við liðið. Að horfa á leikinn í gær setti punktinn yfir i-ið. Það vantar alla sköpun í liðið og þeir láta allt fara í taugarnar á sér. Þeir geta ekki einu sinni tekið sómasamleg horn hvað þá heldur annað. meira að segja hinn snjalli markvörður Reina lét skora á sig mark langt utan af velli. hvað er til ráða? Það þarf að stokka allt upp. Fá nýjan stjóra og leikmenn að hluta til. Þetta mun taka nokkur ár, en það er skemmtilegra að horfa á jákvæða uppbyggingu en þessa martröð. Það hllýtur að vera erfitt að vera Púllari í Liverpool-borg, þegar að við hér upp á Íslandi erum farnir að skammast okkar fyrir liðið. Vonandi á ég eftir að upplifa betri tíð með Liverpool.

    Enn einu sinni Púllari, alltaf Púllari, YOU NEWER WALK ALONE!!!!!!!!!!!!

  71. Og hvað ætla menn að segja ef við töpum á móti City og hvað þá leiknum þar á eftir á móti Everton ?

  72. Sammála Kristjáni Atla #72

    En víst þú ert nú að tala um hvað Benitez er góður í að drepa niður sjálfstraust eins og hjá Babel þá hljótið þið að muna eftir því hvernig hann náði að gera slíkt hið sama með Crouch? Í hvert skipti sem maðurinn skoraði þá var hann búinn að vinna sér inn fast sæti á bekknum!

    Kiddi Keegan #75

    Einu skiptin sem við skorum úr föstu leikatriði er þegar Gerrard(Heilagur) neglir honum beint úr aukaspyrnu eða þá víti. Ég man varla eftir marki úr hornspyrnu þó svo það sé hugsanlega styttra síðan að líklegast Torres setti hann með skall eftir aukaspyrnu-fyrirgjöf.

    Það þarf bara nýtt blóð þarna, alveg sama hvað þjálfarinn heitir og hversu góður hann er. Hann er búinn að fá endalausan tíma til að “byggja” upp liðið en lítið gerist. Bara það að kaupa mann sem spilaði einhverja 15-20 leiki síðasta tímabil og var vitað að væri meiddur heillengi þegar hann kæmi er bara rugl þegar þú ert að selja einn besta playmaker í boltanum í dag!

    Áfram LFC

  73. Sælir félagar.

    Nú er kominn nýr dagur og messti pirringurinn úr manni. Ekki samt allur skulið þið vita.

    Ég er algjörlega sammála því sem KAR segir hér fyrir ofan. Rafael Benitez verður að gera svo vel að fara að athuga sinn gang. Það er auðvitað rétt að hann á ekki sök á meiðslum og veikindum leikmanna en hann ber algjöra og fullkomna ábyrgð á því hvernig liðið spilar, öllum uppstillingum (sem á bara við um hvaða leikmönnum er stillt upp, kerfið er alltaf hiðm sama) viðbrögðum við því sem gerist meðan á leik stendur (sem eru engin nema ef hann neyðist til að skipta inná vegna meiðsla) og innáskiptingum. Gott væri að menn gæfu honum einkunn fyrir þau atriði sem varða leikinn og ég nefni hér að ofan. Um hitt þarf ekki að ræða sem varðar veikindi og meiðsli.

    Mín einkunn er 5,0 af 10 mögulegum það sem af er þessari leiktíð. Nú getur maður bara vonað að maðurinn taki sig á, fari í gagngera naflaskoðun og finni gleymdan sveigjanleika í fari sínu og hegni mönnum ekki fyrir að spila vel/gera góða hluti (eins og Babel og svo Keane á síðustu leiktíð). Ef þetta gerist ekki er Rafael Benitez búinn að vera jafnvel meðal hörðustu stuðningmanna sinna.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  74. Varmenni.

    Ég ætla bara víst að gagnrýna Masch, og kobbih einmitt af því að þessi leikmaður er enginn unglingur og á einfaldlega að geta miklu betur. Hann spilaði verulega vel gegn United og fínn gegn Lyon, en í gær var algerlega augljóst að Birmingham lagði leikinn þannig upp að hann mátti bera boltann upp. Og það gerði hann, með 5 – 7 snertingum á boltann áður en hann tók ákvörðun sem voru oft ansi slakar. Svo var varnarvinna hans í seinna marki Birmingham í besta falli ömurleg! Auðvitað hitti Jerome boltann vel en Javier er í liðinu til að koma í veg fyrir svona skotfæri og því hlýtur að mega að gagnrýna hann!

    Varðandi Aquilani Varmenni þá las ég bara viðtal við Rafa frá því í gærmorgun þar sem hann sagði að Aquilani gæti hugsanlega leikið í 60 – 70 mínútur í leik kvöldsins, og þar með slógu menn því auðvitað upp að hann jafnvel byrjaði leikinn. Mér fannst augljóst í vandræðum liðsins að undanförnu að við þyrftum að taka sénsa á leikmönnum. Rafa gerði það með Riera og segja má að það hafi sprungið, en þó var Riera búinn að leggja upp mark áður en hann fór útaf….

    Ég tel vafasamt í svona leikjum að stilla Lucas og Masch upp saman og ætla bara að fá að hafa þá skoðun.

    Svo er Varmenni algerlega að misskilja mig ef hann telur orð mín um Rafa þýða að ég vilji fá hann tafarlaust í burtu. Það er alls ekki mín skoðun, því liðið á í töluverðum vandræðum núna, en að skipta um stjóra myndi engu hjálpa, en margt skaða.

    Ég ætla samt að fá að taka undir hluta orða Kristjáns varðandi Rafa og þrjósku hans við leikskipulag og skiptingar. Rafael Benitez er fullljóst að það er tekið að fjara undan honum á meðal okkar stuðningsmannanna. Fullljóst. Þess vegna taldi ég líklegt að við myndum sjá hann sýna kjark í leik gærdagsins, sem mér fannst hann ekki gera! Hvorki með liðsskipan sem var með tvo djúpa miðjumenn og “graftara” í sóknarlínunni. Það er búið að stilla upp sverðinu og mér finnst hann stefna í að láta sig bara detta á það. Styð þá skoðun að slæm úrslit framundan gætu þýtt að Kanarnir gefist upp.

    Rafa verður að sýna kjark í slíkri stöðu og taka sénsa. Liverpool er einfaldlega þannig félag að við viljum fara fram af krafti og lifa eða deyja samkvæmt því. Houllier missti aðdáun á Anfield, ekki útaf úrslitum, heldur leikstíl og því að félagið var að grotna niður. Félagið er alls ekki að grotna niður núna, en því miður finnst mér stórar spurningar vera vakna varðandi það að lesa stöðuna á liðinu og hvað þarf að gera. Eins og mér fannst árið 2007 – 2008 vera, þegar úrslitaleikur okkar í CL breiddi yfir langan slakan kafla í deildarkeppninni. Það verður að sýna kjark og grimmd til að snúa við slíkum köflum, en því miður er það með LFC eins og íslenska handboltalandsliðið, það koma upp langir slakir úrslitakaflar, í fyrra t.d. í janúar. Svoleiðis bara virkar ekki í enska boltanum í dag….

    Ég ætla ekki samt að ræða Babel sem einhver mistök. Riera skilaði meira til liðsins í 44 mínútur og síðan Gerrard en Babel hefði gert.

    En ég ítreka að stóri vandinn okkar er að það vantar það að félagið geti keypt 2 – 3 heimsklassaleikmenn án þess að selja einhverja í staðinn. Í leik eins og í gær var það alveg augljóst.

    Svo auðvitað styðjum við félagið okkar í gegnum þetta allt, það er ólgusjór núna og ferlega fúlt, en það styttist í björtu tímana! Vonandi nær Rafa að snúa gengi liðsins við, því ég tel hann langhæfasta kostinn í stöðunni, það munu engin stór nöfn slást um að stjórna LFC í því umhverfi sem enski boltinn er í dag, einfaldlega vegna þess að við erum ekki samkeppnishæfir á leikmannamarkaðnum.

  75. Þetta með að skipta aldrei fyrr en eftir 70 mín. þegar ekkert er að ganga er orðið algjört joke. Maðurinn er þrjóskari en andskotinn og hreinlega að verða hættulegur klúbbnum. Það vantar alla víðsýni í Benitez og ef planið fer út fyrir A4 blaðið fer allt í steik. Oft hefur verið erfitt að vera Liverpool stuðningsmaður, en aldrei eins og nú.

    Hornspyrnur gefa okkur ekki neitt, en verða nánast eins og víti okkar megin.
    Er liðið svona svakalega lágvaxið? Þegar Hyppia fór hvarf öll hætta í teig andstæðingana. Gætum tekið 30 hornspyrnur í sama leiknum án þess að skora.

  76. Sammála þér í mörgu Maggi # 81, en ekki í lýsingunni á marki nr 2. Þetta hefst náttúrulega á því að hinn ógurlegi Skrtel ákveður á 46 mínútu að senda boltann yfir alla leikmenn Liverpool og á miðvörð B´ham sem svo sendir hann á Jerome, óskiljanlegt, ekki fyrsta ömurlega sending hans í leiknum og ekki sú síðasta.

    Masch er í Jerome í skotinu, flokkast seint sem “skotfæri” að mínu mati. Á móti kemur að Reina er allt of framarlega og miðverðirnir bakka frá honum þó að hann sé annar af tveimur bláum leikmönnum á okkar vallarhelmingi.

    Sammála þér annars með Lucas og Masch í svona leik. Þeir hafa ekki hraða, sendingargetu eða útsjónarsemi til að brjóta 10 manna vörn á bak aftur. Sóknarleikur okkar var allt allt of hægur, með Masch, Lucas og Kuyt að taka 4-5 snertingar á boltann og senda oftar en ekki krossendingar eða til baka.

  77. Get nú ekki verið sammála með að Masch hafi spilað illa, vann margar mikilvægar tæklingar og skilaði boltanum yfirleitt fljótt frá sér, hann gerði nákvæmlega það sama og í fyrra þegar allir voru að tala svo vel um hann, eini munurinn er að nú virðist hann eiga að taka þátt í sóknarleiknum og eiga sóknarsinnaðar sendingar, eitthvað sem hann þurfti aldrei að gera í fyrra og (leiðinlegt að segja) er bara alls ekki nógu góður í, það er út af mönnum eins og masch sem að bakverðirnir geta farið svona mikið upp kantana og kanntmennirnir geta verið meira í sókn en í vörn.

    Annað, þá finnst mér þetta vera réttur vítaspyrnudómur, veit að margir (flestir) eru ekki sammála þar sem það var engin snerting, sem er alveg rétt, en þegar þú rennir þér í svona tæklingu eins og hann gerði þá er eins gott að þú náir boltanum, en það gerði hann ekki, Ngog hoppar upp úr tæklingunni, enda getur það ekki verið gott að fá svona naut á sig, og reynir þar með að koma í veg fyrir að meiðast, við það er hann augljóslega kominn í verri stöðu en hefði enginn tækling átt sér stað. Þar með er þetta orðið brot. Ngog lætur sig detta til að tryggja það að eitthvað sé dæmt, þar sem það hefði örugglega ekkert verið dæmt hefði hann ekki hennt sér í jörðina.

    Þarf ekki að vera snerting til að eitthvað sé brot.

  78. sálin mín og taugar eru komin með nóg af því að halda með Liverpool. Alltaf þegar andstæðingar okkar komast inn á vallarhelming okkar dettur hjartað mitt í buxurnar á mér af hræðslu um að þeir skora. Og það á við um birmingham og man utd og öll liðin þar á milli. Þessi manager okkar er of stoltur til að geta stjórnað liði með miklar væntingar, hann verður að fara að viðurkenna mistök sín og laga þau.

    Það sjá allir að zonal marking virkar ekki í vörn. Og við erum ekki að fá neitt út úr offencive set plays. Það stafar aldrei ógn af okkur þegar það er hornspyrna. Í svona 60% tilvika þá fer hornspyrnan ekki yfir fyrsta varnarmann. Og svo þegar það er brotið á okkur þar sem við getum leyft miðvörðunum( þó þeir skora ekki oft) að fara fram þá flýtum við okkur alltof mikið og tökum stutta sendingu í staðin.

    Skipting fyrr en á 70 mín er ekki að virka. ( að aquilaini hafi ekki komið inn á fyrr en á 82 mínutu í gær er rosalegur skandall.)

    Á móti liðum eins og Birmingham þurfum við ekki að vera með 2 varnarsinnaða miðjumenn. Við eigum besta sókndjarfa miðjumann í heimi og besta varnarsinnaða miðjumann í heimi. með þá tvo saman á miðjunni ættum við að vera með ágætis tök á mönnum eins og lee bowyer og lee carsley.

  79. Ég er SVOOOO sammála hverju einasta orði hans Kristjáns Atla. Hvert einasta atviksorð, lýsingarorð og sagnorð ! Menn geta bara ekki endalaust kennt óheppni um ástandið. Menn verða að stíga upp og axla einhverri ábyrgð því að hún er svo vissulega til staðar !

  80. Sammála sumu hér og öðru ekki eins og gengur og gerist á þessari ágætu síðu.

    Ég ætla samt að halda mig við sömu skoðun og fyrr, okkar helsta vandamál í dag sem og undanfarin ár er að við erum ekki samkeppnisfærir í peningamálum og leikmannakaupin eru eftir því.

    Nýjasta dæmið er Ribery sem á netmiðlum er sagður falur í janúar og sagður vilja fara til Englands, öll helstu topplið á Englandi í kjölfarið orðuð við hann nema að sjálfsögðu Liverpool sem allir vita, slúðurblaðamenn þar meðtaldir að eiga ekki sén í slíkan alvöru mann sem kostar jú peninga.

    Ef ekki kemur innspýting af fé inn í þetta lið með nýjum eigendum er framtíðin einfaldlega ekki björt, HVORKI MEÐ EÐA ÁN BENÍTEZ!

  81. ArnarÓ, það er ekki nóg að skjóta endalaust uppí stúku, það geta flest lið gert það. Málið er að klára færin og sama hvað þá sæi ég ekki Scum, Chel$ky eða Arsenal gera 2-2 jafntefli á heimavelli við Birmingham því þau lið bæði klára færin og eru ekki með hugmyndasnauðar lokasendingar eitthvað og þá helst á andstæðing

  82. Nr88 Davíð

    • Nýjasta dæmið er Ribery sem á netmiðlum er sagður falur í janúar og sagður vilja fara til Englands, öll helstu topplið á Englandi í kjölfarið orðuð við hann nema að sjálfsögðu Liverpool sem allir vita, slúðurblaðamenn þar meðtaldir að eiga ekki sén í slíkan alvöru mann sem kostar jú peninga.

    Ég held að meirihluti okkar sé ekkert að fara fram á að klúbburinn taki þátt í svona bulli, þ.e. kaupa Ribery á 50-60m. Nógu sjaldgæft er að við kaupum menn á 15-20m. Við virðumst ekki einu sinni geta spennt bogann nógu mikið til að geta keypt Michael Turner…FRÁ HULL, en SUNDERLAND getur það!!

  83. Sælir félagar.

    Þetta er tiltölulega einfalt. Rafa þarf að breyta hugsunarhætti sínum og eins og Maggi segir í stöðum eins og þessum þarf hann að vera sveigjanlegri. Hann þarf að geta breytt hugmyndum sínum um leikinn í samræmi viðhvernig leikurinn þróast. Það þýðir ekki að ætla troða ferstrendingi niður í sívalning þó þeir hafi sama ummál.

    Ef Rafael Benitez hefur mist allan sveigjanleika í leikhugsun og hefur ekki þor til að taka áhættu til að vinna leik fremur en sætta sig við jafntefli þá er hann kominn á endastöð. Við getum ekki unnið titil með þeim hugsunarhætti.

    Sem sagt: Rafa verður að taka til endurskoðunar niðurnjörfað leikkerfi sitt, skipulag sem virðist fastmótað fyrir leik og hann breytir ekki hvernig sem leikurinn þróast og innáskiptingar sem virðast fyrirfram ákveðnar sama á hverju gengur. Það er að segja; hann verður að hafa sveigjanleika til að bregðast við aðstæðum hverju sinni.

    Auðvitað mun honum skjöplast í einhverju eftir sem áður, hann er þrátt fyrir allt mannlegur. Enn að vera svona fyrirsjáanlegur í öllu sem leiknum viðkemur býður ekki upp á árangur. Það get ég fullyrt.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  84. nr 90, Babu.

    Þú virðist vera að misskilja mig. Það sem ég er að benda á er að við erum ekki orðaðir við Ribery frekar en aðrar stórstjörnur sem seldar eru vegna þess við getum ekki náð þessum mönnum og örgustu slúðurblaðamenn vita að enginn myndi trúa sögu um að Ribery kæmi til Liverpool. Við verðum að vera samkeppnishæfir við önnur lið um alvöru menn ef við ætlum að vera alvöru lið. Vil ekki sjá okkur missa þetta í einhverja vitleysu eins og Real Madrid en við verðum að sætta okkur við það að sterkir menn kosta í dag stórfé og við verðum að fá fjársterka eigendur inn í klúbbinn ef við ætlum að vera með í framtíðini en ekki endalaust að ræða um gamla tíma og englandsmeistaratitla sem unnust á síðustu öld.

  85. Það er auðvitað bara fásinna að fara að kaupa leikmenn fyrir þær upphæðir sem um ræðir hér. Ribery er vissulega frábær leikmaður en ég myndi ekki vilja sjá Liverpool kaupa hann þrátt fyrir að þeir hefðu bolmagn til þess á 50 – 60 milljónir punda. Aftur á móti þá eru það þessir leikmenn sem eru að kosta þetta 15 – 30 milljónir punda sem ég væri alveg til í að sjá koma til Liverpool hverjir sem það eru. Þar erum við að tala um leikmenn í þannig kaliberi að fara í byrjunarlið á hvaða heimsklassa liði sem er. En Liverpool virðist ekki hafa bolmagn til þess að kaupa þá leikmenn einu sinni þannig að það gefur að skilja að árángurinn stendur á sér á meðan svo er. ALVEG sama hver mun koma til með að stjórna Liverpool FC, Rafa eða einhver annar. Strákar þetta eru engin vísindi. Fótbolti er einföld íþrótt og peningar eru allt.

  86. Ég las það að peningamálin væru að skána og eigendurnir ætluðu að koma með 100 millur inn í klúbbinn í janúar og þá peninga finnst mér að nýr stjóri eigi að fá að nota til að breikka hópinn og losa okkur í leiðinni við Voronin,Babbel,Skrtel og jafnvel Masserano sem virðist ekki hafa áhuga lengur á að spila fyrir Liverpool.
    Það þarf að koma með einhverja gleði og léttleika þarna inn, Rafa virðist kominn að fótum fram í sinni fílu og er að draga klúbbinn með sér í fallinu og það verð eigendurnir að stoppa því að aðrir geta það ekki. það er alla vega ljóst í mínum huga að stjórinn er allt of þrjóskur til að koma með einhverjar nýungar inn á þessum tímapunkti sem er algjörlega nauðsynlegt ef á að takast að koma liðinu á sporið aftur því að ástandið er farið að minna ískyggilega mikið á síðasta árið hans Houlliers, meira að segja tilsvörin hans Rafa eru farin að minna á Houllier.

  87. 73:

    My Kop pledge Always support the team, no matter how bad they are playing.
    If the team is doing badly, cheer even louder as they need your support more.
    If a player is struggling, sing his name louder and more often as he needs it..YNWA !

    Ég vil halda því fram að það sé nákvæmlega þetta hugarfar stuðningsmanna Liverpool (sérstaklega annar liðurinn) sem hefur gert það að verkum að liðið er eins langt frá því að vinna deildina núna og það hefur nokkru sinni verið á síðustu 20 árum.

  88. 96:
    Heldurðu að leikmennirnir séu að misskilja stuðningsmennina ef þeir styðja hann áfram í stað þess að púa á hann þegar illa gengur og hugsi bara “heyr þeir fíla að ég sé að spila illa, best að halda því áfram”

  89. Nei, þetta á frekar við um klúbbinn og stjórn hans. Það er engin krafa frá stuðningsmönnum um árangur. Þetta er lið sem er búið að underperforma í tvo áratugi án þess að stuðningsmönnunum virðist finnast nokkuð að því. A.m.k. fara ekki færri á völlinn eða færri kaupa varning. Það er nákvæmlega ekkert aðhald frá stuðningsmönnunum. Sumir vilja kannski meina að svona blind hollusta sé dyggð, persónulega þá sé ekki hver árangurinn af henni hefur verið. Kannski ef fólk hætti að mæta á völlinn í mótmælaskyni myndu einhverjar breytingar nást í gegn.

  90. En Kjartan, þetta er einfaldlega kjarninn í því að halda með Liverpool. Svoleiðis bara er það, alveg eins og að kjarni Newcastleaðdáenda er hávaðinn á leikjunum þeirra. Þess vegna lendum við sjaldan í stjórafarsa og höfum ekki farið út af topp tíu í bráðum 50 ár. Slíkt er óheyrt hjá öðrum liðum í deildinni, líka Man. United og Arsenal.

    Á sama hátt ljómi þess fyrir leikmenn að koma og spila fyrir okkar lið og jafnvel gegn því.

    En ég er auðvitað sammála Davíð að stóri vandinn eru blankheitin okkar í samanburði við Chelsea, City og United. Jafnvel Sunderland og Tottenham eins og staðan er í dag. Við erum í dag nauðbeygðir að fylgja línu Wenger að byggja upp lið hægt og rólega og þar liggur grafinn hundur.

    Ef Rafa fær 100 milljónir í janúar og kaupir þrjá heimsklassamenn þá vinnum við FA cup í vor og titilinn á næsta ári tel ég. Ef við kaupum engan þá strögglum við að komast í CL. Sem betur fer virðist manni eigendurnir vera að fatta þetta því þetta er einfaldlega veruleikinn í ensku deildinni.

    Þrátt fyrir þrjóskuna í Rafa er þar stóri vandinn sem félagið stendur frammi fyrir. Þó hann fari breytir það eitt og sér ekki þeim vanda.

    Svo er ég alveg hjartanlega sammála því hversu ömurlegt er hve slakir við erum úr föstum leikatriðum. Shit! 12 horn í gær og engin hætta. Þrjár aukaspyrnur rétt utan vítateigs og við tókum bara útsvingspyrnu sem var skölluð frá.

    Hornspyrna í uppbótartímanum sagði þetta allt. Löng bið hver tæki hana þangað til Mascherano kom hlaupandi og sendi á fyrsta varnarmann. Útsving sem engu hefur skilað…..

    Enn erfiður dagur hér á bæ!

  91. Þú virðist vera að misskilja mig. Það sem ég er að benda á er að við erum ekki orðaðir við Ribery frekar en aðrar stórstjörnur’

    Hverjum er ekki sama hvaða leikmenn slúðurblaðamenn orða okkur við? 95% af því sem þeir skrifa er hreinn uppspuni.

  92. http://www.visir.is/article/20091110/IDROTTIR0102/653303998/-1

    Ég held að þessi grein segi meira en flest orð. Á meðan Liverpool virðist vera í fjárhagserfiðleikum, skv fjölmiðlum, þá er lið eins og Tottenham að skila methagnaði. Hvað veldur því að lið eins og Liverpool sem hefur haft reglulegar meistaradeildartekjur undanfarin ár og notabene talsvert af þeim, verið í verri málum en Tottenham sem hefur ekki komist í meistarakeppni síðan Ómar hafði hár. Og það er MJÖG langt síðan Ómar hafði hár. Ok þeir selja Berbatov á 30 millur og Keane á 19 millur en þeir kaupa Pavluchenko á 14 millur og Keane tilbaka á 16 millur. Þarna er hagnaður um 19 millur. Þeir hafa svo keypt aðra menn dýrum dómi eins og woodgate, Lennon, Jenas og fleiri en samt skila þeir hagnaði. Maður setur STÓRT spurningamerki við tekjustýringu Liverpool FC og er ég sérfræðingur í tekjustýringu þar sem það er mín vinna !!!!

  93. Ég held Einar að Davíð sé að reyna að benda á hversu lýsandi slæmt ástandið er að örgustu slúðurfréttamenn bendla stóre leikmenn ekki einu sinni við okkur þótt það sé algert kjaftæði. En ég er alveg sammála því að það skiptir nákvæmlega engu hver og hver ekki er orðaður við Liverpool. Kannski bara gott fyrir Liverpool að þurfa ekki að vera að eyða tíma í að hrekja einhverjar slúðursögur og einbeita sér af því að læra að spila fótbolta upp á nýtt, virðist ekki veita af því !

  94. 102 Haukur
    Er ekki Liverpool að skila Hagnaði? Þeir bara skulda svo mikið þar sem félagið var keypt fyrir örfáum árum með skuldsettri yfirtöku sem allri var velt yfir á klúbbinn. Veit ekki hversu mikið við eigum að horfa á Tottenham sem vel heppnað dæmi um fótboltaklúbb.

  95. Jebb, nú er framtíðin björt. Voronin er loksins búin að fá leyfi fyrir aldraða móður sína frá kartöfluökrunum í úkraínu og mun hún jafnvel detta beint í byrjunarliðið fyrir næsta leik. En svo vera skipt út á 68 mín fyrir son sinn.
    Hver þarf Ribery eða aðra sem geta eitthvað því þeir kosta jú peninga!þegar hægt er að sækja í stórfjöldskyldu Voronin fyrir lítið fé.

  96. Ég veit ekki til þess að skuldir kanan hafi fallið beint á Liverpool FC. Eignarhaldsfélagið Kop Holdings er með þessa 300 milljóna punda skuld á sér. Ef Liverpool er að skila hagnaði þá er klárlega verið að taka hverja einustu krónu upp í skuldir Kop Holdings, það er gefið.

    Skulum bara setja dæmið upp :
    Tekjur:
    1. Miðasala
    2. Sjónvarpsréttur
    3. Auglýsingar/styrktaraðilar
    4. Sala á varningi
    5. Hagnaður/tap af sölu leikmanna

    Útgjöld
    1. Laun leikmanna og starfsmanna
    2. Leikmannakaup
    3. Kostur
    4. Leikvangur
    5. Melwood
    6. Viðhald
    7. Annar tilfallandi kostnaður

    Ég hugsa að miðað við hvernig Liverpool FC hefur verið stjórnað í tíð Rick Parry þá hafi tekjuflæðið ekki verið að gera neinar rósir. Þetta virðist vera að batna núna með Christian Purslow, held ég sé að bera nafnið rétt fram. Nýr styrktarsamningur og sá stærsti í sögunni segir það. Önnur markaðsvæðing sem þekktist ekki í tíð Parry o.s.frv. Ég hugsa samt þegar ég tek tekju og kostnaðarliði og ber þá sama þá fer meiri peningur í að reka gott fótboltalið heldur en græðist á því. Það verða rosalega fáir ríkir af því að stofna knattspyrnulið ! Það virðast kanarnir ekki skilja ! En hvað með það eins og ég er búinn að segja að þá er peningurinn allt í fótbolta, ef þú átt hann ekki þá nærðu engum árángri því miður nema með kraftaverka unglingastarfi !

  97. Einhvernveginn finnst mer samt að það var gamlárskvöld í gær… Menn skutu bara allstaðar frá og hittu ekki einu sinni markið. Maður á að spila sig i gegnum þetta.

  98. Kjartan (#96):

    Þú ert að grínast er það ekki? Ég vona það allaveganna. Sé þér alvara þá óska ég eftir nánari rökstuðningi. Því ég er greinileg of heimskur til að skilja þetta.

    Ef stuðningsmennirnir hefðu nú bara haft vit á því að púa á Shankly þegar hann var að dóla með liðið í 2. deild? Ef stuðningsmennirnir hefðu nú bara haft vit á því að fá Joe Fagan rekinn þegar hann var að dóla með liðið í 18. sæti á miðju tímabili? Ef stuðningsmennirnir hefðu nú bara haft vit á því að fara heim í hálfleik á móti Olympiakos árið 2004? Svo ég tali nú ekki um leikinn í Istanbul 2005. Ef stuðningsmenn Liverpool hefðu ekki sýnt þá heimsku og skömm að syngja einkennislag félagsins hástöfum í tugþúsundatali í hálfleik í Istanbul – þá hefði Liverpool ábyggilega unnið leikinn 3-10!

    En svo ég útskýri mál mitt aðeins betur þá er það í eðli homo sapiens að þurfa stuðning og klapp á bakið þegar illa gengur. Það er beinlínis náttúrulögmál að í þeim mun verri málum sem skepnan er – því meiri stuðning þarf hún. Reyndar eru þetta svo víðtekin sannindi að allt okkar þjóðsskipulag gengur út frá þeim. Til þess erum við t.d. með velferðarkerfi og félagslegt kerfi.

    Því veikari sem þú ert líkamlega, því verri málum sem þú ert í félagslega því meiri aðstoð þarftu á að halda og því meiri aðstoð færðu.

    Það samfélag, sú fjölskylda, sú félagsskapur og sá vinnustaður, sem ekki þjappar sér saman í erfiðleikum eða í áföllum – þrífst einfaldlega ekki.

    Með því að þjappa sér saman og styðja hvort annað í gegnum erfiðleikana er sú leið sem náttúran hefur sýnt að sé árangursríkust í gegnum tíðina.

    Þegar mannskæðar náttúruhörmungar herja á samfélög, þá þjappar samfélagið sér saman og sýnir samstöðu (Sbr. snjófljóðin á Súðavík og Flateyri, Hillsboro-slysið, Munchen-slysið).

    En ég veit það ekki. Kannski ættum við að prófa hina leiðina.

    Næst þegar það er mikið að gera í vinnunni og ég verð beðinn um að vinna aukavakt – þó segi ég yfirmanninum að fokka sér og gera þetta sjálfur.

    Þegar einhver nákominn deyr, þá sleppi ég öllu þessu samþjöppunarkjaftæði. Öskra að þurfandi fjölskyldunni/vinum að hætta þessu væli – fólk eigi nefnilega að snúast gegn hvort öðru í erfiðleikum.

    Og þegar markmaðurinn í fótboltaliðinu mínu er að spila illa því hann skortir allt sjálfstraust þá öskra ég á hann að hann sé ömurlegur og að amma mín gæti varið betur en hann.

    Jú veistu Kjartan – fyndinn ertu! Þú varst annars að grínast er það ekki?

  99. Þetta eru í heldina málefnalegustu umræður hér á síðunni í langan tíma. Það þarf að axla ábyrgð og hætta að kenna öllu öðru um. Liðsuppstilling (m.a. Masch/Lucas alltaf á miðjunni þrátt fyrir augljósa galla) – taktík – mótivering leikmanna (lesist m.a. meðferð á Babel að láta hann ekki byrja) innáskiptingar o.s.frv. Hver ber ábyrgð á þessu? Ég finn til með Rafa og að mörgu leyti hefur hann verið óheppinn með sumt og þarf að fást við erfitt rekstrarumhverfi en…ég er ofboðslega smeykur um að hann sé kominn á endastöð með liðið. Ég vona ekki og hann þarf að rífa þetta upp núna strax annars spái ég að kanarnir muni splæsa í brottrekstur áður en fyrsti jólasveinninn kemur til byggða.

  100. 113: Hvaða meðferð á Babel? Hann er búinn að fá sín tækifæri og vera gjörsamlega skelfilegur. Án gríns, þá held ég að ég væri meiri styrkur fyrir Liverpool. Þegar ég horfi á hann veit ég alltaf hvað hann ætlar að gera, ef ég veit það án fyrirhafnar þá vita varnarmenn andstæðingsins það pottþétt og eiga ekki í erfiðleikum með hann. Væri frábært að skipta honum fyrr smá dough í sumar og fá einhver team player í liðið sem eykur gæði liðsins.
    Ætti að vera hægt að fá smá pening fyrir Babel, Voronin og Skrtel til að nota í einhverja nothæfa leikmenn. (Ef ykkur finnst gagnrýni mín á þessa þrjá leikmenn ómálefnaleg þá endilega fylgist með þeim í síðustu leikjum, Liverpool á að gera MIKLU MIKLU meiri kröfur til leikmanna sinna.

  101. Ég er svo reiður út í þetta liverpool lið að ég kem ekki upp einu orð, en er nógu gamall að hafa þá vit á að ”steinhald kjafti” frekar en að segja eitthvað sem ég svo meina ekki,og ég er ekkert á leiðinni að segja eitthvað að viti á næstunni,en í staðinn ættla ég bara að lesa commentin hjá snillingunum hér á þessari síðu.

  102. Fyrir ykkur sem að eru með itunes í tölvunni að þá mæli ég með að þið fáið ykkur podcastið frá UK!!! Hægt er að hlusta á nokkra þætti um boltann á Englandi og víðar.

    Eins og svo oft að þá barst talið að Liverpool og hvað sé í gangi í þeirra herbúðum í þætti sem að heitir Chappers. Einn af þulunum hafði það eftir fyrrum sjúkraþjálfara hjá klúbbnum að frá því að Rafa kom að þá hefur blóðprufum og alskonar testum á leikmönnum fjölgað mikið yfir tímabilið. Rafa styðst svo við þær tölur og niðurstöður þeirra að miklu leyti þegar að kemur að því að velja hópinn fyrir leiki, hann er ekki mikið fyrir að tala við leikmenn og spyrja þá hvernig þeim líður nema einn, Carra er undantekningin 😉
    Þetta kemur einhvern saman við það sem að maður sér, skiptingarnar aldrei fyrir en á 70 min nema að einhver meiðist, yfirleitt sömu leikmenn sem að er skipt útaf, allt eftir einhverri formúlu sem að kallinn vinnur eftir!!!

    Er sammála nafna með að Rafa virðist fastur í kerfinu sínu, honum hlýtur að fara að verða það ljóst að til að vinna leiki í dag að þá gengur það ekki að vera með suður-ameríku guttana tvo saman á miðjunni, það vantar einhvern meira skapandi þar, inn með Ítalan, helst í gær!!! Leyfum svo leikmönnum að vera svolítið skapandi, ekki segja þeim endalaust hvert og hvenær þeir eigi að hlaupa!!!!

  103. Nú er starfið hans Rafa við það að losna eftir að Real duttu út úr bikarnum í kvöld.

  104. Haha, Benitez til Real Madrid? Ekki til í dæminu, heldurðu virkilega að Real Madrid vilji sýna stuðningsmönnum sínum vélmennafótbolta? Mancini bíður sallarólegur eftir kallinu, vittu til.

  105. Af gefinni reynslu ætti engin að vera rólegur þegar starf Real er annars vegar, meðalstarfstími getur varla verið lengur en 6 mánuðir – gott starfsumhverfi það. S

    Segðu mér annars Patti, teluru í alvöru að þeir vilji Mancini í stað Rafa – þeir hafa haft augastað á Benitez í mörg mörg ár. Mörk skoruð síðustu s.a. 26 mánuði hjá Liverpool FC ættu nú að segja meira um spilamennsku liðsins en síðustu 6 vikur.

  106. Mancini bíður sallarólegur eftir kallinu, vittu til.

    Já, Real Madrid vilja auðvitað frekar Mancini eftir hans frábæra árangur í Meistaradeildinni með Inter.

    Slæmur árangur á 6 vikum gerir Benitez ekki að lélegum þjálfara. Ég myndi ekki vilja mæta Real Madrid með alla þeirra peninga og Rafael Benitez sem þjálfara.

  107. 81 Riera skilaði meira til liðsins í 44 mínútur og síðan Gerrard en Babel hefði gert.

    Ég mæli með að sá sem lét þessi ummæli falla verði umsvifalaust gerður að stjóra Liverpool. Þeir sem vita upp á hár hvað hefði gerst og hvað ekki hljóta að stilla liðinu rétt upp í hvert einasta skipti. 🙂

    Hollenski A landsliðsmaðurinn Babel skorar glæsilegt mark með einstaklingsframtaki og er tekinn út úr liðinu. Hljómar kunnuglega fyrir framherja Liverpool undir stjórn Rafa, fyrir utan Torres.

  108. 110:

    Þú ert að grínast er það ekki? Ég vona það allaveganna. Sé þér alvara þá óska ég eftir nánari rökstuðningi. Því ég er greinileg of heimskur til að skilja þetta.

    Ok, spurning um að halda smá perspektíf hérna. Finnst þér virkilega að það að svívirða ættingja við andlát í fjölskyldunni sambærilegt við að styðja ekki knattspyrnulið skilyrðislaust? Umræður fara ekki mjög langt ef það er gripið strax til svona upphrópana. Það verður að vera einhver sameiginlegur grundvöllur og sátt um gildi til þess að vitrænar umræður geti farið fram.

    Varðandi Shankly þá hafði Liverpool ekki úr háum söðli að falla á þeim tíma sem hann var að byrja með liðið. Það er þannig ekki sambærilegt við þá stöðu sem liðið hefur verið í síðustu tuttugu ár.

    Ég hugsa að ef aðdáendur hefðu látið skoðun sína á sanngjarnan og áhrifaríkan hátt (með að mæta verr á leiki, hætta að kaupa góss) í ljós á þessum tuttugu árum þá hefðu kannski einhverjar breytingar til batnaðar orðið. Áhorfendur geta um margt sjálfum sér um kennt hvernig er komið fyrir klúbbnum. Man eftir þegar liðið drullutapaði fyrir varaliði Arsenal fyrir örfáum árum. Það var vandræðalegt að þegar Arsenal var búið að rúlla yfir okkur þá sungu menn YNWA enn hærra en fyrr. Ég er ekki að segja að þeir hefðu átt að leggjast á bakið á liðinu í leiknum sjálfum en eftir svona frammistöðu hefðu þeir átt að baula hressilega á lið og þjálfara.

    Þegar ég segi svo að aðdáendur eigi sína sök á ástandinu þá á ég við yfirtöku Bandaríkjamannanna á sínum tíma. Hversu margir hér voru t.d. á móti kaupunum á sínum tíma, ef ekki beinlínis að tala fyrir þeim? Þeir voru alls ekki margir…

  109. Strákar, vitiði ekki hvernig Real Madrid virkar? Það þýðir ekki að vinna bara, það verður að vinna með stæl, eitthvað sem Benitez mun aldrei geta veitt þeim. Mancini er bara nýbúinn að skrifa undir starfslokasamning við Inter og er því laus allra mála. Hver annar getur tekið við?

  110. Kjartan er algjörlega með þetta hérna, en þekkjandi hvernig Liverpool-stuðningsmenn eru, talar hann fyrir daufum eyrum. Þeir verða að fara hætta þessari endalausu sjálfsvorkunn þar sem þeir halda að allur heimurinn sé á móti þeim.

  111. Nr 124. Hvernig kemstu að þeirri niðurstöðu að Rafa gæti ekki veitt þeim þennan “stæl” ? Hefuru ekki horft á Liverpool síðustu 26 mánuði eða svo, eða byrjaðir þú í september ? Það er oft sagt að það sem geri leikmenn að góðum leikmönnum er stöðugleiki, ekki formið þeirra í eitt tímabil, hvað þá 6 vikur, það sama á við um þjálfara og lið. Benitez er ekki orðin ónothæfur og Liverpool er ekki orðið slakara lið en B´ham og Fulham. Þetta er lægð, gerist allsstaðar – sjáið bara muninn á Arsenal í ár og í fyrra þegar þeir lentu í mikið af meiðslum, Wenger fór frá því að vera “búinn” í að vera guðdómlegur, tveir mánuðir er langur tími í fótbolta.

    Veit ekki betur en að liðið hafi skorað mest tvö tímabil í röð og spilað stórskemmtilegan fótbolta, t.a.m. þegar Real Madrid var niðurlægt í CL í fyrra, af liði hins varnarsinnaða-fúllynda-stíllausa og gagnlausa Rafa Benitez, skulum bara losa okkur við hann sem fyrst og ráða Daglish, Klinsmann eða já … Mancini…. ekki er nú öll vitleysan eins.

    Það gæti í raun verið hver sem er sem tekur við þessu blessaða Real Madrid liði, skiptir svo sem ekki miklu máli hver það er – það er dæmt til að mistakast. Milljarðar fjárfestingar í þeim hluta liðsins sem síst þurfti á andlitslyftingu að halda.

  112. Það má færa góð rök fyrir því að þeir áhangendur sem gera kröfu um að liðið spili vel og sýni það með “mótmælum” ef svo er ekki, séu betri en þeir sem klappa alltaf jafnmikið hvernig sem gengur. (Og jafnvel meira ef illa gengur eins og sumir vilja hér greinilega).

    Auðvitað á að sýna það í verki ef maður er óánægður.

    Hverslags yfirmaður í fyrirtæki væri það sem skammaði aldrei starfsmann fyrir síendurtekna ömurlega frammistöðu.

    Við, áhangendur Liverpool, erum yfirmenn eigenda og starfsmanna Liverpool FC.

  113. Mig langar aðeins að verja Rafa varðandi skiptingarnar hans á mánudaginn. Mér leist ekkert á þetta þegar ég sá uppstillinguna, tveir varnarsinnaðir miðjumenn á móti Birmingham á heimavelli.

    En skoðum aðeins hvernig leikurin þróaðist. Liverpool var í stórsókn allan seinni hálfleikinn og markið hreinlega lá í loftinu, við pressuðum þá stanslaust og unnum af þeim boltann og fengum fullt af góðum færum. Meðan leikurinn er að spilast þannig þá skil ég vel að menn vilji ekki skipta og setja inn á mann sem er ekki í neinni leikæfingu. Auðvitað þarf hann að spila til að komast í meiri leikæfingu en ég segi að við vorum bara einfaldlega svakalega óheppnir að fá þetta seinna mark á okkur og nýta okkur ekki betur yfirburðina úti á vellinum.

    Að því sögðu sögðu þá finnst mér Rafa oft of íhaldssamur varðandi skiptingar en ekki í þessum leik. Hann kom mér t.d. skemmtilega á óvart með því að setja SG inná en ekki Babel þegar Riera meiddist.

Liðið gegn Birmingham

Carlton Cole í janúar?