Tottenham 2 – Liverpool 1

Já, þið segið það? Gott veður úti og svona?

Okkar menn hófu Úrvalsdeildina þetta tímabilið í dag með því að steinliggja á White Hart Lane gegn Tottenham. Lokatölur urðu **2-1 heimamönnum í vil** og þeir hefðu getað skorað meira, auk þess sem mark okkar kom gegn gangi leiksins og úr nánast einu sókn okkar af viti í leiknum.

Rafa stillti upp eftirfarandi liði í dag:

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Insúa

Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres

**Bekkur:** Cavalieri, Kelly, Ayala (inn f. Skrtel), Dossena, Benayoun (inn f. Babel), Voronin (inn f. Kuyt), Spearing.

Þetta byrjaði svona týpískt, stöðubarátta og þess háttar og jafnræði í tíðindalitlum leik, þangað til eftir um kortérs leik að Carragher og Skrtel lentu í samstuði þegar þeir fóru í sama skallaboltann. Skrtel skallaði boltann og um leið kjaftinum á sjálfum sér í ennið á Carra svo báðir þurftu aðhlynningu. Skrtel fékk greinilega slæmt högg á kjaftinn og maður óttast kinnbeinsbrot eða eitthvað þar af verra, á meðan Carra fékk vænan skurð á ennið og var vafinn það sem eftir lifði leiks.

Meiðslin voru þó ekki slæmu tíðindin því eftir þetta var eins og þeir félagar vissu varla hvaða mánuður er í gangi núna, hvað þá hvernig ætti að leika vörn í Úrvalsdeildinni. Þá var eins og liðið dytti algjörlega úr takti við stoppið þegar hugað var að þeim félögum því frá og með þessu var nánast ekkert að gerast hjá okkur fram á við það sem eftir lifði leiks.

Pepe Reina bjargaði í tvígang vel frá Keane úr algjörum dauðafærum er leið á fyrri hálfleikinn og Spurs gerðust aðgangsharðari en hann kom ekki neinum vörnum við þegar **Benoit Assou-Ekotto** dúndraði einni rakettu úr frákasti eftir misheppnaða aukaspyrnu og beint upp í markhornið fjær. Óverjandi og ekkert minna en heimamenn áttu skilið. Staðan 1-0 í hálfleik.

Þegar um fimmtán mínútur voru liðnar af seinni hálfleik átti Glen Johnson svo einu góðu sókn okkar manna í dag. Hann lék á tvo úti á hægri kanti og braust af miklum krafti inná vítateiginn þar sem Gomez kom aðvífandi úr markinu og felldi hann, klárt víti. **Steven Gerrard** skoraði örugglega úr því og maður hélt að liðið ætlaði loksins að lifna við og innsigla sigurinn … en þá skoruðu Tottenham aftur. Modric að ég held smellti aukaspyrnu lengst utan af velli inn í teiginn hjá okkur og þar klikkaði Carra sjálfur á svæðisvörninni, hleypti **Sebastien Bassong** fram fyrir sig á vítapunktinum og sá skallaði boltann óverjandi í netið. 2-1 og það urðu sanngjarnar lokatölur leiksins.

Ég átti svo sem alveg von á tapi í dag. Um leið og ljóst var hvert við færum í fyrsta leik fór ég að búa mig undir vonbrigði á fyrsta degi og því kemur þetta mér ekki á óvart. Það sem kom mér hins vegar á óvart var andleysið og algjör skortur á hugmyndum í sóknarleik okkar manna. Þeir Torres, Gerrard, Babel, Kuyt, Mascherano, Skrtel og Carragher áttu einfaldlega HÖRMULEGAN leik fyrir okkur í dag. Ég myndi segja að Insúa og Lucas hafi verið skítsæmilegir, þó ekki meira en það, á meðan Johnson náði að dylja slappa frammistöðu með einu ofurhlaupi sem skilaði markinu okkar. Yossi Benayoun var okkar langmest skapandi maður eftir að hann kom inná og hlýtur að byrja næsta leik, á meðan þeir Andryi Voronin og Daniel Ayala gerðu lítið af viti eftir að þeir komu inná undir lokin.

Vonbrigðin fyrir mér felast sem sagt í raun ekki í úrslitunum, þótt það sé alltaf erfitt að tapa fyrsta leik, heldur í frammistöðu liðsins. Rafa á mikið verk fyrir höndum að berja þetta lið saman í spilandi heild fyrir næsta leik, sem er eftir aðeins þrjá daga. Þökk sé andleysinu í dag höfum við gefið Man Utd, Arsenal, Chelsea og Man City þriggja stiga forgjöf strax í upphafi móts og því VERÐUR næsti leikur að vinnast. Hvaða leikur er það? Jú einmitt, Stoke á heimavelli.

**MAÐUR LEIKSINS:** Pepe Reina. Án hans hefðum við tapað enn stærra.

89 Comments

  1. Sælir félagar.
    Veruleg vonbrigði en í samræmi við þá tilfinningu sem ég hafði fyrir liðinu þó ég af fylgispekt minni við liðið spáði okkar mönnum stórsigri.

    Okkar menn þungir, seinir og andlausir í öllum sínum aðgerðum. Sem sagt ekki gott og miðjan Alonsolaus mjög slök. Semsagt slappt en munum að fall er fararheill.

    Það er nú þannig

    YNWA

  2. Vægast sagt HÖRMUNG.
    Eina jákvæða við þennan leik að Reina, Johnson og Benyoun litu ekki út eins og fáraðlingar þarna inná, rest var e-ð sem ætti að skammast sín fyrir eins og spilað var í dag. ALGJÖR HÖRMUNG.

  3. Jæja nú þarf maður að fara aðeins út í göngutúr að kæla sig niður. En smá comment fyrst. Við erum nú búinir að tapa 50% að því sem við töðuðum í fyrra. En titill hvorki vinnst né tapast í fyrsta leiknum á tímabilinu. Eins og Man UTd sýndu í fyrra. …………..Djöfull er sárt að byrja svona.

  4. Reina – okkar besti maður
    Johnson – átti svosem ágætan leik
    Insua – sæmilegur
    Carra – vankaður, líklega bókstaflega
    Skrtel – reyndi að éta Carra og það er ekki hægt að gera án þess að slasa sig
    Vörnin- ekki með
    JM – Góður varnarlega, ekki með sóknarlega
    Lucas – ágætur leikur en stjórnaði engu og hjálpaði ekki mikið sóknarleiknum
    Gerrard – greinilega ekki á 100% tempói og það gengur ekki geng Spurs.
    Babel – gat ekki neitt
    Kuyt – var svipaður og Babel
    Torres – versti leikur sem ég man eftir frá honum
    Alonso – guð minn góður, hvar er Alonso!! (ekki svara þessu)

    Benayoon – Okkar lang líflegasti maður, átti að koma inn strax í hálfleik.

    Byrjun sem maður hafði virkilega óttast! Hrein hörmung! Léttur heimaleikur gegn nýliðum hljómar ljómandi vel núna 🙁

  5. Tja SORGLEGT…. Ætla rétt að vona að við séum ekki að fara taka svona Arsenal tímabil… eins og þeir gerðu eftir að hafa fengið titilbragðið.

  6. hörmunhghörmung burtu með rafa eða inn með Silva eða einhvern almennileganTorres ekki aðstanda sig í dag

  7. Rólegur á “burt með Rafa” commentið. Ég er alveg viss um að skilaboð hans til leikmanna í dag voru ekki “hey, ekki mæta til leiks, verið alveg andlausir og hryllilega lélegir”. Hann er pottþétt að halda ræðu yfir þeim núna.

    Johnson, Reina og Benayoun voru fínir í dag. Hinir eiga skilið laaaanghlaup á morgun.

  8. Spilaði Alonso ekki leikinn gegn Tottenham á White hart lane á síðustu leiktíð?

  9. Þessi leikur var því í takt við það sem við mátti búast. Liðið er þungt og það segir mjög mikið að Spurs hafi unnið sannfærandi sigur. Ég held að sú krísa sem eigendur klúbbsins muni hafa afgerandi áhrif á þetta tímabil. Við sluppum við það í fyrra en salan á Alonso og síðan sú staðreynd að hún var til þess að rétta af fjárhag eigendanna en ekki til að ná í nýja leikmenn kemur til með að koma niður á okkur í vetur. Veit ekki hvað maður á að segja um Gerrard og Torres…

  10. Jóhann ef ég man rétt þá gjörsamlega yfirspiluðum við þá…þó að þeir hafi nú stolið sigrinum afar ósanngjarnt eins og getur gerst í fótbolta. T.d. með hjálp frá Carra!!

  11. Já sammála því að róa sig á “burt með Rafa” comment, þó þetta sé helmingur af tapleikjum leikjum okkar í fyrra ætti að vera nægt svigrúm til að breyta eitthvað af þessum jafnteflum í fyrra í sigra.

    Svo fannst mér insua leysa vinstri bakvörðin nokkuð vel af hólmi en annars nokkuð sammála með að reina, benayoun og johnson voru okkar bestu menn. Fannst reyndar lucas allti lagi en bjóst kannski við minna af honum ef flestum öðrum.

  12. nú ekki “burtu með Rafa” sjáið hvernig leikmenn hann er að kaupa og svo kemur hann liðinu ekki í gírinn hvernig sem á því stendur (kannski út af fýlusvipnum ) þið vitið að þetta er ekki aðeins líkamleg íþrótt heldur andleg líka og ekki síður Í rauninn eru þarna bara tveir góðir leikmenn Torres í stuði og Gerrard, varla fleiri sem passa í topp 4 lið

  13. Mér er sama þó við töpum 6 leikjum í ár svo lengi sem við gerum ekki jafn mörg jafntefli og í fyrra.
    annars þetta burt með Rafa komment er eitt það fáránlegasta sem ég hef heyrt lengi.
    það sem mér fannst verst við þennan leik var hvað við vorum þungir á okkur og alltaf of seinir í boltann

  14. sáuð þið bekkin hja okkur tottenham var með betri bekk ég einfaldlega skil ekki akkuru það er ekki buið að kaupa menn á þennan bekk þetta er bara asnalegt.Þetta var glataður leikur og en og aftur kemur sú spurning akkuru er maður eins og lucas að spila fyrir lið eins og liverpool ég skil þetta ekki hann sendir boltan í 30% á andstæðinginn.Maður sá það á andlitinu á sumum leikmönnum þarna að þeim lýður ekki vel að spila fyrir liverpool og akkurur í andskotanum erum við að kaupa mann sem er meiddur í 2mánuði fyrir alonso.Ég horfði á lekinn með tottenham manni og man utd skít og þeir svo drulluðu yfiir liverpool og eg gat ekkert sagt því allt sem þeir sögðu var rétt.Við munum aldrei vinna þessa deild ef við stillum upp svona meðal mönnum eins og babel og lucas í byrjunarliðið puntkur.

  15. Held að það sé fullreynt með Babel karlinn, sorglegt að Benni skuli ekki vera í byrjunarliðinu.

  16. Dapur leikur í heildina og það lifnaði ekki yfir Liverpoolliðinu fyrr en Benayoun kom inn á. Hann hefur þann eiginleika að geta dansað í kringum leikmenn og brotið upp og það finnst mér að miðvallarleikmennina Lucas og Mascherano vanti. Lucas er góður spilari og átti þokkalegan leik en hann hefur engan hraða og það gengur illa í úrvalsdeildinni. Ég varð fyrir verulegum vonbrigðum með allt of marga leikmenn og Reina bjargaði því sem bjargað varð. Frábærar markvöslur í dauðafærum! Gerrard er Gerrard en hann er búinn að vera meiddur og ég átti ekki von á honum í þennan leik og hann komst þokkalega frá sínu eftir að hann var færður aftar á völlin. Torres var ekki í lagi í þessum leik og virkar ekki heill.

    Það eru mikil gæði í þessu liði en þau komu einfaldlega ekki fram í dag en nú getur leiðin bara verið upp á við.

  17. Ég vil ALDREI að Babel sé í byrjunarliðinu þegar það eru leikfærir leikmenn á leikmannaskrá Liverpool. Hvað sér Rafa í Babel, ég verð að forvitnast að því.

    En eitt mjög athyglisvert sem ég komst að, Tottenham eru með betri leikmannahóp en Liverpool, því miður 😮

    Úrvalslið Liverpool og Tottenham

    Reina
    Johnson Carra King Ekotto
    Lennon Gerrard Palacios Modric
    Torres Defoe
    Bekkur: Gomes – Agger – Woodgate – Mascherano – Kuyt – Crouch – Keane
    Í byrjunarliði eru 5 Púlarar en 6 Tottenham, og á bekknum eru bara tveir frá Tottenham en fimm frá Liverpool….. nei alveg rétt, Crouch og Keane eru í Tottenham. 3 frá Liverpool og 4 frá Tottenham,

    Þessi leikur kom mér á jörðina og ég geri mér vel grein fyrir því að við verðum langt frá titilbaráttu í ár. Er vel pirraður en tek því eins og maður. Og Rafa, drullaðu þér á leikmannamarkaðinn, þurfum þrjá gæðaleikmenn ef ekki á að fara illa.

  18. Vá hvað þetta voru augljós úrslit fyrirfram. Voru menn ekki búnir að horfa á pre-season? Liðið er algjörlega andlaust og þörfin fyrir nýjan miðvörð, playmaker og +20mills stiker er svo augljós að það hálfa væri nóg. Búið ykkur undir erfiðan vetur….

  19. AJ horfðu á restina á síðasta tímabili þá sérðu að heilmargt býr í þessum hóp. Annars sammála skýrslunni í öllu held ég. Sérstaklega með veðrið, það er fínt.

  20. Lolli, þetta “úrvalslið” þitt er eitt það fáránlegasta sem ég hef séð. Þú getur ekki ætlað að byggja svona val á einum leik þar sem annað liðið var fírað upp en hitt andlega fjarverandi. Ertu að segja mér að Palacios sé að jafnaði betri varnartengiliður en Mascherano?

    Öndum aðeins rólega. Þetta var hörmulegur leikur og mikil vonbrigði í fyrstu umferð en það þýðir ekki að afskrifa neinn strax. Þetta er bara rétt að byrja.

    Leikskýrslan er annars komin inn.

  21. Þetta segir okkur hverju við eigum von á, á þessu tímabili. Við getum gleymt því að ætla að keppa við Arsenal, Chelse og Manchester-liðin. Liðið kom andlaust í þennan leik og breiddin engan vegin nógu góð til að verða Englandsmeistarar. En þetta er bara að byrja og vonandi fær Benitez pening til að styrkja liðið. Annars getum við gleymt því langaþráða markmiði að vinna titilinn.
    EN LIVERPOOL-HJARTAÐ SLÆ ALLTAF.
    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!

  22. 18 AJ

    Nægir að nefna spilamennsku liðsins í fyrra? Annars var athugasemd þín #7 nokkuð merkileg:-)

  23. við hljótum að kaupa góðan leikmann fyrir lok leikmannagluggans, eg trui ekki öðru.

  24. Akkururu er þetta svona hverja einustu leiktíð sem eg mann eftir akkururu eru aldrei til peningar til að kaupa leikmenn þetta er fucking kjaftæði það eru alltaf keyptir einhverjir meðaljóar. babel lucas voronin og eg tala nu ekki um bekkinn hja okkur.Hvað eigum við að gera ef torres meiðist hvað á voronin að skora 30 mörk fyrir okkur þetta er glatað kjaftæði og ekkert annað.Ef liverpool kaupir ekki 3 dýra góða leikmenn þá er þetta bara FUCKING KJAFÆÐI !!!!!!!!!! .Ef man utd getur haft 30 miljón punda menn á bekknum akkuru getum við það ekki

  25. Eftir kaup og sölur sumarsins er staða sú að HAGNAÐUR er rúmlega 3 milljóna evra! Ef ekki eru til peningar til leikmannakaupa núna er stutt í að félagið lendi í verulegum fjárhagsvandræðum! Verðum bara að trúa því að verið sé að bíða eftir réttu leikmönnunum.

    Vonandi verður þetta eini lélegi leikur liðsins á tímabilinu:-)

  26. “á meðan þeir Andryi Voronin og Daniel Ayala gerðu lítið af viti eftir að þeir komu inná undir lokin.”

    Alveg sammála þér með Voronin sem er skelfing, en þú verður að athuga að Ayala (sem er 18 ára gamall) lék sinn fyrsta leik með aðalliðinu í dag og þar að auki fannst mér hann bara halda Defoe ágætlega í skefjum, þann tíma sem hann var inn á. Þetta er það sem hefur vantað hjá Liverpool, þ.e. að ungir strákar koma upp úr akademíu félagsins og inn í aðalliðið. Hann var að stíga gríðarlega stórt skref á sínum ferli í dag og er vonandi framtíðarleikmaður félagsins!

  27. 29: Afþví að Man Utd er vel rekið fyrirtæki sem réðu til sín markaðsfræðinga í vinnu og græða milljarða í hverjum mánuði á mörkuðum þar sem fólk veit ekki hvað Liverpool er.

    23: Kristján, miðað við leikinn áðan þá finnst mér Palacios betri en Mascherano, hann er framúrskarandi varnarlega en í nútímafótbolta þá verða allir leikmenn að kunna að sækja, og hann kann það bara EKKI, einfalt. Myndi frekar vilja hafa Palacios í staðinn fyrir Mascherano þar sem Mr. Wilson kann actually að sækja fram á völlinn.

    Ef Gerrard og Torres hjá okkur væru einhverjir aðrir þá værum við í djúpum ákkurat núna. Liverpool þarf á Gerrard og Torres fit og ómeidda til að eiga einhverja möguleika ásamt því að halda Ryan nokkrum Babel eins langt frá byrjunarliðinu (og leikmannahópnum) og hægt er.

  28. Ég bara skil ekki eitt sem virðist hrja liverpool á hverju ári og það er enda tímabilið með frábærum takti og virkilega gaman að horfa á þá, svo stutt síðan að við gátum skorað að vild og vorum virkilega að gera góða hluti og svo kemur smá sumafrí og liðið hverfur ljósár í gæðum. ekki mikið um breytingar þannig lagað séð.

    hvernig stendur á þessu ? nú hef ég verið að skoða hinn liðinn en engin af þeim hafa átt svona dapurlegt pre seaseon timabíl eins og við nema Ac Milan kannski.

    þeir hafa alla vega smá tíma til að láta sálfræðinginn kýla þetta andlega upp því svona start gefur ekki fögur fyrirheit fyrir veturinn.

  29. Shit hvað mér finnst erfitt að lesa niðurrakkið hér eftir 1 leik í móti, 3 mánuðum eftir besta tímabil félagsins í 20 ár!

    Ég sá nú ekki mikil gæði í leik United og Chelsea um helgina og mótið er auðvitað langt frá því að vera búið.

    Ég er algerlega sammála flestu í þessari skýrslu.

    En mig langar til að kommenta á hluti hér varðandi Lucas og Alonso.

    A) Alonso VILDI EKKI spila fyrir Liverpool7!
    Yrði óskaplega glaður ef að við hættum að rífa stjórn félagsins fyrir það augljósa, að láta mann fara sem alls ekki vill spila. Horfði einhver á Julian Lescott í gær t.d.
    Alonso ákvað að yfirgefa liðið á asnalegum tíma, nokkuð sem ég er ÓSÁTTUR VIÐ HANN!
    B) Lucas var ekki vandinn í dag!
    Hann kom í veg fyrir minnst tvö DAUÐAfæri Tottenham í fyrri hálfleik og sendingar heppnaðar voru um 85 %, móti ca 50% hjá Masch og 35% hjá Captain Fantastic. Boltinn fór frá honum og Masch á miðjunni oft og mörgum sinnum á Babel, Kuyt, Gerrard og Torres. Sem ALLIR ÁTTU ÖMURLEGAN DAG!

    Svo þegar við bætist að Jamie Carragher leikur eins og byrjandi í 70 mínútur, slasar samherja og gefur aukaspyrnu sem hann svo dekkar ekki sinn mann í held ég að öllum þeim hér sem ákváðu að ráðast á Lucas ætti að vera ljóst að þessir fimm sem voru hundslakir voru ástæður dapurs leiks í dag og sanngjarns taps.

    Neglum Lucas á krossinn þegar hann á það skilið, hitt er bara einelti!

    Svo lýsi ég eftir Fernando Torres þetta sumar. Hann ákvað að fara á Confederations Cup þrátt fyrir meiðslahrjáð tímabil í fyrra og lofaði því að hann kæmi ferskur til baka. Sá kafla af leik Spánar í miðri viku og það var ekki sami Torres og ég sá í dag! Hann hélt ekki bolta, hundpirraður og linkaði ekki upp við einn einasta mann.

    Koma til baka El Nino minn.

    En ef Skrtel verður ekki með á móti Stoke þarf að kaupa hafsent. Hlakka ekki til innkasta Stokemanna með Carra, hvað þá eins og hann var í dag, og unglings við hliðina á honum.

    En hættum snögglega við að gefast upp öll.

  30. Reina og Johnson voru þeir einu sem stóðu sig vel í þessum leik. Vona að þetta hafi sýnt Rafa að hann verður að kaupa áður en það verður of seint. Torres að spila sennilega sinn lélegasta leik í Liverpool-treyjunni, reyndar hefur hann ekki verið sannfærandi í undirbúningstímabilinu og er að spila eftir því. Gerrard var einnig alveg glataður í þessum leik….Tottenham voru mikið ákveðnari og áttu því öll stigin skilið. Það sem veldur mér mestum áhyggjum er að það var einsog menn vissu ekkert hvar menn áttu að vera á vellinum og sendingar að koma í holuna og enginn mættur og ef einhver var mættur að þá var eins og leikmenn tottenham hafi verið búnir að lesa allar sóknaraðgeðir liverpool í gær. Þeir voru bara mikið betur undirbúnir. Ekki gott en þýðir ekkert að væla yfir þessu. Bara taka sig saman í andlitinu og gera betur næst.
    YNWA

  31. Það er ljóst að Liverpool er ennþá á undirbúningstímabilinu, leikmenn virka þungir og sendingar ekki upp á það besta. Ég var mjög hræddur við þennan leik enda er sagan ekki með Liverpool á þessum velli. Því var viðbúið að liðið myndi tapa stigum og maður hélt í besta falli í vonina um jafntefli eins og leikurinn spilaðist.

    Mikið rossalega batnað spilið mikið þegar Benni kom inná fyrir Babel, vonandi hefur hann unnið sig inn í byrjunarliðið fyrir næsta leik. Babel er fínn í að koma inn af bekknum en byrjunarliðs maður er hann ekki. Með Benna inná verður svo miklu meira flæði á sóknarleik liðsins, án hans eru flestar sóknir mjög svo fyrirsjáanlegar.

    Tek undir með öðrum hér að bekkurinn hjá Tottenham virkaði sterkari en hjá Liverpool. Hvernig geta þeir verið með tvo góða framherja á bekknum en við þurfum að sætta okkur við Voronin og Ngog. Hér er eitthvað mikið að.

    Munum samt að þetta var bara fyrsti leikur mótsins og því nóg eftir að tímabilinu.

    ps. hvað þýðir akkuru, er það íslenska.

    Krizzi

  32. Verð að vera sammála þeim Heimi og Óla eftir leikinn í dag. Liðið vantar breidd, alveg sárlega. Það er alveg hræðilegt að hugsa til þess að Torrest og Gerrard megi varla meiðast og ekki koma með þá röksemdafærslu að liðið hafi verið nálægt því að vinna titilinn á síðasta tímabili þó svo að þeir hafi verið mikið frá. Er það ekki bara málið? Það vantar betri replacements inn þegar menn meiðast. Babel og Voronin eru ekki nógu góðir og Riera óstöðugur.

    Okkur vantar fjórða miðvörð og þá vill ég ekki fá einhvern back-up heldur mann sem er byrjunarliðshæfur því Skjertel og Agger eru allt of mikið meiddir og það veitir ekkert af því að hvíla Carragher endrum og sinnum.

    Fram á við vantar okkur heimsklassa leikmann…punktur. Ég geri mér grein fyrir því að það muni kosta pening en ef við horfum á eyðslu Liverpool í sumar þá erum við nánast á sléttu….a.m.k. hefur töluvert minni upphæðum verið varið til leikmannakaupa þetta sumarið samanborið við sl. tímabil. Þá er ég að tala um nettó upphæðir.

    Verð að vera sammála mönnum hér með Babel. Ég var spenntur að sjá hann fá sénsinn en ég var farinn að kalla nafn Benayouns áður en flautað var til hálfleiks.

    Ég er hræddur um að það sé bara staðreynd að liðið verður ekki meistari fyrr en við bætum við okkur meiri klassa og breidd og eiga stuðningsmenn liðsins rétt á að krefjast þess að buddan verði opnuð betur en hingað til….öðruvísi gerist ekki neitt.

    (tekið af lfchistory.net) http://lfchistory.net/seasontransfers.asp?season_id=119&submit1=Submit

    Kaup

    Glen Johnson -17,5 millur

    Aquilani -20 millur

    Sölur

    Alonso +30 millur

    Arbeloa +3,5 millur

    Leto +3 millur

    Anderson +250 þús

    Kaup eru samtals 37,5 millur og þá skilst mér að megi mínusa ca 8 millur frá kaupunum á Johnson vegna sölunar á Crouch.

    Sölur eru 36,75 millur +4 millur vegna árangurstengdra bónusa í sölunni á Alonso. Við erum á sléttu eftir sumarið og því spyr maður sig að kaupmætti þeirri G&H

  33. Maggi: “Shit hvað mér finnst erfitt að lesa niðurrakkið hér eftir 1 leik í móti, 3 mánuðum eftir besta tímabil félagsins í 20 ár!

    Ég sá nú ekki mikil gæði í leik United og Chelsea um helgina og mótið er auðvitað langt frá því að vera búið.”

    Það skiptir engu hvenær besta tímabil félagsins í 20 ár átti sér stað. Það tímabil er búið og skiptir engu máli núna. Menn kaupa sér ekki svigrúm fyrir aumingjaskap í dag með góðri frammistöðu á síðasta tímabili. Hvað varðar United og Chelsea þá mega þau eiga það að þau unnu sína leiki. Það gerðum við ekki. Annars er ég sammála mörgu sem þú segir og leikskýrslunni líka.

    Þessi leikur var algjör drulla. Flestallir lykilmenn að skíta uppá hnakka allan tímann. Þrír leikmenn skiluðu sínu. Johnson átti nokkur fín móment, Reina átti enga sök á mörkunum og bjargaði nokkrum sinnum mjög vel og svo átti Benayoun mjög sterka innkomu. Ég skil ekkert í því að hann hafi ekki byrjað inná. Hvað þarf hann að gera til að vinna fyrir því? Ég heimta þennan mann í byrjunarliðið næst, menn hljóta að vera sammála mér í því.

  34. Innlegg #7 bjargaði deginum. Ef ég get hlegið svona eftir tap þá meigum við bara tapa restinni.
    Glen Johnson var góður, fínt að hafa bakvörð sem getur reddað okkur sóknarlega.. því það hafði nákvæmlega ekkert gerst þar til hann tók þennan sprett.

  35. ohhhhh djövul sakna ég alonso ég meina það ef hann hefði verið í byrjunaliði fyrir lukas en liverpool byrjaði einig illa í fyrra við rétt mörðum sunderland og boro en ég vill sjá mann keyptan vægmann eða striker enn tottenham átti skilið að vinna carra vissi ekert hvar hann átti að vera torres átti hræðinlegan leik reina og Jonshon bestir en ég vil sjá rafa kaupa negrado og michel turner tveir góðir á bekkin!

  36. Sammála flestu í skýrslunni.
    Ég er hins vegar ekki sammála þeim sem gagnrýna Voronin og Ayala.

    Voronin átti alveg ágæta innkomu að mínu mati, ógnaði og svo var besta marktækifæri tekið af honum sem hefði á að gefa okkur annað víti.
    Ayala kom svo inná og skilaði alveg sínu að mínu mati, í það minnsta tók ég ekki eftir mistökum hjá þessum unga varnarmanni.

    Svo verð ég að taka undir með Magga # 34 með hversu ömurlegur þessi ótímabæri grátkór er hérna í commentum.

    Mikið rosalega er Reina frábær markvörður 🙂

    Hann er klárlega maður leiksins og Yossi held ég að hafi tryggt sér byrjunarliðs sæti í komandi leikjum.

    Það er sem betur fer stutt í næsta leik 🙂

  37. Ég er enn á því að David Villa sé á leiðinni – fréttir um sölu Voronin styður það

  38. Ég vildi að silly season væri kominn aftur…………….

  39. hvað er að gerast? eru allir poolara þunglyndir þessa dagana !? það er nú bara 1 leikur búinn…

  40. Ég er ekki í neinum vafa hver var maður leiksins, það kemur engin til greina nema yossi, þrátt fyrir að hafa spilað aðeins 20 min þá var hann eini maðurinn sem gerði eitthvað…
    Þetta var einn lélegasti deildarleikur sem ég hef séð liverpool spila, og skammast ég mín fyrir að vera að stiðja menn sem eru ekki hungraðri í enska titilinn en þetta,,, bara að sja arsenal manu og chelsea klára sína leiki nokkuð létt, fær mann til að fyrirfram akveða að þetta verður ekki okkar ar, því verr og fokking miður.
    áfram liverpool, og ef það verður ekki russsst á moti stoke þá erum við i bobba

  41. anda…inn…út…inn…út…og 20 sinnum í viðbót áður en þið farið að drulla yfir liðið, þjálfarann, klúbbinn og stuðningsmennina. Nei segi svona.
    Leikurinn var mjög lélegur frá fyrstu mínútu. Tottenham spilaði mjög vel. Ég vil fyrst og fremst kenna eldri leikmönnum eins og Gerrard, Torres, Kuyt, Mascherano og Carragher um þetta tap heldur en Lucas, Babel og Insúa. Við verðum að gera okkur grein fyrir því hverju er við að búast af hverjum leikmanni. Ef Gerrard og Torres spila svona í vetur þá verðum við um miðja deild. Einfalt mál. Þeir eiga sannarlega eftir að spila mun betur en í dag og það er engin ástæða til að örvænta. Það eru ennþá 111 stig í pottinum og þau nást ekki öll. 90 stig duga mér alveg. Takk.

  42. Burt með Rafa, Gerrard er ömurlegur og Alonso er besti fótboltamaður í heiminum. Við verðum í 2.deild á næsta tímabili… .ég ætla bara að hengja mig…lifið heil…

  43. Mér finnst nú satt að segja vera mikil svartsýni og vonleysi eftir þennan leik, dapur var hann en þetta er nú allt langt frá því að vera búið.

    Liðið í heildina fannst mér vera virkilega slakt þó svo að nokkrir vissir einstaklingar voru með einhvern púls á vellinum. Mér fannst Lucas vera okkar besti leikmaður af útispilurunum ásamt Benayoun en Reina var auðvitað frábær í markinu og alls ekki hægt að kenna honum um að hafa fengið á sig tvö mörk, bæði mörkin voru algjörlega óverjandi.

    Johnson og Insua fannst mér svona fjara inn og út úr leiknum, en Torres, Gerrard, Carra, Skrtel, Kuyt og Babel fannst mér allir langt fyrir neðan getu, sem og Mascherano. Mér leist ágætlega á Ayala eftir að hann kom inn á, þó svo að hann hafi kanski ekki þurft að gera mikið þá fannst mér hann virka tiltölulega öruggur í því sem hann þurfti að gera, Voronin kom með aukakraft fannst mér og hefði átt að fá víti.

    Tap í fyrsta leik gegn liði með sterkan hóp, snjallan stjóra og á heimavelli er að mínu mati ekkert til að algjörlega missa sig yfir. Jú auðvitað er ég fyrir vonbrigðum með andleysið og þessi þrjú töpuðu stig en ég vona að leikmennirnir komi miklu miklu sterkari inn á miðvikudaginn og bæti upp fyrir þennan leik.

    Eins og Ívar Örn sagði hér að ofan þá eru 111 stig eftir í pottinum og miðað við það sem ég sá af t.d. Man Utd og Chelsea þá voru þeir nú ekkert að spila einhvern dúndur fótbolta þó þau hafi unnið sína leiki, sem báðir voru á heimavelli gegn lakari liðum en við mættum, svo maður veit það fyrir víst að þau eiga eftir að tapa einhverjum stigum hvort sem það verði í næstu umferð eða seinna á leiktíðinni.

    Ég vil fyrst og fremst sjá liðið koma ákveðnara og sterkara inn í næsta leik, gaman væri að fá Ngog, Riera og Agger aftur í hópinn fyrir þann leik.

  44. Ég vona að þetta sé ekki það sem koma skal því þá verðum við að berjast með Hull og Burnley um fall þetta árið. Reina var sá eini sem gerði eitthvað af viti í dag. Allt liðið hörmung. Hvar Var Riera?!?

  45. Það er ljóst að Mascherano og Lucas virka ekki saman á miðjunni. Gerrard verður að færa sig þangað eins og hann gerði síðasta korterið. Við verðum að hafa stjórnanda á miðjunni. Ferlegt að geta ekki haft Torres og Gerrard að taka þetta saman frammi en svona er staðan, amk þangað til Alberto Aq kemur inn. Ég tel að þetta hafi verið aðal vandamálið í dag. Og já, Ísraelsmaðurinn á að BYRJA inná.

  46. Þetta voru bara 3 stig gegn feyki öflugu liði Tottenham. Skulum alveg róa okkur á svartsýninni. Það eiga alveg eftir að koma helgar þar sem Chelsea tapar fyrir Aston Villa, Man Utd. tapar fyrir Everton og Liverpool vinnur Portsmouth. Hugsið um þær helgar í stað þess að hengja liðið fyrir þennann eina leik, hvorki Man Utd. né Chelsea eiga eftir að enda með fullt hús stiga, hvað þá Arsenal!

  47. Það sem slær mig helst eftir þennan leik er hversu slæmt líkamlegt ástand leikmannanna var. Tottenham voru einfaldlega í miklu betra líkamlegu formi en við, leikurinn tapast fyrst og fremst á því. Annað atriði var að miðverðir okkar voru í engu formi og treystu sér ekki til að fá boltan, nelgdu boltanum einhvert út í buskan í ef þeir fengu hann, stað að koma honum á miðjumennina og vour alltaf í nauðvörn. Ég hef sjaldan séð Reina taka eins mörg útspörk í einum leik, sem er afleiðing af því að Carra og Skterl gátu ekki hlupið sig lausan og létu sóknarmenn Tottenham yfirdekka sig (svoleiðis kemur bara fyrir feitabollur).
    Lið sem er ekki í líkamlegu standi til að spila leik í alvöru fótboltaleik getur ekki staði sig vel, sama hversu hæfileikaríkt það er. Ég set stórt spurnigarmerki við fittnesþjálfun liðsins. Við skít töpuðum þessum leik, 2-1 gefur ekki rétta mynd af leiknum. Þetta er ekki einhvað sem lagast fyrir næsta leik, það tekur lið nokkrar vikur að komast í form, liðið er langt á eftir áætlun. Maður verður bara að vona að stoke séu það líka.

  48. Málið er að herra Benitez er að spila rangt kerfi. Það eru flest stóru liðin búin komin í 4-4-2 (eða afbrigði af því). Gerrard hefur ekkert að gera þarna uppi á topp þegar Alonso er farinn, það er bara þannig.

    Herra Benitez ætti því að stilla upp tígulmiðju, svipað og Ancelotti er að gera og kaupa alvöru framherja til að vera með Torres uppi á topp:

    Reina
    Insua – Carragher – Skrtle – Johnson
    Mascherano
    Lucas – Benayoun
    Gerrard
    Torres – [ókeyptur alvöru framherji]

  49. Þetta var ekki góður leikur en umræðan er alveg út í bláinn. Gagnrýni á rétt á sér hvort sem er á einstaka leikmenn eða á liðið í heild. En þvílíkt og annað eins. Við verðum hugsanlega í fallbaráttu (#49), leikmenn ekki í neinu formi (#52) og Benitez er að spila rangt kerfi (#53) svo eitthvað sé nefnt! Liðið fékk löðrung í dag og vonandi vakna leikmennirnir fyrir næsta leik. Ég treysti Benitez og co fyrir framhaldinu þó leikurinn í dag hafi verið lélegur.

  50. Sælir allir saman.

    Alla jafna er athugasemdakerfið hérna með því betra sem gerist.
    En díses fokking kræst (afsakið frönskuna) Skrif ansi margra hérna eiga nákvæmlega ekkert skykd við vitsumanlega umræðu í dag. Kannski ætti ritstjórn að loka á athugasemdir í sólarhring eða svo eftir tapleiki.

    Við mættum firnasterku liði á útivelli í dag, liði sem aukinheldur átti sinn allra besta dag.

    Hinir mestu prýðismenn misstu algerlega legvatnið yfir því að Babel skyldi ekki spila meira fyrir ca. 6-7 mánuðum síðan. Nú fær hann að spila.

    Það eru 37 leikir eftir af tímabilinu.

    Rafa er nær stanlaust gagnrýndur fyrir að gefa yngri mönnum fá tækifæri. Þegar hann svo gerir það eru þessir sömu spilarar tæddir niður. sbr. Lucas og Babel. Lucas t.d. er engu minna efni en t.d. Alonso var. Munurinn liggur í gæði liðsins. Alonso var í liði sem var í ströggli við að komast í meistaradeild. Lucas er í liði sem er í titilbaráttu og áskrifandi að 8 liða úrslitum CL.

    Eru menn virkilega ekki að kveikja á fjárhagsstöðu liðsins? Ég meina… auðvitað vil ég fá Silva, Villa, Ribery osfrv á Andfield. auðvitað!!! Staðreyndin (fúlt, ég veit) er samt að fjárhagslega erum við á pari við lið eins og Aston Villa, West Ham svo ég nefni eitthvað…

    Ég hitaði upp fyrir tímabilið í gær með því að horfa aftur á Istanbúl úrslitaleikinn. Ég var ekki búinn að horfa á hann allan síðan þetta dásamlega vorkvöld 2005 :))))
    Það var tvennt sem sló mig.

    Ég var fyrir það fyrsta búinn að steingleyma hversu ömurlegir, og þá meina ég ÖMURLEGIR, okkar menn voru í fyrri hálfleik.
    og… Hversu mörg ljósár Benitez er búinn að fara með þetta lið.
    Skoðum byrjunarliðinn þá og svo í dag.
    Istanbúl: Dudek, Traore, Finnan, Carra, Hypia, Riise, Kewel, Gerrard, Alonso, Garcia, Baros
    Í dag: Reina, Insua, Johnson, Carra, Skrtel, Masch, Lucas, Kuyt, Gerrard, Babel, Torres

    Need I say more?

    Enginn vill tapa. Ef menn eru “merry and gay” eftir að klúbburinn sem menn elska og dá tapaði, þá væri það eitthvað skrítið. En það þýðir samt ekki að fólk sturti geðheilbrigðinu í klósettið, þótt illa fari!
    Smelliði nú YNWA á fóninn. Við sigrum saman og (það sem mikilvægara er) við töpum saman.

    Afsakið langhundinn
    bestu kv.

  51. Smá subtle hint til hæstvirts Rafael Benitez Yfirstrumps….

    HÆTTU AÐ NOTA MASCHERANO OG LUCAS LEIVA SAMAN Á MIÐJUNNI.

    HÆTTU að gefa Ryan Babel séns gegn hröðum og vinnusömum liðum, hvað þá í byrjunarlið á útivelli gegn liði í topp 10. Maðurinn hefur ekkert sjálfstraust, auðlesinn og getur ekki dick eins og er.

    HÆTTU að hafa allt liðið í handbremsu og þreifa kurteisislega á liðum fyrsta hálftímann í flestöllum leikjum. Æfðu upp alvöru sóknarleik og reyndu að sækja til sigurs á útivöllum. Það er ekki árið 1990. Lið fá fleiri stig fyrir 1 sigur og 1 tap en 2 jafntefli.

    HÆTTU að fylla liðið af ágætum leikmönnum sem yrðu góðir á meginlandinu en hafa ekki hraða og kraft í ensku deildina.

    O.s.frv.

    Þetta tap var ansi svipað og gegn Chelsea í 8-liða úrslitum CL í fyrra. Við vorum lesnir eins og opin bók og klikkuðum illa á að setja ekki Gerrard tilbaka á miðjuna í þennan eina leik. Okkur skorti algjörlega kraft og stjórnun á miðjuna og sóknarleikurinn því fullkomlega geldur og vorum hægir tilbaka. Mascherano er ekki í sínu besta líkamlega formi og Leiva er bara Leiva. Hann mun seint þora að stjórna miðjunni gegn erfiðum andstæðingi á útivelli. Einbeitir sér ávallt að því að gera engin mistök, hverfa inní fjöldann og skila góðri statistík svo Rafa velji hann aftur í liðið.

    Núna þegar Benitez hefur aftur 100% stjórn á liðinu sýnist mér hann farinn aftur í gamla meginlands fitness-grógrammið sitt. Keyra sumarið mikið á tækni og boltaæfingum þannig að liðið byrji tímabilið ekki í sínu besta formi líkamlega en muni toppa í lok þess. Það er átakanlegt að sjá hvað sumir leikmenn Liverpool koma hrikalega þungir undan sumri. Einnig sýnist mér leikmenn eins og Carragher vera á síðustu dropunum.

    Toppliðin 3 munu tapa fleiri leikjum en á síðasta ári. Ætli deildin vinnist ekki á c.a. 80 stigum, jafnvel aðeins minna. Við bara herðum jarlinn og látum þetta tap okkur að kenningu verða. Englandsmeistaratitillinn er enn innan seilingar.
    Þá verður Benitez hinsvegar að læra hratt og þora að sækja til sigurs á útivöllum, berja kraft í leikmenn og skipa þeim að berjast til blóðs á miðjunni. Svo bara verður Rafa að kaupa strax alvöru kant og/eða sóknarmann til liðsins.

  52. Carragher á síðustu dropunum? 31 árs á þessu ári. Eigum við ekki að vera rólegir á að skrifa minningargreinar um Carragher?

  53. Ég sá ekki leikinn í dag en hlustaði á lýsingu af honum á BBC Radio Five Live. Ég ákvað að lesa ekki fyrri athugasemdir hér núna, las bara leikskýrsluna sjálfa, nóg var að sjá hástafina í einu af fyrstu kommentunum. Margir eru svo ótrúlega fljótir að mála skrattann á vegginn að það er engu lagi líkt. Verstu tíðindin í dag að mínu mati voru þetta samstuð félaganna í vörninni, það er óþarfi að lesa allt of mikið í úrslitin og afskrifa liðið.

    Liðið er undir talsverðri pressu fyrir næsta leik gegn varnarliði Stoke. Ég held að það sé gott og sé ekkert annað í spilunum en að þeir rífi sig upp og taki þann leik sannfærandi. Benayoun byrjar inni á.

  54. Það var nákvæmlega sama umræða í gangi í jan-feb með John Terry. Hann væri búinn að ofspila sér svo mikið og fórna sér í það miklar tæklingar, skallabolta og návígi að skrokkurinn virtist vera að gefa sig. Terry er bara 28 ára.

    Carragher er búinn að missa smá hraða og orðinn aðeins fótlúinn, fer þetta meira á leikskilningnum en djöfulgangi núna. Er held ég ekki með tækni né fínhreyfingar til að endast langt yfir þrítugt. Hann á 1-2 góð tímabil eftir í allra fremstu röð. Við þurfum því að finna nýjan heimsklassa-stjórnanda/lurk í vörnina bráðlega. Seinna mark Tottenham var hægu viðbragði Carragher að kenna. Þetta gerist hægt og rólega, stöku mistök hér og þar. Síðan skyndilega er legendið komið “over the hill”. Lífsins gangur því er nú ver.

  55. Hvað er málið með bekkin, kelly, ayala, spearing, dossena og voronin. Enginn af þessum mönnum getur komið inná og breytt leik. Af hverju er ekki pacheco eða nemeth í hóp fyrir e-h af þessum gaurum. Þeir hafa allaveganna sóknarhæfileika.

  56. Ég viðurkenni að ég var alveg brjálaður eftir leikinn. Bakverðirnir okkar og Reina voru einu ljósu punktarnir af byrjunarliðsmönnum. Benni var flottur eftir að hann kom inná. Það sem stakk mig svo þegar ég var að horfa á leikinn var hversu allar sóknir voru hægar. Leikmenn voru svo lengi að bera upp boltann að frátöldum Benayoun, því að um leið og hann kom inná fór hann strax 100 % að keyra á vörn Tottenham. Það má heldur ekki gleyma því að Tottenham er með fanta gott lið og munu undir stjórn Droopy verða alveg svakalega sterkir í ár. Þeir munu stela stigum frá öðrum “toppliðum” en okkur. Babel var alveg skelfilegur í dag og gerði nákvæmlega EKKI NEITT. Liðið virkaði þungt og andlaust en ég átti svo sem alveg von á því miðað við síðasta leik á undirbúningstímabilinu.
    Bring On Stoke, við klárum þá á heimavelli.

  57. 60

    Í guðanna bænum ekki vera að væla yfir bekknum ofaná allt annað – liðið inná var okkar langsterkasta og menn bara gerðu uppá bak. Þegar menn eins og Gerrard, Babel, Torres, Carra og Kuyt eru að spila illa þá er liðið bara vænbrotið og ég efast um að menn sem hafa aldrei spilað “alvöru leik” hafi getu eða reynslu til að koma inn og breyta málum…

    Þetta var bara ekki okkar dagur, Spurs voru grimmari, þeir voru hættulegri og bara einfaldlega skrefi framar í gær.

    Það var einn leikmaður sem gat eitthvað þegar á vallarhelming Spurs var komið, það var Yosi, kom með smá líf í annars vandræðilegan hægan sóknarleik þar sem Torres var einhversstaðar í rassvasanum á King, við hliðiná vodkapelanum.

    Nú er bara að skipta um gír og átta sig á því að það er ekki undirbúningstímabil lengur. Þetta er langtfrá því að vera e-h heimsendir. Tottenham er með sterkt lið og það koma fleiri lið til með að tapa stigum þarna. Þetta er maraþon ekki spretthlaup og ég hef fulla trú á að við komum tvíefldir til leiks á miðvikudaginn.

  58. ALVEG rólegir strákar mínir, við erum að tala um einn leik og það er ekkert sem að segir okkur að svona verði þetta það sem eftir er tímabils. Vinsamlegast þeir sem að koma með fáránlegar kröfur um að Benitez eigi að hætta eða hinn og þessi leikmaðurinn að fara ekki skrifa hérna inn. Menn verða að átta sig á því hver staða Liverpool FC er ! Fyrir það fyrsta þá er skuldastaða eigenda ekki góð, í annan stað þá er leikmannahópurinn ekki nægilega ´´´djúpur´´, í þriðja lagi þá er liðið ennþá ungt, í fjórða lagi þá vantar fleiri ´´match´´ winners og að lokum þá virðist vanta þetta winning mentality í liðið, að klára þessa síðri leiki! Liverpool hefur einfaldlega ekki reynsluna til að standast pressuna eins og Scum og Chelski hafa. Núna er ég að taka seinasta tímabil með í pakkann og menn verða aðeins að koma niður á jörðina. Vonandi að þetta tap hafi verið til þess að menn geri það.

  59. Þannig fór um sjóferð þá. Erfiður útileikur í fyrstu umferð og lykilmenn algjörlega á hælunum. Er að mestu leiti sammála Magga í sínu mati hér að ofan. Var ánægður að sjá Babel í byrjunarliðinu eftir kröftugar frammistöður á undirbúningstímabilinu, en enn og aftur er hann lítið að gera til að gera tilkall til byrjunarliðsins. Það sama má þó segja um nokkra lykilmenn. Við megum bara einfaldlega engan veginn við því að Torres, Gerrard, Kuyt, Mascherano og Carragher taki upp á því að eiga down leik allir í einu.

    Í rauninni er þetta einn al slakasti leikur sem ég hef séð Carragher spila, EVER. En það er líka ástæða fyrir því að ég kommenta aldrei á Liverpool leiki þar sem stig tapast, fyrr en daginn eftir. Manni sýnist á sumum kommentunum hér að ofan að fleiri ættu að tileinka sér slíkt. Liðið er ekki ónýtt og Alonso fjarvera var ekki ástæðan fyrir því að þessi leikur tapaðist. Við hefðum geta stolið stigi í leiknum, ef dómarinn hefði ekki skort kjark í að dæma annað víti, því það var klárt víti þegar Voronin var tekinn niður. Bekkurinn var ekki sterkur, en skiljanlegt að Rafa hafi sett þar þrjá varnarmenn þar sem bæði Carra og Skrtel eru að stíga upp úr meiðslum.

    Yossi var með góða innkomu að vanda og sýndi það að hann er orðinn einn af þessum lykilmönnum í liðinu, við höfum einfaldlega ekki efni á því að hafa hann á bekknum. Ég er einnig hneykslaður á meðferðinni sem Lucas fær hérna. Hann var einn af örfáum sem áttu ágætis leik. Hann var að dreifa spili vel, finna menn í lappirnar og brjóta upp sóknir Spurs. Móttakan og úrvinnslan frá sóknarþenkjandi mönnum okkar var aftur á móti afleit. En ekki geta menn gert Torres, Gerrard og co að blórabögglum, mun auðveldara að skjóta Lucas niður. Hann var aktívur og með góða yfirferð og fínan hraða, mun meiri hraða en Xabi hefur.

    Það þýðir lítið að gráta Björn bónda og staðreyndin er að við erum núna 3 stigum á eftir keppinautum okkar, Chelsea og Man.Utd. Þau tvö lið unnu sína leiki, en voru engan veginn sannfærandi, en lykilatriðið, þau unnu samt. Það ber þó að líta á það að bæði voru að spila á heimavelli gegn fallkandídötum. Við töpuðum á útivelli gegn liði sem ég spái því að muni gera alvarlega atlögu að 4 sætinu. Þetta var slap in the face og vonandi verður það til þess að menn vakni og komi dýrvitlausir í næsta leik.

  60. Menn verða að slaka sér varðandi Carra vin minn. Gæjinn var meðal 3 bestu í dag hjá okkur (ekki mikið mál reyndar) og hann er sagður slappur. Carra getur ekki alltaf verið númer 1 eða 2. Hvenær átti hann slappan leik síðast, menn muna það ekki einu sinni. Horfið aftur á leikinn þá sjáið þig hversu oft hann stoppaði sóknir og tæklaði. Johnson lét manninn fara fram fyrir sig í marki nr.2 og Carra stóð þar jú rétt hjá. Þetta sama höfum við séð nokkrum sinnum hjá Alonso þegar hann var og hét. Og menn eru að tala um að láta Carra á bekkinn, ég byð guð að hjálpa ykkur. LFC á ekki eftir að vinna leik með Carra á bekknum.

    Svo vill ég selja þessar postulínsdúkkur Skrtel og Agger. Þeir eru alltaf frá, alltaf eitthvað að. Á meðan Carra er bara frá ef um fótbrot eða annað alvöru sé að ræða.

    Svo á að taka bandið af Steve G. og láta Carra hafa það. Við erum með andlausasta fyrirliða í deildinni.

  61. Sá brot úr þessum leik í fréttunum og skil ekki af hverju Iron Maiden fékk ekki víti. Var Kristinn Jakobs að dæma þennan leik eða?

  62. svo var annað dæmi þar sem ekki var dæmt víti, boltinn fór í BÁÐAR hendur varnarmanns Spurs inní teig, algjörlega óþolandi.

    Við áttum samt tapið algjörlega skilið og vinnum Stoke á miðvikudag

  63. Bara til að árétta það þá er ég engan veginn að fara fram á það að Carra verði settur á bekkinn, síður en svo, hann getur einfaldlega átt sína down leiki eins og aðrir og einn þeirra kom í gær. Carra er einn af mínum eftirlætis leikmönnum í liðinu, en maður þarf að horfa á hlutina hlutlaust stundum, hann var alveg afleitur í gær, það er bara fact. Alveg frá því að hann fór upp í Skrtel og þar á eftir var hann úti á þaki. Aukaspyrnan sem hann fékk á sig í 2 markinu og svo dekkningin í kjölfarið var hræðileg. En ég veit að félagi minn Carra veit manna best hversu slakur hann var og hann á eftir að koma algjörlega dýrvitlaus í næsta leik, það er ég ekki í nokkrum vafa um.

  64. Ég var á þessum leik, og guð hvað Babel var lélegur. Mér fannst nú Lucas einn okkar skársti maður en hann fadeaði út eftir því sem leið á leikinn. Skil bara ekki hvað hann hékk lengi á Babel, var hann eittthvað að reyna að sýna hann væntanlegum kaupendum ? maður spyr sig.

  65. Langar líka að bæta því við að þetta Spurs lið vara bara þrumusterkt og ég hef farið nokkrum siinnum á WHL á leiki þar á meðal gegn Arsenal sem er þeirra derby leikur, og ég hef aldrei upplifað þvílíka stemmningu. Liðið stóð meira og minna allan leikinn og söng. Tóku t.d. Walk on, with a dick in your ass, and youll never score a goal …..

    Svo blammeruðu þeir Gerrard endalaust og sungu You should be in jail, self defence were having a laugh. Og það er alveg pottþétt að það setti hann útaf laginu.

  66. nú held ég að menn þurfi að róa sig og hætta að tala með rassgatinu hérna.
    mjög skynsamlegt er að kommenta daginn eftir svona leik, koma sér niður á jörðina og hugsa áður en maður dritar einhverju RUGLI hérna inn.

    ég hafði mínar efasemdir fyrir þennan leik vegna þess að undirbúningstímabilið hefur ekki verið beint frábært. aðal áhyggjuefnið var klárlega vörnin, sem klikkaði í gær, það liggur fyrir. Báðir hafsentarnir voru tæpir og báðir kenndu sér meins í leiknum, sá þriðji er meiddur en það er svo sem ekkert nýtt.

    lucas átti góðan leik ásamt benayoun, reina og johnson, restin fannst mér leika langt fyrir neðan getu.

    ef við berum okkur saman við chelsea og man utd eftir þennan leik þá er það augljóst að þau lið fengu auðveldara start en liverpool en voru samt ekki að vinna sína leiki mjög sannfærandi. baráttan verður gríðarlega erfið í vetur en ég hef trú á því að liverpool liðið komi strax til baka og nú er bara ekki “room for error” ef menn ætla sér titilinn.

    hættum svo að tala um xabi alonso, hann fór, vildi fara eftir besta tímabil liverpool í 19 ár. mér finnst bara ekki þess virði að vera að eyða orðum í hann á meðan lucas spilar jafn vel og hann gerði í gær.

  67. Ég vil taka undir innskot #37 hjá Lýði V. en þar tók hann niður þær sölur/kaup sem komið er þetta sumarið. Þetta er nánast upp á pund á sléttu og eftir stöndum við með aðeins Glen Johnson í liðinu og annan á bæklunardeild næstu 2 mánuðina og tómt veski til að styrkja liðið frekar. Fóru semsagt þeir peningar sem Rafa mátti eyða yfir “silly season” [samkvæmt slúðrinu frá 15-40m eftir hvaða miðill var lesinn] í að borga út hluta af 60m sem fór í lánabreytinguna fyrir skömmu?!?

    Ef það er staðreynd að peningurinn er ekki til staðar og Rafa þarf að selja til að kaupa leikmenn er ljóst að Torres og Gerrard þurfa að spila alla leikina á þessu tímabili og halda áfram þar sem frá var horfið til að við eigum einhvern séns í að hanga í topp 4 þetta árið. Þetta er alls engin svartsýni heldur bara verið að líta raunsætt á málið eins og það liggur enda er erfitt að ráða við óútfylltar ávísanir annara liða þegar kemur að leikmannakaupum. Ég geri mér samt vonir um að Rafa sé að hliðra staðreyndum og hafi 20-30m til að eyða og noti þær til að kaupa Stephen Taylor og Gutierez frá Newcastle. Taylor er “Carragher” týpan sem fer léttilega með að fylla inn í vörnina og hefur gæðin líka. Gutierez er skapandi miðjumaður sem skortir kannski varnarleguhliðina í sinn leik en hann er ótrúlega duglegur og myndi slotta vel inn vinstra/hægra meginn við Gerrard á öðrum hvorum kantinum. Ok, Newcastle féll og allt það en það gerir þá ekki að slökum leikmönnum. Það gerir þá að ódýrari leikmönnum sem hægt er að nýta sér í svoan fjárþurrð.

  68. Við erum í hreinum plús í leikmannamálum í sumar þegar kemur að krónum og aurum. Aquilani kaupverðið er ekki rétt á LFC History, við keyptum hann á um það bil 17,1 milljón punda. Ef menn taka svo inn í dæmið að hluti af Glen Johnson (talið nema um 8 milljónum punda) og svo þar að auki það sem við fengum tilbaka fyrir Robbie Keane (talið vera um 16 milljónir punda) þá sér það hvert mannsbarn að peningarnir hafa farið eitthvað annað en í leikmannakaup. Ef allt væri eðlilegt þá ætti Rafa að vera með yfir 40 milljónir punda úr að moða, en það lítur út fyrir að upphæðin sé c.a. 0.

  69. Liverpool vélin hefur verið sein af stað á hverju tímabili undir stjórn Rafa. Ég er ekkert stressaður þrátt fyrir úrslitin í leiknum. Breiddin og getan var lítil í dag, menn að koma úr meiðslum eða meiddir, þeir eiga eftir að spilast saman. Frammistaða liðsins fannst mér byrja á vörninni, sem var óörugg. Eftir samstuðið átti hún erfitt uppdráttar, treysti ekki miðjumönnunum og því varð aldrei tenging fram. Menn sem mega horfa í gaupnir sér og ég vona að taki sig saman í andlitinu fyrir næsta leik eru Mascherano, Gerrard, Torres og Carrager, ef þeir spila vel þá spilar allt liðið vel. Það gerðu þeir ekki í dag. Mér fannst Johnson ekki komast vel frá sínu, hann átti eitt moment en var annars ekki í nógu góðum takt við Carra og rest, það kemur með spilatíma. Vá hvað mig hlakkar til næsta leiks

  70. Já, þetta er ekki góð byrjun. Skulum samt ekki gleyma að við töpuðum einnig 2-1 gegn Tottenham á útivelli í síðustu leiktíð (annað af tveimur tapleikjum í deildinni). Svo við erum þó á pari varðandi úrslitin, en frammistaðan í leiknum í fyrra var miklu betri, enda var það ótrúlega ósanngjörn úrslit gegn mjög slöku Tottenham liði. Mér fannst Tottenham vera alveg frábærir núna hinsvegar. Voru mjög þéttir í vörninni með Bassong, King og Corluka (finnst hann stórgóður varnarmaður) sem bestu menn. Miðjan hjá þeim stóð sig einnig betur en ég bjóst við, sérstaklega í ljósi þess að við vorum með þrjá miðjumenn gegn tveimur. Sóknarmennirnir voru síðan aggresívir og snöggir (þó ekkert meira en það).

    Ætla nú ekkert að segja að Liverpool hafi verið betri aðilinn, en Tottenham skoraði með tveimur varnarmönnum sem hafa báðir aldrei skorað mark áður! Ekotto hefur sennilega aldrei hitt boltann svona vel áður. Við hefðum getað fengið annað víti. En á móti kemur að Liverpool skapaði nánast engin almennileg færi. Spurs átti mun fleiri skot en Liverpool var meira með boltann, sérstaklega í síðari hálfleik.

    Ég er nú ekkert miður mín með úrslitin, en þeim mun ósáttari við frammistöðuna. Sjálfsagt lítið hægt að kvarta þegar lykilmenn fyrir utan Reina eiga svona slakan leik. Mér fannst við þurfa að koma boltanum meira út á kantana, þar sem Tottenham bakkaði töluvert og gaf eftir svæði eftir 1. markið. Hef nefnilega trú á bættara kantspili á þessu tímabili þar sem við höfum fengið Glen Johnson og Insua að verða tilbúinn sem byrjunarliðsleikmaður.

  71. “akkuru er maður eins og lucas að spila fyrir lið eins og liverpool ég skil þetta ekki hann sendir boltan í 30% á andstæðinginn”

    Lucas átti 37 sendingar í leiknum í gær. Ein endaði hjá andstæðingum.

    Gerrard átti 53 sendingar, 17 þeirra enduðu hjá leikmönnum Tottenham.

    Menn verða að reyna að fylgjast með því sem gerist í leikjunum sem þeir horfa á ef þeir ætla sér að tjá sig um þá. Lucas átti fínan leik. Vandamálið var að vörnin (Carragher) var í því að bomba boltanum fram í stað þess að koma honum á miðjumennina.

  72. Ég fékk þessar upplýsingar reyndar af spjallborði (redandwhitekop.com). Hef séð samantektir á leikjum með öllum lykiltölum en finn ekki í augnablikinu.

  73. sammála Lucas átti fínan leik og ekki gleyma því að Carra var mjög tæpur
    fyrir leikinn og hafði ekkert æft eftir meiðslin gegn AM,hefðum við átt cover fyrir hann hefði hann ekki spilað.

  74. Dapur leikur og ætla ekki að fara yfir hann enda aðrir hér búnir að gera það vel. Hins vegar er að mínu viti alveg ljóst að ef ekki á illa að fara verur Gerrard að koma á miðjuna fyrir Lucas og Benni í holuna. Riera svo inn á kantinn fyrir Babel. Vona að okkar ágæti framkvæmdastjóri sem á það til að þrjóskast of mikið í því sem ekki er að ganag sjái þennan augljósa hlut og breytti strax áður en fleiri stig fara. Meðan beðið er komu ítalans sem verður að smella hratt inn í þetta verður Gerrard einfaldlega að taka miðjuna til að liðið haldi bolta og stjórni einhverju á miðjunni. Hluti þess að Torres og Gerrard gátu ekkert var að mínu viti sökum þess að þeir fengu ekki úr neinu að moða, tottenham áttu miðjuna frá A-Ö og við urðum að fara í langar spyrnu frá vörn sem gengu ekki upp. Lucas er ekki týpan til að stjórna spili liðsins, hefur ekki gæðin í það og er ekki þannig leikmaður að upplagi, PUNKTUR.

  75. Við vorum okki góðir enn með smá heppni fengið víti og jafnvel jafntefli. Var ekki alltaf vitað að við myndum byrja illa. Torres og Gerrard lítið verið með í undirbúningu plús meiðslin? Við vorum að spila illa á undirbúningstímabilinu. Minni menn á að United voru búnir að tapa 2 leikjum (Okkur og Arsenal) og gera 5 jafntefli á heimavelli 13/12/2008 þegar þeir fóru sitt “run”. Þetta verður strögl til að byrja með. Hérna er góð kryfjun á leiknum:
    http://www.thisisanfield.com/columnists/2009/08/spurs-2-1-reds-full-tactical-analysis/

  76. Frábær kryfjun frá thisisanfield.com Takk Árni fyrir að benda okkur á hana

  77. Er ekki kominn tími á að skella restinni af niðurtalningunni inn eða bara einhverju öðru. Þoli ekki að sjá fyrirsögnina og myndina af Bessong þarna efst

  78. Þetta í #82# er nú ekki nein afburða krufning á leiknum. Bara grátpistill um hvað Liverpool saknaði sendingargetu Xabi Alonso á miðjunni og hvað Torres og Kuyt voru að sækja of mikið tilbaka. Common sense.

    Hér er miklu betri greining á leik beggja liða. http://www.guardian.co.uk/football/blog/2009/aug/17/tottenham-hotspur-liverpool-david-pleat-chalkboard

    Styð annars að koma þessari mynd af forsíðunni. Upphitun fyrir Stoke slátrunina sem allra fyrst!

  79. slakur leikur ja, en menn verda adeins ad chilla a overanalysing hvad gerdist. Liverpool var einfaldlega ekki i formi. Gerrard buin ad vera meiddur. Torres greinilega ekki i formi, Carragher or Skertel badir bunir ad vera fra. Tad sem mer fannst vera slaemt er breiddin, tad ma ekki vid miklum meidlsum. Svo var Babel faranlega slakur, eg er ad gefast uppa honum. Benayoun og Glen Johnson ljosir punktar. Audvitad tekur tad sma tima ad venjast tvi ad Alonso er ekki lengur tarna til ad dreifa spilinu, eg hef talad um tetta adur ad lidid var of had tvi ad gefa a hann. Eftir svona 4-5 leiki i vidbot ta verda Mascherano og Lucas bunir ad venjast tessu og tad verdur minna aberandi ad hann vantar. Tad er bara ad vona ad Liverpool nai sem mest af stigum a medan lidid slipast saman. Eg held ad Benitez hljoti ad hafa sed ad Benayoun verdur ad byrja inna i naestu leikjum, hann kemur med flaedi i spilid sem sarvantar eftir ad Alonso for. Tetta var slakur leikur ekki spurning, en tetta var erfidur utivollur og tad var ekki eins og heppnin hafi verid med okkur. 2 mork og baedi ur fostum leikatridum. Augljos vitaspyrna i lokin a Voronin. 1 stig hefdi verid fint ur tessum leik, en tessi jafntefli i fyrra voru ekki ad gera okkur mikid gott heldur. Tad er bara ad vona ad tetta veiti Liverpool spark i rassinn. Menn eins og Torres, Babel og Mascherano turfa a tvi ad halda eftir tessa framistodu. Bidum i 3-4 leiki i vidbot adur en vid afhausum lidid.

  80. Það er einnig satt sem Lee Dixon er að tala um á BBC Football síðunni. Þar talar hann um að Gerrard komi aftar til að sækja boltann því sendigeta Lucas og Mascherano er ekki til staðar og þeir ná ekki að dreifa spilinu eins og Alonso gerði. Gerrard kemur til baka til að ná í boltann og svo þegar hann reynir að tengja við Torres að þá var auðvelt fyrir varnarmenn Spurs að hreinsa frá enda Gerrard farinn úr holunni þar sem hann er hættulegastur.
    Vonandi vinnum við Stoke og ég vara við of mikillli bjartsýni.

  81. Eru menn að byrja að horfa á Liverpool bara ákkúrat núna? Gerrard að koma aftar til að sækja boltann? Síðan hvenær hefur Gerrard ekki verið með algjörlega frjálst hlutverk (í þessari stöðu sinni) og oftar en ekki komið langt aftur til að sækja boltann? Menn farnir að teygja sig ansi langt í þessu og kemur mér á óvart að leikur Stevie fari svona framhjá mönnum.

Liðið komið!

Liverpool: stórasta lið í heimi!