Chelsea – Liverpool 4 – 4

Það lá bara alls ekki fyrir okkur að komast áfram í Meistaradeildinni í ár, það er nokkuð ljóst. Þegar leikur fer 4-4 þá er nokkuð ljóst um algjörlega fáránlegan leik var að ræða … en ég held að ég nenni ekki að ræða þetta neitt svo ítarlega, það svekktur er ég með þennan hörmulega seinni hálfleik hjá okkar mönnum.

Liðið sem fékk það verkefni að vinna upp þriggja marka púða Chelsea leit svona út …

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel- Aurelio

Mascherano
Kuyt- Alonso – Lucas- Benayoun
Torres

Bekkur: Cavalieri, Dossena, Hyypia, Agger, Riera, Babel, Ngog.

… og guð minn góður hvað þeir voru þrátt fyrir allt nálægt því að púlla þetta af.

Smá heppni og við værum í undanúrslitum. Svo ég hlaupi yfir þetta þá var það helst markvert í fyrri hálfleik að Aurelio kom okkur yfir úr frábærri aukaspyrnu a la McAllister, stuttu seinna reif Invanovic Alonso niður inni í teig meðan Carvalho hrinti öðrum Púllara … já og Skrtel mokaði boltanum yfir á línu, fengum þó víti sem Alonso skoraði af öryggi úr, 0-2 og GAME ON.

Annars fengum við nokkur færi í viðbót og hefðum hæglega getað náð 0-3 í hálfleik eins og við þurftum. Annað sem markvert gerðist í fyrri hálfleik var að Chelsea fékk 1687 aukaspyrnur á vallarhelming Liverpool og 1686 þeirra eftir brot / “brot” á Drogba. Eins var athyglisvert að sjá Hiddink taka Kalou útaf fyrir Anelka á 35.mín.

0-2 í hálfleik.

Seinni hálfleikur byrjaði herfilega, Chelsea fékk áfram sínar aukaspyrnur á hættulegum stöðum … en áður en þeir nýttu eina slíka skoraði Drogba hreint út sagt VIÐBJÓÐSLEGT MARK fyrir Chelsea, nær að pota í fyrirgjöf frá Anelka sem Reina missir helvíti klaufalega í markið, 1-2. Stuttu seinna nýttu þeir svo eina af 3498 aukaspyrnum sínum í leiknum, Alex bombar blöðrunni í netið, þvílíkt fast … þó ég hefði nú viljað sjá Reina kýla þetta í burtu. Game Over? Til að toppa þetta minnir mig að Benitez hafi tekið Mascherano útaf þarna og galaopnaði þar með miðjuna okkar, Chelsea gekk á lagið og komst í 3-2, ótrúlega svekkjandi að horfa upp á þetta og klárlega game over!

Eða hvað, eins og ég talaði um fyrir leik þá vanmetur maður alls, alls, alls ekki Liverpool og afskrifar þetta lið ALDREI. Torres var tekinn útaf, sem gerði það að verkum að núna vantaði okkur Gerrard, Torres og Mascherano!

Lucas jafnaði 3-3 með marki a la Lampard, og Kuyt kom okkur í 4-3 með skalla, GAME FOKKING ON. Babel kom svo inn fyrir Arbeloa í lokin og það var bara of mikið, Chelsea gekk á lagið og náði að nýta sér þetta með enn einu markinu, Lampard með stöng og inn, 4-4. og Game endanlega over.

Það var hellingur af færum í leiknum til viðbótar við þetta og eins og ég segi, með smá heppni værum við núna í undanúrslitum … já og ég allsber út í garði eins og ég lofaði að gera myndum við sigra þetta (staðan var þá 3-4).

Dómarinn átti annars að mínu mati hreint alls ekki góðan dag í heildina, stóru ákvarðanirnar voru svo sem réttar en hann dæmdi 29 aukaspyrnur á Liverpool og óhugnalega margar á stórhættulegum stað á okkar vallarhelmingi. Dómarar eiga að þekkja leikmenn Chelsea betur en svo að falla ALLTAF í gryfjuna, Guð minn góður. Chelsea fékk varla sókn án þess að hún endaði með aukaspyrnu og flæði í leiknum var haldið í algjöru lágmarki.

Okkar menn luku keppni með sæmd verður maður að segja þrátt fyrir að hafa fengið á sig 7 mörk sem er auðvitað bara bull. Við skoruðum engu að síður 4 mörk á Stamford Bridge sem ekki margir trúðu að við gætum … og ath. það án Gerrard og Torres (var hann nokkuð með?).

Meira nenni ég ekki að spá í þessum leik, þetta var alveg helvíti svekkjandi, sérstaklega eftir stöðuna í hálfleik. En einvíginu töpuðum við á Anfield.

E.s.
eitt enn…..góði Fowler, settu Barca – Porto í úrslit … allavega Porto 😉

70 Comments

  1. ég fæ taugaáfall fyrir þrítugt ef ég held áfram að styðja þetta lið

  2. Klassaleikur 🙂 ekkert nema sklítaheppni í þessu C$$$$$ liði en Barce tekur þá létt 🙂 kvarta ekki undan framlagi Liverpool í þessum leik.

  3. Allir lögðu sig 600% í þetta!
    Þvílíkt lið, þeir eiga hrós skilið.

  4. Óaðfinnanleg taktík hjá Hiddink að segja leikmönnum sínum bara að henda sér niður í tíma og ótíma. Þetta tap skrifast á Reina, þó er ég ánægður með seigluna í restinni af þessu liði.. ótrúleg.

  5. Þvílíkur leikur segi ég nú bara. Gerrard meiddur og Torres að eiga dapran leik en restin af liðinu steig upp og stóð sig frábærlega. 4-4 jafntefli á Stamford Bridge er ekkert til að skammast sín fyrir, þetta einvígi tapaðist að sjálfsögðu á Anfield fyrir viku.

    Ojæja. Við tökum stóru eyrun á næsta ári, nú eru hins vegar eftir sex bikarúrslitaleikir í deildinni og bara um að gera að rífa sig upp og vinna helvítis deildina.

    YNWA.

  6. Alveg hægt að skrifa fyrstu tvö mörkin á Reina en maður er ekkert að fara hrauna yfir hann, búinn að vera frábær í vetur hinsvegar skelfilegt að sjá einbeitingarleysið í seinni tveimur mörkunum!!! Carragher virkar mjög þreyttur í augnablikinu, spurning hvort hann þurfi ekki á góðri hvíld að halda núna.

  7. Ég sem þjálfari verð að gagnrýna kollega minn Rafa Benitez fyrir þessa óskiljanlegu ákvörðun að taka Torres út af. Hann kastaði inn handklæðinu í stað þess að gráta ekki Björn bónda og fylkja liði og sækja til sigurs. Hann hefði getað tekið varnarmann strax út en hafði ekki pung og því fór sem fór.

    Leikmenn voru ekki á sama máli og kollegi minn og vissu að þetta var vel hægt. Þeir sýndu það og sönnuðu með baráttuanda í brjósti en þetta skrifast algjörlega á hinn tilfinningasnauða og neikvæða knattspyrnustjóra, Rafa Benitez.

    Burtu með Rafa.

    Farið hefur fé betra.

  8. Freyr a (8) Ertu alvarlega heimskur? Torres átti ekki góðan leik og engin leikmaður er stærri en liðið. Sýndist þessi skipting skila tveimur mörkum!?

  9. Djöfull nenna menn að væla. Torres var ekki búinn að geta neitt í leiknum og því bara sjálfsagt að taka manninn útaf.
    Það er svo nánast fáránlegt að kenna reina um seinna markið enda þessi aukaspyrna þess eðlis að hún verður ekki varin nema menn standi nákvæmlega þar sem boltinn kemur og samt er það erfitt.
    Frábær leikur og synd að ná ekki að klára þetta. Við fengum á okkur fjórða markið vegna þess að Benitez hafði kjark til þess að sækja og svona getur gerst.

  10. Ég held áfram að vera stoltur Púllari!!!! Hvað eru mörg lið sem koma á Stamford Bridge og skora 4 mörk???????? Eins og KAR segir, þá tapaðist einvígið á Anfield. Áfram Barca í Meistaradeildinni, segi ég bara núna.

    Við þurfum lukkudísirnar í deildinni og kannski fáum við þær. Feita konan hefur ekki sungið enn.

    Áfram Liverpool!

  11. Einsog ég sagði einhvern tímann, það er allavegana aldrei leiðinlegt að fylgjast með þessu liði.

    Þetta var einn erfiðasti leikur sem ég hef upplifað. En okkar menn eiga hrós skilið. Þessi viðureign tapaðist í síðustu viku. Að skora fjögur mörk á Stamford Bridge er frábært.

    Af hverju þarf samt alltaf Didier Drogba að eiga bestu og mest óþolandi leiki tímabilsins gegn okkur? Það er ekki lítið sem ég fyrirlít þann mann. Og hvað var málið með allar þessar fokking aukaspyrnur, sem Chelsea fékk?

  12. Þetta var rosalegur leikur, í stöðunni 3-2 var ég að orðinn verulega reiður en þegar staðan var skyndilega orðin 3-4 þá breyttist viðhorfið. Auðvitað hefði verið gaman að taka þetta en ég er furðu sáttur við þennan leik. Þetta er sennilega einn alskemmtilegasti fótboltaleikur sem ég hef séð síðan 25 maí 2005. Og það er ekki leiðilegt í ljósi þess að þarna spiluðu tvö hundleiðileg varnarlið;)
    Menn lögðu sig allan fram og hættu ekki þótt staðan virtist ómöguleg og það er virðingarvert.

  13. Þetta var bara skemmtilegt, þó að það sé orðið þreytt að mæta Chelski (hvenær mætast eiginlega Arsenal og Wankchester U í CL?).

    Gaman að þessum leik. Það vantaði að þriðja markið dytti inn í stöðunni 0-2 eða 1-2 en það kom því miður þetta þrumumark frá Alex. Skemmtilegur leikur, stoltið fer óskaddað heim og þeir “snillingar” á 365 geta rifjað upp að LFC skoraði síðast 3 á Sbridge þegar Ian Rush var og blablabla.

    Myndi fara varlega í krítísera Reina fyrir fyrsta markið, Drogba ýtir þarna boltanum til um millimeter eða tvo er það ekki? og hornafræðin tekur rest.

    OG KOMA SVO PORTO!!!!!!

  14. Það stefnir í 3 tímabilið í röð án dollu sem er óásættanlegt. Vorkenni Reina sem átti ekki góðann dag. Það var líka ömurlegt að sjá Raffa gefast upp þegar 10.mínútur voru eftir og taka Torres út af þó að hann hafi verið dapur er hann samt alltaf líklegur til að skora. Margt sem mig langar að segja en sleppi því

  15. Frábær leikur! Allir gáfu sig 100% í verkefnið. Skiptingin hjá Rafa Ngog inná fyrir Torres var góð. Að spila á útivelli gaf Chelsea aukaspyrnur. Leikurinn tapaðist á Anfield.

  16. er ég sá eini sem vill ekki sjá Carragher gegn Drogba? Þetta minnir mig alltaf á Carra – Henry hérna í den

    hann á ekki break í hann

  17. Ekki get ég kvartað yfir því að Torres hafi verið tekinn út af. Mér fannst N’goog eiga mjög fína innkomu.

    Alla vega datt Liverpool út með sæmd í kvöld.

    Annars horfði ég á þetta á itv og þar vor flestir “sérfræðingarnir” fyrir leik að gagnrýna byrjunarlið Benitez. Sem er svooo týpískt 🙂

  18. vissi vel að þetta yrði skemmtilegur leikur en vá. 2x hélt ég að við værum að smygla okkur í undanúrslit og 2x slökkti lampart á vonum mínum. En hata samt Drogba meira. En djöfull er ég orðinn þreyttur á að vinna ekki titla. Ég hef ekki mikla trú á að við vinnum deildina, því miður. helvítis okking fokk þurfum að kaupa framherja í sumar. Man utd með 3 klassa framherja og við með 1. Torres er allt of oft bara 1 frammi og getur ekkert gert í stórum leikjum, það er synd að horfa uppá þetta. En ég er viss um að við hefðum farið áfram ef G hefði verið með……Eeeeeeeeeeeeeen Ég vill framherja í sumar, heimsklassa

  19. Og eru menn virkilega að gagnrýna Rafa fyrir að hafa gefist upp!! Jú hann tók Torres af velli, en hann setti annan sóknarmann inná og svo hinar tvær skiptingarnar voru nú mjög sóknarsinnaðar, hann tekur varnarsinnaðan miðjumann af velli og situr inn kantmann og svo tekur hann hægri bakvörðinn útaf og situr inn kantmann/sóknarmann. Ef þetta heitir að gefast upp þá skal ég éta hattinn minn!

  20. Mjög sókndjarft Teddi LeBig að setja sóknarmann fyrir sóknarmann!!

    Blússandi sóknarbolti.

    Þvílík speki.

  21. Frábær leikur. Virkilega frábær skemmtun þrátt fyrir flautukonsert þess spænska sem líkaði stórleikur Drogba. Ég er hættur að láta þann mann fara í taugarnar á mér en hvað var málið með hann þegar hann meiddist utan vallar en rúllaði sér inni á?! Ótrúlegur skíta-drullu karakter sá maður en alltaf á hann stórleik gegn Carra sem á bara ekki séns í hann.

    Þetta einvígi tapaðist á Anfield eins og í fyrra. Það vantaði samt bara herslumuninn í kvöld en við getum verið stolt af okkar liði. En nú hreinlega verðum við að saxa á ManU í deildinni og landa þeirri dollu, Ég meika ekki þriðja titlalausa árið í röð.

  22. 22:

    Vissulega var Torres ekki að gera góða hluti í þessum CL-leikjum gegn Chelsea; fyrir utan markið í fyrri leiknum en að segja að hann geti ekkert í stóru leikjunum er í besta falli vitleysa. Arsenal í fyrra í CL, ManU á OT á þessu tímabili, Chelsea á Anfield í deildinni í fyrra og núna, Real Madrid og hugsanlega fleiri stórleikir þar sem hann hefur staðið sig vel.

    Get ekki bætt við miklu sem hefur verið sagt hér áður en hrikalega var ég pirraður á helv………. dómaranum í seinni hálfleik, mátti varla anda á Chelsea-mennina án þess að það væri dæmt á það.

    Ætla samt ekki að afsaka það að liðið sé dottið út með dómgæslunni, einvígið tapaðist á Anfield.

  23. alltaf gott að vera vitur eftir á en ég hefði viljað sjá Agger inná í þessum leik, hann var mjög góður á móti blackburn og setti mark þar að auki..

  24. en hvað var málið með hann þegar hann meiddist utan vallar en rúllaði sér inni á?!

    Það atriði var einfaldlega stórkostlegt. Engum nema Drogba myndi detta þetta í hug.

  25. Já Freyra, okei svaka speki, en hvað með hinar tvær skiptingarnar? Þú minnist ekkert á þær. Er það vegna þess að þær henta ekki málflutningi þínum?

  26. Þetta heitir að tapa með sæmd. Ekkert hægt að væla yfir þessu. Liðið barðist eins og ljón við fyrirfram ómögulegt verkefni og sýndu okkur eina besta skemtun vetrarins (leikurinn sjálfur, ekki úrslitin). En djöfull held ég að maður deyji ungur úr hjartaáfalli ef þetta lið heldur áfram þessum rússíbanaleikjum!
    Nú vill ég vera svo djarfur að óska þess í fyrsta skipti að MU komist áfram á morgun, missi menn í meiðsli, verði þreyttir, dreifi einbeitningunni og allt sem getur hjálpað okkur að taka deildina. Ég á félaga sem hallast að djöflunum sem munu missa andlitið að ég læt þetta út úr mér, en ég held að það sé Liverpool fyrir bestu, moral dilemma dauðans.

    YNWA!!

  27. Drogba virðist alltaf geta farið meira og meira í taugarnar á manni þegar maður heldur að hann komist ekki lengra, t.d. með því að rúlla sér inn á völlinn til að tefja leikinn (á 2. eða 3. mínútu?) og svo með þessum eilífðar andskotans dýfingum. Maðurinn er eitthvað á annað hundrað kíló og þar að auki stór og sterkur en steinliggur á vellinum við það eitt að fá andardráttinn niður um hálsmálið.

    Annars langar mig að benda á þrjú atriði sem standa upp úr eftir þennan leik, að mínu mati:
    – Chelsea liðið er búið að fá á sig sjö mörk í tveimur síðustu leikjum (öll á heimavelli) og það getur varla verið styrkleikamerki
    – Liverpool hefur greinilega mesta karakterinn á Englandi í dag
    – Reina er samt bestur

  28. 24Freyra
    þann 14.04.2009 kl. 21:11

    Mjög sókndjarft Teddi LeBig að setja sóknarmann fyrir sóknarmann!!

    Blússandi sóknarbolti.

    Þvílík speki.

    Segðu mér, er hægt að gera sókndjarfari skiptingu þegar að sóknarmaður er tekinn útaf?

  29. æjji helvíti.. Þeir spiluðu eins og hetjur, og eiga ekkert annað en hrós skilið. Reina átti að vísu ekki sinn besta leik, en heldur ekki Chech. já, þetta var leiðilegt, en núna er það Bara deildin eftir. Veit ekki hvað ég vil; að Man Utd komist áfram eða ekki. Ef þeir vinna CL, þá er það ekki gott, en ef þeir komast áfram, þá fer kanski smá pressa af deildini…. jæja fokk it. Fokk Didier Drogba. Ég virkilega HATA þetta helvítis ógeðslega kvikindi.

  30. Tap með sæmd.

    Ekkert meira um það að segja, ekki það sem maður vill, en liðið átti svakalega góðan sóknarleik eins og verið hefur í gangi nú um sinn.
    Barca slær Chelsea út, en við vinnum deildina. Deal!

    Torres einfaldlega þreyttur, nýstiginn uppúr meiðslum og hann hefði að mínu mati getað spilað 200 mínútur í kvöld og ekki skorað.

    En þeir sem léku þennan leik voru engir vindlar, þetta lið er mjög, mjög, mjög stutt frá því að verða svakalegt lið!

  31. Hvað eru menn að drulla yfir Carra, ég sá ekki betur en að hann hafi nú staðið sig vel á móti hrikalega sterkum manni. Ekki oft í leiknum sem þeir voru að berjast að Carra tapaði.
    Hvar eru menn sem drulla reglulega yfir Lucas og hann geti ekki spilað stórleiki ?
    Flott að taka Torres út af, mætti bara gera meira af því að taka stærri nöfnin út fyrir unga stráka.
    Frábært lið, nú er kominn mega pressa á að vinna deildina.

  32. Er menn ekki að gleyma því að þetta er season 3 í röð á titills fyrir mér er liverpool það stór klúbbur að það á ekki að vera ásættanlegt???
    skil ekki þessa dýrkun á Rafa maðurinn hefur unnið 2 stóra titla fyrir okkar á 4 tímabilum ég verð nú bara að segja að þetta er farið að minna mig á Houllier tímabilið sem liverpool maður krefst ég titla. ég elska minn klúbb og vill sjá hann vinna meira enn 2 stóra titill á 5 ára tímabili.
    þrátt fyrir það ber ég höfuðið hátt eftir leik kvöldsins næst besti leikur í sögu meistaradeildarinnar. Menn verða bara aðeins að fara opna augunn

  33. Þetta var argasti viðbjóður. Ég þoldi ekki Drogba fyrir þennan leik en mikið afskaplega HATA ÉG manninn í dag. Hann fór í grasið við minnstu snertingu og dómarinn gjörsamlega kolféll fyrir því líka. Fannst þessi dómari virkilega slakur og hann hafði engin tök á þessu Chelsea liði. Ég er sammála þessu þegar að Drogba meiddist utan vallar og rúllaði sér svo inná til þess að láta stöðva leikinn. Shit ég er svo reiður út í þennan gæja að ég vona að einhver fótbrjóti hann á næstunni, svona skíta karakter á ekki heima í sjónvarpinu mínu, helst bara setja þennan gæja í bann fyrir að vera FÁVITI. Allt þetta Chelsea lið er samansafn af fávitum. Lampard, Drogba, Cole, Carvalho, Ballack og fleiri eru bara einum of leiðinlegir. Benitez var sko mjög fúll út í Chelsea liðið útaf dívum og það var hann að segja Gus Hiddink þegar að þeir tóku í spaðann á hvorum öðrum eftir leik. Dirk Kuyt var maður leiksins, hann var virkilega góður. Skrtel og Carra voru ekki að skila sínu, Carra ræður ekki við Drogba og hefur aldrei gert. Skrtel stimplaði sig algjörlega út úr leiknum þegar hann fór í asnalega tæklingu inni í teig og leyfði Drogba að gefa boltann fyrir. Þar vann Aurelio heldur ekki sína varnarvinnu. Lucas var líka mjög góður í leiknum, vann klálega fyrir sínu. Frábær innkoma hjá Riera, fín innkoma hjá N’gog og la la innkoma hjá Babel. Benitez gerði það sem hann gat til að vinna.

  34. Algjör útúrdúr sem skiptir btw engu máli en hvernig fékk dómarinn út 3 mínútur í uppbótartíma þegar skoruð voru 6 mörk og það voru sex skiptirngar að ég held, Drogba var inná og dómarinn flautaði eins og enginn væri morgundagurinn. Þetta er sama íþrótt og t.d. utd fékk 5 mínútur í uppbótartíma um daginn í leik sem var nánast tíðindalaus.

  35. Gaman í öllum leiðindum kvöldsins að sjá parry og gerrard í stúkunni hneykslast á Drogba. maðurinn lét eins og fífl

    Annars er ég ánægður með baráttuna í mínum mönnum fóru á stamford bridge til að sækja og með smá heppni værum við í semi final!

    Maður leiksins að mínu mati XABI ALONSO
    stjórnaði öllu sem fram fór hjá liverpool og átti margar frábærar sendinga inní boxið sem gerðu usla

  36. Vil bara benda þér á Friðjón að þetta tímabil er ekki búið enn, United er bara einu stigi á undan okkur og með leik til góða. Það að eiga einn leik til góða er vissulega þægilegt en þeir þurfa samt sem áður að spila þennan leik og það er ekkert sjálfgefið að þeir vinni hann. Það er nóg eftir af þessu tímabili og það getur allt gerst enn. Þannig að við skulum bíða með það, þangað til að tímabilið er búið, að halda því fram að við séu ekki að vinna neina titla.

  37. samkvæmt setanta voru dæmdar 29 aukaspyrnur á liverpool en bara 14 á chelski

    sem er nottla fáránlegt

  38. Þetta var ekkert annað en mögnuð rússíbanareið í leik sem allt eins hefði getað farið í steindautt 0 – 0 jafntefli (og hefði sennilega gert það fyrir 1 – 2 árum). Hefði getað dottið á hvorn veginn sem er, sem er nokkurn veginn það besta sem við hefðum getað óskað okkur eftir fyrri leikinn.

    Þeir sem sjá ekki framfarirnar hjá þessu liði og eru að væla núna eru væntanlega tröll sem styðja önnur lið og eru að koma hingað í leit að leiðindum. Ég meina, kommon, stigasöfnun í deild eftir 32 leiki er núna sú 3. besta frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp (og það inniheldur megnið af 9. áratugnum, sem var jú gullaldartímabilið…) Liðið hefur skorað flest mörk og munar bara einu marki á að við séum með fæst mörk fengin á okkur. Ég held við eigum ekkert að ræða þetta frekar.

  39. 38

    Opnaðu sjálfur augun, þetta er raunveruleikinn.. segi það enn og aftur, Liverpool hefur engan himneskan rétt til að vinna titla sem stjórinn er að standa í vegi fyrir. Þurrkaður superglueið úr augunum og þá sérðu að liðið er á uppleið og á barmi þess að vera stöðugt í baráttu um stærstu titlana ár eftir ár. Þannig á það að vera, þannig vinnuru reglulega titla.

  40. Núna geta menn nagað sig í alla þá líkamsparta sem þeir vilja hvernig fyrri leikurinn fór.

  41. Þetta tapaðist í síðustu viku en AUÐVITAÐ berum við höfuð hátt eftir þennan leik. Við vonuðumst til þess að aðrir menn myndu stíga upp og sú varð raunin. Ég meina Lucas var frábær í þessum leik, hann gaf ekki tommu eftir og Reina má gera mistök, hann hefur verið einn stöðugasti markmaður okkar síðan ég veit ekki hvenær. Viljiði kannski fá james aftur í markið :0)

  42. Liðið féll út með mikilli sæmd. Vorum lygilega nálægt þessu. Nú er bara að halda dampi og klára deildina. Liðið getur alveg unnið dolluna. Trúi ekki öðru en Man U misstígi sig og þá hirðum við þetta af þeim. Það væri yndislegt.

  43. Frábær leikur eins og fyrri leikurinn. Synd að þetta skyldi detta fyrir Chelsea. Vissum alltaf að seinni leikurinn yrði mission impossible. Einvígið tapaðist á Anfield. Hefði vissulega hjálpað til að hafa Gerrard með en liðið stóð sig samt með mikilli prýði.Ég er stoltur þrátt fyrir tap. YNWA

  44. Flottur leikur og ekki hægt annað en vera stoltur af Liverpool eftir þessa frammistöðu. Að gera þetta að leik aftur eftir að lenda 3-2 undir var ekkert nema FÁRANLEGT. Fannst of mikið að taka Arbeloa út af, þá einhvern vegin galopnaðist allt. Hefði samt verið skemmtilegt að gera e-ð róttækt í lokin í stöðunni 3-4 (sem varaði reyndar ekki lengi), t.d. setja Hyypia í senterinn og setja boltann ítrekað í hausinn á honum 🙂

    Skiptingin Torres/Ngog umdeild þrátt fyrir að tvö mörk hafi komið í kjölfarið þá finnst manni að Torres eigi að klára svona leiki ef hann er heill heilsu. Hann getur ALLTAF skilað mörkum þó hann sé ekki að spila vel. Ekkert disrespect á Ngog, hefði bara frekar viljað e-n annan útaf en Torres, reyndar fáranlegt að Essien varði á línu þarna á 90. mínútu frá honum.

    En eins og ég sagði áðan er ég mjög stoltur af mínum mönnum að komast í 0-2 og 3-4 á Stamford Bridge þótt ég sé að sjálfsögðu mjög svekktur að falla úr keppni.

    btw…. leikaraskapur Drogba og Malouda fóru í mínar fínustu í kvöld, hvað var málið í fyrri hálfleik þegar Drogba var meiddur út af vellinum og rúllaði sér aftur inn á til þess eins að dómarinn þurfti að stoppa leikinn ???

  45. Ég er að segja ykkur það, ef droppa yrði keyptur til Liverpool þá myndi ég hætta að halda með þeim… í bili allavega. Þvílíkur viðbjóður sem þessi leikkona er.

    En leikurinn var stórkostleg skemmtun!

  46. þetta var rosa leikur og við gefunst aldrei upp. Ekkert lið hefur skorað svo mörg mörk á heimavelli ce$$$$$$$$ eftir að þeir fengu þennan stolna pening, og ég er stoltur að mínum mönnum. M U tapar á morgun. Og þeir fara á taugum, svo að við tökum efsta sætið í deildini og vinnum þennann bikar JESS JESSS

  47. Já 3 min. bætt við og Chelsea byrjuðu að tefja þegar þeir tóku miðjuna á 45. min.
    kannski er ég of tapsár en mér fannst fáránlega mörg vafaatriði falla chelsea megin.
    Ég var brjálaður útí þennan dómara.

  48. Hvað á maður að segja. Liverpool gerði allt sem það gat, baráttan var mikil og þeir gáfust aldrei upp. Fóru útúr þessari keppni með reisn sem er nú pottþétt eitt af því sem Rafa var að ræða harkalega við Hiddink þegar þeir tókust í hendur eftir leikinn. Reisn.

    Ég er fyrir mitt leyti ánægður með það mentalitet sem Benites er alltaf að tala um og hann hefur sagt það sjálfur að hann vilji að menn spili fótbolta en séu ekki í einhverri vitleysu. Ég fyrir mitt leyti vil frekar halda með liði sem tapar en gerir það með reisn og spilar fótbolta heldur en liði sem er vælandi allann leikinn og getur ekki staðið í lappirnar þó svo þeir á endanum uppskeri sigur. Það er bara einfaldlega skammarleg frammistaða í íþrótt þar sem menn eru að keppa við hvorn annan í FÓTBOLTA ekki LEIKLIST. Ég fyrir mitt leyti yrði brjálaður ef Liverpool spilaði þannig fótbolta, þó svo það gæfi okkur sigur einstöku sinnum.

    Ég ber nákvæmlega enga virðingu fyrir þessu Chelsea liði, þvílíkir aumingjar. Þeir ættu að skammast sín fyrir þessa frammistöðu sína í dag.

  49. 26:
    Ég veit af því, torres hefur gert gorumey hluti á móti chelsea og í fleiri stórum leikjum, en í þessum leik og mörgum öðrum er hann alveg læstur 1 frammi af 4 varnarmönnum. Anyway það vantar annan sóknar mann.. er eikker ósammála því ?

    Hættiði svo þessu væli , chelsea voru bara betri, ströttuðu okkur í drasl.. en við börðumst vel

  50. Drogba er bara ógeðslegur leikari, og hefur alltaf verið. Það að maðurinn hafi ekki verið komin með 20 gul spjöld fyrir leikaraskap er bara rugl.

    Nú tökum við deildina. Því Manutta kemst áfram á morgun. 🙂

  51. Nokkir punktar….

    Stundum er það bara ekki skrifað í stjörnunar! Þvílíkur leikur!

    Ég hata Drogba ennþá meir en pestina… maðurinn er einfaldlega viðbjóður.

    Af hverju að taka litla nautabanann út af????????????????????

    Hvað sagði Benites við Hiddink þegar leikurinn var búinn… Hollendingurinn virtist ekki sáttur.

  52. Var einmitt að pæla í því sama (nr. 58) varðandi Benitez og Hiddink. Benni virtist missa sig e-ð á leiðinni út…grunar að það hafi e-ð tengst Drogba.

  53. Góður leikur og ég er stoltur af mínum mönnum. Sýndu karakter í vonlítillri stöðu og hristu upp í þessu. Með smá heppni hefðum við komist áfram. Nema hvað flott frammistaða á erfiðum útivelli, urðum að sækja og þá opnast vörnin en kommon 4 stykki á Chelsea og enginn Gerrard og Torres átt betri daga. Bara flott hjá strákunum. Vona svo að man utd komist áfram og eyði kröftum og púðri í meistaradeild en tapi stigum í úrvalsdeildinni fyrir okkur.

  54. Þetta var frábær leikur og við duttum út með sæmd ef hægt er að tala um sæmd,ég er sammála þeim sem segja að þessi rimma tapaðist á Anfield.því miður…vonandi þurfum við ekki að mæta Chelsea næstu 10 árin í CL,ég er búinn að fá drullu ógeð á þessu heilvítis rússalið.

  55. Ég skil ekki allveg hvað menn eru að æsa sig yfir Torres skiptingunni. Liverpool skoraði 4 mörk, sem væri nóg ef þeir hefðu ekki fengið á sig meira en 2. Ef eitthvað klikkaði þá var það vörnin.

    Hvað varðar skiptingarnar þá finnst mér það aðdáunarvert að Benitez treystir hópnum sínum.

    T.d. það að hafa Lucas í holunni fyrir meiddan Gerrard. Hann hefði léttilega getað róterað og sett Kuyt þar og haldið Riera inná í stað Lucas. Pælingin var sennilega að ná miðjunni til að hafa possession. Ég held að 60/40% með boltann og 4 mörk réttlæti leikkerfið.

    Svo setur hann Ngog inná til að djöflast í þreyttum varnarmönnum. 2 mörk eftir það ætti að vera nóg til að réttlæta þá skiptingu.

    Til þess að vinna Chelsea á brúnni þá þurfa hlutirnir að ganga upp 100% eða því sem næst. Fyrsta mark Chelsea var lukka, en snerting frá Drogba gerði þetta erfitt fyrir Reina. Mér fannst þetta ekki endilega vera flop hjá honum, boltin breytir um stefnu þegar að Reina er komin úr jafnvægi. Svo er það mark beint úr aukaspyrnu, mér fannst það ekki heldur vera Reina að kenna. Kannski hefði veggurinn getað verið betur staðsettur!!

  56. úfff ég verð marga daga að jafna mig á þessum leik maður á ekki að tapa eftir að hafa skorað 4 mörk það er bara sick og verð að segja ekki var þetta hlutlaus dómari hvað var málið með drogba fær hann bara að detta eins og ekkert sé og eg tala nu ekkki um þegar hann var meiddur utan vallar og hann rúllar ser inn á völlinn til að stoppa leikinn fucking keriling er þessi gaur

  57. Magnað að lesa þetta, að það hafi verið fáránlegt og merki um uppgjöf að taka Torres útaf. Maðurinn var vart farinn af leikvelli þegar við breyttum stöðunni úr 3-2 í 3-4.

    Hugsa að þessi leikur efli okkur í baráttunni um deildarbikarinn. Liðið getur einbeitt sér alfarið að henni og verð ég að segja að ég er bjartsýnni á sigur í deildinni. Þess vegna vona ég í og með að Man Utd komist áfram gegn Porto til að gera þeim erfiðara fyrir í deildinni.

  58. Þegar leikmaður eins og drogba rúllar sér aftur inn á völlinn bara til þess eins að stoppa leikinn fynst mér að það eigi að gefa honum hiklaust gult spjald hann kemur í rauninni inn á völlinn í leyfisleysi.
    Og strákar Benitez gerði ekkert rangt í þessum leik það voru bara allir að skila sínu gegn sterku chelsi liði.
    En vörnin hefði mátt vera betri það er dálitið lélegt að skora 4 mörk á útivelli og ekki vinna leikinn.
    Við vorum helvíti nálægt þessu sem er í rauninni fárálegt miðað við það hvernig fyrri leikurinn endaði.

  59. Ég er stoltur af mínum mönnum! Við gáfumst aldrei upp og getum borið höfuðið hátt eftir þennan stórkostlega knattspyrnuleik. Hvernig er ekki hægt að halda með LIVERPOOL eg bara spyr. Endalaus dramatík og ótrúlegar rússíbanareiðar sem boðið er upp á.
    Ég elska þetta lið fyrir það að vera svo miklu meira en bara knattspyrnulið heldur endalaus ævintýri og ótrúlega seiglu þegar að allir eru búnir að afskrifa okkur.
    Berum höfuðið hátt félagar þrátt fyrir tapið. DEILDIN ER ENN EFTIR!!!
    Y.N.W.A.

  60. Ef við hefðum bara haft Mascherano í fyrri leiknum. Ef …ef. Allt önnur hollning og mun hraðari taktur í leik Liverpool þegar hann er inná.

    Sorglegt að tapa fyrir þessu hugmyndasnauða Chelsea liði. Klaufamistök okkar í föstum leikatriði og Sólheima-bjartsýnisskot langt utan að velli felldu okkur úr CL í ár. Hefðum þurft að halda 0-2 forskotinu lengur og láta Chelsea sprengja sig. Þeir voru við það að brotna og fara á taugum á tímabili.

    Við eigum að vinna þetta Chelsea lið á venjulegum degi. Erum með miklu klókari og skipulagðara lið. Langtum betri þjálfara, sterkari taugar, betri stuðningsmenn, meiri hefð og okkar stórstjörnur (Gerrard – Torres) betri en þeirra. Það sem Chelsea hefur yfir í tækni, breidd og hraða eigum við vel að geta yfirunnið með okkar gæðum.

    Unnum þá auðveldlega 2var sinnum í deildinni og erum bara betra lið þegar allir leikmenn beggja liða eru heilir, þrátt fyrir allt Rússagullið. Svo einfalt er það.
    Ég er orðinn þreyttur á þessu titlaleysi. Nú bara gyrða þessir eigendur liðsins sig í brók og kaupa alvöru kantmenn og leikmenn sem eru hraðir og sterkir í föstum leikatriðum, bæði sóknar og varnarlega. Eins og Heimir Guðjóns benti á eftir leik þá eru þessi leikatriði farin að skipta ofboðslegu máli í nútímafótbolta.

    Fyrst byrjum við á að vinna við rest í deildinni og tökum titilinn í 20.skipti. Þarf ekki annað en 2 jafntefli hjá Man Utd og leiðin er greið þökk sé markatölunni. Ef við vinnum deildina skal ég hlaupa nakinn niður Laugaveginn. Þið lásuð það fyrst hér..

  61. Svenni!

    Hver stillir upp veggnum? Ef hann er illa staðsettur er það þá ekki vandamál Reina?

    Bara að velta þessu fyrir mér þar sem þú gerir upphrópunarmerki og setur heldur betur spurningamerki við varnarvegginn.

    Fyrsta markið er alltaf Reina. Hann er farinn of snemma út og snýr líkamanum klaufalega. Burt séð frá því er þetta besti markvörður deildarinnar. En hann er mannlegur og getur gert mistök.

  62. Ju mikid rett, eg setti vafa um vegginn sem er kannski Reina ad kenna, en einhver var ad tala um ad hann hefdi att ad na ad kyla boltann fra sem mer fanst vera adeins of mikil bjartsyni. A godum degi hefdi hann kannski nad ad verja fyrsta markid, en hvorugt fannst mer vera algjort kludur eins og sumir vildu meina

Liðið gegn Chelsea

Tuttugu ár