man utd 1 – Liverpool 4!

Ath.: Þessi leikskýrsla fjallar aðeins um þennan leik og ekkert annað. Í dag unnu okkar menn manchester united, stórt, á Old Trafford. Í dag er lið Liverpool FC fullkomið.

Langbesti framkvæmdarstjóri heimsins, Rafael Benítez, stillti upp eftirfarandi meistaraliði í dag:

Reina

Carragher – Skrtel – Hyypiä – Aurelio

Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Riera
Torres

**Bekkur:** Cavalieri, Arbeloa, Dossena, El Zhar, Babel, Ngog, Insúa.

Það skal tekið fram að okkar menn mættu til leiks án hins stórkostlega Yossi Benayoun, sem verið hefur okkar besti maður eftir áramót, og hins óviðjafnanlega Xabi Alonso sem liggur heima veikur. Þá varð liðið fyrir annarri blóðtöku þegar snillingurinn og séníið Alvaro Arbeloa meiddist í upphitun svo að hinn ótrúlegi Sami Hyypiä þurfti að koma inn í liðið með stuttum fyrirvara og fimmti Bítillinn, sjálfur Jamie “kóngur” Carragher, fór í bakvörðinn. Lið man utd var fullskipað.

Fyrri hálfleikurinn var frekar jafn, einkenndist af miðjubaráttu en það var lítið um færi hjá liðunum. Á 22. mínútu dró samt til tíðinda þegar hinn ofmetni Tevez fékk svæði inná miðjum vallarhelmingi Liverpool, sendi fína stungusendingu innfyrir hinn aldna meistara Hyypiä á hinn glataða Park. Besti markvörður heims, Pepe Reina, kom aðvífandi og hindraði Park í að komast að markinu en fór allt of langt og braut á honum í leiðinni. Góður dómari leiksins, Alan Wiley, dæmdi réttilega vítaspyrnu og úr henni skoraði einhver almesti aulabárður sem sést hefur á grasinu, Cristiano Ronaldo, örugglega.

Adam var þó ekki lengi í paradís, því fimm mínútum síðar jöfnuðu okkar menn. Aldni meistarinn Hyypiä, sem átti stórleik í dag, átti langa hreinsun út úr vítateig okkar manna og inná miðjan vallarhelming united. Þar var hinn ömurlegi Vidic fyrstur að boltanum, en þrátt fyrir að hafa verið frábær fyrir united í vetur svaf hann á verðinum og gleymdi því að hann var með langbesta framherja heimsins í dag, Meistara Fernando Fokking Torres, í bakinu. Torres gerði sér lítið fyrir og stal boltanum af tánum á Vidic, skildi hinn svokallaða “slátrara frá Serbíu” eftir á rassgatinu, skokkaði inn í teiginn og lagði boltann þar framhjá stirðbusanum Edwin van der Sar og í fjærhornið.

Undir lok hálfleiksins tóku okkar menn svo forystuna. Eftir ágæta sókn upp hægri kantinn fékk töframaðurinn Torres boltann inná miðjunni, sendi góða stungusendingu innfyrir hinn löturhæga Evra þar sem stórkostlegasti knattspyrnumaður allra tíma, Steven “meistari fyrirliði guð” Gerrard kom aðvífandi, stakk Evra af sem neyddi bakvörðinn til að tækla hann og brjóta á honum. Vítið réttilega dæmt og Gerrard skoraði örugglega úr því.

Í síðari hálfleik, þegar um átján mínútur voru eftir, fengu okkar menn svo aukaspyrnu úti við hægra horn vítateigs united. Gerrard hafði verið að sleppa í gegn en Vidic reif hann niður og fékk réttilega rautt spjald fyrir. Í endursýningu sást að hinn forljóti og kolrangi Rio Ferdinand var tæknilega nær endalínunni en Vidic en þar sem hann var við hinn enda vítateigsins og ekki í nokkurri stöðu til að hafa áhrif á leikinn þaðan var rétt að vísa Vidic útaf. Nú, besti vinstri bakvörður heims, meistari Fabio Aurelio, gerði sér lítið fyrir og slammaði aukaspyrnunni í fallegum sveig yfir varnarvegg united og í nærhornið, óverjandi fyrir van der Sar. Ef CR7 nokkur hefði skorað þetta mark hefðu fréttamenn á Englandi sennilega fengið fullnægingar á lyklaborðið hjá sér en okkar menn þurfa ekki slíkt hrós. Þeim nægir að vera bara bestir í öllu, hvað sem aðrir segja.

Undir lokin framdi meistari, konungur og öðlingurinn Benítez þann galdraseið að hvíla lykilmennina besta vinstri kantmann í heimi Riera, Gerrard og Torres og setti inná í staðinn besta örfætta framherja heims, Andrea Dossena, og tvo efnilegustu leikmenn heims, þá Ryan Babel og Nabil El Zhar. Enda var ítalska undrið Dossena ekki lengi að setja sitt mark á leikinn, hann elti stungusendingu innfyrir vörn united á lokamínútunum, stakk sauðkiðlingslambið John O’Shit af, og lyfti boltanum af stakri snilld yfir van der Sar og í fjærhornið. Þetta mark minnti um margt á eitt svipað sem Guð sjálfur setti gegn Peter Schmeichel, Dananum skítlélega, fyrir um fimmtán árum síðan, og gerði ekkert nema stækka bros okkar manna. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem besti varamaður heimsins, Dossena, kemur inná og innsiglar stórsigur.

Nú, fátt annað markvert gerðist í leiknum, utan það að okkar menn hefðu getað bætt við tveimur mörkum undir lokin, fyrst þegar Gerrard skaut yfir úr dauðafæri eftir frábæran hæl hjá Babel og svo þegar varamennirnir El Zhar og Babel undirstrikuðu breidd Liverpool-liðsins með því að spæna United-vörnina í sig og voru þeir næstum því búnir að skora. En lokatölur 1-4 fyrir okkar mönnum sem verður að teljast hógvær niðurstaða miðað við yfirburði okkar manna.

Þess má geta að markatala okkar manna í síðustu tveimur leikjum, gegn tveimur ríkustu klúbbum veraldar, er 8-1. Þess má einnig geta að Cristiano Ronaldo tók létt frekjukast í klefanum eftir leik og er þegar þetta er skrifað grátandi í fósturstellingu inná klósetti og neitar að fara í sturtu. Heimildir mínar herma að Nani sé að hugga hann með vögguvísum á portúgölsku.

Að lokum, myndasyrpa:

(Myndir fengnar að láni frá vefsíðu BBC)

MAÐUR LEIKSINS: Allir. 🙂

159 Comments

  1. Snilld!
    En það er eftir svona leik sem maður grætur virkilega öll þessi jafntefli á heimavelli í vetur.

  2. Besta vika hjá Liverpool sem ég man eftir!!!! Vonandi að þetta slökkvi aðeins í ManU og að okkar menn spili svona það sem eftir er vetrar.

  3. Njótum momentsins

    Vidic var látinn líta út eins og fífl af Gerrard og Torres !
    Við höfum unnið Real Madríd og United 8-1 á innan við viku !
    Gerrard er svo góður að hann náði að fá víti og rautt á OLD TRAFFORD ég er nokkuð viss um að það er einsdæmi
    Við niðurlægðum United og Real, svo illa að Dossena skoraði í báðum leikjum
    Dossena er næsti Igor Biscan ég er að segja ykkur það, snillingur ;p
    Shrek var svarað á vellinum og sagt að halda kjafti
    ……og samt var þetta líklega erfiðasti leikur sem ég hef horft á í ár.

  4. Jónas Færeyingur vertu alveg pollrólegur á að segja mér að þegja, eins og ég sagði þá var og er þetta algjör snilld!

  5. Dossena molto bene 🙂
    Glæsiæegt nú er búið að setja sokk í nokkra munna sem fóru mikinn í liðinni viku
    til hamingju Púllarar. YNWA

  6. hahahah snilldin ein……. en ég var ekki svo rosalega stressaður í seinnihálfleik eins og oft áður, ég hafði svo mikla trú á okkar mönnum

    Áfram LFC

  7. The force was strong in that one!!! . Helvítis fokkings snilld. Þetta var betra enn Real Madrid, og að hugsa sér; Dossena með snilldar mark! annars, Vidic hefur fengið 4 rauð spjöld í síðustu 5 leikjum liðana!
    Besti leikur sem ég hev séð á mínum tíma Ég hev bara eitt að segja.
    That was a great battle of our times…………………………………………………. Ég elska liverpool FC við étum Manhester United…………………………………

  8. Sami Hyypia var frábær í leiknum, ánægður með finnan, en annars glæsilegt hjá öllum. Til hamingju allir njótum helgarinnar

  9. Géðveikt. Ég spáði 3-1, en bjóst ekki við svona mikilli snilld! -Ekki það, að mér finnist 4-1 ekki nóg, þá var þetta ekki víti, sem var dæmt á Reina. En jæja, það skiftir varla máli. Annars var þetta fallega fagnað hjá Stevie, félaga mínum. Það munaði litlu að ég hefði stokkið upp, og kist hann beint á kjaftin.
    You’ll Never Walk Alone verður botnað hér á bæ næstu daga, og ég ætla aldrei úr þessari Liverpool treyju.
    Til hamingju poolarar, nær og fjær.

  10. Ég er eiginlega orðlaus, að niðurlægja RM og ManUtd með nokkurra daga millibili, betra getur það varla orðið. Sigur án þriggja strerkra lykilmanna þeirra Alonso, Arbeloa og Benayoun. Torres maður leiksins, en Gerrard á vissulega einnig tilkall til þess titlis. Mascherano er alltaf líkjast sjálfum sér meira og meira, og Lucas átti einnig fínan dag, þó hann eigi enn langt í Alonso-klassa. Án gríns, þá fannst mér Dossena eiga magnaða innáskiptingu, gerði United-mönnum virkilega lífið leitt á lokasprettinum auk þess að skora mark. Það verður gaman að fara í vinnuna á mánudaginn. 🙂

  11. Ha, var ekki búið að selja Finnan ? hahahahhaha zoooom

    Þá er það bara beint á barinn … einn Gerrard & Torres takk !

  12. Ég sagði nú við SStein í gær að sigur væri eiginlga ekki nóg í þessum leik, miðað við þetta tímabil og það sem á undan er gengið vildi ég niðurlægingu eins og á móti Real…………en guð minn góður hvað ég bjóst ekki við að verða að ósk minni :p

    Carlsberg á eftir að sjá söluna aukast í dag :p

  13. veit ekki hvað ég á að segja. frábært. Allir að spila vel, nema kannski Rierra. Kuyt að spila feikilega vel og líka náttúrulega G og T. Hyypia líka mjög góður.
    til hamingju allir púllarar nær og fjær.

  14. Hvað ætli pressan hefði skrifað um Benitez ef hann hefði geymt 32m punda mann á bekknum í svona leik og tapað 1-4 ?

  15. VIDIC besti varnarmaðurinn í deildinni. Hefur einhver heyrt scum utd stuðningsmenn segja þetta??

    Hélt það.

    VIDIC OG EVRA (besti vinstri bakvörður í deildinni) áttu ekki séns í Gerrard og Torres.

    Ef Stevie G og el nino verða heilir það sem eftir er að tímabilinu þá er Meistaradeildin okkar.

  16. Já Babu, Carlsberg á eftir að seljast vel í dag, það er bara helvíti leiðinlegt að hér í Bretlandi er Carlsberg ótrúlega vondur. Ég held ég haldi mig þess vegna við Deuchars, en eitt er víst, það er pöbbinn í kvöld.

    YNWA

  17. Sælir félagar.
    Dásamlegur leikur, frábær frammistaða okkar manna á Gamla Klósettinu. Muararnir niðurlægðir á heimavelli sínum og það er dásamleg tilfinning. Þetta er búin að vera anskolli góð vika verð ég að segja.
    Þarna sást hvað býr í þessu liði og með viðbótum á köntum og einn góðan varamann frammi fyrir Torres er þetta orðið meistaralið.
    Svo er möguleiki að Muuuuuuuu fari að misstíga sig. Bæði Villa og Arsenal geta hirt af þeim stig og jafnvel fleiri þegar Liverpool er búið að sýna að þeir geta ekki blautan á móti alvöruliðum.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  18. hehe, snilldar leikskýrsla, Kristján Atli.
    Hver vill reka Benítez núna?

  19. Besta fokking leikskýrsla sem ég hef lesið í háa herrans tíð. Ég hef nú bara hreinlega aldrei á ævi minni verð jafnglaður eftir einn fótboltaleik. Ef ég væri ekki að fara leika á sviði í kvöld þá væri ég svartölvaður núna.
    Takk fyrir mig Liverpool:)

  20. Liverpool getur nú samt ekki rassgat þó það komi einn og einn góður leikur inná milli 😀

  21. DAMN!!!!!!!!!!!!!!

    Tókuð þið eftir því að Vidic tók hrammavörnina sína á Torres í stöðunni 1-0? Olnbogi í fésið er hans trademark vörn. Torres kvartaði ekki, stóð upp, hristi þetta af sér og fór svo að sækja á Vidic. Skoraði á hann, OG klobbaði. Snillingur!!!!!!

  22. Getur einhver sagt mér hvar og hvenær leikurinn verður endursýndur ???

  23. Frábær sigur en langt í höfn og eigum erfiða baráttu framundan. En allavega Vidic sem er að minu mati besti DC i deildinni og sömuleiðis evra þá í DL áttu hræðilegan dag til allra hamngju. 😀

  24. “stakk sauðkiðlingslambið John O’Shit af”

    hahahaha 🙂

    frábær skýrsla, ekkert við þetta að bæta 🙂

  25. Stuðningsmenn LFC yfirgnæfðu rækjusamloku-æturnar (kemur kannski ekki á óvart) á eigin grundu…

    Ég er orðlaus… Kem til með að njóta dagsins – og líklega allrar næstu viku!!
    Til hamingju félagar – YNWA

  26. Já sammála… besta skýrsla sem ég hef lesið!!! Fullt hrós fyrir hana!

  27. Nýtt lag um Dossena ,,Dossena,Dossena,Dossena he´s crazy scoring goals´´(lag: susanne I am crazy loving you).

    Innilega til hamingju allir poolarar, þessum degi höfum við beðið eftir og þetta er einn stærsti og mikilvægasti sigur okkar manna í langan langan tíma. Að taka man utd og svívirða þá á old trafford var hreint úr sagt æðislegt. United hefur ekki fengið á sig 4 mörk á heimavelli síðan 1992. Svona á að gera þetta!!!

    Njótum nú dagsins allir sem einn. YNWA!!!

    • Stuðningsmenn LFC yfirgnæfðu rækjusamloku-æturnar (kemur kannski ekki á óvart) á eigin grundu…

    ég hélt stundum að þetta væri á Anfield, svei mér þá. Svar United manna við Scouserunum var…………….jú að púa :p

    Besta við þetta var að United klúbburinn var úti á þessum leik ef ég skildi þetta rétt fyrir leik hahahaha

  28. Glæsilegur leikur og hann er vel þeginn í þynnkunni í dag (sem virðist vera að fara).
    Þessi vika var frábær fyrir Benitez og vona ég svo sannarlega að hann fái það sem hann á skilið, hvort sem það er samningur eða auka peningur í sumar. Og viðsnúningurinn á forminu gegn stóru liðunum frá því í fyrra er glæsilegur, vinnum Chelsea á þeirra heimavelli og niðurlægjum svo Man U.

    Og svo langar mig óska Lucas til hamingju með leikinn. Ég get ekki sagt að ég hafi hoppað hæð mína (sem er svosem ekki neitt svakaleg) þegar ég sá hann í liðsuppstillingunni, en hann átti flottan leik og vonandi að hann nái að byggja á þessu.

  29. Það liggja grátandi rauðklæddir vitleysingar í fósturstellingunni (með þvottamiðann upp úr hnakkanum) meðfram öllum götum. Veit einhver hvað gerðist?

  30. Þvílík endemis taumlaus gleði og hamingja. United voru hreinlega niðurlægðir í dag. Liverpool liðið var stórkostlegt, sem lið áttu þeir fullkomnan dag og G&T voru náttúrulega bara stórfenglegir.

    Nemanja Vidic var gjörsamlega yfirspilaður í drasl af leikmönnum liverpool og mun eflaust ekki veita af 3ja leikja hvíldinni til að byggja sig upp andlega eftir þá útreið sem hann fékk frá Torres.

    Já og by the way er þetta án efa besta leikskýrslan hingað til 🙂

  31. His armband proved he was a red,
    torres, torres
    Youll never walk alone it said, torres, torres…
    Getiði hjálpað mér að enda textann

    Þetta sönglar stöðugt í hausnum á mér..Yfirgnæfði Old Trafford

  32. þetta er alla vegna lýsingarorða hæsta leikskýrsla sem ég hef lesið.

  33. Já það var nú smá stress svona fyrri partinn í seinni hálfleik og í fimm mínútur í fyrri hálfleik. En frammistaðan var stórkostleg, allir sem einn spiluðu mjög vel. Verð að taka út Lucas og Hyypia, leikmenn sem maður átti von á að myndu eiga í basli en spiluðu frábærlega. En Torres var maður leiksins, hvað skeði eiginlega hjá honum í síðustu viku??? Hann er bara langbesti senter í heimi.

  34. TORRES TORRES. YOU’LL NEVER WALK ALONE IT SAID TORRES TORRES. WE BOUGHT THE LAD FROM SUNNY SPAIN HE GETS THE BALL HE SCORES AGAIN. FERNANDO TORRES LIVERPOOLS NUMBER 9!!!!!!!!!!!

  35. hvet alla til að lesa comment nr. 13 hjá kobba united manni í síðustu færslu, talandi um að þurfa að éta oní sig hahahaha 🙂

  36. Ramma þessa skýrslu inn og hafa sem skyldulesningu fyrir og eftir hvern leik hjá Liverpool. Getur bara hresst fólk upp þegar það er eitthvað “down”.

  37. Takk kiddi
    og Kristján Atli
    “Þess má geta að markatala okkar manna í síðustu tveimur leikjum, gegn tveimur ríkustu klúbbum veraldar, er 8-1. Þess má einnig geta að Cristiano Ronaldo tók létt frekjukast í klefanum eftir leik og er þegar þetta er skrifað grátandi í fósturstellingu inná klósetti og neitar að fara í sturtu. Heimildir mínar herma að Nani sé að hugga hann með vögguvísum á portúgölsku.”

    HaHAHAHAHA……Mestu snilladarskrif sem ég hef lesið í langann tíma. Kristján Atli þetta á eftir að halda mér brosandi út helgina, takk fyrir það

  38. Jafn duglegur og maður er að koma hingað inn og kvarta þegar við töpum þá verður maður nú að taka ofan og viðurkenna að á svona dögum þá er dásamlegt að halda með Liverpool.

  39. Skv. BBC eru þetta bestu úrslit Liverpool á Old Trafford síðan 1936! How about that.

  40. Búið og gert Kristján Atli, þessi mynd er hér með orðin desktop background:)
    Og aftur vil ég þakka þér fyrir þessa skýrslu, hún er stórkostleg:)

  41. Ég held að Ferguson hafi fengið sér nokkur glös af single malt áður en þetta var haft eftir honum í dag: “”It is a hard one to take because I felt we were the better team”

    Nákvæmlega.

  42. Það er ekki mikið sem maður getur nöldrað yfir leiknum í dag en ein setning kemur upp í huga mínum þessa stundina:

    “EASY! EASY! EASY! EASY”!

  43. og hérna er linkur fyrir þá sáru sem eru að rífa sig yfir rauða spjaldinu á Vidic:

    “A player shall be sent off if he denies an obvious goalscoring opportunity by holding an opponent”

    Bls 111

    “Obvious” er hérna lykilorð. Þótt þú haldir manni sem er að skjóta fyrir utan teig, þá er það ekki augljóst marktækifæri og ekki rautt. Ferdinand var víðs fjarri í þessu tilviki, og skandall ef þetta rauða spjald fær ekki að standa.
    http://www.fifa.com/mm/document/affederation/federation/laws_of_the_game_0708_10565.pdf

  44. Rosalgt, ég átti ekki von á þessu, þvílik snilld. M U eiga ekki skilið að vinna deildina, en þetta er ekki búið það eru 28 stig eftir í pottinum, og LIVERPOOL liðið er komið á rosa siglingu,. FRÁBÆRT

  45. Frábær leikur hjá okkar mönnum.
    Mér finnst alveg sérstaklega gaman að sjá að “besti varnarmaður deildarinnar” Nemanja Vidic fær 1 í einkunn hjá SkySports. Ég hef bara aldrei séð svo slaka einkunn gefna hjá þeim.

    Það er alveg sérstaklega gaman eftir svona leiki þegar það helsta sem maður getur pirrað sig yfir er að hafa ekki unnið þetta 1-6 ef Gerrard hefði skorað þarna undir lokin og El Zahr hefði komið með betri kross á Babel.

    Svo gat ég reyndar líka pirraði mig á Arnari Björnssyni þegar hann hrópaði upp yfir sig hvað Alan Wiley væri að bulla að reka Vidic af því að hann var ekki aftastur. Komm onn, Rio var nær hornfánanum heldur en Gerrard og hefði aldrei getað bjargað neinu. Held að þessum lýsendum væri hollast að lesa knattspyrnulögin, þar stendur nefnilega:

    Leikbrot sem leiða til brottvísunar
    Leikmanni, varamanni eða leikmanni sem skipt hefur verið út af skal skal vísað af leikvelli og sýnt rautt spjald, ef hann fremur eitthvert eftirfarandi sjö leikbrota:
    • hefur augljóst marktækifæri af mótherja, sem er á leið að marki leikmannsins, með leikbroti sem refsað er fyrir með aukaspyrnu eða vítaspyrnu

    En í dag er ég glaður 🙂

  46. sumir voru teknir ósm… í rassg…. í dag!

    Fernando ‘Fokking’ Torres er fokking bestur!!!!

  47. Ansi hressileg lýsingarorð í skýrslunni 🙂 skil það samt vel.
    YNWA

  48. Vá Teddi LeBig! Þetta er fyndnasta myndband í heimi. 🙂

    Oh happy day!

  49. Fyrir okkur sem munum alveg til 1996… ætli Ferguson og United hafi ekki séð Liverpool leikmennina í gráu búningunum í dag?

    🙂

  50. Flottur leikur og gaman að sjá hvað liðið er að gera góða hluti á réttum tíma, varðandi þessa leikskýrslu þá hef ég nú séð þær betri, en samt ekki neitt. Vonandi bara að Liverpool sé að toppa á réttum tíma og Man Utd að detta á rassin, það sem gladdi mig mest í þessum leik var svipurinn á Roone þegar við vorum komnir með 3 mörk, hatrið hans bara bles lífi í okkar menn, Roone greyið fattaði ekki að: það er stundum betra að þeigja og vera álitin vittlaus, heldur en að tala og taka af allan vafa…. árfam Liverpool…

  51. mér fannst snilld að sjá í stúkurnar þegar ca. 80 mínútur voru búnar. Það var að minsta kosti helmingurinn af Manchester áhorfendunum voru farinn.
    Besti leikur sem ég hef upplifað. (og sætasti sigur)

  52. Svo til þess að minna enn og aftur á sig þá var Voronin að sigurmarkið fyrir Hertu, og það var víst af skondnari gerðinni

  53. Frábær sigur og frábær vika. Megi þetta verða byrjunin á góðum endaspretti í deildinni. Það eru enn 27 stig í pottinum fyrir Liverpool og eina leiðin til að ná Man Utd er að ná í þau öll! Það dugar ekkert minna.

  54. Frábær leikur, frábær sigur. Liðið var að spila ótrúlega vel. Mér fannst Hyppia vera allveg frábær, hefur lítið leikið undanfarið og kemur inn og brillerar

  55. Stórkostlegur dagur, einn sá besti sem ég hef lifað sem Liverpool maður.

    Sagði hér í gær og mér skilst að eftir því hafi verið tekið í gær að okkar besta lið væri betra 11 gegn 11 bestu Unitedmönnum. Þurfti að svara því á X-inu í dag og gerði það staðfast!

    Brá þegar ég sá byrjunarliðið og Alonso ekki með. Var stressaður þegar ég sá Hyypia inná gegn Tevez og Carra í bakverði. Stundi af pirringi þegar Kristjana kom þeim yfir.

    En eftir 1-1 var ég handviss um sigur.

    Make no mistake. Í dag sáum við leik sem mun aldrei líða okkur úr minni, á meðan við lifum. Hvað sem mun gerast í lok þessa tímabils er nú verið að semja lög, prenta á boli, gera myndir og myndasögur um þennan dag. Þeir sem voru á OT í dag munu segja börnum sínum sögur af þessu.

    Á sama hátt er ljóst að Rafael Benitez hefur svarað öllum gagnrýnisröddum í heimi. Endalaust höfum við mörg efast, þ.á.m. ég einstöku sinnum en þessir tveir síðustu leikir hafa auðvitað sýnt og sannað hversu mikill yfirburðartaktíkmaður og fótboltahugsuður Rafael Benitez er. Eina ástæða þess að við höfum ekki stungið af er að við reyndum að bakka besta framherja í heimi upp með Robbie Keane, sem í gær lýsti því að hann “væri ekki senter til að vera uppi á topp”. Í þeirri grein var blaðamaður, enskur og frá London, að tala um hversu gott það væri fyrir fótboltamann að vera með stjóra eins og Harry Redknapp, sem tengdist leikmönnum svo vel.

    En vitiði, fótbolti snýst um úrslit. Í dag voru inni á vellinum leikmenn sem Benitez vildi fá til liðsins og fékk. Hann stútaði Evrópu- og heimsmeisturum félagsliða á útivelli, yfirvegað og “ruthless”. Mikið hugsaði ég oft um myndirnar af Ferguson fagnandi eftir 1-0. Okkar maður var svo svalur að það draup af honum.

    En ég hlakka til að sjá fyrirsagnir morgundagsins. Ef dæmið hefði verið öfugt og Scum hefðu unnið 1-4 á Anfield væru fyrirsagnirnar að velta upp niðurlægingum og orðum Benitez. Breska pressan mun ekki fara eins hörðum höndum um rauðnef gamla, heldur röfla um jafntefli, eða svæðisdekkun, eða bara eitthvað annað.

    En ekkert blekkir þá staðreynd AÐ Í DAG VARÐ alex ferguson OG manchester united FYRIR MESTU NIÐURLÆGINGU SÍNS FERILS!!!!!!!!

    Þið sem tölduð allt snúast um orð þjálfara hljótið þá að vera á því að orðaskak rauðnefs gamla um Freud sé það heimskulegasta sem sést hefur á prenti frá því Ástþór Magnússon tilkynnti þriðja framboð sitt til forseta og að Rafa hafi unnið “sálarstríð”.

    En ég er ekki á því.

    Liverpool Football Club sýndi það í dag að liðið hefur farið ljósár áfram á síðustu árum og nú er málið einfaldlega að ganga frá löngum samningi við Rafael Benitez, kaupa tvo leikmenn sem hafa “match winning ability” og halda áfram á beinu brautinni.

    Ég er að fara út að skemmta mér í kvöld, í jakkafötunum og með bindi yfir Liverpoolbúningnum mínum. Ógleymanlegur leikur að baki, en ég ætla að taka upp endursýninguna í kvöld, highlights á Lfc.tv eftir miðnættið og drekka í mig snilldina sem ég varð vitni að.

    Og ég vona að Leifur Garðarsson og Ólafur Þórðarson verði báðir hjá Heimi og Guðna í kvöld!

    Það segir allt um hvernig mér líður.

    Verið stolt! Verið mjög stolt!!!!

  56. TeddiLeBig þetta video var aðeins of gott.

    45 Reynald – var einmitt að hlæja að þessu í dag. Kobbi að praisa Vidic og að Torres væri rétt að sækja frekar á Ferdinand ef hann ætlaði að eiga séns því Vidic væri svo traustur…. það er bara enginn varnarmaður traustur þegar Fernando Torres er annars vegar 🙂

  57. Sýnist Bjartmar í 68 vera að reyna þráðrán hahaha 🙂 Glæsilegur endir á glæsilegustu viku tímabilsins til þessa.

  58. Ég missti af leiknum…

    Ég þorði varla að trúa því þegar ég heyrði stöðuna í leiknum. 1-4 á Old Trafford var einfaldlega of gott. Ég get ekki beðið eftir því að sjá mörkin.

    Það er augljóst að Rafa Benitez kann ekkert á ensku deildina.

  59. Til hamingju strákar og stelpur. Ég er í skýjunum yfir þesum úrslitum. Að skora 4 mörk á Old Trafford er bara alveg frábært. Þetta sýnir líka öðrum liðum að það er alveg hægt að sækja til sigurs á Trafford. Þetta hlýtur að gefa öðrum liðum sem eiga eftir að mæta United byr undir báða vængi og fá trúnna á að þetta lið sé ekki ósnertanlegt. FÁRÁNLEGA GÓÐUR DAGUR. Hinsvegar er Arnar Björnsson í ruglinu oft í þessum lýsingum sínum. “Fernando Torres er meiddur, aftur, ég á ekki til aukatekið orð”. Hann fékk olnboga í andlitið frá Vidic Arnar minn. Reyndu að fylgjast með leiknum og hættu svo að dásama þennan blessaða Ronaldo, viltu ekki bara byrja með honum ?

  60. Frábær úrslit…vona að þetta verði til að koma okkur í gírinn og þá að utd hiksti eitthvað.

    Leiddist samt í leikskýrslunni þessi viðurnefni á andstæðingnum….maður á alltaf að bera viðringu fyrir andstæðingnum…..sér í lagi eftir svona glæsisigur…..jafn mikla óbeit og maður hefur oft á rauðu djöflunum að þá er þetta ekki leiðin til að niðra utd…..heldur er best að gera það sem leikmenn rafa gerðu….yfirspiluðu besta liðið á englandi í dag…

  61. er svo glaður er svo sáttur 1-4!!!! hefði aldrei þorað að vona það en frábær framistaða. þetta sannar bara það sem ég hef verið að segja (við þessa ógeðsl… félaga mína sem eru united menn) LIVERPOOL FC er ekkert með verra lið en þeir, alveg jafn mikið gæði, bara aðeins minni breidd…
    ‘I tilefni sigursins tók ég LIVERPOOL fánan minn og flagaði honum á aðalgötunni i minum heima bæ(Esk city) og mun hann standa þar þanngað til einhver dregur hann niður, ekki mun ég gera það. Þetta er klárlega einn að bestu dögum mínum sem LIVERPOOL maður….
    p.s. who the fuck is this Vidi?!!!!!!!

  62. hæ þarna sér maður að liverpool er betra en man u á þessu tímabili????
    og ég er ekki svo viss um að mark arshavin hjá arsenal hafi verið betra en hjá Dosena

  63. oleoleoleoleole
    Þessi leikskýrsla fer á listann minn yfir bestu bókmenntaverk sögunar 🙂

  64. Ástæðan fyrir þessari harðorðu leikskýrslu hlýtur að vera níðskrif Unitedmanna á upphitunarþræði sínum á síðunni sinni; http://www.manutd.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=3756&st=0&sk=t&sd=a

    En að leiknum, frábært skemmtun og fær hann tíu í einkun. Það spiluðu allir með hjartanu í dag, og fannst mér reyndar ótrúlegt hvað Mascherrano var rólegur þegar hann var að tala við dómarann, ekki að reyna að éta hausinn á honum eða neitt svoleiðis.

  65. Besta lið í heimi en gegn real fyrsta og líklaga s´ðasta mark dossena uhhn nei seigur kallin

  66. Kristján Atli, þetta var mjög vel skrifuð leikskýrsla.

    Ég vil líka nefna að venjulega þegar United og Liverpool mætast þá senda vinir mínir, sem halda með United, mér oft sms. Ég hef ekki fengið eitt sms í dag af einhverjum ástæðum. “Silence is golden”, eins og segir í ljóðinu.

  67. Frábær leikur og frábær leikskýrsla.
    Mér fannst reyndar upphitunin á Utd síðunni stórskemmtileg, örugglega x-tra fúllt að fá hana svona í andlitið aftur 🙂
    Til hamingju öll og ég vil bara benda á að Man Utd eiga eftir leiki við Arsenal og Chelsea, ekki það að ég sé að detta í bjartsýniskast sko.

  68. upphitunin á Utd síðunni stórskemmtileg já og gaman að lesa að menn tala um þroska og ekki vera að æsa sig hahahahah

  69. “I didn’t even see it, I was breaking me clock. It is Man Utd. 1 Liverpool 4, Oh my word!”

    Þetta myndband ætti að fá Óskarsverðlaun Teddi LeBig #61. Ótrúlega skemmtilegt.

  70. Leiðrétting frá #89
    Man Utd og Chelsea eiga EKKI eftir að mætast í deild.
    Sorrý.

  71. Jesús hvað þetta var gaman og vá hvað þetta er fyndið myndband.

    I was breaking me clock

    ahahahah

  72. 🙂 Klassi. Jafnast á við Istanbul 2005. 🙂
    Til hamingju Púllarar nær og fjær.
    YNWA

  73. Sit hér og les þetta spjallborð þeirra, og eitt hnaut ég um …

    Annað sem mér fannt líka koma í ljós hvað Utd varðar var að það eru hreint ansi margir leikmenn í þessu liði sem eru bara alls ekki í þeim klassa sem sæmir Englandsmeisturum – menn einsog O´Shea, Carrick, Anderson, Park (+ Fletcher og Nani sem spiluðu ekki í dag) – enginn þessarra leikmanna kæmist t.d. í Chelsea liðið, það er nokkuð ljóst.

    Sjá http://www.manutd.is/spjall/viewtopic.php?p=100452#p100452

    Finnst einhvern vegin sem ég hafi séð svipuð ummæli höfð hér um okkar lið um leið og gaf á bátinn. En hvað um það, getur einhver sagt mér hver hann er þessi númer sjö hjá þeim, þessi með gulrótarbrúnkuna.

  74. Hef nákvæmlega eingu að bæta við þessa SNILLA leikskýrslu. Nú er bara að njóta sigur vímunnar.

    Sáttur

  75. Ég er enn ekki búinn að átta mig á þeirri staðreynd að við unnum ManUtd 1-4 á Old Trafford. Þetta er bara unreal. En engu að síður…..fact. So lets enjoy it! eða þannig. Ég er bara þannig gerður að vonbrigði síðustu tveggja mánaða í PL sitja nú enn þynngra í manni. Maður spyr sig wtf is the point er að vinna MU og Chelsea tvöfalt í deildinni ef að liðið getur ekki drullast til að vera stöðugra en þetta?

    Hef bara ekki trú á því að við náum Man U því þeir eiga eftir að koma til baka eins og þegar þeir gerðu eftir tapið á Anfield! Það er bara ömurlegt að þurfa að treysta á að Man U misstígi sig í þeirri von að við getum saxað enn meira á forskot þeirra. Talandi um að vera torn á milli sæluvímu dagsins og bleyjuboltans í jan og feb.

    Man Utd vinnu deildina enn eitt skiptið og það eina sem við getum sagt er að við unnum þá tvöfalt í deildinni, Who gives a fuck. Maður fær ekki bikar fyrir það.

    Það eina sem við getur tekið frá þessum leik er …… að the tide has changed. stimplað inn í leikmenn MU að vera niðurlægðir á heimavelli af rauða hernum.

    There´s always next season!

  76. Í dag hugsum við ekki um síðustu leiki eða næstu, við gerðum lítið úr United í kjöllfarið á því að hafa niðurlægt Real fokkings Madríd..

    Til að toppa þetta fór ég í póker í kvöld, í Liverpool búning að sjálfsögðu, með 4 United mönnum……og vann 🙂 (þrír aðrir boðaðir United menn voru “eitthvað slappir”)

    Vá verð ég fúll ef ég vakna á eftir og kemst að því að þessi vika var bara góður draumur.

  77. Ég trúi því að Liverpool vann Man Utd 1-4 (kannski vegna þess að ég sá það) en ég bara get ekki trúað því að Babu hafi unnið póker.

  78. Einhver var að segja hérna að Dossena væri næsti Biscan.
    Hann hefur ekkert byrjað alltof vel hjá félaginu en eitthvað sem segir mér að maður gæti lært að elska þennan mann 🙂

  79. Yndislegur gærdagur, Liverpool lagði … afsakið niðurlægði manu og La voix vann júróvisjón forkeppnina í Svíþjóð.
    Manni leist nú ekki á byrjunina Alonso og Arbeloa ekki í liðinu og Lucas kominn á miðjuna. Það kom ekki að sök, Lucas stóð sig ágætlega. Mér hefur fundist vanta við Lucas að hann hafi kallað á og viljað boltann, en í gær var það komið í lag. Eins finnst mér hafa orðið mikil breyting á Babel, það er komið meira sjálfstraust í kappann. Liverpool sló ekki feilnótu, fyrir utan Rieira sem ekki komst í neinn takt við leikinn. Annars fimm stjörnu leikur. Framtíðin er björt í dag. Til hamingju.
    Að lokum ætla ég að gerast svo djarfur og nefna Vidic mann leiksins 🙂

  80. frábær leikur 😀 AURELIO pakkaði grenjaldo saman torres var geðveikur
    og bara til að fulkomna niðurlæinguna skorar dosena
    talandi um aurelio finst mér hann vanmetinn leikmaður

  81. Góð vika kláraðist vel.
    Madrid í næstum flawless leik og svo þessi sýning á Old Trafford. Ég hef ekki séð United tapa svona illa lengi. Þeir voru gjörsamlega teknir og “skúraðir”.
    Væri gaman að vinna seasonið en það er því miður ekki í okkar höndum lengur en klárum CL og þá er ég sáttur. Mjög sáttur.
    Vantar meiri breidd í hópinn sem er að koma og þá verður þetta gott runn sem við tökum á næsta ári.
    Frábært og takk fyrir góða skemmtun.

  82. Sammála #85 þessi leikskýrsla hér er fínt svar við níði því er viðhaft var í upphituninni á United spjallinu íslenska. Og annað sniðugt, í leikritinu sem ég er að leika í, tók systir mín sig til ásamt öðrum leikara og veifuðu Liverpool trefli þegar við vorum að hneigja okkur og það er óhætt að segja að það varð allt vitlaust í salnum. Fagnaðarlætin voru yndisleg.

  83. Nú er bara halda þessu áfram… og bara vika i að maður verði á Anfield!!!

  84. Missti af leiknum, trúði ekki úrslitunum þegar ég heyrði þau.

    Ég var handviss um að þessi leikur myndi tapast og veit varla hvað ég á að halda núna með framhaldið. Er komin einhver þreyta í Manu ? Er hægt að ná þeim ? Munu þeir missa fleiri stig og mun Liverpool klára restina af sínum leikjum ? Það er allaveganna komin smá spenna í þetta aftur.

    En þessi úrslit þýða samt það að núna eru forlögin að meitla í stein að í næsta drætti fyrir meistaradeildina MUNU þessi 2 lið dragast saman. Sjáiði bara til.

  85. Ótrúlegt hvað einn leikur getur haft mikil áhrif á skapið, þetta er með betri sunnudögum í langan tíma !

  86. Ég er enn í sæluvímu. Við unnum Liverpool vs Man U bikarinn á þessu tímabili. Aldrei að segja aldrei með deildina. Hvað sem gerist unnum við mont og diss réttinn á Man Utd pylsurnar næstu mánuðina. Það í sjálfu sér er stór sigur!

    Djöfull er Aurelio fáranlega góður leikmaður!

  87. frábær dagur í gær!! Var að horfa á endursýningu og ég fékk blóð í hann aftur…. ekki oft sem það gerist á endursýndum knattleik.
    Til hamingju allir.

  88. Dóri Stóri (#85), ég var reyndar ekki búinn að sjá þessa upphitun United-manna þegar ég skrifaði leikskýrsluna mína, enda ekki vanur að hanga mikið inná manutd.is.

    Þegar ég skrifaði leikskýrsluna hugsaði ég með mér hvernig ég gæti skrifað eitthvað sem myndi auka á gleði Púllara við lesturinn, og ákvað að það væri ekki við hæfi í svona ofboðslega miklum hamingjuleik að ætla að vera alvarlegur, málefnalegur og fjalla bara um helstu atvik leiksins. Ákvað því að leika mér aðeins, lýsa öllum leikmönnum Liverpool á sem jákvæðastan hátt og öllum leikmönnum United á sem neikvæðastan hátt. Það var engin meining á bak við þetta svo sem, bara til gamans gert.

    Annars gaman að sjá að menn brosa breitt þessa dagana. Þetta Liverpool-lið á það til, inn á milli jafntefla, að gera okkur eilítið stolt. 😉

  89. Annars er árangurinn í vetur nokkuð merkilegur miðað við að þetta lið hefur enga breidd og er algerlega borið uppi af Gerrard og Torres að mati margra.

    Chelsea, Real Madrid (lesist Real fokking Madrid) og Manu öll tekin heima og úti. Ef ekki væri fyrir þessi skítajanftefli á Anfield þá væri Rafa á góðri leið með að stinga ullarsokk upp í ansi marga spekúlanta.

  90. Það fór um mann sælu tilfinning að vinna og niðurlægja erki fjendurna á Old Shitford. Þvílík snilld. Þetta reddaði tímabilinu að vinna þá í báðum leikjunum í deildinni.

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  91. Við skoruðum jafn mörg mörk og ManUtd í leikjum liðanna án Torres og Gerrard. Eitt í gær og svo fyrra markið á Anfield

  92. Ég verð nú að segja að mér finnst þessu upphitun á manutd.is alveg bráðfyndin. Mæli alveg með lesningunni – sérstaklega þegar úrslitin eru kunn.

  93. Sælir, þá er staðan svona, við erum með besta 11 manna lið landsins í dag í leikjum sem eru svona möst win leikir, en þegar kemur að breidd og motivation fyrir heilt season vantar mikið uppá og þar er einn maður ábyrgur. Mr. Benitez.

    Ég ætla ekki að vera neikvæður og segja að það þurfi að reka Benitez en það er af öllu ofangreindu ljóst að við þurfum að skoða breitingar í brúnni, jafnvel ráða Mouriniho og ráða Benitez sem leikja ráðgjafa.

    Endilega opnum skemmtilega umræðu fyrir þetta.
    Áfram Liverpool and YNWA

  94. Ég er ennþá í skýjunum yfir leiknum, gjörsamlega. 8-1 sigur á tveimur ríkustu félögunum í þessari veröld og það í sömu vikunni, er bara toppurinn á tilverunni. Bara stórbrotið, STÓRBROTIÐ.

    Og Tony, plís, plís, plís ekki vera að tala um framkvæmdastjóra Liverpool FC og Motormouth í sömu setningunni. Ég get svarið það að ég myndi æla og leggjast í þunglyndi ef það dýr yrði ráðið í stjórastöðuna, stendur gegn nánast ÖLLUM gildum sem Liverpool FC stendur fyrir.

  95. Ég mæli ekki með því að menn lesi þessa ritræpu á spjallsvæði viðbjóðsins, einfaldlega til að gera gerpinu sem skrifaði upphitunina það ekki til geðs. Ég veit hver það er sem skrifaði þetta og maðurinn er athyglissjúkur api af verstu sort. Hef það líka fyrir víst að gæinn, sem er kominn vel á fertugsaldurinn, hafi ekki haft minnsta áhuga á fótbolta langt fram eftir ævinni og byrjað að halda með man utd í kringum 2005 sirkabát. Það eru einmitt svona menn sem maður vill hafa í því hlutverki að skrifa upphitanir á vefinn, eða þannig. Fáráðlingar upp til hópa þetta pakk.

  96. SSteinn, ef ekki Mourinho hver þá, BREYTINGA ER ÞÖRF!!!!!! við verðum að koma niður af skýjinu og ræða þetta strax? Áfram LFC og kop.is rjúkum sem fyrst í málin sem bíða og notum meðbirinn til að leysa þau:)

    mbk-Toni

  97. Ég ætla að sitja áfram á skýjinu og njóta, ætla ekki að eyða fleiri orðum í einhverja steypu sem inniheldur orðið Mourinho, alveg á tæru. Rafa er minn maður.

  98. Tel að menn ættu að bíða með allt stjóratal þangað til eftir tímabilið og árangur liðsins verður metinn. Benitez er stjóri í dag og nýtur til þess fulls trausts.

    Maður er enn í skýjunum í dag eftir sigurinn en nú er mikilvægt fyrir liðið að ná sér niður og byrja undirbúa sig fyrir næsta leik. Stórleikur næst sem verður að vinnast og tap í þeim leik skemmir ansi mikið fyrir sigrinum í gær.

    4-1 gegn Utd er stórkostlegt afrek…maður var svekktur að 5 markið hafi ekki komið þar sem liðið fékk færi til þess. Vonandi að þessi úrslit færi öðrum liðum trú á að það er hægt að vinna og sækja stig gegn Utd á útivelli.

  99. Ég held að M U séu að fara í sama farið sem Liv lenti í Jan- Feb. þannig að okkar tími er kominn. Brosið hefur ekki farið síðan á þriðjudag. : -)

  100. Ég er svo glaður. Stigin 4 sem við töpuðum á móti Stoke í vetur eiga samt eftir að reynast ógeðslega dýr.

  101. Finnst það nú óþarfi hjá toni að vilja fara í svona leiðindaumræðu daginn eftir þennan stórkostlega sigur!
    En djöfull var þetta magnað hjá okkar mönnum og djöfull verður gaman að vera á Anfield um næstu helgi! Vonandi bara að við höldum áfram að spila svona gegn Aston Villa

  102. Sama má segja um stigin gegn Fulham, Boro og Tottenham. 12 stig með stoke stigunum. Pælið í því!
    Við vitum allavega að það er vel raunhægt að vinna þessa deild, ekki MU að kenna að við unnum ekki minni liðin.

  103. Æ-æ, Einar M. Ég þori næstum því að veðja að leikurinn á móti Aston Villa verði lélegur, af því að við höfum spilað of vel síðustu leiki. En vona bara að hann verði góður þín vegna.
    YNWA

  104. Ég er enn að láta gæsahúðina renna eftir höndunum að sjá sigursælasta stjóra nútímans í Englandi niðurlægðan svo hroðalega á heimavelli að hann fór í blöðin og með heimskustu setningu vetrarins, og sennilega síðustu ára, bjó til fyrirsagnir á bresku blöðin, svo að alls konar smámenni eins og Ferdinand og Rooney eru að reyna að finna eitthvað annað til að láta skrifa um. Að sjá hann ungan og ferskan að fagna 1-0 en sjá yfirvegunina í andliti Rafael Benitez þegar framhjá honum í leikslok labbaði gamall maður sem veit að hans tími er að líða hratt og að loknu hans verki fyrir Man.United er Liverpool að verða á ný besta lið Englands.

    Undir stjórn arftaka hans sem besta taktíker og liðsuppbyggjara heims. Því með síðustu 2 leikjum eru meira að segja heimskustu blaðamenn Englands að átta sig á því að Rafael Benitez er maðurinn.

    Ég geng um með þvílíkt bros og glott í dag að svoleiðis hefur ekki sést nema að loknum fæðingum barnanna minna! Vinir mínir og ættingjar sem halda með þessu vesalings liði láta lítið sjá sig eða heyra frá sér og næstu daga mun ég sjá marga þeirra í fallegasta búningi fótboltaliðs. Argandi snilld!!!

    Að lokinni síðustu viku er ég sannfærður, algerlega, um að framtíð liðsins er bjartari en við höfum getað ímyndað okkur síðustu 15 ár hið minnsta.

    Þrátt fyrir allt eigendaruglið hafa leikmenn og þjálfarar unnið þvílíkt verk að nú þegar sér fyrir endann á þeirri vitleysu (vonandi) og allir toga í sömu átt undir öruggri handleiðslu Rafa eru margir góðir dagar framundan!!!!

    Skýið sem ég svíf á er óendanlega stórt og ég vildi að ég gæti faðmað alla þá sem komu með liðsrútunni á Anfield í gær!!!

  105. Við vinirnir vorum í gær að ræða um umfjöllunina eftir þennan leik og þá sérstaklega alla umræðuna um “mistökinW sem Vidic gerði. Fyrir mér er ekki um að ræða mistök. Hann lenti bara í baráttu við betri menn, sem unnu hann gjörsamlega í tvö skipti. Það voru ekki mistök hjá Foreman að láta Ali berja sig í andlitið. Ali var bara betri maður. Torres var betri maður og Gerrard líka. Punktur.

  106. Ég er búinn að leiðrétta ansi marga sem tala um hversu lélegir Man Utd. hafi verið. Það virðist alltaf vera raunin ef Liverpool vinnur stórlið, “já voru þeir svona lélegir?” Fyrsta sem Man Utd. maður sem ég vinn með sem sá ekki Real Madrid leikinn sagði eftir að ég tilkynnti honum úrslitin “já voru Real svona lélegir?”. Nei kæru vinir, Liverpool voru svona góðir!

  107. Já það getur ekki verið að öll þau lið sem við vinnum sannfærandi að þau séu akkurat að eiga sína verstu leiki í áraraðir eða áratugi!

    Er að horfa á leikinn aftur á stöð2sport2 núna… búinn að horfa á fyrri hálfleik… og jú tvennt vakið áhuga minn….eða kannski þrennt….

    Arnar Björnsson sagði að í síðustu 48 leikjum sem Ronaldo hefði skorað í hefðu þeir unnið þá ALLA! (Ef hann fór rétt með) Magnaður árangur það hjá okkur að ná að stöðva það…

    Kom smá myndarskot af Rafa áðan.. og hann var svooooo Kúl… sat þarna í rólegheitum …notabene.. hættur að glósa og farinn að nota sér það sem hann hefur glósað frá árinu 2004 🙂 Sem er nú gott:)

    Fabio nokkur Aurelio hefur átt stórleik í vörninni hjá okkur…. og var frábær allan leikinn og það þótt hann hefði ekki skorað þetta frábæra mark…. Hann var nú ekki að passa einhvern kjúkling.. Ronaldo gat ekki neitt allan leikinn og hann las allt einsog opna bók og lék listir sínar með boltann í rauninni allan leikinn…. Hans langbesta tímabil með Liverpool (So far)

    Sumir Manjú menn hafa verið að tala um að sínir menn hafi verið þreyttir…. Alveg örugglega hafa einhverjir þeirra verið þreyttir..en ef menn geta ekki gírað sig inná þennan leik… þá ættu menn bara að fara spila fyrir önnur lið held ég…. allt manjú liðið var lélegt… nema kannski Park… Tevez… var lélegur.. ekki er hann búinn að vera spila mikið… Scholes, giggs… Berba ? þó þeir hafi verið einum færri mestan þann tíma…

    Nei kæru vinir.. þeir mættu betra liði síðastliðin laugardag… þeir hefðu tapað þrátt fyrir að vera 11 inná í leikslok… Þegar maður eins og Rooney á lélegan dag eins og allir… á móti stórliiði Liverpool sem var ekki með sitt allrasterkasta lið… ( Sem er alltaf spurning þessa daganna því við virðust vera spila betur og betur með hverjum leiknum þrátt fyrir að það vanti alltaf einhvern í þessa 11 bestu hjá okkur) þá í niðurstaðan sú í þessum viðureignum að Liverpool eru bestir 🙂

    Njótum vel!

  108. Haukur (#142) takk fyrir myndbandið, það er gott og gagnlegt að eiga eintak af þessari syrpu á tölvunni hjá sér. 🙂

    Annars er vert að benda á nýjasta pistil Paul Tomkins, skrifaðan eftir leikinn á laugardaginn. Hann bæði fjallar vel um það jákvæða sem er í gangi í uppbyggingu liðsins og hvetur menn til að hafa fæturna aðeins á jörðinni. Góð lesning.

  109. Frábær tengil Varmenni.
    Nákvæmlega svona leið mér. United mennirnir mega vara sig næstu daga og vikur. Þessum leik verður aldrei gleymt og videoið hans hauks er komið á góðan stað í tölvunni.
    Rosalega held ég að leikmennirnir okkar hafi átt gleðilegan dag á æfingasvæðinu í dag!

  110. Og Vidic fær bara 2ja leikja bann 🙂 Alveg hreint magnað dæmi. Einn fyrir rauða spjaldið og svo annan fyrir það að hafa verið rekinn tvisvar af velli í vetur. Ótrúlegt.

  111. Nákvæmlega það sem að Rafa talaði um í vetur Steini.
    Það eru sér reglur fyrir United. Það er staðreynd (fact á ensku).

  112. En þrátt fyrir að allt liðið okkar hafi fengið mikið hrós fyrir leikinn og þetta snúist fyrst og fremst um liðsheildina, þá finnst mér ég verða að taka aðeins út þátt Fabio Aurelio í leiknum. Hann var gjörsamlega frábær. Hann pakkaði Ronaldo saman varnarlega og var svo öflugur sóknarlega líka. Þessi vinstri bakvörður er svo sannarlega að sýna okkur úr hverju hann er gerður, hann er búinn að vera virkilega góður eftir að hann jafnaði sig á síðustu meiðslum sínum. Vonandi helst hann heill áfram því það er ekki vafi í mínum huga að hann er einn albesti vinstri bakvörðurinn í deildinni þegar hann er í formi. Ég er farinn að þekkja hann aftur frá sínum góðu dögum með Valencia.

  113. Og enginn fréttamaður bendir á að fyrir þennan leik hafi Ferguson tekið út þrjá menn sem voru í byrjunarliðinu á móti Inter (Scholes, Giggs og Berbatov). Er hann þá ekki gruflari (tinkerer)? Og töpuðu þeir þá ekki þess vegna?

  114. Bendi á frábæra greiningu Guillem Balague á leiknum, þar sem hann segir meðal annars: “Had the reverse been the case, I am certain that plenty would have been said about Benitezshortcomings; yet, as always, Sir Alex Ferguson is beyond criticism and I have not heard a single word said about the United managers failure to respond and remedy the situation.”

    http://www.guillembalague.com/blog_desp.php?titulo=Rafa%20gets%20it%20right%20as%20Ferguson%20fails%20to%20respond&id=254

  115. Nákvæmlega SSteinn #148. FA12 gjörsamlega skeindi CR7 í leiknum á meðan hann reyndi að komast upp kantinn. Hann færði sig síðan eitthvað til þegar á leikinn leið til að reyna að sleppa undan Aurelio en gekk lítið betur annarstaðar á vellinum. Ef að Ronaldo hefði ekki tekið aukaspyrnur og svo vítið þeirra þá hefði maður hreinlega haldið að hann hefði gleymst í ljósabekknum og ekki spilað þennan leik.

  116. Sammála SStein…Fyrsta sem ég hugsaði “ertu ekki að grínast” Vidic bara í 2 leikja bann, ég sem hélt að beint rautt þýddi 3 leikir í bann og hann fékk líka rautt á móti okkur í fyrri leiknum, þannig að minnst 3 leikir, veit einhver hvaða rök FA notar fyrir þessari ákvörðun???

  117. Helvíti gaman að sjá tvo vinstri bakverði skora, í ljósi þess að margir (þar á meðal ég) hafa talið þetta verið okkar veikustu stöðu í vetur.

  118. Sælir
    hvernig vista ég myndbandi þitt Haukur? langar virkilega til að eiga það

  119. Skoðaði nokkra leiki skömmara á Chalkboards og þóttist þar sjá að gulrítarbrúnkan á það til að færa sig milli kanta í hálfleik.

  120. Varðandi rauða spjaldið þá er beint rautt ekki þriggja leikja bann nema það sé um að ræða “violent conduct”, hér er brotið sem slikt ekki svo alvarlegt, það alvarlega var auðvitað að verið er að neita SG um gullið marktækifæri. Las einhversstaðar að hann hefði fengið 1 leik í bann fyrir þetta rauða spjald og svo hefði bæst við 1 leikur þar sem þetta er annað rauða spjaldið hans á leiktíðinni

    Hefði því líklega bara fengið 1 leik í bann ef hann hefði ekki fengið rautt í fyrri leiknum á anfield

    Correct me im I’m wrong

  121. Sælir félagar.

    Ég veit að ég er nokkuð seinn með þetta inn hér, en veit einhver um hvar hægt er að finna þennan leik í heild sinni. Annað hvort á netinu eða ef einhver hér gæti lánað mér disk til að afrita.

Man.Utd á morgun

Ég …