Liverpool 1 – Everton 1

Förum bara beint í þetta.

Liðið var eftirfarandi.

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Dossena

Mascherano – Alonso
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres

Bekkur: Cavalieri, Hyypia, Aurelio, Benayoun, Lucas, Riera (’75 fyrir Babel), Ngog.

Fyrri hálfleikur:
Það byrjaði nokkuð fjörlega á Anfield í dag, liðin þreifuðu fyrir sér og bláliðar vildu fá vítaspyrnu eftir 4. mínútna leik þegar að Piennar krækti fót saman við Arbeloa en að mínu mati aldrei vítaspyrna. Á 12. mínútnu þá algjörlega drapst ég úr hlátri, ég átti ekki til aukatekið orð. Þetta skemmtiefni var í boði Carragher sem fékk boltann inn í teig Everton, tók mann á með skemmtilegum snúning og hamraði boltann í hliðarnetið, seigur kallinn. Liverpool tók öll völd á vellinum eftir þetta og Everton náði varla að halda boltanum í meira en 3-4 sendingar. Það var svo á 27. mínútu sem að Everton fengu hornspyrnu. Boltinn barst á Tim Cahill sem var óvaldaður (sem fyrr) og hann skallaði boltann á kollvikin á Lescott sem kom gestunum í 0-1. Ótrúlega slök varnarvinna. Everton fengu sjálfstraust eftir markið og fóru að halda bolta betur, en það varði í c.a. 5 mínútur. Restin af fyrri hálfleik var eign Liverpool og vantaði herslumuninn að komast undir vörn Everton. Í hálfleik fékk svo Carragher gult spjald fyrir orðaskipti við Steve Bennet dómara en þeir voru að ræða hversu lengi Tim Howard tafði rétt fyrir leikhlé.

Síðari hálfleikur:
Hann hófst rólega sá síðari en það var ekki langt liðið af honum þegar að Torres bjó til stórkostlegt mark fyrir Gerrard. Það atvikaðist þannig að á ’54. mínútu fékk Torres boltann rétt fyrir framan miðjuhringinn, tók boltann á ristina, þaðan á kassann og flikkaði boltanum inn fyrir vörnina með hælnum og hver annar en Stevie G hamraði boltann undir Howard í markinu. Eftir markið tók Liverpool 100% völd á vellinum og Everton kveiktu varðeld í teignum sínum. Það leið ekki á löngu þar til Gerrard fékk annað tækifæri eftir frábæran undirbúning en skotið var örlítið erfitt og Howard varði frábærlega í markinu. Þegar um tíu mínútur voru eftir brunuðu Everton upp völlinn en öllum að óvörum klúðruðu þeir því tækifæri og fengu gagnsókn á sig. Gerrard óð upp kantinn sendi fyrir á Kuyt sem var í algjöru dauðafæri en Hollendingurinn skaut jafn fast að markinu og fóstur hefði gert, þvílíkt klúður, ef þú ætlar þér að vera byrjunarliðsmaður fyrir Liverpool þá klárar þú svona færi takk fyrir pent. Á sömu mínútu fékk svo Torres ágætt færi eftir undirbúning Gerrard en boltinn rataði ekki í netið að þessu sinni. Örfáum andartökum síðar átti Dossena gott skot að marki Everton en Howard varði sem fyrr vel, Dossena var búinn að vera með allt niðrum sig framan af þannig þetta kom skemmtilega á óvart. Gerrard fékk eitt skallafæri en kláraði það illa og leikurinn fjaraði út, 1-1 jafntefli niðurstaða og verður að teljast vonbrigði.

Maður leiksins:
Ekki flókið val að mínu mati, það var einn leikmaður sem bar af og það var fyrirliðinn Steven Gerrard.
Vörnin var allt í lagi, ekkert brjálað að gera hjá þeim. Xabi og Masch skiluðu svo sem sínum hlutverkum allt í lagi en þeir hafa oft verið betri. Kantarnir voru vonbrigði. Babel og Kuyt sköpuðu lítið sem ekkert á köntunum og bakverðirnir komu með mjög slakar fyrirgjafir. Það kom mér því ekkert á óvart að markið kom í gegnum miðjan völlinn og hvað þá að Gerrard og Torres áttu það skuldlaust.

Everton sköpuðu sér ekki neitt fyrir utan þessa einu hornspyrnu en stundum er það nóg. Liverpool liðið á bara að klára svona leiki og það er orðið augljóst að eitthvað vantar til að það verði að veruleika. Possession segir ekki neitt, menn þurfa að skapa eitthvað og það er ekki hægt að horfa framhjá því að Liverpool þarf að kaupa hægri kantmann fyrir næsta sumar. Ég hef varið Dirk Kuyt framan af vetri því hann var að spila ágætlega og skora mörk, leikur hans hefur hins vegar dottið niður á mjög lágt plan undanfarið og það skapast lítið sem ekkert í kringum hann í 90 mínútur. Svo velti ég því fyrir mér hvort að varamenn Liverpool séu svona rosalega slakir, ein skipting, er það eðlilegt í stöðunni 1-1 á heimavelli? Það finnst mér ekki.
Að gera tvö jafntefli við Everton á heimavelli verða að teljast gríðarleg vonbrigði, gríðarleg og liðið verður að fara að rífa sig upp af rassgatinu sem fyrst.

Næsti leikur er á miðvikudagskvöldið klukkan 19:45 á móti Wigan á útivelli, þar kemur ekkert annað til greina en 3 stig.

Ég hef lokið máli mínu í bili.

Mynd var fengin af vef BBC.

54 Comments

  1. Ofsalegur óþarfi að þurfa tvo leiki gegn þeim og svo ég tala nú ekki um að hafa ekki unnið þetta lið í tveimur heimaleikjum í röð.
    Eitt færi dugaði þeim og að sjálfsögðu kom það í föstu leikatriði.
    Ennþá velti ég því fyrir mér hvort ákveðinn glókollur sé með klásúlu i samningnum um að mega ekki fara útaf en það þýðir víst lítið að spá í því.
    Markið okkar var allavega gleðiefni, þvíkík sending frá Torres, SÆLL.

  2. og Kuyt var maður leiksins… einn besti knattspyrnumaður allra tíma að mati Benitez!! svona án djóks.. hvernig er hægt að réttlæta veru hans í byrjunarliði hjá sigursælasta liði Englands fyrr og síðar?? getur einhver sagt mér það?? Kuyt og Benitez hljóta bara að vera í einhverju leynilegu ástarsambandi!! því guð minn góður hvað maðurinn er lélegur í knattspyrnu… vá ég er bara farin að vorkenna þessum vesaling!! núna fæ ég væntanlega mikla gagnrýni fyrir þetta comment.. en það er bara nokkuð mikið til í þessu!! hann getur ekki tekið á móti boltanum, hann getur ekki sent fasta bolta fyrir markið og síðast en ekki síst getur hann alls ekki skorað úr dauðafæri nema það sé skotið í hann!!! vá hvað ég er orðin þreyttur á honum.. og þar af leiðandi er ég orðin þreyttur á Benitez að hafa hann endalaust inná helvítis vellinum!!! fokking fokk..

  3. Sælir félagar
    Nenni ekki að bíða eftir leikskýrslunni. Enn ein vonbrigðin á Anfield. Okkar menn héldu boltanum meira og minna allan leikinn en sköpuðu lítið framávið. Ég held ég hafi talið tvö færi fyrir utan markið sem var í raun bara hálffæri en sem betur fór fyrir okkar menn var slök markversla okkur til bjargar.

    Heimavallarárangur okkar er fyrir neðan allar hellur hvað sem menn segja. Menn mega kalla það neikvæðni og ömurlega umræðu en þetta er staðreynd. Þetta er óþekkt í sögu klúbbsins og bendir til að eitthvað sé að. Því verður ekki í móti mælt. Ég mun ekki tjá mig meira um þennan leik en lýk þessu með einfaldri staðreynd. Ömurlegt.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  4. Hvernig er hægt að gagnrýna Kuyt án þess að minnast á Babel? Það voru bara tveir leikmenn í dag sem ógnuðu og það var Gerrard og Torres með Kuyt og Babel voru að gera eitthvað allt annað.

    En er Keane meiddur? Ef ekki er þá Rafa að reyna að brjóta hann niður svo hann fer frá okkur í sumar fyrir 3-4 millur?

  5. Torres og Gerrard að bera liðið uppi. Skrtel að gefa Everton 2 mörk í 2 leikjum. Kuyt er lélegasti leikmaður LFC í dag. Hand ónýt vara, gölluð, verst að það sé ekki hægt að skila henni.

  6. Ef ekki væri fyrir Gerrard (og snilldarhæl Torres) hefðum við tapað í dag og jafnvel á mánudaginn líka. Liðið er með öll völd á vellinum í 180 mínútur gegn Everton en nær nánast ekkert að skapa sér sóknarlega nema það fari í gegnum þessa tvo leikmenn.

    Væntanlega munu næstu 100 ummælin snúast um Kuyt en hann var langt því frá sá eini sem var slakur í dag. Babel var enn og aftur slakur og ekki var Riera betri þegar hann kom inná. Arbeloa og Dossena sýndu meira sóknarlega en Carra og Aurelio á mánudaginn en fyrirgjafirnar þeirra voru svo slæmar að það var vonlítið að þeir myndu ríða baggamuninn. Talandi um sendingar, þá hefur Alonso verið að senda boltann svo illa í þessum tveimur leikjum að það er engu líkara en að hann hafi verið frá í þrjú ár, ekki tvo leiki.

    Sem sagt, slæmur leikur hjá liðinu. Ekki bara Kuyt heldur liðinu öllu. En gjörið svo vel, ræðið ágæti Kuyt fram á kvöldið ..

  7. Ég verð nú að segja, ja kannski ekki Kuyt til varnar, heldur frekar að hann féll ágætlega inn í hópinn í dag í algjöru getuleysi í sendingum. Í fyrri hálfleik var varla sending undir 5 – 10 metrum, þær voru flest allar bölvaðar klíningar fram völlinn og erfitt að gera sér grein fyrir á hvern þær áttu að vera, menn áttu kannski von á að Croucharinn væri enn í okkar herbúðum??

    Ástandið skánaði til muna í þeim seinni og var spilið miklu miklu betra, styttri og betri sendingar og þar af leiðandi meiri hreyfing á mönnum en áhyggju efni er engu að síður hvað gæðin voru léleg af kantinum, 90% voru étnar af evertonmönnum!!

    Við verðum sennilega að fara að semja við þau lið sem að við eigum eftir að mæta að fá að spila við þau á þeirra heimavelli ef ekki á illa að fara.

  8. Jón (#5), hvernig færðu út að Skrtel hafi gefið bæði mörk Everton? Á mánudaginn var það Benayoun sem gaf óþarfa aukaspyrnu og Riera sem verndaði ekki sitt svæði. Í dag var það Alonso sem lét Cahill teyma sig frá sínu svæði svo hann náði fríum skalla. Hvar kemur Skrtel inní þetta? Ef eitthvað er var hann okkar besti maður í dag, eftir slakan leik á mánudag.

  9. Djöfull eruði ruglaðir, talandi um Kuyt sem lélegasta mann LFC á meðan Dossena gengur um dúndrandi í fyrsta varnarmann við hvert tækifæri

  10. Lolli.. Kuyt ætti nú að vera í aðeins betra leikformi heldur en Babel!! Þolinmæði mín gagnvar Kuyt er bara á þrotum!! Babel á alveg inni smá tíma til að sanna sig! en Kuyt er búin með sinn tíma og það fyrir nokkuð mörgum leikjum! og já það er alveg rétt.. Gerrard og Torres eru einu leikmennirnir í þessu liði sem geta skorað mörk! gæti ekki verið meira sammála þvi!

  11. Afar sorglegt…afar sorglegt. Og það er ekki hægt að segja að Liverpool hafi verið með öll völd á vellinum í 180 mínútur … á mánudaginn var einfaldlega jafntefli sanngjarnt … spilamennska Liverpool þá gat ekki flokkast sem “öll völd” 🙂

    Annar leikur … óþarfa spenna … allir lélegir nema tveir?

    Áfram Liverpool!

  12. Kuyt umræða: hvernig getur þessi maður kallast sóknarmaður ? hann er með skelfilegt ‘first-touch’, ömurlega nytingu á færum (dúndrar bara eitthvert), enga tækni, engan hraða. Okey hann er með fínan leikskilning, en bjargar það málunum alltaf ? AC milan eru með Gattuso á hægri kant enda er hann varnarsinnaður miðjumaður, þetta er svipað dæmi og hjá þeim, en það kemur bara svo miklu meira útur leiknum þeirra þarsem þeir eru með miklu hættulegri leikmenn meðað við okkur = Kaka, Ronaldinho, Pato, Pirlo.. get my drift ? ég sá svona 10 sinnum i leiknum þarsem Kuyt tók við boltanum en hann skaust til Everton-leikmans í fyrstu snertingu, maðurinn er buinn aðvera í fótbolta frá því hann var lítill og getur ekki tekið við boltanum ? hvað er það ? Rafa hlytur bara að fara sjá að það gengur ekki að hafa endalaust Kuyt á kantinum og kæfa sóknarleikinn með þessum endalausu sendingum til baka og gefandi boltan hægri-vinstri.

    Þurfum fleiri leikmenn með hugmyndflug í sóknarleikinn, tækni og hraða. Það er klárt mál.

  13. Ég ætla nú ekki að tala of mikið um þennan leik. Það eru þó þrjú atriði sem sitja í mér.

    1. Babel og Rieira voru slakir vinstra megin og Kuyt var slakur hægta megin. Það sem þeir tveir fyrrnefndu höfðu þá framyfir þann hollenska var ógnunin. Það var stöðug ógnun frá vinstri en aldrei nein frá hægri.

    2. Hversu sorglegt er það þegar varnarmenn(Skrtel og Dossena) eru okkar bestu menn? Tvö færi allan leikinn, heppnir í öðru þegar Gerrard skoraði, Howard hefði varið það á 99 af 100 öðrum dögum. Hitt færið kippti maður sér ekki upp við enda bjóst maður ekki við miklu þegar Kuyt fékk dauðafærið.

    3. Benitez og liðið eftir fréttamannafíaskóið um daginn. Getur verið að Benitez sé farinn að finna fyrir pressunni og fréttamannafíaskóið um daginn hafi verið fyrsta skrefið þar? Allavega hefur spilamennska liðsins verið léleg síðan þarna og úrslitin eftir því. Getur verið að leikmenn skynji pressuna sem Benitez er að kikna undan? Hvað sem málið er, þá er það staðreind að liðið hefur spilað illa síðan Benitez fór í kjánalega sálfræðistríðið við Ferguson og það er auðvelt að sjá tengingu þar á milli. Ætli Keane málið sé hluti af þessu máli öllu, Benitez að missa’ða og hendir Keane í kuldan? Maður allavega spyr sig.

    Góðu fréttirnar eru þær að það er stutt í næsta leik og hann er á útivelli. Ég hef trú á okkur gegn Wigan.

  14. Já Kuyt er alveg afleitur, en samt er það mikið honum að þakka að við erum þar sem við erum í dag, og gleymum ekki markinu sem kom okkur í meistaradeildinna á þessu ári. Þetta er engin stjörnuleikmaður en mikilvægur samt. Mér finnst Benayoun heldur ekkert leysa þessa stöðu vel, og hver á þá að vera þarna? Gerrard verður að vera þar sem hann er og held ég að þetta sé bara einfaldlega besta lausnin. Svo er þessi maður nú held ég buin að skora næst flest mörk á eftir Gerrard og buin að leggja upp nokkur líka. Já hann er þokkalega umdeildur, en svona er það bara. Ég er allavega mjög hrifinn af leikmönnum sem gefa allt í þetta.

  15. Fín skýrsla Olli.
    Veit að ég verð örugglega grillaður en mér finnst við aftur vera að gera lítið úr frammistöðu Everton sem er í 6.sæti deildarinnar og með sigri á Arsenal á miðvikudaginn eru þeir komnir á kaf í CL baráttu. Þeirra plan var að liggja til baka og skora úr set-piece. Reyndu ekki að sækja allan seinni hálfleikinn og við auðvitað áttum bara að klára færin.
    Veit að umræðan hér verður örugglega að slátra Dossena og Kuyt, beðið um meiri tíma fyrir Babel (ég vona bara að hann skoði frammistöðu “fringe” leikmanna United að undanförnu) og umræðu um steingelt þetta og hitt. Ég er sannfærður um að við vinnum á Goodison Park með eðlilegum leik.
    En ég segi enn og aftur að það þarf verulega að skoða frammistöðu Javier Mascherano og enn virðist mann Xabi Alonso koma illa til baka eftir meiðsli. Það voru stóru vonbrigðin hjá mér í kvöld. Ég satt að segja hef hrikalegar áhyggjur af Masch, mér finnst algerlega heillum horfinn og þetta fisk hans gefði getað gefið honum rautt spjald! Xabi verður bara að sanna það í næsta leik að hann geti komið almennilega til baka eftir meiðsli, það er krafa á leikmann í hans klassa.
    Þetta hefur svo auðvitað þýtt það að kantmennirnir og framherjarnir þurfa að bera upp leikinn og frammistaða Hollendingana á köntunum var ekki góð.
    En “greatest midfield in the world” var ekki það sem við sáum í dag, svo mikið er víst.
    Svo er búið að draga. Við eigum heimaleik í næstu umferð, sennilega gegn Aston Villa, þ.e. ef við og þeir klárum seinni leikinn.

  16. Miðað við það sem ég les þá var þetta endurtekning frá því síðasta mánudag, Kuyt umræðan virðist komin í startholurnar hjá þeim sömu og vanalega, Skrtel að fá skot á sig hérna og bakverðirnir líka. Torres – Gerrard hrósað samvinnunni á vellinum, til að toppa þetta furðilegt gengi á heimavellinum núna.

    Jæja nú langar mér að koma með smá tölfræði hérna af liverpool og Man Utd.þetta er sem sagt frá 8 nov í fyrra og til dagsins dag í deildinni.
    OK bæði lið eru búinn að spila 11 leiki og staðan í þeim er

    Man Utd 8 sigrar 2 jafntefli 1 tap samtals gera þetta 26 stig hjá þeim markahlutfalið hjá þeim er 15:2 sem er fáranlegt miðað við meðslin sem hafa hrjáð þá. Jæja núna okkar ástkæra lið liverpool

    Liverpool : 5 sigrar 6 jafntefli 0 töp 21 stig mörk 23:6. ok svona það fyrsta munar 5 stigum á síðustu 11 leikjum sem er ekki mikið myndi eg segja. við erum að skora töluvert meira af mörkum en þeir, samt eru þeir með töluvert betri sóknarmenn en við.

    Fótbolti er langt tímabil og ég von á að liverpool taki nuna smá run af sigrum. þeir hafa oftast verið öflugir eftir januar mánuð og setja þá í fluggírinn en því miður er líka hægt að segja það um United. Við meigum ekki Afskrifa okkar menn þó Að Kuyt sé lykilleikmaður í þessu liði eða Verið að brjóta Keane eins og er gert við fólk á meðferðastofnun svo Keane verði eins og Kuyt í framtíðinni. Lítum á björtu hliðarnar í þessu. Eftir Januar mánuð þá verðum við mesta lagi 3 stigum á eftir united og þá er ennþá eftir Feb – Mars – April – Maí og heilir 15 leikir svo ég segi bara Anything can Happen just be positive 😉

  17. Ég verð að koma Skrtel til varnar, mér fannst hann eiga mjög góðan leik. Hann stoppaði flestar sóknir Everton í fæðingu og tapaði ekki skallabolta. Og markið..þar var það Alonso sem “gleymdi” Cahill, hvernig sem það er hægt, ég get ekki verið sammála því að Skrtel eigi sök á því.

    En annars var þetta dapurt. Sérstaklega á köntunum. Kyut var slæmur en Babel var afleiddur. Babel gerði nákvæmlega ekkert nema missa boltann. Það var allt annað þegar Riera kom inn, þá loksins kom ógnun af kantinu.

    En ef við tökum það jákvæða út úr þessu, þá er það að Torres er allur að koma til. Og Gerrard…Hvar værum við án Gerrards?

  18. já og miðað við frammistöðu liðsins í síðustu leikjum er ég langt frá þvi að vera bjartsýnn með næstu mánuði nema ef Dirk Kuyt verður sendur heim til sín í naflaskoðun! Vonum það besta…

  19. Okkur vantar bara meira flair, meiri hugmyndaauðgi í sóknarleiknum.

  20. Fengum nóg af færum til að klára leikinn…. Kuyt skot, Gerrard skot, Gerrard skalli, Torres skot… síðan nokkur hættuleg skot utan teig t.d. Dossena, Alonso og Mascherano sem hefðu hæglega öll endað með marki. Stjórnuðum leiknum frá A-Ö. Vantaði enganveginn meiri hugmyndaflæði í sóknina í dag.

  21. Öll liðin í dag eru betri en á síðasta tímabili, og þess vegna er staðan svona í dag. Ars hefur tapað chess$$$$ tapað og M UUUUU hefur tapað og þess lið hafað tapað meira en LIVERPOOL… þótt að 2 eða 3 menn hafi ekki verið þrusu góðir þá voru hinir ragir við að skjóta og gefa fyrir,, það var engin að gera eitthvað í dag sem kallast getur sókkn,,, nema frábært samspil hjá Torres og Gerrard, enda með 2 R í nafni sínu. Þetta er ekki búið við tökum þá á útivelli. 😉

  22. 2 R All Stars:
    Terry, Carragher, Barry, Gerrard, Torres, Barragan, Carr, Dorrit, Parry, Horry, Sparrow

  23. Kristján Atli #8
    ef Benayoun gaf markið í mánudag þá hlýtur Skrtel að eiga einvherja sök hérna… hann gjörsamlega gaf þeim þessa hornspyrnu á afar klaufalegan hátt.

    Annars fannst mér Dossena alveg hræðilegur í kvöld og svei mér þá ef Riise hefði ekki gert betur. Hann átti til að mynda tvö skot sem fóru í innkast og fyrir utan allar fyrirgjafirnar sem fóru í fyrsta varnarmann eða langt yfir pakkann. Seint í leiknum ætlaði hann að gefa sendingu upp kantinn og var ekki nokkur maður í honum, hann sendi útaf!!! Hann gerði heiðarlega tilraun til þess að gefa Everton mark í lokin þegar hann ákvað að senda þversendingu beint í fætur anstæðingsins. það var bara klaufaskapur þeirra sem bjargaði okkur þar. Hvað kostaði maðurinn?? 8 millur? Farðu úr bænum!

    Æ sorry varð bara að pústa smá.

    Annars fannst mér Babel og Dossena lélegustu menn vallarins að mínu mati. Kuyt vann þó 190 bolta eftir að hafa misst 30 eða eitthvað álíka. Hann átti líka ömurlega laust skot sem og skall beint á Howard. Babel gerði nákvæmlega EKKERT.

    það er einhver fjandinn í gangi á Anfield og ég er ekki alveg sáttur við stjórann okkar. Hvað höfðum við til dæmis að gera við fjóra varnarmenn og tvo varnarsinnaða miðjumenn í lok leiksins????

    Kv. Ingi T

  24. ég veit ekki hvar þetta lið væri ef Steve Gerrard væri ekki í þessu liði… Benitez er bara heppinn að hafa þennan mann inná vellinum!! Finst Benitez bara búin að skíta uppá bak með allar sínar inná skiptingar og ákvarðanir í síðustu leikjum!! veit ekki hvort þessi veikindi hefur einhver áhrif, en ef svo er þá ætti hann bara fara úr bænum!! og endilega taka elskuhugann sinn hann Dirk Kuyt með sér.. þá yrði þetta fullkomið!!

  25. Ekki veit ég hvernig Benitez lagði þennan leik upp frekar en leikinn á mánudaginn. Var eitthvað sem kom Benitez á óvart í leik Everton í þessum tveimur leikjum?
    I. Það var vitað að Everton myndi liggja með 11 menn inní eigin vítateig.
    II. Einu skiptin sem einhver ógn er af Liverpool er úr föstum leikatriðum.

    Niðurstaðan.
    Liverpool átti á stökustu vandræðum með að finna glufur á þéttri vörn Everton. Sóknarleikurinn algjörlega hugmyndasnauður og liðið fékk á sig tvö mörg úr föstu leikatriðum þar sem hættulegasti skallamaður Everton liðsins var ódekkaður í bæði skiptin. Eitt skipti er fyrirgefanleik en annað skipti 6 dögum síðar er algjörlega óásættanlegt. Af hverju er Benitez enn að kljást við sömu vandamálin í sóknarleiknum 5 árum eftir að hann hóf störf hjá Liverpool. Lið koma og parkera liðsrútunni í vítateignum og uppskera nánast undantekningalaust 1 stig. Ég hef ekki trú á að þetta muni lagast á 6.7. eða 8. ári undir stjórn Benitez.

    Nenni ekki að kvarta yfir hugleysi Benitez að nota ekki alla varamennina í leiknum í dag. Kuyt hlaupandi eins og hauslaus hæna að venju, Benitez til mikillar gleði. Babel algjörlega úti á túni. Það hefði þess vegna mátt setja einn sóknarmann til viðbótar þar sem Everton reyndi ekki að fara útúr eigin teig.

    1-1 gegn hálfgerðu varaliði Everton (án Arteta, Yakubu, Fellini, Saha, Valente og Vaughan) í dag eru vægast sagt ömurleg úrslit. Eini jákvæði punkturinn var markið sem Liverpool skoraði í dag. Ánægjulegt að sjá Torres og Gerrard finna hvorn annan á ný. Varnarlínan átti ágætan dag enda gerði Everton ekki tilraun til þess að sækja á meira en einum manni.

  26. Sorglegt að segja þetta, en sá t.d. einhver sóknarleik Man.Utd. þegar þeir lentu undir á móti Tottenham í gær(og það vantaði meira að segja hjá þeim hálft liðið)? Ég get varla komið í orð muninum á þeim fótbolta sem þar var sýndur og þessum hugmyndasnauða, fyrirsjáanlega vélmennasóknarleik sem Liverpool sýnir.
    En ég þakka Guði fyrir að hafa Gerrard og Torres, þeir eru ómetanlegir fyrir þetta félag.

  27. Efalaust væru þessar færslur fleirri ef við værum í stöðu Ars. þá væri Liverpool verri en allt sem til er. Ég átti von á meiri sókknarbolta en var í dag, en liðið virðist taugaveiklað, út af hverju veit ég ekki, en kanski út af Gerrard eða að kananir séu að selja eða ekki búið að semja við Rafa, en eitthvað er í óvissu þessa dagana sem virðist hrjá leikmenn..

  28. Ég sé að fólk er að gagnrýna Babel og Kuyt fyrir leik sinn í dag sem er svo sem skiljanlegt en menn verða fyrst og fremst að koma sér að rót vandans. Rafael Benitez! Nú ætla ég ekki að hefja neina “burt með Rafa” herferð því það eru svo margir hér sem bara þola ekki slíka umræðu og hóta manni öllu illu osfrv. Mér er mjög annt um Liverpool og ég hef mínar skoðanir á hlutunum og besta í stöðunni er að Rafa klári allavega tímabilið hvað mig varðar.
    En það sem ég var byrjaður að tala um áðan er hlutur sem alltaf er verið að tala um á hverju tímabili hjá Liverpool. Það vantar kantmenn! Nýjasti “kantmaður” okkar, Riera, er leikmaður sem kemst næst því að vera kantmaður en sá einstaklingur virðist ekki nenna að spila þá stöðu þar sem hann (eins og sóknarmennirnir Babel, Keane og Kuyt) leitar alltaf inn á miðjuna með flestar aðgerðir sínar. Það er afskaplega auðvelt að verjast sóknum andstæðinga ef þú getur bara hrúgað í vörn og vitað að andstæðingurinn reynir ekkert að teygja á vörninni.

    Svo þetta þvaður í Benitez með að setja spurningamerki við leikaðferð Everton og að þeir hafi ekki reynt að spila til sigurs. Mér þykir uppskriftin hjá Benitez á þessu Liverpool-liði vera mjög stórt spurningarmerki verandi með 2-3 leikmenn í hverjum leik spilandi úr stöðu (Kuyt, Keane, Babel á köntunum) sem gerir algjörlega gæfumuninn hvort liðið vinni lið á heimavelli sem koma með það markmið að fara með eitt stig. Ég held að mann greyið ætti að hreinsa til í sínum kofa áður en hann fer að gagnrýna kerfi annara. Hann vann evrópubikarinn 2005 á sínu fyrsta leiktímabili með nákvæmlega sama kerfi og Everton spilaði í dag; 5-6-0. Eini munurinn var sá að Everton er með alla sína framherja meidda sem gerði þá algjörlega máttlausa nema þegar við gáfum þeim tækifæri með slakri spilamennsku eins og í deildarleiknum. Spurning um að Benitez einbeiti sér að sínu liði framvegis og láti vera að tala um önnur lið á meðan hans lið er í ruglinu.

    Það er talað um að Benitez hugsi fótbolta 24/7 og út í öll smáatriði í leiknum en ég er því fullkomlega ósammála núna! Hann hefur sannað það aftur og aftur að það er bara þvæla! Í þessum tveimur leikjum gegn Everton hefur hann sýnt að hann vanmetur enska boltann algjörlega og öll svona föst leikatriði eins og hornspyrnur og aukaspyrnur skapar óþarfa vesen í vörninni. Tim Cahill sem er mjög góður skallamaður og virkilega duglegur að finna svæði þegar um föst leikatriði er að ræða. Það samt afsakar ekki frammistöðu leikmanna okkar í dekkingunni á honum í þessum tveimur leikjum gegn Everton undanfarna vikuna. Hann hefur haldið Everton á floti með þessum tveimur föstu leikatriðum sem Everton fékk og hreint FURÐULEGT að Benitez hafi ekki látið einhvern taka hann úr umferð þegar Everton á aukaspyrnur/hornspyrnur!

    Eins og ég sagði áðan að þá er ég ekki að hefja neina “Benitez burt” umræðu en ég hef mínar skoðanir á þessum blessuðum þjálfara og finnst aðrir kostir betri en hann á þessum tímapunkti, burt séð frá peningavandræðum eigenda klúbbsins.

  29. Ég held að menn eigi að slappa aðeins af og hætta að rífa niður það sem Benitez er að gera, var það bara ég sem tók eftir því að Benitez skráði þetta allt hjá sér á blaðið og hann fer öruglega yfir þetta með strákunum á morgun eða hinn.
    ps. ég sá hann líka skrá mistök hjá Kuyt á blaðið, þetta kemur.

  30. Aðrir kostir betri á þessum tímapunkti? Getur ekki skilið okkur eftir svona hangandi, hvaða kostir eru það? 🙂

  31. Svei mér þá, ég held ég sé komin á sömu skoðun og eikifr # 28…
    Aftur……………..

    Áfram Liverpool !

  32. http://www.guardian.co.uk/football/2009/jan/25/everton-liverpool-fa-cup-anfield-rafael-benitez-david-moyes

    Jæja, Rafa endanlega að fara á límingunum. Feykilega gott múv að rakka niður lið sem hefur haft svona einn tíunda af fjármagni okkar síðustu 5 ár og var þar að auki með alla framherjana sína meidda auk síns besta miðjumanns fyrir að spila varnarsinnað. Sérstaklega þar sem Rafael Benítez er Otto Rehagel G13 liðanna hvað varðar leikstíl…

  33. Babel er með fullt af hæfileikum en nánast engan leikskilning – Kuyt er með litla hæfileika en góðan leikskilning. Tjahh….ég held að þessi síðarnefndi sé nothæfari en Babel sem virðist ekkert skilja út á hvað fótbolti gengur. En jæja…..þeir eru jú að gera sitt besta.

    Annars held ég að ef við værum með einn í viðbót í svipuðum klassa og Gerrard og Torres þá ættum við séns að vinna titil. Sá leikmaður virðist ekki vera í þessu liði.

    Leikskilningurinn á milli þeirra er frábær en það þarf einfaldlega eitthvað annað til en Kuyt og Babel (þó þeir séu í mun meiri klassa en blessaður Keane) til að brjóta upp varnir liða sem liggja aftarlega.

  34. Sælir Liverpool félagar
    Eitt sem er farið að pirra mig mikið undafarin ár er hvað við Liverpool félagar erum fljótir að drulla yfir þjálfaran leikmenn ofl. þegar illa gengur.
    Reynum nú að styðja okkar lið frekar heldur en að vera alltaf að gangrýna allt þó að gangrýni er í lagi í hófi!!
    þessi leikur í dag er típiskur leikur á heimavelli við sækjum og sækjum og okkur gengur mjög illa að komast fram hjá vörn andstæðinga okkar.
    hafið þið pælt í því að við skorum valla á móti liðum sem pakka í vörn á móti okkur þess vegna held ég að við vinnum Everton á útivelli þar sem þeir hljota að vilja reyna spila fótbolta og koma sér út úr vitateignum sínum. Verðum samnt að fara finna lausn á þessu heimavalla jafnteflum
    og ég treysti Rafael Benítez 100% í því að kippa því í lag.

    En ég ætla að gefa leikmönnum einkunn núna fyrr leikinn í dag;)
    Reina 9 besti markmaður í deildinni reyndi ekkert á hann í dag
    Arbeloa 7 gott að fá hann´inn í liðið góður fram á við
    Carragher 8 klikkar eiginlega aldrei
    Skrtel 8 er að spila sig í sitt góða form sem hann var í haust
    Dossena 6 hann er ekki bakvörður sem á heima í liðið Liverpool sem var í lagi í þessum leik
    Mascherano 7 nausynlegur í þessu liði frábær stoppari
    Alonso 7 það er buið að sýna sig að hann verður að vera í liðinu til að við fáum sendingar fram á við frá miðjunni
    Kuyt 4 skelfilegur í þessum leik mætti alveg fara hvíla hann og fá hann ferskari í leikina
    Gerrard 9 besti maðurinn á vellinum í dag
    Babel 5 veit ekki alveg með hann hefur allt til að geta eitthvað en verður ekkert úr því sem hann er að gera:(
    Torres 7 á í vandræður að spila á móti liðum sem liggja svona aftarlega en á eftir að vera en betri þegar formið er komið í 100%
    Benítez 6 þarf að láta liðið fá meira út í föstum leikatriðum fáum yfirleitt 10-15 horn og skorum aldrei úr þeim og fáum okkur aftur mark út horni.. hefði viljað fá fleirri skiptingar í leiknuml

  35. Benitez er bara búin að skíta uppá bak í síðustu leikjum.. það getur bara engin farið að neita þvi!! ekki nema menn séu sáttir með öll þessi helvítis jafntefli á heimavelli og það á móti semi liðum á Englandi! ég er bara engan vegin sáttur með þessa spilamennsku og þetta byrjunarlið og þessar innáskiptingar hans… loksins þegar að Keane var byrjaður að skora um jólin, þá bara er hann settur á bekkinn og núna var hann ekki einu sinni í hópnum! okei ég er búin að gagnrýna Keane mikið á þessu tímabili en ég hef alltaf viljað gefa honum tíma rétt einsog Berbatov hjá Man utd.. hann fær að spila hvern einasta leik! og það er heldur betur farið að skila sér! eru menn ekkert orðnir þreyttir á þessu?? hann brosir ekki einu sinni þegar að Liverpool skorar.. hvað er að manninum?? afhverju fer hann ekki bara úr bænum!! Juventus getur kannski gert eithvað við hann.. mega lika endilega fá Kuyt í kaupbæti!! shit hvað ég er orðin leiður á að mæta í vinnuna…

  36. Ekki er ég alveg að átta mig á því á hvaða leik þið voruð að horfa á.

    Ég þykist getað talið “mistök” Kuijt á fingrum annarar handa. Fyrir utan að hafa misnotað tvö færi, þá lét hann taka boltan eitt sinn af sér, eitt sinn misfórt fyrsta snerting hjá honum og eitt sinn gaf hann á mótherja. Það er nú þannig í þessu sporti að obban af leiknum ertu ekki með boltan, og það sem þú gerir þá er oft munurinn á góðum leik og lélegum. Ég hvet ykkur til að horfa aftur á þenanan leik og skoða hvernig Kuijt skapaði fullt af plássi fyrir t.d. Arbeloa og Gerrard. Merkilegt hvernig leikmaður sem var nógu góður til að byrja þrjá af fjórum leikjum Hollands í sumar í þessari stöðu er allt í einu ekki nógu góður fyrir Liverpool. Ég er hinsvegar í öllu sammála um það að lítið kom útúr bílskúrshurðinni á hinum kantinum.

    Einhver hér að ofan var að tala um fjögurra manna varnarlínu og varnarsinnaða miðjumenn. Það er engu líkara en að viðkomandi hafi lesið leikskýrslu í stað þess að horfa á leikinn. Það er jú þannig að þó andstæðingurinn liggi lungan af leiknum í vörn, þá kemur það fyrir að hann hætti sér yfir miðju, er ekki betra að vera með menn inni á vellinum sem geta tekið þátt í báðum þáttum leiksins? Þessir bakverðir okkar voru jú keyptir ekki síst vegna þess hve frambærilegir þeir eru á báðum endum (á pappír hið minnsta).

  37. Af hverju er RK ekki í hóp. Ngog tekin á bekkinn í hans stað, finnst það skrýtið og benda til að eitthvað sé í gangi.

  38. Er ég sá eini sem er orðinn þreyttur á þessu bölvaða væli hjá Rafa Benitez.

    Hann er farinn að hljóma eins og ónefndur Portúgali.

  39. Merkilegt, það var allt brjálað hérna um daginn þegar Kuyt var kallaður smalahundur en nú segir engin neitt þó Babel sé kallaður bílskúrshurð(skil reyndar ekki þá merkingu). Smalahundssamlíkingin er grín og bara góð sem svona góðlátlegt viðurnefni. Kannski bílskúrshurðin sé það líka, en það þarf þó klárlega að útskýra það fyrir mér því ég er ekki alveg að ná samlíkingunni.

    Eins kjánalegt og það er þá finnst mér margir vera komnir í anti Babel hóp til þess eins að ná sér á einhvern hátt niður á þeim sem hafa vijlað Kuyt út og Babel inn. Alveg furðulegt ef þú spyrð mig. Bæði Babel og Kuyt voru slakir í dag(#36 held að þú ættir sjálfur að horfa aftur á leikinn ef þú taldir bara eitt skipti sem hann missti hann frá sér). Babel hefur sýnt margoft að hann hefur hæfileika en eftir að hafa verið sveltur svo mánuðum skiptir hefur hann alls ekki náð sér á strik. Maðurinn varð ekki lélegur leikmaður allt í einu, hvað gerðist þá? Er þetta Benitez sem er að halda aftur af honum með og miklum taktískum áherslum eða er þetta sjálfstraustleysið eftir sveltið?…eitthvað annað? Tja, er von að maður spyrji sig því eitt er víst, Babel hefur lítið sýnt af því sem hann sýndi áður.

    Ég sagði um daginn og fékk mjög bágt fyrir. Benitez hefur sett saman sterkt lið en virðist ekki vera að ná úr því það sem hægt er…með öðrum orðum, liðið ætti að vera spila mun betur og hala inn fleirri stig. Með þessu áframhaldi þá hljóta fleirri og fleirri að verða sammála mér í þessu.

  40. Var Babel einhvern tímann góður leikmaður? Manni er bara farið að finnast það ansi varasamt að kaupa menn sem eru að standa sig í hollensku deildinni. Dæmi: Kyut, Kezman, Babel og fleiri.
    Auðvitað undantekningar eins og Ruud og Van Persie.

  41. Verð að setja inn eina tilvitnun sem ég hélt að mundi aldrei verða sögð:

    “Frábær móttaka þarna hjá Dirk Kuyt”

    Guðmundur Benediktsson á 35 mín í leik Liverpool og Everton 25. janúar 2009.

    Lesið þetta vel því þetta á aldrei eftir að sjást eða heyrast aftur…..

  42. Dirk Kuyt er vonlaus leikmaður…PUNKTUR.

    Babel er annað mál. Mér finnst Benitez vera búinn að eyðileggja hann, sjáið bara muninn á honum núna og í fyrra. Helst galli Benitez er að hann er alltof vélrænn og meðferðin á sumum leikmönnum er eftir því sbr. Babel, Keane ofl.

  43. Hugmyndaflug leikmanna liðsins er ekkert, það er engin hreyfing án bolta og við eigum í hinum stökustu vandræðum í leikjum okkar að skapa okkur opin færi , skiptir þar engu um hvort um sé að ræða Stoke (fengum 1 færi í Stoke-on-trent í 90min + uppbótartími) eða Everton.

    Ég hefði valið að fá 3 stig úr deildarleiknum og tapa í gær í stað þess að gera jafntefli í báðum, við getum vel farið á Goodison og unnið – en fyrir mér er deildin nr 1, 2 og 3 ….. jafnvel 4. Næsti leikur er gegn stjóra sem reynist okkyr ávalt erfiður, Wigan og S.Bruce. Þar er leikur sem við einfaldlega verðum að vinna….. ég bið ekki um mikið en ég vil geta horft á fótboltaleik þar sem ég get séð fleiri en 1-2 opin marktækifæri í 90 mínútur.

  44. Það er búið að taka tvo af þremur bestu mönnum Wigan af þeim.
    Við verðum að vinna þann leik og þá er ég líka tilbúinn að gleyma hörmungum undanfarinna daga.

  45. Það er einmit þetta sem ég er að tala um. Þegar menn reyna að koma með uppbyggileg mótmæli gegn Liverpool (Rafa), þá er það rakkað niður. Ég fer samt ekki ofan af minni skoðun og finnst ágætt að vinda af mér með því að setja þetta hér inn.

    30 Reynir Þ:

    Eins og staðan er í dag þá vil ég þjálfara sem notar ekki zonal kerfið og spilar frekar maður á mann, sem er aktívur á hliðarlínunni og er ekki 90% taktískur. Ég vil þjálfara sem getur étið ofan í sig sitt eigið stolt og viðurkennt vitleysur sem hann gerir, þjálfara sem kaupir leikmenn í þær stöður sem við á hverju sinni. Með stýrurnar í augunum hef ég ekki hugmynd hvað ég er að biðja um eins og er en það verður nægur tími fram á sumar að hugsa það. Martin O’ Neill er að gera góða hluti hjá Aston Villa og kemur fyrst upp í huga minn. Hann gæti tekið með sér Agbonlahor og Ashley Young til að byrja með og byrjað innkaupin eftir að flestir útlendingarnir hverfa aftur (Reina, Torres, Mascherano mega vera eftir).
    En “rakk away”! 🙂

  46. 36 Varmenni!

    Ég reikna með að þú sért að vitna í mín orð þar sem ég kvarta yfir því að Rafa hafi ekki skipt út varnarmönnum fyrir sókndjarfari menn.

    Bíddu varst þú ekki að horfa á þennan leik Varmenni? Ég horfði á hann á mjög stórum skjá og í mínum augum var þetta alveg ljóst.
    Everton voru með einn mann staðsettan á miðju og rest inní teig, þeir voru ekki með einn framherja í liðinu, þeir áttu 2 skot að marki og 2 hornspyrnur. Við vorum 60-70% með boltann (Heimildum ber ekki saman)
    Ef menn þora ekki að skipta inn sókndjarfari mönnum við svona kringumstæður þá veit ég ekki hvað. Auðvitað geta lið átt skyndisóknir en fjandinn hafi það.
    Eru menn nokkuð búnir að gleyma leiknum á móti City þegar Rafa einmitt gerði sókndjarfar skiptingar sem skiluðu sér í glæsilegum sigri ??

  47. Þetta leikskipulag Rafa hefur ekki skilað neinu á heimavelli síðan ég veit ekki hvenær…en mér finnst ein stærsta fréttin frá í gær að Keane skyldi bara fá að vera heima að skræla kartöflur (eða eitthvað annað). Um þetta segir Rafa m.a.:

    Benitez would only say: “Robbie Keane was not selected, we have a very good squad. He was not injured. “He is working hard and that is the most important thing for me. I have not seen him but it is normal for every player to want to be in the squad. “They want to be in the 11 starters so I expect him not to be happy. Ngog was in because he scored two goals for the reserves and we had (Dirk) Kuyt and (Ryan) Babel too. That was four strikers in the squad.”
    http://www.irishtimes.com/sports/soccer/2009/0126/1224239954355.html

    Bíddu, fjórir senterar? Er ekki Rafa með Babel og Kuyt á kantinum? Hann var með einn varasenter í þessum leik og það var Ngoggi.
    Það er greinilegt að Keane er kominn í hundakofann hans Rafa og ég spái því að þaðan liggi leiðin beint aftur til Tottenham. Við verðum þá bara að afskrifa einhverjar 10mills plús og Ferguson getur haldið áfram að hlæja…og það er ófögur sjón!

  48. Djöfull geturðu verið ómálefnalegur eiki.
    Er ekki hægt að banna svona menn hérna?

  49. Við verðum bara að viðurkenna það að Everton-liðið er að sækja í sig veðrið og eru sýnd veiði en ekki gefin. það vantar bara meiri hugmyndir í sóknina hjá Liverpool. Við erum að fá hornspyrnur sem ekkert verður úr. Við getum ekki bara stólað á herra Liverpool (Gerrard) En djö…… var flott markið hjá þeim Torres og Gerrard, augnayndi!!!!!

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!

  50. KANTMENN VANTAR!!!

    Enn og aftur sannast að okkar menn eru ekki með nógu góða kantmenn. Kyut (sem ég persónulega fíla fyrir vinnusemi), Babel og Dossena kunna ekki að senda boltan fyrir, auk þess er alltof auðvelt að dekka Torres þegar hann er bara með einn inní tegum.
    En einhæft og að verða dapurt. Að sjá við vorum of hægir og ekki nógu graðir að skjóta, þrátt fyrir það að vera með boltan meiri hlutan af leiknum.

  51. Þó ég sé sammála mörgu hérna fyrir ofan þá er ég algjörlega ósammála þessu tali um að Benítez sé að skemma leikmenn eins og Babel og Keane. Báðir þessir leikmenn eru alveg ónýtir fyrir lið eins og Benítez vill byggja upp, þ.e. lið þar sem leikmenn eru með ákveðið hlutverk í liðinu og skila því hlutverki mjög vel. Babel er einn óagaðasti leikmaður sem ég hef séð spila fótbolta og ekkert gengur upp hjá Keane. Jú þeir hafa átt góða leiki en það er ekki ásættanlegt að eiga 1 góðan leik á móti 10 leiki þar sem þeir eru lélegastir í liðinu. Sérstaklega ekki þegar leikmenn væla og eru skemmandi fyrir liðið líkt og báðir þessir leikmenn. Kuyt er af allt öðru sauðahúsi (hann er ekki smalahundur) því hann vælir aldrei, er jákvæður og hvetjandi og skilar sínu hlutverki nánast alltaf vel. Þó einstaka móttökur og sendingar séu stundum að þvælast fyrir honum og það pirrar marga.

    Kuyt getur aldrei verið aðalmaðurinn í þessu liði en með 1-2 leikmenn í sama klassa og deluxe combóið okkar, Gerrard og Torres.

    Þrátt fyrir misjafnt gengi í síðustu leikjum þá hef ég þá trú að núna þegar Torres er kominn í gang þá fari hlutirnir að gerast. Liðið á auðvitað að byggjast í kringum Torres og Gerrard. Ef Gerrard hefur ekki Torres þá hefur hann fáa kosti til að brjóta upp sterjar varnir.

    “Bílskúrshurðin Babel” er líklega tilvísun í það hvað vinstri kanturinn er opinn fyrir andstæðingana, bæði vegna þess að hann skilur ekki hugtakið ‘varnarvinna’ og síðan missir hann boltann í 4 af 5 skiptum sem hann fær hann. Það býður upp á skyndisóknir og því er oft verra að hafa hann í liðinu en ekki! Mér fannst þetta bara ágæt samlíking.

  52. Babel er striker eða forward, er enginn kantmaður…hann hefur átt góða leiki fyrir okkur en uppá síðkastið slakur eins og margir aðrir. Hann getur miklu meira en sjálfstraustið er greinilega ekki mikið.

  53. Greinilegt að menn kommenta ekki eftir fall ríkisstjórnar. En ég lít á þessa síðu sem vin í eyðimörkinni, þar sem hægt er að hugsa um eitthvað annað en dagsins prjál.

    En að leiknum og liðinu. Eða báðum leikjunum. Sama gamla Kuyt umræðan. Sama gamla Babel umræðan. Sama gamla Mascherano umræðan. Sama gamla Dossena umræðan. Ég er ekki að segja að menn hafi rangt fyrir sér. Ég vil hins vegar halda því fram að við þurfum að sætta okkur við það (enn sem komið er) að það eru ekki allir leikmenn liðsins í Gerrard/Torres/Carragher/Reina klassa. Vandamálin eru til staðar og Benítez gengur hægt að leysa þau, þótt hann hafi að mörgu leyti leyst mörg vandamál.
    Dæmi:
    1.Síðustu ár hefur útivallaárangurinn verið stærsta vandamálið. Liðið náði ekki nægjanlega góðum árangri og tapaði jafnvel fyrir fallkandídötum. Þetta er mun betra í ár.
    2. Liðið tapaði of mörgum leikjum. Síðustu tímabil tapaði liðið mun fleiri leikjum en keppinautarnir og eins og í fyrra dæminu, fyrir fallkandídötum og liðum í neðri hluta deildarinnar.
    3. Liðið tapaði fyrir aðalkeppinautunum. Þeir voru með afar slakan árangur í innbyrðisviðureignum og það var það sem skildi liðið aðallega frá hinum.
    4. Liðið hefur löngum átt í vandræðum með að opna 10 manna varnir andstæðinganna. Þetta vandamál er enn fyrir hendi.
    5. Liðið á í vandræðum í föstum leikatriðum (á sig). Þetta vandamál er enn fyrir hendi.

    Auðvitað má deila um hvort hann sé að vinna of hægt úr þessum vandamálum, en það beið hans risastórt verkefni eftir stjórnartíð Houllier.

    Varðandi leikinn eða leikina, þá er eitt vandamálið sem ég nefni hér að ofan aðalmálið. Það tekst ekki að opna góða vörn Everton. Hitt vandamálið er síðan líka nefnt hér að ofan, vandamál í föstum leikatriði. Ég tek hins vegar undir með mönnum hér að ofan að vanmeta ekki Evertonliðið, þrátt fyrir meiðsl lykilmanna. Þeir eru með góða vörn og massíva miðju sem erfitt er að spila í gegnum.

Liðið gegn Everton

Rafa um Keane