Stoke 0 – Liverpool 0

Sælt veri fólkið.

Sé að sennilega bæti ég litlu við með leikskýrslunni minni í dag. Satt að segja er rosalega erfitt að ætla að vera málefnalegur en ekki bara pirraður, en ég ætla að reyna. Bara af því að við erum efstir!

Fyrst byrjunarliðið

Reina

Carragher – Skrtel – Hyypia – Aurelio

Lucas – Mascherano
Benayoun – Gerrard – Riera

Kuyt

Á bekknum voru; Cavalieri, Keane, Torres, Dossena, Babel, Plessis, El Zhar.

Hlaupum frekar hratt yfir leikinn. Fyrstu 15 mínúturnar litu vel út, maður virkilega vonaðist eftir því að við myndum brjóta duglega heimamenn niður. Svo allt í einu bara fór loftið úr blöðrunni. Fengum á okkur þverslárskot og áttum bara ekki nein færi. Skelfilegur fyrri hálfleikur endaði 0-0 og maður vonaðist eftir breytingum í seinni.

En í stuttu máli gerðist það ekki. Stoke skutu í stöng úr aukaspyrnu, við skiptum einungis inn tveimur varamönnum og í blálokin stálum við næstum stigunum þegar að Gerrard skaut í stöng eftir langan bolta og flikk frá Torres. Það hefði verið rán. Ekki það að við eigum ekki að gera lítið úr Stoke. Þeir eru meistarar í að drepa tempó niður í leikjum og gerðu það afar vel.

En við getum alls ekki sætt okkur við svona frammistöðu hjá liðinu.

Ég hef áður lent í því í vetur að skrifa skýrslur um svona leiki og verð því miður bara að endurtaka mig. Svona leikir eru að mínu mati langstærstu veikleikar Rafa sem stjóra.

Alls konar histería um ummælin gagnvart sir Alex skiptir engu.

Í dag fannst mér liðið illa sett upp. Aurelio var sýnilega ekki í neinu standi, skítragur sóknarlega og klikkaði stanslaust í pressuvörninni. Skrtel ryðgaður og Rafa hlýtur að útskýra Aggerfjarveruna, getur ekki verið annað en meiddur. Carragher spilaði hafsent í raun og Hyypia var yfirburðamaður á meðal þessara ágætu drengja. Í raun fannst mér bara skrýtið að við fengum ekki á okkur mark í dag, því vörnin var verulega ótraust.

Ég verð alveg bilaður ef ég sé Lucas og Masch aftur saman inni á miðju. Það virkar ekki. Punktur. Vonlaust. Ágætt væri að taka saman statistíkina og senda Spánverjanum og Sammy Lee að skoða. Mér finnst Mascherano hrein skelfing í vetur, Lucas skárri. Auðvitað átti að fórna öðrum og hafa Gerrard í boltanum á miðjunni í stað Alonso. En það var ekki og við sköpuðum ekkert á miðsvæðinu.

Benayoun, Riera, Gerrard og Kuyt gerðu lítið og meira að segja hápressan okkar var hunddöpur og brotnaði trekk í trekk við litla áreynslu Stoke.

Torres og Babel reyndu, en ekki gekk rófan frekar eftir að þeir birtust.

Svo er ÓSKILJANLEGT að við höfum ekki skipt þriðja manninum. Ef ekki á að setja Keane inná og fórna öðrum varnarmiðjumanninum í svona stöðu má alveg eins selja Írann strax. 0-0 er sama og tap og Rafa verður að finna aftur hjartað sem hann sýndi gegn City úti og Wigan heima. Sækja til sigurs!

Val á manni leiksins í svona leik er auðvitað skrípaleikur. Skiptir svo engu máli, en ég vel Sami Hyypia, sterkur varnarlega og þau fáu set-piece atriði sem voru send inn í teiginn (hvað er málið með þessi stuttu horn!) fóru ekki langt frá honum.

Nú tekur við níu daga bið eftir leik. Við skulum henda okkur á bæn að Xabi og Arbeloa verði mættir. Senda þyrlu yfir hafið og ræna Insua!

Everton heima næst. Mánudaginn 19.janúar, þar þurfa menn að sýna talsvert meira!!!

Myndin tekin af SkySportsvefnum.

132 Comments

  1. Hvað á maður að segja eftir svona leik, þeir sköpuð sér ekki eitt færi í þessum leik… Er allveg orðlaus eftir þetta.

  2. Ég ætla ekki skrifa mikið um þennan leik, nenni ekki að eyða mörgum orðum í hann. En af hverju voru menn svona áhugalausir??????? Lucas var hræddur að taka ákvarðanir og Gerrard var varla að nenna þessu. Aurelio negldi boltanum alltaf fram þegar hann barst til hans… vinnum ekki deildina ef við klárum ekki svona leiki, svo einfalt er það!!!

  3. Takk Benites og félagar fyrir allra leiðinlegasta og mest pirrandi íþróttagjörning sem ég hef séð. Ég hef skemmt mér betur yfir tapleikjum en þessari hörmung.
    Benni karlinn getur líka stungið þessari liðsupptillingu upp í trompetinn á sér.

  4. Þetta er skelfilegt og sæmir ekki toppliði…….. Það er ljóst að Masch og að Lucas eru ekki menn til að spila saman á miðjunni og þykir mér Rafa vera gunga að hafa ekki Gerrard á miðjunni og Keane í holunni fyrir aftan senterinn…… Það var ekkert spil í þessu hjá okkur og tel ég að það hafi verið vegna þess að miðjumennirnir okkar í dag eru ekki nógu góðir spilarar….. sjit hvað ég er pirraður núna……eins gott að leikurinn á morgun endi jafntefli….

  5. Benitez,,,hvað var málið með þessa liðsuppstillingu?

    Masche og Lucas saman á miðjunni virkar ekki!!!
    Kuyt einn frammi virkar ekki!!
    Benayoun er ekki byrjunarliðsmaður í toppliði!!
    Af hverju var ekki skipt fyrr inná og af hverju notaði Benitez aðeins tvær skiptingar eins og liðið spilað?
    Niðurstaðan: Liverpool getur þakkað fyrir eitt stig…

    Goshhhh…nenni ekki að fara drulla yfir einstaka liðsmenn en maður setur spurningamerki um hvort að nokkrir þarna séu þess verðugir að klæðast rauðu treyjunni.

  6. Sælir félagar
    Ömurlegur leikur, ömurleg frammistaða hjá Liverpool, ömurlegt hjá RB,leikskipulag og svo eins og venjulega sérviskulegar skiptingar sem enginn skilur og hafa aldrei gengið upp hjá honum.
    Hann hefði átt að hrauna meira yfir Ferguson og rétta honum svo toppsætið á silfurfati.
    Þvílík helv… spilamennska, áhugaleysi og allt á þá bókina lært. Og Fabio Aurelio, Benayoun eru auðvitað menn sem ekki eiga að vera í þessu liði og Lucas Leiva var að spila sinn ömulegsta leik. Fyrirliðinn sást ekki fyrren eftir leikhlé og Kyut seinn og ómarkviss. Keane er refsað stöðugt fyrir að hafa skorað tvö mörk í sínum síðasta leik. Fyrst og fremst þakka ég RB fyrir þessa niðurstöðu.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  7. Hafliði sagði það strax í fyrsta kommenti, málið er látið!

  8. Á maður að vera málefnalegur NEI ALLS EKKI. hvað í helvítis andskotanum var þett. Ljótasta og ömurlegasta framistaða sem ég man eftir að hafa séð.

  9. Jæja til hamingju !!! Þetta var klárlega versti leikur sem ég hef séð á ævi minni með LFC. Þetta var vægast sagt ömurlegt. Leikurinn var byggður á jafntefli og þar kenni ég herra Benitez fyrst og fremst um. Þetta var hræðileg uppstilling og einfaldlega ekkert sóknarlegt á bak við hana.

    Byrjum á þessu.
    Mascherano og Lucas. ÉG MYNDI EKKI EINU SINNI GEFA ÞÁ. Þeir eru svo skelfilega lélegir og ef Mascha er framtíðar fyrirliði Argentínska landsliðsins þá eru þeir sko í vondum málum. Lucas getur nákvæmlega ekki neitt. Hann fékk besta færi leiksins og ákvað að skalla boltann FYRIR MARKIÐ í stað þess að taka gredduna á þetta. Það rataði varla sending í lappirnar frá þessum sultum í dag. Kuyt er algjörlega búinn að syngja sitt síðasta í þessu liði. Hann gat ekkert í dag. Ekkert að gerast fram á við, ekkert að gerast á kantinum, virkilega slök frammistaða í dag. Allt liðið var að spila skelfilega fyrir utan Hyypia.

    Ég segi það og skrifa. Liverpool verður aldrei meistari !!! Ég áttaði mig á því þegar ég horfði á þennan leik.

    Mesta skitan. Benitez
    Maður leiksins. Hyypia.

  10. Á eftir besta deildarleik tímabilsins kom versti deildarleikur tímabilsins. Ekkert mark skorað í 180 mínútur gegn Stók-er-Djók. So it goes.

    Getum lítið annað gert en vonast eftir jafntefli á morgun svo við séum í óbreyttri stöðu á toppnum eftir þessa umferð. Góðu fréttirnar eru þær að við þurfum vonandi aldrei að spila við þetta Stoke-lið aftur (plís fallið, plís … ).

    Að lokum, þá veit ég að það þýðir lítið en vilja menn ekki samt aðeins slaka á pirringnum? Það er óþarfi að láta eins og himinn og jörð séu að farast í hvert sinn sem liðið vinnur ekki. Við erum jú enn á toppnum.

  11. Alveg mangað að það sé á herðum Lucas að koma boltanum fram! – flestar ef ekki allar sendingarnar frá honum voru aftur í vörn, mjög takmarkaður leikmaður. Að vera ekki með Gerrard til að koma með boltan upp og hafa svo Keane í holunni fyrir framan Torres er bara fyndið, þýðir lítið að rífa kjart við Ferguson og vera töff en skíta svo í sig á vellinum! Benitez var ekki að sýna hann sé góður þjálfari og Ferguson veit kannski alveg hvað hann er að segja að LFC eigi eftir að klikka núna eftir áramót! …. hversu leiðinlegt er að sjá þetta Stoke lið!

  12. klárlega besti leikur liverpool í ár. þvílík vinnsla og Stoke heppnir að tapa ekki leiknum fannst Lucas og Macherano yfirburðamenn á vellinnum, gjörsamlega áttu Stoke og voru allt í öllu. Kyyt var að koma til baka vinna eins og hestur hélt boltanum vel og var að reyna fá leikmenn til að koma framar en þeir nátturlega stóðu í sporunum eins og vanalega. Gerrard reyndi og reyndi allan leikinn að gera eitthvað Special eða Killer en nátturlega jörðinn gleypti manninn þannig að óskup eðlilegt að hann hafi ekki sést. Torres með frábæra innkomu sýndi enn og aftur af hverju hann er Hættulegasti framherja í evrópu. Carra hvar værum við án hans ég veit ekki hvað marga bolta ég taldi inn í teig eftir hann en nátturlega liðið svo slow að þegar boltinn var komin inn í teig þá vorum við enn að hlaupa yfir miðlínunna. held að síðasta setninginn segi bara allt hvernig þetta lið spilaði í dag.

  13. þetta var án efa leiðinlegasti leikur sem ég hef á æfinni séð. Það var enginn áhugi og við fengum eitt færi á 90 mín. Það munaði engu að ég hefði sofnaði í sófanum við að horfa á þessa hörmung.

  14. Þetta var átakanlega slök frammistaða. Hefði viljað sjá Benitez reyna að koma Gerrard inní leikinn með því að setja hann á miðjuna í stað Lucas og þá setja Keane uppá topp með Torres. Það er náttúrulega skandall að spila 180 mínútur á móti Stoke City án þess að skora mark.

    By the way átti ekki að bæta meira en 3 mínútum við ?
    Það fer hátt í mínúta í hvert innkast hjá Stoke.

    Ef United vinnur á morgun þá eru þeir komnir í kjörstöðu.

  15. Ferguson hefur rétt fyrir sér Liverpool eru farnir á taugum þeir gátu ekki neitt í þessum leik.Það þíðir ekki að vera með báða frammherjana á bekknum og óníta miðju,liverpool átti ekki meira skilið íþessum leik.

  16. Nú hlær ferguson að benna enda á hann það skilið,þvílík uppstilling á liði,
    þetta var bara skandall, lið sem getur ekki unnið stoke í tvígang,hvað þá að skora hjá þeim verður ekki meistari.

  17. Maðurinn að austan ertu að fatta það núna að við verðum ekki meistarar ? ég lofaði mér því að njóta tímabilsins og meðan við værum á toppnum þá yrði það gaman 😀 en eins og liverpool hefur spilað á heimavellinum á þessari leiktíð þá sætti ég mig við 2-3 sætið. Man utd hefur alltaf verið sterkir á seinni hluta tímabils þeirra sterkasti hlið. Chelsea eru alltaf öflugir og núna er menn að koma inn úr meiðslum sem þýðir sterkara lið en það sem hefur hikstað undanfarið hjá þeim. Liverpool humm ég nátturlega dái þetta lið og hef alltaf gert en það er enn nokkrir veikir hlekkir sem ég nenni ekki telja upp held að allir viti þá 😉 þeir eru svona Jójó lið oft á köflum frábærir á móti Newcastle – svo kemur preston eðlilegt að þeir detti aðeins niður eftir frábæran leik,, nei nei preston var bara yfirburðalið oft á köflum spurning hvort liðið var í efstu deildinni, svo Kemur stoke og enn hrynur liðið í gæðum. þannig að ég er fyrir löngu búinn að sætta mig 2-3 sætið annað er plús 😉 Ef við verðum meistarar þá er Benitez búin að selja skrattanum sálinna sína 😉

  18. Enþá kemur rafa öllum á óvart með liðsuppstillingu enda alveg ótrulegt að stilla þessu svona upp vs stoke liði sem sækir ekki og allir eru fyrir aftan boltan. Maður spyr hvað ætli keane sé að hugsa , Ég var nánast farinn að vona að stoke myndu skora ljótt að segja þetta.
    en núna verður chelsea að taka utd

  19. Vá þetta var átakanlega slappur leikur frá a-ö. Stoke liðið er leiðinlegra heldur en hið fornfræga Wimbeldon lið náði nokkurntíma að vera, spila upp á innköst og því miður tókst leikkerfi þeirra fullkomlega í dag.

    Benitez var ill skiljanlegur eins og svo oft áður og núna gekk dæmið ekki upp og því lítur hann ansi illa út eftir þennan leik. Það sem ég skil ekki er afhverju í fjáranum það þarf að gefa liðum þá augljósu forgjöf að byrja með Kuyt frammi. Hann gerði akkurat ekki neitt að vanda enda umkringdur nokkrum bolum sem gættu hans auðveldlega. Riera og Benayoun gerði mest lítið af viti líka, skil ekki afhverju þessi hæga framlína byrjaði leikinn og það svo með Carra í öðrum bakverðinum. Benayoun má t.d. eiga það að þetta var einn alversti leikur sem ég hef séð hjá honum, er bara of lítill, hægur og kraftlaus til að spila á móti stóru strákunum í Stoke. Gerrard komst aldrei almennilega í takt við leikinn en það sem helst varð okkur að falli í dag var hræðileg frammistaða miðjumannana, Lucas sem hefur verið svo öflugur undanfarið átti hræðilegan dag í dag og Mascherano var litlu skárri, ég mun aldrei skilja afhverju Gerrard var ekki færður aftar og Keane settur inná á kostanð annaðhvors suður ameríkumannsins. Eins bara afhverju Kkeane kom ekkert við sögu í dag.
    Vörnin var svo ekki góð fannst mér í dag fyrir utan Hyypia, Aurelio er bara alls ekki kominn í leikform og gerði fátt af viti, ég var búinn að gleyma honum í seinni hálfleiknum og sakna núna Insua sárlega og skil ekki þetta fáránlega unglingamót á miðju tímabili. Skrtel virkaði riðgaður og Carra er auðvitað bara ekki hægri bakvörður. Meira að segja Reina var frekar tæpur á stundum.

    Innkoma Torres var mikil vonbrigði, það náðist bara ekki að losa um hann þó vissulega hafi hann tekið mikið mun meiri athygli til sín heldur en Kuyt þegar hann var frammi. Sama má segja um Babel, en ég hefði sannarlega mikið frekar viljað hafa hraða þessara tveggja frá byrjun í þessum leik í staðin fyrir Benayoun og Kuyt.

    En þessi stig fara í ruslið á afar pirrandi hátt, auðvitað spilaði skítakuldi og hræðilegur völlur inní sem klárlega hjálpar liðinu sem er verra í fótbolta, en það er auðvitað ekki nein afsökun. Það hefur sjaldan verið spilaður leikur sem eins mikið hefur vantað Xabi Alonso.

    Fair play samt til hins ógeðselga leiðinlega liðs Stoke City, það sem þeir voru að reyna gekk fullkomlega upp.

  20. Mig langaði mest af öllu að skjóta mig í hausinn, lifna við aftur en bara svo að ég geti skotið mig aftur í hausinn.

    Þvílíkur skandall að tapa 4 stigum í tveimur leikjum gegn fokking Stoke!! Síðasti leikur okkar í deildinni var gegn Newcastle og við vinnum hann 5-1, en svo getum við ekki drullast til að setja tuðruna einu sinni yfir marklínuna hjá Stoke, sem er 4 sinnum lélegra lið og á ekki heima í þessari deild.
    Meira að segja Stoke náði að setja boltann einu sinni yfir marklínu hjá okkur.

    Þetta var óverðskuldað jafntefli, og ég vona að ég sjái okkur aldrei spila svona aftur. Stoke átti að vinna þetta.

    Við munum aldrei lyfta Englandsmeistaratitlinum, svo mikið er víst.

  21. Ef að valið stendur á milli að hafa Lucas með Masch á miðjunni eða engan þá er betra að velja engan. Gjörsamlega hörmulegur leikmaður, þótt að hann hafi einhvertíman dregið sæmilega leiki útúr afturendanum á sér þá er hann klárlega lélegur í öllum sínum aðgerðum hvort sem þær eru fram á við eða til baka.
    Hann átti mjög margar skelfilegar sendingar í dag og ég er ekki frá því að það hafi verið sandur í píkunni á honum þegar hann fékk skallafærið þegar hann ákvað að skalla bolta fyrir!!!!! sem er svo gjörsamlega glatað,
    tala nú ekki líka um að það vantar framherja í þetta lið til að taka á móti þessum boltum sem að eru settir fyrir.

    Hvað er svo málið með Keane?
    Hann setur 3 mörk í 2 leikjum og er svo bara settur á bekkinn til að kæla sig aðeins, það náttlega gengur ekki að fara hrökkva í gang……neinei.
    Með svona mann á bekknum allan leikinn, notar bara 2 skiptingar og leyfir hollenska undrinu að vera inná í 90 mín. BULL!

    Það er vonandi að þetta sé einsdæmi á tímabilinu vegna þess að við getum bara rétt UTD dolluna ef þetta er framhaldið.

  22. Langaði að athuga hvort einhver geti svarað einni spurningu fyrir mig sem ég er búinn að velta fyrir mér nokkuð lengi og fékk engin svör í leiknum í dag; Hvað hefur Kuyt upp á að bjóða fótboltalega séð sem gerir hann hæfan til að spila fyrir Liverpool? (Duglegur er ekki hæfileiki)

  23. slaka á í pirringnum hvernig er það hægt eftir þennan viðbjóð. Þetta undirstrikar bara það sem ég hef alltaf sagt. Liverpool vinnur aldrei deildina undir stjór hr Benitez hann er alltof mikil gunga til þess

  24. Já mér finnst það svo heimskulegt að Keane spilaði á fullu alveg þar til hann skorar og þá er hann hvíldur, af hverju er það ?
    Og ekki í fyrsta skiptið sem Benni gerir það ….

  25. 23 Þess sama má spyrja um Benayoun, Aurelio og Leiva eins og þeir voru að spila í þessum leik. Eftir leikinn má ef til vill líka spyrja um hæfileika RB

    Það er nú þannig.

    YNWA

  26. ÉG VEIT ALVEG HVAÐ OLLI ÞESSARI HRÆÐILEGU SPILAMENNSKU,
    ÞESSIR FORLJÓTU BÚNINGAR!!!!
    Held að við höfum spilað svona í hvert skipti sem við klæðum þessum grænu tuskum.

  27. Hörmung. Ætla svo sem að reyna að drulla ekki yfir þetta en liðsuppstillingin var röng, Kuyt greyið er ekki týpan einn frammi. Leikurinn dapur en það sem fór mest í taugarnar á mér var baráttuleysið. Liðið á toppnum og maður sá bara uppgjöf og leiða í augum allra leikmanna. Kannski Ferguson hafi bara nokkuð til síns máls, leikmenn í dag amk virtust ekki höndla pressuna.

  28. Er ekki málið með þessa framherja ef þeir detti í gang og fara skora og skora, eru þeir ekki teknir út úr liðinnu svo þeir steli ekki athyglinni frá Gerrard og Torres. Menn meiga ekki vera betri og markhærri en þeir 2 svo ef þeir detti í gang beint á bekkin og kæla þá svo þeir fari í markaþurrð 😉 tvíburarnir vilja vera kóngurinn og prinsinn og engin má stela sætunum þeirra 😀

  29. Þetta var skelfileg frammistaða og liðsuppstillingin var fáránleg.
    Lucas, Kuyt, Benayoun áttu ekki að byrja þennan leik.
    Torres, Keane eða Babel áttu að byrja inná.
    Lucas hefur aldrei sýnt neitt þegar hann hefur fengið sénsinn.
    Kuyt pirrar mann útí eitt. Hann er duglegur en er takmarkaður leikmaður. Ekki nógu góður fyrir Liverpool.

    En alveg rólegir að segja að Mascherano eigi ekki heima í þessu liði! Hann átti lélegen leik en er svo mikilvægur fyrir liðið.
    Svo annað….af hverju er Agger ekki í hópnum?

  30. Þetta var svo slæmt að ég nenni ekki einu sinni að pikka út neinn einstakan leikmann. Það voru einfaldlega allir ömurlegir.

    Það ömurlegasta er að Rafa skuli aðeins hafa notað tvær skiptingar í leiknum. Það er glæpsamlegt að gefa ekki t.d. Keane tækifæri þegar að allt liðið er að leika svona hræðilega.

    En þetta er ekki heimsendir og allt það.

    En mikið djöfull var þetta samt ömurlegt. Ég fékk hausverk eftir leikinn.

  31. Varðandi Miðjumennina okkar í dag þá áttu þeir vægast sagt slakan leik. Hins vegar þá verð ég að vera á móti flestum hér og verð að segja að mér fannst Lucas nú skárri heldur en mach. Hann reyndi í það minnsta að spila bæði sókn og vörn meðan Mascherano spilaði bara vörn, sem nota bene var ekki þörf á í þessum leik. Mascherano er ekki búinn að vera góður í vetur verð ég bara að segja, í það minnsta ekki eins góður og hann á að sér að vera.
    Varðandi það að við höndlum ekki pressuna þá get ég ekki séð hvernig það tengist þessum leik. okkur skorti fyrst og fremst hugmyndaflug, eins og alltaf þegar andstæðingarnir okkar eru allir inn á eigin vallarhelmingi 90% af leiknum.

  32. Einar tvöfaldur romm í kók lagar hausverkin a.m.k tímabundið

  33. ég steinsofnaði yfir þessum hörmungum, segir allt sem segja þarf.

    hjartanlega sammála kommenti nr. 1.

  34. Guð minn góður! Er þetta þess virði að pirra sig yfir?

    Þvílíkt og annað eins, leikurinn nákvæmlega eins og ég bjóst við og sagði í kommenti á færsluna hér fyrir neðan. En svona dapurt, úff, veit ekki hvort ég hafi búist við því.

    Javier fokking Mascherano? Eins og einhver sagði hér að ofan þá eru Argentína í hræðilegum málum ef hann á að vera fyrirliðinn þeirra. Þessi leikmaður sýndi í dag hversu fáránlega lítil GÆÐI hann hefur. Lucas hefur gæði, hann hefur sýnt það en var dapur í dag. Mascherano hefur aldrei sýnt gæði. Hann virðist vera svaka duglegur, hleypur og djöflast en það kemur ekki neitt út úr því, tæklandi menn upp við hliðarlínu og eitthvað bull.

    Lucas var mun skárri í dag þó hann hafi ekki verið spes – hann

    Kom síðan í ljós í dag að Carragher er náttúrulega enginn bakvörður og Aurelio var lítið með. Bakverðirnir og það að komast upp að endamörkum er lykill að sigri á svona ömurlega leiðinlegum liðum.

    Torres kom inn og auðvitað sást hann ekki þar sem hann fékk boltann aldrei í lappirnar, sama má segja um Kuyt þó mér finnist fásinna að hafa einn striker og hvað þá Kuyt einan á móti Stoke. Torres/Kuyt og Keane bara tvo uppi á topp. Torres gerði reyndar meira en Kuyt allan leikinn með þessum skalla á Gerrard í lokin.

    Síðan legg ég til að Xabi Alonso og Daniel Agger spili allar mínútur sem eftir eru af þessu leiktímabili. Agger er með útspil úr vörn á hreinu og Alonso bara yfirburðamaður í liðinu.

    Úff..þessi jafntefli við Hull, Stoke x2, Fulham og West Ham eru tíu glötuð stig, tíu fokking stig. Þó að við séum enn á toppnum þá hljóta menn að hafa metnað til að vilja vera þar lengur!

    Núna væri ágætt að Everton leikurinn væri á morgun svo maður gæti vonandi jafnað sig á þessau bulli með betri úrslitum þar.

    YNWA. Þetta var svakalegt.

  35. Það er ekki hægt að vera málefnalegur eftir svona tap því þetta er ekkert nema tap. Sammála no 1. HELVÍTIS FOKKING FOKK……………………………….

  36. Djöfull verða Man Utd og Chelsea að gera jafntefli á morgun, segi ekki meira.

  37. Lélegasta sem ég hef séð til Liverpool …. LENGI!

    En að segja það að Mascherano hafi aldrei sýnt gæði (Andri Fannar, 39) er bara fáránlegt. Greinilegt að landsliðsþjálfarar Argentínu vita ekkert um fótbolta, hmm?

    Eins og staðan er í dag, hefur þetta ekkert breyst: ef við vinnum alla leiki sem eftir eru … þá verðum við meistarar. Þetta hef ég sagt stöðugt… vitandi þó það líka að við gerum það ekki. En þetta er undir okkur komið, sama hvernig fer á morgun. Manure hefur tapað færri stigum en við… og ég tek undir þá ósk að leikurinn á morgun fari jafntefli.

    Áfram Liverpool!

  38. Ég vil að Liverpool spili með þessa á miðju og frammi

    1. Gerrard+Mascherano – Keane fyrir aftan Torres
    2. Mascherano+Alonso – Gerrard aftan Torres
    3. Hverja sem er á miðju, Gerrard fyrir aftan Keane

    Ég vil ekki sjá Dirk motherfokking Kuyt vera einan uppi á topp, aldrei! Helst ekki inni á vellinum.

  39. Sorglegt að þurfa að treysta á úrslit annara til að eiga séns á titlinum í ár.

  40. þetta var hörmung, en ì guðana bænum ekki missa ykkur, við erum enn numer eitt, og aðeins bunir að tapa einum leik.

  41. jæja búinn að anda og var að átta mig á því að liðin tapa alltaf einhverjum stigum gegn neðri liðunum. þýðir ekkert að væla yfir þessu ef við myndum ekki tapa neinum stigum þá myndum við enda með 114 stig… þannig að kannski eru 13 töpuð stig gegn slakari liðum ekki svo mikið? ath tel með leikinn gegn tottenham

  42. Ég hef farið yfir þessi komment sem eru hér að framan, nema þessi laungu sem yfirleitt segja minna en þessi stuttu, en það sem mér fannst vera að er að Torres hefði átt að byrja inná. Fyrri hálfleikur var miklu meiri sókknarleikur en sá sýðari, og þar voru meiri tækifæri sem Torres hefði klárað, ekki spurning

  43. Styrmir (45): do the math, við þurfum ekki tölfræðilega séð að treysta á neina aðra en okkur. Ef allir leikir í deildinni vinnast hjá okkur, þá er titillinn okkar.

  44. Doddi – hann getur tæplega sent boltann frá A til B. Hann er duglegur og vinnur boltann af og til þegar hann rúllar ekki með hann í innkast eða eitthvað en hvað gerir hann svo við boltann?! Nákvæmlega ekkert. Er dugnaður virkilega nóg? Er Kuyt ekki duglegur, maðurinn sem hefur fengið að heyra það frá sumum okkar, oft verðskuldað þó.

  45. Ótrúlega eru menn hér á þessu spjalli fljótir að missa trúna á liðið SITT. Við erum á toppi deildarinnar í fyrsta skipti í mjög mörg ár og menn halda að deildinn sé töpuð vegna þess að við gerðum jafntefli við Stoke á útivelli. Hvernig væri að hafa aðeins meiri trú á þessu, liverpool er með sinn besta hóp síðan að úrvalsdeildinn var stofnuð. Þó bæta þurfi eina til tvær stöður þá er það yfirleitt tilfellið hjá flestum liðum. Enska deildinn er í dag sterkasta deild í heimi og árið 2008 var manu besta lið í heiminum og celski nr. 2. Eru menn ekki að sjá hve miklar framfarir Benitez hefur náð á þessum 5 árum sem hann hefur fengið að stjórna. Eflaust væri titillin kominn í höfn ef LFC hefði getað keypt 20+ millj punda leikmenn á hverju sumri síðan Benitez tók við eins og okkar aðal keppinautar. Við skulum ekki tapa trú okkar í byrjun janúar.

    Varðandi leikinn þá trúi ég því ekki að mönnum finnist óeðlilegt að Aurelio og Sktel hafi ekki náð sér á strik, þeir eru ekki í leikformi og voru að koma inn í liðið eftir meiðsli. Varðandi sókn liðsins og miðju þá var hún sú sama og geng Newcastle í 5-1 siguleiknum fyrir 2 vikum síðan( fyrir utan Babel/Riera). Því er ekki óeðlilegt að Benitez hafi haft trú á því að þessir menn gætu líka skorað gegn Stoke. Menn áttu dapran dag en það þýðir ekki að í leiknum gegn Everton erftir viku verði sama upp á teningnum. Torres er að koma til baka og menn geta bókað að með tilkomu hans munu leikir eins og þessi falla með Liverpool á komandi mánuðum.

    Kv
    Krizzi

  46. Viljiði plís gera það fyrir mig kæru andstæðingar Liverpool að meiða Xabi Alonso aldrei framar!

    Í þúsund skipti þakkaði ég guði fyrir að gefa okkur Sami Hyppia. Oftar en ekki var ég gráti næst þegar Stoke fékk föst leikatriði og sérstaklega innköst..

    Leikurinn hefið farið 7-0 fyrir Djók ef Sami hefði ekki stangað hvern og einn einasta lífshættulega bolta í burt. Mesta hættan kom líka frá honum, hinum megin.

    Size matters. Sjaldan séð Reina jafn óöruggan og í þessum leik. Átti lítið breik í risanna í Djók-liðinu. Guð sé lof fyrir Hyypia!

    Hvar hefur Tony Pulis eiginlega pikkað upp þessa menn?? Þetta eru kreatínétandi erfðabreytt kvikindi!

    Síðan krefst ég þess að Stók liðið haldi sér í deildinni. Þessum mönnum þarf að flengríða á næsta tímabili fyrir framkomuna í dag og þarna í september! Þeir skulu ekki fá að sleppa í ljúfan faðm neðri deildanna!

  47. Svo að ég pirri mig á einhverju öðru en þessari Liverpool frammistöðu: Hversu mikill tími fór eiginlega í það að Stoke menn voru að þurrka boltann. Þegar að hinir leikmennirnir fóru að apa það eftir Delap, þá var mér öllum lokið.

    Að það hafi bara verið bætt við 3 mínútum var náttúrulega djók. En kannski var dómarinn bara að gera okkur greiða svo við þyrftum ekki að þola þessa hörmung lengur.

    En það er alveg ljóst að þegar að Agger er ekki í vörninni og Alonso ekki á miðjunni, þá er eina lausn manna til að koma boltanum frá okkar vallarhelmingi yfir á hinn sú að dúndra háum bolta fram. Í því er Sami Hyypia óþreytandi.

  48. A. Við erum á toppnum, með fæst töpuð stig.
    B. Allt tal um að Masch. sé ekki toppleikmaður er útí bláinn.
    C. Þetta stók lið er hreint ekki létt heim að sækja. Og hefur í ofanálag engann áhuga á að spila fótbolta.

    Það sagt…

    Afhverju í dauðanum var Gerard ekki færður aftar í hálfleik?
    Hvenær er ástæða til að nota 20 millj. punda framherja, ef ekki í dag?
    Youssi gat ekkert. nákvæmlega ekkert. Getur reyndar voðalega sjaldan eitthvað.

    En heimsendir er þetta ekki.

  49. Mikið er ég sammála Einari Erni. Þetta káf á boltanum í þessum innköstum er út úr öllu korti.

  50. Doddi (49)

    Með svona spilamennsku sem og á móti West ham, Tottenham og fyrri Stoke leikurinn er bara tímaspursmál hvenær við þurfum að gera það.

  51. Ég hef nokkrum sinnum kommentað á þessari síðu og alltaf haldið mér siðlegum og málefnalegum enda United maður á Liverpool síðu og þá verður maður að haga sér. Ég vildi koma nokkrum punktum að þar sem ég er klórandi mér í hausnum yfir viðbrögðum ykkar við þessu sem mér finnst nú vera mikill sigur. Fyrst að nokkrum staðreyndum:
    1. Hverjir eru efstir?
    2. Hvað er langt í United?
    3. Leikir til góða eru ekki stig.
    4. Stoke hefur verið duglegt við að stríða stóru liðunum þannig að þetta ver ekkert sem kom á óvart.
    5. Liverpool hefur verið að spila betur og safna fleiri stigum á seinni helmingi ársins en á þeim fyrri.
    6. Ekkert lið fer í gegnum leiktíðina án þess að tapa stigum á móti aumari andstæðingum.
    7. Hverjir eru efstir

    Hættið að kvabba og andiði rólega. Þetta ræðst ekkert í janúar eða febrúar. Það verða tvö lið um hituna og ég held í alvörunni að þau muni bæði spila í rauðu og bæði eiga sjéns á titlinum í lok mars – byrjun apríl. Skál fyrir skemmtilegustu titilbaráttu sem til er United vs Liverpool!

  52. Hvenær ætlar Rafa að senda leikmenn sína í Hornspyrnur 101. Hvað er málið með þessar stuttu spyrnur sem enda með því að anstæðingarnir ná boltanum með pressu og í staðinn fyrir horn sem Sami getur stangað inn þá höfum við fengið á okkur skyndisókn þar sem bakverðirnir eru einir um vörnina. Algjört bull. Djöfull fer þetta í taugarnar á mér. Hvernig væri að í stað að gefa á leikmann alveg upp við hornfánann að sá leikmaður drullist sér bara í teiginn og einhver leikmaður tekur góða spyrnu í vítateiginn þar sem allavega fimm leikmenn reyna að berjast um hann.

    Tek undir alla gagnrýni á Kuyt og Benites. Kuyt hefur gert mig gráhærðan í síðustu leikjum. Hann hefur ekki upp á neitt að bjóða fyrir Liverpool í leikjum gegn minni liðinum og það sama á við Mascherano. Essien er frábær í vörn og sókn en Mascherano er frábær í vörn en gersamlega heftur í sóknarleiknum, það er mikill gæðamunur á þessum tveimur leikmönnum.

    Hvernig væri svo að Rafa færi að sýna á sér hreðjarnar og kippi kannski bakverði eða varnarsinnuðum miðjumanni útaf fyrir sóknarmann? Afhverju fékk Keane ekki séns.

    Djöfull er ég pirraður eftir þennan leik.

  53. 1: Hvernig dettur manninum í hug að hafa Kuyt einan á toppnum og nota svo ekki Robbie þegar okkur bráðvantar að skora mörk.

    2: Það er aðeins einn sóknarmaður í liðinu sem getur spilað einn frammi og það er Torres hinir hafa einfaldlega ekki gæðin í það.

    3: Að notað Mascherano og Lucas saman á miðjunni er eins sóknarheft og það getur orðið.

    4: Aurelio var engan veginn tilbúin í þennan leik og hefði ég frekar kosið Agger eða Dossena, jafnvel Riera og sett Babel á kantinn.

    5: Af hverju að nota við okkar besta miðvörð og hæfileikalausasta leikmann með boltann í bakverðinum ? Af hverju ekki þá bara að setja Kuyt eða Darby í bakvörðinn og Babel á kantinn.

    6: Hvað er að því að skora mörk og af hverju að refsa mönnum fyrir það (Robbie Keane)

    Þetta er það slæma sem ég sé við þennan leik og vonandi að þetta hafi verið í seinasta sinn sem Liverpool spilar svona illa á þessari leiktíð.
    Ef að við ætlum að vera í baráttu við Chelsea og United um titilinn á þessari leiktíð þá megum við ekki klúðra svona leikjum.

  54. Ég sá sem betur fer bara fyrri hálfleikinn af þessari sprengiskitu sem átti að kallast fótboltaleikur. Ætla ekki að eyða fleiri orðum í hann.

    Annars er ég mjög sammála Braga nr 58 (Í fyrsta skipti sem ég er sammála United-manni held ég.) Mér finnst menn ótrúlega fljótir að afskrifa allt og alla um leið og við lendum í óhagstæðum úrslitum, sem hafa þó einungis einu sinni á þessari leiktíð verið tap.

    Menn halda ekki vatni yfir liðinu í síðasta leik sem rótburstaði Newcastle. Við erum að fara að vinna titilinn og allt í gúddí. Svo kemur vondur leikur og þá erum við bara á leiðinni niður í championship? Come on … það geta ÖLL lið tapað fyrir ÖLLUM liðum í EPL. Vonum það besta á morgun og spyrjum að leikslokum í maí.

  55. Við erum mjög glaðir yfir því að LIVERPOOL er í efsta sæti. En við meigum alveg gagrína liðið fyrir slæma frammistöðu. Hvers vegna var Torres ekki í byrjunarliðinu og hvers vegna er Agger og o s f. Liðið í dag hefði átt að vera öðruvísi. Það er búið að nota Kuyt frammi, ekki að ganga, Keane, ekki að virka. Gerrard var ekki að draga vagninn og það má segja að enginn hafi staðið uppúr. Svo kemur skipting, Torres og Riera????? allir sem voru á staðnum,( þar sem ég horfði á leikinn) sögðu að Yosse færi útaf og Kuyt færi á H/ kannt og Torres verði frammi, en ,,,,, ja maður nær þessu ekki alveg, en stjórinn veit betur en við? eða hvað??????

  56. Ég held að sumir hérna átti sig ekki á því að Torres er ekkert 100% núna, annars væri hann í byrjunarliðinu, því þetta er okkar laaaaaang, laaaaaangbesti framherji, síðan Fowler var upp á sitt besta (fílaði aldrei Owen).

    Þetta er ekki spurning um að hvíla hann, heldur einfaldlega spurning um líkamlegt ástand hans.

    Eina sem ég skil ekki er af hverju Keane fær ekki að spila. Hann fær aldrei að hrökkva í gang ef hann fær ekki að spila.

  57. Eina sem ég skil ekki er af hverju Keane fær ekki að spila. Hann fær aldrei að hrökkva í gang ef hann fær ekki að spila………… Halldór,,,, Keane hefur fengið drullu mörg tækifæri til að sanna sig , og gera eitthvað,,, en hann hefur ekki verið að nýta sýn færi, og miða við það sem hann hefur spilað, þá ætti hann að vera kominn í gang fyrir löngu síðan

  58. Komment nr 51 er það einmitt það sem svekktir aðdáendur þurfa að lesa núna.
    Hittir beint í mark og ég er gjörsamlega sammála.
    Endilega lesið það yfir tvisvar

  59. Alveg sammála því, eins og áður, að við missum okkur ansi hressilega niður í þungu umræðuna hér þegar illa gengur. Ekki eins hressilega uppi þegar vel gengur.
    Maður eftir mann hér búnir að afskrifa liðið, tilbúnir að taka undir bull um að viðtal þar sem þjálfarinn er að verja liðið sitt og leikmennina hafi aukið einhverja “pressu” á þeim. Come on! Liðið er á toppnum í fyrsta sinn í 10 – 15 ár og þar liggur pressan.
    Ég er auðvitað enn svekktur, eins og Rafa og leikmennirnir, að liðið hafi ekki náð að spila vel eftir flotta leiki að undanförnu, en það er langt frá því að ég sé búinn að afskrifa eitt eða neitt varðandi titilbaráttuna!
    Svo er Rafa búinn að lýsa því út af hverju Torres var ekki látinn byrja, einfaldlega ekki klár í kuldann og slaginn í gær frá upphafi. Mjög skiljanlegt.
    Ég er ennþá á því að Keane átti að koma inn fyrir Mascherano og Gerrard niður á miðju. En auðvitað veit ég ekki neitt um það hverju það hefði skilað. Ef boltinn í lokin hefði t.d. verið stöngin inn en ekki stöngin út hefði ekki verið rétt að gera þá skiptingu.
    Svoleiðis er það nú stundum í þessari frábæru íþrótt. Stöngin inn eða út er stundum spurning um líf eða dauða!
    En í guðs bænum öll, ekki fara að tala um að við eigum ekki séns í vor og að við vinnum aldrei titilinn undir stjórn Rafa! Styðjið liðið ykkar og látið Scummarana og Chel$kimenn um að tala það niður!!!
    Að mínu mati er framtíð liðsins okkar þessa dagana mun bjartari en hinna og ekki nokkur ástæða til að styðja munnveðursbull sir Alex eða rúbluvaldið frá London!
    Setjið You’ll never walk alone í græjurnar, hlustið á textann og syngið með. Trúið mér, það virkar….

  60. Í dag er spurningin þessi:

    Hvaða úrslit viljum við í leik Scum Utd – Chelskí?

    Ég segi fyrir mína parta að ég vil sjá jafntefli sem bestu úrslit fyrir okkur, en næstbestu úrslitin fyrir okkur eru að Chelskí sigri. Það þarf aðeins að fara að hægja á þessu Scum liði.

    YNWA

  61. Ég vil jafntefli í þessum leik!!!!
    Veit einhver útaf hverju Agger var ekki í hóp í gær ??

  62. Daginn eftir þennan hræðilega leik er pirringurinn að líða úr manni og maður verður hálfpartinn feginn að hafa þó fengið eitt stig út úr leiknum. Það breytir því þó ekki að á móti svona svakalega varnarsinnuðu liði eins og Stoke þá hefur maður menn sem geta sótt eitthvað af viti, ekki Masch/Lucas á miðjunni og Kuyt frammi. En þetta var þó eitt stig, og forskot okkar á toppnum jókst um eitt stig. Það getur ekki verið alveg neikvætt.
    Hvað varðar leikinn í dag, þá vil ég síst af öllu í heimi íþrótta er að Scum united vinni leiki, þess vegna vona ég að chelsea vinni þennan leik. Ég hreinlega þoli ekkert sem viðkemur hræðilega liði.

  63. Sammála Ómari,,,, jafmtefli og ekkert annað. Já Agger, veit einhver eitthvað með hann?

  64. það kom fram hjá Gumma Ben í lýsingunni að Agger væri lítilsháttar meiddur, Aðstæðurnar voru þannig að tæpir menn voru best geymdir heima. Mér finnst það algjörlega óviðunandi að hafa spilað í 3 klukkutíma geng Stoke án þess að skora

  65. Már Gunnars: Hann hefur fengið einhver tækifæri, en hann þarf smá run of games. Svo hefur hann líka oft verið að spila einn sem fremsti maður, sem er alls ekki hann besta staða, því hann er langbestur sem annar af tveimur framherjum, og í okkar tilviki fyrir aftan Torres. Það er náttúrulega stór munur á þessum stöðum, fremsti maður er að öllu jöfnu miklu meiri target man, eitthvað sem Keane hefur aldrei vanið sig á að vera.

    Engu að síður er hann búinn að skora jafnmikið og Kuyt, sem hefur byrjað hvern einn og einasta leik hjá okkur í vetur (og er sjaldan skipt út af). Keane aftur á móti hefur byrjað 15 leiki, og komið inn á í tveimur, og mér finnst eins og hann fái alls ekki nógu oft að spila 90 mín.

    Munurinn er líka sá að Keane er margsinnis búinn að sanna að hann er með betri framherjum deildarinnar, þannig að ef hann fær að spila sinn bolta, þá ætti þetta ekki að vera mikið vandamál. Ekki að ástæðulausu að hann var keyptur á 20m til okkar, og hefur samtals verið keyptur og seldur á 58m yfir ferilinn.

  66. Ætli það væri ekki nær að segja Ferguson 0 Rafa -1

    …sjáum síðan hvort Ferguson nær sér í stig á eftir með sigri á Chelsea og sé þá kominn 2 stigum á undan Rafa án þess að hafa tekið þátt í sandkassaleiknum hans.

  67. Jæja drengir. Kominn nýr dagur. Ég þakka fyrir að hafa ekki séð leikinn. Hef svosum séð hann áður.
    Það er aðallega þrennt sem ég velti upp.
    Í fyrsta lagi það að nú eru tvær vikur síðan við spiluðum síðast deildarleik. Er ekki spurning um að það hafi áhrif á flæðið í liðinu? Þegar vel gengur þá vilja menn spila stöðugt. Á milli kom leikur gegn Preston í FA Cup sem var svona næstum því unninn fyrirfram og ekki endilega til þess fallinn að halda flæðinu. Þetta hamlar stuðinu sem liðið virtist vera komið í eftir jólin.
    Í öðru lagi þá finnst mér mjög eðlilegt að menn gagnrýni Benítez varðandi liðsuppstillingu og innáskiptingar. Það er ekki víst að við stuðningsmennirnir héldum jafn vel á öllum málum varðandi leikmannakaup, þjálfun, stjórnun leikmanna og starfsliðs og fleiri þátta í stjórnun fótboltafélags. Hins vegar, þá held ég að það sé alveg rétt sem menn segja hérna að oft eru skiptingar og uppstillingar Benítez með öllu óskiljanlegar og við erum margir sem gætum einfaldlega gert þetta, ja, kannski betur. Það er ekkert sem segir að stuðningsmenn geti ekki haft nægjanlega þekkingu á liðinu, leiknum og hópnum til að geta tekið skynsamar ákvarðanir varðandi þetta. Benítez hefur oft náð góðum árangri í innáskiptingum en þess á milli eru þær út í hött. Sama með liðsuppstillingu. Það var fyrirséð að Lucas og Mascherano myndu ekki ná að stjórna leiknum með sóma. Það sást t.d. að eftir að Alonso fór út af gegn Preston þá versnaði miðjuspilið til muna. Þeir hafa einfaldlega ekki það sem þarf til að stjórna spili og brjóta upp varnir með diagonalboltum eins og Alonso. Það getur hins vegar Gerrrard og þessvegna átti hann skilyrðislaust að vera niðri á miðjunni. Annað sem menn þræta um í liðsuppstillingu er Kuyt. Það er hárrétt, bæði með hann og Keane. Þeir geta hvorugir spilað einir upp á toppi. Torres er sá eini í hópnum sem getur það. Þegar Torres er ekki með þá þurfa þessir tveir að spila saman sem senterar. Það gætu þeir eflaust gert ágætlega. Og í framhaldi af því er út í hött að hafa Keane á bekknum allan tímann þótt hann hafi verið slakur gegn Preston. Í sjálfu sér er skiljanlegt að Benayoun hafi verið í liðinu því hann er vanur að gera óvænta hluti. En náði sér ekki á strik – so be it.
    Þriðja atriðið er að við erum á toppnum. Ennþá. Hinsvegar hef ég grun um að þessi jafntefli okkar, sérstaklega þau fyrir jól muni verða til þess að við náum ekki að halda í Massey Ferguson og félaga. Jafnvel verða Chelsea líka fyrir ofan okkur. Það er klárt mál að ef gera á raunverulega atlögu að titlinum þá þarf að kaupa. Kaupa stórt. Sóknarmann. Stórt nafn sem helst getur spilað á hægri kantinum. Ribery, Silva, Robben, Rodrigues, Messi, Tevez. Ef slíkur leikmaður verður ekki keyptur (20-30 milljónir) þá vinnst titillinn ekki.

  68. Halldór: Ég er að mörgu leiti sammála, en Keane hefur spilað í sinni bestu stöðu með Kuyt, að vísu ekki oft, en það er ekki að virka. Þú segir að Keane sé ekki að spila sína stöðu, en sé búinn að skora jafnt og Kuyt, sem sé oftar inná. En Kuyt er yfirleitt ekki að spila sína stöðu, Þ.e.a.s sem framherji, og þá getum við sagt, af hverju fær ekki Kuyt að spila sem framerji marga leiki í röð. Og í F A cup á móti Preston var Kuyt ekki með, og ekki einu sinni á bekknum, þannig að hann er ekki að spila alla leiki

  69. 77

    Við verðum líka að vera sanngjörn. Uppstilling Benitez vann Chelsea úti. Uppsetning gegn United heima, án SG og FT var frábær.
    Bolton heima og Newcastle úti um jólin las hann eins og opna bók.
    Við hrósum honum ekki eftir þessa leiki eins mikið og við hefjum leikmennina upp til skýjanna.
    En þegar við töpum eða gerum jafntefli verður það undantekningalaust honum að kenna.
    Mér blöskrar allavega þegar við erum á toppnum og eigum í fyrsta sinn í 19 ár einhvern möguleika á að vinna titilinn að menn segja hann ekki rétta mannninn fyrir liðið og við verðum aldrei meistarar nema að hann fari!!!!
    Ég er alveg sammála að ég fíla ekki Lucas og Masch saman en þeir voru það jú líka á St. James Park og það gekk ágætlega svosem….
    Er sammála þér með kaup á mönnum.
    En hvað í ósköpunum sérð þú hjá Chelsea eða United sem þýðir það að við getum ekki haldið í við þá????
    Chelsea logar stafnanna á milli í innanbúðarerjum og flokkadeilum. United áttu að tapa 0-3 fyrir DERBY COUNTY þrátt fyrir að hafa einhvern tímann í leiknum haft allar sínar kanónur í leiknum nema letingjann Berbatov!
    Þar liggur nefnilega hinn hundurinn grafinn. United og Chelsea eru bara ekki neitt sannfærandi.
    Nema í hræddum huga okkar LFC aðdáenda!!!! United- og Chelseaaðdáendur hundóánægðir með leik sinna manna, en við höldum að þeir stingi okkur af.
    Þvílík minnimáttarkennd. Talandi um að Ferguson nái einhverjum árangri, þá sýnist mér hann búinn að fá stóran hluta skrifenda hér til að skjálfa!!!
    Ekki mig!!!! Man eftir vælinu í honum frá byrjun, þegar hann slapp frá því að vera rekinn með marki Mark Hughes á 119.mínútu í undanúrslitaleik FA-bikarsins gegn Oldham Athletic á sínum tíma.
    United er á niðurleið og við á uppleið.
    Ekki láta Mister (ekki Sir, snilld Rafa!) Ferguson hræða ykkur í einhver leiðindi, geriði það!!!
    Vill innilega að Chelsea vinni, því trúðurinn Scolari og skyndilegt fjármagnshrun Abramovich leiðir til þess að Chelsea hverfur í baksýnisspeglinum fljótlega…

  70. Blöskrar þér þegar menn eru ekki sannfærðir um Benitez? Þurfa menn að vera stuðningsmenn Benitez? Ég er stuðningsmaður Liverpool og ef mér finnst Benitez ekki vera að standa sig nógu vel þá vil ég hann burt. Ég er þó ekkert að segja að ég vilji hann í burtu núna, þó ég sé langt frá því að vera sáttur við hann. Það er svo margt sem er að og hann nær allt of litlu úr þessum annars fína hóp sínum. Þó við séum efstir þá er ekki þar með sagt að allt sé í blóma, spilamennska okkar er ansi döpur allt allt of oft.

    Benitez er engin guð og á alveg skilið gagnrýni þegar hann er í bullinu, eins og núna undanfarna daga. Svo hélt hann áfram að bulla um Ferguson hálf skjálfandi röddu núna eftir Stoke leikinn. Hvernig væri nú að maðurinn hætti að hugsa um hann og færi að einbeita sér að vandamálum liðsins, þau eru alveg þónokkur.

    Ef Benitez bognar núna á seinni helmingnum, í ofanálag við báglegan sóknarleik í hans stjóratíð, þá á hann að fara í sumar. Mér finnst við vera efstir fyrst og fremst útaf klúðri í hinum liðunum, ekki afþví að við séum búnir að vera spila svo frábærlega, heldur betur ekki. Ég vona þó að hann haldi haus og nái að kreista fram einhvern sóknarleik sem vit er í á komandi mánuðum með alvöru stigasöfnun.

  71. Benítez féll í gildruna og er núna þátttakandi í sálarstríðinu. Nákvæmlega það sem ferguson vill. Hann er að fara á taugum, það sáu það allir í gær og þá sérstaklega eftir leikinn.

  72. Veit ekki alveg hvaða spilamennska þetta var í gær. Það var gríðarlega pirrandi að horfa á þennan leik. Liverpool voru greinilega vel undirbúnir fyrir það að tapa ekki leiknum en það vantaði að reyna vinna leikinn, vill stundum gleymast að mínu mati. Sem útskýrir allan þennan fjölda af jafnteflum bæði í vetur og síðasta vetur. Vantar alla grimmd fyrir framan mark andstæðinganna. Þetta á eftir að lagast núna með endurkomu Torres.
    Menn virðast gleyma því að það eru 17 leikir eftir í deildinni og þó að þetta voru töpuð 2 stig þá eru 51 stig í boði. Menn mega ekki vera svartsýnir þó að einn down leikur komi. Eiginlega vorum við miklu frekar nær því að tapa honum heldur en að gera jafntefli. Hvernig væri að reyna frekar að vera bjartsýnn heldur en svona gríðarlega neikvæður.

  73. Sammála Benna Jóni: Við erum á toppnum vegna klúðurs hjá hinum liðunum, en ekki út af frábærri spilamensku hjá LIVERPOOL. Ég er ekki að tala um það að Rafa eigi að fara, en uppstillinin í gær var óskiljanleg, og það er O K að tala um það. Við vorum á úti velli á móti liði sem er að berjast um það að halda sér í deildini, en þá er Rafa með snillinginn okkar á bekknum og tekur Riera út af sem var þó allavegana að reina eitthvað, og þettað má maður alveg sétja útá, ásamt mörgu öðru, án þess að menn fari í fýlu. 😉

  74. Jæja…. ég þorði ekki inn hérna í gær eftir leikinn. Ég hef sjaldan eða aldrei orðið jafn brjálaður yfir Liverpool leik. Hélt ég myndi sleppa mér í settinu.

    Maggi… FRÁBÆR LEIKSKÝRLSA. Segir allt sem ég vildi sagt hafa. Sérstaklega sammála þér með JM. Aurilio herfilegur. Bara sammála þér og tek hattinn ofan fyrir þér að ná þér niður á jörðina eftir svona leik og smella vitrænu mati á dæmið. Sami karlinn Hyypia er bara snillingur. Maður hefur á tilfinningunni að hann batni bara með aldrinum. Hann hefur aldrei haft hraðann en verður bara betri og betri í því sem hann er bestur í… að lesa leikinn.

  75. 79
    “Við verðum líka að vera sanngjörn. Uppstilling Benitez vann Chelsea úti.”

    Það er náttúrulega klárt mál að maður leggur ekki um með sama gameplan á móti Chelsea úti og svo Stoke…

  76. 85 – Aðeins á undan mér þarna. Varðandi Newcastle leikinn þá var vörn þeirra eins og vængjahurð. Það þurfti lítið sem ekkert að koma frá miðjunni í þeim leik.
    79 – Tek undir það að allt of oft nýtur Benítez ekki sannmælis en ég segi fyrir mína parta að 95% er ég mjög ánægður með hann. Ósammála Benna Jóni, Sigkarli og Þórhalli með að hann sé ekki sá sem tekur liðið á toppinn. Hann mun gera það. Bara ekki í ár. Hann á ekki að fara í sumar, hann á að vera sem lengst hjá félaginu.
    En þú kemst kannski að kjarna málsins varðandi Chelsea og Man U, þeir eiga líka við sín vandamál að stríða og þessvegna eru þeir ekki fyrir ofan okkur.
    Maður er nú óneitanlega titrandi á beinunum yfir þessum tveimur, sem hafa mun meiri reynslu af toppbaráttu en leimenn okkar. Það er kalt á toppnum og ég er ekki viss um að ef við dettum af honum að við náum honum aftur.
    Kosturinn við svartsýnina er hins vegar sá að maður verður þeim mun ánægðari því lengur sem við erum á toppnum. Ég átti ekki von á því í byrjun desember þegar við komumst á toppinn, að við yrðum enn á honum 6 vikum síðar. Það er frábært og ber að gleðjast yfir því. En skýin eru þarna.

  77. Benni Jón vill reka Benitez ef hann vinnur ekki titilinn, kemur með gullmola eins og “Það er svo margt sem er að og hann nær allt of litlu úr þessum annars fína hóp sínum”, “Mér finnst við vera efstir fyrst og fremst útaf klúðri í hinum liðunum”. Benni Jón, sérðu ekki hvað þetta eru hlægilega fáranlegt?

  78. United að spila sinn besta leik í vetur.
    EN. Sjáiði Chelsea. Treysti því að menn hér inni hætti að skjálfa. Liðið er mölbrotið og ráðaleysi leikmanna og stjórnenda fullkomið.
    United verður að sjálfsögðu í toppbaráttunni og við verðum þeir sem að keppum við þá. Þeir einu sem eiga séns í þá.
    Benni Jón. Ef ég man rétt þá bentir þú mér á í fyrra að þú vildir fá Scolari í stað Rafa. Fyrirgefðu mér ef það er vitlaust. Scolari var allavega kostur flestra. Þvílíkur bulltrúður þar á ferð!!!
    Því spyr ég enn og aftur. Hver er líklegur til að standa sig betur en Rafa? Ég sagði að eini kosturinn í mínum augum væri Martin O’Neill og stend við að hann er eini möguleikinn í stöðunni. En mig langar bara ekkert að hann stjórni liðinu mínu.
    Rafael tók við ónýtu liði fyrir fjórum árum. Stjörnur liðsins vildu í burtu en nú fjórum árum seinna er liðið á toppnum og að keppa um titilinn við United eftir um 60% af mótinu.
    Ég veit ekki með þig Benni, en ég tel að liðið okkar í dag sé með stórkostlegan markmann, frábæra vörn, öfluga menn inni á miðjunni og besta framherja í heimi. Því liði náði hann saman. Mitt mat er það að einn HEIMSKLASSA vængsenter er búið að setja liðið í heimsklassa og það væri að mínu mati hlægilegt þegar svo stutt er í fullkomlega flott lið að breyta um framkvæmdastjóra.
    Framkvæmdastjóri Liverpool sér um allt í kringum liðið. Nýr maður mun ekki ganga inní plan Rafa. Sjáðu Chelsea og Tottenham.
    En ég segi enn og aftur. Gærdagurinn var slakur leikur á móti flottum leik á St. James’ Park. Liðið er ennþá að smella saman og vantar enn heimsklassa í leikmannahópinn að litlu leyti og það er alveg ljóst að það er gríðarlega magnaður árangur að vinna fyrsta titilslag liðsins í 20 ár.
    Sem er ennþá séns.
    En framfarir liðsins sjá allir hélt ég og það er tekið alvarlega á Englandi á ný. Nokkuð sem ég hef saknað.
    Það er Rafael Benitez að þakka. Eiginlega einum, allavega ef maður les t.d. ævisögur Gerrard og Carragher eða spjallar við fólkið á The Park….

  79. Kristján það sem ég átti við með fergus 1 – rafa 0 var að ferguson hafði betur þetta skiptið í þessu sálfræðistríði á milli stjóra sem blaðafólk elskar. Með ræðu sinni í gær setti Rafa þrýsting á sína leikmenn að fylgja því með sigri. Það getur vel verið að röng uppstilling hafi líka verið orsök jafnteflisins en mýmörg mistök og klaufaskapur bentu til þess að eitthvað meira væri að.

    ferguson sagði í einni setningu að LFC myndi vera undir þrýstingi og yrði refsað ef þeir gerðu mistök. Í stað þess að hunsa þetta eða svara stuttlega þá kemur Rafa með langa ræðu og ásakar ferguson um ýmisleg, sem er líklega um margt rétt en þetta var ekki rétti tíminn til að svara. Þetta var einhvern veginn ekki eins og ræða frá einhverjum sem er gríðarlega sjálfsöruggur með sitt og lætur sig gelt frá verr settum ekki á sig fá.

  80. Þú þarft að átta þig á því að þessi fíni hópur er á toppnum þökk sé Benitez, ekki þrátt fyrir Benitez. Að vera á toppnum og að segja að það sé verið að ná of litlu úr hópnum fellur alveg um sjálft sig. Hinn punkturinn, hefur eitthvað lið verið á toppnum því hin liðin hafi verið að spila ómótstæðilega? Það segir sig sjálft að liðin sem eru ekki á toppnum hafa klúðrað meira en liðið á toppnum.
    Annað í sambandi við það að vilja skipta um stjóra, eins og mér finnst það glórulaus tillaga á þessum tímapunkti, þá þarftu að taka eitt skref í viðbót ef eitthvað á að vera varið í slíkar tillögur og nefna einhver nöfn. Eða er Benitez að halda svo mikið aftur af liðinu að það springur út og sigrar allt og alla bara við það að losna við hann, þarf ekki að koma nýr stjóri?
    Ég er alveg jafn svekktur og þú með leikinn í gær, en þetta er langt frá því að vera búið. Því finnst mér svona panick gífurlega ótímabært. Kannski sérstaklega m.t.t. þess að ég vil ekki losna við Benitez þó hann vinni ekki deildina og vill hafa hann sem lengst, þar erum við greinilega mjög ósammála.

  81. Maggi, ég man nú ekki eftir að hafa viljað Big Phil, og ég er í raun ekki með neinn eftirmann í huga enda vil ég ekkert reka Rafa núna og því ekkert tímabært að hugsa um eftirmann…veit þó að ég myndi aldrei vijla Martin O’Neill.

    Ég er alveg sammála um að liðið sé það sterkasta í mörg mörg ár og það er einmitt málið. Rafa hefur sett saman virkilega sterkt lið en mér finnst spilamennskan allt of oft benda til þess að hann sé ekki að ná öllu út úr liðinu sem hægt er. Einnig finnst mér vanta stærri pung á Benitez, hann er allt of varnarsinnaður og ragur að gera sóknarbreytingar oft á tíðum. Hvernig væri stundum að sækja sigra í stað þess að passa jafnteflið.

    Ef hann bognar núna eftir áramót og við endum enn eitt árið langt frá titilbaráttu hvað vilja menn gera þá? Þetta er fimmta árið hans, hvað á hann að fá mörg ár? Nýr stjóri þyrfti ekkert að umbreyta öllu, heldur betur ekki, hann þyrfti að ná meira út úr því liði sem fyrir er en Rafa er að gera.

    Síðan er erfitt fyrir þig að fullyrða svona að þetta sé allt Rafa að þakka. Auðvitað hann virkilega stóran þátt í þessu, ég er ekkert að reyna tala hann niður eða taka eitthvað af honum. Ég er heilt yfir frekar ánægður með Rafa, það eru þó nokkrir hlutir sem mér finnst hann verða að laga. Og með fólkið á Park, ég hef nú farið þónokkuð oft á Park og þekki ansi marga þar. Það eru ekkert allir sem sjá ekki sólina fyrir Rafa, hvorki þar né annarstaðar.

  82. Ég skil ekki almennilega hvaða tilgangi svona komment þjóna, Benni Jón.

    Semsagt, ef allt fer á versta veg þá viltu Benitez burtu í sumar. Flott. Þú gefur þér verstu mögulegu forsendur og byggir á þeim. Hver er tilgangurinn með slíkum pælingum? Annar en sá að velta sér um í eymd og volæði, sem virðist jú gerast eftir hvern einasta jafnteflisleik?

    Mikið ferlega verður erfitt að bíða aðra 8 daga eftir næsta leik.

  83. Það er í svona stöðu sem kemur í ljós úr hverju þetta Liverpool lið er gert. Eru þeir alvöru meistaraefni eða ekki?
    Man Utd unnu Chelsea 3-0 og eiga 2 heimaleiki inni. Fara sennilega 1 stig yfir okkur þrátt fyrir slappa frammistöðu í vetur og við missum fyrsta sætið. Shit happens.

    Tvo jafntefli gegn Stoke eru bara djók. 4 töpuð stig og spilamennskan í gær algjört kjaftshögg. Benitez bara verður að finna svar við því að virkja miðjuspilið þegar okkar lið er hápressað. Það er verið að dæla háum boltum frá vörninni á hinn smávaxna Kuyt sem er að spila einn frammi gegn 2metra varnartröllum. Hverslags rugl er þetta?
    Við verðum að fá alvöru Target-Striker í janúarglugganum fyrir þessa leiki. Jafnvel Torres í sínu albesta formi er ekki svarið gegn liðum eins og Stoke.

    Ég bara skil ekkert í Rafa að koma með svona risabombu á Ferguson og gera síðan ekki fullkomlega allt til að bakka upp sín orð með sigri á Stoke og setja þannig aukna pressu á Man Utd fyrir Chelsea leikinn. Af hverju í ósköpunum byrjaði eða kom R. Keane ekki inná? Þetta var það mikilvægt sálfræðimóment í titilbaráttunni að það hefði jafnvel mátt byrja með Torres inná. Af hverju fórum við líka ekki í 3-5-2 og sóttum af alvöru til sigurs frá 1 mínútu?

    Þú rífur ekki stólpakjaft í partýi og felur þig svo bakvið gluggatjöldin þegar fólk vill hlusta á þennan spennandi gaur sem á svæðið skyndilega. Rafa sagði sannleikann um Ferguson og átti gersamlega sviðið í gær.
    Jafntefli gegn Stoke er sama og tap. Rafa átti að fara í all-out attack í gær. Jafnvel 4-6 tap hefði verið skárra ef við hefðum sýnt að Liverpool þorir að sækja óttalaust til sigurs. Það hefði sent skýr skilaboð til Man Utd og Chelsea.

    Ég er hræddur um að Rafa hafi tapað titilbaráttunni í gær. Núna er ég í fyrsta sinn farinn að efast um að Rafa hafi pung til að sigra ensku deildina. Það verður áhugavert að sjá hvernig Liverpool bregst við núna, nú verða leikmenn og þjálfarateymið að sýna að þeir séu sigurvegarar.

  84. Einar minn, þetta er nú ekkert að halda fyrir mér vöku. Umræðurnar bara fóru í þessa átt og ég sé bara ekkert að því að hafa skoðun á þessu. Ef þú hefðir hefðir actually lesið það sem ég hef skrifað hérna þá myndirðu vita að mitt álit á Benitez er ekkert að breytast eftir þennan leik, það hefur verið það sama lengi. Þessi Stoke leikur var bara enn einn leikurinn þar sem liðið virkar andlaust og getulaust sóknarlega undir stjórn Rafa. Að segja mig í einhverju panic kasti eða að mín skoðun sé merki um eymd og volæði, piff, veit eiginlega ekki hvernig ég á að svara þessu ómálefnanlega bulli í þér…þannig að það er kannski bara best að sleppa því.

  85. …og Einar, gef ég mér verstu mögulegu forsemdur? Miðað við spilamennsku oft á tíðum og miðað við undanfarin tímabil undir stjórn Benitez þá er þetta bara alls ekkert ólíklegt…meira að segja bara mjög líklegt.

  86. Tek fram að ég sá ekki skeyti nr.91 og 93 áður en ég póstaði. Ég hef enga samleið með tuðinu í Benna Jóni sem ég tek lítið mark á, þó við t-lum báðir um punginn á Rafa. Ef sá tappi stjórnaði Liverpool spiluðum við frábæran sóknarleik en ættum enga séns á titlum. Roy Evans in the house.

  87. Afþví að ég er ekki sammála er ég þá tuðari? …og mér sínist við bara vera nokkuð sammála Sölvi minn. Þú þekkir mig ekki neitt, veist ekkert um mig og ég get sagt þér það að það fer óendanlega í taugarnar á mér þegar talað er svona til mín eftir alla helvítis vinnuna sem ég hef lagt í þennan blessaða Liverpool klúbb.

    Síðasta setningin þín þarna er algjörlega fáránleg. Af því að mér finnst sóknarleikurinn okkar lélegur oft á tíðum vil ég þá spila all out attack? Come on, ekki vera svona kjánalegur.

  88. Ég er nú sammála Benna Jóni með ýmislegt, þó mér finnist hann stundum vera full mikið á móti öllu og kannski aðeins of aðgangsharður í kommentum. Ég er sammála honum með sóknarleikinn t.d., finnst hann alltof oft tilviljanakenndur, hægur og ómarkviss. Einnig eigum við það sameiginlegt, ásamt mörgum fleirum, að furða okkur mjög oft á Rafael Benitez og hans ákvörðunum. Liðsuppstillingar og innáskiptingar benda oft frekar til þess að Forrest Gump sé að stýra af bekknum en sjóaður stjóri. Fullkomlega eðlilegt að gagnrýna það og fullkomlega eðlilegt að velta því fyrir sér hvort Benitez sé maðurinn sem maður vill hafa við stjórnvölinn hjá liðinu.

    Benitez hefur gert fullt af góðum hlutum hinsvegar. Hann hefur fært okkur ótrúlega góðan árangur í Meistaradeildinni síðustu ár og þetta tímabilið er liðið líklegra en það hefur verið í alltof mörg ár til að taka deildina. Hann hefur fengið góða leikmenn til liðsins og byggt upp sterkan kjarna, sem virðist sífellt verða sterkari.

    Það sem angrar mig mest við LFC og Benitez í dag er að það er alltof oft hræðilega leiðinlegt að horfa á liðið spila fótbolta. Auk þess virðist hann hafa e-ð fetish fyrir því að vera óskiljanlegur og ófyrirsjáanlegur, stundum jafnvel á kostnað árangurs finnst manni. Það er vonandi eitthvað sem varir bara meðan verið er að byggja upp “liðið hans” og breytist þegar hann er kominn með liðið á þann stað sem hann vill. Ég hef samt ekki trú á því. Ég er persónulega á því að Benitez sé kuldalegur tölfræðikall sem horfir á fótbolta sem stærðfræðidæmi frekar en íþrótt, mér finnst hann bara hundleiðinlegur hvernig sem á það er litið. Og það er ekkert útaf þessum Stoke leik, ég veit vel að lið munu tapa stigum og svona lið geta oft verið erfið.

    Ég myndi ekki gráta það ef hann færi, en ég mun gráta það ef LFC mun spila leiðinlegan og varnarsinnaðan vélmennafótbolta næstu árin. Sú skoðun mín breytist ekki þó að titillinn vinnist þetta árið.

  89. 80 og 83: Við erum á toppnum vegna klúðurs hjá öðrum liðum… interesting afstaða. Voða svona … glasið er hálftómt-dæmi. En halló .. ef þetta er rétt, þá urðu Chelski meistarar í tvö ár í röð undir stjórn Mourinho vegna klúðurs hjá öðrum liðum, Manure fylgir svo á eftir sem meistarar vegna klúðurs hjá okkur og öðrum … og við erum efstir núna vegna klúðurs hjá öðrum.

    Mikið rosalega er ég feginn að einhver hafi loksins skýrt út fótbolta fyrir mér: ég hélt nefnilega að efsta liðið hverju sinni hefði verið það lið sem spilaði best! Hjúkk, að mér var bent á vitleysuna!!!

    Bara verst að ef við verðum meistarar í vor… að við getum ekki fagnað því almennilega … þar sem það verður væntanlega út af klúðri hinna toppliðanna, ekki gæðanna hjá okkur … skál!

  90. Benni Jón, ég þekki þig ekki baun. Met eingöngu þín skrif hér á kop.is frá upphafi. Einhvern veginn tekst þér ótrúlega oft að leiða umræður hér útí móa og stilla mönnum uppvið vegg, annaðhvort með eða á móti leikmönnum, þjálfurum eða leikaðferðum.
    Ég talaði um frábæran sóknarleik, ekki all-out attack. Það er munur.

    Ég met mikils þína ósérhlífnu vinnu fyrir Liverpool á Íslandi, sjálfur hef ég ekki gert handtak. Þú ert einn af ósungnu hetjum okkar klúbbs.
    Ég hef bara rosalega gaman af því að lesa um Liverpool frá öllum mögulegum sjónarhornum og vil geta komið hingað inn á http://www.kop.is án þess að vera stillt uppvið vegg og þurfa t.d. að velja á milli Babel og Kuyt eins og það sé algert lífsspursmál. Mér þykir jafnvænt um alla leikmenn okkar frábæra liðs.

    Áfram Liverpool!

  91. 100
    Toggi. Sástu Bolton (h) og Newcastle (ú)?
    Að mínu mati bestu leikir LFC lengi. Svo er ég sammála Dodda. Hálf-tómt er nefnilega eins og hálf-fullt. Menn velja sér hvernig þeir horfa á glasið!
    Ég vill verða meistari. Punktur. Þá verður til sjálfstraust til að stúta keppnum. Torres, Gerrard, Riera. Skemmtikraftar klárlega og liðið færist hægt.
    Skulum ekki gleyma af hverjum Rafa tók við og hans skipulag með liðið var og er. A) Meta það sem er nothæft af því sem fyrir var. B) Varnarleikur C) miðjan og uppspilið, D) Sóknarfærslan. Inn á milli lenti hann í miðju eigendaskipta og svo heimsku eigenda.
    Ég held að hann sé á áætlun.
    Veit ég er eins og gömul plata þegar ég rifja upp fyrstu sjö ár sir Alex….
    Gott hefði nú verið ef hann hefði verið rekinn þá! Fimmtán árum seinna er liðið enn í toppbaráttu út af hans hugsun…

  92. Maggi:
    Ég er ekki að biðja um höfuð Benitez á fati. Ef hann verður áfram og liðið nær árangri, þá er það bara gott mál. En mér finnst liðið oft oft spila drepleiðinlegan fótbolta. Ef þetta er vandamál sem fylgir uppbyggingarferli – og þ.a.l. líklegt til að lagast – þá er ég bara mjög sáttur við það. En ef hann verður látinn fara eftir tímabilið, þá mun ég ekki gráta mig í svefn yfir því.

    flest lið eiga allavega einhverja góða leiki þar sem þeir keyra yfir andstæðinginn, þannig að þetta dæmi sem þú tekur til segir í raun ekki neitt nema að Liverpool hefur átt góðar stundir inná milli hvað sóknarleik varðar. Til að ítreka enn frekar markleysi dæmisins, þá skal ég koma með dæmi á móti: Sástu Stoke (h) og Stoke (ú)?

  93. Æ, ég var búinn að gleyma því af hverju ég sleppi því að svara kommentum frá Benna Jón. Það er ágætt að fá á því upprifjun á nokkurra mánaða fresti.

  94. Ég verð auðvitað að svara þér Toggi.
    Ég er nákvæmlega að meina þetta. Stoke (h) og (ú) er ekki það sem við eigum að dæma heldur útkomuna í vor.
    Ég sá t.d. Stoke á móti Scums sem endaði 0-1. Nákvæmlega eins leikur nema eitt heimsklassamóment kláraði leikinn. United eru með aðeins meiri heimsklassa í sínu liði og okkur vantar einn enn leikmann sem brýtur upp leiki, skorar mörk, fiskar aukaspyrnur, horn og víti.
    Ég er alveg sammála að mér finnst skemmtilegra að sjá liðið mitt spila skemmtilega. En ég fékk t.d. ógeð á liðinu hans Roy Evans sem kúkaði stöðugt upp á bak gegn slakari liðum, t.d. heimatöp gegn Watford, Barnsley og Oldham í deildarleikjum. Þó þeir spiluðu frábærlega. 0-1 heppnissigur í gær hefði dugað fyrir mig þarna eftir frábæra leiki að undanförnu.
    En þetta snýst um hvaða lið verður best í vor. Ekki einstaka frammistöður liðsins, hvað þá leikmanna!

  95. 101- við verum á toppnum vegna þess að united menn eru ekki bunir að spila jafnmarga leiki og við

  96. Já þessi samanburður við fyrstu 7 ár Ferguson virðist alltaf poppa upp við og við. Fólk verður líka að muna hverskonar moldarkofa Benitez tók við fyrir 5 árum.
    Munurinn er hinsvegar sá að Ferguson er ástríðufullur og sóknarþenkjandi. Rafa er varnarsinnaður og ofurvarkár tölfræðigúrú. Ferguson fagnar hverju marki sinna manna eins og barn, Rafa situr uppí stúku og hripar niður í stílabókina.
    Maður spyr sig hvort Rafa hafi persónuleika til að bullyast með FA og aðra þjálfara eins og Ferguson hefur gert. Þetta er það sem svínvirkar í Englandi. Vera nógu djöfull hrokafullur hræsnari, þá fara dómarar og andstæðingar að óttast þig og fara í vörn. Sumir hafa bara ekki persónuleika til að stýra stórliði í fótbolta, þar sem pressa er að vinna titil ár eftir ár.

    Annar maður sem hripaði allt tilfinningalaust í stílabók er Luis Van Gaal. Hann vann CL snemma á sínum ferli árið 1995 með Ajax. Svo fór hann til stórliðs Barcelona, það var stígandi þar í smástund en svo fór hann á taugum og missti uppbygginguna úr höndunum útaf of mikilli áherslu á taktík og uppreisnar í búningsklefanum. Valencia = Ajax ……. Liverpool = Barcelona?
    Í dag þjálfar Van Gaal AZ Alkmaar og liðið spilar hvert ár í UEFA-Cup. Vonandi verða það ekki örlög Rafael Benitez.

  97. Ég er sammála þér í því Maggi að dæma bara útfrá einstaka leikjum, enda er hægt að nefna jákvæð og neikvæð dæmi fram og tilbaka eins og maður vill. Auðvitað er mikilvægast að vinna og auðvitað er það útkoman í vor sem telur mest. Það ættu allir að geta fallist á það. Þessvegna fríka ég t.d. ekki út yfir Benitez, þó mér finnist hann ekki láta liðið spila nógu skemmtilegan eða í það minnsta markvissan sóknarbolta. En eins og áður sagði, þá myndi ég ekki gráta yfir því ef hann væri látinn fara eftir tímabilið.

    Ég nefnilega vil meina að menn þurfi og eigi almennt ekki að sætta sig við annaðhvort árangursríkan bolta eða skemmtilegan bolta. Ég vil bæði og það í meirihluta leikjanna. Fer ekki fram á snilld í hverjum leik, enda er það ekki hægt, en mér finnst eðlilegt að vilja sjá lethal sóknarbolta í velflestum leikjum. Núna finnst mér þeir leikir í þónokkrum minnihluta, en leiðinlegu andleysis leikirnir eru meira áberandi líkt og síðustu misseri.

    Sjáið bara Barcelona á þeirra góðu tímabilum, Man U í fyrra og eflaust fleiri dæmi. Það finnst mér að eigi að vera markmiðið. Flottur fótbolti þar sem alltaf er keppt til sigurs.

  98. “að dæma EKKI bara útfrá einstaka leikjum” átti þetta víst að vera.

  99. Takk Einar fyrir að gera þetta að svona persónulegum leiðindum, vel gert hjá þér. Ég get líka alveg sagt hvaða álit ég hef á þér en ætla bara að sleppa því held ég.

  100. Hey, sá einhver hver vann í Bachelor í kvöld?

    Nei, bara segi svona 🙂

  101. Ég vil heyra hvaða álit Benni Jón hefur á Einari Erni. Enda gaman að heyra frá gaur sem vælir yfir því að vinna einhverja sjálfboða vinnu fyrir Liverpool klúbbinn lýsa áliti sína á einum þeirra sem halda úti þessari lang bestu fótboltavefsíðu á Íslandi.

  102. Comment # 99
    “Þú þekkir mig ekki neitt, veist ekkert um mig og ég get sagt þér það að það fer óendanlega í taugarnar á mér þegar talað er svona til mín eftir alla helvítis vinnuna sem ég hef lagt í þennan blessaða Liverpool klúbb.”
    1. Það þekkja þig held ég aðeins örfáir á þessari síðu, ég hef ekki hugmynd um hver þú ert.
    2. Þú kvartar yfir því að þú sért kallaður “tuðari” en í sama kommenti segir þú að það sem annar segir sé algerlega fáránlegt?
    3. Þar sem þú hefur að eigin sögn unnið mikla helvítis vinnu við Liverpool klúbbinn má þá ekki vera ósammála þér?
    Svo verð ég að lokum segja að Rafa og Einar Örn (105) fá báðir + frá mér fyrir að segja það sem allir hafa hugsað en ekki sagt.
    Skál.

  103. Jóhann, reynum að sleppa persónulegum svívirðingum. Benni Jón á ekkert nema hrós skilið fyrir störf sín fyrir Liverpoolklúbbinn, eins og margir aðrir.

    Benni og Einar, það liggur við að ég taki undir með Togga. Sérstaklega þú Benni; ég veit þú hefur skoðanir sem fara í taugarnar á mörgum (þ.m.t. mér á köflum) en þú getur hins vegar alveg stillt þig um að svara af slíkum krafti að hver einasta umræða sem þú tekur þátt í fari á endanum að snúast um þig og tilsvör þín, frekar en málefnin sem verið er að ræða. Þegar mismunandi menn á mismunandi tímum í mismunandi umræðuþráðum móðgast allir á sama hátt út í þig hlýturðu að sjá að þú ert samnefnarinn. Segðu okkur skoðun þína, endilega, en slakaðu aðeins á for crying out loud.

    Það eru ekki allir brjálaðir fyrir að pirrast út í einn. Það hlýtur að vera þessi eini sem er pirrandi. Við viljum að sjálfsögðu fá skoðanir hér inn og þú ert ekki ritskoðaður af þeirri einu ástæðu að þú heldur þig réttu megin við strikið. Engu að síður gengurðu ansi langt á köflum og ef við ættum að herða ritskoðunarreglurnar þannig að aðeins ummæli sem töluðu um málefnin og ekkert annað fengju að lifa er ég hræddur um að annað hvert komment hjá þér yrði tekið út. Slakaðu aðeins á og ræddu um málefnin, án þess að fara fram í offorsi gegn þeim sem voga sér að vera ósammála þér. Ég lofa þér að það er miklu skemmtilegra svoleiðis.

  104. ég var svo viss um að hann myndi setja gott lið inná, og vinna þennan leik 3/4-0… en, neinei.
    hann hefði átt að setja einfalt 442 kerfi..
    Reina
    Arbeloa Carra Skrtel Aurelio
    Kuyt Gerrard Mascherano Rierea
    Keane
    Torres

    er ekki viss, en er Arbeloa meiddur?

  105. Bíddu Kristján Atli, ég bara skil þig ekki núna. Lestu bara yfir þetta. Bara venjulegar umræður þar til einar kemur og svo Sölvi.

    Menn meiga nú alveg vera ósammála hérna sko, eða ég get ekki ýmindað mér annað. Í þessum þræði voru engar persónulegar aðdróttanir eða leiðindi fyrr en einar og Sölvi komu…og ég einmitt reyndi að detta ekki á sama plan og þeir, veit ekki hvort mér tókst það mjög vel.

    Ég held að í þetta skipti ætti einar örn að horfa aðeins í eigin barm. Annars skiptir þetta engu máli, ekki eins og þetta sé eitthvað grafalvarlegt mál hérna. Held að menn ættu bara að reyna vera málefnanlegir og sleppa óþarfa leiðindum eins og einar örn gerði og þá eru allir sáttir.

  106. Ég ætlaði nú ekkert að vera persónulegur. Leiðast bara skrif BJ þar sem hann hefur einstakt lag á að eyðileggja umræður. En þegar menn tala um helvítis vinnu sem sjálfboðaliði þá veltir maður því fyrir sér afhverju menn eru að standa í því sem þeir gera (ég veit btw ekkert hvað liverpool klúbbur gerir, nema að þeir taka bestu borðin á Players en það er bara áhugaleysi mitt á svona klúbbastarfi). Af svipaðri ástæðu velti ég því fyrir mér og mig minnir að ég hafi spurt þessarar spurningar áður, afhverju tekur BJ þátt í umræðum á þessum vef, eða yfir höfuð les hann, miðað við álit hans á þeim sem skrifa vefinn (hence áhuga minn á hvað honum finnst um EÖE) og að því er virðist flestum sem svara honum á einhvern hátt. Er ekki spjall eins og það á liverpool.is betur fallið fyrir svona sleggjudóma og einföldun á málunum?
    Þess má geta að ég skrifa mjög viljandi ekkert um þennan leik enda er ekkert um hann að segja. Við erum samt enná toppnum, það er 10. janúar, nú er bara að telja dagana fram að næsta leik. Ef við vinnum rest vinnum við mótið. Það er ágætt að vita af því.

  107. 101
    “En halló .. ef þetta er rétt, þá urðu Chelski meistarar í tvö ár í röð undir stjórn Mourinho vegna klúðurs hjá öðrum liðum, Manure fylgir svo á eftir sem meistarar vegna klúðurs hjá okkur og öðrum … og við erum efstir núna vegna klúðurs hjá öðrum.”

    Chelsea og United voru með 90+ stig þessi tímabil, í ár lítur ekki út fyrir að nokkurt lið komist nálægt því. Var að ræða þetta við United-félaga minn og hann hélt því fram að ef United ynni deildina þá yrði þetta “lélegasti” deildartitillinn sem þeir hefðu unnið. Þann yrði í rauninni “the least poor” liðið sem myndi vinna. Hann hefur ekki rangt fyrir sér…

  108. Benni, umræðan um leikinn gengur vel þangað til þú mætir á svæðið (ummæli #76 og #80) og lýsir yfir þeirri skoðun þinni að Liverpool séu á toppnum þrátt fyrir nærveru Benítez, en ekki þökk sé hans starfi síðustu rúmu fjögur árin (ég veit þú sagðir að það væri ekki alveg 100% en þú gefur samt sterklega í skyn að liðið gæti verið betra ef einhver ‘með viti’ stýrði sókninni). Sölvi svarar í kjölarið (#95) án þess að minnast á þig og Einar Örn svarar þér (#94) málefnalega þar sem hann lýsir yfir undrun sinni á bölsýni þinni í ljósi þess að liðið er jú á toppnum.

    Þú bregst hinn versti við og svarar Einari (#96 og #97) þar sem þú kallar ummæli hans m.a. „ómálefnalegt bull“ og ert skyndilega búinn að persónugera umræðuna, á meðan Einar var aðeins að tjá sig um skoðun þína fram að því. Einar svarar því (#105) að það hafi rifjast upp fyrir honum hvers vegna hann svari yfirleitt ekki ummælum þínum (les: þú persónugerir umræðuna).

    Sölvi dettur svo inn (#98) og sakar þig um að tuða. Það er nú öll sök hans í þessu máli, en þú bregst hinn versti við (#99) og segir berum orðum að menn eigi ekki að voga sér að veitast að þér í umræðum á Kop.is af því að þú hefur unnið sjálfboðastarf fyrir Liverpoolklúbbinn á Íslandi. Sú sjálfboðavinna þín kemur hins vegar umræðunni hérna inni ekkert við og það gerði enginn lítið úr henni nema þú með því að draga hana inní þessa umræðu.

    Nú er Sölvi farinn að svara þér persónulega (#102) sem og Einar Örn (#105) og loks Toggi (#100, #112), Jóhann (#114 og 119), Hafliði (#115) og loks ég (#116 og núna).

    Sem sagt, fyrstu 76 ummælin í þessum þræði snúast eingöngu um málefnin í kjölfar leiksins gegn Stoke en um leið og þú kemur inn fer þetta fljótlega að snúast upp í þig og ímyndaða glæpi í þinn garð. Þú snýrð ummælum Einars þar sem hann lýsir andstöðu við skoðun þína (ekki persónu þína, það er munur þar á) á hvolf og segir hann fara með kjaftæði og bregst svo við með hörundssæri gegn Sölva og gerir honum það upp að hafa gert lítið úr sjálfboðavinnu þinni hjá Liverpoolklúbbnum á Íslandi. Sem enginn hafði nefnt áður en þú dróst það inní umræðuna.

    Skilurðu núna? Eða ætlarðu að halda áfram að leika fórnarlambið og saka mig líka um árásir? Þú veist hvaða álit ég hef á þér persónulega. Utan netheima erum við mestu mátar þegar við hittumst á Players, þá sjaldan að ég kem þar við, sötrum Mjólk saman yfir leikjum og ræðum hlutina brosandi. SSteinn talar jafnan vel um þig enda hefur hann starfað með þér í klúbbnum og þegar við Einar Örn vorum báðir erlendis á fyrsta ári okkar með þessa vefsíðu hafði ég nógu mikið álit á þér til að biðja þig um að redda okkur og skrifa eina leikskýrslu og einnig ef eitthvað annað markvert gerðist á meðan við vorum báðir fjarri tölvu (ég á leiknum, EÖE í vinnuferð). Þú gerðir það og kunni ég þér góða þökk fyrir. Síðast þegar við hittumst á Players (fyrir rúmu ári síðan, hef ekki farið á Players síðan þá) gastu tekið í höndina á mér og Einari, brosað og spjallað þrátt fyrir að þið Einar væruð búnir að elda grátt silfur saman í ummælunum skömmu áður.

    Með öðrum orðum, mín kynni af þér í raunheimum eru þau að þú ert fínn drengur og hið mesta ljúfmenni þótt eflaust leynist í þér dálítill púki. Þegar þú sest hins vegar við lyklaborðið og kemur hér inn til að ræða hlutina er eins og eitthvað breytist. Þú verður óskaplega hörundsár, virðist elska að rífast við menn á persónulegu nótunum (eða í öllu falli að leika hlutverk fórnarlambsins gagnvart ímynduðum árásum) og þolir illa að þér sé mótmælt, jafnvel þótt þú vitir að þú sért stundum að viðra óvinsælar skoðanir (t.d. gagnrýni á Benítez þegar liðið er á toppnum – þú hlýtur að eiga von á að slík orð falli í grýttan jarðveg).

    Ég hef margoft íhugað að senda þér línu með tölvupósti og útskýra þessa hluti fyrir þér og/eða biðja þig um að slaka aðeins á en ég vissi ekki hvort þú myndir þá koma hér inn og nota það gegn mér að ég væri að reyna að „siða þig til“ bak við tjöldin. Því er ég núna að gera þetta frammi fyrir allra augum og vil ég biðja þig vinsamlegast um að slaka aðeins á árásargirninni og hörundssærinu hérna inni svo að við getum haldið áfram að ræða málefnin með þig sem virkan þátttakanda. Þetta þýðir að þú haldir áfram að ræða málefnin þótt þér sé mótmælt, í stað þess að persónugera hlutina. Ég vona að þú virðir þessi tilmæli mín því ég vil endilega að þú haldir áfram að ræða hlutina. Það er gaman að vera ósammála þér þegar þú heldur þig réttu megin línunnar. 🙂

    Þetta var gula spjaldið í netheimum. Hvað raunheima varðar veistu hvar þú stendur – rétt eins og Hjalti og Doddi, sem einnig hafa verið pennar hér en eru ekki lengur, skal ég alltaf bjóða þér uppá Mjólk á Players ef við hittumst þar og þú minnir mig á það. Gangi þér bara vel að finna mig á Players, maður er að verða sjaldséðari hvítur hrafn þar en ánægður Arsenal-aðdáandi … 😉

  109. Það er hægt að ræða þennan leik og allt það fram og til baka.
    Eitt stendur upp úr, Rafa niðurlægði sjálfan sig með þessari vandræðalegu upplesningu um Ferguson, sérstaklega eftir að Man.Utd. valtaði yfir Chelsea.

  110. Júlli minn,

    Jose Mourinho niðurlægði sjálfan sig með hverjum einasta blaðamannafundi sem hann hélt í þau 4 ár sem hann var knattspyrnustjóri Chelsea.
    Það sem skiptir miklu meira máli er hvort þetta útspil Rafa létti pressunni af leikmönnum Liverpool og gefi þeim meira sjálfstraust til að sækja sigra.

    Þar er svarið nei miðað við nýafstaðna helgi. Við skulum þó meta stöðuna betur í lok leiktíðar. Sígandi lukka er best. Kannski óttast Ferguson núna Benitez þó hann kalli þjálfarann okkar “disturbed” í viðtali eftir Chelsea leikinn. Leikurinn milli liðanna á Old Trafford verður allavega mjög athyglisverður svo ekki sé meira sagt.
    Vonandi fara Man Utd á taugum héðanífrá, nóg eiga þeir af vandræðum allavega. Meiðsl Ferdinand, léleg spilamennska C.Ronaldo og Berbatov, samningsmál Tevez, þreyta og léleg nýting á færum.

    Annars er ég sammála því að yfirstandandi leiktíð á Englandi er búin að skorta mjög gæði og verið hrútleiðinleg áhorfs. Sí fleiri miðlungslið farin að pakka í vörn, jafnvel á heimavelli. Glatað. http://www.football365.com/story/0,17033,8652_4780841,00.html
    Liverpool á þó að geta hirt dolluna ef þeir halda haus út leiktíðina og setja meiri hraða í kantspilið eða stilla upp í sókndjarfara leikkerfi. Man Utd mun missa stig hér og þar, það er vitað.

  111. Það er með ólíkindum hvernig Rafa stillir upp liðinu eins og í þessum leik. Enginn sentir??????????????????
    Hvað er maðurinn að hugsa, ég spái því að United fari uppfyrir okkur fljótlega og vinni titilinn???????????????!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  112. Mummi hefur þú litið á Kuyt sem sentitr??????
    Hvað með Torres og Kean, eru þeir bara vara??????????????????

  113. ég held það hafi vantað eins og eitt spurningarmerki í viðbót svo þetta komist til skila

  114. Ekki snúa út úr Magnús, mitt álit skiptir engu máli hérna heldur en Kuyt hefur undanfarinn 6 ár leikið sem sóknarmaður með þremur mismunandi liðum. Og var keyptur til liðsins sem sóknarmaður. Hann lék á laugardaginn framan af fyrir framan Gerrard, sem sóknarmaður.

    Það er fullkomlega skiljanlegt að Torres hafi verið á bekknum miðað við að hann er að koma aftur inn í liðið eftir meiðsli. Keane er sóknamaður en einfaldlega hefur ekki verið í náðinni.

  115. Og í guðanna bænum Magnús, spurningar þínar verða ekki merkilegri eða áhrifameiri því fleiri sem spurningamerkin eru, frekar í hina áttina.

  116. Það er bara niðurdrepandi að horfa upp á liðið manns svona lélegt og missa frá sér forustuna vegna jafntefla við lélegustu liðin í deildinni.

    Ég er bara hundfúll.

  117. Sælir félagar
    Ég hefi verið að lesa í gegnum þessi komment og hefi haft gaman af. Ýmislegt gott hefur komið fram og annað miður en þó flest í lagi þegar menn halda sig við málefnin en sleppa persónum.
    Benni Jón hefur fengið til tevatnsins hér og er það að vonum. Hann er skarpur penni og liggur ekki á skoðunum sínum og mér finnst það allt í lagi svon fyrir mína parta.
    Hann er sakaður um að vilja Rafa burtu og reyndar er ég sakaður um það lika í einu kommenti hér langt fyrir ofan 😉 Það er í báðum tilvikum rangt.
    Hvorki ég né BJ hafa krafist þess að RB víki sæti nú um stundir. Hinsvegar gagnrýndi ég hann fyrir stjórnun liðsins í síðasta leik og stend við þá gagnrýni.
    Í upphafi tímabils gerði ég þá kröfu að LIÐIÐ yrði í 1. eða 2. sæti í lok þessa tímabils. Ef ekki þá …. Ég stend líka við þá skoðun mína. Ég tel ekki að allt sé farið til andskotans eftir síðasta leik. En staða okkar versnaði og staða Traktorsstrákanna “bestnaði” til muna. Það var og er verulega leiðinlegt en samt enginn heimsendir. Við erum í efsta sæti og Traktorarnir eiga eftir að vinna sína leiki, báða. Við sjáum til 🙂
    Það er nú þannig

Byrjunarliðið komið

Viðtöl við framkvæmdastjórana.