Bolton 0 – Liverpool 2

Jæja, okkar menn virðast heldur betur hafa jafnað sig á tapleiknum á miðvikudaginn því í dag mætti aðalliðið á Reebok Stadium, sem hefur ekki beint verið okkar uppáhaldsvöllur, og unnur þar fínan sigur á Bolton.

Rafa stillti upp þessu liði.

Reina

Carra – Sami – Agger – Aurelio

Mascherano – Alonso
Kuyt – Gerrard – Riera
Keane

Liverpool var betra liðið allan leikinn nema fyrsta korterið í seinni hálfleik. Liðið stjórnaði leiknum ágætlega í fyrri hálfleik og Dirk Kuyt átti meðal annars skot í slána. Við þurftum þó að bíða í tæpan hálftíma eftir fyrsta markinu. Þá fékk Fabio Aurelio boltann við vinstra vítateigshornið, hann gaf frábæran bolta á **Dirk Kuyt**, sem skallaði frábærum skalla í hornið – óverjandi fyrir Jussi í markinu. 1-0 fyrir Liverpool.

Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var Liverpool mun betra liðið og Robbie Keane tókst á einhvern óskiljanlegan hátt að klúðra dauðafæri. Þegar að venjulegur tími var liðinn í fyrri hálfleik fékk Bolton horn og úr því skoraði Matthew Taylor, en markið var réttilega dæmt af þar sem að tveir leikmenn Bolton hindruðu Pepe Reina.

Í hálfleik kom Ricardo Gardner inn hjá Bolton og hann styrkti liðið umtalsvert og þeir voru mun meira ógnandi og hann átti tvö dauðafæri í seinni hálfleiknum. Fyrsta korterið voru Bolton menn sterkari. Rafa skipti þá Fernando Torres inn fyrir Robbie Keane. Torres byrjaði á því að eiga frábæra sendingu inn fyrir á Gerrard, sem tókst á óskiljanlegan hátt að klúðra færi um 20 cm frá marklínunni.

Nokkrum mínútum seinna voru þeir félagar aftur komnir á móti fjórum varnarmönnum Bolton. Torres fékk boltann við vítateigslínuna, hann lék á varnarmann Bolton og vippaði boltanum utanfótar á Gerrard, sem skoraði glæsilegt skallamark. Frábært mark og stórkostleg sending frá Torres. Afskaplega gaman að sjá þá félaga fagna saman á ný.

Það sem eftir lifði fékk Liverpool nokkur færi í viðbót. Lucas klúðraði dauðafæri, sem og Torres. Ef við hefðum bara nýtt dauðafærin, þá hefðum við getað skorað 6 mörk í leiknum. En niðurstaðan góður útisigur og efsta sætið er okkar allavegana til klukkan 7 í kvöld.


**Maður leiksins**: Carra kom inní bakvörðinn og maður saknaði Arbeloa vissulega úr þeirri stöðu, en annars var vörnin ágæt. Reina var góður í markinu og virkaði öruggur allan tímann því það reyndi talsvert á hann. Á miðjunni bar ekki svo mikið á Riera, en Gerrard var fínn. Keane var lítið áberandi, en Torres reyndist betri eftir að hann kom inná.

Ég var að horfa á leikinn með vini mínum og þar var ég að tala um eitt, sem mér finnst hafa breyst gríðarlega á þessu tímabili frá því síðasta. Menn hafa verið að spyrja sig hvað hafi breyst hjá Liverpool – af hverju við erum núna í **efsta sætinu** en ekki í baráttunni um það fjórða.

Einhverjir eru á því að það sé minni róteringum að þakka eða jafnvel kaupunum í sumar á Riera og Keane. Ég vil þó leggja fram aðra skýringu á þessari bætingu. Alveg einsog í fyrra þá eru tveir menn nánast með áskrift að byrjunarliðinu, þeir Dirk Kuyt og Xabi Alonso. Í fyrra þá voru þeir oft á tíðum hræðilegir. Það muna allir hversu mikið var rifist um Kuyt á þessu bloggi, en ég var ekki síður fúll útí Xabi Alonso. Í sumar þá var ég kannski einna fremstur í því á þessu bloggi að hvetja Benitez til að selja Alonso og kaupa Gareth Barry. Mér fannst ansi margir ekki vilja selja Alonso vegna þess hversu góður hann var fyrir 2-3 árum. Ég sagði að ef að valið stæði á milli Gareth Barry árið 2008 og Xabi Alonso árið 2008 þá væri valið auðvelt; ég myndi velja Barry. En ef að ég gæti fengið aftur gamla góða Xabi Alonso þá vildi ég auðvitað halda honum hjá liðinu.

Well, gamli góði Xabi Alonso er kominn aftur.

Hann stjórnaði spilinu einsog hann er búinn að gera í síðustu leikjum. Dirk Kuyt var svo enn aftur mjög solid á kantinum, skoraði gott mark og hefði getað skorað annað. En maður leiksins að mínu mati er **Xabi Alonso**.

Núna eru okkar menn í efsta sætinu og það er því ekkert hægt að gera en að vona að W.B.A. nái að stríða Chelsea á heimavelli. Næsti leikur er svo eftir viku, á heimavelli gegn Fulham. Svo heimaleikur gegn West Ham og útileikur gegn Blackburn. Því næst útileikur gegn Hull áður en við förum á Emirates rétt fyrir jól (21.des). Það er því alls ekki óraunhæf krafa að ætlast til þess að Liverpool vinni alla sína leiki næstu fjórar vikurnar í deildinni.

86 Comments

  1. Frábær sigur og við spiluðum bara mjög vel. Við gjörsamlega áttum miðjuna og það skóp þennan sigur.

    Ég hef mikla þörf til að ræða “vin” minn Keane, bæði hans spilamennsku í leiknum og attitjútið frá honum þegar Rafa skipti honum réttilega út af…..en ætla að sleppa því í þetta skiptið. Sigurinn skiptir meira máli.

  2. Sælir félagar.
    Skrifa áður en skýrslan kemur. Það er nefnilega tíðinda að ég var ánægður með Fabio drenginn Aurelio. Hann stóð sig vel eins og liðið reyndar allt þó Carra virtist ekki sérlega hamingjusamur í hægri bak. Sanngjörn úrslit í þessum leik hefðu líklega verið 1 – 4 svona miðað við færi og mannskap.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  3. Í fyrsta lagi, þá hefur maður nú ekki efni á því að gagnrýna mikið, þegar markmiðinu er náð ( 3 stig) … ef menn nenna að kryfja þetta svo til mergjar að fara að greina á um leiði til þess að ná markmiðinu, þá bara verði þeim það að góðu. Markmiðið var sigur, og það náðist! Ekki kvarta ég.
    Svo voru ætla ég að setja ofan í við Sstein varðandi ummæli dagsins hjá téðum lýsanda…ummæli dagsins voru án efa “boltinn var á mikilli hreyfingu” eftir fast skot frá minnir mig Alonso !! Svona ummæla verða einfaldlega ekki toppuð.

    En ég er sáttur.. 3 stig, og markmiðinu náð í þessum leik, og við getum strax farið að einbeita okkur að næsta verkefni…

    Carl Berg

  4. Flottur útisigur og mikilvægur. Jákvætt var hversu mörg færi við sköpuðum en kannski svolítið pirrandi hvað við gáfum oft færi á okkur í stöðunni 0-1.

    Heilt yfir var liðið gott og sérstaklega jákvætt að sjá til Aurelio í bakverðinu. Hjartanlega sammála EÖE með mann leiksins, Xabi Alonso er búinn að vera hreint út sagt frábær það sem af er þessu tímabili og í þessu formi er hann besti leikstjórnandi í heimi.

  5. Jahá, og Arsenal voru að gera upp á bak gegn Aston Villa.
    Nú er bara að vona að WBA geti strítt Chelsea….ólíklegt já, útilokað nei 🙂

  6. Er bara drullu sáttur og meira en það. Að vísu átti Keane að skora úr þessu dauða færi (átti að taka hann á vinstri), Gerrard átti líka gott færi og Lucas átti “tja þröngt færi, en betra liðið vann, sem Nota ben gerðist ekki á síðasta tímabili, og þess vegn erum við á toppnum. Og ekki þarf að tala um það hvað Torres er þrusu góður, eða þannig…….

  7. EF WBA nær stigi af Chelsea skal ég borða næsta blað Myndbanda Mánaðarins.

    Ég held að við þurfum að hætta að hafa áhyggjur af Arsenal, í bili allavega. Gaman að sjá líka að meistari Titus skoraði á St James Park og tryggði miðlendingunum í Wigan stig.

  8. Sælir félagar
    Ansi eru fáir sem koma inn til að lýsa yfir ánægju sinni með þennan leik. Okkar menn stóðu sig vel og Torres að komast í leikform og á eftir að verða afar skeinuhættur öllum liðum. Flottur sigur og glæsileg samvinna hans og Gerrards. Og ég má til að endurtaka ánægju mína með Aurelio því svo er ég búinn að hrauna yfir kallinn í gegnum tíðina. 😉
    En mér finnst að menn eigi að vera jafn duglegir að hrósa því sem vel er gert eins og menn eru til í að djöflast á liðinu þegar það gerir upp á bak.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  9. Já, sammála Sigkarli hérna, við þurfum að hrósa líka. Eins og fram kemur í leikskýrslunni (og ég var búinn að minnast á undir liði dagsins) þá er hreint með ólíkindum að sjá breytingunni á Xabi. Fowler sé lof að Arsenal náði ekki að kaupa hann því þá væru þeir í annarri stöðu í dag, og við væntanlega líka.

    Dirk kallinn á svo allt hrós skilið sem að honum beinist. Hann er líklega búinn að vera einn umdeildasti leikmaður Liverpool í seinni tíð og hann er svo sannarlega að stinga upp í mann og annann (held reyndar að þeir séu nokkuð sáttir við að fá þetta ofan í kok).

    Annar mjög umdeildur maður, Aurelio, er svo sannarlega líka að stíga upp. Mér finnst hreinlega vera allt önnur “holling” á liðinu núna. Samt hefur maður það á tilfinningunni að það sé mikið inni hjá þeim. Long may it continue.

    Skil ekki alveg hvað menn eru að ræða Arsenal sem titilbaráttulið. Þeir eru einfaldlega ekki í þeim klassa, simple as that. Vörnin þeirra og markvörður eru brandari hreint út sagt og þeir eru í þokkabót ekki með neinn varnartengilið til að dekka fyrir sig. Þeir eru einfaldlega ekki í þessum klassa lengur.

  10. Eflaust eru menn að fagna út um allan bæ,,,, Sigukarl,,, þettað á eftir að koma. EKKI áfram Chel$$$ eða þannig

  11. Missti því miður af leiknum, var að tapa fyrir KR í úrslitaleik oldboysmóts – bull það.
    Sá mörkin sem voru flott og færin sem Keane og Gerrard áttu auðvitað að nýta. Mun láta betur í mér heyra eftir að ég er búinn að horfa á hann við heimkomu á morgun, en vildi strax lýsa yfir gleði minni til að styðja SigKarl og SSteina, hef nefnilega rætt þetta hér sjálfur, það kommenta oft ansi fáir eftir sigurleiki…..

  12. Ég held að það sé 1 galli” sem er kanski ekki galli með RAFA, að hann er þessi mjúki maður, hann gefur mönnum séns trekk í trekk, og við erum alveg að fara á límingum út af þolinmæði hanns, eins og með Degen, eflaust vill þessi maður gera góða hluti, en hann ræður ekki við þessi meiðsli sem hann lendir í, og Rafa virðist skilja þettað, hann er engin harðstjóri, sem margir stjórar mættu taka til sín,og það hefur sýnt sig að þolinmæði er góður kostur..

  13. Held reyndar að þetta sé akkúrat öfugt einsi, Rafa er frekar gagnrýndur fyrir það að vera of mikill harðstjóri frekar en hitt. Degen hefur nú hreinlega ekki verið að skapa sér mörg tækifæri, hann hefur fengið að spila tvo leiki og meiðst í þeim báðum. Hann hefur verið sjálfvalinn út úr liðinu.

  14. “Ansi eru fáir sem koma inn til að lýsa yfir ánægju sinni með þennan leik”
    Vil bara benda á að í liðsuppstillingar póstinum fyrir leikinn eru 25 ummæli varðandi leikinn og mörg af þeim koma eftir leik þar sem flestir eru mjög glaðir 😉

  15. Flottur sigur í dag og afar mikivægt að klára þessa leiki, var skíthræddur um að klúðruð dauðafæri myndu verða okkur að falli, bíð alltaf eftir leiknum þar sem stíflan brestur og þessi færi okkar detta öll inn.

    Skoða þetta kannski betur seinna hérna, en tek þó fram að ég skal borða bíómyndahluta Myndbanda Mánaðarins (á móti Lolla) ef Rafa Benitez er þessi mjúka týpa!!!

  16. SSteinn, ég er ekki endilega að tala um Degen, en mér fynnst samt að hann sé að gefa mörgum mönnum séns trekk í trekk og að þeir hafa sannað sig eftir smá tíma. t,d Alonso,Kuyt , Keane og fl… En hann virðist útávið vera hið mesta gæðablóð og drengur góður, eða þannig

  17. Frábær sigur og verðskuldað enda áttum við urmul dauðafæra og vonandi að með komu Torres þá fara menn að nýta þessi færi.

  18. Óska eftir vini mínum honum Babel… Annars þokkalegasta frammistaða að mínu mati og tilefni til að vera bjartsýnn.
    Che & Man eru að toppa um þessar mundir. Við tökumetta

  19. Fínn leikur, samt ekki alveg “spot on”.
    Leikurinn hefði átt að fara 5-0 eða 0-5 því Gerrard, Keane, Lucas og Torres klúðruðu þvílíkum færum. Andy Gray var hinsvegar á því að Liverpool lúkkaði betur út af því hve Bolton er hræðilegt … (dálítið til í því).
    Hinsvegar, er það frábært að vera enn í toppbaráttunni og liðið virðist ekki vera að hiksta. Ástæðan er jú að menn eru að spila betur (Xabi og Kuyt) eins og pistlahöfundur bendir á en að mínu mati stendur það upp úr að Rafa er að nota bara held ég 16-17 menn ef allir eru heilir. Hann er ekki lengur róteringa Rafa og er að spila nánast alltaf sama kerfið með sömu mönnum. M.o.ö hann er trúr sínu kerfi og sínum mönnum.
    Vonum svo innilega að þetta haldi áfram. Það er svo miklu betra og skemmtilegra að vera í þessari baráttu en endalausri baráttu um fokkings fjórða sætið 🙂

  20. Góður sigur, síst of stór. Með réttu hefði þetta átt að fara 1 – 6.

    Flestir að spila vel í dag.

    Bíð spenntur eftir næsta deildarleik!

  21. Flottur leikur og í raun aldrei spurning með sigurinn. þó þetta mark bolton hefði fengið að standa þá hafði maður þá tilfinningu að sigur myndi hafast.
    Menn voru að vaða þarna í færum..hægri vinstri. Bolton mun ekki riða feita hestinum frá þessu tímabili. Þeir eru lika helv. seigir þessir chelski gaurar.
    ná alltaf að vera á pari við okkur. skoðum stöðuna eftir jól-áramót.
    Scum utd. var líka sannfærandi í dag. Einnig var ég hrifinn af Villa-mönnum.
    Martin Ó Neill er klárlega snjall þjálfari eins og hans árangur vitnar um.
    Wino Wenger verður heppinn að ná inn á topp 4 með þetta arsenik lið sitt.
    Hann verður að kaupa sér menn í vörnina og markið.

  22. fínn sigur hjá okkar mönnum. gerðum það sem þurfti.

    Gerrard bætti fyrir klúður á dauðafæri sem hann átti skömmu áður, það var ég mjög ánægður með að sjá.
    Keane má fara að klára færin sín betur og vera skynsamari í færunum sínum. Hann ætlaði að taka hann utanfótar í stað þess að setjann létt í markið, sáum þetta líka gerast um daginn hjá honum (man ekki í hvaða leik).
    ætla ekki að vera með neinar blammeringar hér eftir sigurleik en þetta fer pínu í taugarnar á mér. en ég hef alla trú á því að hann fari að braggast kallinn og klári þessi dauðafæri á næstunni.

    alonso frábær í dag eins og undanfarið. þessi maður virðist leysa úr öllum flækjum sem til eru á vellinum með einföldum en árangursríkum sendingum. hann er einn af klókari knattspyrnumönnum samtímans að mínu mati, frábær.

    kuyt með sláarskot og torres með stangarskot, þetta fer allt saman að detta inn og stórsigur er í vændum vonandi 🙂

    en flottur sigur, halda bara svona áfram, hef engar áhyggjur af komandi leikjum 🙂

  23. Þetta var nokkuð öruggt í dag hjá liðinu, fín spilamennska en hræðileg nýting á algjörum dauðafærum. 4-0 hefði gefið rétta mynd af þessum leik. Liðið virkar mjög solid og skítt með þennan blessaða leik í vikunni gegn Spurs, það eru deildarleikirnir sem skipta öllu máli! Xabi er svo sannarlega búinn að finna sitt gamla form og gott ef hann er ekki bara betri en hann var 2004-2006.

    Varðandi toppbaráttuna þá virðist allt stefna í þriggja liða baráttu. Man Utd er vissulega nokkrum stigum á eftir Liverpool og Chelsea en við vitum öll hvað þeir geta gert þegar þeir hrökkva í gang. Sjáið bara spilamennsku Ronaldo eftir að hann kom til baka úr meiðslunum. Chelsea er mjög öflugir og maður sér þá ekki tapa mörgum stigum. Arsenal er, því miður fyrir þá, í öðrum klassa. Þessi unglingastefna Wenger er vissulega lofsverð en hún virðist ekki ætla að skila svo mikið sem einni dollu! Nú veit ég ekki hvort peningaleysi er um að kenna. Ég held frekar að þrjóska Wenger með að ná árangri með þetta kjúklingabú sitt sé um að kenna. Það vantar klárlega reynslumikla máttastólpa í liðið; betri markmann, öflugan miðvörð og einhvern klassa miðjumann með Cesc á miðjuna. Þetta er staðreynd sem manni sýnist að Wenger neiti að viðurkenna. You win nothing with kids sagði Alan Hansen um Man Utd í upphafi 1995-1996 tímabilsins. Hann hafði rétt fyrir sér. United liðið þá hafði vissulega stóran hóp ungra leikmanna en leikmenn eins og Schmeichel, Pallister, Bruce, Irwin, Keane og Cantona voru engin börn á þessum tíma. Það þarf svona kalla í hópinn hjá Arsenal til að liðið nái árangri. En hvað er ég að eyða öllum þessum orðum í Arsenal? 🙂

  24. Hey þetta er einfalt mál. Við erum núna með lið sem er meistaralið.
    Sigurviljinn í liðinu er ótrúlegur. Hungrið í meistaratitilinn er orðið það mikið að þetta er keppnistímabilið sem við náum titlinum.
    Mikið svakalega er gaman að fylgjast með Alonso núna. Nú kannast maður við hann. Frábær leikmaður

  25. Frábær sigur gegn seigu Bolton liði. Alonso snilld framan af. Allt annað að sjá til hans. Aurelio vonandi búinn að planta Dossena á bekkinn, jafnvel útúr hópnum í vetur. Benayoun má eiga sig, hvað gerir hann fyrir þetta lið ? Gerrard hefur átt betri daga, en skorar samt……Agger í vinstri bakvörðinn þegar Skrtel kemur aftur…. skál í botn, glúgg glúgg……

  26. Ánægður með mína menn í dag.
    En ég spyr, hvað er þetta með að óska eftir Agger í vinstri bak? :/ Hann er bara klassamiðvörðu

  27. Eru menn bara almennt ánægður með þennan leik? Jújú, við áttur nokkur dauðafæri sem áttu að nýtast, en shit hvað það er ennþá áberandi hvað sóknarleikur okkar er vandræðalegur. Þegar menn fá boltann er eins og þeir viti ekkert hvað þeir eigi að gera við hann því það er engin hreyfing fyrir framan þá.

    Fyrir mér voru þetta þrjú stig en ennþá klingja viðvörunarbjöllur!!!

  28. Algerlega meiriháttar. Voru það ekki einmitt þessir leikir sem hafa tapast á undanförnum árum?

    Tek undir með Einari Erni að Alonso og Kuyt eru virkilega að stíga upp og gera góða hluti. Þar tel ég skipta höfuðmáli að Alonso fékk tíma til að spila sig í gang eftir meiðsli og Kuyt fékk alvöru tækifæri til að venjast ensku deildinni. Hann hefur svo sannarlega staðið undir því trausti.

    Já ég hef gagnrýnt “rotation” kerfið hans Rafa. Vissulega voru rökin fyrir kerfinu að hvíla leikmenn á löngu tímabili – en þá var um leið fórnað tækifæri ýmissa leikmanna til að koma sér í alvöru leikform. Einnig náðist aldrei að skapa hina svokölluðu liðsstemmingu sem þarf að vera til að ná fram sigurvilja og baráttuanda. Nú berjast allir sem einn maður og við vinnum leiki sama hvernig við förum að því.

    Hér á blogginu hafa menn gagnrýnt þá sem spiluðu á móti Tottenham í deildarbikarnum. Ósanngjörn gagnrýni á margan hátt því þar voru margir góðir og efnilegir menn að spila. Það var hins ljóst frá fyrstu mínútu að marga skorti leikæfingu auk þess sem menn virtust ekki alvega átta sig á því hvað næsti maður í liðinu var að hugsa. Það er útilokað fyrir menn að fá leikformið almennilega í gang bara með því að spila á æfingum eða í varaliðsleikjum. Það er bara allt annar standard í gangi en menn verða bara að bíta í það súra epli því aðalliðið og þeir leikmenn sem þar spila er höfuðatriðið.

    Niðurstaðan er að mínu mati. Góður ca 16 manna hópur sem á eftir að ná mjög langt á þessu tímabili og þetta er árið sem við verðum í baráttu um titilinn. Sanniði til.

    Áfram Liverpool!

  29. Benitez er á góðri leið með að bola Babel í burtu frá félaginu. Gæjinn er auðvitað ekki í lagi. Að taka Dirk Kuyt, Robbie Keane og Jussi Benayoun framyfir hann er bara merki um vanhæfni.

    Babel er einn af okkar hæfileikaríkustu mönnum en samt er hver sleðinn á fætur öðrum tekinn framfyrir hann. Ég er algjörlega harður á því að Benitez eigi ALLS EKKI að fá nýjan samning. Það á að bíða með þetta fram á sumarið. Liðið spilar ENGAN sóknarleik undir stjórn Benitez, alveg átakanlegt hvað við erum óskipulagðir og bara hundlélegir í sóknarleik okkar. Og núna er honum að takast að gera Babel hundóánægðan afþví að hann gefur honum engan séns….gefur aftur á móti mönnum sem spiluðu skammarlega illa 90% af síðasta tímabili endalausan séns.

    Ef Benitez tekst að bola Babel svona í burtu þá er ég á því að hann sé vanhæfur stjóri. Ekki endilega afþví að Babel sé eitthvað stærri en Benitez heldur einfaldlega vegna meðferðar Benitez á Babel sem er mér algjörlega óskiljanleg.

    Babel inn í næsta leik og Robbie Keane út. Gefa Babe einhverja 20+ leiki eins og Peter Crouch, Dirk Kuyt og Robbie Keane(og fleirri?) hafa fengið þrátt fyrir bága spilamennsku!

    http://www.skysports.com/story/0,19528,11095_4502124,00.html

  30. Sumir farið öfugum megin fram úr í morgun?

    Ég mun aldrei, ALDREI skilja það þegar menn fara að bakka upp einstaka leikmenn og fýlu þeirra fram yfir þá sem stjórnast af hagsmunum klúbbsins. Það verður seint sagt að við séum skoðanabræður í boltanum Benni.

  31. Sælir félagar.
    Ég verð að byrja á því að tala um hversu ánægður ég var með liðið okkar að klára þennan leik. Einnig get ég tekið undir það að Alonso hafi verið einn af þeim betri, þó svo að mér fannst einnig Reina mjög öruggur. Það sem mér fannst standa upp úr fyrir utan sigurinn, var þegar Agger flaug á stöngina og fékk hnéð framan í sig, rústaði allavega einni tönn, en tók tönnina sjálfur út úr sér og rétti einhverjum úr sjúkraliði okkar. Ef þetta er ekki merki um alvöru karakter sem sumir af þessum ungu pjökkum okkar ættu ekki að taka sér til fyrirmyndar þá veit ég ekki hvað.
    Gaman að sjá alvöru Liverpool leikmenn sem gera hvað sem er fyrir liðið sitt. Áfram Liverpool.

  32. Það er ekki eins og hann sé bara ástæðulaust í fílu. Framkoma Benitez í hans garð er fyrir neðan allar hellur og ef ég væri Babel myndi ég heimta útskýringu á þessu. Ef ég fengi enga þá myndi ég bara heimta að vera seldur, afhverju að hanga hjá liði þar sem stjórinn tekur hvern skussann á fætur öðrum framyfir þig? Þessi meðferð hjá Benitez á Babel er algjörlega óskiljanleg. Hann er með gríðarlega hæfileikaríkan mann í höndunum og bara vill ekki nota hann og móta…sérstaklega í ljósi þess hversu skelfilega slakur sóknarleikur okkar er og hefur verið undanfarn tímabil. Hann hefur aldrei sínt Babel neitt traust en var í ástarsambandi við aðra leikmenn þegar þeir spiluðu virkilega illa…þó er Babel svona 200 sinnum hæfileikaríkari en þeir allir til samans.

    T.d. að setja Benayoun inna í gær en ekki Babel er þvílík vanvirðing við Babel að það hálfa væri nóg. Ég ætla rétt að vona að Babel fari ekki en ég skil hann þó vel sökum framkomuna og traustleysis frá Rafa!

  33. Ó sei sei, held ég bara dragi mig út úr þessari umræðu sem er að byrja hérna. Það var einhvern tíman talað um að ákveðinn fótboltamaður gæti komið af stað slagsmálum í tómu herbergi, Benni þú nærð svipuðum hæðum þegar kemur að spjalli um Liverpool 🙂

  34. Benni Jón, ég skil þessa umræðu bara engan veginn hjá þér. Engan veginn. Liðið vinnur 2-0 sigur á útivelli og heldur áfram sinni bestu byrjun í tuttugu ár … og þú nennir bara að koma hér inn og bölsótast yfir því að Babel hafi ekki fengið að spila. Jú, Kuyt og Torres skutu í tréverkið og Keane og Gerrard gátu ekki ýtt dauðum boltum yfir línuna, stundum gerast hlutirnir bara svona, en þú tekur þetta sem klárt merki um að sóknarleikurinn hjá okkur sé í molum. Svo heldurðu að Babel hafi tekið það sem móðgun að Benayoun hafi verið sendur inná í hans stað, eins og Benayoun sé einhver fimmtán ára stúlka í yfirvigt en ekki fyrirliði ísraelska landsliðsins?

    Stundum sjá menn hálftómt glas þó það flæði yfir af vökva. Andaðu rólega, horfðu á stigatöfluna núna um miðjan nóvember og skoðaðu “mörk skoruð” dálkinn. Berðu okkur þar saman við Man Utd, Arsenal og Aston Villa. Íhugaðu svo að um þetta leyti í fyrra voru Arsenal með svipaða yfirburði og Chelsea hafa í sínum leikjum núna. Chelsea eru þó ekki með eitt einasta stig í forskot á okkur eins og Arsenal hafði á önnur lið í fyrra, og Arsenal-liðið vann ekki rassgat það árið.

    Þetta snýst um að toppa á réttum tíma. Ef Chelsea eru að toppa núna finnst mér það fádæma góðar fréttir fyrir okkur því þeir eru að rústa leikjum og ná samt ekki að hrista okkur af sér. Hvað gerist þá þegar þeir dala og sóknarleikur okkar manna smellur loks saman?

    Eins og ég segi, ég skil ekki þessa umræðu hjá þér og þessa neikvæðni almennt.

  35. Ég skil þig stundum ekki Steini. Afþví að mér finnst Rafa koma fáránlega fram við Babel þá reynirðu bara að gera lítið úr því og mér. Það er enginn að rífast eitt né neitt, samt reynirðu að láta þetta líta þannig út. Hvað er málið hjá þér??? Þú ert alveg ótrúlegur. Reyna búa til eitthvað kjánalegt drama ala SSteinn út úr þessu. Mér finnst þetta kjánalegt framkoma hjá Benitez, geturðu ekki bara sætt þig við það? Mér finnst Benitez vera algjörlega í bullinu með þetta mál, getur þú ekki bara sætt þig við það líka? Benitez er langt því frá að vera eitthvað ósnertanlegur hjá mér eins og hjá þér, geturðu ekki bara drullast til að sætta þig við það???

    Ef þetta væri öfugt, Babel væri að koma illa fram við Rafa þá yrðirðu snöggur að stökkva fram og verja Rafa, enda Rafa ásamt Dirk fokking Kuyt stóru ástirnar í þínu lífi. Þetta snýst ekkert um að einn maður sé í fílu og það eigi ekki að verja hann því klúbburinn sé það sem skipti máli. Þetta snýst um framkomu eins þegns Liverpool í garð annars. Fyrir mér er Rafa Benitez alls ekkert yfir gagnrýni hafinn, langt því frá!

    Ef þú ætlar að svara mér svona, slepptu því frekar bara. Ef þú getur ekki drullast til að ræða við mig á almennilegan hátt, slepptu því þá bara að tala við mig.

    Þetta síðasta komment þitt er ekki svaravert og segir mér meira en mörg orð um þig og þína persónu. Takk fyrir hlý orð bara Steini minn!!!

  36. Já sorry Kristján. Afþví að við náum að sigra leiki þá skulum við bara stinga höfðinu í sandinn og neita að horfa á augljósa veikleika okkar. Það er klárlega leiðin framávið!

  37. Benni Jón. Babel hefur byrjað marga leiki, og hefur ekki verið neitt að plumma sig sérstaklega, að vísu hefur hann verið á V kantinum sem er ekki hans besta staða, og hann hefur skorað góð mörk. Ég vildi gjarnan sjá hann frammi með Torres og athuga hvernig það kæmi út. En ég held að, ef Pennant væri jafn góður og Riera þá væri Kuyt í sömu sporum og Babel

  38. Ein B O B A hér inn í Babel umræðuna… KANNSKI er Babel ekki að standa sig á æfingum, KANNSKI hefur hann svarað Rafa fullum hálsi og kallinn lætur hann finna að hann er ekki meira ómissandi en hver annar.. KANNSKI hver veit.

  39. babel málið er einfalt.

    rafa hefur sínar átsæður og aðrir leikmenn sem eru í byrjunarliðinu eru að sigra þessa leiki þannig af hverju að breyta því liði. kuyt og riera eru frábærir og babel er ekkert að fara að taka stöður af torres eða keane.

    hann þarf bara að bíða, einfalt mál.

  40. Hvorki Kuyt né Rieira voru frábærir í gær og hvorugur hefur verið eitthvað brilliant í undanförnum leikjum eftir sterka byrjun hjá báðum.

    Um daginn spilaði Rafa með tvo uppá topp, setti Kuyt upp en Pennant á kantinn, hvergi sást Babel. Á meðan Torres var meiddur einhverja sjö leiki ræpaði Robbie Keane laglega uppá bak sem fremsti maður og sannaði að hann hefur ekkert erindi þarna einn en aldrei kvarlaði að Rafa að prófa Babel þar með Keane fyrir aftan.

    Keane hefur lítið sem ekkert getað, skorar lítið en klaufast mikið, samt fær hann alveg helling af leikjum á meðan Babel þarf að bíða, enda er hann svo ungur samkvæmt Rafa. Jújú, Keane er duglegur og allt það, en þurfum við annað smalahund? Ég segji fyrir mitt leiti að ég vil þá frekar fljótann mann sem alltaf er ógnandi og getur gert þetta óvænta. Auðvitað þarf að skóla Babel til, hann er ekkert fullþroskaður, en hann skólast lítið sitjandi á bekknum með ekkert traust frá stjóranum sínum.

    Ef Babel fengi einhverja 20 leiki þar sem honum er sýnt traust þá er ég sannfærður um að hann myndi blómstra. Nokkrar mínútur hér og þar spilaður hálfpartinn út úr stöðu gerir lítið fyrir manninn. Crouch fékk þetta traust þegar hann skoraði ekki í upphaf síns ferils hjá okkur, Kuyt fékk þetta traust í fyrra þrátt fyrir skammarlegar framistöður þar til rétt í lokinn og Keane er búinn að fá þetta traust í haust þrátt fyrir að hafa lítið skorað og bara nánast varla komið sér í færi. Afhverju ekki að gefa Babel þetta traust, þar er þó leikmaður sem er 200 sinnum hæfileikaríkari en allir hinir til samans. Babel er svona ekta gæji sem myndi blómstra hjá Wenger. Ætla rétt að vona að Rafa klúðri honum ekki

    Markaskorun og bara sóknarleikur er okkar stæsta vandamál. Yrði svona agalegt að gefa einum af okkar hæfileikaríkasta og efnilegasta leikmanni smá traust og séns?

  41. Já, þetta er rétti tíminn til að tala um að einhver myndi blómstra hjá Wenger. Ef Babel hættir að koma inn á með 20-30 mín eða minna eftir en nennir nokkuð reglulega varla að hreyfa sig, þá skal ég íhuga að vorkenna Babel eins mikið og þú gerir. Ekki misskilja, hann getur verið frábær.. en mér blöskrar ekkert hvernig staðan með hann er þessa stundina.

  42. Hvernig ertu Benni Jón þegar Liverpool tapar eða hvernig hefurðu verið sl 18 ár. Voðaleg neikvæðni er í gangi hjá þér gagnvart nokkrum leikmönnum. Ryan Babel hefur 4 sinnum verið í byrjunarliðinu á tímabilinu í öllum keppnum. Hann hefur verið langt frá sínu besta en gert stundum útslagið að koma inn á sbr gegn Manu.Á síðasta tímabili skoraði hann 4 mörk í 30 deildarleikjum. Hann kom frá Ólympíuleikunum þreyttur í engu formi eftir að hafa verið frá í nokkra mánuði vegna meiðsla. Þegar hann lék eftir Ól þá var augljóst að hann var ekki í standi. Hann er ekki í standi að spila í 90 minútur og þegar hann hefur verið í liðinu þá hefur hann ekki nýtt tækifærið. Afhverju ætti hann að fá 20 leiki í röð? Hann er að keppa við leikmenn sem allir hafa sannað sig í úrvalsdeild eða CL. Riera,Kuyt og Keane eldri og þroskaðri leikmenn. Ég er Babel aðdáandi og finnst hann ótrúlega spennandi leikmaður og var að vonast eftir að hann myndi vera lykilmaður en kannski kemur hann sterkur seinni hlutann. Hann verður 22 ára í næsta mánuði þannig að hann er enn ungur. Afhverju í veröldinni að vitna í Wenger þessi stefna hans varðandi unga leikmenn er að gera stuðningsmenn Arsenal hálf tryllta

  43. Fyndið hvað ég er stimplaður neikvæður þegar ég er nú mjög jákvæður. Ég síðan neita bara að trúa að mönnum finnist sóknarleikur okkar í lagi. Markaskorun undanfarin tímabil, og í vetur er engin undantekning, er bara alls ekki nógu góð. Ég fæ stundum á tilfinninguna að menn viti ekkert hvað þeir eigi að gera í sóknarleiknum því þeir hafi bara alls ekkert æft hann.

    Þú spyrð hörður afhverju Babel ætti að fá sénsinn og ef þú hefðir lesið póstinn minn þá myndirðu vita afhverju ég vill að hann fái séns. Mun hæfileikaríkari en margir þarna en hefur aldrei fengið traust frá Rafa. á meðan menn eins og Dirk Kuyt varð sér til skammar með framistöðum sínum í fyrra en hélt samt sæti sínu í liðinu. Keane er ekkert búinn að sýna þannig en samt fer hann ekki út. Mér finnst bara furðulegt þegar sóknarleikur okkar er eins geldur og hann er í dag að einn hæfileikaríkasti leikmaðurinn okkar skuli vera sveltur. Ef þið sjáið ekkert að því þá bara þið um það, mér finnst það stórfurðulegt.

    Og voðaleg viðkvæmni er þetta þó ég hafi nefnt Wenger. Babel er bara einhvernveigin ekta leikmaður sem myndi springa út undir stjórn Wenger enda fengi hann traust þar en yrði ekki sveltur á bekknum því stjórinn þolir ekki þegar menn hugsanlega geri eitthvað óvænt. Hann vill bara vélbúin hlaupadýr ala Keane og Kuyt.

    Kannski allt í lagi að nefna það líka að Babel byrjaði fyrir Hollendinga gegn okkur Íslendingum um daginn og var þeirra besti maður. Tók þennan Ragnar Sigurðsson eða hvað hann nú heitir og algjörlega snýtti honum…sá leit illa út. Þar sýndi hann að hann er í ágætis formi…en hann er auðvitað ekki í nógu góðu formi fyrir Liverpool þó hann sé það fyrir Holland. Kannski að hann væri í góðu formi ef Rafa myndi sýna honum traust og spila honum, tja maður spyr sig.

  44. Benni Jón:
    Lestu þetta og það gefur í skyn hvers vegna Babel spilar ekki eins mikið og þú vilt.

  45. Ég skil nú að mörgu leyti hvað Benni Jón er að fara með þessa Babel skoðun sína, ég vil fá að sjá mikið meira af honum og væri til í að sjá hann fá alvöru séns í liðinu, ekki einn leik þar sem hann verður eðlilega þreyttur í lokinn og svo varamaður í næstu leikjum = ekkert leikform fyrir 90.mín.
    Miðað við okkar leikkerfi og mikilvægi Torres í því, þá er ég á því að Babel ætti að vera alveg hræðilega augljós kostur í liðið þegar Torres er meiddur. Lone striker týpan þarf að vera mjög fljótur og geta skapað eitthvað út litlu þar sem við sækjum ekki á mörgum mönnum, eitthvað sem ég sé alls ekki hjá Kuyt og ekki nógu mikið hjá Keane.
    Það er heldur ekkert hægt að saka okkur um að hafa spilað einhvern blússandi sóknarbolta í byrjun tímabils þó við séum á toppnum, þökk sé, vil ég meina fjarveru Torres.

    En það er samt ekki þar með sagt að ég vilji láta reka Rafa Benitez, ALLS EKKI. Mig hryllir við þeirri tilhugsun og vona að hann gangi frá langtímasamning við liðið sem allra fyrst. Liðið er búið að styrkjast jafnt og þétt undanfarin ár og að segjast vilja reka hann núna bíða með samning sökum “illdeilna” við einn ungan leikmann er auðvitað bara fáránlegt, við erum þó allavega á toppnum núna, vinnum leiki sem við höfum áberandi oft verið að klúðra undanfarin ár og erum enn sem komið er í góðum málum í CL.

    Liðið er auðvitað ekki fullkomið og það eru vissulega viðvörunarbjöllur sem hringja, en hvenær er það ekki?
    Eins, ef ég tek smá Ragnar Reykás á þetta, þá held ég að Rafa hafi bara aldrei verið sakaður um að spila einhvern endalausan blússandi sóknarleik þannig séð. Lið hans pressa andstæðinginn mjög stíft og núlla leik þeirra út…..og við virðumst alltaf fá okkar 5-10 góðu færi, sama við hverja við spilum og stjórnum leikjunum allajafna.

    Ryan Babel er ekki það stór að það eigi að meta stöðu Rafa vegna meintrar framkomu við hann, eitthvað er það sem Babel er ekki að gera sem við vitum ekki af og líklega hjálpar það Babel ekki að liðinu hefur gengið vel undanfarið með hann í aukahlutverki, ég væri til í að sjá Babel í miklu stærra hlutverki og gæti trúað að við myndum jafnvel skora mun meira og skapa mun meiri hættu í fjölmörgum leikjum með Babel í stað t.d. Benayoun, Kuyt eða Keane. En ég treysti Benitez svo sannarlega alveg fyrir því að meta þetta.

    Það er ekkert stórmál að finna nýjan Babel, öllu erfiðara er að finna nýjan Benitez og móta nýtt lið.

    p.s. Benni og Steini, pantið ykkur frekar bara herbergi heldur en að missa þetta í persónulegt skítkast. VIð vitum alveg að ykkur langar 😉

  46. Enginn að tala um að reka Rafa útaf þessu Babel máli. Hann hefur aftur á móti aldrei ná árangri í deildinni og ef við erum ekki í toppbaráttu í maí á hann að fara af mínu mati. Þó þetta líti vel út í augnablikinu þá vil ég samt bíða fram á sumarið….engin árangur, enginn samningur! Nú halda margir örugglega í einfeldni sinni að ég vilji Rafa í burtu og sé neikvæður Rafa hatari. Ég er það alls ekki, er í raun heilt yfir mjög ánægður með Rafa. En hann á ekkert að fá endalausan séns ef hann skilar ekki árangri.

    Þetta Babel dæmi er bara óskyljanlegt í ljósi þess að við spilum steingeldan sóknarleik(stæsti ókostur Rafa er einmitt sóknarleikurinn). Ég gat síðan ekki annað en hlegið af þessu sem Magnús Agnar benti mér á að lesa. Þar segir að hann þurfi að bæta nokkrar hliðar leik síns, sem ég er í raun sammála, en er rétta leiðin að svelta hann á bekknum þá og sýna honum ekkert traust? Verður hann þá orðinn rosalega góður eftir 1-2 ár með þannig meðferð? Við erum að tala um 22 ára gamlan strák, þetta er engin smástrákur sko. Blæs á allt bull um að hann sé svo ungur að það bara verði að svelta hann á bekknum. Menn læra ekki nema spila, þetta er ekkert flókið.

    Æji ég skil þetta ekki. Babel á að vera okkar fyrsti kostur á eftir Torres uppá topp af mínu mati og ætti að fá miklu fleirri mínútur en hann er að fá núna. Benayoun á aldrei að vera á undan honum inná, bæði er hann mun lélegri fótboltamaður og svo er framistaða hans í haust ekki beint glæsileg.

  47. Jæja. Náði að klára leikinn loksins og þá orðinn hæfur til að kommenta. Mér fannst þessi leikur fínn í nær alla staði. Varnarleg vorum við solid með sama hafsentapar og gegn Spurs sem kannski segir okkur mikið um það hversu erfitt var fyrir Sami og Agger að spila á WHL með öllum minni spilurunum.
    Afar fannst mér jákvætt að sjá Aurelio karlinn eiga góðan leik, þ.á.m. stoðsendingu. Var rosalega spenntur að fá hann á sínum tíma en hann er búinn að vera hundslakur þar til næu að undanförnu. Vonum hann batni áfram!
    Sammála KAR fullkomlega með Xabi og Kuyt. Var hjartanlega sammála honum með Xabi fram á haust en hef snúist eins og hann. Xabi er kominn aftur og það er fullkomlega frábært!
    Dirk Kuyt er að mínu mati óumdeildur í þetta lið okkar þessa dagana. Hef áður talað um skort á tæknilegum hæfileikum hans, en síðustu 8 – 10 leiki hefur þessi duglegi Hollendingur verið GRÍÐARLEGA mikilvægur og á sennilega stærsta þáttinn í stöðunni í stigatöflunni. Það sem skortir á í tækninni bætir hann upp með vinnslu og hann er kominn með mikinn leikskilning á þessari kantstrikerstöðu sinni!
    Keane karlinn fannst mér sprækur í fyrri hálfleik, kvikur og kom sér í færi, en eins og áður í vetur ekki nýtt sér þau. Einhver varð svo að víkja fyrir Torres og þar sem ljóst er að Gerrard er á sínum besta stað undir senternum var það Robbie.
    Flott frammistaða og ég tel ekki vera nema eitt að sóknarleiknum, við nýtum okkur ekki DAUÐAFÆRIN sem við erum að skapa. Eins og gegn Tottenham, en núna náðum við allavega að setja tvö. Minnst áttum við að skora fjögur mörk í þessum leik sem hefði þótt gott.
    Viðvörunarbjöllur? Ég er kannski skrýtinn en mér finnst BARA FRÁBÆRT að vera með 32 stig, átta stigum meira en United þrátt fyrir að ég telji liðið eiga mikið inni. Þó ekki væri annað en að Gerrard færi í sitt besta form og Torres verði ekki mikið meiddur! Á undanförnum árum höfum við átt erfitt uppdráttar á Reebok Stadium en yfirburðir okkar á vellinum fyrstu 45 og síðustu 30 voru algerir. Skil ekki umræðu um Bolton sem slakt lið og þannig enn einu sinni að tala um að við vinnum leiki af því mótherjinn sé slakur!!! Come on!
    Svo ætla ég að leyfa mér að lýsa fullkominni andstöðu við það að Ryan Babel sé það mikilvægasta í Liverpoolliðinu. Babel er spennandi leikmaður að mörgu leyti en linkurinn hans Agga í #46 hittir naglann á höfuðið. Ég vona virkilega að hann nái að verða meiri liðsmaður og verði betri í ákvarðanatöku varðandi sendingar og hlaup, því það þarf hann. Hins vegar er orðið ljóst held ég að við munum spila 4-2-3-1 nú um skeið og þá er hans kepnni tel ég vera við Torres, Gerrard, Riera og Kuyt. Hann og Keane koma svo þar á eftir. Ef hann ekki fílar sitt hlutverk er það vont mál, en það vitlausasta af öllu núna í stöðunni væri að breyta til að koma honum í liðið!!!!!
    Svo er náttúrulega í besta falli kómískt að vitna í Wenger og hans stefnu! Í vinnunni á fimmtudaginn fékk maður að heyra um alla þessa ungu pilta sem væru svo svakaleg efni. Í gær yfirspilaði Aston Villa þetta lið fullkomlega á útivelli, áttu að vinna miklu stærra! Ég vildi alls, alls, alls ekki skipta um hlutverk við stuðningsmenn Arsenal í dag, ekki séns. Ég legg mikið upp úr skemmtilegum fótbolta, en ekki það mikið að ég sé til í að tapa fyrir Stoke og Aston Villa! Ef leikkerfi Liverpool fellur ekki að Ryan Babel, eða hann vill ekki vera varamaður verðum við bara að selja hann. Eins og Riise, Cissé, Baros, Finnan og Crouch.
    Varðandi samning Benitez þurfum við ekkert að velta því mikið fyrir okkur. Hann fær nýjan 4ra til 6 ára samning á næstu dögum vegna þess að hann er búinn að endurbyggja LFC frá botni og uppúr og er nú kominn með langbesta leikmannahópinn síðan 1991. Óþarfi að rífast, við vitum öll að hann fær þennan samning……

  48. Babel er ekki lykilmaður í Liverpool. Hann hefur alla burði til þess ef hann hlustar á þjálfarana og sér eldri og reyndari leikmenn ef ekki þá verður hann ávallt miðlungsleikmaður. Hann er ungur að árum og í dag með mikla hæfileika en er óstabíl sem er týpískt fyrir unga leikmenn. Um leið og hann fer eftir því sem Rafa leggur upp og er orðinn betri í því að taka ákvarðanir inná vellinum þá verður hann án efa lykilmaður í Liverpool.

  49. Þetta er eitthvað það alblindasta sem ég hef séð hérna inni Maggi. Hvernig menn geta verið ánægðir með sóknarleik okkar er mér algjörlega fyrirmunað að skilja. Einnig fyndið hvað menn hoppa upp með þetta Wenger dæmi. ALDREI sagði ég að ég vildi vera í þeirra sporum, ég sagði bara að Babel væri þannig leikmaður að hann myndi blómstra hjá Wenger því þar fengi hann traust. En hinn niðurnjörvaði Benitez ætlar að skóla hann til á bekknum…gáfulegt!

    En Maggi og þið hinir sem haldið að sóknarleikur okkar sé fullkominn. Skoðið hvað við erum búnir að skora mörg mörk í vetur. Horfið á þegar menn eru með boltann og vita ekkert hvað þeir eiga að gera við hann, þar er Dirk Kuyt fremstur meðal jafningja. Menn tala hérna inni eins og hann eigi bara hvern stórleikinn á fætur öðrum. Hvernig væri að róa sig aðeins niður. Dirk Kuyt stóð sig vel, virkilega vel, í upphafi móts. Þá loksins var hann aðeins farinn að réttlæta verðmiðann sinn. Núna undanfarið hefur hann aðeins dalað, ekkert lélegur, en ekki eins og hann var í upphafi móts. Í gær t.d. fannst mér hann frekar slakur. Það stoppar stundum allt þegar hann fær boltann og hann veit ekkert hvað hann á að gera við hann…klaufast einhvernveigin með hann og er í bullinu. En duglegur er hann oft, það má hann eiga og margir leikmenn sem mættu taka sér það til fyrirmyndar. Þó gerðist það nokkrum sinnum í gær að hann missti klaufalega boltann og nennti ekki að hlaupa til baka og reyna vinna hann aftur eftir klúðrið sitt. Ég bíð ekki í það ef vinnusemin hans minnkar, þá er nú lítið eftir því ekki hefur hann hraða, boltameðferð eða útsjónarsemi.

    Enn og aftur kjósa menn að missklja það sem ég segji eins og þessi ágæti Maggi gæji hérna. ALDREI sagði ég að ég vildi breyta kerfinu til að koma Babel inn. Ég talaði um þessa leiki um daginn þegar Torres var meiddur og Keane ræpaði uppá bak einn uppá topp. Þá hefði Babel átt að spila. Mér finnst bara að hann eigi að fá það traust sem margir aðrir mun verri knattspyrnumenn hafa fengið, t.d. Dirk Kuyt. Hann lærir ekkert á að sitja á bekknum og finna að stjórinn hans treystir honum ekki.

    Þó við séum á toppnum þá er ekki þar með sagt að allt sé í blóma í leik liðsins eins og sumir virðast halda í einfeldni sinni. Það er alltaf hægt að bæta sig. Þegar sóknarleikur okkar er jafn bitlaus og hann er í dag er bara alveg lífsnauðsynlegt að laga hann svo við getum haldið okkur á toppnum…ekki stinga bara hausnum í sandinn og neita að viðurkenna vandamálið. Þá er mjög hætt við því að menn missi flugið ef þeir neita að reyna bæta sig afþví að allt gengur vel í augnablikinu.

  50. Frábær sigur á erfiðum útivelli!
    Maður finnur spennuna stigmagnast með hverjum leiknum, þetta fer að minna mann á stemminguna í den(allt of langt síðan)! Ég persónulega skynja það að strákarnir í Bítlaborginni finna smjörþefinn af titlinum og úrslitin og frammistaðan undirstrikar það. Deildarbikarinn var algjört aukaatriði en vonandi góður möguleiki fyrir arsenic að vinna eina silfurdollu.

  51. Vei, Benni Jón kemur með 7 vælubréf um Babel þangað til hann röksemd er skotin niður með linknum sem Magnús Agnar #46 birti.

    Ég legg til að þú Benni Jón byrjir bara að halda með Arsenal ef þér finnst þeir svona heilsteypt og gott sóknarlið. Hef aldrei vitað annan eins Neikvæðan Nonna á svæði 7 og þig.

    Leikskipulag Rafa hvort sem það er með Valencia eða Liverpool byggist uppá sterkum varnarleik og pressu. Leikmenn sem vilja spila 90mín í byrjunarliði undir hans stjórn þurfa að kunna öll leikkerfin, láta boltann ganga hratt milli manna og séu góðir sendingamenn, vera agaðir í staðsetningum, gefast aldrei upp þó móti blási og vera í því rosalega líkamsformi sem pressuvörnin útheimtir.
    Ryan Babel kann greinilega ekki leikkerfin, klappar boltanum alltof mikið og á slakar fyrirgjafir, er með mjög villtar staðsetningar, pirrar sig fljótt og hengir of oft haus og er alls ekki í nógu góðu formi eftir ÓL.

    Ég skrifaði í Tottenham þræðinum að við þurftum austur-evrópskar týpur eins og Pandev og Mutu til að gefa hópnum meira jafnvægi. Hrokafullir en samt vinnusamir og agaðir. Leikmenn sem teldu sig eiga að vera byrjunarliðsmenn og hafa þann x-faktor og karisma til að koma ungri leikmönnum og byrjunarliðinu uppá tærnar. Ryan Babel gæti verið sú týpa en það er eins með hann og svo margt hollenskt. Hann skortir agann, þolinmæðina og jákvæða útgeislun á velli.

    Að þessu sögðu þá er Babel mjög sérstök og hæfileikarík týpa af leikmanni, líkt og sást á 3-2 markinu gegn Chelsea í undanúrslitum CL í vor þá hefur hann þetta extra sem getur skipt máli í leikjum á topp-leveli. Þessvegna keypti Rafa hann. Í dag er hann hinsvegar langt, langt, langt frá því að vera tilbúinn. Að gefa honum nokkra leikja run núna í byrjunarliðinu myndi bara draga gengi Liverpool niðurávið. Á hinsvegar von á Babel sterkum eftir áramót þegar hann er kominn í betra form. Hann verður samt líklega bara super-sub. Babel fær ekki að byrja oftar inná fyrr en hann sýnir alvöru framfarir og bætir varnarleikinn svo hann sé ekki lýti á liðsheildinni.

  52. Held bara Sölvi minn að ég sé 100% ósammála þér. Þið talið bara eins og Ryan Babel sé smástrákur sem ekkert kann og sóknarleikur okkar sé með því betra sem sést….og ef maður er ekki sammála þá á maður bara að styðja Arsenal. Veit ekki hvað ég á að segja við svona bulli Sölvi minn, en vil samt biðja þig um að ALDREI AFTUR segja mér að halda með öðru liði eða á einhvern hátt gefa það í skyn að ég styðji ekki Liverpool.

    En gott og vel, við skulum bara vera allir ósammála. Þið eruð sáttir með steingeldan sóknarleik sem skilar allt of fáum mörkum á meðan ég vil bætingu á því sviði. Þið eruð sáttir við að Rafa svelti einn af okkar hæfileikaríkustu mönnum til að smalahundar eins og Kuyt og Keane komist í liðið.

  53. Mér þætti gaman að fá þessa kristalkúlu Benna Jóns lánaða sem segir honum að það sé sjálfsagt mál að liðið væri búið að ná þessum árangri ef Babel hefði spilað í stað Kuyt eða Keane það sem af er þessu tímabili. Annars er ekkert hægt að ræða þetta á jafnræðisgrundvelli, fyrr en hann deilir henni með okkur. 🙂

    Ég tel að í hvert skipti sem Benni Jón kemur hingað og fer að uppnefna Kuyt samalahundinn og þvíumlíkt þá spili Kuyt betur og betur, fyrst hann segir jú að hann styðji Liverpool í þessum síðasta pósti þá hlýtur þetta að vera einhverri hjátrú hjá honum og í raun sé hann einn helsti aðdáandi Kuyt. Þetta geri hann bara honum til stuðnings.

  54. benni jón. það er eitt sem þarf að skoða í babel umræðunni og það er það að rafa hefur sagt áður að babel spila á það háu tempói að leik hans ljúki eftir um 60 mínútna leik, einfaldlega vegna þess að bensínið sé búið. mun betra að hafa svona mann sem sub í síðari hálfleik ef á þarf að halda og babel hefur oft leyst það hlutverk glæsilega.

  55. “…þó er Babel svona 200 sinnum hæfileikaríkari en þeir allir til samans…” – en svo nokkrum kommentum síðar er Babel orðinn einn af hæfileikaríkari leikmönnum okkar …. gott að þú hefur tónað þig niður, Benni Jón.

    Það hefur enginn bannað þér að hafa skoðun á hlutunum en það er samt ótrúlega skrítið að sjá þig básúna svona mikið yfir því að Babel fái ekki fleiri sénsa þegar staða liðsins er eins og hún er. Mér er persónulega sama þótt Chelsea myndi skora 503 mörk í vetur, svo lengi sem við erum fyrir ofan þá í lok móts … þannig að þótt liðið skori ekki eins mörg mörk núna í deildinni og sum önnur, þá hef ég ekki áhyggjur. Ekki enn.

    Babel er hæfileikaríkur – því neitar enginn held ég – en hann hefur bara ekki verið að standa sig. Hann hefur fengið tækifæri með aðalliðinu og frammistaða hans ekki þótt nógu góð til að hlýða kalli þínu. Það að einhverjir hér séu ekki þér sammála þýðir ekki að þeir séu blindir!! Það er ansi mikill hroki í að halda því fram.

    “Steingeldur sóknarleikur” getur varla annað en skánað … og með stöðuna okkur á toppnum þá verðum við að vera bjartsýn yfir framhaldinu … eigum við ekki bara að taka þann pól í hæðina?

    “Smalahundar eins og Kuyt og Keane”….. ókei – sorrí, ég er bara ekki að ná þessu hjá þér. Er sem sagt Kuyt ekki búinn að vera einn af okkar bestu leikmönnum þetta tímabilið? Ætli ég taki þá ekki hrokafulla tóninn í þetta hjá mér og segi: Talandi um blindni… 😉

  56. Þetta virkaði allavega ekki í gær, því ekki var hann neitt spes á móti Bolton.

    En kjánalegt samt hvað svona gæjar eins og þessi Reynir Þ. reyna að koma umræðunni í eitthvað annað. Talandi útum rassgatið á sér um einhverja kristalkúlu og ég veit ekki hvað og hvað. Kuyt hefur lengi verið kallaður smalahundurinn, nafn sem ég veit ekkert hver kom með en lýsir honum ágætlega. Hann hleypur oft og hleypur en lítið sem ekkert gerist hjá honum. Ég hef þó aldrei sagt að Kuyt sé ekki góður leikmaður eins og allir hérna virðast halda.

    En ég nenni ekki að tala við ykkur um þetta meira. Babel skólast best á bekknum samkvæmt ykkur snillingunum, ég verð bara að vera ykkur algjörlega ósammála og vill að hann fái traust og tækifæri til að slípast til, eitthvað sem hann hefur aldrei fengið. Drengurinn hefur svo sannarlega hæfileikana. Þið úthúðið mér fyrir það hvernig ég tala um Kuyt(samt tala ég nú ekkert illa um smalahundinn) en drullið óbeint yfir Ryan Babel greyjið sem hefur ekkert gert til að verðskulda það, einfaldlega vegna þess að Rafa gefur honum aldrei séns.

    Snillingar eruð þið, úfff!

  57. Nei, einungis að reyna að opna augu þín fyrir því hvað það er algjörlega ekkert vit í því sem þú ert að segja. Verði þér að góðu. 🙂

  58. Doddi, lestu bréfin mín aftur og þá vonandi áttar þú þig á hvað þessi póstur þinn var bjánalegur.

    Trúi varla að ég þurfi að útskýra fyrir fullorðnum manni að því fleirri mörk sem við skorum, því líklegri erum við til að vinna leiki. Þú áttar þig alveg á þessu er það ekki Doddi? Síðan sagði ég að Babel væri 200 sinnum hæfileikaríkari en Crouch, Kuyt og Keane(menn með eitthvað í kollinum átta sig þó á því að þetta var sagt meira til að leggja áherslu á það, ekki að um útreiknaða staðreind væri að ræða), Doddi litli áttaði sig þó ekki á þessu og hélt að ég væri í bullandi mótsögn við sjálfan mig þegar ég sagði stuttu síðar að Babel væri einn af okkar hæfileikaríkustu leikmönnum…það vellur ekkert af þér vitið Doddi minn!

    Síðan þegar menn segja að Babel hafi ekki verið að standa sig, úfff, þetta er svo vitlaust. Babel hefur aldrei fengið traust og séns til að sýna sig og sanna. Í vetur hefur hann heilt yfir staðið sig mjög vel þegar hann hefur fengið sénsinn, ekki alltaf þó, en átt nokkrar stjörnu innkomur. En samkvæmt þessum rökum hjá meistara Dodda litla þá átti Kuyt aldrei að spila fyrir Liverpool aftur miðað við þær skammarlegu framistöður í fyrra. En þar sem það er Kuyt og hann er æðisleg költ hetja þá á þetta ekkert við um hann, bara Babel afþví að hann er svo óreyndur smástrákur. Samkvæmt þessum sömu rökum hjá Dodda litla þá ætti Robbie Keane ekki að spila meira, ekki hefur hann komist nálægt því að réttlæta þessar 19m sem hann var keyptur fyrir, en það má ekkert tala um það því það hentar illa málsflutningi Dodda og hinna snillinganna.

    Og Doddi litli, aldrei hef ég sagt að Kuyt hafi ekki verið góður í haust! Ég meira að segja kom því að í einum póstinum að hann hafi byrjað mjög vel þetta mót en samt reynirðu eins og rjúpan við staurinn að segja mig einhvern Kuyt hatara. Furðuleg árátta hjá þér.

    En ég legg til að við séum bara sammála um að vera ósammála. Þið viljið meina að sóknarleikurinn sé í blóma og að Babel eigi bara að vera heima með bleiu….oki doki, þið bara meigið vera á þeirri skoðun mín vegna. Mér finnst hún rosalega vitlaus, en það er svona, sitt sýnist hverjum.

    Og olli, hollenska landsliðið byrjar með Babel inná ekkert mál. Ég kaupi ekki þetta að hann hafi ekki úthald í 90min. Kannski ekki einn tveir og þrír, en eftir nokkra leiki þá verður það ekki vandamál. Síðan er líka þá alltaf hægt að skipta honum útaf ef hann er orðinn svona rosalega þreyttur 22 ára strákurinn.

    Þegar Torres var meiddur spilaði Keane uppá topp og sýndi að hann er engin maður í að spila einn þar í 4-2-3-1 kerfi. Ætlið þið í alvöru að segja mér að þið hefðuð ekki verið til í að sjá Babel fá sénsinn þessa leiki?

  59. Ég verð að segja fyrir mitt leyti að ég skil ágætlega sjónarmið Benna Jóns, einnig skil ég ágætlega sjónarmið hinna sem eru á annarri skoðun. Flestar skoðanir sem hér hafa komið fram eru ágætlega gildar skoðanir, en það er einn megingalli við þær sem veldur þessu fjaðrafoki og æsingi: Framsetningin.

    Benni Jón: Ef þú settir þínar skoðanir fram með aðeins minni árásargirni, þá fengirðu eflaust jákvæðari viðbrögð við þínum skoðunum, sem eru oft ágætar.

    Sama gildir um fleiri hér, raunar eflaust alla (ég á þetta oft til líka). Menn hrökkva í einhvern hrokafullan rifrildisham sem mun ekki leiða neitt af sér nema vitleysu. Sérstaklega er kjánalegt þegar menn fara að búa til skoðanir fyrir aðra og krydda tilvitnanir í þá. Sbr útúrsnúningur sumra varðandi Benna Jón og Arsenal.

    Ég er á því að Babel sé hæfileikaríkur og efnilegur. Ég trúi því að hann geti hugsanlega orðið frábær. En ég er líka á því að hann sé það ekki í dag og ég held að í dag myndi það frekar skaða liðið að fara að gefa honum sérstaklega eitthvað run af leikjum til að koma honum í gang. Ég veit samt ekkert um það náttúrulega. Ég er samt sammála Benna Jóni um að hann myndi mjög líklega blómstra hjá Wenger, eins og margir fleiri ungir leikmenn. Þeir sem halda að sú skoðun okkar Benna sé vitni um sérstaka ást á Arsenal ættu að vinna í að bæta lesskilning sinn, eða allavega hugsa málið betur.

    Ekkert af því sem ég skrifa hér að ofan er ætlað til að kynda frekar í einhverjum deilum eða tala niður til einhvers. Ég get oft verið algjör kommentafantur sjálfur, en ég veit líka einmitt þessvegna að það er ekki besta leiðin ef maður vill fá einhverjar undirtektar aðrar en skít á móti.

  60. VÁ! Þvílík lesning. Ég sem hélt að við ætluðum að geyma innbyrðis erjur þangað til eftir tapleiki 🙂

    Annars er ég algjörlega sammála Togga. Þessi !!upphrópunarumræða!! er ekki mjög málefnaleg og spurning um að allir tóni sig aðeins niður og hætti að gera öðrum upp skoðanir. Það er margt til í þessu hjá báðum deiluaðilum. Ég myndi ekki setja Babel inn núna á vinstri vænginn því mér finnst Riera vera að standa sig vel og gott jafnvægi í spilinu þar. Ég er sammála Benna með að Babel hefði nú hugsanlega átt að fá nokkrar mínútur á toppinn á kostnað Keane. Þá held ég líka að Babel eigi eftir að reynast liðinu mjög dýrmætur á leiktíðinni.

    Eigum við ekki að vonast eftir frábæru tímabili Liverpool, leiftrandi sóknarleik og nokkrum mörkum frá Babel? Geta ekki allir sætt sig við það?

  61. Miðað við frammistöður Ryan Babel undanfarið þá á hann ekkert erindi í þetta lið. Hann fékk fínt tækifæri til að sýna hvað í sér býr á móti Tottenham og hann skeit eftirminnilega upp á bak í þeim leik, svipað og í síðustu 4-5 leikjum sem hann hefur spilað þar á undan. Það er afskaplega frústrerandi að horfa á þennan dreng spila fótbolta.

    Og að nota markaþurrðir Keane, Crouch og Kuyt sem dæmi um það að Babel eigi að fá sénsinn er í besta falli hlægilegt. Þessir menn skiluðu afskaplega mikilli vinnu til liðsins á þurrkatímabilum sínum, annað en Ryan Babel sem virðist ekki hugsa um neitt nema sjálfan sig inná vellinum.

  62. Já, frábært hjá þér að nota Tottenham leikinn þar sem allir voru skelfilega lélegir og segja að fyrst Babel notaði ekki sénsinn þar þá bara er hann ónýtur. Mér fannst Babel nú bara eiginlega skástur í þeim leik. Hann í það minnsta reyndi og sýndi tilfinningar þegar hann fékk gula spjaldið, meira en allir hinir inná vellinum geta sagt. Samkvæmt þessu hjá þér ætti Lucas, Torres og Agger t.d. ekkert að fá séns aftur í bráð. Eða var þetta kannski aðeins vanhugsað hjá þér?

    Aldrei hef ég tekið eftir því að hann hugsi eitthvað sérstaklega bara um sjálfan sig inná vellinum. Hann er mun duglegri við að reyna verjast en hann fær kredit fyrir, það háir honum þó aðeins að hann mætti vera betri varnarmaður, en ef hann spilar uppá topp eins og ég er búinn að vera tala um þá er þetta nú ekkert stórmál.

    Ég skil ekki hvað allir virðast vera á móti Ryan Babel allt í einu, þetta er léttleikandi sóknarþenkjandi leikmaður sem skapar mikið, einmitt það sem vantar í okkar lið. Þó hann eigi ekki góðan dag þá er samt sem áður alltaf ógn af honum. En afþví að það er svö töff að fíla Dirk Kuyt þá er Babel bara auli sem á ekkert erindi í liðið. Ótrúlegt!

  63. Benni, nú ert þú að leggja mönnum til skoðanir sem ég held að fæstir þeirra taki undir. Ég held að flestir séu nefninlega mjög hrifnir af Babel og þeim möguleikum sem hann býr yfir. En á sama tíma er liðið að ná góðum úrslitum og því sennilega ekki rétti tímapunkturinn að hræra mikið í því.

    Ég er sannfærður um að Babel á eftir að reynast okkur mjög öflugur á þessari leiktíð. Hann er gjarn á að skora mikilvæg mörk og á örugglega eftir að gera það áfram. Ég vil sjá hann spreyta sig meira í framlínunni og tel hann geta gert góða hluti þar. Þá er ég líka yfirleitt pirraður yfir þeim spilatíma sem Yossi Benayon fær á meðan Babel fær lítið að spila. En getur ekki líka verið að það séu einhverjar ástæður fyrir þessu sem okkur er ekki kunnugt um?

  64. Vá Benni Jón, þú ert með endalausar fullyrðingar um hina og þessa leikmenn og aðra spjallverja hér. Svo gefuru þér einnig hvaða skoðanir við höfum á Babel. Þú ert eini maður hér að rífast og við bara fylgjumst undrandi með og reynum að manninn í símaklefanum.

    Ég hef t.d. ekki séð nokkurn mann hér halda því fram að sóknarleikur Liverpool sé eitthvað fullkominn, það vita allir sem hafa eitthvað vit á fótbolta að Rafa Benitez leggur meiri áherslu á vörn en glimrandi sóknarleik.
    Ég hef ekki séð neinn halda því að Babel sé neitt annað en frábært efni og góður leikmaður.

    Þetta virðist alltaf blandast í einhvern graut í hausnum á þér og allir bara í samsæri gegn þér og Babel. Svo koma komment um að vissir leikmenn séu 200 sinnum hæfileikameiri samanlagt en sú óvirðing að kalla leikmann Liverpool “Smalahund” o.s.frv.

    Þegar svo er ertu hrútleiðinlegur og ómálefnalegur penni. Notaðu þína orku og gáfur í að vera soldið meira uppbyggjandi. Ef þú blotnar svona í hvert sinn sem Babel kemur inná í 15mín og lítur vel út gegn þreyttum varnarmðnnum þá stofnaru þá bara þína eigin aðdáendasíðu. Ég skal lofa að kíkja á hana.

    Við hinir hérna erum hæstánægðir með gengi Liverpool þessa dagana en samt vitum við af vissum veikleikum hjá Liverpool þó við skrifum ekki 10 móðursjúkar greinar um þá líkt og sumir.
    Ef Rafa Benitez (einn menntaðasti fótboltaþjálfari heims) sem sér Babel á æfingu á hverjum einasta degi segir að Babel sé ekki tilbúinn enn þá dugar það mér. Tek hans orð yfir pár einhvers bloggara á Íslandi hvenær sem er.

    “Arguing on the Internet is like the special Oympics, even if you win you are still retarded.

  65. Benni Jón.
    Hvað heldur þú að þú hagnist á því að kalla menn blinda, segja pósta og skoðanir manna bjánalegar, nota orð eins og “snillingar”, “litli” um menn, segist ekki trúa ýmsu, s.s. “Trúi varla að ég þurfi að útskýra fyrir fullorðnum manni”???????
    Ertu nokkuð að kenna Fótboltafræði 102 einhvers staðar, þá kannski maður ætti að skrá sig?!?!? Fyrirgefðu, tek þetta til baka, ætla ekki í sandkassann!!!!!
    Það svo að gera mér upp þá skoðun að Babel sé ekki spennandi leikmaður er þín leið til að reyna að upphefja þig á minn kostnað. Gott og vel….. Ef það hjálpar þér þá verður bara svo að vera.
    Ég vona að við getum verið sammála um það að leikur gærdagsins hefði átt að skila minnst 4 mörkum, hugsanlega 7 miðað við dauðafærin okkar. Þá, svo ég útskýri, er ég að tala um Keane og Gerrard í markteignum, stangarskotin tvö og Lucas. Mér finnst það ágætur sóknarleikur, en ekki þér, við skulum líka vera ósammála um það.
    Ég vona líka að við getum verið ákaflega ánægðir báðir með stöðu liðsins, 8 stigum meira en United og jafnmörg og Chelsea. Held við séum sammála um það. En ég er greinilega sammála fleiru með flestum sem hér skrifa. Hvernig sem á því stendur…….. En við skulum vera ósammála um viðvörunarbjöllurnar, þá getur þú líka sagt við mig “sagði þér það” ef allt fer illa. Ég veit við gleðjumst saman ef það gerist ekki.
    En vonandi, virkilega vonandi, nær Ryan Babel að sanna sig hjá Liverpool, við skulum ekki gleyma því að Rafael borgaði hátt verð fyrir hann, nokkuð sem hann ekki gerir oft svo hann hafði trú á honum. Henry, sem menn líkja honum oft við, var lengi í fullkominn gang og það er alls ekki of seint fyrir strák að stíga næsta skref.
    Svo það sé á hreinu er ég alls ekki að tala um Tottenhamleikinn þar sem Babel var jafnslakur og allir aðrir. Mér finnst hann almennt hafa leikið frekar illa þegar hann hefur byrjað, og ég er alltaf jafnsvekktur þegar hann nær ekki að sanna sig.
    Gott að þú fílar ekki Wenger, skal alveg bakka niður með allt um það, enda Arsenal ekki unnið nema einn titil af sextán mögulegum síðustu fjögur árin og alveg ljóst að þeirra stjörnur, Fabregas og Adebayor fara að gefast upp á Emirates. Held svei mér að Arsenal spili ekki í CL á næsta ári. En nóg um Arsenal, mér heyrist við vera sammála um að það sé ekki merkilegur pappír.
    Sko, við getum bara verið sammála um SVO margt BJ!!!

  66. Þetta er alveg átakanlegt. Menn keppast hérna við að tala Ryan Babel niður og engin segir neitt en síðan kalla ég Dirk Kuyt smalahund og Sölvi hneykslast. Eins og ég útskýrði áðan, ég kom ekki með þetta nafn á hann og veit ekkert hver kom með það(einhver penninn af þessari síðu???), mér finnst það þó lýsa honum ágætlega. Það er þó engin alvara á bakvið þetta…æji ég nenn iekki að útskýra þetta, það er svo augljóst að þetta er ekkert illa meint nick-name. Sölvi er bara að reyna finna eitthvað til að vera með leiðindi útaf.

    Ég sagði í síðasta pósti: “Ég skil ekki hvað allir virðast vera á móti Ryan Babel allt í einu” …VIRÐAST!!! Orð sem þið hljótið að þekkja. Síðasta setningin var sögð svona ýkt viljandi, bara til að leggja áherslu á mína meiningu. Sölvi snilli auðvitað kýs að taka þessa einu setningu og kalla mig hrokafullan, dónalegan og ég veit ekki hvað og hvað. Vel gert Sölvi, bara go nuts í að finna eitthvað meira á mig!

    Komdu með allar þessar fullyrðingar sem ég kom með um hina og þessa leikmenn og aðra spjallverja eins og þú sagðir mig vera með. Það eina sem ég hef verið að segja er að ég vil sjá Babel fá meiri séns og traust frá Rafa….en það virðist vera alveg fráleidd hugmynd samkvæmt sumum hérna.

    Og Sölvi, Dirk Kuyt er smalahundur !

  67. Maggi:

    Houllier gerði þetta á sínum tíma, tók skot á mark og vildi meina að við værum sóknarlið. Þetta var nú ansi þunnt hjá honum allir sáu í gegnum það. Það að við fengum nokkur dauðafæri gegn Bolton er auðvitað jákvætt, en heilt yfir í leiknum vorum við frekar slakir sóknarlega. Það virðist vera alveg sama við hvern maður talar, flestir eru sammála um lélegan sóknarleik hjá Liverpool….nema menn hérna inni á kop.is …merkilegt.

    Við erum allt of hægir, fyrirsjáanlegir og menn virðast fáránlega staðir alltaf. Enda sér maður svo oft að boltamaðurinn hefur fáa möguleika og þarf oft að leika til baka, eitthvað sem fer alveg í mínar fínustu.

    En það fer ekkert í taugarnar á mér Maggi minn þó við séum ekki sammála. Við gerum greinilega bara ekki sömu kröfur um sóknarleik liðsins.

  68. En það sem ég ekki skil Benni Jón.
    Ef þetta er svona einfalt hjá okkur, hvers vegna í óskapar ósköpunum fatta þá mótherjar okkar þetta ekki og vinna okkur?!?!?!? Ekki bara Bolton og W.B.A., heldur líka Chelsea og United…..
    En ég er glaðastur yfir því að liðið er að standa sig vel í stigasöfnun þó þeir eigi ýmislegt inni!
    Ég vona að þú sért ekki að bendla mig við það að tala Babel niður. Ég bind við hann miklar vonir og væntingar sem ég hef ekki séð ennþá að hann sé fullkomlega að uppfylla.
    Ég er líka ekkert að tala um “glimrandi” eitt eða neitt, ég er bara svo sönglandi glaður að liðið mitt er tekið alvarlega í titilbaráttu eftir ansi, ansi langan tíma þaðan frá! Auðvitað væri frábært að fá upp sóknarlið eins og við áttum frá hausti ’87 til vors ’91 en í bili vill ég líka alveg fá massívt lið sem vinnur keppnir og leiki, sér í lagi í lok leikja. Eins og mér fannst liðin okkar vera frá ’82 til ’87 að mestu. Fannst t.d. liðið sem Roy Evans var með frábærlega skemmtilegt í mörgum, mörgum leikjum. En það vann einn deildarbikartitil, og smám saman gafst ég upp á því.
    Mér finnst fótboltinn hjá Houllier og Benitez ekki samanburðarhæfur Benni, það finnst mér alrangt. En nú ætlum við ekki að láta neitt fara í taugarnar á okkur og það er gott!

  69. Stend með þér í þessu Benni Jón. Babel ætti að fá meiri spilatíma, eins og ég hef oft talað um hérna….. Mín skoðun er sú að ef Babel væri búinn að fá jafn mikla þolinmæði og Kuyt, þá væri hann annar leikmaður í dag…. Hans tími mun þó koma ! 😉

  70. Svalandi að skrifa á bloggið og koma svo nokkrum klukkustundum síðar og sjá þetta. Ég las póstana þína Benni og ég svaraði. Og það að þú kjósir að grípa til “nafnakalls” (Doddi litli … sem by the way er ansi fjarri lagi, þar sem ég er sæmilega breiður og 183 sm á hæð) … þetta dæmir sig bara sjálft. Þú ýjaðir að blindni hjá sumum sem vildu ekki sjá það sem þú sást, og ég svaraði þér bara í sömu mynt – og tók fram að það væri hrokafullur tónn í því.

    Punkturinn virðist hafa síast inn hjá þér því þú áttir kannski svo erfitt með að melta þetta að þú bregst hinn versti við.

    Svaraðu mér samt einu elsku kallinn minn … hvar var ég að reyna eins og rjúpan við staurinn að kalla þig Kuyt-hatara í þessu kommenti mínu??? Plís – bentu mér á það!

    Og fyrir utan Manchester leikinn, hvaða stjörnu-innkomur hefur Babel átt?? Þú talaðir um nokkrar – segðu mér endilega í hverju blindni mín felst.

    Gúsfraba …. dettur mér helst í hug.

    Menn hafa svarað þér hérna málefnalega og aðrir kannski minna. Þú kýst að svara okkur öllum á sama hátt. Allt veltur þetta á einu “smáatriði” sem við hér á blogginu erum eðlilega ekki sammála um: á að gefa Babel fleiri tækifæri eða ekki? Þarf það að leiða til þess að væna mann um eitthvað sem maður hefur ekki verið að gera?

    Gúsfraba.

    Áfram Liverpool!

  71. Sko Benni Jón það þýðir ekkert bara að búa til staðreyndir. Þú talar um að Kuyt hafi fengið sénsinn upp á topp og Pennant með, þá ertu væntanlega að tala um Pompey leikinn sem Babel einmitt byrjaði.

    Svo talaru um markaleysi og lélegan sóknarleik. Get svo sem alveg tekið undir með þér að Liverpool spilar engann dúndrandi Arsenal bolta en einmitt stærsta breytingin sem ég sé á þessu tímabili er hversu mikið hnitmiðaðari sóknir liðsins eru og enda nánast alltaf á slútti. Menn hafa auðvitað mismunandi skoðanir á boltanum en mér finnst allavega fátt skemmtilegar en að sjá hnitmiðaðar og vel útfærðar sóknir sem enda með skoti og vonandi marki.

    Hins vegar verð ég bara að standa með þér í þessu máli með Babel. Mér finnst óskiljanlegt af hverju maðurinn fær ekki meiri spilatíma. Rafa hefur jú komið fram og sagt að hann sé ekki í formi né leikæfingu. En hvernig kemst maður í leikæfingu? Jú auðvitað með því að spila. Þetta er nefnilega það eina sem ég sé að Rafa. Hann er of þrjóskur. Hefur gefið Kuyt endalausan tíma. Jújú það er að skila sér núna en ekki gleyma að þetta er 3 tímabilið hans hjá liðinu. Það tók hann 4 tímabil að fatta að skiptikerfið gekk ekki upp. Crouch fékk nokkuð langan tíma og núna Robbie Keane. Þá hlýtur maður auðvitað að spyrja sig, af hverju ekki Babel, sem er óumdeilanlega töluvert hæfileikaríkari og í þokkabót töluvert yngri?

    Mér finnst hins vegar líka full djúpt tekið í árina að ætla reka Rafa fyrir þetta en ég meina sitt sýnist hverjum. Það er alveg deginum ljósara að Benni er enginn sérstakur aðdáandi Rafa sem er gott og blessað svo sem.

    Stór spurning sem erfitt er að svara. Meðan liðið er að vinna leiki verður auðvitað erfitt fyrir Babel að brjótast inn, en það er einmitt þá sem við fáum að sjá úr hverju drengurinn er gerður. Samkeppni er auðvitað af hinu góða og ég er ekki í nokkrum vafa að ef Babel fær sénsinn eigi hann eftir að þjarma að Keane og Kuyt og félögum.

  72. Til að bæta við punktinn hjá mér um markaleysi, má til gamans geta að Liverpool skoraði einmitt liða flest í öllum keppnum á síðasta tímabili.

  73. Benni Jón…
    “Og olli, hollenska landsliðið byrjar með Babel inná ekkert mál. Ég kaupi ekki þetta að hann hafi ekki úthald í 90min. Kannski ekki einn tveir og þrír, en eftir nokkra leiki þá verður það ekki vandamál. Síðan er líka þá alltaf hægt að skipta honum útaf ef hann er orðinn svona rosalega þreyttur 22 ára strákurinn.”

    í fyrsta lagi kemur aldur málinu ekkert við.
    í öðru lagi, þá skiptir engu máli hvað hann spilar marga leiki upp á úthald. það er bara ekki hægt að halda út í enska boltanum á þessu tempói. helduru virkilega að rafa og sérfræðingar hans haldi þessu fram, af því bara. þeir hljóta að vita þetta fyrir víst ef þeir halda þessu fram, enda fagmenn.
    í þriðja lagi þá eru flestir sem eru á móti þér í þessu máli, ekki að tala babel niður, ég les það allavega ekki út úr málefnalegustu kommentunum.
    í fjórða lagi þá hefur babel verið að spila undir mínum persónulegu væntingum í vetur, en það er sennilega af því að hann endaði tímabilið í fyrra óaðfinnanlega.

    babel er magnaður leikmaður, en þú labbar ekkert inn í lið liverpool þegar liðið er að spila eins og það gerir. og allt þetta tal um það að sóknarleikurinn sé slakur, ég vísa því á bug. við sköpum okkur 6 dauðafæri á útivelli, höldum hreinu og skorum 2 mörk. ekki myndi ég taka sénsinn á að breyta byrjunarliðinu. menn mættu nýta færin betur en annað finn ég ekki að okkar fína sóknarleik.

  74. Olli,
    Sóknarleikinn hjá Liverpool má víst bæta töluvert, en slíkt yrði þá á kostnað varnarinnar enda sárvantar okkur enn mun heilsteyptari bakverði. Um leið og Liverpool missir boltann hafa sóknarmenn skýrar skipanir um að loka vissum svæðum og beina spili mótherjanna eftir þörfum. Þannig er bara leikfræði Rafa Benitez.
    Okkur skortir hraða og tækni á boltanum til að vinna sömu stórsigra á litlu liðunum og Chelsea og Man Utd eru að innbyrða þessa dagana. Hraðari sóknarfærslur og miðjumenn sem geta tekið varnarmenn á. Okkur skortir enn breidd í sóknarleikinn og að menn séu að fara meira upp kantana og gefa nákvæmar sendingar fyrir. Okkur vantar betri bakverði sem taka fleiri overlap og að sækja hraðar á lið áður en þau geta stillt upp í vörn.
    Einnig vantar góðan power-forward (Heskey, Luca Toni týpan) sem dregur til sín varnarmenn og opnar svæði fyrir hina og getur tekið niður háa bolta og haldið possession ofarlega.

    ERGO. Liverpool eru pínu fyrirsjáanlegir í sókninni. En afburða vel skipulagðir á miðju og í vörn.
    Afhverju sóknarleikur Liverpool á að gjörbatna af innkomu Babel er hinsvegar ráðgáta sem aðeins Benni Jón getur svarað. Málið er nefnilega að Babel er með gríðarmikinn sprengikraft en ofboðslega fyrirsjáanlegur leikmaður í dag sem leitar alltaf af kanti beint inná miðju. Stundum er hann jafnvel að þvælast fyrir okkar miðjumönnum í leikjum.
    Babel fer líka sjaldan upp kantinn og nær sendingum þaðan langoftast ekki yfir fyrsta-annan varnarmann. Einnig tekur hann of margar snertingar á boltann og hægir ómeðvitað á sóknarleik liðsins. Eins og Guillem Balague bendir á #47 er Babel ekki enn orðinn nógu þroskaður til að meta aðstæður rétt á vinstri kanti og vita uppá hár hvenær skal fara upp kantinn, gefa fyrir, bíða eftir stuðningi bakvarðar og senda eða sækja inná miðju. Reynir oftast sömu trikkin í hvert sinn og hengir haus ef þau ganga ekki upp.
    Þegar hann nær þessum skilningi þá hefur hann sprengi og skotkraftinn ásamt touch-inu til að verða einn af allra hættulegustu sóknarleikmönnum heims. Í dag er hann þó langt, langt, langtífrá nógu heilsteyptur leikmaður í slíkt. Í sínu besta formi hafði Harry Kewell akkúrat þennan djúpa leikskilning og því gaf Rafa honum sénsa hvað eftir annað þrátt fyrir stöðug meiðsli.
    Já það hefði mátt prófa Babel uppá topp t.d. í deildarbikarnum en Rafa spilaði Torres þar og var að reyna dreifa gæðum jafn yfir liðið ásamt kjúklingum. Einnig vildi hann líklega sjá hvort Babel fúnkeraði með Plessis og co. á miðjunni og gæti stjórnað miðjuspilinu. Gekk ekki.
    Það eina sem myndi hljótast að löngu rönni Babel í byrjunarliðinu núna er að hann myndi fá meira sjálfstraust og spila mun betur en líklega hægt og rólegt sig Liverpool niður töfluna og við sitja fastir í 3.sæti.

    Einnig hljómar þetta rapp-tónlistarstúss kappans ekki vel. Höfum þegar haft einn slíkan sóknarmann hjá Liverpool í Djibril Cisse. Ef það er í besta lagi að líkja Kuyt við smalahund þá má kannski líkja Babel við einhvern pimp í bandarísku rapptónlistarmyndbandi. Hvernig hljómar það Benni? Ágætlega?
    Nei eigum við ekki að reyna hafa þetta á aðeins hærra plani en slík barnaleg uppnefni, sama hver kom með þau fyrstur og hvaða leikmaður á í hlut.

  75. Ja hérna Benni minn er, þú verður nú aðeins að anda hægar.

    Annars ættir þú að athuga vinningslýkur okkar þegar Kuyt er í liðinu miðað við þegar hann er ekki í liðinu. Með Babel þá vill ég endilega að hann fái að spila meira en ég verð að segja að hann hefur ekkert verið meira sannfærandi fyrir framan markið en aðrir, einnig finnst mér Kuyt hafa verið okkar besti maður í vetur ásamt S alanso, Carra, skirtel og nú Agger. einnig er strákurinn farinn að skora mikið og er nú markahæstur í liði Liverpool. Benitez sagði í viðtali í byrjun tímabilsins að galli Babbels væri hans vinna aftur þegar Liverpool er ekki með boltann. Einnig sagði hann í sama viðtali að þeir væru að vinna sérstaklega með Babel til að bæta þann hluta leiksins hjá honum. Babel sagði sjálfur í sumar að hann væri enþá að venjast hraðanum og vantaði en upp á styrkinn til að geta spilað heilann leik. Og ef hann getur ekki spilað heilann leik þá er betra að fá hann og hans hraða inn á þegar aðrir eru orðnir þreyttir. Einnig tel ég að Babel hafi blætt fyrir að missa af öllu undirbúningstímabilinu. Fyrst var hann meiddur meirihluta sumars og svo þegar hann kom til baka þá þurfti hann að fara á Ól leikana. Það gefur auga leið að þá fá menn ekki að hoppa inn í liðið.

    Annars á bara ekkert að þurfa að drulla yfir okkar leikmenn í dag þó maður sé aðeins pirraður yfir nýtingu þeirra fyrir framann markið. Það var einmitt útaf því sem við töpuðum fyrir Tottenham í stað þess að rasskella þá 4-0.

  76. Er af mörgu leiti sammála Sölva hérna að ofan.
    Ástæðan fyrir því að sóknarleikur okkar myndi batna af mínu mati er sá að hann hefur hraða og þetta óvænta uppá topp sem t.d. Robbie Keane hefur ekki, enda gat hann ekki neitt þessa leiki sem hann spilaði sem fremsti maður og þá hefði ég viljað sjá Babel fá tækifæri. Ég vil ekki að hann sé notaður á kantinum, ekki nema þá leik og leik því hann er sóknarmaður fyrst og fremst, og því þarf lítið að hafa áhyggjur af því hvort hann leitar inná miðjuna eða ekki. Þetta með krossana hans er ég þó alls ekki sammála, það var nú bara í Tottenham leiknum um daginn þar sem tvö mörk voru skoruð eftir sendingar/hornspyrnur frá honum…eitthvað sem sérst ekki oft hjá Liverpool. Auðvitað er erfiðara fyrir Babel að fá mínútur núna þegar Torres er kominn aftur en af mínu mati á Babel að vera fyrsti varamaður fyrir Torres og hefði átt að byrja alla sjö leikina þegar Torres var meiddur. Hann hefði klárlega gert meira en Robbie Keane sem gerði sára lítið af viti í þessum leikjum.

    Annað sem ég skil ekki. Flestir virðast sammála því að Babel sé hæfileikaríkur og mjög spennandi leikmaður sem þó þarf að slípast til. Ég er allavega algjörlega sammála því. En hvernig á hann að slípast til þegar hann situr á bekknum leik eftir leik? Ég sé ekki hvernig hann á að verða betri leikmaður með því að tína flísar úr rassinum á sér. Þú slípast til sem leikmaður með því að spila. Það gerist lítið þegar þú situr á bekknum með ekkert traust frá stjóranum.

    Og Siggi. Ég er ekkert að segja að Dirk Kuyt eigi að fara úr liðinu, alls ekki. Hann er búinn að vera fínn í haust. Mér finnst hans framistaða reyndar hýfð allt of mikið upp, gert allt of mikið úr því að hann sé ekki lélegur lengur, en hann hefur klárlega verið mun betri en í fyrra og ég hef bara ekkert þannig yfir honum að kvarta. Það sem ég var að gagnrýna með hann var að hann var færður uppá topp með Keane um daginn en Babel fékk ekki sénsinn. Fyrst hann ætlaði að spila með tvo uppá topp, afhverju hélt hann ekki Kuyt úti hægra megin þar sem hann er búinn að vera spila ágætlega í haust og setti Babel uppá topp með Keane? Þetta var bara eitt dæmi. Mér finnst Babel fá bara allt of lítinn séns hjá Benitez til að þroskast sem leikmaður…og alveg sérstaklega þegar við tökum mið að því hvernig sénsa Peter Crouch, Robbie Keane og sérstaklega Dirk Kuyt í fyrra fengu.

    Og Sölvi, þú mátt kalla Babel hvað sem er fyrir mér, pirrar mig lítið. Ég er engin svakaleur Babel aðdáandi þannig, mér aftur á móti finnst hann hafa hæfileika sem okkur skortir alveg sárlega oft í leikjum, og mér finnst ótrúlegt að Benitez skuli því ekki nota hann meira. Ef hann er á einhverjum spes æfingaprógrammi til að bæta sinn leik þá er það bara frábært, en hann þarf þó að spila alvöru leiki til að bæta sig, það er alveg deginum ljósara af mínu mati.

    …og ég mun ekkert hætta að kalla Kuyt smalahund. Þetta er nú bara í gríni sagt og ef það má ekki aðeins grínast hérna þá er nú fokið í flest! Held að menn ættu aðeins að sláka á viðkvæmninni gagnvart léttum viðurnefnum.

    Brúsi: Enn og aftur lesa menn ekki það sem ég er að segja. Aldrei hef ég sagt að það eigi að reka Rafa fyrir þetta Babel dæmi. Ég er heilt yfir mjög hrifinn af Rafa eins og ég sagði hér að ofan einhverntíman. Ég vil bara ekki gefa honum nýjan samning fyrr en í sumar. Hann hefur aldrei náð árangri í deildinni og þó þetta líti ágætlega út í augnablikinu, þá vil ég samt bíða fram á sumarið. Engin árangur, engin samningur. Fimm ár án titilbaráttu er bara of mikið fynnst mér(ef við gefum okkur að við verðum ekki í titilbaráttu í vor). Ég er þó alls ekkert ánægður með allt sem Rafa gerir, vandræðalegur sóknarleikur er hans lang stæsti galli finnst mér. Í fyrra var í fyrsta skipti sem við skoruðum mikið af mörkum, en eins og ég sýndi hérna um daginn þá voru mörkin í deildinni allt of fá eins og undanfarin ár. Hann verður að laga sóknarleikinn sinn svo við getum klárað þessa leiki.

  77. Benni Jón.
    Við skulum hafa þetta átján ár án titilbaráttu. Fjórum framkvæmdastjórum seinna. Í dag er ég á því allavega að um besta hóp LFC á þeim tíma sé að ræða og minni þig á að Rafa talaði Gerrard til að fara ekki (tvisvar jafnvel), fann Agger, Skrtel, Reina og Arbeloa án þess að nokkur vissi hverjir það voru. Núna að undanförnu hefur Torres lýst því að Rafa var aðalástæða þess að hann kom og hefur margítrekað lýst því að Rafa sé besti þjálfari sem hann hafi haft. Rökin fyrir því að reka hann eru ein, að mínu mati, þau að hann hefur ekki verið í titilbaráttu. Við ritstjórarnir hér erum held ég allir sammála þér um það ef að liðið verður ekki í almennilegum slag í apríllok og fram í maí þyrfti að skoða hlutina.
    En eins og ég hef nefnt hér áður er ljóst að eigendur og leikmenn vilja að hann skrifi undir samning strax og því nenni ég ekki að velta mér upp úr því, enda tel ég liðið verða í baráttu fram á vor.
    En í guðanna bænum öll, hættum að tala um “blússandi sóknarfótbolta Arsenal”. Hef séð þrjá deildarleiki Arsenal að undanförnu, Stoke, MUtd og Aston Villa. Í ENGUM þessara leikja eru The Gunners að ná einhverjum blússandi bolta og voru hreinlega arfa, arfaslakir gegn Villa, liði sem sumir hér voru albrjálaðir yfir að við gerðum jafntefli við á Villa Park.
    Arsenal er ekki lið í dag sem á að líta til sem einhvers urrandi sóknarliðs, nema í einum og einum leik! Greinilegt að þeir fylla illa skörð Henry, Hleb og Rosicky. Hættum að bera þá uppi sem eitthvert svakalið, í guðanna bænum!!!!

  78. Eitt sem ekki má gleyma Benni minn og það er að þegar Benitez setti Kuyt framm þá hefur hann skorað og skorað og það mikilvæg mörk. Það er nú einu sinni þannig að Kuyt er frekar sóknarmaður en Babbel. Ég held að Babbel muini spila meira og meira þegar líður á tímabilið. benitez er frægur fyrir að láta menn bíða sem náðu ekki undirbðúningstímabilinu og þú getur ekki neitað því að Babbelo spilaði ekki einum sinni æfingaleik fyrir okkur þannig að hann getur ekki búist við að fá sénsinn á undan þeim sem eru að spila núna. það er svo annað mál að hann hfði mátt spila meira í fyrra þegar við vorum ekki að gera neinar rósir í deildinni. En ég veit að við vonum jú báðir að þú sért að fara með fleipur og þurfir að éta þetta ofan í þig það er eitthvað svo auðvellt að éta ofan í sig þegar það kemur Liverpool til góða 🙂

  79. Til þeirra Liverpool aðdáenda sem ég særði blygðunarkennd með því að hafa byrjað á því að kalla Kuyt-smalahund, biðst ég innilega afsökunar. Ekki það að ég ætti erfitt með að sjá jafnmikil læti yfir því ef t.d Skrtel yrði kallaður Terminator, sem er viðurnefni sem lýsir honum einnig ágætlega. Ég skal taka allan hita af þeirri umræðu og óþarfi að úthúða Benna Jóni fyrir uppnefnið “smalahundur”(Sölvi). Sendu mér frekar pillu. Viðurnefnið fannst mér einfaldlega spaugilegt og eiga vel við hann í fyrra, þegar hann hlóp eins og rófulaus hundur út um allar trissur án þess að gera lítið gagn. En batnandi mönnum er best að lifa eins og segir í máltækinu. Kuyt er þegar búin að skora fleiri mörk á þessu tímabili en á öllu tímabilinu í fyrra, geri aðrir betur. Á síðasta tímabili skoraði Kuyt 3 mörk í deildinni, þar af tvö úr vítum í sama leiknum á móti Everton. Ekki par góður árangur fyrir mann sem spilaði sem framherji lungan úr tímabilinu. Ég get þó alveg brotið odd á oflæti mínu og viðurkennt að Kuyt hefur (með örfáum undantekningum) spilað mjög vel á þessu tímabili og skorað mikilvæg mörk. Sennilega verið einn okkar besti leikmaður það sem af er á tímabilinu ásamt Alonso. Þetta er nefnilega ekkert spurning um einhvern persónulegan ávinning fyrir mig. Það hlakkar ekkert í mér þegar Kuyt spilar illa svo ég geti kallað hann smalahund og hakkað hann í mig hérna á spjallinu. Ég bíð ekkert límdur fyrir framann kassann eftir því að hann misstigi sig. Heldur snýst þetta alltaf um hvað er Liverpool til framdráttar. Ef veikleiki liðsins er hálfgagnlaus smalahundur, þá er það ekki nógu gott, ef það er áhugalaus fyrirliði, þá er það ekki nógu gott, ef það er ónýtur vinstri bakvörður, þá er það ekki nógu gott.
    Þess vegna skil ég margt af því sem Benni Jón hefur áhyggjur af varðandi sóknarleikinn þ.a.m bekkjarsetu Babel, því það verður að viðukennast að stundum hefur vantað bit í hann t.d eins og á móti Stoke og Tottenham. Ég er ekki að segja að mér finnist við e-ð steingeldir sóknarlega, heldur kannski aðeins bitlausir og oft eilítið hugmyndasnauðir. Ég held að flestir geti viðurkennt að þetta hefur verið að detta með okkur í haust, ekki það að við höfum alltaf verið e-ð ljónheppnir, þó kannski ekki alltaf mjög sannfærandi. Ég verð samt að segja að ég hef sjaldan verið með jafngóða tilfinningu fyrir tímabili og einmitt í ár, ekki út af því að við erum á toppnum heldur finnst mér vera e-ð svona “momentum” í liðinu sem ég á erfitt með að útskýra. Ég vona bara sóknarleikurinn slípist aðeins til og líkt og Kristján Atli að liðið sé ekki búið að toppa ennþá.

  80. Sem gamall bóndi taldi ég hugtakið “smalahundur” ekki neikvætt!!!
    Smalahundur gerir MIKIÐ gagn, auðveldar skítverkin verulega og er undantekningalaust tilbúinn að deyja fyrir eiganda sinn. Bændur sakna einskis meira en góðs smalahundar, trúið mér!!!

  81. Ég held að þessi lýsing Magga sé svolítið lýsandi fyrir Kuyt, ætli hann sé ekki smalahundur eftir allt, auðvitað í góðum skilningi 🙂

  82. það þarf ekki að rífast mikið um Babel. hann byrjaði á móti Spurs í deildarbikarnum og gat ekkert hljóp með boltan þangað til hann missti hann það sú frammistaða svara því af hverju hann er ekki að spila meir. Svo kemst hann ekki með hælana þar sem Keane hefur hælana sem liðsmaður. Þetta er hópíþrótt og hr Benitez er vel meðvitaður um það. Hins vegur hefur sókanrleikur liðsins svo sem ekki verið spes eða öllu heldur nýting á færunum. Ég var mun ósáttari við það þegar Keane var tekinn af velli eftir klukkutíma leik eftir að hafa sett 2 á móti WBA heldur en að babel sé ekki í byrjunarliðinu. Hans tími kemur þó klárlega.

Torres á bekknum

Helv… Gerrard missir af landsleiknum. (uppfært)