Liverpool 1 – Lazio 0

Liverpool spilaði sinn 8 æfingaleik og jafnframt sinn síðasta á þessu undirbúningstímabili. Liðið vann þá Lazio á eina æfingaleiknum sem spilaður var á heimavelli. Það var Voronin sem skoraði á síðustu mínútum leiksins. Þar sem ég sjálfur sá ekki leikinn þá læt ég einfaldlega fylgja leikskýrsluna frá Liverpool Echo og official síðunni.

Svona var byrjunarliðið:

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger – Dossena

Kuyt – Alonso – Plessis – Benayoun

Keane – Torres

Á bekknum: Cavalieri, Hyypia, Ngog, El Zhar, Voronin, Darby, Pennant, Insua, Finnan, Spearing, Nemeth

Rafa hafði þetta að segja eftir leikinn:

“The young players were good too. We know all about the senior players but they all played well. Nabil El Zhar, Jay Spearing, Damien Plessis, and Nemeth – they were all good.”

Og þegar hann ræðir um Alonso segir hann:

“He was playing well. That was positive for us. He is a good player and hopefully we will have another good player coming in soon. We can improve so we will try to improve.”

6 Comments

  1. Greinilegt að menn voru ekki að fara í takklingar og slíkt á fullu. Leikurinn á fínum hraða og lítið stórt í gangi.
    Hins vegar voru fagnaðarlæti Voronin skrýtin. Setti fingurinn á munninn og sneri sér að The Kop. Lítil, reyndar engin, gleði þar á ferð….
    En fínu undirbúningstímabili lokið. Nú byrjar alvaran.

  2. Einhverstaðar las ég það að nokkrir af stuðningsmönnum hafi ekki tekið vel á móti honum (Voronin) þegar að hann kom inná. Með því að setja fingur á munn, þá var hann kanski að segja þeim að halda kjafti.Sá ekki leikinn(var á tónleikum með Clapton). Menn eru ekki að gefa sig á fullu í þessa æfingaleiki eins og gefur að skilja, forðast tæklingar o,s,f.

  3. Það er rétt, hann var púaður þegar hann kom inn á. Auk þess heyrðust ansi heimskuleg Barry hróp sem voru ekkert annað en skot á Rafa, svo fóru sömu aðilar að syngja Rafa Rafael lagið. Eitthvað ringlaðir í kollinum þessi grey. Annað kannski ekki eins alvarlegt en þó bannað var Kean-o chantið sem heyrðist einnig. Frekar vandræðalegt.

  4. Mér finnst persónulega að það sé fáránlega lélegt að púa á Voronin. Þó hann sé ekki jafn góður og Torres þýðir ekki að hann sé ekki að leggja sig fram og gera sitt besta! Frábært að hann hafi skorað til að troða aðeins upp í þessa veruleikafirrtu vitleysinga sem vilja bara hafa 4 Torres-a frammi og ekkert minna.
    Afsakið pirringinn en mér finnst þetta bara asnalegt!

  5. Það hafa nú reyndar verið ýmsar sögur á kreiki um þetta pú á Voronin og einhvers staðar las ég að púinu hefði verið beint að þeim sem voru að syngja níðsöngva um Gareth Barry og svo óheppilega vildi til að Voronin hefði tölt inn á völlinn á sama tíma. Ég vil allavega endilega trúa öllum kenningum öðrum en þeim að púað hafi verið á hann því það hefur nú þótt venja meðal púllara að styðja sína menn fram í rauðann dauðann á meðan þeir eru að hlaupa um völlinn fyrir hönd félagsins, hversu mikið svo sem þeir bölva þeim fyrir og eftir leik.

  6. Mikið var ég sáttur við frammistöðu Spearing. Hann heldur bolta vel og var með frábærar sendingar. Ef þetta er það sem koma skal hjá honum þá hlýtur hann að fá nokkra leiki í vetur.

Unglingarnir í frumskóginum – eiga þeir séns? (uppfært)

Skrtel punktar