Hicks vill að Parry segi af sér!

Ja hérna! Ég var alveg búinn að gleyma eigendum liðsins. En Tom Hicks minnir rækilega á sig því hann hefur krafist þess að Rick Parry segi af sér. BBC halda því að þetta sé vegna þess að Parry hafi tekið upp málstað George Gillett í deilumálum þeirra.

Við uppfærum þegar að fleiri fréttir berast.

Uppfært (EÖE): Egill bendir í kommentum á miklu betri grein um þetta mál í Times. Þar er því haldið líka fram að DIC hafi lýst yfir að þeir hafi ekki lengur áhuga á að kaupa LFC vegna deilumála núverandi eigenda.

Einnig segir:

>Hicks is said to hold Parry responsible for Liverpool’s poor performance commercially, especially in relation to Manchester United, whose turnover of £212.1million dwarves the Mersyside club’s £133.9m.

>The American also claims there is a lack of communication between Parry and Rafael Benitez, the manager, when it comes to signing new players, and is unhappy at Parry’s sometimes fractious relationship with fans and sponsors.

Þetta hljómar svo sem ágætlega. En þessar deilur á milli eigendanna munu ekki hjálpa liðinu okkar.

25 Comments

  1. Þessir menn VERÐA að fara læra þá list að leysa sín mál bak við hljóðeinangraðar og luktar dyr!!!!!

    Fávitar.

  2. Það er alveg ótrúlegt að Liverpool sé að ná þó þettum góðum árangri í ár miðað við hvað er að gerast hjá eigendunum. Undanúrslit í meistaradeildinni og 4 sætið í deildinni er alls ekki lélegt þó að allir stuðningsmenn Liverpool vilji meira.

    Hins vegar vorkennir maður bara Rafa að þurfa að standa í þessu rugli með yfirstjórn félagsins og það er ekki öfundsvert fyrir hann að reyna að halda leikmönnunum einbeittum með þessa vitleysu í fjölmiðlum.

    Ég vil gjarnan að einhver komi og kaupi Liverpool og það sem fyrst þar sem að þetta er að verða langur og leiðinlegur farsi.

  3. Þessi endalausi sirkus ætlar engan endi að taka, og ég segi fyrir mitt leyti að ég er að verða þokkalega pirraður á þessu rugli öllu saman.
    Það kemur málinu ekkert við, hvort ég vill hafa Parry áfram í stjórn, Rafa áfram sem þjálfara eða boltastrákinn við hliðarlínuna áfram í þeiri stöðu. Fyrst og fremst þarf að fara skapast sátt um klúbbinn MINN !! Ég segi klúbbinn minn, því að í mínum augum er það alveg ljóst að við stuðningsmennirnir eigum þennan klúbb með hverri einustu tölu sem honum fylgir, og þó einhverjir kanar séu skráðir á pappírum sem eigendur, þá þýðir það ekki að þeir geti eða megi haga sér eins og þeim sýnist. Ég er orðinn hund helvíti leiður á þessu bulli öllu saman og krefst þess að menn nái sátt um rekstur klúbbsins til framtíðar. Að öðrum kosti eiga þeir að hafa vit á því að láta öðrum eftir stjórn klúbbsins og fara að snúa sér að einhverju öðru.

    Burt séð frá því hver á að vinna við hvað, eða eiga hvað.. þá vil ég bara að það komist á friður innan LFC, svo menn geti farið að einbeita sér að því sem skiptir mestu máli…ná árangri og bæta sig.
    Ég get ekki ýmindað mér hvernig það er fyrir starfsfólkið að vinna undir þessari vitleysu og mér er ekkert um það gefið að þessir jólasveinar séu að gera okkur að aðhlátursefni um víða veröld !!!
    Carl Berg pirraði.

  4. Tímasetningarnar hjá þessu andskotans Hicks fífli eru alveg ótrúlegar. Er hann að reyna að keyra klúbbinn í klessu?? Þessi eigendakrísa hlýtur að vera búin að smita inn í liðið í vetur. Og ekki batnar ástandið. Mikilvægustu leikir tímabilsins fram undan. Baráttan um Meistaradeildarsæti í algleymingi og undanúrslit í CL og þá kemur hann með sprengju eins og þessa.

    Þetta er að verða einn allsherjar sirkus.

  5. Tímasetningarnar hjá þessu andskotans Hicks fífli eru alveg ótrúlegar

    Sko, við skulum alveg slaka á því að æsa okkur yfir hverjum einasta hlut sem að Hicks gerir. Síðast voru allir að flippa yfir því að Hicks gerði þetta rétt fyrir Meistaradeildarleik og núna eru menn að æsa sig yfir því að hann geri það eftirá.

    Einhvern tímann verður að taka ákvarðanirnar.

  6. Einar, það er samt alveg óþarfi fyrir þennan mann að útvarpa öllum sínum hugmyndum og hleypa öllu svona í bál og brand með reglulegu millibili, eins og hann gerir. Það er löngu komin reynsla á þá staðreynd, að þessir menn sem klúbbinn eiga, geta ekki unnið saman, og þá verða þeir bara að gjöra svo vel og leysa úr sínum málum. Ef það þýðir að þeir þurfa að selja sig frá klúbbnum, þá verða þeir bara að gjöra svo vel og gera svo….
    Þessi sirkus gengur bara ekki lengur, og allar tímasetningar eru vondar fyrir svona upphlaup, en rétt eftir svona sigur, og á þessm tímapunkti (korteri áður en tímabilið klárast), er þetta bara algerlega út í hróa hött.

    Carl Berg

  7. Sko…. Einar Örn… Ég æsi mig bara þegar mig hentar yfir þessu eigendamálum… og ef þér líkar ekki hrá íslenskan hjá mér… þá verður bara að hafa það.

    Tímasetningin hjá Hicks núna er út úr korti. Það hefur verið smá vopnhlé að því hefur virst alla vega hvað fjölmiðla varðar undanfarið. En svona uppákomur smita út frá sér og andstæðingar Liverpool nota sér þetta út í ystu æsar.

    Allt í lagi…. Ef Hicks vill Parry í burt. Ok. Bíða með það í einn mánuð eða svo og einbeita sér að því að sýna liðinu stuðning þar til tímabilið er búið.

  8. Allt í lagi…. Ef Hicks vill Parry í burt. Ok. Bíða með það í einn mánuð eða svo og einbeita sér að því að sýna liðinu stuðning þar til tímabilið er búið.

    Á semsagt bara að bíða með allar mikilvægar ákvarðanir í klúbbnum af því að það gæti haft einhver sálræn áhrif á leikmennina?

    Já, ég er sammála því að menn eiga ekki að leysa svona vandamál í fjölmiðlum, en menn verða að taka stórar ákvarðanir einhvern tímann og það er ekki hægt að bíða með þær allar til sumarsins.

    ef þér líkar ekki hrá íslenskan hjá mér

    Eh, hvað sagði ég um “hráa” íslenskuna hjá þér?

  9. Gott og vel….

    Mér finnst timasetningin á þessari yfirlýsingu/uppákomu glötuð.

    Dró þá ályktun að orðbragðið færi fyrir fyrir brjóstið á þér þar sem þú gerðir athugsemd yfir því að ég væri að “æsa” mig. Gott að vita að það hefur ekki truflað þig.

    Við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála. Mér finnst að eigendur eigi að hugsa um sálræn árhrif gjörða sinna á leikmenn í félaginu, sérstaklega á eins viðkæmum tímapunkti á leiktímabilinu og núna. Það er mín skoðun.

  10. Strákar, við getum þó allavega verið sammála um að íslendingar borða SS pylsur!!!!!

    • Strákar, við getum þó allavega verið sammála um að íslendingar borða SS pylsur!!!

    hahaha klárlega

  11. Já, og að Liverpool sé besta lið í heimi. Mesta furða hvað við nennum að þrasa um þessa smámuni þegar við erum sammála um stóru málin í lífinu. 🙂

  12. Einar, menn þurfa svo sem ekkert að bíða með að taka ákvarðanir í lífinu. En við skulum bara smyrja brauðið okkar eins og það liggur á borðinu og ekkert vera að snúa því neitt á marga vegu, við köllum hlutina bara réttum nöfnum og þetta er ekki að verða neitt annað en einhvern helvítis fíflagangur!

    Fyrir það fyrsta þá er þetta ekki nein ákvörðun. Hicks ræður þessu bara alls ekki neitt, án þess að fá samþykki frá félaga sínum. Í ljósi þess, þá er þetta gífurlega heimskulegt.

    Í öðru lagi þá er gífurlega heimskulegt að koma því þannig fyrir að heimurinn komist að þessu og allt fari í bál og brand.

    Í þriðja lagi, þá er það nú tæplega tilviljun að þetta sé milljónasta skiptið sem þessi maður sýnir hverskonar vinnubrögð hann viðhefur í því sem hann kemur nálægt!

    Í fjórða lagi, þá er ég sammála því að auðvitað skipta tímasetningarnar máli í þessu,fyrst menn ætla að nota svona vinnubrögð á annað borð. Mér er alveg skít sama hvenær menn taka ákvarðanir í klúbbnum, ef vinnubrögðin eru eins og þau voru..þar að segja..við höfðum hvort eð er ekki hygmynd um þær ákvarðanir og þau deilumál sem verið var að fara ofan í saumana á, fyrr en allt var um garð gengið.

    Ég er bara á móti því, þessi trúður geri liðið mitt að slúðurfóðri pressunnar á Englandi, trekk í trekk, með svona vinnubrögðum. Ég er að verða alvarlega þreyttur á þessum vinnubrögðum og er farinn að telja í klinkbauknum fyrir ofan ískápinn hjá mér, í von um að eiga kanski fyrir allavega helmingnum af klúbbnum..

    Carl Berg

  13. En hvað með þann punkt að Rick Parry er gjörsamlega vonlaus stjórnandi hjá Liverpool? Menn hafa kvartað undan honum í mörg ár. Núna loksins þegar að hyllir í endalokin hjá honum, þá eru menn allt í einu fúlir útí manninn, sem að vill reka hann.

    Kannski er þetta einfaldlega eina leiðin fyrir Hicks að koma þessu máli eitthvað áfram. Mér finnst menn bara vera alltof fljótir að krossfesta Hicks fyrir allt sem hann gerir.

  14. Ég er ánægður með að það sé komið rót á ýmis mál hjá klúbbnum. Þetta er sofandi risi og það verður að hrista eitthvað upp í honum til að vekja hann.

  15. Einar, ég skal bara vera fyrstur manna til að taka undir það sjónarmið að Parry sé gersamlega vonlaust stjórnandi hjá Liverpool.

    En ég er bara ekki sáttur við þetta fjölmiðlafár í kringum þetta allt saman, og enn ein ólívan ofan í þennan kokteil kemst bara varla fyrir, ef þú spyrð mig.

    Ég er bara eins og grenjandi krakki hérna heima í stofunni hjá mér, öskrandi í sífellu :” Ég vil bara fá hlutina aftur eins og þeir voru” !!! 🙂 (þá er ég ekki að tala um eigendamálin, heldur hvernig menn unnu á bak við tjöldin)

    Jæja.. þetta er svo sem nóg um þetta mál í bili…við erum sammála í megin atriðum, og sammála um að vera ósammála í öðrum atriðum. Ef ég ætti að vera hreinskilinn, þá vil ég bæði Parry og Hicks í burtu. Og ef ég á að vera ógeðslega hreinskilinn, þá langar mig alveg hrikalega að stjórna þarna sjálfur 🙂

    Carl Berg

  16. http://ukpress.google.com/article/ALeqM5hIo8_rhhiijfWy-E1aWLz0ZN-YJg

    Sources close to Al Ansari also insisted he did not tell an Arabian business magazine DIC were prepared to pull out of negotiations.

    Ánægjulegt að heyra. En í sambandi við Parry, Hicks er hugsanlega bara að reyna að spila inn á óbeit margra stuðningsmanna á Parry til að ná meirihluta atkvæða í stjórn. Held að enginn vilji það, sama hvaða álit þeir hafi á Parry þá hlýtur það að halda honum nú að vega meira til lengri tíma en að hann fari meðan Hicks er eigandi.

  17. Ég var bara að spá í einu, menn eru að skammast í Hicks að gera þetta ekki fyrir luktum dyrum. Hefur hann eitthvað tjáð sig um þetta í fjölmiðlum? Sendi hann ekki bréf? Er ekki bara málið að Parry hefur farið með þetta í fjölmiðla til að kaupa samúð. Ég vona eiginlega bara að Hicks nái að fjármagna allt draslið og kaupa restina og reka Parry, hann er vita vonlaus. Get ekki séð að það sé eitthvað betra að skipta aftur um allt batteríið og fá inn einhverja gæja sem eru algerlega óskrifað blað. Hef einhvern veginn á tilfinningunni að Hicks sé bara fínn.

  18. Hicks valdi að horfa á Baseball frekar en Liverpool á þriðjudaginn. Það er nóg fyrir mig.
    Burt með hann!!!!!

  19. Til að svara því Palli G:

    Parry [is] said to be deeply unhappy not only with Hicks’s demand, but also with the manner in which it was delivered. Although a letter was sent to Anfield, the first that Parry knew of it — he was at a Premier League meeting in London — was from a family member, who had heard the story on Sky Sports News. They, in turn, were alleged to have received the information indirectly from the Hicks family via a third party, an additional source of disappointment to Parry.
    http://www.timesonline.co.uk/tol/sport/football/premier_league/article3724528.ece

    Ég er ansi hræddur um að það sé bjartsýni að telja að Hicks sé bara fínn gaur. 🙂

  20. Rick Parry er rúinn trausti margra aðdáenda Liverpool og oft verið mikill farsi í kringum hann en hvern vill þá Hicks í staðinn – vill væntanlega koma sínum manni að… ætli einn af þessum ljóshærðu drengjum hans sé ekki heitur fyrir því???

    Ég treysti Hicks ekki til að taka skynsamlega ákvörðun – það sjá allir að hann er PR disaster. Hann er að draga þetta félag í gegnum svaðið á opinberum vettvangi og maður hefur aldrei orðið vitni að öðru eins.

  21. Ég er ósammála því hvernig þetta fer fram…
    En hinsvegar er ég sammála því að Parry er ekki starfi sínu vaxinn.

    Að dragast aftur úr í markaðsmálum er mjög vægt til orða tekið, meira að segja Chelsea hefur margfalt betri markaðsetningu en við og þeir hafa ekkert á bak við sig…

    Hver man svo ekki eftir öllum sirkusnum árið 2005 þegar Gerrard var hársbreidd frá því að fara, þegar Parry var á bahamas og ekki hægt að ná í hann …

    Maðurinn sem átti að vera mikill fengur fyrir Liverpool á sínum tíma hefur engan vegin staðið undir sér og hefur valdið mér miklum vonbrigðum. Hann er eflaust fínn kall og allt það, ég kann svo sem ágætlega við hann – og sérstaklega smekk hans á bindum … en hann er ekki starfi sínu vaxinn, því miður.

    En þessi nýja vinnuaðferð hjá eigendum/stjórn Liverpool FC um að halda engu innan félagsins er ekki að gera sig…

  22. Parry segir þetta við Sky um leið og hann staðfestir að hann heyrði fyrst af bréfinu frá fjölskyldu sinni, sem jú sá þetta á Sky. Parry segir allt sem segja þarf:

    “This week I shouldn’t be the story, the story should be the team. It is offensive to the manager, players and fans in a week when we had another great European triumph there is more dirty linen being washed.

    “No individual, certainly not me, is bigger than the club. The club will be fine but once again it shows there is a little bit of a lack of unity at the top.

    “I am just getting on with the job, there is work to do.”

  23. David Moores:

    ““The wonderful success they had that night has been completely diminished, it is completely gone, because of all of this being brought out into the open.

    “All I can say is I feel very sorry that it has come to this, that how great it was on the night has been taken over by something which should have been dealt with in a far more delicate way and certainly not in public.

    “It certainly doesn’t help the team, because they’re not getting all the praise they should be getting because of other things are taking priority.

    “Everyone should be going on about how well they performed and how brilliant Rafa’s tactics were. I mean, for goodness sake, three Champions League semi-finals in just four years is an unbelievable achievement.

    “But the gloss has been taken off it and you should never do that.””

Auglýsingar á kop.is (uppfært)

Yfirlit á föstudegi