Inter 0 – Liverpool 1!

SÅDAN DER!

Við erum komnir í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar… hvar væri maður ef við hefðum ekki Meistaradeildina, ár eftir ár. Með því að slá út Inter eru 4 lið frá Englandi í 8-liða úrslitunum og er það í fyrsta skipti sem það gerist að fjögur lið frá sama landinu komast svo langt, segir jafnvel eitthvað um styrk ensku úrvalsdeildarinnar.

En snúum okkur að leiknum, Rafa kom ekki á óvart í kvöld og styllti þessu liði upp:

Reina

Carragher – Skrtel – Hyypiä – Aurelio

Mascherano – Gerrard – Lucas
?
Kuyt – Torres – Babel

**Bekkur:** Itandje, Riise, Arbeloa, Pennant, Benayoun, Crouch, Voronin.

Það skipti öllu máli fyrir Liverpool að fá ekki mark á sig á fyrstu 25 mín. og það gekk eftir þrátt fyrir mikla pressu frá heimamönnum. Við vorum einfaldlega heppnir þegar Cruz skaut framhjá úr dauðafæri á 29 mínútu leiksins. Fram af því var Inter miklu meira með boltann og voru með mikla yfirburði á miðjusvæðinu. En þegar tvö góð lið mætast þá þarf heppni og hún var okkar megin í kvöld. Cruz var aftur á ferðinni rétt fyrir hálfleik en Reina var vel á verði og varði vel hælspyrnu Cruz. Heilt yfir voru við að berjast vel í fyrri hálfleik og vorum alltaf að sækja til að skora mark en Inter pressaði vel og hefðu að ósekju átt að vera með yfirhöndina þegar gengið var til búningsherbergja. 0-0!

Í upphafi seinni hálfleiks var ekki sami eldmóður í Inter og Liverpool virstist vera með leikinn í fínu jafnvægi en þegar 4 mínútur voru liðnar af hálfleiknum gerðist vendipunkturinn í leiknum, Burdisso fékk sitt annað gula spjald og þar með voru heimamenn 10 gegn 11 það sem eftir lifði leiks. Röggsamur dómari leiksins, Normaðurinn Tom Henning, ætlaði sér frá upphafi að halda leiknum niðri með gulum spjöldum og tókst honum ágætlega upp heilt yfir. Hins vegar tók hann strax gula spjaldið upp þegar Burdisso braut á Lucas á miðjum vellinum og gat því ekki tekið það tilbaka þegar hann áttaði sig á því að Burdisso var þegar kominn með aðvörun. Ítalarnir urðu náttúrulega brjálaðir en að mínu viti var þetta gult spjald og ekkert við því að segja. Eftir brottvísunina var þetta í raun komið og þótt töluvert væri eftir af leiknum samt fékk Zlatan dauðafæri á 56 mín. eftir mistök Skrtel í vörninni en Svíinn skaut framhjá og hugsaði ég þá með mér að þetta væri komið.

Gullkálfurinn Fernando Torres þurfti hvorki mikinn tíma né mörg færi til að gera út um þennan leik þegar hann skoraði glæsilegt mark á 64 mín. eftir góða sendingu frá Aurelio, 1-0 og áframhaldandi þátttaka okkar í Meistaradeildinni gulltryggð. Eftir markið var eins og Inter blaðran spryngi og Ítalarnir gæfust upp. Það var athyglisvert að Viera, Zlatan og Stankovic voru þeir leikmenn sem voru teknir útaf og segir meira en mörg orð.

Við vorum vissulega heppnir í dag þe. að hvorki Cruz (tvö færi) né Zlatan skyldu nýta dauðafæri sín í leiknum en einhver gáfaður þjálfari sagði að lið skapar sína eigin heppni og það gerðum við í dag. Við slógum út Inter sem er líklega sterkasta lið Evrópu í dag og við gerðum það sanngjarnt! Jújú þeir misstu leikmann útaf í báðum leikjunum gegn okkur en það er ekki hægt að kenna okkur um það.

Liðið spilaði vel í dag og voru allir klárir í verkefnið. Babel var mistækur en ávallt hættulegur með sinn hraða og er óútreiknanlegur. Lucas átti í erfiðleikum á miðjunni og þá sérstaklega í fyrri hálfleik en komst klaklaust í gegnum leikinn. Vörnin var góð fyrir utan slæm mistök Skrtel í færinu sem Zlatan fékk. Mascherano var FRÁBÆR í dag og virðist bara ætla að verða betri og betri. Gerrard var öflugur og virðist ná vel saman með Torres. Kuyt er klaufskur en hörkuduglegur og vinnusamur, sem nýttist vel í dag. En leikmaðurinn sem gerir útslagið og er “Match winner” er Fernando Torres, þvílíkur leikmaður. Ég á ekki til orð til að lýsa yfir aðdáun minni á þessum dreng… Hann er minn maður leiksins!

Ég elska Meistaradeildina!

Það eru feiknarlega sterk lið eftir í pottinum: Arsenal, Man Utd, Chelsea, Roma, Barcelona, Fenerbache og Schalke. Ég er búinn að velja það lið sem ég vill að við mætum og ég er einnig búinn að sjá fyrir hvernig drátturinn verður:

Arsenal – Chelsea

Man Utd – Barcelona
Fenerbache – Schalke
Roma – Liverpool

Hvað segið þið?

72 Comments

  1. Ég endurtek þá bara það sem ég sagði í “Liði komið, fáttt kemur á óvart”

    Kóngurinn skorar og skorar TORRES, hann er kóngurinn og veit af því 😀

    Til Hamingju ÖLL SEM EITT 8 liða úrslitin komin á hreint, þokkalega 😀

    AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS

  2. Yndislegt!

    Ég er ekki frá því að Gerrard sé með sama svip og ég þegar ég fagnaði markinu með vinum mínum. Þetta er uppáhaldsmyndin mín. 🙂

    Ég elska þessu evrópsku kvöld undir stjórn Rafa Benitez. Maðurinn er einfaldlega stórkostlegur. Það að fara og vinna Ítalíumeistarana á þeirra heimavelli er STÓRKOSTLEGT afrek. Við erum það góðu vön eftir síðustu 3 ár í Evrópu að við gleymum því oft hvað þetta er magnað afrek að spila svona í þessari deild ár eftir ár. Nou Camp, San Siro, Stamford Bridge, Delle Alpi. Það skiptir engu máli þegar að Rafa og Liverpool mæta í bæinn.

    Núna vil ég sleppa við ensku liðin í 8 liða úrslitunum.

  3. Torres!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

    En svona án gríns …. Torres!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

    Djöfull er gaman að hafa hann í liðinu og djöfull er gaman að vera LFC stuðningsmaður þessa dagana. Bring on Reading !!!!!!!!!

  4. …. og auðvitað alla hina leikmennina líka sem spiluðu allir sem einn vel í kvöld. Skrtel átti eitt klúður, en blessunarlega reddaðist það og hann er búinn að vera það góður undanfarið að ég er alveg tilbúinn til að fyrirgefa honum þetta, en ekki henda honum útaf eins og einhver í ummælunum við “Liðið komið, fátt kemur á óvart!”

  5. Það er svo gaman að vera Púlari
    sérstaklega þegar júnædid-menn verða fúlari

  6. Inter meistarar evrópu í að fiska og heimta gul spjöld á andstæðinga áttu aldrei sjens. Út strattaðir af Rafa og kláraðir af Torres, Reina æðó.

  7. Haukur H.Þ. ég geri ráð fyrir því að þú sért að vísa í mín ummæli?? Það sem ég vildi með þeirri skiptingu var að fá meiri sóknarþunga án þess endilega að fórna einhverju í vörninni, þyki það leitt ef að þú skyldir það ekki hjá mér;-)

  8. Sammála Hauki í nr. 6 Skrtel átti góðan leik og þarf mistök til að læra af þeim… Gott þau komu á ekki verri tíma! Gaman að sjá Lucas fá að stjórna miðjunni síðustu mínúturnar… Vel gert allir sem einn!!!
    Nú er gaman að vera Poolari…

  9. Undir lok leiksins átti sér stað atvik sem sagði gjörsamlega allt sem þarf að segja um þetta einvígi Liverpool og Inter.

    Dejan Stankovic keyrði upp vinstri kantinn með boltann eftir ágætt spil Inter-manna. Þegar þangað var komið ætlaði hann að freista þess að gefa fyrir en mætti mótstöðu. Javier Mascherano kom aðvífandi, renndi sér í eina silkihreinustu tæklingu sem sést hefur, hirti boltann af Stankovic, stóð svo fljótar upp og hljóp í burtu með hann. Stankovic brást við með því að henda sér aftan á Mascherano, brjóta á honum í pirringskasti og hirða óþarft gult spjald fyrir.

    Liverpool voru einfaldlega betur skipulagðir, meira reiðubúnir, ákveðnari, öruggari og útpældari í öllum sínum aðgerðum. Allt frá því í fyrri hálfleiknum á Anfield sá maður þetta Inter-lið hálfpartinn fara í fýlu yfir því að hlutirnir væru ekki eins auðveldir og þeir voru vanir. Þessi fýla þeirra ágerðist í kvöld og það þarf ekkert að reyna að halda því fram að lið sem hirðir 10+ gul spjöld og tvö rauð í tveggja leikja einvígi hafi ekki unnið sér inn þá útreið sem það fékk gegn Liverpool.

    Okkar menn voru bara betri frá A til Ö. Þetta var enginn stórleikur, hjá hvorugu liðinu, en okkar menn voru með taktíkina á hreinu, lentu ekkert undir neitt verulega mikilli pressu í þessum leik og voru einhvern veginn líklegri til að skora mest allan tímann. Enn einn taktískur sigurinn hjá Rafa og það segir sitt þegar Mancini – eins og Rijkaard, Gerets, Koeman og fleiri á undan honum – sat frosinn á varamannabekknum í síðari hálfleik og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hann kunni engin ráð við taktík Rafa.

    Snilldarsigur, snilldareinvígi og það er ljóst hvaða liði hin sjö liðin vilja síst allra mæta í 8-liða úrslitunum! 😀

  10. Ég verð að játa að eftir svona hálftíma af leiknum fannst mér leikurinn hafa spilast nákvæmlega eins og á anfield nema liðin skiptu um hlutverk. Liverpool liðinu gekk illa að halda boltanum innan liðsins og Inter stjórnaði þessu gjörsamlega. En eftir að Cruz klúðraði þessu afbragðsfæri í kringum 30. mínútu að þá fannst mér liverpool liðið ná áttum og höfðu einhvern veginn fullt vald á leiknum það sem eftir var. En mikið held ég að leikurinn hefði þróast öðruvísi ef cruz hefði sent á stankovic.

    Þetta rauða spjald var alveg hárrétt og þeir sem mótmæla því eitthvað þurfa virkilega að horfa á þetta aftur, svona atriði þar sem 2 leikmenn lyfta löppunum upp fyrir mitti til að reyna að ná til boltans endar alltaf með því að a.m.k. annar meiðir sig aðeins og hinn fær gult. Annars átti þessi dómari ekkert allt of góðan leik, var allt of gjarn á að blása í flautuna sína en að þessu sinni hentaði það liverpool liðinu ákaflega vel enda dró þetta heilmikið úr tempóinu í leiknum sem var án vafa okkur til góða.

    Skrtel heldur áfram að heilla mig með frammistöðu sinni. Jú hann átti skelfilega sendingu rétt áður en Torres skoraði og hann hefði kanski getað lokað betur á sendinguna frá zlatan í áðurnefndu færi hjá cruz (auðvelt að segja það samt sitjandi uppi í sófa) en mistökin eru til að læra af þeim, ég er sannfærður um að hann geri það og fyrir utan þessi atriði fannst mér hann standa sig óaðfinnanlega. Torres er svo einfaldlega heitasti framherji í heiminum í dag og ég tek fyllilega undir orð fyrirliðans um að ég myndi ekki skipta á honum og neinum öðrum framherja, ég er ekki einu sinni viss um að ég myndi gera 2 fyrir 1 skiptidíl.

    Og Einar Örn, þessi mynd er æðisleg, þeir félagar hafa greinilega gaman af að spila saman, megi það halda áfram sem lengst.

  11. Þvílíkur léttir að þessum leik sé loksins lokið, þeir sýndu það í fyrri hálfleik að þetta er nú alveg fjandi öflugt lið sem þeir hafa og eins voru lætin á vellinum mögnuð. En við héldum þetta út sem betur fer og þegar Mascherano komst í gang (var ekki alveg með á nótunum i byrjun leiks) þá var þetta komið, hann er svo góður í DM stöðunni að hann gerir það nánast óþarft að bakverðir spili varnarleik 😉 Sem síðan skilar sér í betri og betri frammistðu hjá Fabio Aurelio. Frábær úrslit.
    Ég held ég sleppi því bara að ræða Torres einhvað frekar enda myndu þau lýsingarorð bara jaðra við kynvillu af minni hálfu.

    Það sem fór einna mest í taugarnar á mér við kvöldið var þetta bláa bindi sem Höddi Mmagg var með!!!! 🙂 Meira að segja Tómas Ingi og Óli H voru óvenju lítið pirrandi. Eins fá sýnarmenn stóran plús fyrir þessi viðtöl sem þeir sýndu eftir leikinn, sem voru reyndar tekin af líklega Gísla Einarssyni þeirra norðmanna……en flott að fá viðtöl engu að síður svona strax eftir leik.

    Það er alveg óþarfi að horfa á þennan drátt sem verður á föstudaginn og ég er strax farinn að kvíða viðureignana við United.

  12. Já þessu var beint til þín Stjáni, já, ég hef greinilega misskilið þig 😉 Fannst hljóma eins og þú vildir Skrtel út, útaf þessum mistökum og Carra þessvegna í hans stað í miðvörðinn.

    My bad, en leggjum það til hliðar og segjum allir sem einn, Torres, Torres, TORRES !!!!!

  13. Þetta er bara beautiful. En ætli við fáum ekki Chelsea eða Man Utd. Miklar líkur á því. En skiptir það nokkru máli?

  14. Varðandi gulu spjöldin… þá hefðu allir heimtað beint rautt hefði Burdisso farið í Mascherano og varðandi spjöldin á Anfield þá voru varnarmenn Inter einfaldlega ekki viðbúnir Fernando Torres… Mér fannst sá norski standa sig ágætlega við erfiðar aðstæður og féll ekki fyrir margþekktum leikaraskap ítalskra liða

  15. Flottur leikur og Rafael er stöðugt að minna mig á það að hann er svakalega góður þjálfari.
    Uppstillingin frábær, Carra að bakka Skrtel og Hyypia upp gegn senterunum og Aurelio fékk sóknarfæri í staðinn. Lýsendurnir gerðu auðvitað lítið úr Carragher sem var að leika sinn 100. Evrópuleik og var þvílíkt solid og átti gríðarlegan þátt í því að markið kom ekki! Spái því að með uppgangi Agger og Skrtel fái Carra leiki í bakverðinum í framtíðinni.
    Sigurvegari þessa leiks og maður leiksins hjá mér er þjálfarinn. Torres frábær auðvitað en var alveg sammála Óla K. í analíseríngunni að Lucas og Masch unnu stórkostlega saman og stjórnuðu traffíkinni eftir fyrstu 20 mínúturnar. Mascherano var auðvitað frábær en þessi ungi Brassi er búinn að stimpla sig rækilega inn sem alvöru spilari. Með þessa menn fyrir aftan þessa þriggja manna sóknarfærslu og svo senter er ansi margt hægt.
    Uppstillingin – uppleggið og framkvæmd kvöldsins frábær og ég er alveg sannfærður um það að það eru 2 lið í þessum hatti á föstudag sem enginn vill mæta, Liverpool og Barcelona. Til að vinna þessa keppni þarf hefð sem þessi lið hafa og ég vill losna við Katalónana, en sama hverja hinna. Draumurinn er svo Liverpool – United í Moskvu. Ég RÆ Á ÁRABÁTNUM ÞANGAÐ ef það þarf!!!!!
    Heyrðuð það fyrst hér…….

  16. MASCHERANO!!!!!!!!!!!!

    Ég bara man ekki eftir öðrum eins leikmanni í þessari stöðu…..og þá er ég að tala um í sögu knattspyrnunnar.

  17. Ég held bara að við þurfum ekkert að óttast MU, þeir (vonandi) komast ekki með tærnar þar sem LIVERPOOL hefur hælana 😀
    TORRES 😀 TORRES 😀 TORRES 😀 TORRES 😀 TORRES 😀 TORRES 😀 TORRES 😀 TORRES 😀 TORRES 😀 TORRES 😀 TORRES 😀 TORRES 😀 TORRES 😀 TORRES 😀 TORRES 😀 TORRES 😀 TORRES 😀 TORRES 😀 TORRES 😀 TORRES 😀 TORRES 😀 TORRES 😀 TORRES 😀 TORRES 😀 TORRES 😀 TORRES 😀 TORRES 😀 TORRES 😀

    AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS

  18. Það væri nú gaman að taka Chelsea út en einu sinn eða vinna Barcelona aftur í 8. liða úrslitum.

    En frábær vinnu sigur í kvöld og vil bara óska öllum stuðningsmönnum Liverpool FC til hamingju með daginn og von um frekari afrek í meistaradeildinni!

    Kveðja

    Júlíus H.

  19. Úff, ég vil endilega sleppa við ensku liðin í næstu umferð. Við eigum nú þegar leiki gegn United og Arsenal í deildinni í mars, og Chelski er lið sem ég kæri mig bara ekkert um að mæta, vegna þess að það hefur gerst svo oft hingað til og er ekkert skemmtilegt lengur.

    Vissulega væri ólýsanlega sætt að slá eitt þessara ensku liða út, en ég væri til í að fá Schalke, Fenerbache eða Roma. Það væri svo gaman að sjá United spreyta sig á Barca.

  20. Nr 20 Maggi ég kem með, skiptum þessu með okkur. En varðandi Llucas þá held ég að margir misskilji hversu öflugur hann var í dag, hann gerði fá mistök og óx mjög þegar meið á keikinn líkt og JM. Frábært að hafa þennan pjakk uppá að hlaupa fyrst Alonso gat ekki skipulagt bólfarirnar sínar betur í fyrra 😉

    Eins voru þeir nú að gera sig að fífli eftir leikinn þegar þeir sögðu að Carra myndi illa ráða við bakverði!!! Það var nú aldrei neitt vesen þegar hann spilaði bakvörð og það er varla að ég muni eftir kanntmanni sem hann át ekki……..vandamálið var þegar hann var búinn að éta kanntmanninn.

  21. Einar Örn: Í einu skiptin sem þú fagnar marki er þegar þú skorar sjálfur. ——- En annars bara bar ég svekktur að við skildum ekki skora 2:0 eða Inter Jafna 1:1 því við félagarnir lögðum undir á Ladbrokes 6:1 á Torres myndir skora fyrsta markið … Liverpool 2:0 25:1 … og jafntefli 11:5 … Græddum vel en hefðum getað grætt rúmlega !!!

    YNWA

  22. Reina – Besti markmaður í heiminum í dag.
    Mascherano – Besti varnarmiðjumaður í heiminum í dag – Yfirburðamaður á vellinum og verður bara betri með hverjum leik.
    Gerrard – Besti sóknartengiliður í heiminum í dag.
    Torres – Besti framherji í heiminum í dag.

    Í dag vantaði bara Xabi Alonso sem er að mínu mati ein besti dreifarinn í boltanum í dag og Agger sem er ein af þeim efnilegri í bransanum og bætir liðið. og mér sýnist Skertel ekki vera síðri, get ekki beðið eftir að sjá þá spila saman.

    Rafa Benites – Besti taktíski þjálfarinn í heiminum í dag.

    Snildarleikur okkar manna í dag og liðið er eins og Mascherano, það verður bara betrar með hverjum leik.

    Ég er sammála því sem Gerrard sagði eftir leik. “Önnur lið hræðast okkur og það skiptir engu máli hverjir dragast á móti okkur” 🙂
    YNWA

  23. Lengi lifi Evrópu-Rafa og strákarnir hans.
    Fernando Torres, hvar hefurðu verið allt mitt líf?
    Mascherano ætlar til Moskvu!

  24. ég veiteggi, einhvernveginn þá kemur þetta upp í huga mér!!!!

    Arsenal – Schalke
    Chelsea – Barcelona
    Barcelona – Man Utd
    Fenerbache – Liverpool

    AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS

  25. MASCHERANO – maður leiksins að mínu mati. Þvílík ruslatunna og vinnuhestur. Í svona leik þá er hann alveg gríðarlega mikilvægur.
    Sendingar hjá honum eru að lagast að mínu mati og hann verður bara betri og betri. Gerard tekur hann síðan í kennslustund í að skjóta á markið í sumar og þá er hann hrikalegur 😉
    Torres er ótrúlegur og þvílíkur fengur að hafa þennan snilling.
    Hef samt áhyggjur af því að Torres og Gerrard eru þeir einu sem eru að skila inn mörkum.
    Síðan eru það Chelsea í næsta leik – það væri svo gaman að taka þá aftur 🙂

  26. Vil líka bæta við að þessi sendingin frá Aurelio á Torres í markinu var skelfileg. Sá sem segir að hún hafi verið góð hefur ekki hundsvit á fótbolta. Hvernig getur sending í loftinu í ca magahæð talist góð nema þú standir á línunni??? Torres sýndi bara snilld sína með því að drepa boltann, snúa sér og skjóta í sömu heyfingu.

  27. Ef þetta er rétt hjá þér Don Roberto (31) verður þetta þungur róður fyrir Barcelona.

  28. …en samt ekki svo, þeir eiga sínar góðu stundir líka 😀

    A.V.L – R – KOP.is

  29. Að endingu vil ég bæta við að þetta kerfi getur tæpast kallast 4-3-3 frekar 4-4-1-1 með Gerrard undir Torres… Allavega virðist þetta þannig að Gerrard, Babel og Kuyt skiptast á að vera þessi eini undir Torres. 4-3-3 er far out enda Torres langtímum saman einn á toppnum.

  30. Mascherano er maðurinn að velgengni Gerrard á þessu tímabili. Gerrard þarf ekkert að hugsa um varnarvinnu með þennann mann á miðjunni. Þessi liðsuppstilling er að koma vel út og Lucas er að stimpla sig vel inn, þarf stundum að passa sig á því hvað hann hefur lítin tíma. En það eru bjartir tímar framundan hjá okkar mönnum.

  31. ArnarÓ #37 – Þetta komment gefur frekar í skyn kynvillu en leikkerfi 🙂

    Við fáum Roma í 8-liða. Hef það staðfest frá heimildarmanni innan UEFA.

  32. Frábær sigur gegn Inter sem var óskamótherjinn minn í 16 liðaúrslitunum. Er reyndar ekki sammála þeirru fullyrðingu að þeir séu sterkasta lið Evrópu, en engu að síður frábær sigur. Til hamingju Liverpoolmenn nær og fjær

  33. Ótrúlega sanngjarn sigur og Torres er náttúrlega bara frábær. Mascherano er minn maður leiksins – hiklaust. Ég verð hins vegar að segja að ég var gáttaður á baráttuleysi Intermanna, ég var sammála lýsendunum á Sýn sem töluðu um ráðleysi Mancini og andleysi liðsins. Þegar þeir misstu mann út af, þá var þetta ekki komið … þetta var í raun löngu áður komið fannst mér, en ég hef bara ekki séð ítalskt lið koðna svona rosalega niður … rauða spjaldið réði ekki úrslitum! Það voru góðir Liverpool-leikmenn og slakir Inter-leikmenn sem sáu til þess. — Úff hvað þetta var gaman að sjá, þó svo að manni hafi hálfleiðst yfir andleysi og baráttuleysi og getuleysi Intermanna síðustu 20 mínúturnar eða svo… 🙂

    Skiptir ekki máli hvaða mótherja við fáum næst – við förum í undanúrslitin og mætum Chelsea þar … 😀

  34. Góður sigur. Mascherano maður leiksins. Ég held að Masch eigi nú skilið að fá þá nafnbót bara sem formlegt millinafn, þar sem hann er snillingur og spilar bara alltaf frábærlega. Aurelio kom mér líka á óvart, var bara fínn í kvöld. Babel og Kuyt gátu ekki blautan hinsvegar, en það eiga víst allir sína slæmu daga.

    Talandi um slæma daga, komment #28 er lélegasta besserwiss sem ég hef séð. Þá sérstaklega: “Einar Örn: Í einu skiptin sem þú fagnar marki er þegar þú skorar sjálfur.”, sem er ótrúlega vitlaust. Ég get t.d. fagnað marki hvenær sem er, hver svosem skorar það. Ég get líka fagnað jólum, áramótum, afmælum og ánægjulegum atburðum. Einar Örn getur það eflaust líka.

  35. Ég held ég hafi þetta stutt:

    Djöfull er gaman að vera stuðningsmaður Liverpool.

  36. Og þetta síðasta komment var sett fram í mesta sakleysi, bara svo það sé á hreinu 🙂

  37. Glæsilegur sigur okkar manna!

    Varðandi taktík og þjálfara þá kemst ég ekki hjá því að benda á stærstu mistök Mancini. Að maðurinn hafi ekki gert sér grein fyrir því að okkar helsti veikleiki er varnarvinna í föstum leikatriðum. Við erum búnir að fá á okkur ófá mörk úr horn- og aukaspyrnum og eða stórhættuleg færi. ALLAR aukaspyrnur Inter milan fóru hátt yfir markið eftir að þeir reyndu að skjóta!!! Og það með Reina í markinu. Að því sögðu segi ég að maður leiksins er Reina. Steig ekki feilspor og hefði leikurinn hæglega geta þróast allt öðruvísi ef hann hefði ekki verið á tánum.

  38. Ég verð raunar að taka undir með síðasta ræðumanni varðandi Reina. Maður bara á það til að gleyma honum af því hann er það stöðugur og góður. Hann var frábær, eins og oftast.

  39. Bara að hafa Torres þarna frammi gerir okkur alltaf hætulega og líklega til að skora.Maðurinn er bara gangandi markamaskína,en þessi dómari var alveg rosalegur,þegar hann var að spjalda mann og annann nánast við að stökkva upp í skallaeinvígi eins og gerðist með Aurelio..

    His armband proved he was a red – Torres, Torres
    You’ll never walk alone it said – Torres, Torres

    We bought the lad from sunny Spain
    He gets the ball he scores again

    Fer-nan-do Torres Liverpool’s number 9.

    nanananananananananananananananananananananana
    fernando torres liverpool’s number 9..

    Maðurinn er frábær

  40. Alveg rólegur #44… “Talandi um slæma daga, komment #28 er lélegasta besserwiss sem ég hef séð. Þá sérstaklega: “Einar Örn: Í einu skiptin sem þú fagnar marki er þegar þú skorar sjálfur.”, sem er ótrúlega vitlaust. Ég get t.d. fagnað marki hvenær sem er, hver svosem skorar það. Ég get líka fagnað jólum, áramótum, afmælum og ánægjulegum atburðum. Einar Örn getur það eflaust líka.”

    Ég sagði ekki að eina skipti sem hann fagnaði og ég átti að sjálfsögðu við þegar hann er að spila… það kanski vantaði… ég hef margoft spilað með honum og móti. 😉

  41. hehe, mig grunaði það raunar. Enda var þetta meira skot á útkomuna en meininguna 🙂

  42. Komment frá ArnarÓ
    “Vil líka bæta við að þessi sendingin frá Aurelio á Torres í markinu var skelfileg. Sá sem segir að hún hafi verið góð hefur ekki hundsvit á fótbolta.”

    Ég held að þú ættir að skoða sendinguna frá Aurelio áður en þú ferð að kommenta. Ef þú hefur verið búin að skoða sendinguna og settir svo þetta komment inn þá held ég að þú ættir að fara að rifja upp fótboltafræðin. Nema um kaldhæðni sé að ræða 🙂

    En það má reyndar ekki taka það af Torres að hann gerði snildarhluti með þessa góðu sendingu. Móttakan frábær og skotið ekki síðra.

    YNWA

  43. Yndislegt. 🙂

    Ef það verður ekki PL-slagur sem bíður okkar í 8 liða úrslitunum þá veit ég ekki hvað.. lítill fugl hvíslaði Chealsea. Persónulega er ég frekar til í Man.Unt. og Arsenal en þá bláu. Eitthvað segir mér að allt er þegar þrennt er…!!!!

    “Dejan Stankovic keyrði upp vinstri kantinn með boltann eftir ágætt spil Inter-manna. Þegar þangað var komið ætlaði hann að freista þess að gefa fyrir en mætti mótstöðu. Javier Mascherano kom aðvífandi, renndi sér í eina silkihreinustu tæklingu sem sést hefur, hirti boltann af Stankovic, stóð svo fljótar upp og hljóp í burtu með hann. Stankovic brást við með því að henda sér aftan á Mascherano, brjóta á honum í pirringskasti og hirða óþarft gult spjald fyrir.”

    Ég hló hamingju hlátri neðan úr maga þegar JM tók Stankovic í nefið þarna. Sjá þennan “litla andskota” (það hugsaði Stankovic þegar hann reif hann niður) éta andstæðinga sína í bókstaflegri merkingu trekk í trekk er bara algjör unaður. Og þessi strákur á bara eftir að verða betri — ef það er hægt!!!!!! Hann er bara eins og ryksuga þarna á miðjunni. Okkar Makelele.

    Til hamingju Púllarar nær og fjær.
    YNWA

  44. Hahha akkúrat (#54)…

    Gaman að sjá Masch éta þessa menn.. Svo vilja menn meina að Viera sé ennþá langt um betri. Bull.

  45. Það sýndi sig í þessum leik sindri að þeir sem halda því fram ættu að halda sér við einhverja aðra íþróttagrein.Hann sýndi það ekki bara í þessum leik,hann sýnir það í öllum þeim leikjum sem hann spilar…

  46. ArnarÓ, það eru mun meiri líkur að varnarmaðurinn hefði komist í milli hefði sendingin verið með jörðinni. Frábær sending og frábær mótaka og síðast en ekki síst frábært mark. 😀

  47. Svona átti þetta að vera, en hver veit hvað gerist, hlakka ótrúlega til að sjá útdráttin 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀 😀

    Arsenal – Schalke
    Chelsea – Barcelona
    Roma – Man Utd
    Fenerbache – Liverpool

    AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS

  48. Mig dreymir aldrei neinn skapaðan hlut, en einhverra hluta vegna dreymdi mig að við myndum fá Utd í 8 liða úrslitum…

    En það ætti ekki að koma neinum á óvart þó svo að við myndum fá Chelsea, annað eins hefur nú gerst síðan Rafa kom til Liverpool …. oft og í öllum bikurum.

  49. Pjúfff, þetta tók á 🙂

    Torres er bara ekki heilbrigður, það er ekki heilbrigt að vera svona góður framherji. Hann fær samt ekki minn maður leiksins. Reina var nálægt því að hljóta þá útnefningu, en þrátt fyrir að vera algjörlega stórbrotinn í markinu í gærkvöldi, þá missti hann líka af titlinum. Javier Mascherano er hreint út sagt ÓTRÚLEGUR varnartengiliður. Hvernig í ÓSKÖPUNUM fóru þeir hjá West Ham að því að geta ekki notað þennann leikmann. Pay as you play samningur, eða what ever, þessi drengur hefði verið búinn að fleyta þeim hærra í deildinni ef hann hefði spilað. Þetta er eini leikmaður Liverpool sem Á sinn sér íslenska söng; “Ryksugan á fullu, étur alla drullu, trallallla…”. Atriðið sem KAR fer yfir hér að ofan súmmerar leik hans gjörsamlega upp.

    Lucas fær prik í kladdann sem og allir varnarmennirnir, sér í lagi Aurelio sem var öflugur fram á við og ég skal þá bara viðurkenna það ArnarÓ að ég hef greinilega ekki hundsvit á fótbolta. Ef þessi sending var skelfileg, þá er þetta þá greinilega staðreynd. Frábær sending að mínum dómi. Eini leikmaður liðsins sem átti virkilega slakan dag að mínu mati var Babel kallinn, en hann er ungur og lærir, kemur bara enn sterkari inn í næsta leik.

  50. Frábær úrslit, til hamingju öll!
    Mín tilfinning er að við fáum enskt lið í næsta drætti.
    Annars skemmtilegt “run” sem okkar menn hafa verið á undanfarnar vikur : )

  51. Ég vildi helst frá Brann eða Viking í átta liða úrslitunum en það er víst ekki inni í myndinni – óskamótherjinn er þá Shalke.
    Eitthvað segir mér þó að liðið þurfi bara að ferðast í fjörtíu mínútur með rútu í útileikinn til að mæta næsta liði.

  52. Það skiptir engu máli hvaða lið við fáum. Við vinnum alla, sennilega yrði erfiðast að eiga við Man Utd þar sem þeir eru með einna massíavasta liðið.

  53. Frábær úrslit og gífurlega vel skipulagður varnarleikur með skyndisóknarívafi var sigur kvöldsins. Tapari kvöldsins er án efa Roberto Mancini fyrir að gelda þetta “so-called” besta lið á Ítalíu með hreint út sagt fáránlegri stjórnun. Ef Inter er besta liðið á Ítalíu þá er Ítalski boltinn ekki góður! Þetta segi ég með fullri virðingu fyrir vel skipulögðum RAUÐA HERNUM!

    Svo vil ég að eftirfarandi gerist:

    Scums – Chelsea
    Arsenal – Barcelona
    Roma – Schalke
    Fenerbache – Liverpool

    Síðan yrði þetta:
    Liverpool-Schalke
    Barcelona-Chelsea

    Liverpool-Barcelona

    LIVERPOOL!

    Góður draumur, maður!

  54. SSteinn: tók kanski aðeins uppí mig þarna – en mér fannst þessi sending ekki góð – sendingin er of há og gerir bara Torres erfitt fyrir. Dreg þetta með hundsvitið til baka 😉

  55. Frábær sigur hjá okkur og verðskuldað komnir áfram.

    Ég ætla velja Reina mann leiksins. Hann held ég að hafi tryggt það að við færum áfram með því að verja frá Cruz þarna í byrjun.

  56. “Eini leikmaður liðsins sem átti virkilega slakan dag að mínu mati var Babel kallinn, en hann er ungur og lærir, kemur bara enn sterkari inn í næsta leik.”

    Sammála þér SStein hér. Ég var eins og gömul tuðandi kerling í fyrri hálfleiknum.. Babel verður að komast inn í leikinn o.s.frv. Sá að hann átti erfitt uppdráttar. Kannski taugarnar. Strákur af þessu kaliberi sem getur hangið á boltanum út í eitt verður bara að vera upp á sitt besta í svona leik. En sem betur fer kom þetta ekki að sök.

    Er ekki svo bara málið að snara … Ryksugan á fullu ..étur alla drullu yfir á ylhýra enskuna og fara með enskan texta og magnað lag og kenna Enskum lagið í næstu ferð út??? Kannski ekki lag sem gengur upp. En það má ímynda sér 45 þúsund manns á Anfield kyrja þessa laglínu …

    Ryksugan á fullu…. étur alla drullu… tral la la la la 🙂

  57. uuu ok jóhann… þú kannski byrjar á þýðingunni og gefur okkur tóninn?
    Færð varla erfiðari setningu 🙂

  58. The vacum on the full speed
    for reina to keep his clean sheet
    tralla lalla lalla lalla la la la la
    Torres makes his hat tricks
    though the club is owned by the jurk Hicks
    tralla lalla lalla lalla la la la la
    Hvernig hljómar þetta Jón? 😉

  59. Góður Baldvin. 🙂

    Sem stuðningsmaður Inter á Ítalíu vissi maður að þetta yrði alltof erfitt fyrir Ítalina, var búinn að spá auðveldum sigri Liverpool.

    Málið er að Inter er klúbbur með marga mjög góða leikmenn en enga sál. Liverpool kann að spila í Evrópu og hafa þessa liðsheild og siguráru yfir sér sem þarf í CL.

    Það hefði ekki skipt miklu þó Inter hefði verið 11 á móti 11 í þessar 100mín. Það eru alltof margir central miðjumenn í liðinu og þeir höfðu ekki þann hraða á köntunum til að nýta sér þá litlu veikleika sem Liverpool hefur í vörninni. (hægir og silalegir bakverðir).
    Það að ætla sér að hnoðast í 180mín+ í gegnum miðjuna framhjá ofurmenninu Javier Mascherano var einstaklega barnalegt hjá Mancini enda er hann vægast sagt ekki besti taktíkerinn í Evrópuboltanum.

    Liverpool allavega fullkomlega verðskuldað áfram og nú tekur við svaka slagur í 8-liða úrslitum. Fenerbache væri langbesti kosturinn, pjúra óagað sóknarlið sem Liverpool myndi éta upp til agna. Schalke yrðu erfiðari.

    Ég hinsvegar býst við einhverju stórliði. Barcelona.

Liðið komið, fátt kemur á óvart!

Könnun: Hverja viljum við fá í 8-liða úrslitum?