Liverpool 3 – Newcastle 0

Ef ég á að segja alveg eins og er þá bjóst ég nú ekki við neinni rosalegri mótspyrnu gestanna í dag á Anfield. Það rættist því ég hef sjaldan séð jafn slaka frammistöðu og jafn óheilsteypt lið og Newcastle í dag. Þeir voru aldrei líklegir til að gera þennan leik spennandi. En kíkjum á liðið sem byrjaði í dag og svo kemur skýrslan.

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Riise

Lucas – Alonso
Pennant – Gerrard – Benayoun
Torres

Leikurinn fór rólega af stað en klárlega ljóst að Liverpool myndu sækja meira. Fernando Torres átti fyrsta almenninlega færið þegar hann labbaði í gegnum varnarmenn Newcastle en Harper varði vel frá Spánverjanum. Áfram hélt sókn heimamanna og næstur til að þruma á markið var kemur á óvart var Steven Gerrard. Upp úr miðjum hálfleiknum fór að hressast yfir leiknum og Pennant var líflegur fram á við og var ógnandi. Newcastle ákváðu allt í einu að fara fram yfir miðju en það endaði með því að gamli jálkurinn Nicky Butt tók sig til og straujaði Arbeloa og endaði þar með eina svakalegustu sókn sem sést hefur í háa herrans tíð í enska boltanum. Sóknin fór að þyngjast þegar leið á hálfleikinn og skotunum fór að fjölga á Harper í marki Newcastle. Rétt fyrir lok hálfleiksins var spurning um vítaspyrnu þegar að Gerrard var felldur inn í teig. En það breytti ekki öllu því örfáum andartökum síðar skoraði Jermaine Pennant eitt furðulegasta mark sem ég hef séð. Það atvikaðist þannig að Torres sendi boltann inn fyrir vinstri bakvörð Newcastle, sá maður gerði sér lítið fyrir og setti boltann í Pennant og boltinn fór af honum og í netið. Á 45. mínútu átti Steven Gerrard frábæra sendingu, snilldar sendingu, inn á Fernando Torres og hann kláraði færið mjög vel. 2-0 í hálfleik og leikurinn leit mjög vel út.

Kevin Keegan og lærisveinar hans byrjuðu ekki síðari hálfleikinn vel því á 51. mínútu komst Torres á hlaupið, stakk boltanum á Steven Gerrard og hann kláraði vel. Þessir tveir leikmenn eru gjörsamlega potturinn og pannan í sóknarleik liðsins! Svo leið ekki langur tími þangað til Jose Manuel Reina átti eina alfallegustu sendingu fram völlinn á Torres. Hann kastaði boltanum vel inn á vallarhelming Newcastle þar sem Torres tók við boltanum, lagði boltann á hvern? Jú Gerrard alveg rétt, en Harper varði stórkostlega frá Gerrard. Fyrirliðinn var síðan tekinn af velli á 66. mínútu og inn á kom myndarlegur smalahundur frá Hollandi. Spekingar segja að Rafa hafi tekið Gerrard útaf því eigendur klúbbsins eiga ekki nógu mikið fjármagn í að borga Gerrard goal bonus viku eftir viku. Þegar um 20 mínútur voru eftir gerðist enn og aftur óskiljanlegt atvik. Martins átti þrumuskot langt utan af velli, Reina horfði ekki einu sinni á þennan bolta sem hafnaði í þverslánni, ótrúlegt. Fernando Torres var tekin af velli og Peter Crouch kom inn í hans stað, fínt að hvíla þessa lykilmenn fyrir slaginn gegn Inter. Pennant var síðan tekinn útaf þegar lítið var eftir af leiknum og Sami Hyypia kom óvænt inná fyrir hann. Á 82. mínútu fékk Dirk Kuyt dauðafæri en Harper varði vel, Riise tók frákastið og bombaði Taylor niður, tók svo aftur frákast en tókst ekki að koma sér á blað í fyrsta sinn á leiktíðinni.

Maður leiksins: Margir sem spiluðu mjög vel í dag. Reina átti góðan dag í markinu þrátt fyrir eitt vandræðalegt atvik. Carra og Skrtel voru magnaðir í vörninni. Lucas og Gerrard voru flottir á miðjunni en mér fannst Alonso ekk spila vel, hann þarf að fara að ná inn meira sjálfstrausti, sem kemur með meiri spiltíma að sjálfsögðu. En sá maður sem spilaði best að mínu mati var Fernando Torres. Hann skoraði frábært mark, lagði upp mark fyrir Gerrard með stórkostlegri sendingu og ofan á það þá vann hann vel til baka þegar þurfti og sýndi mikla baráttu og sigurvilja. Hvílíkur leikmaður er hverrar krónu virði og að hafa þennan mann innaborðs gefur mér stórar vonir um að ná góðum árangri.

Næsti leikur er stórleikur gegn Inter á þriðjudaginn í Meistaradeildinni. Liverpool vann fyrri leikinn 2-0 þannig að útivallamark á San Siro færi langt með að koma okkur í 8-liða úrslitin.

En ég læt þetta gott heita í bili.

43 Comments

  1. v´´iiiiiiiiii n´´u er Liverpool gleðinn tekin ´´a m´´y
    og við tökum meistaradeildina
    og sæti nr 2 ´´i ensku

  2. Newcastle liðið gerði akkúrat það sem ég átti von á – Nákvæmlega ekki neitt! Liverpool vann þennan leik í öðrum gírnum og er það gott með tilliti til leiksins á þriðjudag.

    Torres…þessi maður er bara ekki hægt. Torres klárlega maður leiksins, skorar 1 og leggur upp tvö. Ég myndi segja að hann væri þyngdar sinnar virði í gulli en það var einhver búin að sýna fram á að það væri hrikalegt vanmat á virði hans 🙂

    Frábær afmælisdagur hjá mér; Liverpool sigrar og Manure tapa… toppur!

  3. Að hafa Torres inn á er bara rosalegt.Það eru allir skíthræddir við hann og hvernig hann fíflaði Harper í markinu var svakalegt og samvinna hanns og Gerrards er eitthvað til að fylgjast með..Sendingin hanns Gerrard var rosaleg á Torres og öfugt..Einnig að hafa Torres frammi gerir liðið ávalt líklegt til að skora hvar sem er hvernig sem er,þannig að mark á móti inter ætti að klára dæmið…

  4. Glæsilegur sigur hjá strákunum okkar. Halda þessum krafti áfram út tímabilið þá eigum við 4 sætið (dreymir um 3 sætið).

    Hvað segiði samt með að seta link með mörkunum hingað inn fyrir okkur sem mistum af leiknum, það væri mjög vel þegið.

    YNWA

  5. Ég ætlaði EKKI að fá mér bjór um helgina enn Þetta Kallar ekki bara á bjór heldur 2 kippur af Elephant Takk. Að liverpool sigri og United tapi er snilldin ein þegar maður er umkringdur United mönnum. Skál fyrir góðri helgi

  6. Jahà hvad sagdi eg ekki, sigur og það meira að segja stòrsigur, hlakka til að sjà mörkin þegar èg kemst à netið – til hamingju öll sem eitt og þù lika afmælisgutti 😀

    AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS

  7. Sælir félagar.
    Frábær leikur, leikskýrsla, og tap MU í bikarnum. Það er ekki hægt að biðja um meira nema aðSunderland vinni Everton. Það er reyndar alveg sjálfsagt að fara fram á það. Fyrst laugardagurinn er svona góður ætti sunnudagurinn ekki að verða verri. 😉
    Það er nú þannig

    YNWA

  8. Erum við á góðu runni eða hvað????? Gott að Gerrard og Torres skora svona leik eftir leik.

  9. Mörkin eru hér: 1, 2, 3

    Annars var þetta fínn leikur í flesta staði, fannst liðið reyndar virka hálf áhugalaust til að byrja með og fannst vanta einhvern neista en síðustu 5 mínútur fyrri hálfleiks og fyrstu 10 mínúturnar í seinni hálfleik spilaði liðið af fullum krafti og það var einfaldlega nóg til að afgreiða þetta skelfilega lélega newcastle lið. Fínt að þurfa ekki að fara uppúr 2. gírnum og geta leyft okkur að hvíla Gerrard og Torres í góðar 20 mínútur af leiknum. Nú er bara að vona að þetta góða gengi haldi áfram á þriðjudaginn.

  10. Þrjú mörk á átta mínútum og svo virðist sem við höfum eignast nýjan Titus.

  11. Góð skýrsla og flottur sigur. Ég er reyndar ekki sammála þér með Alonso, Olli. Þetta var að mínu mati annar leikurinn í röð þar sem hann stjórnaði spili liðsins af sínum gamalkunna styrk og var bara reglulega góður. Það munar svo litlu að hafa Alonso í góðu formi inná miðjunni; bæði er sótt upp báða kanta og menn duglegir að flytja boltann frá hægri til vinstri og svo öfugt, og eins virðist Gerrard alltaf fá boltann í svæði, en það er oft af því að Alonso hefur verið duglegur að finna smugurnar til að spila boltanum fram á við.

    En Torres var klárlega maður leiksins í dag. 25 mörk hjá honum og enn eru tveir mánuðir eftir af tímabilinu! Stórkostlegt! 🙂

  12. Ekki finniði aðalatriðin í leik ManUtd?? Endilega setiði það hérna inn, margir sem grenja útaf því að Kristjanna ,,dýfði” sér ekki, langar að sjá þetta.
    Takk drengir og Takk Svenni fyrir þetta (Y)

  13. Vel mælt en ég er hins vegar ósammála tvennu:

    Maður leiksins er að mínu viti Gerrard sem og Alonso var góður í dag.

  14. Glæsilegur sigur, til hamingju öll : )
    Ég verð að segja, því ég heyrði ensku þulina á soacastinu tala um að Liverpool væri búið að vera heppið með fyrstu mörkin í undanförnum leikjum eins og núna og í leiknum á móti Bolton, að ég neita að setja svona lagað í einhvern heppnishatt, svona gerist einfaldlega þegar lið pressa andstæðinginn stíft.
    Og loksins erum við búnir að fatta að pressa, hver hefur ekki séð Man utd gera þetta 1000 sinnum ?
    Að vísu gátu þeir þetta ekki í dag en það er bara til að gera daginn betri : )

  15. Flottur sigur í dag. Torres enn og aftur frábær. Gaman að sjá fyrirliðann hafa svona gaman að þessu, það munar ansi miklu fyrir allt liðið. Líka mjög jákvætt hvað Skrtel er að aðlagast fljótt. Virðast hafa verið hörkukaup í honum. Þetta ætti að gefa kraft fyrir Inter leikinn. Við klárum það dæmi.

  16. Gaman að sjá hvað vörnin hjá United var í tómu rugli þegar Portsmouth fékk vítið. Tveir í sama sóknarmann, og skilja hinn eftir. Hahahaha.

  17. Þetta er bara einhver albesti fótboltaleikur sem ég hef séð lengi. Var að horfa á hann gegnum netið (Setanta) og í hálfleik, í staðinn fyrir bullandi bessarvissa, þá klipptist yfir á tvær ungar telpur sem voru að skemmta sér saman. Alger snilld. Snilld ég segi ykkur það. Snilld. Ef ég væri einræðisherra þá væri þetta alltaf sýnt í hálfleik.

  18. alonso er því miður að spila langt undir getu að mínu mati, ég rökstyð það svona:
    sendingar hans eru óþekkjanlegar miðað við hvernig þær voru. hann klikkaði á nokkrum basic sendingum, maður sem klikkar varla sendingu og hann var slappur að mínu mati í varnarvinnu, hlýfði sér í návígum o.þ.h.
    mér finnst ekki jákvætt að sjá hann í því formi sem hann er í núna miðað við hversu mikill yfirburðamiðjumaður hjá klúbbnum hann var. en þessir hlutir endurspegla það að maðurinn er að stíga upp úr meiðslum enn eina ferðina og er ekki í leikformi. hann mun vonandi ná fyrra formi sem fyrst.

  19. Alltaf jafn merkilegt hvað síðan er steindauð eftir yfirburða sigra. Jafntefli eða tap þá klikkar það ekki að svörin fara yfir 75. Sigur, rétt slefar yfir 20

  20. Frábær sigur og allt að gerast. Maður fær það bara alltaf á tilfinninguna að Torres sé að fara að gera eitthvað magnað þegar hann fær boltann. Lucas líka fínn og alltaf að venjast hörkunni meira og meira í deildinni.

    Þess má svo til gamans geta að Barnsley var rétt í þessu að vinna Chelsea í bikarnum svo að spurning með að þeir fari bara ekki alla leið

  21. Góður leikur hjá okkar mönnum. Frábært að sjá tvo bestu menn liðsins spila svona vel saman. Þá er bara málið að misstíga sig ekki gegn Inter. Ég vona að Masch verði orðinn heill fyrir þann leik því að Xabi hefur ekkert með það að gera að spila þann leik ef hann ætlar að halda þessu formi áfram.

    Hvar var Fabio Aurelio? Síðast þegar hann spilaði var það hans besti leikur í Liverpool treyju og svo hefur hann ekki sést í tveimur leikjum síðan. Vill sjá hann spila meira, treysti Riise ekkert lengra en ég get fleygt honum og það eru engar rosalegar vegalengdir.

  22. Ef Höddi Magg er ekki snillingur þá er einginn það.Var að horfa á 442 og þegar að Hörður missi sig svona þá gefur það manni von um bjarta framtíð og eintóma gleði og hamingju,þetta er bara pjúra snild að hlusta á manninn……..

  23. Nákvæmlega, Höddi Magg var stórkostlegur í lýsingunni í dag.

    Hann fær svo nokkra plúsa fyrir að tala um “fimmfalda Evrópumeistara Liverpool” í einhverri Chelsea lýsingu.

    Annars hef ég ekki séð Liverpool liðið hafið svona upp til skýjanna í 4-4-2 áður. Meira að segja Óli Þórðar var farinn að hrósa mönnum.

  24. Jæja, það kemur í ljós að Liverpool voru ekki lélegir á móti Barnsley !!! Þeir slóu út chel$ki út líka ! 😀 😉

  25. Maður er ekkert nema púkinn eftir daginn í dag 🙂 Ég man hreinlega ekki eftir annarri eins þórðargleði í hjartanu í háa herrans….

    Það vantar svooooo lítið uppá!!!!
    Ef liðið hefði haldið hreinu gegn wigan og við ekki rændir sigri gegn Chealsea í haust. værum við bara að tala um 5 stig í Arsenal. 5 stig!!!

    Næsta síson ætla ég allavega að taka einn leik einu.

    Til hamingju með daginn allir og allar

  26. Nákvæmlega Einar,maður var nánast farinn að roðna yfir þessum þætti,og Heimir bara á því að Steve G sé bara sá besti þótt Óli var eitthvað að reyna að troða rooney þarna á milli þá var það bara kaffært strax.En Höddi Magg er bara hinn eini sanni lýsari

  27. Sá samt mikinn mun á því að hafa ekki Babel þarna inná. Með sínum hraða, styrk og ógnun gefur hann Torres meira pláss.
    Já einar greyið Owen 🙂

  28. Jæja.. nú þurfa okkar menn bara að klára Inter og þetta fer að líta bærilega út!

    Já .. og Sunderland að vinna… æji hvað heitir það aftur… þarna hitt liðið!

  29. Jáhá, bara allir í stuði, ég hvet alla þá sem hafa “álit” á Rafael Benítes að kíkja á þessa síðu og skoða hvernig stjórarnir á Englandi eru að standa sig. Einnig geta konur og menn gefið Rafa + eða – fyrir frammistöðuna á tímabilinu, áhugavert að skoða suma af þessum stjórum 🙂

    http://soccernet.espn.go.com/team?id=364

    Hérna gefur að finna (fyrir neða upplýsingar um síðasta leik)
    Insight and Opinion. Smellið á + og þá getið þið áttað ykkur á stöðunni hjá stjórunum og gefið þeim stig (+ eða -) fyrir frammistöðu sína.

    AVANTI LIVEERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS

  30. Orðið ákaflega mikil gleði á ný að horfa á liðið sitt. Ég var eiginlega aldrei stressaður þó mörkin kæmu ekki fyrr en í lok fyrri hálfleiks, það var bara spurning um tímann, ekki hvort við skoruðum.
    “Feikið” hans Torres í öðru markinu og sendingin í því þriðja var það vel gert að ætti að vera sýnt reglulega í knattspyrnuskólum og á æfingum ungs fólks til að læra hvernig einfaldleikinn virkar í boltanum!
    Mér fannst allt liðið standa sig vel, Alonso að mínu mati að gera margt vel þó hann hafi feilað á nokkrum sendingum, var mjög glaður að sjá hann og Lucas teyma liðið áfram, er sannfærður um það að þetta leikkerfi er komið til að vera og í leikjum gegn jafn slökum liðum og Newcastle var í gær er bara fínt að hvíla Mascherano (veit að hann var meiddur, en er að meina í framtíðinni).
    Pennant var fínn en þó voru of margar sendingar slakar, Johnny Riise karlin er bara svei mér þá að standa sig þokkalega þessa dagana og mér líst alltaf betur á Skrtel. Eina sem mér fannst erfitt var að sjá innkomu Crouch, veit ekki hvort það er út af lítilli leikæfingu, eða hvort hann ekki ræður við að vera einn uppi á topp. Allavega fannst mér hann ekki gera nóg til að gleðja mann þarna. Innkoma Kuyt var ágæt og hann óheppinn að skora ekki, Harper varði einfaldlega frábærlega.
    Fínt að geta hvílt Babel alveg, bring on Internazionale. Sá leikur er hvergi nærri búinn!!!

  31. Flottur sigur, glæsileg mörk, sérstaklega markið hans Torres og maður orðinn spenntur fyrir þriðjudeginum.

    Verð að koma tveimur atriðum að samt, annað um Liverpool. Undanfarið hefur Benitez ákveðið að stöðugleiki inni á velli sé vænlegt til árangurs. Sem sagt, að nota bestu mennina nær alltaf í sínum bestu stöðum, sbr. Gerrard sem framliggjandi miðjumann sem og sama kerfið þannig að ef einn dettur út vegna óviðráðanlegra aðstæðna eins og Mascherano þá er annar til og veit nákvæmlega hvaða stöðu hann er að fara að spila. Nú spyr maður, af hverju tók hann fjögur ár að fatta þetta? Var það útaf því að hann var búinn að mála sig út í horn? Margir hafa stungið upp á þessu í þrjú ár hér á síðunni og loksins finnst manni Rafa hafa vaxið risastórar hreðjar. Ég tek þá afstöðu að batnandi manni er best að lifa og megi þetta halda áfram.

    Hinn punkturinn er um Newcastle liðið. Mér finnst það sanna það að þetta Share Liverpool dæmi sem “aðdáendur” eru að standa fyrir sé almesta vitleysa sem til er. Mike Ashley er sjúkur Newcastle aðdáandi sem keypti uppáhaldsliðið sitt og hvað gerir hann? Hann tekur illa rekinn klúbb og rekur hann eins og smákrakki sem sveiflast með geðþótta aðdáenda. Að horfa upp á þennan klúbb í dag er eins og að horfa á American Pie 2, þeir tóku gott kosept og sturtuðu því niður klósettið.

    Ef Rafa höndlaði ekki smá óvissu í kringum Hicks og Gillett í haust, hvernig í ósköpunum myndi hann höndla svona “socio” system eins og í Real og Barcelona þar sem nýr þjálfari er orðaður við liðið í hverjum mánuði…af stjórninni sjálfri? Mér finnst John Aldridge fínn kall og hann kunni svo sannarlega að skalla bolta hér í denn … en guð hjálpi mér ef hann yrði allt í einu Predrag Mijatovic okkar manna.

    Jæja Rafa, taktu nú þessi hveitibrauð í Inter og snýttu þeim!

  32. Daði spyr:

    „Nú spyr maður, af hverju tók hann fjögur ár að fatta þetta?“

    Sagði hann ekki einhvern tímann um daginn í viðtali að eftir að liðið datt út úr FA bikarnum gæti hann spilað meira á sömu mönnunum á milli leikja, því þar sem liðið væri í færri keppnum væri minni þörf á að rótera?

    Hann er ekki búinn að ‘fatta’ neitt og hann er ekki hættur að rótera. Hann sér bara ekki þörf á því núna þegar liðið er komið að ögurstund í deildinni og Meistaradeildinni. Það þarf ekki að hvíla núna, þegar hver leikur er nánast úrslitaleikur.

    Ég held allavega að Benítez hugsi þetta svoleiðis.

  33. Ég er sammála ykkur með Michael Owen, greyið karlinn. Ég bjóst við orkumeiri endkurkomu á Anfield ef ég á að segja eins og er. Ég er rosalega feginn að við keyptum þessa meiðslahrúgu ekki aftur á sínum tíma.

  34. 35, auk þess sem ég held að Rafa sé búinn að róa öllum árum að því í allan vetur að toppa á þessum tíma. Ég held að allt leikskipulagið hafi tekið mið af því að þetta gæti verið tíminn sem allt þyrfti að ganga upp.. menn heilir, menn í formi, óþreyttir, og sjálfstraustið í lagi. Því miður þá hafa úrslit ekki verið eins hagstæð í vetur og við vonuðumst til, en Það var ekkert hægt að vita það fyrir fram að svona myndi fara. Nú er það að skila sér (vonandi) sem lagt var upp með, rótera…sjóða sultuna saman, og hafa hana sem ferskasta þegar mest þarf á að halda….eflaust miðuðust plön rafa við að við yrðum í toppbáráttu í deildinni, í CL, og FA cup, en þetta skilar sér, og kemur að góðum notum í stöðunni sem við erum í ,engu að síður.

    Við vitum það allir að Rafa er hrikalega taktískur stjóri, og þó hann sé stanslaust að tala um að ” hugsa bara um næsta leik”.. þá vitum við það vel, að hann er heilt yfir að hugsa um að halda tímabilið út og toppa á réttum tíma.
    Álit mitt á þessum stjóra hefur breyst svona 700 sinnum, og satt að segja veit ég ekkert í hvorn fótinn ég á að stíga. Eina stundina tel ég að það sé best fyrir klúbbinn að hann stígi niður, en svo koma tímar þar sem maður áttar sig á því hvað hann gerir vel….Niðurstaðan: Hann veit miklu meira um þetta en ég, og hefur marg oft sýnt mér að það er best fyrir mann að hugsa ekki upphátt í þessum efnum,svo maður líti ekki út eins og fífl 🙂
    Ég hef sagt það áður, og segi það aftur… Liverpool kemur til með að eiga besta lokasprettinn í deildinni…ég vil að við stefnum á þriðja sætið (úr því sem komið er auðvitað). Það er vel raunhæft og gerlegt.
    Áfram Liverpool.
    Carl Berg

  35. Hvað svo sem planið er þá er það ekki að virka þegar kemur að því að ná árangri í deild. Menn verða að ná í stig yfir allt tímabilið til að geta unnið deildina. Stig í september er jafn dýrmætt og stig í apríl. Það að toppa á réttum tíma ef það þýðir að toppa í mars-maí hefur ekkert að segja ef menn drulla upp á bak í desember-janúar…ef menn ætla að vera með í titilbaráttu það er að segja.

    Ég held persónulega að Rafa sé farinn að taka meiri áhættu og það ér gott. Ég hef aldrei haft neitt á móti rotation og skil ástæður fyrir henn, en ákvarðanir Rafa í liðsuppstillingu og skiptingum hafa oft vakið furðu mína. Allt í einu virðist hann vera að hitta naglann á höfuðið og vonandi heldur það áfram. En tímabilið er jafn ónýtt fyrir því, fyrir utan Meistaradeildina hingað til.

  36. Mér finnst stærsti munurinn ekki vera róteringin (Rafa róteraði 30% af útleikmönnunum í gær) heldur leikkerfið. Ég er miklu hrifnari af þessu kerfi heldur en 4-4-2 sem Rafa hefur notað hingað til.

    Mér finnst til dæmis vera stórkostlegur munur á því hversu margir háir boltar koma frá vörninni. Ég var á tímum að vera geðveikur á því þegar að bakverðirnir og miðverðirnir skippuðu hreinlega yfir miðjuna og gáfu alltaf háa bolta á sókarmennina, sem áttu svo að koma boltanum í spil.

    Í síðustu leikjum þá koma varnarmennirnir hins vegar boltanum bara til Xabi eða Mascherano/Lucas og þeir sjá um að dreifa spilinu, sem þeir eiga að gera. Það finnst mér vera stóri munurinn á liðinu.

  37. Ég man líka eftir að hafa lesið grein um Mascherano þar sem hann sagði frá heimsókn Benitez til hans í London. Þar hafi Benitez farið yfir leikskipulagið og þar kom það skýrt fram að Benitez sæi Mascherano á miðjunni við hlið Xabi Alonso. Ég taldi á þeim tíma (og skrifaði um það á þessa síðu) að það þýddi að Rafa sæi Gerrard fyrir sér sem kantmann.

    En þetta var allavegana planið hjá bentiez og ég skil ekki alveg af hverju hann hefur ekki staðið við það. Kannski að meiðsli Xabi Alonso hafi haft þau áhrif á hann að hann frestaði þessu. Einsog ég hef líka oft bent á, þá spilaði Liverpool sinn besta leik á síðasta tímabili (Arsenal sigurinn á Anfield) með þessu 4-3-3 / 4-2-3-1 kerfi. Þá voru það Masche-Alonso, Speedy-Gerrard-Pennant og Crouch.

  38. Það er augljóst að Gerrard nýtist liðinu mun betur í holunni heldur en í einhverju varnarhlutverki aftarlega á miðjunni. Vonandi ber Benitez gæfu til að halda áfram á sömu braut varðandi leikskipulag og hóflegar róteringar.

  39. Frábær leikur og síðustu leikir.
    Mér finnst nú taflan líta öllu betur út núna heldur en fyrir 3 vikum. 9 stig í Arsenal þótt þeir eigi leik inni. Ég ætla ekki að fara að spá okkar mönnum titlinum en ef þeir halda þessu rönni, klára United og Arsenal (reyndar á útivöllum) og önnur úrslit verða okkur hagstæð, þá er aldrei að vita. Þetta leikkerfi – með Torres einan uppi á toppi, virkar líka betur, þar sem hinir senterarnir hafa ekki skorað nóg til að geta spilað með honum (sem SC) svo sómi sé að.

Liðið komið:

Miðar á Man.Utd – Liverpool