Liverpool 4 – West Ham 0

Okkar menn gjörsigruðu lélegt lið West Ham í kvöld og lyftu sér þar með upp í 4. sætið í Úrvalsdeildinni ensku. Þessi leikur var einstefna frá byrjun, en West Ham-liðið átti aðeins tvö skot að marki allan leikinn á móti einhverjum tuttugu slíkum frá Liverpool, og aðeins þrjár hornspyrnur gegn sextán.

Rafa Benítez hefur staðið við loforðið sem hann gaf eftir Inter-leikinn og róterað aðeins minna, og fyrir vikið virðist vera kominn góður rythmi í aðalliðið sem skilar sér í mjög öruggri frammistöðu núna leik eftir leik. Benítez byrjaði með þetta lið í dag:

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Riise

Gerrard – Mascherano – Alonso

Kuyt – Torres – Babel

**Bekkur:** Itandje, Hyypiä, Benayoun, Pennant, Crouch.

Pennant, Benayoun og Crouch komu inná fyrir Kuyt, Torres og Babel þegar líða tók á seinni hálfleikinn, meira til að hvíla þá en eitthvað annað. Þá fór Javier Mascherano útaf meiddur undir lok leiksins eftir fólskubrot Mark Noble, en við vonum að litli hershöfðinginn frá Argentínu sé heill fyrir átökin sem eru framundan.

Um spilamennsku leiksins er eiginlega lítið að segja. Allt frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu var þetta einstefna að marki West Ham og aðeins spurning um hvenær – og svo hversu oft – Liverpool-liðið næði að skora. Þetta var ákveðin þolinmæðisvinna og þrátt fyrir stóran sigur er ekki beint hægt að segja að liðið hafi sýnt einhverja klassíska sóknartilburði, en yfirburðirnir voru algjörir og þessi sigur vannst í hlutlausa gírnum, að því er manni fannst.

Eina sókn West Ham að viti kom á elleftu mínútu, fljótlega eftir að þeir lentu undir. Þá slapp Luis Boa Morte innfyrir vörn Liverpool en Pepe Reina kom á móti og náði að loka á hann. Boa Morte fór framhjá Reina en var þá kominn í þröngt færi, hitti reyndar að markinu en Arbeloa var þar mættur og bægði hættunni frá. Þar með eru sóknir West Ham upptaldar í kvöld.

Á 7. mínútu leiksins gaf Dirk Kuyt fyrirgjöf frá hægri kantinum inná vítateigslínuna. Þar stakk **Fernando Torres** sér fram fyrir þá Upson og Ferdinand í vörn West Ham og stýrði boltanum óverjandi í netið fram hjá hálffrosnum Robert Green. 1-0 fyrir Liverpool og leikurinn í raun þegar búinn, því það var engu líkara en West Ham-liðið nánast gæfist upp eftir þessa byrjun.

Restin af fyrri hálfleiknum var frekar dauf, en í seinni hálfleik var þetta aðeins spurning um hvenær annað markið kæmi. Það kom loks á 56. mínútu. Dirk Kuyt var aftur arkitektinn, í þetta sinn fékk hann boltann inná vinstri væng vítateigsins, sneri á varnarmenn West Ham og gaf hnitmiðaða fyrirgjöf á kollinn á **Torres** sem stóð kyrr og skallaði hnitmiðað í markhornið. 2-0 fyrir Liverpool.

Eftir þetta virtist allt snúast um að láta Torres skora þrennuna. Samherjar hans reyndu hver af öðrum að gefa töfrasendinguna á hann og næst komst Gerrard því þegar hann gaf frábæra fyrirgjöf frá hægri sem Torres skutlaði sér á og skallaði í innanverða stöngina, þaðan skoppaði boltinn yfir línuna og frá markinu hinum megin. Svekkjandi, en Torres var ekki búinn að syngja sitt síðasta. Á 81. mínútu reyndi Riise skot utan teigsins vinstra megin sem fór í bakið á manni West Ham og datt niður inn í teig West Ham. Þar tók **Torres** snilldarlega við boltanum, klobbaði varnarmann West Ham og lagði boltann framhjá Green og í fjærhornið. Staðan orðin 3-0 og þriðja þrenna Torres í vetur fullkomnuð!

Enn átti Liverpool þó eftir að skora eitt mark og eftir að Torres var farinn útaf tók hin markamaskínan okkar, **Super Stevie Gerrard**, það að sér. Hann hlýtur að hafa horft á Fabregas skora gegn AC Milan í gær því hann skoraði mjög svipað mark í kvöld; tók boltann á miðjum vallarhelmingi West Ham, lék á einn andstæðing og klíndi tuðrunni svo upp í þaknetið í nærhorninu. Óverjandi fyrir Green í marki West Ham og lokatölur í þessum leik 4-0!

**MAÐUR LEIKSINS:** Þarf að spyrja að því? Fernando Torres hefur núna skorað 24 mörk í öllum keppnum í vetur, þar af 18 í Úrvalsdeildinni, og hann var með flensu fyrir leikinn í kvöld! Þvílíkur leikmaður og ef það er til betri eða heitari framherji í heiminum í dag bið ég ykkur að benda mér á hann! 🙂

Aðrir voru misgóðir. Gerrard, Alonso og Mascherano eru farnir að malla eins og her valtara á miðjunni, Arbeloa sótti mjög vel upp sinn væng og eins var gott að sjá gamla, góða Riise sýna sitt andlit aftur, en hann var mjög góður bæði varnar- og sóknarlega í kvöld. Babel var ekki eins góður og gegn Bolton en samt mjög ógnandi á meðan Skrtel og Carra voru einvaldir í vörninni. Þá vil ég minnast sérstaklega á Kuyt sem átti tvær feykigóðar stoðsendingar fyrir Torres í kvöld og var bara mjög góður í þessum leik. Sem sagt, á heildina séð góð frammistaða hjá öllu liðinu en Torres var einfaldlega í sérflokki í dag, sem og hann hefur verið í mestallan vetur.

Næsti leikur er svo um helgina, á Anfield gegn Newcastle í Úrvalsdeildinni, áður en stóri leikurinn gegn Inter verður leikinn í Mílanóborg eftir viku. Það er spennandi að vera Púllari þessa dagana. 😉

71 Comments

  1. GLÆSILEGT !!!
    Þrenna hjá meistara Torres og stórbrotið mark Hjá fyrirliðanum
    Einfalt og gott!

  2. Það er ákveðið lag sem kemur upp í hugann í hvert skipti sem ég sé Torres skora. “Have I told you lately that I love you”

  3. Við höfum gullmola í höndunum – reynum nú að móta bikar úr honum.

  4. Haha Torres er engan veginn besti striker í heimi. Góður er hann og heldur okkur á floti í baráttunni um 4-5 sætið en alveg gomma af framherum sem eru betri en hann

  5. Endilega komdu með dæmi Siggi Kalli fyrst þú veist alveg um gommu af framherjum! 🙂

  6. Mér fannst það standa upp úr í þessum leik hvað vörnin var þétt…
    Þegar Gerrard skoraði kom upp á skjáinn tölfræðin 11-0… West Ham hafði ekki átt skot á mark allan seinni hálfleikinn…
    Skrtel var að sýna góðan leik fannst mér… snöggur, sterkur og gefst aldrei upp…

    Annars er hrein unun að horfa á Torres spila fótbolta… er þetta ekki þriðja þrennan hans á tímabilinu??? hans fyrsta tímabil í enska boltanum…

  7. Ég sagði það í gær, og ég sagði það í haust, ég sagði það um jólin og ég sagði það um áramótin. Ég segi það aftur í dag: Liverpool nær rosalega góðu rönni á lokasprettinum og toppar á réttum tíma. Rafa er búinn að vera að hugsa um það í allan vetur. Gallin er bara að við höfum ekki staðið okkur nógu vel, það sem af er.
    Þrennan hjá Torres sannaði bara það sem allir vissu, þessi drengur er einstakur og verður alltaf litli “gull-pungurinn” minn 🙂

    11mörk í 11 leikjum… maður hefur séð verra record en það. með smá heppni þá stelum við kanski 3ja sætinu, en höfum ekki efni á neinu öðru en að vera sáttir með fjórða sætið.
    Skrtel stóð sig frábærlega vel í miðverðinum og það verður hreinlega erfitt að slá hann út úr þeirri stöðu..svei mér þá. Babel var slakari en vanalega, en Pennant kom fínn inná.

    Maður leiksins hlýtur að vera Torres, en fyrir utan hann , þá myndi ég hreinlega velja Skrtel.
    Insjallah…Carl Berg

  8. Liðið í dag lék sennilega einn besta leik sinn á tímabilinu, það steig varla neinn feilspor og allir skiluðu sínu með miklum sóma. Það var kanski helst að Alonso kallinn hefði getað verið betri en hann er á réttri leið og við vitum það vel að hann er alltaf lengi í gang á haustin og það er sennilega bara það sama uppi á teningnum með hann eftir meiðsli, þ.e.a.s. það tekur hann 3-4 leiki að komast almennilega í gang. Eigum við ekki bara að segja að hann eigi eftir að springa út á móti Inter.

    Skrtel er að koma alveg magnaður inn í þessa vörn og ef hann heldur svona áfram gæti vel farið svo að Carragher fari að verða valtur í sessi á næsta tímabili, eins óhugsandi og manni fannst það í byrjun tímabils (og meðan ég man, hvað fékk Carragher eiginlega mörg færi í þessum leik?). Ensku lýsendurnir í sopcast útsendingunni lýstu Skrtel annars ágætlega:

    He’s got it all. He’s tall, has pace, strength, tough tackles and he’s scary looking

    og þetta síðasta er náttúrulega mikilvægast af öllu 🙂

    Torres er svo sjálfkjörinn maður leiksins fyrir þrennuna sína en Kuyt fær þó hrós fyrir sitt framlag, 2 stoðsendingar, ódrepandi baráttuvilji (eins og venjulega) og óþarfi að vera að ætlast til einhvers meira af honum. Nú erum við loksins búnir með þennan leik sem við áttum til góða og komnir í þetta blessaða 4. sæti og nú er bara að halda því til loka leiktíðar og reyna af fremsta megni að pressa á chelsea í 3. sætinu. Næsta skref í þá átt er að slátra Newcastle um helgina, allt undir 3 marka sigri þar er óásættanlegt.

  9. Minnir mig á leikinn sem Jordan spilaði á móti Utah Jazz ef ég man rétt þar sem hann var veikur uppí rúmi þangað til hálftíma fyrir leik fór inn á og spilaði einn sinn besta leik frá upphafi

  10. Ha ha, gott komment Svenni. Skrtel væri einmitt maður sem ég vildi EKKI mæta í dimmu húsasundi.

    Tek það fram að ég sá ekki leikinn. Er í Stokkhólmi og hér var bara Meistaradeild sýnd. Horfði því á Real Madrid detta út og fékk marka sms frá Kristjáni.

    Annars er þetta athyglisvert með Benitez og þessa útgáfu af 4-3-3 / 4-5-1 sem hann er að spila. Er hann að gefa 4-4-2 uppá bátinn? Ég skrifað einhvern tímann grein á bloggið um það að ég taldi þetta leikkerfi henta best allra kerfa fyrir Liverpool. Þannig náum við að nýta þessa 4 frábæru miðjumenn sem við erum með.

    Ég held einfaldlega að svona þetta lið einsog byrjaði leikinn sé frábært. Frábær miðja, frábær framherji, frábær framherji vinstra megin, frábærir miðverðir og góður hægri bakvörður. Einu punktarnir sem ég gæti séð bæta liðið væri hugsanlega betri vinstri bakvörður og svo betri framherji hægra megin, þótt að Dirk Kuyt sé vissulega að batna mikið.

    Ég held að þetta kerfi gæti verið málið.

  11. Flottur leikur í ALLA staði!
    Skrtel lítur út fyrir að vera magnaður, Alonso klárlega að detta aftur í gír og meira að segja Riise og Kuyt áttu góð framlög, hvenær átti Riise síðast svona margar almennilegar sendingar á SAMHERJA.
    Gerrard naut sín og ég á engin lýsingarorð um Torres, mikið OFBOÐSLEGA er maðurinn góður! Ég veit ekkert hvort hann er bestur í heiminum, en ég myndi ENGAN annan striker fá í skiptum fyrir hann. Hann getur allt, skotið með vinstri og hægri, skallað, tekið menn á, unnið í pressu, linkar vel upp. Að mínu viti fullkominn leikmaður!
    Eina neikvæða sem mér dettur í hug er að mér finnst tími til að setja bara einhvern annan í sóknarhornin en Carragher!
    En aftur jákvæður, liðið lítur vel út þessa dagana og er að sýna sinn rétta mátt. Nokkrir svona leikir í viðbót og maður bara getur farið að brosa þannig að sjáist í tennurnar.
    Og ef þetta er leikkerfið sem Rafa velur, VINSAMLEGAST kaupa Quaresma og Lahm. Strax 1.júní!
    Get ekki annað en rakkað niður þetta West Ham lið. Maður hafði alltaf svoldið “soft spot” fyrir West Ham með Brooking, Devonshire, Bonds, seinna McAvennie og enn seinna unga Lampard og Cole, jafnvel Di Canio. West Ham lið dagsins í dag er hið nýja Wimbledon lið (reyndar með Reading og Bolton). Trukkalið sem kann engan fótbolta – liggur í vörn og beitir hallærislegum skyndisóknum. West Ham maðurinn í vinnunni minni er alveg rasandi brjálaður og spái því að hann hafi ekki orðið glaðari í kvöld. Öllu lýsti bullbrotið hjá Noble á Mascherano sem var ógeðfellt í minnsta lagi, vonandi erum við ekki að missa Javier í meiðsli. Þetta var bara ruddaskapur til að níðast á Argentínumanninum sem þetta grófa lið gat ekki notað, enda of mikill fótboltamaður.
    Spáið í breytinguna á þessu liði frá 3-3 bikarúrslitaleiknum fyrir 2 árum!!!!

  12. Anton 11#.. ekki gleyma því að í þeim leik þá byrjaði Jordan á því að troða í smettið á Stocton, og Karl Malone gekk upp að Jordan og sagði við hann; afhverju reynirðu þetta ekki við einhvern “your own size”… í næstu sókn þá tróð Jordan svo hrikalega í smettið á Malone að það er leitun að öðru eins. Síðan gekk hann að Malone og sagði; was that big enough for you !!!!

    Torres eru allir vegir færir..svo einfalt er það.. hans mesta vandamál verður að halda sér niðri á jörðinni, og hingað til hefur honum tekist það stórkostlega.

    Insjallah…Carl Berg

  13. Flottur leikur. Maður á ekki lýsingarorð til þess að lýsa hrifningu sinni á Torres.
    Guði sé lof að West Ham hirti af okkur Lucas Neil 🙂

  14. BBC Sport Player Rater man of the match: Liverpool’s Fernando Torres on 9.14 (on 90 minutes).

    …hversu oft sér maður svona tölur!!!! ég bara spur 😀

    Avanti Liverpool – Rafa – http://www.kop.is

    Ps: einhver sjéns að einhver hafi link svo að ég geti séð mörkin 😉

  15. Góður punktur með leikkerfið Einar og við erum hjartanlega sammála þar. Líka áhugavert hvernig engin umræða hefur verið um þetta 4-5-1 leikkerfi meðan leikirnir vinnast. Þetta snýst um að láta bestu mennina spila og það er þannig í dag að þetta kerfi hentar liðinu best. Svo er þetta mjög Benitez legt kerfi og því ekki óeðlilegt að liðið sé að detta í þennan gír.
    En þetta var frábær sigur og það er gaman að vera Liverpool aðdáandi í dag miðað við hörmulega byrjun á 2008.
    Nú þarf bara að klára hópinn með góðum kantmanni í viðbót og allavega einum bakverði sem getur sótt og varist.
    Torres; það fá engin orð lýst hvað hann er góður. Ég sá bara fyrsta markið og touchið hans á boltann sem var ekki auðvelt að stýra var magnað.

  16. Frábært, frábært, frábært,ó ég klikkaði.Afsakið….Vona bara að Torres verði svona í öllum leikjum(hefur stundum ekki sést).en það er að koma,já alveg að koma.Enn og aftur FRÁBÆRT.Svo segi ég bless ,og takk fyrir .Lifið heilir.KOMA SVO LIVERPOOOOOOOOOOOL

  17. Frábær leikur, gaman að sjá að okkar menn eru loksins farnir að sýna það sem í þeim býr. Það varður gaman að sjá Agger og Skritel spila saman. Ég er klár á því að Rafa er á réttri leið með liðið og vonandi gera eigendurnir rétt og selja til DIC þannig að við þurfum ekki að upplifa aftur svona bull eins og þeir voru með í haust þ.e.a.s Hicks. http://101greatgoals.magnify.net/item/KPSY5R6DQH8FCJ3K
    http://101greatgoals.magnify.net/item/6LZLYRH3VNMC44RN
    http://101greatgoals.magnify.net/item/KRVQYQBLHGQM5DL6
    http://101greatgoals.magnify.net/item/QJBXFVM81YL648YX

  18. Ætli Lucas Neill sé ekki bara sáttur hjá West Ham?? 🙂

    Frábær leikur í alla staði. Við erum með nokkra svakalega leikmenn sem eru allir í kringum 25 ára aldurinn eða jafnvel yngri. Held að það vanti ekki mikið inní þetta púsluspil svo þetta smelli hjá okkur . Einn vinstri bakvörð og hægri kantmann, já og kannski einn framherja. mér sýnist reyndar Dirk vera að eigna sér hægri kantinn og Gerrard tekur holuna og þá vantar bara bakvörð 🙂
    Svo talar ég nú ekki um ef þjálfi er búinn að finna rétta matsið á miðju og framlínu og heldur því svo.

  19. Takk kærlega, Haukur. Þú reddaðir mér alveg þar sem það er lokað á þessa Vísis síðu utan Íslands.

    (úfff hvað það er samt leiðinlegt að hlusta á þennan Leif tala um Liverpool).

  20. Frábær leikur, þarf að segja meira um það ?

    Ég verð samt að spyrja, horfði e-r á Porto vs Schalke í kvöld ? Eruði að grínast hvað Manuel Neuer er RUGL góður markmaður! 86′ módelið, kosinn besti markmaðurinn í Bundesligunni 2007, hélt Schalke gjörsamlega á floti í kvöld og varði svo 2 víti.

  21. Ekki málið.

    Já, svei mér, ég var alvarlega að spá í að dubba “barbie girl” eða eitthvað álíka skemmtilegt yfir blaðrið í Leifi.

    “Ótrúlegt að sjá Livepool með svona marga menn sem vilja ekki fá boltann” blah blah blah, þetta segir hann eftir stórsigur gegn W’Ham þar sem ég sá ekki betur en að allt liðið væri að spila glimrandi vel.

    Hvernig stendur á því að Sýn er með svona hlutdrægan Everton mann í settinu í hvert skipti sem Liverpool er að spila?

    Djöfull vona ég að LFC-Everton fari svona 5-0, þó ekki væri nema bara til að þagga niðrí Leifi Garðars!

  22. Ég á ekki til eitt aukatekið orð, mörkin!!!!! Váááááaáaááááá, sko Torres er góður en markið sem “áttan” gerði, úffffffffffffff, það er eins gott að þeir hafi möskvana úr stáli til að geta hreinlega haldið boltanum inni í markinu …

    Avanti Liverpool – Rafa – http://www.kop.is

  23. Flottur leikur og virkilega gaman að sjá liðið pressa svona ofarlega á vellinum. Liðið lítur æ meira sannfærandi út í síðustu leikjum. Frábært að hafa loksins mann frammi sem getur nýtt færin. Sammála Einari Erni – Leifur virðist alltaf þurfa finna neikvæð komment um Liverpool. Fór nett í pirrurnar á mér í kvöld en maður er farinn að þekkja þetta hjá honum og best að láta sér fátt um finnast.

  24. Ég er ekki frá því að þetta kerfi henti okkur langbest, frábær leikur! Allir að spila vel, meira segja Riise!

    Kuyt frábær, Gerrard frábær, Masch frábær. Og Skrtel heldur betur að troða uppí mig fyrir gagnrýnina eftir H&W leikinn.

    Já, og þessi Neuer var geðveikur… hvílík markvarsla í stöðunni 0-0. Þrátt fyrir það eru Schalke mínir draumamótherjar í 8-liða (þeas ef við náum að klára Inter.) Þeir voru arfaslakir í kvöld þrátt fyrir að vera einum fleiri í næstum klukkutíma.

  25. þessir 2 leikmenn eru ótrúlegir! þvílíkir markahrókar, og þá sérstaklega þrennukóngurinn 🙂

    týpískt að loksins þegar maður sér ekki leik þá vinnur liðið 4-0. lítið annað hægt að kommenta á leik sem maður sá ekki, frábært að taka 4-0 í premier division 🙂

  26. Þetta virkaði alveg ofsalega áreynslulaust einhvað hjá okkur í kvöld og færir umræðuna aftur í það far hversu andstæðingarnir voru lélegir, það er frábært að sú umræða sé kominn aftur því þá er Liverpool farið að gera lítið út andstæðingunum sínum aftur. Það skín í gegn hvað sjálfstraustið í liðinu er að vaxa mikið………..og Fowler minn góður hvað það er gott að Fernando Torres krotaði nafnið sitt á pappír hjá Liverpool í sumar…..þessi drengur er bara rugl.

    Nr. 13 Einar Örn: ég er mikið sammála þessari pælingu hjá þér með 4-5-1 kerfið og var einnig mjög mikið á því í byrjun árs að við ættum að notast við það til að nýta þessa frábæru miðju……svo lengi sem Sissoko væri ekki inná enda var hann eitur fyrir þetta kerfi. Núna virðist liðið aftur vera farið að spila þetta kerfi og virkar gríðarlega þétt.

    JM á það til að gera vörnina bara óþarfa og yfirferðin á honum er þannig að það væri hægt að treyst honum fyrir báðum bakvarðarstöðunum í einu. Hans vinna og sérstaklega í þessu leikkerfi gefur bakvörðunum mikið meira frelsi til að fara frammávið og t.a.m. hefur Aurelio farið að virka mjög vel á mann og meira að segja Riise var fínn í dag.

    Alonso er meira og meira farinn að minna á Hamann, þ.e. góður og skilar vinnu sem sést ekki endilega vel í imbanum, nema hvað hann getur sent lengri sendingar og er aðeins hraðari (Hamann skilað boltanum alltaf vel frá sér). Eins virkar Lucas sem mjög gott cover fyrir Alonso og verður fastamaður í þessu liði innan skamms. Þegar Alonso er í formi er hann prímusmotorinn á spilið innan liðsins og það sést vel hversu mikilvægur hann er núna þegar hann er heill, þ.e. miðverðirnir virðast hafa frétt það aftur að það eru líka miðjumenn fyrir framan þá sem hægt er að senda á, ekki bara sóknarmenn.

    Með JM og XA á miðri miðjunni getur Gerrard bara gert það sem hann vill….og þannig er hann auðvitað bestur. Mér finnst Gerrard alls ekki njóta sín nógu vel á miðjunni í 4-4-2 þar sem hann þarf að vinna of mikið til baka, hann gerir það alveg vel, en er bara mikið mikilvægari fyrir liðið sóknarlega og því betri í free role eða spilandi út frá hægri kannti.

    Torres er eignlega eini mjög góði kosturinn í stöðu framherja þó Crouch og Babel gætu líka virkað. Babel er greinilega að venjast þessari sóknarkanntsstöðu og á bara eftir að verða betri. Crouch er stórhættulegur sem target man ef hann hefur rétta menn með sér inná. Hann er frábær í að taka boltann og koma honum á menn sem gera árásir á ferðinni og eins er hann auðvitað stórhættulegur ef hann hefur almennilega kanntmenn sitthvorumegin við sig sem dæla boltanum á hann. Þ.e. hann tekur mikla og dýrmæta athygli varnarmanna til sín þegar hann er í stuði.

    Þannig að fyrir næsta ár sé ég þetta kerfi fyrir mér sem okkar kerfi, það vantar smá uppá þetta lið en ekki eins mikið og hefur verið látið í veðri vaka sl. mánuði, alls ekki.
    Við eigum frábæran markvörð, mjög unga og öfluga miðverði, frábæra miðjumenn (CM) á góðum aldri og stórkostlegan sóknarmann, m.ö.o. við erum komnir með mjög þétta og góða hryggsúlu.

    Mest vantar okkur að mínu mati aðra Babel týpu af leikmanni (helst öflugri mann) og klárlega annan sóknarmann (nenni ekki að taka Kuyt ræðuna). Plús bakverði sem eru mikið betri sóknarlega heldur en Finnan og Riise.

    Það sem þarf þó mest af öllu hjá þessum klúbbi er stöðugleiki og minni neikvæni í kringum klúbbinn, það hefur verið með ólíkindum að vera poolari undanfarið ár og óhætt að segja að nóg hafi verið að frétta….þó sjaldnast hafi það verið jákvæðar fréttir. Núverandi eignarhald á klúbbnum hlítur að líða undir lok í þessari viku eða næstu, hvort sem það verði DIC eða Hicks sem eignast klúbbinn.

    En eitt er víst……það er öllu léttara að lýsa stuðnini yfir Rafa í dag heldur en það var um daginn, hann á nóg eftir 😉

    (afsaka þessa langloku)

  27. Frábær sigur.. Þetta leikkerfi er gríða sterkt og ég er ánægður að þessar að loksins er eitthvað að komast í kollinn á Benítez að róteringar eru ekki málið. Liðið er stöðugt, rólegt og vel skipulagt í þessu kerfi. Kuyt virðist vera nokkuð sama um að vera í þessu hlutverki og á oftast mjög fína crossa og Babel er mjög ógnandi og góður í þessari stöðu. Það skiptir engu máli hvort Torres hafi annan frammherja með sér, hann fær alltaf góðan stuðning frá Kuyt og Babel í þessu tilfelli og tala nú ekki um þegar Gerrard fær að njóta sín fyrir aftan hann í AMC. Alonso og Masch líta virkilega vel saman þarna og Vörnin er skínandi. Menn eins og Riise, Skrtel og Carra meira segja rísa með hverjum leik og ekkert nema gott mál um það. Ég er ótrúlega ánægður að hafa Reina í markinu og það sást vel þegar Boa Morte slapp í gegn hvað hann er ótrúlega klár markvörður. Lét hann fara frammhjá sér í stað þess að reyna ná boltanum og liklega fengið rautt fyrir að fella hann en í stað þrengdi hann færið og eftirleikurinn fyrir Arbeloa var auðveldur.

    Gerrard virðist meðvitaður um stöðu Liverpool og fer í alla leiki eins og hann sé að berjast um 1sta sætið þannig ég tel næsta verkefni (Newcastle) vera auðvelt. Skora snemma, halda, vera ekki að ofkeyra sig en sækja og verjast, klára þá svo snemma í seinni og hvíla Gerrard, Torres og jafnvel Babel eða Mascherano.

  28. Afsakið(Já sérstaklega til Einars Arnars).Ég veit að ég er búinn með KVÓTANN.Ég ætla bara að segja það, að ég er farinn af þessari síðu.Sér í lagi út af síðastliðnum sunnudegi.Það virðist vera svo að ég megi ekki blogga ,að það sé sett út á það.T . D. Ég sagði að Torres hafi ekki sést í þessum leik.Þá var mér bent á það, að í leikskýrslu hefði verið tekið fram að Torres hefði ekki sést.Semsagt ég mátti ekki tala um það.Hversu oft hefur ekki verið talað um það í leikskýrslu,að Riise sé ömurlegur og að Sissoko megi fara heim.Flestir tóku undir það í ummælum sínum,en þá var þeim ekki bent á það að það væri búið að tala um það á leikskýrslunni….Það er margt fleira sem ég get talið upp,en ég nenni því ekki.Það er maður þarna á þessari síðu með hroka(og kanski menn)en ég ætla ekki að nefna nein nöfn.En frábært hjá LIVERPOOL ,takk og ég á kanski eftir að lesa það sem menn og konur skrifa og kanski segja eitthvað ef ég þarf að svara fyrir mig.Bæ bæ

  29. Kristján, þú verður eitthvað að laga til þessa teikningu yfir taktík kvöldsins.

    Rafa er að spila 4-2-3-1 og hefur gert það í undanförnum fjórum leikjum.

    Ekki 4-3-3, ekki 4-5-1.

  30. Skrifa ekki oft komment, en bara verð að gera það núna til að kveðja þig einsi kaldi…

    … farvel!

    Party party.

  31. haha sammála nr. 38, vertu blessaður einsi kaldi, farið hef………

    btw. þú getur tékkað á loðnukvótanum…..það er víst ennþá einhvað til af honum! 😉

  32. Torres er besti striker í heimi og “6 siggi kalli” ef maður sem kemur í ensku deildina og gerir þessa hluti sem Torres er að gera og það á sínu fyrsta ári þá er hann með þeim bestu ef ekki sá besti. Ég held að Torres sé að njóta sín hjá Liverpool svo mikið er víst, ég held að þegara hann var hjá Atletico Madrid þá var hann gerður að fyrirliða og hann var allt of ungur til að höndla þá ábyrgð sem því filgir og það var að skemma fyrir honum. Og það er bara rangt að það sé til gomma af betri strikerum eflaust eru einhverjir betri en ekki gomma af þeim. Jæja ég ætla nu að kommendera á eitthvað hér í dag en ég verð í Liverpool borg yfir helgina,,, áfram Liverpool…

  33. Þetta var að virka flott hjá okkar mönnum í gærkvöldi. West Ham átti aldrei möguleika. Þeir voru rassskeltir með annarri. Eina skiptið sem blóðið fór fyrir alvöru eitthvað af stað hjá mér var þegar Noble réðist á JM í lokin… mikið djöfull varð ég reiður!!!

    Ég held bara að Benites hafi heyrt í mér um daginn!!:

    “Góðar fréttir. Nú er bara að vona að Xabi finni formið sitt á ný. Sendingargeta Xabi og stopparageta Javier…. deadly combination.. 🙂 Hafa svo Gerrard í holunni fyrir aftan Torres eða í frjálsu hluverki á kantinum.
    Sé þetta allt fyrir mér. Á ég ekki bara að ráða mig hjá Benites??”

    🙂

  34. Frábær sigur … góð mörk … frábært form … góður mórall! Nú er bara að halda þessu áfram. Flott skýrsla, KAR, og ég er sammála henni. Áfram Liverpool og styðjum Jón (#42) í aðstoðarmannsembættið hjá Rafa!! 🙂

  35. Já #42 jón þar sem ég er að fara út að sjá leik Liverpool – Newchastel, þú vilt kanski að ég skjóti þessu að Rafa með aðstoðarmannin ?? :0)) Áfram Liverpool, ég er svo kátur í dag….

  36. Þolli ekki þegar menn eru með leiðréttingar á leikkerfum segja hann er að spilla 4-3-3 í stað 4-5-1 eða 4-2-3-1 sumir eru búinir að spila tölvuleiki of mikið held ég hehehe

  37. Endilega útskýrðu þetta Unnar Hólm. Fyrir utan að það er deginum ljósara að hann er að spila 4-2-3-1, þá hefur hann líka sagt það sjálfur í viðtölum.

    En allavega, góður leikur í gær. Vorum sterkir fram að markinu, en síðan datt allur botn úr þessu fram að hálfleik. En eftir hálfleik var bara eitt lið þarna úti og þetta aldrei spurning.

    Menn segja síðan að West Ham hafi verði svo lélegir. Jújú, ég get af vissu leiti tekið undir það, en það er þó hverju orði sannara að þú spilar ekkert betur en andstæðingurinn leyfir og við einfaldlega lokuðum á þá. Pressuðum hátt og stíft og greddan skein úr andlitum manna. West Ham voru lélegir því við létum þá líta þannig út.

  38. Já…Lucas Neill er ekki maðurinn. skelfilegur. Ég er á því að við munum spila við enskt lið í næstu umferð CL. Best væri að mæta chelski því kunnum svo vel að slá þá út. 🙂 en annars væri fínt að fá schalke.
    Þeir ættu að vinnast svipað og Leverkusen forðum daga. Ég hef ekki minnstu áhyggjur af 4 sætinu. Það er okkar. Everton shæt hafa ekki reynsluna í þetta. Væri gaman að komast til Moskvu í maí. Vorkvöld á rauða torginu er ekki slæmt.

  39. Ég hef fjallað um þetta áður í ítarlegum pistli: Það skiptir ekki öllu máli nákvæmlega hvernig maður teiknar byrjunarliðið upp í leikskýrslu, því það gefur aldrei rétta mynd af því hvernig liðið spilar. Það er því óþarfi, að mínu mati, að rífast um hvort eða hvers vegna ég teiknaði þetta upp sem 4-3-3 en ekki 4-5-1 eða 4-2-3-1 eða 4-1-1-1-1-1-1 eða hvernig sem þið viljið hafa það.

    Leikkerfið skiptir ekki öllu máli, heldur hvaða leikmenn voru að spila innan ramma kerfisins.

  40. Innan ramma kerfisins? Hvaða kerfis? 4-4-2? 4-3-3? 4-5-1? 4-2-3-1? 😛

  41. Sælir félagar.
    Þetta fór eins og ég spáði (spáin var annahvort stórsigur eða drullujafntefli) enda spáin nokkuð örugg í framsetningu sinni 😉 Sammála Benna Jóni um leikinn. Góður fram að fyrsta marki, svo eitthvert þóf og lítið að gerast sérstaklega hjá WH fyrir utan þetta eina færi sem þeir fengu. Okkar menn þó alltaf betri og stjórnuðu leiknum. Seinni hálfleikur var algjör einstefna og bara eitt knattspyrnulið á vellinum fyrir utan 2 -3 mín í byrjun þar WH reyndi að sprikla smá. Lykillinn að sigrinum var hin feiknasterka miðja og Fernando Torres. Hvílíkur leikmaður og gekk þó ekki heill til skógar. Magnað að sjá að Alonso virðist vera að koma til baka. Mjög gott mál. Dirk Kuyt virðist vera að gefa öllum langt nef (þar á meðal mér) fyrir að afskrifa hann sem handónýtan leikmann. Leggur upp tvö mikilvægustu mörkin í leiknum og var sívinnandi eins og hann hefur reyndar alltaf verið. En nú er þessi vinnusemi hans farin að skila sér og ef til vill höfum við dæmt hann of hart undanfarin misseri. Ég óska okkur öllum til lukku með niðurstöðu undanfarinna leikja og eigum við ekki að vona að þetta sé það sem koma skal.
    Afsakaðu Einsi kaldi. Vonandi ertu ekki hættur og farinn fyrir lífstíð. Ef til vill er það sem þú kallar hroka, frekar ungæðiháttur og tilhneiging til að gera sér mannamun. Láttu það kyrrt liggja félagi og mættu á spjallið.
    Það er nú þannig

    YNWA

  42. Það er eins gott að halda þessu runni áfram, eigum hryllilega erfitt prógramm í lok mars og byrjun apríl og liðið verður að koma með fullt sjálfstraust í þá leiki. Eigum ManUtd, Everton og Arsenal öll í röð og ég held að baráttan um 4. sætið ráðist í þessum þremur leikjum. Ef ég man þetta rétt þá hefur Liverpool aldrei unnið top 3 liðin þannig að ég er nú ekkert rosalega bjartur á að hala inn stigum í þessum en vonandi heldur Rafa áfram að spila á sínu sterkasta liði og hvílir róteringarkerfið í smá stund áfram. Þurfum á þéttu liði að halda í þessa leiki.

  43. Flottur leikur ,og maður spyr sig, af hverju í andsk. sýnir liðið okkar ekki alltaf þessa baráttu. Allir áttu flottan dag og menn voru eins og þeir hefðu étið óðs manns skít, West Ham fengu engan frið með boltann í þau fáu skipti sem þeir höfðu hann. Líka fannst mér áberandi hvað hornspyrnurnar frá Alonso voru hættulegar, og finnst að Gerrard ætti alltaf að lúra fyrir utan teig þegar þær eru teknar,bara mín skoðun.

  44. Kristján Atli, það er nákvæmlega þetta það skiptir nefnilega ekki öllu máli hvernig kerfið er spilað og hvort maður komi með rétt liðskipan í það og það skiptið, það sem er aðal málið er að liðið spilaði fanta góðan leik og það spilaði sem heild (þó alltaf skeri sig einhver úr). En bara flott ef einhver vill setja hugrenningar sínar fram, en því miður þá eru oft svo margir spegingar sem geta hnítt í allt og allt, en svona er það bara, ykkar pislar hér á blogginu og bloggið sjálft er bara hreint frábært framlag og fyrir það ber ykkur að þakka. Takk fyrir mig…

  45. Samkvæmt Skysports ætlar Hicks ekki að stoppa Gillet í að selja sinn hlut. Opna kampavínið núna?

  46. Frábær frammistaða alls liðsins, einfalt mál. Torres, hvað er hægt að segja? Þessi drengur er algjör gullnáma, og ég er svo glaður að við skyldum semja við hann til SEX ára. Það er bara hrikalega langt síðan maður hefur séð svona hæfileikaríkan framherja hjá Liverpool, ef nokkurn tíman og þá er nú mikið sagt.

  47. Anton er það ekki frekar bara létt skál í ölkrús, opna kampavínið síðan þegar þeir (DIC) hafa unnið fyrir því?? Förum nú ekki að brenna okkur aftur á því að tapa okkur í spenningi yfir nýjum eigendum áður en þeir svo mikið sem koma á Anfield/Melwood.

    En ég vil að Liverpool fari að sýna sömu baráttu og menn eru að sýna í rússneska boltanum
    http://mysoccermedia.com/index.php?module=detail&video_id=349&lang_id=1
    ..oki kannski ekki alveg 🙂

  48. BABU ég á ekki aukatekið orð VÁAAAAAææææi, nei vil ekki þessskonar hörku í okkar leik(kerfi) heheheheheheh

    Svakalega er nú gott að vera LIVERPOOL stuðningsmaður í dag….

    ….aaaaaaaaaaaaaaaaahhhhhh einn kaldur og maður er bara í skýjunum

    AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS

  49. já fátt betra en en að vera púlari, vara verið að sýna leikin við Hamrana áðan og nú er verið að sína Bolton leikin og ég er nákvæmlega að gera þetta fá mér einn kaldan og horfa á leikina…. rosa fínt að hita svona upp áður en maður fer til Liverpool á morgun… Whata live…

  50. Geðveikt Valli, fer með þér í huganum, mundu bara að koma heill heim :D, þú kannski skolar einum köldum niður á pöbbnum fyrir mig í leiðinni 😉

    AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS

  51. JÁ EKKERTG NEMA SJÁLFSAGT… VERST AÐ ÉG ER EIGINLEGA FARLAMA FÉKK EITTHVAÐ TAK Í BAKIÐ…. EN ÉG SKOLA NOKKRUM NIÐUR FYRIR ÞIG…

  52. Það er fátt eins gott fyrir bakið eins og bjór og þá einmitt helst nokkrir, bara ekki svo margir að þú hendir þér í gólfið og takir orminn : )

  53. Frábær leikur hjá Liverpool WH átti ekki séns frá 1. mínútu Rafa með 4-3-3 sem er nokkuð skringilegt en hann er lítið í að rótera síðustu daga.
    Það geta allir verið sammála um að Torres á núna sína bestu leiki á ferlinum og að Gerrard er alveg að standaig í fallegum mörkum þetta mark hjá honum var bara snilld og skallinn hjá Torres ekki verri og allt liðið bara að standa fyrir sínu og ætla að ná 4. sætinu sem er skylda því Everton eru helstu keppinautarnir í þeirri stöðu og leikurinn 30. mars verður Rafa að taka sig til og ná essu bara!!!!!!!

    Koma svo Liverpool!!!

  54. Þvílíkur leikmaður hann Torres. Frábært að hafa hann í Liverpool. Eins er ég mjög ánægður með að Benitez sé farinn að minnka róteringuna. Þessi miðja er klárlega sú besta hjá okkur í dag. Babel á að eiga vinstri kant að mínu mati. Gott hvað Kuyt er búinn að gefa okkur öllum langt nef með góðri frammistöðu undanfarið. Ekkert nema gott um það að segja. Verð líka að minnast á hvað mér finnst Skrtel finna sig vel þarna. Hann lofar virkilega góðu. Þegar Agger er kominn til baka ættum við að vera í flottum málum með miðverði. Núna er bara að halda sama dampi.

  55. Er Rafa farinn að pæla í því að hann eigi sitt besta lið sem á að spila mest?

    Þvílíkur munur að sjá Kuyt og Babel að undanförnu.

    Megi þetta halda lengi áfram.

  56. Getur einhver reddað link af brotinu á Mascherano? Það væri mjög vel þegið ef einhver gæti gert það.

    Var á leiknum og sá brotið ekki nægilega vel á vellinum.

Liðið komið – Torres byrjar!

Eigendamál