Liverpool 5 – Luton 0

Í kvöld var stór stund á Anfield og ekki bara vegna þess að stórlið Luton voru að koma í heimsókn heldur líka vegna þess að Jamie Carragher var að spila sinn 500. leik fyrir Liverpool. Hann bar því fyrirliðabandið eins og Steven Gerrard hafði beðið um fyrir leikinn. En leikurinn var bráðfjörugur og við skulum byrja á því að skoða byrjunarliðið.

Itandje

Arbeloa – Carragher (c) – Hyypia – Riise

Pennant – Gerrard – Alonso – Babel

Torres – Crouch

Bekkur: Martin, Aurelio(inn f. Torres ´73) , Lucas(inn f. Gerrard ´73) , Kuyt(inn f. Crouch ´65) , Kewell.

Já gríðarsterkt byrjunarlið sem tók á móti Luton í kvöld og það dugði ekkert minna en sannfærandi sigur í kvöld. Leikmenn Liverpool byrjuðu af krafti og byrjuðu strax að skapa sér færi. Fyrstur til að fá eitt slíkt var Crouch. Stuttu síðar fékk Babel boltann á vítateigshorninu og skaut í stöngina. Yfirburðirnir voru það miklir að Carragher var farinn að leika sér úti á hægri kanti með skemmtilega snúninga og hann náði að koma sendingu sinni fyrir kallinn, vel gert það. En rétt áður en dómarinn flautaði til leikhlés náðu Liverpool skyndisókn þar sem Torres óð upp völlinn, renndi boltanum á Babel sem kláraði færið glæsilega! 1-0 í hálfleik.

Xabi Alonso hóf síðari hálfleik með þrumuskoti beint úr miðju sem reyndar stefndi í markvínkilinn en markmaður Luton varði skotið frekar auðveldlega. Gaman af þessu hjá Spánverjanum. Ekki var langt liðið af síðari hálfleik þegar að Pennant tók frábæran sprett upp hægri kantinn, sendi góða fyrirgjöf á Crouch, sem skallaði boltann á Gerrard sem skallaði svo boltann í netið af stuttu færi og kláraði færið vel. Frábær hreyfing án bolta hjá Gerrard og staðan orðin vænleg og þægileg. Örfáum mínútum síðar eða á 57. mínútu tók Gerrard hornspyrnu, boltinn barst á kollinn á Hyypia og þá gat aðeins eitt gerst, jú Hyypia skoraði í stöng og inn. Liverpool héldu áfram að pressa og um var að ræða algjöra einstefnu. Stuttu eftir mark Hyypia sendi Riise boltann fyrir og Torres reyndi að koma sér í færi en boltinn barst að lokum til Gerrard sem lagði boltann snyrtilega í netið og staðan því orðin 4-0. Luton menn voru heillum horfnir og veittu heimamönnum enga mótspyrnu. Ekkert virtist vera að gerast þegar að rauðhærði Norðmaðurinn sendi boltann enn eina ferðina á Gerrard sem þrumaði boltanum í netið af löngu færi og fullkomnaði þar með þrennuna, stórglæsilegt mark hjá Gerrard. Strax eftir markið fékk Gerrard heiðursskiptingu og Lucas leysti hann af hólmi. Eftir þetta róaðist leikurinn og fátt markvert gerðist. Liverpool heldu reyndar áfram að sækja og hefðu getað bætt svo sem einu marki við þetta en 5-0 voru lokatölur í kvöld og ekki ónýtt fyrir Carragher að bursta 500. leikinn sinn fyrir Liverpool með þessum hætti.

Maður leiksins: Það voru margir sprækir í kvöld og ætla ég að minnast á 3 leikmenn sem mér fannst spila best í kvöld. Ryan Babel var mjög frískur í kvöld og hraði hans og kraftur er eitthvað sem varnarmenn dreymir ekki beint um. Hann átti reyndar nokkra feila í sóknarleiknum af og til en þessi hraði sem maðurinn býr yfir gerði honum kleift að stinga varnarmenn Luton af og búa til fullt af möguleikum. Svo skoraði hann gott mark auk þess að hann kom sér í fullt af færum. Pennant kom sterkur inn og að mínu mati er hann okkar besti kantmaður í augnablikinu. Hann var síógnandi og fyrirgjafir hans voru frábærar. Þetta er sá leikmaður sem við þurfum á að halda á síðari hluta tímabilsins því hann getur opnað varnir með tækni sinni og hraða, hann átti toppleik að mínu mati. Svo er það maður leiksins og það val skal engum koma að óvörum. Steven Gerrard spilaði enn einn draumaleik sinn fyrir félagið. Hann setti þrennu og ég held ég þurfi ekkert að hafa fleiri orð um hans spilamennsku í kvöld, óaðfinnalegur leikur hjá honum.

Það gengur mikið á utan vallar hjá Liverpool þessa dagana og hafa hinir ýmsu menn tengdir klúbbnum, bæði leikmenn sem og gamlar goðsagnir á borð við Ian Rush komið fram í fjölmiðlum og gagnrýnt eigendur félagsins. Gagnrýnin á fullan rétt á sér því þeir Gillet og Hicks gerðu engum greiða þegar þeir sögðust hafa rætt við Jurgen Klinsmann til að taka við starfi Rafa. Þegar ósætti á milli Rafa og eigendanna virtist vera komið í gott lag þá koma þeir með svona rugl í fjölmiðlum og þetta getur ekki haft góð áhrif á stjórann og leikmennina. Þess vegna er þessi 5-0 sigur í kvöld gríðarlega mikilvægur fyrir framhaldið. Ég veit vel að þetta Luton lið er ekki frábært knattspyrnulið, en það að sigra 5-0 gefur mönnum sjálfstraust og trú á komandi verkefnum. Næsti leikur er gegn Aston Villa á mánudaginn þann 21. janúar. Nú fá menn viku hvíld og ég trúi ekki öðru en að við förum að sigra aftur og hætta þessum eintómu jafnteflum. En flottur leikur í kvöld hjá okkar mönnum og frábært afrek hjá Carragher að spila sinn 500. leik í kvöld.

YNWA.

42 Comments

  1. Til hamingju með sigurinn strákar… þetta var akkúrat það sem við þurftum. Stóran sigur…hvort það var Fluton, AC Milan, KR eða Birmingham skiptir ekki öllu máli. Það sem máli skipti var að klára þennan leik,og klára hann með stæl. það var ánægjulegt að fyrirliðinn okkar skuli hafa skorað þrennu (þó ekki hafi hann verið það í þessum leik) því hann hefur klárlega þurft á því að halda. Pennant var á köflum sprækur og það var ánægjulegt.
    Það var sorglegt hvað það féll í skuggann á öðrum leiðindarmálum, að Carragher var að spila sinn 500. leik fyrir klúbbinn okkar, en sem betur fer þá fékk hann sitt móment þarna og hann fær alla mína virðingu og mitt þakklæti fyrir vel unnin störf fyrir klúbbinn.
    Það var þó eitt sem mér fannst hálfpartinn “stela senunni” í kvöld. Það felldi jafnvel skugga á góðan sigur okkar manna ..(svona nætum því:) … en það var hin ÓTRÚLEGA magnaða stemmning sem var á vellinum.
    Nú var ég þar reyndar ekki sjálfur, en maður heyrði þetta vel,og fann í gegnum sjónvarpið… menn sungu látlaust ; Rafa Rafa, eða Gerrard eða bara hreinlega Liverpool, Liverpool…
    Það er greinilegt að stuðningsmenn hafa flykkt sér utan um Benítez á þessum erfiðu tímum og ég tel það vera vel. Fyrst og fremst elska ég klúbbinn minn, og tek það ekki í mál, að einhverjir Ameríkanar geti klúðrað málunum svona… Benítez eða ekki Benítez…Kanarnir eða ekki… Málið snýst um miklu stærri hluti en einhverja einstaklinga…málið snýst um Liverpool!!!!… Það er ekkert stærra en Liverpool!!!… Klúbburinn er númer eitt, tvö og þrjú…eigendur koma og fara, stjórarnir líka…jafnvel leikmenn… en klúbburinn verður alltaf…
    Áfram Liverpool…
    Carl Berg

  2. Sammála bæði leikskýrslu og Carl Berg. Flott kvöld á Anfield og viðtalið við Benitez á Sky flott. Karlinn skælbrosandi og neitaði alveg að tjá sig um allt bullið.
    Var búinn að gleyma því að vika var í næsta leik og því bara fínt að fá leikæfingu á toppliðið.
    Komnir áfram og fullt af mörkum. Gott, gott!

  3. Rólegir ekki allir í einu!!! 🙂

    nei frábær leikur og gamli baráttuandinn lét sjá sig. Gerrard meira að segja brosti.
    nú fer þetta að koma hjá okkur.

  4. Fínn leikur, þegar öllu er á botninn hvolft. Liðið var með yfirburði í 92 mínútur, enda ekki við öðru að búast gegn liði eins og Luton og auðvelt að líta vel út gegn þeim, en miðað við brösugt gengi undanfarið var þetta kannski akkúrat það sem þurfti. Stundum er gott að eiga auðveldan leik þar sem hægt er að finna „rythmann“ í spilamennskunni. Nú eigum við líka raunhæfa heimtingu á að sjá liðið jafn grimmt í sóknaraðgerðum sínum gegn Aston Villa og það var í kvöld, þótt það verði vafalítið erfiðari leikur.

    Liðið lék vel í kvöld. Ef ég ætti að velja einhvern sem heillaði mig ekkert sérstaklega væri það kannski helst Riise, sem skilaði ákaflega litlu fram á við þrátt fyrir margar tilraunir upp kantinn og í skotstöðu. Ef ég hefði byrjað að horfa á knattspyrnu fyrir tveimur árum síðan, og væri búinn að horfa á alla Liverpool-leiki síðan þá, myndi ég halda að Riise væri lélegasti skotmaður Englands. Hann verður að fara að sýna eitthvað eða bara hætta að skjóta. Þið sjáið Arbeloa aldrei negla svona af færi, það er af því að hann er skynsamur og veit að það eru meiri líkur á því að það komi eitthvað út úr sókninni ef hann spilar frekar einfalt með sínum kantmanni eða öðrum samherjum. Riise þarf að læra þetta, úr því að hann er hættur að geta hitt á markið.

    Aðrir voru góðir. Itandje las nokkur Andrésblöð í kvöld, á meðan Carra og Hyypiä gátu farið á gott og langt trúnó, svo lítið höfðu þeir að gera varnarlega. Pennant og Babel voru virkilega ferskir og eiga heimtingu á að halda áfram í þessum stöðum gegn Villa, á meðan Alonso sýndi loks sitt gamla andlit í kvöld og stjórnaði öllu eins og sá heili liðsins sem hann er. Torres var bæði klaufi og óheppinn að skora ekki og fínt hjá Benítez að hvíla hann bara undir lokin (yfirleitt þegar Torres gengur pirraður af velli vegna markaþurrðar fá næstu mótherjar Liverpool að kenna á því. Ertu að lesa þetta, Martin O’Neil?) á meðan Crouch var einnig óheppinn að skora ekki en spilaði annars reglulega vel og átti heiðurinn af mörgum betri sókna liðsins.

    Um Gerrard þarf svo ekkert að fjölyrða. Hann hefur slakað eilítið á í síðustu fjórum eða fimm leikjum, eins og samherjar sínir, en fimmtán mörk frá miðjumanni í öllum keppnum er ekkert til að gera grín að, og við erum enn bara í janúar. Samt keppast allir við að hrósa Fabregas og Lampard fyrir að vera duglegir að skora. Ojæja, ég veit hversu feginn ég er að Gerrard leikur fyrir mitt lið en ekki annar hinna tveggja. Maður leiksins? Frekar maður áratugarins. 🙂

    Vonandi getur slúðrið dáið dauða sínum næstu daga og liðið komið endurnært og fyllilega einbeitt í næsta deildarleik. Einhvern veginn efa ég samt að það gerist, ég held að sápuóperan sé rétt að byrja. 🙄

  5. Vá, 3 komment á klukkutíma eftir leik. Þetta hlýtur að vera met 🙂

    Annars hálf slappur fyrri hálfleikur, en maður getur ekki kvartað þegar að liðið skorar 4 mörk í seinni hálfleik, sama hver mótherjinn er. Ánægður með Babel á kantinum og auðvitað Gerrard.

    Þá er bara að vona að Havant og Waterloo klári Swansea á morgun. Og svo væri ágætt að fara að vinna leik í deildinni líka. Já, það væri ljómandi takk.

  6. Skal alveg játa það að ég átti ekki orð yfir hversu slakt liðið var í fyrri hálfleik. Riise sýndi þar enn og aftur að hann er svo langt frá því að vera úrvalsdeildarklassa. Hugmyndaleysið var algert í sóknarleiknum þar sem það tók 46 mín. að brjóta niður 2. deildarlið Luton og þar fyrir utan var ekki eins og liðið hafi verið að skapa mörg dauðafæri.
    Það hefði verið forvitnilegt að vita hvernig seinni hálfleikurinn hefði þróast ef Liverpool hefði ekki potað inn einu marki í lok fyrri hálfleiks. Mig grunar þó að Liverpool að hefði klárað þetta á endanum enda lék liðið fínan fótbolta í síðari hálfleiknum. Nú er bara að vona að liðið haldi uppteknum hætti frá síðari hálfleiknum í næsta leik sem verður gegn Aston Villa heima.

  7. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, sá ég ekki leikinn og langaði eiginlega ekki til þess. Veit um nokkra gallharða sem ætluðu ekki að horfa á leikinn, af þvi að maður er svo óánægður með spileríið.
    Þannig er nú það.

  8. Ég sá heldur ekki leikinn vegna vinnu en veit einhver hvar maður getur séð mörkin ?

  9. Carl Berg, Heyr Heyr, algjörlega.

    Annars, Carra maður leiksins, by far. Það eitt og sér að hann hafi verið að spila sinn 500 leik fyrir félagið er nóg. Olli, sorry, ég mun ALDREI taka undir val á Captain Fantastic sem mann leiksins. Gott dæmi um að skora góð 3 mörk en var hreinlega ekki til staðar í fyrri hálfleik. Vonandi fær hann spark í afturendann og heldur áfram á þeirri slóð sem hann var á í seinni hálfleik.

    Ég er reyndar ósammála mörgum hérna inni, við vorum ekkert að spila neitt öðruvísi bolta í fyrri hálfleik. Málið var að við áttum leikinn og þetta var bara spurning um að ná að brjóta ísinn og þá væri þetta komið.

    Ég er bara ósáttur með eitt eftir leikinn. Leto, Hobbs, Zhar, Lucas og Insúa (ekki hægt að vera slakari en Riise) áttu að spila leikinn og við hefðum unnið ekki minni sigur með þessum strákum.

  10. ……….eftir að hafa lesið ofangreinda grein, þá hræðist maður mest að liðið endi eins og Leeds :s

  11. Góður sigur í kvöld eins og við öll væntum af liðinu og vonandi hækkar þetta aðeins móralinn í liðinu fyrir næstu helgi.

    Varðandi þetta lán í greininni sem kom í ummæli nr. 14 að þá finnst mér ástandið vera ferlega svart hvað fjárhagslegu hliðina varðar hjá LFC. Að dömpa skuldunum öllum á klúbbinn með veðsetningu þýðir í raun (ef ég misskil þetta ekki) að kanarnir taki sitt fyrsta lán og endurfjármagni það þannig að ef allt fer á versta veg, mun LFC og eignir þess verða tekið upp í skuldina og þeir geta farið frá pakkanum nánast án skaða. Sorgleg þróun og svona smá “I told you so” fyrir þá sem vildu selja klúbbinn í upphafi.

  12. Já ég get ekki skilið þetta öðruvísi en svo að þeir vilji skella skuld upp á rúmar 300 milljónir punda á bækur klúbbsins og síðan aðrar 300 milljónir punda sem nýji völlurinn á að dekka. Ég veit ekki með ykkur en þetta reikningsdæmi þeirra félaga gengur ekki upp í mínum huga. Ef að þessir drengir komast upp með þetta þá er erfitt að sjá að það verði mikil fjárfesting í leikmannahópi liðsins næstu misserin. Ótrúlegast finnst mér þó að þessir gæjar hafi getað selt Moores og Parry hugmyndir sínar um klúbbinn á sínum tíma. Voru þessir menn ekkert skoðaðir hvað fjárhagslega getu varðaði? Ef þetta verður niðurstaðan mun klúbburinn verða í mun verri stöðu en fyrir eigendaskiptin sem er auðvitað bara sorglegt. Minni á að það tók Parry á fjórða ár að finna þennan “besta díl” fyrir Liverpool FC.
    YNWA

  13. Ég held að þessir gæjar séu örugglega vitlausustu menn í heimi…
    Mín skoðun er sú að á næsta heimaleik eigi að vera gífurleg mótmæli gegn eigendunum og algjör stuðningur við liðið.
    Hicks, Gillett og Parry út!

  14. Mikið var að Valdimar, gerði ekki í buxurnar ! eina ferðina enn….
    Eftir að hafa tekið þá ákvörðun að fá mér ekki Sýn2 þá hef ég hreinlega hætt að horfa á knattspyrnu og þó sér í lagi þegar horft er til frammistöðu okkar liðs á þessari leiktíð. Aðra eins hörmung af liði hef ég ekki orðið vitni að í langann tíma.

    Hins vegar er þetta góður sigur og vonandi að þeir verði fleiri í kjölfarið (tek undir með Carl Berg hvað varðar framtíðina 🙂 ) !

    YNWA

  15. Ég held að Vargurinn sé Cesar A. í dulargervi, mættur hingað með endarímið sitt víðfræga. 🙂

  16. Ég held miðað við það sem maður hefur lesið á netinu er að menn ættu ekki að vera óska þess að Parry fari. Skv. ansi mörgum blöðum og svokölluðum innanbúðarmönnum þá er það Parry sem er búinn að vera að berjast með kjafti og klóm gegn því að deila velli með Everton. Hann og Moores eru líka að deila hart við aðra stjórnarmeðlimi (Kanarnir) um það sem er í gangi hjá félaginu þessa stundina. Einnig heldur Mark Lawrenson því fram að Parry hafi nú í desember reynt að ná í þá bakkabræður stanslaust í 2 vikur en ekki náð í þá! Þeir eru heldur betur áhugasamir þessir kanavitleysingar. Þannig að menn ættu kannski að gefa Parry smá breik þangað til að annað kemur í ljós.

  17. Gott að koma að utan eftir vikufrí á Kanarí, og með svona úrslit. Fínn leikur greinilega og svo er það bara næsti leikur. Bring ’em on! 500 leikir = maður leiksins – sammála því 🙂

    Hef ekki hreinlega komið mér í umræðurnar um Rafa og eigendur … ég geri það í dag. Er enn að hrista af mér ferðarykið – en tölvan er komin í gang! 🙂

  18. Helgi, Parry leitaði að fullkomnum kaupendum í 4 ár og samþykkti svo Kanana. Maðurinn er óhæfur í starfi sínu.

  19. Bara til að leiðrétta einn misskilning Hannes Bjartmar, Parry samþykkti ekki eitt eða neitt varðandi nýja eigendur. Held að það sé lágmark að vita út á hvað starf hans gengur áður en menn segja að hann sé óhæfur í það. Það voru tvö ráðgjafafyrirtæki sem unnu að því að finna fjárfesta fyrir félagið og svo var það David Moores sem samþykkti þá, enda eigandi meirihluta í félaginu. Það var búið að samþykkja DIC þegar þeir klúðruðu málinu þegar minnisblað þeirra lak út.

    Það má sko alveg gagnrýna Parry fyrir margt, og ég get alveg skrifað sér pistil um það hvað ég hef út á hann að setja, en þessu verður ekki klínt svo auðveldlega á hann.

  20. Annars er þessi grein úr The Times frábær. Síðustu tvö tímabil hjá Wenger voru afar slök, en menn héldu tryggð við hann og það er að skila sér í dag. Rafa hefur byggt upp ansi margt í félaginu sem ekki allir sjá og ég er sannfærður um að við eigum eftir að njóta góðs af því í framtíðinni.

    Burt með þessa plebba sem halda að þeir eigi félagið. Mér leist vel á þá í byrjun, sögðu öll réttu orðin og svo framvegis, en þeir hafa ekki staðið við eitt eða neitt og eru núna að draga félagið í drullu sem það hefur aldrei komist í tæri við áður. Ég er að tjúnna mig upp í eitt stykki reiðipistil sem ég mun henda inn fljótlega.

  21. Hannes Bjartmar: Það sem SSteinn sagði 🙂

    Annars þá er ég sammála honum SSteini að því leyti að það má gagnrýna Parry fyrir margt en það er alltof mikil einföldun að ætla að fara að kenna honum um þetta klúður sem er í gangi.
    Við ættum jafnvel að þakka fyrir að hann sé þarna því annars værum við sennilega að spila á Pizza Hut Park ásamt Everton.

  22. Að sjálfsögðu var hann involved í að finna nýja eigendur. Það voru engu að síður ráðgjafafyrirtækin sem voru að leita þennann tíma og komu svo með þá aðila til stjórnar sem þeir mæltu með.

    Þú lést þetta líta út fyrir að hann hafi sjálfur leitað að þeim í 4 ár og samþykkt Kanana og klingir svo út með því að tala um hversu óhæfur hann sé. Það er einfaldlega alrangt og einmitt það sem þú vitnar í sýnir það að félagið var að leita sér að fjárfestum, ekki hann prívat og persónulega og hann vann sem Chief Executive. Hvernig þú færð útfrá þessu að hann sé óhæfur, finnst mér bara ekki meika sens. Það þarf allavega að koma með önnur atriði til að sannfæra mig um það.

  23. Góður sigur á lélegu liði.
    Vildi annars bara hrósa Rafa Benitez að byrja ekki með varnarsinnaðan vængmann eða miðjumann inná og að taka sénsinn á að leyfa fleiri en 3 mönnum að sækja í einu gegn Luton á heimavelli.

    Til samanburðar var ég að horfa á ónefnt lið í efsta sæti á Englandi að spila við Newcastle. Í fyrri hálfleik held ég að það hafi aldrei verið færri en þrír rauðliðar á vallarhelmingi andstæðinganna (í vörn OG sókn). Og oft gat maður talið 7 rauðar treyjur í skyndisóknum.

  24. Ja frabaer leikur i gaer, eg er bara ad koma a faetur nuna eftir mikla gledistund i gaerkvoldi eftir leik, eg var nefninlega a leiknum og verd a naestu leikjum liverpool tad sem eftir er af tessu seasoni. Eg og brodir minn vorum ad uppfylla drauminn og vorum ad flytja til Liverpool tar til timabilid klarast. Vorum ad fynna okkur ibud sem vid faum afhenta a sunnudaginn. Bunir ad redda okkur mida a Aston Villa leikinn i The Kop, ekki amalegt tad. En tad er rett, tad var frabaer stemming a leiknum i gaer og Luton studningsmennirnir(sem voru fjolmargir) hofdu mjog gaman og studdu sitt lid alveg ut i gegn. Eg kem varla upp ordi i dag eg er svo h’as madur var syngjandi i botn og hropast og kallast vid tessa Luton menn. Einn studningsamdur teirra, sem abbiggilega sast ekki i sjonvarpinu heima hljop inna vollinn og klaeddi sig ur ollu og sveifladi sidan kvikindinu i ahorfendur. Sem sagt tad var gridalega gaman a leiknum i gaer og eg vona ad tad verdi jafn gaman a Villa leiknum a Manudaginn….

    Er svo reyndar ad fara a u18 ara leik med Liverpool a Laugardaginn…

    Jaja, kved i bili og vona ad madur sjai sem flesta Islendinga a Park fyrir og eftir leiki a komandi timabili. Tad ma alveg hafa samband ef tid erud ad koma nokkrir/nokkur og vantar kannski gistingu eda bara ad hittast og hafa stemmara…..
    Nr. hja mer er: 00447518388522
    Email: diandrio@hotmail.com

    Kv. Andri.

  25. Flottur Andri!
    Svona eiga menn að vera, aldrei að vita nema að við sjáumst í vetur!!!

  26. Hvað segja menn um meistara Keegan??? Virkilega gaman að fá hann aftur í boltann og er ég sannfærður um að hann búi aftur til stórlið þarna hjá Newcastle. Maður sem alltaf hefur leikið alvöru sóknarbolta og þorir að sækja. Það var frábært að horfa á Newcastle á sínum tíma og ljóst er að maður mun fylgjast með með þessari goðsögn.

  27. Andri, ég hef samband 2. febrúar fyrir Sunderland leikinn 🙂 Þá verð ég með stóra krús á Park !

  28. Stb, þetta verður alltént áhugavert. Það er ljóst að Mike Ashley er að ráða Keegan af því að á eftir Alan Shearer er það sá sem aðdáendurnir elska hvað mest og myndu helst vilja sjá við stjórnvölinn.

    Hins vegar er ég ekki viss um að Keegan geti endilega komið þeim í toppbaráttuna á nýjan leik. Það er nú einu sinni svo að stjórnun fótboltafélags er ekki bara vinsældakeppni (þótt Hicks & Gillet viti núna að vinsældirnar verða að fylgja með, a.m.k. upp að vissu leyti). Við skulum orða það svo að ef þetta gengur upp hjá Newcastle mun Keegan fá allt hrósið, en ef þetta endar illa fær Ashley alla gagnrýnina. Verði þeim af því.

  29. Orðið á götunni hjá okkur Newcastle aðdáendum varðandi ráðningu Keegan er…………………………………………. Jibbí! 🙂

    Keegan er ekki klókasti þjálfari í heimi en hann kann að finna gæða sóknarleikmenn og fær ýmislegt með sér útá virðinguna sem hann nýtur. Nú mun Newcastle spila sóknarbolta og komast aftur í baráttu um evrópusæti.

    Það er allavega mikill sigur fyrir knattspyrnu sem íþrótt að fá Allardyce út og Keegan inn.

    Áfram Liverpool!

  30. Bara svona fyrir forvitnissakir, getur einhver varpað ljósi fyrir mig á þessi orð Grétars Rafns í viðtali við Vísi.is í gær:

    -“Guðni vildi að ég færi hingað og sagði mér góða hluti um Sam Allardyce. Ég talaði líka við fyrrum leikmenn félagsins eins og Arnar Gunnlaugsson og Eið Smára Guðjohnsen og þeir sögðu mér góða hluti um Bolton.” –

    .. hvernig er Sam Allardyce og góðir hlutir um hann áhrifaþáttur í því hvort hann vill fara til Bolton eða ekki ? …. spyr sú sem ekki veit.. ( greinin er hér: http://visir.is/article/20080116/IDROTTIR0102/80116090 )

  31. Havant & Waterlooville eru að leggja Swansea 4-2 í þessum skrifuðu orðum, þannig að það stefnir í að við fáum utandeildarlið næst 🙂

    Hvenær er næsta umferð spiluð?

  32. SSteinn, ég skal þá bara vera pirraður út í Moores fyrir að selja Könunum klúbbinn..og Parry fyrir eitthvað annað..eins og t.d. að klúðra Simao og Alves málunum á síðustu stundu. Ekki það að ég sé pirraður maður að eðlisfari. 🙂

  33. 🙂 Það er aftur á móti mun betri ástæða til pirrings yfir Parry.

  34. Úff, ekki tala um misheppnuðu kaupin á Dani Alves. Ekki í sömu vikunni og ég sá Steve Finnan og Riise spila í bakvörðunum. I can’t handle it!

Liðið gegn Luton

Havant & Waterlooville að koma á Anfield!!!