Middlesboro 1 – Liverpool 1 (Glasið er tómt!)

Þessi leikur í dag var ömurlegur. Ef þú ert ósammála þessari fullyrðingu farðu þá og lestu skýrsluna hans Kristjáns. Ef þú vilt hins vegar velta þér uppúr því hvað þetta lið er mikið drasl og hvað lífið er ósanngjarnt, vertu þá velkominn. Stóri dómur kemur inn eftir svona 20 mínútur.

Jæja! Ég bjóst við því að þetta myndi vera ögn erfiðara fyrir mig. Einsog ég skýrði út fyrir leik, þá ætlaði Kristján Atli að skrifa jákvæða skýrslu (sem er [hér](http://www.kop.is/2008/01/12/16.55.15/)) á meðan ég ætlaði að skrifa neikvæðu skýrsluna. Ég segi bara að Kristján á erfitt verk fyrir höndum. Mín skýrsla skrifar sig hins vegar sjálf.

Rafael Benitez gat valið úr nánast fullskipuðum hópi og niðurstaðan var þessi:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Arbeloa

Benayoun – Gerrard – Mascherano – Riise

Torres – Voronin

**Bekkur:** Itandje, Agger, Alonso, Babel, Kuyt.

Ég nenni ekki að lýsa því sem gerðist í leiknum. Beisiklí þá var þetta dæmigerð Liverpool frammistaða. Liðið var slappt í fyrri hálfleik, jafn slappt í byrjun seinni hálfleik, en svona 20 mínútum fyrir leikslok, þá er einsog menn fái amfetamínsprautu í hjartað og byrja allt í einu að spila fótbolta á fullu og sækja einsog vitleysingar. Niðurstaðan var, í **NÍUNDA FOKKING SINN Á LEIKTÍÐINNI**, jafntefli. Við erum búnir að leika 21 leik. Af þeim hafa NÍU farið jafntefli. Ég spyr nú bara einsog einn vinur minn: “Er þetta falin myndavél?” 43% leikja Liverpool hafa endað með jafntefli!

Jafntefli eru óþolandi! Matt vinur minn sagði eftir fótboltaleik í Mexíkóborg að jafntefli sönnuðu það að Bandaríkjamenn væru gáfaðri en Evrópubúar, þar sem að jafntefli væru fáránleg niðurstaða í kappleik.

Segjum að við hefðum tapað 5 af þessum jafnteflum og unnið 4, þá værum við með 12 stig í stað 9. Málið er einfaldlega að lið sem gera svona mörg jafntefli VINNA EKKI TITLA! Í alvöru, ég gæti flippað út. Jafntefli gegn Man City, Wigan og Middlesboro í röð. Þvílík hörmung.

Það eru nánast engin meiðsli í herbúðum Liverpool. Kannski einhver smávægileg, en verulega lítil. Við erum að fara í útileik gegn varnarsinnuðu liði. Gefum okkur það að Rafa stilli upp með 6 varnarsinnuðum mönnum: Reina, tveim miðvörðum, tveim varnarsinnuðum bakvörðum og Mascherano. Þá eigum við eftir 5 menn, sem eiga að sjá að mestu um sóknartilburðina. Ég tek það aftur fram að það eru engin meiriháttar meiðsli í herbúðum Liverpool. Við stillum upp með Gerrard á miðri miðjunni og Torres frammi. Báðir heimsklassa leikmenn, á því liggur enginn vafi.

Hverjir “fullkomna” svo sóknarlínuna? Jú, eftirfarandi leikmenn:

Yossi Benayoun
John-Arner Riise
Andriy Voronin

Kæmist einhver þessara leikmanna inní liðið hjá Arsenal, Manchester United, Chelsea eða Manchester City? Ég leyfi mér að efast um það. Ég er reyndar hrifinn af Yossi, hann er að mínu mati leikmaður sem er skapandi og hann væri frábær sem squad leikmaður. Hann er hins vegar EKKI sá maður sem við vinnum titla með á hægri kantinum.

Ég skal endurtaka þetta í þriðja sinn. Liverpool hafði úr öllum sínum mönnum að velja í dag. Hverjum stillti Rafa upp í framherjanum og vinstri kanti? Jú, fokking **Voronin og Riise**. Er þetta einhver brandari?

Það er orðin svo mikil klisja að gagnrýna Riise að það er varla að ég nenni því lengur. Hvað getur maður sagt um þennan norska leikmann sem hefur ekki verið sagt hingað til? Ég nenni því ekki að eyða orðum í hann. Hann er einfaldlega ekki nógu góður fyrir þetta lið. Í stað þess ætla ég að gagnrýna Rafa Benitez, því það er hann sem ber ábyrgð á því að Riise sé í liðinu. Í alvöru talað, hvað gerir maðurinn eiginlega á æfingum? Hann er búinn að vera fullkomlega afleitur að undanförnu, en samt fær hann endalaust að spila. Ég er ekki frá því að Riise hafi jafnvel misst hraða, sem var hans eina von að komast framhjá mönnum. Hvernig á það að ganga upp í sóknarleiknum að við séum með réttfætan mann í vinstri bakverðinum (sem á þar af leiðandi erfiðar með að sækja) og svo mann, sem getur ekki mögulega komist framhjá leikmönnum, á kantinum?

Hvað á Riise að koma með inní sóknarleikinn Fyrirgjafirnar hans eru afleitar, skotin fáránleg (ef einhver Liverpool aðdáandi byrjar að syngja “how did you score that goal” lagið, þá á að vísa þeim manni útaf Anfield og setja ársmiðann í tætarann) og þar að auki kemur hann sér aldrei í stöður til að gefa fyrir?

Er Rafael Benitez virkilega á því að eftir 4 ár í starfi sé árangurinn sá að hans bestu menn á köntunum séu John-Arne Riise og Yossi Benayoun? Hvers konar niðurstaða er það eiginlega? Hvað segir það um hann sem þjálfara þegar að John-Arne Riise er fyrsti kostur á vinstri kantinum í þessu liði?

Af hverju fær Ryan Babel ekki fleiri tækifæri? Riise er 7 árum eldri en Babel og hann virðist vera á niðurleið á sínum ferli, þrátt fyrir að hann ætti að vera á besta aldri. Babel er hins vegar tvítugur, miklu fljótari, skotvissari og með 100 sinnum betri tækni en Riise. Já, hann er sennilega síðri varnarmaður en Riise, en ætlum við virkilega að dæma vinstri kantmenn fyrst og fremst út frá varnarvinnu þegar við erum nú þegar með bakverði sem taka **engan** þátt í sóknarleiknum?

Ég gæti skilið þessa varnaráherslu á kantinum ef við værum með Dani fokking Alves í bakverðinum, en við erum með bakverði sem þora varla að fara framfyrir miðju.

Og þá komum við að framherjunum. Síðasti deildarleikur Liverpool var 2.janúar, eða fyrir 10 dögum. Næstu deildarleikur er svo 21.janúar, eða eftir 9 daga. Á milli þessara leikja eru svo viðureiginir við lið sem er 3 deildum fyrir neðan Liverpool.

Þannig að í dag var **nákvæmlega engin afsökun fyrir því að stilla ekki upp sterkasta liði Liverpool**. Ég er á því að Rafa sé ekki kjáni og því hlýtur hann að hafa áttað sig á því. Þannig að ef við gefum okkur þær forsendur að það sé mjööög langt á milli leikja og að allir framherjar séu heilir og að Rafa sé ekki hálfviti og niðurstaðan er eftirfarandi: **Andriy Voronin er næstbesti framherji Liverpool að mati Rafa Benitez**.

Bara það að skrifa þessi orð er næstum því nóg til að gera mann geðveikan. Einsog í tilfelli Riise, þá vil ég ekki dissa Voronin of mikið. Hann kom jú ókeypsi til liðsins og hann hefur sennilega aldrei átt von á öðru en að hann yrði varmaður hjá liðinu. – En Rafael Benitez! Eftir að hafa haft á einhverjum tíma Djibril Cisse, Milan Baros, Michael Owen, Fernando Morientes og fleiri þá stendur hann uppi eftir 4 ár og gefur það í skyn við aðdáendur að eftir alla þessa leit að framherja, þá sé hann á því að það sé Liverpool fyrir bestu að stilla Andriy Voronin upp sem framherja númer 2. Ég get ekki lýst þessu öðruvísi en sem grátlegu.

Þegar um 10 mínútur voru eftir sendi ég Kristjáni Atla þetta SMS:

>Hver er þessi maður í treyjunni hans Xabi?

Og KAR svaraði:

>Dunno. En Xabi hefur klárlega verið rænt.

Ég veit að Xabi Alonso er nýstiginn uppúr meiðslum, en ég var hins vegar ekki undirbúinn undir það að hann kæmi svona fáránlega slappur aftur til leiks. Gegn Luton og nú gegn Boro hefur hann verið fullkomlega afleitur. Sendingarnar ónákvæmar og hann tapar boltanum trekk í trekk. Ég held að hann hefði hreinlega haft gott af því að koma ekki strax inní þetta lið því að ef hann spilar svona, þá vil ég frekar leyfa fullfrískum Lucas Leiva að spila.

En ok, gott og vel. Við vitum hvar veikleikarnir liggja. Spyrjum okkur þá að því hvort að af þessum 11 mönnum sem voru inná hjá Liverpool hvort við vildum skipta á einhverjum þeirra og leikmanni Middlesboro í sömu stöðu? Ég efast stórlega um það. Staðreyndin er sú að Rafa Benitez stillti í dag, alveg einsog gegn Wigan og Luton upp 11 leikmönnum sem áttu allir að vera umtalsvert betri en 11 leikmenn andstæðinganna. Og niðurstaðan er sú að mótherjinn spilar betur en Liverpool.

Þegar svoleiðis gerist ekki einu sinni, heldur trekk í trekk, þá er eitthvað mikið að hjá liðinu. Hvernig er hægt að útskýra það að þessir menn gefi boltann trekk í trekk á andstæðinginn? Hvernig er hægt að útskýra það að menn berjist ekki, hvernig er hægt að útskýra það að enginn geti tekið menn á og komist framhjá þeim, að ekki sé hægt að spila boltanum á milli sín meira en 4-5 sinnum í röð?

Staðreyndin er sú að *ég skil þetta einfaldlega ekki lengur*. Ég hef frá upphafi haft tröllatrú á Rafael Benitez, en sú trú er ekki blind. Ég er enn á því að hann sé rétti kosturinn fyrir Liverpool, en efasemdir, sem voru litlar áður, eru að aukast með hverjum leiknum þar sem Liverpool spilar afleitlega. Þegar liðið leikur svona ömurlega **leiðinlegan og líka árangurslausan** fótbolta, þá er afskaplega erfitt að verja Benitez.

Þar sem ég ákvað að vera neikvæður í þessari skýrslu, þá ætla ég bara að ljúga því að ég hafi ekki séð markið hjá Torres.

Málið er einfaldlega að það er hætt að vera gaman að horfa á Liverpool. Ég er orðinn jafn áhugalaus um liðið og leikmenn sjálfir. Ef þeim er drullusama hvort að liðið geri jafntefli, AF HVERJU ÆTTI ÉG AÐ ÆSA MIG? Er það ekki einhver fáránleg geðveiki að meðan að mennirnir sem eru í rauðu peysunni inná vellinum eru áhugalausir og nenna þessu ekki, að við hérna á Íslandi séum að láta þessa aumingja eyðileggja fyrir okkur laugardagseftirmiðdaga?

Ég segi bara fokk it. Þangað til að ég sé einhvern áhuga og metnað frá þessum leikmönnum þá mun ég einfaldlega ekki æsa mig yfir þessu liði. Þegar að mótlætið er vegna óheppni eða öðru utanaðkomandi, þá eigum við auðvitað að styðja liðið einsog aldrei fyrr. En þegar að slæmt gengi er einfaldlega áhuga- og baráttuleysi leikmanna að kenna, þá eiga þeir einfaldlega ekki skilið jafn góða stuðningsmenn og við erum.

45 Comments

  1. Að hafa Riise á kantinum getur aldrei verið jákvætt… Við áttum ekki neitt skilið úr þessum leik og ef það hefði ekki verið fyrir frábært einstaklingsframtak Torres þá hefðum við tapað þesusm leik.

    Mig grunaði þetta fyrir leikinn… enginn stemming, lítill áhugi og almennur doði yfir liðinu… þetta tímabil er að fara í vaskinn.

    HVAÐ ER HÆGT AÐ GERA?

  2. Já, það er ekki uppi á okkur typpið núna.. svei mér þá..
    Hvað er hægt að segja um svona frammistöðu? Mér finnst bara vera svo lítil stemmning í liðinu, engin barátta og eins og nr #2 sagði; almennur doði ! Spurt er; Hvað er hægt að gera ? Ekki veit ég nú svarið við því.. en hreinlega verður ekki að fá mann í brúnna sem getur barið baráttu og leikgleði í þetta lið? Torres er eini ljósi punkturinn í dökkri tilveru okkar liverpoolmanna .. þetta er sorglegt og ég er alveg við það að missa þolinmæðina gagnvart Benítez… ég veit vel að hann var ekki að spila þennan leik, en það er á hans ábyrgð að velja liðið,og berja baráttu andann í það…
    kv að norðan..Carl Berg

  3. Afhverju í ósköpunum var Babel sem var búinn að vera mjög ógnandi og líflegur á kantinum færður inn á miðjuna og Kuyt settur á kantinn.
    Um leið byrjaði sama fj….. hnoðið aftur.

  4. Mun meira neikvætt en jákvætt og því lýsir þessi leikskýrsla frekar því sem maður sá í dag.
    Torres sá um stigið í dag – upp úr engu. Skelfileg úrslit í slökum leik. Riise, Voronin, Finnan, Arbeloa og Benayoun not fit to wear the shirt eins og þeir spiluðu í dag.
    Fyrst og fremst óþolandi að í byrjunarliðinu voru í raun 6 varnarmenn, þeir hefðbundnu fjórir auk Riise og Masch….

  5. sammála öllu hjá einari nema því að halda enn í þann fúna spotta að telja Benitez besta kost í stjórasætið

  6. Ég sá bara þrennt neikvætt við þennan leik:

    1. Meiðsli Arbeloa sem hljóta að vera ástæðan fyrir því að hann fór útaf í hálfleik.
    2. Þegar hinn baráttuglaði Voronin var klárlega rændur vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks.
    3. Óheppnin sem hangir yfir okkar mönnum þessar vikurnar.

    Annars vil ég bara taka það fram að mér þykir í hæsta máta óprófessjónal af Einari að uppljóstra á opinberum vettvangi um persónuleg SMS-samtöl okkar á milli. Ég vil síður að menn viti að ég hafi hugsað svona í garð Xabi Alonso í dag, enda gætu menn haldið að ég sé ekki alvöru stuðningsmaður þegar þeir sjá slík orð frá mér, og því hefði ég helst kosið að Einar hefði manndóm í að birta þetta ekki í þessari færslu. 🙁

  7. Æ, þetta SMS var auðvitað til hins Kristjáns, sem ég spjalla alltaf við um Liverpool. Smá ruglingur í gangi. Kristján Atli myndi aldrei láta svona útúr sér. 🙂

  8. Ég sat arfa brjálaður og snarvitlaus í fyrri hálfleik.. langaði að mölva helvítis sjónvarpið. Langaði að standa við hliðina á Rafa og garga inn í eyrað á honum…. wake uuuuuuuuuuuuppppppppp.

    En svo sprakk bólan og ég komst að sömu niðurstöðu og Einar…

    “Ég segi bara fokk it. Þangað til að ég sé einhvern áhuga og metnað frá þessum leikmönnum þá mun ég einfaldlega ekki æsa mig yfir þessu liði. Þegar að mótlætið er vegna óheppni eða öðru utanaðkomandi, þá eigum við auðvitað að styðja liðið einsog aldrei fyrr. En þegar að slæmt gengi er einfaldlega áhuga- og baráttuleysi leikmanna að kenna, þá eiga þeir einfaldlega ekki skilið jafn góða stuðningsmenn og við erum.”

    Ég segi bara aftur …eins og ég kommentaði við færsluna hans KAR(sem btw er afar ótrúverðug pollýönnu færsla -jákvæðni og raunsæi er kannski ekki sami hluturinn?).

    Takk Torres fyrir að bjarga stiginu.

  9. Jæja, eru þið hissa. Ég er búinn að segja þetta í allan vetur. Skrifaði nokkrum sinnum hér á síðuna hvað Rafa er vonlaus, varnarsinnaður þjálfaður, sem sér ekki það augljósa. Liðið er komið niður í frumeindir. Sáuð þið svipinn á Gerrard á leið í hálfleik. Sagði allt. Hann hristi höfuðið. Carra líka. Af hverju skyldi það vera? Trúin á liðið er löngu farin. Rafa getur ekki þjálfað EITT lið í einu. Hann er með mörg lið á sama tíma. Þess vegna er þetta allt klofið niður. Verum ánægðir með eitt stig út úr ömurlegum leik. Þökkum fyrir ef við náum 5. sætinu. En þökkum mest fyrir að meistaradeildin er ekki byrjuð aftur. Þá værum við löngu dottnir út og hvarð segðu fjölmiðlar þá?. Rafa minn, farðu að leita þér að annarri vinnu.

  10. Það fer að verða spurning hvort RB sé komin á endastöð með þetta lið :S En svo er annað mál að maður finnur til með Torres núna fer úr liði sem var að berjas um sömu stöðu og liverpool er komið í núna. get allveg leyft mér að fullyrða það að við erum ekki að fara nálgast Chelski – manutd – arsenal á næstum árum NEMA við fá 2-3 aukamenn í sóknarleik okkar. Grátlegt að sækja á svona fáum og þurfa að reiða sig á einstaklingsframtök leik eftir leik orðið. Og annað hverjar eru líkurnar á liverpool skori úr hornspyrnu? ég held að ég meiri séns á að vinna í lotto í kvöld heldur en að þeir skori :S

  11. voðalega ertu viðkvæmur KAR….. eins og þetta sms skipti máli.. jæja,
    ég sá ekki leikinn, datt í hug svona færi og var ekki í skapi til að láta LFC eyðileggja fyrir mér enn einn fallegan daginn.. sagði upp Sýn2 eftir ömurlega jólatörnina og er bara ansi sátt við það enn sem komið er..

  12. Mér finnst þetta nánast fyndið. Ég sagði eftir nokkra leiki að Riise gæti ekki neitt og þá var mér sagt að þetta væri óréttmæt gagnrýni á hann. Hvað segja menn núna? Hann er alveg átakanlega lélegur. Þetta er orðinn svo mikill vélmennafótbolti, vantar allar tilfinningar og touch í þetta. Ekkert óvænt, ekki neitt.

    Vil taka það fram að ég sá ekki leikinn, er búinn að lesa umfjallanir á lfc.tv, bbc og ummælin hér. Þetta er bara djöfulsins aumingjaskapur og ekkert annað. Fyrir utan King Torres 🙂

  13. Ég kvóta þig Einar í þessum FRÁBÆRA pistli:

    Þú segir eftirfarandi:
    “Spyrjum okkur þá að því hvort að af þessum 11 mönnum sem voru inná hjá Liverpool hvort við vildum skipta á einhverjum þeirra og leikmanni Middlesboro í sömu stöðu?”

    Einfalt svar! Stewart Downing væri LYKILMAÐUR í Liverpool liðinu enda (með stóru letri) EINI KANTMAÐURINN sem við hefðum ef hann væri hjá okkur!! Annars er liðið í dag allt annað en liðið sem byrjaði tímabilið og spiaði fanta góðan fótbolta. Þá var gaman að horfa á þá en núna er eins og þeir væru búnir með allt púst, þrek, áhuga, sjálfsálit osfrv.
    Svo er ég hjartanlega sammála þér Einar með liðsuppstillinguna hjá Benitez og hans DJÖFULSINS ANDSKOTANS varfærnis tussu spilamennsku! Eina íþróttin sem ég veit um sem þú getur unnið leiki á vörn er körfubolti (og kannski handbolti) en þú vinnur ekki dollur með því að spila vörn alla djöfulsins leikina!! Það væri spurning að þið Kristján Atli senduð Benitez sms næst svona til að vekja þennan þrjóska spánverja upp frá DAUÐUM!!
    Benitez getur bara sér sjálfum kennt um hvernig liðið er og farið að byrja að hugsa um liðið en ekki hvort eða hversu mikið hann fái í janúar til að kaupa. Það sem hann gerir í janúar er það sem mun ráða endanlega því hvort/HVENÆR hann verður rekinn. Miðað við þessa frammistöðu í dag segi ég bara greyið Fernando Torres að þurfa að þola að spila með öðru “Atletico Madrid” liði eins og Liverpool liði er að spila þessa dagana. Hann bjóst við að vera að koma til toppliðs en lendir svo í þessari uppákomu.

  14. hvert er eiginlega markmiðið hjá þessum klúbbi?? veit það einhver?
    ef markmiðið er að sigra þessa deild þá eru þessi úrslit djók, þá erum við í vandræðum sem þarf að laga núna strax og koma sér aftur á beinu brautina. eru leikmenn liverpool andlausir eða er getan ekki meiri?

    flest lið virðast pakka í vörn á móti okkur og við fáum varla opin marktækifæri gegn þeim. þetta eru allt svona hálf-færi sem hyypia fær eftir hornspyrnur og e-ð svoleiðis fokk. við einfaldlega getum ekki brotið þessar skipulögðu varnir á bak aftur, face it!

    við getum ekki brotið þessar varnir aftur fyrr en að við fáum TEKNÍSKA leikmenn til liðs við okkur. það VERÐA einhverjir AÐRIR að láta til sín taka í markaskorun því þessi lið eins og wigan og middlesbrough passa sérstaklega upp á þessa 2, en hafa litlar sem engar áhyggjur af riise og félögum.

    babel er að valda mér vonbrigðum. hann ætlar oft að reyna sjálfur en það gengur lítið hjá honum að komast framhjá mönnum og í stað þess að spila boltanum þá reynir hann að “sóla” menn og tapar oft boltanum á hættulegum stöðum. EN, babel leggur sig fram hann má eiga það!

    ég veit ekki hvað er hægt að tuða meira yfir þessu gengi liðsins. liverpool eru að fá á sig algjör (afsakið dónaskapinn) tussumörk og eru steingeldir fram á við líka. við erum með 1 framherja sem er nógu góður fyrir enska boltann og það er líka besti framherjinn í enska boltanum. af hverju spilum þá ekki bara 4-5-1 eins og chelsea gerir, með 2 kantmenn sem spila sem hálfgerðir framherjar, þurfa ekkert að hugsa um vörnina.

    svo langar mig bara að segja eitt hérna í restina. ég sársakna luis garcia vinar míns 🙁 hann er leikmaður með tækni sem gat komið manni á óvart þegar maður var að horfa á liverpool leiki, það vantar svoleiðis leikmenn, MATCH WINNERS.

    bless.

  15. Ákvað að fara að ráðum Babu og fór á kaffihús í dag í staðinn fyrir að horfa á þennan leik.
    Það er svo rosalega gaman að horfa á Liverpool þessa dagana að maður sem hefur dýrkað þetta lið síðan hann var 8 ára vill frekar fara á kaffihús.
    Þykir leitt að þú hafir þurft að horfa á þetta Einar 🙂

  16. Ég hætti fyrir nokkru að horfa á Liverpool leiki, menn gagnrýna Chelsea en L’pool spila miklu leiðinlegri bolta.
    Held ég fari meira að fylgjast með Barnet heldur en L’pool.

  17. Takk, Daði. Ég átti að fara í barna-afmæli – en vegna veikinda var ég fastur heima og horfði því á leikinn. Það voru grimm örlög.

  18. Frábær og réttsýn færsla hjá EÖE.

    Þetta er náttúrulega bara brandari. Ég veit ekki hvað það er orðið langt síðan ég benti á að þessi stjóri myndi ekki fara með okkur nokkurn skapaðan hlut. Hann virðist keppast við það leik eftir leik að sýna það hve rétt ég hef fyrir mér. Byrjunarliðið er náttúrulega bara djók og það að sumir menn þarna spili leik eftir leik er bara skandall.

    Ætlum við að missa af meistaradeildinni á næsta ári? Það lítur allt út fyrir að svo verði niðurstaðan. Ef það á að sýna Rafael mikið meira traust og láta hann klára seasonið þá er ég hræddur um að liðið hreinlega nái ekki meistaradeildarsætinu. Það alla vega bendir ekkert til þess að LFC verði meðal 4 efstu ef maður horfir á liðið og spilamennskuna.

    Ef að menn vilja vera öryggir í CL þá hreinlega verðum við að gera e-ð róttækt. JOSÉ er enn á lausu og er ljóst að The Special One myndi fá menn, í það minnsta til að, leggja sig fram og virka áhugasamir fyrir LFC. Ég er tilbúinn að fyrirgefa það sem hann hefur gert áður til þess að leikmenn LFC hafi GAMAN AF ÞVÍ AÐ SPILA. Þeir hafa það ekki í dag og get ég ekki stutt stjóra sem leiðir jafn andlausan her.

  19. Pælið samt í því að á 4. ári sé Rafael ENNÞÁ að berjast um fjórða sætið á Englandi og Meistaradeildarsætið!!!! Þetta bara gengur ekki.

  20. Ætla líta á björtu hliðarnar og vitna í félaga minn, sem ég horfði á leikinn með, geri mér þó fulla grein fyrir því að þetta verður mjög líklega ritskoðað 🙂
    “Enn eitt helvítis jafnteflið hellingur af blóti en þetta gæti þó verið verra. Mér var t.d. ekki nauðgað af hesti. Já jafntefli er ekki svo slæmt”
    Segið svo að það sé ekki hægt að vera bjartsýnn eftir svona leiki

  21. Til ritstjóra (ekki ætlað til birtingar)
    “Við áskiljum okkur rétt til þess að eyða út ummælum af þessari síðu. Á það sérstaklega við allt skítkast, hvort sem er útí ritstjóra þessarar síðu, leikmenn Liverpool eða aðra lesendur Liverpool bloggsins. Á þetta sérstaklega við um nafnlaus ummæli”.
    Þetta eru ykkar prinsipp. Góð ef þau eru ekki misnotuð

    Það sem ég skrifaði í dag var hvorki skítkast um stjórnendur né leikmenn. Það var ekki nafnlaust né reynt að klína skrifum mínum á einhverja aðra. Aftur á móti var mér sýndur sá fádæma dónaskapur að eyða burtu hluta af því sem ég skrifaði. Sjálfsagt hefur það átt að vera fyndni en mér fannst það ekki fyndið. Þeir sem ekki sáu allt sem ég skrifaði gátu haldið að það væri einhver viðbjóður og “skítkast” sem ekki væri birtingarhæft.
    Þess vegna bað ég um að ef það ætti að ritskoða það sem ég skrifaði og taka útúr því málsgreinar þá væri best að taka bara allt burtu því það var til dæmis háttur fasista bæði hér á landi og annarstaðar að birta ritskoðuð skrif manna þar sem hlutir voru slitnir úr samhengi og það sem birtist var ef til vill allt annað en hlutaðeigandi meinti.
    Því þið sáuð það réttast í stöðunni að henda öllu út sem ég sagði um leikinn í dag. Það fannst mér bæta gráu ofan á svart.
    Auðvitað áttuð þið einfaldlega að biðja afsökunar á þessu og málið var dautt. Ef til vill voruð þið jafn pirraðir og ég og stuttur í ykkur þráðurinn. Ég veit það ekki. En afsökun hefði gert ykkur menn að meiri.
    Mér þykir leitt ef þið fælið góða stuðningmenn burtu frá þessarri síðu sem er góður vettvangur skoðanaskipta. Allir stuðningmenn liðsins okkar eru mikilvægir. Ef ekki væri fyrir stuðning manna um heim allan væri liðið að líkindum varla til í dag. Stuðningsmenn eru því allir mikilvægir og eiga virðingu skilda.
    Það á við um ykkur og einnig við um mig.

    YNWA
    Sigtryggur Karlsson

  22. Hættur fórna öllu fyrir leiki með mínu liði og svekkja mig á þessu. Ef þessu heldur áfram og ekkert verður gert í stjóramálunum. Lendum við um miðja deild. Þá er of seint að grípa inn í þessa vitleisu.

    ÁFRAM LIVERPOOL OG GERIÐ EITTHVAÐ Í ÞESSARI VITLEYSU!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  23. Sigtryggur. Ég kem alltaf með þessa athugasemd þegar einhver setur út á stjórnendur þessarar síðu. Afhverju lestu ekki bara einhverjar aðrar síður í stað þess að vera væla utan í þeim.
    Þeir halda vel utan um þessa síðu og gera sitt besta til að umræða hérna sér málefnaleg. Ef þeir vilja ekki birta eitthvað, skrifað af öðrum aðila, á sinni síðu þá taka þeir það bara út. Liverpool.is er ágætis vettvangur fyrir úthrópanir og barnaskap.

  24. Sigtryggur, nú sá ég persónulega ekki hvað nákvæmlega Einar Örn tók út úr ummælum þínum, en þetta hefur væntanlega verið (hugsanlega misheppnuð) tilraun til fyndni hjá honum. Ég fattaði strax að hann tók eitthvað hrós út úr kommentinu hjá þér og fannst það ekki gera neitt á þinn hlut. En auðvitað get ég tekið undir það með þér að það sé kannski ekki rétt að taka út hluta sem ekki brýtur í bága við þær reglur sem við höfum sett ummælendum hér.

    Hins vegar verð ég að segja að þú ert að gera fáránlega mikið mál úr þessu, að mínu mati. Þetta var aulahúmor sem gekk eða gekk ekki upp hjá Einari, það er álitamál, en þú ert búinn að líkja þessari tilraun hans við fasisma í tvígang núna og reyna að sjá til þess að umræðan beinist nú alveg örugglega yfir á þá braut að fjalla enn og aftur um okkur harðstjórana sem stjórnum þessari síðu. Í stað þess að fjalla um Liverpool FC og leikinn sem var spilaður í dag, sem er jú einmitt hugmyndin með þessari síðu.

    Enn og aftur, ég tek undir það með þér að kannski var þetta ekki svo sniðugt hjá Einari að ritskoða eitthvað sem braut ekki í bága við þær reglur sem við höfum sett ykkur ummælendum. Ég get þó ekki mælt fyrir hönd Einars eða okkar Liverpool Bloggaranna í heild, þar sem hann einn veit hvað hann tók út. Ef hann vill biðja þig afsökunar er það hans mál, ekki mitt. En ég bið þig um að anda aðeins rólega, jafnvel þótt Einar geti hafa misboðið þér eitthvað lítillega með einhverju sem ég fæ ekki betur séð en að sé lítið annað en misheppnaður brandari.

    Já, og ef þú ætlar að skrifa okkur skilaboð sem eru ekki ætluð til birtingar er ekkert sérstaklega sniðugt að skrifa þau skilaboð í ummæli á einni stærstu bloggsíðu Íslands. Við erum allir með netföng sem þú getur nálgast með því að smella á nöfn okkar hér efst til hægri á síðunni.

  25. Brandarinn var fínn. Sigtryggur hefur bara ekki húmor.

    Fyrir þá sem misstu af þessu þá setti Sigtryggur inn komment, sem var 10% jákvætt og 90% neikvætt. Hann setti nákvæmlega sama kommentið inná bæði leikskýrsluna hans KAR og mína. Við vorum fyrirfram búnir að biðja fólk um að vera jákvætt á einum stað og neikvætt á öðrum. Þetta var tilraun okkar til að gera það aðeins skemmtilegra að tala um Liverpool, en það hefur ekki beint verið mikil skemmtun að undanförnu.

    Sigtryggur semsagt copy-paste-aði kommentin af einhverri ástæðu á báðar skýrslurnar. Ég tók mig til og eyddi út jákvæða partinum af kommentinu á minni skýrslu og eyddi út neikvæða partinum af kommentinu á skýrslunni hans KAR. Þannig að eftir stóð kommentið í tveimur hlutum. Nota bene, ALLT sem að SK skrifaði stóð eftir – bara ekki tvöfalt, heldur það jákvæða í jákvæðu skýrslunni og það neikvæða í neikvæðu skýrslunni.

    Eftir það kemur Sigtryggur inn með mótmælaspjöldin á lofti og kallar okkur fasista fyrir að stunda ritskoðun á þessari síðu og sagði að hann óskaði þess frekar að kommentunum væri eytt öllum út í stað bara hluta þeirra. Nú, svo ég fór og eyddi öllum kommentunum hans út.

    Svo korteri seinna kemur hann inn og lýsir því yfir að hann sé hættur að lesa þessa síðu og kallar okkur aftur fasista fyrir ritskoðun. Ég eyði því kommenti út, enda að mestu skítkast útí okkur ritstjóra.

    Þrátt fyrir að Sigtryggur hafi verið hættur að lesa þessa síðu þá kemur hann svo hingað aftur inn tveim klukkutímum síðar.

    Það er ekki fræðilegur möguleiki á því að ég biðjist afsökunnar.

    Og eitt enn – það er ekki takmark okkar með þessari síðu að safna saman öllum Liverpool aðdáendum á Íslandi. Við erum ekki official síða og við þurfum því ekki að vera góðir við alla eða gera öllum jafn hátt undir höfði. Við viljum almennilegan og málefnalegan umræðuvettvang fyrir Liverpool. Ef við þurfum að pirra einhverja og einhverjir fara grátandi í fýlu yfir grimmd okkar og harðstjórn, þá verður það bara að vera svo – ef við teljum það gera síðuna betri.

    Ég vil miklu frekar hafa almennilegar umræður hérna heldur en að gera öllum til geðs – ég vil frekar 5 gáfuleg komment, en 50 misheppnuð. Ég persónulega hafði mun meira gaman af þessari síðu áður en hún varð svona gríðarlega vinsæl. Því með auknum vinsældum hefur umræðan oft á tíðum dottið niður á plan, sem að hún gerði aldrei fyrstu 2-3 ár síðunnar.

  26. Ókei, ég virðist hafa misst algjörlega af þessari atburðarás. Ég hafði ekki einu sinni tekið eftir því að eldri ummæli Sigtryggs voru horfin úr leikskýrsluþráðunum.

    Ég verð að segja, ef útgáfa Einars af atburðarásinni er rétt, að ég stend fyllilega með honum. Við báðum fólk um að vera jákvætt á einum stað og neikvætt á öðrum. Það gátu allir haldið sig við það, nema Sigtryggur sem ég tók eftir að setti inn sama kommentið á báðar færslurnar.

    Sigtryggur, ef þú vilt kalla okkur fasista verður bara að hafa það, en það verður að sjálfsögðu ritskoðað héðan í frá enda ekkert annað en skítkast í okkar garð. En við báðum ykkur um mjög einfaldan hlut, í þetta eina sinn, þ.e. að halda jákvæðum ummælum í annarri færslunni og neikvæðum í hinni, en þú sást einhverra hluta vegna ástæðu til að senda sömu ummælin inn á tvo staði. Ég væri hissa á viðbrögðum þínum í kjölfar ritskoðunar Einars ef einn okkar Liverpool Bloggaranna hefði ekki hvíslað því að mér nú á dögunum að þú hefðir sagt viðkomandi í eigin persónu að þér þætti lúmskt gaman að pirra menn á þessari síðu. Þannig að ég reikna með að þú hafir viljandi farið út í allan þennan pakka í dag, og því ætti maður kannski að óska þér til hamingju með enn eina góða frammistöðuna í pirringi, úthrópunum og dramatík.

    Nú, ef það er rangt hjá mér að þú sért viljandi að reyna að pirra fólk geri ég ráð fyrir að þú standir við orð þín og snúir hneykslaður baki við þessari síðu fyrir fullt og allt. Ef við hins vegar sjáum þig hér áfram í óbreyttri mynd mun ég líta svo á að sú ásökun að þú sért hér bara til að pirra fólk eigi við rök að styðjast.

    Reynum svo að brosa á laugardagskveldi. Þrátt fyrir jafnteflið gegn Boro.

  27. Þetta er nú meiri stormurinn í vatnsglasi, “það er nú þannig” 🙂

  28. Já Einar örn Styð þig 100% í þessu 🙂 og ég man ennþá hvað það var gaman að lesa þessa síðu fyrir nokkrum árum hefur alltaf verið ein uppháldsnetsíðan mín og hefur ekkert dalað með árunum þið eruð að gera frábært djobb hérna 🙂

    Annað með Leikinn í dag þegar maður er aðeins komin niður á jörðinna, þá settur maður vissulega spurningamerki með þetta lið okkar :S Rise á kantinum maðurinn ekki búinn að skora í 1 og hálft ár, RB er væntanlega fastur í þeirri hugsun að þetta sé leikurinn sem hann muni eiga stórleik og skora sigurmarkið :S Voronin sem lofaði góðu í byrjun hefur ekki skorað í soldin tíma miðað við framherja :S spurning hvort RB sé að kremja sjálfstraustið hjá honum ekki hjá fyrsta strikernum okkar til þessa.

    En með liðið það þarf greinilega að fá einhverja Alvöru Roy Keane Týpu sem rífur liðið upp úr svona öldudal. ég hefði geta trúað að Carra myndi gera það útaf því hann er Local boy hero. en þeir virðast allir eitthvað vera komnir á low fly :S ef tprres væri ekki í liðinnu þá værum við eflaust að berjast um 10 sæti núna miðað við spilamennsku flestta hjá okkur :S

    það sem stendur svona upp úr síðustu 2 mánuði er Torres – Gerrard þó mér fynnist hann vera soldið svona rokkandi leikmaður :S Máske er búin að vera öflugur í brjóta varnir en ég myndi allveg þiggja að hann myndi fara að skora eitthvað :S

    Lendi svo í því að horfa á seinni hálfleik með Man utd og þvílíkur munur á liðum. þarna sá rosalega samvinnu milli Teves – rooney – Ronaldo og okkur vantar eitthvað svona þríeyki. Munurinn á okkur og United er greinilega að við erum með nokkra sem eru hálfgert Low profile þegar við eigum að vera með High profile þarna frammi. og SHIT Ronaldo er að taka þessa deild og rústa henni nánast einsamll þegar liverpool fær svona leikmann þá getum við farið að hugsa um titlavonir það get ég lofað 😉

  29. Sigtryggur … ekki fara. 🙂 Það er heilbrigt að rífast öðru hverju. Við erum allir úr sitt hvorri áttinni. En við eigum eitt sameiginlegt. Við erum nógu andskoti klikkaðir til að halda með fótboltaliði. Í okkar tilfelli (sem betur fer) Liverpool..

    Ég fíla ritstílinn þinn þó ég sé ekki alltaf sammála þér. Enda skárra væri nú helvítið! Stuðningsmenn eru með sérstakt ósammála gen innbyggt í sér.

    Ég hef það á tilfinningunni að þú hafir ýmsa fjöruna sopið í gegnum tíðina. Fíla svoleiðis púllara… þar sem ég er einn af þeim. Þ.e. gráu hárunum farið að fjölga og svo þeim að fækka!!

    YNWA

  30. lol 🙂 meina máske búinn að vera öflugur að brjóta sóknir :S við spilum svo mikin varnabolti að vörn er bara orðið fyrsta hugsun hjá mér ÞS

  31. Reka þetta drasl strax á morgun. Vinnum aldrei deildina með þessum manni svo einfalt er það, kannski lekum áfram í einhjverjum úrsláttarkeppnum en þegar maður horfði á united eftir okkar leik þá sá maður hvað er stórkostlega mikið í ólagi þarna.

  32. Getum huggað okkur við það að við eigum luton á þriðjudaginn og EM byrjar á fimmtudaginn. Þetta lið okkar í dag er svo aumt að það varla tekur því að byrja á því að dissa menn í ákveðnum stöðum. Hallast að því að við séum bara með 2 heimsklassaleikmenn, Gerrard og Torres. Hræðilegt að fylgjast með því hvers konar vandræðum Carra og Hyppia lenda í þegar þeir fara út fyrir vítateiginn. Má segja margt gott um Carra, en þegar við erum í nauðvörn þá virkar hann hreinlega ekki. Svo einfalt er það, er skammarlega óöruggur á tuðruna

  33. Ég kom með þá kenningu í haust við brotthvarf Pako aðstoðarstoðarþjálfara að honum og Rafa Benitez hefði lostið saman í sumar því Rafa hefði þá aukið æfingaálagið og viljað þannig hafa liðið í toppformi í byrjun tímabils.

    Því hafi Pako sagt upp og Liverpool verið að spila svona óvenju frábærlega í upphafi leiktíðar, í betra líkamlegu formi enn önnur lið. Ég talaði þá um að Liverpool þyrfti helst að hafa 5-8 stiga forskot í deildinni um áramót ef þeir ættu að vinna titilinn því þeir eftir útileiki gegn Chelsea, Man Utd, Arsenal og Tottenham í seinni umferðinni.

    Eftir að hafa horft á liðið undanfarna leiki velti ég fyrir mér hvort sumir leikmenn Liverpool séu hreinleg dauðþreyttir núna og leikgleðin eftir því? Við erum eingöngu að spila á fullu gasi 15-mín í hverjum leik og ýmsir leikmenn átakanlega hægir og langt langt frá sínu besta.

    Liverpool var ekki með 5-8 stiga um áramót heldur akkúrat öfugt. Liðið er að spila verr en maður bjóst við og leikmenn liðsins virðast ekki hafa mikið gaman fótbolta þessa dagana.

    Glasið er svo sannarlega galtómt þessa dagana. Samt veit maður aldrei nema liðið toppi í lok febrúar þegar mest á ríðið og við vinnum Inter létt og förum langt í CL. Æ ég veit það ekki….

  34. Ég sá þennan leik ekki, en ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessum helvítis jafnteflum hvað eftir annað! Eins og til dæmis Luton Town!!! hvað er þetta eigilega.. stundum langar manni bara að fara að halda með Manchester UTD. En, það bara er ekki svo einfalt að hætta að halda með Liverpool. jæja, við verðum víst að fara að einbeita okkur að Champions League… (kom í ljós snemma á leiktíðini)

  35. Ég er fullkomlega sammála þessari leikskýrslu (fyrir utan að ég myndir vilja Downing) og nenni ekki að lesa hina….nema þá til að kanna hugmyndaflug höfundar….sem ég ætla ekki að gera.

    Ég skil samt Sigtrygg þó að þetta sé ykkar síða. Persónulega hefur áhugi minn á síðunni minnkað út af sömu ástæðu og Einar tekur fram hér fyrir ofan. Það er spurning fyrir ykkur að færa ykkur frá sviðsljósinu með því að leika ykkur aðeins með kommentin sem hér koma inn….bæta inn í og taka út úr kommentum hér og þar!! Taka smá Radiohead á þetta (sem tókst reyndar ekki hjá þeim) og fá fólk til að fara eitthvað annað 🙂

  36. ég var á því máli allt þangað til á nýju ári að benitez væri rétti maðurinn, en þegar maður sér leik með liverpool í dag, þá sér maður eftirfarandi
    1 Enginn leikgleði
    2 Alltof mikið af meðalleikmönnum
    3 enginn sigurvilji
    4 mórallinn mjög lélegur
    5 maðurinn höndlar ekki enskudeildina

    æji ég nenni ekki að hugsa um liverpool fyrr en um næstu helgi

  37. það er afrek útaf fyrir sig að láta Stewart Downing líta út eins og heimsklassaleikmann á borð við C. Ronaldo eða L. Messi í 90 mínútur

2 Pings & Trackbacks

  1. Pingback:

  2. Pingback:

Liðið gegn Boro (uppfært!!!!)

M’boro 1 – Liverpool 1 (Glasið er fullt!)