Reading – Liverpool 3-1

Fyrsta tapið í deildinni staðreynd eftir dapra frammistöðu á Madjeski leikvanginum. Þar sem Reading hefur ekki fundið sig á þessu tímabili og við verið í góðu formi átti ég alls ekki von á þessari frammistöðu.En svona er boltinn, það er aldrei hægt að bóka neitt fyrir fram. Jack Hobbs fékk tækifæri frá upphafi eftir góða innkomu gegn Bolton um síðustu helgi, félagarnir frammi fengu áfram að vera saman í byrjunarliðinu, Torres og Crouch. Sissoko og Mascherano komu inná miðjuna og Voronin kom einnig inní liðið. Ljóst er að Rafa var með hugann við komandi leiki þegar hann valdi þetta lið. En skoðum leikinn:

Svona var byrjunarliðið í dag:

4-2-1-3:

Reina

Arbeloa – Hobbs – Carragher – Riise
Sissoko – Mascherano

Gerrard
Crouch – Torres – Voronin

Bekkurinn: Itandje, Hyypia, Kewell, Kuyt og Babel.

Við hófum leikinn vel og uppskárum óvænt dauðafæri strax á 7 mín. þegar Torres fékk boltann óvænt á markteig en var aðþrengdur og skaut beint á Hahnemann. Eftir færið var leikurinn í jafnvægi en ljóst var strax að drengirnir hans Steve Coppell ætluðu ekki að gefa neitt eftir. Á 17 mín. brýtur Carragher klaufalega á Brynjari fyrir utan teiginn. Slakur dómari leiksins, Marriner, dæmir vítaspyrnu þrátt fyrir að hafa ráðfært sig við aðstoðardómarann. Úr vítaspyrnunni skoraði Hunt örugglega, 0-1. Ég var á þessum tímapunkt ekkert stressaður yfir þessu og hélt kannski að þetta mark myndi vekja okkar menn og við myndum taka leikinn föstum tökum. Það leið ekki meira en ca. 10 mín. þangað til Gerrard jafnaði leikinn með góðu marki, 1-1. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var lítið um færi og ég var ennþá fullviss um að við myndum skora næsta markið og vinna þennan leik. Við vorum ekki að skapa nein færi né gefa færi á okkur, ef við hefðum sett eitt mark og komist yfir þá er ég fullviss um að við hefðum unnið þennan leik en… S.s. 1-1 í hálfleik.

Engar breytingar voru gerðar í hálfleik og bæði liðin buðu uppá endurtekið efni frá fyrri hálfleik. Barátta og lítið um marktækifæri. Það voru reyndar 2-3 skipti sem dómarinn hefði vel getað flautað vítaspyrnu á Reading þegar Torres var felldur inní teignum en hann var líklegri til að gefa honum gult spjald fyrir leikaraskap en gefa okkur eitthvað í þessum leik. Síðan kemur uppúr engu mark á okkur úr föstu leikatriði þar sem vörnin er illa á verði. Doyle rétt nær að snerta tuðruna með hárbroddunum og boltinn syngur í netinu, 1-2 og 58 mín liðnar af leiknum. Þetta var vont mark og einhvern veginn var algjört andleysi eftir markið, það vantaði eittvað. Reading tvíefldist við markið og fann að okkar menn lágu vel við höggi. Við fengum samt okkar færi og m.a. átti Gerrard hörkuskot í slána og Torres átti að fá víti mínútu áður en Reading fær skyndisókn þar sem Harper gerir vel og leikur á Reina og skorar í tómt markið, 1-3 og 67 mín. búnar. Þegar þarna var komið hafði ég gefið upp alla von um að við myndum vinna þennan leik. Það var deyfð yfir liðinu á meðan Reading lagði 150% orku og baráttu í þennan leik. Við áttum nokkur hálffæri og fína möguleika en allt kom fyrir ekki.

Torres, Gerrard og Carragher fóru allir út af í dag og segir það okkur að Rafa er að hugsa um leikina gegn Marseille og Man Utd í næstu viku. Eftir að Torres fór út af datt sóknarkraftur okkar mikið niður þrátt fyrir að Torres hafi alls ekki átt góðan dag en hann djöflaðist og er fljótur.

Heilt yfir var þetta á endanum alveg sanngjarn sigur og ljóst að hugarfarið hjá okkar mönnum var ekki í lagi í þessum leik. Það var enginn í raun góður í dag en sumir voru verri en aðrir. Gerrard var sprækur og reyndi, Mascherano vinnur gríðarlega vel en er ekki sókndjarfur (enda varnarsinnaður miðjumaður), Crouch fann sig ekki í dag, Carragher og Hobbs voru fínir ásamt Arbeloa. Sissoko var alls ekki versti leikmaðurinn í dag og er algjörlega fjarstæðukennt að fara að kenna honum um þetta tap. Kewell og Babel áttu fínar innkomur og komu með meiri vídd í sóknarleikinn en það var samt alltaf eitthvað sem vantaði, þennan kraft og ákveðni sem hefur einkennt Liverpool undanfarið. Versti leikmaður Liverpool í dag endaði leikinn með fyrirliðabandið og í raun má segja að það segi allt sem segja þarf. John Arne Riise getur skorað dúndur mörk og hlaupið en hann getur líka EKKI gefið fyrirgjafir og er undravert hversu illa hann getur stundum spilað. Ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar Carragher var skipt út af og hann rétti Riise fyrirliðabandið, úff! En já en þá er ekki hægt að kenna neinum einum um þetta tap. Liðið spilað sem heild illa í dag á meðan Reading mætti tilbúið í þennan bardaga og hafði Coppell unnið heimavinnu sína vel þar sem lærisveinar hans náði að halda Gerrard, Torres, Crouch o.s.frv. vel niðri.

Ég er vel pirraður yfir þessu tapi og þá aðallega vegna þess að við erum miklu betra lið og við eigum ekki að láta það gerast að spila svona illa. Það eru framundan gríðarlega mikilvægir leikir en fjandinn hafi það menn hljóta að geta mætt andlega klárir í svona hörkuleik. Þetta tap gæti orðið okkur dýrkeypt í vor og ef við mætum svona til leiks á þriðjudaginn kemur þá förum við ekki áfram í meistaradeildinni.

Maður leiksins: Það er erfitt að taka einhvern einn út eftir svona frammistöðu en ég ætla að hafa það Harry Kewell að þessu sinni þar sem hann spilaði vel í þann hálftíma sem hann fékk.

Gangur leiksins:
17 mín: 1-0, Hunt (víti)
28 mín: 1-1, Gerrard.
60 mín: 2-1, Doyle.
61 mín: Torres út – Kewell inn.
67 mín: 3-1, Harper.
71 mín: Gerrard út – Babel inn.
82 mín: Carragher út – Hyypia inn.

94 Comments

  1. Sælir félagar.
    Loksins þegar maður heldur að Benitez sé að ná áttum og spila á þeim mönnum se eru að ná árangri á vellinum þá stillir hann allt í einu upp liði sem engin leið er að átta sig á hvaða hugsun liggur á bak við.
    Vængjalaus miðja, Masca með Sissoko sem virðist ekki hafa meiri leikskilning en hæna og Voronin sem kantmaður sem virkar alls ekki. Hobbs með Carrager í miðju varnarinnar sem má ekki fá spjald í þessum leik. Arsenal og MU að tapa stigum fyrir skömmu og þá stillir Benitez upp tapliði til að draga nú örugglega ekki á þá.
    Þetta er óskiljanlegt og rifjar upp fyrir manni af hverju maður er oftar en einu sinni búinn að fá nóg af þessum manni Rafael Benitez. Djö… bara og helv…
    Það eru engar afsakanir gildar fyrir uppstillingu stjórans í dag. Hann verður bara að taka á sig skellinn fyrir að haga sér eins oghrokafullt fífl. Breytingar breytinganna vegna, tilhæfulausar, glórulausar og óskiljanlegar. Það var ekki til svona hluta sem hann fékk massívan stuðning liðsmanna og stuðningsmanna. Hrikalegt í einu orði sagt. 🙁 🙁
    Það er nú þannig

  2. Hvað getur maður sagt! Eftir frábæra leiki dettur liðið aftur niður og getur ekki blautann, stutt í kúkinn. Dýrmæt stig töpuð í dag en vonandi að menn rífi sig upp og láti þetta sér að kenningu verða fyrir Marseilles leikinn og Scum.

  3. Eins leiðinlegt og mér þykir að segja það þá skiptir akkúrat engu máli hvaða liði Rafa stillti upp í dag. Alla daga vikunar þá á Liverpool FC að bera sigurorð af Reading. Sú staðreynd að Momo, Hobbs og Voronin hafi verið í byrjunarliðinu er ekki ástæðan á bak við tapið. Þessir menn eru allir betri en leikmenn Reading og því vil ég meina að það hafi ekki komið að sök, já m.a.s Momo er betri en allir leikmenn Reading. Vandamálið lá ekki í getunni heldur í hugsunarhættinum. Hreinnt og klárt vanmat sem skein í gegn og það var allan tímann eins og LFC ætluðu að taka þetta með vinstri. Reyndar fannst mér svolítill heigulháttur hjá Rafa að taka Stevie G útaf þegar en voru rúmar 20 min eftir af leiknum en það skipti ekki sköpum. Vorum aldrei að fara vinna þennan leik.

    Vona bara að þeir sjái að sér og geri þetta ekki aftur. Nú er bara að rífa sig upp á rassgatinu og refsa Marseille fyrir að vera til og rugla síðan greiðslunni á Kristínu Rónaldsdóttir næstu helgi.

    Áfram KS og Livepool

  4. Benitez á þetta tap skuldlaust. Loks þegar ég hélt að það væri að rofa til í hausnum á honum þá úff! skandall nú geta menn sem sjá ekki sólina fyrir hr Benitez hætt að grobba sig af því að vera taplausir í deildinni og tekið sólgleraugun niður í bjartsýnisköstum sínum

  5. Það er nokkuð til í þessu hjá Eisa en mótiveringin skrifast á stjórann og uppstillingin er til marks um hana. Skiptingarnar eru svo kapítuli útaf fyrir sig og virðast vera í þessum leik eins í leikjunum í lægðinni frægu sem ég ætla rétt að vona að við dettum ekki oní aftur.
    Þetta tap skrifast alfarið á Rafael Benitez einan og aleinan og engan annan.
    Það er nú þannig.

  6. Sigtryggur Karlsson. þú ert að gera lítið úr þér með þessum ummælum. Þú segir: “Hann (Rafa) verður bara að taka á sig skellinn fyrir að haga sér eins oghrokafullt fífl.”

    í guðanna bænum skrifaðu þetta bara í dagbókina þína eða eitthvað. hvað er svona skrýtið við þessa uppstillingu?? lék sissoko virkilega illa? mér fannst hann berjast vel og skila sínu vel. masch spilaði vel. carragher og rafa ákváðu í sameiningu að hann myndi spila þennan leik því hann væri nógu reyndur til að fá ekki spjald.

    svo er ég ekki hissa að þessar breytingar eru þér óskiljanlegar þar sem þú greinilega hefur eitthvað takmarkað vit á liverpool liðinu miðað við þessi ummæli þín!

    mér finnst ekkert athugavert við uppstillingu rafa í dag, eina spurningarmerkið sem ég set á byrjunarliðið er voronin. allar skiptingarnar voru eðlilegar og eiga fullan rétt á sér. gerrard var með íspoka á sér eftir að hafa sest á bekkinn en vonandi er það ekkert nema þreyta.

    greyin mín hættiði svo þessu bulli, að rjúka upp eftir hvert tapað stig og miða byssu á rafa. ef menn horfðu á leikinn í dag þá áttum við 2 stangarskot, fengum ótrúlegann vítaspyrnudóm dæmdan á okkur og hefðum getað fengið nokkur víti sjálfir. oft erfitt að vinna þegar ALLT er á móti manni.

    ég styð rafa þrátt fyrir slæmt tap á madjeski, ég styð hann því hann veit upp á hár hvað hann er að gera, og að heyra þessi komment ævinlega þar sem menn þykjast vita hvað eigi að gera EFTIR LEIKI er aumkunarvert. allir að setja sig á háan hest og þykjast hafa miklu betra vit á þessu öllu saman en rafa. það er lítið mál að gagnrýna, en áður en þið gerið það, þá skuluð þið vita hvað þið ætlið að gagnrýna og vera málefnalegir og í guðanna bænum ekki láta pirring og vont skap láta ykkur segja þessa vitleysu eins og maður les daginn út og inn eftir svona leiki.

  7. Ég tek undir með Benites þegar hann stillir upp góðu liði og gerir réttar skiptingar og oftar en ekki gerir hann þessa hluti vel… en það átti bara engann veginn við í dag.

    Það sem pirraði mig er að hann er að gera þarna mistök sem hann er búinn að gera áður.. Sissoko og Macherano saman á miðjunni.. það er búið að reyna þetta.. oftar en einu sinni, oftar en tvisvar og oftar en þrisvar… þetta gengur bara ekki upp!!!..

    Sissoko gerði útslagið fyrir mér í dag, ég hef ekki verið hans helsti aðdáandi en alltaf haft trú á því að hann fari að sýna sitt rétt andlit og spila alvöru knattspyrnu.. en fyrir mér þá fannst mér hann sýna það endanlega í dag að hann á ekki heima í þessu liði. Það er bara ekki hægt að fyrirgefa það að atvinnumenn í fótbolta geti ekki sent boltann á samherja eða hvað þá að miðjumaður hjá liði eins og liverpool geti verið algjörlega bitlaus fram á við. Liverpool er bara einfaldlega á því kaliberi að menn sem standast ekki kröfurnar sem gerðar eru til spilamennsku liðsins, þeir eiga bara að verða seldir. Fyrir mitt leyti á að selja Sissoko, hvort sem það er í Janúar eða í sumar. Macherano getur unnið varnarvinnunna sem Sissoko gerir og það sama á við um Lucas.

    En að öðru leyti þá finnst mér Benites eiga algjörlega að taka sökina fyrir þetta tap. Þetta greinilega röng uppstilling fyrir þennan leik, það var eins og ekki hefði verið unnin nein heimavinna varðandi leikinn og sóknir liverpool virtust lítið komast áfram gegn Reading. Ég ætla ekki einu sinni að ræða þessar skiptingar. Ég ætla rétt að vona að Torres hafi verið meiddur þegar honum var skipt útaf því hann var okkar langsterkasti framherji í dag.

    Hér með líkur mínu nöldri í dag.

  8. Það var klárlegt vanmat á liði Reading en síðan þegar þessi vítaspyrna kom þá var bara eins og hestur hefði sparkað í eistun á liðinu. Dómgæslan í þessum leik var hræðileg, já ég veit að það er alltaf ekki hægt að kenna dómaranum þegar illa fer en þetta dómaratríó var bara á stóra sýrutrippinu.
    Samt það verður áhugavert að sjá umfjöllunina um þennan leik skal veðja öðru nýranu, lunga, auga, eyra, nös og bara öllu sem ég kemst af með bara eitt (fyrir utan *****) að Rafa og Liverpool verða rakkaðir í drasl, en ef Arsenal hefði t.d. tapað fyrir Newcastle hefði umfjöllunin alveg bókað verið “Það vantaði marga lykilmenn í lið Arsenal” og “Eftir svona glimrandi frammistöðu í undanförnum leikjum hlýtur bara að koma einhver lélegur leikur”

  9. Olli: “lék sissoko virkilega illa? mér fannst hann berjast vel og skila sínu vel.” ….. varst þú að horfa á sama leik og aðrir?

    Fyrir utan það þá er ekki markmiðið að berjast bara.. þú þarft að sýna yfirvegun og spila boltanum frá þér þegar þú spilar þá stöðu sem hann gerir. Það gerði hann bara einfaldlega ekki í dag.

  10. Ég ætla ekki að pæla í þessu en í hvert sinn sem Sissoko er með þá fer allt í klúður.Er verið að láta Sissoko spila svo að liv geti selt hann á stóran pening., Strákar mér er alveg sama

  11. þá stillir Benitez upp tapliði til að draga nú örugglega ekki á þá.

    Í alvöru talað, Sigtryggur, hvernig nennirðu þessu?

    Þetta er óskiljanlegt og rifjar upp fyrir manni af hverju maður er oftar en einu sinni búinn að fá nóg af þessum manni Rafael Benitez.

    Ok, Rafa stillir upp liði með Torres, Crouch, Gerrard og Masche. Samt finna menn honum allt til foráttu af því að hann gerir ein mistök í uppstillingunni að mati manna.

    taka á sig skellinn fyrir að haga sér eins oghrokafullt fífl

    Þú ert sjálfur fífl! – Ég er algjörlega kominn með uppí kok af þessu skítkasti þínu útí Rafa.

    Breytingar breytinganna vegna, tilhæfulausar, glórulausar og óskiljanlegar.

    Af hverju kvartaðirðu ekki yfir breytingunum í Bolton leiknum?

    Biggi:

    varst þú að horfa á sama leik og aðrir?

    Já, ég efast ekki um það. Varst þú hins vegar búinn að dæma Sissoko úr leik áður en leikurinn byrjaði? Sissoko hefur leikið hræðilega fyrir Liverpool, en þetta í dag var ekki einn af þeim leikjum.

    Málið er að liðið lék ekki nógu vel í dag og var alveg einstaklega óheppið. Alveg einsog Rafa átti ekki allan heiðurinn af síðustu sigurleikjum þá á hann ekki alla skömmina fyrir tapið.

  12. í hvert sinn sem Sissoko er með þá fer allt í klúður

    Hversu langt nær minni þitt? Greinilega ekki lengra en tvær vikur.

    En allavegana þið megið rakka Momo niður í allt kvöld. Við þurfum jú alltaf að finna sökudólg.

  13. Slakasti leikur Liverpool síðan gegn Marseille. Samt óþarfi að missa sig í volæði hérna eins og margir gera…þetta var bara einn leikur, og jú, vissulega voru Liverpool lélegir, en það þýðir samt ekki að það á að fara að selja hina og þessa útaf frammistöðu þeirra í þessum eina leik.

    Eitt það fyndnasta og *******legasta sem ég hef lesið lengi má sjá í kommenti #7. Þar segir Biggi: “Ég ætla rétt að vona að Torres hafi verið meiddur þegar honum var skipt útaf því hann var okkar langsterkasti framherji í dag.”

    HAAAAAA??? Eru menn svona mikið á móti Rafa að menn þurfa að vona að besti framherji liðsins sé meiddur, bara svo Benitez hafi ástæðu til að skipta honum útaf? Ég fatta ekki svona hugsunarhátt. Auðvitað vonar enginn stuðningsmaður Liverpool að Torres sé meiddur, þó ég tel það líklegt að svo sé.

  14. Olli hvað gerir þig svo alvitran um Liverpool að ekki má segja neitt neikvætt um liðið. Það er hárrétt hjá Sigtrygg að Benitez beri ábyrgðina á tapinuþÞað eitt að vera ekki með kanntmenn og 2 varnarsinnaða miðjumenn á móti slöku eins Reading er greinilega ekki vænlegt til árangurs

  15. Mér finnst barátta mjög mikilvæg í knattspyrnu og barátta og vinnusemi Sissoko mættu margir taka sér til fyrirmyndar. Ég horfði á Reading-Liverpool Biggi og ég sá Sissoko skila boltanum frá sér, ég er ekki að segja að hann hefði átt stórleik en það spiluðu margir ver heldur en hann. Þannig það eru mín rök fyrir því að Sissoko sé ekki fyrsti maðurinn sem drulla á yfir eftir þennan leik.

    En þið verðið nú að geta upphafið ykkur sjálfa með að rakka einhvern niður, Sissoko og Rafa oftar en ekki verða fyrir valinu, ok, þið um það, vonandi að ykkur líði bara betur með þessari fásinnu, þá er allavega eitthvað jákvætt hægt að finna úr þessum kommentum ykkar.

  16. Olli er ekki alvitur, en hann hefur þó skynsemi til þess að byrja ekki að rakka þjálfarann og allt í kringum liðið þegar að liðið tapar.

  17. Þórhallur Jónsson: “Olli hvað gerir þig svo alvitran um Liverpool að ekki má segja neitt neikvætt um liðið.”

    ég er ekki að segja að ég sé alvitur um liverpool þó ég vita augljóslega mikið meira um liverpool og fótbolta heldur en margur annar sem skrifar ummæli hérna. það má alveg koma með gagnrýnis komment, en menn VERÐA að vera málefnalegir og færa rök fyrir sínu máli, rök sem hægt er að taka mark á. í staðinn fyrir að uppnefna menn nöfnum og kalla þá hrokafulla, á svona kommentum tek ég ekki mark á, eðillega.

  18. Ok tökum smá EF stimpil á þennan leik. Þá væri hljóðið í mörgum annað.
    EF það hefði verið dæmd réttilega aukaspyrna á Carragher eða Reina hefði varið vítið. EF Hobbs hefði skorað eftir aukaspyrnu Riise. EF Riise hefði skorað: fallegt mark sem Riise skoraði úr aukaspyrnunni hann sannar sig enn og aftur hvað hann er að gera í þessu liði. EF skot Gerrards hefði farið inn enn ekki í slánna: Hann getur spilað á miðjunni, á kantinum sem framherji hvað getur þessi drengur ekki gert?!?. EF það hefði ekki verið dæmd rangstæða á Crouch þegar sendingin kom og Babel var í frábæru færi.
    EF það hefði verið dæmd vítaspyrna þegar Torres var tæklaður þarna og ökklinn lenti undir líkama gaursins (að því ég best gat séð).
    Þarna eru fullt af atriðum sem hefðu getað dottið með okkur en gerðu það ekki ég sé ekki að neitt af þeim hafi neitt með uppstillingu Benitez að gera

  19. Sælir félagar.
    Það er nú þannig að ég sá ekki hvað Sissoko gerði vel í dag. Þeir sem sáu það eru með góða sjón og það er gott.
    Einar ég hefi leyfi til að hafa efasemdir um Rafael Benitez. Ég hefi líka leyfi tila að telja hann hvað sem er, slæman, ómögulegan, vonlausan , góðan, frábæran og hvað sem er. Til þess þarf ég ekki þitt leyfi. Ef þú hinsvegar vilt ekki sjá nema eina skoðun á þessu spjalli skaltu bara loka á þá sem eru ekki á þínu máli. Mér hefur aldrei dottið í hug að amast við menn sem hafa aðra skoðun en ég. Þeir hafa fullan rétt til þess alveg eins og ég hefi rétt á mínum skoðunum.
    Þú hefur þínar skoðanirog átt fullan rétt á þeim og setja þær fram. Hitt finnst mér ekki ásættanlegt að þú skulir ekki vilja leyfa mér að hafa mínar án þess að verða fyrir dónaskap af þinni hálfu. Ég er þér ósammála um margt en ég ber alveg fulla virðingu fyrir skoðunum þínum og þér þrátt fyrir að þú sért mér ósammála. Ég fer fram á það sama frá þér.
    Þú virðist taka pirring þinn út á mér en ég tek hann út á Benitez sem
    á það frekar skilið en ég drengur minn.
    Það er nú þannig.

  20. Varðandi vítið verður maður bara að segja ,,what goes around comes around”. Getum þó þakkað fyrir að hann gaf ekki Carragher spjald, sem hann svo sannarlega verðskuldaði fyrir brotið.

  21. Sigtryggur minn. þú ert ekki að gera þér grein fyrir því að við virðum alveg þínar skoðanir líka. það er eitt að gagnrýna og annað að vanvirða. við erum að gagnrýna þær hins vegar málefnalega. þú ert hins vegar að segja að rafa benítez sé hitt og þetta og ert með alhæfingar, það fýla ég ekki.

  22. Ok ég segi að við endum þessa umræðu um allt annað en Liverpool og þennan leik, munum flest hvernig umræðan um möguleikann á að fá Garay endaði

  23. “Þú virðist taka pirring þinn út á mér en ég tek hann út á Benitez sem
    á það frekar skilið en ég drengur minn.” Snilld.

  24. Sælir félagar.
    ÉOlli ég get alveg viðurkennt að ég tala ekki alltaf um Benitez af mikilli virðingu. Hann á virðingu skilið fyrir margt meðal annars fyrir að koma liðinu stundum upp á þann stall sem það á að vera á. En eins á hann skilið alvarlegar athugasemdir þegar hann er að gera eitthvað sem manni finnst alveg glórulaust.
    Mér finnst til dæmis glórulaust að láta Carra spila þennan leik og miðað við dómgæsluna var það hrein lukka að fékk ekki spjald sem hann átti reyndar skilið.
    Mér er líka alveg fyrirmunað að skilja af hverju liði sem kláraði Bolton svo vel er breytt. Mér finnst það hrokafullt gagnvart Reading, og sá hroki hlýtur að skila sér til liðsins sem kemur með röngu hugarfari inn í leikinn fyrir vikið. Það er mjög slæmt og mér finnst það fíflskapur af annars ábyggilega mjög vel gefnum manni sem Benitez örugglega er.

    Það er nú þannig

  25. Við höfum verið að ræða þetta, feðgarnir , síðustu vikur – ekki bara í pirringi eftir leikinn í kvöld – en hvað er málið með hraðan á Riise, maðurinn hefur nú aldrei verið hraður, en svei mér þá ef að Hyypia gamli myndi ekki taka hann á sprettinum þetta tímabilið.

    Hann virkar eins og hann sé kominn beint af all-you-can-eat á pizza hut. Fyrir utan ákvarðanartöku hans og sendingargetu (eða skort þar á) – þá virkar maðurinn bara 20.kg þyngri en nokkru sinni fyrr í liverpool búningi.

    Annars var þessi leikur mjög dapur , og sérstaklega eftir að Gerrard og Torres fóru útaf , það var engin líklegur til að gera neitt.
    Það er auðvitað auðvelt að vera vitur eftir á , en mér finnst sem svo að það sé einhver málamiðlun í að spila Sissoko í þessum leik (hugsanlega laga móral eða eitthvað í þá áttina). Við höfum verið að spila mjög vel undanfarið með Lucas og Gerrard á miðjunni , eða annar þeirra með Mascherano og ég vil ekki hljóma eins og margir pirraðir stuðningsmenn sem koma inn eftir tapleiki og finnst allt hræðilegt – en eins og mér leist vel á hann í byrjun Liverpool ferilsins, þá er sjálfstraustið hjá honum greinilega í molum, því hann getur ekki komið meira en 50% af boltunum frá sér, og þó svo að hann sé alltaf duglegur þá er hann að tapa of mikið af boltum.

    En við skulum vona að okkar menn eflist bara við þetta og gefi sig alla í evrópuleikinn , enda var greinilegt að menn voru með hugan við eitthvað allt annað en Reading , vonum að það hafi verið við þriðjudaginn og við náum í 3 stig í Frakklandi.

    En hefur einhver annar tekið eftir þessu með Riise , er maðurinn að hlaupa í kekki eða ? 😉

  26. Leiðinlegt að tapa þessum leik, sérstaklega þar sem við erum búnir að spila svona rosalega vel. Líka þar sem við eigum þessa 2 mikilvægu leiki framundan þá vonar maður bara að þetta komi ekki til með að hafa áhrif á þá.
    Það var eins og menn hafa verið að benda á hér að ofan eins og liðið væri að spara sig fyrir næstu viku og jafnvel vanmeta Reading. Það hlýtur að vera talsvert ábyrgð stjórans að sjá til þess að menn séu fókuseraðir í öllum leikjum.
    Nú er það bara að komast yfir þetta smá-áfall, ranka við sér og taka Mars-ei í bakaríið. Væri gott búst fyrir United leikinn.

  27. Sigtryggur: “En eins á hann skilið alvarlegar athugasemdir þegar hann er að gera eitthvað sem manni finnst alveg glórulaust.”

    Auðvitað drengur. þú ert ekki að ná mínum punkti. ef ÞÉR finnst e-ð athugavert við uppstillingar Rafa þá máttu alveg setja út á það, en ekki vera að segja að hann sé hrokafullur og þar fram eftir götunum, það er kjánalegt og ómarktækt með öllu.

  28. Nei, ég hef áreiðanlega miklu meira vit á fótbolta 🙂
    Ekki spurning 🙂

  29. Við gáfumst upp í þessum leik sem er ræfilsháttur og aumingjaskapur. ER fúll og vill ekki skrifa meira. Rafa fær NÚLL fyrir þennan leik.

    Hvað er málið með Rafa, er hann svona þrjóskur eða bara blindur að sjá það að Sissoko kæmist ekki einu sinni á bekkinn hjá Derby með þessari frammistöðu?

  30. Enda er Iniesta mun betri leikmaður en Gerrard. Væri ekki bara ráð að skipta á þeim tveimur?

  31. Þetta var bara svona einn af þessum dögum sem maður spyr sig af hverju maður var að vakna. Einfalt, það gekk ekkert upp. Ætla nú ekki að fara að drulla yfir Rafa hérna en hann er þó ekki undanskilinn gagnrýni. Hann á þó bókað eftir að fá töluvert verri gagnrýni en hann á skilið og það er bara fyrir að vera Rafa. Sigtryggur hefur greinilega ákveðið að taka af skarið með glórulausum bombum hér og þar.

    Sko uppstillingin er sterk og þetta lið ætti einfaldlega að taka Reading anytime anyhow. Hvort sem það var Masch eða Sissoko sem spiluðu illa eða Riise og Voronin. Það var ekki málið. Atriðið var að það var einfaldlega of mikið að hafa tvo varnarsinnaða miðjumenn. Þeir núlluðu hvorn annan út. Lið eins og Liverpool á ekki að þurfa að hafa tvo varnarsinnaða miðjumenn gegn Reading. Gerði það í rauninni að verkum að Liverpool vantaði einn auka mann sem er aldrei gott.

    Hvenær á svo að gera eitthvað í dómaramálum í þessari deild ?! Það er ekkert samræmi, fyrst ann dæmdi víti af hverju fékk Carra þá ekki gult ?! Og af hverju dæmdi hann víti en ekki aukaspyrnu. Og af hverju gaf hann Carra ekki gult þá ?! Af hverju fékk Torres ekki víti ?! Ronaldo er auðvitað svo bara sér kafli, fékk víti út af engu í dag einfaldlega bara vegna þess að hann og Ferguson vældu alla vikuna út af vítinu sem hann fékk ekki gegn Fulham. Það er ekki hægt að hafa það að dómarar séu endalaust að eyðileggja leiki hægri vinstri.

    Annars er maður bara bjartsýnn. Vona bara að Rafa fái það óþvegið í pressunni eins og alltaf, virðist sem liðið spili mikið betur þegar það er rifið í sig hægri vinstri þegar það á það ekki endilega skilið.

  32. … ef og hefði … og allar þær vangaveltur:-)

    Horfum nú aðeins á vandann sem Benitez þurfti að leysa fyrir þenna leik. Framundan eru erfiðir leikir gegn Marseille og ManUtd. og þá leiki verða Carragher og Hyypia að spila því Hobbs er enn alveg óharðnaður og Agger ekki enn tilbúinn eftir meiðsli. Því VARÐ Hobbs að spila í dag því Hyypia hefur spilað mikið undanfarið og það reynir verulega á hann í næstu leikjum. Hann þurfti því hvíld þar sem stutt er í næsta leik (þriðjudag). Benitez neyddist því til að láta Carra spila í dag og dagskipunin hefur örugglega verið að komast frá leiknum án spjalds.

    Til að vernda miðverðina eru síðan settir tveir öflugir varnartengiliðir. Þessi uppstilling breytti einu mikilvægu frá fyrri leikjum; boltinn gekk ekki á milli miðvarðanna og spilið varð því öðruvísi en við erum vön að sjá. Markmiðið hefur væntanlega verið að minnka pressuna á Hobbs sem var tæpur með margt í leiknum og gerði mistök.

    Allt átti þetta að vera í lagi ef leikmenn hefðu lagt sig fram en það gekk ekkert upp í dag. Menn voru á hælunum og þegar varnarmenn eru farnir að leika sér að Crouch í skallaboltum er hámarkinu náð. Liðið sem byrjaði þennan leik átti alveg að vera fært um að innbyrða 3 stig gegn liði sem leikur meira af krafti en hæfni og mér finnst fráleitt að rakka Benitez niður eins og mönnum hættir til.

    Dómarinn er sér kapítuli og hans ákvarðanir skemmdu leikinn. Torres átti klárlega að fá víti í stöðunni 1-1 og þá hefði… 🙂

    Grun hef ég um að þessi leikur hafi síðan ráðið nokkru um framtíð ákveðinna leikmanna sem voru verri en aðrir í dag!

  33. Nú streyma hrægammarnir fram á sjónarsviðið!

    Það var nákvæmlega ekkert að þessu hjá okkur í dag – liðið var klárlega nógu sterkt til að sigra í dag og við fengum svo sannarlega tækifærin til þess en það var alveg ljóst að þetta yrði bara EINN af þessum dögum. Reading fá gefins víti (3. sinn í vetur sem andstæðingurinn fær slíka gjöf í vetur), við fáum ekki tvö víti – annað atvikið var 100% klárt mál, og við eigum tvö skot í tréverkið. Við stjórnuðum þessum leik og áttum meira skilið.

    Þetta er enginn heimsendir – erum enn í fínum málum – nú er að berja sig saman fyrir evrópuleikinn.

  34. Bring it on. Gegni samt ekki bein skipti þar sem markaðsverð Iniesta er óeðlilega lítið og Gerrard óeðlilega mikið.

  35. Sælir,
    Þetta er endurtekið efni, Momo og Mascherano saman á miðjunni gengur einfaldlega ekki upp. Ég er engin Momo aðdáðendi þessa dagana en var það fyrir svona 1 og hálfu ári síðan. Hvað hefur eiginlega gerst með þennan leikmann? Það skín af honum að hann hefur enga trú á því sem hann er að gera. Auðvitað þarf hann leiki til að finna formið aftur en þá ekki með Mascherano inná líka, god damn it! Hann verður að hafa einhvern framsækin spilara við hliðina á sér, s.s. Gerrard eða Lucas. Annars sé ég engan tilgang í því að tína menn til og gagnrýna þá, ekkert gekk einfaldlega upp í dag sama hvar drepið er niður á. Fyrst Lucas var ekki með í dag, þýðir þá það ekki að hann byrjar inná á þriðjudaginn? Það væri ansi góður árangur hjá þessum unga leikmanni á sínu fyrst tímabili! Nú tökum við og rasskellum Marseille og sýnum svo M.United hvernig á að spila fótbolta! Drögum svo AC Milan í 16 og hefnum ófaranna!!! Áfram Liverpool!

  36. Þvílíkt og annað eins grín 🙁
    Svona til að byrja með þá finnst mér Rafa algjör meistari og hann veit hvað hann syngur…langoftast.

    En í dag trúði ég ekki mínum eigin augum þegar ég las miðjuna og vörnina hjá okkur. Riise, Sissoko og Mascherano, allir í byrjunarliðinu. Það boðaði ekki gott. Engir kantmenn heldur, lykilatriði til að skora á lið sem liggja svona aftarlega er að komast upp að endamörkum. Eins og Kewell gerir og Pennant þegar hann er heill.

    Nú hljóta menn að átta sig á því að það þarf nauðsynlega að skipta Riise út, maðurinn er gjörsamlega búinn. Það þarf að lána Sissoko í fyrstu deildina þar sem hann getur spilað, þarf að taka menn á, SKORA!!!!!!, taka réttar ákvarðanir á réttum tímum og þar fram eftir götunum. Það sem miðjumenn þurfa að geta en hann kann ekki. Olli þú talar um baráttu og vinnusemi, það eru til milljón fótboltamenn væru til í að hlaupa og berjast fyrir Liverpool. Það er ekkert mál, hver sem er getur gert það. En það er bara svo langt, langt frá því að vera það sem þarf í nútímafótbolta. Sáuði United í dag? Þar voru allir í sókn og allir í vörn,

    Svo þarf einhver að segja Mascherano að það eru tveir vallarhelmingar. Ég er farinn að hallast að því að það sé skynsamlegast að láta Mascherano fara og kaupa heimsklassa vinstri sóknarbakvörð

    Einhver minntist á það að það gengi aldrei neitt með Sissoko inn á og Einar benti á Newcastle leikinn en þá vorum við bara með hann. Þá vorum við með nóg af fótboltamönnum inn á, engan Riise í vinstri bak og Lucas stjórnaði miðjunni af mikilli snilld. Svo var Kewell á kantinum, einn besti fótboltamaðurinn hjá okkur..synd að hann skuli ekki vera í svipuðu líkamlegu ástandi og Gerrard.

    Reyndar áttum við að fá víti og þetta var ekki víti á Carragher en þetta var svo agalega heimskulegt hjá Carra, Brynjar Björn, sem er ekki þekktur fyrir að vera mikill slúttari, var að fara frá markinu út í horn og Carra ákveður að bomba hann bara niður. Virkilega heimskulegt. Heppinn að sleppa án spjalds.

    Guðni E.G. talar um að það hafi nákvæmlega ekkert verið að hjá okkur í dag. Þá áttum við að vinna þennan leik. Við vorum ekki að fá neitt mikið af opnum marktækifærum er það? Það vantaði allt flæðið sem hefur verið í síðustu leikjum, tel það vera þar sem það var enginn að stjórna spilinu á miðjunni eins og Lucas hefur gert t.d.

    Mér fannst Hobbs samt virka mjög solid, þokkalegur nagli og góður á boltanum. En jæja, það kemur dagur eftir þennan dag og menn verða að rífa sig upp gegn Marseille.

  37. Í fyrsta lagi, þá er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. Vinsamlegast hafið það í huga.

    Mig langaði strax eftir leikinn að koma hér inn og gefa fjórar falleinkunnir. Því miður komst ég ekki strax í tölvu en hér er ég nú og eftir að hafa lesið viðbrögð manna við þessum leik ætla ég að hafa falleinkunnir dagsins heilar fimm:

    Númer eitt: Peter Crouch. Fyrir utan stangarskotið á 93. mínútu var eins og stóri maðurinn væri í sófanum við hliðina á mér í allan dag, svo lítil áhrif hafði hann á leikinn. Ég veit að mennirnir í kringum hann voru að spila illa líka og að það er ósanngjarnt að taka einn mann út úr hópnum, en fjandinn hafi það hvað Crouchie var slæmur í dag. Ég styð stóra manninn og er einn þeirra sem hefur glaðst mikið yfir uppgangi hans í síðustu leikjum en í dag var hann varla svipur hjá sjón.

    Númer tvö: Momo Sissoko. Sorrý, en ég verð að vera ósammála ykkur Olla og Einari. Momo berst alltaf vel og hann vinnur alltaf góða varnarvinnu á miðjunni. Þetta hefur hann gert án undantekninga og mun ávallt gera, og það má ekki taka það af honum. En sem miðjumaður sem spilar framar á vellinum langtímum saman en Gerrard bara hlýtur krafan að vera sú að hann geti ógnað marki andstæðinganna. Hann hefur ekki getað það hingað til á sínum Liverpool-ferli og hann gerði það svo innilega ekki í dag. Eins og hann er að spila um þessar mundir á hann ekki að vera framar en Lucas Leiva í goggunarröðinni, ég held að það sé alveg ljóst.

    Númer þrjú: Rafa Benítez. Ég er ekki einn af þeim sem hafa allt á hornum sér eftir tapleiki, hvað þá einn þeirra sem telja Rafa fullkominn þegar liðið er að vinna hvern leikinn á fætur öðrum og svo ómögulegan í þau fáu skipti sem liðið tapar leik. En það dylst engum að knattspyrnustjóri Liverpool gerði nokkur afdrifarík mistök í dag. Eins og ég sagði í upphafi og vert er að minna á, þá er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á, en liðsval Rafa í dag var eilítið skrýtið og innáskiptingarnar meikuðu ekkert sens. Enginn vængmaður eða útherji í byrjunarliðinu geg liði eins og Reading? Lucas ekki einu sinni á bekknum eftir góða frammistöðu í undanförnum leikjum? Gerrard og Carragher útaf þegar liðið var að tapa, á meðan Crouch og Sissoko voru að eiga „stinkera“ og fengu samt að klára leikinn? Að setja Sami Hyypiä inná 3-1 undir og með tíu mínútur eftir? Hver ertu eiginlega, José Mourinho í dulargervi? Rafa fær bágt fyrir þennan leik og það réttilega.

    Númer fjögur: Dómari leiksins. Ég ætla ekki að kenna dómaranum um tapið, okkar menn spiluðu alveg nógu illa til að klúðra þessu sjálfir, en hann var samt úti á þekju í dag og gerði nokkur afdrifarík mistök. Í fyrsta lagi gaf hann þeim víti þegar brotið átti sér klárlega stað utan teigs. Í öðru lagi slapp Carragher á einhvern glórulausan hátt við spjald fyrir það brot. Í þriðja lagi þá dæmdi hann í tvígang ekkert þegar, í stöðunni 1-1, Ibrahima Sonko braut klárlega á Fernando Torres innan teigs (einu sinni í hvorum hálfleik). Ef hann hefði dæmt þó ekki væri nema aðra af þessum augljósu vítaspyrnum hefðum við getað komist í 2-1 og úrslit leiksins getað orðið allt önnur. En dómari leiksins var, eins og áður sagði, úti á þekju í dag og sú staðreynd að Torres fór útaf meiddur eftir tæklingu þar sem dómari leiksins sá enga snertingu segir allt sem segja þarf um frammistöðu þess svartklædda í dag.

    Númer fimm: Sveiflukenndir aðdáendur Liverpool. Í alvöru, eruð þið svona fljótir að gleyma því hvernig liðið hefur leikið að undanförnu? Eru menn blindir á þá staðreynd að þetta var aðeins fyrsti tapleikur okkar í deildinni og að sá tapleikur átti sér ekki stað fyrr en eftir fjóra mánuði af tímabilinu? Þetta er enginn heimsendir þótt illa hafi farið í dag. Þetta er bara einn leikur eftir fimm frábæra leiki í röð, og það er ekki eins og Reading-liðið sé samansafn af aumingjum sem allir ættu að sigra auðveldlega. Reading-liðið barðist vel í dag, hafði heppnina og dómgæsluna með sér, og nýttu færin sín betur. Shit happens. Það þýðir ekki að við þurfum aftur að skella okkur í þunglyndi og „Rekum Rafa“-umræðuna.

    Framundan eru tveir leikir sem geta bæði haft stórkostlega góð og stórkostlega slæm áhrif á tímabilið. Það er alltaf slæmt að missa þrjú stig á keppninautana í toppbaráttu deildarkeppni en þetta er enginn heimsendir, það eru ennþá tuttugu og þrjár umferðir eftir fyrir Liverpool FC að hala inn stig. Þannig að andið rólega, ræðið þennan leik fyrir það sem hann er – EIN slæm frammistaða hjá liðinu.

    Hafið mig svo afsakaðan, ég ætla að gleyma þessum leik í kvöld og eyða tímanum frekar í að hlakka til næsta leiks, sem er eftir tæpa þrjá sólarhringa …

  38. Já og ein viðbót við þetta frá mér: af hverju ræðir enginn róteringu Rafa þegar liðinu gengur vel, en um leið og það tapar leik hrúgast menn hérna inn alveg brjálaðir yfir því að hann vogi sér að rótera leikmönnum?

    Þið sem komið hér inn í kvöld og gagnrýnið róteringar Rafa, hvar voruð þið þegar liðið vann fimm leiki í röð með markatölunni 21-1, fyrir þennan leik í dag? Af hverju þegið þið langtímum saman þegar augljóst er að aðferðir Rafa eru að virka og komið svo hérna inn og kallið hann öllum illum nöfnum þegar illa gengur?

    Það er eitt að gagnrýna, bæði Rafa og aðra, ég geri það sjálfur hér að ofan. En ég hef aldrei haldið því fram að Rafa sé fullkominn þegar liðið er að sigra og finnst því alltaf jafn súrt að þurfa að lesa ummæli hér inni þess eðlis að hann sé ömurlegur eða vanhæfur með öllu í þau fáu skipti sem liðið tapar leik.

    Slakið á.

  39. Jæja Bolir…

    Enn og aftur sína NOKKRIR engan stuðning við stuðning við meistara Rafa. Allt af styðja menn hann þegar ið vinnum…en svo á alltaf að reka hann þegar við töpum, ég meina common!

    Gefið manninum vinnufrið enda gríðarlega mikilvægur leikur frammundan. Ef að stuðningurinn á að vera svona hjá nokkrum áfram þá höfum við ekkert við Players að gera 16.des, getum bara verið heima og látið stuðningsmenn sem alltaf styðja fá staðinn. Með kul í hjarta þá er ég að vísa til man u stuðningsmanna….

    Klárum frakkana í næsta leik og brosum….

  40. Vá hvað hlýtur að hlakka yfir “sérfræðingunum” á 365 búnir að halda inn í sér margra vikna þögn um hræringar Rafa Benitez og nú fá þeir sko aldeilis að vinna fyrir kaupinu sínu, sitja örugglega skrifandi ritgerðir um hvað Rafa er lélegur og sötrandi kampavín.
    Það kom þó eitthvað gott fyrir einhvern úr þessum leik

  41. Athyglisvert að sjá eftirfarandi:

    There was a let-off for Reading in the 38th minute when referee Marriner failed to give Liverpool a penalty when Torres was tripped by Sonko.

    The half ended with Momo Sissoko going down in the box under Sonko’s challenge at the other end – and again no spot-kick was awarded.

    The home side survived yet another penalty shout in the 54th minute when Sonko caught Torres in a race into the box. Again replays confirmed contact had been made but again referee Marriner did not give it.

    (http://www.teamtalk.com/football/story/0,16368,2483_2955468,00.html)

  42. Sá ekki leikinn í dag en þetta Reading lið á Liv´pool að vinna. Það er klárt. Þessi uppstilling Rafa er einkennileg. T.a.m. finnst mér Lucas vera að stíga verulega upp og því skrítið að sjá hann ekki í hópnum. En engu að síður ætla ég ekki að tapa mér yfir þessum leik. Tel að þessir tveir leikir sem framundan eru, Marseille og Man U, hafi truflað einbeitingu fyrir þennan leik. Staðreyndin er sú að næstu tveir leikir liðsins geta haft gífurleg áhrif á tímabilið í heild. Því held ég að menn hafi bara einfaldlega ekki verið með fókusinn 100% í dag, því miður. Mér finnst liðið búið að vera frábært að undanförnu og ætla því ekki að dæma það af þessum leik. Næstu tveir leikir munu hins vegar skipta höfuðmáli.

  43. Mér finnst þetta sem maður sá í dag ekki ná að vera lélegt. Þetta var ömurleg frammistaða og engan veginn hægt að afsaka það leikinn mikilvæga í Champ. League í næstu viku.

    Þetta er akkúrat munurinn á því vera gott lið og frábært lið! Frábær lið vinna svona leiki þótt þau spila illa og frábær lið mæta með 100% kraft í alla leiki og spila á sínum bestu mönnum í hverju sinni.

    Rafa er góður kall og það allt en hann er ekki að fara að vinna deildian með Liverpool á næstu árum. Það er ljóst.

  44. Tek undir þín orð Kristján Atli.

    Einar Örn: #11 …. Já ég var búinn að dæma Sissoko fyrir leikinn því ég átti ekki von á neinu beittu frá honum framá við sem og lélegum sendingum hans á samherja. Slíkt varð raunin í dag sem og í afskaplega mörgum leikjum hans. Það sem ég var að segja (ekkert meira útfrá þessum leik eða öðrum leikjum hans) að hans spilamennska hefur einfaldlega ekki verið á þeim standard sem við gerum til miðjumanna okkar. Ég veit ekki hvort þetta er eitthvað varðandi sjónina hjá honum (var að ræða það yfir leiknum við félaga minn og okkur fannst spilamennska hans hafa versnað svona heilt yfir frá því að hann varð fyrir þeim meiðslum).. ég veit ekki hver ástæðan er en fyrir mitt leyti þá vildi ég sjá annan mann í þessari stöðu en Sissoko og vil selja hann og fá pening til að styrkja liðið enn frekar í öðrum stöðum.

    Og annað Einar að gagnrýni fólks á þessu bloggi á Sissoko er ekki tilkomin vegna slakrar spilamennsku hans eingöngu í þessum leik.. menn eru einfaldlega orðnir þreyttir að slakri spilamennsku hans til langs tíma.. og eftir leiki þar sem hann á slaka spilamennsku þá er eðlilegt að hann fái neikvætt umtal. Það er samt enginn að gera hann að einstökum sökudólg fyrir tapinu. Hann átti sinn þátt í því en flestir hér eru sammála um að margir aðrir þættir komu til.

    Og Einar.. þú vilt ekki að Rafa sé rakkaður niður né liðið eftir slakan dag hjá báðum aðilum.. …eiga allir bara að vera hoppandi kátir með þennan dag? ..eigum við að segja þetta var allt gott nema við vorum bara óheppnir? Nei. Liðið og Rafa eiga alveg rétt á sinni gagnrýni eftir þennan leik eins og þeir eiga rétt á hrósi þegar vel gengur. Það er því ekki þitt að segja hvaða skoðun menn eiga að hafa eftir svona leiki.

    Bjöggi:#14 Ég var ekki að vonast að Torres væri meiddur. Það sem ég var að tala um var að ég væri að vona að ástæðan fyrir skiptingunni á Torres hefði ekki verið sú að Rafa hefði haldið að sóknarleikurinn myndi bætast við það að Torres yrði tekinn útaf, því hann var beittastur af framherjunum okkar framá við í dag. En annars lifi ég fyrir að segja þér eitthvað fyndið.

    En ég vona innilega að sama verði ekki uppá teningnum á þriðjudaginn og held ég að leikurinn í dag hafi verið köld vatnsgusa í andlitið á liðinu og stjóranum og er ég fullviss um að þeir muni koma tvíelfdir til leiks í næstu viku.

    YNWA

  45. Það er í lagiað gangnrýna Raffa fyrir aðferðirnar sem ekki virka í dag voru hans hugmyndir langt frá því. Af hverju ekki að nota kantmenn í þessum leik oh hvílu momo sem hefur gefist sérlega vel í síðustu leikjum. Og gefast svo upp þegar 15. mín eru eftir og fara að hugsa um næsta leik. Karlinn sem var nýbúinn að segjast bara hugsa um einn leik í einu. Óþolandi.

  46. Þetta var víti segja þeir á BBC, Brynjar var á vítateigslínunni þegar brotið átti sér stað, ergo vítaspyrna. Skoðið það á MOTD.

  47. Sælir – ég er alveg jafn fúll og þið hinir og verð að fá að tjá mig hérna. Í fyrsta lagi þá er ég mikill Rafa maður og vill engan annan þjálfara hjá Liverpool næstu 3 árin. Ég held að við vinnum dolluna með hann á næstu 3 árum, vonandi í ár. Hann er hins vegar ekkert gallalaus.

    Ég er eins og margir hérna fúll út í hann fyrir það að hafa spilað með 2 varnarsinnaða miðjumenn. Chelsea gat þetta en þá voru þeir með frábæra kantmenn og Lampart fékk frítt spil á miðri miðjunni. Makalele og Essien sáu um vörnina og Drogba, Cole, Duff/Robben og Lampard sáu um sóknina og oftar en ekki unnu þeir leikina 1-0. Rafa fer í þennan leik með 2 varnarsinnaða miðjumenn en engan kantmann og ég skil það ekki enda kom ekki nógu mikið út úr þessu hjá okkur. Svo þegar hann tekur Gerrard útaf þá eru 2 varnarsinnaðir miðjumenn einhvern veginn að reyna að sækja fyrir okkur og maður hafði því miður ekki mikla trú á þessu.

    Hann ákvað að taka úr liðinu bæði Kewell og Benayoun og setti ekki í staðinn Babel heldur 3 sentera og 3 miðjumenn og þetta var ekki alveg að virka. Við getum rætt það að hann hafi viljað hlífa Hobbs og þess vegna haft 2 varnarsinnaða miðjumenn en þá verður hann að bjóða upp á meira en það sem hann gerði í dag.

    Það sem er slæmt í þessu er það að formið okkar sem hefur verið frábært í síðustu leikjum er búið. Nú er síðasti leikur tapleikur. Það er líka slæmt að þrátt fyrir það að við vinnum Man U á sunnudaginn þá töpuðum við þessum. Sem sagt næstu 2 leikir í deildinni möguleg 6 stig. Það að fá 3 stig á móti Man U er ekkert betra þannig en að fá þau á móti Reading.

    En þetta var svona leikur þar sem ekkert gekk upp. Við áttum að fá að mínu mati 2 víti í leiknum. Við áttum skot í slá og stöng. Þar fyrir utan fékk Kewell gott færi sem fór rétt framhjá og hann lagði upp frábært færi fyrir Babel sem var of seinn að hugsa og því fór sem fór. Við hefðum með heppni alveg getað unnið þennan leik. Dómarinn var lélegur þó þetta hafi ekki verið allt honum að kenna. Momo var ágætur í því að stoppa sóknir í dag og hjálpa vörninni og það er það sem hann er góður í. Hann er ekkert sérstaklega góður í því að fara fram og skora eða leggja upp fyrir hina ekkert frekar en Mascherano. Sem er ekki búinn að sýna mér mikla snilli í sóknartilburðum en hann er mjög fínn í því að brjóta sóknir andstæðingana á bak aftur. Ég hefði viljað sjá þennan leik þannig að við hefðum áfram verið í 4-4-2. Ef hann vildi verja vörnina og hafa 3 á miðjunni þá átti hann að hafa kantmenn með til að ná upp breiddinni sem þurfti til að fara í gegnum þéttan pakka Reading. En svona er fótboltinn og einhverra hluta vegna er ég ekki að þjálfa Liverpool. Tek það fram aftur að ég er mikill Rafa maður en í þessu leik var ég ekki sammála liðsuppstillingunni hans.

  48. Já ég er sammála þórhalli #48, maður gefst aldrei upp. Torres var meiddur og ekkert um það að segja, en að taka Gerrard útaf fannst mér frekar slæmt þar sem það var slatti eftir að leiknum. En strákar eigum við ekkert að ræða eitt, það stóð augljóslega 48 á skiptispjaldinu hjá aðstoðardómaranum þegar hann lyfti því upp og Hobbs hljóp meira að segja að hliðarlínunni. Hvað gerðist?
    og annað varðandi Sissoko. Í fyrstalagi finnst mér hann vera að spila ranga stöðu, hann á að vera “stoppari”, aftasti miðjumaður eða hvað það kallast og dagsskipunin á að vera ” ef þú færð boltann sendir þú á NÆSTA mann”. Gaurinn var felldur í vítateig andstæðinganna í HRAÐAUPPHLAUPI!!! Sissoko á ekki að taka þátt í hraðaupplaupum hann á að vera sá sem veldur þeim hinumegin á vellinum. Hann var oft og iðulega mun framar en Gerrard til dæmis. þá kem ég að einni spurningu, þurfum við Sissoko? ok fínt að hafa hann sem option og allt það en við erum með sterkustu miðjuna í deildinni þegar allir eru heilir og í stöðu sissoko eru í raun 3 aðrir heimsklassa menn, Alonso, Mascherano og nú Lukas. við eigum ekki að þurfa að nota Sissoko.

    ég hef alltaf stutt Rafa og geri það enn, samt verð ég að segja að þetta var allt eitthvað hálf skrítið. engir kantmenn (sem hafa verið að spila stóra rullu í síðustu leikjum), tvö varnartröll á miðjunni, Carra inná og svo Voronin mættur á svæðið sem kantmaður. Svo voru skiptingarnar eins og þær voru.
    Held að Rafa eigi aldrei þessu vant ÞÁTT í tapinu.
    kannski voru menn með hugann við Boxið í nótt haha.

  49. Ég segi að þetta sé rangt Clinton því að vinna manutd er klárlega “6” stiga leikur. Við tökum af þeim 3 stig og það telur nú helvíti mikið í toppbaráttunni.
    það er sem sagt tvisvar sinnum mikilvægara að vinna manutd en Reading 🙂
    ég ætla rétt að vona að Reading verði ekki það lið sem við berjumst við í vor.

  50. Er ég sá eini sem er búinn að sjá nóg frá Riise? Hann er ekki nógu góður fyrir þetta lið. Hann er ekki nógu góður varnamaður, virkaði frekar seinn í kvöld. Það sem af er þessu tímabili hefur hann ekkert virkað fram á við heldur. Hann á allt of mikið af lélegum fyrirgjöfum og hefur sjaldan getað tekið menn á. Það þarf að leysa þessa stöðu öðruvísi, það er ekkert betra að hafa hann á kantinum.
    Nýjan vinstri bak í janúar glugganum (hefði verið gott að hafa Heinze í dag).

  51. Mín skoðun er sú að það má skrifa þetta tap á Rafa. Það er bara dauðadæmt að hafa 2 varnarsinnaða miðjumenn inná vellinum og annan sem kann ekki að gefa boltann. Það kom ekkert útúr vængjunum, Voronin sást ekki fyrr en hann var fluttur í rétta stöðu. Niðurstaðan er sú að framherjarnir fengu ekkert til að moða úr og lítið af færum. Þegar skiptingarnar koma hjá Rafa er þetta því miður orðið of seint að bjarga einhverju útúr þessum leik. Ég er mjög sáttur við Rafa sem stjóra en hvenær ætlar maðurinn samt að læra á þessu. Deildin er númer 1,2 og 3 og þannig er það bara. Hann ætti að fara að hugsa um 1 leik í einu, alla vega þangað til að hann er kominn í nógu góða stöðu í leiknum sem er verið að spila til að geta byrjað að hugsa um þann næsta.

  52. Ingi – ég skil hvað þú meinar með því að tala um að leikurinn við Man U sé 6 stiga leikur. En það er líka hægt að líta á þetta þannig að við keppum 38 leiki á tímabilinu og við fáum 3 stig fyrir hvern sigurleik og þá skiptir ekki máli á móti hverjum það er. Man U tapaði um daginn á móti Bolton og þeir munu tapa fleiri leikjum í vetur.

    Skrítið hvað mér líður alltaf mikið betur þegar ég er búinn að skrá mína athugasemd hérna eftir leiki. Þetta er búið að vera að pirra mig alveg frá því að það var flautað af en núna eftir að ég er búinn að skrifa 2 færslur líður mér miklu betur.

    Takk aftur fyrir þessa síðu strákar, hún er frábær.

  53. Garðar, nei þú ert ekki sá eini. Ég hef sagt þetta afar lengi en það hefur ekki fallið alltof vel í kramið hérna 🙁

    Verðum samt að gleyma þessum leik og læra bara af honum. Hann fer bara í reynslubankann. Hvað er annars að frétta af Alonso og Agger, það hlýtur að fara styttast í endurkomu kónganna!

  54. Jæja, best að tappa af 🙂

    Djöfull svakalega var ég fúll yfir þessum úrslitum, ég var hreint út sagt sótsvartur af reiði, ekkert flókið. Mér finnst menn ansi vægir hérna í garð dómarans að segja að hann hafi ekki ráðið úrslitum í leiknum, hvernig fá menn það út? Ok, gefum honum vafann með vítið sem hann dæmdi á okkur, ég vil meina að hann hafi verið fyrir utan teiginn, en gefum honum þann vafa. Það var ekki neinn fokkings vafi í stöðunni 1-1 að Torres var tekinn niður inni í teig. Það var heldur enginn vafi seinna þegar hann var aftur tekinn og klúbbaður niður inni í teig. Svo var líka brotið á Momo inni í teig. Hvernig í fjáranum er hægt að segja að hann hefi ekki haft úrslitaáhrif á útkomuna í leiknum?

    Þá að okkar mönnum. Rafa fær stóran mínus í kladdann, og þá á ég ekki við uppstillinguna (þó svo að ég hefði viljað sjá hana aðeins öðruvísi) heldur skiptingarnar. Þarna inni á vellinum voru tveir menn sem gátu minna en ekki neitt, Riise og Crouch. Ég er ekki mikill aðdáandi Riise, en hvernig sumir hérna inni geta keppst við að raka Momo niður og minnast ekki orði á frammistöðu Norðmannsins er óskiljanlegt. Og talandi um Momo. Það virðist vera orðið einhvers konar Cult að gagnrýna hann eftir leiki þar sem hlutir eru ekki að ganga upp. Af hverju talar enginn um Javier á miðjunni, sem átti MIKLU fleiri feilsendingar heldur en Momo? Ég er algjörlega ósammála KAR í sinni yfirhalningu að taka Momo sem einn af sínum 5 punktum, en sleppir Riise og Maschareno.

    Þessi uppstilling á alveg að geta skilað okkur sigri, og hefði gert það ef hörmulega slakur dómari hefði dæmt eins og maður í EINHVERJU af þessum tilvikum sem ég taldi upp. Ég var bara ánægður með Hobbs í leiknum, sama með Kewell eftir að hann kom inná, en aðrir voru með slakan dag. Carra sýndi þvílíkt dómgreindarleysi í brotinu sínu, Reina hefði á eðlilegum degi tekið boltann í 2 markinu og hirt hann af fótum sóknarmannsins í þriðja markinu. Gerrard fannst mér slakur, og sama máli gildir um Voronin. Þrátt fyrir að nánast allir leikmenn liðsins hafi átt slakan dag, þá hefðum við samt átt að sigra.

    Ég hef hérna gagnrýnt stjórann, og nánast allt liðið í þessari færslu minni og ég er algjörlega á því að eftir svona leiki EIGI að gagnrýna. Það sem kemur fram hérna í sumum póstum er samt svo langt frá því að teljast vera gagnrýni að það er ekki fyndið. Það tekur enginn maður mark á gagnrýni sem er sett upp sem skítkast (þó það sé gagnvart fólki sem ekki les bloggið). Það hefur oft verið sagt, gagnrýnum en sleppum þessu hundleiðinlega skítkasti sem alltaf virðist poppa hérna upp þegar á móti blæs. Nú er bara að fara að pakka niður í töskur til að geta stutt duglega við bakið á strákunum í Frakklandi.

  55. Og já, gleymdi einu. Nú hrúgast menn inn til að taka upp þráðinn er varðar róteringar Rafa. Ég kom inn með tölfræði varðandi það hérna í upphitunarfærslunni, og þar geta menn séð þetta svart á hvítu. Menn voru ekki að röfla yfir þessu þá, en um leið og illa gengur, þá skella menn skuldinni á róteringarnar. Af hverju ekki svæðisvörninni, en það alveg dottið úr tísku að kenna henni um?

  56. Einar Örn . þettað með að ég muni ekki lengra en 2 vikur aftur í tíman þá má alltaf finna 1 leik sem fer vel þegar sissoko er inná,en það vill samt vera þannig að þegar Liv er að spila illa þá skal alltaf þessi maður vera einhversstaðar nálægur.það hefur undanfarið verið góð spilamenska hjá Liverpool og þá hefur ákveðinn maður ekki verið með ,en skrítið að núna er liðið að spila illa og þá er hann einmitt með.Þú þarft ekki að verja allt sem við segjum, NAFNI Örn, en þú verður að viður kenna að sissoko er ekki sá besti í heimi og þeir gerast ekki margir verri.Ég hef alltaf sagt að þessi maður sé skelfilegur og hann er það ennþá,já það er nú þannig

  57. Ég sá ekki leikinn, sem betur fer, en af uppstillingu af dæma þá tek ég undir með lykilmönnum hér að ofan að þetta tap skrifast líklegast á Rafa. Og ég er ekki bjartsýnn um að hann skili nokkrum sinnum úrvalsdeildartitli, slík er áráttan í honum að krukka og hvíla öllum stundum, frekar en bara á réttum stundum.

    Myndi vilja sjá Rafa halda vinnings uppbyggingu byrjunarliðs nokkuð óbreyttu að mestu í nokkrar vikur. Í dag krukkaði hann of mikið. Liðið frá Newcastle +/- 1 hefði klárað þetta og líka leikinn í marseille:

    Reina
    Finnan – Carragher – Hyypiä – Arbeloa
    Sissoko/Mascherano – Lucas – Kewell
    Gerrard
    Kuyt/Crouch – Torres

    Óþarfi hjá Rafa að byrja með 3 framherja og tvo varnarsinnaða miðjumenn, þegar 2 frammi og 0-1 varnarmiðjumaður hefur gefist vel, þarf Rafa sífellt að finna upp hjólið á ný?

  58. SSteinn, ég má til með að svara þessu með Sissoko/Mascherano.
    og endilega segðu hvað þér finnst.

    Ástæðan er kannski einföld, Sissoko, blessaður karlinn, hefur átt marga svo hrikalega lélega leiki undanfarið á meðan Mascherano hefur átt alveg hreint frábæra leiki inná milli og sýnt að hann er á heimsmælikvarða. það skýrir að hluta til það að við höfum meiri þolinmæði gagnvart þeim lágvaxnari.

    Það er ekki gott þegar maður horfir á leikmann í sínu liði og maður fær kjánahroll um allan líkamann …. líður ykkur ekki stundum þannig þegar Sissoko er að reyna að senda/ná stjórn á boltanum?
    Að vísu bætir hann þetta oft upp með því að hirða boltann upp ca 20 sinnum í leik en þá kem ég aftur að spurningunni minn í commenti # 51, þurfum við að nota Malí manninn? eigum við ekki menn sem hafa meira uppá að bjóða?

    Ekki tengja orð mín einvörðungu við leikinn í dag, hann var samspil mun fleiri þátta.
    hvað segir þú SSteinn er þetta bull í mér?

  59. Nei, þú ert ekkert að bulla Ingi því Momo hefur átt alltof marga slaka leiki með liðinu. Ég er þó að tala um leikinn í dag og mér finnst bara persónulega þegar verið er að fjalla um einstaka leiki, þá eigi að dæma út frá frammistöðu í leiknum, ekki hvað hefur gerst fyrir tveim vikum eða mánuði síðan. Það virðist vera sem svo að það sé nokk sama hvað Momo gerir, ef hann á ekki algjöran stjörnuleik, þá er hann notaður til að taka út reiði sína á. Í dag finnst mér það hreinlega ekki vera sanngjarnt, simple as that. Ég er líka alveg sammála því að ég hefði viljað sjá Lucas inn í liðinu á kostnað Momo, en hann var það ekki og þegar verið er að meta það hvernig leikmenn stóðu sig í dag, þá finnst mér það hallærislegt að dæma þá útfrá einhverju sem gerðist í öðrum leikjum. Í dag átti Jaiver mun fleiri slakar sendingar en Momo og átti hreinlega mun verri dag. Samt er varla einu orði minnst á hans dapra dag, heldur er áfram haldið að drulla yfir Momo. Það er það sem ég hreinlega skil ekki.

  60. Góðir punktar hjá þér SSteinn og hverju orði sannari.

    Sá tilvitnun í Coppel efti leikinn.
    “they played a crap team because they were looking for Tuesday’s game”
    http://soccernet.espn.go.com/report?id=219848&cc=5739

    gaman þegar menn tala hreint út 🙂

    Á góðum degi hefði Reina varið öll þessi skot en þetta var greinilega ekki einn af góðu dögunum.

  61. Ég er tilbúinn að fyrirgefa Rafa Benitez ýmislegt ef við vinnum næstu 2 leiki.
    Það er hinsvegar alveg ljóst að sama hvað öllum dómaramistökum líður þá var liðsuppstillingin Rafa í dag algjört rugl og menn alveg óþarft spilandi útúr stöðum. Af hverju þurfti skyndilega uppúr þurru eitthvað 4-1-3-2 leikkerfi sem við höfum nær aldrei notað? Hlutirnir hafa gengið vel undanfarið þegar við höfum verið að spila boltanum yfirvegað útúr vörninni og nota kantana. Fínt flæði og mörkin komið á færibandi. Af hverju mátti ekki byrja með vel spilandi nokkurn veginn aðallið inná, keyra 2 eða 3-0 yfir í hálfleik og skipta síðan Torres og Gerrard útaf í byrjun seinni hálfleiks? Af hverju notar knattspyrnustjórinn þennan leik í tilraunastarfsemi og gefst síðan bara upp í stöðunni 3-1? Er mögulegt að leikurinn gegn Marseille sé í alvöru uppá framtíð hans í starfi?

    1) Þetta með að hafa Voronin á vinstri væng var óskiljanlegt enda ekki hans staða. Hann vissi sjáldan hvar ætti að staðsetja sig, taka menn á, halda breidd, vinna tilbaka og er ekki með góðar fyrirgjafir fyrir Crouch.
    Babel sem lítið hefur fengið að spila í vetur átti miklu frekar að vera þarna.

    2) Það að hafa Sissoko og Mascherano saman á miðjunni og láta þá bera boltann upp, BARA GENGUR EKKI HR.BENITEZ. Flæðið í liðinu hverfur í hvert sinn. Þessi þrjóska þín er stórundarleg á tíðum.

    3) Vörn sem hafði fengið á sig 6 mörk í 14 leikjum virkaði óörugg og lak heilum 3 mörkum gegn algeru miðlungsliði. Carragher að spara sig töluvert til að forðast spjald, Hobbs óreyndur og geinilega ekki tilbúinn strax í aðalliðið og hvað getur maður sagt um Jon Arne Riise? Einfættari maður er ekki til á þessari jörð og í dag klúðraði hann ófáum föstum leikatriðum og sendingum uppá eigin spýtur. Við þurfum miklu fremur nýjan alvöru vinstri bakvörð fremur en miðvörð, við getum ekki endalaust beðið eftir Insúa. Flæðið í sóknarleik Liverpool er langtum meira þegar bakverðirnir sækja reglulega upp. Mjög mikilvægt.

    4) Það eina jákvæða við þennan leik var góð samvinna Gerrard og Torres eins og sú sem markið kom úr. Þeir ná frábærlega vel saman og unun að sjá þá njóta þess svona að spila með hvor öðrum.

    Þeir sem hafa verið að lofsyngja Crouch undanfarnar vikur t.d. á kostnað Dirk Kuyt sjá núna hlutina kannski í aðeins réttara ljósi. Crouch er lítið annað en frábær supersub sem hefur ekki fótleggi og úthald í meira en 25-30 mín í hverjum leik. Aðallega nothæfur í heimaleikjum og í Evrópu. Crouch getur heldur ekki pressað og þarf mikla þjónustu til að skora.

    Rafa Benitez er algjör snillingur en stundum er hann bara of mikill Prófessor Vandráður. Þetta tap gegn Reading var algjör óþarfi og þessi 3 töpuðu stig gætu skipt miklu máli í vor.

  62. Lið sem er með Riise í byjunarliði er ekki nægjanlega sterkt til þess að keppa um meistaratitill. Það eina sem þessi maður getur er að skjóta fast, það þarf greinilega ekki mikið til þess að vera atvinnumaður í fremstu röð.
    Annars lék liðið í dag heilt yfir auk þess sem dómarinn átti virkilega slæman dag. Tel að jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit og hefðu verið raunin ef dómaratríóið hefði dæmt samkvæmt reglum.
    Vissulega má deila á skiptingar Benitez og uppstillingu, en tek undir með flestum hérna að sama hvaða lið liði Liverpool myndi stilla upp, það á að vinna Reading á hvaða degi sem er. Reading er samansafn að miðlungs fótboltamönnum og tréhestum með takmarkaða hæfileika en eru tilbúnir að berjast og leggja sig alla fram.
    Það er alveg ljóst að meistaradeildarleikurinn í vikunni er það sem koma skal. Úrslitin í þeim leik mun hafa gríðarleg áhrif á framhaldið í vetur og leikurinn í deildinni á móti Utd. einnig. Spurningin er verður tímabilið nánast búið eftir næstu helgi? 🙁

  63. Kæru liverpool aðdáendur .Ég vil ekki kenna Reina um mörkin enda frábær markvörður.Ég skal viðurkenna að þettað var ekki dagur LIVERPOOL og allir ekki upp á sitt besta(kanski af því að þeir máttu ekki horfa á boxið)En SSteinn,þó svo að sissoko hafi ekki verið með verstu sendingar ,þá er hann alltaf eða yfir leitt í jafntefliðs eða tapliðinu.Ef að þú syngur í kór og maðurinn syngur falgst sem stendur við hliðina á þér hvað þá?þettað er dæmisaga Einar Örn er með matsölustað (eftir því sem ég best veit)Sumir dagar eru góðir en aðrir verri í sölu hjá honum. Hann tekur eftir því að slæmu dagarnir eru með rétt sem heitir sissoko. Hvað gerir hann?1 Reynir að lauma honum inn?2 Notar hann til að ögra viðskiptavinunum?3 Eða tekur hann af matseðlinum og selur hann til samkeppnisaðila sem frábæran rétt(M U)Ég er svekktur yfir þessum leik en þettað er ekki búið…………KOMA SVO LIVERPOOL

  64. Ja hérna ekki var likðið að spila vel í dag en hefði samt áttað duga til sigurs.Þessi dómari hlýtur að fara í bann gefur reding vitaspyrnu og teku af okkur amk 3
    auðvitað átti Liverpool að klára þennann leik,en þeir gerðu það ekki ,en þessi dómari var alger skandall gaf þeim viti og tekur af okkur amk 3 viti,svo voru öll vafa atriði reding í hag,,,,það mætti halda að mutur væri i gangi þvílikt og annað eins hefur varla sést,,mamamama

  65. Talandi um mat#67. Players lækkaði ekki matinn eftir að vaskurinn lækkaði.Hann kom ekki vel út úr skoðana könnum.Ætli viðskiptavinir fái endurgreitt. Í alvöru tala þá er verið að svindla á ykkur, ég hef aldrei farið á þennan stað og fæ þaraf leiðandi ekki að fá endurgreitt

  66. Þetta skrifaði ég fyrir leikinn:
    “Ég held að Sissoko verði í byrjunar liðinu og jafnvel Macherano líka!
    Byrjunarlið:
    Arbeloa Carra Hyppia Riise
    Yossi Sissoko Macherano Kewell
    Gerrard
    Torres…… “

    Þetta skrifaði ég meðan leikurinn var að klárast:
    “En það þýðir svo sem ekkert að vera skrifa þetta á dómgæsluna alfarið.
    Ég verð að éta hatt minn og setja hauspoka á mig fyrir að stinga upp á þessari miðju sem við vorum að nota í dag.”

    En kannski hefði þessi miðja ekkert verið svo galin ef Yossi og Kewell hefðu fengið kantana???!!!

    En eins og hefur oft komið fram í þessum þræði… alltaf gott að vera vitur eftir á.

    Kannski hefði þetta ekkert gengið betur með hraða flínka kantmenn(en vel á minnst við vorum með Gerrard á kantinum)!! Sumir dagar eru bara svona. Þar sem ekkert gengur upp. Og allir kúka misjafnlega mikið upp á bak.

    Það sem situr mest í mér eftir þennan leik…

    Djöfull geta dómarar í EPL verið stundum algjörlega andstyggilega hræðilegir.

    Vonbrigði… 🙁 Mig langaði svo mikið í 3stig. Núna verður maður að gefa töfluglápi pásu og slaka á vonarhitastiginu.

    Elsku besti frændi(JAR) ..ég held satt best að segja að óþrifin í dag hjá þér hafi náð upp í hársvörð!

    Benites … Benites ….Benites.. Hvað á ég að segja???

  67. Coppell: “They played a crap team…”

    Sæll! Torres, Gerrard, Carra, Mascherano, Reina, Crouch… Gangvirði á þessum mönnum hleypur á hundruðum milljónum punda… Þrír þeirra kosta hver og einn sennilega meira en allt XI hjá Reading í dag (Torres, Gerrard, Masch)! Þannig að Coppell getur bara étið þessi orð ofan í sig.

    Í dag var bara einfaldlega ekki okkar dagur. Við vorum etv. óheppnir sbr. sláarskot hjá Gerrard, og dómarinn var alls ekki með okkur í dag. Það kæmi mér á óvart ef að hann fengi ekki tiltal frá FA. En þetta jafnar sig vonandi út yfir tímabilið. Hver veit nema við fáum víti á Trafford? (Er hann ekki örugglega á Trafford?) Maður má láta sig dreyma 😉

    En svona er þetta bara, Torres var sennilega eitthvað illt í löppinni eftir að Sonko reyndi að rífa hana af honum og Carra var á gulu, ekkert vit í að hætta honum eitthvað…

    Stærsti leikur tímabilsins á þriðjudaginn þannig að það veitir ekkert af ferskum Gerrard. Ekkert út á Benitez að setja nema kannski uppstillingin á miðjunni… Voronin er geldur þarna útá kanti og 2 varnarsinnaðir miðjumenn á móti Reading er kannski fullmikið.

    Ég hefði verið til í að sjá spila Babel frá fyrstu mínútu.

    Og með Hobbs, þá eru þetta akkúrat leikirnir þar sem hann á að öðlast reynslu. Ef hann sleppur ekki frá svona leikjum þá á hann ekkert erindi í þetta Liverpool lið. Þessi leikur fer í reynslubankann.

    Við hefðum getað byrjað þessa erfiðu törn með sigri en það bara datt ekki með okkur í dag, því miður. Núna er það bara að horfa fram á veginn og komast áfram í 16-liða úrslit áður en við pælum eitthvað í leiknum gegn United.

    YNWA

  68. Þá erum við búnir að taka út fyrsta tapið í deildinni og ég efast ekkert um annað en allir séu hundsvekktir eftir þennann leik og í sjálfum sér eingum einum um að kenna,bara allt liðið var hálf andlaust eitthvað..Maður sleppir bara við að hlusta á og lesa fjölmiðlana í dag og á morgunn…Góða við þetta alltsaman er að það er stutt í næsta leik og því gefst lítill tími til að gráta þennann ósigur…..

  69. En er stutt í næsta grátur?Ekki er gott að lemja tvisvar á sama fingurinn.Er enn drullu svektur.

  70. Hvaða bull var þetta eiginlega. Ég er algjörlega sammála fyrsta ræðumanni hér. Þurfti ekki að lesa lengra en gerði það þó. Uppstillingin á liðinu var fáránleg. Sissoko og Masherano passa ekki saman á miðjunni eru ekki allir búnir að sjá það, enn ruglað í Gerrard og hann settur út á kantinn einmitt þegar kallinn var hrokinn í þrusugír inn á miðri miðjunni. Voronin er ekki kantmaður frekar en afi. Og svo skiptingarnar í þessum leik, það þarf ekki að ræða þær. Ég er algerlega brjálaður yfir þessu bulli. Ekkert skipti greinilega máli annað en Marseille leikurinn og liðið mætti aldrei til leiks gegn Reading. Nú erum við ekki lengur einu skrefi á eftir í titilbaráttunni heldur tveimur. Við höfðum verið í þrusugír og Rafa verið með sókndjarfar uppstillingar og liðið að virka vel, það ber að hrósa honum fyrir það en það ber líka að taka það skýrt fram að kallinn skeit upp á bak í þessum leik á öllum sviðum, undirbúningi liðsins, uppstillingu, innáskiptingum á lykilmómentum og framv.

  71. Þettað er ekki alfarið Rafa að kenna,hann notar þennan 25-30 manna hóp til að búa til sterka liðsheild .Ok. það að láta sissoko spila er eins og ég hef oft sagt algjört bull,og ég verð að segja það enn og aftur HANN ER SKEMMMMMMMDA EPLIÐ þessu liði. Hann er 12 maðurinn í hinu liðinu. Allir sem ég hef hitt ,(bæði íslendingar og englendingar ),ef maður segir SISSOKO þá hrista allir hausinn,þettað er bara svona

  72. Jedúddamía, er ekki allt í lagi. Er Sissoko kannski líka ábyrgur fyrir Global Warming?

  73. Þetta er talandi dæmi um að menn telja sig vera búinn að vinna leikinn áður enn hann er leikinn.

    Mér finnst við ekki leggja nógu mikla áherslu á leiki sem þessa þessi þrjú stig er jafn mikilvæg og gegn utd eða Arsenal við þurfum öll stig til að vera í titil barátunni. Þrátt fyrir þetta sé fyrsti tapleikurinn þá eru þetta samt stig sem okkur vantar til að ná efstuliðum.

    áfram liverpool

  74. Ég er núna vaknaður eftir að hafa farið í partý í gær eftir leikinn og því skrifa ég ekki fyrr en nú. Ég var virkilega fúll yfir úrslitunum auðvitað og ég verð að segja að ég tek hjartanlega undir með ummælum Kristjáns (#40). Og það var skrýtinn andi yfir liðinu í leiknum fannst mér. Ég trúði því varla að hann Rafa (og leikmennirnir) væru með hugann svona sterkt við Marseilles leikinn, að þessi skipti engu máli í þeirra augum. En mér fannst baráttan bara ekki benda til þess að Reading fengi þá “virðingu” frá Liverpool, að verið væri að keppa við þá af fullum hug.

    En ég er hins vegar ekki í þannig ham að ég vilji drulla yfir Rafa og liðið og fara í neikvæðasta gírinn. Ég vil líta á þetta sem nauðsynlegt slys, til að minna okkur á að fara aldrei í leiki með hálfum hug. Jú jú, við kannski höfum átt verri leiki á tímabilinu, en eftir að hafa spilað þennan glimrandi bolta í síðustu 5 leikjum og verið með markatöluna 21:1 … þá vona ég að þetta verði spark í rassinn og áminning um að slaka aldrei á!

    Sannarlega áttum við að vinna Reading – engin spurning – en við gerðum það ekki og nú er það næsti leikur. Auðvitað hefði verið gaman að saxa niður forskot Arsenal á okkur í fjögur stig. En á þessum tíma, þá eru sjö stig alveg yfirstíganleg. Ég er fúll en ég er ekki svartsýnn á að titlabaráttu sé lokið. Þetta var einn leikur, næst er það Marseilles úti, og þá kemur í ljós hversu stórt Liverpool hjarta okkar leikmenn hafa – og við líka sem áhangendur, því við styðjum liðið í blíðu og stríðu!

  75. Það er ekkert hægt að kenna Rafa um þetta þótt svo að hann hafi valið Momo í liðið,þarna voru 10 aðrir klassa spilarar sem eiga að geta geingið frá Reading..Sjáið það að reading er með Brynjar Björn Gunnarson á miðjunni hjá sér og aldrei hefur hann getað eitt né neitt í fótbolta annað en að hlaupa og hlaupa meira Momo getur þó allavega hlaupið og tæklað,en ekki hafði það nú mikil áhrif á þá,Þetta var bara lélegt af okkar hálfu og tapaðist þannig en ekki út af því að Rafa valdi Momo í liðið

  76. Skulum bara vona að þetta verði eini leikurinn sem ekki vinnst í þessari 3 leikja törn. Ég held líka að ef við ættum að velja einn leik til að tapast þá væri það klárlega Reading leikurinn, einfaldlega minna vægi á honum miðað við Marseille og Man Utd.
    Við þurfum náttúrlega ekki að fara útí mikilvægi leiksins við Marseille en Man Utd leikurinn er ekki bara 6 stiga leikur á toppnum heldur líka sálfræðilega séð einn stærsti á tímabilinu. Ef við náum góðum úrslitum úr Frakklandi og svo á sunnudaginn ætti það að koma liðinu aftur í sitt rétta form.

  77. Mér finnst alltaf dásamlegt að lesa þessa síðu eftir töp og jafntefli Liverpool manna. Ekki endilega vegna þess að það hlakkar í mér vegna ófara Liverpool. Engan veginn ég er nógu skynsamur til að átta mig á því að menn bera tilfinningar til þess liðs sem þeir styðja og ég fer ekki að særa menn eða meiða vegna jafn lítilvægs hlutar og fótboltaúrslita. Hins vegar horfi ég á pirring manna út í Rafa Benítez og hristi hausinn í forundran.

    Ég hef stutt Mansarana síðan 1982 og ég veit hvað það er mikilvægt að sýna stjórum þolinmæði og virða það sem þeir hafa gert fyrir klúbbinn. Rafael Benítes hefur gert það og tekist sem mörgum stjórum reyndist ofaukið. Að breyta þessu Liverpool liði í fyrsta lagi í lið sem getur unnið titla. Í öðru lagi í lið sem hlutlausir og andstæðingar geta horft á og skemmt sér yfir. Bæði vegna gæða fótboltans og vegna stíls. Í þriðja lagi vegna þess að ef einhvern tímann það á að takast hjá Liverpool að ná titlinum aftur í hús þá virðist mér þetta lið vera það líklegasta til að skáka Man Utd sem meistara í deildinni í ár. Menn eru nefnilega ekki að horfa á, hvorki róteringarnar né söguna, réttum augum. Ef þið lítið á úrslit Liverpool eftir áramót í fyrra þá áttið þið ykkur á því hvað ég er að meina. Úrslitin eru reyndar ekki nóg vegna þess að Liverpool hafði misst af titilibaráttunni frekar snemma og var aldrei í neinni raunverulegri hættu á að missa af Evrópusæti. Samt vann Liverpool meirihluta leikja sinna, tapaði bara tveimur þartil kemur að lokum tímabilsins þar sem liðið hafði að engu að vinna og tapar fyrir Fulham og Portsmouth. Það sem ég er að benda á er að Liverpool virðist koma sterkara inn í leiktíðina eftir áramót en það er fyrir þau. Nú þegar er Liverpool með mun fleiri stig en þeir hafa verið með í lengri tíma á þessu stigi tímabilsins. þetta segir mér bara eitt. Liverpool á mikið inni og róteringar stefna Rafa mun hafa þar meira að segja en nokkuð annað. Maður verður svo að spyrja sig þessarar spurningar: Hvernig geta stuðningsmenn liðs sem ekki var með sterkari hóp en að hann endaði með 58 stig í 5. sæti deildartöflunnar en náði samt að skila í hús Evrópumeistaratitli gert annað en að taka öllum ákvörðunum hans með auðmýkt og virðingu? Það virðist hafa farið framhjá Liverpool mönnum að sigursælustu stjórar deildarinnar fyrr og síðar eru akkurat þeir sem hafa fengið frið fyrir bullinu í misvitrum stuðningsmönnum og eigendum og verið lengi við stjórnvölinn, fengið tíma til að byggja upp lið eftir sínu höfði og fengið óskoraðan stuðning frá öllum sem koma að liðinu, frá ræstitæknum uppí vallarstjóra og eigendur.

  78. SSteinn hvernig stendur á því að þú og þeir sem sjáið um þessa annars frábæru síðu ,að þið takið alltaf upp hanskann fyrir sissoko. Af hverju getið þið ekki séð að maðurinn er mjög slappur.Meira að segja að Steve Wonder er Ósáttur við hann. Ég segi það aftur og aftur,hann skemmir liðið .Hann er kanski góður stoppari en hann stoppar líka sókknina hjá LIVERPOOL.Ég þori að veðja að ef sissoko er ekki í liðinu og ekki heldur á bekknum, að Liverpool muni þá vinna alla leiki. ég er enn mjög svektur djö,,,helv,,,ands…:-)

  79. Frekar daufur leikur að okkar hálfu ;( en það er spurning með þetta byrjunarlið, engin alvöru kantari og setur 2 mjög varnasinnaða miðjumenn sem hvorugur hafa verið líklegir til að skora fyrir liverpool síðan þeir komu til liðs við okkur, þegar ég sá byrjunarliðið þá gaf ég strax upp von um að við myndum vinna þennan leik, Gerrard á að vera miðri miðjunni hann er búinn að sanna það liverpool spilar best þegar hann er þar. en kannski var nauðsynlegt að fá þetta tap svo við myndum koma sterkari til leiks næstu 2 leikinna. en því miður þá taka allir góðir hlutir sinn enda og nú er bara að vona að við tökum svaklegan sprett næstu 2 mánuði og náum að sigra lágmark 6 af næstu 7 leikjum okkar 😉 en ég er farin í þunglyndiskast fyrir framan tv 😉

  80. Ég sá einn ljósann punkt í þessum leik!! Momo Sissoko gekk vel, hann var að skila boltanum almennilega og það kom fyrir að hann náði að sóla sig í gegnum nokkra….eeen samt yfir allt þá fannst mér alls ekkert bit í okkar mönnum í dag, eins og hugurinn væri við eitthvað allt annað en þennan leik.

    Vonum að það verði allir með hausinn á réttum stað fyrir næsta leik, ekki veitir okkur af því.

  81. Ég var að vakna og hef ekki nennt að lesa í gegnum öll ummælin. Skeiðaði í gegnum þau helstu.

    Varðandi þetta hjá Kristjáni:

    Momo Sissoko. Sorrý, en ég verð að vera ósammála ykkur Olla og Einari

    Ég sagði aldrei að Momo hefði verið frábær, ég leyfði mér að taka svo ótrúlega sterkt til orða að Momo ekki átt “hræðilegan” leik. Ég sagði það fyrir leikinn að ég væri sáttur við liðið fyrir utan það að Momo var í byrjunarliðinu. Ég er mun hrifnari af því að hafa Lucas eða þá bara tvo miðjumenn í Gerrard og Masche.

    Hins vegar, þá stekkur maður ósjálfrátt til varnar mönnum þegar að gagnrýnin verður jafn ofsafengin og gagnvart Momo. Hann er svo sannarlega orðinn hinn nýji Zenden, maðurinn sem getur ekkert rétt gert og sá sem að menn gagnrýna strax þegar að eitthvað fer miður. Ég held því miður að alltof margir menn séu búnir að dæma hann fyrirfram.

    Gerrard og Carragher útaf þegar liðið var að tapa,

    Rafa sagði eftir leikinn að hann væri einfaldlega að hvíla Torres og Gerrard fyrir Marseille leikinn – hann sá að hlutirnir voru ekki að ganga upp einsog var og því gerði hann þetta.

    Einsi Kaldi: Þú sagðir:

    Ég ætla ekki að pæla í þessu en í hvert sinn sem Sissoko er með þá fer allt í klúður

    (feitletrun mín) og ég benti einfaldlega á að það væri kjaftæði að heimurinn hryndi í hvert sinn sem að Sissoko er í byrjunarliðinu. Ég þoli ekki svona risayfirlýsingar, sem að menn fara af stað með um leið og eitthvað fer miður.

    Einar ég hefi leyfi til að hafa efasemdir um Rafael Benitez. Ég hefi líka leyfi tila að telja hann hvað sem er, slæman, ómögulegan, vonlausan , góðan, frábæran og hvað sem er. Til þess þarf ég ekki þitt leyfi.

    Sigtryggur, þú þarft ekkert mitt leyfi til þess og plís ekki koma með þetta “þið bara bannið mig þá” væl eða “má maður ekki hafa skoðanir” væl. Ég er ekkert að banna þér að segja neitt, en mér finnst það vera gott dæmi um fífl þegar að Liverpool aðdáendur kalla Rafael Benitez hrokafullt fífl. Mér finnst menn sem hafa svona orð um þjálfara uppáhaldsliðsins okkar einfaldlega ekki eiga skilið mikla virðingu á þessari síðu.

    SSteinn orðaði þetta afskaplega vel:

    Ég hef hérna gagnrýnt stjórann, og nánast allt liðið í þessari færslu minni og ég er algjörlega á því að eftir svona leiki EIGI að gagnrýna. Það sem kemur fram hérna í sumum póstum er samt svo langt frá því að teljast vera gagnrýni að það er ekki fyndið. Það tekur enginn maður mark á gagnrýni sem er sett upp sem skítkast (þó það sé gagnvart fólki sem ekki les bloggið). Það hefur oft verið sagt, gagnrýnum en sleppum þessu hundleiðinlega skítkasti sem alltaf virðist poppa hérna upp þegar á móti blæs.

    100% sammála.

    SSteinn hvernig stendur á því að þú og þeir sem sjáið um þessa annars frábæru síðu ,að þið takið alltaf upp hanskann fyrir sissoko.

    Af sömu ástæðu og við tókum upp hanskann fyrir Zenden í fyrra eða Crouch fyrir tveim árum. Við erum alveg til í að viðurkenna að Momo hefur ekki verið góður á þessu tímabili. En við viljum líka halda uppi einhverjum standard á þessari síðu, sem á að einkennast af málefnalegri umræðu. Þegar að menn koma hingað inn eftir leiki og segja að Momo sé léleagsti leikmaður allra tíma eða eitthvað ámóta gáfulegt, þá einfaldlega viljum við reyna að lyfta umræðunni uppá aðeins hærra plan og benda á að hlutirnir eru ekki eins svarthvítir og sumir virðast halda.

  82. það sem við mættum í gær var vel skipulagt reading lið og þeir voru fastir fyrir. það leikur enginn vafi á því að dómarar leiksins voru ansi hliðhollir heimamönnum og við fengum að gjalda fyrir það. mér finnst lokastaðan 3-1 gefa mjög rangar upplýsingar um leikinn. við áttum alls ekki okkar besta leik í gær, en svona fer þetta oft þegar heilladísirnar eru ekki með manni í liði.

    ég ætla ekki að fara að leita einhvern sökudólg uppi eftir hvert tapað stig því mér finnst það kjánalegt. ég horfði frekar á heildarpakkann og reyni að sjá hvað fór úrskeiðis. ég ætla ekki að kenna rafa um þetta því hann getur fært rök fyrir sínum ákvörðunum eins og við hér á liverpool blogginu. ég ætla ekki að kenna momo sissoko um tapið því að hann var einn af okkar betri mönnum í gær, face it. þótt hann sé tæknilega geldur og ekki í liverpool klassa að mínu mati þá verð ég að horfast í augu við það að hann var einn af fáum ljósu punktunum í gær, ásamt kannski kewell (mitt mat). þó svo að gerrard, arbeloa og torres hafi ekki átt slaka leiki alls ekki, þetta bara gékk ekki upp.

    það þýðir ekkert að svekkja sig á svona leikjum, þeir koma, við vitum það alveg. þannig að í stað þess að fara að finna sökudólga og hengja einhverja fyrir annaðhvort lélega spilamennsku eða slakar ákvarðanir þá skulum við bara kyngja þessu og skoða næsta leik. þar mætum við marseille í gríðarlega mikilvægum leik og ég er farinn að hlakka til þeirrar viðureignar því ég er handviss um að liðið gleymir þessum reading leik sem fyrst og einbeiti sér að “úrslitaleiknum í frakklandi”.

    það koma oft lægðir í fótbolta eins og í öllu öðru, það er þá hægt að gera tvennt í stöðunni, það er hægt að feisa það og horfa fram veginn, en samt reyna að sjá hvað fór úrskeiðis án þess að vera með ósanngjarna gagnrýni eða hroka, EÐA vera með skítköst og láta skapið í sér segja e-a bölvaða vitleysu og draga allt og alla í kringum sig niður.

    ég hef valið fyrri kostinn og get alveg fært rök fyrir því, en mér þykir miður hvað margir fara hina leiðina.

  83. góðar fréttir fyrir okkur, middlesborough var að komast í 2-0 gegn arsenal og það lítur allt út fyrir það að nú verði ekker tlið taplaust í deildinni.

  84. Æji hvað ég nenni ekki að vera að pirra mig á þessum úrslitum, vil þó benda á að í commentum við “Hobbs byrjar inná í dag” eru allir sammála um að uppstylling LFC sé sterk og öllum líst vel á liðið.
    Svona er fótboltinn og þeir sem halda að það séu miklar líkur á að fara í gegnum tímabilið á taps hljóta að vera að horfa á sitt fyrsta season.
    Já og þegar þetta er skrifað er Arsenal að tapa fyrir Middlesbro 2-0 : )
    Ekki svo svart eftir allt saman : )
    Svo tökum við Marselle og Man Utd og höldum gleðileg jól !
    Koma svo !

  85. Einar örn heimurinn hrynur þegar sissoko er með,en það er ekki í orðins fylltu merkingu. En þettað er ekki búið

  86. “að Momo sé léleagsti leikmaður allra tíma eða eitthvað ámóta gáfulegt.” það þarf ekki gáfur í þettað,,,þettað er staðreynd og í sambandi með zenden,bíddu var hann ekki látinn fara og Crouch hann var ekki tekinn í gegn eins og sissoko og hann er alltaf að bæta sig.Þess vegna spurði ég afhverju að þið takið upp hanska fyrir þá menn sem geta ekki rassgat,afhverju ekki að segja ja hann má fara ,þegar allir eru brjálaðir út í hann,en allt í góðu Áfram Liverpool

  87. einsi kaldi (91)
    “Crouch hann var ekki tekinn í gegn eins og sissoko”????????Crouch er örugglega sá maður sem sífellt þarf að sanna sig og verður væntanlega aldrei viðurkendur sem alvöru leikmaður í top klassa,hann kemur til með að þurfa að sanna tilverrétt sinn meðal þeirra bestu það sem eftir er ferilsins….

  88. að mínu mati átti undarleg uppstilling Rafa stærstan þátt í tapinu í gær… þessi þriggja manna framlína, með Torres uppá topp og Voronin og Crouch sitt hvoru megin við hann, virkaði engan veginn… það hefði verið gaman að sjá Lucas spila á miðjunni með Masch og þá Gerrard og Kewell á vængjunum… Voronin og Sissoko hefðu þá fengið það hlutskipti að sitja á bekknum, það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á en samt sem áður skil ég ekki hvað Benitez bjóst við að fá út úr þessu vali á byrjunarliði

    eini ljósi punkturinn í þessum leik var glæsileg innkoma Kewell, þegar maður sér svona frammistöðu hjá varamanni þá dettur manni alltaf í hug setningin ,,hvers vegna byrjaði þessi maður ekki inná”… vona að hann fái sæti í byrjunarliðinu gegn Marseille og haldi áfram að spila vel þá vonast ég til þess að Benitez vandi valið á byrjunarliðinu í næstu leikjum

  89. Agalegt að segja frá því en ég líklega mest sammála mansanum eftir þennan lestur #81
    en bendi þó á að Rafa nýtur nú klárlega stuðnings hjá stuðningsmönnum Liverpool.

    og SSteinn #76, ég er svo þreyttur á Momo að ég er ekki frá því að hann sé hreinlega ábyrgur fyrir Global Warming. 😉

Hobbs byrjar inná í dag.

Sunnudags-Pollýanna