Newcastle – Liverpool (0-1) 0-3

Það er ekki oft sem Liverpool vinnur á St. James Park eins afgerandi sigur og í dag og má segja að „aðeins“ 3-0 gefi ekki rétt mynd af yfirburðum okkar í dag. Liverpool spilaði vel í dag og allt liðið var gott á meðan Newcastle-liðið hefur sjaldan eða aldrei verið jafn lélegt og í dag. Þeir töpuðu 1-4 gegn Portsmouth í síðasta heimaleik og átti ég því von á grimmu Newcastle-liði, en nei, „Big“ Sam Allardyce er í djúpum skít með þetta lið á meðan Liverpool-liðið er byrjað að sýna af hverju það er taplaust í deildinni í ár.

Gerrard virtist vera með algjörlega frjálst hlutverk og var næstum allsstaðar á vellinum. Sissoko var oft á hægri kantinum í varnarvinnunni og Lucas á miðjunni. Þetta virkaði vel því Gerrard átti í fyrri hálfleik fínan leik og Newcastle náði aldrei að sækja hratt upp hægri kantinn. Newcastle átti eitt færi í fyrri hálfleik, þegar Smith átti skot örfínt framhjá, og þá er það upptalið. Liðið virkaði óöruggt og í raun var það eina sem liðið gerði að senda langar sendingar fram á Viduka og Martins (það gekk ekki vel). EN við náðum ekki að skapa okkur nein afgerandi færi og var kannski lýsandi fyrir leikinn að fyrsta mark leiksins kom úr aukaspyrnu, og þvílíkt mark. Svo virðist sem Gerrard geti ekki potað boltanum í netið því hann skorar ávallt stórglæsileg mörk og var þetta mark eitt það fallegasta sem ég hef séð lengi. 1-0 eftir 28 mín. leik.

Skömmu eftir markið fékk Torres dauðafæri eftir skógarferð hjá Given, skaut að tómu marki en boltinn endaði í stönginni og út. Þetta færi átti Torres að nýta og leikurinn hefði þá í raun verið búinn. Fyrir mér var samt sem áður aðeins eitt lið á vellinum í fyrri hálfleik og þetta var bara spurning um að setja næsta mark á „Big“ Sam og félaga.
Staðan í hálfleik 1-0.

Engar breytingar voru gerðar í hálfleik en áhorfendur voru ennþá að koma sér fyrir þegar Kuyt var loksins markheppinn og fékk skot frá Hyypiä í sig eftir hornspyrnu og yfir marklínuna fór boltinn, 2-0. Ekki fallegt en gott framherjamark og afar mikilvægt fyrir Kuyt sem hefur ekki verið sá heppnasti fyrir framan markið að undanförnu. Það var ljóst að fyrir Newcastle var þetta mark mikið áfall og örugglega öll ræðan hans „Big“ Sam í hálfleik þegar orðin marklaus.

Spurningin var hvort við myndum sækja áfram, eða bakka og róa leikinn, og hvað Newcastle myndu gera, 0-2 undir á heimavelli. Svarið: Við sóttum og sóttum og sóttum á arfaslaka Newcastle-vörnina og var hún eins og sjálfvirkar dyr í Magasin. Torres hefði getað skorað fjögur eða fimm mörk í dag en hafði alls ekki heppnina með sér. Kewell sem hafði átt fínan dag og sýndi að hann er á réttri leið fór út af eftir tæplega 60 mín. og inná fyrir hann kom Babel. Hann hafði ekki verið lengi inná þegar hann skorað fallegt mark eftir glæsilegt samspil við Gerrard, 3-0 eftir 66 mín.

Þegar þarna var komið voru yfirburðir Liverpool algerir og stuðningsmenn Newcastle búnir að fá nóg. „Big“ Sam reyndi breytingar sem engu skiluðu og átti Newcastle ekki eitt einasta færi í seinni hálfleik. Spurning hversu langa tíma Sam Allardyce fær með þetta Newcastle-lið? Kæmi mér ekki á óvart ef að Alan Shearer hafi símann nálægt sér næstu vikurnar.

Það er langt síðan ég hef séð Liverpool spila jafn yfirvegað og í dag. Það var mikið jafnvægi í leik liðsins, sóknarlega vorum við ávallt hættulegir og fengum við urmull af fínum færum eftir góðan samleik í seinni hálfleik. Miðjan var traust með Sissoko tæklandi allt sem hreyfðist og Lucas dreifandi boltanum eins og skítadreifari. Vörnin komst aldrei í vandræði með Carra í gamla góða forminu og Hyypiä sýndi að hann getur vel staðið undir því álagi sem hefur verið á honum undanfarið. Torres var sívinnandi frammi og eins og áður sagði hefði átt að skora fimm mörk í dag. Bottom line: þetta var rúst og tölfræðin lýgur ekki; við áttum 11 skot á markið á meðan Newcastle átti heil 2 og þeir fengu ekki einu sinni horn.

Maður leiksins: Allt liðið átti góðan leik en Gerrard skoraði fyrsta markið, lagði upp þriðja og var út um allan völl. Klassa leikur hjá fyrirliðanum.

Byrjunarliðið:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Arbeloa

Sissoko – Lucas – Kewell
Gerrard
Kuyt – Torres

**BEKKUR:** Itandje, Riise, Mascherano, Babel, Crouch.

Mörkin:
1-0, Gerrard á 27 mín.
2-0, Kuyt á 46 mín.
3-0, Babel á 66 mín.

Innáskiptingar:
58 mín, Kewell út – Babel inn.
76 mín, Kuyt út – Riise inn.
80 mín, Gerrard út – Crouch inn.

Framundan er leikur gegn Porto í Meistaradeildinni og með svona frammistöðu er ég vongóður um að við vinnum þann leik örugglega og höldum í vonina um að komast uppúr riðlinum.

48 Comments

  1. ég held ég hafi sjaldan séð jafn mikla yfirburði hjá Liverpool í enska boltanum. Newcastle eru í ruglinu þessa dagana. En frábært að sjá okkur bursta Magpies þrátt fyrir að maður hefði viljað sjá Torres setja 1-2, en glæsilegur sigur!

  2. Þurfum við að ræða þetta eitthvað frekar. Yfirburðasigur á einum erfiðasta heimavelli í Englandi.
    5 stjörnur.
    PS: Torres er að geyma mörkin fyrir miðvikudaginn.
    YNWA

  3. Gargandi – gargandi – gargandi snilld!
    Ætla að biðja menn um að fara ekki að röfla um hvað Newcastle voru slakir. Liverpool tóku boltann á fyrstu mínútu og létu Newcastle ekki hafa hann fyrr en á 30.mínútu, þá kom eini 15 mínútna kaflinn sem við ekki stjórnuðum!
    Seinni hálfleikurinn var frábær, snilld að sjá Gerrard og Babel og yfirvegunina í þessari slátrun. Torres gat skorað þrjú og Kewell vinur okkar leit vel út. Meira að segja Sissoko var að gera fínt mót!
    En yfirburðamaður leiksins fannst mér vera Lucas! Þvílík gargandi snilld að sjá þennan 20 ára brasilíska strák stjórna traffíkinni!!!! Þarna erum við með demant sem á eftir að stjórna miðjunni næstu 10 árin og leyfa Gerrard að leika þetta hlutverk sem hann gerði í dag. Ég ætla að fá að vera fyrstur til að segja það og verð örugglega látinn svara fyrir það að ég er bara ekki viss um að við eigum að borga 17 millur fyrir Mascherano. Þessi drengur er að mínu viti bara betri en hann nú þegar!
    En ég er sönglandi glaður, það er að koma byrjun desember og við verðum taplausir þann 1.des. Framundan leikir gegn Bolton, Reading og Middlesboro sem við þurfum að vinna til að vera í frábærri stöðu til að taka á móti Scum á Anfield um miðjan desember.
    Og Rafa er með 1-0 á móti Könunum og öllum öðrum sem biðu eftir því að hann klúðraði deginum.
    You’ll never walk alone!

  4. Frábær sigur, eftir landsleikjahlé!!! Og karakterinn er góður í liðinu núna. Hvort sem Rafa var bara að dreifa álaginu frá leikmönnum eins og Gerrard, eða eitthvað annað býr að baki, þá veit ég það eitt, að Liverpool er með lið í toppbaráttu þessarar deildar og þetta verður skemmtileg barátta. Lélegi kaflinn er að baki (7-9-13 … knock on wood) og fínt að minna önnur lið á hversu megnugt Liverpool getur verið. Frábært!

  5. Var aldrei í vafa um þennann leik, það sást á svipnum á Rafa á fundinum að hann myndi myndi svara vel fyrir sig með vinningsleik.

    AVANTI LIVERPOOL

  6. Frábær sigur. Mér fannst Gerrard vera algjörlega frábær í þessum leik og hann á skilið að vera maður leiksins. Á tíma í seinni hálfleik var ég farinn að efast um það hvort að Newcastle væri yfir höfuð með miðjumenn inná vellinum, því Gerrard fékk trekk í trekk að vaða upp miðjuna.

    Ef að Torres hefði leikið eðlilega, þá hefðum við unnið þetta 6-0. Newcastle voru afar slappir, en það dregur nákvæmlega ekkert úr frammistöðu Liverpool því Liverpool menn voru einfaldlega miklu grimmari og ákveðnari og gáfu þeim engan sjens á að spila. Sérstaklega gaman að sjá gömlu United mennina svona aumingjalega inná miðjunni.

    Lucas var líka frábær og Babel átti verulega góða innkomu. En allavegana, frábær byrjun á helginni og núna er bara að klára Porto í vikunni.

  7. þetta var virkilega góður sigur akkurat það sem þurfti til að sýna bæði stuðningsmönnum og gagnrýnendum að við erum “in it to win it”. Þótt að Torres hafi ekki skorað átti hann góðan leik og gott fyrir hollensku hlaupatíkina að skora :). En það sem mér finnst að megi ekki gleymast var hlutverk Sissoko í þessum leik, án hans hefði Gerrard ekki fengið að hlaupa um allan völl og vera meira frammi vitandi það að Sissoko var að sjá um varnarvinnuna og er hann fyrir mér í þessum leik hin ósungna hetja.
    Virkilega góður leikur hjá öllu liðinu og bara vona að liðið haldi þessu formi áfram og taki Porto örugglega.

  8. Já, og hvað geta Newcastle aðdáendur lært af þessum leik?

    Jú: Ekki púa á Steven GERRARD! Þvílíkir bjánar.

  9. Torres var að gera vel í þessum færum sem hann fékk, labbaði tvisvar framhjá varnarmanninum og Given varði vel bara, Torres var bara óheppinn og týndi aðeins tempóinu í klárunninni en í 0-0 stöðu hefði hann klárað öll þessi færi. Gerir það á miðvikudaginn…

  10. Góður leikur í flesta staði. Gaman að sjá hvernig Liverpool yfirspilaði newcastle. En er samt ekki sammála að Sissoko hafi verið svo æðislegur. Hefði viljað sjá Mascherano inná miðjunni með Lucas og Gerrard. Hann getur alla veganna sent boltann sem Sissoko getur ekki fyrir sitt litla líf. Sissoko er allt í lagi tæklari en það eru fleiri leikmenn líka og þeir flestir vita á hvort markið er verið að sækja.

    Sissoko og spilið hans er það eina sem hægt er að hafa athugasemdir við í þessum annars stórgóða leik.

    YNWA

  11. Bara svona aðeins til að uppfæra stöpuí öðrum leikjum þá er Man U að tapa þannig þetta er bara alls ekki svo slæmt eftir eitt stykki landsleikjahlé 😀

  12. Það er líka eitt varðandi Sissoko sem ég hef aldrei skilið afhverju talar hann ekki bara við Alonso eftir æfingu og fær hann til að hjálpa sér í þessu? bara korter eftir hverja æfingu í mánuð og þá er hann orðinn fínn leikmaður

  13. Jóninn, takmarkið í fótbolta er að skora fleiri mörk en andstæðingurinn. Ef það þýðir að hafa einn mann inná sem er snillingur í að stoppa sóknir andstæðinganna then so be it. Það þurfa ekki allir leikmenn að vera brasilíska sambaboltatækni til að vinna knattspyrnuleiki.

    Enskir áhorfendur púuðu á Króata í vikunni og voru rassskelltir, Newcastle aðdáendur púa núna á Gerrard og hann svarar fyrir sig með stórleik og undramarki. Það verður seint sagt að Englendingar séu skörpustu hnífarnir í skúffunni. 😉

    Maður metur það og sér á stundum sem þessum hversu mikill snillingur Rafael Benitez getur verið. Newcastle að spila 5-3-2 og Rafa lætur Kewell og Sissoko vinna til hliðanna án þess að missa stjórn á miðjunni með Gerrard í frjálsu hlutverki.
    Bakverðir Newcastle ná aldrei að styðja við miðju og sókn síns liðs og við með yfirtölu á miðjunni. Útkoman gat aðeins verið ein. Yfirburðasigur Liverpool. Jibbí 🙂

  14. Er eitthver til í að koma með myndbönd af mörkunum? Gat því miður ekki horft á hann.

  15. Ekkert að kvarta undan snilldartaktík hjá meistara Benítez, hef venjulega verið manna fyrstur hérna til að bakka hann upp þegar allt er að verða vitlaust út í hann. Skil bara ekki hvernig Sissoko, sem er búinn að batna heilmikið síðan hann kom til Liverpool, getur ekki gefið boltann. Það er bara eins og Anton segir, hann á að fá einkatíma hjá mönnum eins og Alonso. Síðan eru menn eins og Gerrard, Aurelio og fleiri sem geta sagt honum til. Þetta er greinilega að fara eitthvað með hausinn á honum og til langs tíma er það ekki gott fyrir liðið. Þess vegna vill ég sjá menn eins og Mascherano þarna inná meðan þetta er í ólagi hjá Sissoko.

    Þetta sleppur svo sem þegar hann er með gjafara eins og Lucas virðist vera með sér, eða Alonso en hann gengur ekki eins vel með Gerrard einan með sér á miðri miðjunni, alla veganna meðan sendingarnar hjá honum eru svona slæmar.

    Það verður að athuga það að ég er ekki að biðja um að hann gefi snilldarkrossa gríð og erg út um allan völl heldur að þessar stuttu sendingar milli manna á miðjunni skili sér. Og að hann sjái líka aðeins framávið. Hann byrjaði jú víst sem sóknarmaður 😀

  16. Þetta var frábær sigur. Ég átti von á erfiðum leik á St. James Park þar sem 1 stig gæti alveg verið niðurstaðan. En 6-0 hefði verið sanngjörn úrslit. Torres gerði allt rétt í þessum leik nema að skora og í raun hárréttur leikur til að klúðra færunum. Hann setur hann gegn Porto í vikunni, ég er sannfærður um það!

    Ég verð að minnast á einn mann sem hefur verið töluvert í skotlínunni að undanförnu – Sami Hyypia. Finninn átti fínan leik þrátt fyrir álag í landsleikjum síðustu daga og var, miðað við háu boltanna hjá Newcastle, algjörlega í essinu sínu í dag og lagði líka upp eitt mark.

    Tveir deildarsigrar í röð og ennþá taplausir. Þetta lítur ágætlega út eins og staðan er núna en betur má ef duga skal!

  17. Benitez um deiluna við Hicks og Gillett í viðtali eftir leikinn:
    “And the Spaniard again pleaded with the pair to act quickly before he misses out on his targets. ‘They don’t understand what the transfer window means in Europe,’ Benitez told Sky Sports 1.
    ‘They need to understand how difficult it is to sign players. ‘I was trying to explain, now we try to keep focus and win games.’
    He added: ‘If they understand what the market means they will understand we are trying to do the best for the club.'”

    Heimild: http://soccernet.espn.go.com/report?id=219732&cc=5739

  18. Þetta var frábært og ég verð að viðurkenna að ég átti ekki von á svona miklum yfirburðasigri.

    Það er hægt að tala um að Newcastle hafi verið lélegir og það er alveg rétt; þeir voru skelfilegir í dag. Það kom þó til af tveimur ástæðum að mínu mati. Í fyrsta lagi er ljóst að þetta lið hjá Allardyce er að ganga í gegnum erfitt tímabil þessa dagana, en stuðningsmenn og forráðamenn liðsins í norðri verða að læra smá þolinmæði. Þeir verða, ef þeim er alvara með traust sitt á Allardyce, að gefa honum meira en þetta eina tímabil til að rétta liðið við. Það kann að vera að liðið verði í miðjumoði og ströggli í ár en það tekur bara tíma að breyta gangi heils fótboltaliðs. Spyrjið bara Rafa sem endaði í 5. sæti fyrir neðan Everton á sínu fyrsta tímabili. Hann reyndar bætti okkur það upp á frábæran hátt í Istanbúl, en engu að síður var fyrsta deildarárið hans hjá okkur tóm vonbrigði. Sjáið hann núna.

    Hin ástæðan fyrir slöppum leik Newcastle var svo Liverpool-liðið, og það má ekki taka það af okkar mönnum að þeir einfaldlega leyfðu Newcastle aldrei að komast inn í þennan leik. Við vorum með stjórn í þessum leik frá fyrstu spyrnunni og það eitt bjargaði Newcastle framan af hversu daprir okkar menn virtust vera upp við teig þeirra. Ég óttaðist það framan af að við myndum sjá enn einn svona týpískan Liverpool-leik þar sem við stjórnum öllu en skortir það sem þarf til að brjóta niður vörn andstæðinganna. Sem betur fer hafði Stevie „Wonder“ annað í huga. 🙂

    Varðandi einstaka leikmenn, þá lék liðið stórvel í dag en menn samt misvel. Finnan fannst mér t.d. mjög slakur framan af en hann fann sig miklu betur eftir hlé. Sissoko átti sömuleiðis algjöra martröð í fyrri hálfleik en Rafa hefur væntanlega róað hann í hléi og sagt honum að halda hlutunum einföldum því hann gerði miklu færri mistök og fór að vinna fleiri bolta í seinni hálfleik. Torres átti martraðaleik í dag, á mælikvarða framherja; hann óð í færum og eins og Einar Örn segir hefðum við unnið svona 6-0 ef hann hefði verið á skotskónum í dag. Torres er samt betri en svo að láta einn svona leik hafa áhrif á sig og mann grunar sterklega að Porto fái að kenna á eftirskjálftum þessarar frammistöðu „El Nino“ í dag.

    Aðrir voru góðir. Hyypiä og Carra voru í allt öðrum klassa en Viduka og Martins í dag og réðu auðveldlega við þá. Arbeloa er einfaldlega kominn til að vera í þessu liði og mér verð spenntari fyrir Lucas með hverjum leiknum sem hann spilar. Eins er hverjum manni ljóst að Ryan Babel er kominn til að vera í þessu liði. Rafa hefur verið sniðugur í höndlun sinni á hollenska ungstirninu og mjakað honum hægt og rólega inn í liðið, en þess er ekki langt að bíða að þessi strákur verði orðinn að lykilmanni í sókninni hjá okkur.

    Eins var gott fyrir Dirk Kuyt að skora í dag. Hann var í raun ekkert sérstakur í þessum leik; barðist vel en var bitlaus fram á við eins og undanfarið, en hann hafði heppnina með sér í öðru markinu og kannski þarf hann eitt eða tvö svoleiðis til að snúa rennslinu sér í vil. Í fyrra virtist hann ekki geta hætt að skora í deildinni, á meðan mörkin létu á sér standa í öðrum keppnum, en nú hefur þetta snúist við. Hann á þó eftir að skila sínum fimmtán mörkum eða svo í vetur, ég hef trú á því.

    Annars er hérna mest upplífgandi tölfræði leiksins:

    Þeir leikmenn Liverpool sem tóku lítinn þátt í þessum sigri: Peter Crouch, John Arne Riise.

    Þeir leikmenn Liverpool sem horfðu á þetta frá bekknum: Javier Mascherano, Charles Itandje.

    Þeir leikmenn Liverpool sem voru ekki í hóp í dag: Daniel Agger, Xabi Alonso, Andryi Voronin, Yossi Benayoun, Fabio Aurelio, Nabil El Zhar, Jermaine Pennant, Sebastian Leto, Jack Hobbs, Emiliano Insúa.

    Þetta er næstum því heill 16-manna hópur sem úr mætti gera lið sem gæti að mínu mati náð langt í deildinni upp á eigin spýtur. Að vinna 0-3 á útivelli gegn Newcastle án allra þessara leikmanna segir mér að við erum ekki á flæðiskeri staddir hvað breidd varðar. 🙂

  19. Góður sigur hjá okkar mönnum!

    Grunar nú samt að hugsunin hjá eigendum okkar félags séu aðallega að horfa til þess hvort við náum inni meistaradeildina… Því hún klárast í desember.. og því fylgja nú miklir peningar sem myndu í raun dekka kostnaðinn við að kaupa fleiri leikmenn. Auðvitað eru þeir ekki Roman og dæla bara peningum og bíða eftir árangrinum… Árangurinn verður að koma samhliða… Keyptum leikmenn í sumar og verðum að sýna framfarir:)

    En að Bolton – Manjú… Danny Okkar Guthrie er að standa sig alveg svakalega vel… Fékk til dæmis aukaspyrnuna sem markið kom uppúr og gerði vel í að fá aukaspyrnuna.. og búinn að standa sig með prýði strákurinn… Enda ætti ekki að þurfa peppa hann upp strákinn að spila gegn Manjú:)

  20. Mér líður vel. 🙂

    Þessi leikur minnti á Aston Villa leikinn í upphafi leiktíðar. Léttleikandi lið ..algjörlega eitrað í sóknum í sínum. ALLTAF HÆTTA. Varnarlega sterkir og öryggir í varnaraðgerðum. Þessi leikur var bara tær snilld.

    Gaman að sjá þennan kokteil á miðjunni -Kewell-Leiva-Sissoko-Gerrard gjörsamlega svínvirka. Yndislegt. Newcastle áttu bara hreinlega aldrei séns. Einu mennirnir sem náðu að sýna eitthvað hjá þeim var Given og Erwe sem var tekinn út af við lítinn fögnuð heimamanna.

    Nú verðum við bara að fylgja þessu eftir á miðvikudaginn og halda okkur inni í baráttunni um topp 16 í Meistaradeildinni.

    YNWA

  21. Þá er það loksins komið, tímabililð sem allt hrekkur í gang hjá Liverpool, síðari hluti nóvember og þar sem við erum taplausir í deild og allt að koma er ég viss um að við vinnum deildina í ár (átta mig á því að þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta er sagt 😉 ) en miðað við gengi undanfarinna ára erum við að standa okkur betur og lítur bara út fyrir að vera batna þannig JIBBÍÍÍ!!!

  22. Síðustu 4 tímabil hjá okkur höfum við einungis fengið 4 stig á St. James Park:
    03-04: 1-1
    04-05: 0-1
    05-06: 3-1
    06-07: 1-2

  23. bíddu nú við einhvern veginn líður mér eins og þessi dagur hafi verið nokkuð góður fyrir okkur. Við vinnum örugglega og Man u tapar fyrir Bolton ekki slæmt alls ekki slæmt

  24. Og Man U tapar, en því miður náðu Man City og Arsenal að vinna á síðustu mínútunum.

    En Man U tapaði og það er svooooo gaman. 🙂

  25. gerrard átti líka hornspyrnuna sem varð til þess að kuyt skoraði, gerrard með stórann þátt í öllum mörkunum.. þetta Englands tap var greinilega gott spark í rassinn fyrir hann

  26. Klassa sigur. Gerrard sýnir að hann er maðurinn. Svona á að gera þetta. Við erum enn á fullu í baráttunni, það er staðreynd. Einkum eftir tap Man U gegn Bolton (takk Anelka, mér hefur alltaf líkað vel við þig :). Nú er bara að fylgja þessu eftir og klára Porto.

  27. Frábær leikur Liv átti leikinn .Torres óheppin að skora ekki,strákar við erum að klára þettað,er það ekki??????

  28. Frábært, nú er Rafa kominn með vinnings formúlu sem hann á ekki að krukka mikið í næstu vikurnar…

  29. Rafa sagði á blaðamannafundinum eftir leikinn að hann hefði ekki verið að biðja um beinharða peninga til þess að kaupa leikmenn í janúar. Hann vildi fá að taka 2 leikmenn á Bosman sem kæmu þá væntanlega í lok júní.
    Frétt: http://www.dailymail.co.uk/pages/live/articles/sport/football.html?in_article_id=496175&in_page_id=1779&ito=newsnow
    Virðist vera samskiptavandamál innan klúbbsins. Greinilega ekki sterkt samband á milli Parry og Benitez.

  30. Ótrúlega gaman að fylgjast með Lucas. Fer kannski ekkert svo mikið fyrir honum en hann tekur svo góðar og yfirvegaðar ákvarðanir með boltann, velur alltaf besta og einfaldasta kostinn og leysir úr flækjum. Virkar mjög öruggur og reyndur þrátt fyrir ungan aldur. T.d. í aukaspyrnunni hjá Gerrard þá hljóp veggurinn fyrst út og var rekinn til baka m.a. af Lucas og akkúrat þegar þeir voru að taka skrefið til baka þá rúllaði Lucas boltanum af stað; eins og hann sé búinn að spila á hæsta levelli í mörg ár!

    Eini gallinn við þennan leik var afgreiðslunar hjá Torres en það var svo sem vitað áður en hann kom að það er ekki hans sterkasta hlið. Hann þarf að bæta þær og þá verður hann fyrst virkilega orðinn “class act” því hann gerði allt annað en að klára virkilega vel í dag.

  31. Frábær leikur. Var yndislegt að horfa á Big Sam yfirspilaðan og ekki vita sitt rjúkandi ráð. Greinilegt að hann á verulega á brattann að sækja hjá Newcastle með að vinna sér inn stuðning meðal stuðningsmanna. Hann ætti ef til vill fara einbeita sér að stjórna eigin liði í stað þess að vera setja útá störf annara stjóra.

    Nú er liðið í 3ja sæti deildarinnar. Aðeins 3 stigum á eftir Utd og Arsenal. Greinilegt að það er komið sjálfstraust í liðið sem er hið besta mál enda tveir gríðarlega mikilvægir framundan þ.e. Porto og Bolton.

    Í sömu umferð sýnist mér Utd eigi eftir bókinni að hala inn 3 stig, heima gegn Fulham. Aston Villa – Arsenal gæti orðið hörku leikur en tel þó að Arsenal hafi það þar sem Villa hafa ekki veirð að taka stig af stærri liðinum heima þ.e. Liverpool og Utd. Þá má ekki gleyma Chelsea sem mætir West Ham heima og hala þar væntanlega inn 3 stigum. Þannig að Liverpool-Bolton verður algjört must 3 stig leikur.

  32. B.O.B.A Bomba. Snildarleikur allt liðið brilleraði, Stevie G þó klárlega maður leiksins.

    Ég á bara eftir að sofa þrisvar áður en ég fer til MEKKA 🙂

  33. Vitiði hvaða leikmenn eru að fara á Bosman..? Væri gaman að spá í hvaða tveir leikmenn það væru..

  34. Jæja, ég hafði rangt fyrir mér, sem betur fer. Bjóst við miklu erfiðari leik á útivelli. Góður leikur, virkilega góður leikur og góð liðsheild hjá Liverpool. Nú er bara að halda áfram. Vonandi sér Rafa það sem allir sjá; sigurlið á það til að sigra. Er það ekki annars sigur sem hann er á höttunum eftir? Hann má ekki breyta endalaust bara til að breyta. Það hefur verið veikleiki hans. Ég trúi því að Torres skori tvö á móti Porto.

  35. Væri gaman að heyra frá þessum núna:
    http://www.kop.is/2007/11/23/12.05.03/#comment-22960

    Annars frábær sigur. Sá reyndar ekki leikinn en fylgdist með á BBC heimasíðunni og það var mjög skondið. Mæli eindregið með því og bendi mönnum einnig að kíkja inná umræðuna (606) þegar leikurinn er í gangi, ansi fyndið oft á tíðum. Tjallinn er með húmorinn í lagi.

  36. strákar og stelpur svaka lega er þátturinn laugarsdagslaugin lélegur, það er eitthvað að

  37. Frábær sigur í dag og góð mörk, sérstaklega fyrsta og þriðja markið. Gaman að sjá leik þar sem allir spila jafn vel og þeir gerðu í dag. Sérstaklega gaman að sjá Kewell og Lucas byrja og að mínu mati var Lucas maður leiksins. Frábært að sjá hversu yfirvegaður og góður spilari hann er. Hann sýndi það í dag að það er vel hægt að treysta honum í alvöruna og ég sakna Alonso mikið minna eftir leikinn í dag.

  38. Já, klassaleikur, sá korter og það var frábært þó El Nino hafi klikkað átta deddurum, hann skorar bara átta í Meistaradeildinni.

    Arbeloa á vinstri bak er klárlega laaaanglaaangbesti kosturinn okkar þar, Lucas klassi og Gerrard og svo auðvitað Kewell. Babel var líka nettur það sem ég sá.

    Smá útúrdúr, Besiktas að fylgjast með Ragga Sig – ekki veitir af m.v. frammistöðuna á Anfield 😀

  39. Ég sagði að m u og ars, eigi eftir að tapa leikjum og það hefur ræst allavegana 50%.En voðalega er sjónvarpið á laugardagskvöldi SLAPT.Ég vil að þið tjáið ykkur um þettað,við borgum fyrir þettað og að horfa upp á einhvern Gísla og þessa píu sem að heldur að hún sé fegursta kona heims,en svo er hún ekki rassssssssgat.Þið segið eflaust að það sé takki á sjónvarpinu til að slökkva á ,en þótt að ég slökkvi þá er ég samt að borga fyrir ekki neitt

  40. Stb og margir aðrir ansi neikvæðir leggjast í lægðir eftir svona leiki. Vill benda mönnum á að síðast þegar LFC var taplaust 1.desember varð liðið meistari – jamm, síðast gerðist þetta 1990 – 1991. Ekki það að það tryggi okkur titil, þá er ágætt að segja þetta til að menn átti sig á árangri Rafael Benitez í vetur.
    United tapaði sínum öðrum leik í deildinni í dag, Ferguson meira að segja hvíldi leikmenn! Og eins og alltaf þegar einhver annar en Rafa gerir það verður það ekki aðalatriðið í fréttaflutningi manna af liðinu.
    Langar líka að benda á ummæli Nigel Pearson eftir leikinn, mótorkjafturinn og mannleysan Sam Allardyce þorði ekki í viðtal eftir leik, eina sem svekkti mig var að setja ekki 6 – 8 mörk á þennan skíthæl sem var svo hlægilegur að gera lítið úr árangri Benitez í haust og aftur í gær, setti þá þessa flottu setningu, “þeir vilja vera glaðir með mig eftir 3-1 eða 3-0 sigra en ég mun ekki leyfa þeim það” og meinti þá stjórnendur Liverpool.
    En Pearson semsagt sagði: “It was a poor performance from us but I thought they were exceptional and we have to put matters right. ” Exceptional þýðir undraverður eða stórkostlegur. Andy Gray var alveg hvítur á Sky áðan og neyddist til að hrósa Liverpool.
    Ég allavega er glaður í kvöld, jafnvel enn glaðari en í dag og mun örugglega vakna enn glaðari á morgun!!!

  41. “síðast þegar LFC var taplaust 1.desember varð liðið meistari – jamm, síðast gerðist þetta 1990 – 1991”

    Reyndar vann Arsenal titilinn á því tímabili 🙂

Liðið gegn Newcastle:

Áætlunarflug og ókyrrð