Liverpool 2 – Cardiff 1

Það var stór stund á Anfield í kvöld þegar Robbie Fowler mætti til leiks með félögum sínum í Cardiff. Sannkallaður skyldusigur hjá okkar mönnum og eðlileg krafa gerð um áframhaldandi þátttöku í deildarbikarnum.

Svona var byrjunarliðið:

Itandje

Arbeloa – Hobbs – Carragher – Aurelio

El Zhar – Gerrard – Lucas – Leto

Babel – Crouch

Bekkurinn: Martin, Riise, Benayoun (´63 fyrir Leto), Kewell (´71 fyrir El Zhar), Mascherano (´87 fyrir Lucas).

Leikurinn byrjaði fjörlega í kvöld og bæði lið mjög frísk. Brotið var á Fowler snemma í leiknum rétt fyrir utan teig. Fowler tók góða aukaspyrnu en Itandje varði vel. Cardiff pressaði stíft, Fowler og Hasselbaink spiluðu vel saman og gömlu brýnin ollu smá usla í byrjun. Liverpool átti góða sókn þar sem El Zhar átti góða fyrirgjöf en Lucas náði ekki að klára í fínu færi. Aftur góð sókn hjá Liverpool, Crouch með fallegan snúning en skotið hans fór rétt framhjá.
Aurelio var nálægt því að skora með mjög óvæntu skoti af löngu færi, frábært skot á nærstöng en góð varsla og gaman að sjá að Aurelio hefur sjálfstraust í að hamra á markið því hann er virkilega góður skotmaður. Babel fékk færi en skalli hans rataði ekki í möskvana. Liverpool voru mun meira með boltann og stjórnuðu leiknum í fyrri hálfleik. Cardiff áttu nokkrar sóknir og Paul Parry átti frábæran skalla en Itandje varði í utanverða stöngina. Liverpool með frábæra sókn, en Leto endaði hana með slöku skoti framhjá. Fyrirliðinn tók málin í sínar hendur með góðum spretti, en það var brotið á honum. Aukaspyrnan fór að sjálfsögðu á kollinn á Crouch sem skallaði á Leto en Leto þrumaði yfir, það virtist vanta mikið upp á sjálfstraust Leto í leiknum en vonandi að það komi fljótlega með fleiri leikjum.

Cardiff hljóta að hafa farið sáttir inn í hálfleik, staðan 0-0, en Liverpool gátu varla verið sáttir því þeir höfðu klúðrað nokkrum góðum færum. Jack Hobbs átti fínan fyrri hálfleik og virkaði öruggur með Carragher við hlið sér, maður beið og beið eftir markinu því það lá sannarlega í markinu, en 0-0 í hálfleik.

Eitthvað hefur Rafa sagt við sína leikmenn í hálfleik því Liverpool byrjaði seinni hálfleik með látum. Gerrard lék boltanum út á kantinn til El Zhar sem gerði sér lítið og þrumaði boltanum í netið, frábært skot hjá honum og stórkostlegt mark fyrir framan The Kop, 1-0. Cardiff áttu varla séns í upphafi síðari hálfleiks og stuttu eftir mark El Zhar fékk Steven Gerrard algjört dauðafæri en inn fór boltinn ekki. Cardiff sótti í sig veðrið og vann sig aftur inn í leikinn, fengu dauðafæri en Itandje varði glæsiglega.

Á 65. mínútu dró til tíðinda þegar að fyrirliði Cardiff Darren Purse átti góðan skalla og jafnaði metin 1-1, ágætis mark hjá buddunni. En nokkrum andartökum síðar átti Benayoun frábæran sprett og sendi magnaða sendingu á Steven Gerrard og Steingerði brást ekki bogalistann í þetta skiptið og skoraði frábært mark, 2-1. Frábært svar við jöfnunarmarkinu og frábært hjá Yossi Benayoun að koma inná og breyta leiknum. Stuttu síðar fékk Babel gott færi en Hollendingurinn náði ekki að skora, virðist erfitt hjá honum að klára færin sín. Á 71. mínútu var markaskoraranum El Zhar skipt útaf og inná kom Ástralinn skemmtilegi Harry Kewell, hann kom inn í framlínuna við hlið Crouch og Babel datt niður á kantinn. Kewell kom mjög frískur inn í spilið og virkaði mjög ferskur og graður, átti skot á markið stuttu eftir að hann kom inná. Peter Crouch lét verja frá sér í góðu færi og stuttu síðar snéri Guð sjálfur Carragher af sér, en Itandje varði skot hans.
Cardiff pressuðu vel í lok leiks en vörnin hélt vel og góð barátta kom í veg fyrir jöfnunarmark. Liverpool áttu góða skyndisókn undir blálokin þegar Mascherano sendi boltann á Benayoun en hann klikkaði. 2-1 Lokatölur í fjörugum leik sem var vel sóttur á Anfield í kvöld. Eftir leikinn fór Robbie Fowler og þakkaði fyrir sig fyrir framan The Kop og allt ætlaði um koll að keyra þegar Guðinn var hylltur í sennilega sínum síðasta leik á Anfield.

Ég er virkilega sáttur við mína menn eftir leikinn í kvöld þrátt fyrir harðlifi í markaskorun í fyrri hálfleik. En leikmenn mættu í seinni hálfleik miklu kraftmeiri og gerðu leikinn skemmtilegann.

Itandje stóð sig mjög vel í markinu og átti nokkrar gríðarlega mikilvægar og góðar vörslur. Hann gat því miður lítið gert þegar gamla brýnið Darren Purse þandi möskvana, en heilt yfir átti Itandje góðan leik.

Arbeloa átti svosem engan stórleik í bakverðinum hægra megin og spurning hvort hann sé sterkari vinstra megin á vellinum. Hann er að upplagi hægri bakvörður en virðist spila betur í þeim vinstri, sem er frekar skrýtið.

Carragher átti venjulegan leik, klassískur og solid leikur hjá honum.

Hobbs kom frábærlega inn í vörnina og átti stórleik. Hann bjargaði okkur nokkrum sinnum og tók hárréttar ákvarðanir. Virkaði öruggur á boltanum og er framtíðarmiðvörður hjá okkur. Ég vona svo sannarlega að hann fái tækifæri í deildinni fljótlega.

Aurelio átti ágætisleik. Hann þrumaði einu sinni á markið langt fyrir utan teig og sýndi okkur enn og aftur að hann ef með magnaðann vinstri fót.

El Zhar kom sér hægt og rólega inn í leikinn og tókst að nýta hraða sinn vel á kantinum, hann náði líka nokkrum fyrirgjöfum og var frískur. Hann skoraði fyrra mark Liverpool með bylmingsskoti og það var hans fyrsta mark fyrir aðalliðið. Frábært hjá honum og spurning hvort hann fari á bekkinn í næstu leikjum.

Gerrard átti mjög góðann leik og hann virkar núna betri og betri með hverjum leiknum sem líður, skorar mikið og berst vel. Hann skoraði seinna mark okkar og þótti það afar glæsilegt. Gerrard dró vagninn í kvöld og átti nokkur góð skot að marki, hann heldur vonandi áfram að skora fyrir okkur og sýna að hann er með betri miðjumönnum í heiminum.

Lucas spilaði sæmilega, lenti í vandræðum í seinni hálfleik og braut oft klaufalega af sér. Hann uppskar spjald og var í kjölfarið skipt útaf.

Leto olli nokkrum vonbrigðum með spilamennsku sinni. Hann virkaði óöruggur í dauðafæri sem hann fékk og tapaði boltanum nokkrum sinnum klaufalega á kantinum, hann haltraði af velli í síðari hálfleik en vonandi er það ekkert alvarlegt.

Crouch spilaði fínan leik, kom sér í nokkur færi og nýtti hæð sína í að leggja upp færi með kollinum. Hann reyndar tapaði tveimur skallaeinvígjum gegn Darren Purse en hvað um það.

Babel átti góða spretti og nokkrar marktilraunir. Hann fékk góð færi en kláraði þau ekki, en nýtti hraðann og leiknina vel í að skapa hættu.

Benayoun kom frábær inn í leikinn og sýndi okkur að hann getur breytt leiknum, mjög góður leikmaður sem spilaði vel í kvöld.

Kewell er að stíga upp úr meiðslum en spilaði að venju vel í kvöld, átti skot á mark og virkaði hress í framlínunni.

Mascherano kom inná í nokkrar mínútur og komst eðlilega lítið inn í leikinn.

Maður leiksins: Steven Gerrard…

hér má nálgast tölfræði úr leiknum.

Ég mun reyna að nálgast video af mörkunum eins fljótt og ég mögulega get og set þau þá inn.

Þrumufleygur El Zhar

Sigurmarkið hjá Gerrard

YNWA.

22 Comments

  1. GUÐINN er og verður alltaf GUÐ go Fowler. Svo er gaman að sjá að Kewell er að koma ferskur og sérstaklega graður 🙂 En skyldusigur og menn eiga nýta eitthvað af þessum færum hmmm ha

  2. Takk fyrir ítarlega og góða leikskýrslu.

    Magnað að sjá samleik Benayoun og Gerrard í seinna markinu. Mig langar svo heitt og innilega að sjá meira af þessu!! Skotið hjá El Zhar líka frábært. Greinilegt að þessi strákur hefur feikna boltatækni og getur skotið fast. Vonandi framtíðarmaður.

    Verður gaman að sjá hverja við fáum í átta liða úrslit. Örugglega Chealsea!!!

    Ég hafði bara viljað sjá þennan leik til að sjá goðið mitt. Robbie Fowler, en það varð því miður ekki.

    Hvernig stóð hann sig í kvöld? Var hann ekki vel hyltur af Kop.. þið sem hlustuðu á lýsinguna?

    YNWA

  3. Hvað ætli það sé sem hrjáir Leto? ætla hann höndli bara ekki pressuna, leit voða vel út þegar hann skrifaði undir í sumar og var voða spenntur að sjá hann spila en þegar hann hefur fengið sénsa hefur hann ekki verið að gera neinar kúnstir og virðist voða stressaður á vellinum
    er það bara ég eða?

  4. Anton …hvar í andskotanum tókst þér að sjá leikinn!!?? 🙂

  5. Flott leikskýrsla og glæsilegt að finna mörkin strax!
    You’ll never walk alone hvarf í kvöld fyrir leik. Í staðinn kom “There’s only one Robbie Fowler”! Auðvitað var Fowler hylltur og alltaf annað slagið heyrði maður þulina tala um að verið væri að kalla nafn hans.
    Miðað við lýsinguna leit Jack Hobbs best út nýliðanna og El Zhar átti fína spretti. Voru ósáttir við Leto og fannst Lucas missa hausinn í lokin og grátbáðu um skiptingu í svolítinn tíma. Kewell virtist ferskur en þeir voru líka ekki sáttir við Babel fannst mér.
    En ljóst að við vorum ekki að nýta færin vel. Síðustu 8 í League cup. Í fyrra mættum við Arsenal heima í 8 liða. Er það ekki bara fínt re-match?

  6. Fínn skyldusigur og nú er liðið komið í alvöru séns í þessari keppni. Þau lið sem eru eftir eru ekki af verri endanum: Arsenal, Blackburn, Chelsea, Everton, Liverpool, Manchester City, Tottenham og West Ham. Ég spái því að við fáum nágrannaslag á Anfield í janúar. 🙂

    Ég sá leikinn ekki en hlustaði á hann nær allan og það var augljóst að Steve Hunter og Alan Kennedy, sem lýstu fyrir opinberu síðuna, voru hrifnir af frammistöðu Jack Hobbs. Hann á framtíðina fyrir sér. Leto strögglaði í þessum leik á meðan El Zhar og Lucas Leiva komust í heildina vel frá sínu.

    Að lokum, þá langar mig að segja að nú hlýtur að vera komið að því að Yossi Benayoun fái að spila megnið af leikjum næstu tveggja mánaða í byrjunarliðinu. Auðvitað róterar Rafa alltaf en á meðan Pennant er meiddur hlýtur Yossi að vera aðalmaðurinn okkar á hægri kantinum, og hugsanlega náði El Zhar að stimpla sig inn sem varaskeifa fyrir hann næstu vikurnar með markinu í kvöld. En Yossi er algjör snilld, menn tala og tala um Babel og Voronin en á meðan er Yossi búinn að skora meira en Babel og leggja sennilega upp jafn mörg mörk og þeir báðir til samans. Og hann hefur sjaldnast byrjað inná hingað til.

    Yossi í liðið gegn Blackburn um helgina!

  7. Sá ekki þennan leik var bara að meina miðað við það sem við höfum séð t.d. meistaradeildinni og þær lýsingar sem ég fann á netinu og það sem maður var að lesa hér, held ég bara að Leto sé ekki tilbúinn strax í first-team bara það sem ég var að meina kannski frekar illa orðað hjá mér 😛

  8. Kristján ég er algjörlega sammála þér í sambandi við Yossi. Hann hefur komið skemmtilega á óvart á fullt erindi inn í byrjunarliðið um helgina og í næstu leikjum. Hann breytti leiknum á móti Wigan og aftur núna. Hann er leikmaður sem býr yfir fínni tækni, góðum hraðabreytingum og mjög góðu jafnvægi. Hann kemst yfirleitt framhjá mönnum með löngum hliðarhreyfingum og brýtur þannig upp leikinn með að fara úr stöðu sinni og spila menn í FÆTURNAR. Yossi hefur spilað betur en Babel og Voronin einfaldlega vegna þess að hann er reynslumeiri og hefur spilað meira en hinir í enska boltanum, frábær fengur fyrir okkur og ég vona að hann haldi áfram að skemmta okkur á móti Blackburn 🙂

  9. Flott skýrsla og góður skyldusigur. Ég spáði ekki alveg rétt, en sigur er alltaf sigur – og miðað við lýsingar þá líst mér andskoti vel á Hobbs. En “maður beið og beið eftir markinu því það lá sannarlega í markinu” … góður Siguróli! 🙂

    Ég spái West Ham sem næstu mótherjum.

  10. Ætla að horfa á leikinn núna á miðnætti á lfc.tv klárlega…langar að sjá hvernig hobbs lítur út á velli 🙂 ég hef tröllatrú á þessum unga miðverði! vona að rafa leyfi honum að spila nokkra leiki á þessu seasoni og gera alvöru leikmann úr honum.

  11. hehehehe, í loftinu á þetta að sjálfsögðu að vera, leyfi þessu að standa svona upp á húmorinn 🙂

    ég sagði ykkur í fyrrinótt að þessa leikskýrslu myndi einkenna þreyta þar sem rafmagnsbílar og drengir í mútum heldu fyrir mér vöku langt fram eftir nóttu 😀 en annars gaman af þessu.

  12. Vá hvað ég pirraður búinn að hanga yfir textalýsingum og myndbrotum héðan og þaðan og dunda mér þangað til leikurinn byrjar, kem síðan fram kveiki á sjónvarpinu og LFCTV er niðri og þar sem það er eftir miðnætti þýðir ekkert að hringja í 365 :@ það verður bara að hafa það þá verður bara næsti lekur sem ég horfi á að bæta það upp með því að koma með 2falda skemmtun 🙂

  13. Anton ég er þér mjög sammála.. var að spá í af hverju LFCTV er niðri 🙂 en flott mörk og takk fyrir góða skýrslu siguróli.. kalla þig góðann að grafa upp mörkin líka, var búinn að leita mikið af þessu.

  14. Stórglæsileg mörk hjá okkar mönnum í gær, ekki hægt að segja annað…

  15. Góður skyldu sigur gegn ellismellunum í Cardiff. Gaman að lesa um Hobbs því ekki veitir af því að hafa meira back up í miðverðinum.

    KAR og fleiri er að ræða um að Yossi eigi að fá fleiri tækifæri og í raun má segja að Rafa mætti gera það skýrar fyrir kantmönnunum hver er nr.1 og hver er nr.2 því þá vita leikmenn hvar þeir standa. T.d. er ljóst að Carragher og Agger er númer 1 á meðan Hyypia er nr. 2 og kannski Hobbs líka.

    Pennant, Babel, Yossi, Leto, Voronin hafa verið notaðir á kantinn og einnig Kuyt. Bráðlega er Kewell klár og spurning með El Zhar. Ég held að það væri gæfu spor að það væri skýrt hverjir séu fyrsti kostur. Td. í dag þá er Pennant meiddur og Kewell að koma til baka eftir meiðsli. Þá væri ekki óeðlilegt að Yossi og Babel væru fyrsti kostur með þá Leto, Kewell og El Zhar sem back up. En núna er ég kominn langt út fyrir efnið og segi því að endingu… Tillykke með sigurinn… vel gert og það væri gaman að mæta Arsenal í janúar.

  16. Markið hjá Gerrard hlýtur að vera eitt flottasta mark Liverpool á leiktíðinni. Sjáið bara hvað þetta er nú einfalt. Góð hreyfing á mönnum og boltinn spilaður í lappirnar. Meira af þessu takk.

  17. Hvað eru menn að röfla um 8 liða úrslit í janúar, eru þau ekki örugglega spiluð í desember eða er búið að færa þetta eitthvað til. Var ekki Arsenal leiknum í fyrra frestað vegna þoku á Anfield sem fékk Benitez til að kasta fram þeirri skemmtilegu tillögu að spila einn leik við Arsenal um áframhaldandi þáttöku í báðum bikarkeppnum.

    Annars held ég að það skipti litlu máli hverjum við mætum í næstu umferð, öll liðin sem eftir eru eru úrvalsdeildarlið og af þeim 8 sem eftir eru eru 5 í topp6 og 6 í topp10, hin 2 liðin eru svo tottenham og west ham sem eru sýnd veiði en langt frá því að vera gefin. Heimaleikur er mín heitasta ósk til að halda ferðalögum í lágmarki og óneitanlega væri skemmtilegast að fá hefna ófaranna gegn Arsenal í fyrra eða eyða vonum bláu nágrannanna um einhvers konar bikar á þessarri leiktíð.

  18. Sælir félagar
    Mig langar að þakka Siguróla fyrir framúrskarandi störf í gær.
    Maður var umframkomin vegna þess að ekki var hægt að horfa á Liverpool í gær. En þessi fagmennska hjá Siguróla að koma með fína leiksskýrslu og svo þessi snilldarmörk nánast um leið og leiknum var lokið – algjör snilld !
    Takk fyrir mig
    YNWA

Liðið gegn Cardiff

Blackburn: allir meiddir