Liverpool 0 – Marseille 1

Ja hérna… Liverpool tapaði (sem gerist) og þetta var tap í meistaradeildinni (sem gerist) EN þetta var á heimavelli, gegn slöku frönsku liði og þeir unnu sannfærandi. HVAÐ ER MÁLIÐ?

Ok ég ætla aðeins að anda og róa mig í 10-15 mín… síðan held ég áfram með þessa leikskýrslu.

Jæja… byrjum á byrjunarliðinu.

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Aurelio

Benayoun – Gerrard – Sissoko – Leto

Crouch – Torres

Bekkurinn: Itandje, Riise, Voronin, Arbeloa, Kuyt, Babel, Mascherano.

Leto var óvænt í byrjunarliðinu sem og kannski Aurelio. Crouch fékk að byrja frá fyrstu mín. og Benayoun kom inn eftir góða innkomu gegn Wigan sem og Pennant var í banni eftir rauða spjaldið gegn Porto.

Mjög snemma í leiknum hafði ég á tilfinningunni að eitthvað væri að hjá okkar mönnum, liðið virkaði áhugalaust og bitlaust á meðan Marseille liðið var 110% klárt frá fyrstu mínútu. Þeir spiluðu mjög varnarsinnað og gáfu Liverpool lítð pláss og virkaði gríðarlega samstillt. Ljóst að þjálfaraskiptin eru að virka hjá félaginu með Gerets á hliðarlínunni.

Í stuttu máli þá vann Marseille þennan leik sanngjarnt, voru betri allsstaðar á vellinum og eiginlega kæfðu heimaliðið smátt og smátt. Í fyrri hálfleik var löglegt mark tekið af gestunum vegna rangstöðu, heppni þar.

0-0 í hálfleik og vonaðist ég til þess að Rafa myndi blása lífi í drengina. Eeeennnnnn langt frá því og Liverpool liðið var jafn dapurt í þeim seinni, áhugalaust, líflaust og pirrað.

Sigurmarkið var afar glæsilegt og óverjandi fyrir Rafa Reina í markinu, skot í samúel og inn. Það kom á 77 mín og heitir drengurinn Mathieu Valbuena sem skoraði markið. Tillykke með það.

Ég veit eiginlega ekki hvað er hægt að segja um þessa frammistöðu meira nema að þetta var ein versta frammistaða Liverpool í ára raðir og vonandi sé ég liðið ekki spila svona illa í bráð. Það var í raun enginn góður í dag, frekar leikmenn mislélegir. T.d. er alveg á hreinu að Aurelio er alls ekki kominn í almennilegt leikform, Sissoko var mjög slakur og Leto sýndi manni það að hann á ekkert erindi í liðið að svo stöddu.

Það er enginn leikmaður þess verðugur að vera valinn maður leiksins en líklegast var Reina sá sem getur sofnað með ágætis samvisku í nótt eftir fína frammistöðu í kvöld.

Í þessum leik kom berlega í ljós að Alonso og Agger eru mikilvægari en margur heldur og þótt Sissoko og Mascherano séu fínir þá er Alonso leikstjórnandi liðsins og skiptir liðið miklu máli. Sama má segja með Agger þe. hann spilar boltanum vel út úr vörninni, mikið mun betur en félagar hans þeir Carra og Hyppia.

Þrátt fyrir þetta tap er ennþá fínn möguleiki að liðið komist uppúr riðlinum en til þess þarf liðið að taka sig verulega saman í andlitinu og spila MIKLU BETUR en í dag.

Góðar stundir.

105 Comments

  1. þetta var bara lélegt. hefði átt að fara 0-2.

    ég vill sjá einhverja gleði og vilja í leikmönnum. þetta var alveg dautt.
    Vona að það takist að breyta því fyrir næsta leik !!!

    áfram við!!!

  2. Fyllilega verðskuldað tap, það var ekki fyrr en í uppbótartíma að menn áttuðu sig á því að það þurfti að gera e-ð í málunum. Á 86. mínútu birtust sláandi tölur 1-7 í skotum á rammann Marseille í vil, það segir allt sem segja þarf.

    Það eru búnar að vera þónokkrir slappir leikir hjá Liverpool að undanförnu en þessi er sá allra slakasti.

  3. Sælir félagar
    Ég þarf ekki að bíða eftir leikskýrslu til að tjá mig um þennan leik. Niðurstaðan er skömm fyrir Benitez, Gerrard og liðið. Nú er svo komið að Beitez er farinn að safna mínuspunktum í stórum stíl og verður hann nað fara að sýna að hann sé stjóri sem nær máli. Látum vera mistök í liðsuppstillingu og skiptingum einu sinni til tvisvar á leiktíð en þegar það virðist ætla að verða regla þá verður að dæma hann samkvæmt því.
    Hann er núna með allt á hælunum og má mikið breytast ef hann á að ná upp um sig brókunum 🙁

  4. Ég gerði eitt sem ég hef aldrei gert áður, slökkt á Liverpool leik bara að því ég nennti ekki að horfa.

    Næstu helgi gerist eitt sem ég hef aldrei gert áður, ætla ekki að horfa á Liverpool um helgina, viljandi, það hefur ekki gerst áður. Og að lokum, hvað er Babel? bara nafnið í huga Rafa?

  5. Andleysi er eitthvað sem á ekki heima í Liverpool Football Club.
    Ég varð ansi reiður þegar ég sá Gerrard HÆTTA í miðri sókn og setja bolinn upp fyrir haus.
    Skítaleikur.

  6. Ég var einmitt að velta því fyrir mér með vini mínum áðan, þegar maður sá Gerrard gefast upp og boltinn í miðjum leik!!!!!! Ég hlakka til að sjá leikskýrsluna, og taka þátt í umræðum. Þessi leikur í kvöld var hikstalaust sá versti sem ég hef séð Liverpool spila.

  7. Það er engin nástæða til að róa sig niður vegna þessa leiks. Það er ekkert eðlilegra en vera brjálaður eftir að hafa horft upp á þessa hörmung. Það er ekki ástæða til að taka einn leikmann frekar enn annan út úr liðinu og skammast. Það má nánast telja alla upp. Og tilraunastarfsemi Benitez, hvílíkt og slíkt. Sá hafði nú efni á henni eða hitt þó heldur. Hafi hann skömm fyrir og nú á ég engar málsbætur fyrir hann. engar

  8. Ég mun aldrei samþykkja að þarna hafi verið um slakt franskt lið að ræða. Þeir voru MIKLU betri en Liverpool allan leikinn og ekki bætti úr skák að Sissoko (besti maður Marseille í leiknum) hjálpaði þeim verulega við að opna slaka vörn Liverpool. Virkilega sanngjörn úrslit í kvöld og ég get ekki verið ósáttur við þau þar sem við verðskulduðum ekkert.

  9. ohh varla að maður nenni að halda með þessu liði ef þeir ætla að halda áfram svona

  10. Þarna hittirðu naglann á höfuðið Kjartan.. hrikalega lélegur og hann virðist ekkert vera að bæta boltameðferð og sendingar… hann á ekki heima í first eleven í liði eins og Liverpool. Slakur dagur hjá okkar mönnum en þá er það bara Tottenham um helgina og það verður að vinnast !

  11. Kannski bara betra að gefa hann til Chelsea eða Man utd….gerði meira gagn fyrir okkur þar við að skemma sóknarleik, gefa feilsendingar og hægja á spilinu

    maður leiksins: Sami Hyypia, steig vart feilspor í vörninni og nokkuð hættulegur í hornum og aukaspyrnum, eiginlega hægt að segja að hann hafi verið sterkasti varnar- og sóknarmaðurinn

  12. Já, fariði endilega að drulla yfir Sissoko sem er búinn að spila mjög vel á þessu tímabili. Allt liðið og benitez var lélegt. Það skiptir ekki öllu máli hverjir spila í svona rosalega sterkum hóp. Liðið á að vinna svona leiki hvernig sem það er.

    Við göngum frá Tottenham næstu helgi og Joli verður rekinn.

  13. Jæja… þetta var ágætis pot hjá Marseille-manninum…

    Vondur, vondur, vondur, vondur leikur…en Benitez veit s.s. hvað hann er að gera… er það ekki?

  14. Liverpool á að vera sóknarlið – Sissoko hefur aldrei og mun aldrei gera nokkuð fyrir okkur sem svoleiðis lið. Hann er ekki ómissandi á miðjunni og það er krafa að miðjumennirnir okkar EIGI að vera góðir á þessu tímabili sem öðrum.

    Tek samt undir að allt liðið var lélegt þ.á.m. Benitez

    btw ég er ekki einn af þeim sem kvartar mikið yfir frammistöðu liðsins eða einstakra leikmanna þegar þeir eiga lélegan dag.

  15. Ég ætla ekki að drulla yfir Sissoko… heldur bara segja mína skoðun, hann er ekki nógu góður knattspyrnumaður fyrir Liverpool. Að halda því fram að hann hafi spilað vel í vetur er mesta vitleysa sem sögð hefur verið í sögu allra vitleysa.

    Liðið í heild spilaði illa… en vitleysan á miðjunni hjá Liverpool olli því að framherjarnir fengu aldrei boltann og varnarmennirnir voru alltaf að fá snöggar sóknir í andlitið.

    Gerrard, Benayoun og Leto spiluðu allir skelfilega. Aumingja Crouch og Torres fengu aldrei neitt að moða úr.

  16. Slakur leikur og sem betur fer töpuðum við, þoli ekki að vinna svona leiki. Ég ætla hins vegar ekkert að verða brjálaður yfir því að liðið sé ekki að spila vel í þessari Meistaradeild. Mér finnst þessi keppni ömurleg afsökun fyrir fótbolta fram að 16 liða úrslitum og væri bara sama þó við næðum ekki árangri þar, EF við stöndum okkur í deildinni. Sissoko leit illa út í kvöld, satt og rétt, en það var líka vegna þess að Gerrard var ekki að spila vel. Ég var einn af fáum sem studdi það að Gerrard mætti vera á köntunum eða undir senter. Í kvöld sáu vonandi allir hvers vegna. Gerrard er ekki maður til að vera spila á móti þriggja manna miðju, þar sem þarf að vinna stanslaust fram og til baka. Hann vill fá að skipuleggja sóknir og stinga sér af inn miðju sem sóknarmaður. Leto karlinn réð ekki við þetta og þess vegna á hann ekki mikla sénsa í deildinni þetta árið. Ég vill frekar fatta það í CL en Premier í vetur. Ég hins vegar hafði í kvöld áhyggjur af tveimur leikmönnum. Sá fyrsti er Fabio Aurelio. Var mjög glaður að fá hann þegar hann kom en sýnist hann ekki nógu góður. Svo er náttúrulega bara ömurlegt að horfa á Crouch vininn. Hann er algerlega óhæfur í liðið núna og á bara að hvílast. Kuyt hefur ekki verið að brillera svo ég vill bara fá Babel í senterinn fljótlega.
    Í kvöld hefði örugglega verið réttast að stilla upp 4-2-3-1 til að mæta leikkerfi Marseille og reyna að vinna 1-0. Eins og venjulega í undanriðlum CL þar sem ég minnist nú ekki margra skemmtilegra leikja undanfarin ár. Ég er viss um að við sjáum Mascherano og Pennant um helgina í liðinu, vonandi sáu nokkrir hvað okkur vantar þegar þeir eru ekki með. Núna er hins vegar kominn tími á að sjá alvöru hjarta í liðinu, sem ekki sást í kvöld. Carragher t.d. alveg steindauður held ég. Það var óvanalegt, sem og slakur Finnan og dapur Torres. Fyrir 4 leikjum töldu allir að uppskrift þess að vinna leiki væri að stilla upp Reina, Carra, Gerrard og Torres. Svoleiðis er það ekki drengir mínir……

  17. Dagurinn er algjörlega í rúst eftir svona framistöðu, ég ætla ekki að beina reiðispjótum mínum aðeinstaka leikmönnum sem stóðu sig illa, þó svo að þeir hafi svo sannarlega verið til staðar heldur vil ég skella skuldinni á heildina að þessu sinni, menn virkuðu mjög andlausir og virtust einfaldlega ekki ætla sér að taka 3 stig úr þessum leik…

    Staðan er orðin ansi svört þykir mér, við sitjum í 3.sæti með aðeins 1 skitið útistig eftir 2 leiki meðan að porto eru með 4 stig í öðru og Marseille trónir á toppnum með 6 stig og eru búnir að fara á erfiðasta útivöllinn sem var á Anfield í kvöld þó svo að þeir hafi kannski ekki þurft að hafa alltof mikið fyrir þessum sigri…

    Stuðningsmenn Marseille á Íslandi, til hamingju með daginn, þið unnuð okkur sanngjarnlega!

  18. Já þetta var vægast sagt lélegt. Án efa slakasta frammistaða Liverpool í fleiri ár. Andleysi og metnaðarleysi var þema kvöldsins hjá heimamönnum. Ég hef yfirleitt reynt að verja mína menn útí hið óendanlega og þar að leiðandi oft verið leiðinlegur, ósanngjarn og þurft að ljúga til þess að geta gert það. En eftir svona frammistöðu eru allar varnir niðri, þetta sem okkur var boðið uppá er ekki hægt að verja. Ég læt það í hendur Rafa, leyfi honum að vera leiðinlegur. Maður leiksins í mínum huga er án ef Momo Sissoko, hann gat ekki sent 5m sendingu á samherja, hann nennti ekki einu sinni að hafa fyrir því að verjast (hans eini styrkleiki). Og hann lék allan leikinn (bravó Rafa). Hver eru svo rökin fyrir því að spila ekki með sitt sterkasta lið? Við erum með svo mikla breidd… já rétt… en eigum við að nýta okkur hana svona? Hverju skilar það? Sebastian Leto var líka sprækur… endilega leyfa honum að spila í meistaradeildinni, þar sem andstæðingurinn er ekki fyrsta flokks. þessi leikur var móðgun við hin liðin í meistaradeildinni og einnig vanvirðing við Marseille. Þeir geta ekkert, best að stilla upp einhverju liði sem getur átt í basli með þá. Bravó skiptikerfið góða. Breytum liðinu ennþá meira fyrir leikinn á móti Tottenham, þeir hafa verið lélegir í ár. Hljótum að komast upp með að hvíla sem flesta. Enda tímabilið búið að vera langt og strangt. Áfram Liverpool….eða ætti ég kannski að breyta? Rótera aðeins?

  19. hvaða ofur trú hefur rafa á sissoko maðurin með gult og gat ekki rass….. er hann litblindur eftir augna slisið eða hvað gaf alltaf á mótherja án þess að væri verið að pressa á hann og þessi letó eða hvað hann heitir gerði ekki neitt nema að gera allt sjálfur en það gekk aldrei upp gerrard ???? hvað er með hann voronin tók horn og gerrard skaut og voronin fékk boltan aftur hvað????? eins og að smákrakkar séu að spila fótbolta og vita ekki að þettað er hóp íþrótt eða að þettað sé fótbolti ætla ekki að tala um þennan leik (ef leik á að kalla)meira á þessari stundu það er eitthvað ST’ORKOSTLEGT að

  20. Ég fór á nýjan pöbb í Kópavoginum til að horfa á þennan leik. Þangað kem ég aldrei aftur!!!

    Getur einhver sett fingurinn á hvað er að þessa stundina hjá Liverpool? Þetta hefur farið hríð versnandi eftir landsleikjahléið fræga eða síðan Pako var látinn fara. Er það kannski málið að fráhvarf Pakos hafi haft þessi skelfilegu áhrif? Mér skyldst að Pako hafi verið vinur leikmannana en Benitez haldi hins vegar mikilli fjarlægð sem persóna. Vantar leikmönnunum þetta Pako element núna eða er það eitthvað allt annað að? Kannski form einstakra leikmanna eins og Gerrards? Erum við virkilega eins manns lið?

    Fyrir nokkrum vikum var ég ansi bjartsýnn fyrir þetta tímabil en nú líst mér ekki alls ekki á blikuna. Það væri nú óskandi að þetta væri eitthvað mini-dip og við hysjuðum nú upp brækurnar og mættum kol snældu brjálaðir í Tottenham leikinn áður en eitt annað landsleikjahléið skellur á sem er ekki á bætandi!

    Að lokum, þá slekkur maður nú ekki á sjónvarpinu eða mætir ekki á næsta leik þótt illa gangi. Það er ekki stuðningur í verki. Ég hélt að við ættum að heita stuðningsmenn!

  21. Maggi, mér fannst Aurelio einmitt með skárri mönnum í kvöld. Þó að Sissoko hafi verið úti á þekju í kvöld á það samt ekki að koma í veg fyrir að við vinnum svona lið. Liðið sýndi bara engan vilja, enga gleði, ekkert hungur og algjört andleysi! Er virkilega svona leiðinlegt að spila fyrir Liverpool???

  22. eikifr: Marseille liðið var alls ekki lélegt í dag (reyndar fantagóðir) heldur eru þeir búnir að vera ömurlegir í frönsku deildinni á þessu tímabili og var ég að vísa í það.

    Ég held að það sé afar ósanngjarnt að taka Sissoko einan út eftir þessa vondu frammistöðu. Finnan, Carragher, Hyppia, Aurelio, Leto, Gerrard, Sissoko, Crouch og Torres voru allir slappir. Líklegast voru þeir Reina og Benanyoun skástir eftir á að hyggja.

    Kuyt kom of seint inná… Riise breytti ekki miklu en þót skárri en Riise og Voronin kom einnig of seint inná en var allt í lagi.

    úfff… þetta var pirrandi… andskotans!

  23. Tilfinningar mínar um Liverpool eru farnar að minna á gamalt fólk í Rússlandi sem saknar Stalín-tímans. Þessa stundina er ég farinn að fá nostalgíu til Evans-tímans. Ok, hlutirnir voru slæmir þá og jafnvel verri (úrslitalega) en liðið gat amk spilað knattspyrnu við og við sem var mun betri en hver einn og einasti leikur liðsins undir Houllier og Benítez. Í gamla daga var amk skemmtilegt að horfa á Liverpool-leiki, fjandinn hafi það!

  24. OK, first things first.

    Sebastian Leto er svo langt frá því að vera í Liverpool-klassa, að ég veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta þegar hann fær boltann. Í dag grét ég í meiri hluta tilvika. Það má vel vera að hann sé 21 eða 22 ára en come on. Klassamunurinn á honum og mönnum eins og Babel er bara alltof mikill. Svo ekki sé minnst á jafnaldra hans í Man Utd, Rooney og Ronaldo. So sorry.

    Það sama má segja um Fabio Aurelio, nema hann er ekki 22 ára. Þessi maður hefur ekki sýnt neitt til að réttlæta það að hann sé þess verðugur að fá að klæðast rauðu treyjunni. Alveg sama þó að hann hafi meiðst undir lok síðasta tímabils. Ekki neitt.

    Momo Sissoko. Í GUÐANNA FOKKING BÆNUM, ÞÚ HEFUR EKKI ALLAN TÍMANN Í HEIMINUM Á FOKKING BOLTANUM ÞEGAR ÞÚ FÆRÐ HANN Á MIÐJUM EIGIN VALLARHELMINGI. Eins gaman og það er að horfa á þennan dreng í leikjum þar sem Liverpool þarf að liggja til baka (lesist: vs Barcelona á Nou Camp), þá á ekki fyrir nokkra muni að tefla þessum dreng fram á móti veikari andstæðingum eins og Marseilles á heimavelli. Hrikalega sakna ég Alonso.

    Peter Crouch var afspyrnulélegur í þessum leik, en það er kannski ekkert skrítið miðað við pressuna sem Benitez er búinn að setja á hann fyrir þennan leik. Ef þú performar ekki, þá ertu úti. Meina, kommon, maðurinn er búinn að spila fáránlega lítið, er í engu leikformi, og svo hendir Benitez honum inn í liðið og segir honum að ef hann spilar ekki frábærlega þá er hann úti aftur.

    Þetta er ekki bein gagnrýni á squad rotation kerfið, þetta er meira gagnrýni á man-management hæfileika Benitez. En ég vil taka það fram að ég er mjög sáttur með Benitez sem stjóra Liverpool.

    Steven Gerrard – Andleysið uppmálað. Þegar fyrirliðinn er svona áhugalaus þá er ekki furða að við náum engum úrslitum. Það situr sennilega einhver þreyta í honum, spurning um að hvíla hann og gefa Lucas tækifæri. Maður er ekki valinn besti leikmaður brasilísku deildarinnar tvítugur uppá djókið. Drengurinn hlýtur að geta eitthvað.

    Torres var líka slakur, en honum til varnar þá hafði hann úr gjörsamlega ENGU að moða. Þó sýndi hann stöku sinnum svona “flashes of brilliance” og hann var oft virkilega vel staðsettur, var óheppinn að skora ekki í lokin.

    Benayoun og Finnan voru báðir lengi að komast í takt við leikinn, en þeir óxu undir lokin. Seinni skiptingarnar tvær komu með ferskan blæ inn í leik liðsins og hefðu mátt koma miklu fyrr, og að fá Riise inn fyrir Leto var eins og að fá aukamann inná, þó svo að Riise hafi verið frekar slakur.

    Carra og Hyypia voru óöruggir og Frakkarnir skynjuðu það og færðu sér það í nyt.

    Ekkert uppá Reina að kvarta, hann stendur fyrir sínu eins og venjulega.

    Það er ekkert endilega heimsendir að tapa þessum leik, við erum þó aðeins með eitt stig eftir tvo leiki, en þetta þýðir bara að næsti leikur, gegn Besiktas er algjör skyldusigur. Einnig hefði verið gott “confidence-boost” að vinna þennan leik fyrir slaginn á sunnudaginn gegn Tottenham, en það má bóka það að Tottenham verða dýrvitlausir í þeim leik.

    Kannski er þetta bara merki um breyttar áherslur, Benitez hefur unnið Meistaradeildina fyrir okkur og ætlar núna að gera atlögu að deildinni. Það væri óskandi, en það réttlætir þó ekki svona hrikalega frammistöðu.

    Maður leiksins: Úff… Reina. Samt varði hann ekki neitt þannig séð. Kuyt var líka góður þessar 15min sem hann spilaði.

  25. Flott skýrsla og gjörsamlega sammála henni. Finnst samt þetta það besta:

    “Sigurmarkið var afar glæsilegt og óverjandi fyrir Rafa í markinu…”

    🙂 … já, gaman að sjá Rafa í markinu.

    En það voru allir lélegir í dag. The only way is up … það getur varla orðið verra en það var í kvöld.

    Flott skýrsla – Magnús Agnar maður leiksins! 😉

  26. Doddi: heheheehe búinn að laga þetta (þér tókst að láta mig brosa… sem er afrek eftir svona leik).

  27. “Að lokum, þá slekkur maður nú ekki á sjónvarpinu eða mætir ekki á næsta leik þótt illa gangi. Það er ekki stuðningur í verki. Ég hélt að við ættum að heita stuðningsmenn!”

    Sá að þessu var beint að mér. Ég ætla ekki að horfa þegar menn leggja sig ekki fram, ég tek því þegar Liverpool tapar 3-0 en eru samt alltaf að reyna e-ð, það sást ekki í kvöld og ég skil ekki afhverju ég er ekki stuðninsmaður þótt ég neiti að sitja undir öðrum eins hörmungum og síðustu 360 mín af fótbolta hafa verið hjá Liverpool (f. utan Carling Cup).

    Þetta er einsog þegar þú ert í vinnu með manni sem mætir stundum ekkert í vinnuna þegar honum hentar en hann mætir stundum og er ekkert rekinn, þú mætir alltaf, finnst þér það ekkert ósanngjarnt?

    Kannski ekki besta dæmi í heimi en þetta finnst mér. Svo getur vel verið að maður verði orðinn rólegur á Sunnudaginn og horfi en líkurnar eru ekki góðar!

  28. Sælir félagar
    Takk fyrir leikskýrsluna og Agga hefur tekist að stilla sig verulega á þessum löngu 10 mínútum.
    Þá er að horfa til næsta leiks. Félagar er eitthvað í spilunum sem segir að sá leikur verði eitthvað betri en þessi eða síðustu leikir???
    Ég sé ekkert en vonandi hef ég rangt fyrir mér. Undanfarið hefur maður hugsað að nú gæti leiðin ekki legið annað en uppá við. Og þá kemur þessi hörmung sem við horfðum á í kvöld. Fyrir leikinn sagði RB að leikmenn ættu enga afsökun og yrðu að vinna þennan leik. En mér er spurn: hvaða afsökun hefur hann fyrir síðustu leiki og er heppnissigurinn á móti Wigan ekki undanskilinn.

  29. hannes bjartmar sissoko var maðurinn sem var 12 maðurinn í liði marseille og þess vegna töpuðu LIV sissoko á að gera eitthvað annað en að spila fótbolta , í alvöru tala hann hefur alltaf verið lélegur ÞAÐ er staðreynd, ekki tala um það að hann hafi verið góðurí leik árið ???? ég bara skil ekki með þennan mann SELJA HANN EÐA GEFANN láta hann hætta og borga honum starfslokasamning þótt hann eigi hann ekki skilið bara losa okkur við hann,hann er og verður alltaf ellefti maðurinn sem breytir liðinu í T’IU manns

  30. Það vantaði Kuyt, með sína miklu vinnusemi sem er ótrúlega mikilvæg. þeir voru latir í kvöld, þ.e miðjan og sóknin og fékk vörnin því ekki nógan stuðning.
    Sissoko er ekki með hausinn rétt skrúfaðan á. Hann er ekki að fórna sér fyrir liðið.

  31. Hvað segið þið spekingar varðandi ummæli Bobby (#22)? Mér finnst þetta mjög athyglisvert að varpa því fram hvort brotthvarf Pako geti haft áhrif á móral og frammistöðu liðisins.

  32. Samala einsa kalda,, SISSKO það á að gefan en eg veit ekki hverjum ha kansi KR mer er svo illa við þa. Þetta var bara gott á rafa hann verður að nota menn sem kunna að spila fotbolta á miðjunni.

  33. einsi kaldi: ok þér þótti Sissoko ekki góður… punktur. Ég nenni varla að fara að verja neinn leikmann akkúrat núna EN ætla að gera það samt:

    Sunderland 0 – Liverpool 2
    Sissoko skoraði fyrra mark Liverpool og átti klassa leik.

  34. Góða kvöldið!
    Það er orðið langt síðan maður hefur verið jafn pirraður yfir leik Liverpool og núna í kvöld (og þá tek ég með í reikninginn undanfarna leiki líka). En það er eitt sem pirrar mig mjög mikið. Við sáum öll hve lélegur Sissoko var í þessum leik, mér dettur ekki í hug að vera með upphrópanir um að hann geti ekki neitt og það eigi að gefa hann eða selja, þetta var bara ekki hans dagur það er ljóst. Hann getur verið frábær varnartengiliður þegar sá gállinn er á honum eins og við höfum oft séð.

    En það sem pirrar mig er spurningin hvort Rafa hafi ekki séð það sem við hin sáum svo greinilega. Hann bara gat ekki rassgat í þessum leik og á þá ekki þjálfarinn að sjá það og skipta honum út fyrir annan sem skilar mjög líklega betri vinnu á miðjunni en hann, í þessu tilfelli hefði það líklega verið Mascerano. Ég hef hingað til verið stuðningsmaður Rafa, en eftir þennan leik og einnig síðustu leiki er ég farinn að setja stórt spurningmerki við getu hans til að koma Liverpool þangað sem það á að vera. Ég vona svo sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér, en ég er með óbragð í munninum yfir þessu.

    YNWA
    Ninni

  35. Ónýtt!! Algjörlega ÓNÝTT.. Ég veit ekki hver andskotinn var í hausnum á okkar mönnum í kvöld.. Þetta er fjári skammarlegt og leiðinlegt að horfá uppá svona frammistöðu! Sissoko hefði gott sem getað fengið rautt spjald strax! Þá væri jafntefli að minnsta kosti úrslitin! Jesús kristur þetta var gjörsamlega skelfilegt! Rafa Benítez getur troðið þessari róteringu sinni þar sem sólin skín eigi!!

    Takk Fyrir!

  36. Same shit, different day!

    Ég tek undir með einhverjum hérna að ofan, ég hef miklar áhyggjur af man-management hæfileikum Rafa. Liðið er andlaust leik eftir leik. Það þíðir ekkert að tala um uppstillinguna. Þó það vanti Kuyt, Agger, Alonso, Mascherano og þessa kalla í byrjunarliðið, þá á liðið sem stillt var upp í kvöld að klára Marseille á heimavelli. Andleysið er algjört og aldrei sér maður einfalda þrýhyrninga fram hjá mönnum eða bara eitthvað sóknarkyns af æfingasvæðinu. Ég veit ekki hvenær ég sagði þetta fyrst, en Benitez VERÐUR að ráða mann sem þekkir orðið “sóknarleikur”…en það orð er mjög líklega framandi í eyrum Rafa Benitez.

  37. Ég hef setið á mér í gagnrýni á spilamennsku liðsins í síðustu leikjum en nú er ekki hægt annað en að kommenta aðeins á liðið og stjórann.

    Að mæta í leik eins og þennan á heimavelli með Leto og Aurelio á vinstri kantinum voru taktísk mistök. Leto er efnilegur og gæti eflaust einhvern daginn orðið klassa kantmaður en í dag er hann langt frá því að vera klár í svona leik. Aurelio sem er að koma úr mjög erfiðum meiðslum og er í engu spilaformi á auðvitað ekki að byrja svona leik. Ef Riise eða Arbeloa væru meiddir myndi maður skilja ástæðu þess að nota Aurelio en ekki með þá heila.

    Sissoko var að spila sinn versta leik í búningi Liverpool sem ég man eftir. Þessi háa pressa Marseille gerði gjörsamlega út um spilamennsku hans. Í fyrri hálfleik kom hann nánast ekki boltanum á samherja og ekki var þetta mikið skárra í þeim síðari. Ekki hjálpaði til að Gerrard væri ennþá að spila sem skugginn af sjálfum sér við hliðina á honum inn á miðjunni. Sissoko er í miklu uppáhaldi hjá mér en þrátt fyrir það veit ég að svona leikir henta honum ekki hann er bestur í leikjum þar sem Liverpool þarft að standa af sér stórsóknir frá fyrstu mínútu. Við þurfum á honum að halda en Benitez verður að velja réttu leikina til að fá sem mest út úr honum. Munum að Sissoko er aðeins 22 ára.

    Þrátt fyrir að foringi liðsins Gerrard hafi verið ólíkur sjálfum sér í síðustu leikjum er ekki hægt að segja það sama um Carra fyrr en í kvöld. Þessir tveir leiðtogar liðsins voru því miður ekki upp á sitt besta og þá er ekki að spyrja að leikslokum.

    Auðvitað á Crouch rétt á því að fá að sanna sig en með spilamennsku eins og í kvöld gæti dvöl hans á Liverpool náð stoppistöð næsta sumar. Crouch má eiga það að hann vinnur flesta þessa bolta í loftinu sem sparkaðir eru fram á hann. En óskaplega kemur lítið úr úr því, vissulega þurfa samherjar hans að ná góðum hlaupum líka en oft er það þannig að boltinn berst bara eitthvert. Einnig er styrkurinn og hraðinn ekki til staðar. En það sem fer hvað mest í taugaranar á mér er þegar hann tekur við háum bolta, leggur hann fyrir sig og rekur hann síðan í átt að vörninni, Liverpool vörninni. Hvers vegna snýr hann sér nánast aldrei við með mann í bakinu og sækir á mark andstæðinganna. Sem dæmi: í kvöld sá ég Torres taka eitt til tvö hlaup í átt að vörn Marseille tilbúinn að taka við stungusendingu inn fyrir vörnina þegar Crouch var búinn að taka boltann niður, en í stað þess að snúa sér við (að marki Marseille) og senda inn fyrir á Torres rakti hann boltann upp að varnarlínu LIVERPOOL og sendi á Carra eða Hyypia. Þetta verður Crouch að laga annars eins og ég sagði áður er hann kominn á endastöð í búningi LFC.

    Mér fannst bitið í sókninni aukast mjög við innkomu Kuyt. Hann kom með þessa áræðni sem vantaði lengstum. Persónulega finnst mér Torres og Kuyt passa best saman sem framherjapar hjá Liverpool.

    Það má samt ekki gleyma að hrósa þeim Reina, Hyypia og Finnan sem áttu fínan leik að mínu mati. Vandamálið var að hinir í liðinu voru að spila undir getu. Torres reyndi eins og hann gat en vantaði alla aðstoð.

    Í kvöld vann þjálfari Marseille taktískan sigur á Benitez og það er eitthvað sem hlítur að svíða undan. Batnandi mönnum er best að lifa og vonandi mun Benitez læra af þessu kæruleysi í uppstillingu liðsins. Er ég annars einn um það að finnast spilamennska Liverpool hafa dalað síðan Paco hætti sem hægri hönd Benna. Manni finnst ríkja almennt andleysi yfir þessu og á köflum eins og menn hreinlega nenni þessu ekki eða eru einfaldlega ekki tilbúnir í átökin.

    Vonandi hrista menn þennan ósigur af sér fyrir helgina og klára Tottenham á heimavelli. En það gerist ekki ef liðið mætir andlaust og án lykilmann til leiks.

    Kv
    Krizzi

  38. Okkur vantar mann sem getur stýrt leiknum frá miðjunni. Gerrard er EKKI að gera það og virðist ekki hafa hugmynd um hvað á að gera á miðsvæðinu. Það vantar ákveðinn Xabi Alonso þarna inn sem veit hvernig á að stýra leiknum.

  39. Ég kom með þessa Pako umræðu hérna um daginn og menn gáfu nú lítið fyrir hana þá. Hvort sem það er málið eða ekki, þá er allavega auðvelt að benda á þetta.

    Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er það Benitez sem á að ráða fram úr brotthvafri Pako. Hann sagðist ekki þurfa mann fyrir hann(afhverju þurfti hann þá Pako?) og kannski eru það mistök. Benitez verður bara að taka ábyrgð. Ég hljóma kannski eins og mér finnist Benitez vera djöfullinn sjálfur í mannsmynd, en það er alls ekki. Ég er mjög hrifinn af mörgu sem Benitez hefur gert, en eins og Sigtryggur Karlsson benti á hérna fyrr í þessum þræði, þá hrannast mínusarnir hratt upp hjá honum þessar vikurnar.

  40. Mummi, ég er bara alls ekki sammála þér. Í fyrsta lagi var Xabi ekkert að spila neitt sérstaklega vel áður en hann meiddist. Í öðru lagi á einn maður ekki að vera munurinn á massífu liði(byrjun tímabils) eða liði sem lítur út eins og smástrákar(undanfarnir leikir). Það er eitthvað meira að en bara að Xabi sé meiddur, og því miður þá finnst mér öll spjót beinast að Benitez.

  41. magnús arnar ég talaði einmitt um það í ummæli 32 ekki tala um leik árið ???? og þú gerir það????? 1 leikur og það réttlætir hans mistök í 100 ???leikjum sissoko á að fara ,kanski er þettað slæma spil hjá liv út af brotthvarfi aðstoðamanna rafa, en menn verða að fara að gyrða sig (nema sissoko hann má fara ógirtur í burt) og sína að þeir geti spilað fótbolta .Í alvöru sjáið þið ekki skemda eplið

  42. You win some… you loose some! Rafa gerði mistök í kvöld það er ljóst. En það er mannlegt og við skulum ekki afskrifa einn né neinn.

    Vonandi verður þetta tap til þess að hrista upp í öllu liðinu. Ég er handviss um að þjálfarateymið sem og leikmennirnir eru hundfúlir út í sjálfa sig og vita manna best sjálfir að þessi frammistaða var hörmung.

    Krizzi: Vel skrifað og sammála flestu.

    einsi kaldi: úff…..

  43. Sælir drengir mínir.

    Eins og ég var nú reiður og pirraður eftir Birmingham leikinn þá ætla ég að leyfa mér að taka annan pól í hæðina í þetta skipti.

    Marseille lék frábærlega. Ég fer ekki ofan af því. Ég sá að einhver sagði þá hafa spilað varnarsinnað. Ég get ekki verið sammála því, er það varnarsinnað að pressa maður á mann hvern einasta mann á vellinum? Sama þótt hann sé aftasti varnarmaður?

    Mér fannst þessi leikur allt annars eðlis en Pourtsmouth og Birmingham leikirnir. Í þeim leikjum var liðið ekki að spila boltanum. Menn voru í kýlingum og voru að taka gjörsamlega óskiljanlegar ákvarðanir útúm allan völl.

    Ég hef ekkert slíkt út að setja á þennan leik. Við vorum einfaldlega pressaðir svo stíft, Marseille liðið spilaði mjög skynsamlega að öllu leyti. Varð aldrei átakanlega var við það að menn væru að taka heimskulegar illa ígrundaðar ákvarðanir.

    Að ýmsu leyti minnti þessi leikur mig á United-leikinn í fyrra á Old Trafford. Í fljótu bragði eru þetta einu tveir leikirnir sem ég man eftir seinustu tvö síson sem við höfum verið yfirspilaðir, tapað verðskuldað – frekar vegna góðs leiks andstæðinganna en eigin aumingjaskapar og lélegrar færanýtingar. Lélegri allan tímann, áttum aldrei skilið að vinna – andstæðingarnir einfaldlega betri og gerðu allt hárrétt.

    Áður en þið sakið mig um að vera viðbjóðslega spinndoktor Herra Rafaels vill ég koma því á framfæri að ég er mjög svartsýnn fyrir þetta tímabil og hef verið það frá upphafi. Það hefur ekkert með squad rotation systemið að gera og það hefur ekkert með þennan leik að gera.

    Það sem vantaði í þennan leik var grimmd. Andríki. Ef þetta hefði verið úrslitaleikur Meistaradeildarinnar – et cetera væri ég núna alveg trítilóður. En þetta var ekki úrslitaleikur Meistaradeildarinnar. Þetta var ekki leikur gegn Manchester United, þetta var ekki leikur sem hafði neina úrslitaþýðingu. Ef það væri hægt að velja einhvern leik á tímabilinu þar sem leikmennirnir eru ekki nógu graðir væri það leikur sem þessi. Leikur í annari umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

    Seinustu árin hefur okkur gengið mjög vel í meistaradeildinni. Andlausu leikirnir hafi hinsvegar oft á tíðum komið í fyrsta leik eftir landsleikjahlé eða – næst leik á eftri evrópuleik.

    Ég er tilbúin að veðja tölvunni minni sem ég skrifa þessi orð á að eftir þessa frammistöðu, eftir svona skell, eftir allar morðhótanirnar, vælið og skælið, alla þá slæmu umfjöllun og krítík sem þessi leikur mun hafa í för með sér munu okkar menn mæta alveg trítilóðir í Tottenham leikinn á laugardaginn. Trúið mér 3-0 sigur og ég er strax farinn að hlakka til.

    Því það er það sem við viljum er það ekki? Hversu oft hefur maður heyrt á haust: ,,Mér er skítsama um meistaradeildina núna, ég vill sjá árangur í deildinni!” ,,Rafa á að gefa skít í meistaradeildina, leggja alla áherslu á deildina.” Jafnvel hafa sumir haldið því fram að það væri ágætt að detta snemma útúr bikarkeppnunum svo við gætum einbeitt okkur að hinu heilaga grali.

    Næsti leikur er á laugardaginn. Þetta var enginn heimsendir. Hann var því sem næst þýðingarlaus í keppni sem er orðin allt að því þýðingarlaus fyrir okkur flesta. Einbeitum okkur að aðalatriðum.

    P.S. Reyndar hefði ég getað haft þessi færslu helmingi lengri með því að tjá mig um Steven Gerrard og hans frammistöðu. Ég kýs hinsvegar að sleppa því.

  44. Sælir félagar, ég hef ekki skrifað hér oft áður en vil biðja menn um að sýna þessum pósti smá þolinmæði þar sem hann endursepeglar eingöngu mína skoðun. Ég vil byrja á því að viðurkenna að ég hef aldrei hrifist af Rafa sem stjóra og hef ekki litist á árangur hans með liðið. Mín skoðun er sú að hann hafi fengið líflínu með því að vinna Meistaradeildina á fyrsta sísoni.
    Á sínum tíma með Houllier fengum við stjóra sem stjórnaði liðinu þannig að það ætti að spila trausta vörn byggja á skyndisóknum (lesist afturhaldssöm knattspyrna) og keypti nánast eingöngu leikmenn úr eigin landi(lesist voru franskir eða spiluðu í frönsku deildinni). Hér eru sjálfsögðu undantekningar en þetta á við um meirihlutann.
    Við erum í svipaðri stöðu í dag með Rafa, eini munurinn er að hann er spænskur og kemur úr spænsku deildinni.
    Það er hægt að lista upp alla leikmennina í liðinu og gefa þeim einkunnir fram og til baka en mín skoðun er að þetta byrjar allt á stjóranum. Það er hans að raða saman liðinu og tryggja að mórallin og viljinn sé þannig að menn koma ákveðnir og með sigurvilja í hvern leik. Það er ekki hlutverk Hyypia eða Crouch. Það er langt síðan að okkar menn hafi leik eftir leik komið dýrvitlausir inn á völlinn hvor sem þeir eru að fara að mæta Chelsea eða Birmingham. Mér finnst of oft leikmenn rölta inn á sviðið hálf-áhugalausir eða ekki alveg fókuseraðir og það er nánast undantekningarlaust ávísun á slæm úrslit.
    Byrjunin á þessu sísoni gaf virkilega von um betri tíma og ég sá fram á að þurfa að éta hattinn minn fyrir félaga mína sem eru poolarar, en svo virðist sem er að ég geti andað rólega með það eitt sísonið til viðbótar. Við þurfum að öllum líkindum að bíða eftir stjóranum sem mun færa okkur titilinn. Mín skoðun er að Rafa muni ekki takast það.

  45. Fyrsta stórslysið eftir lélega frammistöðu undanfarið. Það sem pirrar mig mest er að þarna koma inn leikmenn eins og Crouch, Leto, Aurelio o.fl. sem þurfa að herma eftir Yossi í undanförnum leikjum og sýna hvað þeir geta – en þeir virðast ekki einu sinni leggja sig fram og sýna algjör andleysi. Það er óásættanlegt.

    Tap í meistaradeildinni er þó ekki jafnslæmt og í deildinni. Menn geta borgað fyrir það síðar – fyrstu 2 sætin í riðlinum er það eina sem skiptir máli.

    Nú er bara að girða sig í brók og láta stjórn Tottenham reka Martin Jol á sunnudagskvöldið.

  46. Hef auðvitað áhyggjur af spilamennsku margra leikmanna í liðinu. Hins vegar er nú ansi hreint snemmt að fara að henda legvatninu eins og Chelsea eigandinn gerði. Vel má vera að brotthvarf Pako Ayasterian hafi verið mönnum þungbært, en þó sennilega engum meira en hans besta vin, Rafael Benitez. Menn skulu nú samt ekki gleyma því að umræddur Pako er HÖFUNDUR squad-rotation hefðarinnar, með púlsmæla, blóðþrýstingsmálband og mjólkursýrutest í aðalhlutverki. Las viðtal við hann eftir fyrsta tímabilið þar sem það kom algerlega í ljós. Þannig að ef menn fíla ekki rotationmálið þá geta þeir ekki líka saknað Pako.
    Ég er sannfærður að liðsval Benitez í kvöld sýndi enn frekar þá áherslu sem hann leggur á deildina. Í alvöru talað, Leto, Aurelio, Sissoko OG Crouch? Hef mikla trú á að við sjáum Babel, Mascherano, Arbeloa (sem hafði spilað allar mínúturnar fram að kvöldinu í kvöld), Voronin og Pennant á móti Tottenham. Ég verð þá bara að éta það ofan í mig á sunnudaginn, ef liðið spilar jafn illa þá.
    Langar svo aðeins að benda þeim á sem tala um eins manns lið að Steven Gerrard hefur misst af tveimur heilum leikjum í vetur, sigrinum á Sunderland og rústinu móti Derby. Kannski er bara málið það að hann er ekki í standi til að leysa miðjuhlutverkið eins og hann á að gera……

  47. Svo er ég hjartanlega ósammála því að menn séu andlausir. Sigurinn á Wigan, 1-0 vannst á andanum einum saman. Eins og lélegir leikir United í gær og Chelsea í kvöld. Eins og hnefaleikakeppnin sem við unnum í Reading í síðustu viku.
    Liðið var ekki að spila vel í kvöld, en síðustu tveir leikir voru að mínu viti ekki andlausir.

  48. Jæja drengir.
    Það er tvennt sem stendur upp úr í kvöld:
    – Liðið hefur ekki spilað vel síðan Pako fór, face it.
    – Alonso er mikilvægari en menn grunar.

    Ergó:
    Við verðum medium lið án þeirra. face it.
    Skítt með squad rotation, skítt með öll stóru nöfnin.

    Eigum við að fara yfir síðustu leiki: (lesiði skýrslurnar) núll fokking núll over and over again. Einstaka grísamark, einstaka mark fengið á sig.
    ATH: Reading leikurinn telur ekki !!!

  49. Benni Jón, auðvitað á einn maður ekki að vera svona mikilvægur en bottomline-ið er að það er enginn að stýra skútunni á miðjunni. Það vantar Alonso til þess að vera í þessu stutta spili og halda hlutunum saman. Með því að hafa Alonso þarna til að sjá um spilið þá getur Gerrard gert sem hann er bestur í.

  50. Ja hérna…!!!!

    Fyrsti leikurinn sem ég missi af á þessari leiktíð! Ég var í feitri fýlu heima hjá börnunum mínum þar sem konan varð að vera annars staðar. Og þar sem ég er ekki með Sýn –ástæðan einföld .. Ég vil ekki vera í viðskiptum við 365-fjölmiðla. Við þekkjum öll þá “ellu”. Ekki meir um það.

    En hvað ég var heppinn. Vinur minn hringdi reglulega af Players og lét mig vita af gangi mála og ég held ég hafi aldrei heyrt hann jafn brjálaðan yfir spilamennsku okkar manna. Og höfum við ýmsa fjöruna sopið í þeim efnum!!! Vanalega er það ég sem tuða og hann er mótvægið við þunglyndið í mér!!! En var ég í hlutverki Sála..yfir síman ..í þetta sinnið.

    Hvað er að gerast?? Eftir leikinn gegn Portsmouth hefur ekki staðið steinn yfir steini hjá okkar mönnum sóknarlega fyrir utan Carling Cup leikinn.
    Og greinilega var frammistaðan í kvöld til að kóróna andleysið og getuleysið fram á við.

    Getur verið að Benites sé of varnarsinnaður þjálfari? Getur verið að Benites setji of mikla pressu á menn að gera nú engin mistök?? Eitthvað er ekki að virka þessa dagana. Ég kaupi ekki þá skýringu að hópurinn hjá Liverpool sé bara einfaldlega ekki nógu sterkur. Sú skýring gengur ekki upp í huga mínum. Getur verið að brotthvarf Pako og meiðsli Alonso og Aggers séu skýringin??

    Ég ætla að leyfa mér að hallast því fyrst nefnda. Að Benites sé of varnarsinnaður þjálfari þegar litið er á stóru myndina. Það er þjálfarans hlutverk að blása mönnum baráttuanda í brjóst til að sækja og sækja. Ég er farinn að verða þeirrar skoðunar að Benites sé með einum eða öðrum hætti að bregðast hlutverki sínu þarna ..í það minnsta um þessar mundir.

    En þrátt fyrir að vera þessar skoðunar dettur mér ekki í hug að stökkva til og segja ..rekum hann ..rekum hann. Benites hefur svo sannarlega unnið til þess að honum sé gefinn í það minnsta þessi leiktíð og næsta leiktíð til að gera atlögu að Enska Meistaratitlinum. Einhverjir segja ef til vill…skítt með alla Evrópuhefð o.s.frv. Burt með Benites. En þeir sem segja það eru blindir af hungri í Enska Meistaratitilinn.

    Ef til vill er Benites ekki maðurinn til að leiða Liverpool að Sigri í Úrvalsdeildinni?? En ..ég í það minnsta er reiðubúinn að leyfa honum að njóta vafans mun lengur. Ég er ekki búinn að gleyma Istanpul 2005 og ef út í það er farið.. Aþenu 2007!! Það er asskoti góður árangur að vera í úrslitum Meistaradeildar tvisvar á þremur árum. En kannski eftir frammstöðu kvöldsins þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því að verða í úrslitaleik Meistardeildar Evrópu þrisvar á fjórum árum??!! En man einhver eftir riðlakeppninni 2005?? Ég man eftir henni. Og ég gleymi aldrei leik á móti Olympiacos á Anfield í riðlakeppninni. Það er allt mögulegt!!!

    Stóra prófið hjá okkar mönnum er á Sunnudaginn.
    YNWA

  51. Þetta var mjög döpur frammistaða. Hingað til hef ég verið rólegur yfir frammistöðu liðsins og þrátt fyrir þessa hörmung ætla ég að leyfa mér að vera það áfram. Hins vegar mun þolinmæði mín fljótlega bresta ef liðið fer ekki að sýna sinn styrk. Ég ber mikla virðingu fyrir Rafa en þessar róteringar hans finnst mér vera að syngja sitt síðasta. Mér finnst liðið aldrei ná almennilegu flugi vegna þessara sífelldu róteringa.

  52. Sissoko er engin maður í hlutverk Xabi, við vitum það allir. En Mascherano er mun nær því að geta valdið því hlutverki, hvers vegna í óskupunum var hann ekki í byrjunarliðinu….eða kom inná þegar ljóst var að Momo átti eins slæman dag og raunin var? Benitez einn getur svarað því.

    Kaupi ennþá ekki þá skýringu að sendingargeta Xabi sé rót alls vanda. Vissulega hjálpar ekki til að hann sé meiddur, en vandamálið er miklu meira og dýpra en það af mínu mati.

  53. Hahahaha, rólegir drengir.
    Dramadrottningar.is fer að vera rétt url á þessa síðu, amk ummælahlutann.
    Liverpool fer auðvitað upp úr þessum riðli og þessi úrslit gleymast. Það eiga öll góð lið skítaleiki við og við, málið er að vaða ekki í saurnum reglulega.
    Leiðin liggur bara uppávið.

  54. magnús agnar (sorrý kallaði þig arnar )hvað er úff? í ummælum 49, annars strákar er ekki tími dapra daga hjá LIV búnir og við blasir björt tíð og blóm í haga (þótt vetur sé að nálgast frostblóm eða rósir)ég held að liv rýfi sig upp og fari að sýna sitt rétta andlitog fari að spila með allan sinn frábæra mannskap (sleppa sissoko ha ha ha ha )

  55. það er ekkert víst að Liverpool fari upp úr riðlinum, líklega þurfa a.m.k. 3 af 4 leikjum sem eftir eru í riðlinum að vinnast… þetta verður ströggl, en maður verður að vona það besta

  56. Xabi Alonso er minn uppáhaldsleikmaður. En ég fæ ekki séð hverju hann hefði breytt í þessum leik. Hann hefði ekkert fengið meiri tíma á boltan í þessum leik en aðrir. Ef hann hefði þá eitthvað fengið boltann.

  57. Lítið hægt að segja eftir þennan leik, hélt að liðið myndi rífa sig upp úr lægðinni sem það hefur verið í. Frábær stemmning á pöllunum en liðið haggaðist ekki. Hef mitt álit á Sissoko en ætla ekki að fara rakka hann niður sérstaklega þar sem hver einasti leikmaður var með skítinn í buxunum þessum leik, fyrir utan Reina.

    Ljóst að liðið verður að fara í algjöra naflaskoðun. Það má telja þau færi á fingrum annarar handar sem liðið hefur skapað sér í undanförnum leikjum í stórum keppnum.

    Björtu hliðarnar að þrátt fyrir slaka frammistöðu undanfarið eigum við möguleika á að ná öðru sæti í deild, fara áfram í meistaradeild og komnir áfram í deildarbikar. En það er ekki seinna vænna fyrir liðið að fara rífa sig upp úr því sleni sem það hefur verið í.

  58. hvet alla til að kíkja á leikræna tilburði DIDA í kvöld…. einhver magnaðasta frammistaða sem maður hefur séð í leiklistinni síðan Rivaldo var uppá sitt besta á HM 2002… að sjálfsögðu skammarlegt að áhorfandi komist inná, en að láta bera sig útaf er hlægilegt

  59. Ef Benitez spilar Arbeloa, Babel, Mascherano og Kuyt á móti Tottenham, (ásamt Carra, Gerrard, Pennant og Torres), þá er ég alveg tilbúinn að fyrirgefa þessa frammistöðu. Við erum búnir að rúlla þessari Meistaradeild upp undanfarin ár og núna er kominn tími á DEILDINA. Ef að það þýðir að við þurftum að upplifa staka Evrópuleiki með Aurelio og Leto á köntunum (Guð hjálpi okkur!), þá verður bara að hafa það. Deildin er bara svona miklu, miklu mikilvægari okkur líkt og Meistaradeildin er “hinn heilagi gral” ef svo má að orði komast fyrir hin þrjú toppliðin í EPL. Eitt stig og neðsta sæti í þessum riðli og snemma út úr öllum bikarkeppnum þess vegna, ef það er það sem þarf til að gera atlögu að Englandsmeistaratitlinum.

    Í sambandi við ummæli nr.50, þá minni ég á útileikinn á Emirates í fyrra. Alveg hræðilegur leikur, sá lélegasti sem Xabi hefur spilað fyrir okkur að mínu mati.

    En nú er bara um að hysja upp um sig og senda Martin Jol með kvöldvélinni heim til Hollands á sunnudaginn!

  60. Ég held í rauninni ad thetta tap hafi verid thad besta sem gat sked, stadreyndinn er su ad vid høfum ekki spilad vel i sidustu leikjum en einhvernveginn nád ad safna stigum. Ég bind vonir vid thad ad lidid vakni eftir thetta af annars værum svefni. Ég trúi thvi líka at thetta sé ekki spurning um hverjir spila heldur hvernig menn koma stemmdir til leiks. Ad koma og spila leik af eins mikklu áhugaleysi eins og í gær er bara ekki ásættanlegt.

  61. Enda var púað á leikmenn frá Kopstúkunni í enda leiks… Enda var þetta sennilega einn lélegasti leikur sem ég hef séð hjá Liverpool ever.. a.m.k. man ég ekki eftir öðrum eins leik!

    En vonum að þetta lagist sem fyrst… 1 skot að marki til dæmis núna…. Robinson tvímælalaust veikandi hlekkur Tottenhamliðsins… En það þarf að koma fleiri skotum en 1 til að vinna Tottenham geri ég ráð fyrir….

    YNWA:)

  62. Menn eru að tala un andleysi og fleira í liðinu, og rafa ekki ná að kíla menn upp fyrir leiki. Nema þá mjög stóra leiki þar sem maður sér liðið berjast út í eitt. En svo koma leikir á móti fyrirfram lélegri liðum og þar eru menn ekki að nenna þessu. Svipað og þeir séu staddir í matarboði hjá sisturdóttur langömmu sinnar og ekkert nema leiðindinn hjá þessu gamla fólki.

    Ég skil allveg að menn séu pirraðir út í rafa að ná ekki að peppa menn upp fyrir leiki. En andskotinn þarf að pappa menn voðalega upp fyrir hvern leik. Ef ég væri með mann í vinnu og væri að borga honum þau laun sem þessir menn eru að fá. Þá færi ég fram á það að sá starfsmaður gefi sig 400% í hvern leik og æfingu. Ég væri til í að sjá svona árangustengd laun í fótboltanum. Þannig að menn fá grunnlaun og svo bónus fyrir hitt og ef liðið er að standa sig ágætlega þá geta menn náð þessum launum sem þeir hafa í dag, en eins og LFC er búið að spila þá væru flestir að fá svona c.a. 140.000 ísl krónur á mánuði.

    Það vantar mikið upp á hugarfarið hjá mönnum og það er ekkert endilega þjálfaranum að kenna. Það eru menn inn á milli sem eru að standa sig og allavega vilja vel á meðan sumir eru í þessu matarboði daginn inn og út.

  63. Ég trúi því varla að ég sé að rita þetta en; síðustu 5 leikir minna óneitanlega á hið andlausa og leiðinlega lið sem lék undir stjórn GH hér um árið.

    Andleysið drípur af mönnum og hver sóknaraðgerð svo hæg að klukkan virðist ganga aftur á bak. Ég hef alla tíð stutt Rafa Benitez og það sem hann hefur verið að gera. En nú er mælirinn að fyllast. Leikur liðsins verður að batna núna strax !!

    Ég man að ég sagði við félaga minn eftir Portsmouth leikinn um daginn að þetta væri spark í afturendan og við myndum bæta okkur í næsta leik.

    Ég sagði það sama eftir Birmingham leikinn…

    …og það sama eftir Wigan leikinn.

    En ég er ekki svo bjartsýnn lengur. Það eina sem ég sé þegar ég lít til baka á þessa leiki er hve mikill svipur er á liði Rafa í dag og liði GH undir það síðasta.

    Come on you Reds !!!

  64. Þetta var fínn leikur. Betra liðið vann, og það með stórkostlega fallegu marki sem besti leikmaður vallarins átti aldrei séns í að verja.
    Benitez er búinn að tjá sig og er auðvitað hundfúll, segir alla hafa verið lélega, sem er hárrétt. En hvernig má það vera að 10 manns (allir nema Reina) séu lélegir á heimavelli í Evrópukeppninni? Auðvitað er það ekki Sissoko eða Leto að kenna. Ekki var það Sissoko sem dró treyjuna fyrir andlitið á Gerrard í lokin. Manni virðist virkilega vanta eitthvað til að mótívera þessa leikmenn. Ekki veit ég hvað það á að vera (Pako?), en eitthvað er það sem vantar þegar heilt lið af dýrum leikmönnum spilar einsog KR.
    Respect,
    Biscant

  65. Einhvernveginn efast ég um að nokkur leikmaður í þessum hópi hafi ekki sigurvilja og leggji sig ekki fram.

    Málið er bara að menn virðast ekki hafa skýr fyrirmæli um hlutverk sitt í liðinu. Og eru þar af leiðandi óöruggir þegar þeir eru að spila.

    Ímyndið ykkur miðjumanninn sem nær svakalega vel saman við kantmann x og striker y á laugardegi…er að finna hlaupin hjá báðum svaka vel og þeir eru að loka svæðin fyrir hann á móti. Svo á miðvikudegi er kominn kantmaður xx og striker yy og þeir eru með öðruvísi hlaup og loka öðruvísi… fyrir utan það að þú ert sjálfur kannski kominn framar eða aftar á völlinn útaf því að þú ert kominn með nýjan miðjufélaga og þarft að aðlagast honum.

    Ég persónulega held að það versta sem þú getur gert er að spila ekki mönnum sem hafa verið að standa sig. Þá vita þeir ekki hvers er ætlast af þeim næst þegar þeir stíga inn á völlinn.

    Auðvitað skilur maður að það þurfi að rótera með jafn marga og erfiða leiki og raun ber vitni. Og það er síendurtekið efni að Rafa róterar ekki mikið meira en Ferguson og Mourinho til dæmis. En lykilmenn Man Utd. og Chelsea eru alltaf í sínum stöðum þegar þeir eru í heilu lagi. Lampard er t.d. ekkert úti á hægri kanti og Ronaldo, Scholes og Tevez þurfa ekkert að efast um það að þeir verði í liðinu ef þeir eru búnir að vera að standa sig.

    Ljósi punkturinn í gær var að Rafa þorði að gera róttækar skiptingar þegar ekkert var að ganga. Hingað til hefur manni þótt hans helsti galli vera mikill einstrengingsháttur með að halda sig við það sem hann lagði upp með í byrjun leiks of lengi. En menn læra svo lengi sem þeir lifa og greinilegt að karlinn var ekkert of ánægður í gærkvöldi. Vonandi boðar það slæmt fyrir Tottenham um helgina.

  66. Sælir félagar.
    Þetta er mitt síðasta innlegg í þennan þráð. Enda erum við búnir að væla okkur nánast dauða. Og þá er að klára það verk og væla sig alveg dauðan.
    Ég hefi miklar áhyggjur af Tottenham leiknum. Hvenær hefur liðið komið upprifið og brjálað inn í deildina eftir Evrópuleiki??? Svar: aldrei. Aldrei!!!! og hvað er í spilunum sem segir að þeir geri það núna. Ekkert!! Ekkert!!!!!!! Eftir 3 – 4 undanferna leiki (Reading leikurinn er utan talningar) hefa menn sagt að nú sé botninum náð og nú liggi leiðin bara upp á við. Hver er niðurstaðan. Liðið hefur sigið neðar og neðar. Og í síðasta leik náði það nýjum og áður óþekktum lægðum í leik sínum. Og enn segjum við að nú liggi leiðin bara upp á við. Fyrir mér er sá möguleiki fyrir hendi að liðið verði að dóla í nýju lægðunum sínum – um því miður óákveðinn tíma. Það er ekkert sem segir að Benitez geri eitthvað sem rífi liðið upp. Hann hefur ekki sýnt að hann geti peppað menn til að taka 200% á. Hver ætli hafi peppað menn í hálfleik þegar menn komu inná í seinni og hirtu Evróputitilinn fyrir framan nefið á Mílan sem taldi sig vera búið að vinna þann leik. Mér er til efs að það hafi verið Rafa. Líklegra að það hagfi verið maður sem ekki er til staðar lengur. Þes. Pako.
    Nei félagar ég hefi miklar áhyggjur af leiknum á sunnudaginn og hefi fulla ástæðu til. Því miður.

  67. Ég enda mín komment á því að benda á að Rafa var jákvæður 🙂

    Asked whether there was anything positive to take from the contest Benítez paused for a moment. “Yes,” he replied. “It has finished.”

  68. “Getur verið að Benites sé of varnarsinnaður þjálfari? Getur verið að Benites setji of mikla pressu á menn að gera nú engin mistök??” (#57).

    Eru menn í alvöru að fatta þetta núna á fjórða tímabili? Eins mikið og Valencia valtaði yfir Liverpool þegar Benítez var með þá, þá voru Valencia aldrei þekktir fyrir áferðafallega knattspyrnu á sínum tíma frekar en núna.
    Mjög áhugavert viðtal sem var linkað á hér á síðunni um daginn við Ryan Babel sýnir enn fremur fram á þetta því Hollendingurinn segir að Benítez hafi aldrei minnst á hann einu orði hvað hann vill fá frá honum sóknarlega.
    Nú er ég ekki mikill aðdáandi varnarsinnaðra þjálfara eins og Benítez, Mourinho, Capello et al en ég er búinn að gefa Rafa séns frá því hann kom þótt ég hafi vitað vel hvernig knattspyrnu hann spilar í þeirri von að það myndi skila árangri. Þótt liðið sé búið að spila eins og litlar kellingar síðustu 5-6 leiki í röð þá er þetta samt ekkert búið. Sbr.hvernig Liverpool komst upp úr riðlinum í CL 2004/2005 og þegar Valencia urðu meistarar (byrjuðu tímabilið illa en fóru svo á langt run).
    Get ennþá séð Liverpool vinna titilinn í ár en menn ættu aldrei á neinum tímapunkti búast við að það verði fallegt áhorfs.

  69. Þetta var hræðileg frammistaða og í takt við síðustu 3-4 leiki liðsins, fyrir utan Deildarbikarleikinn. Það er eitthvað andleysi ríkjandi í leik liðsins, ég kann ekki skýringar á því. Benitez verður að ráða fram úr þeim vanda. Marseille átti þennan sigur fyllilega skilinn enda mun betra liðið á vellinum. Ég gat ekki séð að þeir væru að spila eitthvað sérstaklega varnarsinnaðan bolta heldur pressuðu þeir Liverpool liðið aftur á völlinn, voru mun hreyfanlegri án bolta og viljugri til að vinna alla 50/50 bolta. Fyrir vikið var vörnin hjá Liverpool að skila háum boltum fram völlinn sem engu skiluðu.

    Það voru flestir lélegir í þessum leik, ég ætla ekki að segja Rafa fyrir verkum en það að vera með báða miðjumennina á gulu spjaldi gengur ekki. Sissoko var að spila hræðilega og með gult spjald á bakinu var hann nánast gagnslaus. Þá hefði Mascherano átt að koma inn á til að þétta miðjuna.

    Nú eru okkar menn í verulega slæmum málum í Meistaradeildinni en ekki er öll nótt úti enn. Framundan eru tveir leikir gegn Besiktas og þeir verða báðir að vinnast til að Liverpool eigi einhvern séns. Ef það tekst taka við tveir úrslitaleikir í riðlinum gegn Porto og Marseille, sem vonandi reita stig hvort af öðru í næstu tveimur umferðum. Ef Liverpool finnur sitt gamla Meistaradeildarform þá tekst þetta. Ef ekki, þá getum við búið okkur undir að horfa á útsláttarkeppnina eftir áramót án Liverpool!

  70. Það er bara ekki í umræðunni að liðið spili illa á fimmtudaginn, undirritaður er á leið á Anfield í fyrsta skiptið og ég er ekki að fara alla þessa leið til að horfa á mína menn spila illa.

    En þetta verður verulega fróðlegur leikur, bæði lið hafa þó nokkuð að sanna, bæði fyrir sjálfum sér og aðdáendum sínum. Hugsa að það verði því ákaflega auðvelt að módivera leikmennina í báðum liðum og að baráttan verði því í fyrirrúmi á sunnudaginn!!!

    Áfram Liverpool, Stjáni

  71. Þetta er einfalt mál. Rótin að hörmulegri spilamennsku Liverpool undanfarið er brötthvarf Pako! Benitez þarf annað hvort að fara á skeljarnar og grátbiðja Pako að koma aftur eða þá að finna einhvern betri aðstoðarmann en Pako því að þetta gengur ekki lengur svona!!

  72. Ég er með hina fullkomnu lausn. Eins og Sævar Sig bendir á þá er maður sem hefur unnið ensku deildina á lausu – Jose Mourinho – “The Special One”.

    Ég vil hreinlega fá Jose til að stjórna þessu Liverpool liði. Það vantar alvöru control á þetta lið og er Rafa að komast á endastöð eins og þetta lítur út þessa dagana. Hann hefur fengið tugi milljóna til að bæta liðið en liðið verður bara slakara og slakara eftir því sem á líður. Benitez hefur ekki verið að gera neitt með þetta lið síðan hann vann Meistaradeildina á fyrsta ári. Eftir það hefur liðið nánast engum framförum tekið og er það hrein skömm. Hann lætur lélega knattspyrnumenn (Sissoko m.a.) leika og virðist ekki skilja hvað þarf til að ná árangri í Englandi.

    Vissulega er Jose ekki “uppáhalds” maður margra, en? Já hann nær árangri.

    Með Jose vil ég fá Pako Ayasterian sem greinilega á ansi mikið í árangri Liverpool seinustu ár. Það er alla vega ekki sjón að sjá LFC eftir að hann fór, liðið er andlaust og hefur engan vilja til að ná árangri.

    Oft vill svo verða að menn þora ekki að gera breytingar fyrr en það er orðið of seint. Ef við ætlum að vinna Premíuna þetta árið þarf að gera breytingar STRAX. Ef að við ætlum upp úr riðlinum í CL þarf að gera breytingar NÚNA. Ég biðla til Bandaríkjamannanna sem vilja árangur að vera ekki of seinir að þora að gera breytingar sem munu valda enn einu vonbrigða seasoninu fyrir okkur Liverpool menn.

    Stígum skrefið, fáum mann sem hefur og getur unnið sterkustu deild Evrópu . Mann sem kann á deildarfyrirkomulag og mann sem fær það besta út úr sínum mönnum.

  73. Það er mjög gott að vera vitur eftirá og gagnrýna það að Aurelio og Leto hafi verið í liðinu. Þessir leikmenn sönnuðu það með góðri frammistöðu gegn Reading í bikarleiknum fáeinum dögum og sem squad players, verða þeir líka að spila. Það sem fór með liðið í kvöld var ekki uppstillingin helr frammistaða leikmanna í leiknum. Ef Riise og Babel hefðu verið með er ég ekkert viss um að við hefðum verið eitthvað betri. Það virkaði bara slen yfir liðinu allt kvöldið og þeir væru aldrei að ná sér á strik frá fyrstu mínútu leiks. Afhverju? Marseille! Þeirra þjálfari lagði upp að láta þá pressa stanslaust á LFC leikmenn og gefa þeim engan séns sem er akkúrat það sem Benitez gerði með LFC árið 2005 þegar hann hirti dolluna. Þegar þú hefur ekki stóru nöfnin að þá getur þú allavega gert öðrum liðum lífið leitt með því að pressa stanslaust….við hljótum að þekkja þetta sem Íslendingar verandi alltaf smærra liðið. En ég Nafni minn Gerets vann gott starf í kvöld (gærkvöldi). Hættum svo að hugsa um þetta rugl. Við þurfum að rífa okkur upp fyrir helgina og reyna ð tapa ekki fyrir Tottenham því ég er skíthræddur fyrir þann leik.

  74. Ég er ekki allskostar sáttur við spilamennsku liðsins í dag en þetta kann að vera tímabundin niðursveifla, við vitum það ekki. En allt í einu virðist það vera útbreidd skoðun að Pako hafi verið hinn raunverulegi stjóri liðsins, bara af því að hann er farinn og í 4-5 leiki hefur liðið spilað illa. Ég er meðvitaður um mikilvægi Pako, en eigum við ekki að gefa liðinu aðeins fleiri leiki áður en við endurskrifum söguna og gefum Pako allan heiðurinn af árangri liðsins á síðustu árum? Síðar kann að koma í ljós að hann hafi spilað ómissandi rullu en sumir hér virðast hafa betri upplýsingar en ég og fullyrða að án hans sé Liverpool glatað. Það er fljótfærni!

    Það er ekki rétt hjá Stb (80) að liðið hafi ekki tekið framförum frá Istanbul 2005. Tímabilið 2005/2006 náði liðið 82 stigum í deildinni sem er það hæsta síðan liðið vann deildina síðast (held ég). FA Cup vannst þá og síðan fylgdi annar úrslitaleikur í Meistaradeild. Óþarfi að þylja þett upp finnst mér enda eiga menn að vita þetta!.

    Eftir stendur að liðið er enn taplaust í deildinni og 4 stigum frá toppnum. En ég skil það vel að menn séu ósáttir, ég er það líka. Skilaboðin sem liðið er að senda okkur stuðningsmönnum með spilamennsku sinni eru ekki jákvæð. Um það ættu flestir að vera sammála!

  75. Það eina góða við gærkvöldið var bjórinn sem ég drakk. Án hans hefði ég dáið úr leiðindum. Þvílík hörmung hjá liðinu. Og ég held að Benni verði að átta sig á því að það dýrt að vera tilraunastarfsemi í svona stórum leikjum. Hann hlýtur að hafa týnt lyfaboxinu sínu.

  76. When you walk through a storm
    hold your head up high
    And don’t be afraid of the dark.
    At the end of a storm is a golden sky

    And the sweet silver song of a lark.
    Walk on through the wind,
    Walk on through the rain,
    Tho’ your dreams be tossed and blown.

    Walk on, walk on with hope in your heart
    And you’ll never walk alone,
    You’ll never, ever walk alone.
    Walk on, walk on with hope in your heart

    And you’ll never walk alone,
    You’ll never, ever walk alone!!!

    Kannski er ég að misskilja þennan texta eitthvað en ég hef allavega túlkað hann þannig að maður eigi að standa með liði sínu í gegnum súrt og sætt.
    Eftir leikinn á móti Derby 6-0 var það sætt, „okkar tími loksins kominn“ sögðu margir og núna þegar það er orðið súrt og virðast menn vera snúa baki við þjálfaranum, fyrirliðanum og í raun liðinu sjálfu. Væntanlega eigum við eftir að eiga slæma daga og tapa stigum og ef menn geta ekki höndlað það án þess að leggjast í krónískt þunglyndi þá er eitthvað að hjá þeim einstaklingum en ekki liðinu, ég er samt ekki að neita því að þetta sé ein versta frammistaða liverpool í mörg ár en útfrá því sé ég bara góða hluti þ.e.a.s. when you hit rock bottom there’s only one way and that’s up
    takk fyrir mig

  77. Anton, ég stend með liðinu eins og ávallt. En get ekki látið þetta ganga yfir mig lengur. Við erum ekki á réttri leið og get ég ekki sætt mig við það. Unun mín á þessum klúbbi er einfaldlega of mikil til að sætta mig við það að LFC verði enn ekki númer 1 á Englandi.
    Það er til lausn til að breyta þessu ástandi. Lausn sem ég benti á. Lausn sem inniheldur mann sem hefur gert þetta áður, mann sem hefur “walked the walk”.

    Ég labba enn með von í mínu hjarta og veit að bak við storminn er enn gleðitímabil mikið. En hvað mun þessi stormur eiginlega vara lengi???? Önnur 17 ár á titils í ensku deildinni? Ég get ekki beðið svo lengi og vil fá breytingar.
    Það þýðir þó ALLS EKKI að ég standi ekki með mínu liði í gegnum súrt og sætt. Ég stend meira að segja svo mikið með mínu liði að ég er tilbúinn að gera ALLT til að vinna titil. Ekki efast um hversu mikill stuðningsmaður ég er og fleiri. Við viljum að okkar liði gangi vel, ekki efast um það í eitt millisekúndubrot.

    Áfram Liverpool

  78. Kæri Anton, ég er sammála Stb… ég man vel eftir síðasta gullaldarliði Liverpool, strákunum hans Kenny Dalglish og þess vegna á ég mjög erfitt með að sætta mig við þetta bull…og er búinn að horfa á allt of mikið bull með Liverpool í allt of langan tíma.

    Ég held að enginn stjóri eða leikmaður Liverpool geti nokkurn tíman kvartað yfir því að þeim hafi ekki verið gefinn séns af aðdáendum liðsins…og í mörgum tilfellum hefur það verið mun meiri séns heldur en þeir hafa átt skilið og heldur en þeir hefðu fengið á nokkrum öðrum stað.

    Ég get gefið Rafa séns fyrstu þrjú árin á meðan hann byggir upp lið og fær meiri pening en áður…en þegar spilamennska og holning liðsins batnar ekkert á þessum þremur árum þá má alveg gera athugasemdir við það.

    Hættið svo þessu bulli með Pako… við erum að tala um lið sem tapaði fjórða hverjum leik í fyrra með hann á bekknum.

  79. Ok ég skal alveg viðurkenna að auðvitað eru sannir aðdáendur sem líta á björtu hliðarnar og styðja Liverpool í gegnum súrt og sætt, en á meðan Jose Mourinho segist ekki ætla að þjálfa á Englandi næstu árin og á meðan Rick Parry er stjórnarformaður Liverpool þá er hann ekki að fara koma.
    Og Daði það var nú bara í fyrra þegar stuðningsmenn Liverpool bauluðu á liðið á hverjum(kannski ekki hverjum en mjög oft) treyjur Steven Gerrards voru brenndar, menn vildu reka Benitez fyrir að nota hið mjög svo umdeilda “rotation” kerfi samt komst liðið á réttan kjöl í lok leiktíðar þökk sé því og við komumst í úrslit meistaradeildarinnar. Samt er ég alveg sammála því að liðið þarf að komast í gang núna! ekki eftir áramót ekki í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar (ef við komumst þangað þ.e.a.s.) Ég er bara þeirrar skoðunar að það sé ekki rétt að gagnrýna stjórann alltaf þegar illa gengur gefa Benitez séns og ef liðið kemst ekki á réttan kjöl þá á hann vissulega skilið að taka pokann sinn og ég skal éta ofan í mig öll orð sem ég sagt um hann en þangað til mun ég styðja heilshugar við Rafa Benitez. Og varðandi þetta með Pako það getur vel verið að þetta hafi eitthvað/mikið með hann að gera en það kemur maður í manns stað og það er til nóg af mönnum sem vilja starfa með Liverpool við þurfum bara að finna þann rétta
    þetta er bara mín skoðun og ef enginn er sammála henni þá er það í fínu lagi enda styð ég Liverpool og stjórnina fyrir mig og engan annan

  80. bauluðu á liðið í hverjum leik átti þetta að vera ekki “bauluðu á liðið á hverjum”

  81. Ég hélt ég myndi róast og fyrirgefa þetta tap, en ég bara get það ekki.. er langt frá því að vera bjartsýnn fyrir sunnudaginn en þar sem ég spái alltaf vitlaust ætla ég að spá Tottenham sigri, hjartað segir Liverpool sigur auðvitað en hausinn segir 1-3 fyrir Tottenham. Verðum að fara á botninn til að geta spyrnt okkur upp aftur!

  82. miðjan er slæm það er staðreynd gerrard ekki náð sér á strik eftir tábrot sissoko ekki góður, stoppar oft en skilar svo boltanum til mótherja mascherano kann að taka bolta af mönnum og fær ekki spjöld og er með góðar sendingar á framherja í flestum tilfellum í þessum leik fengu framherjar úr litlu sem engu að moða vörnin er góð enda ekki fengið á sig mörg mörk reina er frábær við erum neð góða framherja =miðjan er brotni hlekkurinn svona sé ég það

  83. Ég fór á fjóra leiki á Anfield á síðasta tímabili, gegn Tottenham í sept, gegn Everton í byrjun feb og Sheff Utd í endan feb og svo að lokum kveðjuleik Fowler í síðasta deildarleik tímabilsins gegn Charlton. Ekki var púað á liðið í neinum af þessum leikjum. Einnig þekki ég ágætlega til úti, fullt af fólki sem ég þekki þar, og engin þeirra hefur talað um þetta og ekki hefur maður lesið um þetta á netinu.

    Mín spurning til þín Anton er því, hvaðan í dónaorð hefur þú þessar “upplýsingar”???

  84. Anton segir:
    “það var nú bara í fyrra þegar stuðningsmenn Liverpool bauluðu á liðið á hverjum(kannski ekki hverjum en mjög oft) treyjur Steven Gerrards voru brenndar, menn vildu reka Benitez fyrir að nota hið mjög svo umdeilda “rotation” kerfi “

    Varst þú í einhverjum fantasy-football leik? Menn gagnrýndu rotationið en það hefur ekkert heyrst um að reka Benitez fyrir utan nokkra spjallverja á netinu, hvorki fjölmiðlar, blogg, né mjög lítill minnihluti stuð…og það þykir saga til næsta bæjar ef að það er baulað á liðið….þannig að ég spyr bara í hvaða heimi býrð þú? Hvenær í ósköpunum voru treyjur Gerrards brenndar í fyrra?

  85. Síðast þegar við byrjuðum svona hörmulega í CL unnum við, svo þetta er hið besta mál.
    When you walk trough a storm
    Keep your head up HIGH
    and dont be AFRAID of the dark
    At the end of the STORM is a golden sky

    Við höfum séð það svartari og rétt úr kútnum, reyndar virðist þetta lið elska að fara erfiðustu hugsanlegu leið að markmiðum sínum.
    Ekki gera í buxurnar strax dreingir, þetta reddast

  86. það sem ég er að furða mig á er ,af hverju var sissoko ekki tekinn út af hann var skelfilegur og gerði meira ógagn en gagn það sjá og segja allir sem ég hef talað við en já það reddast þeir þurfa að vakna og ef þettað vekur þá ekki þá hljóta þeir að vera svefnþurfi

  87. sammála því einsi kaldi, hefði viljað sjá Masch koma inn fyrir Sissoko í hálfleik til að fá betri Balance inná miðjuna, eins og Benitez hefur svo oft tíundað :), einnig til að halda boltanum betur innan liðsins.

    Við vorum að tapa miðjunni, það hefði t.d verið möguleiki að fara í 4-3-3, Masch fyrir Sissoko og Babel fyrir Leto: Reina – Finnan Carra Hyypia Aurelio – Gerrard Masch Benayoun – Babel Torres Voronin. Spennandi möguleiki ef skiptingin Masch fyrir Sissoko hefði ekki virkað. Mascherano væri akkerið á miðjunni en Gerrard og Benayoun sókndjarfir.

  88. Trrellellleyyyy !
    Þessi skælu þráður komst yfir 100 commenta markið !
    Húrra húrra !
    Reynið svo að jafna ykkur aðeins á þessu, það kemur væntanlega ný leikskýrsla innan sólarhrings og menn eru ennþá ekki búnir að ná sér niður.
    Maður hefði haldið að eftir öll þessi “mögru” ár væru menn búnir að átta sig á því að best er að njóta þess góða sem gerist hjá liðinu okkar ástsæla og fá sér svo bara ís með dífu eftir svona leiki eins og þennann : )

  89. ég held að enginn hafi farið að skjæla menn meiga tjá sig hvort sem vel gengur eða illa hjá þessu LIÐI ,hafLIÐI

  90. Já það er rétt einsi en mér var bara farið að blöskra commenta fjöldinn : )
    Commentin eru til þess að segja sína skoðun og ég meinti ekkert illt með því að kalla þetta skæl, mér finnst menn hanga full lengi á depurðinni : )

  91. það er svona þegar menn elska liðið sitt heyrumst á næstu leikskýrslu ok

  92. Eru menn núna farnir að gagnrýna menn fyrir að skrifa of mikið??? Jahérna, ekki er öll vitleysan eins!!!

Crouch, Leto og Aurelio í byrjunarliðinu!

And the Oscar goes to…