Liverpool – Barcelona 0-1

agger.jpgÞetta var rosalegt taugastríð í kvöld. Ég gat varla hreyft mig yfir leiknum þar sem ég var svo stressaður… maður getur aldrei verið rólegur gegn Barcelona. ÚFF

Lítum aðeins yfir þetta, við byrjuðum leikinn hreint út sagt frábærlega og áttum án sekju að hafa sett í það minnsta eitt ef ekki tvö mörk í fyrri hálfleik. Riise átti frábæran fyrri hálfleik og var óheppinn að setja´ann ekki en hann átti meðal annars skot í slána. Sissoko átti einnig skot í slána eftir vont spark frá markinu en þar gerði Valdes sig sekan um klaufaleg mistök.

Við komum Barcelona greinilega á óvart og pressuðum þá hátt frá fyrstu mínútu og voru klárt betra liðið inná vellinum. Á tímabili var tölfræðin 10 skot á markið frá Liverpool gegn einu frá núverandi evrópumeisturunum. Ótrúlegt. En ég var samt aldrei rólegur því ef við virðumst ekki geta skorað sem stendur og ég hefði ekki getað hugsað það til enda ef svipaður endir og gegn Man U myndi endurtaka sig. Því þótt þú sért betri í leiknum þá ÞARF AÐ SKORA til að vinna. Mér var einnig órótt yfir því að Arbeloa og Sissoko fengu gult spjald snemma því Arbeloa var að spila gegn Messi og var hann besti maður Barcelona í fyrri hálfeik. Sissoko er náttúrulega gríðarlega aggresívur leikmaður og því oft tæpur ef hann spilar með spjald á bakinu. Það dregur úr honum vígtennurnar sem og hann er stundum ekki sá klókasti.

Alla vega þá vorum við ótrúlega óheppnir að vera ekki yfir í hálfleik.

Það var ljóst að Barca myndi henda í stórsókn frá fyrstu mínútu í þeim síðar en einhvern vegin gerðist það ekki og er klárt að Eto´o er engan veginn klár til að spila ennþá. Hann var skugginn af sjálfum sér í þessum leik og aldrei til vandræða fyrir þá Carragher og Agger.

En smátt og smátt þá komst Barcelona betur inní leikinn og það lá í loftinu að þeir myndu setja eitt mark. Eiður Smári kom inná fyrir Thuram og áður hafði Guily komið inná fyrir Eto´o. Barca var byrjað að spila 2-5-3 og var allt sett í gang til að ná marki. Það gerðist síðan stuttu eftir að Eiður kom inná en hann lék á rangstöðuvörn okkar, fór auðveldlega framhjá Reina og setti boltann í netið. Vel gert hjá honum og raun óskiljanlegt af hverju hann kom ekki fyrr inná (en ég var afar ánægður með það).

Uppúr markin hófst mikil pressa sem stóð næstum alveg til leiksloka en í raun síðustu mínútur leiksins var eins og Barcelona hefði gefist upp og var bæði Gerrard og Crouch nálægt því að skora.

Eftir stendur er að við erum búnir að slá út núverandi Evrópumeistarana og komnir áfram í 8-liða úrslitin.

Sådan der!!!

Maður leiksins: Fyrir mér er það Jamie Carragher (já en og aftur) en hann var frábær í leiknum. Hreint út sagt ótrúlegt hvað þessi drengur er góður varnarmaður.

Svona í lokinn er vert að minnast þess að drengirnir voru í kvöld á Anfield og heyrði ég í KAR í hálfleik og var erfitt að skilja hann, bæði vegna hávaðar sem og hann var gríðarlega hás. Skiljanlega! Drenigr njótið kvöldsins í Liverpoool… Yndislegt!

Góðar stundir

32 Comments

  1. Lengi lifi Carragher! Lengi lifi Liverpool!
    Hefðum átt að klára þetta í fyrri hálfleik en alltaf spennandi að vera aðdáandi þessa liðs 😉

  2. Ég sagði að við myndum fá staðfestingu á því hvers vegna við höldum “ennþá” með Liverpool í kvöld.

    Hefði svo sem ekki getað skrifað handritið af þessum leik betur nema kannski að vinna líka leikinn. Réðum þessum leik frá a til ö. Gaman fyrir Eið að skora úr einni af tveimur snertingum sínum í leiknum.

    Sammála því að Jamie sé maður leiksins en annar sem fékk líka 10 í einkunn hjá mér er Momo. Frábær frá fyrstu mínútu…

  3. Frábært að komast áfram. Hefði samt valið Finnan sem mann leiksins. Hann var algjörlega frábær í seinni hálfleiknum. En allir hafa rétt á sinni skoðun

  4. Frábært að komast áfram úr þessu einvígi. Bestu menn liverpool að mínu mati voru Finnan, Carra, Sissoko(mætti róa sig niður þegar hann er með boltann), Gerrard og svo Kuyt og Bellamy.
    Ég er ekki sammála því að Messi hafi verið besti maður Barca, heldur fannst mér vanmetnasti maður Barca hann Iniesta lang besti maður þeirra og þar á eftir kom Xavi.
    Annars var þetta sigur liðsheildarinnar og enn og aftur sýndi liverpool það að það er liðsheildin sem vinnur leiki…
    Áfram Liverpool

  5. Vel gert. Carra og Alonso fá hrós fyrir að stjórna varnarleiknum. Kuyt og Bellamy fyrir að hlaupa af sér rassgatið. Hef áhyggjur af því að enn ná okkar menn ekki að skora.

    Fannst einhverjum öðrum Steve Gerrard bera af Ronaldinho í þessari umferð?

    Er það Man Utd í næstu umferð? Það yrði bannað innan 18 ára.

    Eða fer Benni aftur á Mestalla?

  6. Ég tel ekki að Messi hafi verið besti leikmaður Barca í fyrri hálfleik, enda var honum vel haldið niðri og varnarmenn Liverpool létu hann ekki fiska á sig. Ekki það að hann sé að dýfa eitthvað, heldur er hann það fljótur og með góðar stefnubreytingar að menn sjá oft þann kost vænstan að sparka í hann svo hann fari ekki framhjá.

    Held samt að Barca hafi ekki farið í 2-5-3 í seinni, frekar 3-4-3 þar sem Marquez datt aftar. Allavega það sem mér sýndist.

    En Finnan fær mitt atkvæði í þessum leik. Xabi var líka svakalegur.
    Takk fyrir leikinn

  7. Vááá…Carrager. Hann er kóngurinn. Besti varnarmaður í heimi, klárlega!!!!

  8. úff hvað er hægt að segja… vá hvað þetta var stressandi … … nokrir Carlsberg og maður nær rónni aftur 🙂
    ég held að það sé Finnan sem var maður leiksins… hann var góður.. og það átti engin séns í að koma honum úr jafnvægi… rise var bara óheppinn í þessum leik að skora ekki… og hefði svo verið gaman að sjá sisoko setja hann.. 🙂

    eitt vill ég koma inn hér, en það er rauða spjaldið sem átti að koma í þessum leik… ég fer ekki af því en Thuram átti að fá rautt.. þegar hann gaf belamy olbogaskot.. .. ég bara næ því ekki að hann hafi ekki fengið rautt.. þetta var beint rautt samkvæmt bókinni, en þar sem hann var líka kominn með gult þá hefði þetta alveg átt að vera gult að minst… og því rautt.. er ég einn um að hafa tekið eftir þessu…

    en til hamingju með leikinn… þetta var tæft.. 🙂

    nú vona ég að Celtik komist árfam á morgun og við lendum á móti þeim.. .. þá er ég farinn á leik… þar sem allir syngja saman YNWA 🙂

  9. Ja….hérna….. :biggrin: :biggrin:

    Ég elska að vera Púllari…nú er janúar sárið mitt gróið!!!!!! Ég sagði það, að eina lækningin fyrir það sár yrði að slá út Barcelona. Það er komið… :biggrin:

    Nú er spennandi að sjá hverja við fáum í 8 liða úrslitum. Alveg frábært að vera ennþá að berjast í deild þeirra bestu. Ég er í skýjunum.

    “Maður” leiksins að mínu mati er liðsheildin. Okkar menn sýndu alveg magnað agaðan leik í báðum leikjunum. Frábært að sjá nýliðann Arbeola koma svona sterkt inn í hópinn. Alveg magnað. Messi gat aldrei rassgat á móti honum. Það er vissulega áhyggjuefni hversu illa gengur að klára færin okkar. En ég ætla að spá því að fljótlega opnist fyrir flóðgáttir í þeim efnum… :blush:

    YNWA…..Áfram Liverpool….

  10. Missti af leiknum en sýnist af leiksskýrslum að dæma að lfc hafi haft talsverða yfirburði lungan úr leiknum og farið sanngjarnt áfram í 8 liða úrslit. Frábært.

    En hvað er það annars með liverpool og að vera betri aðilin í leiknum en samt ekki að vinna. Með ólíkindum.

    Svo er bara að sleppa við ensku liðin sem komast áfram, Chelsea og Manu, og þá er þetta bara gaman áfram. Ég spái því að við fáum Valencia í átta liða og sláum þá út. :biggrin2:

  11. er eithvað sem segir að man udt komist áfram á morgun… hef á tilfininguni að lille komi alveg brjálaðir í leikinn eftir að hafa tapað mjög ósangjart heima… svo er spurning með arsenal… þeir eiga erfitt verkefni á morgun eftir tap…

    en guð minn góður hvað chelse eru hepnir.. þvílít aula mark sem robbin skoraði.. ekki gaman að vera markvörður portó í kvöld :S

  12. Frábært en mjög stressandi eftir að Eiðurinn kom inn á. Þá greinilega datt Barca í réttan takt.
    Anyway góður sigur, mikið taugastríð og skál !.
    Hef grun um það að við þurfum að berjast við ManU næst … ekki árennileg hugmynd það.

  13. Glæsilegt, Finnan og Carra frábærir! Tel það nánast óhjákvæmilegt að við drögumst gegn Chelsea? Mega ensku liðin ekki dragast saman?

  14. Úff hvað þetta tók á taugarnar. Eftir magnaðan fyrri hálfleik hélt ég að þetta yrði one of those nights þar sem tuðran er á bullandi mótþróaskeiði og neitar að fara inn en fá svo algjört sucker punch í lokin. En sem betur fer héldu okkar menn þetta út.

    Þetta jákvæða:
    Carragher brillerar í vörninni.
    Bellamy stórhættulegur en óheppinn.
    Finnan sterkur.
    Gerrard skyggði gjörsamlega á Ronaldinho.
    Ef ég hefði verið dómarinn hefði ég ekki þorað að koma við boltann af ótta við að verða plægður niður af Sissoko, enda tæklaði maðurinn sem vindurinn.
    Reina þræltraustur.
    Riise sýndi flotta sóknartakta.
    Vörn og miðja almennt átu allt upp sem nálgaðist lengst framan af leiknum.
    Rafa – taktíkin þrælvirkaði, breytti engu sem virkaði svo vel í fyrri leiknum.
    Ljóskan skoraði (fyrst einhver Börsunga þurfti endilega að skora).

    Þetta neikvæða (sorrí):
    Kuyt dapur í sókninni. Of hægur og tekst einhvern veginn ekki að klára sitt (var samt duglegur að hjálpa vörninni).
    Sissoko ætti bara að dúndra boltanum sem lengst fram þegar hann fær boltann, betra en að gefa andstæðingunum endalaust boltann á miðjum vellinum. Hann bara kann ekki að senda.
    Enn vantar almennilegan slúttara í sóknina. Það vantar eitthvað drápseðli í þessa sóknarmenn.
    Þeir heiðursmenn sem halda úti þessari síðu fengu ekki að sjá Liverpool mark í ferðinni, þó kvöldið fari þeim seint úr minni.

    Þetta óskiljanlega:
    Hvers vegna Rafa tekur Bellamy út af þegar Kuyt hefur sýnt sóknartilburði á við dauðan hamstur í leiknum? Reyndar vann Kuyt vel aftur á völlinn en var aldrei líklegur til að skora, ekki frekar en í fyrri leiknum. Ég hefði talið skynsamlegra að halda Bellamy inná enda líklegri til að geta nýtt sér hraðann eftir því sem leið á og Börsungar sóttu af meiri þunga. Kuyt vantar tilfinnanlega hraða eins og sást oft í leiknum. Rafa gerði þetta líka í fyrri leiknum og var ég þá jafn hissa. En hei, Liverpool komst áfram, svo hvað veit ég?

    Nóg af þessu. Liverpool komst áfram, yfirspilaði meint besta lið í heimi á lengst af leiknum og gaf manni í kvöld svipaða tilfinningu og fór sífellt vaxandi á vormánuðum 2005. Deja-vu all over again, anyone?

  15. Ég er sammála því að Kuyt var slappur sóknarlega og Bellamy hins vegar sýndi góða takta og var mun líklegri að skora.

    Það er rétt að Finnan átti góðan leik í dag líkt og mér finnst hann oftast eiga og já í raun allt liðið var stórgott í dag. Meira að segja Riise var góður.

    Sissoko er ótrúlega vinnusamur en ekki mjög sparkviss og er það hans helsti galli. Þyrfti að nota næsta sumarfrí með Alonso í einsparki.

    Rétt er einnig sem hér kemur að ofan að það er pirrandi að við náum ekki að skora þrátt fyrir töluverða yfirburði sbr. leikinn í kvöld og gegn Man U um daginn. En það sem er jákvætt finnst mér er að við erum að skapa okkur urmull af færum og það vantar ekki mikið uppá þetta lið hjá Rafa að það geti farið að gera raunhæfar kröfur á titil.

    Það sem á endanum stendur uppúr er að við slógum út núverandi Evrópumeistarana SANNFÆRANDI og þvi getur enginn neitað. Ekki Rikjaard, Eiður eða Laporta.

    Hvaða lið við fáum næst… eigum við ekki að halda okkur við lið frá Spáni t.d. Valencia eða Real Madrid?

    Náum 3ja sætinu í deild og förum alla leið???? Ég er alla vega búinn að skrá mig á tvo miða þann 16. maí á Hampden Park!

  16. Fannst hreinlega að Finnan ætti að vera útnefndur maður leiksins því þessi síða ásamt öðrum hafa talað um að við hrósum honum of sjaldan. Síðan á hann stórleik og þá er valið hið auðvelda með að velja Carragher mann leiksins. En ætli við lendum ekki á móti manchester í næstu umferð. Væri ekki leiðinlegt að slá það lið út

  17. Aggi, langar þig ekki frekar á Ólympíuleikvöllinn í Aþenu þann 23. maí?

  18. Ég skil ekki alveg, ætlarðu að fara á úrslitaleikinn í EUFA Cup á Hampden Park? Hefurðu eitthvað að gera þangað sem púllari?

  19. Aftur tapar Liverpool ósanngjarnt eftir að hafa verið áberandi betra liðið í leiknum, en sem betur fer kom það ekki að sök núna. Ég hef enga tilfinningu gagnvart því að Eiður skori, þ.e. sem Íslendingur, skiptir mig engu máli ef Ronaldhino hefði skorað. Tvö uppáhaldsliðin mín í knattspyrnusögunni að spila saman og sem betur vann það lið sem ég held mest upp á.

    Mér fannst Kuyt vinnusamur í kvöld – Alonso líka (þó hann hafi sést lítið), Gerrard var góður, Riise átti frábæran fyrri hálfleik, Agger var æðislegur í vörninni … tja, ég man ekki eftir neinum sem átti slæman leik hjá Liverpool … í alvöru! Momo var ekki slæmur, en hann var alls ekki með leik upp á tíu í kvöld. Bestir voru Carra frábæri og Finnan frábæri. Það eru mínir menn leiksins.

    Chelsea í átta liða úrslitum, Man U í undanúrslitum og Roma í úrslitum? Yeah, not bloody likely … 🙂 … skiptir ekki máli hverjir það verða – við verðum meistarar!!

  20. hehehehehhehee shittur… jú rétt… misreiknaði mig þarna…

    vissulega er ég að tala um Ólympíuleikvöllinn í Aþenu þann 23. maí…

    Carlsberg greinilega að stríða mér…

  21. Og hvað varðar að velja Carragher mann leiksins þá valdi ég hann einfaldlega af því mér fannst það… PUNKTUR.

  22. Ég sé að Liverpoolbloggið er blindfullt. Fín frammistaða í kvöld. Skál :biggrin:

  23. Fyrsta skipti sem ég skrifa á síðuna – eldheitur Poolari frá blautu. Mjög ánægður með þessa síðu í alla staði.

    Hvað er málið með Pennant? Í bæði skiptin sem hann kemur inn á í tveimur seinustu leikjum hættir Liverpool alveg að vera líklegt til að skora. Alveg úti á þekju varnarlega. Átti einn góðan kross í dag- meiriháttar á móti tveggja manna vörn sem er sókndjörf ef eitthvað er. Af hverju er Bellamy tekinn út af? Liðið veikist til muna við það, og hvað gerist: O´Shea skorar og Eiður skorar.

    Annar punktur: Ánægður með dómarana í síðustu tveimur leikjum, sérstaklega í Manchester United leiknum. Tilbreyting frá trúðnum á Nou Camp og hinum ösnunum í deildinni; Poll og félagar fávitar upp til hópa. Alla vega ekki hægt að kenna dómurunum um töpin tvö.

  24. Pennant er alltof linur, sérstaklega í samanburði við aðra Liverpool leikmenn. Glæsileg frammistaða hjá Liverpool, hef hinsvegar áhyggjur af því að þeir eru ekki að skora.

    Er Kuyt ekki svokallaður target center og getur haldið boltanum á meðan liðið færir sig ofar á völlinn? Þar sem Bellamy er það ekki. Gæti verið ástæðan fyrir því að Rafa hafi hann frekar einan inn á í stað þess að hafa Bellamy einan. Var að fara á taugum fyrir leikinn og á meðan honum stóð, fagnaði samt ekkert ógurlega í leikslok þar sem mér fannst sorglegt að Liverpool hafi ekki skoraði í leiknum. En glæsilegt engu að síður.

  25. Þetta var algerlega meiriháttar.

    Gott að það var Eiður sem skoraði en ekki einhver annar. Svakalega er hann góður leikmaður.

    Carrager maður. Hvernig er maðurinn hægt. Í báðum leikjunum sýndi hann hver er besti varnarmaðurinn í heiminum í dag. Stundum var eins og við þyrftum ekki aðra í vörn.

    Já og Jon Arne. Ég ætla að skipta persónunni Jon Arne Riise upp í tvær persónur. Jon Arne sem er massívur leikmaður sem skorar stundum glæsileg mörk og getur spilað á hæsta leveli – og svo Riise sem getur farið óstjórnlega í taugarnar á mér og er langt frá því að vera nógu góður fyrir Liverpool. Jon Arne spilaði í gær.

    Sissoko, hvað sem sendingagetu og öðru viðvíkur þá er hann besti varnartengiliður í heiminum í dag. Þvílíkur munur að vera með svona harðduglegan tæklara í liðinu. Í báðum leikjunum hafði ég á tilfinningunni að Alonso hefði lítið sem ekkert að gera v.þ. að Sissoko var alltaf búinn að vinna boltann áður en menn komust nálægt svæðinu hans Alonso.

    Allir aðrir eiga hrós skilið fyrir frábæran leik. Ég verð samt að viðurkenna að mér finnst vera mikill munur á liðinu um leið og einhverjar skiptingar verða. Breiddin langt frá því að vera nógu góð og við söknum mikið þeirra Garcia og Kewell.

    Rotation systemið hans Rafa er mesta bull sem nokkur þjálfari hefur komið á. Til marks um það voru þeir leikmenn sem spilað hafa nánast alla leikina í vetur bestu menn liðsins á móti Barca. Vonandi fær þetta lið að klára mótið með sem minnstum breytingum.

    Frábær þáttur hjá Valtý í gær.

    Áfram Liverpool!

  26. Rotation systemið hans Rafa er mesta bull sem nokkur þjálfari hefur komið á.

    Já, þess vegna vorum við að komast áfram í Meistaradeildinni eftir viðureign við Barcelona! Vegna þess að Rafa Benitez veit ekki hvað hann er að gera 🙂

  27. Matti – Rafa er frábær þjálfari sem ég vildi ekki skipta út fyrir nokkurn annan.

    En þetta rotation system, sem var keyrt í botn er núna að kosta okkur færi á titlinum.

    Þá eru þeir sem hafa spilað nánast hvern einasta leik, án hvíldar, að spila best núna.

    Finnan er kannski besta dæmið en síðasta hálftíman í gær var hann rosalegur. Ekki þreyttur maður þar á ferðinni.

    Áfram Liverpool!

  28. Aðrir leikmenn sem töluvert hafa róterað voru líka góðir í gær.

    Benitez breytir liðinu ekki bara til að hvíla leikmenn, þó hann geri það líka, hann róterar einnig til að stilla upp því liði sem hann telur henta gegn andstæðingum hverju sinni.

    Þannig stillir hann t.d. Arbeloa í vinstri bakvörð í þessum viðureignum á móti Barcelona, jafnvel þó það sé ekki hans sterkasta staða, Arbeloa er hægri bakvörður. En hvað er Benitez að hugsa, jú, Arbeloa hefur reynslu af því að spila á móti Barcelona og Messi fer yfirleitt inn á völlinn og þar af leiðandi á hægri fótinn á bakverðinum.

    Auðvitað kenna menn þessum liðsbreytingum Benitez um þegar illa gengur, en þegar liðið er á siglingu eins og nú nýlega, minnist enginn á liðsbreytingarnar.

  29. Matti – upp á síðkastið hafa sömu leikmenn spilað alla leiki. Jú auðvitað með einstaka breytingum en maður gengur að því nokkuð vísu hvernig liðið verður í næsta leik.

    Í haust var bara staðan allt önnur, Gerrard t.d. ýmist á miðju, úti á hægri eða vinstri eða þá frammi.

    Ég sagði það þá að mér fyndist eins og undirbúningstímabilið væri enn í gangi. Enda kemur á daginn að annað tímabilið í röð erum við að tapa titlinum í upphafi móts.

    Ég er bara ekki hrifinn af þessu róti en auðvitað verður að gera einstaka breytingar á milli leikja eftir því hverja er verið að spila gegn. Ég er samt á því að liðið eins og það var á móti Barca sé okkar sterkasta og það lið eigi að spila sem mest til loka tímabilsins.

    Áfram Liverpool!

  30. Kjartan, ég er búinn að linka fréttina. Sammála því að þetta er fantagóð grein og ekki margt sem ég er ósammála í henni.

Byrjunarliðin kominn!

Hvað er framundan?