Liverpool 3-0 Tottenham

Liverpool vann í dag góðan 3-0 sigur á Tottenham með mörkum frá Mark Gonzalez, Dirk Kuyt og John Arne Riise.

Það þurfti ekki að koma neinum á óvart að Rafa stokkaði aðeins upp í liðinu sínu, þrátt fyrir góðan leik og sigur gegn Newcastle. Þrjár breytingar, Carragher út og Hyypia inn, Aurelio út og Riise inn, og það sem kom mér mest á óvart, Luis Garcia út og Mark Gonzalez inn.

Liðið var því svona:

Reina

Finnan – Hyypia – Agger – Riise

Gerrard – Alonso – Sissoko – Gonzalez

Bellamy – Kuyt

Bekkurinn: Dudek, Carragher, Aurelio, Garcia, Crouch.

Það er skemmst frá þvi að segja að okkar menn tóku samstundis öll völd á vellinum. Fyrsta korterið var alveg okkar eign en því miður gekk okkur illa að skapa okkur færi. Bellamy átti skot yfir markið og Alonso skaut rétt framhjá fyrir utan teig en í byrjun leiks öskruðu áhorfendur á hann ?Shoot!? í hvert skipti sem hann snerti boltann, skiljanlega!

Gestunum gekk aðeins betur að spila saman eftir það og fengu frábært færi þegar Sissoko braut af sér úti á kanti, ?okkar maður? Danny Murphy tók spyrnuna en King hitti ekki boltann úr dauðafæri. Smá snerting og við hefðum lent undir. Sem betur fer gerðist það ekki.

Loksins kom svo líf í leikinn eftir ansi bragðdaufar mínútur. Boltinn hrökk í stöngina og út af hendinni á Chimbonda eftir hættulega hornspyrnu Gonzalez og þar hófst mikil sóknarlota en því miður vildi boltinn ekki inn. Boltinn fór meðal annars greinilega í hendina á King eftir skot frá Gerrard en enga fengu við vítaspyrnuna.

Undir lok hálfleiksins komu svo færi á báðum endum, fyrst var Reina fljótur af línunni til að bjarga og svo komst Bellamy í fínt færi en Robinson varði vel. Staðan í hálfleik var því markalaus.

Fyrri hálfleikurinn var ekki meira en ok að okkar hálfu. Við sköpuðum alltof fá færi miðað við hversu mikið við vorum með boltann og var nokkuð ljóst að Gerrard var ekki að komast í takt við leikinn úti á kantinum, en hann getur ekki alltaf spilað vel.

Við byrjuðum síðari hálfleikinn svipað og þann fyrri en sköpuðum litlar hættur áður en Jenas klúðraði einu besta færi sem ég hef séð í knattspyrnuleik en ég var nánast búinn að henda fjarstýringunni frá mér þegar hann renndi boltanum á óskiljanlegan hátt úr markteignum rétt framhjá markinu. Tottenham var refsað grimmilega á sömu mínútunni.

Meistari Alonso átti frábæra sendingu út á KANTINN á Gerrard, hann tók Chimbonda og gerði grín að honum, sendi svo fyrir þar sem Bellamy klúðraði, einu besta færi sem ég hef séð í knattspyrnuleik, og aftur var ég nánast búinn að missa mig þegar hann setti boltann í stöngina af markteignum en Mark Gonzalez af öllum mönnum tók frákastið og setti boltann í netið! Þungu fargi létt af mér og líklega öllum stuðningsmönnum Liverpool.

Gerrard gerði mjög vel í markinu sem kom út frá því að hann var á kantinum. Þar með er það réttlætt, að hluta til í það minnsta, en fyrirliðinn vann sig reyndar meira inn á miðjuna í síðari hálfleiknum og við það breyttist leikur liðsins til hins betra, að mínu mati í það minnsta.

Dirk Kuyt skoraði svo FRÁBÆRT mark skömmu síðar. Garcia sendi skemtilega inn á hann en Kuyt tímasetti stunguna sína fráærlega og í staðinn fyrir að leggja boltann fyrir sig þrumaði hann boltanum bara í bláhornið af fídonskrafti og staðan orðin 2-0. Frábærlega gert hjá Kuyt hvernig hann afgreiddi þetta og Robinsson vissi ekkert hvað hann átti að gera í markinu enda stóð hann bara og horfði á, án þess að hreyfa sig.

Við þetta luku Tottenham bara keppni og við kláruðum leikinn eins og Liverpool sæmir. Við fengum skyndisókn og ég öskraði á Riise sem kom askvaðandi upp völlinn að senda boltann á Kuyt en auðvitað hlustaði hann ekkert á mig heldur þrumaði hann boltanum bara að marki og boltinn söng í netinu. Glæsilegt mark af um 30 metra færi hjá Norðmanninum!

3-0 og liðið okkar farið að spila eins og það á að gera!

Það er frábært að sjá hvað hópurinn okkar er breiður og góður. Pennant var reyndar meiddur og því ekki í hóp en Fowler, Bolo Zenden og Gabriel Palletta voru til dæmis allir utan 16 manna hópsins. Það munar miklu að geta hvílt mann eins og Carragher fyrir stórleikinn gegn Galatasaray á miðvikudaginn en það er ljóst að Rafa breytir liðinu sínu, 94 leikinn í röð.

Ég tel líklegt að Bellamy missi sæti sitt í byrjunarliðinu, að öllum líkindum til Crouch auk þess sem mér finnst líklegt að Garcia komi inn fyrir Gonzalez þrátt fyrir markið hans í dag. Carra kemur svo inn fyrir Hyypia.

Tveir hlutir sem kæta mann sérstaklega, við héldum markinu hreinu og Kuyt skoraði. Bæði gerðist núna annan leikinn í röð….

Maður leiksins: Ég ætla að gefa Xabi Alonso þann heiður. Maðurinn er svo mikill snillingur að hálfa væri nóg. Hann átti miðjuna og dreifði spilinu með sínum frábærum sendingum allan leikinn. Hann er kominn aftur og það munar um minna fyrir okkur.

Liðið spilaði reyndar mjög vel og hvar voru eiginlega sóknarmenn Tottenham? Ekki veit ég það og af hverju byrjaði Davids ekki þennan leik? Mér er reyndar alveg sama. Ég verð samt aðeins að vorkenna Jenas sem sefur ekkert næstu dagana líklega, hann var vendipunkturinn í leiknum þegar hann klúðraði færinu sínu…

Í hnotskurn: Frábær sigur hjá okkar mönnum, 3-0, og mann er þegar farið að hlakka til að sjá leikinn gegn Galatasaray!

21 Comments

  1. Maður leiksins: Jermaine Jenas! Ef hann hefði sett kvikindið hefði leikurinn aldrei endað svona! :laugh:

    En jú, Alonso er hægt að gefa MOM en það sem mér finnst æðislegt er hversu Kuyt passar gríðarlega vel inn í liðið! Að vera með kvikindi eins og Momo og Kuyt sem berjast um alla fjandans bolta er hrein snilld! Þetta eru eins og villiminkar út um allt og gefa ekkert! En liðið spilaði glæsilega í dag og í raun átti Tottenham aldrei séns og sanngjarnt að þeir skoruðu ekki úr þessu dauðafæri Jenas.

  2. Frábært ! Við spiluðum frábærlega í dag, seinni hálfleik alla vega, og nú sjáum við hvað það munar rosalega að Alonso sé að hrökkva í gírinn, ef að Alonso hefði spilað þennan leik og NUFC leikinn eins og hann gerði í fyrstu umferðunum, þá værum við ekki að skapa okkur öll þessi færi og værum mesta lagi að fá 2 stig út úr þessum leikjum, hann er algjör snillingur !
    Einnig finnst mér Sissoko vera farinn að taka mun meiri þátt í sóknarleiknum en hann hefur gert, reyndar ekki enþá með alveg nóga góða boltatækni en hefur þó bætt sig helling og verður heimsklassa þegar hann hefur bætt sig en meir!
    Helginni er bjargað, frábær dagur framundan!

  3. Ég sá einungis seinni hálfleik og fannst Gerrard fremstur meðal jafningja. Alonso og Riise eru komnir aftur. Vonandi er liðið hrokkið í gang.

  4. 🙂 Góður sigur á bitlausu liði T´ham sem þó átti tvisvar betri möguleika á að komast yfir áður enn okkars skoruðu. Enn er vörnin hjá okkar að klikka og betur stemmt lið en T´ham hefði refsað okkur grimmilega. En semsagt 3 góð stig og 3 fín mörk og vonandi erum við komnir á ferðina 🙂

  5. Um daginn þegar verið var að ræða hvernig ætti að stilla liðinu upp, þá sagði ég að Alonso ætti að vera fyrstur út, en það var einungis vegna frammistöðu hans í síðustu leikjum þá.

    bara frábært að hann sé orðinn sjálfum sér líkur og það vita allir að hann er mjög mikilvægur liðinu eins og hann hefur sýnt í síðustu tveim leikjum.

    Spái því að nú séum við loksins að byrja almennilega seasonið og tökum góða rispu núna í næstu leikjum.

  6. Góður sigur og alltaf gott að halda hreinu. Gaman að sjá Riise koma svona sterkan eftir meiðsli, allt annar varnaleikur með Riise heldur enn hann Aurelio. Hef tekið eftir því hvað lið sem við erum að spila við sækja rosalega á hann Aurelio þegar hann er í bakverðinum, vonandi er þetta bara byrjunar erfileikar hjá honum. Enn nú er það Meistaradeildin næst og sá leikur verður að vinnast, áfram Liverpool.

  7. Mjög góður sigur. Mér finnst gríðarlegur munur á framlínu okkar. Þegar Kuyt og Bellamy eru inná finnst manni liðið alltaf líklegt til að skora. Þeir eru báðir að berjast á fullu og skapa hættu. Kuyt er að koma mjög sterkur inn og akkúrat þessi týpa sem maður fílar. Sífellt að. Annars munar öllu að Alonso er hrokkinn í gang. Þegar hann nær sér á strik eru fáir miðjumenn sem standast honum snúning.

  8. Góður sigur það vantar ekki, hinsvegar var liðið stressað fyrstu 60 min. og ekki að gera neitt af viti. Eftir að við skoruðum fyrsta markið brotnaði Tottenham og við spiluðum mjög vel einnig. Hinsvegar öskrar á mig þessi vitleysa að vera ekki með Gerrard inn á miðjunni, Alonso er góður og einnig Sissoko en annaðhvor verður og á að víkja fyrir Gerrard sem á að spila inn á miðjunni enda einn besti leikmaður í þeirri stöðu í heiminum í dag að allra mati. Því fyrr sem þessi vitleysa verður leiðrétt af feita spánverjanum því betra.

  9. hmm hvernig vogar þú þér að kalla Herra Benitez feitan?
    Ég hef ekki heyrt aðra eins vitleysu og hvaða væl er þetta með að Gerrard sé á kantinum, Pennant var meiddur og því var Gerrard á kantinum og sáu menn ekki hvernig hann tók bakvörðinn í fyrsta markinu? Meðan við erum að spila ágætan bolta og sigrum eins og í þessum tveimur síðustu leikjum þá er mér nokk sama hver er í hvaða stöðu, svo lengi sem við vinnum og já eitt enn, Jamie Carragher kom inn seint í leiknum og fór í hægri bakvörð, ætlar ekki einhver að skammast yfir því? Áfram Benitez 🙂

  10. Alltaf gaman að fá komment frá svona stjarnfræðilega málefnalegum mönnum eins og frá þessum david.ö. Hefur þú ekkert betra að gera kallinn minn?

  11. david.ö skrifaði:

    Góður sigur það vantar ekki, hinsvegar var liðið stressað fyrstu 60 min. og ekki að gera neitt af viti. Eftir að við skoruðum fyrsta markið brotnaði Tottenham og við spiluðum mjög vel einnig. Hinsvegar öskrar á mig þessi vitleysa að vera ekki með Gerrard inn á miðjunni, Alonso er góður og einnig Sissoko en annaðhvor verður og á að víkja fyrir Gerrard sem á að spila inn á miðjunni enda einn besti leikmaður í þeirri stöðu í heiminum í dag að allra mati. Því fyrr sem þessi vitleysa verður leiðrétt af feita spánverjanum því betra.

    :laugh:
    Þú ert fyndinn. Alonso er líka einn sá besti í “þeirri” stöðu í dag. Pennant meiddur svo Gerrard leysti hann af, kynntu þér þetta aðeins áður en þú byrjar að tuða.

  12. :wink:Þó að ég sé ekki sammála “David ö” nema að mjög litlu leyti finnst mér að hann megi hafa skoðanir og tjá þær án þess að varða fyrir leiðinda athugasemdum. Það var hinsvegar ekki gott hjá honum að tala um “feita spánverjann” en það réttlætir ekki að falla á sama plan og hann. Reynum að ræða málin af vinsemd og virðingu því við erum jú í sama liði. Við getum verið reiðir og fúlir vegna slæmra úrslita eða einhvers annars en reynum samt að vera málefnalegir. O þetta á auðvitað við mig og David Ö líka. :rolleyes:

  13. Fín úrslit.

    Ég horfði á þetta á gistiheimilinu mínu hérna í Phnom Penh ásamt nokkrum Bretum og innfæddum, sem að skiptu um uppáhaldslið í gríð og erg. Einn hélt því fram að vera harður Liverpool stuðningsmaður þrátt fyrir að vera klæddur í Chelsea treyju.

    Það virtist lítið ganga í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik yfirspiluðum við Tottenham og frábært að ná loksins að skora nokkur mörk og halda hreinu aftur.

    Ég átta mig ekki ennþá á því hvernig Jenas klúðraði þessu færi. Það var miklu erfiðara að skjóta útaf heldur en að hitta á markið. En gott mál. 🙂

    kveðja frá Kambódíu.

  14. Hjartanlega sammála þér Sigtryggur. Ef menn koma fram með vinsemd og virðingu, þá hljóta þeir slíkt tilbaka. Það er um að gera að hafa sínar skoðanir og rökræða svo málin í kringum þær, en menn ættu að reyna að vera málefnalegir og sleppa yfirdrullun.

  15. Pistlahöfundur spyr hvers vegna Davids hafi ekki byrjað leikinn… Well, það sást bara á áhrifunum sem hann hafði þegar hann kom inn á. Tainio, sem hafði haldið Gerrard niðri allan leikinn, fór út af, Davids inn á miðja miðjuna og Gerrard fékk frítt spil upp kantinn síðasta hálftímann. Davids var svo að dunda í því að gefa á Liverpool menn það sem eftir lifði leiks. 🙁

  16. Gott mál. Nú verður Garcia eldhress á miðvikudag og ég spái því að hann muni eiga enn einn stórleikinn í meistaradeildinni.

  17. Vá, hef alltaf verið harður stuðningsmaður Liverpool og horfi á alla leiki. Hef gaman af því að lesa umræður manna og að menn geti skipst á skoðunum að ég hélt eins og þokkalega skynsamt fólk. Nú Rafa er fínn manager og ég er ánægður með hann, “Feiti Spánverjinn” var létt grín en féll greinilega í grýttan jarðveg. Kommon drengir slappiði aðeins af, og varðandi Gerrard þá er hann búin að vera á kantinum meira og minna hvort sem Pennant er heill eða ekki undanfarið og þá hægt að nota Garcia td sé Pennant frá. En það er skoðun mín að Gerrard á að vera á miðjunni og stjórna þessu liði enda okkar langbesti maður. Mun passa mig á því að grínast ekki hérna framar og veit í raun ekki hvort maður viðrar skoðanir sínar hér aftur ef viðbrögðin verða svona barnaleg. Tökum td Newcastle leikinn, Gerrard að dekka þeirra hættulegasta mannn Duff á kantinum, finnst ykkur það gáfulegt að miðjumaður sem gerði 20 mörk fyrir okkur á síðasta tímabili og lagði upp annað eins sé bundin í slíku varnarhlutverki út á kanti. Gerrard á að vera inn á miðjunni með sem allra frjálsast hlutverk og fá að leita út á kant ef hann kýs við og við. Hann á ekki að vera bundinn á kantinum. Þetta er mín skoðun og ef aðrir eru ósammála bara vegna þess að liðinu hefur tekist að vinna heila tvo leiki í röð þá er það bara svo.

  18. Það var kommentið þitt sem var barnalegt, ekki svörin. Ef menn ætla að ræða hlutina af einhverju viti, þá koma menn ekki með svona barnalegt skítkast inn í það. Ef þú hefðir sleppt þessu aulalega orði, þá hefðir þú væntanlega fengið mun meiri umræður um það sem þú vildir ræða.

    Varðandi Gerrard, þá get ég að sumu leiti verið sammála þér í því að hans besta staða sé frjálst hlutverk á miðjunni. Ég held reyndar að hann sé í því hlutverki, þrátt fyrir að á pappírunum sé honum stillt upp á kanti. Maður sér hann ekki hanga eingöngu þar heldur virðist fá að fara þangað sem hann vill og gera það sem hann vill.

    Þú talar líka um yfir 20 mörkin hans í fyrra og hafi lagt annað eins upp. Stevie var einmitt á pappírum mest megnis á þessum margumrædda hægri kanti á því tímabili, þannig að ég sé ekki alveg hvert vandamálið er.

Henry elskar okkur

Galatasaray á morgun