West Ham 1 – Liverpool 2

Ok, það liggur við að ég lýsi mig vanhæfan til að skrifa leikskýrslu um þennan leik. Á sama tíma og varalið Liverpool mætti West Ham í tilgangslausum leik var nefnilega hitt uppáhaldsliðið mitt Barcelona að spila við Milan í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Þess vegna var ég að flakka ansi mikið á milli stöðva. Og það endaði þannig að ég horfði umtalsvert meira á Barcelona leikinn.

En allavegana, Rafa ákvað að stilla upp hálfgerðu varaliði í leiknum

Dudek

Finnan – Carragher – Traoré – Warnock

Kromkamp – Sissoko – Hamann – Cissé

Fowler – Morientes

Þannig að þessi leikur segir varla mikið um bikarúrslitaleikinn. Af þessu byrjunarliði er í raun bara líklegt að 3 byrji úrslitaleikinn, það er Finnan, Sissoko og Carragher.

En allavegana, Liverpool byrjaði betur og eftir fínan undirbúning frá Momo Sissoko fékk Djibril Cisse boltann við vítateigshornið og hann þrumaði boltanum í nærhornið framhjá Walker, slöppum markmanni West Ham. Ef að Roy Carroll nær sér ekki fyrir úrslitaleikinn, þá er ljóst að Walker gæti verið veikur hlekkur á þessu West Ham liði.

En allavegana, ég missti af slatta það sem eftir var fyrri hálfleiks, en Liverpool var ívið sterkara lið.

Í byrjun seinni hálfleiks þá léku West Ham menn sig listilega í gegnum Liverpool vörnina, sem var alveg útá þekju og Reo-Cooker setti boltann framhjá Dudek í markinu. Staðan orðin 1-1.

En Djibril Cisse kláraði leikinn fyrir okkur. Hann fékk langa sendingu inn fyrir frá Robbie Fowler, stakk vörnina af og skoraði svo í gengum klofið á Walker í markinu. 2-1. Vegna spennu í Meistaradeildarleiknum missti ég svo af síðustu mínútunum.

Það, sem helst bar til tíðinda var að Luis Garcia var rekinn af velli. Ég sá atvikið aðeins í endursýningu og gat ekki fyrir mitt litla líf skilið af hverju Luis Garcia var rekinn útaf. Einsog ég sá þetta var brotið á Garcia, hann laminn í framan og fyrir það fékk hann rautt spjald, ásamt West Ham leikmanninum. Kannski að einhver skýri þetta betur út fyrir mér í ummælunum.

**Maður leiksins**: Af því, sem ég sá var Momo að leika virkilega vel. En **Djibril Cisse** skoraði tvö mörk í leiknum og fyrir það er hann maður leiksins.

En allavegana, þá er bara einn leikur eftir í deildinni og svo bikarúrslitaleikurinn. Varaliðið okkar vann West Ham og því ætti aðal-liðið að gera það líka, en þó veit maður aldrei hvernig hlutirnir fara í bikarnum.

20 Comments

  1. Fínn leikur Cissé óheppinn að ná ekki þrennunni. En Einar við eigum eftir 2 leiki í deildinni gegn Villa og Pompey 😉

  2. Garcia virtist gefa Mullins olnbogaskot í bakið, þó ansi laust.

    Báðir reknir út af fyrir litlar sakir myndi ég telja. Góður dómari hefði róað þetta niður með því að aðvara báða.

    YNWA

  3. Það getur kannski líka einhver fróður frætt okkur á því hvort að Garcia missi þá af úrslitaleiknum. Það væri fáránlegt fyrir þessar litlu sakir.

  4. Æji fokk, samkæmt BBC þá missir Garcia af úrslitaleiknum. Það er verulega slæmt:

    >But then Mullins and substitute Garcia were both sent off for violent conduct and, with the offence carrying a three-match ban, they are set to miss the Cardiff showpiece between the two teams.

    :confused:

  5. ég trúi ekki öðru en að bæði lið áfrýi þessum rauðu spjöldum, þetta var alveg út í hött en annars var þetta þokkalegur leikur á að horfa en núna þegar Garcia fer í bann eins og allt stefnir í, væri þá ekki tilvalið að kalla á Paul Anderson í hópinn fyrir þessa 2 síðustu deildarleiki sem hvort eð er skipta litlu máli, fínt að leyfa strákinn að spreyta sig aðeins með stóru strákunum 🙂

  6. Þetta var klárlega rautt á báða aðila,algjör óþarfi að vera að setja olnbogann í bakið á Mullins.
    En mjög slæmt að missa Garcia í úrslitaleiknum sem og þessum 2 leikjum sem eru eftir í deildinni.

  7. Hjartanlega sammála þessu með að gefa Paul Anderson séns.

    Með leikinn í kvöld þá var þetta frekar sloppy en Cisse samt pínu að minna á hvað hann getur. Hrikalega flott skot þarna í fyrsta markinu og hann hefur hraða sem nýtist vel á útivöllum. Ef hann getur unnið svona leiki fyrir okkur uppá eigin spýtur þá er spurning hvort Morientes eigi að víkja frekar í sumar. Spurning sko…

    Annars fannst mér Kromkamp voðalega stirðbusalegur í þessum leik, var að tapa oft boltum á hættulegum stöðum, hægur að hugsa og stöðugt að pirra sig á dómgæslunni. Hlýtur að verða betri þegar hann kemst í betra leikform en miðað við þennan leik finnst mér hann ekkert sérstakur.

    Trúi því ekki að úrslitaleikurinn verði nokkuð mál fyrir Liverpool, West Ham geta reyndar spilað mjög hratt og kom okkar vörn stundum í vandræði í þessum leik en með Gerrard og meiri hraða á okkar miðju get ég ekki séð að þeir skori hjá okkur.

  8. góður sigur og gott mál að Cissé skoraði 2 mörk… heldur verðmiðanum uppi þegar hann verður seldur í sumar. Ennfremur er jákvætt að við getum gert 8 breytingar milli leikja og samt staðið uppi sem sigurvegarar…

    Garcia hlýtur að fá eingöngu eins leiks bann… þetta var ekkert.

  9. Alveg sammála þessum rauðu spjöldum – Garcia klemmir á honum höndina og síðan þegar hinn reynir að losa sig þá reynir Garcia að gefa honum olbogaskot og hinn bregst illa við og hrindir/slær til Garcia sem fellur.

    Í knattspyrnulögunum er ekki gerður greinarmunur að hitta einhvern eða reyna að hitta einhvern þannig að rautt var það eina sem dómarinn gat gert.

    Ég sá nú ekki að Garcia var að gefa honum olbogaskot fyrr en í endursýningunni en hann virtist reyna leggja töluverðann þunga í það. Þannig að þótt maður sé púllari þá get ég ekki annað en verið sammála þessum dómi og 3 leikja banni.

  10. Arnar, ekki dæma Kromkamp út frá því hvernig hann stendur sig sem hægri kantur, ekki frekar en þegar Steve Finnan var að spila í þeirri stöðu. Þeir eru báðir hægri bakverðir.

    Því miður held ég svo að það sé ekkert spurning hvort einhver annar verði seldur í staðinn fyrir Cissé, heldur bara hvort einhver verði seldur með honum. Held að Benítez sé löngu búinn að ákveða að selja hann.

    Og mér fannst þetta alls ekki verðskulda meira en gult spjald hjá García þó ég sé kannski hlutdrægur. Ég trúi ekki öðru en að því verði bara breytt í gult.

  11. Ekki að ég vilji vera með leiðindi, en ég bara get ekki með nokkru móti skilið hvernig menn geta horft á einhvern annan leik þegar Liverpool er að spila. Ég hef mikinn áhuga á fótbolta, en ég er Liverpool maður eitt tvö og þrjú. Ég myndi sleppa hvaða leik sem er, úrslitaleik HM eða CL, ef Liverpool er að spila á sama tíma.

    Þessi Barca – Milan hefur örugglega verið spennandi, en af mínu mati komast þessi skítalið ekki í hálfkvisti við Liverpool…..en það er bara mitt mat
    😉

  12. Já Hannes maður er kannski of dómharður á Kromkamp en mér fannst hann samt pínu hægur að hugsa þegar hann var pressaður með boltann, slíkt gerist líka í bakverðinum. Hann hlýtur að sýna hvað í honum býr næsta ár þegar hann er farinn að þekkja félagana betur.

    Þetta með Cisse er annars bara mín eigin óskhyggja, mér finnst hann hafa einhvern x-factor svipað og Garcia en Benitez er grenilega búinn að ákveða að selja hann enda heldur hann ekki bolta nógu vel.

    Ég er ekki viss að Garcia hafi reynt að setja olnbogann í Mullins, fannst hann frekar vera reyna að losa um takið sem hinn hafði á skyrtunni og sláandi útí loftið frekar en að reyna slá gaurinn. Mér sýndist það allavega í endursýningu.
    Áfrýja og fá þetta niður í 1 leiks bann.

  13. Ég náði í þetta atvik á netinu og sá það þannig í endursýningu og mér sýnist García vera sá seki. Mullins klemmir höndina á honum García gefur honum olbogaskot til að reyna að losa sig (og hittir hann líka í öxlina). Þannig að það er frekar Mullins sem fær bannið stytt.
    Ég er Liverpool maður.

  14. Ég er Liverpoolmaður númer 1 2 og 3 en…………García átti svo sannarlega skilið þetta rauða spjald eins og Mullis. En hvernig drengurinn féll í jörðina með tilþrifum var skömm, svona vill ég ekki sjá hjá Liverpool-leikmönnum. Þarna lék Garcia sama leik og Robben gerði forðum. Garcia-skamm svona gerir maður ekki.

  15. Hvað fannst mönnum um markið hanns Morientes, mér sýndist þetta ekki vera rangstaða og því átti markið að standa.

Liðið gegn West Ham í kvöld!

Mullins, García & Arselóna