Liverpool 1 – Bolton 0

_41541416_fowler270.jpgJæja, við náðum að klára erfitt Bolton lið á Anfield í dag.

Afmælisbarn dagsins, Robbie Fowler – sem varð 31 árs í dag, var hetja leiksins og skoraði eina markið í leiknum. Hann fór sennilega langt með að tryggja sér nýjan samning hjá liðinu fyrir næsta tímabil.

Við þurfum núna aðeins 5 stig úr síðustu fjórum leikjunum til að tryggja okkur þriðja sætið og erum núna tveim stigum á eftir Man U í baráttunni um annað sætið, en Man U á tvo leiki til góða.

Þegar ég skrifa þetta er liðið að fara að spila við Arsenal og vonandi að Arsenal nái að vinna þann leik, því Man U á enn eftir að spila við Tottenham og Chelsea og gætu alveg misst þetta frá sér.

En allavegana, þetta var baráttuleikur og Liverpool byrjaði svona:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise

Cisse – Gerrard – Alonso – Kewell

Fowler – Crouch

Ég vil nú helst skrifa mikið um fyrri hálfleikinn, þar sem hann var dapur hjá Liverpool. Bolton var komið til að sækja jafntefli, en þeir sóttu þó eitthvað fyrstu mínúturnar og Stelios hefði getað skorað, en Pepe varði vel frá honum úr dauðafæri.

Liverpool átti í basli og gerðu lítið skapandi. Þegar að komið var í uppbótartíma í fyrri hálfleik átti Steve Finnan þó háa sendingu inná teig, þar sem að Robbie Fowler flikkaði boltann á Peter Crouch, sem hélt boltanum vel, lét hann svo detta fyrir **Robbie Fowler** sem setti boltann með vinstri fætinum í hægra hornið, óverjandi fyrir Jussi í marki Bolton. Frábært mark.

Í seinni hálfleik gerði Rafa breytingar á liðinu og setti Luis Garcia á kantinn í staðinn fyrir Cisse. Það borgaði sig heldur betur og Garcia var sí-ógnandi í seinni hálfleik.l Fyrsta korterið var nánast einstefna að marki Bolton og Liverpool hefði auðveldlega getað bætt við mörkum. Gerrard færði sig framar á völlinn og setti í annan gír og mun meira kom útúr Kewell og Garcia á köntunum.

En Liverpool náði ekki að skora, þrátt fyrir mörg færi. Bolton ógnaði aldrei marki Liverpool að neinu ráði og því var sigurinn ekki í mikilli hættu.


**Maður leiksins**: Liverpool lék illa í fyrri hálfleik, en vel í þeim seinni. Að mínu mati var okkar besti maður **Xabi Alonso**. Hann hefur verið að leika algjörlega frábæra síðustu vikur og dagurinn í dag var engin undantekning. Hann tók í raun við hlutverki Momo, þar sem hann var að vinna bolta útum allt og svo var hann að ksila boltanum vel frá sér. Frábær leikur.

En semsagt, við þurfum bara 5 stig úr síðustu 4 leikjunum til að tryggja okkur þriðja sætið og vonandi að Arsenal setji pressu á Man U á eftir, því annað sætið er enn fjarlægur möguleiki. Eftir viku er það Blackburn á Ewood Park og svo leikur gegn ónefndu liði í undanúrslitum enska bikarsins.

4 Comments

  1. Til hamingju með daginn, Robbie! Ég veit að þú átt 31s árs afmæli í dag en þú virðist eitthvað hafa misskilið þetta – þú átt að *fá gjafir frá öðrum* í dag, ekki gefa okkur gjöf! 🙂

    Annars bara góður baráttusigur. Eins og ég sagði í upphituninni þá var aldrei hætta á að Bolton-menn myndu leyfa okkur að spila fallegan fótbolta í þessum leik, þannig að það skipti mestu að berjast fyrir sigrinum og innbyrða hann. Það gekk eftir og ég er sáttur með liðið í dag.

    Að lokum: **hversu fáránlega góður markvörður er Pepe Reina?** Það sést ekki oft hversu góðan markvörð við erum með, þar sem hann hefur oftar en ekki mjög lítið að gera í leikjum okkar, en í dag var hann súpergóður í þau þrjú/fjögur skipti sem við þurftum á honum að halda. Þegar hann kom út og lokaði á Kevin Davies þarna í seinni hálfleik … vá!

    Eins og hann er að spila núna, og miðað við mistök Iker Casillas í gær gegn Real Sociedad, er þá ekki bara spurning hvort að hann verði #1 í sumar?

  2. Bévítans ManUre voru að enda við að vinna Arsenal þar sem skytturnar sáu ekki til sólar allann leikinn !
    Þá verð ég að segja að vonir okkar um annað sætið séu farnar endanlega.
    En hvaða máli skiptir það þegar á heildina er litið, frekar litlu ef þú spyrð mig, því að aðal málið er að við erum svo greinilega á réttri leið Púllarar að það er hreinlega æðislegt.
    Á næsta tímabili munu 4 lið keppa um Englandsmeistaratitilinn og við verðum sterkir kandidatar um dolluna góðu 🙂

    Til hamingju með ammlið Robbie og til hamingju með að hafa (nánast) tryggt samning við liðið sem þú elskar og tilbiður þig !

  3. Góð 3 stig í hús, þetta eru nefninlega leikirnir sem þarf að klára, sem að Liverpool voru ekki að gera t.d á síðustu leiktíð og þar fram eftir götunum. Við vorum oft að tapa stigum á móti svona smærri klúbbum s.b Charlton, Birmingham, Fulham og fleiri liðum sem á að klára. En það er annað uppá teningnum núna, það er verið að klára þessa leiki alla sem er bara gott….. EN það er snilld að sjá það að man utd er alltaf skrifað með litlum stöfum hér að ofan… LOL

    Kristján V

Byrjunarliðið gegn Bolton

Lið helgarinnar