Liverpool 3 – Everton 1

_41485224_kewell-getty300.jpg
Þetta var sko alvöru leikur!!!

Liverpool unnu nágrannana í Everton í dag á Anfield í hörkuleik, þar sem dómarinn veifaði 10 gulum spjöldum og tveimur rauðum og Liverpool misstu fyrirliðann útaf með rautt eftir 19 mínútur.

Jæja, byrjum á byrjuninni. Rafa stillti þessu svona upp í upphafi:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise

Gerrard – Sissoko – Alonso – Kewell

Garcia – Crouch

Leikurinn byrjaði alls ekki vel fyrir Liverpool og Everton höfðu yfirhöndina fyrstu 20 mínúturnar. Þeir fengu nokkur færi og Liverpool átti í erfiðleikum með að stjórna spilinu. Á 19 mínútu breyttist leikurinn hins vegar mikið þegar Steven Gerrard fékk sitt annað gula spjald og þar með rauða spjaldið.

Það verður eflaust mikið skrifað um dómara leiksins, Phil Dowd. Ég verð að segja að ég var nokkuð sáttur við dómgæsluna hans fyrir utan nokkra hluti. Í fyrsta lagi var fyrra spjaldið á Gerrard að mínu mati óþarfi. Gerrard sparkaði boltanum í bultu þegar Everton fékk aukaspyrnu. Samkvæmt bókinni er þetta gult, en á 15. mínútu í leik Everton og Liverpool, þá finnst mér þetta óþarfi að spjalda það.

Einnig fannst mér spjöldin á Alan Stubbs og Harry Kewell vera óþarfi. Þeir voru eitthvað aðeins að vinna sér pláss í teignum. Fyrir það gaf Dowd báðum þeim gult spjald. Annað var ég nokkuð sáttur við. Leikurinn var harður á tímum og brotin verðskulduðu mörg gul spjöld.

Einsog ég sagði, þá fékk Steven Gerrard sitt annað gula spjald á 19. mínútu þegar hann braut á leikmanni Everton rétt fyrir utan teiginn. Dowd dæmdi strax aukaspyrnu og gaf Gerrard gult spjald. Klárlega réttur dómur. Ég var verulega pirraður, en ekki útí dómarann heldur heimskuna í Gerrard. Ég sagði við vin minn í hálfleik að þetta hefði minnt á Gerrard fyrir 3-4 árum. Staðreyndin er sú að á síðustu árum hefur Gerrard róað sig verulega og hann lætur nánast aldrei skapið ýta sér útí heimskuleg brot. En kannski vantaði honum bara smá hvíld. 🙂

Það, sem eftir lifði af fyrri hálfleik var leikurinn í járnum. Everton var örlítið sterkara ef eitthvað var og maður beið eiginlega eftir hálfleiknum með eftirvæntingu í þeirri von um að Rafa Benitez myndi breyta hlutunum. En nokkrum sekúndum áður en flautað var til hálfleiks fengu Liverpool menn hornspyrnu og úr henni skoraði önnur Neville systirin, **Phil Neville** glæsilegt sjálfsmark. 1-0 fyrir Liverpool í hálfleik.


Í seinni hálfleik breyttist leikurinn svo. Liverpool tók öll völd á vellinum og 10 leikmenn Liverpool yfirspiluðu 11 menn Everton. Þegar stutt var liðið af hálfleiknum þá gaf Reina langa spyrnu fram á völlinn, Crouch skallaði áfram á **Luis Garcia**, sem lyfti þá frábærlega yfir Richard Wright í marki Everton. Frábærlega klárað hjá Luis Garcia og Liverpool menn fögnuðu gríðarlega (Pepe hljóp m.a.s. alla leið frá markinu uppað hornfánanum hinum megin til að fagna)!

Liverpool hélt svo áfram að sækja, en á 60. mínútu fengu Everton hornspyrnu og úr þeirri spyrnu skoraði Tim Cahill, staðan orðin 2-1 fyrir Liverpool.

Eftir það héldu Liverpool menn áfram að sækja og áttu nokkur góð færi. Xabi Alonso skaut m.a. í slána úr aukaspyrnu og Richard Wright varði glæsilega frá Harry Kewell. Á 75. mínútu fékk svo Andy van der Meyde rautt spjald fyrir að gefa Xabi Alonso olnbogaskot þegar að þeir fóru saman upp í skallabolta. Réttur dómur. Síðan skoraði Sami Hyypia mark eftir aukaspyrnu frá Xabi Alonso en það var dæmt af vegna þess að Crouch var rangstæður.

Eftir það var þetta orðið nokkuð klárt. Nokkrum mínútum fyrir leikslok skoraði svo **Harry Kewell** frábært mark. Hann fékk boltann fyrir utan vítateig og ákváðu Everton menn að fara ekki í hann (nota bene, EKKI góð hugmynd!), svo að Kewell mundaði vinstri fótinn úr kyrrstöðu og skaut frábæru skoti í markhornið framhjá Wright. Frábær endir á frábærum seinni hálfleik.


**Maður leiksins**: Þetta er nokkuð erfitt. Allt liðið (utan Gerrard) á mikið hrós skilið fyrir frábæran leik eftir að við lentum manni undir. Að ná að vinna 3-1 einum færri er frábær árangur, sérstaklega þegar litið er til þess að Everton hefur verið á miklu skriði að undanförnu. Ég verð þó að minnast á nokkra leikmenn.

**Peter Crouch** og **Luis Garcia** voru að mínu mati frábærir í dag. Flest litlu trixin virkuðu hjá Garcia í dag og hann var sífellt ógnandi. Crouch olli allskonar vandræðum í vörn Everton þrátt fyrir að hann væri einn mestallan tímann. Markið hjá Luis Garcia var líka frábært. Harry Kewell á líka hrós skilið fyrir leik sinn í vinstri kantinum. **Momo Sissoko** var líka sterkur inná miðjunni og frábært að hann sé kominn aftur. Svo voru Carra og Hyypia sterkir í vörninni.

En kóngurinn í dag var að mínu mati klárlega **XABI ALONSO**. Hann tók einfaldlega að sér að stjórna þessum leik. Hann vann boltann hvað eftir annað af Everton mönnum, var oft orðinn aftasti maðurinn þegar að Everton sóttu og barðist gríðarlega vel. Hann róaði líka spil okkar manna niður og lét menn fljótt gleyma því að við værum einum færri. Frábær leikur hjá Spánverjanum. Eina leið Everton til að stöðva Xabi var að brjóta á honum.


Við erum þá komin tímabundið uppá 2. sætiði í ensku deildinni, en Man U á auðvitað þrjá leiki til góða á Liverpool núna. Það breytir því ekki að það setur pressu á Man U að sjá okkur þarna fyrir ofann á töflunni. Gerrard er kominn í eins leiks bann, en einsog liðið lék í dag ætti það ekki að hafa mikil áhrif gegn W.B.A. á útivelli.

Þetta var allavegana frábært í dag og okkar menn geta verið stoltir.

30 Comments

  1. jæja þetta hafðist sem betur fer fyrir fyrirliðan…. hinir 10 eiga heiður skilin fyrir mykla baráttu…

    glæsilegt

  2. Held að þetta sé rétt það sem nafni segir um Gerrard. Held að þessi pirringur hafi einfaldlega stafað af uppsafnaðri þreytu í kappanum, þannig að spennustigið var ekki rétt stillt í þessum leik. Hann mun nú fá góða hvíld sem á vonandi eftir að reynast honum vel fyrir lokasprettinn.

    Annars fannst mér dómarinn skelfilegur, hann var í engum takti við leikinn og vildi vera í aðalhlutverki í stað leikmannanna. Svona dómarar eru óþolandi.

    Ein spurning,,,,Af hverju voru Gerrard og Beattie númer 08 ?

    Einar E.

  3. Þeir voru með 08 af því að Liverpool er menningarborg Evrópu 2008 og á þetta að vera einhver liður í að auglýsa það! Það sagði allavega Gummi Torfa!

    En annars frábær leikur sem bauð upp á allt! …og kannski er það bara ágætt að Gerrard hafi látið reka sig útaf! Fær góða hvíld og mun eflaust hugsa sig betur um næst áður en hann fer í svona pirringsbrot!

  4. mér fannst dómarinn vera maður leiksins, þar sem hann hafði afskaplega litla stjórn á gangi hans. dowd virðist til dæmis ekki vita hvað hagnaðarreglan er!

    gerrard átti bæði spjöldin vel skilin, en ótal sinnum gerðu aðrir leikmenn nákvæmlega það sama og í fyrra spjaldinu síðar í leiknum.

    ég hefði viljað sjá cissé spreyta sig á móti sleðunum stubbs og weir, sérstaklega eftir að þeir voru komnir með spjöld á sig.

    annars er lítið hægt að vera að fjasa eftir svona vinnusigur…

  5. Góð skírsla einar og núna er ég bara helvíti sammála þér í því sem þú ert að skrifa…. kemur á óvat.
    Gerard á náttlega bara ekki að gera svona hluti eins og að spyrna boltanum í burtu… og svo má nú alveg deila um það hvort þetta hefði ekki bara geta orðið beint rautt spjald… þetta var nú tækling sem var þar alveg á mörkunum…
    Sammála með að Alanso hafi verið maður leiksins…. og það var nú bara frábært að sjá gömlu Leeds taktana í kewel… loksins segi ég nú bara…

  6. Liverpool verður menningarborg Evrópu árið 2008. Þeir báru töluna 08 sem minnisvarða um það.

    Annars hreint frábær sigur og yndislegt að sjá karakterinn í Liverpool liðinu. Eins og í útileiknum gegn Juve í fyrra stígur Xabi Alonso bara upp þegar Gerrard vantar og ber Liverpool algerlega á herðum sér. Þegar við þurfum að verjast hefur hann þá yfirvegun og sendingargetu sem þarf til að menn fari ekki á taugum og bakki of mikið.
    Frábær leiðtogi á velli, var langbesti maður leiksins.
    Þessi 13m pund sem við eyddum í hann var algjört gjafaverð.

  7. Gerrard hegðaði sér mjög heimskulega í þessum tveimur atvikum og ég er sammála Einari með að hann kom fram eins og hann gerði stundum fyrir 3-4 árum.

    Annars var ég gríðarlega ánægður með liðið í þessum leik, ´þvílíkur karakter. Garcia kann manna best að vinna í kringum og með Crouch. Ég get hreinlega ekki beðið eftir að sjá hvaða framherja við kaupum í sumar til þess að þrífast í kringum Crouch. Það er að mínu mati málið sem var að hrjá LFC fyrir skömmu, Morientes og Cissé gátu ekki nýtt sér stóra manninn. Hann kemur með fullt inní leik liðsins og ég er mjög ánægður með hann og viðhorf hans.

    Annars var Alonso í sérklassa í þessum leik. Hann og Sissoko héldu miðju Everton í helgreipum í þessum leik og Alonso var útum allan völl.

    Eitt orð frábært.

  8. Það fór algjörlega fram hjá mér hvað Crouch var góður í þessum leik. Mér fannst hann ekkert geta. Það er í svona leikjum sem Robbie Fowler nýtur sín best. Fannst það því grátlegt að Crouch skuli hafa spilað 88 mínútur í dag en Fowler ekki eina einustu. Samt frábær leikur hjá okkar mönnum og þeir sýndu það best í dag að þeir geta vel bjargað sér án Steven Gerrard.

  9. Skemtilegasti leikur vetrarins að mínu mati.

    Allt liðið á hrós skilið frá aftasta manni til þess fremsta.

    Ég vona svo að Garcia spili áfram sem senter. Klárlega lang besti senterinn okkar í dag.

    Dowd var óhemju slakur. Reyndar áttu flest spjöldin rétt á sér en hann hefði getað veitt Gerrard tiltal fyrir að sparka boltanum í burtu. Það er ekki rétt sem sumir hér segja að það eigi alltaf að gefa gult spjald fyrir þetta. Það verður að meta hvort tilgangurinn með því að sparka boltanum í burtu hafi verið að koma í veg fyrir að andstæðingarnir tækju hraða aukaspyrnu eða þá til að tefja leikinn. Hvorugt átti við í þessu tilviki og þ.v. spjaldið rugl. Þá sleppti Dowd augljósustu vítaspyrnu í heimi þegar brotið var á Hyypia. Þau mistök hefðu getað kostað okkur sigurinn í leiknum.

    Svo fannst mér Gummi Torfa óhemju slakur. Ég held ég hafi verið ósammála öllum leikgreiningum hans á leiknum. Þetta með að Everton ætti að “tvímenna” á bakverði Liver. er mesta rugl sem ég hef heyrt lengi.

    Áfram Liverpool!

  10. Liverpool sýndi hvað þeir voru sterkir að vinna þetta einum færri, þurftu að vísu smá heppni til en hún fylgir þeim góðu.

    Set samt stórt spurningamerki við það þegar Garcia gaf einum leikmanni Everton á kjammann, man ekki hvaða leikmaður það var, það hefði vel getað orðið rautt spjald og Liverpool þá 2 færri.

  11. Vantar ekki örugglega eitt “ekki” inní þetta um Kewell?

    “Hann fékk boltann fyrir utan vítateig og ákváðu Everton menn að fara í hann (nota bene, EKKI góð hugmynd!)…”

    Annars bara frábær leikur og gaman að sjá karakterinn í liðinu einum færri og fyrirliðalaus.

    Vona að Kewell haldi nú áfram að skora þessi fallegu mörk sín eins og hann gerði hjá Leeds. Ég dýrka drenginn! :biggrin2:

  12. Þrátt fyrir flautukonsert dómarans þá var þetta einn allra, allra skemmtilegasti leikur Liverpool á þessari leiktíð! Frábær skemmtun og þvílíkur karakter í leikmönnum Liverpool.

    Ég er virkilega stoltur af mínum mönnum, að fyrirliðanum undanskildum sem þarf að skamma hraustlega fyrir stundarbrjálæði sitt. Rauða spjaldið var fyllilega sanngjarnt og ég skil eiginlega bara alls ekki hvað kom yfir manninn!

    Garcia og Kewell með þvílík mörk og áttu þeir ásamt Sissoko og mörgum öðrum frábæran leik.

    Ég var líka ánægður með Rafa Benitez. Hann var mjög líflegur á hliðarlínunni og gerir sér greinilega fyllilega grein fyrir mikilvægi þessara leikja við Everton.

    Í stuttu máli sagt frábær leikur og magnaður sigur
    🙂

  13. “Gerrard sparkaði boltanum í bultu þegar Everton fékk aukaspyrnu. Samkvæmt bókinni er þetta gult, en á 15. mínútu í leik Everton og Liverpool, þá finnst mér þetta óþarfi að spjalda það. ”

    Tel mig nú þekkja fótboltareglurnar ágætlega en ekki vissi ég að þessi regla gilti ekki snemma í leikjum. Á bara að spjalda fyrir þetta í seinni hálfleik eða? :laugh:

    Annars skil ég ekki þessa gagnríni á Dowd. Þetta var gríðarlega erfiður leikur og hann dæmdi hann bara mjög vel af mínu mati. Ekkert krúsíal atriði sem hann var ekki með rétt. Eina sem ég get gagnrýnt hann fyrir eru spjöldin á Kewell og Weir(var það ekki Weir?)

  14. Það er ekkert lítið erfitt að þurfa að horfa á svona leiki á spólu þremur tímum eftir að þeir eiga sér stað, en það hafðist í dag. Erfiðast þó að forðast að vita úrslitin. 🙂

    Frábær sigur í dag, nokkrir punktar:

    1. Gerrard ætti að vera hundóánægður með sjálfan sig í dag. Hann sparkaði boltanum í burtu löööngu eftir að búið var að flauta, og hann kom síðan með þessa kamikaze-tæklingu á Kilbane réttri mínútu síðar. Þessi hegðun hans var engu líkari því en að hann hefði viljað fá rautt spjald. Vonandi nýtir hann hvíldina vel í næsta leik til að koma endurnærður inn í lok tímabilsins, og vonandi hugsar hann sig aðeins um áður en hann fer aftur að safna spjöldum á þennan hátt.

    2. Dowd var allt of mikið í flautukonsert. Ég var ekki ósammála neinum spjöldum hjá honum, fyrir utan það þegar hann spjaldaði Weir og Kewell sem var rugl. En hann leyfði leiknum ekkert að fljóta, oft tók hann alveg allt of langan tíma í tiltöl leikmanna og svona í stað þess að spjalda bara og leyfa leiknum svo að halda áfram. Og eins og einhver minntist á hér að ofan veit hann greinilega ekkert um hagnaðarregluna.

    3. Crouch stóð sig vel í dag. Eftir að við misstum Gerrard útaf var hann nánast einangraður frammi en náði þó að skapa sér og öðrum nokkur góð færi, og þá átti hann stoðsendinguna á García í öðru markinu og mér sýndist hann eiga sendinguna á Kewell í því þriðja líka. Ein eða tvær stoðsendingar eru vissulega rétt leið til að bæta upp fyrir það að skora ekki í leik. 🙂

    4. Momo … mikið er ég glaður að sjá þig aftur! :biggrin: Haldið þið að það sé tilviljun hvað Alonso hefur verið ógeðslega góður í síðustu tveimur leikjum? Með endurkomu Sissoko hefur Alonso frelsast algjörlega og getur nú aftur farið að einbeita sér að því að stjórna leikjum, vitandi það að Momo kóverar fyrir aftan sig (og framan, þegar Alonso sendir úr djúpri stöðu).

    5. Hello, hello … bluesh*te! :laugh:

    Hafið mig afsakaðan. Ég ætla að hringja stutt símtal í ættingja. Við skulum kalla hann Danny DeVito … 😉 :tongue:

  15. “Gerrard sparkaði boltanum í bultu þegar Everton fékk aukaspyrnu. Samkvæmt bókinni er þetta gult, en á 15. mínútu í leik Everton og Liverpool, þá finnst mér þetta óþarfi að spjalda það. ”

    Tel mig nú þekkja fótboltareglurnar ágætlega en ekki vissi ég að þessi regla gilti ekki snemma í leikjum. Á bara að spjalda fyrir þetta í seinni hálfleik eða? :laugh:

    Annars skil ég ekki þessa gagnríni á Dowd. Þetta var gríðarlega erfiður leikur og hann dæmdi hann bara mjög vel af mínu mati. Ekkert krúsíal atriði sem hann var ekki með rétt. Eina sem ég get gagnrýnt hann fyrir eru spjöldin á Kewell og Weir(var það ekki Weir?)

  16. Hann dæmdi svosum alveg ágætlega…það verður ekki tekið af honum! Hins vegar er það krúsíal að leyfa leiknum ekki að fljóta og vera alltaf að stöðva hann og þess háttar! Það skemmir bara einfaldlega leikinn…eins og þegar hann spjaldaði Kewell og Weir/Stubbs, bara það tók einhverja 3-4 mínútur til að framkvæma eina aukaspyrnu!

  17. Einar – Crouch lagði ekki upp mark í leiknum í dag. Hann átti samt ágætis leik að mínu mati. Reyndar einhverna þann besta sem ég hef séð til hans. En hlutverk hans er að skora mörk og þar þarf hann verulega að bæta sig að mínu mati

  18. Jæja er að horfa á leikinn núna, hann er sýndur í staðinn fyrir Pourtsmouth – Arsenal á EB 1 og ég get bara ekki orða bundist lengur, 62 mínútur liðnar og vitleysan sem vellur upp úr Valtý og Gumma er með ólíkindum, þeir eru fyrir það fyrsta ekki að horfa á leikinn, þeir missa af því að Gerrard fengi gult spjald þegar að skilti um það kemur upp á skjáinn og svo lýsa þeir atvikum þannig að þetta og þessi hafi gert rétt og í næstu setningu að þá var allt gert kolvitlaust, þeir minna mann bara á gömlu kallana í Prúðuleikunum, þeir hefðu allavega ekki getað gert verr, svo mikið er víst :confused:

  19. Brúsi, ég hugsa að hann hafi gert þetta af ásettu ráði að stoppa leikinn og róa menn því í svona derby leik er mjög auðvelt að missa allt í vitleysu. Hann hélt mönnum á mottunni og gerði það mjög vel. Þetta er gríðarlega erfiður leikur að dæma og mér fannst hann komast mjög vel frá honum.

  20. Dómarinn var maður leiksins að mínu mati þar sem hann hafði fullkomlega stjórn á leiknum ef frá er tekið eftirfarandi atvik sem ég man eftir:

    1) Beattie kemst einn í gegn og er dæmdur rangstæður en sparkar boltanum í burtu og í net LFC sem á að vera gult spjald.

    2) Alonso tæklar Everton-manninn á kantinum, Gerrard verður eitthvað pirraður og sparkar í burtu og fær spjald….en Beattie ekki fyrir það sama rétt áður. ALonso slapp með gult spjald þar að auki sem var skrýtið.

    3) Gerrard fer réttilega útaf með rautt. Ekki hægt að vera með stælar út af þeim brottrekstri nema maður sé vangefinn eða óraunhæfur LFC aðdáandi.

    4) Alonso brýtur á Evertonleikmanni með því að afskaplega óraunhæfri tæklingu og fékk þar gult spjald sem hefði átt að vera hans seinna spjald.

    5) Garcia lemur frá sér eins og FÍFL 😡 en fær ekki einu sinni gult spjald sem klárlega var rautt! Everton maður fær rautt fyrir sama dæmi.

    ANnað man ég ekki og fjöldi spjalda í leiknum var meira í lágmarki en hitt. Þetta var alls ekki neitt voðalega grófur leikur en þau brot sem komu upp voru flest gul spjöld og dómarinn var helst til of ragur að spjalda menn. Við verðum að hafa það hugfast hvort sem við erum LFC aðdáendur eða höldum með öðrum liðum að DÓMARINN EYÐILEGGUR EKKI LEIKI….LEIKMENN GERA ÞAÐ MEÐ HEIMSKULEGUM BROTUM! Annars er ég mjög sáttur með leik minna manna og við verðskulduðum þennan 3-1 sigur fram í fingurgóma!

  21. Vandaður sigur okkar manna í dag. Momo og Alonso lögðu grunninn að honum, snæddu hreinlega miðjuna.
    EN….. djöfull voru Halti Björn og Gummi Torfa afleitir. Hvers vegna þarf að vera renna endalaust yfir einhverja dómaratölfræði í svona fjörugum leik? Væntanlega af því að menn hafa engu vitrænu við leikinn að bæta. Hvers vegna veljast þessir menn þá til að lýsa þeim? Hljóta að vera ódýrir. Ég er tilbúinn að borga a.m.k. 25% hærra mánaðargjald til að losna við þessa menn. Þeir ráða ekki við þetta.
    🙂 Afsakið þetta tuð, er búinn að halda svo lengi út ….

  22. Æ, hvernig nenna menn að vera að standa í þessum pirring út í lýsendur leikjanna. Gleðjumst frekar yfir frábærum leik okkar manna 🙂

  23. GT og VB voru svoleiðis í ruglinu sérstaklega þegar Gerrard fékk spjöldin að maður getur ekki orða bundist. Þeim fannst Alonso ekki verðskulda spjaldið sem Gerrard fékk og svo þegar Alonso fékk gult skömmu síðar þá fannst þeim að hann væri heppinn að hanga inná þar sem fyrra brot hans hefði verðskuldað spjald!

    Dowd fannst mér ekki góður. Of mikið í sviðsljósinu og lét leikinn ekki fljóta sem er vel hægt þó hart sé barist. Mér fannst “olnboginn” hjá Garcia grófari en hjá Meide þannig að þar fannst mér Dowd ósanngjarn gagnvart þeim bláu og ekki samkvæmur sjálfum sér.

    Annars frábær leikur hjá okkar mönnum. Bara að þeir hefðu fundið þetta form örlítið fyrr. Þá værum við kannski að fara að spila við Barca í næstu viku.

  24. Crouch flikkaði boltanum á Garcia eftir útsparkið hjá Reyna er það ekki að leggja upp mark Hössi??

  25. Nafni, Dowd greinilega tók þá ákvörðun fyrir leik að nota hvert tækifæri sem hann fengi til að róa leikmenn niður svo hann myndi ekki missa leikinn, enda margir dómarar gert það í þessum nágrannaslag á undanförnum árum. Hvenær leyfði hann leiknum ekki að fljóta, þegar leikmenn voru að kítast og hann kallaði þá til sín til að róa þá niður?

    Ég var nú dómari og þykist hafa ágætt vit á starfi dómarans og mér fannst hann virkilega góður í leiknum af þessu leytinu til. Tókuð þið t.d. eftir því þegar hann rekur van der Mayde útaf, þá er nálægt því að sjóða uppúr, en hann er snöggur að taka van der Mayde í burtu og stoppa menn. Mjög vel gert hjá honum. Þetta er nefnilega meira en að segja það að halda aftur af 22 karlmönnum með adrenalínið á fullu.

    En með olnbogann hans García þá held ég að hann hafi ekki séð hann, enda er hann fyrir aftan atvikið og því erfitt að sjá þetta. Ég horfði á leikinn aftur í gær þegar hann var sýndur í stað Arsenal leiksins sem var frestað, og þá tók ég eftir að hann gefur merki um að hann sé að dæma á peysutog sem átti sér stað þarna rétt fyrir olnbogaskotið. Phil Dowd er mjög góður dómari og hef ég séð mjög marga leiki með honum, og gefandi mér það sem ég hef séð, þá hugsa ég nú að hann hefði rekið García útaf hefði hann séð olnbogann.

  26. Mörkin hjá Garcia og Kewell voru stórglæsileg. Garcia getur ávallt búið til eitthvað uppúr engu og Kewell er smátt og smátt að koma tilbaka.

    Við vorum, erum og verðum betri en Everton, punktur!

  27. Þetta var náttúrulega alls ekki rautt spjald á van der Meyde. Þeir hoppa einfaldlega saman upp í skallabolta.

    Kæmi mér ekki á óvart ef að spjaldinu verður áfrýjað þannig að hann fari ekki í leikbann.

  28. Everton-mennirnir gerðu allt sem þeir gátu í seinni hálfleik að koma Xabi útúr leiknum með allskonar brotum. Druncan þegar hann ýtti Xabi og sömuleiðis Meyde svo fátt eitt sé nefnt

Liðið komið

Morientes ætlar að sanna sig hjá LFC