Manchester City 0 – Liverpool 1

_41060924_vassell416.jpgÁn þess að eitthvað stórkostlegt hafi breyst í heiminum, þá hafa Liverpool núna unnið tvo útileiki í röð og þá báða eftir leiki í Evrópu.

Pepe hélt *enn einu sinni* hreinu og við unnum leik án þess að leika vel.

Eftir þenna [útisigur á Man City](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/eng_prem/4450938.stm) eru Liverpool núna komið uppí sjöunda sætið, 4 stigum á eftir liðinu í öðru sæti (Arsenal) og eigum auk þess leik til góða á þá.

Við höfum núna unnið 4 leiki í röð í deildinni og þar af tvo á útivelli. Mjög gott mál!

Rafa kom nokkuð á óvart með uppstillingunni:

Reina

Finnan – Hyypiä – Carragher – Warnock

Gerrard – Hamann – Sissoko – Riise

Crouch – Cisse

Ég var alls ekki sáttu við að sjá Riise þarna inni og hann gerði í raun lítið til að sannfæra mig um að hann ætti erindi á kantinn…..nema að hann **skoraði markið okkar**.

Þetta byrjaði fjörlega, en leikurinn datt fljótt niður. Liverpool skapaði ekki mörg færi, en voru meira með boltann. City skapaði ekkert í fyrri hálfleik og í raun ekkert heldur í þeim seinni.

Gerrard var slappur í fyrri hálfleiknum, sem og Riise og því var kantspilið mjög slappt. Peter Crocuh var mjög daufur frammi og Djibril Cisse var arfaslakur og virtist ekki hafa mikinn áhuga á að leggja sig fram í leiknum.

Það fór líka svo að á 50. mínútu var Cisse tekinn útaf og Harry Kewell kom inná og má segja að við það hafi spilið hjá Liverpool lifnað verulega við. Kewell var mjög hreyfanlegur og ógnaði meira en Cisse gerði. Samt var Liverpool ekki að skapa sér færi og einhvern veginn var maður farinn að óttast að þetta yrði 0-0 jafntefli, því leikurinn var daufur. En markið kom allt í einu úr ólíklegri átt. Kewell pressaði vörn City og þeir misstu boltann. Gerrard og Riise spiluðu nettan þríhyrning og Riise fékk boltann við vítateigslínuna og þrumaði boltanum í netið framhjá David James.

Lítið gerðist svo í leiknum fyrir utan þetta og hvorugt liðið skapaði neina hættu.

**Maður leiksins**: Það voru nokkrir jákvæðir punktar, sérstaklega innkoma Harry Kewell. En ég ætla hins vegar að leyfa mér að útnefna þá **Steve Finnan, Jamie Carragher, Sami Hyypia** og **Pepe Reina** sem menn leiksins. Ekki bara fyrir frammistöðuna í þessum leik, heldur einnig síðustu leiki.

Pepe hefur núna haldið hreinu í **540 mínútur**. Hann hefur varið vel og verið öruggur, en það er ekki síst þessi firnasterka vörn, sem er fyrir framan hann, sem hefur valdið þessu. Þessi lið, sem við höfum verið að spila við hafa einfaldlega **ekki átt sjens** í vörnina okkar. Mér var nákvæmlega sama hversu mörgum boltum City menn dældu fram á völlinn, því ég var 100% viss um að Jamie eða Sami myndu færa sig fyrir framan sóknarmanninn og koma boltanum frá markinu. Þeir tveir eru einfaldlega búnir að leika óaðfinnanlega þessa síðustu leiki. Þvílíkt varnarpar. Finnan hefur svo verið öryggið uppmálað í hægri bakverðinum. Hann grípur kannski ekki fyrirsagnirnar, en hann er algjörlega ómissandi fyrir þetta lið.

En allavegana, á næsta miðvikudag þá leikum við leikinn, sem við eigum til góða gegn Sunderland. Þann leik eigum við auðvitað að vinna og þá gætum við vippað okkur uppí **þriðja sætið** (veltur þó á úrslitum leikja Man U og Bolton), aðeins einu stigi frá öðru sætinu. Þetta er allt að koma.

28 Comments

  1. Þetta er það sem vantaði í fyrra og árið þar á undan o.s.frv…. vinna lið eins og City á útivelli…

    Glæsilegt!

  2. Orð fá því ekki lýst hvað þetta var MIKILVÆGUR sigur. Að mínu mati eru leikir gegn smærri liðum alltaf 6 stiga leikir. Nú skulum við vona að framhaldið verði eins ánægjulegt og Rafa haldi sig við 4-4-2.

  3. Ekki sá ég leikinn en…..

    ….segir það ekki sem segja þarf að Cisse var tekinn útaf á 50mín en ekki Crouch!

    Er Cisse að nýta þau tækifæri sem hann fær frammi nægjanlega vel? Þá á ég ekki við með mörkum eingöngu heldur einnig samspili, varnarvinnu osfrv.

    Fyrir mitt leiti þá hef ég aldrei séð Cisse spila jafn vel og Crouch gerði núna í miðri viku. Eina sem vantar frá Crouch eru mörk.

    p.s. ég hef ekki séð nærri nógu marga leiki undanfarið, en þeir sem ég hef séð hljóma eins og ofangreint.

  4. Getum við plííííís ekki talað um Crouch núna?

    Við unnum. Mér er sama þótt Peter Crouch skori ekki fyrr en 2010 ef að við vinnum alla okkar leiki.

    Cisse var verulega slakur í þessum leik og átti það fyllilega skilið að fara af velli. En hann hefur hins vegar leikið vel að undanförnu og á tækifærið alveg skilið.

  5. Mér fannst Kewell klárlega maður leiksins. Hann kom sprækur inn á, var ógnandi og breytti steindauðu jafntefli í góðan sigur.

    Reina og vörnin spiluðu vel, en City ógnaði ekki mikið.

  6. Einar

    Það sem ég er að koma inná er að “þann sem ekki má nefna” (höfum þetta eins og í Harry Potter) hefði spilað svona arfaslakur og verið tekinn útaf á 50mín þá hefðu margir menn viljað láta hausinn fjúka á þeim manni. Alveg sama þó hann hafi spilað frábærlega í miðri viku og sigur náðst í dag. Samhengið er sett upp því að mér finnst óvægin meðferð gagnvart “þeim sem má ekki nefna” [punktur]

    Nokkrir punktar teknir frá Eurosport, mjög gaman að lesa þetta hjá þeim félögum.

    “Manchester City-Liverpool 49′ Down at the other end, it’s Crouch who fouls Dunne in the City box… Crouch is penalised by referee Wiley, but England’s secret weapon in next year’s World Cup Finals isn’t pleased with the decision…. he’s supposed to be a nice boy, but judging by the filth that just came out of his mouth, it’s obvious he can mix it with the best of them…..”

    Manchester City-Liverpool 65′ Crouch in the book for a vicious attack on Barton…

    Manchester City-Liverpool 66′ Benitez has asked Crouch to toughen up, but that was a bit much…!

    Manchester City-Liverpool 80′ Crouch comes on to be replaced by Morientes…. and shouts of ‘what a waste of money’ ring out around the stadium…

  7. já.. góður sigur.. er mjög stoltur af vörn og marki hjá okkur en sóknin mætti fara að skora… Gerrard getur ekki alltaf unnið leiki

  8. Mikið rosalega er ég ánægður með þennan sigur!!
    Ekki það að hann hafi verið eitthvað stórglæsilegur, en þetta telur 3 stig. Svolítið annað en á síðasta tímabili þar sem þessir leikir voru að tapast.

    Ég bara verð að lýsa yfir óánægju með Cisse, hann verður að fara að nota heilann á sér í leikjunum og koma sér í þessa bolta sem Crouch er að leggja á hann. Þessi fáu hlaup sem hann átti í leiknum voru öll ofboðslega illa tímasett, svo var eins og hann bara hreinlega nennti þessu ekki.

    Ég held svei mér þá að förum að þurfa annan framherja, til að hafa meiri samkeppni um þær stöður, einhvern helst sem er alvöru markaskorari.

    Cisse er góður, en það er eins og enginn geti spilað með honum frammi, það vantar smá brodd, sem vonandi kemur með tímanum 🙂 ( Það þýðir ekkert að vera neikvæður endalaust )

  9. Mér fannst hann ekkert koma á óvart með uppstillingunni. Þetta er bara smá hringl á mönnum og það er hægt á marga vegu. Hann nýtti sér það svona í þessum leik og það heppnaðist. Gaman að sjá ástralska undradröllið koma inní liðið í seinni hálfleik og hjálpa okkur að sigra Shitty. Úrslitin komu mér meira á óvart en uppstillingin og er það vel. :biggrin2:

  10. Þetta er það sem er stór og mikil framför, að vinna leiki sem við spilum þó ekkert sérstaklega vel í – og að vinna útileiki. Meira að segja á móti mótherjum eins og City.

    Ég er aðdáandi marka og hef oft átt erfitt með að þola svona 1:0 leiki (eða 0:0), en það er þó frábært að vera í “sigurliðinu”!!

    Mér finnst frábært að halda hreinu 6. leiknum í röð og hvað … markatöluna 11:0 — ekki slæmt!! Sigur er sigur. Woo hoo!!!

    Er sammála og ánægður með leikskýrslu Einars. Er frekar ánægður Púlari í dag!

  11. Frábært, Æðislegt, Geðveikt…
    Vá hvað maður er ánægður núna, okkar fyrsti sigur á þessum erfiða velli, 3 góð stig, skyptingar Rafa sýna að þetta er snillingur.

    Það þarf nú töluverðan kjark til að taka okkar mesta markaskorara útaf og setja inná mjög umdeildan leikmann inná. Enn sú skipting gerði algjörlega gæfu muninn, Kewell var frábær eftir að hann kom inná og rosalega lofar það góðu ef hann ætlar að taka upp á því að vera í þessu formi í vetur. Já, hvað skal sega um þann sem fór útaf…Cisse…dapur leikur hjá honum í dag en svona getur þetta verið, hann var allt annað en sáttur þegar hann labbaði útaf en hann hafði bara alls ekkert efni á því (allavegana ef hann var ósáttur við áhvörðunina að taka hann útaf en hann mátti vera ósáttur með sinn leik). Já það gekk ekki mikið upp hjá honum, enn mér fannst nú Crouch leika bara vel þarna uppi. Hann verður gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur á útivelli eins og Einar benti á. Heldur boltanum vel og er að gera það bara nokkuð gott.

    Ég er líka ánægður hvernig við erum að spila þessa leikaðferð 4-4-2. Gerrard er nú enginn algildur hægri kannt maður í þessu, eins og sást í seinni hálfleik þá var hann með frjálst hlutverk nokkurnveginn, var alstaðar þarna á miðjuni, frá því að gefa boltan fyrir hægra meginn í það að taka innkast vinsra meginn. Og þá var líka Finnan mikið að koma upp kanntinn. Miðverðir okkar stóðu sig einnig frábærlega.

    Til hamingju allir og mikið er gaman að vera púlari…

  12. Alltaf gaman að vera púllari! 🙂

    Og baráttan um Bítlaborgina heldur áfram við Everton, við erum rétt fyrir ofan þá heheh :biggrin:

  13. Staðreynd
    12 deildaleikir: Haldið hreinu 8 SINNUM
    5 Cl leiki: Haldið Hreinu 4 SINNUM

    Þá höfum við haldið hreinu í 71% leikjanna. 67% ef við tökum bikarinn með.

  14. Ja hérna hér.
    Maður veit varla hvernig á að taka þessu.
    Liverpool að vinna nokkra deildarleiki í röð og meira að segja á útvelli. Þetta er bara algörlega óvænt. Maður er orðin svo vanur að tapa svona Mancity og Sunderland leikjum að maður er hættur að gera ráð fyrir öðru.
    En ég ætla samt ekkert að fara að kvarta svo það sé á hreinu.
    Ég er algjörlega sammála þér Einar Örn með að “he who must not be named” mætti þess vegna spila ludo við Pepe Reyna í 90 mínútur ef við höldum áfram að vinna leiki og halda hreinu í leiðinni.
    Ég ætla að gerast svo djarfur að halda því fram að Rafa Benitez sé “hin útvaldi” og stíga síðan skrefi framar í dirfskunni og búast við sigri á móti Sunderland á útvelli á miðvikudaginn.
    Megi þetta “rönn” halda áfram sem allra lengst !! :biggrin:

  15. Sælir og til hamingju með úrslitin. Ég er alveg hissa á sjálfum mér. Ég vil gjarnan hafa sentera sem skora og var einmitt og orðinn ótrúlega þreyttur á Heskey um árið. En hvernig leikmaður var hann? Hann var rosalega duglegur allan leikinn, lagði stundum upp mörk og vann oft ágætlega til bara og hélt boltanum vel. Bíddu er þetta ekki það sama og Crouch er að gera. Málið er að við þurfum sentera sem skora. Nú er Benites búinn að skjóta á Cisse að hann verði að vinna betur fyrir liðið sem er alveg rétt. Hann nennir ekki neinu fyrir neinn nema sjálfan sig og er algjör stjarna án þess að hafa unnið sér það inn. Ég vil frekar hafa Pongolle inná heldur en Cisse og þessi skipting að setja Kwell inná fyrir Cisse vann leikinn fyrir okkur. Með fullri virðingu fyrir Crouch og því að hann sé að spila ágætlega þá verður hann að skora, til þess var hann keyptur. og Cisse á bara að fara eitthvað annað, ég vil fá annan senter – ég er á því að hann sé slæmur fyrir móralinn í liðinu.

  16. Clinton: Hvernig geturðu borið Crouch og Heskey saman. Ertu e-ð ruglaður. Þú segir að Heskey hafi verið duglegur og lagt upp nokkur mörk og haldið boltanum vel. I beg the farking differ!! Heskey Er sennilega einn lelegast leikmaður sem hefur verið í Liverpool.

    Heskey hefði sómað sér vel sem hlutur í PinBallMachine. Allir boltar sem komu til hans hrukku af honum eitthvað úti buskann. Hann vann flest skallaeinvígi en hann skallaði NÁNAST ALLTAF bara eitthvað. Og svo var ‘sérgreinin’ sú að taka á móti boltanum með sköflungnum (sem á einhvern undarlegan hátt gekk illa að fullkomna). En hann reyndi samt, sem gerir hann mjög duglegan (right?)

    Crouch er miklu mun betri, flestir skallaboltar sem hann vinnur er miðað í rökréttar hlaupaleiðir eða þá beint í lappirnar á mönnum. Eins og firsta snertingin hans mjög góð hann er líka mjög að koma boltanum frá sér.

    En annars skal maður ekki tapa sér í einhverju böllsýni (thihi) heldur fagna því að liðið er farið að ná fram ólíklegustu úrslitum. Okkar fyrsti sigur á Manchester Stadium (held ég allavega).

  17. Jónas, við skulum nú hafa þetta málefnalegt og ekki með einhverjum leiðindum. Samanburðurinn á Crouch og Heskey var vegna þess að við erum að reyna að finna okkur stóran mann fram. Senter sem getur haldið bolta, dreift spili, unnið vel með liðsmönnum sínum og SKORAÐ MÖRK ekki satt. Sambærilegir menn eru kannski Drogba, Mido, Nistelroy og fleiri. Munurinn er sá að þessir menn eru að skora mörk en það gerði Heskey aldrei og því miður er maður hræddur um að Crouch greyið eigi ekki eftir að gera mikið af því. Ég tek undir að hann er að gera margt gott. En hans stærsta hlutverk er að skora mörk og eins og í leiknum á móti Betis þá er ekki búið að skorta á færin.
    Ég er á því að hann sé betri en Heskey en enn sem komið er höfum við ekki fundið mann í þessa stöðu sem er að skora og það er áhyggjuefni. Síðan í framhaldinu þá vil ég ýtreka þá skoðun mína að Cisse sé slæmur fyrir móralinn í liðinu og að hann eigi að fara í janúar.

  18. Jæja, þá er maður loksins kominn aftur í tölvu eftir gærdaginn.

    Þessi leikur var fínn, góður sigur í daufum leik, þar sem við vorum þó talsvert mikið betri aðilinn. Þurftum við að verja svo mikið sem eitt skot frá þeim, allan leikinn? Ég held ekki, sá það allavega ekki. Vorum ekki að spila neinn stórleik, en gerðum samt feykinóg til að vinna leikinn.

    Cissé var *hræðilegur* í gær og átti skilið að vera tekinn út af í hálfleik, ekki spurning. Sennilega hans versti leikur síðan hann kom til Liverpool. Mínir menn leiksins voru sennilega vörnin, og þá sérstaklega Sami Hyypiä, og svo Harry Kewell, sem gjörbreytti gangi leiksins fram á við með innkomu sinni.

    Annars bara jákvætt, við erum að vinna útileiki eftir Evrópuleiki, og það án þess að spila neitt vel. Hversu gaman er það?!?!?

  19. Veit einhver hvað er lengsta röö af sigurleikjum sem Liverpool hefur unnið í deild og hvenær þá ? Hvað er lang síðan við unnum 4 í röð í deildinni ? :confused:

    Koma svo strákar.

  20. Held að Liverpool liðið hafi unnið 12 leiki í röð tímabilið 1989-1990 og það sé met hjá klúbbnum.

  21. Pælið í einu strákar, þessi sigurlota okkar núna í deildinni er það lengsta í tvö og hálft ár, össs maður.
    Samt eru þetta ekki nema 4 leikir, djöfull höfum við verið slappir í deildinni undanfarið. ( Þar til nú )

  22. Já góður sigur.

    Hlakka mikið til Sunderland leiksins og spái ég liðinu þá svona:

    Reina
    Josemi Hyypia Carra Traore
    Garcia Sissoko Hamann Kewell
    Pongolle Morientes

    Bekkurinn:
    Dudek
    Finnan
    Riise
    Gerrard
    Crouch

    Kominn tími til að hvíla nokkra menn og leyfa öðrum að fá tækifæri. Ég væri reyndar mest til að gefa Carra og Hyypia frí en það er bara enginn mannskapur til að redda því.

  23. Hvenær ætla menn að hætta að lofsyngja þennan helvítis Peter Crouch. Maðurinn getur afskaplega lítið og hefði örugglega verið hægt að finna betri og ódýrari leikmenn í það hlutverk sem hann virðist eiga að vera að skila.

    Það er merkilegt hvað menn eru fljótir að skipta um skoun á öllu. Þegar Cisse skorar þá er hann það besta síðan sneitt brauð en ef hann skorar ekki þá er hann bara orðin ömurlegur og þarf að fara að taka sig á. finnst nú einum of að menn ætlist til þess að hann skori bara í hverjum einasta leik. Þeir eru nú ekki margir framhejarnir sem eru frábæriri í öllum leikjum. Hvaða framherji týinst ekki heilu leikina og skorar svo sigurmarkið upp úr engu. Cisse fær aldrei þetta tækifæri því hann er alltaf tekinn útaf eftir 50-60 mín. Svo fær maður eins og Crouch endalau tækifæri því Rafa er að reyna að réttlæta þessi helvítis kaup á honum með endalausum sénsum. Það er ekki eins og hann hafi ekki fengið færi hann bara klúðrar þeim.

  24. >Hvenær ætla menn að hætta að lofsyngja þennan helvítis Peter Crouch

    Þegar hann hættir að spila vel fyrir liðið.

  25. Jóhannes, ég er nú ekki búin að vera var við það að það séu hér einhverjir með eitthvað skítkast út í Cisse. Menn eru bara að sega að hann hafi verið dapur í SÍÐASRA LEIK, ekki orðinn allt í einu ömurlegur leikmaður út af 50 lélegum mínútum. Mér heirist frekar að menn séu svona almennt sáttir við hvernig hann er að spila.

    Svo er það með Crouch það eru nú bara skiptar skoðanir á honum sem maður skilur svo sem alveg, sumir vilja bara fá mörk frá sóknarmönnum og punktur. Enn það má ekki líta frá þeirri staðreind að hann er að spiila virkilega vel og gera vel fyrir liðið, og með hann innanborðs erum við allavegana að vinna leiki, og hann á stóran þátt í því hvernig við erum búnir að vera að spila upp á síðkastið. Mér persónulega er alveg náhvæmlega sama þótt Crouch myndi ekki skora neitt einasta mark á allri leiktíðini ef liðið er að spila svona vel og vinna leiki með hann í liðinu. Það er nú það sem þetta sníst um að VINNA. Og Peter er að taka mjög mikinn þátt í spilinu og gerir liðið beittara þótt hann sé ekki að skora þá er hann að skapa mikið pláss fyrir aðra vegna þess hve illa varnarmenn ráða við hann. Þetta er mín skoðun og meðan við erum að vinna er takmarkinu náð og ég sáttur.

Zenden frá í 3-4 vikur

Módelið Luis Garcia