Fulham 2 – Liverpool 0

sfnhan24.jpg

**EÖE**: [Draga andann djúpt]

Þetta Liverpool lið, sem mætir til leiks í ensku úrvalsdeildinni getur ekki talist neitt nema hörmung. Í Evrópu erum við frábært lið. Í ensku úrvalsdeildinni getum við hreinlega ekki talist meira en miðlungslið. Svo einfalt er það.

**Þetta eru staðreyndirnar:**

* Við erum í 12 sæti í ensku úrvalsdeildinni. Við höfum leikið 8 leiki, unnið 2, tapað 2 og gert 4 jafntefli. Úr 8 leikjum erum við með 10 stig. ALLS EKKI NÓGU GOTT!
* Við höfum skorað 5 mörk í þessum 8 leikjum. Okkur hefur mistekist að skora í **helming leikja okkar**. EKKI NÓGU GOTT!

* Markatalan okkar er mínus 3 mörk. ALLS EKKI NÓGU GOTT!

* Aðeins einn framherji okkar hefur skorað mörk. EKKI NÓGU GOTT!

* Í þremur af 8 leikjunum höfum við fengið á okkur 2 eða fleiri mörk. Vörnin, sem við héldum að væri nógu góð, er einfaldlega ekki nógu góð.

* Í leiknum í dag byrjuðum við með miðvörð í vinstri bakverði, vinstri bakvörð á vinstri kantinum og vinstri kantmann á hægri kantinum. Við enduðum leikinn með okkar langhættulegasta sóknarmann á hægri kantinum. EKKI GOTT!


**Að mínu mati**:

* Þá stillir ekkert lið í ensku úrvalsdeildinni upp lélegra bakvarðapari en við gerðum í leiknum í dag. Skoðið bakverðina hjá öllum liðunum og spyrjið ykkur hvort eitthvert lið myndi vilja skipta við okkur á Josemi og Djimi Traore.

* Það má vel vera að Peter Crouch hafi leikið vel á síðasta tímabili. Það má einnig vera að Fernando Morientes hafi einu sinni verið góður framherji. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að þessir framherjar, sem kostuðu okkur 15 milljónir punda hafa ekki skorað eitt einasta mark fyrir okkur. Ég get talið upp allavegana 10-15 sóknarmenn úr ensku deildinni, sem ég myndi frekar vilja hafa í okkar liði heldur en þessa tvo.

* Sissoko er enginn Steven Gerrard.

* Luis Garcia ógnaði markinu oftar á 20 mínútum en Riise hafði gert næstu 70 mínútur á undan. Hann var að mínu mati okkar skásti leikmaður.


Ok, komum formsatriðunum frá. Rafael Benitez stillti liðinu svona upp:

Reina

Josemi – Carra – Hyypiä – Traoré

Kewell – Sissoko – Alonso – Riise

Cissé – Morientes

Stern John skoraði fyrra mark Fulham og Luis Boa Morte skoraði það seinna. Leikmenn Liverpool létu Luis Boa fokking Morte líta út einsog Diego Maradona og þeir létu Tony Warner, einhvern gaur, sem komst ekki einu sinni í varalið Liverpool, líta út einsog Gianluigi Buffon.

Þetta var ömurlegt, en það kemur manni svo sem ekki á óvart. Við vitum að við töpum þessum útileikjum. VIð vitum að við munum leika illa og við vitum að við munum klúðra þeim fáu tækifærum, sem við fáum.


Ég er að missa trúna. Svo einfalt er það. Ég er hreinlega að missa trúna á að Rafael Benitez sé rétti maðurinn fyrir Liverpool. Ég mun seint efast um að hann sé rétti maðurinn til að stýra Liverpool í Evrópukeppnum. Eeeen, alveg einsog sumir frábærir leikmenn finna sig ekki í enska boltanum, þá er að mínu mati vel hugsanlegt að sumir frábærir þjálfarar finni sig ekki í enska boltanum. Kannski er Rafael Benitez einn af þeim.

Síðan að Rafa tók við af Gerard Houllier, þá hefur Liverpool spilað 46 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Við höfum unnið 19 leiki, gert 10 jafntefli og tapað 17 leikjum. Semsagt, við höfum unnið tveimur fleiri leiki en við höfum tapað. Fullkomlega óásættanlegt fyrir Liverpool.

Ef við skoðum árangur liðanna í deildinni á þessum tíma, sem Rafa hefur stjórnað, þá lítur hann svona út (lið og stigafjöldi)

Chelsea 122
Arsenal 99
Manchester United 95
Bolton 72
Tottenham 71
Manchester City 69
**Liverpool 68**
Midddlesboro 67

Semsagt, frá því að Rafa tók við þá erum við með **sjöunda besta liðið í enska boltanum**. Við erum ekki eitt af “fjórum stóru liðunum”, einsog við reynum að telja okkur trú um. Við rétt komumst inná topp 8. Heldur einhver Liverpool aðdáandi því fram í dag að við séum með betra lið en Tottenham? Ef svo er, af hverju sýnum við það ekki?

Rafa hefur einfaldlega engum árangri náð í enska boltanum. En ok, gefum honum tíma segja einhverjir. En hvaða liði tók Rafa við fyrir einu og hálfu ári? Var það lið í botnbaráttu? Nei, hann tók við fjórða besta liðinu á Englandi og hann hefur á þessum tíma breytt því í sjöunda besta liðið á Englandi. Á meðan hann hefur verið við stjórnvölinn hafa Tottenham. Bolton og MANCHESTER CITY komist fram úr okkur. Middlesboro, fokking Middlesboro hefur bara fengið einu stigi minna á þessu tímabili. Er þetta eitthvað grín?

Rafael Benitez hefur selt Michael Owen og Milan Baros, að mínu mati okkar bestu sóknarmenn. Þeirra í stað hefur hann keypt Peter Crouch og Fernando Morientes, sem hafa nákvæmlega EKKERT sýnt til að réttláta þau fjárútlát. Að sjá þá saman í farmlínunni í dag var í einu orði sagt sorglegt.

Benitez hefur keypt Peter Crouch, Josemi, Morientes, Nunez og Zenden. ENGINN þeirra hefur náð að sanna sig hjá Liverpool. Á móti hefur hann keypt einn leikmann, sem allir eru sammála um að sé frábær, Xabi Alonso, einn leikmann, sem getur verið frábær en mistækur í Luis Garcia og svo einn, Sissoko, sem hefur leikið ágætlega á stundum. Þetta er einfaldlega ekki góður árangur.

Rafael Benitez hafði NÆGA peninga úr að spila í sumar, en hann eyddi þeim ekki. Það er ekki stjórn Liverpool að kenna, heldur einfaldlega framkvæmdastjóranum.


Bæði stjórn liðsins og aðdáendur eru þolinmótt fólk. Við þoldum Gerard Houllier í mun lengri tíma en önnur lið og aðáendur hefðu gert. Því fer víðsfjarri að ég vilji að Rafael Benitez verði rekinn frá félaginu. Langt því frá! En hins vegar, þá hefur núna opinberlega ljóminn frá Istanbúl horfið og Benitez mun þurfa að þola gagnrýni frá okkur aðdáendum. Við getum ekki lengur varið hann og hans liðsval, leikmannakaup og taktík með þeim formerkjum að hann hafi unnið Meistaradeildina. Já, hinn evrópski Benitez vann Meistaradeildina með hinu evrópska Liverpool. Sá Benitez, sem leiðir liðið í ensku úrvalsdeildinni, þarf hins vegar að gera ansi margt til að sanna sig í augum mínum og annarra.

Ég trúi því enn að Rafael Benitez sé sennilega einn af fimm bestu þjálfurum í heimi. Ef hann væri ekki hjá Liverpool, þá gæti ég sennilega fáa nefnt, sem ég vildi fá í hans stað. Hann hefur sýnt það í Evrópukeppninni að hann er ótrúlega snjall.

En það er eitthvað við enska boltann, sem hann er ekki að fatta. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er. Ok, kannski þarf hann meiri tíma, en það er erfitt að segja það þegar að Martin Jol hefur á einu ári breytt Tottenham í bæði betra og skemmtilegra lið heldur en okkur. Reyndar hafa þeir ekki þurft að spila í Evrópu, sem myndi sennilega hafa umtalsverð áhrif á leik þeirra. En hvort sem við notum Evróopukeppnina sem afsökun eður ei, þá er einfaldlega eitthvað við enska boltann, sem Rafa Benitez hefur ekki enn áttað sig á.


Það á enginn skilið að vera maður leiksins. Næsti leikur er í deildarbikarnum gegn Crystal Palace og svo eigum við leik næsta laugardag gegn West Ham. Eitthvað þarf að breytast hjá þessu liði, svo mikið er víst.

21 Comments

  1. úff… hvur fjandinn er að gerast? Jæja stundum er maður feginn að ná ekki að horfa á Liverpool leiki og þannig líður mér akkúrat núna…

    Annars er rigning í Belgíu og milt veður.

  2. Þetta var nú meiri hörmungin hjá okkar mönnum. Það var ekkert í gangi og manni fannst leikmenn ekki nenna þessu.

    Hvað er í gangi ?

    Erum við svona langt á eftir eða hvað ?

  3. SKO þið eruð nú meiru vælukjóarnir , það er satt, þið haldið ekki vatni yfir Mr R og svo þegar illa gengur þá er strax byrjað að væla ….. Ef við hefðum unnið í dag 0-2 þá hefði verið skrifað … Mr R er snilli , hver hefði getað fengið þetta útúr þessu liði … Í guðana bænum slakið á og gefið manninum tækifæri… hann þarf bara að losa sig við fleiri menn en hann bjóst við ,,, og kaupa í staðinn. Anda svo djúpt og rólega 1 2 3 …

  4. KK: Með þessa visku að leiðarljósi getum við líka verið meðallið í fleiri fleiri ár! Þér líst líka vel á það er það ekki???

  5. það er bara ekki hægt að hafa trú á liði sem hefur ekki trú á sér…
    þetta liverpool lið sem mætti til leiks í dag var ekki að trúa því að þeir gætu unnið leikinn og það endurspeglaðist svo um munar í leiknum…

    það vanti ekki nema 2-3 leikmenn í janúar… en í dag vantar að leikmenn haldi haus og spili eins og liverpool leikmenn, ekki leikmenn sem myndu vera varamenn hjá öllum öðrum liðunum í úrvalsdeildinni…
    þar finnst mér rafa helst vera að klikka.

  6. Ætli við séum ekki sammála í fyrsta skipti? Alltof margir veikir hlekkir í þessu liði, akkúrat þegar að við vinnum CL er tilvalið tækifæri og virkilega NÁ Í ÞÁ HEIMSKLASSALEIKMENN SEM AÐ VIÐ ÞURFTUM. Okkur vantaði sóknarmann, Owen, okkur vantaði hægri kantmann, Simao/Joaquin, okkur vantaði miðvörð Milito/Gallas en EKKERT var gert, EKKERT!!!! Við keyptum Sissoko, ok hann er mjög efnilegur en er hann miðvörður/kantmaður/sóknarmaður ? NEI, í þokkabót vorum við með 2 heimsklassa leikmenn í hans stöðu (Alonso og Gerrard) og einn klassa leikmann (Hamann). Zenden, WTF? Tilhvers að kaupa mann sem að hefur jafngóðan hægrifót og Riise aka er einungis örfættur og getur því EKKI leyst hægri kantinn af. Tilhvers að kaupa Reina? Hann virðist ekki vera mikið betri en Carson eða Kirkland og þeir eru enskir í þokkabót, það getur ekki verið gott uppá liðsandann að hafa meirihluta leikmanna í leikmannahópnum spænska?

    Þetta tímabil var klúðrað í sumar þegar að klúbburinn hefði átt að ýta ennþá frekar og ná í þá leikmenn sem að okkur nauðsinlega vantaði. Sé ekki Benitez fyrir mér vinnandi deildina með þessum endalausu róteringum. Mér er skítsama hvernig okkur gengur í bikarkeppnum þetta ár, það sem skiptir máli er það að deildin er búin þetta árið og það er ekki kominn nóvember. 😡

    p.s.
    Getur ienhver nefnt mér ENSKA bakverði í PL sem að eru LÉLEGRI en Josemi og raore ?

  7. Það er nú ekki aðdáendum liverpool bjóðandi að horfa á þetta. Ég er sammála Einari Erni um nánast allt í þessari umfjöllun. Ótrúlegt að sjá breytinguna á liðinu frá síðasta leik. Hefði viljað sjá það lið sem byrjaði síðasta leik aftur í dag.

    Ef við byrjum á vörninni þá stóðu menn sig þar alveg þokkalega, nema þá Josemi á köflum. Á miðjunni voru Alanso og Sissioko að reyna. Hvað getur maður sagt um Kewell? Hann er jú bara rétta að byrja og ekki hægt að dæma hann strax. Riise var ekki góður…. heldur var hann hræðilegur og á ekkert erindi í þetta lið, burtu með hann. Morientes er ekki að virka og hefði átt að vera tekinn útaf í seinni hálfleik. Cisse fékk ekki mikla hjálp frammi og þótti mér ákvörðun Rafa léleg að setja okkar langbesta og hættulegasta framherja á kantinn og Morientes fram á toppinn.

    Alveg eins og Einar segir þá er ég búinn að missa trúna á því að við munum nokkuð geta í þessari deild. Hef þó trú á að við förum nokkuð langt í CL.

    Held að Rafa þurfi að endurmeta þessa framherjastöðu okkar. Fáum menn til að mata Cisse og gleymum Crouch og Morientes. Cisse á alls ekki að mata þá.

    Hef þó enn fulla trú á því sem Rafa gerir að mestu og held að hann sé rétti maðurinn.

    Eitt sem ég vil benda á, er að það er ekki Rafa að kenna að við keyptum ekki rétta menn í sumar. Það er að mestu Parry að kenna, þetta er undir honum komið að fá þá menn sem Rafa vill.

  8. Þetta er bara leikur sem maður vissi að myndi tapast.

    ÁN GRÍNS ég vissi það allan tímann. 3 nýja leikmenn í janúar takk.

  9. Ég er 150% sammála Einari í öllu því sem hann segir.

    KK ætti aðeins að velta því fyrir sér að það sem er sagt hér er það sem fólki finnst hverju sinni. Við erum ekki að tala um vælukjóa sem halda út þessari síðu eða lesa hana, við erum að tala um frekar þolinmóða einstaklinga sem hafa varið þjálfarann þrátt fyrir misjafnt gengi – en stundum brestur þolinmæðin og það er bara allt í lagi! Svartir og hvítir hálfleikir, svart og hvítt í deild og Evrópu … þetta tekur á taugarnar.

    Og jú Mgh … Rafa er um að kenna varðandi leikmennina. Hann hefur skýrt sagt það og það komið fram að hann vilji ekki borga fyrir leikmenn meira en hann telur þá vera virði, og hann hefur stjórn á þessu ásamt auðvitað Parry. En þú firrar ekki Rafa ábyrgð og gerir Parry að meiri sökudólg. Til jafns skulu þeir vera dæmdir af þessu hroðalega lélega sumri í kaupum!

    Deildin er löngu dauð, enda var það sosum vitað. Kannski ég hafi gert einhverjar bjartsýnisgloríur í haust að við gætum velgt Chelsea undir uggum, en ég bjóst aldrei við því að þurfa að endurupplifa hroðalega deild frá því í fyrra og ég bjóst ekki við því að sjá Tottenham og Manchester City betrumbætast svona mikið umfram okkur.

    Hvað er að? Ótrúlega margt! Hvað er hægt að gera? Veit það ekki, en kannski þyrfti Jóhann Ingi eða séra Pálmi að tala við liðsmenn og peppa þá upp?

  10. Heyr, Heyr
    Ég fagna þessarri umfjöllun frá Einari, því ég fékk aldeilis að heyra það frá stjórnendum síðunnar þegar ég minntist fyrst á það að hlutirnir væru ekki alveg að virka í herbúðum okkar manna. Ég benti á arfaslakar ákvarðanir Rafa og sjórnarinnar í sumar. En nei ég gat skammast mín því Rafa var var jú snillingur sem hafði unnið CL, nú er komið annað hljóð í skrokkinn og menn farnir að átta sig á því að til að spila um dollurnar þá þarf eitthvað að breytast. Nýja menn til að skapa breidd, auka leikreynslu á þá menn sem maður vill treysta, og hafa meira touch fyrir liðsuppstillingu í erfiðustu deild í heimi, PL er ekki léttvæg, þú hendir ekki hrati fyrir úlfana sem spila þar, og eykur ekki óöryggi þeirra sem hent er inn á með því að stilla þeim upp í stöður sem þeir valda ekki. Svona gerir maður ekki.

  11. Ég bara skil þetta ekki. Þessi klofni persónuleiki Liverpool FC er underlegt fyrirbæri.

    Ég þori næstum að fullyrða það að ef að það hefði verið tilefni til t.d. úrslitakeppni CL eða bikarúrslitaleikur eða e-ð þá hefðu okkar menn pakkað þessu Fulham liði saman. En nei, þar sem þetta var bara aumur deildarleikur þá var hann nú varla þess virði að mæta.

    Þetta var ömurlegt. Ég verð að vera 100% sammála þessari leikskýrslu og já maður er að missa trúna á þessu.

    En jújú alveg týpískt að við pökkum Anderlecht saman á Anfield og tökum þá í kennslustund áður en við förum og heimsækjum Wigan eða Portsmouth eða e-ð aulalið og gerum upp á bak. Óskiljanlegt.

    Ég meina tveir leikir á móti Chelsea í röð. Annar endar með jafntefli þar sem við hefðum eiginlega getað náð sigri móti gríðarsterku Chelsea liði, hinn leikurinn skíttapast 4-1. Man einhver hvor leikurinn var í Evrópukeppni.

    Þetta eru álög.

  12. Það er ekki miklu við að bæta það sem komið hefur fram hér. Mér þykir vænt um að sjá að fleiri efist um RB en ég og það sem áður voru efasemdir hjá mér er að nálgast að verða fullvissa. Október ekki búinn og deildin búin hjá meðalliðinu LFC.
    Hvílík hörmung 😡 😡 😡 😡 😡

  13. Ein smá athugasemd: leyfum fólki að breyta um skoðun og ekki vera með svona “hí hí hí – ég sagði þetta en þið trúðuð mér ekki”-attitude! Það er ekki eins og þú sért að vinna inn stig með því að hafa bent á eitthvað sem reyndist rétt … það er svona ligga ligga lá-lykt af þessu og hún er bara ekki við hæfi hér finnst mér. … En það er kannski bara ég…?

  14. Góð grein, það þíðir ekki endalaust að verja Benitez hann er bara ekki að ná enska boltanum, það er spurning hvort að hann ætti að ráða sér enskan aðstoðarþjálfara eða ráðgjafa. Allt þjálfaraliðið er spænskt að ég held, svo að ekki eru þeir líklegri til að ráða úr flækjunni.

  15. Hvar er viljinn fyrir að VINNA, hvar er BARÁTTAN??? skil þetta ekki….

  16. KK: Ég held að þú getir ekki talað um vælukjóa þegar við erum að tala um gengi LFC. Heldur þú virkilega að menn svekki sig yfir úrslitum LFC bara upp á grínið? Það er staðreynd að bakvarðapar okkar er hörmung og það er líka staðreynd að þeir geta bara varist (en ekki nægilega vel) og eru algjörlega geldir fram á við.
    Ég sem betur fer sá ekki leikinn í dag en ég vil að Rafa verði gefinn góður peningur í janúar til að kaupa þessa 5-6 leikmenn sem þarf að fjárfesta í til að við getum farið að teljast gott lið.
    Annars er hópurinn hjá okkur betri en þegar Houllier var með okkur (eða allavega á að vera það) en við erum að gera í buxurnar í deildinni. Eru leikmenn ekki bara allt of miklar…já….PUSSUR eða dúkkur til að geta spilað í Englandi?
    Ég er eiginilega farinn að sjá eftir því að Alan Curbishley hafi ekki verið ráðinn…… :rolleyes: með fullri virðingu fyrir Rafa og hans kraftaverki á síðasta tímabili þá gerði hann frábæra hluti með LFC liðið. En deildin er algjört priority og til að komast í deild þeirra bestu þurfum við að sýna árangur heima. Öðruvísi getum við ekki þetta. Staðreynd sem afskaplega leiðinlegt er að horfa á…ekki satt, KK?

  17. Og ég er sammála gagnrýni þinni, EÖE, á sumarkaup Rafa. Hann hafði nægan pening að svo virtist vera en hann náði ekki að eyða þeim af því að hann hafði svo miklar áhyggjur að hann væri að fara að eyða of miklu í ákveðna leikmenn. Ég dreg það til baka að við þurfum 5-6 leikmenn í hópinn. Við þurfum 6-8 nýja leikmenn hið minnsta og þá meina ég nýja og varnarmann til að fylla fyrir Carra eða Hyypia. Við þurfum sókndjarfann miðjumann en ekki kantmann til að fylla inn í miðjuna. Rafael Van der Vaart hefði verið gífurlega góður kostur þar sem hann getur spilað allar stöður á miðjunni og gert þær vel. Einnig þurfum við að vita hvað maðurinn ætlar sér með þessa sóknarmenn sína.

  18. Sælir –
    ég er á algjörum bömmer eftir þennan helv. leik.
    Maður er að leggja töluvert á sig í vinnunni við að verja þetta lið og til hvers. Er þetta rétt hjá þessum Man U gaurum sem eru alltaf að hraun á mann. Ekki að þeir séu svo góðir en kommon við erum bara hræðilegir.

    Einar hefur rétt fyrir sér í öllu sem hann sagði að mínu mati. Ég reyndar er ekki Cisse aðdáandi. Mér finnst hann ekki góður fyrir móralinn í liðinu. Alltaf pirraður og fúll og skammandi alla í kringum sig nema sjálfan sig. Ég held persónulega að hann og Morientes séu óvinir og hann vilji ekki gefa á hann þannig að Moro skori. Mér fannst það vera þannig í leiknum í dag. Veit ekki hvort það er rétt en það fer í taugarnar á mér hvernig hann heldur um hausinn á sér ef einhver nær ekki sendingu á hann. Þetta er maður sem klikkar á dauðafærum í hverjum einasta leik. Ekki það að ég sé að segja að hinir séu betri frammi – alls ekki.

    Vörnin er hörmung. Hann á að vera með með liðið svona finnst mér.
    Reina
    Riise-Carrager-Hyppia-Finnan
    Zenden-Alonso/Sissoko-Gerard-Garcia
    Morientes og Crouch
    ef Cisse kemur inn þá fyrir Morientes
    Kewell frábær varamaður fyrir Zenden
    Pongolle hefur oft verið ágætur frammi – þetta getur nú varla versnað!

    Það vantar einn alvöru varnarmann – væri mjög til í að fá Gallas. Hann er góður og hefur spilað í ensku deildinni og staðið sig vel. Hann vill líka fá að spila meira.

    Hægri kant. Þetta er bara möst. Veit ekki hvern en við verðum að fá einhvern strax í toppklassa. Af hverju tókum við ekki Solano eða Stelios – báðir ódýrir og hafa spilað vel á Englandi á meðan við finnum einhvern framtíðar mann.

    Svo þegar hann er að spila 451
    Chelsea getur spilað þetta kerfi af því að þeir eru með frábæra kantmenn. Robben Duff Philips og Cole og svo alvöru sentera en ekki fuglahræðu eins og við erum með í Crouch.

    Við eigum ekki svona kantmenn og þess vegna skil ég ekki þetta skipulag. Ég skil vel að hann vilji nota 3 miðjumenn – við eigum góða menn á miðjunni en ekki á kantinum.

    Sorrý hvað þetta er langt en ég er þokkalega svekktur og er alveg hættur að skilja þennan bolta.

  19. Wigan er að spila betur en við !

    W I G A N 😡 😡 😡 😡 😡

    Hvaða helv…. #$%& djö……. rugl er þetta ? Getur einhver látið mig vita hvenær Liverpool ætlar að fara spila FÓTBOLTA. Rita ekki meira um þetta lið fyrr en það vinnur leiki á útivelli.

    Takk fyrir.

  20. djö….. helv…… anskotans aumingjans aumingjar(þetta varð að koma þó leikurinn hafi verið í gær). Hvað er í gangi í deildinni?????????????????

    Er að mestu leiti sammála Einari, Rafa þarf að endurskoða leik og hugafara okkar manna fyrir næstu deildarleiki. Væri ekki málið að fá Sammy Lee aftur í þjálfaraliðið.

    Varðandi bakverði okkar þá skil ég ekki afhverju Warnock fær ekki séns í vinstri bakverðinum. Þar er leikmaður sem gefur 100% í hvern leik, berst og lætur finna fyrir sér. Er akkúrat með rétta hugafarið í ensku deildina. Hvað varðar Josemi þá vildi ég losna við hann í sumar, vonandi fer hann í jan eða næsta sumar. Hann getur ekki neitt, hvernig væri að leyfa einhverjum ungum leikmanni að spreyta sig í staðinn.

    Í dag eru nokkrir dúkkuspilarar í liðinu, t.d Moro sem fór með rassin á undan sér í allar tæklingar auk þess að tapa næstum öllum skallaeinvígum í leiknum í gær. það er útséð að hann mun ALDREI ná að aðlagast enska boltanum. Riise fer með hálfum hug í allar tæklingar og skallabolta, gjörsamlega óþolandi, sammála Mgh seljum hann strax.

    Hvað á það svo að þýða að hafa Garcia á bekknum, okkar eina leikmann sem getur sólað andstæðingana(auk Kewell). Ég vil svo sjá Zenden fá að spila nokkra leiki í röð, ath hvort hann nái ekki upp sama formi og hjá Boro.

    Annars vantar okkur 4-5 KLASSA leikmenn með réttu hugafari áður en hlutirnir fara að rúlla í deildinni. Við verðum að reyna að þrauka þennan vetur og vona að LFC nái að klóra sig upp í fjórða sætið.

    Krizzi

Kewell byrjar!!!

Sunnudagshugleiðingar (+viðbót)