Chelsea 0 – L’pool 0

Flott, 0-0 jafntefli á Stamford Bridge. Við unnum þessa orrustu en stríðið er bara hálfnað. Eftir viku þurfum við að klára dæmið á Anfield og þótt það sé mikill styrkur að vera á heimavelli í seinni leiknum, þá skal ekki gleyma því að þetta Chelsea-lið er betra en svo að þeir leggjist bara niður og láti okkur valta yfir sig eftir viku. Sá leikur verður æsispennandi, en við förum allavega inn í hann með góða stöðu.

Þetta var mjög jafn leikur, bæði lið fengu færi til að “stela” sigrinum og mikið var um taugaspennu og klaufamistök hjá báðum liðum, en á endanum held ég að 0-0 hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit. Við sýndum það í kvöld allavega að á góðum degi geta okkar menn vel mætt þeim bláu á jöfnum grundvelli.

Eini dökki punktur leiksins var sá að Xabi Alonso fékk gult spjald og verður því í banni eftir viku. 🙁 En hann fær þá á móti að vera með í úrslitaleiknum, ekki satt? 😉

MAÐUR LEIKSINS: Igor Biscan, ekki spurning. Carra, Dudek og Riise voru einnig mjög góðir en í kvöld voru hins vegar Steven Gerrard og Xabi Alonso mjög, mjög, mjög daprir. Hafa sennilega hvorugur spilað jafn illa lengi og þeir gerðu í kvöld – þannig að ég prísa mig sælan að Igor skuli hafa átt þennan líka stórleikinn í kvöld, eins og raun bar vitni. Hann var ótrúlegur, hver einasta sending rataði á samherja og hann hafði Lampard gjörsamlega í vasanum í þær 80 mínútur sem hann var inná.

Ef hann ætlar að spila áfram eins og hann hefur verið í vetur er ekki séns að Rafa láti Igor fara í sumar – ég held við getum bókað það að liðið gerir allt sem í sínu valdi stendur til að halda Króatanum risavaxna eftir frammistöðu eins og þá sem hann sýndi í kvöld. Frábær leikur hjá honum.

p.s.
Þessi leikskýrsla er óvenju stutt í kvöld, þar sem Einar er á ráðstefnu í útlöndum og ég þarf að fara að læra – er að fara í vorpróf í Háskólanum í fyrramálið. En ég er sko skælbrosandi eftir þennan leik, höfum það á hreinu! 🙂

18 Comments

  1. Svakalega flott hjá okkur að gera jafntefli á brúnni!

    Samt er maður mjög svekktur með tvennt, annars vegar var alveg hægt að dæma víti þegar Carra var togaður niður í fyrri hálfleik og slakur dómari leiksins dæmi aukaspyrnu á Carra. Og hins vegar þetta fáránlega spjald sem Alonso fékk á sig, sást svo greinilega að Eiður var að fiska og því miður tókst það!

    Ég tel engar líkur á því að Liverpool tapi heimaleiknum enda er Anfield einhver sterkasti heimavöllur þegar kemur að svona stórleikjum! Dísus hvað maður er orðinn spenntur!! Við erum fokkings 90 mín frá úrslitaleiknum í Istanbul gegn AC Milan! Hver hefði trúað því?!?! :biggrin:

  2. Sammála þessum pósti, Kristján! Við erum ekki með nægilega mikið af “backup” hvað miðjuna varðar í unglingaliðinu og ég tel það mikilvægt að Igor Biscan fái samning í sumar til að sanna sig. Ég man eftir “performansinu” hjá John Welsh gegn Palace um sl helgi og það var hreint út sagt hörmung að horfa á drenginn og þetta á að vera upprennandi maður hjá okkur.

    En hvað kvöldið í kvöld varðar þá voru Xabi og Steven slappir og Igor var betri en Carra var bestur í annars árásargjörnu og varnarsinnuðu liði okkar. Svo verð ég að koma því að að Eiður Smári lagði inn STÓRAN mínus í minn kladda eftir leikaraskapinn sem fékk Xabi í bann í næsta leik. Takk fyrir Eiður….takk fyrir heiðarlega spilamennsku!
    Jörðum þessa andskota næsta þriðjudag!

  3. 23 CARRA GOLD – MAN OF THE MATCH BY A MILE!!!!

    Carragher var lang besti maðurinn á vellinum bar none!!! Í mínum augum var augljóst hver var besti varnarmaðurinn á vellinum og hver á skilið sæti í enska landsliðinu.

    Alonso var heldur ekki lélegur né Gerrard þó svo að þeir gáfu boltann oft kæruleysislega frá sér en þeir sköpuðu færi sem að Riise, Baros og Cissé hefðu mátt gera betur við.

    Get ekki beðið eftir seinni viðureigninni þar sem að andrúmsloftið verður TERRIFYING fyrir Chelsea leikmennina, þeir munu aldrei hafa kynnst öðru eins, ekki einusinni Motormouth.

  4. Skemmtilegur leikur og sanngjörn úrslit.
    Carra að mínu mati maður leiksins.
    Svo vil ég bara ítreka að heimildamaður minn sem að sagði mér að þessi leikur færi 0-0 sagði að seinni leikurinn færi 3-1. Ath að þessi gaur er búinn að vera með alla Liverpool leiki rétta í meistaradeildinni til þessa, og ég held barasta að ég fari að trúa honum 😉
    Hverjir eru beztir !

  5. varla mínus hjá eið smára að fiska einn okkar besta mann í leikbann í næsta leik. svona eretta bara.
    nú er bara að tapa um helgina svo við getum unnið chelsea á þriðjudaginn….:)

  6. já við getum verið sáttir við þessi úrslit. en hvernig er það með ykkur, finnst engum eins og Gerrard sé í einhverjum meiðslum? ég meina maðurinn beitir sér ekki shiiit, og fer varla í tæklingar.
    það þarf enginn að segja mér að hann sé ekki rétt stefndur, hver væri það ekki fyrir svona leik.

    og hvað fannst ykkur um rangstöðurnar í hornonum :biggrin2:

  7. Sjitt! Þessar stuttu hornspyrnur þarf Rafa að taka af dagsskrá, ég persónulega hef ALDREI skilið af hverju menn eru að fara lengri leiðina inn í boxið.

    Einfaldleikinn er fallegastur eins og Gauji kóngur segir alltaf!

    Hafliði, mikið rosalega vona ég að þessi heimildamaður þinn hafi rétt fyrir sér, býð honum upp á bjór og skot ef hann reynist sannspár :tongue:

    Og Egill! Víst var þetta mínus í kladdan hjá honum Eiði að gera þetta, mjög leiðinlegt hjá annars frábærum leikmanni. Sást greinilega í endursýningu að nánast engin snerting átti sér stað.

  8. Ég er sammála Kristjáni með mann leiksins, mér fannst Igor eiga algjöran stórleik. Vann fullt af boltum, var út um allan völl, gerði hlutina einfalt og leitaði alltaf að auðveldastu sendingaleiðinni (annað en Garcia). Eins voru varnarmennirnir Sami, Carra og Finnan virkilega sterkir en það sama verður ekki sagt um Djimi sem átti hörmulegan fyrri hálfleik en bjargaði andlitinu með skárri seinni hálfleik.

    En þvílíkt þriðjudagskvöld sem er í vændum, maður getur varla beðið.

  9. er sammála mörgum hérna!!

    Eitt hinsvegar hef ég að kvarta yfir, dómgæslan var ekki svo slæm í heildina en þegar chelsea menn fá svona ódýrar aukaspyrnur og við fáum spjald fyrir lítið þá átti makelele og lampard að fá klárlega gult spjald fyrir taka cisse niður því þeir áttu aldrei séns í boltann og tóku bara mannin niður!!!
    svo fær alonso spjald fyrir örugglega fyrsta brotið sitt (var samt ekki brot), er ekki með tölfræðina hans á hreinu en chelsea menn voru mun grófari allan leikinn!!!
    annars góð úrslit en þetta er langt frá því að vera búið

  10. þetta var háspennuleikur og mikil barátta. Var oft stressaður þegar okkar menn lágu of aftarlega og má segja að við höfum haft heppnina með okkur þegar Lampard klikkaði…. en meistaralið hafa meistaraheppni, ekki satt.

    Carragher var hreint út sagt frábært og Biscan stóð uppúr af miðjumönnunum…. yndislegur og verð ég CRAZY ef hann verður ekki hjá okkur áfram…. Gerrard er snillingur en einnig prímadonna og þær eru fýlupúkar… var greinilega í fýlu í kvöld… vonandi ekki eftir viku….

    Cisse klár í næsta leik… Kewell klár í næsta leik… uuuuusssss þetta er allt að gerast

    í lokinn: hefði það verið klassískt ef snúningsboltinn hefði farið inn hjá Dudek?

    Við erum seigir og við endum með bikar!

  11. Eitt er víst og það er að ég þoli ekki leikaraskap, hvort sem það eru leikmenn Liverpool eða aðrir. Sérstaklega finnst mér það slæmt þegar menn eru að fiska aðra í leikbönn eða gul, eða rauð spjöld.

    Orðum það þannig í kvöld að ég skammast mín að vera frá sama landi og Eiður Smári.

  12. Mér fannst Carragher eiga algjöran stórleik og betri en Biscan ef eitthvað var. Carra var stanslaust að berja kraft í okkar menn og ef eitthvað er þá er hann orðinn meiri leader á vellinum heldur í ár heldur en Gerrard.

    Ef ég hefði þurft að velja á milli gult spjalds til Carra eða Alonso í gærkvöldi þá hefði ég án efa valið Alonso! Þótt að Xabi sé snillingur þá er Carra mikilvægari.

    Ekki nóg með að bara Kewell & Cisse verða klárir þá er Hamann líka að verða klár og gæti verið með í næstu viku.

  13. Btw Kristján, þú ert sá eini sem er á því að Biscan sé maður leiksins.

    Hver einasti miðill sem ég hef lesið í dag og öll Liverpool spjallborð sem ég hef kíkt á eru sammála um þetta…

  14. Carra var frábær í gær, er ekkert að halda öðru fram. En mér fannst Biscan bara frábær og eiga skilið tilnefningu í þetta skiptið.

  15. já var það ekki… ég vissi að hann hefði verið meiddur :laugh: :laugh:

    við skulum vona að hann verði búinn að jafna sig í næstu viku blessaður drengurinn og sýni sitt rétta andlit.

    Var enginn nema ég sem pirraðist á commentinu hjá Arnari Björns. um að Houlier hefði skilað liverpool ofar en Benitez er að gera núna í deildinni. mér fannst þetta bara fáránlegt, úrslitin í meistaradeildinni tala bara sínu máli. finnst arnar reyndar með skárri þulum :confused:

Chelsea á morgun! (+viðbót)

Luis Figo til Liverpool í sumar?